Fann nýlega á netinu æfingaplön fyrir 100 km hlaup. Ég hef ekki séð mjög mikið af slíkum prógrömmum þannig að það var kærkomið að ná í þau. Þau voru sett upp fyrir maraþonhlaupara sem hlaupa maraþon á 3.00.00, 3.15.00 og 3.30.00 þannig að maður verður að stilla sig inn á sinn hraða og byrja að byggja ofan á það sem maður hefur. Ég er frekar hægur núna, hef þyngst dálítið og ekki æft mikið þannig að þetta fer í langtímaáætlunina. Ég sé á þessum prógrömmum sem ég hef alltaf vitað að ég er of linur við að taka intervallæfingar. Ég þarf að herða þá skrúfu til að auka hraðann. Annað hvort er að berja í brestina þar sem þeir eru eða vera ekkert að hugsa um bætingar eða hærri markmið. Þessi prógröm eru sett upp fyrir 26 vikur eða 6 mánuði áður en lagt er upp í 100 km hlaup eða þaðan af lengra. Heildarvegalengdin í hverri viku fer lengst upp í 110 - 120 km í ca þrjár vikur þegar verið er að búa sig undir 100 km hlaup þannig að það er ekki svo svakalegt. Ég ætla að sjá til hvort ég geti ekki sett link á þessi plön á síðunni.
Kíkti inn á WS síðuna í dag. Sá að það var búið að setja heimalönd við útlendingana sem tóku þátt í WS í vor. Þeir voru einungis 21 útlendingur sem tóku þátt í hlaupinu. Ég hélt að þeir hefðu verið fleiri. Af þeim voru einungis fimm á undan mér, tveir frakkar, einn frá Tanzaníu, einn frá Nýja Sjálandi og einn frá Kanada.
Setti nokkrar myndir inn á myndalink nr. 7 frá paraþoninu og Þingstaðahlaupinu.
þriðjudagur, október 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli