Áfram með Kiruna pistla. Við borðuðum í kvöld með varaborgarstjóra Kiruna. Hann fór vel yfir þau viðfangsefni sem bíða bæjarstjórnarinnar á næstu misserum en innan 16 mánuða verða þeir að vera búnir að ákveða nýja leið fyrir járnbrautarlínuna. Nýtt bæjarstæði fellur siðan saman við nýja leið járnbrautarlestarinnar. Kiruna náman, sem er stærsta neðanjarðarnáma í heimi, er starfræk alla daga ársins, 24 tíma á sólarhring. Vélar hafa að miklu leyti tekið við af mannshöndinni eins og svo víða. Nú er búið að grafa miður á 870 metra dýpi og 940 milljón tonn hafa verið flutt burtu. Fyrir tíu árum tóku menn eftir sprungumyndunum í kringum námuna. Þakið er sem sagt farið að síga. Þeir stefna að því að vara a.m.k. niður í 2ja kílómetra dýpi með námuna. Það hefur í för með sér að sprungukransinn verður víðari og víðari. Eftir 20 ár mun ráðhúsið klofna í tvennt ef ekkert verður að gert. Kirkjan fer eftir 30 ár. Hvorutveggja byggingarnar eru friðaðar svo að er úr vöndu að ráða. Ráðhúsið er meira að segja svo friðað að þáð má ekki einu sinni skipta um stóla þar enda þótt þeir séu farnir að slitna. Ný málmæð liggur undir þveran bæinn þannig að ef náman á að halda áfram rekstri verður bærinn að víkja. Ef námaleyfi fæst ekki leggst náman af og bærinn deyr að miklu leyti. Valkostirnir eru því ekki margir. Flutningur bæjarins verður samstarfsverkefni námufélagsins LKAB og stjórnvalda. Hann mun eiga sér stað á næstu 10 - 20 árum og kosta stjarnfræðilegar fjárhæðir. Þeir eru í mestum vandræðum með ráðhúsið hvernig eigi að flytja það. Það verður sko ekki rifið. ´
I Bandaríkjunum hafa menn þróað aðferðir við að flytja hús í heilu lagi með þrýstilofti. Að flytja Ráðhús Reykjavíkur upp í Árbæ á þrýstilofti væri dálítið handtak.
Það er gaman að skoða skandinavísku bloöðin og fá aðeins innsýn í umræðuna. Ég sá í blaði grein um dönsku stjórnina. Þar sagði að Anders Fogh Rassmussen og ríkisstjón hans væri alls ekki fyrst og fremst að kljást við stjórnarandstöðuna heldur væri höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar tvö. Í fyrsta lagi stefndi hún að því að breyta hugarfari almennings og láta einstaklinginn bera meiri ábyrgð á sjálfum sér og láta af því að kalla strax á ríkið um leið og eitthvað gerist. Í öðru lagi er ríkisstjórnin að glíma við sérfræðingaveldið sem er oft fólk yfir fimmtugu og gjarna kennt við árið 1968. Það fólk telur sig öðrum frekar vita hvað hverjum og einum er fyrir bestu og hefur gjarna hreiðrað um sig í opinberum stofnunum og beita sjálfdæmdum vitsmunalegum yfirburðum sínum óspart. Það er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að endurskoða stjórnkerfið og stofnanir þess. Þær stofnanir sem ekki eru taldar nauðsynlegar eru hiklaust lagðar niður eða endurskipulagðar og starfsemi þeirra breytt. Þannig lætur Anders Fogh verkin tala.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli