Fékk lokaniðurstöður úr íbóprófentestinu sem ég tók þátt í fyrir vestan í sumar. Ég tók sex töflur á meðan á hlaupinu stóð og blóðprufa var tekin á undan og á eftir. Annar hópur tók ekki neitt og var til samanburðar. í niðurstöðum kemur fram að af um 70 manns sem tóku þátt í tilrauninni er ég sá fjórði þyngsti. Það finnst mér vera ansi mikið.
Helstu niðurstöður eru íbóprofenhópnum óhagstæðar. Fyrir læknisffróða þá kemur fram að s
á hópur sé með hærra endotoxemia, oxidative stress og sýkingar (inflammation). Niðurstöður eru að ekki sé mælt með notkun iboprófens í svona langhlaupum (nánar tiltekið í Western States). Ég sé ekki annað en að ég komi mjög vel út úr mælingunum án þess að ég skilji þetta til fullnustu. Það væri gaman að láta Trausta kíkja á þetta við tækifæri. Þar sem sagt er að sé gott að vera lágur þar er ég með þeim lægstu og þar sem sagt er að gott sé að vera hár þar er ég með þeim hæstu eða hæstur. Þokkalega sáttur við útkomuna.
Heyrði í fréttum að verið er að undirbúa frumvarp vegna réttinda samkynhneigðra. Með fylgdi að Ísland stæði landa fremst á þessu sviði. Sú spurning vaknar hvort stjórnvöld hérlendis séu allra þjóða vitrust og framsýnust eða hvort stjórnvöld hérlendis standi veikar fyrir gagnvart þrýstihópum sökum smæðar samfélagsins og nálægðar. Mér koma í hug ýmsir aðrir hópar sem þyrftu ekki síður á því að halda að fá eðlileg réttindi í samfélaginu fyrst stjórnvöldu eru svo örlát um þessar mundir á þessu sviði.
Ég minni í því efni á stöðu fráskilinna feðra og stöðu þeirra gagnvart umgengisrétti (eða öllu heldur skort á skilyrðislausum umgengnisrétti) við börn sín.
Ég minni á stöðu fólks sem hefur búið í óvígðri sambúð. Sem dæmi má nefna að frændi minn dó fyrir um fimm árum síðan. Hann hafði búið með sömu konunni í um 40 ár. Vegna þess að þau voru ekki gift og voru barnlaus þá erfði hún ekkert eftir hann heldur erfðu systkini frænda míns allar þeirra eignir. Það tók síðan við herjans púsluspil að koma eigunum til ekkjunnar án þess að ríkið hirti stóran hluta af því í skatta, sem búið var að greiða af þessum eignum þegar þær mynduðust.
Ég minni á stöði heimavinnandi húsmæðra og lakleg réttindi þeirra til töku lífeyris.
Þessir hópar eiga það hins vegar sameiginlegt að fjölmiðlar veita þeim litla athygli og hlaupa ekki upp til handa og fóta hvenær sem lyft er litla fingri. Áróðursstaða þeirra er því ekki góð og uppskeran eftir því.
Er að hlusta á skemmtilegan þátt í sjónvarpinu um pönkið. Það minnir á gamla tíma í Svíþjóð hér í den tíð. Þá var einfaldleikinn að ýta til hliðar yfirgengilega flókinni og leiðinlegri tónlist sem úrkynjaðir poppfræðingar kölluðu rokk. Pönkið var aftur á móti tandurhreint rock and roll.
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Slakt þykir mér fyrra dæmið þitt.
Gifting eða gerð erfaskrárar hefði leyst þetta fullkomlega. Annað er yfirlýsing um að vilja ekki erfðir. Systkinabörnin áttu ekki heimtingu á krónu ef erfðaskrá hefði verði gerð. Einfalt.
Þú ert að blanda saman réttindabaráttu og framtaksleysi.
Kirkjuleg gifting hvað? Hvað kemur hún þessu máli við?
Hver á að ákveða hvað er sambúð og hvað ekki? Hvernig er hægt að ganga í svona mál? á að ákveða eftirá að einhver hafi verið í sambúð?
Ólíkt mörgum vinnufélögum er ég á því að stundum eigi ríkið að bjarga fólki frá eigin heimsku, en í þessu tilfelli á þetta ekkert skylt við réttindabaráttu samkynhneigðra.
Sem nótabene mér finnst aumt að blanda inn í önnur mál eins og ekki megi berjast fyrir báðum.
Skrifa ummæli