Ég er búinn að plægja í gegnum bréf Gordys. Hann tók "crystaline ascorbic acid" síðustu fimm dagana fyrir hlaupið sem er C vítamín í duftformi. Hann mældi ekki hvað hann tók á dag en það var um 7 - 10 grömm. Hann tók einnig sex til tíu töflur á dag þar sem hver tafla innihélt 50 mcg Se og 200 IU vit E. Hann tók einnig helling af þessum töflum um morguninn áður en hann lagði í hlaupið. Hann tók einnig töflur nokkuð óreglulega sem innihéldu: 1200 mg Ca, 600 mg Mg, 500 IU vit D3, 120 mcg vit K, 5 mg thiamine, 12 mg zinc, 1,2 mg copper, 2,5 mg manganese og 2 mg boron. Hann tók einnig óreglulega fjölvítamín sem heitir Omnivite Without Iron. Öllu þessu skolaði hann niður í hlaupinu með appelsínusafa sem var bættur með salti og C vítamíni.
Hann notar hyperskammt af C vítamíni, svo stóran að sérfræðingur minni í lyfjafræði blótar og segir að þetta sé tóm vitleysa. Ekki veit ég hvað er satt og rétt í þeim efnum en ég er nú þannig náttúraður að ég tek nokkuð mark á þeim sem eru að þreifa sig áfram í þessum efnum á eigin reynslu. Vitaskuld geta menn þolað þetta misjafnlega. Ég veit að markviss steinefnauppbygging með t.d. mangan og selen kemur í veg fyrir krampa og þess háttar í löngum hlaupum. Það gengur óhemjumagn af söltum og öðrum nauðsynlegum efnum út með svitanum í svona átökum og ég hef trú á að það sé mikilvægara að vera viss um að bæta skrokknum það upp heldur en þó hann fái aðeins of stóran skammt.
Nú var kaþólska kirkjan að gefa út statement í málefnum samnkynhneigðra presta. Það er víða fjallað um þessi mál. Ef maður hugsar sem svo að í upphafi hjónabandið verið formleg staðfesting þess að maður og kona ætluðu að búa saman og eignast börn saman. OK. Börn áttu helst ekki að fæðast utan hjónabands. Það eru t.d. ekkert svo afskaplega margir áratugir síðan það var ekki neitt sérstaklega fínt hérlendis að vera utanhjónabandsbarn. Svo breytast hlutirnir. Nú eru utanhjónabandsbörn ekkert verri en önnur í augum almennings og hafa vitaskuld aldrei verið það. Þýðing hjónabandsins er ekki eins mikil og fyrr. Nú vilja samkynhneigðir einstaklingar ganga í hjónaband enda þótt þeir geti ekki átt börn saman. Gott og vel, sama er mér. En er rétt að stoppa þar eða á að ganga veginn áfram? Hvað með fjölkvæni? Einstaklingar hafa verið settir í steininn fyrir að hafa gengið í hjónaband með fleiri en einum einstakling á sama tíma. Ég verð að segja að það myndi ekki pirra mig neitt enda þótt fjölkvæni væri tekið upp og einhverjir hefðu áhuga á því. Því má fullorðið fólk ekki eiga meir en einn maka ef allir hlutaðeigandi eru því sammála af fúsum og frjálsum vilja og vilja staðfesta sambandið formlega með tilliti til framfærsluskyldu og erfðaréttar. Það er nú bara svo að þegar búið er að segja A, þá kemur B skammt á eftir. Það þýðir ekki að hrópa hástöfum að einhverjir séu afturhaldssinnar ef þeir eru andvígir því að samkynhneigt fólk fái að ganga í hjónaband en vera svo á móti því að létta öðrum hömlum af hjónabandinu. Auðvitað eru alltaf spurning hvernig þróunin eigi að vera en stundum tekur þróunin bara völdin hvað sem hver segir.
mánudagur, nóvember 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli