Stutt var farið í kvöld. Fór þó fyrst á leik Víkings og FH í Krikanum. Víkingur tapaði með fjórum mörkum með aðstoð dómaranna (þetta segi ég ekki oft). Þegar heim var komið fór ég að ganga frá skattframtölunum þannig að það voru ákveðin atriði í forgangi í kvöld önnur en langhlaup.
Fréttir í kvöld komu inn á að andúð ungmenna á innflytjendum hefði aukist frá því að slík könnun var síðast gerð. Félagsfræðiliðinu kom þetta á óvart eftir því sem sagði í fréttunum en nú þyrfti eitthvað að fara að gera. Fræðsla skyldi það vera og byrja í leikskólanum. Umræðan hefur að mínu mati verið afar sjálfhverf fram til þessa og fjallað fyrst og fremst um fjölmenningarsamfélag, taka vel á móti innflytjendum og vera kurteis og þolimóð við nýbúa. Ég sé ekki annað en að þróunin hérlendis sé á góðri leið með að feta í kjölfar þess sem hún hefur verið á öðrum norðurlöndum. Þó má segja að við erum þó betur staddir en nágrannalöndin vegna þess að stærstur hluti innflytjenda hérlendis er vinnandi fólk. Því er töluvert á annan veg farið sérstaklega í Svíþjóð og Danmörku. Í þessari umræðu hefur alveg gleymst að ræða nema eina hlið málsins, þ.e. sem snýr að heimamönnum. Það er talað um að þeir sem fyrir eru í landinu eigi að sýna kurteisi og skilning. Að mínu mati má ekki gleyma því að það þarf einnig að gera kröfur til þess fólks sem flytur til nýs lands. Ég þekki nokkuð vel til í Skandinavíu og veit að fjöldi innflytjenda foraktar og fyrirlítur það þjóðfélag sem það býr í, en býr þar samt sem áður og notar sér allt það í samfélaginu sem hægt er að hafa gagn af.
Ég heyrði nýlega að það væri hætt að hafa svínakjöt í hádegismat Austurbæjarskólanum. Þetta líkar mér illa. Það er orðið alvanalegt í Danmörku að svínakjöt er ekki framreitt í mötuneytum þar í landi en svínakjöt var um áratugi ein af aðalútflutningsvörum dana. Þetta er dæmi um þróun sem er kjörin til að espa upp andúð heimafólks á innflytjendum. Þeir sem fyrir eru í landinu eiga ekki að þurfa að beygja sig í duftið og breyta siðum sínum og venjum til að þóknast þeim sem flytja til landsins. Það er þeirra sem eru að flytja til nýrra landa að aðlaga sig að venjum og siðum móttökulands, læra mál þess og gera hvað hægt er til að falla inn í samfélagið. Það þýðir ekki að gera kröfur bara á annan veginn.
miðvikudagur, mars 30, 2005
þriðjudagur, mars 29, 2005
Frí í dag, þriðjudag. Er með smá leiðindi í hægra hnénu sem líklega stafar frá parkettlagningu gærdagsins. Það hlýtur að jafna sig fljótt.
Lítið er að gerast í umhverfinu. Er ekki búinn að jafna mig að fullu á greinaskrifum og auglýsingum í blöðum yfir páskana sem varða fréttastofu útvarpsins. Mér fannst fréttastofan falla á öllum prófum þegar fréttamenn sjanghæjuðu henni til að fyglja eftir eigin metnaði. Mér finnst það síðan ekki bera vott um mikla fagmennsku hvernig starfsmenn útvarpsins létu persónulega óánægju með ráðningamál fréttastjórans bitna á saklausum áheyrendum og lögþvinguðum greiðendum afnotagjalda með allskonar viðtölum og pistlum sem voru vægast sagt vilhallir þeirra málstað. Ég gæti síðan farið yfir það hve vel "fagfólkið" á fréttastofunni hefur sinnt umfjöllun um málefni blaðbera Fréttablaðsins sem ég hef verið að reyna að vekja athygli á síðustu misserin. Nóg um þetta að sinni.
Lítið er að gerast í umhverfinu. Er ekki búinn að jafna mig að fullu á greinaskrifum og auglýsingum í blöðum yfir páskana sem varða fréttastofu útvarpsins. Mér fannst fréttastofan falla á öllum prófum þegar fréttamenn sjanghæjuðu henni til að fyglja eftir eigin metnaði. Mér finnst það síðan ekki bera vott um mikla fagmennsku hvernig starfsmenn útvarpsins létu persónulega óánægju með ráðningamál fréttastjórans bitna á saklausum áheyrendum og lögþvinguðum greiðendum afnotagjalda með allskonar viðtölum og pistlum sem voru vægast sagt vilhallir þeirra málstað. Ég gæti síðan farið yfir það hve vel "fagfólkið" á fréttastofunni hefur sinnt umfjöllun um málefni blaðbera Fréttablaðsins sem ég hef verið að reyna að vekja athygli á síðustu misserin. Nóg um þetta að sinni.
Gekk á Esjuna í kvöld. Lagði af stað frá Mógilsá umkl 21.30 þegar var orðið vel dimmt, enda var leikurinn til þess gerður. Nú skyldi nýja höfuðljósið prufað við almennilegar aðstæður. Ég fór upp austan til en ég hef fram til þessa ætíð farið beint af augum. Þarna er hins vegar betri stígur en lengri. Ljósið var mjög gott og lýsti stíginn vel upp en hann er ósléttur og grýttur á köflum eins og allir vita sem til þekkja. Gönguferðin gekk mjög vel og ég fór langleiðina upp að steini en þá var þokan orðin svo dimm að ég sá varla niður á lappirnar á mér. Ég sneri þá við frekar en að lenda í einhverju rugli. Á leiðinni fór maður að hugsa um gullaldarbókmenntir eins og Baskervillhundinn og annað álíka, en ekkert í þeim dúr kom út úr þokunni. Ég var 40 mínútur upp og 30 mínútur niður. Það gekk bara vel að skokka undan hallanum þar sem fært var því ljósið lýsti það vel. Það fær því fararleyfi vestur. Næst þarf að átta sig á hver lengi batteríin duga því í WS er hlaupið í myrkri í 5 - 6 klst. Samtals er í WS farið sem svarar ca 9 sinnum upp Esjuna og 10 sinnum niður. Nú verður maður að fara að keyra markvisst á hana í björtu sem í myrkri. Þvílíkur lúxus að hafa svona æfingaleið í seilingarfjarlægð.
Fylgdist með undarlegri umræðu í kastljósinu í kvöld. Umræðan átti að fjalla um málefni fanga en þar fengu tveir glæpamenn að fimbulfamba um það sem þeim fannst vera illa farið með sig af hálfu yfirvalda á hrauninu. Mín skoðun er að tilgangurinn með því að loka glæpamenn inni sé fyrst og fremst verið að vernda samfélagið gagnvart þeim. Ég get bara ekki tekið undir það að það eigi að setja í forgang einhverjar kröfur sem dópsalar, barnaníðingar og morðingjar setja fram um réttindi sín á meðan á refsivist stendur. Mér finnst að það hefði ekki síður mátt tala við einhvern úr þeim fjölskyldum sem viðkomandi einstaklingar hafa stórskaðað eða jafnvel eyðilagt fyrir lífstíð jafnframt því sem glæpamennirnir fengu að láta móðan mása.
Ég kom til Nýfundalands og Nova Scotia fyrir nokkrum árum. Maður greip í blöðin þar eins og gengur til að sjá hvað væri í umræðunni í samfélaginu. Fyrir tilviljun var mikil umræða um fangelsismál þá stundina. Myndum úr kvennafangelsi hafði verið smyglað út. Þær sýndu meðal annars ákveðinn kvenfanga í glaðværu samkvæmi, uppáklæddan við veisluborð og við fleiri tækifæri við aðstæður sem margir settu spurningarmerki við. Þessi manneskja sat inni fyrir að myrða yngri systur sína á viðurstyggilegan hátt sem ég ætla ekki að lýsa hér í smáatriðum. Kanadamenn urðu brjálaðir og vildu fá að vita hvort fangelsin væru orðin að þægilegum hressingarhælum eða til hvers þau væru yfirleitt. Svíar hafa lengi gengið á undan öðrum þjóðum með að það eigi að nota fangelsin til að endurhæfa fangana, kenna þeim, byggja þá upp og láta þá fara í helgarfrí. Svo mikil áhersla er lögð á þetta að það virðist sem svo að sjálf fangelsunin sé orðin að aukaatriði. Ég les sænsku blöðin oft á netinu. Það líður varla sá mánuður sem sænska löggan er ekki að elta stórglæpamenn sem strjúka úr fangelsun. Þá er ekki verið að tala um einhverja sjoppuþjófa heldur meðal annars fjöldamorðingja, margfalda lögreglumorðingja og sálsjúka kynferðisglæpamenn sem dæmdir hafa verið í æfilangt fangelsi. Sænski fangelsismálaráðherrann er orðinn mjög valtur í sessi vegna þessa ástands. Miðað við umræðuna í kastljósinu í kvöld dettur manni helst í hug að maður eigi eftir að sjá fangana á Hrauninu í 1. maí göngu með kröfuspjöld einhvert árið.
Þessi umræða er mér kannski frekar ofarlega í sinni vegna þess að Sigrún lenti í vopnuðu ráni í apótekinu fyrr í vetur. Þar rændu tveir glæpamenn peningum og lyfjum og hótuðu starfsfólkinu með hnífum. Hvað ef þeir hefðu beitt vopnunum og drepið einhvern við ránið eins og gerðist t.d. þegar bensínstöðin í Stóragerðinu var rænd hér um árið. Ætti maður svo að þurfa að horfa upp á viðkomandi í sjónvarpinu að tala um einhver réttindi á meðan á afplánun dómsins stæði? Takk fyrir kærlega.
Fylgdist með undarlegri umræðu í kastljósinu í kvöld. Umræðan átti að fjalla um málefni fanga en þar fengu tveir glæpamenn að fimbulfamba um það sem þeim fannst vera illa farið með sig af hálfu yfirvalda á hrauninu. Mín skoðun er að tilgangurinn með því að loka glæpamenn inni sé fyrst og fremst verið að vernda samfélagið gagnvart þeim. Ég get bara ekki tekið undir það að það eigi að setja í forgang einhverjar kröfur sem dópsalar, barnaníðingar og morðingjar setja fram um réttindi sín á meðan á refsivist stendur. Mér finnst að það hefði ekki síður mátt tala við einhvern úr þeim fjölskyldum sem viðkomandi einstaklingar hafa stórskaðað eða jafnvel eyðilagt fyrir lífstíð jafnframt því sem glæpamennirnir fengu að láta móðan mása.
Ég kom til Nýfundalands og Nova Scotia fyrir nokkrum árum. Maður greip í blöðin þar eins og gengur til að sjá hvað væri í umræðunni í samfélaginu. Fyrir tilviljun var mikil umræða um fangelsismál þá stundina. Myndum úr kvennafangelsi hafði verið smyglað út. Þær sýndu meðal annars ákveðinn kvenfanga í glaðværu samkvæmi, uppáklæddan við veisluborð og við fleiri tækifæri við aðstæður sem margir settu spurningarmerki við. Þessi manneskja sat inni fyrir að myrða yngri systur sína á viðurstyggilegan hátt sem ég ætla ekki að lýsa hér í smáatriðum. Kanadamenn urðu brjálaðir og vildu fá að vita hvort fangelsin væru orðin að þægilegum hressingarhælum eða til hvers þau væru yfirleitt. Svíar hafa lengi gengið á undan öðrum þjóðum með að það eigi að nota fangelsin til að endurhæfa fangana, kenna þeim, byggja þá upp og láta þá fara í helgarfrí. Svo mikil áhersla er lögð á þetta að það virðist sem svo að sjálf fangelsunin sé orðin að aukaatriði. Ég les sænsku blöðin oft á netinu. Það líður varla sá mánuður sem sænska löggan er ekki að elta stórglæpamenn sem strjúka úr fangelsun. Þá er ekki verið að tala um einhverja sjoppuþjófa heldur meðal annars fjöldamorðingja, margfalda lögreglumorðingja og sálsjúka kynferðisglæpamenn sem dæmdir hafa verið í æfilangt fangelsi. Sænski fangelsismálaráðherrann er orðinn mjög valtur í sessi vegna þessa ástands. Miðað við umræðuna í kastljósinu í kvöld dettur manni helst í hug að maður eigi eftir að sjá fangana á Hrauninu í 1. maí göngu með kröfuspjöld einhvert árið.
Þessi umræða er mér kannski frekar ofarlega í sinni vegna þess að Sigrún lenti í vopnuðu ráni í apótekinu fyrr í vetur. Þar rændu tveir glæpamenn peningum og lyfjum og hótuðu starfsfólkinu með hnífum. Hvað ef þeir hefðu beitt vopnunum og drepið einhvern við ránið eins og gerðist t.d. þegar bensínstöðin í Stóragerðinu var rænd hér um árið. Ætti maður svo að þurfa að horfa upp á viðkomandi í sjónvarpinu að tala um einhver réttindi á meðan á afplánun dómsins stæði? Takk fyrir kærlega.
mánudagur, mars 28, 2005
Hefðbundinn túr á sunnudagsmorgun. Fór niður í Laugar í góðu veðri og þaðan var farið vestur í bæ. Dágóður hópur var mættur. Guðmann og Sveinn voru að fara rólegt hlaup eftir erfiða æfingu gærdagsins því þeir mæta til Rotterdam eftir tvær vikur og þá skal uppskorið eftir miklar æfingar síðustu mánaða. Gaman verður að fylgjast með hvernig þeim gengur því þeir eru til alls líklegir. Bryndís vakti máls á Two Oceans hlaupinu í Suður Afríku en það var haldið í gær með 20 þúsund þátttakendum. Hún og Úlfar eru að plana þátttöku í því á næsta ári og eru að spana fleiri til að koma með. Það er 55 km langt og hlaupið er milli úthafa. Gaman að láta sig dreyma. Fór út á gamlárshlaupssnúninginn og svo heim sem gerir um 24 km. Hitti bæði Halldór og Pétur á leiðinni til baka. Halldór fór 38 km í gær og var hinn léttasti. Síðustu 10 dagar hafa verið mjög góðir og ég finn að styrkurinn hefur aukist og kílóunum fækkað. Fín helgi að baki.
Dagurinn í gær var annars tíðindalítill. Hann leið við bókalestur og sjónvarpsgláp þar til leið á daginn en stórfjölskyldan kom í mat í gærkvöldi. Horfðum á stórskemmtilega mynd úr Austurdal í Sakagafirði. Gaman þegar maður sér svona orginal myndir í sjónvarpinu í stað þessa rusls sem alltof mikið er af, bæði innlendu sem erlendu.
Dagurinn í gær var annars tíðindalítill. Hann leið við bókalestur og sjónvarpsgláp þar til leið á daginn en stórfjölskyldan kom í mat í gærkvöldi. Horfðum á stórskemmtilega mynd úr Austurdal í Sakagafirði. Gaman þegar maður sér svona orginal myndir í sjónvarpinu í stað þessa rusls sem alltof mikið er af, bæði innlendu sem erlendu.
laugardagur, mars 26, 2005
Fórum fínan túr í morgun. Pétur hvíldi sig en í staðinn kom Sigmundur austan af Selfossi með okkur Halldóri. Við fórum sem leið lá fyrir Kársnes, yfir Garðabæinn og niður að Hrafnistu og þaðan inn bryggjuhverfið í Hafnarfirði að Suðurbæjarlauginni. Nokkur mótvindur var mest alla leiðina en það batnaði þegar við snerum við. Síðan var farið heim í gegnum Garðabæinn og Smáralindina, upp Kópavogströppurnar og svo skildu leiðir í Fossvoginum. Þetta gerði samtals 32 km í góðu óg hlýju veðri. Sáralítil rigning var en ég hafði verið hræddur um að hún yrði til leiðinda. Sigmundur er að búa sig undir Boston maraþonið og þetta var síðasta langa æfing hans áður en niðurtalningin hefst. Hann er búinn að vinna vel í hraðanum í vetur og verður gaman að sjá hvernig honum gengur. Ef dagsformið verður gott er allt til hjá honum.
Dagurinn var annars tíðindalítill. Horfði áfram á samoræjana 7. Þetta er um 3ja tíma mynd svo hún er ekki búin strax. Verður alltaf betri og betri eftir því sem lengra líður á hana. Japanarnir hlaupa alltaf til og frá en ganga ekki og síðan öskra þeir hver á annan í stað þess að tala. Gríðarlegur munur er að hafa talið á japönsku heldur en á ensku eins og farið er að hafa á mörgum myndum frá málsvæðum þar sem enska er ekki daglegt mál. Horfði t.d.
á Píanóleikarann í sjónvarpinu í gærkvöldi. Í myndinni sem gerist í Varsjá töluðu innfæddir ensku sín á milli og rússarnir töluðu ensku þegar þeir hertóku borgina í stríðslok. Það brá þó fyrir að einstaka þjóðverji talaði þýsku. Myndin var annars mjög góð þó málið truflaði. Hún virkaði sérstaklega á mig þar sem ég fer til Kraká eftir um 3 vikur og þá förum við meðal annars í ferð til Auswich útrýmingastöðvanna. Ég hef aldrei komið á þær slóðir fyrr.
Úrslitin í leiknum við Króatíu voru eftir bókinni. Þeir hefðu þó átt að sleppa því að fá fjórða markið á sig.
Dagurinn var annars tíðindalítill. Horfði áfram á samoræjana 7. Þetta er um 3ja tíma mynd svo hún er ekki búin strax. Verður alltaf betri og betri eftir því sem lengra líður á hana. Japanarnir hlaupa alltaf til og frá en ganga ekki og síðan öskra þeir hver á annan í stað þess að tala. Gríðarlegur munur er að hafa talið á japönsku heldur en á ensku eins og farið er að hafa á mörgum myndum frá málsvæðum þar sem enska er ekki daglegt mál. Horfði t.d.
á Píanóleikarann í sjónvarpinu í gærkvöldi. Í myndinni sem gerist í Varsjá töluðu innfæddir ensku sín á milli og rússarnir töluðu ensku þegar þeir hertóku borgina í stríðslok. Það brá þó fyrir að einstaka þjóðverji talaði þýsku. Myndin var annars mjög góð þó málið truflaði. Hún virkaði sérstaklega á mig þar sem ég fer til Kraká eftir um 3 vikur og þá förum við meðal annars í ferð til Auswich útrýmingastöðvanna. Ég hef aldrei komið á þær slóðir fyrr.
Úrslitin í leiknum við Króatíu voru eftir bókinni. Þeir hefðu þó átt að sleppa því að fá fjórða markið á sig.
föstudagur, mars 25, 2005
Frídagur í dag, föstudag. Var meðal annars að hjálpa til við að mála íbúð sem tengdaforeldrarnir eru að kaupa.
Las nýlega bókina Hvíti risinn sem þeir feðgar Ólafur Örn og Haraldur skrifuðu um aðdraganda göngunnar yfir Grænlandsjökul og um gönguna sjálfa. Sat fram á nótt og dreypti á góðu viskíi með lestrinum og gat ekki hætt fyrr en hún var búin. Ég las bókina fyrir nokkrum árum en fannst mjög gaman að fara aftur yfir hana. Þetta var ekki fyrsta ferð íslendings yfir jökulinn en íslendingar höfðu ekki gengið yfir Grænlandsjökul áratugum saman þar til þeir félagar Ólafur, Haraldur og Ingþór lögðu í hann. Síðan hafa fjórar íslenskar konur farið yfir hann og þar á meðal hún Þórey Gylfadóttir sem hlaupafólk þekkir að miklum dugnaði. Það er tvennt sem ég horfi sérstaklega á í bók Ólafs. Það fyrsta er hvernig hann lýsir því þegar hann gefst upp göngu á Hvannadalshnjúk!!!, 39 ára gamall, sökum úthaldsleysis og mörsöfnunar. Slagurinn við að koma sér í form á nýjan leiki var nokkur en gekk furðu vel, enda byggði hann á góðum merg. Síðan er þetta að þegar hann er kominn á fimmtugsaldur fær hann Grænlandsveikina og fer í alvöru að velta fyrir sér að ganga yfir Grænlandsjökul. Það var ekki í lítið ráðist. Það sem maður horfir síðan mest á úr göngunni sjálfri er hinn andlegi styrkur sem verður að vera til staðar við slíkar aðstæður. Þegar þeir voru búnir að berjast áfram í 10 daga og liggja dögum saman í tjaldi í manndrápsveðri, þá eru þeir komnir 80 km og eiga um 600 km eftir. Þá var ansi langt í land. Einu sinni þurftu þeir að liggja algallaðir í 20 klst upp í tjaldið vindmegin til að forða því að það tættist í sundur undan brjáluðu veðri. Að græja sig með alla hluti í 20 - 30 stiga frosti og oft stífum vindi vikum saman er ekki einfalt og ekki á allra færi. Ég á einnig bókina sem segir frá Suðurskautsför þeirra þremenninga , bókina sem segir frá för Haraldar á Norðurskautið svo og bókina um Everestför þremenningana Björns, Einars og Hallgríms. Allt saman eru þetta frásagnir af miklum þrekvirkjum sem eru einungis á færi líkamlegra og andlegra afreksmanna.
Byrjaði í dag að horfa á Samuræjana sjö eftir Kurusava. Hún er skemmtileg.
Las nýlega bókina Hvíti risinn sem þeir feðgar Ólafur Örn og Haraldur skrifuðu um aðdraganda göngunnar yfir Grænlandsjökul og um gönguna sjálfa. Sat fram á nótt og dreypti á góðu viskíi með lestrinum og gat ekki hætt fyrr en hún var búin. Ég las bókina fyrir nokkrum árum en fannst mjög gaman að fara aftur yfir hana. Þetta var ekki fyrsta ferð íslendings yfir jökulinn en íslendingar höfðu ekki gengið yfir Grænlandsjökul áratugum saman þar til þeir félagar Ólafur, Haraldur og Ingþór lögðu í hann. Síðan hafa fjórar íslenskar konur farið yfir hann og þar á meðal hún Þórey Gylfadóttir sem hlaupafólk þekkir að miklum dugnaði. Það er tvennt sem ég horfi sérstaklega á í bók Ólafs. Það fyrsta er hvernig hann lýsir því þegar hann gefst upp göngu á Hvannadalshnjúk!!!, 39 ára gamall, sökum úthaldsleysis og mörsöfnunar. Slagurinn við að koma sér í form á nýjan leiki var nokkur en gekk furðu vel, enda byggði hann á góðum merg. Síðan er þetta að þegar hann er kominn á fimmtugsaldur fær hann Grænlandsveikina og fer í alvöru að velta fyrir sér að ganga yfir Grænlandsjökul. Það var ekki í lítið ráðist. Það sem maður horfir síðan mest á úr göngunni sjálfri er hinn andlegi styrkur sem verður að vera til staðar við slíkar aðstæður. Þegar þeir voru búnir að berjast áfram í 10 daga og liggja dögum saman í tjaldi í manndrápsveðri, þá eru þeir komnir 80 km og eiga um 600 km eftir. Þá var ansi langt í land. Einu sinni þurftu þeir að liggja algallaðir í 20 klst upp í tjaldið vindmegin til að forða því að það tættist í sundur undan brjáluðu veðri. Að græja sig með alla hluti í 20 - 30 stiga frosti og oft stífum vindi vikum saman er ekki einfalt og ekki á allra færi. Ég á einnig bókina sem segir frá Suðurskautsför þeirra þremenninga , bókina sem segir frá för Haraldar á Norðurskautið svo og bókina um Everestför þremenningana Björns, Einars og Hallgríms. Allt saman eru þetta frásagnir af miklum þrekvirkjum sem eru einungis á færi líkamlegra og andlegra afreksmanna.
Byrjaði í dag að horfa á Samuræjana sjö eftir Kurusava. Hún er skemmtileg.
Var að hugsa um að taka hlaup í morgun þegar blaðaútburðinum lauk en nennti því síðan ekki. Veðrið var eins og best var á kosið, hlytt og logn. Ég sá það svo seinni part dagsins að það hefði berið betra að taka hring um morguninn því það fór að hvessa þegar leið á daginn. Um kvöldmat fór að rigna drjúgt svo mér leist ekkert á að ég kæmist fyrirhugaðan túr. En um kl. 2200 leit ég út og þá var komið hið besta veður svo ég dreif mig af stað og tók texta dagsins, 16 km. Það var ansi stífur mótvindur alla leið inn fyrir Fáksvöll en við brúna við Breiðholtsbraut fékk maður vindinn í bakið og allt varð léttara. Missti af beinni útsendingu af hingaðkomu Fishers en hvað með það, aðalatriðið er að kallgreyið sé laus úr steininum. Náði settu marki sem var að hlaupa nær 140 km á sex dögum. Það er lengsta vika sem ég hef nokkru sinni hlaupið. Ég finn ekkert fyrir þessu, ég fer yfirleitt heldur rólega enda er ekki markmiðið að setja hraðamet heldur að fara sem lengst. Þetta þýðir að ég er að hlaupa í 14 - 15 klst á þessum tíma. Sá um daginn á disknum sem ég fékk um WS100 að sigurvegarinn Scott Jurek er að hlaupa upp í 25 klst á viku, enda gerir hann varla mikið annað.
Prófaði höfuðljós sem ég er nýbúinn að fá mér. Það kom vel út, er kannski í þyngsta lagi en það logar líklega nokkuð lengi á því. Fór Hattinn eins og vanalega og ljósið kom vel út á stígum.
Þegar maður er að hlaupa svona einn er mjög gott að hlusta á útvarp. Vandræðin eru hinsvegar að það er ekki alltaf neitt sérstaklega skemmtilegt sem maður getur gengið að til að hlusta á. Ég sakna Skonrokks og Stjörnunnar, þar gat maður gengið að góðu lagavali. Ég hlusta aldrei á Bylgjuna nema fréttir, mér finnst hún yfirleitt svo leiðinleg. Rás tvö er mjög misjöfn, stundum í lagi en oft hundleiðinleg. Oft verður þrautalendingin að hlusta á Útvarp Latabæ, þar eru þó yfirleitt lög sem renna hæfilega áreynslulaust í gegn.
Prófaði höfuðljós sem ég er nýbúinn að fá mér. Það kom vel út, er kannski í þyngsta lagi en það logar líklega nokkuð lengi á því. Fór Hattinn eins og vanalega og ljósið kom vel út á stígum.
Þegar maður er að hlaupa svona einn er mjög gott að hlusta á útvarp. Vandræðin eru hinsvegar að það er ekki alltaf neitt sérstaklega skemmtilegt sem maður getur gengið að til að hlusta á. Ég sakna Skonrokks og Stjörnunnar, þar gat maður gengið að góðu lagavali. Ég hlusta aldrei á Bylgjuna nema fréttir, mér finnst hún yfirleitt svo leiðinleg. Rás tvö er mjög misjöfn, stundum í lagi en oft hundleiðinleg. Oft verður þrautalendingin að hlusta á Útvarp Latabæ, þar eru þó yfirleitt lög sem renna hæfilega áreynslulaust í gegn.
miðvikudagur, mars 23, 2005
Fór hefðbundinn 16 km hring seinnipartinn í dag þegar ég kom heim úr vinnunni. Spáin var ekki góð svo ég notaði tækifærið á meðan veðrið var skaplegt. Það var nokkur strekkingur en hlýtt. Finn að ég er orðinn aðeins þreyttari enda hlaupið upp á hvern dag frá marsmaraþoni. Reikna með að taka frídag á föstudaginn. Þetta er allt með ágætum og eftir bókinni. Veit ekki hvort ég kemst með utanvegahlaupafélaginu í fyrramálið, enda nenni ég varla ef veðrið verður leiðinlegt.
Sá á WS 100 vefnum að það hafði kyngt niður snjó í Squaw Valley um og fyrir helgina. Snjóþykktin er reyndar einungis aðeins yfir meðallagi svo þetta á að vera allt í lagi. Eitt árið var gríðarleg úrkoma svo að það var snjór yfir öllu þegar hlaupið fór fram og upp var komið. Ég held að hlaupararnir hafi þurft að hlaupa yfir 30 km í snjó. Tími besta manns var um 2 klst lakari en venjulega og aldrei féllu eins margir úr keppni og þá. Nóg er nú samt svo þetta bætist ekki við. Ég held að úr þessu verði allt í lagi því það fer greinilega yfirleitt að hlána í aprílbyrjun. Fyrir 15 árum var ég í Kanada um þetta leyti, í Klondyke héruðunum við Whitehorse. Við komum þangað í 30 gráðu frosti en það hlýnaði um ca 35 gráður á þeirri viku sem við vorum þarna og vorið var komið þegar við fórum.
Heyri að ýmsum finnst óþarfi að Alþingi hafi gengið í mál Fishers og leyst það. Mér finnst að kallinn skipi það stóran sess í íslandssögunni að fyrst mögulegt var að forða honum frá því að rotna í bandarísku fangelsi þá var það hárrétt ákvörðun. Sú gríðarlega skákvakning sem átti sér stað á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum á rætur sínar að rekja til einvígis Fishers og Spassky. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að Ísland, þetta örlitla þjóðfélag, eigi flesta stórmestara allra þjóða á Norðurlöndum. Kjúklingarnir á þingi hefðu átt að hafa manndóm í sér til að greiða atkvæði á móti þessu frekar en að sitja hjá, sem er aumingjalegasta afstaðan að mínu mati, fyrst þau gátu ekki stutt frumvarpið. Ég skil vel að kallinn sé orðinn önugur og úrillur.Hver væri það ekki í hans sporum.
Horfði á 2. flokk Víkings tapa 3 - 4 fyrir Leiftri niður í Laugardal í kvöld. Leiðinlegt veður var og setti það sinn svip á leikinn. Ég var liðsstjóri 2. flokks í fyrra og hef gaman að fylgjast með strákunum, hvernig þeir hafa þroskast og tekið framförum. Greinilegt vanmat var á ferðinni hjá þeim í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra.
Sá á WS 100 vefnum að það hafði kyngt niður snjó í Squaw Valley um og fyrir helgina. Snjóþykktin er reyndar einungis aðeins yfir meðallagi svo þetta á að vera allt í lagi. Eitt árið var gríðarleg úrkoma svo að það var snjór yfir öllu þegar hlaupið fór fram og upp var komið. Ég held að hlaupararnir hafi þurft að hlaupa yfir 30 km í snjó. Tími besta manns var um 2 klst lakari en venjulega og aldrei féllu eins margir úr keppni og þá. Nóg er nú samt svo þetta bætist ekki við. Ég held að úr þessu verði allt í lagi því það fer greinilega yfirleitt að hlána í aprílbyrjun. Fyrir 15 árum var ég í Kanada um þetta leyti, í Klondyke héruðunum við Whitehorse. Við komum þangað í 30 gráðu frosti en það hlýnaði um ca 35 gráður á þeirri viku sem við vorum þarna og vorið var komið þegar við fórum.
Heyri að ýmsum finnst óþarfi að Alþingi hafi gengið í mál Fishers og leyst það. Mér finnst að kallinn skipi það stóran sess í íslandssögunni að fyrst mögulegt var að forða honum frá því að rotna í bandarísku fangelsi þá var það hárrétt ákvörðun. Sú gríðarlega skákvakning sem átti sér stað á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum á rætur sínar að rekja til einvígis Fishers og Spassky. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að Ísland, þetta örlitla þjóðfélag, eigi flesta stórmestara allra þjóða á Norðurlöndum. Kjúklingarnir á þingi hefðu átt að hafa manndóm í sér til að greiða atkvæði á móti þessu frekar en að sitja hjá, sem er aumingjalegasta afstaðan að mínu mati, fyrst þau gátu ekki stutt frumvarpið. Ég skil vel að kallinn sé orðinn önugur og úrillur.Hver væri það ekki í hans sporum.
Horfði á 2. flokk Víkings tapa 3 - 4 fyrir Leiftri niður í Laugardal í kvöld. Leiðinlegt veður var og setti það sinn svip á leikinn. Ég var liðsstjóri 2. flokks í fyrra og hef gaman að fylgjast með strákunum, hvernig þeir hafa þroskast og tekið framförum. Greinilegt vanmat var á ferðinni hjá þeim í kvöld og það kann ekki góðri lukku að stýra.
þriðjudagur, mars 22, 2005
Fór hefðbundinn 16 km hring í kvöld. Létt rennsli og þægilegt. Spáin er ekki nógu góð fyrir tvo næstu daga en vona að ég geti tekið sama rúnt fram á fimmtudag. Sigmundur á Selfossi hringdi í dag. Hann er að taka síðasta langa hlaup á laugardaginn áður en niðurtalningin fyrir Boston byrjar og hann var að spökulera í að koma með okkur á laugardaginn. Pétur er á sama róli og Sigmundur og er einnig á leið til Boston. Nú fer útrásin að byrja. Boston, London, Köben o.s.frv.
Það hefur orðið nokkur umræða í dag um aulaháttinn í krökkunum sem voru að þvælast um inni á hálendinu. Það er eins gott að svona liði sé ekki tekið eins og hetjum. Auðvitað á að senda þeim reikning. Maðurinn frá Landsbjörg sagði að þeir reiknuðu aldrei út kostnað heldur færu bara og björguðu viðkomandi. Auðvitað á ekki að meta það í krónum og aurum þegar virkileg vá er fyrir hendi en þegar aulahátturinn er allsráðandi þá snýr málið öðruvísi við. Mér blöskraði að sjá sjálfumgleðina og hrokann í liðinu í sjónvarpinu í kvöld, Jú takk, þetta var bara gaman og spennandi og svo ætluðum við bara að ganga rest. Villt, áttavita og kortalaus að ganga 40 km í vondu færi um hánótt í ágangsveðri. Það tekur aldrei minna en 10 tíma að fara slíka leið ef þau hefðu þá komist það. Vonandi sýnir einhver þann manndóm að skamma liðið almennilega.
Jónas Kristjánsson er endurreistur sem ritstjóri DV. Líklega er það þrautaráðið til að reyna að gera eitthvað blað úr þessum snepli. Jónas er góður blaðamaður og hokinn af reynslu. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast hugarheimi hins ritstjórans ættu að grípa í bókina "Samúel" sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Skynsamlegt er að lesa svolítið í henni áður en tekin er ákvörðun um að kaupa hana. Eftir þann lestur kemur manni ekki á óvart efnistök þeirra DV manna undir ritstjórn rithöfundarins svokallaða.
Ekki finnst mér Eurovisionlagið spennandi. Liðið sem hefur atvinnu af að hæla hvort öðru er náttúrulega visst um að lagið vinnur. Kannski er maður orðinn of gamall til að skynja ágæti svona tónsmíða en ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar megináherslan er lögð á að fetta sig, reka útglennta fingur út í loftið og rífa í hárið á sér. Jæja maður sér til, en ég minni bara á hvað allir voru hrifnir af Birtu hér um árið, já og einnig af Jónsa í fyrra.
Það hefur orðið nokkur umræða í dag um aulaháttinn í krökkunum sem voru að þvælast um inni á hálendinu. Það er eins gott að svona liði sé ekki tekið eins og hetjum. Auðvitað á að senda þeim reikning. Maðurinn frá Landsbjörg sagði að þeir reiknuðu aldrei út kostnað heldur færu bara og björguðu viðkomandi. Auðvitað á ekki að meta það í krónum og aurum þegar virkileg vá er fyrir hendi en þegar aulahátturinn er allsráðandi þá snýr málið öðruvísi við. Mér blöskraði að sjá sjálfumgleðina og hrokann í liðinu í sjónvarpinu í kvöld, Jú takk, þetta var bara gaman og spennandi og svo ætluðum við bara að ganga rest. Villt, áttavita og kortalaus að ganga 40 km í vondu færi um hánótt í ágangsveðri. Það tekur aldrei minna en 10 tíma að fara slíka leið ef þau hefðu þá komist það. Vonandi sýnir einhver þann manndóm að skamma liðið almennilega.
Jónas Kristjánsson er endurreistur sem ritstjóri DV. Líklega er það þrautaráðið til að reyna að gera eitthvað blað úr þessum snepli. Jónas er góður blaðamaður og hokinn af reynslu. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast hugarheimi hins ritstjórans ættu að grípa í bókina "Samúel" sem hann gaf út fyrir nokkrum árum. Skynsamlegt er að lesa svolítið í henni áður en tekin er ákvörðun um að kaupa hana. Eftir þann lestur kemur manni ekki á óvart efnistök þeirra DV manna undir ritstjórn rithöfundarins svokallaða.
Ekki finnst mér Eurovisionlagið spennandi. Liðið sem hefur atvinnu af að hæla hvort öðru er náttúrulega visst um að lagið vinnur. Kannski er maður orðinn of gamall til að skynja ágæti svona tónsmíða en ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar megináherslan er lögð á að fetta sig, reka útglennta fingur út í loftið og rífa í hárið á sér. Jæja maður sér til, en ég minni bara á hvað allir voru hrifnir af Birtu hér um árið, já og einnig af Jónsa í fyrra.
mánudagur, mars 21, 2005
Fór 16 km í kvöld í góðu veðri. Tók Poweratehringinn að heiman og síðan út á Grensásveg og heim Sogaveginn. Fór heldur rólega en annars allt í góðu róli. Stefni að því að nota góða veðrið næstu daga vel. Þarf að taka prufur með höfuðljósin í myrkri til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og þau gagnist eins og þau eiga að gera.
Heyrði iðnaðarráðherrann tala í kvöldfréttum um konuna sem fékk ekki stjórnarsæti í sparisjóðabankanum. Það var nú meira bullið.
Sem betur fer fundust krakkarnir heilu og höldnu sem voru að villast á Kjalvegi sl. sólarhring. Það á reyndar að taka svona fífl og skamma þau duglega og helst ætti að láta þau borga hluta af kostnaðinum við leitina, 100 dagsverk með tilheyrandi tækja- og þyrlukostnaði. Þau brutu öll lögmál sem verður að hafa í heiðri þegar farið er á hálendið yfir háveturinn og þegar það er gert þá er voðinn vís. Sem dæmi þar um má nefna eftirfarandi:
1. Aldrei á að fara inn á hálendið á minna en þremur bílum í hóp. Það getur alltaf einn fest sig eða bilað. Þá er einn bíll bjargarlítill.
2. Alltaf skal hafa fjarskiptatæki sem duga hvar sem er til að geta látið vita af sér.
3. Vegurinn var illa merktur sagði stelpan. Þetta er með meiri aulahætti sem maður hefur heyrt af fólki sem er að ferðast á hálendinu. Á þessum tíma eru hálendisvegir yfirleitt á kafi. Því þarf að hafa trak af leiðinni og GPS tæki og kunna á það.
4. Að hella allri olíunni á annan bílinn og hafa hinn olíulítinn er ekki gáfulegt.
5. Að hafa ekki kort eða áttavita og vita ekkert hvar þau eru stödd og vera að spökulera að yfirgefa bílinn undir kvöld og ganga til byggða í ágangsveðri er sama og að ganga í opinn dauðann.
Ég á ekki von á að þau lesi þetta en betur færi ef einhver talaði við þau tæpitungulausa íslensku.
Gott að Fisher er kominn með ríkisborgararétt svo hægt verði að frelsa kallinn úr japönsku fangabúðunum. Dapurlegt fannst mér að kjúklingarnir á þingi skyldu sitja hjá við afgreiðslu málsins. Í fyrsta lagi er hjáseta ekki afstaða heldur skoðanaleysi. Í öðru lagi skil ég ekki hvers vegna þau hafi ekki séð ástæðu til að styðja kallinn. Kannski vegna þess að þau voru ekki fædd þegar einvígið var haldið. Er það kannski eitt af sérstöðu unga fólksins, sem það er alltaf að básúna, að taka ekki afstöðu til mála sem eiga rætur sínar að rekja til atburða sem gerðust áður en þau fæddust? Í norsku sveitarstjórnarlögunum er bannað að sitja hjá. Þar í landi er fólk kosið til áhrifa til að hafa skoðanir en ekki til að skila auðu.
Heyrði iðnaðarráðherrann tala í kvöldfréttum um konuna sem fékk ekki stjórnarsæti í sparisjóðabankanum. Það var nú meira bullið.
Sem betur fer fundust krakkarnir heilu og höldnu sem voru að villast á Kjalvegi sl. sólarhring. Það á reyndar að taka svona fífl og skamma þau duglega og helst ætti að láta þau borga hluta af kostnaðinum við leitina, 100 dagsverk með tilheyrandi tækja- og þyrlukostnaði. Þau brutu öll lögmál sem verður að hafa í heiðri þegar farið er á hálendið yfir háveturinn og þegar það er gert þá er voðinn vís. Sem dæmi þar um má nefna eftirfarandi:
1. Aldrei á að fara inn á hálendið á minna en þremur bílum í hóp. Það getur alltaf einn fest sig eða bilað. Þá er einn bíll bjargarlítill.
2. Alltaf skal hafa fjarskiptatæki sem duga hvar sem er til að geta látið vita af sér.
3. Vegurinn var illa merktur sagði stelpan. Þetta er með meiri aulahætti sem maður hefur heyrt af fólki sem er að ferðast á hálendinu. Á þessum tíma eru hálendisvegir yfirleitt á kafi. Því þarf að hafa trak af leiðinni og GPS tæki og kunna á það.
4. Að hella allri olíunni á annan bílinn og hafa hinn olíulítinn er ekki gáfulegt.
5. Að hafa ekki kort eða áttavita og vita ekkert hvar þau eru stödd og vera að spökulera að yfirgefa bílinn undir kvöld og ganga til byggða í ágangsveðri er sama og að ganga í opinn dauðann.
Ég á ekki von á að þau lesi þetta en betur færi ef einhver talaði við þau tæpitungulausa íslensku.
Gott að Fisher er kominn með ríkisborgararétt svo hægt verði að frelsa kallinn úr japönsku fangabúðunum. Dapurlegt fannst mér að kjúklingarnir á þingi skyldu sitja hjá við afgreiðslu málsins. Í fyrsta lagi er hjáseta ekki afstaða heldur skoðanaleysi. Í öðru lagi skil ég ekki hvers vegna þau hafi ekki séð ástæðu til að styðja kallinn. Kannski vegna þess að þau voru ekki fædd þegar einvígið var haldið. Er það kannski eitt af sérstöðu unga fólksins, sem það er alltaf að básúna, að taka ekki afstöðu til mála sem eiga rætur sínar að rekja til atburða sem gerðust áður en þau fæddust? Í norsku sveitarstjórnarlögunum er bannað að sitja hjá. Þar í landi er fólk kosið til áhrifa til að hafa skoðanir en ekki til að skila auðu.
sunnudagur, mars 20, 2005
Lagði af stað niður í Laugardal upp úr 9.30 í morgun. Fór að hugsa um það á leiðinni niður eftir að ef ég hefði lagt af stað í WS 100 í gærmorgun um leið og marsmaraþonið var ræst þá væri ég að koma í mark á þessum tíma, ef allt hefði gengið vel. Ef eitthvað hefði komið uppá ætti ég hins vegar kannski allt að 20 km eftir og byggist við að koma í mark eftir 3 - 5 tíma eða undir kl. 15.00. Úbs.
Margmenni var í laugunum og var hlaupið sem leið lá niður í Öskjuhlíð og þar eftir skemmtilegum stígum. Síðan lá leiðin inn Fossvog á móti strekkingsvindi. Hálfdán er framsækinn eins og vanalega og tókum við góða siglingu inn í Elliðaárdalinn. Var ánægður með að ég fann ekkert fyrir gærdeginum í fótunum. Ég ætlaði ekki að fara mjög langt og láta mér um 20 km nægja. Því fór ég upp að stíflu og síðan til baka út Bústaðaveg og síðan inn Sogaveg og heim. Passaði alveg. Þegar ég skokkaði niður Grensásveginn lá lítil plastlykkja á gangstéttinni eins og eru settar utan um blaðabunka eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég steig á lykkjuna hefur hún líklega risið upp og krækst í tána á hinum skónum því ég flaug á hausinn eins og hefði verið kippt undan mér fótunum. Sem betur fer meiddi ég mig ekki því ég náði að snúa mér í fallinu og taka þannig versta skellinn í stað þess að fljúga marflatur á hausinn. Svona er þetta, það þarf ekki alltaf mikið til.
Það spáir vel um páskana þannig að ég sé ekki annað en að ég eigi að ná settu marki fyrir marsmánunð ef ekkert kemur upp á.
Í eftirmiðdaginn var fermingarveisla hjá fjölskylduvinkonu. Það eru alltaf tímamót að ganga í gegnum fermingu. Maður er ekki enn búnn að gleyma eigin fermingardegi, enda þótt það hafi ekki verið eins mikið umleikis eins og víða er í dag.
Alveg er makalaust hvað telst fréttaefni. Þess var getið bæði í sjónvarpsfréttum og í Fréttablaðinu að einhver kona sem bauð sig fram í stjórn sparisjóðabankans hefði ekki náð kjöri. So what. Það er vitnað í eitthvað bréf viðskiptaráðherra um að hvetja fyrirtæki til að kjósa konur í stjórnir í þessu sambandi sem eitthvað allsherjar manifest. Ég lít þannig á málið að konur og karlar hafa jöfn tækifæri til menntunar og starfa. Hvorugt kynið á að hafa einhverja forgjöf. Til að ná ofar í valdapýramídann þarf að sanna sig og berjast fyrir hverri tröppu. Að láta sér detta það í hug að karlar í dag eigi að framkvæma einhverskonar syndaaflausn fyrir að konur fengu t.d. ekki kosningarétt fyrr en fyrir ca 100 árum síðan og stíga hljóðalaust til hliðar ef einhver kona ásælist einhverja stöðu eða stjórnarsæti er vitaskuld fásinna. Því miður hefur málflutningurinn verið í alltof ríkum mæli á þessum nótum á síðustu tímum. Hlustaði á Silfur Egils í dag þar sem var fjallað um efni þessu tengt og var afar sammála skoðunum Jakobs Magnússonar stuðmanns í þessum efnum. Ég er það þó alls ekki alltaf. Ég geri ekki ráð fyrir að nýráðinn forstjóri Flugleiða hafi verið ráðinn vegna kynferðis heldur vegna þess að þar er á ferðinni mjög hæfur einstaklingur. Ég þekki hins vegar allmörg dæmi þess úr stjórnkerfinu að það er þýðingarlaust fyrir karla að sækja þar um ákveðin störf vegna þess að það þurfi að ráða kvenkyns einstaklinga í þau. Þetta pirrar mig. Ég vil að allir standi jafnt að vígi á grundvelli menntunar, reynslu og hæfileika.
Margmenni var í laugunum og var hlaupið sem leið lá niður í Öskjuhlíð og þar eftir skemmtilegum stígum. Síðan lá leiðin inn Fossvog á móti strekkingsvindi. Hálfdán er framsækinn eins og vanalega og tókum við góða siglingu inn í Elliðaárdalinn. Var ánægður með að ég fann ekkert fyrir gærdeginum í fótunum. Ég ætlaði ekki að fara mjög langt og láta mér um 20 km nægja. Því fór ég upp að stíflu og síðan til baka út Bústaðaveg og síðan inn Sogaveg og heim. Passaði alveg. Þegar ég skokkaði niður Grensásveginn lá lítil plastlykkja á gangstéttinni eins og eru settar utan um blaðabunka eða eitthvað svoleiðis. Þegar ég steig á lykkjuna hefur hún líklega risið upp og krækst í tána á hinum skónum því ég flaug á hausinn eins og hefði verið kippt undan mér fótunum. Sem betur fer meiddi ég mig ekki því ég náði að snúa mér í fallinu og taka þannig versta skellinn í stað þess að fljúga marflatur á hausinn. Svona er þetta, það þarf ekki alltaf mikið til.
Það spáir vel um páskana þannig að ég sé ekki annað en að ég eigi að ná settu marki fyrir marsmánunð ef ekkert kemur upp á.
Í eftirmiðdaginn var fermingarveisla hjá fjölskylduvinkonu. Það eru alltaf tímamót að ganga í gegnum fermingu. Maður er ekki enn búnn að gleyma eigin fermingardegi, enda þótt það hafi ekki verið eins mikið umleikis eins og víða er í dag.
Alveg er makalaust hvað telst fréttaefni. Þess var getið bæði í sjónvarpsfréttum og í Fréttablaðinu að einhver kona sem bauð sig fram í stjórn sparisjóðabankans hefði ekki náð kjöri. So what. Það er vitnað í eitthvað bréf viðskiptaráðherra um að hvetja fyrirtæki til að kjósa konur í stjórnir í þessu sambandi sem eitthvað allsherjar manifest. Ég lít þannig á málið að konur og karlar hafa jöfn tækifæri til menntunar og starfa. Hvorugt kynið á að hafa einhverja forgjöf. Til að ná ofar í valdapýramídann þarf að sanna sig og berjast fyrir hverri tröppu. Að láta sér detta það í hug að karlar í dag eigi að framkvæma einhverskonar syndaaflausn fyrir að konur fengu t.d. ekki kosningarétt fyrr en fyrir ca 100 árum síðan og stíga hljóðalaust til hliðar ef einhver kona ásælist einhverja stöðu eða stjórnarsæti er vitaskuld fásinna. Því miður hefur málflutningurinn verið í alltof ríkum mæli á þessum nótum á síðustu tímum. Hlustaði á Silfur Egils í dag þar sem var fjallað um efni þessu tengt og var afar sammála skoðunum Jakobs Magnússonar stuðmanns í þessum efnum. Ég er það þó alls ekki alltaf. Ég geri ekki ráð fyrir að nýráðinn forstjóri Flugleiða hafi verið ráðinn vegna kynferðis heldur vegna þess að þar er á ferðinni mjög hæfur einstaklingur. Ég þekki hins vegar allmörg dæmi þess úr stjórnkerfinu að það er þýðingarlaust fyrir karla að sækja þar um ákveðin störf vegna þess að það þurfi að ráða kvenkyns einstaklinga í þau. Þetta pirrar mig. Ég vil að allir standi jafnt að vígi á grundvelli menntunar, reynslu og hæfileika.
laugardagur, mars 19, 2005
Marsmaraþon. Vaknaði um kl. 8.00 og fékk mér ristað brauð og te í morgunmat. Skokkaði niður í Elliðaárdal upp úr 9.30. Veðrið var gott, hlýtt og stytt upp. Mér fannst vera svolítill strekkingur í morgun en hann virtist heldur hafa minnkað. Hópur hlaupara var samankominn við rásmarkið. Um tuttugu sveitir ætluðu að hlaupa og 16 lögðu af stað í heilt (að því mig minnir). Það var létt leiði vestureftir en þungt á móti stífum vindi austur á bóginn. Við Halldór hlupum saman og tókum þetta af hóflegum krafti. Ég vildi ekki keyra mig út því það verður æfing á morgun og svo ætlaði ég einnig að fara upp í ca 50 km í heildina. Halldór kvartaði undan verk í hægra hnénu og kenndi það skónum en hann hefur ætíð fengið í hnéð þegar hann hleypur langt í ákveðnum skóm og í dag var lokatilraunin. Þessi leið sem nú er farið að hlaupa er fín og tíminn líður hratt, mun hraðar en þegar farið er um slóðir sem eru ókunnugari. Lykkjan inn að Loftleiðahótelinu er alls ekki jafnleiðinleg og áður eftir að hafa hlaupið hana 17 sinnum í Pétursþoninu. Haraldur Júlíusson slóst í för með okkur um stund en svo tók hann að sér að brjóta fyrir Þórhall sem var með fremstu mönnum eftir að Trausti hætti keppni. Þórhallur kom í mark á um 3.11 sem er mjög góður tími af fimmtugum manni í eins stífum mótvindi helming leiðarinnar eins og raun bar vitni í dag. Fleiri náðu vafalaust góðum tima eins og Þórður, Siggi Ingvars og Sigþór án þess að ég viti tímana nákvæmlega. Ekki veit ég heldur hver vann. Við Halldór kláruðum á um 3.50 sem var svona eftir bókinni, þetta átti ekki að vera neitt hraðahlaup. Eftir að hafa skipt um föt og borðað banana í markinu þá gekk ég og skokkaði upp að stíflunni og svo til baka að sunnanverðu. Það passaði nokkuð að fara þangað, aftur að markinu og svo heim til að ná 50 km. Maður liðkaðist fljótt við að hreyfa sig og eftir að hafa teygt svolítið var maður orðinn giska mjúkur. Hins vegar borgar sig að stoppa stutt þegar hlaupið er mjög langt því maður stirðnar fljótt ef ekki er haldið stöðugt áfram. Á drykkjarstöðvum er best að stoppa eins stutt og hægt er og borða síðan heldur gangandi heldur en að setjast niður.
Eftir að hafa farið í sturtu og blandað recoverydrykk var maður bara orðinn fínn og orðinn fær um að takast á við klósetthreingerningar, ryksugun og matseld.
Víkingur vann Þór fyrir norðan í handbolta og á því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Þeir þurfa að leika til úrslita um laust sæti við FH, sem töpuðu í dag fyrir Fram.
Eftir að hafa farið í sturtu og blandað recoverydrykk var maður bara orðinn fínn og orðinn fær um að takast á við klósetthreingerningar, ryksugun og matseld.
Víkingur vann Þór fyrir norðan í handbolta og á því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Þeir þurfa að leika til úrslita um laust sæti við FH, sem töpuðu í dag fyrir Fram.
föstudagur, mars 18, 2005
Frídagur í dag í aðdraganda marsmaraþonsins, pastaát og carbolode. Landsfundur var hjá sambandinu í dag og síðan samsæti í Borgartúninu fyrir landsfundargesti. Gætti hófsemi í drykkju og fór yfir í námsflokka á sjöunda tímanum til að skrá mig og borga. FM menn voru kátir yfir þáttökunni á morgun. Nokkrir tugir fara í boðhlaup og 13 hafa skráð sig í heilt. Spáin er góð þannig að þetta verður fínn dagur. Ég hef engin plön um mikinn árangur en ætla fyrst og fremst að taka þetta sem langa æfingu, helst að ná upp í 50 á deginum með niðurskokki að hlaupi loknu. Þarf að nýta páskana vel til að ná settu marki í mars. Það má segja að þá hefjist æfingar fyrst fyrir alvöru. Ég er hins vegar ánægður með stöðuna, skrokkurinn í fínu lagi það ég best veit og settum markmiðum verið náð og betur til. Það er ekkert sjálfgefið að útihlaup gangi upp eins og ætlað er fyrstu þrjámánuði ársins. Ég tel mig hafa verið að leggja grunninn og nú sé tími til kominn að fara að stilla upp fyrir veggjum. Þakið kemur síðan í maí.
fimmtudagur, mars 17, 2005
Fór í Salastöðina í kvöld. Það var hressandi því það er nokkur tími frá því ég fór síðast. Sá að ég hafði lést um eitt og hálft kíló síðan ég vigtaði mig þarna síðast. Það er árangur af smá aga í mataræði og nokkru álagi. Ég þyrfti helst að ná af mér um fimm kílóum á næstu þremur mánuðum. Það er svo merkilegt að um jólin og þar fyrst á eftir er maður friðlaus nema að maður fái nammi af og til og má ekki vita af opnum kassa. En eftir að maður hefur neitað sér um það í nokkurn tíma þá langar mann ekki vitund í mola þó nægilegt sé tilstaðar. Eins gott að vera búinn að ná undirtökum í þessu fyrir páskana.
Hlustaði í gær á umræður í útvarpinu um hvort ætti að fella niður samræmd próf í 10 bekk grunnskóla eða ekki. Alveg makalaust bullið í kennaranum sem taldi það ómögulegt að lokaprófiin í skólanum hefði nokkur áhrif á skólastarfið síaðsta veturinn. Þannig var það alltaf hjá þeim sem höfðu einhvern metnað að menn lögðu að sér og það tók vissulega tíma. Maður gat ekki verið að skollast í öllu út og suður ef einhver árangur átti að nást í skólanum. Landsprófið var á sínum tíma samræmt próf. Það þótti nokkuð erfitt, sumir náðu en aðrir ekki. Svona var það bara og þótti flestum ágætt. Það vitlausasta sem hann sagði var að framhaldsskólarnir ættu sjálfir að sjá um að leggja fyrir inntökupróf, líklega til að grunnskólakennararnir gætu einbeitt sér að einherju öðru en að vinna með nemendum undir prófin. Hvernig myndi það nú vera útfært. Þá myndu krakkarnir í fyrsta lagi ekkert vita um hvernig þeir stæðu þegar þeir kæmu út úr grunnskólanum. Þeir þyrftu að taka próf inn í framhaldsskóla. Hvað með þá sem myndu ekki ná nægjanlega hárri einkunn til að komast inn í einn skóla. Þá þyrfti þeir að taka inntökupróf inn í einhevrn annan. Hvað ef hann væri þegar fullsetinn? Þá þyrfti að finna einhvern enn annan og taka próf þar. Hvað ef að viðkomanid yrði það aftarlega að hann kæmist ekki inn í þau fáu sæti sem þar væru laus. Þá yrði að reyna á enn einum staðnum. Þetta er náttúrulega ómögulegt. Ég held að kennararnir ættu að einbeita sér að vinnunni sinni í stað þess að samþykkja svona vitlausar tillögur eins og var gert um daginn á grunnskólaþingi í þá átt að fella niður samræmdu prófin. Þetta er mér hugleikið vegna þess að yngri strákurinn minn er að taka samræmd próf í vor. Sem betur fer eru samræmd lokapróf upp úr grunnskólanum.
Hlustaði í gær á umræður í útvarpinu um hvort ætti að fella niður samræmd próf í 10 bekk grunnskóla eða ekki. Alveg makalaust bullið í kennaranum sem taldi það ómögulegt að lokaprófiin í skólanum hefði nokkur áhrif á skólastarfið síaðsta veturinn. Þannig var það alltaf hjá þeim sem höfðu einhvern metnað að menn lögðu að sér og það tók vissulega tíma. Maður gat ekki verið að skollast í öllu út og suður ef einhver árangur átti að nást í skólanum. Landsprófið var á sínum tíma samræmt próf. Það þótti nokkuð erfitt, sumir náðu en aðrir ekki. Svona var það bara og þótti flestum ágætt. Það vitlausasta sem hann sagði var að framhaldsskólarnir ættu sjálfir að sjá um að leggja fyrir inntökupróf, líklega til að grunnskólakennararnir gætu einbeitt sér að einherju öðru en að vinna með nemendum undir prófin. Hvernig myndi það nú vera útfært. Þá myndu krakkarnir í fyrsta lagi ekkert vita um hvernig þeir stæðu þegar þeir kæmu út úr grunnskólanum. Þeir þyrftu að taka próf inn í framhaldsskóla. Hvað með þá sem myndu ekki ná nægjanlega hárri einkunn til að komast inn í einn skóla. Þá þyrfti þeir að taka inntökupróf inn í einhevrn annan. Hvað ef hann væri þegar fullsetinn? Þá þyrfti að finna einhvern enn annan og taka próf þar. Hvað ef að viðkomanid yrði það aftarlega að hann kæmist ekki inn í þau fáu sæti sem þar væru laus. Þá yrði að reyna á enn einum staðnum. Þetta er náttúrulega ómögulegt. Ég held að kennararnir ættu að einbeita sér að vinnunni sinni í stað þess að samþykkja svona vitlausar tillögur eins og var gert um daginn á grunnskólaþingi í þá átt að fella niður samræmdu prófin. Þetta er mér hugleikið vegna þess að yngri strákurinn minn er að taka samræmd próf í vor. Sem betur fer eru samræmd lokapróf upp úr grunnskólanum.
miðvikudagur, mars 16, 2005
Fór ekki út í kvöld. Er ekki orðinn nógu góður í maganum en þetta er allt að koma. Vonast til að komast hring á morgun. Allt í lagi að hvíla sig svolítið fyrir marsmaraþonið en engu að síður þá verður maður að halda þokkalegum dampi. Hlaupalaus vika er langur tími fyrir hlaupara. Það lítur heldur vel út með veður. Stefni að því að ná góðum túrum um páskana í staðinn fyrir þessa dauðu daga.
Var hálf slappur í gær með innantökur og lá fyrir þegar ég kom heim. Það hafði verið lumbra í mér frá því á sunnudagsmorgun sem kláraðist í gærkvöldi. Því var ekkert hlaupið eða lyft í gær eins og planið hljóðaði upp á. Notaði tímann til að lesa nokkrar bækur sem ég keypti á bókamarkaðnum um daginn. Hallgrímur Sveinsson staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð hefur gefið þessar bækur út ásamt fleiri bókum sem fjalla um vestfirskt mannlíf. Þar á meðal voru kver sem fjölluðu um mannlíf í Dýrafirði og nágrenni hér áður fyrr út frá ýmsum sjónarhornum. Meðal margvíslegra þjóðfélagsþátta er skotið inn ýmsum gamansögum þaðan að vestan. Þar á meðal var sögð saga af því þegar Sighvatur Dýri var í smalamennsku í Dýrafirðinum á þeim tíma sem hann var upp á sitt besta sem hlaupari. Hann fór á eftir kindum upp fjall í þoku þar sem hann var fótfráastur smalanna. Hann missti af kindunum í þokunni sem ekki er óalgengt í smalamennskum og kom tómhentur niður aftur. Þá gall við í Þórarni á Höfða, frænda hans, að það þýddi lítið að geta hlaupið ef ekkert fylgdi með vitið. Nú er þetta vitaskuld í gamni sagt en samt sem áður er rétt að hafa orð Þórarins í huga þegar farið er í mjög löng hlaup. Undirbúningur undir þau snýst vitanlega meðal annars um að byggja upp úthald og styrk en hann snýst einnig mikið um skipulagningu, andlegan undirbúning og að gleyma ekki einhverjum smáatriðum sem geta orðið afdrifarík þegar á hólminn er komið því þá er of seint að bæta úr þeim og þau verða að aðalatriðum. Nú ætla ég að hlaða upp með Carbolode fyrir marsmaraþonið til að hafa orkubúskapinn betri en í Pétursþoninu. Það lítur heldur vel út með veður, alla vega verður farið að hlýna.
mánudagur, mars 14, 2005
Hvíldardagur í dag. Var að hugsa um að fara í Salastöðina en lét það eiga sig. Nú verða tveir æfingadagar í vikunni en síðan ætla ég að hvíla í tvo daga fyrir Marsmaraþonið. Það má varla minna vera.
Fékk Marathon&Beyond í dag. Það voru ágætar greinar í tímaritinu sem gaman er að lesa. Áhugaverð frásögn um Patty Lyons sem var fyrsta bandaríska konan til að hlaupa maraþon undir 2.30 kl.st. Hún vann stóra sigra á hlaupabrautinni en barðist einnig við mikla persónulega erfiðleika. Í nokkur ár eftir að sól hennar reis sem hæst á íþróttahimninum bjó hún í bíl á götum New York borgar. Hún náði að lokum jafnvægi á líf sitt aftur og getur miðlað öðrum að sinni miklu reynslu.
Einnig var í tímaritinu góð grein um hve langt maður á að hlaupa þegar æft er fyrir löng hlaup, maraþon og þar yfir. Hvers vegna á að hlaupa langt? Hve langt á að hlaupa? Hve oft á að hlaupa langt? Á hvaða hraða á að hlaupa og þar fram eftir götunum. Mælt er með að taka eitthvað af 6 - 8 klst hlaupum. Bruce Fordyce, margfaldur meistari í Comrades, fór eftir eftirfarandi prógrammi í sinni æfingaáætlun: Eitt hlaup um 40 mílur (65 km), þrjú hlaup 26 - 35 mílur ( 40 - 55 km) og átta 20 - 26 mílur (32 - 42 km). Þetta er nokkuð í stíl við það sem ég hef hugsað mér og þó er það heldur meira. Þingvallahlaupið er yfir 70 km sem tekur 8 - 9 klst. Ég hef þegar hlaupið eitt 50 km hlaup og þrjú 35 km hlaup. Maraþon verður um næstu helgi og ef vel viðrar lengir maður það kannski aðeins. Síðan verður farið af meiri alvöru í löngu hlaupin þegar líður á apríl og maí. Mælt er með að hvíla fyrir og eftir mjög löng hlaup svo þau komi að meira gagni en ella. Einnig þarf að carboloda fyrir þau til að vera betur undirbúinn. Svona löng hlaup eru bæði til að búa skrokkinn undir átökin en og ekki síður andlegu hliðina sem er ekki síður mikilvægt.
Fékk Marathon&Beyond í dag. Það voru ágætar greinar í tímaritinu sem gaman er að lesa. Áhugaverð frásögn um Patty Lyons sem var fyrsta bandaríska konan til að hlaupa maraþon undir 2.30 kl.st. Hún vann stóra sigra á hlaupabrautinni en barðist einnig við mikla persónulega erfiðleika. Í nokkur ár eftir að sól hennar reis sem hæst á íþróttahimninum bjó hún í bíl á götum New York borgar. Hún náði að lokum jafnvægi á líf sitt aftur og getur miðlað öðrum að sinni miklu reynslu.
Einnig var í tímaritinu góð grein um hve langt maður á að hlaupa þegar æft er fyrir löng hlaup, maraþon og þar yfir. Hvers vegna á að hlaupa langt? Hve langt á að hlaupa? Hve oft á að hlaupa langt? Á hvaða hraða á að hlaupa og þar fram eftir götunum. Mælt er með að taka eitthvað af 6 - 8 klst hlaupum. Bruce Fordyce, margfaldur meistari í Comrades, fór eftir eftirfarandi prógrammi í sinni æfingaáætlun: Eitt hlaup um 40 mílur (65 km), þrjú hlaup 26 - 35 mílur ( 40 - 55 km) og átta 20 - 26 mílur (32 - 42 km). Þetta er nokkuð í stíl við það sem ég hef hugsað mér og þó er það heldur meira. Þingvallahlaupið er yfir 70 km sem tekur 8 - 9 klst. Ég hef þegar hlaupið eitt 50 km hlaup og þrjú 35 km hlaup. Maraþon verður um næstu helgi og ef vel viðrar lengir maður það kannski aðeins. Síðan verður farið af meiri alvöru í löngu hlaupin þegar líður á apríl og maí. Mælt er með að hvíla fyrir og eftir mjög löng hlaup svo þau komi að meira gagni en ella. Einnig þarf að carboloda fyrir þau til að vera betur undirbúinn. Svona löng hlaup eru bæði til að búa skrokkinn undir átökin en og ekki síður andlegu hliðina sem er ekki síður mikilvægt.
Við vorum einungis tveir sem lögðum af stað frá Laugardalslauginni á sunnudagsmorgun. Það var svo sem skiljanlegt að fólk vildi gera annað á sunnudagsmorgni en að hlaupa úti í frosti og sveljanda. Við héldum sem leið á vestur á Eiðistorg og þaðan hefðbundna leið til baka með ströndinni og inn í Elliðaárdal. Þetta gerði samtals um 20 km og var ágætt í sjálfu sér þar sem maður var vel búinn. Eftir hádegið fór að bæta í vind þannig að maður var feginn að vera búinn að klára dagskammtinn. Þegar upp var staðið varð þetta ágæt helgi enda þótt það hefði mátt vera hlýrra.
Strákarnir í Víking kláruðu mótið með sigri á Gróttu og enduðu í 2. sæti í þessum hluta sem er ágætt hjá þeim.
Eftir kvöldmat var haldinn félagsfundur í 100 km klúbbnum í Rauðagerðinu. Félagi Svanur er nýorðinn sextugur og var honum árnað heilla í tilefni tímamótanna. Ástandið á hópnum var ekki mjög björgulegt til hlaupa, meirihlutinn meiddur eða að jafna sig eftir meiðsli. Ég sýndi þeim myndina A Race For The Soul sem er frá WS 100 árið 2001. Hún gefur góða innsýn í hvað bíður þátttakenda. Félagsmenn æstust flestir upp við að horfa á diskinn og bar mörg og stór hlaup á góma sem mönnum fannst áhugavert að takast á við. Við áttum þarna góða kvöldstund sem er nauðsynlegt til að auðga samkenndina og félagsandann. Myndir frá fundinum eru á heimasíðu 100 km hlaupara.
Strákarnir í Víking kláruðu mótið með sigri á Gróttu og enduðu í 2. sæti í þessum hluta sem er ágætt hjá þeim.
Eftir kvöldmat var haldinn félagsfundur í 100 km klúbbnum í Rauðagerðinu. Félagi Svanur er nýorðinn sextugur og var honum árnað heilla í tilefni tímamótanna. Ástandið á hópnum var ekki mjög björgulegt til hlaupa, meirihlutinn meiddur eða að jafna sig eftir meiðsli. Ég sýndi þeim myndina A Race For The Soul sem er frá WS 100 árið 2001. Hún gefur góða innsýn í hvað bíður þátttakenda. Félagsmenn æstust flestir upp við að horfa á diskinn og bar mörg og stór hlaup á góma sem mönnum fannst áhugavert að takast á við. Við áttum þarna góða kvöldstund sem er nauðsynlegt til að auðga samkenndina og félagsandann. Myndir frá fundinum eru á heimasíðu 100 km hlaupara.
sunnudagur, mars 13, 2005
Fór að stað á laugardagsmorguninn kl. 8.00 og hitti Pétur og Halldór úti í Fossvogsbotni tæplega 8.30. Fórum hefðbundna leið fyrir Kársnesið en svo skildu leiðir við Smáralindina, Pétur ætlaði að fara stutt, tók tröppurnar og fór síðan sem leið lá út Fossvogsdal og heim en við Halldór tókum strikið suður að Vífilsstöðum og þaðan inn að Elliðaárvatni. Við mældum löngu brekkuna og reyndist hún vera um 1,8 km. Hún var léttari nú en síðast, tempóið þar sem hún var sem bröttust var ca 6,10 en það sem hún var léttari var það um 6,00. Púls um 155. Það verður aman að sjá hvernig hún verður í maí. Við héldum síðan sem leið lá yfir að Árbæjarlaug og niður Elliðaárdal. S'iðan fylgdumst við að út að Nauthól en þar sneri ég við en Halldór ætlaði að fara út á Eiðistorg og svo heim til að ná 35 km. Mig vantaði aðeins upp á 35 þegar ég kom í Elliðaárdalinn aftur þannig að ég tók lykkju upp að rafstöðinni og síðan aðra yfir göngubrúna þangað til að settu amrki var náð.
Það er áhugavert að fylgjast með baráttunni milli efnisins og andans í svona löngum hlaupum. Andinn (hugurinn) er reiðubúinn í löng hlaup og mikla áreynslu en efnið (skrokkurinn) er latt og vill helst liggja uppi í sófa og horfa á sjónvarpið. Síðan standa átökin um hver ræður. Þetta er eins og að temja ótaminn hest. Það er barátta milli knapa og hests. Þegar maður fer að nálgast sett mark fer skrokkurinn að segja að það sé nú allt í lagi að fara heim þótt maður nái bara 33 km. Það muni ekki svo mikið um 2 km. Andinn er hins vegar stefnufastur og stendur ákveðið á sínu. Í þessari baráttu er gott að hlaupa framhjá beygjunni sem liggur heim og kenna efninu hver það er sem ræður. Í gær fór ég þrisvar fram hjá þeirri leið sem lá styst heim og skrokkurinn var orðinn þægur eins og lamb þegar heim var komið og sáttur við að hafa náð settu marki þótt kalt væri úti. Þessi barátta er ett af undirbúningnum fyrir vorið því að þá mun skrokkurinn æpa og emja og vilja hætta á meðan andinn vill ná settu marki. Þá skiptir miklu máli hver hefur undirtökin. Ef skrokkurinn sem hneigist til hóglífis fær að ráða þá er ekki að spyrja að leikslokum.
Strákarnir í fjórða flokk Víkings eru að spila síðustu turneringuna um helgina. Þeir unnu Hauka með einu marki og var það uppreisn æru eftir tapið gegn HK. Sveinn spilaði æfingaleik með Gróttu í kulda á Leiknisvellinum og tap var niðurstaðan.
Árni Jens frá Sigurðarstöðum á Sléttu var jarðsettur á Raufarhöfn í gær en hann lést í bílslysi fyrir norðan um síðustu helgi. Hann hefði orðið 21 árs í aprílbyrjun. Efnilegur piltur og eftirminnilegur.
Afmælisveisla var hjá 5 ára frænku í eftirmiðdaginn en ég stoppaði stutt þar því það þurfti að fara að undirbúa kvöldmatinn því góðir gestir komu í heimsókn, fjölskylduvinir frá Raufarhöfn. Kvöldið leið hratt við góðar samræður og rauðvínstár.
Það er áhugavert að fylgjast með baráttunni milli efnisins og andans í svona löngum hlaupum. Andinn (hugurinn) er reiðubúinn í löng hlaup og mikla áreynslu en efnið (skrokkurinn) er latt og vill helst liggja uppi í sófa og horfa á sjónvarpið. Síðan standa átökin um hver ræður. Þetta er eins og að temja ótaminn hest. Það er barátta milli knapa og hests. Þegar maður fer að nálgast sett mark fer skrokkurinn að segja að það sé nú allt í lagi að fara heim þótt maður nái bara 33 km. Það muni ekki svo mikið um 2 km. Andinn er hins vegar stefnufastur og stendur ákveðið á sínu. Í þessari baráttu er gott að hlaupa framhjá beygjunni sem liggur heim og kenna efninu hver það er sem ræður. Í gær fór ég þrisvar fram hjá þeirri leið sem lá styst heim og skrokkurinn var orðinn þægur eins og lamb þegar heim var komið og sáttur við að hafa náð settu marki þótt kalt væri úti. Þessi barátta er ett af undirbúningnum fyrir vorið því að þá mun skrokkurinn æpa og emja og vilja hætta á meðan andinn vill ná settu marki. Þá skiptir miklu máli hver hefur undirtökin. Ef skrokkurinn sem hneigist til hóglífis fær að ráða þá er ekki að spyrja að leikslokum.
Strákarnir í fjórða flokk Víkings eru að spila síðustu turneringuna um helgina. Þeir unnu Hauka með einu marki og var það uppreisn æru eftir tapið gegn HK. Sveinn spilaði æfingaleik með Gróttu í kulda á Leiknisvellinum og tap var niðurstaðan.
Árni Jens frá Sigurðarstöðum á Sléttu var jarðsettur á Raufarhöfn í gær en hann lést í bílslysi fyrir norðan um síðustu helgi. Hann hefði orðið 21 árs í aprílbyrjun. Efnilegur piltur og eftirminnilegur.
Afmælisveisla var hjá 5 ára frænku í eftirmiðdaginn en ég stoppaði stutt þar því það þurfti að fara að undirbúa kvöldmatinn því góðir gestir komu í heimsókn, fjölskylduvinir frá Raufarhöfn. Kvöldið leið hratt við góðar samræður og rauðvínstár.
föstudagur, mars 11, 2005
Hvíldardagur í dag. Ágætt því það verður löng helgi. Við leggjum af stað kl. 8.00 í fyrramálið eða hálftíma fyrr en vanalega. Ætla að ná milli 35 og 40 km ef allt gengur vel. Fer rólega enda er hraðinn ekki meginmálið á þessu stigi. Tökum kannski brekkur til að krydda daginn.
Hef verið að gefa Bryndísi góð ráð við kvefi á upphafsstigum. Það er bara að skera sér góða sneið af venjulegum lauk, tyggja hana vel og lengi og renna síðan öllu niður. Ég hef notað þetta með góðum árangri í mörg ár og þakka lauknum meðal annars hvað ég er sjaldan veikur (7 - 9 - 13). Þegar ég finn kvefið vera að læðast að er afar hollt að skella í sig góðri lauksneið. Sem eftirrétt má gjarna hafa Gammel dansk eða Koníak með heitu tei. Hvoru tveggja afar gott.
Kíkti á lokahóf Poweratehlaupanna. Pétur og Dagur hafa mikinn sóma að hafa staðið fyrir þessari hlaupaseríu fjórða veturinn í röð. Þessi vetur fór reyndar fram hjá mér ýmissa hluta vegna en það er alltaf góð stemming æí kringum þessi hlaup og þau hafa sína dyggu áhangendur. Það verður gaman að fylgjast með Kára og Írisi í framtíðinni en þau hafa alla möguleika til að ná í fremstu röð ef það halda vel á sínum spilum. Þarna eru líka aðrir sigurvegarar eins og Ketill Hannesson, gamall starfsfélagi, sem er fæddur 1937 og hleypur enn af sívaxandi þrótti. Hann skrefaði heilt maraþon á síðasta ári sem sýnir manni að það er aldrei of seint að byrja og góð hreyfing gerir ekkert annað en að styrkja bæði líkama og sál.
Strákarnir í Víking spiluðu í HK húsinu í kvöld í síðasta móti vetrarins. gerðu fyrst jafntefli við FH í leik sem þeir áttu að vinna og íðan töpuðu þeir gegn HK þar sem kveikjan var ekki alveg nógu rétt stillt. Vona að allt verði komið í rétt horf á morgun.
Enn vekur ríkisútvarpið mér undrun og framganga starfsmanna þar. Í dag heyrði ég einn dagskrárgerðarmann flytja nokkurskonar minningarávarp yfir landslýð vegna Jóhanns Haukssonar sem sagði upp störfum. Tónninn var eins og Jóhann hefði látist á sviplegan hátt. Eru engin takmörk fyrir hvað starfsmenn ríkisútvarpsins geta látið innri valdabaráttu ganga langt með því að manipúlera dagskrána eins og þeir ættu þetta blessaða útvarp sjálfir. Ef svo væri kæmi mér þetta ekki við, en biðst bara undan því að þurfa að hlusta á þeirra persónulegu geðshræringar. Las mjög góðan pistil á www.andriki.is í dag vegna málsins.
Set inn á síðuna slóð á myndasýningu frá WS 100 frá árinu 2002. Það gefur áhugasömum aðeins hugmynd um hvernig þetta lítur út. Var að lesa bók Gunnars Bjarnasonar. Þar segir hann frá þolreið á íslenska hestinum þvert yfir Bandaríkin, líklega um 2000 mílur sem var farin árið 1976. Sama leið og Forrest Gump hljóp. Hann byggði árangur hestanna, sem var mjög góður, á ákveðnu lykilatriði. Það var að beita þeim vel í náttstað og hafa þá alltaf vel kviðfulla. Á þann hátt gátu þeir haldið meiru vatni í innyflinum sem nýttist skrokknum í hitanum og gerði nýrunum auðveldara með að starfa. Bandaríkjamennirnir voru ekki eins natnir og hugðu ekki að þessu. Hestar þeirra geymdu því ekki eins mikið vatn í skrokknum og við að svitna mjög mikið urðu nýrum óstarfhæð og endaði með að þeir drápust. Þetta getur valdið fólki erfiðleikum t.d. á Laugaveginum ef það byrjar of seint að borða og drekka. Þá hættir líkaminn að geta nýtt sér vatnið og það er bara í polli í maganum, sama hvað drukkið er. Slíkt getur endað með ósköpum eins og lá t.d. við á Laugaveginum í hitteðfyrra. Kannski reynsla Gunnars úr hestareið í Bandaríkjunum fyrir 30 árum eigi eftir að nýtast mér í vor? Gunnar Bjarnason lætur ekki að sér hæða dauður frekar en lifandi.
Hef verið að gefa Bryndísi góð ráð við kvefi á upphafsstigum. Það er bara að skera sér góða sneið af venjulegum lauk, tyggja hana vel og lengi og renna síðan öllu niður. Ég hef notað þetta með góðum árangri í mörg ár og þakka lauknum meðal annars hvað ég er sjaldan veikur (7 - 9 - 13). Þegar ég finn kvefið vera að læðast að er afar hollt að skella í sig góðri lauksneið. Sem eftirrétt má gjarna hafa Gammel dansk eða Koníak með heitu tei. Hvoru tveggja afar gott.
Kíkti á lokahóf Poweratehlaupanna. Pétur og Dagur hafa mikinn sóma að hafa staðið fyrir þessari hlaupaseríu fjórða veturinn í röð. Þessi vetur fór reyndar fram hjá mér ýmissa hluta vegna en það er alltaf góð stemming æí kringum þessi hlaup og þau hafa sína dyggu áhangendur. Það verður gaman að fylgjast með Kára og Írisi í framtíðinni en þau hafa alla möguleika til að ná í fremstu röð ef það halda vel á sínum spilum. Þarna eru líka aðrir sigurvegarar eins og Ketill Hannesson, gamall starfsfélagi, sem er fæddur 1937 og hleypur enn af sívaxandi þrótti. Hann skrefaði heilt maraþon á síðasta ári sem sýnir manni að það er aldrei of seint að byrja og góð hreyfing gerir ekkert annað en að styrkja bæði líkama og sál.
Strákarnir í Víking spiluðu í HK húsinu í kvöld í síðasta móti vetrarins. gerðu fyrst jafntefli við FH í leik sem þeir áttu að vinna og íðan töpuðu þeir gegn HK þar sem kveikjan var ekki alveg nógu rétt stillt. Vona að allt verði komið í rétt horf á morgun.
Enn vekur ríkisútvarpið mér undrun og framganga starfsmanna þar. Í dag heyrði ég einn dagskrárgerðarmann flytja nokkurskonar minningarávarp yfir landslýð vegna Jóhanns Haukssonar sem sagði upp störfum. Tónninn var eins og Jóhann hefði látist á sviplegan hátt. Eru engin takmörk fyrir hvað starfsmenn ríkisútvarpsins geta látið innri valdabaráttu ganga langt með því að manipúlera dagskrána eins og þeir ættu þetta blessaða útvarp sjálfir. Ef svo væri kæmi mér þetta ekki við, en biðst bara undan því að þurfa að hlusta á þeirra persónulegu geðshræringar. Las mjög góðan pistil á www.andriki.is í dag vegna málsins.
Set inn á síðuna slóð á myndasýningu frá WS 100 frá árinu 2002. Það gefur áhugasömum aðeins hugmynd um hvernig þetta lítur út. Var að lesa bók Gunnars Bjarnasonar. Þar segir hann frá þolreið á íslenska hestinum þvert yfir Bandaríkin, líklega um 2000 mílur sem var farin árið 1976. Sama leið og Forrest Gump hljóp. Hann byggði árangur hestanna, sem var mjög góður, á ákveðnu lykilatriði. Það var að beita þeim vel í náttstað og hafa þá alltaf vel kviðfulla. Á þann hátt gátu þeir haldið meiru vatni í innyflinum sem nýttist skrokknum í hitanum og gerði nýrunum auðveldara með að starfa. Bandaríkjamennirnir voru ekki eins natnir og hugðu ekki að þessu. Hestar þeirra geymdu því ekki eins mikið vatn í skrokknum og við að svitna mjög mikið urðu nýrum óstarfhæð og endaði með að þeir drápust. Þetta getur valdið fólki erfiðleikum t.d. á Laugaveginum ef það byrjar of seint að borða og drekka. Þá hættir líkaminn að geta nýtt sér vatnið og það er bara í polli í maganum, sama hvað drukkið er. Slíkt getur endað með ósköpum eins og lá t.d. við á Laugaveginum í hitteðfyrra. Kannski reynsla Gunnars úr hestareið í Bandaríkjunum fyrir 30 árum eigi eftir að nýtast mér í vor? Gunnar Bjarnason lætur ekki að sér hæða dauður frekar en lifandi.
Powerate í gærkvöldi í fyrsta sinn á þessu tímabili. Skokkaði uppeftir og síðan heim aftur þannig að ég náði 18 km út úr kvöldinu. Aðstæður voru mjög góðar, logn og hlýtt miðað við árstíma. Ég fór heldur rólega og tíminn eftir því enda ekkert sérstakt markmið á ferðinni. Þórey Gylfa hljóp mig uppi í byrjun hlaups og við áttum samleið nokkra km. Hún sagði mér frá New York maraþoninu sem verður í haust. Þau þurfa að ná 20 manns í hlaupið til að fylla upp í ákveðinn kvóta sem nauðsynlegt er til að þau haldi umboðinu. Því miður er það ekki á áætlun að fara þangað í ár en vonandi kemur að því síðar. Ég myndi leggja það upp sem upplifunarhlaup með myndavél og nota að sem sightseeing um einstaka borgarhluta New York. Held að það sé frábært hlaup.
Skrapp á bókamarkaðinn upp í Perlu í gær og keypti nokkrar bækur. Aðallega voru það bækur sem Vestfirska forlagið hefur gefið út. Einnig keypti ég bókina "Kóngur um stund" þar sem Gunnar Bjarnason ráðunautur fer yfir lífshlaup sitt, sáttur við guð og menn. Ég las hana í gærkvöldi og gat varla hætt. Gunnar er mjög minnisstæður maður, mikill eldhugi og stiklaði oft á fjallatoppum og fór með himiminskautum í hugmyndumsínum. Hann fór oft einn gegn öllum, enda var afturhaldssamt landbúnaðarsamfélag sjaldnast ginkeypt fyrir stórbrotnum hugmyndum. Ef Gunnar hefði verið unglingur í dag heði hann örugglega verið settur á ofurskammt af rítalíni. Nafn Gunnars verður lengst minnst í sambandi við það brautryðjandastarf sem hann vann í sambandi við útflutning á íslenska hestinum. Upp úr miðri síðustu öld hóf hann að predika fyrir velmegandi erlendum hestamönnum hvílík dásemd íslenski hesturinn væri með þeim árangri sem flestir þekkja í dag.
Merkilegt ástand í ríkisútvarpinu. Principielt er ég á móti því að undirmenn ráði hver yfirmaður þeirra verður. Þessa hugarfars verður oft vart í grunnskólum þegar kennarar vilja ráð hver verður ráðinn skólastjóri og verða afar ósáttir yfir að þeirra maður hafi ekki verið ráðinn. Undirmenn eiga aldrei að ráða ferð varðandi stjórnun stofnana eða fyrirtækja. Það er principatriði að mínu mati. Hjó eftir því í morgun að fréttamaður ríkisútvarpsins kallaði það allt í einu þjóðarútvarp. Hvaða bull er þetta? Er það eitthvað þjóðarútvarp þótt maður sé píndur til að greiða afnotagjöld af því hvort sem maður vill eða ekki. Þetta er ríkisstofnun alveg eins og vegagerðin. Á maður að fara að segja vegagerð þjóðarinnar?
Skrapp á bókamarkaðinn upp í Perlu í gær og keypti nokkrar bækur. Aðallega voru það bækur sem Vestfirska forlagið hefur gefið út. Einnig keypti ég bókina "Kóngur um stund" þar sem Gunnar Bjarnason ráðunautur fer yfir lífshlaup sitt, sáttur við guð og menn. Ég las hana í gærkvöldi og gat varla hætt. Gunnar er mjög minnisstæður maður, mikill eldhugi og stiklaði oft á fjallatoppum og fór með himiminskautum í hugmyndumsínum. Hann fór oft einn gegn öllum, enda var afturhaldssamt landbúnaðarsamfélag sjaldnast ginkeypt fyrir stórbrotnum hugmyndum. Ef Gunnar hefði verið unglingur í dag heði hann örugglega verið settur á ofurskammt af rítalíni. Nafn Gunnars verður lengst minnst í sambandi við það brautryðjandastarf sem hann vann í sambandi við útflutning á íslenska hestinum. Upp úr miðri síðustu öld hóf hann að predika fyrir velmegandi erlendum hestamönnum hvílík dásemd íslenski hesturinn væri með þeim árangri sem flestir þekkja í dag.
Merkilegt ástand í ríkisútvarpinu. Principielt er ég á móti því að undirmenn ráði hver yfirmaður þeirra verður. Þessa hugarfars verður oft vart í grunnskólum þegar kennarar vilja ráð hver verður ráðinn skólastjóri og verða afar ósáttir yfir að þeirra maður hafi ekki verið ráðinn. Undirmenn eiga aldrei að ráða ferð varðandi stjórnun stofnana eða fyrirtækja. Það er principatriði að mínu mati. Hjó eftir því í morgun að fréttamaður ríkisútvarpsins kallaði það allt í einu þjóðarútvarp. Hvaða bull er þetta? Er það eitthvað þjóðarútvarp þótt maður sé píndur til að greiða afnotagjöld af því hvort sem maður vill eða ekki. Þetta er ríkisstofnun alveg eins og vegagerðin. Á maður að fara að segja vegagerð þjóðarinnar?
miðvikudagur, mars 09, 2005
Tók lengra hlaup í kvöld en vanalega í miðri viku. Það spáir kólnandi og eins gott að nota veðrið meðan hitinn er réttu megin við frostmarkið. Fór upp Elliðárdal og Poweratehringinn, upp Hattinn og síðan út á Grensásveg og svo heim. Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum þá eru þetta um 16 km. Ég hef hlaupið þessa leið oftar en tölu verður á komið og mér líkar hún alltaf jafn vel. Maður þekkir hana út og inn og getur borið saman hvernig maður svarar álagi í brekkunum við fyrri hlaup. Markmiðið er að hlaupa að jafnaði um 100 km í viku í mars þannig að það verður að halda þokkalega á spöðunum.
Síðasta Poweratehlaupið er á morgun. Ég hef ekki tekið þátt í þeim í vetur, byrjaði ekki í haust og nennti síðan ekki að slást í hópinn á miðri leið. Kannski maður taki síðasta hlaupið á morgun svo maður geti farið með góðri samvisku á lokahófið.
Fór í sakleysi mínu að kaupa aðeins í matinn í dag. Það var nú meira ruglið. Búðin full af biðröðum. Mér finnst að það ætti ekki að vera heimilt að gefa daglegar vörur eins og nú er verið að gera. Hvar eru samkeppnislögin? Maður sér á þessu hvað hinn frjálsi markaður í dagvörugeiranum er raunverulegur eða hitt þó heldur. Ef nýr aðili ætlar sér að taka slaginn þá svarar sá stóri og sterki með því að undirbjóða hann þangað til að sá nýi fer á hausinn, svo fremi að hann sé ekki þeim mun öflugari. Sá sem getur selt meir á undirverði, hann lifir og getur síðan stillt verðið af eftir þörfum fram að næstu atökum. Er þetta nokkur hemja?
Sá frambjóðenda til formanns í Samfylkinginnu tala um það í sjónvarpinu hve merkileg tilraun það væri að allir flokksmenn Samfylkingarinnar fengu að kjósa formanninn beint. Einhvern vegin minnir mig að þetta hafi nú verið gert áður í formannskjöri flokksins þannig að nýjabrumið er kannski ekki eins mikið og af er látið. Einnig var rætt um hina nýju straum í stjórnmálunum s.s. með auknu vægi almennra atkvæðagreiðslna um ýmis málefni. Ég hef það þó á tilfinningunni að þeir sem tóku þátt í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið í Reykjavík fyrir nokkrum árum sjái ekki að það hafi verið tekið mikið mark á niðurstöðum þeirrar atkvæðagreiðslu.
Síðasta Poweratehlaupið er á morgun. Ég hef ekki tekið þátt í þeim í vetur, byrjaði ekki í haust og nennti síðan ekki að slást í hópinn á miðri leið. Kannski maður taki síðasta hlaupið á morgun svo maður geti farið með góðri samvisku á lokahófið.
Fór í sakleysi mínu að kaupa aðeins í matinn í dag. Það var nú meira ruglið. Búðin full af biðröðum. Mér finnst að það ætti ekki að vera heimilt að gefa daglegar vörur eins og nú er verið að gera. Hvar eru samkeppnislögin? Maður sér á þessu hvað hinn frjálsi markaður í dagvörugeiranum er raunverulegur eða hitt þó heldur. Ef nýr aðili ætlar sér að taka slaginn þá svarar sá stóri og sterki með því að undirbjóða hann þangað til að sá nýi fer á hausinn, svo fremi að hann sé ekki þeim mun öflugari. Sá sem getur selt meir á undirverði, hann lifir og getur síðan stillt verðið af eftir þörfum fram að næstu atökum. Er þetta nokkur hemja?
Sá frambjóðenda til formanns í Samfylkinginnu tala um það í sjónvarpinu hve merkileg tilraun það væri að allir flokksmenn Samfylkingarinnar fengu að kjósa formanninn beint. Einhvern vegin minnir mig að þetta hafi nú verið gert áður í formannskjöri flokksins þannig að nýjabrumið er kannski ekki eins mikið og af er látið. Einnig var rætt um hina nýju straum í stjórnmálunum s.s. með auknu vægi almennra atkvæðagreiðslna um ýmis málefni. Ég hef það þó á tilfinningunni að þeir sem tóku þátt í almennri atkvæðagreiðslu um flugvallarmálið í Reykjavík fyrir nokkrum árum sjái ekki að það hafi verið tekið mikið mark á niðurstöðum þeirrar atkvæðagreiðslu.
þriðjudagur, mars 08, 2005
Fór í stöðina í kvöld og tók 8 km og tækjahringinn. Er farinn að þyngja í tækjunum þannig að þetta er vonandi að hafa einhver áhrif, en lítið fækkar kílóunum. Var að velta því fyrir mér hvort það sé til bóta að skokka eftir að maraþoni lýkur. Nú voru svo sem engin átök á laugardaginn en sama er þetta tekur alltaf í. Maður var stirður til að byrja með þegar ég lagði af stað heim en svo smá hvarf stirðleikinn og það var orðið ekkert mál að nudda áfram. Ætli það sé ekki til bóta að skokka nokkra km í rólegheitum þegar maraþonið er búið til að ná úr sér strengjunum, sérstaklega ef maður hefur verið að taka mikið á? Ég þarf að prufa það einhvern tíma að afloknu góðu hlaupi en yfirleitt langar mann mest til að leggjast marflatur og hvílasig þegar þetta er loks búið eins og allir vita sem reynt hafa.
Heyrði afar einkennilegar umræður í sjónvarpinu í kvöld. Formaður rithöfundarsambandsins var að færa rök fyrir því að ríkið héldi mönnum uppi á launum sem langaði til að verða rithöfundar en hefðu ekki skrifað neitt sem neinn vildi lesa. Útgangspunkturinn í því var held ég að annar þeirra sem fékk "listamannalaun" í 3 ár hafði gefið út bók sem sledist í 300 eintökum. Pointið var að því mér skildist að því lélegri bók sem þú hefðir skrifað og þeim mun færri sem hefðu séð ástæðu til að kaupa hana, þeim mun meiri ástæða væri fyrir ríkið að halda þeim sama uppi á launum þannig að hann gæti fengið þann tíma sem hann þyrfti til að þroskast svo að hann gæti skrifað eitthvað sem einhver nennti að lesa. Hann vitnaði í einhvern Norðmann sem hafði þegið rithöfundarlaun af ríkinu í 20 ár þangað til hann skrifaði loks eitthvað bitastætt. Sá sem talaði á móti hélt því bæði fram að það ætti að styrkja þá sem eitthvað gætu og einhver nennti að lesa það sem hann gefði látið frá sér fara. Síðan ætti ríkið að hætta að styrkja þá þegar salan væri farin að gefa af sér gott lifibrauð og ekki ausa peningum í einhvern vonarpening sem einhver elíta tæki ákvörðun um að ætti að fá ríkispeninga enda þótt einginn vildi lesa bækur eftir hann.
Hallast að síðara sjónarmiðinu.
Man. Utd datt út í kvöld í meistara. Frekar slæmt mál en svona er þetta. Líklega sefur Jap Stam vel í kvöld.
Heyrði afar einkennilegar umræður í sjónvarpinu í kvöld. Formaður rithöfundarsambandsins var að færa rök fyrir því að ríkið héldi mönnum uppi á launum sem langaði til að verða rithöfundar en hefðu ekki skrifað neitt sem neinn vildi lesa. Útgangspunkturinn í því var held ég að annar þeirra sem fékk "listamannalaun" í 3 ár hafði gefið út bók sem sledist í 300 eintökum. Pointið var að því mér skildist að því lélegri bók sem þú hefðir skrifað og þeim mun færri sem hefðu séð ástæðu til að kaupa hana, þeim mun meiri ástæða væri fyrir ríkið að halda þeim sama uppi á launum þannig að hann gæti fengið þann tíma sem hann þyrfti til að þroskast svo að hann gæti skrifað eitthvað sem einhver nennti að lesa. Hann vitnaði í einhvern Norðmann sem hafði þegið rithöfundarlaun af ríkinu í 20 ár þangað til hann skrifaði loks eitthvað bitastætt. Sá sem talaði á móti hélt því bæði fram að það ætti að styrkja þá sem eitthvað gætu og einhver nennti að lesa það sem hann gefði látið frá sér fara. Síðan ætti ríkið að hætta að styrkja þá þegar salan væri farin að gefa af sér gott lifibrauð og ekki ausa peningum í einhvern vonarpening sem einhver elíta tæki ákvörðun um að ætti að fá ríkispeninga enda þótt einginn vildi lesa bækur eftir hann.
Hallast að síðara sjónarmiðinu.
Man. Utd datt út í kvöld í meistara. Frekar slæmt mál en svona er þetta. Líklega sefur Jap Stam vel í kvöld.
mánudagur, mars 07, 2005
Nú var ekkert hlaupið í dag, enda gott að fá hvíld eftir helgina. Athyglisvert sem Gísli benti á að strákarnir sem tættu hringinn á hreinum spretti og skiptust á hefðu ekki náð að slá íslandsmet Sigurðar P. Þetta sýnir manni hvaða fart hefur verið á honum. Jössus.
Sat fund í eftirmiðdaginn með fólki í Framsókn sem býr sunnan við Miklubraut (sem heitir víst Reykjavík suður). Farið var yfir nýliðinn landsfund. Það þjappar liðinu saman að bera saman bækur sínar.
Um kl. 19.30 var ég svo kominn í Tjarnarbíó þar sem fyrsta undanúrslitakvöld Músiktilrauna fór fram Þar spiluðu The Beautifuls ásamt fleirum. Strákarnir stóðu sig vel þótt ekki kæmust þeir áfram. Mér fannst þeir sem ég heyrði í spila vel og gaman að heyra hvað ungir krakkar eru búnir að ná góðu valdi á hljóðfærum og farnir að semja skemmtileg lög.
Lauk deginum með þvi að fara á myndakvöld hjá Útivist í Húnabúðinni. Þar voru sýndar myndir af ýmsum slóðum frá svæðinu norðan Vatnajökuls. Meðal annars frá Kringilsárrana sem ég hef áhuga á að heimsækja næsta sumar.
Sat fund í eftirmiðdaginn með fólki í Framsókn sem býr sunnan við Miklubraut (sem heitir víst Reykjavík suður). Farið var yfir nýliðinn landsfund. Það þjappar liðinu saman að bera saman bækur sínar.
Um kl. 19.30 var ég svo kominn í Tjarnarbíó þar sem fyrsta undanúrslitakvöld Músiktilrauna fór fram Þar spiluðu The Beautifuls ásamt fleirum. Strákarnir stóðu sig vel þótt ekki kæmust þeir áfram. Mér fannst þeir sem ég heyrði í spila vel og gaman að heyra hvað ungir krakkar eru búnir að ná góðu valdi á hljóðfærum og farnir að semja skemmtileg lög.
Lauk deginum með þvi að fara á myndakvöld hjá Útivist í Húnabúðinni. Þar voru sýndar myndir af ýmsum slóðum frá svæðinu norðan Vatnajökuls. Meðal annars frá Kringilsárrana sem ég hef áhuga á að heimsækja næsta sumar.
sunnudagur, mars 06, 2005
Vaknaði snemma í morgun til að koma Maríu af stað á seinni keppnisdaginn í íslandsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Kópavogi. Hún keppir í flokki 12 ára stelpna og stóð sig vel, varð í 3ja sæti bæði í langstökki og hástökki og í fjórða sæti í 60 metra hlaupi. Ég fór af stað niður í Laugardal um korteri fyrir 10 í afar góðu veðri. Maður var svolítið þungur til að byrja með en það lagaðist allt þegar á leið. Hópurinn hélt til baka inn í Elliðaárdal og þar skildu leiðir, ég fór Poweratehringinn en hin héldu út Fossvog. Með því að fara þessa leið og síðan niður í Laugardal aftur náði ég um 22 km. Það gekk vel og ég hefði getað haldið áfram og tekið fullt maraþon ef upp á það hefði verið boðið og maður verið með nesti. Ég fann ekki fyrir neinni þreytu í fótunum og þetta er það sem maður er að stefna að, að geta haldið áfram og haldið áfram... Helgin gerir þá rúmlega 70 km sem er ágætt. Nú verður maður að fara að herða róðurinn.
Kl 1400 var æskulýðsmessa í Bústaðakirkju. Þar spiluðu þrjár strákahljómsveitir í Réttarholtsskóla og þar á meðal The Beautifuls. Þetta var góð tilbreyting hjá Pálma og gaman að sjá strákana standa sig vel.
Var sagt frá því að frambjóðandi í formannssæti hjá Samfylkingunni hefði lýst því yfir í kvöldfréttum í sjónvarpinu í gærkvöldi að það væri affærasælast fyrir sveitarfélögin að leggja Samband sveitarfélaga niður. Þetta er afstaða í sjálfu sér og verður fróðlegt að heyra hvernig hún er rökstudd.
Víkingur tapaði með 10 marka mun í Víkinni í kvöld fyrir HK. Það verður erfitt að komast í úrslitakeppnina.
Kl 1400 var æskulýðsmessa í Bústaðakirkju. Þar spiluðu þrjár strákahljómsveitir í Réttarholtsskóla og þar á meðal The Beautifuls. Þetta var góð tilbreyting hjá Pálma og gaman að sjá strákana standa sig vel.
Var sagt frá því að frambjóðandi í formannssæti hjá Samfylkingunni hefði lýst því yfir í kvöldfréttum í sjónvarpinu í gærkvöldi að það væri affærasælast fyrir sveitarfélögin að leggja Samband sveitarfélaga niður. Þetta er afstaða í sjálfu sér og verður fróðlegt að heyra hvernig hún er rökstudd.
Víkingur tapaði með 10 marka mun í Víkinni í kvöld fyrir HK. Það verður erfitt að komast í úrslitakeppnina.
Góður dagur. Mér leist satt að segja ekkert voðalega vel á daginn þegar ég fór út í Smárann rétt fyrir kl. 11 í morgun. Það gekk á með rigningarskúrum og þær voru ekki af smærra taginu. María Rún var að fara að keppa þar á íslandsmóti unglinga í frjálsum. Ég náði svo niður í útsölu Adidas í Faxafeninu um kl. 1200 og hitti Harald. Júl. þar. Keypti eina skó þar sem mér fundust vera harla góðir. Ég held reyndar að ég hafi aldrei keypt mér hlaupaskó nema á útsölu. Ég á hins vegar nóg af þeim og skipti þeim hiklaust út þegar tími er kominn á þá. Kom heim um kl. 12,15 og gerði mig kláran í flýti. Ég hafði gert ráð fyrir að hlaupa niður í Nauthól og vildi ekki sleppa möguleikanum. Rúllaði af stað rétt fyrir hálf og fór heldur skemmri leið eða um 4 km. Komst á tilsettum tíma. Fjölmenni var við Nauthól og formaðurinn afar kátur og í afmælisskapi. Margmenni var þarna samankomið sem ætlaði bæði að fara heilt maraþon og eins að hlaupa boðhlaup. Veðrið reyndist síðan verða eins og best varð á kosið. Ég fann fljótt að ég var ekki í stakk búinn að hlaupa á almennilegu tempói. Hvað olli getur bæði verið að ég undirbjó mig ekki neitt, borðaði t.d. kjöt í kvöldmat á föstudagskvöldið og engin hleðsla var í gangi sem undirbúningur. Síðan hafði ég einnig verið í þrekæfingum í vikunni. Stílaði því fljótlega inná á taka hlaupið sem langa æfingu og hafði engar áhyggjur af tímanum. Kláraði hlaupið á rétt tæpum 4 klst sem er með þvi alslakasta sem ég hef fengið en sama er því fylgir alltaf sérstök áhægja að klára maraþon. Var engu að síður fínn og í mjög góðu formi að hlaupinu loknu. Pétur Franzson hlýtur að hafa átt skemmtilegan afmælisdag með þessu góða veðri og þessum fjölda fólks sem var að hlaupa langt og stutt, hægt og hratt. Sérstakar þakkir fær hann fyrir verðlaunagripina fyrir maraþonhlauparana. Áritaðir verðlaunaskildir. Hvað er kallinn að hugsa? Kærar þakkir fyrir mig. Eftir að hafa skipt um boli og borðað banana þá skokkaði ég heim til baka og náði þannig um 50 km á deginum. Var dálítið stirður til að byrja með en það lagaðist og var orðinn fínn þegsr ég kom heim. Þetta er nefnilega góð æfing, bæði andleg sem líkamleg, að byrja á nýjan leik þegar maður er stirður og á samkvæmt guðs og manna lögum að hvíla sig og jafnvel láta vorkenna sér dálítið sökum þreytu. Ég var orðinn fínn þegar ég kom heim eftir 4 km og hefði getað haldið áfram nokkuð lengi. Þegar heim var komið var ekkert annað að gera en að fara í sturtu og skipta um föt í hasti því starfsmannafélag sambandsins var að fara á árshátíð upp í Skíðaskála. Þar átti maður góða kvöldstund og dansaði úr sér strengina sem voru svo sem ekki miklir.
Góður dagur að kvöldi kominn.
Góður dagur að kvöldi kominn.
föstudagur, mars 04, 2005
Annar dagur í hvíld. Þetta verður fínt á morgun, góð veðurspá og fínt að hlaupa. Þetta verður samt sem áður ekkert hraðaþon heldur tekið sem löng æfing þar sem tíminn skiptir litlu máli. 'Eg hef ekkert búið mig undir þetta á annan hátt en aðrar langar helgaræfingar. Því miður get ég ekki verið í veislu Péturs næsta kvöld en það verður árshátíð hjá okkur í vinnunni.
Í gærkvöldi var árshátíð hjá Réttarholtsskóla. Botnleðja spilaði á ballinu og The Beautifuls voru upphitunarhljómsveit. Þeir voru kátir með kvöldið, þetta egfur vafalaust mikið að fá að spila uppi á sviði fyrir framan jafnaldrana eftir að hafa æft lengi inni í bílskúr, en þann 1. mars var ár síðan strákarnir fóru að spila saman hér niðri í skúr. Mikið hefur gerst síðan og framfarir verið miklar. Nú bíður konsert í Bústaðakirkju á sunnudaginn og síðan eru undanúrslit í Músiktilraunum á mánudaginn. Það verður spennandi.
Spennandi tillögur nefndar samgönguráðherra uum að setja GPS mælitæki í bíla og láta það vera forsendur álagningar vegaskatts. Dæmi um hverju tæknin getur áorkað.
Skrapp upp í Egilshöll og sá Víking vinna ÍBV 2-1 í deildabikarnum. Gott hjá þeim en nú eru liðin í óða önn að bræða sig saman fyrir sumarið. Vonandi verður útkoman góð þegar þeir koma á græn grös í sumar.
Í gærkvöldi var árshátíð hjá Réttarholtsskóla. Botnleðja spilaði á ballinu og The Beautifuls voru upphitunarhljómsveit. Þeir voru kátir með kvöldið, þetta egfur vafalaust mikið að fá að spila uppi á sviði fyrir framan jafnaldrana eftir að hafa æft lengi inni í bílskúr, en þann 1. mars var ár síðan strákarnir fóru að spila saman hér niðri í skúr. Mikið hefur gerst síðan og framfarir verið miklar. Nú bíður konsert í Bústaðakirkju á sunnudaginn og síðan eru undanúrslit í Músiktilraunum á mánudaginn. Það verður spennandi.
Spennandi tillögur nefndar samgönguráðherra uum að setja GPS mælitæki í bíla og láta það vera forsendur álagningar vegaskatts. Dæmi um hverju tæknin getur áorkað.
Skrapp upp í Egilshöll og sá Víking vinna ÍBV 2-1 í deildabikarnum. Gott hjá þeim en nú eru liðin í óða önn að bræða sig saman fyrir sumarið. Vonandi verður útkoman góð þegar þeir koma á græn grös í sumar.
fimmtudagur, mars 03, 2005
Hvíld í dag og hvíld á morgun. Það er lágmark að hvíla sig í tvo daga fyrir maraþonhlaupið enda þótt það sé kannski svolítill lúxus. Geri það engu að síður af því ég hef verið að taka vel á í tækjunum til viðbótar við hlaupin. Það er ekkert voðalega sniðugt að fara í maraþonhlaup með harðsperrur. Ég þarf hins vegar að ná vel yfir 400 km í mars til að halda áætlun. Get þó huggað mig við að janúar og febrúar voru ágætlega yfir því lágmarki sem ég hafði sett mér. Nú fara veður vonandi að verða heldur betri þannig að það á að verða þægilegra að hlaupa. Kvefið er alveg að hverfa þannig að ég má prísa mig sælan að hafa ekki orðið veikur fyrir alvöru (7 - 9 - 13). Miðað við það sem maður hefur heyrt af veikindum hjá fólki þá hefðu alveg getað dottið út 2 - 3 vikur vegna veikinda ef maður hefði verið óheppinn. Ég þarf síðan að fara að taka næturhlaup í Heiðmörkinni með vasaljós til að finna hvernig það er að hlaupa við þær aðstæður. Ef maður er seinn fyrir getur maður lent í því að hlaupa í 6- 7 tíma í myrkri. Maður þarf að vera búinn undir allt. Minnstu smáatriði geta orðið til að setja allt í uppnám ef þau eru ekki í lagi. Það er þó vel hugsað um fólkið á drykkjarstöðvum með læknum og hjúkrunarfólki en sama er. Það reddar enginn því sem maður gleymir eða klikkar á.
Ég fór að hugsa um það í kvöld undir kvöldfréttum sjónvarpsins að það er eins og fátt sé fréttnæmt í þeirra augum nema að það gerist niðri á Alþingi. Óskapleg naumhyggja er þetta. Þarna hanga fréttamennirnir á þingpöllum og bíða eftir að einhverjir þingmenn fari að jagast og þá er það orðin frétt í kvöldfréttum. Fínt, búið að fylla upp í tilskylinn tíma. Ég tala nú ekki um ef einhver er með upphlaup og lætur stóryrði eða fúkyrði fjúka. Þá er sá hinn sami umsvifalaust tekinn í Kastljós til að geta látið ljós sitt skína enn betur.
Heyrði í gærkvöldi í Merði Árnasyni vera að fárast yfir því að það sé ekki lengur lögskipað að þýða á íslensku einstaka reglugerðir sem varða ýtrustu fagmennsku s.s. í flugi þar sem enska er alþjóðlegt starfsmál. Alveg er ótrúlegt að heyra þennan málflutning. Skyldi hann vera formaður í þýðarafélaginu? Hvað skyldi Gísli segja um þetta?
Umhugsunarvert og jafnvel áhyggjuefni hvað ungt fólk þekkir lítið til stjórnmálamanna? Ég hefði af þessu áhyggjur væri ég í þeirra hópi.
Ég fór að hugsa um það í kvöld undir kvöldfréttum sjónvarpsins að það er eins og fátt sé fréttnæmt í þeirra augum nema að það gerist niðri á Alþingi. Óskapleg naumhyggja er þetta. Þarna hanga fréttamennirnir á þingpöllum og bíða eftir að einhverjir þingmenn fari að jagast og þá er það orðin frétt í kvöldfréttum. Fínt, búið að fylla upp í tilskylinn tíma. Ég tala nú ekki um ef einhver er með upphlaup og lætur stóryrði eða fúkyrði fjúka. Þá er sá hinn sami umsvifalaust tekinn í Kastljós til að geta látið ljós sitt skína enn betur.
Heyrði í gærkvöldi í Merði Árnasyni vera að fárast yfir því að það sé ekki lengur lögskipað að þýða á íslensku einstaka reglugerðir sem varða ýtrustu fagmennsku s.s. í flugi þar sem enska er alþjóðlegt starfsmál. Alveg er ótrúlegt að heyra þennan málflutning. Skyldi hann vera formaður í þýðarafélaginu? Hvað skyldi Gísli segja um þetta?
Umhugsunarvert og jafnvel áhyggjuefni hvað ungt fólk þekkir lítið til stjórnmálamanna? Ég hefði af þessu áhyggjur væri ég í þeirra hópi.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Sala stöðin í kvöld og hefðbundinn hringur. Þetta er mjög gott og maður finnur framfarir, sérstaklega í tækjunum. Ég svitna svo svakalega þarna inni að ég þarf að skipta um bol eftir hlaupin á brettinu því það má vinda hann eftir. Hinn bolurinn er orðinn næstum því jafnblautur eftir tækin.
Ég horfi reglulega á DVD diskana sem ég fékk um daginn. Mér finnst mjög gott að fá tilfinningu fyrir því sem framundan er með því að horfa á þá. Þetta er ekki lítið að vera á ferðinni í um 30 klst hjá þeim sem lengst eru á ferðinni, það er nær því þrisvar sinnum lengri tími en ég var að á Borgundarhólmi í haust. Hitinn er vafalaust mjög erfiður ef hann er mikill. Margir gefast upp seinni part dagsins eftir að hafa verið á ferðinni klukkutímum saman í yfir 30 gráðu hita á ferðinni upp og niður. Þeir sem vanir eru segja að það sé synd að gefast upp þá áður en sól fari að lækka á lofti því þá fari manni strax að líða betur.
Fylgist spenntur með snjóskýrslunni á netinu. Fyrr í vetur leit ekki vel út því þá var úrkomulínan með því allra mesta sem sýnt var til samanburðar en nú er hún óðfluga að nálgast normal ár. Ég hef lesið frásögn af því þegar hlaupararnir þurftu að hlaupa yfir 30 km í snjó. Þá vannst hlaupið á um 18,5 klst í stað þess að venjulega vinnst það á um 16 klst og aldrei hafa fleiri dottið út heldur en þá.
Afmælishlaup formannsins nálgast óðum. Þátttaka virðist góð og vafalaust verður þetta góður dagur. veðurspá er heldur góð. Sé í fréttum að nú fellur hvert kuldametið eftir annað á norðurlöndum. Hitastigið í Uppsölum var - 25 C í gær. Í Lapplandi fór kuldinn niður í um - 40C. Það kaldasta veður sem ég hef lent í var í Kaupmannahöfn í byrjun janúar 1987. Þá bjó ég úti en var hérna heima í eina viku í mildu og góðu veðri. Þegar ég kom út var -18C og stormur. Það var svakalega kalt.
Ég horfi reglulega á DVD diskana sem ég fékk um daginn. Mér finnst mjög gott að fá tilfinningu fyrir því sem framundan er með því að horfa á þá. Þetta er ekki lítið að vera á ferðinni í um 30 klst hjá þeim sem lengst eru á ferðinni, það er nær því þrisvar sinnum lengri tími en ég var að á Borgundarhólmi í haust. Hitinn er vafalaust mjög erfiður ef hann er mikill. Margir gefast upp seinni part dagsins eftir að hafa verið á ferðinni klukkutímum saman í yfir 30 gráðu hita á ferðinni upp og niður. Þeir sem vanir eru segja að það sé synd að gefast upp þá áður en sól fari að lækka á lofti því þá fari manni strax að líða betur.
Fylgist spenntur með snjóskýrslunni á netinu. Fyrr í vetur leit ekki vel út því þá var úrkomulínan með því allra mesta sem sýnt var til samanburðar en nú er hún óðfluga að nálgast normal ár. Ég hef lesið frásögn af því þegar hlaupararnir þurftu að hlaupa yfir 30 km í snjó. Þá vannst hlaupið á um 18,5 klst í stað þess að venjulega vinnst það á um 16 klst og aldrei hafa fleiri dottið út heldur en þá.
Afmælishlaup formannsins nálgast óðum. Þátttaka virðist góð og vafalaust verður þetta góður dagur. veðurspá er heldur góð. Sé í fréttum að nú fellur hvert kuldametið eftir annað á norðurlöndum. Hitastigið í Uppsölum var - 25 C í gær. Í Lapplandi fór kuldinn niður í um - 40C. Það kaldasta veður sem ég hef lent í var í Kaupmannahöfn í byrjun janúar 1987. Þá bjó ég úti en var hérna heima í eina viku í mildu og góðu veðri. Þegar ég kom út var -18C og stormur. Það var svakalega kalt.
þriðjudagur, mars 01, 2005
Fór í Salastöðina í kvöld. Tók hefðbundinn hring, 8 km á brettinu og síðan yfirferð um tækin. Tók besta tíma á 8 km og bætti við endurtekningum á öllum tækjaæfingum Ég ætla að bæta við hraða, þyngd og endurtekningum hægt og sígandi. Þetta verður orðið ágætt í maí.
Þrekæfingar eru örugglega mjög góðar til að styrkja fæturna fyrir hlaupin. Sá á vefnum hjá Birni Margeirssyni link þar sem er mynd af Ratcliff þar sem hún er í lyftingum. Sú tekur á.
Ósköp var Guðni Ágústsson, nýendurkjörinn varaformaður, óheppinn í kvöld. Kynntar voru niðurstöður skoðanakönnunar num fylgi flokkanna sem voru heldur daprar fyrir Framsóknarflokkinn. "Ég sigli ei skýin , ég sigli sjá, svaraði kappinn og hló" svaraði Guðni og taldi sig vera að vitna í hetjukvæði. Tilvitnunin er í kvæðið um Eggert Ólafsson (eftir Matthías Jocumsson að því mig minnir) þar sem gamall sjómaður er að vara hann við veðurútlitinum "Mér ógna þau vindaský" sagði sá gamli þegar Eggert var að búast til brottfarar. Þá svaraði oflátungurinn Eggert með þeim orðum sem Guðni tók eftir og taldi bera vott um hetjulund. Varla er þörf á að minna á að Eggert Ólafsson náði aldrei landi eftir að hann lét frá Skor þrátt fyrir aðvaranir veðurglöggra. Skyldi þetta vera táknrænt.
Eureka, eureka. Loksins náði Ragnar skjálfti að standa í broddi fylkingar þegar lýðurinn gerir uppreisn. Hann, hálfsjötugur kallinn, var í forsvari fyrir Svarfdælinga sem fylktu liði á traktorum um götur Dalvíkur í dag og mótmæltu niðurlagningu grunnskólans á Húsabakka. Einn dreifði meir að segja mykju á planið fyrir framan bensínstöð Olís á staðnum. Skyldi Olís hafa fulltrúa í bæjarstjórn?
Þrekæfingar eru örugglega mjög góðar til að styrkja fæturna fyrir hlaupin. Sá á vefnum hjá Birni Margeirssyni link þar sem er mynd af Ratcliff þar sem hún er í lyftingum. Sú tekur á.
Ósköp var Guðni Ágústsson, nýendurkjörinn varaformaður, óheppinn í kvöld. Kynntar voru niðurstöður skoðanakönnunar num fylgi flokkanna sem voru heldur daprar fyrir Framsóknarflokkinn. "Ég sigli ei skýin , ég sigli sjá, svaraði kappinn og hló" svaraði Guðni og taldi sig vera að vitna í hetjukvæði. Tilvitnunin er í kvæðið um Eggert Ólafsson (eftir Matthías Jocumsson að því mig minnir) þar sem gamall sjómaður er að vara hann við veðurútlitinum "Mér ógna þau vindaský" sagði sá gamli þegar Eggert var að búast til brottfarar. Þá svaraði oflátungurinn Eggert með þeim orðum sem Guðni tók eftir og taldi bera vott um hetjulund. Varla er þörf á að minna á að Eggert Ólafsson náði aldrei landi eftir að hann lét frá Skor þrátt fyrir aðvaranir veðurglöggra. Skyldi þetta vera táknrænt.
Eureka, eureka. Loksins náði Ragnar skjálfti að standa í broddi fylkingar þegar lýðurinn gerir uppreisn. Hann, hálfsjötugur kallinn, var í forsvari fyrir Svarfdælinga sem fylktu liði á traktorum um götur Dalvíkur í dag og mótmæltu niðurlagningu grunnskólans á Húsabakka. Einn dreifði meir að segja mykju á planið fyrir framan bensínstöð Olís á staðnum. Skyldi Olís hafa fulltrúa í bæjarstjórn?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)