mánudagur, júní 09, 2008
Rakst í dag á myndband á vefnum frá Patró á sjómannadagshelginni þar sem löggan var neydd til að handtaka einhvern vitleysing sem hafði lamið og slasað fólk á balli fyrr um kvöldið. Vitleysingurinn hlustaði náttúrulega ekki á það sem löggan sagði og ætlaði bara að labba burtu eins og svona gaurar hafa vafalaust komist oft upp með gegnum tíðina. Lögreglan notaði þá piparúða til að gera gaurinn óvígan svo hægt var að handtaka hann án líkamsmeiðinga hjá honum eða lögreglunum. Þá tók hið dapurlega við enda þótt það sé nógu slæmt að þurfa að taka svona fanta úr umferð. Kringum lögreglurnar sem voru að handtaka manninn stóð hópur af æpandi lýð sem strax var kominn með myndavélar á loft til að ná öllu á myndband sem dæmi um meintan sífelldan fantaskap lögreglurnar sem æði margir hafa hátt um þessi misserin. Síðan var hlaupið heim og myndklippurnar settar á Youtupe og síðan hringt á fjölmiðla til að koma málinu í umferð. Það stóð ekki á viðbrögðum þessa svokölluðu fréttamanna sem vinna á fjölmiðlunum. "Piparúði á Patró" er dæmi um fyrirsagnir sem birtar voru. Það var ekki sagt "Slagsmálafantur handtekinn á Patró eftir að hafa slasað tvo". Nei, "Piparúði á Patró" skyldi það vera. Síðan kemur að þriðja þætti sem eru viðbrögð sjálfhverfa bloggliðsins. Einn þeirra lét sér sæma að hafa fyrirsögninga "Fasismi á Patró" Það vakti vissulega hörð viðbrögð en málsvörn viðkomandi var að það væri fasismi að beita piparúða. Að mínu mati er piparúði gríðarlega gagnlegt tæki við aðstæður eins og þær sem t.d. voru á Patró. Með honum er hægt að gera hvern sem er óvígan um stund og handtaka hann án þess að neinn skaði hljótist af. Vafalaust er þetta vont en það er líka vont að vera barinn af einhverjum slagsmálahundum. Vonandi eykur piparspreyið virðingu skrílsins fyrir lögreglunni. Það sést á myndskeiðum sem þessu frá Patró að sá tími er liðinn að menn geti sagt lögreglunni að hún sé helvítis fífl og labbað svo í burtu. Ég er á þeirri skoðun að rafbyssur séu nauðsynleg tæki fyrir lögregluna að hafa undir höndum svo það sé á hreinu. Ég veit ekki annað en að lögreglan í nálægum Evrópulöndum sé allstaðar vopnuð skammbyssum (nema kannski í Noregi). Vilja menn að það sé það sem koma skuli?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til lukku með árangur þinn í ofurhlaupinu. Stundum langar manni að grenja yfir heimsku mannkynsins og þetta blogg hjá konunni var með ólíkindum..Það mætti kannski bjóða þessu fólki að taka eina miðbæjarvakt um helgi, held að skrifin hjá því yrði þá aðeins öðruvísi.
www.jonas.is þar má sjá skrif eftir einn snillinginn..
Kv.Hildur Laugaskokkari og lögga.
Skrifa ummæli