Ákærur á Baugsmenn voru birtar í Fréttablaðinu í dag. Ekki ætla ég að gerast dómari í þessu dæmi, til þess eru aðrir tilkvaddir. Ég hef heldur ekki lesið ákæruatriðin vandlega yfir. Ljóst er að Baugsmenn keyra hart á þær fullyrðingar að Davíoð Oddson hafi beitt sér fyrir misnotkun á rannsóknarkerfinu hérlendis (ríkislögreglunni) og eru þar með vafalaust að steypa undirstöður fyrir viðbrögðum við hugsanlegri sakfellingu sem yrði þá á þann veg að Davíð hefði ekki einungis misbeitt löggæslunni og rannsóknaraðilum heldur misbeitti hann einnig dómsvaldinu. Þessar fullyrðingar ber að taka mjög alvarlega því ef þær eru sannar eða byggja á handföstum rökum þá vega þær að undirstöðum réttarríkisins. Let them deny it. Eini möguleikinn að fá botn í þær er ef dómskerfið dæmdi Baugsmenn algerlega sýkna af öllum ákærum og gæfi út að ríkislögreglan hefði farið langt fram úr sjálfum sér. Ef sekt væri talin sönnuð verður þessum fullyrðingum stöðugt haldið á lofti.
Það er hins vegar ljóst að það er grundvallaratriði við eðlilega verðmyndun hlutabréfa á verðbréfamarkaði að meðferð fjármuna sé framkvæmd eftir gildandi lögum og reglum. Gegnsæi verður að vera fyrir hendi. Þetta eru reglur sem fyrirtæki á verðbréfaþingi verða að gangast undir. Ef einhverjir eru staðnir að því að spila ekki eftir gildandi reglum verður að taka hart á því, því svo mikið er undir. Skiptir þá ekki máli hvort menn hafi grætt mikla fjármuni eða ekki. Gróði fríar menn ekki sök.
Ég renndi í gegnum fylgiblað Moggans í dag sem ORA verksmiðjan gefur út þar sem fyrirtækið er að auglýsa sig og vörur sínar. Það er hið besta framtak hjá því. Ég sé hins vegar að í blaðinu eru einstaklingar að kommentera framleiðslu fyrirtækisins og leiðast út í þær ógöngur að fara að reka áróður fyrir því að framleiða sem mest af iðnaðarvarningi hér innanlands. Innanlend framleiðsla á iðnaðarvarningi er góðra gjalda verð en hún verður að standast erlenda samkeppni bæði hvað varðar verð og gæði. Fátt hefur bætt eins mikið lífskjör íslensku þjoðarinnar og frjáls verslun þannig að við njótum verðlags og gæða á nauðsynjavörum eins og það þekkist best. Margháttuð iðnaðarframleiðsla blómstrar hérlendis þar sem sérþekking fær að njóta sín. Má til dæmis nefna málningarvörur sem eru þó í samkeppni við innflutning. Hvað ætli textílframleiðsla myndi hækka margfalt ef við færum að framleiða föt aftur hérlendis í þeim mæli sem gert varf fyrir einhevrjum áratugum? Við erum góð í að framleiða sérhæfðan klæðnað s.s. 66 oN en almennan hversdagsklæðnað eigum við að láta öðrum eftir að framleiða. Það er grundvallaratriði í lífskjörum almennings í heiminum að hver þjóð geri það sem hún stendur sig best í og síðan sjái verslunin um að dreifa framleiðslunni milli landa. verst af öllu er þegar evrið er að niðurgreiða útflutningsafurðir sem gerir þá lítið nema drepa niður framleiðslu í samkeppnislöndum. Þetta eru þróunarlöndin búin að berjast við um áratgugaskeið.
Þrjátíu manns voru að sprella eitthvað á Austurvelli í dag. So what. Ég sé ekki að það sé fréttnæmt en samt voru sjónvarpsstöðvarnar mættar og skýrðu vel og vandlega frá þessu. Það mætti halda að talsmenn þessa liðs sé ekkert nema kápan þegar það heldur því fram í fullri alvöru að það sé nóg ástæða til að hætta við framkvæmdir sem þegar hafa kostað tugi milljarða að örfáar manneskjur séu að tuða og reyna að vekja athylgi á sér. Vitaskuld á að henda þessu erlenda liði úr landi. Skemmdarvarga á ekki að taka neinum vettlingatökum. Af hverju fara þeir ekki til Kína og mótmæla virkjununni í Gula fljótinu þar sem milljónir manna eru teknar og fluttar með valdi því heilar borgir lenda undir vatni. Ég hugsa að þeir viti eins og ég að ef þeir færu eitthvað að ybba sig þar þá er ekki víst að langlundargerð stjórnvalda væri eins mikið og hér. Mér finnst þetta erlenda lið minna mig á gaura sem eru að snapa fæting. Þeir voru (og eru kannski enn) gjarna mættir fyrir utan skemmtistaði og reyndu að æsa til slagsmála. Þetta lið er ekki náttúruverndarsinnar fremar en ég veit ekki hvað. Þeir berjast á móti alþjóða fyrirtækjum, á móti alþjóða stjórnmálum (G8) og öðru sem fellur undir þessa skilgreiningu, hvar sem möguleiki er á.
Hitti Sigurð P í dag. Hann var mótssjóri á meistaramóti Íslands 12-14 ára í Kaplakrika. Það er alltaf gaman að spjalla við hann um hlaup enda vita fáir meir um fræðilega hlið þessara grein íþrótta heldur en hann. Hann minntist meðal annars á að til að standast það álag sem miklar æfingar undir ultrahlaup þurfa viðkomandi að vera búnir að hafa langan stíganda í ferlinu. Þetta er ekkert sem menn hoppa út í fyrirvaralítið. Ef farið er of bratt í gríðarlegar æfingar (100 - 150 km á viku eða þar yfir mánuðum saman) er meiðslahætta mikil og þá er viðbúið að gamanið verði endasleppt. Til að forðast slíkt verða menn (konur og kallar) að ætla sér af og hugsa í langtímaáætlunum. Það hæfir langhlaupurum.
María Rún keppti í flokki 12 ára stelpna. Hún stóð sig vel, vann sinn riðil í 60 metra hlaupi og varð þriðja í langstökki. Átti mjög jafna stökkseríu og nokkur stökk yfir sinn besta árangur til þessa. Seinni mótsdagurinn verður á morgun.
laugardagur, ágúst 13, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli