mánudagur, desember 31, 2007

Ronaldo skorar glæsilegt mark

Við komum frá London í nótt eftir góða ferð að mestu leyti. Vonbrogðin voru þó þau að Man. Udt. skyldi tapa á Upton Park en það var aftur á móti mjög skemmtilegt að upplifa stemminguna á vellinum hjá heimamönnum þegar þeir höfðu unnið risann úr norðri í þriðja skipti á skömmum tíma. Ég átti von á því að Man. Utd. emnn kæmu grimmari til leiks til að láta ekki úrslitin frá sóðustu leiktíð endurtaka sig en það var ekki, þeir voru andlausir og óskipulagðir. West Ham menn börðust hins vegar allan leikinn og uppskáru laun erfiðisins. Við komum á völlinn dálitlu fyrir leik og sáum þá síðustu af leikmönnum mæta, m.a. Anton Ferdinad sem skoraði fyrra mark heimamanna. Það var frekar kalt og við fórum inn um dyr þar sem stóð "Supporters Club". Við vorum greinilega ekki klædd eins og stuðningsmenn West Ham (María m.a. með Man. Udt. bakpoka) og vorum spurð: "Hvaðan eruð þið?" "Frá Íslandi" sögðum við enda ekki annað í stöðunni. Okkur var fagnað eins og týnda syninum þegar það lá fyrir. Endilega drífið ykkur inn og fáið ykkur "one beer". Greinilegt að íslendingar eru ekki sérstaklega illa séðir á þessum slóðum. Inni var fullt af stuðningsmönum West Ham að spökulera fyrir leikinn. Við settumst hjá eldri manni og áttum við hann skemmtilegt spjall. Hann var búinn að eiga ársmiða á völlinn í um 30 ár og mætir alltaf þegar ekki er sýnt frá vellinum í sjónvarpinu. Hann býr fyrir utan London og ferðalagið á völlinn tekur um 2.5 klst. hvora leið. Ársmiðinn kostar um 50.000 kall. Þarna sátum við góða stund og höfðum mjög gaman af þessu. Karlinn var hrifinn af Eggert og sagði að hann hefði frískað margt upp hjá klúbbnum.

Sá í blöðunum að Margrét Lára hafi verið kosin íþróttamaður ársins. Ég avr búinn að veðja á hana fyrirfram svo mér kom þetta ekki á óvart. Hún er vel að þessu komin enda þótt svona val verði oft umdeilt. Hef m.a. séð að Guðjón Valur hefði ekki síður átt þennan titil skilið vegna þess að hann varð markhæsti leikmaður á HM sl vetur í Þýskalandi og var hylltur sem slíkur á Köln Arena. Guðjón var þar með fyrsti íslendingur til að ná þessum árangri sem er stórkostlegur út af fyrir sig. Margrét Lára er heilsteyptur leikmaður með mikinn metnað og hefur sýnt að með aga og ástundun er hægt að ná langt. Hún hefur líka sinnt unglingunum með því að heimsækja félögin og tala kjark og metnað í stelpurnar sem eru á viðkvæmum aldri og fá þær til að trúa á sjálfan sig. Einnig fannst mér gott hjá henni að vera ekki með neitt væl um að það sé stórkostlegt að kona skuli hafa verið kosin. Hún trúir á sjálfan sig sem einstakling en ekki sem fulltrúa einhvers undirokaðs minnihlutahóps eins og of margir gera sem fjalla um stöðu kvenna í samfélaginu. Hún lagði sérstaka á herslu á að stelpur hefðu sömu tækifæri í fótoltanum eins og strákar og það væri undir þeim sjálfum komið hve langt þær myndu ná í íþróttinni. Með þessu kjöri var einnig stungið upp í stelpupíkurnar í efstu deild fótboltans sem gátu ekki unnt henni að vera valin knattspyrnukona ársins sl. haust sökum öfundar.

Því miður komst ég ekki í gamlárshlaupið í dag. Sá á Mbl.is að um 370 manns hafi tekið þátt í hlaupinu sem er mjög gott miðað við heldur úfið veður. Maður verður stundum að forgangsraða málum þegar tíminn er knappur. M.a. er eftir að kaupa fírverkeríið.

Þetta hefur verið fínt ár til hlaupa og vonandi verður það næsta ekki lakara. Geri kannski upp árið í byrjun nýs árs. Óska þeim sem líta við gleðilegs árs með þökk fyrir að hafa lagt leið sína á þennan litla vettvang sem er skemmtilegur fyrir hugrenningar af ýmsu tagi.

fimmtudagur, desember 27, 2007

Svanur er góð fyrirmynd

Þegar verið er að stefna að ákveðnu markmiði er andlega hliðin lykillinn að því að hin líkamlega gangi upp. Það skiptir ekki máli að hvaða markmiði verið er að stefna, það þarf að leggja að sér til að sett markmið náist. Þau eru vitaskuld miserfið en sama er það þarf disiplín til að það gangi upp sem að er stefnt. Við slíkar aðstæður er gott að hafa í huga hvað aðrir hafa afrekað með því að láta aldrei deigan síga. Ég held að það sé gagnlegt í þessu sambandi að horfa á kvikmyndir í þessu sambandi til að herða andann upp og minna sig á hverju er hægt að áorka ef viljinn er fyrir hendi. Þá koma upp í hugann myndirnar "Ekkert mál fyrir Jón Pál", "Touching the Void" og að lokum "300 Spartverjar". Maður þyrfti að horfa á þessar myndir svona einu sinni í mánuði hverja til að halda alvöru dampi á katlinum.

Ég fer til London í fyrramálið með krakkana og Svein tengdapabba og komum aftur á sunnudagskvöld. Markmiðið er að fara á Upton Park og sjá Man. United heimsækja West Ham. Þetta verður vafalaust spennandi leikur. Man. Udt er á mikilli siglingu en West Ham fór illa með þá á síðasta tímabili. Verður þess hefnt í ár? Síðan á að túrista svolítið eins og tíminn leyfir. Þetta verður vafalaust fínt.

miðvikudagur, desember 26, 2007

Immu Numinen keppti oft við Jón Pál. Marrku var þá aðstoðarmaður hans.

Eitt af því sem er ágætt við jólin er að það er gott efni í sjónvarpinu til að horfa á ef ekki er annað að gera. Í kvöld voru m.a. tvær góðar myndir. Hin fyrri var í sjónvarpinu og var um Jón heitinn Pál sterkasta mann heims og superstar. Það er afar gott framtak að gera þessa mynd um Jón Pál til að halda minningu hans á lofti í samþjöppuðu formi. Jón var einstakur maður um margt. Fyrir utan sína gríðarlegu krafta og einbeitta vilja þá hafði hann hæfileika skemmtikraftsins í ríkum mæli og skildi manna best hve miklu skipti að tvinna saman íþrótt og skemmtun. Maður áttaði sig ekki á því fyrr en við að sjá þessa mynd hve stór hann var á þessum vettvangi. Hann var súperstar í Skotlandi og víðar. Það segir kannski best hvaða ses hann hafði með skotum þegar hann er valinn til að kynna Hálandadaleikana í auglýsingaherferð um þá, þjóðaríþrótt skota. Það er synd að hann skuli ekki hafa verið uppi á síðustu árum þegar miklu meiri peningar eru til í samfélaginu og hefði verið auðveldara fyrir hann að afla sér stuðningsaðila til að geta helgað sig íþróttinni áhyggjulaus af fjármálum.

Seinni mndin var á Skjá 1 og var sýnd í tveimur hlutum. Hún fjallaði um kanadískan leiðangur á Mt. Everest sem var farinn árið 1982. Leiðangurinn varð fyrir miklum áföllum og missti fimm menn, tvo kanadamenn og þrjá sherpa. Engu að síður komust fjórir á tindinn, tveir kanadamenn og tveir sherpar. Það er ekki síst áhugavert að horfa á svona myndir með það í huga að félagi Ásgeir Jónsson hefur það á stefnuskránni að klífa Mt. Everst í för sinni um The Seven Summits. Hann er þegar kominn áleiðis og mun næst fást við hæsta fjall Ameríku í vetur. Í myninni kemur vel fram hvílikt þrekvirki það er að klífa svona fjöll og að það eru hættur við hvert fótmál. Það eru einungis þeir hraustustu, öguðustu og skynsömustu sem fara alla leið í svona leiðöngrum.

Það er oft fallegt í Eyjafirði

Jólin hafa liðið hjá í rólegheitum og að mestu leyti tíðindalaus. Á aðfangadagskvöld reið yfir mikil þruma um kl. 19.00 og eldingarglampinn lýsti upp stofuna. Það er ekki algengt að svona dúndur heyrist hér en það gerist helst í suðvestanátt þegar skúra- eða éljaklakkar ganga yfir. Veðrið á aðfangadagskvöld va rafar fallegt, fullt tungl og logn. Í gærkvöldi vorum við í kvöldmat hjá Kötu mágkonu vestur á Nesi. Undir matnum fóru ýmsir að fitja upp á nefið og tala um reykarlykt. Það var leitað í öllum hornum, slökkt á kertum og allt gert til að leita af sér allan grun innanhúss. Lyktin magnaðist hins vegar svo að meir að segja ég var farinn að fina hana. Svo leit einhver út um gluggann og þá stóð reykjarkófið út frá húsi rétt handan við götuna. Slökkvilið og lögregla kom skömmu síðar og gekk fljótt að slökkva eldinn. þarna hafði kviknað í bílskúr og var allt brunnið og ónýtt sem í honum var. m.a. tvö mótorhjól. Það þarf ekki alltaf mikið að gerast svo af verði mikill skaði. þarna má svo sem þakka fyrir að það varð ekki meiri skaði á húsinu eða nærliggjandi íbúðum. ef gaskútur springur í svona eldi getur húsið stórskemmst með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Ég fékk æfisögu Sveins á Kálfskinni í jólagjöf ásamt fleiru. Ég er búinn að þekkja Svein í rúm 30 ár eða frá því þegar ég vann tæpt ár sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar. Sveinn er einn af þessum öndvegismönnum sem eru gríðarlega verðmætir í samfélaginu og er fengur að hafa kynnst. Stórbóndi, framkvæmdamaður, félagsmálatröll, góður félagi og glaðsinna einstaklingur sem smitar lífsgleðinni í allar áttir. Hann er orðinn 75 ára en hefur ekkert breyst frá því ég sá hann fyrst og er alltaf á fullu. Ég vann hjá BSE í tæpt ár 1975/1976. Þá var Sveinn formaður sambandsins og leiddi stjórn þess sem var skipuð ungum og öflugum bændum. Haukur í Gerði, Arnsteinn í Dunhaga, Birgir á Öngulsstöðum og Sigurgeir á Staðarhóli og síðan Sveinn. Í minningunni lifir ein skemmtileg minning öðrum frekar frá þessum tíma. Á þessum árum var KEA allt um lykjandi í Eyjafirði meðal bænda og stóð kaupfélagið næst alföðurnum í huga margra. Ég varð þess þó var þegar ég fór vítt um sveitir og ræddi við bændur að þeir voru ekki alls kostar ánægðir með Kaupfélagið sitt á ýmsa lund en það mátti bara ekki tala um það nema út undir vegg. Fyrir aðalfund Búnaðarsambandsins um veturinn vorum við að velta fyrir okkur stöðu sambandsins og m.a. hvort það ætti að vera fagleg samtök eða hagsmunasamtök bænda. Ævarr Hjartarson, framkvæmdastjóri sambandsins og öflugur forystumaður á hinum faglega vettvangi hélt erindi um þetta efni á aðalfundinum. Ég var settur í að setja upp glærur til stuðnings erindinu þar sem átti að forma myndrænt ýmsar vangaveltur um stöðu búnaðarsambandsins gagnvart bændum. Þar á meðal setti ég upp tvær spurningar um hvert hlutverk sambandsins ætti að vera ef bændur yrðu fyrir erfiðleikum af veðurfarslegum ástæðum eða af hálfu Kaupfélagsins. Það varð í fáum orðum sagt allt vitlaust meðal Kaupfélagsmanna af þessari ósvífni búnaðarsambandsinmanna. Að voga sér að hafa það á orði að bændur gætu orðið fyrir áföllum eða erfiðleikum af hálfu Kaupfélagsins. Kaupfélagsmenn fóru mikinn og skömmuðust út í búnaðarsambandið, stjórn þess og starfsmenn þar til það kom í ljós að þessi framsetning var runnin frá vestfirskum unglingsbjálfa sem var þarna í tímabundnu starfi. Þá róuðust þeir þegar ljóst var að það var ekki að gera um sig bylting meðal eyfirskra bænda. Þessi ólga hjaðnaði síðan eins og hver annar vindur í vatnsglasi en það dapurlega var að það liðu ekki nema örfá ár þangað til Kaupfélag Svalbarðseyrar fór á hausinn með ómældum hremmingum fyrir þá bændur sem sátu í stjórn þess við gjaldþrotið. Þeir höfðu skrifað undir ábyrgðir í góðri trú sem stjórnarmenn en þegar gjaldþrotið varð staðreynd þá sátu þeir í súpunni. Við tóku fleiri ára málaferli þar sem þeir börðust fyrir því að halda jörðum sínum. Þá var engin elsku mamma af hálfu þess altumlykjandi kaupfélagsveldis. Þarna fengu bændur það högg beint í andlitið sem menn voru að ræða um að gæti hugsanlega gerst á búnaðarsambandsfundinum nokkrum árum áður og fengu vægt sagt litlar þakkir fyrir. Löngu seinna sögðu þessir ágætu bændur sem sátu í stjórn búnaðarsambandsins að þeir hefðu þegar frá leið haft svolítið gaman að því að það hefði þurft ungling vestan af fjörðum til að opna augu þeirra fyrir því að kaupfélagið með öllum sínum kostum væri ekki hafið yfir gagnrýni, jafnvel þótt KEA héti.

mánudagur, desember 24, 2007

Það var hvergi dregið af sér í kuldanum

Ég skrópaði í Sólstöðuhlaupið, því miður. Það kemur alltaf á daginn að það eru aðrir hlutir sem eru mikilvægari á þessum tíma árs og þannig er það bara. Halldór og Svanur héldu fánanum hátt á loft og rúlluðu hringinn. Neil lauk löngu morgunhlaupi fyrsta hálftímann með þeim en svo kallaði kærastan sem lenti í Keflavík skömmu eftir hádegið. Þeir félagar fengu fínt veður alla leiðina en Halldór sagðist hafa verið orðinn nokkuð þreyttur enda ekki hlaupið langt í nokkurn tíma. Svanur gaf sig hins vegar hvergi og er til alls líklegur á komandi mánuðum og misserum, enda hnén nýuppskveruð.

Anna systir var með sína árlegu skötuveislu í kvöld. Hún heldur hefðinni við og það er afskaplega gaman að borða þennan magnaða mat. Einhversstaðar heyrði ég að hefðin fyrir skötuáti á Þorláksmessu hefði byrjað þannig í árdaga að með því að hafa heldur bragð"vondan" mat á Þorláksmessu þá hefði sjálfur jólamaturinn bragðast enn betur þegar hann var borinn fram. Sel það ekki dýrara en ég keypti en nú er fátækramaturinn orðinn hefð um land allt og þykir hinn fínasti matur.

Fórum niður á Laugaveg eftir skötuna og hlustuðum á <3 Svanhvít spila í portinu á móti Skífunni. Krakkarnir stóðu sig vel og var vel gert hjá þeim að halda út í rúman klukkutíma í kuldanum.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Lítið að gera hjá þessum á sumrin

Ég fór upp í N1 búðina uppi á Höfða í dag (gamla Bílanaust búðin)og var að kaupa legur í jeppann. Þar sá ég að félagi Jói hafði (að öllum likindum) sett sín spor á stefnu búðarinnar. Þar var Garmin 305 til sölu á tæpar 17.000 kr í safnkortatilboðsrekkkanum. Ég sló mér náttúrulega á kvikindið því hann stendur Timex úrinu mínu langt framar að sumu leiti. Þessi tæki hafa verið á tæp 30.000 kr til þessa þannig að þarna er um fínan prís að ræða.

Sólstöðuhlaupið verður haldið á laugardaginn. Það hefur verið hlaupið nokkuð oft en því miður fallið niður síðustu árin. Lagt verður aqf stað frá Vesturbæjarlauginni kl. 11.21 og komið til baka kl. 15.30. Farin verður gamla haustmaraþonleiðin inn Fossvogsdal, upp Elliðaárdalinn og öfugan Poweratehring að Árbæjarlauginni. Þaðan yfir í Grafarvog og inn fyrir golfvöllinn og síðan með ströndinni, upp listaverkahæðina og síðan í gegnum Grafarvoginn og vestur Fossvoginn og að lauginni aftur.

Það er ánægjulegt að sjá pirringinn sem er orðinn hjá fjölda manns, bæði konum og körlum, út í framverði feministafélagsins. Síðasta útspilið er birting svokallaðra jólakorta sem eru sett upp eins og börn hafi teiknað þau. Textinn á einu er eitthvað svo sem að "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga". Þarna er sett fram ótrúlega ruddaleg alhæfing á þann veg að allir karlar séu nauðgarar. Hvað ætli yrði sagt ef einhver skrifaði sem svo að allir xxxxverjar væru nauðgarar og því ætti að reka þá alla úr landi. Ég efa ekki að það væri flokkað undir rasisma og lögreglunni falið málið. Fyrrgreindur hópur feminista hefur komist ótrúlega langt með því að halda fram sömu fullyrðingunum dag út og dag inn með dyggri aðstoð fjölmiðla. Aldrei er spurt gagnrýninna spurninga út í málflutning þeirra heldur allt étið upp gagnrýnislaust. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti en ég hef séð bandarískar rannsóknir sem sýna að 75% nauðgara eru karlar og 25% nauðgara eru konur. Af hverju á bara að tala um karla í þessu sambandi? Ég er ekki að draga úr því alvöru þess að karlar nauðgi en því má ekki tala um konur sem framkvæma sama verknað? Það styttist í að karlar verði að fara að skipuleggja sig til að standa vaktina gegn þessari karlahaturssíbylju sem tröllríður samfélaginu þessi misserin.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Kátir krakkar í Tassilaq

Ég hitti snjallann Orkneying í Grikklandi í haust, William Sichel sem kláraði Spartathlon með miklum sóma og varð 9. Hann hljóp síðan 6 daga hlaup í Monaco og vann það, náði um 840 km á þessum tíma. Ég rakst nýlega á viðtal við hann þar sem hann fer meðal annars yfir Spartathlon og sex daga hlaupið. Magnaður maður.
Viðtalið er hér: http://www.stv.tv/content/news/headlines/display.html?id=opencms:/news/newArticle8792075

Staksteinar í Mogganum eru oft ágætir og þar er komið á framfæri beittum athugasemdum. Í morgun brá þo svo við að þar sé ég einn þann heimskulegasta texta sem ég hef séð lengi. Hann sýnir kannski frekast hvað þessi kynjaumræða er komin út í mikla vitleysu og út yfir allt sem vitrænt er. Í Staksteinum var enn og aftur fjallað um að það sitji jafnmargar konur í stjórnum fyrirtækja á verðbréfaþingi eins og fyrir tveimur árum síðan og þeim hafi ekki fjölgað hlutfallslega. Síðan er fullyrt að fyrir liggi kannanir sem sýni að fyrirtæki sem hafi konur í stjórn skili meiri langtímahagnaði en fyrirtæki þar sem einungis karlar sitji í stjórn. Síðan er skýrt frá því að í fyrradag hafi verið kosið í stjórn Icebank, fimm karlar í stjórn og fimm karlar í varastjórn. Hvað veldur? spyrja Staksteinar. Vilja fyrirtækin ekki tryggja mikinn langtímahagnað? og svo kemur gullkornið: Ætlar nýr viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, að beita sér í þessu máli??!!!

Staksteinar eru sem sé að beina því til viðskiptaráðherra að hann liggi yfir fundargerðum fyrirtækja á verðbréfaþingi og grípi í taumana og leiðrétti kúrsinn þegar hann metur það svo að stjórnir og aðalfundir fyrirtækjanna hafi tekið heimskulegar ákvarðanir. Ef að það eru viðtekin sannindi sem meðal annars hafi verið staðfest óyggjandi í rannsóknum að fyrirtæki sem hafa kynjablandaða stjórn skili meiri langtímahagnaði þá er það heimskulegt að hafa stjórnir fyrirtækja samstetta af bara öðru kyninu. Slík heimskupör ætla Staksteinar sem sé viðskiptaráðherra hverju sinni að leiðrétta.

Það má vera að viðskiptaráðherrar Sovétríkjanna á stjórnartíð Stalíns og Kína á Maótímanum hafi m.a. haft það hlutverk með höndum að beina stjórnendum einkafyrirtækja af villu síns vegar þegar greindarskortur réði för en ég hélt satt að segja að ráðherrar í lýðræðisríki hefðu öðrum hnöppum að hneppa í vinnunni. Nema Staksteinar og þar með Mogginn vilji taka upp kommúniskt stjórnarfar. Það er kannski málið. Spyr sá sem ekki veit en hvað á maður að halda?

Ég horfði nýlega á þátt í sjónvarpinu sem fjallaði um stöðu kvenna í Afganistan. Í þættinum var lýst svakalegri stöðu kvenna í landinu sem mótast af miðaldahugsunarhætti þarlendra karla sem stjórnast að trúarofstæki islamista. Sjálfsmorðstilraunum þarlendra kvenna hefur fjölgað gríðarlega. Þær reyna að fremja sjálfsmorð með því að hella á sig steinolíu og kveikja í sér. Það gera þær í örvinglan þegar öll sund virðast lokuð. Margar deyja en sumar eru svo óheppnar að lifa af og þurfa að búa þaðan í frá við ólýsanleg örkuml og endalausar hörmungar. Maður skilur svo sem á vissan hátt eftir að hafa horft á þetta að konur klæðist burka í svona löndum. Konur eru í svo ömurlegri stöðu í þjóðfélaginu að þær halda í ögn af sjálfsvirðingu með því að láta kúgarana ekki sjá framan í sig. Það er betra að líta út eins og andlitslaust tjald með gægjugati en að þekkjast og hafa enga undankomuleið gagnvart karlaumhverfinu. Pedófílismi grasserar síðan þarna meðal annars í skjóli trúarinnar. Barnungar stelpur niður í 7 ára gamlar eru giftar (seldar) harðfullorðnum körlum. Sumar þeirra sjá enga aðra útgönguleið nema þá sem steinolían býður upp á.

Manni leið bara illa við að horfa á þetta. Hérlendis er aftur á móti fjasað fjöllum hærra um hve konur eru kúgaðar af karlafjöndunum og yfirleitt notað sem hin æðstu rök að konum hafi ekki fjölgað í stjórnum fyrirtækja á verðbréfaþingi.

sunnudagur, desember 16, 2007

Sælgætiskaup í Tassilaq

Ég er allur að verða góður í hásininni. Held að það hafi gert henni gott að fara að hlaupa inni. Líklega hefur mér kólnað á fætinum um daginn þegar bólgan hljóp sem verst upp. Mér finnst ég vera í betra formi en í fyrra þegar ég fór að hlaupa inni og sterkari. Small í dag yfir mesta hlaupamagn á ári sem ég hef hlaupið hingað til eða rúmlega 3000 km. Ég hljóp svo sem aldrei mjög mikið í ár en hljóp aftur á móti nokkuð jafnt yfir árið. Þetta er einungis annað árið sem ég hleyp meir en 3000 km. Maður ætti náttúrulega að fara yfir 4000 km til að hafa þetta almennilegt og auka gæðin sömuleiðis. Þá væri maður nokkuð góður. Það hefur tvímælalaust verið til bóta að breyta mataræðinu í fyrra. Kolvetnin hafa því sem næst horfið úr matnum. Breytingin er áberandi. Maður er laus við aukakílóin og er einnig sterkari. Löngunin í sykur er alveg horfin. Það verður áhugavert að sjá hvernig Herbalivið kemur út. Ég fæ mér góðan slurk áður en ég fer á æfingu og síðan strax á eftir. Er byrjaður á að taka styrktaræfingar á fæturna í Laugum og ætla að halda því áfram í vetur.

Það hefur verið skítaveður að undanförnu í vikunni, hver lægðin eftir aðra. Ég heyrði fréttamann segja frá því með andköfum að þetta væri versta veður sem hefur gengið yfir Vesturland í heil 10 ár. So what. Tíu ár eru ekki langur tími. Enda þótt þetta væri drulluslæmt veður þá var þetta ekki skaðaveður að marki. Þau hafa komið fjölmörg verri. Mestu vandræðin hér syðra voru vegna þess að fólk hafði ekki gengið frá eigum sínum og verktakar ekki gengið frá drasli og byggingarefni á byggingarstað. Það flokkast undir draslaraskap og slóðahátt. Verst var þegar björgunarsveitir voru kallaðar út á sömu staðina þrisvar sinnum í sömu vikunni vegna þess að viðkomandi höfðu ekki rænu eða nennu á að gera klárt á vinnustaðnum.

Ég man best eftir skaðaveðri í lok janúar 1966. Þá var ég 14 ára og var heima yfir veturinn. Það var hvasst á norðan á laugardeginum en hægði undir kvöldið þegar hann var að snúa sér yfir í norðaustrið og herti síðan heldur betur á því um nóttina. Maður svaf ekki mikið þegar fór að morgna. Það sló í logn á milli en svo heyrði maður ýlfrið í rokinu þegar hviðurnar nálguðust og síðan var eins og risi tæki húsið, lemdi það að utan og skekti til svo allt ætlaði um koll að keyra. Klukkan hefur verið orðin um 8.00 þegar klæðningin í loftinu í herberginu sem ég svaf í sviptist niður eins og henni hefði verið rennt í sundur með rennilás. Síðan hvarf glugginn fyrir ofan rúmið mitt út í buskann í heilu lagi. Þarna mátti litlu muna að það hreinsaðist ofan af húsinu. Þá hafði brotnað gluggi á loftinu og vindurinn sprengdi sér leið út þar sem minnst var fyrirstaðan. Þegar birti þá gaf á að líta. Kýrnar stóðu á básunum í þaklausri tóftinni fyrir framan bæinn og eins var allt horfið ofan af hlöðunni. Ekki bætti úr skák þegar sást að hurð hafði slitnað upp á nýbyggðum fjárhúsum og var viðbúið að þakið sviptist af þeim. Pabbi reyndi að komast milli húss og bæjar til að loka dyrunum á fjárhúsunum en komst rétt í næsta símastaur og hékk þar á honum þar til hann komst heim aftur. Hann marðist allur á bringunni þegar hann stóð við staurinn með bakið í veðurofsann. Það var síðan ekkert að gera nema bíða eftir að veðrinu slotaði. Bragi frændi reyndi að komast milli bæja á traktor en varð frá að hverfa því veðrið svipti vélinni til á veginum þannig að hann hamdi hana ekki. Það tókst að koma kúagreyjunum upp í tóm fjárhús undir kvöldið og koma þeim þannig undir þak og gefa þeim tuggu. Veðrið datt ekki niður fyrr en á þriðja degi. Stór hluti að þakinu var horfinn af húsinu, skepnuhúsin í rúst en þau voru kannski ekki mjög merkileg. Kýrnar geymdar í einni kró uppi í fjárhúsi og ekki hægt um vik að mjólka þær eða fóðra. Það tókst síðan eftir nokkra daga að útbúa aðstöðu fyrir þær með hjálp góðra granna og síðan var húsið lagað að innan svo það varð íbúðarhæft á nýjan leik. Neglt var fyrir gluggann í herberginu mínu en ekki var hægt að ná í gler um veturinn. Ég man eftir því að það var oft skratti kalt í herberginu um veturinn en maður komst upp á lag með að vefja sænginni um sig þannig að kuldinn komst ekki að manni. Á þessum tíma voru veturnir oftast bæði kaldir og snjóþungir. Kirkjan i Saurbæ splundraðist í þúsund mola í þessu veðri og stóð predikunarstóllinn einn á grunninum þegar að var komið.

Það er ekki hægt að ímynda sér svona veður, þau verða menn að reyna á eigin skinni til að skynja kraftana sem eru þar á ferðinni.

laugardagur, desember 15, 2007

Stelpur frá Kulusuk og Tassilaq í fótbolta

Sopranos serían kláraðist á fummtudaginn. Það er mikil eftirsjá að henni. Drullusokkarnir í New Jersey voru orðnir eins og heimilisvinir sem maður sér eftir að fá ekki í heimsókn lengur. Sopranos er sería sem hægt er að jafna á við þær bestu eins og Matador og Dallas. Endirinn var frábær. Allt í einu var allt svart og síðan byrjaði textinn að rúlla upp skjáinn. Maður er eiginlega viss um að T var drepinn á veitingahúsinu, kannski öll fjölskyldan því það var ekki vanalegt að hún færi út saman að fá sér hamborgara og allt komið í þokkalegt jafnvægi hjá þeim þessa stundina. Það var allt orðið andbrekkis hjá þessum kumpánum. Mágurinn dauður, Chris var drepinn á heldur snautlegan hátt af stórfrændanum T, Sil grænmeti inni á sjúkrahúsi, gamli frændi orðinn senil á elliheimili og Paulie búinn að taka að sér verkefni sem hafði þann skugga yfir sér að allir sem höfðu sinnt því fram til þessa höfðu verið drepnir. Það tókst meir að segja að gera senuna ógleymanlega þegar Phil var drepinn með því að láta afturhjólið á bílnum fara yfir hausinn á honum steindauðum. Önnur sena af ótal mörgum kemur upp í hugann þegar Paulie var búinn að gera einhvern skrattann en blöðruhálskrabbinn plagaði hann á sama tíma svo hann var dálítið meyr inni við beinið. Því fór hann í heimsókn til mömmu sinnar eftir ódæðið og horfði með henni á norska þjóðdansa í sjónvarpinu til að róa hugann. Maður verður að kaupa seríuna á CD til að geta kíkt í heimsókn af og til.

Það var ágætt viðtal við Jón og Höllu í Hvestu í Fréttablaðinu í dag. Ég þekkti þau hér á árum áður eins og fleiri sem maður kynntist á góðum stundum á böllum fyrir vestan. Þau fóru ung að búa í Ketildölum við erfiðar aðstæður en hafa með mikilli vinnu og dugnaði komið sér vel fyrir. Nú búa þau við rafmagnsframleiðslu eftir að hafa virkjað vatnsföllin í Hvestudalnum. Fólki hefur fækkað mikið þar í sveit eins og svo víða þarna fyrir vestan og má segja að það sé barist hús úr húsi við að halda búsetu á þessum slóðum. Þau lýsa vel því sem hefur gerst eftir að umræða um að byggja olíuhreinsistöð í Hvestudalnum fór á flug fyrr á þessu ári. Tvennt gerðist í kjölfar þess. Í fyrsta lagi fóru öfundargenin af stað og baknagið byrjaði að grassera. Margir sáu ofsjónum yfir þeim ímyndaða gróða sem þau gætu ef til vill kannski haft út úr því að stöðin yrði sett niður þarna í dalnum. Í annan stað fóru þeir sem eiga sumarbústaði utar í firðinum að reyna að hafa áhrif á þau í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að stöðin yrði reist á þessum slóðum. Þessi afstaða sýnir vel viðhorfið gegn því fólki sem enn berst fyrir þvi að geta átt framtíð í fjörðum vestur. Þessu fólki finns tvoða gaman að koma vestur þegar það á frí en það er líka voða gott að þurfa ekki að búa þarna allan ársins hring að margra mati. Þegar á síðan að breyta einhverju til hagsbóta fyrir þá sem enn búa þar heilsársbúsetu þá verður allt vitlaust.

Ég sá nýlega haft eftir bæjarstjóranum í Vesturbyggð að heilsársbúseta væri horfin að hans mati á þessu svæði að óbreyttri þróun innan fimmtíu ára. Ég held að hann sé að ætla þessu of langan tíma ef ekkert gerist annað en það sem er í spilunum í dag, því miður. Það þarf margt að breytast til að hægt sé að snúa þróuninni við. Það má segja að rafræna samgöngukerfið sé orðið allt að því eins mikilvægt og samgöngur á landi ef þessi samfélög eiga að geta þróast eins og samfélagið gerir í heild sinni. Ef svo er ekki þá verður ójöfnuðurinn sífellt meiri og meiri, aðstöðumunurinn meiri og meiri og þar kemur að eitthvað mun undan láta. Ég hljóp fram hjá olíuhreinsunarstöð í sumar á leiðinni frá Aþenu til Corinth í Grikklandi. Þarna var náttúrulega saman kominn gríðarlegur massi af pípum og tönkum en annars var þetta bara eins og hver önnur verksmiðja. Ég varð ekki var við mengun til vandræða.

Er farinn að hlaupa inni í Laugum. Tek líka styrktaræfingar. Mér finst ég vera í mun betra formi en í fyrra um þetta leyti. Löppin er að skána svo þetta lítur allt heldur vel út.

miðvikudagur, desember 12, 2007

Ég rakst á vefsíðu í haust þar sem hægt er að setja upp ljósmyndabækur á vefnum. Það er bandarískt fyrirtæki sem stendur fyrir þessu. Maður hleður forritinu niður á tölvuna og setur síðan upp myndaalbúm að eigin þörfum og óskum. Ég setti tvær bækur upp til prufu í síðasta mánuði og er búinn að fá þær. Þær koma gríðarlega vel út. þetta eru harðspjaldabækur með lausri kápu utan um. Maður getur valið mismunandi layout á síðurnar, bætt inn nýjum síðum en lágmarkið eru 20 síður, sett inn kaflaskil og eiginlega allann skollann. Það er tilvalið að setja saman svona bækur um ýmsa viðburði, ferðir eða annað sem gaman er að halda utan um og láta liggja frammi. Síðan kostar þetta smápening eða um 3.000 kall bókin. Mér finnst 20 * 25 cm formið koma betur út. Slóðin er www.blurb.com.

Ég pantaði mér tvenn pör af hlaupaskóm á ebay á dögunum. Annað parið kostaði 90 USD en hitt parið kostaði 61 USD. Við það bættist tollur og vsk sem gerði um 30 USD á hvort par. Ódýrara parið kostaði því rúmar 5.000 krónur með öllu saman. Þarna er leiðin komin að vera alltaf í fyrirtaks skóm fyrir lítinn pening.

Þegar umræðan stendur sem hæst um kynbundið ofbeldi af hinu eða þessu taginu þá hefur maður stundum spurt hvort ofbeldi sé bara bundið við kallakvikindin. Heilbrigð skynsemi segir manni að svo sé ekki án þess að byggja það á opinberri statistikk. Ég rakst nýlega á grein á netinu sem styður þessa tilfinningu mína. Greinin er eftir konu sem heitir Sheridan Hill sem býr í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Nú má vel vera að mannlífið í þessu ágæta fylki í Bandaríkjunum sé öðruvísi en hér og ekki ætla ég að fara að alhæfa staðreyndir þaðan yfir okkur hér uppi en sama er, þetta gefur ákveðnar vísbendingar og sumar niðurstöður þekkir maður héðan.

Þessi kona vitnar í ýmsar rannsóknir á kynjunum í Bandaríkjunum sem varða valdbeytingu af ýmsum toga. Á árunum 1975 - 1985 dró úr ofbeldi karla gegn konum en ofbeldi kvenna gegn körlum jókst. Árið 1985 var gerð rannsókn á þessu efni og þar kom fram að 1.8 milljónir kvenna (líklega í Bandaríkjunum) urðu fyrir ofbeldi af hálfu makans en 2 milljónir karla urðu fyrir ofbeldi af hálfu eiginkonu eða kærustu á sama tíma.
Í 6.200 ofbeldismála notuðu 85% kvenna vopn af einhverju tagi á meðan þegar þær beittu karla ofbeldi. Þá er verið að tala um byssur,m hnífa, sjóðandi vatn, steina og basketball kylfur. Í ofbeldismálum þar sem karlar beittu konur ofbeldi þá notuðu þeir vopn í einungis 25% tilfella.

Í þeim tilfellum þar sem foreldrar myrða börn sín voru konur gerendur í 55% tilfella samkvæmt rannsókn sem gerð var árið 1988.

Á árunum 1976 - 1998 minnkaði fjöldi karla sem var drepinn af eiginkonum sínum eða kærustum um 60% eða um ca 4% á ári. Í sjálfu sér jákvæð þróun.

Í þeesari grein kemur fram að það er áþekkt hlutfall milli sjálfsmorða kynjanna þar og hér. Árið 1997 frömdu 4483 ungt fók sjálfsmorð. Þar af voru 701 stúlka og 3.782 strákur.

Þessi grein er náttúrulega bara ein grein en hún gefur mér ákveðna vísbendingu um að hin fyrirferðarmikla umræða hérlendis um að kynbundið ofbeldi sé einungis þannig að karlar berji konur sé eitthvað málum blandin.

Slóðin er www.sheridanhill.com/batteredmen.html

Með greininni fylgir langur heimildalisti fyrir áhugasama.

Hestar á tali

mánudagur, desember 10, 2007

Fór ekker tút að hlaupa á sunndaginn. Ætla að reyna að láta slá á bólguna í löppinni um sinn.

Mér fannst Egill snjall í Silfrinu í gær. Notaði bleika litinn, var með skekkt kynjahlutfall og tók drottningaviðtal þar sem engin gagnrýnin rödd var til staðar. Allt sem hefur verið gagnrýnt var til staðar. Ég hlustaði af athygli á viðtal Egils við þær stöllur þrjár. Maður reynir að finna út hvort það sé maður sjálfur sem sé á rangri braut eða ekki. Niðurstaðan var að ég er eins ósammála málflutningi þeirra eins og hugsast getur. Þá dynur náttúrulega á manni að maður sé á móti jafnrétti kynjanna. Það er eins hægt að spyrja mann hvort maður sé á móti jöfnuði í þjóðfélaginu ef maður er á móti þeim stjórnaraðferðum sem notaðar voru í Kína hér í den tíð. Þar var jöfnuðurinn gríðarlega mikill en því miður því sem næst allir jafn fátækir. Ég er á móti svoleiðis jöfnuði og ég er á móti því kynjajafnrétti sem yrði náð fram með ofstjórn og grímulausri forsjárhyggju þeirra sem telja sig þess hæfa til að hafa vit fyrir almúganum. Í þættinum kom fram að allt skipti máli í þessu sambandi, liturinn á fötunum á fæðingardeildinni skiptu meir að segja máli því allt skiptir máli. Svona lagaður hugsunarháttur fyllir mig hrolli. Það voru reknar nógu margar tilraunastofur í samfélagsfræðum fyrir austan járntjald eftir seinna stríð til að menn ættu að vera farnir að átta sig á því að forsjá lítillar sjálfskipaðar elítu sem veit betur en almúginn hvernig hlutirnir eiga að vera gengur ekki upp.

Það var talað nokkuð um róttækni í þættinum og m.a. skilgreint hvað róttækni er að mati viðmælenda Egils. Ég held ég muni það rétt að Ritari okkar flestra sagði einu sinni frá því í pistlum sínum að hann sat ráðstefnu framhaldsskólanema á árunum upp úr 1970. Ég sat svona ráðstefnu einu sinni og man best frá henni eftir Hannesi Hólmsteini. Ritarinn sagði svo frá að því ég man best að Laugvetningarnir hefðu verið svo róttækir á þessari ráðstefnu að lítt veraldarvanan nemanda að vestan setti hljóðan við að hlusta á alla þessa speki. Ég tel mig muna að Laugvetningar voru á þessum tíma mjög hallir undir Maóismann og töluðu fyrir honum af mikilli ákefð. Nú eru menn svo heppnir að geta borið saman teoríu og praxís hvað þessa ákveðnu tegund af róttækni varðar. Hún var framkvæmd á íbúum stærsta ríkis veraldar um nokkurra áratuga skeið. Ég læt aðra um að meta hvort þeir vildu hafa tekið persónulega þátt í þessu risavaxna tilraunaverkefni en ekki vildi ég það. Þar gengu allir í eins fötum, fólk mátti ekki eiga bók, fólk mátti ekki eiga mataráhöld eða matast heima hjá sér heldur skyldu allir matast í mötuneyti bæjarins og þannig má áfram telja. Þetta hefur vafalaust skilað ákveðinni hagkvæmni og varla hefur mismunandi litur fata á fæðingardeildinni verið þeim til útgjaldaauka. Þetta fyrirkomulag var skipulagt af þeim sem töldu sig vita hvað þjóðinni var fyrir bestu og niðurstaðan er eins og allir eiga að vita.

Menn hafa látið af því á seinni árum að predika ágæti kommúnismans fyrir vesturlandaþjóðum nema í algerum undantekningartilvikum. Kommúnisminn var hér áður gylltur fyrir almenningi sem hið endanlega Eldorado þar sem jafnaðarstefnan ríkti, auðnum væri úthlutað jafnt til allra og allir skyldu fjárhagslega jafnir. Nú er aftur á móti predikað dag út og dag inn fyrir svokölluðu kynjajafnrétti. Karlar eru komnir í hlutverki vonda liðsins samanborið við að borgarastéttin og atvinnurekendur voru það í augum kommúnista. Nú er hamrað á því að það þurfi að rýna í allt þjóðfélagið og endurgera það samkvæmt forskrift hinna vitrustu manna til að uppræta kynjamisréttið. Man einhver eftir umræðunni hér áður um nauðsyn þess að koma á kommúnistiskri byltingu til að koma á alræði öreiganna þar sem kommúnistaríkin byggju við betra þjóðskipulag en gerðist í hinum kapítalisku. Í kommúnistaríkjunum skyldi arður atvinnulífsins renna til verkamannastéttarinnar en ekki til afætanna sem holdgerðust í formi kapítalistanna og borgarastéttarinnar. Þetta fannst mörgum afskaplega rökrétt og í raun hið eina skynsamlega. Reyndin var svolítið önnur. Áður arðrændu kapítalistarnir almenning og kúguðu hann en nú arðræna karlar konur og kúga þær að mati þeirra sem gerst telja sig vita. Mér finnst þessi umræða vera eins og gamall uppvakningur sem búið er að sveipa um nýjum klæðum.

Það er í þessu eins og öðru, menn eru sammála um markmiðin en afskaplega ósammála um aðferðafræðina.

Umræða um mannsal og kynlífsþræla hefur verið fyrirferðarmikil að undanförnu. Í þessu sambandi finnst mér athyglisvert að skoða hvaðan það fólk kemur sem hafnar oftast í þessum hremmingum. Það kemur fyrst og fremst frá Austur Evrópu og síðan er umfangsmikið mannsal í gangi frá Kína. Hvaða eiga þessi lönd sameiginlegt. Jú þau eiga það sameiginlegt að vera þrotabú kommúnismans sem fór langt með að eyðileggja samfélögin í þessum löndum. Eftir stendur fólkið sem fjölmargt á engra annarra kosta völ en að selja sig á þeim versta atvinnumarkaði sem um getur. Ég las t.d. í bresku dagblaði í fyrra að þar var haft eftir þarlendum atvinnurekanda að það væri svo fínt að hafa pólverja í vinnu því þeir sættu sig við allan þann skít og drullu sem hugsast gæti. Af hverju skyldi það vera? Því þeir hafa ekki aðra valkosti.

Það voru dálítið fyndnar fréttir frá Noregi þar sem stjórnvöldu ætluðu að fara að framkvæmda jafnréttið víðar en í stjórnum fyrirtækja á verðbréfaþingi. Þau fóru að boða stelpur í herinn jafnt og stráka. Þá varð allt vitlaust svo það þurfti að hætta við þessa nýju jafnréttisáætlun norðmanna.

Spaugstofan er oftar mjög ófyndin en hitt þessar vikurnar. Þó eiga þeir til spretti. Góð hugmynd að syngja þjóðsönginn undir laginu I Walk the Line. Þetta gekk alveg upp.

sunnudagur, desember 09, 2007

Bústaðakirkja að kvöldlagi

Fór út kl. 7.00 á laugardaginn og tók Powerade hringinn í frosti og stillu. Frábært hlaupaveður. Hitti Neil, Jóa og Stebba við brúna um 8.30. Þá var ég farinn að finna dáltið fyrir hásininni á vinstra fætinum svo ég vildi ekki fara mikið lengra en til baka heim. Það gerðu 20 km og lét ég það gott heita. Þeir félagar héldu áfram. Ég hef verið með smá verk í hásinarslíðrinu síðan í Grikklandi en hélt að þetta myndi bara lagast. Það gerði það ekki svo ég ætlaði að klára þetta og fór að nudda auma staðinn með vel völdu kremi. Þá vildi ekki betur til en að þetta bólgnaði allt upp og varð miklu verra eftir en áður hvað sem olli því. Ég þarf að gefa þessu tíma til að lagast. Get vonandi stundað styrktaræfingar á meðan.

Myndaklúbburinn Fókus gefur út myndaalbúm árlega rétt fyrir jólin sem ætlað er félagsmönnum. Nú voru 38 manns sem tóku þátt í verkefninu. Við vorum að líma myndirnar upp á laugardaginn og var það skemmtilegt verkefni. Menn spjalla saman og fræðast hver af öðrum. Ég á einnig myndir í öðru álíka verkefni sem er sett upp á vegum www.ljosmyndakeppni.is. Maður sendir tvær myndir inn í árbókina í gegnum vefinn og síðan kemur út bók. Hún heitir Ljósár 2007 árbók áhugaljósmyndara á Íslandi. Virkilega flott verkefni sem gaman er að taka þátt í.

Í haust rakst ég á vef sem heitir www.blurb.com. Hann er þeirra rnáttúru gæddur að maður getur gert ljósmyndabækur í gegnum hann. Maður hleður forritinu niður og síðan er hafist handa. Hægt er að hafa síðurnar eins margar og maður vill. Maður velur form síðunnar úr mörgum mismunandi valkostum (1 - 4 myndir á síðu) og getur síðan haft bakgrunninn mismunandi litan. Ég gerði tvær bækur í nóvember til að prufa hvernig þetta kæmi út hvað varðar gæðin og prentunina. Ég fékk fyrra eintakið á föstudaginn og varð ekki fyrir vonbrigðum. Flott gæði og mjög snyrtilegur frágangur. Tilvalið að búa til innbundið ljósmyndaalbúm á þennan hátt úr einstaka viðburðum eða öðru því myndefni sem maður vill halda saman. Vel valin tækifærisgjöf. Bókin sem ég fékk á föstudaginn kostar rúma 40 USD hingað komin með öllum sköttum og skyldum. Hún er með 28 myndasíðum og myndum á útsíðum og innsíðum á kápu. Hægt er að skrifa íslenskan texta við myndirnar. Bækur sem gerða eru á vefnum eru kynntar þar og það er því möguleiki að selja þessar bækur ef einhver hefur áhuga. Setti sýnishorn af bókunum inn á síðuna hægra megin.

Fór á jólahlaðborð á Hótel Sögu í gærkvöldi með samstarfsfólki Sigrúnar. Maturinn á Grand hotel var eins og mötuneytismatur samanborið við það sem serverar var á Sögu. Svona eiga jólahlaðborð að vera. Fjöldi exótískra rétta og allir afskaplega góðir. Eftir matinn var söngvasjó sem Hemmi Gunn kynnti. Þar voru Hara systur, Guðrún Gunnars og Bjarni Ara. Þau stóðu sig öll frábærlega. Bjarni er góð tilbreyting frá mörgum öðrum því hann er söngvari en ekki raulari. Guðrún er fín söngkona en þegar hún söng Heyr mína bæn þá áttaði maður sig á því hvað Ellý Vilhjálms hefur verið mikil söngkona. Svo var rúsínan í pylsuendanum, sjálfur kóngurinn. Raggi Bjarna kom í hópinn síðasta klukkutímann og kallinn hefur engu gleymt (nema einstaka textahluta). Hann er flottur orðinn 73 ára gamall. Hemmi tók svo tvö lög í restina og endaði á söng Veiðimannsins úr Rauðhettu. Nördafélaginu í MR hefði líkað að hlusta á það.

föstudagur, desember 07, 2007

Ég, Cowman og Rollin í Forest Hill School

Neil og Börkur voru báðir meðal umsækjanda um að komast í Western States en náðu því miður ekki gegnum lottóið. Alls sóttu um 1300 manns um að komast í hlaupið en einungis 370 verða á startlínunni í vor, þar af rétt um 30 útlendingar. Það er gaman að því að fleiri íslendingar eru farnir að gera atlögu að þessu mikla hlaupi sem er elsta og virtasta 100 mílna hlaup í heimi. Það hófst fyrir tilviljun eins og ýmis önnur mikil hlaup og gaman er að upplifa söguna með þvi að taka þátt í því. Ég sé að bæði Gordy Aingsleigh og Cowman eru með í ár, báðir komnir yfir sextugt. Gordy hljóp hlaupið fyrstur árið 1974 þegar hesturinn hans veiktist í þann mund sem hestaþolreiðin á brautinni var að hefjast.´"Ég hleyp þá helvítis leiðina" sagði Gordy frekar en að hætta við allt saman. "Viltu ekki hafa með þér brauðsneið" sagði nærstaddur áður en Gordy lagði af stað. Hann kom svo til Auburn 23 og hálfri klst síðar og ný íþróttagrein var fædd, 100 mílna hlaup. Cowman var sá næsti sem hljóp leiðina árið eftir en fyrsta formlega hlaupið var ræst árið 1977 og þá lögðu sjö manns af stað. Gordy klárar örugglega en hann hefur lokið því yfir 20 sinnum og oft undir 24 klst. Cowman er hættur að fara lengra en að Forest Hill School sem eru um 100 km. Hann er hins vegar einn af legendunum í hlaupinu sem gaman er að hitta. Það var sérstaklega gaman að upplifa stemminguna í hlaupinu. Um 1300 manns vinna við það og allir jafn kátir og hvetjandi. Þeir vita að þetta er erfitt og hlaupurunum veitir ekki af hvatningunni. Mér fannst mikill munur á WS og Spartathlon hvað þetta varðaði. Enda þótt hitinn geti verið mikill þá tekur hann miklu fyrr af í WS en í Grikklandi. Það er ekki fyrr en upp úr kl. 11 - 12 sem er orðið heitt fyrir alvöru og síðan er farið að kólna um kl. 15. Í Grikklandi var suðupotturinn yfir eldinum frá kl. 9.00 til kl. 19.00. Hvergi skuggi.
Það kemur að því fyrr en síðar að íslendingur stendur í annað sinn á línunni við Squaw Walley og bíður með fiðrildi í maganum eftir haglabyssuskotinu. Það væri gaman að upplifa það aftur.

Ég hef gert dálítið af því að kaupa á Ebay undanfarin ár. Aðallega er það myndavéladót. Verðmunurinn þar og hér heima er oft með ólíkindum en alltaf hefur allt staðist eins og stafur á bók. Nýlega datt mér í hug að skoða hvort maður fyndi hlaupaskó á Ebay. Ég sörfaði eftir Asics skón og það stóð ekki á því að þeir fyndust. Ég bauð í nokkra sem var hægt að fá senda Worldwide, mest til að prufa og sjá hvað þetta kostaði. Ég náði tveimur pörum af Asics skóm. Annað parið kostaði með flutningi um 90 USD og hitt parið um 60 USD. Kostnaður hér heima er um 2500 kr þannig að dýrara parið kostar heim komið um 8.000 kr og það ódýrara að hámarki um 6.000 kr. Mér finnst það ekki vera spurning að kaupa skóna á Ebay eftir þessa reynslu. Þeir dýrustu kosta svipað eins og allra ódýrustu útsöluskór kosta hér og síðan er hægt að fá þá þaðan af ódýrari. Það er hægt að ákveða hámarksverð sem maður vill kaupa skóna á og setja síðan inn slíkt boð á nokkra valkosti. Það kemur svo að því fyrr en síðar að maður nær því að vera hæstur.

Nú um helgina er 24 tíma hlaupið á Bislet í Osló. Það taka rúmlega 100 manns þátt í því. Hlaupinn er 540 m hringur innandyra. Í haust var ég að spökulera í að taka þátt í því en hætti við það. Ég vildi hvíla mig í haust til að geta farið að æfa af fullum krafti undir jólin. Síðan bíður um 9 mánaðaprógram fyrir Spartathlon. Það verður stóra markmið næsta árs. Um síðustu helgi var 24 tíma hlaup innandyra í Helsinki. Þar náðist fínn árangur og fjöldi manns sem hljóp. Þetta er að verða æ vinsælla hlaupaform.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Stefán (þekki marga Stefána)skrifar ágætt komment í framhaldi af því sem ég skrifaði í gær. Ég vil í framhaldi af því skýra mál mitt aðeins betur. Ég veit þekki það mætavel að það hefur ekki verið alltaf verið jafnrétti milli kynjanna hérlendis á liðnum árum og þarf kannski ekki að fara ákaflega langt aftur í tímann til að finna ýmis dæmi þar um. Þau birtust á marga vegu. Þegar ég fór fyrst að vinna í frystihúsi árið 1970 þá voru konurnar á lægri töxtum en karlar. Það var reyndar leiðrétt í næstu kjarasamnngum en svona var þetta. Ég þekki stöðuna í landbúnaðinum eins og hún var þar sem konurnar stóðu fyrir búi og heimili en voru réttlitlar bæði hvað varðaði forsvar fyrir rekstrinum og eignarhald yfir jörðunum og þá ekki síður hvað varðaði félagskerfið. Ég þekki það einnig að það þótti ekki eins sjálfsagt að stelpur færu í nám eins og strákar. Vafalaust hefur víðar verið pottur brotinn í þessum efnum en ég tel það upp sem ég þekki best. Þetta hefur allt breyst vegna þess að tíðarandinn er annar og allir hafa viðurkennt að það fyrirkomulag sem var og sá tíðarandi sem ríkti var ekki sá skynsamlegasti. Hlutirnir breyttust ekki vegna þess að karlarnir væru úthrópaðir sem kúgarar og kvenníðingar heldur áttuðu allir sig á því að tímarnir væru að breytast og menn stóðu saman að því að breyta þjóðfélaginu. Þetta gerðist bæði vegna þess að öflugar og framsæknar konur sóttu eftir breytingum og einnig vegna þess að víðsýnir karlar sáu að hlutirnir voru ekki eins og þeir ættu að vera og hvöttu til breytinga.

Það þótti t.d. á sínum tíma ekki alveg sjálfsagt að konur þjónuðu sem prestar þegar fyrstu konurnar voru prestvígðar en þau viðhorf komu ekkert síður frá konum en körlum. Nú deplar enginn auga yfir því. Þannig má finna fleiri dæmi. Það tekur oft smá tíma að breyta ríkjandi hefðum en reynslan sýnir að það hefur gengið býsna vel hérlendis.
´
Ég fullyrði það að í dag eiga bæði kynin jafna möguleika að sækja sér menntun í skólakerfinu og störf á atvinnumarkaði, bæði hjá opinbera geiranum og í einkageiranum. Konur eru ráðnar og kosnar til æðstu starfa hjá ríki og sveitarfélögum og konur eru ráðnar til allra mögulega áhrifastarfa í einkageiranum. Engu að síður er það fámennur en hávær hópur sem málar sífellt skrattann á vegginn hvað þessi mál varðar í öllum mögulegum og ómögulegum tilvikum. Í þeirri umræðu er eins og ekkert skipti máli nema stjórnarseta í fyrirtækjum á verðbréfaþingi þvi rökin fyrir meintum ójöfnuði á vinnumarkaði eru ætíð sótt í tölfræði um kynjahlutfall í stjórnum þessara fyrirtækja. Því er haldið statt og stöðugt fram að ekkert hafi gerst í jafnréttismálum á liðnum áratugum. Það er hamrað á tommustokksaðferðafræðinni sem þýðir að konur eigi ekki að hafa fyrir hlutunum heldur eigi þær að fá hlutina upp í hendurnar til jafns við karla án þess að þurfa að bera sig eftir því. Jafnréttisiðnaðurinn fjallar aðeins um jafnrétti kynjanna út frá sjónarhóli kvenna en leiðir hugann aldrei að því að það halli á karlmenn í einhverju tilliti. Ég sé til dæmis nú að það er verið að kynna ráðstefnu um hvað borgin getur gert í ofbeldi gagnvart konum. Gott og vel en hvað með ofbeldi gagnvart körlum og börnum. Mér kæmi ekki á óvart án þess að ég viti það nákvæmlega að það verði fleiri karlar en konur fyrir ofbeldi á hverju ári. Ef þetta er rangt hjá mér þá viðurkenni ég vitaskuld staðreyndir.

Ég verð að segja að mér finnst það ekkert skrítið að það missi margir þolimæðina að endingu gagnvart þessari yfirdrifnu síbylju og á það bæði við um konur og karla. Það hefur einkennt þá sem eru öfgafyllstir í þessari umræðu að þeir þola illa gagnrýni. Þeir sem vilja kynna sér slíka hluti betur ættu t.d. að lesa greinar Petru Östergren, sænska feministans, þar sem hún lýsir reynslu sinni af því að vera fryst úti af sænsku feministahreyfingunni vegna þess að hún var ekki sammála þeim um ýmis málefni.

Þeir sem reiða hátt til höggs geta búist við því að það sé tekið á móti þeim. Þá kemur í ljós úr hverju viðkomandi eru gerðir.

Það skal að sjálfsögðu tekið fram að ég þekki vitaskuld mökk af hörkuduglegum konum sem dettur ekki í hug að þær þurfi á neinni sérmeðferð að halda heldur hafa komist þangað sem þær eru á eigin verðleikum og dugnaði og á það bæði við um störf og önnur viðfangsefni. Þar þekkir maður hlaupin einna best. Konurnar þar eru sko aldeilis ekki að biðja um neina sérstöðu heldur keyra áfram á fullu gasi fullar af sjálfstrausti og eru betri en margir karlanna, þar með talinn undirritaður. Þeir sem gerst þekkja til mála fullyrða að konur taki fram úr körlum í vaxandi mæli í ultrahlaupum á komandi áratugum. Það er meðal annars vegna þess að þær hafa hærri sársaukaþröskuld en karlar sem byggist upp með fæðingum barna.

Ég held að ég þurfi að fara að skrifa eitthvað um hlaup, að fer að verða komið nóg af þessari jafnréttisumræðu um sinn.

þriðjudagur, desember 04, 2007

Gestir hlusta á Hrafnsvöku

Það hlaut að koma að því að fólk af báðum kynjum misstu þolimæðina gangvart hinni svokölluðu jafnréttisumræðu. Öfgafullir feministar hafa árum saman dælt gagnrýnislítið yfir almenning röngum fullyrðingum auk allskonar hálfsannleiks sem hefur átt að sannfæra almenningsálitið um að konur á Íslandi séu kúgaðar og undirokaðar af körlum. Misgjörðir glæpamanna hafa blygðunarlaust verið alhæfðar yfir á alla karla: "Karlar nauðga konum", "karlar berja konur". Umræða um meintan launamun kynjanna hefur verið skrumskæld á alla mögulega kanta og ráðist af mikilli grimmd á þá sem hafa reynt að færa umræðuna inn á vitrænt svið. Má taka viðbrögðin við greinum háskólaprófessorana sem dæmi þar um. Síbyljan um hve konur séu undirokaðar og kúgaðar dynur látlaust í fjölmiðlum eins og ég hef stundum farið yfir hér á þessari síðu. Fullyrt er látlaust að ekkert hafi miðað í jafnréttismálum kynjanna hérlendis áratugum saman enda þótt hver venjulegur maður þurfi bara að opna augun til að sjá hvílík fjarstæða það er. Yfirleitt eru rökin sem færð eru þessu til stuðnings niðurstöður úr talningu á fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja á Verðbréfaþingi. Það er hið endanlega markmið sem allt snýst um virðist manni á stundum.

Ég hef í þessari umræðu tekið mið af því hvað ég eigi að segja við mína eigin dóttur. Á ég að þylja yfir henni dag út og dag inn hve konur séu undirokaðar á allan mögulegan hátt af karlafjöndunum eða á ég að segja að konur og karlar hafi jöfn tækifæri í samfélaginu og það sé undir henni sjálfri komið hvernig hún nýti sér þau? Henni standi allar dyr opnar í námi og starfi ef hún haldi vel á sínum spilum. Ég veit með vissu að hinn seinni útgangspunktur er henni hollara vegarnesti út í lífið enda er hann staðreynd.

Þegar öfgafullir feministar gerðu grímulausa tilraun til að ritskoða vinsælasta umræðuþátt landsins og hefta þannig málfrelsi í landinu með því að krefjast þess að tommustokksaðferðinni væri beitt á allar umræður í ríkisfjölmiðlum var mörgu fólki nóg boðið. Þegar ofan í þetta var farið að tala um að nota kynlaus föt á fæðingardeildum var fólki öllu lokið.

Ég held að þeir sem kveinka sér mest undan viðbrögðum almennings þessa dagana ættu að líta í sinn eigin barm og reyna að átta sig á hvað valdi því að orðið feministi er hefur neikvæða merkingu í huga alls almennings og er orðið að skammaryrði í hugum margra.

Hún var áhrifamikil greinin sem konan skrifaði í Moggann á helginni um dvöl frændsystkyna sinna á Kumbaravogi. Ég verð nú að segja að ég vissi ekki um tilvist þessa barnaheimilis þar til fyrir skömmu. Manni fallast eiginlega hendur þegar maður les þetta. Börnum er haldið þarna í fangelsi árum saman og ekki einu sinni leyft að hitta fjölskylduna á stórhátíðum eða við serstök tilefni eins og fermingar. Það fólk sem starfaði í s.k. barnaverndarnefndum á þessum tíma hefur haft vægast sagt skrítinn vinkil á tilveruna. Mál unga mannsins sem fannst látinn í slippnum árið 1985stakk mig sérstaklega vegna þess að ég kynntist hinum stráknum sem hlaut sömu örlög í slippnum vestur á Patró fyrir margt löngu. Ég vissi svo sem ekkert um bakgrunn hans en hann var viðræðugóður og skemmtilegur strákur á margan hátt. Maður sá þó að hann átti við einhverja að stríða en það var svo sem ekki óalgengt á þessum árum að það ylti á ýmsu hjá því fólki sem kom út í þorpin á landsbyggðinni á veturna til að fara á vertíð. Þannig var lífið og maður tók þátt í því og vildi ekki hafa misst af þessum árum fyrir nokkurn mun. Mér finnst að það hljóti að vera skylda stjórnvalda að fara ofan í saumana á þessari umræðu ekkis íst þar sem forstöðumaðurinn situr enn í sínum sessi á Kumbaravogu en hefur nú fengið aðra vistmenn. Ásakanir um að barnaníðingur hafi fengið að mestu að leika lausum hala óátalið á heimilinu er náttúrulega svo svakalegt að það nær ekki nokkru tali. Maður sér af álíka málum erlendis að þar fyrsnast svona mál ekki. Má til dæmis benda á klerka Kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum sem hafa tekið út makleg málagjöld. Einnig má benda á klaustrin þar sem Margaretusysturnar voru á Írlandi sem ég sá mynd um fyrir ekki löngu. Það er svona álíka dæmi eins og Breiðavík og Kumbaravogur.

Ég sá í Mogganum á laugardaginn að það ætti að sýna Syndir feðranna kl. 14.00 vestur í Háskólabíói og hafa umræður á eftir. Ég fór vestur eftir um kl. 15.00 og spurðist fyrir um þetta í miðasölunni og hjá dyraverðinum. Þar kannaðist ekki nokkur maður við eitt eða neitt í þessum dúr svo ég sneri frá. Síðan sé ég að þessi samkoma var í bíóinu á þessum tíma. Þarna vantaði eitthvað í upplýsingaflæðið.

Ég get ekki sagt að ég sé kirkjurækinn maður. Engu að síður set ég mikinn fyrirvara við þann boðskap Siðmenntar og Vantrúar að hreinsa eigi allt sem tengist kirkju og trú út úr grunnskólunum. Ég hef á sinni árum mikinn fyrirvara á því sem kemur frá fólki sem hefur höndlað sannleikann. það fólk gefst aldrei upp, það situr allra lengst á fundum í þeim tilgangi að knýja fram ályktanir og það er ekki hægt að rökræða við það. Mér finnst að það ætti einfaldlega að hafa almennar atkvæðagreiðslur um svona mál og láta meirihlutann ráða. Það er óþolandi að ör - örlítill hópur fólks skuli vera farinn að stjórna ferðinni í málefnum fjöldans. Þessi viðhorf tengjast mjög þeim vandamálum sem hafa sprottið upp í þeim samfélögum nálægum þar sem islamistar hafa sest að. Þar vill lítill minnihluti sveigja meirihlutann undir sinn vilja og sína skoðun. Þar er aldrei gefist upp, aldrei.

sunnudagur, desember 02, 2007

Félagi nr 1 og 2 í Vinafélagi Árneshrepps á Ströndum

Hrafn Jökulsson kynnir stofnskrá Vinafélags Árneshrepps

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að fá tölvupóst frá skáldinu Hrafni Jökulssyni þar sem hann boðaði til útgáfufagnaðar á bók sinni "Þar sem vegurinn endar" í Iðnó í dag. Slík boð er bæði rétt og skylt að þiggja, ekki síst þar sem verið er að kynna góða bók sem er náttúrulega ekki lítils virði á svona dögum. Margt fólk tók hús á Hrafni í dag og var létt yfir fólki. Maður hittir ætíð alltaf einhverja á svona samkomum sem gaman er að spjalla við. Formann ferðamálanefndar Reykjavíkur á árunum 1990 - 1994 hef ég ekki hitt síðan störfum þeirrar ágætu nefndar lauk, hið milda yfirvald iðnaðarmála var á staðnum og síðan skáldið Þorsteinn frá Hamri sem þekkti mig af Hauki bróður. Bókina fékk ég áritaða af höfundi og er þegar búinn að lesa hana. Hún er enn betri við annan lestur. Margar eftirminnilegar frásagnir eru í bókinni, bæði skemmtilegar en einnig sorglegar. Gaman er t.d. að lesa frásögnina af þvi þegar lítill drengur stendur uppi á Grænlandssteininum með ör dregna á streng og skimar hvasseygur á hóp þýskra eldri borgara sem eru í íslandsreisu og leitar af sér allan grun um að Hitler leynist ekki í hópnum. Það höfðu nefnilega borist af því fregnir norður að það væri ekki öruggt um að hann væri eins dauður eins og af var látið.

Hrafn kynnti á fundinum stofnskrá Vinafélag Árneshrepps sem hefur að markmiði að leggja búsetu í sveitarfélaginu lið og freista þess að koma í veg fyrir að búseta leggist af í þessu fámennasta sveitarfélagi á landinu. Í mínum huga eru ekki mörg ráð sem duga í þeim efnum. Vilja stjórnvöld að búseta í Árneshreppi haldist eða er mönnum bara sama. Það ræður úrslitum í þessu efni. Trygg og góð atvinna er það sem öllu máli skiptir fyrir íbúa þessa sveitarfélags og annarra sem eru í áþekkri stöðu.

Einfaldasta leiðin til að styrkja búsetu á stöðum eins og Árneshreppi, Raufarhöfn og annarra þar sem íbúafjöldi hefur verið hraðfari niður á við er að veita íbúum þessara samfélaga aðgang að fiskimiðunum gegn skilyrði um formlega búsetu og lágmarks dvöl í sveitarfélaginu á hverju ári. Búsetu myndi fylgja kvóti sem væri ekki framseljanlegur né hægt að leigja frá sér og honum myndi fylgja löndunarskylda á staðnum. Þetta er byggðaaðgerð sem myndi skipta sköpum fyrir samfélög sem eiga fárra kosta völ. Þegar maður hugsar um allt brottkastið sem hefur viðgengist á miðunum gegnum árin þá virkar það magn fiskjar sem þyrfti til svona aðgerðar ekki mikið.

Ráðherrar byggðamála og sjávarútvegs og landbúnaðar voru báðir á staðnum og skrifuðu fyrstir undir stofnskrá Vinafélags Árneshrepps á Ströndum. Gaman verður að fylgjast með framhaldinu.

Tók 20 km með Vinum Gullu í morgun. Heldur gott veður til hlaupa.

laugardagur, desember 01, 2007

Sperrtur hestur

Vaknaði frekar seint í morgun en náði þó að fara út um kl. 8.00 og hitti Neil og Jóa við brúna. Fórum Kársneshringinn í fínu veðri og tókum tröppurnar og nokkra brekkuspretti. Kom heim eftir rúma 20 km því ýmsu var að sinna. Komum við í Fífunni og húsvörðurinn var svo upprifinn af að sjá okkur að hann mátti halda aftur af sér til að hlaupa ekki frá skyldustörfunum og koma með okkur. Sagðist hafa hlaupið lengi enda var hann léttur á fæti og snöfurlegur að sjá.

Fann í morgun að rauðvín er ekki mjög gott hleðsluefni fyrir morgunhlaup. Það var jólahlaðborð hjá okkur í vinnunni í gærkvöldi á Grandhotel með rauðvínsívafi!! Þeir mega skerpa sig í þjónustunni þar því á barnum þar sem við fengum fordrykkinn var mikill hörgull á sumum tegundum glasa og einnig var lagerinn á barnum ekkert sérstakur. Sum okkar þurftu að bíða langtímum saman eftir að þvottavélin kláraði sitt starf. Slakt af hoteli sem er að lansera sig sem klassahotel. Maður vorkennir starfsfólkinu sem lendir í svona uppákomum.

Um daginn hélt utanríkisráðherra erindi á fundi hjá Félagi Sagnfræðinga. Það var ekki í frásögur færandi utan það hún kynnt á fundinum sem fyrsti utanríkisráðherrann í sögu lýðveldisins sem kynni ensku. Utanríkisráðherra andmælti þessu ekki öðruvísi en svo að hún sagðist þó vera betri í dönsku en ensku. Svona söguskoðun er náttúrulega fásinna. Vitaskuld er það svo að ráðherrar hafa gegnum tíðina verið misjafnlega vel mæltir á erlendar tungur. Það þarf hins vegar ekki að fara lengra aftur en í ráðherratíð Jóns Baldvins og Steingríms Hermannssonar að finna fyrirtaks enskumenn. Jón Baldvin hélt svo innblásnar ræður á alþjóðavettvangi um ágæti evrópusamvinnunnar að eftir var tekið. Steingrímur bjó árum saman í Bandaríkjunum á sínum námsárum og þar á eftir og talar fyrirtaks ensku. Maður gæti skilið að svona löguðum fullyrðingum væri slegið fram hjá einhverjum kjaftaklúbbi en að forsvarsmenn Félags Sagnfræðinga séu ekki betur að sér í samtímasögu er klár falleinkunn.

Það voru tvær athyglisverðar greinar í morgunblöðunum í dag. Sá prúði piltur Þorsteinn J. segir skoðun sína umbúðalaust á tölfræðiarmi feminista sem vill takmarka málfrelsi og innleiða ritskoðun í samfélaginu. Útsýnisturninn í því verki er náttúrulega sú þúfa sem þær standa á prívat og persónulega.

Í annan stað skrifar þingfréttamaður Moggans varnarpistil fyrir þingmanninn sem vill klæða nýfædd börn í föt sem hlutgera kynin ekki og rannsóknastofa í kynjafræði gúdderar. Ég hélt í fávisku minni að hlutverk þingfréttaritara hjá fjölmiðlum eins og Mogganum væri að skýra hlutlaust frá því hvað er mest spennandi að gerast á Alþingi hverju sinni en ekki að bregðast til varnar fyrir flokkssystkyni sín í pólitískri umræðu í pistlum sínum frá Alþingi.

Það er fagnaðarefni að umræða um hugarheim islamista hefur farið vaxandi hérlendis á seinni tímum. Nú síðast berast fréttir af því að þeir hafi æst óupplýstan múginn í Súdan svo upp að hann flykkist um götur og torg með kröfuna að kennslukonan sem nefndi bangsann Múhameð verði skotin með það sama. Ef maður hefði sagt frá svona uppákomum eða öðrum álíka þá væri maður sagður ljúga og vera með illgirnislegar skítabombur á aðra trúarhópa. Þegar frásagnir frá þessu koma aftur á móti í fjölmiðlum þá geta menn ekki annað en trúað þessu. Sama gildir um stúlkuna í Sádí Arabíu sem á að fá 200 svipuhögg fyrir að hafa verið nauðgað. Þótt svo að þessar frásagnir eigi uppruna sinn vegna atburða í fjarlægum löndum þá verða menn að horfast í augu við þá staðreynd að þeim sem aðhyllast íslamska öfgastefnu fer sífellt fjölgandi í nágrannalöndum okkar, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Hún er nefnilega ekki svo langt undan.

Rétt er að minna á það í þessu sambandi að Þórbergur Þórðarson var á sínum tíma dæmdur sekur fyrir að tala óvirðulega um nazista.