Bibba, Ásgeir, Börkur og Birkir taka nú um helgina þátt í Mont Blanc hlaupinu. Bibba fer 96 km en þeir félagar þrír fara 166 km. Þetta er fjallahlaup af bestu sort. Tímamörk eru 26 tímar í styttra hlaupinu og 46 tímar í því lengra. Hægt er að fylgjast með hvernig þeim gengur á þessari slóð:
http://utmb2008.blog.is/blog/utmb2008/
Það er bara að fara í töfluna, slá á linkinn við nafn hverrar stöðvar, opna slóðina „Fiches Coureurs“, merkja við „nom“ og skrifa eftirnafn hvers fyrir sig. Þá sést hvernig miðar. Bibba lagði af stað kl. 9.00 í morgun en þeir félagar fara af stað kl. 15.30 í dag.
föstudagur, ágúst 29, 2008
Æfingar inni í Laugum í dag og í gær. Ívar í 40 mín. Hraði upp í 6.6 í dag. Auðveldara í dag en í gær. Síðan er setið í sánu á eftir. Tek allnokkrar svona æfingar þar til verður farið út eftir rúmar 3 vikur. Vigtaði mig í dag á löggilda vikt í Laugum. Var slétt 79 kíló. Hef lést um nær 5 kíló síðan á vordögum og ekki verið svona léttur síðan ég man ekki hvenær. Vona að það skipti einhverju máli þegar á hólminn er komið.
Við Ingólfur leggjum í hann upp úr miðjum degi á morgun og hittum Stefán Viðar í Búðardal. Við gistum í Rauðsdal á Barðaströnd og leggjum svo upp kl. 9.00 frá Flókalundi. Það er gaman að því að þessi litla hugmynd sem ég fékk einhvern tíma í sumar skuli verða að veruleika. Kannski þróast hún áfram í annað og meira. Fyrri dagleiðin verður að Kletti í Kollafirði en þá er hún svona cirka hálfnuð. Þá klárum við Klettsháls sem er ansi drjúgur. Við fáum svo gistingu í Djúpadal en þar er bæði bændagisting og sundlaug. Samúel heitinn í Djúpadal náði því fram að fá borað niður á heitt vatn í hlíðarfætinum á móti bænum en þar vellur vatnið fram. Sagan segir að bormenn hafi verið orðið vonlitlir um árangur og sagst ætla að hætta að bora upp úr hádegi einhvern daginn. Hitinn var nægur en ekkert vatn. Samúel var þrjóskur og bað þá að bora fram yfir kaffi, hann skyldi borga það sem það kostaði. Um kaffileitið braust síðan 60 - 70 gráðu heitur lækur fram úr holunni og málið var í höfn.
Ég skoðaði heimsskrána í 24 tíma hlaupi í gær. Ég er í 47 sæti af 1353 körlum sem hafa hlaupið 24 tíma hlaup í ár og síðan hafa 5 konur hlaupið lengra. Alls hafa 276 konur hafa hlaupið 24 tíma hlaup í ár. Er sem sagt í 52 sæti á heimsskránni af 1629 hlaupurum þegar allt er talið. Ég sá einn pólverja sem var eldri en ég (fæddur 1950) sem hafði hlaupið lengra eða rúma 220 km. Hann er í 18 sæti á listanum. Næst koma Tékki í 72 sæti og Rússi í 76 sæti sem eru jafnaldrar mínir. Svo er Frakki í 120 sæti sem einnig er jafngamall mér. Við erum sem sagt fimm í heiminum sem höfum hlaupið yfir 200 km í 24 tíma hlaupi í ár og eru fæddir 1952 og fyrr. Annars voru þetta yfirleitt mun yngri menn sem voru í kringum mig á listanum. Það eru nokkur hlaup eftir í ár svo ég færist örugglega neðar en sama er, ég er ágætlega ánægður með stöðuna.
Slóðin er hér fyrir áhugasama:
http://statistik.d-u-v.org/overview_intbestlist.php
Mig langar til að komast til Osló í byrjun desember og hlaupa 24 tíma hlaup á Bislet. Þar er hlaupið innandyra og hringurinn er 540 km. Allt undir kontrol og engar áhyggjur af veðrinu. Þar er yfirleitt hlaupið nokkuð langt. Síðan freistar Brno í Tékkóslóvakíu í mars með sína 48 tíma. Svo er heimsmeistaramót í 24 tíma hlaupi haldið í Evrópu á næsta ári. Þarf að skoða það og sjá hvernig það passar inn í ýmis plön. Kemur allt í ljós 7 - 9 - 13.
Við Ingólfur leggjum í hann upp úr miðjum degi á morgun og hittum Stefán Viðar í Búðardal. Við gistum í Rauðsdal á Barðaströnd og leggjum svo upp kl. 9.00 frá Flókalundi. Það er gaman að því að þessi litla hugmynd sem ég fékk einhvern tíma í sumar skuli verða að veruleika. Kannski þróast hún áfram í annað og meira. Fyrri dagleiðin verður að Kletti í Kollafirði en þá er hún svona cirka hálfnuð. Þá klárum við Klettsháls sem er ansi drjúgur. Við fáum svo gistingu í Djúpadal en þar er bæði bændagisting og sundlaug. Samúel heitinn í Djúpadal náði því fram að fá borað niður á heitt vatn í hlíðarfætinum á móti bænum en þar vellur vatnið fram. Sagan segir að bormenn hafi verið orðið vonlitlir um árangur og sagst ætla að hætta að bora upp úr hádegi einhvern daginn. Hitinn var nægur en ekkert vatn. Samúel var þrjóskur og bað þá að bora fram yfir kaffi, hann skyldi borga það sem það kostaði. Um kaffileitið braust síðan 60 - 70 gráðu heitur lækur fram úr holunni og málið var í höfn.
Ég skoðaði heimsskrána í 24 tíma hlaupi í gær. Ég er í 47 sæti af 1353 körlum sem hafa hlaupið 24 tíma hlaup í ár og síðan hafa 5 konur hlaupið lengra. Alls hafa 276 konur hafa hlaupið 24 tíma hlaup í ár. Er sem sagt í 52 sæti á heimsskránni af 1629 hlaupurum þegar allt er talið. Ég sá einn pólverja sem var eldri en ég (fæddur 1950) sem hafði hlaupið lengra eða rúma 220 km. Hann er í 18 sæti á listanum. Næst koma Tékki í 72 sæti og Rússi í 76 sæti sem eru jafnaldrar mínir. Svo er Frakki í 120 sæti sem einnig er jafngamall mér. Við erum sem sagt fimm í heiminum sem höfum hlaupið yfir 200 km í 24 tíma hlaupi í ár og eru fæddir 1952 og fyrr. Annars voru þetta yfirleitt mun yngri menn sem voru í kringum mig á listanum. Það eru nokkur hlaup eftir í ár svo ég færist örugglega neðar en sama er, ég er ágætlega ánægður með stöðuna.
Slóðin er hér fyrir áhugasama:
http://statistik.d-u-v.org/overview_intbestlist.php
Mig langar til að komast til Osló í byrjun desember og hlaupa 24 tíma hlaup á Bislet. Þar er hlaupið innandyra og hringurinn er 540 km. Allt undir kontrol og engar áhyggjur af veðrinu. Þar er yfirleitt hlaupið nokkuð langt. Síðan freistar Brno í Tékkóslóvakíu í mars með sína 48 tíma. Svo er heimsmeistaramót í 24 tíma hlaupi haldið í Evrópu á næsta ári. Þarf að skoða það og sjá hvernig það passar inn í ýmis plön. Kemur allt í ljós 7 - 9 - 13.
fimmtudagur, ágúst 28, 2008
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
Það hefur verið gaman fyrir landsliðið að koma heim í dag og upplifa móttökurnar sem þeir fengu. Stærsta upplifunin er vafalaust að sjá allann þann fjölda sem mætti á Skólavörðustíginn og á Arnarhól. Þeir eiga þennan sóma fyllilega skilið. Maður hugsar þó um eitt og annað í þessu sambandi. Hvað var verið að draga nokkra ráðherra upp á sviðið í miðbænum til viðbótar við forsetann og ráðherra íþróttamála? Ég sá ekki beint tilganginn með því. Maður getur heldur ekki annað en rifjað upp að Jón heitinn Páll og Magnús Ver unnu titilinn sterkasti maður heims fjórum sinnum hvor. Ég man ekki eftir neinum pareidum eða fánahyllingum í sambandi við heimkomu þeirra, hvað þá að ráðherrar hafi stokkið upp til handa og fóta. Ég held að það hafi varla verið minnst á afrek þeirra í fjölmiðlum þegar þau voru unnin nema svona í forbífarten. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr afreki handboltalandsliðsins, það er stórkostlegt í alla staði, heldur að minna á að það hafa fyrr verið til afreksmenn íslenskir sem hafa tekið bestu afreksmenn annarra landa í nefið.
Veðurspáin fyrir helgina gerir ekkert nema að batna. Ég sé ekki annað en að það verði fínt veður á laugardag og sunnudag. Gæti verið einhver kaldi á austan á laugardaginn en hægari á sunnudaginn. Það ég best veit verðum við fimm sem leggjum upp frá Flókalundi á laugardaginn. Við Ingólfur, Stefán Viðar, Ívar og Jóhanna. Ívar og Jóhanna ætla að vera með fyrri daginn og fara síðan vestur í Dýrafjörð. Til framtíðar má blanda svona hlaupi saman við berjaferð vestur ef fólk er þannig sinnað því berjalönd gerast ekki betri en í fjörðum Austur Barð.
Veðurspáin fyrir helgina gerir ekkert nema að batna. Ég sé ekki annað en að það verði fínt veður á laugardag og sunnudag. Gæti verið einhver kaldi á austan á laugardaginn en hægari á sunnudaginn. Það ég best veit verðum við fimm sem leggjum upp frá Flókalundi á laugardaginn. Við Ingólfur, Stefán Viðar, Ívar og Jóhanna. Ívar og Jóhanna ætla að vera með fyrri daginn og fara síðan vestur í Dýrafjörð. Til framtíðar má blanda svona hlaupi saman við berjaferð vestur ef fólk er þannig sinnað því berjalönd gerast ekki betri en í fjörðum Austur Barð.
þriðjudagur, ágúst 26, 2008
Ég hef ekkert minnst á handboltalandliðið og frábæran árangur þess að undanförnu. Betra er seint en aldrei. Það var stjórnarfundur hjá sambandinu þegar Pólverjaleikurinn stóð yfir og menn horfðu á hann með hljóðið lágt stillt og gengdu störfum sínum jafnhliða því að hafa annað augað á leiknum. En þegar korter var eftir geklk þetta ekki lengur og hljóðið var sett á fullt. Ótrúlegustu menn misstu sig í spenningnum og var ekki laust við að manni vöknaði um augu þegar lá ljóst fyrir að leikurinn um gullið væri klár. Nokkuð sem fæstir höfðu reiknað með fyrirfram. Það eru engar smá þjóðir sem skildar voru eftir. Enda þótt úrslitaleikurinn tapaðist fyrir firnasterku liði Frakka þá er árangurinn stórkostlegur. Tilfinningin er sú að andlegi þátturinn hafi ekki verið sístur í að fleyta liðinu svona langt. "Þú stekkur ekki lengra en þú hugsar" sagði vestfirska vinnukonan. Ef þú trúir ekki á að settu marki verði náð þá er eins gott að hætta strax.
Nú fylgist maður með veðurspánni á helginni. Á planinu er að hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á laugardag og sunnudag. Það verður bara gert ef veður er bærilegt. Maður getur notað tímann betur en að þrælast þarna um í rigningu og kulda. Gaman verður hins vegar ef þetta gengur upp. Þetta á að vera síðasta langa helgin fyrir Spartathlon. Næstu tvær vikur verða síðan notaðar fyrir svitahlaup inni, sánuæfingar og fleiri fíniseringar sem munu vonandi skila sér.
Fór til Daníels Smára í gær til að kaupa mér hlaupaföt. Þarf að merkja sum þeirra. Ætla að hlaupa í hvítum langerma bol ef verður mjög heitt til að verja skrokkinn fyrir hitanum eins og hægt er. Daníel veitti ríflegan afslátt í styrktarskyni og er honum hér með þakkað enn og aftur. Bæði skiptir svona lagað máli peningalega en hugarfarið skiptir ekki minna máli. Daníel Smári hefur styrkt hlauparasamfélagið á margan hátt betur með sínu litla fyrirtæki en ýmis önnur þótt stærri og öflugari séu.
Nú fylgist maður með veðurspánni á helginni. Á planinu er að hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á laugardag og sunnudag. Það verður bara gert ef veður er bærilegt. Maður getur notað tímann betur en að þrælast þarna um í rigningu og kulda. Gaman verður hins vegar ef þetta gengur upp. Þetta á að vera síðasta langa helgin fyrir Spartathlon. Næstu tvær vikur verða síðan notaðar fyrir svitahlaup inni, sánuæfingar og fleiri fíniseringar sem munu vonandi skila sér.
Fór til Daníels Smára í gær til að kaupa mér hlaupaföt. Þarf að merkja sum þeirra. Ætla að hlaupa í hvítum langerma bol ef verður mjög heitt til að verja skrokkinn fyrir hitanum eins og hægt er. Daníel veitti ríflegan afslátt í styrktarskyni og er honum hér með þakkað enn og aftur. Bæði skiptir svona lagað máli peningalega en hugarfarið skiptir ekki minna máli. Daníel Smári hefur styrkt hlauparasamfélagið á margan hátt betur með sínu litla fyrirtæki en ýmis önnur þótt stærri og öflugari séu.
sunnudagur, ágúst 24, 2008
Ég vaknaði upp úr kl. 3 á aðfaranótt laugardagsins og fór að gera mig kláran fyrir daginn. Var kominn niður í Lækjargötu á fimmta tímanum. Þar voru borgarstarfsmenn að gera markið klárt og löggan að elta einhverja vitleysinga. Það getur varla hafa verið sérstaklega skemmtilegt vinnuumhverfi fyrir þá sem voru að setja upp markið að hafa lögguna hlaupandi á eftir einhverju liði í kringum sig. Ég lagði upp kl. 4.30. Markmiðið var að hlaupa tvö maraþon og vera búinn að því eftir rúma átta tíma. Mér leist ekki meir en svo á veðrið því það voru pollar um allt og greinilega búið að rigna mikið. En heppnin var með manni þennan daginn. Það kom ein smá skúr á sjötta tímanum og síðan var þurrt þar til vestur á Eiðistorgi á seinni hringnum. Ég rúllaði maraþonleiðina í rólegheitum eins og hún var merkt og leið bara vel. Undir morgun fóru starfsmenn hlaupsins að sjást á brautinni við að gera klárt. Ég komst ekki í gegnum hafnarsvæðið við Sundahöfn en fór upp fyrir það og yfir á brautina í brekkunni. Ég stillti tímann þannig að ég kom í Lækjargötuna í hælana á síðustu mönnum því ég vildi ekki stoppa og stirðna upp heldur halda beint áfram. Ég fann ekkert fyrir fyrri hringnum og einbeitti mér því að því að draga fólk uppi og fara fram úr eins mörgum á seinni hringnum og skynsamlegt var. Bætti á mig nestisbirgðum út við Hringbraut í bílnum og hélt svo áfram sem leið lá. Hitti ýmsa á leiðinni en það er alltaf gaman að taka sólarhæðina á ýmsum málum á svona degi. Meiri vindur var seinni partinn og fór hann að taka í því maður var kannski ekki eins sprækur undir það síðasta eins og á fyrri hringnum. Ég gekk upp þessar brekkur sem eru á leiðinni og þá fóru margir fram úr mér en ég var fljótur að ná þeim þegar á sléttuna var komið. Ég vissi að maður þreytist meir á því að hlaupa upp svona brekkur eins og upp af höfninni heldur en maður flýtir fyrir sér eftir svona langt hlaup. Maginn var aðeins að stríða mér og komu klósettin í góðar þarfir. Ég er ekki vanur að verða var við slíkt í hlaupum. Kannski var kosturinn kvöldið áður ekki sérstaklega hlaupavænn en ég var í veislu og borðaði dálítið mikið af af krydduðum mat. Ég kom í mark á rúmum 4.10 og var bara sáttur við það. Alls hafði ég verið um 8.20 að hlaupa þessa 85 km sem ég lagði undir fót. Ef ég hefði haldið áfram 15 km til viðbótar hefði ég náð að fara 100 km nokkuð undir 10 klst ef það hefði verið markmið dagsins. Fann ekki fyrir stirðleika í fótum né eymslum eða blöðrum. Ég drakk hálfan líter af Herbalifeblöndu á um tveggja tíma fresti og það gerði mjög góða hluti. Líklega hef ég þó vanrækt að taka nóg af steinefnum því þegar ég var búinn að labba út í bíl og skipta um föt ætlaði ég að sveifla mér upp í bílinn. Við átakið þá söng og hvein sinadrátturinn í löppinni þannig að ég þurfti að standa úti á götu meðan hann leið hjá. Á leiðinni austur Miklubraut kom hann aftur og það er vont að vera með sinadrátt í kálfanum þegar maður þarf að stöðva bílinn á ljósum. Mæli ekki með því. Heima var ekki til setunnar boðið heldur farið í sturtu og síðan keyrt sem leið lá norður á Sauðárkrók. María var að keppa þar á meistaramóti 15 - 21 ára unglinga. Við náðum í endann á mótinu á laugardeginum og sáum hana meðal annars stökkva upp í þriðja sæti í sínum aldursflokki í langstökki.
Ég var fínn í fótunum eftir hlaupið. Fann ekki til í lærunum. Helst að ég væri aumur í kálfunum eftir átökin við sinadráttinn. Mér fannst framkvæmd hlaupsins vera góð í öllu því sem máli skipti. Á einni eða tveimur drykkjarstöðvum var of fáliðað en þeir sem voru þar gerðu allt hvað þeir gátu til að sinna þörfum þyrstra hlaupara. Umferðarmálin eru til fyrirmyndar. Umgjörðin í markinu eins góð og getur verið miðað við aðstæður. Ég trúi að þeir sem voru á seinni skipunum í maraþoninu hafi verið orðnir dálítið hraktir. Þá þarf að vera hægt að kippa fólki inn og gefa því heitt að drekka.
Það var einnig gaman að koma í höllina á föstudagskvöldið og sjá hvernig staðið er að öllu þar. Maður getur ekki verið annað en stoltur af þeim framförum sem umgjörðin í kringum hlaupið hefur tekið á síðustu árum. Amatörhátturinn sem einkenndi þetta nokkuð þegar ég hljóp mín fyrstu maraþon er horfinn en fagmennska og metnaður kominn í staðinn. Ég náði því miður einungis að heyra fyrirlestur Evu um kvöldið en hann var mjög góður og einlægur eins og hennar er von og vísa.
Þetta er skrifað á sunnudagskvöldi og ég verð að segja að það er frekar pirrandi að sjá hvernig blöðin sinna Reykavíkurmaraþoninu. Ein mynd á útsíðu, nokkrar línur og málið er dautt. Mogginn og Fréttablaðið eru á sömu sandölunum í þessu efni. Ég hlustaði á útvarpið á meðan ég var að hlaupa og hlustaði meðal annars á Bylgjuna sem var með mann á staðnum. Hann var uppteknastur af því að ná árangri fyrstu manna og allt gott um það. Þeir eiga mikinn sóma skilið. En það var eins og honum dytti ekki í hug að tala við eitthvað af því venjulega fólki sem tekur þátt í þessari árshátíð hlaupara og gerir það að verkum að hún er eins glæsileg og raun ber vitni. Alla vega heyrði ég það ekki. Það taka nær 11.000 manns þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta er fjölmennasti íþróttaviðburður landsins. Ef eitthvað er fréttaefni sem er lesið þá er það umfjöllun um svona hluti. Ég man eftir því þegar ég tók þátt í Londonmaraþoninu að þá var í fyrsta lagi tími allra birtur í blöðunum daginn eftir og í annan stað var fjöldi viðtala við hið venjulega fólk sem var að hlaupa maraþon frá fjórum tímum upp í fimm tíma og þrjátíu mínútur. Það er þetta fólk sem gerir London maraþon eitt af stærstu hlaupum í heimi en ekki tíu manna elítan sem er að berjast um fyrsta sætið. Þessu þyrftu besservisserarnir á blöðunum að áttta sig á. Það verður gaman að sjá hvort fær lengri tíma í íþróttaannálnum á gamlársdag, Reykjavíkurmaraþonið eða Íslandsmótið í strandblaki.
Ég var fínn í fótunum eftir hlaupið. Fann ekki til í lærunum. Helst að ég væri aumur í kálfunum eftir átökin við sinadráttinn. Mér fannst framkvæmd hlaupsins vera góð í öllu því sem máli skipti. Á einni eða tveimur drykkjarstöðvum var of fáliðað en þeir sem voru þar gerðu allt hvað þeir gátu til að sinna þörfum þyrstra hlaupara. Umferðarmálin eru til fyrirmyndar. Umgjörðin í markinu eins góð og getur verið miðað við aðstæður. Ég trúi að þeir sem voru á seinni skipunum í maraþoninu hafi verið orðnir dálítið hraktir. Þá þarf að vera hægt að kippa fólki inn og gefa því heitt að drekka.
Það var einnig gaman að koma í höllina á föstudagskvöldið og sjá hvernig staðið er að öllu þar. Maður getur ekki verið annað en stoltur af þeim framförum sem umgjörðin í kringum hlaupið hefur tekið á síðustu árum. Amatörhátturinn sem einkenndi þetta nokkuð þegar ég hljóp mín fyrstu maraþon er horfinn en fagmennska og metnaður kominn í staðinn. Ég náði því miður einungis að heyra fyrirlestur Evu um kvöldið en hann var mjög góður og einlægur eins og hennar er von og vísa.
Þetta er skrifað á sunnudagskvöldi og ég verð að segja að það er frekar pirrandi að sjá hvernig blöðin sinna Reykavíkurmaraþoninu. Ein mynd á útsíðu, nokkrar línur og málið er dautt. Mogginn og Fréttablaðið eru á sömu sandölunum í þessu efni. Ég hlustaði á útvarpið á meðan ég var að hlaupa og hlustaði meðal annars á Bylgjuna sem var með mann á staðnum. Hann var uppteknastur af því að ná árangri fyrstu manna og allt gott um það. Þeir eiga mikinn sóma skilið. En það var eins og honum dytti ekki í hug að tala við eitthvað af því venjulega fólki sem tekur þátt í þessari árshátíð hlaupara og gerir það að verkum að hún er eins glæsileg og raun ber vitni. Alla vega heyrði ég það ekki. Það taka nær 11.000 manns þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta er fjölmennasti íþróttaviðburður landsins. Ef eitthvað er fréttaefni sem er lesið þá er það umfjöllun um svona hluti. Ég man eftir því þegar ég tók þátt í Londonmaraþoninu að þá var í fyrsta lagi tími allra birtur í blöðunum daginn eftir og í annan stað var fjöldi viðtala við hið venjulega fólk sem var að hlaupa maraþon frá fjórum tímum upp í fimm tíma og þrjátíu mínútur. Það er þetta fólk sem gerir London maraþon eitt af stærstu hlaupum í heimi en ekki tíu manna elítan sem er að berjast um fyrsta sætið. Þessu þyrftu besservisserarnir á blöðunum að áttta sig á. Það verður gaman að sjá hvort fær lengri tíma í íþróttaannálnum á gamlársdag, Reykjavíkurmaraþonið eða Íslandsmótið í strandblaki.
miðvikudagur, ágúst 20, 2008
Mér sýnist veðrið ætla að verða bærilegt á laugardaginn. Það verður hlýtt en smáskúrir gætu fallið. Vindur verður hægur. Það gæti verið miklu verra. Maraþonið á að byrja kl. 8.40. Það er í sjálfu sér ágætt og engin sérstök ástæða til að bíða lengur fram á dag með að hefja hlaup. Það er bara að vona að búið verði að hreinsa draslið úr miðbænum og drykkjulýðurinn verði farinn heim. Ég man nefnilega eftir því að þegar hlaupið var sunnudaginn eftir svokallaða menningarnótt fyrir allnokkrum árum þá var draslið út um allt og eitthvað af fólki dautt áfengisdauða í skotum í miðbænum þegar hlauparar mættu til upphitunar. Það var ekki sérstök landkynning. Annars hef ég lengi verið á þeirri skoðun að það eigi að flytja markið úr miðbænum inn í Laugardal. Sú skoðun hefur styrkst eftir að það fjölgaði mjög í hlaupinu. Það er varla pláss lengur fyrir alla þessara hlaupara í miðbænum og engin aðstaða eftir hlaup nema malbikið. Með auknum fjölda útlendinga í hlaupinu styrkjast enn rökin fyrir því að færa markið. Kostirnir við að hafa hlaupið í Laugardalnum eru margir s.s.:
Nægt rými, bæði fyrir fólk og bíla.
Afhending gagna, pastaveisla og upphaf og lok hlaups á sama stað. Mjög hentugt fyrir ókunnuga.
Stutt í sundlaug.
Hægt að hafa fólk innandyra að hlaupi loknu ef veður er mjög vont.
Nægt pláss fyrir geymslu á fötum í Laugardalshöllinni.
Hægt að tvinna saman hlaupið, aðdráttarafl fyrir börn og húsdýragarðinn til að fá áhorfendur á svæðið.
Hægt að hafa mjög skemmtileg hlaupalok með því að hlaupa síðustu 300 metrana á frjálsíþróttavellinum.
Truflanir á götum yrðu minni í miðbænum.
Fleira mætti vafalaust tína til en ég sé miklu fleiri kosti við að flytja markið en að hafa það áfram í Lækjargötunni. Það verður sífellt að leggja mat hvernig best sé að útfæra á hlutina ef grunnforsendur breytast. Þær hafa svo sannarlega breyst í RM með mikilli fjölgun hlaupara.
Nú fer að styttast í Grikklandshlaupið og einnig í að maður fari að trappa niður hlaupamagnið. Ef allt fer sem horfir ætla ég að hafa síðustu þrjár vikurnar án langra hlaupa en taka Esjuna, gufu og styttri hlaup áður síðustu tvær vikurnar áður en ég fer út.
Ég geri alla vega ráð fyrir tveimur löngum helgum áður en rólegheitin hefjast. Í fyrsta lagi ætla ég að hlaupa tvöfalt maraþon í RM. Byrja uppúr kl. 4 um nóttina niðri í Lækjargötu og hlaupa sem leið liggur maraþonbrautina og vera mættur aftur í miðbæinn um það bil sem ræst er kl. 8.40 og klára seinni hringinn ásamt hópnum sem hleypur maraþon. Þessi hugmynd kviknaði í spjalli með öðrum stráknum mínum og mér þótti sjálfsagt að kýla á þetta.
Í öðru lagi stendur enn planið um að fara vestur á firði um síðustu helgi í ágúst og hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á tveimur dögum. Það eru um 140 km með miðju nokkuð nálægt Kletti í Kollafirði (fyrir austan Klettsháls). Það verður farið vestur að því tilskyldu að veðrið verði sæmilegt og betra. Helst ekki rigning og rok. Þetta var í upphafi lítil hugmynd sem fæddist í einmana hugarflugi um mögulega æfingaleggi fyrir Spartathlon. Hlaupið átti bara að vera einmenningshlaup með aðstoðarmanni en Ingólfur Sveinsson 100 km hlaupari hefur heldur betur hrokkið í gírinn eftir að hann las um þetta á sínum tíma. Hann auglýsir nú hlaupið og gerir hvað hann getur til að fá aðra hlaupara með vestur til að taka þátt í hlaupinu að öllu leyti eða að hluta til. Það væri virkilega gaman ef þarna gæti þróast upp enn eitt ultrahlaupið. Einfalt, erfitt en ánægjulegt. Sjáum hvað setur en þetta er spennandi möguleiki. Veðurspáin liggur fyrir í stórum dráttum á mánudaginn og skýrist eftir því sem nær dregur.
Um miðjan ágúst var ég búinn að hlaupa meira en allt árið í fyrra sem var þó lengsta árið þangað til. Mér finnst allt vera í besta ásigkomulagi nokkru sinni, bæði líkami og sál. Ég er viss um að skipulegt og skynsamlegt mataræði er ekki síst lykillinn að því að maður þoli meira álag og geti þannig geti lagt á sig meiri æfingar. Það sem er einnig mjög ánægjulegt að maður verður aldrei leiður á þessu.
Nægt rými, bæði fyrir fólk og bíla.
Afhending gagna, pastaveisla og upphaf og lok hlaups á sama stað. Mjög hentugt fyrir ókunnuga.
Stutt í sundlaug.
Hægt að hafa fólk innandyra að hlaupi loknu ef veður er mjög vont.
Nægt pláss fyrir geymslu á fötum í Laugardalshöllinni.
Hægt að tvinna saman hlaupið, aðdráttarafl fyrir börn og húsdýragarðinn til að fá áhorfendur á svæðið.
Hægt að hafa mjög skemmtileg hlaupalok með því að hlaupa síðustu 300 metrana á frjálsíþróttavellinum.
Truflanir á götum yrðu minni í miðbænum.
Fleira mætti vafalaust tína til en ég sé miklu fleiri kosti við að flytja markið en að hafa það áfram í Lækjargötunni. Það verður sífellt að leggja mat hvernig best sé að útfæra á hlutina ef grunnforsendur breytast. Þær hafa svo sannarlega breyst í RM með mikilli fjölgun hlaupara.
Nú fer að styttast í Grikklandshlaupið og einnig í að maður fari að trappa niður hlaupamagnið. Ef allt fer sem horfir ætla ég að hafa síðustu þrjár vikurnar án langra hlaupa en taka Esjuna, gufu og styttri hlaup áður síðustu tvær vikurnar áður en ég fer út.
Ég geri alla vega ráð fyrir tveimur löngum helgum áður en rólegheitin hefjast. Í fyrsta lagi ætla ég að hlaupa tvöfalt maraþon í RM. Byrja uppúr kl. 4 um nóttina niðri í Lækjargötu og hlaupa sem leið liggur maraþonbrautina og vera mættur aftur í miðbæinn um það bil sem ræst er kl. 8.40 og klára seinni hringinn ásamt hópnum sem hleypur maraþon. Þessi hugmynd kviknaði í spjalli með öðrum stráknum mínum og mér þótti sjálfsagt að kýla á þetta.
Í öðru lagi stendur enn planið um að fara vestur á firði um síðustu helgi í ágúst og hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á tveimur dögum. Það eru um 140 km með miðju nokkuð nálægt Kletti í Kollafirði (fyrir austan Klettsháls). Það verður farið vestur að því tilskyldu að veðrið verði sæmilegt og betra. Helst ekki rigning og rok. Þetta var í upphafi lítil hugmynd sem fæddist í einmana hugarflugi um mögulega æfingaleggi fyrir Spartathlon. Hlaupið átti bara að vera einmenningshlaup með aðstoðarmanni en Ingólfur Sveinsson 100 km hlaupari hefur heldur betur hrokkið í gírinn eftir að hann las um þetta á sínum tíma. Hann auglýsir nú hlaupið og gerir hvað hann getur til að fá aðra hlaupara með vestur til að taka þátt í hlaupinu að öllu leyti eða að hluta til. Það væri virkilega gaman ef þarna gæti þróast upp enn eitt ultrahlaupið. Einfalt, erfitt en ánægjulegt. Sjáum hvað setur en þetta er spennandi möguleiki. Veðurspáin liggur fyrir í stórum dráttum á mánudaginn og skýrist eftir því sem nær dregur.
Um miðjan ágúst var ég búinn að hlaupa meira en allt árið í fyrra sem var þó lengsta árið þangað til. Mér finnst allt vera í besta ásigkomulagi nokkru sinni, bæði líkami og sál. Ég er viss um að skipulegt og skynsamlegt mataræði er ekki síst lykillinn að því að maður þoli meira álag og geti þannig geti lagt á sig meiri æfingar. Það sem er einnig mjög ánægjulegt að maður verður aldrei leiður á þessu.
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
mánudagur, ágúst 18, 2008
Þegar fundurinn var búin á föstudaginn þá tók ég ferjuna frá Stavanger yfir til þorpsins Tau sem er vestan megin við Lysefjorden. Frá Tau var síðan farið með strætó upp að fjallsetrinu Preikestolhytta sem stendur við Refsvatnið. Fjallaskálinn stendur á jörðinni Vatni sem var áður ein af fjallabújörðum á þessu svæði en er löngu farin í eyði. Preikestolen eða Predikunarstóllinn er eitt af fjölsóttustu ferðamannastöðum Noregs en þangað koma um 100.000 manns á hverju ári. Mér fannst tilvalið að skoða hann fyrst ég hafði lausan tíma í nágrenninu á annað borð. Ég kom upp í skálann um fjögur leytið á föstudaginn og fór fljótlega í gönguferð kringum vatnið og niður að Ljósafirðinum en vatnið er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Veðrið fyir helgina var eins og best va rá kosið, sólskin og yfir 20 stiga hiti.
Ég lagði af stað um 9.30 morguninn eftir að Predikunarstólnum eða Hefiltönninni eins og heimamenn kölluðu klettinn hér áður. Gangan þangað tók um 1 1/2 tíma Síðasta spölinn er gengið eftir breiðri klettasyllu og svo er komið á stólinn sjálfann. Hann er eins og skorinn út úr klettaveggnum með hníf. Ýmsir settust fram á brúnina og létu lappirnar dingla fram af. Það var ekki minn pakki. Eftir dágóðan tíma á stólnum hélt ég til baka yfir fjallið og fór síðan sem leið lá inn í Bröttuhlíð sem liggur allnokkrum kílómetrum innar í firðinum. Leiðin þangað liggur að hluta til eftir einstigi í klettaveggnum. Brattahlíð ber nafn með rentu en þar þurfti hér áður að hafa smábörn bundin í snæri svo þsu yltu ekki niður í fjöru. Bændur þurftu helst að vera með mislanga fætur til að fóta sig við sláttinn. Þegar ég kom til baka þá gekk ég á Mosilfjallið sem nær um 760 metra hæð. þaðan sést vítt yfir. Alls tók þessi túr 10 klst í fínu veðri og var mjög skemmtilegur. Ég keypti mér nýútgefna bók sem lýsir hvernig ferðaþjónusta byggðist smám saman upp á Vatni og varð að því stórveldi sem hún er í dag. Það var ekki alltaf auðvelt. Einnig voru í bókinni frásagnir af lífi fjallabændanna á þessum slóðum og við hvaða lífskjör þeir bjuggu. Þetta gerði það að verkum að svæðið lifnaði allt við en var ekki bara tré, steinar, vötn og fjöll. Magnað svæði sem ég vildi gjarna heimsækja aftur. Við getum ýmislegt lært af Norðmönnum í skálatúrisma. Þrátt fyrir að það væri stöðugur straumur af fólki allann daginn inn á Predikunarstólinn þá mætti ég aðeins nokkrum á leiðinni í kringum vatnið, sex manns höfðu lagt leið sína á fjallið samkvæmt gestabókinni og fimm manns mætti ég á leiðinni inní Bröttuhlíð. Það er sem sagt ekki mikil umferð fyrir utan þjóðbrautina upp í Predikunarstólinn.
Manni hnykkir við þegar maður sér hvað krónan er orðin verðlítil fyrir utan landsteinana. Einn bjór kostar yfir 1000 kall í Noregi. Maður þarf að leggja fyrir til að hafa efni á einum slíkum af og til.
Maraþonið nálgast. Ég sé að það á að vera smá fyrirlestrasería á föstudagskvöldið en ég sé hvergi dagskrána. Skrítið að þetta skuli ekki vera auglýst á heimasíðu hlaupsins með góðum fyrirvara. Ég ætla að taka langt hlaup á laugardaginn. Sé hvernig það verður útfært en það fer svolítið eftir veðri. Mér sýnist að veðrið eigi að vera í þokkalegu lagi, ekki ídeal veður en ekki alslæmt.
Nú eru Trond Sjovik og Eiolf Eivindsen að hlaupa Trans Gaule, 1160 km hlangt hlaup þvert yfir Frakkland. Það er hlaupið í 18 hlautum, frá 50 og upp í 70 km á dag. þeir félagar halda úti bloggsíðu á meðan á hlaupnu stendur. Slóðin er:
http://www.europaloper.blogspot.com/
Mæli með þessu bloggi fyrir áhugamenn um löng hlaup.
Ég lagði af stað um 9.30 morguninn eftir að Predikunarstólnum eða Hefiltönninni eins og heimamenn kölluðu klettinn hér áður. Gangan þangað tók um 1 1/2 tíma Síðasta spölinn er gengið eftir breiðri klettasyllu og svo er komið á stólinn sjálfann. Hann er eins og skorinn út úr klettaveggnum með hníf. Ýmsir settust fram á brúnina og létu lappirnar dingla fram af. Það var ekki minn pakki. Eftir dágóðan tíma á stólnum hélt ég til baka yfir fjallið og fór síðan sem leið lá inn í Bröttuhlíð sem liggur allnokkrum kílómetrum innar í firðinum. Leiðin þangað liggur að hluta til eftir einstigi í klettaveggnum. Brattahlíð ber nafn með rentu en þar þurfti hér áður að hafa smábörn bundin í snæri svo þsu yltu ekki niður í fjöru. Bændur þurftu helst að vera með mislanga fætur til að fóta sig við sláttinn. Þegar ég kom til baka þá gekk ég á Mosilfjallið sem nær um 760 metra hæð. þaðan sést vítt yfir. Alls tók þessi túr 10 klst í fínu veðri og var mjög skemmtilegur. Ég keypti mér nýútgefna bók sem lýsir hvernig ferðaþjónusta byggðist smám saman upp á Vatni og varð að því stórveldi sem hún er í dag. Það var ekki alltaf auðvelt. Einnig voru í bókinni frásagnir af lífi fjallabændanna á þessum slóðum og við hvaða lífskjör þeir bjuggu. Þetta gerði það að verkum að svæðið lifnaði allt við en var ekki bara tré, steinar, vötn og fjöll. Magnað svæði sem ég vildi gjarna heimsækja aftur. Við getum ýmislegt lært af Norðmönnum í skálatúrisma. Þrátt fyrir að það væri stöðugur straumur af fólki allann daginn inn á Predikunarstólinn þá mætti ég aðeins nokkrum á leiðinni í kringum vatnið, sex manns höfðu lagt leið sína á fjallið samkvæmt gestabókinni og fimm manns mætti ég á leiðinni inní Bröttuhlíð. Það er sem sagt ekki mikil umferð fyrir utan þjóðbrautina upp í Predikunarstólinn.
Manni hnykkir við þegar maður sér hvað krónan er orðin verðlítil fyrir utan landsteinana. Einn bjór kostar yfir 1000 kall í Noregi. Maður þarf að leggja fyrir til að hafa efni á einum slíkum af og til.
Maraþonið nálgast. Ég sé að það á að vera smá fyrirlestrasería á föstudagskvöldið en ég sé hvergi dagskrána. Skrítið að þetta skuli ekki vera auglýst á heimasíðu hlaupsins með góðum fyrirvara. Ég ætla að taka langt hlaup á laugardaginn. Sé hvernig það verður útfært en það fer svolítið eftir veðri. Mér sýnist að veðrið eigi að vera í þokkalegu lagi, ekki ídeal veður en ekki alslæmt.
Nú eru Trond Sjovik og Eiolf Eivindsen að hlaupa Trans Gaule, 1160 km hlangt hlaup þvert yfir Frakkland. Það er hlaupið í 18 hlautum, frá 50 og upp í 70 km á dag. þeir félagar halda úti bloggsíðu á meðan á hlaupnu stendur. Slóðin er:
http://www.europaloper.blogspot.com/
Mæli með þessu bloggi fyrir áhugamenn um löng hlaup.
föstudagur, ágúst 15, 2008
Hef verið í tvo daga á Mostereyju rétt fyrir utan Stavanger. Hagdeildir norrænu sveitarfélagasambandanna hittast einu sinni á ári og í ár er það Noregur sem stendur fyrir vertskabet. Hef hlaupið túra um eyjuna morgna og kvöld. Það er fyrir utan að hreyfa sig, ágæt aðferð til að skoða umhverfið. Hér eru myndarlegir bóndabæir í nágrenninu. Rollugreyjunum er reyndar haldið í girðingum allt sumarið og er dálítið annað að sjá þær en stöllur þeirra heima sem geta gengið uppi á fjöllum sumarlangt. Að maður tali nú ekki um hvað lambakjötið er betra af frjálsum lömbum.
Norðmenn sýna frá Ólympíuleikunum í Kína allan sólarhringinn. Gaman að geta kíkt á ýmislegt þegar maður kemur inn á herbergið og á kvöldin. Náði að sjá leikinn við S-Kóreu í gær. Þar voru Íslendingar óheppnir að jafna ekki. Lukkan lék aftur á móti við Dani sem náðu að vinna Rússa í svakalegustu lokamínútum sem maður hefur séð. Það hefði tekið tíma að jafna sig ef íslenska liðið hefði átt í hlut, hvort sem það hefði sigrað eða takað. Norsku þulirnir halda rækilega með nágrönnum sínum þegar þeir lýsa handboltaleikjunum.
Eiður er búinn að græja öllu og kemur með til Grikklands. Það verður fínt að hafa fleiri með í þessari Bjarmalandsför. Nú fer næstsíðasta langa æfingin að nálgast en RM verður um aðra helgi. Þá verður að gera eitthvað af viti. Síðan stefni ég að því að fara helgina þar á eftir vestur á firði og hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á laugardegi og sunnudegi. Það er þó háð því að veðrið verði sæmilegt. Maður nennir ekki að þrælast þarna á milli í rigningu og roki.
Þegar fundinum er lokið nú um hádegið tek ég ferju frá Stavanger og fer með henni inn í Lysefjorden og verð tvær nætur í Predikstolhyttan. Predikstolen er yfir 600 m hár klettaveggur sem er eitt af mestu náttúruvættum Noregs. Mig hefur lengi langað til að sjá hann og taka myndir og nota tækifærið fyrst maður er á fundi í nágrenninu. Ég ætla að ganga og hlaupa þarna um fjöllin á laugardaginn. Fer síðan til Stavanger um miðjan dag á sunnudag og kem síðan heim á sunnudagskvöld.
Norðmenn sýna frá Ólympíuleikunum í Kína allan sólarhringinn. Gaman að geta kíkt á ýmislegt þegar maður kemur inn á herbergið og á kvöldin. Náði að sjá leikinn við S-Kóreu í gær. Þar voru Íslendingar óheppnir að jafna ekki. Lukkan lék aftur á móti við Dani sem náðu að vinna Rússa í svakalegustu lokamínútum sem maður hefur séð. Það hefði tekið tíma að jafna sig ef íslenska liðið hefði átt í hlut, hvort sem það hefði sigrað eða takað. Norsku þulirnir halda rækilega með nágrönnum sínum þegar þeir lýsa handboltaleikjunum.
Eiður er búinn að græja öllu og kemur með til Grikklands. Það verður fínt að hafa fleiri með í þessari Bjarmalandsför. Nú fer næstsíðasta langa æfingin að nálgast en RM verður um aðra helgi. Þá verður að gera eitthvað af viti. Síðan stefni ég að því að fara helgina þar á eftir vestur á firði og hlaupa milli Flókalundar og Bjarkalundar á laugardegi og sunnudegi. Það er þó háð því að veðrið verði sæmilegt. Maður nennir ekki að þrælast þarna á milli í rigningu og roki.
Þegar fundinum er lokið nú um hádegið tek ég ferju frá Stavanger og fer með henni inn í Lysefjorden og verð tvær nætur í Predikstolhyttan. Predikstolen er yfir 600 m hár klettaveggur sem er eitt af mestu náttúruvættum Noregs. Mig hefur lengi langað til að sjá hann og taka myndir og nota tækifærið fyrst maður er á fundi í nágrenninu. Ég ætla að ganga og hlaupa þarna um fjöllin á laugardaginn. Fer síðan til Stavanger um miðjan dag á sunnudag og kem síðan heim á sunnudagskvöld.
miðvikudagur, ágúst 13, 2008
Kláraði 200 km í síðustu viku. Það er lengsta æfingavikan hingað til. Fyrir tveimur til þremur árum hefði það verið óhugsandi að hlaupa svona mikið í æfingum á einni viku. Nú er þetta fyrst og fremst spurning um að hafa tíma til þess að gera það sem maður getur.
Heyrði frá Neil í dag. Hann er ákveðinn í að koma aftur á Laugaveginn að ári og vera þá búinn að æfa sig betur í niðurhlaupum. Þar sagðist hann vera veikastur fyrir. Hann er nýbúinn að klára tvöfaldan Ironman sem æfingadæmi fyrir deca dæmið í vetur. Hér er slóðin á úrslit keppninnar: www.enduroman.com
Hann hefur verið mjög frískur í hlaupinu og kláraði tvöfalt maraþon á 7 1/2 tíma. Neil varð samtals fjórði og kláraði á rúmum 25 klst.
Dofri hefur skrifað skemmtilega frásögn frá 100 km fjallahlaupinu í Þýskalandi. Slóðin er hér: http://dthor.blog.is
Lykilmenn í UMFR36 hittust í gær og ræddu framkvæmd Jónshlaupsins, þriggja og sex tíma. Það verður haldið þann 13. september n.k. Í þau tvö skipti sem það hefur verið haldið höfum við haft það á Nauthólshringnum. Nú er það ekki hægt lengur vegna umferðar. Búið er að breyta veginum og umferð aukist vegna framkvæmda. Við ákváðum því að halda hlaupið í Hólmanum í Elliðaárdalnum. Tjaldað verður á grasflötinni. Í Hólmanum er því sem næst alltaf logn og verulegt skjól fyrir rigningu ef hún skyldi vera. Sex tíma hlaupið hefst kl. 10.00 og þriggja tíma hlaupið kl. 13.00. Hægt er að senda undirrituðum tölvupóst á gunnlaugur@samband.is og skrá sig í hlaupið. Nánari tilkynning verður birt síðar og einnig verður Torfa á hlaup.is sent nánari auglýsing. Það verða því næg verkefni að afloknu Reykjavíkurmaraþoni.
Heyrði frá Neil í dag. Hann er ákveðinn í að koma aftur á Laugaveginn að ári og vera þá búinn að æfa sig betur í niðurhlaupum. Þar sagðist hann vera veikastur fyrir. Hann er nýbúinn að klára tvöfaldan Ironman sem æfingadæmi fyrir deca dæmið í vetur. Hér er slóðin á úrslit keppninnar: www.enduroman.com
Hann hefur verið mjög frískur í hlaupinu og kláraði tvöfalt maraþon á 7 1/2 tíma. Neil varð samtals fjórði og kláraði á rúmum 25 klst.
Dofri hefur skrifað skemmtilega frásögn frá 100 km fjallahlaupinu í Þýskalandi. Slóðin er hér: http://dthor.blog.is
Lykilmenn í UMFR36 hittust í gær og ræddu framkvæmd Jónshlaupsins, þriggja og sex tíma. Það verður haldið þann 13. september n.k. Í þau tvö skipti sem það hefur verið haldið höfum við haft það á Nauthólshringnum. Nú er það ekki hægt lengur vegna umferðar. Búið er að breyta veginum og umferð aukist vegna framkvæmda. Við ákváðum því að halda hlaupið í Hólmanum í Elliðaárdalnum. Tjaldað verður á grasflötinni. Í Hólmanum er því sem næst alltaf logn og verulegt skjól fyrir rigningu ef hún skyldi vera. Sex tíma hlaupið hefst kl. 10.00 og þriggja tíma hlaupið kl. 13.00. Hægt er að senda undirrituðum tölvupóst á gunnlaugur@samband.is og skrá sig í hlaupið. Nánari tilkynning verður birt síðar og einnig verður Torfa á hlaup.is sent nánari auglýsing. Það verða því næg verkefni að afloknu Reykjavíkurmaraþoni.
sunnudagur, ágúst 10, 2008
Fór út upp úr klukkan átta. Hluti fjölskyldunnar vakti í nótt við að horfa á landsleikinn við Rússa og hafði erindi sem erfiði, glæsilegur sigur var unninn á rússneska birninum. Ég fór hins vegar að sofa á normal tíma því maður verður stundum að forgangsraða. Veðrið var eins og best var hægt að hugsa sér, sólskin, logn og hlýtt. Fann ekki fyrir gærdeginum. Fór vestur á Eiðistorg og síðan í Laugar. Þar var enginn mættur svo ég tók dálitla slaufu og sneri svo til baka. Nokkrir góðvinir Gullu voru nú mættir svo við héldum inn í Elliðaárdal og svo út Fossvog. Ég ætlaði að hætta við brúna en það var bara ekki hægt svo ég hélt áfram í Nauthól, síðan niður í Laugar og svo heim.
Klukkan var orðin 9.30 þegar ég fór í gegnum miðbæinn. Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð aðra eins andskotans forsmán eins og miðbærinn leit út í morgun og töluvert langt upp á Laugaveg. Drasl, matarleifar, umbúðir, glerbrot, flöskur og ég veit ekki hvað lá um allar götur. Rónahópur var röflandi og æpandi við 10 - 11 í Austurstræti (ég nenni ekki að tala um sjúkdóm í þessu sambandi). Innan um þetta allt saman var slangur af vandræðalegum ferðamönnum sem voru að glugga í kort. Líklega til að sjá hvaða leiðir lægju út úr þessum ófögnuði. Þetta er ekkert annað en til háborinnar skammar að hafa miðborgina eins og andskotann þegar komið er langt fram á morgun. Mér er nokk sama þótt hún hafi verið full af fólki í gærkvöldi og nótt. Við slíkar kringumstæður verður að leggja höfuðáherslu á að hreinsa óþverrann snarlega svo bærinn sé sæmilega útlítandi þegar venjulegt fólk vogar sér í miðbæinn þegar fer að morgna.
Eiður ætlar að koma með til Grikklands í lok september. Hann er vafalaust farinn að hugsa sitt og langar að kynna sér aðstæður. Það verður frábært að hafa hann með. Það voru einnig góðar fréttir sem maður fékk frá Dofra´Þórðarsyni rétt fyrir mánaðamótin. Hann tók þátt í 100 km fjallahlaupi í Þýskalandi og lauk hlaupinu á 13 klst 53 mín og varð áttundi en um 30 manns luku hlaupinu. Þar bætist enn einn góður félagi í 100 km félagið.
Slóðin á hlaupið er hér http://www.chiemgauer100.de/English/EChiemgauer_100_home.htm
Klukkan var orðin 9.30 þegar ég fór í gegnum miðbæinn. Ég verð að segja að ég hef sjaldan séð aðra eins andskotans forsmán eins og miðbærinn leit út í morgun og töluvert langt upp á Laugaveg. Drasl, matarleifar, umbúðir, glerbrot, flöskur og ég veit ekki hvað lá um allar götur. Rónahópur var röflandi og æpandi við 10 - 11 í Austurstræti (ég nenni ekki að tala um sjúkdóm í þessu sambandi). Innan um þetta allt saman var slangur af vandræðalegum ferðamönnum sem voru að glugga í kort. Líklega til að sjá hvaða leiðir lægju út úr þessum ófögnuði. Þetta er ekkert annað en til háborinnar skammar að hafa miðborgina eins og andskotann þegar komið er langt fram á morgun. Mér er nokk sama þótt hún hafi verið full af fólki í gærkvöldi og nótt. Við slíkar kringumstæður verður að leggja höfuðáherslu á að hreinsa óþverrann snarlega svo bærinn sé sæmilega útlítandi þegar venjulegt fólk vogar sér í miðbæinn þegar fer að morgna.
Eiður ætlar að koma með til Grikklands í lok september. Hann er vafalaust farinn að hugsa sitt og langar að kynna sér aðstæður. Það verður frábært að hafa hann með. Það voru einnig góðar fréttir sem maður fékk frá Dofra´Þórðarsyni rétt fyrir mánaðamótin. Hann tók þátt í 100 km fjallahlaupi í Þýskalandi og lauk hlaupinu á 13 klst 53 mín og varð áttundi en um 30 manns luku hlaupinu. Þar bætist enn einn góður félagi í 100 km félagið.
Slóðin á hlaupið er hér http://www.chiemgauer100.de/English/EChiemgauer_100_home.htm
laugardagur, ágúst 09, 2008
Fór út upp úr kl. 7.00 í morgun og hljóp upp í gegnum Grafarvog, Mosfellsbæ og upp að Esju. Gekk upp að Steini og fór síðan sömu leið til baka. Þessi leið losar 50 km. Fínt hlaup og hraðari en þegar ég fór þetta síðast. Þegar ég kom heim stóðu 78 kg á viktinni. Það er tala sem ég hef ekki séð síðan ég var undir tvítugu. Á sama tíma hef ég aldrei verið sterkari og betur á mig kominn. Má ekki léttast mikið meir en þetta er fínt. Það er ekki afleiðing af neinu átaki að maður hefur lést niður í æskilega þyngd heldur eingöngu að ég borða ekkert drasl og ónauðsynlegt kolvetni heldur fyrst og fremst holla og næringarríka basfæðu. Kjöt, fisk, ávexti og grænmeti. Það viðgengst svo óendanlegt rugl í tengslum við holdafar og megrun. Átök af ýmsum toga eru það helst skyldi varast. Þetta er spurning um lífsstíl en ekki skyndilausnir. Hreyfing og skynsamlegt mataræði. Flóknara er það ekki. Maður veit ekki hvað maður á að halda þegar fólk notar göngu á Hvannadalshnjúk sem megrunaraðgerð. Þá er fólk að skrölta á hnjúkinn örmagna af orkuskorti og gúffar síðan stjórnlaust í sig þegar niður er komið.
Það var svolítið fyndin uppákoma um daginn uppi á Langholtsvegi. Einhver heldur léleg hljómsveti ætlaði að nota Helga gamla Hóseassson mótmælenda til að vekja athygli á sér með þvi að spila við hliðina á honum og reyndi að finna einhevrja tengingu á milli lélegra texta á nýútkominni skífu sem aukinheldur voru allir á ensku og mótmælastöðu gamla mannsins. Sjónvarpið var mætt og einhver flissandi stelpuskotta tók viðtal við Hlega. Þegar hún spurið hvað honum fydist um hljómsveitiina og músikina svaraði sá gamli honn þverast að hann vildi ekkert af þessu vita og þætti lítið til þessa koma. Stelpan varð hálf orðlaus því hún er vönust því að allir kói með, en það gerði Helgi svo sannarlega ekki. Ég skil hann svo sem vel því þetta var hundleiðinleg öskurmúsík sem þeir spiluðu þarna og höfðu ekki mikinn sóma af.
Ég hlustaði á Sigurð G. Tomasson og Guðmund Ólafsson spjalla í gærkvöldi um SPRON og SM. Það var fróðleg yfirferð hjá þeim um SPRON og í raun furðulegt að það sá prósess allur skuli ekki hafa verið tekinn út af fjölmiðlum eins og eðlilegt virðist vera miðað við það sem kemur fram hjá þeim.
Það var svolítið fyndin uppákoma um daginn uppi á Langholtsvegi. Einhver heldur léleg hljómsveti ætlaði að nota Helga gamla Hóseassson mótmælenda til að vekja athygli á sér með þvi að spila við hliðina á honum og reyndi að finna einhevrja tengingu á milli lélegra texta á nýútkominni skífu sem aukinheldur voru allir á ensku og mótmælastöðu gamla mannsins. Sjónvarpið var mætt og einhver flissandi stelpuskotta tók viðtal við Hlega. Þegar hún spurið hvað honum fydist um hljómsveitiina og músikina svaraði sá gamli honn þverast að hann vildi ekkert af þessu vita og þætti lítið til þessa koma. Stelpan varð hálf orðlaus því hún er vönust því að allir kói með, en það gerði Helgi svo sannarlega ekki. Ég skil hann svo sem vel því þetta var hundleiðinleg öskurmúsík sem þeir spiluðu þarna og höfðu ekki mikinn sóma af.
Ég hlustaði á Sigurð G. Tomasson og Guðmund Ólafsson spjalla í gærkvöldi um SPRON og SM. Það var fróðleg yfirferð hjá þeim um SPRON og í raun furðulegt að það sá prósess allur skuli ekki hafa verið tekinn út af fjölmiðlum eins og eðlilegt virðist vera miðað við það sem kemur fram hjá þeim.
föstudagur, ágúst 08, 2008
Það er víða ólga undir niðri núna. Það var athyglisvert viðtalið við hluthafa í SPROn í kvöldfréttum. Hann fullyrti að ef varasjóði SPRON hefði verið beitt á móti kaupum Kaupþings á SPRON þá hefði tillaga stjórnar verið felld á fundinum. Greinilegt er aða það er mikil ólga hjá mörgum þeim sem eiga hagsmuna að gæta í SPRON. Sem betur fer lagði ég ekki peninga í sparisjóðinn í fyrra. Það er ýmislegt defikt í þessu sambandi. Það er náttúrulega alveg á hreinu að það er afar diskutabelt að stjórnarmenn selji hluti sína í fyrirtækinu án þess að segja frá því rétt áður en almenningi er hleypt að jötunni. Ég er ekki viss um að þeir hefðu komist upp með það átölulaust í Bandaríkjunum. Grundvallaratriði þess að hlutabréfamarkaður getir þrifist er að allir hafi saama aðgang að upplýsingum. ef einhehvrjir hafa betri upplýsingar en aðrir þá eru það stjórnarmenn. Þegar brestur flótti á stjórnarmenn og þeir selja unnvörpum þá eru það mjög skýr skilaboð til annarra hluthafa.
MEST fór nýlega á hausinn. Áður en fyrirtækið var gert gjaldþrota þá voru rektrarhæfu bitarnir teknir út úr fyrirtækinu og settir í sérstakt fyrirtæki. Annað var keyrt í gjaldþrot. Glitnir, viðskiptabanki fyrirtækisins og þar með hagsmunaaðili, hafði mikil afskipti af þessum gjörningi. Ég get ekki skilið að einn kröfuhafi geti vaðið inn í fyrirtæki sem er komið að fótum fram, tekið bestu bitana til hliðar og skilið aðra kröfuhafa eftir úti í kuldanum. Samkvæmt fréttum sýnist manni að ferillinn hafi verið á þennan hátt.
Ágæt frásögn með myndum hjá Berki frá Laugaveginum á www.kondis.no/ultra. Fínt að vekja athygli á hlaupinu á þennan hátt.
Fór 13 km í kvöld og 25 km samtals í dag. Fínt hlaupaveður. Allt í orden.
Víkingur tapaði í kvöld fyrir Njarðvík, neðsta liðinu í deildinni. Það er ljóst að það er ekki allt í lagi þarna. Vanalega er þjálfarinn rekinn við svona kringumstæður.
MEST fór nýlega á hausinn. Áður en fyrirtækið var gert gjaldþrota þá voru rektrarhæfu bitarnir teknir út úr fyrirtækinu og settir í sérstakt fyrirtæki. Annað var keyrt í gjaldþrot. Glitnir, viðskiptabanki fyrirtækisins og þar með hagsmunaaðili, hafði mikil afskipti af þessum gjörningi. Ég get ekki skilið að einn kröfuhafi geti vaðið inn í fyrirtæki sem er komið að fótum fram, tekið bestu bitana til hliðar og skilið aðra kröfuhafa eftir úti í kuldanum. Samkvæmt fréttum sýnist manni að ferillinn hafi verið á þennan hátt.
Ágæt frásögn með myndum hjá Berki frá Laugaveginum á www.kondis.no/ultra. Fínt að vekja athygli á hlaupinu á þennan hátt.
Fór 13 km í kvöld og 25 km samtals í dag. Fínt hlaupaveður. Allt í orden.
Víkingur tapaði í kvöld fyrir Njarðvík, neðsta liðinu í deildinni. Það er ljóst að það er ekki allt í lagi þarna. Vanalega er þjálfarinn rekinn við svona kringumstæður.
miðvikudagur, ágúst 06, 2008
þriðjudagur, ágúst 05, 2008
Hljóp 20 km í kvöld. Léttur og fínn. Það er nauðsynlegt að taka léttar vikur innanum og samanvið. Þá hreinsar maður út mögulega veikleika í skrokknum og herðir andann upp. Síðan verður maður stundum að taka mið af öðrum en sjálfum sér. Á landsmóti þýðir ekki annað en að vera á vaktinni, fylgjast með og vera sýnilegur.
Eiður hringdi í kvöld. Hann er að spekúlera í að koma með til Grikklands í nokkurskonar könnunarferð. Hann er greinilega heitur. Gott væri að hafa hann nálægan þegar fer að harðna á dalnum.
Eiður hringdi í kvöld. Hann er að spekúlera í að koma með til Grikklands í nokkurskonar könnunarferð. Hann er greinilega heitur. Gott væri að hafa hann nálægan þegar fer að harðna á dalnum.
sunnudagur, ágúst 03, 2008
Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn er afstaðið. Fórum austur á föstudaginn og komum í kvöld, rétt áður en byrjaði að rigna. Þetta er fjórða mótið sem við förum á og alltaf jafn gaman. Partur af þessu er að fylgjast með krökkunum sem eru smám saman að breytast í afreksfólk. Það er mjög sterkur hópur stelpna sem er á svipuðum aldri og María og maður er búinn að fylgjast með sumum frá því á Gogga mótunum í Mosfellsbæ fyrir 7 - 8 árum síðan. Unglingalandsmótin eru fínn viðburður. Enda þótt Þorlákshöfn sé stutt frá bænum þá var ekki við annað komandi en að útilega fylgdi með. Það er partur af stemmingunni. Vinkonurnar stóðu sig allar mjög vel og þær kræktu í slatta af verðlaunapeningum. Það er vel gert því þarna kemur saman obbinn af bestu frjálsíþróttakrökkum á landinu. Aðstaðan í Þorlákshöfn var til m ikillar fyrirmyndar og hefur sveitarfélagið lagt mikla fjármuni í uppbyggingu mannvirkja sem vonandi kemur íbúunum til góða á komandi árum og áratugum.
Ég set svolítið af myndum frá mótinu inn á vef Ármanns: http://www.flickr.com/photos/armannfrjalsar/
Þetta er náttúrulega fyrst og fremst myndir af Ármenningunum sem stóðu sig vel þótt ekki væru þær margar.
Ég er líka búinn að setja myndir frá gönguferinni fyrir Sigluness- og Skorarhlíðar inn á myndavefinn minn www.flickr.com/photos/gajul ef einhverjum skyldi langa til að sjá hvernig leiðin lítur út í stórum dráttum.
Ég set svolítið af myndum frá mótinu inn á vef Ármanns: http://www.flickr.com/photos/armannfrjalsar/
Þetta er náttúrulega fyrst og fremst myndir af Ármenningunum sem stóðu sig vel þótt ekki væru þær margar.
Ég er líka búinn að setja myndir frá gönguferinni fyrir Sigluness- og Skorarhlíðar inn á myndavefinn minn www.flickr.com/photos/gajul ef einhverjum skyldi langa til að sjá hvernig leiðin lítur út í stórum dráttum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)