fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Stærstur hluti fjölskyldunnar kom frá Bandaríkjunum í gærmorgun eftir 10 daga heimsókn. Þetta var mikið ævintýri, í Bandaríkjunum er allt svo stórt. Rússibanarnir eru svakalegir, minnsta kókglasið er eins og það stærsta hér, popppokarnir eru eins og fóðurbætispoki(viðmiðun sem bara sumir skilja), pizzurnar eru þrefaldar á þykkt við það sem þekkist hér, sjónvörpin eru 60 tommu og svo má áfram telja. Þegar pantaður er stór leigubíll kemur limmósína með öllu, svörtum rúðum, sjónvarpi og bar. Verðið er síðan upplifun út af fyrir sig. Vitaskuld veit maður að verðlag er lægra í stórri ekónómíu en lítilli en sama er, munurinn er svakalegur. Á fatnaði og skóm má segja að munurinn sé þrefaldur og þaðan af meiri. Ég hef áður minnst á verðmuninn á fartölvum sem ég bara skil ekki. Það er dálítill munur á 70 þúsund kalli og 190 þúsund kalli. Bílar sem kostuðu a.m.k. 4 milljónir hér fyrir ujm ári síðan fást í USA fyrir um 1200 kall. Þessi munur hefur minnkað með auknum innflutnngi bíla. Þrátt fyrir það sem sagt er hér að framan er ekki þar með sagt að Bandaríkin séu eitthvað draumaland. Þau hafa sína kosti og galla. Ég held hins vegar að það sé afar hollt að kynnast samfélaginu þar vestra með því að búa í því. Sumir þola það en aðrir ekki. Væri ég 30 árum yngri myndi ég reyna að komast í skóla til USA. Nú er það næsta kynslóð sem hefur möguleikana og verður að taka ákvarðanir í hvaða átt er stefnt. Meginmálið er að setja áttina fasta og halda stefnunni. Vita hvað maður vill. Það kemur svo í ljós hvort valið hafi verið rétt en yfir.

Víkingur spilaði í kvöld við Blikana. Jafntefli varð 1-1 og mátti það ekki minna vera fyrir Víkinga því KA lúrir fyrir aftan með. Nú verða Víkingar bara að standa vaktina og klára þá tvo leiki sem eftir eru, þeir hafa þetta í sínum höndum og geta klárað það sjálfir.

Engin ummæli: