Baugsmálið tók enn eina beygjuna í dag þegar Hæstiréttur sendi 8 atriði aftur til héraðsdóms en afskrifaði hitt. Ég vildi ekki vera í sporum ríkissaksóknara. Hann virðist vera á þeirri skoðun að þarna hafi verið um annan skilning á tæknilegri útfærslu en áður hafi verið hefð fyrir þannig að það geti veriðflötur á því að taka málið aftur upp. Þarna er eitthvað á ferðinni sem maður veit ekki en það er ekki ,ikið sem kemur út úr krafsinu ef það er bara svindl í kringum innflutning á þremur eða fjórum bílum. Reyndar finnst mér lítið leggjast fyrir kappana sem veltu milljörðum á þessum tíma ef menn hafa verið að svindla um nokkrar milljónir á bílainnflutningi. Lögfræðingar Baugsmanna legjja mikla áherslu á persónulega þáttinn eða hvað það hafi verið mikil áþján að hafa ákæruna yfir sér árum saman. Mér finnst að það hefði átt að gefa Baugsmiðlunum smá instrúx í þessa átt áður en þeir hófu herferðina til að ganga frá Jónínu Ben. Maður hefur ekki orðið vitni að öðrum eins óþverra og þar gekk yfir þjóðina. "Maður veit svo sem í hvaða ástandi hún hefur verið þá Hahahahahaha" hló illkvittni kallinn í Útvarpi Sögu hjá Arnþrúði sem var svo tindilfætt með tölvupóstinn út um allan bæ.
Mér fannst gott hjá Jónínu að mæta í Kastljós í kvöld. Það getur ekki hafa verið auðvelt af manneskju sem búið er að blása út af pressunni sem fyllibyttu, lausgirta og ómerking.
Hvernig skyldi næsti kafli í þessu máli verða?
Heyrði í morgun umræðu um kvikmyndir og þá slagsíðu sem er í framboði kvikmyndahúsanna hérlendis. Varla nokkur mynd nema frá Bandaríkjunum. Ég nenni varla nokkurn tíma í bíó hér en fer oft í bíó þegar ég er erlendis s.s. í Danmörku. Danir framleiða mikið af úrvalskvikmyndum sem koma fæstar hingað. Einu sinni stóð ég fyrir danskri kvikmyndaviku með félögum mínum í stjórn Dansk-Íslenska félagsins. Félagið var algerlega auralaust eftir afferu sem tengdist hingað komu eins leikarans úr Matador. Það voru góð ráð dýr en ein konan þekkti mann sem vann hjá Nordisk Film. Úr því varð hin besta kvikmyndavika sem skilaði félaginu góðum hagnaði en áður átti það ekki krónu. Eric Clausen kom hingað í tengslum við vikuna og hélt uppistand í Norræna húsinu með félaga sínum. Við vorum svo blönk hjá félaginu að það voru bara til peningar að kaupa eina skjáauglýsingu eftir 10 fréttir í sjónvarpinu kvöldið áður en uppistandið skyldi vera. Húsfyllir varð engu að síður og hin besta skemmtun. Einar þær skemmtilegustu myndir sem maður sér eru mydnir úr austur evrópu s.s. Tékklandi. Svartur köttur - hvítur köttur og Rútuferðin. Báðar óborganlegar. Maður færi oftar í bíó ef það væri ekki alltaf þetta Bandaríska rugl sem tröllríður húsum hér. Ég keypti mér finnskar myndir um daginn í Helsinki. Önnur heitir "Rokkað í Vittulla" en bókin hefur komið út á íslensku. Hún er stórgóð og ég er búinn að horfa þrisvar á hana. Alltaf jafn skemmtileg og lýsir mannlífinu í Pajala eins og það var segja kunnugir.
þriðjudagur, október 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli