sunnudagur, nóvember 06, 2005

Fór niður í Laugar í morgun og hitti vinina. Það var hált úti svo ég tók mannbroddana með. Það veitti ekki af því því það voru víða hálkublettir og vissara að vera vel skóaður svo maður flygi ekki á hausinn. Líklega kláruðust um 18 km en ég er ekki alveg viss því það voru farnar ýmsir útúrdúrar.

Kláraði svo ljósmyndanámskeiðið hjá Pálma eftir hádegið. Þetta var fínt námskeið og marg gagnlegt sem hann fór yfir. Að lokum sýndi hann okkur hvernig hægt er að setja upp hræódýrt heimastúdío til að geta tekið upp portrett myndir með ásættanlegum gæðum.

Úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins lágu fyrir í morgun. Vilhjálmur vann stórsigur, miklu stærri en skoðanakannanir gáfu til kynna. Skoðanakannanasérfræðingar mættu spyrja sig hvað fór úrskeiðis hjá þeim. Á föstudaginn var t.d. birt niðurstaða úr einhverri netkönnun þar sem menn gátu kosið á netinu. Alls tóku yfir 4000 aðilar þátt í þessu. Niðurstöður þessa var að Gilli myndi vinna með töluverðum mun. Mogginn sá vissulega að sér og tók þessa frétt strax út af netmogganum en Vísir.is lét hana standa standa inni eins og um væri að ræða niðurstöður úr alvöru skoðanakönnun. Manni blöskrar stundum virðingarleysið sem alvöru skoðanakönnunum eru sýndar með svona rugli.

Engin ummæli: