Engin hlaup í dag sökum anna eins og stundum áður. Fór á foreldrafund í Breiðagerðisskóla í kvöld til að gæta hagsmuna Maríu og annarra barna í skólanum!!! Stundum er smá þörf á því. Tók upp umræðu um skipulagningu stundaskrár í skólanum. Krakkarnir í 7. bekk fá einungis tvö útivistarhlé á dag mánudaga og þriðjudaga enda þótt skólinn standi yfir frá kl. 8.20 á morgnana til 14.50 síðdegis. Á mánudögum er kennt eftir hádegi í þrjá bóklega tíma (120 mín) án hlés og á þriðjudögum er kennt eftir hádegi í 160 mínútur eða fjórar bóklegar kennslustundir án hlés. Þetta er náttúrulega engin meining. Um þetta varð ágæt umræða með þátttöku skólastjórans og allmargra foreldra. Vonandi verður þessi umræða til að hagsmuna barnanna verði betur gætt í framtíðinni við samningu stundaskrár í skólanum. Þegar stundaskrá ef samin þarf að gæta að fjárhagshliðinni, sjónarmiðum starfsfólks og sjónarmiða barna. Stundum finnst mér eins og í þessu tilviki að sjónarmið barna gleymist.
Ég heimsótti finnskan grunnskóla í haust. Þar er skipulag stundaskrár þannig að það er kennt í 45 mínútur og síðan eru frímínútur (útivera) í fimmtán mínútur alla daga vikunnar. Finnar fullyrtu að það fengist aldrei leyfi fyrir stundaskrá í stíl við það sem hún er hjá Maríu og hennar jafnöldrum í Breiðagerðisskóla. Í Finnlandi eru kenndar um 1250 - 1340 mínútur á viku samanborið við 1400 mínútur á viku hér samkvæmt aðalnámsskrá. Engu að síður koma Finnar miklu betur út úr PISA rannsóknum en íslensk börn. Getur verið að nýting skólatímans sé lakari hér vegna þess að börnin fái of lítinn tíma til að hreyfa sig og anda að sér frísku lofti?
Það var athyglisvert í þessu samhengi að á fundinum í kvöld var haldinn góður fyrirlestur sem stóð í 45 mínútur. Fyrirlesarinn lauk honum með orðunum; "Þetta er nú búið að vera nokkuð langt, þið eruð vafalaust öll orðin þreytt". Hvað má þá halda um börn sem eru búin að vera samfleytt í kennslu án frímínútna í rúmlega tvo og hálfan klukkutíma? Getur mikil aukning á þörf fyrir stuðning og allra handa úrræðum verið vegna þess að börnin fái ekki nóga hreyfingu í bland við kennsluna? Spyr sá sem ekki veit en umræða um þessi mál er nauðsynleg.
miðvikudagur, október 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæll mikli krossfari.
Ég sé að þú ert rosalega hrifinn af hinni svokölluðu "broken window" kenningu í New York og hvernig henni hefur verið framfylgt. En raunin er sú að við erum ekki Ameríkanar og getum því miður ekki fangelsað alla á aldrinum 10 til 30 ára sem hafa orðið uppvísir að því að krota á veggi, eins og gert er í Bandaríkjunum. Auk þess má deila um hvort að kenningin um brotnu gluggana hefur yfirleitt virkað. Koch, fyrrum borgarstjóri New York kom af stað svipuðu átaki árið 1982, einu áhrifin voru þau að veggjakrotið færðist hægt og rólega frá lestunum og yfir á göturnar.
Þeir hafa hækkað viðurlög, reynt að skikka húseigendur til að þrífa, þeir hafa hent fólki í fangelsi til margra ára öðrum til viðvörunar og hafið áróðursstríð.
Öfgarnar hafa náð þeim hæðum að allir sem verða uppvísir að því sem borgaryfirvöld skilgreina sem veggjakrot fá þungar refsingar. Öfgarnar urðu flestum ljósar þegar, samkvæmt hinni hörðu stefnu, fimm ára drengur var handtekinn og sektaður fyrir að hafa sett lófafar í blauta steypu. Aðeins örfáir hinna stórtæku veggjakrotara hafa verið sakfelldir og sumir eru enn að eftir að hafa hafið feril sinn á sjöunda eða jafnvel sjötta áratugnum.
Þrátt fyrir allt þetta er mun meira veggjakrot í New York en nokkurntíma Reykjavík, jafnvel ef þó aðstæður séu settar í "hlutfallslegt" samhengi.
Og fyrst að þú ákveður að horfa til annara landa og framandi menninga (þrátt fyrir að vera feit erum við mjög ólík Bandaríkjamönnum), af hverju þá ekki að banna tyggigúmmí og flengja veggjakrotara með bambusprikum eins og í Singapore?
Í London hefur verið brugðist við veggjakroti og öðrum smáglæpum með því að setja upp myndavélar bókstaflega allsstaðar. Leiðinlegar afleiðingar þess eru þær að manneskja sem ferðast um london er næst á mynd uþb. 300 sinnum á dag. Stóri bróðir er orðinn að veruleika.
Ég er ekki tilbúinn að fórna einkalífi mínu í þessu litla landi fyrir baráttuna gegn veggjakroti. Rök á borð við: "Ef þú hefur ekkert að fela hlýtur þér að vera sama þó það sé fylgst með þér" eru varasöm.
Dæmi um hversu erfitt er að ná í veggjakrotara og sakfella þá eru þeir sem ganga nú um og skrifa slagorð gegn Kárahnjúkavirkjun í miðbænum. Lögreglan "veit" nokkurnveginn hverjir eru að verki. En, sem betur fer, hefur hún ekki rétt til þess að handtaka, sekta eða sakfella hina grunuðu án sannana.
Því miður eru fáar raunhæfar lausnir á málinu. Raunin er sú að veggjakrot er hluti af borgarlandslagi vestrænna þjóða. Ef þig virkilega langar til að sigra í "stríðinu gegn veggjakroti" (hljómar það ekki eins og stríðið gegn hræðslu sem kanarnir heyja þessa dagana?), þá held ég að eina raunhæfa leiðin fyrir þig sé að flytja í fámennara sjávarþorp og mála yfir hljómsveitarnöfn sem birtast á skólaborðum þar.
Það eru stærri vandamál en veggjakrot í reykjavík. Ég mun standa sem klettur við hlið þér þegar þjóðin hefur afgreitt vandamál á borð við ofbeldi, nauðganir, eiturlyf og spillingu.
ég veit ekkert hvort að þú lest þetta!! en þessar myndir sem þú birtir þarna af stráknum standa við vegginn í elliðaárdalnum sanna ekki neitt. það sést ekkert á myndunum að hann sé að spreyja. en samt stendur í blogginu að þarna sértu að birta myndir af krotara sem þú gómaðir í "aksjón"!!!
ÞETTA ER ÓLÖGLEGT!!!!!!!!!!!!!!!
ÞETTA ER RÓGBURÐUR!!!!!!!!!!!!!!
ef þetta hefði verið einhver eldri en 12 eða 13 ára þá hefðiru aldrei þorað að birta þessar myndir því að þá hefði hannn líklega verið kominn með vit fyrir að leita réttar síns gagnvart svona myndbirtingum!!!
fullorðinn maður á að vita að svona hagar maður sér ekki!!!!!!
á ég að taka mynd af þér að klóra þér í pungnum og setja á netið og segja að þar hafi ég gómað barnaníðing að fara að bera kynfæri sín fyrir framan lítil börn!!!????
Það er enginn að banna þér að hafa skoðanir. En það borgar sig oft að vita um hvað maður er að tala.
Veist þú hver stefna Reykjavíkurborgar er í þeim málum? Kenningin um brotna glugga hljómar rosalega hipp&kúl, en hún einfaldlega virkar ekki í framkvæmd og er enn algerlega ósönnuð (nema t.d. að þú hafir undir höndum sannanir fyrir því að tenging sé milli handrukkana og veggjakrots).
Bandarískur lögreglumaður/sérfræðingur sem kom hingað í boði lögreglunnar í Reykjavík, eingöngu í þeim tilgangi að skoða íslenskt veggjakrot komst að þeirri niðurstöðu að veggjakrot væri ekki stórt vandamál, og að engin tengsl væri milli klíkumyndana og veggjakrots á landinu, og það héldist ekki í hendur við klíkur, ofbeldi eða vændi. (Reyndar sagði hann líka við fréttamenn að heima hjá sér væri beitt gúmmíkúlum og táragasi á ölvaða mannþröng eins og þá sem hann sá í miðbænum um helgar).
En nú skal ég fræða þig um baráttuna við veggjakrot í Reykjavík. Margar aðferðir hafa verið reyndar í Reykjavík og þær hafa haft sömu afleiðingar og aðferðirnar sem beitt var í New York.
Í fyrstu var beitt áróðri. Það virkaði þveröfugt. Hreinsunardeild Reykjavíkur stóð fyrir auglýsingaherferðum á strætóskýlum (sem urðu öll útkrotuð), strætisvögnum, dagblöðum og sjónvarpi. Augljóst var að slíkar auglýsingar skiluðu engum árangri. Næst var farin sama leið og í New York. Í New York voru það lestirnar sem urðu helst fyrir barðinu á veggjakroturum, en í Reykjavík voru það undirgöngin. Varðhundum, vopnuðum vörðum og himinháum sektum, auk stefnu um að krotaðar lestir færu ekki í umferð var beitt til þess að útrýma krotinu af lestunum. Afleiðingin varð sú að allt nema lestirnar varð útkrotað...Og það hefur ekki skánað síðan.
Afleiðingarnar í Kaliforníu voru skelfilegar, en þar var beitt svokallaðri "three strikes" stefnu (eftir að hafa framið þrjá "minniháttar" glæpi fer viðkomandi í ævilangt fangelsi), og var henni einnig beitt gegn veggjakroturum. Afleiðingarnar urðu aukin harka og dæmi eru um að fólk hafi verið stungið og jafnvel skotið af kroturum sem óttast að lenda í fangelsi. En þetta er að sjálfsögðu í landi hinna frjálsu.
Í Reykjavík reyndu menn svipaða hluti og ráku sig á, líkt og í New York. Krotið skildi afmáð úr öllum göngum og lögreglan skildi handtaka gerendur sem næðust í undirgöngum. Og taktu nú eftir: Það er ekki stefna kópavogsbæjar. AMK. er henni ekki framfylgt.
Krotið hefur því færst yfir á veggi, bíla og allt sem fyrir verður í Reykjavík, á meðan sú þróun hefur ekki orðið í Kópavogi.
Já, en göngin í Reykjavík eru að minnsta kosti skjannahvít núna...
Það sem mér finnst broslegast við þetta allt saman er að þú er í raun að vinna á móti stefnu Reykjavíkur.
Umfjöllun í fjölmiðlum færir veggjakrotunum það sem þeir vilja: Athygli. Reynslan hefur sýnt, hér sem annars staðar, að fjölmiðlaumfjöllun hefur ávallt haft öfug áhrif. Því hefur það verið stefnan að vera ekki með yfirlýsingar í fjölmiðlum, átök eða umræðu.
Það hefur líka sýnt sig annarsstaðar að hækkun viðurlaga skilar engum árangri öðrum en að svala einhverjum frumstæðum hefndarþorsta og eyðileggja líf ungs fólks sem hefur oftar en ekki lítið annað gert en að setja lófafar í steypu.
hahahha you fight against graffiti, we will fight back..
sammála " hahahha you fight against graffiti, we will fight back.."
Skrifa ummæli