Ég fór í gegnum Smáralindina á laugardaginn. Þar var fólk frá samtökum sykursjúkra og bauð upp á ókeypis blóðtest til að kanna hvort væri sykursýkivottur. Ég lét taka blóð og útkoman var ok. Á mneðan ég beið greip ég pésa um megrunaraðferðir sem gefinn hafði verið út af félaginu og var þýddur úr útlensku. Ég var ekki sáttur við það sem ég sá í pésanum. Í yfirliti um mataræði var lögð megináhersla á að nota eins litla feiti og mögulegt er og borða magurt kjöt, fisk egg og ost. ég er ekki sammála því að það eigi að nota eins litla fitu og mögulegt er. Það á ekki að nota meiri fitu en þörf er á en líkaminn þarf fitu, sérstaklega ákveðnar fitusýrur sem eru nauðsynlegar fyrir sjónina og almenna líkamsstarfsemi. Síðan var sagt að maður ætti að borða gróft brauð, kartöflur, hrísgrjón og pasta. Ég er sammála þessu með grófa brauðið en eru kartöflur, hrísgrjón og pasta megrunarfæði? Ég hélt að það væri hreint auðleysanlegt kolvetni sem maður hrúgar í sig dagana fyrir maraþon til að fylla skrokkinn með orku. Megrun er fyrst og fremst spurning um að borða færri hitaeiningar en maður eyðir en er át á pasta, kartöflum og pasta rétta aðferðin til þess. Ég er ekki sannfærður.
Síðan var sagt að fara sparlega í mjólk og ávexti!! Gott og vel, rétt að drekka undanrennu eða léttmjólk frekar en nýmjólk en að fara sparlega í ávaxtaáti, það er alveg nýtt fyrir mér. Ég hélt að epli, appelsínur, mandarínur, melónur og vínber væru fyrirtaks megrunarfæðí. Helst spurning með bananana. Inni í pésanum kom síðan sú leiðbeining að það ætti ekki að borða mikið af niðursoðnum ávöxtum í sykurlegi. Det er en helt anden sag. Sú var tíðin að niðursoðnir ávextir voru sérstakt hátíðisdagafæði en það er liðið. Ekki var í yfirlitinu minnst á að draga úr kex og kökuáti, poppkorn eða snakk væri ekki sérstakt megrunarfæði og hamborgarar, pizzur og annað slíkt hátíðafæði væru hreinar orkusprengjur. Einnig finnst mér rétt að árétta í þessu samhengi að gott ráð sé að borða yfir höfuð aðeins minna en vanalega.
Reyndar komu síðan nánari útskýringar inni í pésanum þegar betur var lesið og ég var sáttari við en yfirlitið fannst mér villandi. Ég sagði fólkinu í básnum að það ég best vissi væru kartöflur, hrísgrjón og pasta ekki sérstakt megrunarfæði. Þau voru ekki á sama máli og vörðust af ákveðni. Gaman væri að heyra í fólki með reynslu eða menntun hvort það sé ég sem er úti að aka í þessu efni eða textahöfundur.
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli