Horfði með öðru auganu á Eddu hátíðina í gærkvöldi (eða er þetta partí fyrir útvalinn hóp?). Margt kom mér spánskt fyrir augu. Eru ekki framleiddar of fáar kvikmyndir hér til að svona hátíð gangi upp árlega? Það er kannski þess vegna sem dönsk bíómynd var kosin sú besta. Hvaða spenningur eða keppni er það að hafa einungis tvær eða þrjár myndir sem keppa um flest verðlaunin? Það er þá alveg eins spurning um hver er næstverst. Fígúra var kosin besti sjónvarpsmaður ársins. Ég hefði frekar kosið Ragnar Reykás. Enda þótt í umsögn um besta sjónvarpsþáttinn væri þess getið í umsögn að hann væri kópía af öðrum þá fékk hann pre fyrir frumleika. Gengur þetta upp? Uppfyllingaratriði voru of mörg. Áberandi var að stjórnmálamenn voru dregnir fram á sviðið í hópum í þeim tilgangi að reyna að sarga út úr þeim peninga. Mér finnst það vera heldur klént.
Sé mér til ánægju að það eru ýmsir rýnar mér sammála í mati á niðurstöðum í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins um daginn. Málefnin sigruðu froðuna. Reynslan sigraði reynsluleysið.
Fór á kvöldfund hjá Samfylkingarfélaginu í Kópavogi í kvöld og spjallaði um sveitarstjórnarmál. Fínn fundur, um 20 manns voru mættir sem ræddu af áhuga um sveitarstjórnarmál frá ýmsum sjónarhornum. Þeir Samfylkingarmenn í Kópavogi halda svona kvöldfundi á hverju mánudagskvöldi árið um kring eða þar um bil. Menn ganga að þessum kvöldfundum vísum og þeir þjappa liðinu saman.
Sá á netinu í dag link á æfingatöflur og besta árangur nokkurra helstu langhlaupara í Skandinavíu. Gaman að sjá hvað æfingaálagið er misjafnt og hvaða árangri menn eru að ná miðað við mismunandi forsendur. Þekki einungis einn, Kim Rasmussen frá Danmörku sem var í WS í sumar og kláraði síðan Spartathlon í haust. Sé að hann á 2.36 í maraþoni, hvorki meir eða minna. En hann er ekki fjallageit. Set linkinn inn í fyrramálið. Hann er http://havstein.dk/index.php/412988
mánudagur, nóvember 14, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli