föstudagur, október 28, 2005
Fór í gærkvöldi á tónleika í Austurbæ með Sveini og Jóa. Dúndurfréttir léku lög með Uriah Heep, Deep Purple og Led Zeppelin. Austurbær var stappfullur og fengu færri en vildu. Þetta var dúndurgott kvöld og skemmtlegt. Ég hef áður farið á tónleika með þeim þegar þeir fluttu The Wall í Borgarleikhúsinu fyrir ca þremur árum. strákarnir eru fínir tónlistarmenn. Pétur og Matti hafa mjög háar raddir og gefa gömlu orginölunum ekkert eftir. Pétur hefur þó öllu betri og hærri rödd. Einar gítarleikari nær öllum riffunum af stakri snilld og Óli og bassaleikarinn sem ég veit ekki hvað heitir eru gríðarlega þéttir og mynda frábæran grunn fyrir hina. Það er gaman að heyra þessa gömlu standarda tekna af mikilli fagmennsku og innlifun. Uriah Heep kom hvngað fyrr nokkrum árum og þeir voru orðnir dálítið ryðgaðir en eru víst að túra enn af gömlum vana. Ég sá ekki Deep Purple þegar þeir komu í sumar en las að söngvarinn væri hættur að geta tekið sum gömlu lögin þar sem hann þarf að fara hvað hæst s.s. Child in time. Pétur og Matti gerðu það aftur á móti af stakri snilld í gær.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli