Töluverð umfjöllun um New York maraþon í Speglinum í gær og síðan var boðað að það yrði enn meiri umfjköllun um það í helgarsportinu. Gott er það og megi gott á vita ef umfjöllun um almenningshlaup fer vaxandi í útvarpi allra landsmanna. Þeir sem reynt hafa vita hve erfitt hefur verið að fá umfjöllun um hlaup hérlendis. Mig minnir að formaðurinn hafi sagt okkur í haust að á sjö árum hafi útvarpið mætt tvisvar og sagt frá maraþonhlaupum hérlendis og er þá Reykjavíkurmaraþonið undanskilið. Náttúrulega eru þessi maraþon hér heima engin New York maraþon en það er hins vegar alveg ljóst að ef ekki væri haldið úti almenningshlaupum hér heima að áhugamönnum um almenningsshlaup, þá myndu engir (eða alla vega mjög fáir) íslendingar vera til staðar að taka þátt í stórhlaupum erlendis. Sívaxandi fjöldi hlaupara sem hleypur maraþon er uppskera þessa fjölbreytta starfs sem fer fram á vegum grasrótarinnar hérlendis.
Sá mér til ánægju að Hjördís hjá Reykjavíkurmaraþoni er stödd í New York að markaðssetja Reykjavíkurmaraþon og Laugaveginn. Þetta er almennilegt. Vitaskuld eigum við að láta vita af okkur undir fullum seglum.Laugavegurinn er eitt allra fallegasta og sérstæðasta trail hlaup sem fyrir finnst í norður álfu og margir maraþonhlauparar "safna" borgum. Það fer svo eftir því hverjir vekja athygli á sér til hvaða borga þeir fara. Mér finnst að það eigi að setja sér það markmið að innan fimm ára verði þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni orðnir 1000 og 300 hlauparar á Laugaveginum. Það væri flott.
Umræðan um öldrunarheimilin heldur áfram. Það er vel. Það nær náttúrulega ekki nokkurri átt að horfa upp á hluti er varða ummönnun aldraðra eins og viðgangast á Sólvangi svo dæmi sé nefnt. Yrði maður ánægður með að sjá á eftir foreldrum sínum þokkalega frískum inn á stað þar sem þeir gætu haft með sér tvær þrjár myndir og búið? Herbergi væri deilt með fjórum eða fimm óviðkomandi manneskjum. Ég held ekki. Á sama tíma voru stjórnvöld að láta sér detta í hug að láta kostnaðinn við snobbverkefni eins og umsóknina í öryggisráðið fara upp í um 800 milljónir. Ég held að þessum mönnum sé varla sjálfrátt.
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli