Ágæt hlaupahelgi að baki. Tók hring í hverfinu í gær og síðan alvöru helgartúr í morgun með Vinum Gullu. Fór á Broadway í gærkvöldi á jólahlaðborð með Sigrúnu og hennar vinnufélögum. Fínn matur. Að honum loknum var hyllingarsýning Bo´s með yfirliti um 35 ára söngferil hans (Ég skrifaði fyrst 25 ára en það er víst dálítið meir). Það var fínt prógram og mikið fjör. Meistarinn sjálfur söng eftir hlé og gerði það vel.
Skoðanakönnun birt í Fréttablaðinu í morgun. Niðurstöðurnar eru eins og í fyrri könnunum fyrir Framsókn, alveg í botni. Birgir Guðmundsson segir að flokkurinn þurfi startkapla til að snúa sér í gang. Í minni bílaútgerð er ekki nóg að setja startkapla á dauðan geymi, það þarf einhver kraftur að koma frá utan að frá til að snúa bílnum í gang. Spurning hvar hann er að finna.
Er að fara til Akureyrar á eftir. Vinkona og heimilisvinur að norðan verður jörðuð á morgun. Hún heimsótti okkur síðast í maílok þegar hún var til lækninga hér syðra. Svo er þetta búið fyrr en varir.
sunnudagur, nóvember 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli