Fór vestur á firði í gær til að fara á fund um sameiningarmál sveitarfélaga á Tálknafirði í gærkvöldi. Keyrðum vestur á Patró á 4 1/2 klst á léttu róli. Maður finnur alltaf betur og betur hve miklar vegasamgöngur hafa átt sér stað á leiðinni og hve gríðarlega þýðingu þær hafa. Fnegum gistungu á Patró og fórum yfir í Tálknafjörð eftir kvöldmat. Það var vel mætt á fundi og fjörugar umræður. Ekki er víst hvernig kosningarnar fara. Þó held ég að það sé skynsamlegast fyrir fólkið á þessu svæði að snúa bökum saman í þeyrri varnarbaráttu sem svæðið stendur í. Nú búa um 1370 manns í sýuslunni en þegar ég var síðast að vinna á Patró fyrir 25 árum !!! þá bjuggu í vestursýslunni um 2000 manns. Þá var mikið að gerast þarna, hending ef féll helgi úr svo ekki væri böll og þorpin og sveitirnar full af fólki.
Keyrðum suður í morgun í þokkalegu veðri, svolítið hvössu á stundum. Komum við á skrifstofu Reykhólasveitar og heilsuðum upp á sveitarstjórann og varaoddvitann. Þeir eru í sameiningarvinnu eins og fleiri en áhugi er misjafn. Þeir höfðu meiri áhuga á því sem þeir eru að stússast í þessa dagana sem er að koma upp styttu af Jóni Thoroddsyni sem orti Blessuð sértu sveitin mín og Hlíðin mín fríða með meiru.
Fór að búa mig undir fundinn í FM í kvöld og ganga frá myndunum. Minnti að hann hæfist ekki fyrr en kl. 2000 en hann byrjaði kl. 1900 svo ég var svolítið seinn. Þeir Gænlandsfarar, Trausti, Pétur og Erlendur höfðu góða framsögu og magnaða myndasýningu af sínu ævintýri frá því í sumar. Þeir komu heim reynslunni ríkari og eru þegar farnir að undirbúa þátttöku næsta sumar. Þeir eru langt komnir með að safna í tvö lið og hyggja á landvinninga í keppninni. Ég held að þeir verði að miða mataræðið betur að svona löngu og krefjandi álagi. Þá dugar ekkert pasta heldur verður að byggja á almennilegum mat. Gelið er gott sem orkuskot með en undirstaðan verður að vera prótein, kjöt, fiskur og slow carbs sem unnin eru úr höfrum, heilhveiti, ávöxtum og grænmeti. Fast carbs eru unnin úr hvítu hveiti, kornfleksi og kökum svo dæmi sé nefnt. Kristinn í SF sendi mér ágætar pælingar um þetta í gær. Slow carbs brenna seinna upp og gera gagn til lengri tíma. Maginn fer fljótt á hvolf ef hann fær ekki jafnt og þétt þá kjölfestu sem þarf til að standast það álag sem fylgir ultrahlaupum eða hvað þá svona margdagaþoni sem þeir Grænlandsfarar tóku þátt í. Grænlendingar eiga mikinn sóma skilið fyrir að starta svona verkefni.
Paraþonið á morgun. Veður verður sæmilegt og fer vonandi ekki að rigna fyrr en seinnipartinn.
Heyrði í fréttum í kvöld að Jón nokkur Magnússon lögmaður væri lögmaður 365 ljósvakamiðla. Fyrir nokkrum dögum sá ég viðtal við þennan sama Jón í morgunsjónvarpinu sem álitsgjafa í deilu 365 við Morgunblaðið og það allt dæmi í stóra Baugsmálinu. Þá var hann titlaður flokksformaður Nýs afls eða hvað hann nú heitir sá ágæti flokkur sem sama sem enginn kaus í síðustu kosningum til Alþingis og gaf álit sitt sem stjórnmálamaður ótengdur málinu. Nú kemur fram að hann er starfsmaður fyrirtækisins og gætir hagsmuna þess í þessu sama máli. Hefur þetta fjölmiðlamannalið ekkert siðferði eða lætur það hafa sig í það að gera hvað sem er til að þjóna húsbændum sínum? Er það furða þótt maður hafi ekki mikið álit á því sem kemur frá þessu liði. Kannski þykir það nóg að vera flissandi og hlæjandi helminginn af þeim tíma sem til ráðstöfunar er til dagskrárgerðar?
Sá að aðalritari FM gaf hint um bíómynd á Stöð tvö um undirbúning hóps frá Afríku fyrir Comerades. Myndin verður sýnd á Stöð 2 eftir u.þ.b. 10 daga. Verð að muna eftir að reyna að sjá þessa mynd. Comerades er eitt þeirra hlaupa sem stórkostleegt væri að taka þátt í.
laugardagur, október 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli