Ég er oft pirraður á sumum blaðamönnum og fréttamönnum, þó ekki öllum. Maður getur ekki sett þá alla undir sama hatt en verst er að þeir vilja setja sig undir einn hatt. Í morgun féll enn einn á prófinu. Fréttablaðið birti á forsíðu frétt undir fyrirsögninni: "Prestinum var greint frá kynferðisofbeldinu". Ákveðinn greinir á tveimur stöðum í fyrirsögninni svo maður gerði ráð fyrir að nýjar staðreyndir væru komnar fram um málið sem allir tala um. Í texta fréttarinnar var hins vegar ekki eitt orð sem stemmdi við fyrirsögnina. Hvað á svona hroðvirkni að þýða? Er þetta lið ekki betur að sér en þetta eða er þetta fyrirskipun að ofan að hafa fyrirsagnir þannig að þær dragi athyglina að og síðan skiptir engu máli hvort fréttin sé í tengslum við fyrirsögnina. Ég fullyrði að svona vinnubrögð sér maður aldrei í þeim erlendu blöðum sem ég les, hvorki á netinu eða í pappírsformi. Það er talað um B myndir þegar verið er að lýsa lélegum kvikmyndum. Hér eru á ferðinni C blaðamenn.
Hið ágæta íþróttafélag Víkingur hefur orðið fyrir töluverðu tjóni vegna þess að einhverjir hafa farið um vallarsvæðið og spreyjað á skilti, veggi og annað sem á vegi þeirra var. Þetta er stórskaði fyrir félagið fyrir utan lýti og sóðaskapinn.
laugardagur, október 15, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Það er varasamt af þér að skrifa þetta á reikning blaðamannsins. Það hefur margoft komið fram í þjóðfélaginu að blaðamenn bera ekki ábyrgð á fyrirsögnum. Blaðamenn skila inn sínum tillögum og stundum birtast þær en þeim er líka oft breytt.
þetta eru graffiti listamenn sem hafa verið fengnir í svona verkefni vegna listhæfileika þeirra og ef þú þykist ætla að vera voðalega sniðugur og hneikslaður og segja þetta bara eitthvað aumkunarvert veggjakrass þá ert þú bara eitthvað skrítinn! Ég segi bara eitt, ef þú ert að gagngrýna svona hluti rosalega illa reynd þú bara að gera betur.. sýndu þessum listamönnum eitthvað flottara en þeir hafa verið að gera eins og á austurbæjarskóla eða upp í síðumúla og þá kanski verður tekið mark á þér.. þú ert bara heimskur að vera að gagngrýna þessa frábæru listamenn borgarinnar svona illa og gagngrýna almenna borgarskreytingu og ferð að væla yfir smá litríkri skreytingu á bekk í elliðárdalnum.. horfðu bara í kringum þig það er ekki hægt að stoppa þetta hvað sem þið segjið og því meira sem þið reynið að stoppa þetta því meira krot fáiði á ykkur heldur en verk!
Þú ert bara sjálfur ljótur Gunnlaugur.
Skrifa ummæli