Á undanförnum vikum hefur undirbúningur fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna verið fyrirferðarmikill í fjölmiðlum. Spenna er í loftinu bæði vegna þess að það skiptir miklu hver leiðir flokkinn og eins vegna þess að aðstæður hafa breyst í aðdraganda borgarstjórnarkosninga í vor og verða nú a.m.k. einir 5 listar sem koma til með að keppa um hylli kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkt og kemur líklega með að hafa sterkari stöðu borginni en hann hefur haft síðan um 1990. Mér finnst kosningar af hinum góða, þær eru grundvöllur lýðræðisins og í kosningum getur almenningur haft sín áhrif. Það gerist stundum að niðurstöður þærra koma mjög á óvart eins og þegar Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins lenti í 7. sæti í prófkjöri árið 1982. Þá skalf jörðin á ákveðnum stöðum.
Sveinn og fimm skólabræður hans á fyrsta ári í HÍ ákváðu í fyrradag að fara í skipulega úttekt á frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru allt mjög skynugir strákar sem hafa sínar sjálfstæðu skoðanir en þurfa ekki að líta í kringum sig til að sjá hvaða afstöðu aðrir taka né að þeir selji skoðanir sínar fyrir bjórglas eða pizzu. Þeir tóku allan eftirmiðdaginn í þetta og hittu eina sjö frambjóðendur á skrifstofum sínum. Það tóku allir þeim vel og ræddu við þá um hugarefni sín og baráttumál. Að þessari rannsóknarferð lokinni voru þeir algerlega sammála um hvern þeir vildu sjá sem væntanlegt borgarstjóraefni flokksins og það var ekki sá yngri sem er svo ferskur að eigin sögn. Það er alls ekki ólíklegt að einhverjir taki sig til og gangi í flokkinn til að fylgja skoðun sinni eftir. Hvort þeir endist í honum er önnur saga. Þannig er nú það.
Lauk við að horfa á Schindlers List í gær. Þetta er löng mynd eða a.m.k. þrír tímar en hún er hverrar mínútu virði. Ég hef ekki séð hafa áður og hún verður enn áhrifameiri vegna þess að við heimsóttum Krakow, gyðingahverfið (gettóið) og Auswich og Birkenau í vor. Í vor sáum við sviðið og umhverfi atburðanna, í myndinni Schindlers list er sýningin sett á sviðið og raunveruleikinn leiddur fram. Það er eiginlega ekkert hægt að segja um myndina, þau orð sem maður ræður yfir verða einhvern veginn svo hjáróma og innantóm að það er best að segja ekkert. Sjón er sögu ríkari.
laugardagur, nóvember 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Mjög fjarri því að hér sé farið með rétt mál, furðulegt hvað sumir vilja kveikja marga elda. Í fyrsta lagi kom fram tillaga stjórnar, samþykkt af öllum stjórnarmönnum. Því næst kemur ritari þessa sömu stjórnar með nýja tillögu þrátt fyrir að hafa staðið að tillögu stjórnar. Varðandi kynjakvótann lág fyrir skýr túlkun frá framkvæmdastjóra flokksins um að kosið væri um 4 sæti og ákvæðið tæki tillit til þess. Ef farið væri að túlka ákvæðið með þeim hætti sem þú vilt þá ætti ekki að kjósa marga karlmenn í miðstjórn, enda 24 karlar og 1 kona fyrrverandi þingmenn sem eru sjálfkjörin í miðstjórn. Því er ljóst að farið er með lygar þegar þessu er borið við, enda styður það fullyrðingu mína að boðinn var fram karlmaður í stjórn. Eins kemur það á óvart að aðili sem hefur verið valin til trúnaðarstarfa á fundi sem ekki er lokið skuli fara fram með þessum hætti. Það hlýtur að vera lýðræðislegur réttur fundarmanna að taka ekki þátt í fundarstarfi þegar þeim ofbýður það sem þar fer fram, þó þeir fari ekki í útvarpsviðtöl á útvarpsstöðum eða fjalli um það á opnum heimasíðum sínum til að reyna að skaða flokkinn.
Skrifa ummæli