sunnudagur, nóvember 30, 2008
Ég er að hlusta á Guðmund Ólafsson og Sigurð G. Tómasson á Útvarpi Sögu eins og oftari. Þeir eru að ræða um verðtryggingu. Að undanförnu hafa margir komið fram að það eigi að afnema verðtryggingu og það sé eins og það komi ekkert í staðinn. Þetta er náttúrulega eins og hvert annað bull. Ef verðtryggingin væri afnumin þá myndu nafnvextir hækka að sama skapi og væru að öllum líkindum hærri en sem nemur verðtryggingu og raunvöxtum samanlagt því lánarinn vill hafa ákveðið öryggi um að hann fái lánið til baka með rentum. Guðmundur er harður á því að ef maður fær lánaðan kaffipakka þá eigi maður að skila kaffipakka till baka. Það sé ekki hægt að koma með pakkann og segja að kíló af kaffi í gær jafngildi pundi af kaffi í dag. Þetta er laukrétt. Stóra spurningin í þessu sambandi er hvernig verðtryggingin er reiknuð út. Grunnur verðtryggingar er tvennt. Það magn sem fólk kaupir af mismunandi vörum (neyslumunstur) og það sem varan kostar hverju sinni. Svo er þetta borðið saman milli tímabila. Það sem skiptir því höfuðmáli í þessu sambandi er tvennt:
Í fyrsta lagi: Hvað er í vísitölugrunninum svokallaða?
Í öðru lagi: Hversu gamall er vísitölugrunnurinn? Endurspeglar hann raunverulegt neyslumunstur þjóðarinnar?
Eitt af því sem er verulega gagnrýnivert og í raun alveg kolgalið að húsnæði skuli hafa verið inni í neysluvísitölugrunninum. Húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi vegna þess að það var rutt peningum inn á markaðinn. Verð á húsnæði skrúfaðist upp úr öllu valdi án þess að nokkur raunveruleg framleiðniaukning væri til staðar í samfélaginu. Dæmigerð innistæðulaus verðbóla. Þannig skrúfaðist verðbólgan miklu hraðar upp en ef húsnæði hefði ekki verið með í vísitölugrunninum. Vextir voru síðan hækkaðir upp úr öllu valdi til að berja niður verðbólguna. Háir vextir soguðu erlent fjármagn til landsins. Það styrkit krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það var meðal annars ástæða fyrir gríðarlegum innflutningi og miklum viðskiptahalla og þandi húsnæðisbóluna enn frekar út. Þetta varð því að einum herjans vítahring sem sprakk með hvelli.
Það er miklu frekar regla erlendis í sambærilegum útreikningum að húsnæði sé ekki talið með. Húsnæði er ekki neysluvara. Það er fjárfesting. Í rekstri fyrirtækja er skilið á milli útlagðs kostnaðar sem fellur undir daglegan rekstur og kostnaðar sem fellur undir fjárfestingu. Það sem fellur undir afskriftareglur er ekki metið sem útlagður kostnaður á rekstrarreikningi. Á sama hátt er snargalið að taka verð á húsnæði með í mælingu á neysluverðsvísitölu. Þessi kerfisvilla hefur haft veruleg áhrif á vísitöluútreikninga á undanförnum árum. En eftir að farið er að villast eftir mýrarljósi þá er rangt að afnema þetta í miðjum klíðum. Gera má ráð fyrir að verð húsnæðis lækki um tugi próssenta á komandi misserum. Þá mun húsnæðisverð hafa áhrif til að vísitala neysluverð lækki mun hraðar en ella. Þegar komið er ákveðið jafnvægi á ástandið þá á skilyrðislaust að kippa húsnæðiskostnaði út úr vísitölunni.
Þá komum við að seinna atriðinu. Hve gamall er vísitölugrunnurinn? Það er mjög rangt að nota þriggja eða fjögurra ára gamlar upplýsingar um neyslusamsetningu þjóðarinnar við mælingu verðbólgu eins og ástandið er í dag. Neysla breytist í kreppuástandi og neysla dregst saman. Því er afar mikilvægt að það neyslukönnun sé gerð sem fyrst og henni haldið reglulega við til að sá grunnur sem útreikningar verðtryggingar byggir á endurspegli raunverulega neyslu þjóðarinnar. Eitthvað reiknilíkan má ekki taka völdin og hafa afdrifarík áhrif á afkomu einstaklinga og fyrirtækja á eins örlagaríkum tímum eins og við lifum í dag.
Er sjávarútvegurinn gjaldþrota? Það væri uppvænleg niðurstaða og full ástæða til að þar komi öll kurl til grafar. Verður ríkið(skattreiðendur) að færa gríðarlega fjármuni til greinarinnar til að forða henni frá hruni. Þá væru skattgreiðendur að færa greininni aftur hluta þeirra fjármuna sem sægreifarnir hafa tekið út úr henni á liðnum áratugum. Þá fer nú fyrst að færast fjör í leikinn.
Ég tók daginn snemma í morgun og fór út kl. 8.30. Það var myrkur og allt að -10°C þegar ég kom út en birti smám saman. Ég fór Poweratehringinn og síðan niður í Laugar. Þar hitti ég vini Gullu og við fórum niður í bæ, svo Suðurgötuna niður á stíginn og síðan austur með Fossvoginum, inn í Elliðaárdal og heim. Alls lágu 27 km. Það var logn svo þetta var hið besta hlaupaveður þrátt fyrir kuldann. Kuldi er miklu viðráðanlegri en hiti. Í kulda er þetta bara spurning um föt.
Orwell ætlar að vigta sig á morgun. Hann fékk ráð um mataræði hjá mér í byrjun nóvember og hefur haldið áætlun síðan. Nú borðar hann fyrst og fremst kjöt, fisk, grænmeti og ávexti og mikið af því. Sveltistefna er stórvarasöm og bara til hins verra. Drasl á diskinn heyrir hins vegar sögunni til. Hann segist finna mikinn mun á sér og bíður spenntur eftir morgundeginum. Við tókum fína spretti sem hann sagðist alls ekki hafa getað haldið út fyrr í haust.
Í fyrsta lagi: Hvað er í vísitölugrunninum svokallaða?
Í öðru lagi: Hversu gamall er vísitölugrunnurinn? Endurspeglar hann raunverulegt neyslumunstur þjóðarinnar?
Eitt af því sem er verulega gagnrýnivert og í raun alveg kolgalið að húsnæði skuli hafa verið inni í neysluvísitölugrunninum. Húsnæðisverð rauk upp úr öllu valdi vegna þess að það var rutt peningum inn á markaðinn. Verð á húsnæði skrúfaðist upp úr öllu valdi án þess að nokkur raunveruleg framleiðniaukning væri til staðar í samfélaginu. Dæmigerð innistæðulaus verðbóla. Þannig skrúfaðist verðbólgan miklu hraðar upp en ef húsnæði hefði ekki verið með í vísitölugrunninum. Vextir voru síðan hækkaðir upp úr öllu valdi til að berja niður verðbólguna. Háir vextir soguðu erlent fjármagn til landsins. Það styrkit krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það var meðal annars ástæða fyrir gríðarlegum innflutningi og miklum viðskiptahalla og þandi húsnæðisbóluna enn frekar út. Þetta varð því að einum herjans vítahring sem sprakk með hvelli.
Það er miklu frekar regla erlendis í sambærilegum útreikningum að húsnæði sé ekki talið með. Húsnæði er ekki neysluvara. Það er fjárfesting. Í rekstri fyrirtækja er skilið á milli útlagðs kostnaðar sem fellur undir daglegan rekstur og kostnaðar sem fellur undir fjárfestingu. Það sem fellur undir afskriftareglur er ekki metið sem útlagður kostnaður á rekstrarreikningi. Á sama hátt er snargalið að taka verð á húsnæði með í mælingu á neysluverðsvísitölu. Þessi kerfisvilla hefur haft veruleg áhrif á vísitöluútreikninga á undanförnum árum. En eftir að farið er að villast eftir mýrarljósi þá er rangt að afnema þetta í miðjum klíðum. Gera má ráð fyrir að verð húsnæðis lækki um tugi próssenta á komandi misserum. Þá mun húsnæðisverð hafa áhrif til að vísitala neysluverð lækki mun hraðar en ella. Þegar komið er ákveðið jafnvægi á ástandið þá á skilyrðislaust að kippa húsnæðiskostnaði út úr vísitölunni.
Þá komum við að seinna atriðinu. Hve gamall er vísitölugrunnurinn? Það er mjög rangt að nota þriggja eða fjögurra ára gamlar upplýsingar um neyslusamsetningu þjóðarinnar við mælingu verðbólgu eins og ástandið er í dag. Neysla breytist í kreppuástandi og neysla dregst saman. Því er afar mikilvægt að það neyslukönnun sé gerð sem fyrst og henni haldið reglulega við til að sá grunnur sem útreikningar verðtryggingar byggir á endurspegli raunverulega neyslu þjóðarinnar. Eitthvað reiknilíkan má ekki taka völdin og hafa afdrifarík áhrif á afkomu einstaklinga og fyrirtækja á eins örlagaríkum tímum eins og við lifum í dag.
Er sjávarútvegurinn gjaldþrota? Það væri uppvænleg niðurstaða og full ástæða til að þar komi öll kurl til grafar. Verður ríkið(skattreiðendur) að færa gríðarlega fjármuni til greinarinnar til að forða henni frá hruni. Þá væru skattgreiðendur að færa greininni aftur hluta þeirra fjármuna sem sægreifarnir hafa tekið út úr henni á liðnum áratugum. Þá fer nú fyrst að færast fjör í leikinn.
Ég tók daginn snemma í morgun og fór út kl. 8.30. Það var myrkur og allt að -10°C þegar ég kom út en birti smám saman. Ég fór Poweratehringinn og síðan niður í Laugar. Þar hitti ég vini Gullu og við fórum niður í bæ, svo Suðurgötuna niður á stíginn og síðan austur með Fossvoginum, inn í Elliðaárdal og heim. Alls lágu 27 km. Það var logn svo þetta var hið besta hlaupaveður þrátt fyrir kuldann. Kuldi er miklu viðráðanlegri en hiti. Í kulda er þetta bara spurning um föt.
Orwell ætlar að vigta sig á morgun. Hann fékk ráð um mataræði hjá mér í byrjun nóvember og hefur haldið áætlun síðan. Nú borðar hann fyrst og fremst kjöt, fisk, grænmeti og ávexti og mikið af því. Sveltistefna er stórvarasöm og bara til hins verra. Drasl á diskinn heyrir hins vegar sögunni til. Hann segist finna mikinn mun á sér og bíður spenntur eftir morgundeginum. Við tókum fína spretti sem hann sagðist alls ekki hafa getað haldið út fyrr í haust.
laugardagur, nóvember 29, 2008
Fúsi Þorsteins var jarðaður í dag frá Patreksfjarðarkirkju. Hann var verkstjóri á kúttunarloftinu hjá HP á Patró þegar ég fór að vinna þar í febrúar 1970. Það var fyrsta alvöru launavinna sem ég réði mig í. Fúsi er sá síðasti sem fellur frá af köllunum sem unnu þarna saman á loftinu. Þarna voru Fúsi, Númi, Búi, Beggi, Mikki og Mangi á Stekkunum. Oft var kátt á hjalla og karlarnir höfu gaman að glamrinu í strákunum. Maður hugsar stundum um það hve fullorðið fólk vann mikið á þessum tíma. Fólk sem þegar var margt hvert orðið slitið fyrir aldur fram. Það var lélegur dagur í frystihúsinu ef ekki var unnið fram til kl. 19.00. Gott var að fá kvöldvinnu. Það var léleg vika ef ekki var unnið á laugardegi. Gott var að fá sunnudagsvinnu. Svona var þetta. Strit þessa fólks lagði grunninn að því þjóðfélagi sem við höfum lifað í heldur þokkalegu lífi fram til þessa en var fokkað upp af uppskafningum og þjófum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum.
Fúsi var kátur og spaugsamur sem verkstjóri en hafði góð tök á öllu með rólegheitum. Ég vann nokkrum árum seinna undir hans verkstjórn á nýjan leik í frystihúsinu á Geirseyri. Þá var maður eldri og þóttist veraldarvanari. Fúsi var aftur á móti alveg eins. Einu sinni brugðustum við trausti hans í einhverjum bjánaskap. Fúsi skammaði okkur ekki, sem hann hafði fulla ástæðu til, en hann var óskaplega sár. Við fundum það vel og höfðum vit á að skammast okkar eins og hundar. Án þess að neinn segði neitt þá reyndi hópurinn ósjálfrátt að sýna honum að þetta hefði verið asnastrik sem endurtæki sig ekki. Við unnum þarna við að pakka skreið og skreiðarhaugurinn var ansi stór. Með því að það myndaðist stemming fyrir að fækka gagnslausum handtökum, draga úr ónauðsynlegum skrefum og á annan hátt að vinna sem skynsamlegast þá náðum við miklum afköstum, mun meiri en við áttum sjálfir von á. Haugurinn kláraðist miklu fyrr en við og Fúsi bjuggumst við og reiknað hafði verið með. Þegar verkið var búið brosti Fúsi og sagði: "Ég vissi það strákar mínir að þið væruð alveg ágætir." Þessi viðbrögð hans ristu miklu dýpra en ef við hefðum verið skammaðir eða á annan hátt refsað fyrir bjánaháttinn.
Ég heyrði nýlega viðtal við nýskipaðan sendiherra í utanríkisráðuneytinu. Verið var að fara yfir hvernig utanríkisþjónustan höndlaði hrun bankakerfisins, átökin við Breta og ört minnkandi álit annarra þjóða á íslendingum. Sendiherrann svaraði því til að þeim sem hringdu væri svarað en þeir bæru ekki við að reyna að leiðrétta allar þær missagnir sem birtust í erlendum fjölmiðlum. Sem sagt menn bíða bara þarna eftir að síminn hringi ef trúa skal sendiherranum. Ef eitthvað er mikilvægt á þessum tímum hjá utanríkisþjónustunni þá er það að hafa frumkvæði að því að gera allt sem hægt er til að leiðrétta missagnir, hálfsannleik og ósannindi sem birtast um íslendinga og Ísland í erlendum fjölmiðlum. Fátt er mikilvægara á þessum tímum. Ef þeirri skoðun vex fiskur um hrygg aða íslendingar séu almennt skúrkar og dusilmenni þá er skaðinn sem af því hlýst alveg gríðarlegur. Það hefur bæði áhrif á stöðu einstaklinga í útlöndum og ekki síður á viðskiptalífið.
Tók 20 km með Jóa og Kristínu í morgun. Fínt veður. Fórum fyrir Kársnesið og fram og til baka um Kópavoginn, tókum tröppurnar og annað gagnlegt. Fínn dagur.
Skyldu fréttamenn hafa beðið strákinn sem gekk meðfram alþingishúsinu og kastaði eggjum í gluggana um að láta eggin vaða? Ósköp var þetta eitthvað innantómt.
Fúsi var kátur og spaugsamur sem verkstjóri en hafði góð tök á öllu með rólegheitum. Ég vann nokkrum árum seinna undir hans verkstjórn á nýjan leik í frystihúsinu á Geirseyri. Þá var maður eldri og þóttist veraldarvanari. Fúsi var aftur á móti alveg eins. Einu sinni brugðustum við trausti hans í einhverjum bjánaskap. Fúsi skammaði okkur ekki, sem hann hafði fulla ástæðu til, en hann var óskaplega sár. Við fundum það vel og höfðum vit á að skammast okkar eins og hundar. Án þess að neinn segði neitt þá reyndi hópurinn ósjálfrátt að sýna honum að þetta hefði verið asnastrik sem endurtæki sig ekki. Við unnum þarna við að pakka skreið og skreiðarhaugurinn var ansi stór. Með því að það myndaðist stemming fyrir að fækka gagnslausum handtökum, draga úr ónauðsynlegum skrefum og á annan hátt að vinna sem skynsamlegast þá náðum við miklum afköstum, mun meiri en við áttum sjálfir von á. Haugurinn kláraðist miklu fyrr en við og Fúsi bjuggumst við og reiknað hafði verið með. Þegar verkið var búið brosti Fúsi og sagði: "Ég vissi það strákar mínir að þið væruð alveg ágætir." Þessi viðbrögð hans ristu miklu dýpra en ef við hefðum verið skammaðir eða á annan hátt refsað fyrir bjánaháttinn.
Ég heyrði nýlega viðtal við nýskipaðan sendiherra í utanríkisráðuneytinu. Verið var að fara yfir hvernig utanríkisþjónustan höndlaði hrun bankakerfisins, átökin við Breta og ört minnkandi álit annarra þjóða á íslendingum. Sendiherrann svaraði því til að þeim sem hringdu væri svarað en þeir bæru ekki við að reyna að leiðrétta allar þær missagnir sem birtust í erlendum fjölmiðlum. Sem sagt menn bíða bara þarna eftir að síminn hringi ef trúa skal sendiherranum. Ef eitthvað er mikilvægt á þessum tímum hjá utanríkisþjónustunni þá er það að hafa frumkvæði að því að gera allt sem hægt er til að leiðrétta missagnir, hálfsannleik og ósannindi sem birtast um íslendinga og Ísland í erlendum fjölmiðlum. Fátt er mikilvægara á þessum tímum. Ef þeirri skoðun vex fiskur um hrygg aða íslendingar séu almennt skúrkar og dusilmenni þá er skaðinn sem af því hlýst alveg gríðarlegur. Það hefur bæði áhrif á stöðu einstaklinga í útlöndum og ekki síður á viðskiptalífið.
Tók 20 km með Jóa og Kristínu í morgun. Fínt veður. Fórum fyrir Kársnesið og fram og til baka um Kópavoginn, tókum tröppurnar og annað gagnlegt. Fínn dagur.
Skyldu fréttamenn hafa beðið strákinn sem gekk meðfram alþingishúsinu og kastaði eggjum í gluggana um að láta eggin vaða? Ósköp var þetta eitthvað innantómt.
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
Félagsvísindastofnun birti í dag niðurstöður rannsóknar á launamun kynjanna í dag. niðurstöðurnar eru sláandi. Þegar tekið hefur verið tillit til allra þeirra þátta sem geta valdið réttlætanlegum launamun s.s. starfsaldur, menntun, ábyrgð, vinnutíma og annarra atriða sem telja má eðlileg þá er munurinn um 20% (19,7%). Á landsbyggðinni er munurinn um 40%. Ég sá á textavarpinu að hjá opinbera geiranum sé munurinn 27% en um 22% hjá einkageiranum en það hlýtur nú að vera einhver vitleysa (nema þriðji geirinn sé einhversstaðar til). Þessi frétt er reyndar horfin núna!!! Ég vildi fá að rýna í frumheimildir þessarar rannsóknar og sjá aðferðafræðina áður en ég renni þessum niðurstöðum niður ótuggnum. Það er hins vegar með þessar niðurstöður eins og annað í þessum dúr að það komast engar gagnrýnar raddir að heldur byrja þeir sem tjá sig strax að fordæma stöðuna og kerfjast úrbóta. Akureyrarkaupstaður er stærsti vinnustaður á landsbyggðinni. Ég man t.d. ekki betur en að rannsóknir hafi sýnt að kynbundinn launamunur væri ekki fyrir hendi þar. Það er þá þeim mun verra annarsstaðar. Grunnskólinn er yfirleitt stærsti vinnustaður á vegum sveitarfélaganna um allt land og með stærri vinnustöðum á hverjum þéttbýlisstað á landsbyggðinni. Það er verið að fullyrða að það sé gríðarlegur óútskýrður kynbundinn launamundur innan grunnskólanna í landinu enda þótt á fáum eða engum vinnustöðum séu greiðslur eftir kjarasamningum negldar niður í mínútur og sekúndur eins og í grunnskólanum og gegnur það jafnt yfir bæði kynin. Ef svo er ekki þá er munurinn enn meiri á öðrum vinnustöðum. Ég samþykki ætíð rök og staðreyndir en ekki óútskýrðar fullyrðingar. Því tek ég þessum niðurstöðum með fyrirvara.
Pistlahöfundur sá sem hefur skrifað lagnafréttir í Fasteignablað Moggans í dag skrifar pistil í blaðið í dag og segist hafa verið rekinn frá blaðinu eftir 16 ára starf. Ástæðan sem gefnin var upp er að hann hafi ekki kóað með öllu því sem sagt var um loftslagsbreytingar. Þetta er vafalaust eldri praktiskur pípari sem lætur segja sér sumt tvisvar áður en hann kyngir því. Þá fá menn hníflana í sig. Pistlahöfundurinn segir í greinini að það virðist sem ýmsir hafi lesið pistlana hans og það á meðal eldra fólk sem hafi iðulega hringt í sig með ýmis vandræði sem hann hafi reynt að leysa úr. Nú má mér svo sem standa á sama um þótt einhver pistlahöfundur á Mogganum hætti en ég vildi þó koma smá atriði á framfæri. Ofnarnir í íbúðinni hjá foreldrum mínum voru farnir að hitna lakar en þeir höfðu gert. Mamma hafði hringt í pípara og fékk lítil svör, en þau þó helst að það þyrfti líklega að skipta öllu klabbinu út. Hún var ekki alveg sátt við það en vissi varla hvert átti að leita eftir ráðum sem hún gat treyst. Iðnaðarmenn hafa margir hverjir ekki verið þeir ábyggilegustu á undanfrönum mánuðum í öllum Hrunadansinum sem stiginn hefur verið í samfélaginu. Þá datt henni í hug að hringja í pistlahöfund Lagnafrétta. Hann tók henni vel og daginn eftir var kominn maður. Hann kláraði viðgerðina á innan við klukkutíma. Smá rofi í brettinu var bilaður. Ekkert má. Hún er þessum ágæta manni mjög þakklát fyrir hjálpina og er greinilega ekki ein um það. En ef menn kóa ekki með gildandi viðhorfum þá eru menn bara reknir.
Pistlahöfundur sá sem hefur skrifað lagnafréttir í Fasteignablað Moggans í dag skrifar pistil í blaðið í dag og segist hafa verið rekinn frá blaðinu eftir 16 ára starf. Ástæðan sem gefnin var upp er að hann hafi ekki kóað með öllu því sem sagt var um loftslagsbreytingar. Þetta er vafalaust eldri praktiskur pípari sem lætur segja sér sumt tvisvar áður en hann kyngir því. Þá fá menn hníflana í sig. Pistlahöfundurinn segir í greinini að það virðist sem ýmsir hafi lesið pistlana hans og það á meðal eldra fólk sem hafi iðulega hringt í sig með ýmis vandræði sem hann hafi reynt að leysa úr. Nú má mér svo sem standa á sama um þótt einhver pistlahöfundur á Mogganum hætti en ég vildi þó koma smá atriði á framfæri. Ofnarnir í íbúðinni hjá foreldrum mínum voru farnir að hitna lakar en þeir höfðu gert. Mamma hafði hringt í pípara og fékk lítil svör, en þau þó helst að það þyrfti líklega að skipta öllu klabbinu út. Hún var ekki alveg sátt við það en vissi varla hvert átti að leita eftir ráðum sem hún gat treyst. Iðnaðarmenn hafa margir hverjir ekki verið þeir ábyggilegustu á undanfrönum mánuðum í öllum Hrunadansinum sem stiginn hefur verið í samfélaginu. Þá datt henni í hug að hringja í pistlahöfund Lagnafrétta. Hann tók henni vel og daginn eftir var kominn maður. Hann kláraði viðgerðina á innan við klukkutíma. Smá rofi í brettinu var bilaður. Ekkert má. Hún er þessum ágæta manni mjög þakklát fyrir hjálpina og er greinilega ekki ein um það. En ef menn kóa ekki með gildandi viðhorfum þá eru menn bara reknir.
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Stundum verða málin dálítið flókin. Bankastjóri Nýja Glitnis er æfur yfir að einhver hefur lekið út lánabók gamla Glitnis þar sem bankastjóri Nýja Glitnis vann áður en hann tók við Nýja Glitni. Gamli Glitnir er þrotabú sem fór á hausinn vegna ákvarðana sem teknar voru og vegna ákvarðana sem ekki voru teknar. Líklega hefur bankastjóri Nýja Glitnis staðið að hvorutveggja á meðan hún var einn af yfirstjórnendum Gamla Glitnis. ég fæ hins vega rekki sé hvað bankastjóra Nýja Glitnis kemur þrotabú Gamla Glitnis við. Skilanefnd fer með þrotabú Gamla Glitnis. Þó kemur henni þrotabúið við að einu leyti. Hún er kannske hrædd við að upplýsingar sem gætu reynst henni óþægilegar gætu komið upp á yfirborðið ef faruð er að glugga í lánabækur opinberlega. Því er reynt að berja allan svona leka niður með harðri hendi. Þeim mun meiri ástæða er til að fá allt upp á yfirborðið. Var ekki einhver kona sem seinna kom í mat á Bessastöðum dæmd í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að senda rangar upplýsingar inn á markaðinn. Það er eins og mig minni það. Getur verið að hún heiti Mary Stewart? Gott ef ekki er. Hvað er það annað en að senda rangar upplýsingar inn á markaðinn ef stórir eigendur banka stofna gerfifélög, láta bankana lána þeim hellings pening sem eru notaðir til að kaupa bréf í fyrirtækjum sem eru á fallanda fæti? Það er eins gott að það eru komnir flatskjáir í fangelsið á Akureyri. Viðbrigðin verða þá minni en ella. Það væri vafalaust hræðilegt að þurfa að fara að horfa á túpu á nýjan leik.
Bankakerfið er hrunið. Þjóðin skuldsett upp fyrir haus. Útlitið er þannig að ég vil helst ekki lýsa því. Engu að síður kemur lögmaður fram á síðum Fréttablaðsins og fjallar um hver það sé hættulegt það sé réttarkerfinu ef hrun bankanna sé rannsakað sem sakamál og rætt sé um að kyrrsetja eigur eigenda bankanna. Hverra hagsmuna þjóna svona skrif? Í það minnsta ekki þjóðarinnar.
Í Morgunblaðinu í dag er á baksíðu viðtal við konu frá Eþíópíu sem sagðist fyrst hafa upplifað hvað jafnrétti kynjanna er í raun og veru þegar hún fluttist hingað til lands. Skyldi Jafnréttisstofa, Feministafélagið og aðrir þeir sem hafa hæst um hið mikla ójafnrétti kynjanna hérlendis lesið þetta. Líklega ekki. Alla vega hefur engin yfirlýsing komið frá þeim um efnið.
Í hinum annars ágæta þætti Dagvakt er stór kerlingarbrussa látin nauðga ístöðulitlum karlmanni. Það fannst flestum mjög fyndið. Engin Tsunami reiðinnar reis í bloggheimum. Það varð hins vegar allt vitlaust hér um árið þegar Oddi gaf út dagbók með málsháttum sem feministum fannst niðurlægjandi fyrir konur. Það varð einnig allt vitlaust þegar eitthvað lyftarafyrirtæki auglýsti lyftara með því að birta teiknimynd af lyftara sem lyfti undir pils á konu. Einhverjir sniðugir strákar hafa nú gert myndband í þessu sambandi og dreift því á netinu. Á myndbandinu hefur stór feitur karlskratti í frammi tilburði til að nauðga ungri stelpu. Það er ekki mjög fyndið. Það þykir hinsvegar fyndið þegar hlutverkum er víxlað.
Neil er kominn í mark í Mexícó á 242 klst, 24 mín og 30 sek. Alveg magnað. Maður getur ekki verið annað en stoltur yfir að þekkja svona jaxl. Hann varð í 6. sæti og vann sig upp um 3 sæti á hlaupunum. Hvernig er þetta eiginlega hægt? Það er bara vonandi að hann nái sér vel og bíði ekki skaða af þessu. Hann er það magnaður hlaupari að þar er hans sérsvið. Maraþon, 100 km og alvöru ultra.
Bankakerfið er hrunið. Þjóðin skuldsett upp fyrir haus. Útlitið er þannig að ég vil helst ekki lýsa því. Engu að síður kemur lögmaður fram á síðum Fréttablaðsins og fjallar um hver það sé hættulegt það sé réttarkerfinu ef hrun bankanna sé rannsakað sem sakamál og rætt sé um að kyrrsetja eigur eigenda bankanna. Hverra hagsmuna þjóna svona skrif? Í það minnsta ekki þjóðarinnar.
Í Morgunblaðinu í dag er á baksíðu viðtal við konu frá Eþíópíu sem sagðist fyrst hafa upplifað hvað jafnrétti kynjanna er í raun og veru þegar hún fluttist hingað til lands. Skyldi Jafnréttisstofa, Feministafélagið og aðrir þeir sem hafa hæst um hið mikla ójafnrétti kynjanna hérlendis lesið þetta. Líklega ekki. Alla vega hefur engin yfirlýsing komið frá þeim um efnið.
Í hinum annars ágæta þætti Dagvakt er stór kerlingarbrussa látin nauðga ístöðulitlum karlmanni. Það fannst flestum mjög fyndið. Engin Tsunami reiðinnar reis í bloggheimum. Það varð hins vegar allt vitlaust hér um árið þegar Oddi gaf út dagbók með málsháttum sem feministum fannst niðurlægjandi fyrir konur. Það varð einnig allt vitlaust þegar eitthvað lyftarafyrirtæki auglýsti lyftara með því að birta teiknimynd af lyftara sem lyfti undir pils á konu. Einhverjir sniðugir strákar hafa nú gert myndband í þessu sambandi og dreift því á netinu. Á myndbandinu hefur stór feitur karlskratti í frammi tilburði til að nauðga ungri stelpu. Það er ekki mjög fyndið. Það þykir hinsvegar fyndið þegar hlutverkum er víxlað.
Neil er kominn í mark í Mexícó á 242 klst, 24 mín og 30 sek. Alveg magnað. Maður getur ekki verið annað en stoltur yfir að þekkja svona jaxl. Hann varð í 6. sæti og vann sig upp um 3 sæti á hlaupunum. Hvernig er þetta eiginlega hægt? Það er bara vonandi að hann nái sér vel og bíði ekki skaða af þessu. Hann er það magnaður hlaupari að þar er hans sérsvið. Maraþon, 100 km og alvöru ultra.
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Það er mikið talað um að það eigi að afnema verðtryggingu eins og það sé eingöngu spurning um vilja en ekki getu. Skoðum þetta aðeins nánar. Húseigendur taka lán hjá Íbúðarlánasjóði, lífeyrissjóðum eða bönkum. Íbúðarlánasjóður fjármagnar sig t.d. með lánum frá lífeyrissóðum. Bankar tóku lán hjá einhverjum öðrum bönkum. ef íbúðareigendur sem hafa tekið lán greiða lánin til baka með verðminni krónum en þeir tóku að láni þá tapar lánveitandinn og getur ekki borgað sín lán til baka. Ef Íbúðarlánasjóður borgar t.d. lífeyrissjóðum lánin til baka með með verðminni krónum en þeir fengu þá munu lífeyrissjóðirnir ekki lána Íbúðarlánasjóði peninga aftur ef þeir vilja ekki tapa fjármunum og láta lífeyri landsmanna rýrna. en er þá rétt að allir hafi sitt á hreinu nema það aumingja fólk sem verður að taka lán til að koma sér húsnæði yfir höfuðið. Hér á landi eru því sem næst engir valkostir aðrir en að kaupa íbúð. Búseti hefur mjög lítið umfang og leigumarkaður afar vanþróaður og óstabíll. Stjórnvöld hafa keyrt séreignastefnuna af mikilli hörku. Því eru aðrir valkostir en að kaupa íbúð mjög takmarkaðir. Þegar allt fer í kássu eins og hérlendis þá sér verðtryggingin um það að allir hafa sitt á hreinu nema þeir sem hafa tekið lán. Þá er eðlilegt að spurt sé hvort það sé eðililegt að fólk sem er með verðtryggð lán eigi að taka alfarið á eigin herðar tímabundið verðfall krónunnar ef gengi hennar fellur mikið um skamman tíma. Skal kosta því til að fjöldi fólks verði gjaldþrota vegna þessa kerfis eða á að dreifa byrðunum. Þá er það hrein stjórnvaldsaðgerð að taka ákvörðun um annað tveggja, lífeyrissjóðirnir skulu gefa eftir af eignum sínum eða ríkið tekur lán, dreifir þannig byrðunum á alla landsmenn og bætir Íbúðarlánasjóði upp það tap sem hann verður fyrir ef honum er borgað til baka með verðminni krónum en hann lánaði út. Þetta er ekki bara spurnig um að afnema verðtryggingu heldur hvar á tapið af verðminni krónum að lenda.
Maður sér að það er að fara af stað eitthvað átak gegn kynbundnu ofbeldi. Fjöldi samtaka stendur á bak við það. Kynbundið ofbeldi er í hugum þeirra sem standa að baki þessu átaki það að karlar lemji konum eða séu á annan hátt djöfullegir við þær. Umræðan er yfir höfuð þannig rekin eins og þetta sé eina ofbeldið í þjóðfélaginu. Slík umræða er á mjög mikllum villigötum. Ég er ekki að mæla því bót að einstakllingur beiti annan einstakling ofbeldi, ég er hins vegr pirraður út í þessa einsleitnu umræðu sem hefur fengið að viðgangast í samfélaginu. Það væri gaman að fá upplýsignar um hvort kynið sé skráð með fleiri áverkatilfellum á slysavarðsstöfum og sjúkrahúsum. Meðan að ekki er sýnt fram á annað þá hef ég trú á að það séu fleir karlar en komunr sem fái áverka af hálfu annars einstaklings yfir það heila. Þá er sagt, andlegt ofbeldi sést ekki og er ekki skráð á slysavarðsstofum. Mikið rétt en heldur fólk yfirleitt að andlegt ofbeldi sé einungis á aðra hliðina. Það er nefnilega svo að karlar eru miklu dulari að þessu leyti en konur. Körlum finnst minnkun að þvi að viðurkenna það að konan beiti þá ofbeldi á meðan konur tala um allt og allt við aðrar konur og þar á meðal ef karlinn er einhver hundaskítur. Sjálfsmorðstíðni er miklu meiri meðal karla en kvenna. Skyldi það eiga einhverjar rætur í þetta dulda ofbeldi. Af hverju er síðan ekki minnst á ofbeldi kvenna gagnvart öðrum konum. Er það eitthvað tabú?
Nýlega birtist í blöðunum mynd af hópi kvenna fyrir framan norska sendiráðið þar sem þær skáluðu í kampavíni yfir því að norðmenn hafa ákveðið að banna vændi. Þær töluðu um þessa ákvörðun sem mikinn áfanga í kvenréttindabaráttunni. Vita þessar ágætu konur ekki að það eru fleiri strákar en stelpur á framhaldsskólaaldri sem selja sig hérlendis? Það talar enginn um þetta? Skítt með það, þetta eru hvort sem er bara strákaskrattar.
Neil er í sjötta sæti eftir um 222 klst. Hann á eftir um 140 km. Það eru svona tveir sólarhringar!!! Tveir eru búnir, þjóðverjinn Heinig og svíinn Martens. Þjóðverjinn er einungis 27 ára gamall og er yngsti heimsmeistarinn í 10 x Ironman nokkru sinni. Martins er aftur á móti 51 árs. Slóðin er www.multisport.com.mx
Maður sér að það er að fara af stað eitthvað átak gegn kynbundnu ofbeldi. Fjöldi samtaka stendur á bak við það. Kynbundið ofbeldi er í hugum þeirra sem standa að baki þessu átaki það að karlar lemji konum eða séu á annan hátt djöfullegir við þær. Umræðan er yfir höfuð þannig rekin eins og þetta sé eina ofbeldið í þjóðfélaginu. Slík umræða er á mjög mikllum villigötum. Ég er ekki að mæla því bót að einstakllingur beiti annan einstakling ofbeldi, ég er hins vegr pirraður út í þessa einsleitnu umræðu sem hefur fengið að viðgangast í samfélaginu. Það væri gaman að fá upplýsignar um hvort kynið sé skráð með fleiri áverkatilfellum á slysavarðsstöfum og sjúkrahúsum. Meðan að ekki er sýnt fram á annað þá hef ég trú á að það séu fleir karlar en komunr sem fái áverka af hálfu annars einstaklings yfir það heila. Þá er sagt, andlegt ofbeldi sést ekki og er ekki skráð á slysavarðsstofum. Mikið rétt en heldur fólk yfirleitt að andlegt ofbeldi sé einungis á aðra hliðina. Það er nefnilega svo að karlar eru miklu dulari að þessu leyti en konur. Körlum finnst minnkun að þvi að viðurkenna það að konan beiti þá ofbeldi á meðan konur tala um allt og allt við aðrar konur og þar á meðal ef karlinn er einhver hundaskítur. Sjálfsmorðstíðni er miklu meiri meðal karla en kvenna. Skyldi það eiga einhverjar rætur í þetta dulda ofbeldi. Af hverju er síðan ekki minnst á ofbeldi kvenna gagnvart öðrum konum. Er það eitthvað tabú?
Nýlega birtist í blöðunum mynd af hópi kvenna fyrir framan norska sendiráðið þar sem þær skáluðu í kampavíni yfir því að norðmenn hafa ákveðið að banna vændi. Þær töluðu um þessa ákvörðun sem mikinn áfanga í kvenréttindabaráttunni. Vita þessar ágætu konur ekki að það eru fleiri strákar en stelpur á framhaldsskólaaldri sem selja sig hérlendis? Það talar enginn um þetta? Skítt með það, þetta eru hvort sem er bara strákaskrattar.
Neil er í sjötta sæti eftir um 222 klst. Hann á eftir um 140 km. Það eru svona tveir sólarhringar!!! Tveir eru búnir, þjóðverjinn Heinig og svíinn Martens. Þjóðverjinn er einungis 27 ára gamall og er yngsti heimsmeistarinn í 10 x Ironman nokkru sinni. Martins er aftur á móti 51 árs. Slóðin er www.multisport.com.mx
mánudagur, nóvember 24, 2008
Eru þingmenn fyrst nú að átta sig á hvað hin gríðarlega lántaka ríkisins þýðir inn í framtíðina? Ég sá að einn þeirra talaði í dag um þá byrði sem verið er að leggja á þjóðina sem eitthvað alveg nýuppgötvað. Þetta er mjög einfalt. 4% vextir af 1000 milljörðum er 40 milljarðar á ári. Ef 1000 milljarðar eru greiddir niður á 20 árum þá eru það 50 milljarðar á ári. Samtals eru því afborganir og vextir 90 milljarðar á ári. Hvað kemur til baka vegna eignasölu bankanna er alsendis óljóst. Ég þekki vitaskuld ekki allar forsendur nákvæmlega en það er hægt að átta sig á hlutunum á þennan hátt. Það er rétt að búast við því versta því hið góða sakar ekki. Heildartekjur sveitarfélaganna í landinu í fyrra voru um 170 milljarðar. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 sem lagt var fram í septemberlok voru tekjur ríkisins áætlaðar 450 milljarðar en útgjöld 507 milljarðar. Ef gert er ráð fyrir 10% samdrætti í tekjum ríkisins á næsta ári frá því sem ætlað var í septemberlok vegna aukins atvinnuleysis, minni tekna af fjármagnstekjuskatti, veltusköttum og staðgreiðslu þá færu þær niður í ca 400 milljarða. Gefin hefur verið út lína um 10% niðurskurð hjá ríkisstofnunum frá fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Segjum að það takist og útgjöld ríkisins verði 450 milljarðar. Þannig er hægt að sjá hvílík gríðarleg byrði leggst á landsmenn vegna hinnar miklu skuldaaukningar. Gert er ráð fyrir að afborganir hefjist ekki fyrr en eftir nokkur ár og þá verði efnahagslífið vonandi farið að rísa úr öldudalnum. Sama er, það er hægt að setja þessar stærðir í samhengi við aðrar stærðir í þjóðarbúskapnum á þennan hátt í grófum dráttum. Fyrir höndum eru skattahækkanir og mikill niðurskurður á ríkisútgjöldum.
Það er tvennt sem mér finnst skipta meginmáli í stöðunni eins og hún er í dag. Í fyrtsa lagi skiptir gríðarlegu máli hvernig haldið verður á málum í Seðlabankanum. Mun lánið frá AGS brenna upp í veikburða tilraun til að halda uppi gengi krónunnar og hún muni svo sökkva þegar það er búið. Á árunum frá 1991 til 1995 féll rússneska rúblan úr 30 rúblum á móti dollar í 5500 rúblur á móti dollar bara svona sem dæmi. Í öðru lagi verður að tryggja að fyrirtækin séu ekki afhent vildarvinum bankaklíknanna á spottprís en skuldirnar skildar eftir á herðum þjóðarinnar. Ég verð að segja að maður treystir engu og engum eins og staðan er í dag.
GIFT heitir eignarhaldsfélag sem fór með eignir Samvinnutrygginga sem einu sinni var til. Í fyrra var skipuð skilanefnd yfir þeim 30 milljörðum sem voru til í sjóðum félagsins samkvæmt fréttum í fjölmiðlum. Það er ósköp einfaldlega hægt að Googla Samvinnutryggingar eða GIFT og þá koma upp fréttir um málið. Þessum fjármunum átti að skila til fyrrum viðskiptavina félagsins samkvæmt ákveðnum reglum. Í dag eru þessir peningar allir búnir, farnir. Þrjátíu milljarðar. Common. Hvaða snillingar tapa þrjátíu milljörðum sem búið er að setja í skilanefnd? Staðreyndir eru að þrátt fyrir að það hafi verið búið að setja skilanefnd yfir þessa fjármuni þá var engu að síður haldið áfram að höndla með þá og einhvern veginn tókst svo óhönduglega til að það tapaðist allt. Maður hefur heyrt að þessi sjóður hafi verið notaður til að kaupa hlutabréf ákveðinna aðila í verðlausum fyrirtækjum. Hvar er réttarríkið? Eiga hlutaðeigandi bara að komast upp með að segja ekki neitt, ekki einu sinni því miður, ekki má persónugera vandann í þessu frekar en á öðrum sviðum heldur bara taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti? Maður spyr.
Neil er kominn í 6. sæti í Mexíkó. Keppendur eru búnir að vera að í 199 klst og 30 mín. Sá ssem lengst er kominn er Heinig frá Þýskalandi. Hann er búinn með 388 km og á því 34 km eftir!!! Það eru allir búnir að hjóla. Neil er búinn að fara 237 km af þeim 422 km sem hann verður að leggja undir fót. Hann hleypur nú tvo hringi og gengur einn. Síðasta hringinn fór hann á 16.30 mín. Hringurinn er 1900 metrar. Hann hefur þetta vonandi úr þessu með skynsemi og þrautseigju enda þótt þetta sé erfitt. Maður vonar það bara að hann bíði ekki skaða af þessum ósköpum.
Það er tvennt sem mér finnst skipta meginmáli í stöðunni eins og hún er í dag. Í fyrtsa lagi skiptir gríðarlegu máli hvernig haldið verður á málum í Seðlabankanum. Mun lánið frá AGS brenna upp í veikburða tilraun til að halda uppi gengi krónunnar og hún muni svo sökkva þegar það er búið. Á árunum frá 1991 til 1995 féll rússneska rúblan úr 30 rúblum á móti dollar í 5500 rúblur á móti dollar bara svona sem dæmi. Í öðru lagi verður að tryggja að fyrirtækin séu ekki afhent vildarvinum bankaklíknanna á spottprís en skuldirnar skildar eftir á herðum þjóðarinnar. Ég verð að segja að maður treystir engu og engum eins og staðan er í dag.
GIFT heitir eignarhaldsfélag sem fór með eignir Samvinnutrygginga sem einu sinni var til. Í fyrra var skipuð skilanefnd yfir þeim 30 milljörðum sem voru til í sjóðum félagsins samkvæmt fréttum í fjölmiðlum. Það er ósköp einfaldlega hægt að Googla Samvinnutryggingar eða GIFT og þá koma upp fréttir um málið. Þessum fjármunum átti að skila til fyrrum viðskiptavina félagsins samkvæmt ákveðnum reglum. Í dag eru þessir peningar allir búnir, farnir. Þrjátíu milljarðar. Common. Hvaða snillingar tapa þrjátíu milljörðum sem búið er að setja í skilanefnd? Staðreyndir eru að þrátt fyrir að það hafi verið búið að setja skilanefnd yfir þessa fjármuni þá var engu að síður haldið áfram að höndla með þá og einhvern veginn tókst svo óhönduglega til að það tapaðist allt. Maður hefur heyrt að þessi sjóður hafi verið notaður til að kaupa hlutabréf ákveðinna aðila í verðlausum fyrirtækjum. Hvar er réttarríkið? Eiga hlutaðeigandi bara að komast upp með að segja ekki neitt, ekki einu sinni því miður, ekki má persónugera vandann í þessu frekar en á öðrum sviðum heldur bara taka þessu eins og hverju öðru hundsbiti? Maður spyr.
Neil er kominn í 6. sæti í Mexíkó. Keppendur eru búnir að vera að í 199 klst og 30 mín. Sá ssem lengst er kominn er Heinig frá Þýskalandi. Hann er búinn með 388 km og á því 34 km eftir!!! Það eru allir búnir að hjóla. Neil er búinn að fara 237 km af þeim 422 km sem hann verður að leggja undir fót. Hann hleypur nú tvo hringi og gengur einn. Síðasta hringinn fór hann á 16.30 mín. Hringurinn er 1900 metrar. Hann hefur þetta vonandi úr þessu með skynsemi og þrautseigju enda þótt þetta sé erfitt. Maður vonar það bara að hann bíði ekki skaða af þessum ósköpum.
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Hvað voru þeir eiginlega að hugsa sem hvöttu fólk á útifundinum til að storma upp að lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær og grípa til aðgerða. Vita þeir ekki að slík herhvöt er eins og að sitja á púðurtunnu og vera að kveikja sér í sígarettu. Þegar múgurinn reynir síðan að brjótast inn í lögrelgustöðina þá er ekkert annað en að gera fyrir lögregluna en að ná undirtökum á ástandinu. Í öllum nálægum löndum hefði það verið gert með vatnsbílum, lögreglum ríðandi á hestum, shefferhundum og vopnaðri óeirðalögreglu með skildi og kylfur. Hér þarf að vísu ekki meir en eitt sprey úr piparúðabrúsa til að róa ástandið og mega nærstaddir þakka fyrir að vera á Íslandi við aðstæður eins og þeir voru búnir að skapa. Að gera tilraun til að brjótast inn í meginlögreglustöð landsins er bein árás á réttarríkið. Skiptir þá ekki máli þótt inni fyrir sitji strákur sem hefði átt að boða til afplánunar með formlegum hætti. Þessir s.k. aktivistar halda að þeir megi gera allt sem þeim dettur í hug bara af því þeir skilgreina sig sem einhverja aktivista. Mér finnst að vísu þetta með Bónusfánann ósköp saklaust og í raun dálítið dæmigert fyrir viðhorf margra. Það er allt annað mál en að skemma vinnuvélar fyrir austan. Maður getur síðan ekki annað en spurt sig hvað eru sextán ára krakkar að gera í fararbroddi á svona hópum. Ég held að foreldrar þeirra ættu að hugsa sinn gang og sinna krakka gang áður en þeir fara að skammast út í lögregluna. Maður spyr sig hvort þetta verði svona næstu helgar. Fólk safnast saman á Austurvelli, hlustar á æsingaræður eins og í gær og svo fara krakkarnir og kasta eggjum og klósettpappír í þinghúsið. Hvenær fara þeir að kasta grjóti?
Það kom berlega í ljós í dag hve gott það er að eiga fjölmiðil þegar farið er að gagnrýna eigendur fjölmiðilsins fyrir hvað hann hefur gert við bankann sem hann átti líka. Ég er ekki viss um að það hefði hver sem er fengið pláss á leiðarasíðunin með hálfsdags fyrirvara. Það var svo við hæfi hver skrifaði leiðarann við hliðina þar sem hrópað var á hjálp. Sá sem skrifaði leiðarann gerði hvað hann gat til að koma orkulindum Reykjavíkurborgar í hendur þess sem var hægra megin á síðunni fyrir rúmu ári síðan. Skemmtileg tilviljun. Mér fannst aftur á móti fréttastofa ríkisútvarpsins hönda þetta mál skrítilega. Fréttatíminn byrjaði á því að það var byrjað á því að flytja varnarræðu bankaeigandans en síðan var farið yfir það sem skrifað var í Moggann. Að mínu viti var greinin í Mogganum fréttin en ekki það að bankaeigandinn skyldi vísa öllum ásökunum sem þar komu fram á bug. Maður hefur svo sem heyrt þá ræðu áður. Það er alveg ljóst að þar sem reikningurinn fyrir þessr slaufur allar er kominn á borð almennigns þá verður að gera kröfu til opinberrar rannsóknar á svona verðknaði. Það er vonandi að útgerðarmaðurinn í Bolungarvík komist ekki elngur undan því að tjá sig ef hann væri kominn í formlegar yfirheyrslur.
Nú er mesta hættan á því að það sé verið að selja vildarvinum bankanna bestu bitana úr kerfinu fyrir slikk og skilja skuldirnaréftir á borði Alþingis. Það má minna á 365 þar sem það bitastæða var selt út úr félaginu en draslið skilið eftir. Hagar kaup það besta út BT en skilja búðarræfilinn og skuldirna reftir. Nú síðast er það Trygginarmiðstöðin, helsti bitinn í Stoðum. Af hverju ætli hafi það verið margtuggið í fréttum að tilboðið væri mun hærra en verðmæti fyrirtækisins. Ósköp einfaldlega vegna þess að það er lygi. Hvaða kaupsýslumaður með viti ætli sé svo góðhjartaður að hann kaupi fyrirtæki á miklu hærra verði en virði fyrirtækisins er ef það hangi ekki eitthvað á spítunni? Stjórnvöld myndu róa ástandið mikið ef þau rusluðu öllu liðinu út úr bönkunum sem heldur áfram með svínaríið eins og það gekk til fyrir hrunið og kölluðu til verka erlenda bankamenn til að stýra þeim næstu misserin. Það gengur einfaldlega ekki að hafa gamla klíkugengið áfram þarna inni. Ef ráðamenn þjóðarinnar skilja þetta ekki þá er eitthvað mikið að.
Það er dálítið einkennilegt að bókin um forsetann skuli koma út áður en hann lýkur embættistíð sinni. Það er ekkert óeðlilegt að taka saman á bókarformi yfirlit um það helsta sem gekk á í forsetatíð ÓRG en að gera það áður en tímabilið er búið er skrítið. Ætli bindi nr. 2 sé í burðarliðnum? Það er ekki nema eðlilegt að spekulationir komi upp með að bókinni hafi átt að lansera í kosningabaráttunni ef hann skyldi hafa fengið mótframboð í vor.
Danska serían Sommer er fín eins og danskar seríur eru yfirleitt. Danir slógu með sjónvarpsseríunni Matador fyrir 30 árum eða svo. Hún hafði gríðarlegt áhorf. Mér fannst ég kannast við leikarann í Sommer sem leikur gamla lækninn sem fær Alzheimer. Mikið rétt, þetta var Jesper Langberg sem lék bankdirektör Skjern í Matador. Bankdirektör Skjern var mjög penn piparsveinn sem spilaði meðal annars á selló í tríói með lækninum og kennslukonunni. Ég sat í stjórn dansk íslenska félagsins í kringum 1990 þegar Matador serían var sýnd í annað skipti hérlendis. Formaðurinn átti inni miða hjá Flugleiðum og okkur þótti tilvalið að reyna að fá leikara úr Matador til landsins. Það var úr að við fengum Jesper Langberg alias bankdirektör Skjern. Það var auglýstur fundur í norræna húsinu þar sem nefndur Langberg myndi tala um Matador. Húsið stappfylltist og voru þar mestanpart eldri konur með hatta. Langberg talaði lengi um Matador og gerði það mjög vel. Það var eins og hann væri að koma úr fermingarveislu og væri að segja þeim sem komust ekki í veisluna hvernig hinir og þessir ættingjarnir hefðu það, hvernig þeir litu út og hvað þeir gerðu. Fundurinn var mikil söksess. Það þótti rétt að gera leikaranum eitthvað til gottgörelsis efir fundinn og var ákveðið að bjóða honum út að borða á grillinu á Sögu. Þannig stóð á að það gat enginn farið með honum nema formaðurinn. Segir ekki meir af veislunni fyrr en formaðurinn hringir í mig þremur dögum síðar og er hálf niðurlútur í símann. Kvöldmaturinn sem ætlaður var heldur hóflegur hafði farið eithvað úr böndunum og þeir höfðu drukkið stíft báðir tveir lengi kvölds. Reikningurinn hljóðaði upp á 70% af ársveltu félagsins þegar upp var staðið og ég var gjaldkerinn. Af leikaranum Jesper Langberg mundi formaðurinn það síðast að hann stóð úti á stétt fyrir utan Sögu snemma nætur og hrópaði "Jeg vil ha damer"
Þessi atburður varð til þess að formaður félagsins hætti fyrr en ætlað var og nýir kraftar komu að félaginu. Í auraleysinu var mikið spekúlerað í hvað mætti til bragðs að taka. Niðurstaðan var að halda danska kvikmyndahátíð vorið eftir. Það var ekki síðri söksess heldur og fundurinn í Norræna húsinu og félagið græddi hundruð þúsunda. Það var allt í einu orðið stórríkt á svona félaga vísu. Svona getur upprisan verið í fallinu falin.
Mér hefur fundist þátturinn Gott kvöld á laugardagskvöldum alltaf hafa verið tilgerðarlegur og leiðinlegur. Undantekningin var þátturinn með Eyvöru Pálsdóttur. Það er erfitt að lýsa því en þegar einlægni og útgeislun fara saman þá situr eitthvað eftir. Lag hennar um systur sínar er þannig að þau gerast vart betri. Í gærkvöldi sökk þátturinn aftur til botns í tilgerðarpyttinn. Þegar uppgerðarfliss og innihaldslaust blaður er kjölfestan í svona þætti þá er mál að linni.
Neil er í 8. sæti og búinn að hlaupa/skokka/ganga 140 km. Það eru 280 km eftir eða 2/3 af vegnalengdinni. Alls eru 14 keppendur eftir af tuttugu. Önnur konan hætti í dag. Svíinn Martens er kominn í annað sætið. Þjóðverjinn Heinig er kominn með forystuna. Martens er orðinn ansi slitinn. Það er farið að draga verulega af keppnendum enda ekki furða. Bólgnir fætur, aumar hásinar, hné og öklar í ólagi. Það er allur pakkinn.
Það kom berlega í ljós í dag hve gott það er að eiga fjölmiðil þegar farið er að gagnrýna eigendur fjölmiðilsins fyrir hvað hann hefur gert við bankann sem hann átti líka. Ég er ekki viss um að það hefði hver sem er fengið pláss á leiðarasíðunin með hálfsdags fyrirvara. Það var svo við hæfi hver skrifaði leiðarann við hliðina þar sem hrópað var á hjálp. Sá sem skrifaði leiðarann gerði hvað hann gat til að koma orkulindum Reykjavíkurborgar í hendur þess sem var hægra megin á síðunni fyrir rúmu ári síðan. Skemmtileg tilviljun. Mér fannst aftur á móti fréttastofa ríkisútvarpsins hönda þetta mál skrítilega. Fréttatíminn byrjaði á því að það var byrjað á því að flytja varnarræðu bankaeigandans en síðan var farið yfir það sem skrifað var í Moggann. Að mínu viti var greinin í Mogganum fréttin en ekki það að bankaeigandinn skyldi vísa öllum ásökunum sem þar komu fram á bug. Maður hefur svo sem heyrt þá ræðu áður. Það er alveg ljóst að þar sem reikningurinn fyrir þessr slaufur allar er kominn á borð almennigns þá verður að gera kröfu til opinberrar rannsóknar á svona verðknaði. Það er vonandi að útgerðarmaðurinn í Bolungarvík komist ekki elngur undan því að tjá sig ef hann væri kominn í formlegar yfirheyrslur.
Nú er mesta hættan á því að það sé verið að selja vildarvinum bankanna bestu bitana úr kerfinu fyrir slikk og skilja skuldirnaréftir á borði Alþingis. Það má minna á 365 þar sem það bitastæða var selt út úr félaginu en draslið skilið eftir. Hagar kaup það besta út BT en skilja búðarræfilinn og skuldirna reftir. Nú síðast er það Trygginarmiðstöðin, helsti bitinn í Stoðum. Af hverju ætli hafi það verið margtuggið í fréttum að tilboðið væri mun hærra en verðmæti fyrirtækisins. Ósköp einfaldlega vegna þess að það er lygi. Hvaða kaupsýslumaður með viti ætli sé svo góðhjartaður að hann kaupi fyrirtæki á miklu hærra verði en virði fyrirtækisins er ef það hangi ekki eitthvað á spítunni? Stjórnvöld myndu róa ástandið mikið ef þau rusluðu öllu liðinu út úr bönkunum sem heldur áfram með svínaríið eins og það gekk til fyrir hrunið og kölluðu til verka erlenda bankamenn til að stýra þeim næstu misserin. Það gengur einfaldlega ekki að hafa gamla klíkugengið áfram þarna inni. Ef ráðamenn þjóðarinnar skilja þetta ekki þá er eitthvað mikið að.
Það er dálítið einkennilegt að bókin um forsetann skuli koma út áður en hann lýkur embættistíð sinni. Það er ekkert óeðlilegt að taka saman á bókarformi yfirlit um það helsta sem gekk á í forsetatíð ÓRG en að gera það áður en tímabilið er búið er skrítið. Ætli bindi nr. 2 sé í burðarliðnum? Það er ekki nema eðlilegt að spekulationir komi upp með að bókinni hafi átt að lansera í kosningabaráttunni ef hann skyldi hafa fengið mótframboð í vor.
Danska serían Sommer er fín eins og danskar seríur eru yfirleitt. Danir slógu með sjónvarpsseríunni Matador fyrir 30 árum eða svo. Hún hafði gríðarlegt áhorf. Mér fannst ég kannast við leikarann í Sommer sem leikur gamla lækninn sem fær Alzheimer. Mikið rétt, þetta var Jesper Langberg sem lék bankdirektör Skjern í Matador. Bankdirektör Skjern var mjög penn piparsveinn sem spilaði meðal annars á selló í tríói með lækninum og kennslukonunni. Ég sat í stjórn dansk íslenska félagsins í kringum 1990 þegar Matador serían var sýnd í annað skipti hérlendis. Formaðurinn átti inni miða hjá Flugleiðum og okkur þótti tilvalið að reyna að fá leikara úr Matador til landsins. Það var úr að við fengum Jesper Langberg alias bankdirektör Skjern. Það var auglýstur fundur í norræna húsinu þar sem nefndur Langberg myndi tala um Matador. Húsið stappfylltist og voru þar mestanpart eldri konur með hatta. Langberg talaði lengi um Matador og gerði það mjög vel. Það var eins og hann væri að koma úr fermingarveislu og væri að segja þeim sem komust ekki í veisluna hvernig hinir og þessir ættingjarnir hefðu það, hvernig þeir litu út og hvað þeir gerðu. Fundurinn var mikil söksess. Það þótti rétt að gera leikaranum eitthvað til gottgörelsis efir fundinn og var ákveðið að bjóða honum út að borða á grillinu á Sögu. Þannig stóð á að það gat enginn farið með honum nema formaðurinn. Segir ekki meir af veislunni fyrr en formaðurinn hringir í mig þremur dögum síðar og er hálf niðurlútur í símann. Kvöldmaturinn sem ætlaður var heldur hóflegur hafði farið eithvað úr böndunum og þeir höfðu drukkið stíft báðir tveir lengi kvölds. Reikningurinn hljóðaði upp á 70% af ársveltu félagsins þegar upp var staðið og ég var gjaldkerinn. Af leikaranum Jesper Langberg mundi formaðurinn það síðast að hann stóð úti á stétt fyrir utan Sögu snemma nætur og hrópaði "Jeg vil ha damer"
Þessi atburður varð til þess að formaður félagsins hætti fyrr en ætlað var og nýir kraftar komu að félaginu. Í auraleysinu var mikið spekúlerað í hvað mætti til bragðs að taka. Niðurstaðan var að halda danska kvikmyndahátíð vorið eftir. Það var ekki síðri söksess heldur og fundurinn í Norræna húsinu og félagið græddi hundruð þúsunda. Það var allt í einu orðið stórríkt á svona félaga vísu. Svona getur upprisan verið í fallinu falin.
Mér hefur fundist þátturinn Gott kvöld á laugardagskvöldum alltaf hafa verið tilgerðarlegur og leiðinlegur. Undantekningin var þátturinn með Eyvöru Pálsdóttur. Það er erfitt að lýsa því en þegar einlægni og útgeislun fara saman þá situr eitthvað eftir. Lag hennar um systur sínar er þannig að þau gerast vart betri. Í gærkvöldi sökk þátturinn aftur til botns í tilgerðarpyttinn. Þegar uppgerðarfliss og innihaldslaust blaður er kjölfestan í svona þætti þá er mál að linni.
Neil er í 8. sæti og búinn að hlaupa/skokka/ganga 140 km. Það eru 280 km eftir eða 2/3 af vegnalengdinni. Alls eru 14 keppendur eftir af tuttugu. Önnur konan hætti í dag. Svíinn Martens er kominn í annað sætið. Þjóðverjinn Heinig er kominn með forystuna. Martens er orðinn ansi slitinn. Það er farið að draga verulega af keppnendum enda ekki furða. Bólgnir fætur, aumar hásinar, hné og öklar í ólagi. Það er allur pakkinn.
laugardagur, nóvember 22, 2008
Ég var á smá ráðstefnu í dag á vegum Húmanistahreyfingarinnar. Pétur Guðjónsson, sá mæti maður, hringdi í mig fyrir skömmu og bað mig að taka þátt í umræðum eftir framsöguerindi. Umræðuefnið var bæði veraldlegt og huglægt. Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur, fluttu framsöguerindi. Það er svolítið tímanna tákn að Árni talaði um mjúka og huglæga hluti en Lilja um harða greiningu á stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Ég var sammála henni að flestu leyti nema að ég er ekki jafnsannfærður og hún að lánveiting AGS (Alþjóðagjaldeyrissjósðins)sé albölvuð. Ég held að það hefði enginn lánað okkur fjármuni nema að því fylgdu ákveðin skilyrði um aðhald, sparnað og aðgerðir í efnahagsmálum. Ef maður tekur sveitarfélag sem dæmi sem er búinn að spila rassinn úr buxunum með aðgerðum og aðgerðaleysi þá er engin von til að það fengi fyrirgreiðslu og lán nema að tryggt væri að það yrðu alger umskipti í stjórnsýslu sveitarfélagsins. Enda þótt það héti svo í orði kveðnu að sveitarstjórnin færi áfram með stjórnina þá hefði hún ekki heimild ti að taka neina einustu ákvörðum um ráðstöfun fjármuna umfram það sem væri bundið í kjarasamningum og öðrum samningum nema með vilja og vitund þeirra sem veittu þeim fyrirgreiðslu. Þannig eru nú bara. Það hefur einu sinni gerst á Íslandi að sveitarfélagi hefur verið settur tilsjónarmaður og sveitarstjórn sett til hliðar. Það er ekki gert nema að ljóst þyki að sveitarstjórn sé ófær um að taka á fyrirliggjandi viðfangsefnum.
Mér fannst eitt allrar athygli vert sem Lilja sagði í dag. Hún hélt því fram að það hefði hlaupið samskonar ofvöxtur í háskólana hérlendis eins og í bankana. Það vill segja að með fjölgun háskóla umfram getu er verið að gengisfella orðið háskólamenntun. Umræðan hefur oft verið þannig að það eigi að setja upp háskóla út um allt. Það segir sig sjálft að það gengur ekki. Með fullri virðingu fyrir mínu gamla heimahéraði Vestfjörðum þá sé ég ekki hvernig 7000 manns á að vera nægilega stórt upptökusvæði fyrir háskóla. Því fólki sem gengur í svokallaðan háskóla sem stendur ekki undir nafni er nefnilega enginn greiði gerður. Ég var aldrei sammála þeirri stefnu að fara að setja upp háskólakennslu í öllum mögulegum og ómögulegum greinum hérlendis. Við höfum ekki möguleika á að byggja upp nægilega öfluga kennslu í öllum þeim háskólagreinum sem menn hafa verið að káka í. Það er miklu gæfulegra að halda sig við ákveðinn grunn en semja við erlenda háskóla að áhugasamir nemendur geti stunda nám í þeim greinum erlendis sem við ráðum ekki við. Í annan stað hef ég alltaf fengið hroll þegar íslenskar stofnanir er að stilla sér upp í huganum við hlið hinna bestu í heiminum. Háskóli Íslands á að komast í hóp 100 bestu háskóla í heiminum. Það er hreint út sagt fáránleg stefnumótun. Hvað hafa margir vísindamenn við íslenskan háskóla verið orðaðir við Nóbelsverðlunin? Hve margir þeirra eru virkir þátttakendur í aljóðavísindasamfélaginu? Hver er hlutdeild vísindamanna við HÍ í skrifum í þekkt og viðurkennd vísindatímarit? O.s.frv. o.s.frv. Það er ágætt að hafa Brekkukotsannál í huga af og til.
Það var athyglisverð grein í Mogganum í dag. Agnes Bragadóttir hefur fengið sent afrit af lánabók Glitnis. Það er ljóst að það eru einhverjir þar innan dyra sem vilja koma af stað umræðu um stefnu bankans og vinnubrögð hans undanfarið. Agnes kemst að þeirri niðurstöðu að Glitnir hafi miskunnarlaust verið misnotaður til að kaupa hlutabréf í FL group til að halda uppi verði hlutabréfa í félaginu. Þetta er saknæmt í meira lagi ef rétt reynist. Í fyrsta lagi er Glitnir almenningshlutafélag og einn hluthafi á ekki að nota stöðu sína í félaginu sjálfum sér til hagsbóta umfram aðra. Í öðru lagi er það saknæmt að vera að manipúlera með markaðinn. Hann grundvallast á því að allir hafi sömu vitneskju. Með því að falsa gengi bréfa í fyrirtæki með tilbúinni eftirspurn er verið að senda röng skilaboð út á markaðinn og blöffa hugsanlega kaupendur. Staðhæfingum Agnesar hefur þegar verið mótmælt harkalega. Það er ekki óvænt. Vonandi þróast þetta mál þannig að fram fari alvöru skoðun á málinu sem geti leitt hið rétta í ljós.
Neil er byrjaður að hlaupa í Mexíco og búinn með sund (38 km) og hjólreiðar (1800 km). Sundið er fljótgert eða ca 10 klst. Hjólreiðarnar taka ca 6 daga. Eftir eru 422 km hlaup. Það tekur svona 5 - 6 daga. Nóg er að taka það eingöngu en eftir það sem á undan er gengið ætti það að vera meir en nóg fyrir flesta. Neil sagðist vera hræddastur við hjólreiðarnar en ef hann kæmist í gegum þær þá myndi hann komast alla leið enda þótt hann þyrfti að skríða. Neil er búinn með maraþon (á níu eftir). Martens hinn sænski er búinn með rúma 170 km og er nær 20 km á undan næsta manni. Sjötugur maður kláraði fimmfaldan Ironman í gær en það einnig keppt í þeirri þolraun. Það er sem sagt ekki of seint að byrja. Slóðin er www.multisport.com.mx
Við Jói, Stebbi og Biggi fórum góðan túr í morgun. Spáin var ekki góð en þegar á hólminn var komið var þetta allt í lagi. Smá vindur en ekki til skaða. Smá úrkoma en ekki til skaða.
María var að keppa á Silfurmóti ÍR í dag. Hún er á yngra ári í 15-16 ára meyja flokki. Hún komst á pall í öllum greinum sem hún keppti í nema í 60 m. hlaupi. Þar varð hún fjórða.
Mér fannst eitt allrar athygli vert sem Lilja sagði í dag. Hún hélt því fram að það hefði hlaupið samskonar ofvöxtur í háskólana hérlendis eins og í bankana. Það vill segja að með fjölgun háskóla umfram getu er verið að gengisfella orðið háskólamenntun. Umræðan hefur oft verið þannig að það eigi að setja upp háskóla út um allt. Það segir sig sjálft að það gengur ekki. Með fullri virðingu fyrir mínu gamla heimahéraði Vestfjörðum þá sé ég ekki hvernig 7000 manns á að vera nægilega stórt upptökusvæði fyrir háskóla. Því fólki sem gengur í svokallaðan háskóla sem stendur ekki undir nafni er nefnilega enginn greiði gerður. Ég var aldrei sammála þeirri stefnu að fara að setja upp háskólakennslu í öllum mögulegum og ómögulegum greinum hérlendis. Við höfum ekki möguleika á að byggja upp nægilega öfluga kennslu í öllum þeim háskólagreinum sem menn hafa verið að káka í. Það er miklu gæfulegra að halda sig við ákveðinn grunn en semja við erlenda háskóla að áhugasamir nemendur geti stunda nám í þeim greinum erlendis sem við ráðum ekki við. Í annan stað hef ég alltaf fengið hroll þegar íslenskar stofnanir er að stilla sér upp í huganum við hlið hinna bestu í heiminum. Háskóli Íslands á að komast í hóp 100 bestu háskóla í heiminum. Það er hreint út sagt fáránleg stefnumótun. Hvað hafa margir vísindamenn við íslenskan háskóla verið orðaðir við Nóbelsverðlunin? Hve margir þeirra eru virkir þátttakendur í aljóðavísindasamfélaginu? Hver er hlutdeild vísindamanna við HÍ í skrifum í þekkt og viðurkennd vísindatímarit? O.s.frv. o.s.frv. Það er ágætt að hafa Brekkukotsannál í huga af og til.
Það var athyglisverð grein í Mogganum í dag. Agnes Bragadóttir hefur fengið sent afrit af lánabók Glitnis. Það er ljóst að það eru einhverjir þar innan dyra sem vilja koma af stað umræðu um stefnu bankans og vinnubrögð hans undanfarið. Agnes kemst að þeirri niðurstöðu að Glitnir hafi miskunnarlaust verið misnotaður til að kaupa hlutabréf í FL group til að halda uppi verði hlutabréfa í félaginu. Þetta er saknæmt í meira lagi ef rétt reynist. Í fyrsta lagi er Glitnir almenningshlutafélag og einn hluthafi á ekki að nota stöðu sína í félaginu sjálfum sér til hagsbóta umfram aðra. Í öðru lagi er það saknæmt að vera að manipúlera með markaðinn. Hann grundvallast á því að allir hafi sömu vitneskju. Með því að falsa gengi bréfa í fyrirtæki með tilbúinni eftirspurn er verið að senda röng skilaboð út á markaðinn og blöffa hugsanlega kaupendur. Staðhæfingum Agnesar hefur þegar verið mótmælt harkalega. Það er ekki óvænt. Vonandi þróast þetta mál þannig að fram fari alvöru skoðun á málinu sem geti leitt hið rétta í ljós.
Neil er byrjaður að hlaupa í Mexíco og búinn með sund (38 km) og hjólreiðar (1800 km). Sundið er fljótgert eða ca 10 klst. Hjólreiðarnar taka ca 6 daga. Eftir eru 422 km hlaup. Það tekur svona 5 - 6 daga. Nóg er að taka það eingöngu en eftir það sem á undan er gengið ætti það að vera meir en nóg fyrir flesta. Neil sagðist vera hræddastur við hjólreiðarnar en ef hann kæmist í gegum þær þá myndi hann komast alla leið enda þótt hann þyrfti að skríða. Neil er búinn með maraþon (á níu eftir). Martens hinn sænski er búinn með rúma 170 km og er nær 20 km á undan næsta manni. Sjötugur maður kláraði fimmfaldan Ironman í gær en það einnig keppt í þeirri þolraun. Það er sem sagt ekki of seint að byrja. Slóðin er www.multisport.com.mx
Við Jói, Stebbi og Biggi fórum góðan túr í morgun. Spáin var ekki góð en þegar á hólminn var komið var þetta allt í lagi. Smá vindur en ekki til skaða. Smá úrkoma en ekki til skaða.
María var að keppa á Silfurmóti ÍR í dag. Hún er á yngra ári í 15-16 ára meyja flokki. Hún komst á pall í öllum greinum sem hún keppti í nema í 60 m. hlaupi. Þar varð hún fjórða.
föstudagur, nóvember 21, 2008
Nú skil ég þetta með STÍM. Vilhjálmur Bjarnason skýrði fléttuna út með skilmerkilegum hætti í kvöld. Glitnir var að falsa eignastöðu sína. Með því að lána fjármagn út til einhverra félagaþá var komin viðskiptakrafa sem fer eignamegin í efnahagsreikning bankans. Sama þótt hún væri innistæðulaus. Fyrst þessir peningar voru notaðir til að kaupa í FL group þá er ekki ósennilegt að þeir hafi runnið til bankans aftur á einn eða annan hátt og verið síðan lánaðir öðrum til að styrkja eignastöðuna. Þarna er bankinn orðinn algerlega desperat yfir gangi mála og er að reyna að fegra stöðu sína með sjónhverfingum og blekkingum. Í kvöld kom fram í ríkissjónvarpinu hve lán bankanna til innlendra einkahlutafélaga voru orðin svakaleg. Sautján hundruð milljarðar. Viðbótin á árinu var um 700 milljarðar. Maður gerir sér ekki grein fyrir hvaða svakalegar upphæðir eru þarna á ferðinni. Kárahnjúkavirkjun kostaði litla 130 milljarða. Skít á priki miðað við að sem einkahlutafélögunum var lánað. Tryggingar voru yfirleitt ekki fyrir hendi þar sem stærstu lánin voru heldur gert ráð fyrir því að verð hlutabréfanna bara hækkuðu og hækkuðu. Svo þegar allt er komið í steik þá byrja bankarnir að fella niður kröfur á þessa lántakendur því ella sé hætta á að þeir selji bréfin. Það segir manni að þarna er á ferinni eitthvað geim milli bankanna og viðkomandi einstaklinga með það að markmiði að tjúna upp eiginfjárstöðu bankanna. Með því að tjúna upp stöðu bankanna var verið að senda röng (fölsuð) skilaboð út á markaðinn. Bæði til þeirra sem treystu bönkunum fyrir peningunum sínum í formi innlána og hins vegar þeim sem treystu bönkunum fyrir peningunum sínum í formi hlutafjárkaupa. Til að kóróna allt saman situr fjármálaeftirlitið og metur eiginfjárstöðu bankanna.
Það vita allir sem hafa komið nálægt rekstri að það sem mestu máli skiptir er greiðsluflæðið. Eru tekur meiri en gjöld? Eiga menn fyrir skuldbindingum? Þetta er kannski gamaldags þúfnakollahagfræði en engu að síður eru þetta principin sem gilda þegar í harðbakka slær. Ég man ekki hvort ég hafi minnst á Kaupfélag Svalbarðseyrar það ágæta félag sem fór á hausinn upp úr 1980. Reksturinn gekk illa og yfirleitt var tap á honum. Lausafjárskorturinn var brúaður með lántöku því veðrýmið var svo mikið. Eiginfjárstaðan var svo góð því eignir voru svo mikið umfram skuldir. Bændurnir sem sátu í stjórn skrifuðu óhikað upp á lánin því þeir töldu það vera hættulaust því það var mikið borð fyrir báru á efnahagsreikning fyrirtækisins. Svo fengu þeir ekki meira lán enn eitt tapárið. Félagið fór á hausinn og reksturinn stöðvaðist. Þegar átti að fara að selja þessar miklu eignir sem félagið átti samkvæmt bókhaldinu þá vildi enginn kaupa þær. Eignirnar voru verðlausar og kröfuhafar gerðu aðför að jörðum bændanna sem höfðu gengið í ábyrgð fyrir félagið. Eignir sem eru ekki í rekstri eru yfirleitt miklu minna virði heldur en ef þær eru notaðar undir rekstur sem gengur vel. Því er það fáránleg aðferðafræði til að meta styrk fyrirtækja með því að líta einvörðungu á efnahagsreikninginn eins og sagt er að fjármálaeftirlitið hafi gert við bankana. Ekki síst þegar skuldatryggingarálag þeirra hafði var allt að 1000 punktum mánuðum saman sem þýðir að þeir séu gjaldþrota. Þegar allt lék í lyndi var skuldatryggingarálagið um 60 - 80 punktar. Enda þótt almenningur hafi ekki áttað sig á alvöru málsins í fljótu bragði þá eiga fagstofnanir og ráðherrar viðkomandi málaflokka að þekkja signölin og bregðast við í tíma með öllum tiltækum ráðum.
Niðurstaðan er eins og allir vita:
Óðaverðbólga
Gengishrun
Bankahrun
Gríðarleg kaupmáttarskerðing
Ófyrirsjáanleg hækkun allra lána
Greiðsluþrot fjölda fólks og fyrirtækja
Neil hjólar enn í Mexíkó. Hann er búinn með hátt í 1600 km og er í 9. sæti eftir 127 tíma. Svíinn Martens heldur forystunni en hann er búinn að hjóla ásamt tveimur öðrum. Hann er búinn að hlaupa rúma 70 km (af 422).
Það vita allir sem hafa komið nálægt rekstri að það sem mestu máli skiptir er greiðsluflæðið. Eru tekur meiri en gjöld? Eiga menn fyrir skuldbindingum? Þetta er kannski gamaldags þúfnakollahagfræði en engu að síður eru þetta principin sem gilda þegar í harðbakka slær. Ég man ekki hvort ég hafi minnst á Kaupfélag Svalbarðseyrar það ágæta félag sem fór á hausinn upp úr 1980. Reksturinn gekk illa og yfirleitt var tap á honum. Lausafjárskorturinn var brúaður með lántöku því veðrýmið var svo mikið. Eiginfjárstaðan var svo góð því eignir voru svo mikið umfram skuldir. Bændurnir sem sátu í stjórn skrifuðu óhikað upp á lánin því þeir töldu það vera hættulaust því það var mikið borð fyrir báru á efnahagsreikning fyrirtækisins. Svo fengu þeir ekki meira lán enn eitt tapárið. Félagið fór á hausinn og reksturinn stöðvaðist. Þegar átti að fara að selja þessar miklu eignir sem félagið átti samkvæmt bókhaldinu þá vildi enginn kaupa þær. Eignirnar voru verðlausar og kröfuhafar gerðu aðför að jörðum bændanna sem höfðu gengið í ábyrgð fyrir félagið. Eignir sem eru ekki í rekstri eru yfirleitt miklu minna virði heldur en ef þær eru notaðar undir rekstur sem gengur vel. Því er það fáránleg aðferðafræði til að meta styrk fyrirtækja með því að líta einvörðungu á efnahagsreikninginn eins og sagt er að fjármálaeftirlitið hafi gert við bankana. Ekki síst þegar skuldatryggingarálag þeirra hafði var allt að 1000 punktum mánuðum saman sem þýðir að þeir séu gjaldþrota. Þegar allt lék í lyndi var skuldatryggingarálagið um 60 - 80 punktar. Enda þótt almenningur hafi ekki áttað sig á alvöru málsins í fljótu bragði þá eiga fagstofnanir og ráðherrar viðkomandi málaflokka að þekkja signölin og bregðast við í tíma með öllum tiltækum ráðum.
Niðurstaðan er eins og allir vita:
Óðaverðbólga
Gengishrun
Bankahrun
Gríðarleg kaupmáttarskerðing
Ófyrirsjáanleg hækkun allra lána
Greiðsluþrot fjölda fólks og fyrirtækja
Neil hjólar enn í Mexíkó. Hann er búinn með hátt í 1600 km og er í 9. sæti eftir 127 tíma. Svíinn Martens heldur forystunni en hann er búinn að hjóla ásamt tveimur öðrum. Hann er búinn að hlaupa rúma 70 km (af 422).
fimmtudagur, nóvember 20, 2008
Fyrirtæki heitir Stím. Það er í eigu einhvers huldumanns vestur á Bolungarvík. So far, so good. Segir ekki af því ágæta fyrirtæki fyrr en það fær tuttugu og fimm milljarða að láni hjá Glitni án allra veða. Tuttugu og fimm milljarða. Það er fjórðungur af því sem það kostaði að byggja Kárahnjúkavirkjun. Og án allra veða nema í bréfunum sem keypt voru. Stím fjárfestir í verðlitlum hlutabréfum s.s. í FL group rétt áður en FL group tilkynnir um 65 milljarða tap. Verðmæti þeirra eigna sem keyptar voru fyrir lánið góða hríðfellur. Að lokum fellur 13 milljarða Stímskattur á landsmenn í gegnum gjaldþrot Glitnis. Forsvarsmennirnir segjast ekkert vilja segja um málið. Og þeir komast upp með það. Þarna er framið bankarán fyrir opnum tjöldum og það segir enginn múkk. Látum vera þótt þessir andskotans glæpamenn séu að stela hver frá öðrum en þegar ég og mínir líka verða að borga brúsann þá er það dálítið annað mál. Hafskipsmenn voru á sínum tíma leiddir út handjárnaðir á nærbuxunum vegna þess að það var verið að rannsaka fyrirtækið. Ástæða þess var fyrst og fremst slúður úr Helgarpóstinum. Niðurstaða gjaldþrotsins lá ekki fyrir. Umræðan snerist meðal annars um áprentaðar golfkúlur. Það er ekki að ástæðulausu að hinir svokölluðu fjármálamenn vilja eignast banka ekki síður en fjölmiðla. Þar er nefnilega peningauppsprettan sjálf.
Norðmenn halda átta ultrahlaup á næsta ári. Listi yfir þau er hér að neðan.
1. 18.04. Eggemoen 6-timers Ultra Challenge 6-timers
2. 27.06. Kristins Runde - Oslo 50 miles trail 81.3 km
3. 11.07. St Olavs Ultra (1 el 2 dager) (ikke avklart)
4. 25.07. Rallarvegsløpet 2 dager 81 km (54+27)
5. 22.08. Eidsvoll 6-timers =NM Ultra 2009 6-timers
6. 24.10. Bergen Ultra 63 eller 100 km
7. 07.11? Halden Ultraintervall 8x10 km
8. 05.12? Bislett 12&24 Hour Indoor Challenge 12- eller 24-timers
Þarna eru ýmsir varíantar sem hægt er að læra af. Það er í sjálfu sér ekkert mál að gera Þingvallavatnshlaupið og Þingstaðahlaupið að formlegum Ultrahlaupum. Það þarf ekki mikið meira en formlega tímamælingu. Menn geta skipulagt næringuna sjálfir eða haft hana í bíl sem keyrir leiðina. Skemmtilegur valkostur með 8 tíu km hlaup á braut á einum sólarhring. Þetta þurfum við að prufa.
Í Mexíkó eru 102 tímar liðnir frá því að þolraunin 10 x Ironman byrjaði. Enn er hjólað. Neil er í 8. sæti og búinn að hjóla 1200 km. Martens hinn sænski er fyrstur með 1540 km. Hann á um 250 km eftir. Þeir byrjuðu á laugardaginn!!!
Ég hef farið síðan í október reglulega út upp úr kl. sex á morgnana og tekið 8 km hring í hverfinu. Það passar vel upp á magnið. Svo fer ég lengra á helgum. Þótt ég hlaupi alla daga vikunnar þá skiptir það ekki máli. Með þessu næ ég 80 km +/- sem er gott viðhaldsmagn. Mér finnst þetta vera ágætt að taka daginn snemma. Á veturna er oft eitthvað að gera á kvöldin og eftirmiðdagarnir eru ekki minn tími.
Ég sé ekki að maður fari meir en einu sinni út á næsta ári að hlaupa ef það verður þá svo mikið. Það verður annað hvort 48 tíma hlaup eða London - Brighton. Það væri gaman að klára hin klassísku fjögur. Ég veit ekki um neinn sem hefur klárað þau öll. Það eru hins vegar ýmsar spökulasjónir um verkefni hér innanlands á næsta ári. Þau geta verið ærin ef áhugi er fyrir hendi.
P.S. Gaman að lesa að þú ert að renna yfir síðuna Áslaug mín. Maður hugsar stundum til ykkar þvert í gegnum hnöttinn. Það þarf ekki lítið hugrekki til að leggja út í vegferð eins og þið hafið verið á undanfarin ár. Bestu kveðjur til þín og Kára og farnist ykkur vel. Þótt þér þyki nóg um sem maður er að skrifa þá er margt til viðbótar sem maður getur ekki skrifað um. Það er nú bara þannig.
Norðmenn halda átta ultrahlaup á næsta ári. Listi yfir þau er hér að neðan.
1. 18.04. Eggemoen 6-timers Ultra Challenge 6-timers
2. 27.06. Kristins Runde - Oslo 50 miles trail 81.3 km
3. 11.07. St Olavs Ultra (1 el 2 dager) (ikke avklart)
4. 25.07. Rallarvegsløpet 2 dager 81 km (54+27)
5. 22.08. Eidsvoll 6-timers =NM Ultra 2009 6-timers
6. 24.10. Bergen Ultra 63 eller 100 km
7. 07.11? Halden Ultraintervall 8x10 km
8. 05.12? Bislett 12&24 Hour Indoor Challenge 12- eller 24-timers
Þarna eru ýmsir varíantar sem hægt er að læra af. Það er í sjálfu sér ekkert mál að gera Þingvallavatnshlaupið og Þingstaðahlaupið að formlegum Ultrahlaupum. Það þarf ekki mikið meira en formlega tímamælingu. Menn geta skipulagt næringuna sjálfir eða haft hana í bíl sem keyrir leiðina. Skemmtilegur valkostur með 8 tíu km hlaup á braut á einum sólarhring. Þetta þurfum við að prufa.
Í Mexíkó eru 102 tímar liðnir frá því að þolraunin 10 x Ironman byrjaði. Enn er hjólað. Neil er í 8. sæti og búinn að hjóla 1200 km. Martens hinn sænski er fyrstur með 1540 km. Hann á um 250 km eftir. Þeir byrjuðu á laugardaginn!!!
Ég hef farið síðan í október reglulega út upp úr kl. sex á morgnana og tekið 8 km hring í hverfinu. Það passar vel upp á magnið. Svo fer ég lengra á helgum. Þótt ég hlaupi alla daga vikunnar þá skiptir það ekki máli. Með þessu næ ég 80 km +/- sem er gott viðhaldsmagn. Mér finnst þetta vera ágætt að taka daginn snemma. Á veturna er oft eitthvað að gera á kvöldin og eftirmiðdagarnir eru ekki minn tími.
Ég sé ekki að maður fari meir en einu sinni út á næsta ári að hlaupa ef það verður þá svo mikið. Það verður annað hvort 48 tíma hlaup eða London - Brighton. Það væri gaman að klára hin klassísku fjögur. Ég veit ekki um neinn sem hefur klárað þau öll. Það eru hins vegar ýmsar spökulasjónir um verkefni hér innanlands á næsta ári. Þau geta verið ærin ef áhugi er fyrir hendi.
P.S. Gaman að lesa að þú ert að renna yfir síðuna Áslaug mín. Maður hugsar stundum til ykkar þvert í gegnum hnöttinn. Það þarf ekki lítið hugrekki til að leggja út í vegferð eins og þið hafið verið á undanfarin ár. Bestu kveðjur til þín og Kára og farnist ykkur vel. Þótt þér þyki nóg um sem maður er að skrifa þá er margt til viðbótar sem maður getur ekki skrifað um. Það er nú bara þannig.
miðvikudagur, nóvember 19, 2008
Enn eitt "Ekki benda á mig" viðtalið var í kastljósinu í kvöld. Formaður Fjármálaeftirlitsins og varaformaður bankaráðs Seðlabankans var tekinn tali. Hrun bankanna og hin gríðarlegu efnahagslegu áföll sem íslenskt þjóðfélag hefur orðið fyrir er allt saman utanaðkomandi efnahagslegu Tsunami að kenna. Það kom efnahagsleg flóðbylgja og færi allt í kaf. Að vísu höfðu innlendir algerlega vanrækt að byggja varnargarða þrátt fyrir að menn vissu að Tsunami gæti komið. Þeir höfðu meir að segja fært byggðina í stórum stíl niður í flæðarmál þar sem ljóst var að allt færi á kaf ef færi saman háflóð og hafátt. Viðvörunarkerfið hafði ekki verið yfirfarið árum saman og varðmennirnir voru allir sofandi eða í kaffi. Engu að síður fullyrða þeir sem bera ábyrgð á skipulagsmálum, eftirlitinu, öryggismálum og öðru því sem varðar málið að skaðinn sé einvörðungu flóðbylgjunni að kenna.
Hrafna Flóki missti allt búfé sitt hér í denn tíð vegna þess að hann notaði ekki sumarið til að heyja. Skömmu eftir landnám var búfjáreftirlit sett á fót til að fylgjast með heyforða hjá bændum. Ef forðinn var ekki nógur þá var gengið í málið og reynt að tryggja að allir gætu komið skepnum á græn grös. Ef eftirlitsmennirnir mega ekki segja frá yfirvofandi vandræðum þá er eins gott að leggja eftirlitið niður.
Til er fag sem heitir áhættustjórnun. Eftir ákveðnu kerfi er reiknað út hve miklar líkur sé á að ákveðið áfall gerist og hvað það kosti að setja upp mismunandi varnir fyrir því að áfallið gerist ekki. Hvað kosta varnirnar og hver getur skaðinn orðið af áfallinu? Varnirnar mega ekki vera dýrari en skaðinn sem getur orðið. Það getur borgað sig að taka einhevrja áhættu en hvað má hún vera mikil? Þetta er allt stillt saman undir samheitinu áhættustjórnun. Skyldu Seðlabankamenn aldrei hafa heyrt um þetta, að maður tali nú ekki um ríkisstjórnina.
Neil hjólar á fullu í Mexíkó. Tuttugu keppnendur byrjuðu á fullu kl. 9.00 á laugardagsmorgun að þarlendum tíma (svona kl. 3 síðdegis að okkar tíma). Átján karlar og tvær konur. Neil er sem stendur í 7. sæti og er búinn með 921 km á hjólinu. Þá er hann rétt hálfnaður. Svíinn Martens er fremstur með 1160 km. Hringurinn sem er hjólaður er 1900 metrar að lengd.
Hrafna Flóki missti allt búfé sitt hér í denn tíð vegna þess að hann notaði ekki sumarið til að heyja. Skömmu eftir landnám var búfjáreftirlit sett á fót til að fylgjast með heyforða hjá bændum. Ef forðinn var ekki nógur þá var gengið í málið og reynt að tryggja að allir gætu komið skepnum á græn grös. Ef eftirlitsmennirnir mega ekki segja frá yfirvofandi vandræðum þá er eins gott að leggja eftirlitið niður.
Til er fag sem heitir áhættustjórnun. Eftir ákveðnu kerfi er reiknað út hve miklar líkur sé á að ákveðið áfall gerist og hvað það kosti að setja upp mismunandi varnir fyrir því að áfallið gerist ekki. Hvað kosta varnirnar og hver getur skaðinn orðið af áfallinu? Varnirnar mega ekki vera dýrari en skaðinn sem getur orðið. Það getur borgað sig að taka einhevrja áhættu en hvað má hún vera mikil? Þetta er allt stillt saman undir samheitinu áhættustjórnun. Skyldu Seðlabankamenn aldrei hafa heyrt um þetta, að maður tali nú ekki um ríkisstjórnina.
Neil hjólar á fullu í Mexíkó. Tuttugu keppnendur byrjuðu á fullu kl. 9.00 á laugardagsmorgun að þarlendum tíma (svona kl. 3 síðdegis að okkar tíma). Átján karlar og tvær konur. Neil er sem stendur í 7. sæti og er búinn með 921 km á hjólinu. Þá er hann rétt hálfnaður. Svíinn Martens er fremstur með 1160 km. Hringurinn sem er hjólaður er 1900 metrar að lengd.
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Hún var býsna athyglisverð ræða fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóra á Viðskiptaráðsþingi í dag. Þarna var á ferðinni mikill hvítþvottur fyrir hönd bankans. Ekki vantaði að bankinn hefði varað við þróuninni. Það kom hins vegar fram í kvöldfréttum sjónvarps að menn höfðu annað hvort ekki skilið viðvörunarorð bankans, ekki heyrt þau eða ég veit ekki hvað. Mikill "ekki benda á mig" sirkus fór af stað eftir ræðu bankastjórans. Formaður fjármálaeftirlitsins taldi nú ekki aldeilis að hans stofnun hefði átt að fylgjast með kerfislægum vanda heldur eingöngu einstökum bönkum. Þar sem hann situr einnig í stjórn Seðlabankans þá hefur hann líklega fylgst með kerfislæga vandanum þeim megin veggjarins en ekki með einstökum bönkum. Ráðherra bankamála hafði aldrei heyrt minnst á varnaðarorð seðlabankastjóra, forsætisráðherra svolítið en aldrei heyrt að um mikinn vanda væri að ræða. Þetta væri fyrst og fremst að kenna bönkunum sjálfum.
Við getum hugsað okkur hús þar sem er geymt mikið af eldfimum efnum. Byggingareftirlitið á að sjá um að eldvarnarveggir séu í lagi. Öryggismiðstöðin á að sjá um að það sé brunavarnarkerfi í húsinu og slökkviliðið á að hafa tiltækan búnað til að geta gripið til aðgerða ef svo óheppilega skyldi fara ef kviknaði í. Svo kviknar í og það sem meira er það er kveikt í húsinu og það skíðlogar. Af því brunavarnarkefið funkerar ekki þá berast boð um brunann seint og illa. Eldvarnarveggirnir eru illa frágengnir og eldurinn fer um allt húsið. Þegar slökkviliðið kemst loks á vettvang þá virka tækin ekki og húsið brennur til grunna. Enginn þessara aðila finnur sök hjá sér og ber fyrir sig ótal aðstæðum. En um eitt eru allir sammála. Það er delinn sem kveikti í húsinu sem er orsök vandans.
Enda þótt seðlabankastjóri telji að það hafi ekki verið hlustað á hann þá má nú draga ýmislegt upp úr skjóðunni:
1. Den danske bank lagði fram skýrslu árið 2006 þar sem bent var á mikil hættumerki. Þeirri umræðu var svarað með að danir væru bara öfundsjúkir.
2. Árið 2001 var bindiskylda bankanna lækkuð án þess að neinar hliðaraðgerðir kæmu á móti. Þetta hafði í för með sér að bankarnir gátu mokað gríðarlegu magni af ódýru lánsfé inn í landið.
3. Reynt er að hemja verðbólgu sem skapast af gríðarlegu innstreymi fjár með hækkun stýrivaxta í umhverfi þegar allir sem vildu gátu tekið erlend lán og aukið þannig á undirliggjandi verðbólguþrýsting. Ég hef nefnt það áður að þetta er eins og að standa bensínið í botni með annarri löppinni og bremsuna með hinni. Ef menn eru í óvissu um afleiðingarnar þá ættu hinir sömu að prófa.
4. Í vor samþykktu Alþingi lög (60/2008) þess efnis að Seðlabankinn gæti aukið gjaldeyrisforðann með lántöku. Ekkert var gert í þeim efnum á meðan gengið var hagstætt. Stjórnvöld hrósuðu sér af því að aðgerðaleysið hefði fært þjóðfélaginu aukna hagsæld.
5. Tryggingasjóður innistæðueigenda var ekki aukinn í samræmi við gríðarlegan vöxt innlána. Ég veit ekki hver á að taka ákvörðun um það en ég held að það hljóti að falla undir kerfislægan vanda.
6. Ekkert mark er tekið á orðum Gordin Brown í fyrravetur um að allir vísar séu komnir á rautt í íslensku efnahagslífi.
7. Margir hagfræðingar voru farnir að vara við þróun mála fyrir nokkrum árum. Ekkert var hlustað á þá.
Síðan bendir hver á annann.
Það var snöggt um Guðna Ágústsson. Hann hefur vafalaust metið það svo að það væri betra að ganga út en láta henda sér út á landsfundi í janúar. Rétt hjá honum. Jón Sigurðsson tók við óviðráðanlegu verkefni að taka við flokknum af Halldóri Ásgrímssyni. Guðni tók við mjög erfiðu verkefni en hafði þó meiri tíma. Mitt mat var að Guðni hefði tvo valkosti þegar hann tók við. Annar og sá skárri var að gera hreinskilnislega upp við Halldór Ásgrímsson og reyna að fjarlægjast hann eins og hægt var. Guðni valdi verri kostinn sem var að reyna að sópa öllu undir teppið og sullast áfram. Það var fyrirsjáanleg blindgata. Það er stór spurnig hvort ára Framsóknarflokksins sé ekki orðin þannig útleikin að dagar hans séu senn taldir. Ég skil vel að Guðna sárni þegar hann fær framan í sig orðaleppa eins og að SUFarar hafni gömlum mönnum og gömlum hugmyndum eins og Bandaríkjamenn. Það er náttúrulega ekkert annað en dónaskapur að halda því fram að menn séu ónothæfir einungis aldursins vegna. Á sama hátt væri hægt að segja að SUFarar væru bara einfeldningar aldursins vegna. Slíkt dettur náttúrulega ekki nokkrum vitibornum manni í hug. Menn eiga að takast á á málefnalegum grunni en láta persónuníðið vera. Hvað gamla manninn og gömlu hugmyndirnar í Bandaríkjunum þá hefur nú annað eins gerst að yfirboðsmenn séu kosnir við miklar vinsældir en vindurinn fari fljótt úr þeim þegar til kastanna kemur. Minnumst Tony Blair í því sambandi.
Neil er byrjaður í Mexíco. Tífaldi Ironmaninn byrjaði á laugardaginn. Fyrst er hjólað. Hringurinn sem er hjólaður er um 1900 metra langur. Heildarvegalengdin er 1800 km eða nær 1000 hringir. Eftir 55 klst er Neil í 8 sæti af 20 keppendum og búinn að hjóla rúma 614 km. Hjólið tekur svona 6 sólarhringa!! Slóðin er www. multisport.com.mx
Það verður gaman að fylgjast með kappanum næstu 12 dagana eða svo!!!
Come hell and high water.
Við getum hugsað okkur hús þar sem er geymt mikið af eldfimum efnum. Byggingareftirlitið á að sjá um að eldvarnarveggir séu í lagi. Öryggismiðstöðin á að sjá um að það sé brunavarnarkerfi í húsinu og slökkviliðið á að hafa tiltækan búnað til að geta gripið til aðgerða ef svo óheppilega skyldi fara ef kviknaði í. Svo kviknar í og það sem meira er það er kveikt í húsinu og það skíðlogar. Af því brunavarnarkefið funkerar ekki þá berast boð um brunann seint og illa. Eldvarnarveggirnir eru illa frágengnir og eldurinn fer um allt húsið. Þegar slökkviliðið kemst loks á vettvang þá virka tækin ekki og húsið brennur til grunna. Enginn þessara aðila finnur sök hjá sér og ber fyrir sig ótal aðstæðum. En um eitt eru allir sammála. Það er delinn sem kveikti í húsinu sem er orsök vandans.
Enda þótt seðlabankastjóri telji að það hafi ekki verið hlustað á hann þá má nú draga ýmislegt upp úr skjóðunni:
1. Den danske bank lagði fram skýrslu árið 2006 þar sem bent var á mikil hættumerki. Þeirri umræðu var svarað með að danir væru bara öfundsjúkir.
2. Árið 2001 var bindiskylda bankanna lækkuð án þess að neinar hliðaraðgerðir kæmu á móti. Þetta hafði í för með sér að bankarnir gátu mokað gríðarlegu magni af ódýru lánsfé inn í landið.
3. Reynt er að hemja verðbólgu sem skapast af gríðarlegu innstreymi fjár með hækkun stýrivaxta í umhverfi þegar allir sem vildu gátu tekið erlend lán og aukið þannig á undirliggjandi verðbólguþrýsting. Ég hef nefnt það áður að þetta er eins og að standa bensínið í botni með annarri löppinni og bremsuna með hinni. Ef menn eru í óvissu um afleiðingarnar þá ættu hinir sömu að prófa.
4. Í vor samþykktu Alþingi lög (60/2008) þess efnis að Seðlabankinn gæti aukið gjaldeyrisforðann með lántöku. Ekkert var gert í þeim efnum á meðan gengið var hagstætt. Stjórnvöld hrósuðu sér af því að aðgerðaleysið hefði fært þjóðfélaginu aukna hagsæld.
5. Tryggingasjóður innistæðueigenda var ekki aukinn í samræmi við gríðarlegan vöxt innlána. Ég veit ekki hver á að taka ákvörðun um það en ég held að það hljóti að falla undir kerfislægan vanda.
6. Ekkert mark er tekið á orðum Gordin Brown í fyrravetur um að allir vísar séu komnir á rautt í íslensku efnahagslífi.
7. Margir hagfræðingar voru farnir að vara við þróun mála fyrir nokkrum árum. Ekkert var hlustað á þá.
Síðan bendir hver á annann.
Það var snöggt um Guðna Ágústsson. Hann hefur vafalaust metið það svo að það væri betra að ganga út en láta henda sér út á landsfundi í janúar. Rétt hjá honum. Jón Sigurðsson tók við óviðráðanlegu verkefni að taka við flokknum af Halldóri Ásgrímssyni. Guðni tók við mjög erfiðu verkefni en hafði þó meiri tíma. Mitt mat var að Guðni hefði tvo valkosti þegar hann tók við. Annar og sá skárri var að gera hreinskilnislega upp við Halldór Ásgrímsson og reyna að fjarlægjast hann eins og hægt var. Guðni valdi verri kostinn sem var að reyna að sópa öllu undir teppið og sullast áfram. Það var fyrirsjáanleg blindgata. Það er stór spurnig hvort ára Framsóknarflokksins sé ekki orðin þannig útleikin að dagar hans séu senn taldir. Ég skil vel að Guðna sárni þegar hann fær framan í sig orðaleppa eins og að SUFarar hafni gömlum mönnum og gömlum hugmyndum eins og Bandaríkjamenn. Það er náttúrulega ekkert annað en dónaskapur að halda því fram að menn séu ónothæfir einungis aldursins vegna. Á sama hátt væri hægt að segja að SUFarar væru bara einfeldningar aldursins vegna. Slíkt dettur náttúrulega ekki nokkrum vitibornum manni í hug. Menn eiga að takast á á málefnalegum grunni en láta persónuníðið vera. Hvað gamla manninn og gömlu hugmyndirnar í Bandaríkjunum þá hefur nú annað eins gerst að yfirboðsmenn séu kosnir við miklar vinsældir en vindurinn fari fljótt úr þeim þegar til kastanna kemur. Minnumst Tony Blair í því sambandi.
Neil er byrjaður í Mexíco. Tífaldi Ironmaninn byrjaði á laugardaginn. Fyrst er hjólað. Hringurinn sem er hjólaður er um 1900 metra langur. Heildarvegalengdin er 1800 km eða nær 1000 hringir. Eftir 55 klst er Neil í 8 sæti af 20 keppendum og búinn að hjóla rúma 614 km. Hjólið tekur svona 6 sólarhringa!! Slóðin er www. multisport.com.mx
Það verður gaman að fylgjast með kappanum næstu 12 dagana eða svo!!!
Come hell and high water.
mánudagur, nóvember 17, 2008
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur var frummælandi á Rótarýfundinum í kvöld. Hann fjallaði um efnahagshrun Íslands og hvernig þetta hafi getað gerst. Andvaraleysi, afneitun, frestunarárátta og fleiri ástæður var hægt að lesa út úr máli hans og á vissum sviðum tóm heimska. Til að mynda má nefna að Seðlabankinn beitti sé reins og hægt var gegn því að Landsvirkjun færi að gera upp í dollurum eins og tekjur fyrirtækisins og skuldir eru. Ef Landsvirkjun hefði ekki tekið þessa ákvörðun og barið hana í gegn væri hún að öllum líkindum langt í að vera gjaldþrota í dag.
Guðmundur sagðist snemma á þessu ári sent þeim ráðherrum í ríkisstjórninni persónulegt bre´f þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af stöðunni og lagði fram ábendingar um aðgerðir. Ekkert var hlustað á hann. Ef brugðist hefði verið við aðsteðjandi vanda hefði mátt afstýra því algera hruni sem við stöndum nú frammi fyrir.
Guðmundur sagðist meta tapið af bankahruninu sem u.þ.b. 10 milljónir á hvern íbúa landsins með svona nákvæmni upp á +/- 2 milljónir. Það gerir 50 milljónir á fimm manna fjölskyldu. Í minnisblaðinu sem birt var í DV í dag og er undirritað af fjármálaráðherra og formanni stjórnar Seðlabankans kemur fram að ríkið þurfi að taka 3400 milljarða króna að láni. Það eru um 11 milljónir króna á hvern einstakling. Þetta er því tekjutap og lántaka upp á sem svarar 100 milljónir fyrir okkur hér í Rauðagerðinu. Ef eignir bankanna nema 50% af kröfunum á standa eftir 75 milljónir í tekjutap og skuldaaukningu. Ég gæti ekkis taðið undir þessu persónulega. Hvað þá með landið í heild sinni.
Ég hef ekki horft á Edduna árum saman. Mér finnst hún tilgerðarleg og uppgerðarleg. Margir horfa á hana og finnst það gaman. Nú skil ég af hverju. Það eru bara íslendingar sem vinna.
Guðmundur sagðist snemma á þessu ári sent þeim ráðherrum í ríkisstjórninni persónulegt bre´f þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af stöðunni og lagði fram ábendingar um aðgerðir. Ekkert var hlustað á hann. Ef brugðist hefði verið við aðsteðjandi vanda hefði mátt afstýra því algera hruni sem við stöndum nú frammi fyrir.
Guðmundur sagðist meta tapið af bankahruninu sem u.þ.b. 10 milljónir á hvern íbúa landsins með svona nákvæmni upp á +/- 2 milljónir. Það gerir 50 milljónir á fimm manna fjölskyldu. Í minnisblaðinu sem birt var í DV í dag og er undirritað af fjármálaráðherra og formanni stjórnar Seðlabankans kemur fram að ríkið þurfi að taka 3400 milljarða króna að láni. Það eru um 11 milljónir króna á hvern einstakling. Þetta er því tekjutap og lántaka upp á sem svarar 100 milljónir fyrir okkur hér í Rauðagerðinu. Ef eignir bankanna nema 50% af kröfunum á standa eftir 75 milljónir í tekjutap og skuldaaukningu. Ég gæti ekkis taðið undir þessu persónulega. Hvað þá með landið í heild sinni.
Ég hef ekki horft á Edduna árum saman. Mér finnst hún tilgerðarleg og uppgerðarleg. Margir horfa á hana og finnst það gaman. Nú skil ég af hverju. Það eru bara íslendingar sem vinna.
sunnudagur, nóvember 16, 2008
Hitti Vini Gullu í morgun og fórum vestur á Eiðistorg með smá viðkomu á hafnarsvæðinu. Þar standa auðir grunnar og hálfbyggð hús eins og víðar. Tók síðasta afleggjarann með Orwell. Hann lét vel af endurskipulögðu mataræði. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig því vindur fram.
Eivör Pálsdóttir er á einhverju allt öðru plani en maður sér svona dagsdaglega. Þátturinn í gærkvöldi þar sem spjallað var við hana var mjög áhugaverður. Hún er bæði jarðbundin en fer svo með himinskautum í söngnum. Það er magnað hjá þenni hvað hún leggur mikla áherslu á bakgrunninn. Syngur á færeysku, semur ljóð til landsins og byggir músikina á gömlum færeyskum rótum. Lagið um systur hennar er eitt af þessum lögum sem manni finnst að hafi aldrei verið samin heldur hafi alltaf verið til. Það er einstaka lag sem manni finnst vera svona. Lagið "Turistens klagan" með Cornelius Wreesvik er líka í þessum dúr.
Eyvör notaði trommu til að ljá lögum sínum sérstaka stemmingu. Hún gerði það listilega vel. Ég sá um daginn lag á You Tube þar sem kona sló á trommu í hljómsveit. Það var lagið "Woman is the nigger of the world" eftir John Lennon. John samdi lag og texta, spilaði á gítar í hljómsveitinni og söng. Yoko Ono spilaði á bongotrommu í laginu og var í álíka klassa og barn sem er búið að læra að slá takt svona í mánuð. Dunk ----- dunk dunk; dunk ----- dunkdunk. Mér fannst þetta myndband vera dæmigert fyrir þau skötuhjú sem listafólk. John var allt í öllu en hún ekki neitt. Það eina sem hefur haldið nafni hennar á lofti er að hún var gift John Lennon. Hún kemur hingað og blaðrar um áhrifamátt þess að reisa vasaljós upp á endann til að koma á friði í heiminum. Það kann enginn við að segja að þetta sé bara blaður heldur kóa allir málsmetandi með. Við borgum vasaljósið og rafmagnið sem kostar að kynda það. Ef svona ljóskastari er nothæfur til að auka friðarlíkur í heiminum þá á vitaskuld að setja hann á fjölfarinn stað þar sem eitthvað af fólki á leið um en ekki þar sem enginn sér hann. Trafalagar Square eða Hide Park, að maður tali nú ekki um Torg hins himneska friðar. Viðey, godbevares!! Af hverju segir enginn að þessi affera öll sé bara vitleysa.
Mér fannst tvennt athyglisvert koma fram í Silfri Egils í dag. Annars vegar fannst mér athyglisvert sem Sigrún Elsa var að ræða um. Ef verðbólga fer í 50% í hálft ár vegna þess að gengið snarfellur tímabundið og en lækka rsíðan mikið þegar gengið hækkar aftur þa hefur það þau áhrif að öll verðtryggð lán hækka um á.m.k. 25% og eru þar áfram. Þetta er svakaleg eignaupptaka sem á sér stak vegna þess. Af hverju eiga forkólar lífeyrissjóðanna að hafa leyfi til að stunda áhættufjárfestignar með lífeyrissjóðina og tapa hundruðum milljarða á því en þurfa síðan að hafa allt á hreinu gagnvart því fólki sem tekur lán hjá þeim. Það eru mjög absúrd tímar nú og þá geta menn þurft að nota handstýrið til að sigla sem áfalla innst fyrir sem flesta út úr briminu.
Gunnar Smári sagði margt athyglisvert. Ég tek undir það að það þarf útskýringar við að ríkisvaldið skjóti 11 milljörðum sérstaklega inn í Sjóð 9 hjá Glitni. Það þarf einnig sérstakrar útskýringar við að ríkissjóður leggi 200 milljarða í að gera upp peningamarkaðsbréf í bönkunum. Þessir 200 milljarðar eru teknir af láni af ríkinu. Almenningur þarf að borga þessi lán með sköttum. Þessir peningar eru ekki notaðir í annað á meðan.
Gunnar Smári sagði einnig að strax í fyrra hefði verið nær ómögulegt fyrir bankana að fá lán og erfitt fyrir ríkið. Þótt hann sé svo sem ekki nein véfrétt þá veit hann eitt og annað. Við þessar aðstæður fóru bankarnir að ná sér í lausafé með yfirboðum á m.a. Icesave reikningum. Slík aðferðafræði gat ekki endað nema með ósköpum.
Nú er búið að samþykkja 600 miljarða lántöku ríkissjóðs vegna Icesave reikninganna. Niðurstaðan gat aldrei orðið önnur. Þó niðurstaðan sé bitur var hún óumflýjanleg. Maður getur ímyndað sér hvað hefur gengið á þegar öll EU ríkin hömuðust á Íslandi. Íslenska ríkið getur ekki hagað sér eins og ómerkilegur kennitöluflakkari og sagt, við borgum bara útvöldum en ekki öðrum. Það er ekki flóknara en þetta. Þetta game allt hefur valdið Íslandi og íslendingum ómældum skaða um heim allann. Við höfum verið úthrópaðir sem ómerkingar sem ekki sé hægt að nálgast í viðskiptum. Slíkan stimpil er ekki auðvelt að þvo af sér.
Eivör Pálsdóttir er á einhverju allt öðru plani en maður sér svona dagsdaglega. Þátturinn í gærkvöldi þar sem spjallað var við hana var mjög áhugaverður. Hún er bæði jarðbundin en fer svo með himinskautum í söngnum. Það er magnað hjá þenni hvað hún leggur mikla áherslu á bakgrunninn. Syngur á færeysku, semur ljóð til landsins og byggir músikina á gömlum færeyskum rótum. Lagið um systur hennar er eitt af þessum lögum sem manni finnst að hafi aldrei verið samin heldur hafi alltaf verið til. Það er einstaka lag sem manni finnst vera svona. Lagið "Turistens klagan" með Cornelius Wreesvik er líka í þessum dúr.
Eyvör notaði trommu til að ljá lögum sínum sérstaka stemmingu. Hún gerði það listilega vel. Ég sá um daginn lag á You Tube þar sem kona sló á trommu í hljómsveit. Það var lagið "Woman is the nigger of the world" eftir John Lennon. John samdi lag og texta, spilaði á gítar í hljómsveitinni og söng. Yoko Ono spilaði á bongotrommu í laginu og var í álíka klassa og barn sem er búið að læra að slá takt svona í mánuð. Dunk ----- dunk dunk; dunk ----- dunkdunk. Mér fannst þetta myndband vera dæmigert fyrir þau skötuhjú sem listafólk. John var allt í öllu en hún ekki neitt. Það eina sem hefur haldið nafni hennar á lofti er að hún var gift John Lennon. Hún kemur hingað og blaðrar um áhrifamátt þess að reisa vasaljós upp á endann til að koma á friði í heiminum. Það kann enginn við að segja að þetta sé bara blaður heldur kóa allir málsmetandi með. Við borgum vasaljósið og rafmagnið sem kostar að kynda það. Ef svona ljóskastari er nothæfur til að auka friðarlíkur í heiminum þá á vitaskuld að setja hann á fjölfarinn stað þar sem eitthvað af fólki á leið um en ekki þar sem enginn sér hann. Trafalagar Square eða Hide Park, að maður tali nú ekki um Torg hins himneska friðar. Viðey, godbevares!! Af hverju segir enginn að þessi affera öll sé bara vitleysa.
Mér fannst tvennt athyglisvert koma fram í Silfri Egils í dag. Annars vegar fannst mér athyglisvert sem Sigrún Elsa var að ræða um. Ef verðbólga fer í 50% í hálft ár vegna þess að gengið snarfellur tímabundið og en lækka rsíðan mikið þegar gengið hækkar aftur þa hefur það þau áhrif að öll verðtryggð lán hækka um á.m.k. 25% og eru þar áfram. Þetta er svakaleg eignaupptaka sem á sér stak vegna þess. Af hverju eiga forkólar lífeyrissjóðanna að hafa leyfi til að stunda áhættufjárfestignar með lífeyrissjóðina og tapa hundruðum milljarða á því en þurfa síðan að hafa allt á hreinu gagnvart því fólki sem tekur lán hjá þeim. Það eru mjög absúrd tímar nú og þá geta menn þurft að nota handstýrið til að sigla sem áfalla innst fyrir sem flesta út úr briminu.
Gunnar Smári sagði margt athyglisvert. Ég tek undir það að það þarf útskýringar við að ríkisvaldið skjóti 11 milljörðum sérstaklega inn í Sjóð 9 hjá Glitni. Það þarf einnig sérstakrar útskýringar við að ríkissjóður leggi 200 milljarða í að gera upp peningamarkaðsbréf í bönkunum. Þessir 200 milljarðar eru teknir af láni af ríkinu. Almenningur þarf að borga þessi lán með sköttum. Þessir peningar eru ekki notaðir í annað á meðan.
Gunnar Smári sagði einnig að strax í fyrra hefði verið nær ómögulegt fyrir bankana að fá lán og erfitt fyrir ríkið. Þótt hann sé svo sem ekki nein véfrétt þá veit hann eitt og annað. Við þessar aðstæður fóru bankarnir að ná sér í lausafé með yfirboðum á m.a. Icesave reikningum. Slík aðferðafræði gat ekki endað nema með ósköpum.
Nú er búið að samþykkja 600 miljarða lántöku ríkissjóðs vegna Icesave reikninganna. Niðurstaðan gat aldrei orðið önnur. Þó niðurstaðan sé bitur var hún óumflýjanleg. Maður getur ímyndað sér hvað hefur gengið á þegar öll EU ríkin hömuðust á Íslandi. Íslenska ríkið getur ekki hagað sér eins og ómerkilegur kennitöluflakkari og sagt, við borgum bara útvöldum en ekki öðrum. Það er ekki flóknara en þetta. Þetta game allt hefur valdið Íslandi og íslendingum ómældum skaða um heim allann. Við höfum verið úthrópaðir sem ómerkingar sem ekki sé hægt að nálgast í viðskiptum. Slíkan stimpil er ekki auðvelt að þvo af sér.
laugardagur, nóvember 15, 2008
Fór út snemma í morgun og hitti Jóa við brúna. Það var suðvestan hryssingur og él svo við fórum fyrir Kársnes og inn í Kópavog. Þræddum ýmsar nýjar götur í Kópavogi, tókum tröppurnar og síðan heim. Losuðum rúmlega 20 km. Fínn dagur. Gott að fá svona tíma til að fara yfir málin og láta hugann reika út frá öðrum forsendum en gerist dagsdaglega. Langhlauparar hugsa örugglega öðruvísi en gerist og gengur því þeir hafa svo ferska hugsun þegar hreina loftið leikur um lungu og heila.
Það var flottur fundur í miðbænum. maður sá greinilega að fréttastofurnar skömmuðust sín fyrir fréttafölsunina frá síðustu helgi þegar allar fréttir frá fundinum snerust um ólæti í smá hóp. Nú var þess rækilega getið að það hefði verið smá hópur sem kastaði eggjum eftir að stórum útifundi lauk. Stöð 2 hafði eina útsendingu frá honum. Lögreglan var svona í hlutverki góða hirðisins, fulgdist með að allt færi vel fram en hafðist ekki að. menn ættu aðeins að rifja upp allt fréttaruglið frá liðnum árum þegasr hefur verið hamrað á ofbeldishneigð lögreglunnar ef fleiri en tveir menn safnast saman. Lögreglan hérlendis er eins og hverjir aðrir kórdrengir miðað við lögregluna í Evrópu. Menn ættu að skoða athafnir lögreglu við álíka stöðu í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu, að maður minnist nú ekki á Rússland og Bandaríkin.
Tímarnir úr 6 tíma hlaupinu er kominn á alþjóðalistann. Agga er í 129 sæti og Hólmfríður er í 153 sæti af 346 konum sem hafa hlaupið 6 tíma hlaup á árinu. Ívar er í 256 sæti af 1416 hlaupurum. Ég sé að Eiður er ekki inni á listanum. Skal skoða það betur. Listinn er hægra megin á síðunni.
Það var flottur fundur í miðbænum. maður sá greinilega að fréttastofurnar skömmuðust sín fyrir fréttafölsunina frá síðustu helgi þegar allar fréttir frá fundinum snerust um ólæti í smá hóp. Nú var þess rækilega getið að það hefði verið smá hópur sem kastaði eggjum eftir að stórum útifundi lauk. Stöð 2 hafði eina útsendingu frá honum. Lögreglan var svona í hlutverki góða hirðisins, fulgdist með að allt færi vel fram en hafðist ekki að. menn ættu aðeins að rifja upp allt fréttaruglið frá liðnum árum þegasr hefur verið hamrað á ofbeldishneigð lögreglunnar ef fleiri en tveir menn safnast saman. Lögreglan hérlendis er eins og hverjir aðrir kórdrengir miðað við lögregluna í Evrópu. Menn ættu að skoða athafnir lögreglu við álíka stöðu í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu, að maður minnist nú ekki á Rússland og Bandaríkin.
Tímarnir úr 6 tíma hlaupinu er kominn á alþjóðalistann. Agga er í 129 sæti og Hólmfríður er í 153 sæti af 346 konum sem hafa hlaupið 6 tíma hlaup á árinu. Ívar er í 256 sæti af 1416 hlaupurum. Ég sé að Eiður er ekki inni á listanum. Skal skoða það betur. Listinn er hægra megin á síðunni.
föstudagur, nóvember 14, 2008
Það er vel þekkt syndrom hjá óráðsíufólki í fjármálum að þegar reynt er að koma vitinu fyrir það þá skilur það ekki neitt í neinu og telur sjálfu sér trú um að allt verði í lagi bara að það fái eitt lánið í viðbót. Íslendingar eru búnir að halda uppi fölskum kaupmætti árum saman með lánsfé. Gaurarnir sem tóku lánin og dældu þeim inn í samfélagið voru hafnir í guðatölu. Regluverðirnir stigu hrunadansinn í ákafa og neituðu að horfast í augu við það að fyrirsjáanlegt var að veisluföngin voru að vera búin. Loks tóku lánveitendur í taumana og sögðu hingað og ekki lengra. Nú þarf að fara að taka til í óráðsíunni. Þá verða menn vondir og bregðast við eins og einstaklingur sem fær láninu ekki lengur framlengt í bankanum vegna þess að allir nema hann vita að hann getur ekki borgað lánin til baka. Þá er bankastjórinn orðin að vonda kallinum en engin sök liggur hjá þeim sem ekki getur borgað til baka.
Það er þetta syndróm sem liggur að baki upphlaupi forsetans á hádegisverðarfundi með erlendum sendiherrum fyrir viku síðan. "Islands president i skandalelunsj". Það er ekki sérstaklega skemmtilegt að lesa svona fyrirsagnir í blöðunum, jafnvel þótt það sé fyrst birt í "Klassekampen" i Noregi. Fljótlega var samskonar frétt að finna víða í norrænum fjölmiðlum. "Skjelte ut Sverige og Danmark" Þarna er afneitunin í fullum gangi. Þeir eru bara skammaðir sem ekki vilja kaupa enn eitt innistæðulausa skuldabréfið. Það þýðir varla að nefna orðið víxill, það þekkir það varla nokkur maður undir fertugu. Útnesjaliðinu á Íslandi fínnst síðan fínt að forsetinn skuli bara "segja þessu liði til syndanna". Svona framkoma er náttúrulega til háborinnar skammar. Ég læt mér ekki detta í hug að norski sendiherrann hafi verið að skreyta frásögnina eða ljúga upp á forsetann. Honum hefur einfaldlega verið brugðið. Síðan kemur forsetinn í Kastljós og segist "ekki nenna að elta ólar við missagnir" Að tala er sifur, að þegja er gull.
Gylfi Zoega hagfræðingur hélt skemmtilegt erindi um alvarlegt málefni á fjármálaráðstefnunni í dag. Hann skýrði vel út orðið verðbóla. Það er verðbóla þegar við erum að kaupa eitthvað hvert af öðru og verðið hækkar án þess að nokkur verðmætaaukning sé fyrir hendi. Húsin voru seld af offorsi og alltaf hækkaði verðið. Hærra verð hafði í för með sér að menn gátu tekið meiri lán út á húsin (veðrými jókst) án þess að launin hækkuðu samsvarandi. Allt var veðsett eins og frekast vildi. Svo springur bólan. Gengi krónunnar fellur, launin lækka, verð húseigna lækkar. Það var bara loft í blöðrunni. Þetta er bara eins og hvert annað píramídakerfi. þeir sem koma fyrsti inn og fara út á réttum tíma græða. Þeir sem koma síðast inn tapa.
Þetta er "The greatest fools theory"
Gylfa tókst hið ómögulega. Hann hélt hagfræðierindi um mjög alvarlegt efni með orðavali þannig að allir skyldu og flutti mál sitt svo að salurinn lá úr hlátri með reglulegu millibili.
Það er þetta syndróm sem liggur að baki upphlaupi forsetans á hádegisverðarfundi með erlendum sendiherrum fyrir viku síðan. "Islands president i skandalelunsj". Það er ekki sérstaklega skemmtilegt að lesa svona fyrirsagnir í blöðunum, jafnvel þótt það sé fyrst birt í "Klassekampen" i Noregi. Fljótlega var samskonar frétt að finna víða í norrænum fjölmiðlum. "Skjelte ut Sverige og Danmark" Þarna er afneitunin í fullum gangi. Þeir eru bara skammaðir sem ekki vilja kaupa enn eitt innistæðulausa skuldabréfið. Það þýðir varla að nefna orðið víxill, það þekkir það varla nokkur maður undir fertugu. Útnesjaliðinu á Íslandi fínnst síðan fínt að forsetinn skuli bara "segja þessu liði til syndanna". Svona framkoma er náttúrulega til háborinnar skammar. Ég læt mér ekki detta í hug að norski sendiherrann hafi verið að skreyta frásögnina eða ljúga upp á forsetann. Honum hefur einfaldlega verið brugðið. Síðan kemur forsetinn í Kastljós og segist "ekki nenna að elta ólar við missagnir" Að tala er sifur, að þegja er gull.
Gylfi Zoega hagfræðingur hélt skemmtilegt erindi um alvarlegt málefni á fjármálaráðstefnunni í dag. Hann skýrði vel út orðið verðbóla. Það er verðbóla þegar við erum að kaupa eitthvað hvert af öðru og verðið hækkar án þess að nokkur verðmætaaukning sé fyrir hendi. Húsin voru seld af offorsi og alltaf hækkaði verðið. Hærra verð hafði í för með sér að menn gátu tekið meiri lán út á húsin (veðrými jókst) án þess að launin hækkuðu samsvarandi. Allt var veðsett eins og frekast vildi. Svo springur bólan. Gengi krónunnar fellur, launin lækka, verð húseigna lækkar. Það var bara loft í blöðrunni. Þetta er bara eins og hvert annað píramídakerfi. þeir sem koma fyrsti inn og fara út á réttum tíma græða. Þeir sem koma síðast inn tapa.
Þetta er "The greatest fools theory"
Gylfa tókst hið ómögulega. Hann hélt hagfræðierindi um mjög alvarlegt efni með orðavali þannig að allir skyldu og flutti mál sitt svo að salurinn lá úr hlátri með reglulegu millibili.
fimmtudagur, nóvember 13, 2008
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var í dag. Þetta er stærsta fjármálaráðstefnan til þessa og einnig sú sem hefur verið best setin. Sveitarstjórnarmenn eru áhyggjufullir um hvernig mál munu þróast. þeir eru í sömu óvissunni og allur almenningur en bera engu að síður ábyrgð á allri nærþjónustu við íbúa landsins sem heitið getur. Sigurbjörg Árnadóttir hélt síðasta erindið í dag og ræddi um reynslu sína af kreppunni í Finnlandi á árunum 1992 - 1999. Að sumu leyti er fólkið ekki laust út úr henni ennþá og sumir losna aldrei við kreppuna. Sigurbjörg lýsti ástandinu í Finnlandi tæpitungulaust og hvaða afleiðingar aðgerðaleysi stjórnvalda á árunum 1992 - 1995 hafði. Stjórn Centerpartisins og hægriflokksins var gersamlega ráðalaus að sögn Sigurbjargar og hafði þá sýn eina að fólk ætti að spara sig út úr kreppunni. Það hafði í för með sér að fólk eyddi engu nema því allra nauðsynlegasta. Það hafði aftur í för með sér að blóðið í finnska þjóðarlíkamanum hætti því sem næst að renna. Finnsk stjórnvöld mögnuðu þannig upp áhrif kreppunnar heima fyrir fyrstu árin. Það var svo ekki fyrr en árið 1995 að stjórnvöld breyttu um stefnu og fóru að hugsa um að styrkja atvinnulíf innanlands. Laggja fjármagn í viðhald, menntun, sprotafyrirtæki og forða algeru hruni búsetu á vissum stöðum á landsbyggðinni. Íslendingar hafa mjög gott að heyra hvaða hlutir geta gerst ef duglaus og hugmyndasnauð stjórnvöld ráða ferðinni.
Maður er stundum pirraður út í fréttamenn en stundum er maður ánægður. Mér fannst það fínt hjá Fréttastofu RÚV að gægjast aðeins bak við tjöldin á útgjöldum utanríkisráðuneytisins. Sá sparnaður í rekstri ráðuneytisins sem kynntur hefur verið er einungis þannig til kominn að sú aukning sem búið var að ákveða í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er dregin til baka. Gert var ráð fyrir að útgjöd ráðuenytisins yrðu um 11 milljaarðar króna en sparnaðartillögurnar gera ráð fyrir að fjárframlög verða lækkuð niður í það sem þau eru á þessu ári eða um 9 milljarðar. Æ, er það von að manni blöskri? Got dæmi um silkihúfustaflann þarna innan dyra er að sex sendiherrar hætta á næsta ári og ekki er gert ráð fyrir að ráða í þeirra stað. Til hvers hefur sendiráð verið í Pretoríu eða Róm? Flottræfilsháttur íslendinga er næstum því takmarkalaus. Maður gæti ýmyndað sér hvernig staðan væri er Ísland hefði fengið kosningu í Öryggisráðið. Þjóð sem er á forsíðum blaða um allan heim vegna hruns efnahagskerfisins vegna rangra ákvarðana og ákvarðana sem ekki voru teknar. Það kemur sjálfsagt aldrei upp á yfirborðið hvað framboð til öryggisráðið hefur kostað en eitt er víst að það er allt of mikið. Vitaskuld á utanríkisþjónustan að vera undir smásjánni eins og allt annað.
Fór bæði í morgunhlaup og kvöldhlaup. Það er varla hægt annað á meðan veðrið er svona gott.
Víkingur spilaði við Val í kvöld í handboltanum. Þeir stóðu sig vel í þrjú korter en fjórða korterið var skelfing svo 9 marka tap var staðreynd.
Maður er stundum pirraður út í fréttamenn en stundum er maður ánægður. Mér fannst það fínt hjá Fréttastofu RÚV að gægjast aðeins bak við tjöldin á útgjöldum utanríkisráðuneytisins. Sá sparnaður í rekstri ráðuneytisins sem kynntur hefur verið er einungis þannig til kominn að sú aukning sem búið var að ákveða í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2009 er dregin til baka. Gert var ráð fyrir að útgjöd ráðuenytisins yrðu um 11 milljaarðar króna en sparnaðartillögurnar gera ráð fyrir að fjárframlög verða lækkuð niður í það sem þau eru á þessu ári eða um 9 milljarðar. Æ, er það von að manni blöskri? Got dæmi um silkihúfustaflann þarna innan dyra er að sex sendiherrar hætta á næsta ári og ekki er gert ráð fyrir að ráða í þeirra stað. Til hvers hefur sendiráð verið í Pretoríu eða Róm? Flottræfilsháttur íslendinga er næstum því takmarkalaus. Maður gæti ýmyndað sér hvernig staðan væri er Ísland hefði fengið kosningu í Öryggisráðið. Þjóð sem er á forsíðum blaða um allan heim vegna hruns efnahagskerfisins vegna rangra ákvarðana og ákvarðana sem ekki voru teknar. Það kemur sjálfsagt aldrei upp á yfirborðið hvað framboð til öryggisráðið hefur kostað en eitt er víst að það er allt of mikið. Vitaskuld á utanríkisþjónustan að vera undir smásjánni eins og allt annað.
Fór bæði í morgunhlaup og kvöldhlaup. Það er varla hægt annað á meðan veðrið er svona gott.
Víkingur spilaði við Val í kvöld í handboltanum. Þeir stóðu sig vel í þrjú korter en fjórða korterið var skelfing svo 9 marka tap var staðreynd.
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Talandi um næringu þá hef ég hef notað Herbalife í rúmt ár. Ég byrjaði að nota það í fyrra í september. Á því ári sem liðið er síðan hef ég aðallega notað það á tvennan hátt. Í fyrsta lagi nota ég Herbalife fyrir og eftir langar æfingar (20 km +). Ég fæ mér hálfan líter af undanrennu eða djús með tveimur góðum skeiðum af Formúlu 1 áður en ég fer út. Síðan fæ ég mér álíka skammt (tvær skeiðar af Formúlu 1 og eina skeið af Formúlu 3) þegar ég kem inn eftir langt hlaup. Þetta hefur tvennt í för með sér. Ég drekk miklu minna á hlaupum en áður og mér finnst orkubalansinn vera miklu betri. Síðan sem skiptir ekki minna máli er að maður er miklu fljótari að jafna sig eftir löng hlaup (30 km og yfir). Það líður ekki nema svo sem klukkutími eftir að inn er komið að hlaupið sé farið úr fótunum. Þetta hefur í för með sér að maður getur lagt á sig miklu meira æfingaálag. Í fyrra hljóp ég rúmlega 3000 km sem var það mesta fram til þessa. Í ár geri ég ráð fyrir að fara yfir 4500 km og finn ekki fyrir því. Engin meiðsli, engin vandræði. Ég hef hlaupið upp í 200 km á viku sem ég átti aldrei von í að ná fyrir tveimur til þremur árum. Ég hef tekið allt að 15 æfingar á viku án þess að finna fyrir því.
Síðan er hin hliðin á dæminu sem mér finnst ekki síður áhugaverð. Það er hvernig Herbalife dugar í löngum hlaupum eða 8 - 34 klst. Í ár hef ég notað Herbalife sem grunnnæringu í löngum hlaupum. Þar er um að ræða 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi, Laugavegurinn + Fimmvörðuháls, 2 x maraþon í RM, Haustlitahlaup fyrir vestan og Spartathlon.
Ég gerði alvöru tilraun í 24 tíma hlaupinu í maí og lagði í raun allt undir með að ákveða að nota Herbalife sem einu næringuna í hlaupinu og hafa ekkert varaplan. Ég fann fljótt út að það leið of langur tími á milli máltíða í hlaupinu ef ég fékk mér 1/2 líter á 5 tíma fresti eins og ég byrjaði með. Þegar þrír tímar liðu á milli þess að ég drakk 1/2 líter af Herbalife blöndu þá fannst mér það virka fínt. Ég borðaði ekkert annað í heilan sólarhring og náði ágætum árangri. Varð í 4. sæti á Danmerkurmeistaramótinu þar sem voru mættir voru margir af bestu 24 tíma hlaupurum Norðurlandanna. Með hliðsjón af þessari reynslu þá ákvað ég að nota Herbalife sem einu næringuna í Spartathlon hlaupinu. Það er erfiðasta ultrahlaup í heimi sem hlaupið er í einum áfanga. Ég setti skammta í plastpoka sem ég dreifði út á drykkjarstöðvarnar. Hafði þannig alltaf nokkra skammta í mittisbeltinu og fékk mér blöndu á 3ja tíma fresti. Teigaði 1/2 líter í einu. Ég fann einnig þar að það passaði vel að fá sér blöndu á þriggja tíma fresti. Ég notaði þann djús sem var til að drykkjarstöðvunum til að blanda duftið í. Það eina sem ég borðaði annað voru tveir melónubitar, nokkur vínber og nokkrir Löparlarssonsbitar. Niðurstaðan var að orkan var í fínu lagi allt hlaupið, maginn var einnig í fínu lagi og aldrei vottur af ógleði. Mjög algengt er að ógleði leggist yfir menn í svona löngum hlaupum. Það er staðreynd að það er mun minna álag fyrir skrokkinn að neyta fljótandi fæðu í svona löngum hlaupum heldur en fastrar fæðu. Þá orku sem sparast við þetta nýtir maður í hlaupið. Vindgangur einnig annað sem getur valdið vandræðum undir þessum kringumstæðum. Hann lét aldrei á sér kræla.
Niðurstaðan eftir þessi tvö mjög löngu keppnishlaup er að Herbalife dugar mjög vel sem grunnorka við mikið álag í einn til einn og hálfan sólarhring. Lengri viðmiðun hef ég ekki. Maginn var í fínu jafnvægi, orkan eins og maður þurfti á að halda. Ég er því ákveðinn að nota Herbalife próteinduft á svipaðan hátt á meðan ég stunda þessi löngu hlaup. Ég veit ekkert hvort Herbalife sé betra eða verra en annað próteinduft en ég sé ekki ástæðu til að breyta því sem dugar vel.
Síðan er hin hliðin á dæminu sem mér finnst ekki síður áhugaverð. Það er hvernig Herbalife dugar í löngum hlaupum eða 8 - 34 klst. Í ár hef ég notað Herbalife sem grunnnæringu í löngum hlaupum. Þar er um að ræða 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi, Laugavegurinn + Fimmvörðuháls, 2 x maraþon í RM, Haustlitahlaup fyrir vestan og Spartathlon.
Ég gerði alvöru tilraun í 24 tíma hlaupinu í maí og lagði í raun allt undir með að ákveða að nota Herbalife sem einu næringuna í hlaupinu og hafa ekkert varaplan. Ég fann fljótt út að það leið of langur tími á milli máltíða í hlaupinu ef ég fékk mér 1/2 líter á 5 tíma fresti eins og ég byrjaði með. Þegar þrír tímar liðu á milli þess að ég drakk 1/2 líter af Herbalife blöndu þá fannst mér það virka fínt. Ég borðaði ekkert annað í heilan sólarhring og náði ágætum árangri. Varð í 4. sæti á Danmerkurmeistaramótinu þar sem voru mættir voru margir af bestu 24 tíma hlaupurum Norðurlandanna. Með hliðsjón af þessari reynslu þá ákvað ég að nota Herbalife sem einu næringuna í Spartathlon hlaupinu. Það er erfiðasta ultrahlaup í heimi sem hlaupið er í einum áfanga. Ég setti skammta í plastpoka sem ég dreifði út á drykkjarstöðvarnar. Hafði þannig alltaf nokkra skammta í mittisbeltinu og fékk mér blöndu á 3ja tíma fresti. Teigaði 1/2 líter í einu. Ég fann einnig þar að það passaði vel að fá sér blöndu á þriggja tíma fresti. Ég notaði þann djús sem var til að drykkjarstöðvunum til að blanda duftið í. Það eina sem ég borðaði annað voru tveir melónubitar, nokkur vínber og nokkrir Löparlarssonsbitar. Niðurstaðan var að orkan var í fínu lagi allt hlaupið, maginn var einnig í fínu lagi og aldrei vottur af ógleði. Mjög algengt er að ógleði leggist yfir menn í svona löngum hlaupum. Það er staðreynd að það er mun minna álag fyrir skrokkinn að neyta fljótandi fæðu í svona löngum hlaupum heldur en fastrar fæðu. Þá orku sem sparast við þetta nýtir maður í hlaupið. Vindgangur einnig annað sem getur valdið vandræðum undir þessum kringumstæðum. Hann lét aldrei á sér kræla.
Niðurstaðan eftir þessi tvö mjög löngu keppnishlaup er að Herbalife dugar mjög vel sem grunnorka við mikið álag í einn til einn og hálfan sólarhring. Lengri viðmiðun hef ég ekki. Maginn var í fínu jafnvægi, orkan eins og maður þurfti á að halda. Ég er því ákveðinn að nota Herbalife próteinduft á svipaðan hátt á meðan ég stunda þessi löngu hlaup. Ég veit ekkert hvort Herbalife sé betra eða verra en annað próteinduft en ég sé ekki ástæðu til að breyta því sem dugar vel.
þriðjudagur, nóvember 11, 2008
Það varð fljótt um félaga Bjarna Harðarson. Dómgreindarleysi hans í eina ögurstund varð til þess að allt varð vitlaust innan flokksins. Bjarni brást þannig við sem kannski færri höfðu búist við. Hann sagði af sér með það sama. Flestir höfðu líklega búist við að við tæki nokkurra daga þæfingur um hver hefði gert hvað og með hvaða hugarfari þessi eða hinn tölvupósturinn hefði verið sendur. Svo hefðu menn orðið leiðir á þessu og athyglin beinst að öðru. Eftir hefði setið smá blettur á kraga Bjarna sem hann hefði kannski átt erfitt með að þvo af sér, svona svipað og brennivínsveitingar utanríkisráðherrans fyrrverandi í afmælinu sínu. Nei, Bjarni brást snöfurmennlega við og sagði bara af sér. Labbaði út með hreinan skjöld því hann stóð undir ábyrgðinni. Þetta er eins og að skrifta hjá kaþólskum. Menn fara í skriftaklefann á stórhátíðum og játa syndir sínar (eða alla vega það af þeim sem er frásagnarhæft) og labba út nýir og betri menn. Nú eru Bjarna allir vegir færir og hann stendur sterkar pólitískt séð eftir en áður ef eitthvað er.
Hitt er svo annað mál að þarna segir alþingismaður af sér störfum vegna yfirsjónar sem svo sem skaðaði engan en átti kannski að stinga pínulítið. Þjóðin situr hins vegar í súpunni ærulaus, eignalaus og ráðlaus. Sú staða er komin upp vegna ákvarðana sem teknar voru eða vegna þess að það voru ekki teknar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki síðri ákvörðun að taka ekki ákvörðun. Samt er enginn ábyrgur. Ekki benda á mig. Hvernig er hægt að skilja þetta? Og "you aint seen nothing yet" eins og forsetinn sagði.
Það er stundum verið að spyrja mig um mataræði. Ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað er heppilegast í þeim málum eftir um tveggja og hálfs árs reynslu. Ég legg áherslu á að tl að ná árangri sé það spurning um lífsstílsbreytingu en ekki skammtíma átak. Menn eiga að forðast allt sem heitir átak. Átak í að grenna sig fyrir hitt og fyrir þetta. Það er logið svo milu að fólki í þessum efnum að það er alveg ótrúlegt. Yfirleitt kemur fólk feitara en áður út úr hverju átaki. Málið er að ef fólk vill grennna sig á það að borða minni orku en það brennir. Samt á fólk að borða eins og það langar til, bara velja réttan og hollan mat. Hæfileg hreyfing sem hentar hverjum og einum er síðan bara til bóta. Eftir að ég hætti alveg að borða allt ruslfæði, kex, kökur sælgæti, sykur og annann óþverra þá er ég sannfærður um að það er miklu meira jafnvægi í allri líkamsstarfsemi. Orkan er meiri og til viðbótar sef ég miklu betur. ég er viss um að minni hætta er á álagsmeiðslum undir miklu álagi þegar næringarjafnvægið er í lagi. Ég þarf síðan aldrei að fara á klósettið á nóttunni eins og maður var byrjaður að gera í of miklum mæli. Ég er ekki að segja að þetta sé hin eini rétti matseðill. Það hefur vafalaust hver sína sérvisku. Þetta hentar mér hins vegar vel og maður breytir ekki formúlu sem gengur vel upp.
Hitt er svo annað mál að þarna segir alþingismaður af sér störfum vegna yfirsjónar sem svo sem skaðaði engan en átti kannski að stinga pínulítið. Þjóðin situr hins vegar í súpunni ærulaus, eignalaus og ráðlaus. Sú staða er komin upp vegna ákvarðana sem teknar voru eða vegna þess að það voru ekki teknar ákvarðanir. Það er nefnilega ekki síðri ákvörðun að taka ekki ákvörðun. Samt er enginn ábyrgur. Ekki benda á mig. Hvernig er hægt að skilja þetta? Og "you aint seen nothing yet" eins og forsetinn sagði.
Það er stundum verið að spyrja mig um mataræði. Ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað er heppilegast í þeim málum eftir um tveggja og hálfs árs reynslu. Ég legg áherslu á að tl að ná árangri sé það spurning um lífsstílsbreytingu en ekki skammtíma átak. Menn eiga að forðast allt sem heitir átak. Átak í að grenna sig fyrir hitt og fyrir þetta. Það er logið svo milu að fólki í þessum efnum að það er alveg ótrúlegt. Yfirleitt kemur fólk feitara en áður út úr hverju átaki. Málið er að ef fólk vill grennna sig á það að borða minni orku en það brennir. Samt á fólk að borða eins og það langar til, bara velja réttan og hollan mat. Hæfileg hreyfing sem hentar hverjum og einum er síðan bara til bóta. Eftir að ég hætti alveg að borða allt ruslfæði, kex, kökur sælgæti, sykur og annann óþverra þá er ég sannfærður um að það er miklu meira jafnvægi í allri líkamsstarfsemi. Orkan er meiri og til viðbótar sef ég miklu betur. ég er viss um að minni hætta er á álagsmeiðslum undir miklu álagi þegar næringarjafnvægið er í lagi. Ég þarf síðan aldrei að fara á klósettið á nóttunni eins og maður var byrjaður að gera í of miklum mæli. Ég er ekki að segja að þetta sé hin eini rétti matseðill. Það hefur vafalaust hver sína sérvisku. Þetta hentar mér hins vegar vel og maður breytir ekki formúlu sem gengur vel upp.
mánudagur, nóvember 10, 2008
Maður er eins og hálf tómur eftir fréttir síðustu daga og vikna. Áreitið hefur verið þannig upp á dag hvern að maður hefur aldrei vitað hvað kæmi næst upp úr pokanum. Af nógu virðist vera að taka og ekkert lát á. Spurnig er t.d. hvaða ábyrgð almennir stjórnarmenn í almenningshlutafélögum bera í ljósi frétta af nýjustu FL Group afferunni. Ef stjórnarmenn almenningshlutafélags vita af gjörningi sem brýtur í bága við lög og hagsmuni flestra hluthafa, er þeim þá heimilt að segja af sér og þegja eða ber þeim skylda til að upplýsa um gjörninginn. Bera þeir ábyrgð ef upp kemst að þeir hafi vitað meir en þeir létu uppi. Er sá sekur sem veit af þjófnaði en segir ekki frá honum? Hvernig er yfirhylming túlkuð í þessu sambandi? Ég er hræddur um að mýtan um hið spillingarlausa Ísland sé endanlega fyrir bí.
Það var sagt frá undirbúningi að 200 km hamfarahlaupinu fyrir norðan á kondis.no í fyrradag.Þar var settur linkur á vefinn hans Barkar með fínum myndum frá helginni þegar þau fóru ca helming leiðarinnar í byrjun september. Maður skyldi ekki útiloka að það slæddist einn og einn til landsins í þetta hlaup til að byrja með.
Það var sagt frá undirbúningi að 200 km hamfarahlaupinu fyrir norðan á kondis.no í fyrradag.Þar var settur linkur á vefinn hans Barkar með fínum myndum frá helginni þegar þau fóru ca helming leiðarinnar í byrjun september. Maður skyldi ekki útiloka að það slæddist einn og einn til landsins í þetta hlaup til að byrja með.
sunnudagur, nóvember 09, 2008
"Ekki benda á mig" leikurinn er byrjaður. Ráðherra veit ekkert, FME forstjórinn vissi ekki annað en að allt væri í heldur góðu lagi og svona heldur leikurinn áfram. Ef forsætisráðherra hefur rætt við Gordon Brown í apríl um erfiða stöðu Landsbankans í bretlandie r harla skrítið ef bankamálaráðherra hefur ekki vitað af málinu fyrr en í ágúst.
Árið 2005 hættu sex stjórnarmenn FL group af sjö á einu bretti. Nýráðinn forstjóri félagins hætti skömmu síðar. Gengi félagsins hækkaði í kjölfarið. Ótal kjaftasögur grössuðu en ekkert var upplýst og kannski varla gerð grein fyrir því. Það myndi þykja stórmál í hvaða siðuðu samfélagi sem væri að sex stjórnarmenn af sjö (og þar af fyrrverandi borgarfulltrúi og maki fjármálaráðherra) myndu ganga út úr félagi sem skráð væri á verðbréfaþingi. A.m.k. hefðu fjölmiðlar á öðrum Norðurlandanna ekki hafa linnt látum fyrr en þeir hefðu grafið upp hvað hefði í raun og veru gerst. Hér þögðu allir en það var svona pískur í hornum. Í Kastljóssþætti fyrir þremur árum sagði Hannes Smárason að ákveðin saga um ólöglegar peningatilfærslur væri fáránleg. Málinu var lokið. Umræðan búin. Nú þremur árum síðar kemur fram að nefndur Hannes hafi flutt 3 milljarða króna á eigin spýtur úr FL group yfir til Pálma Haraldssonar án allra trygginga svo hann gæti keypt sér flugfélag til að fá tækifæri til að rippoffa FL group almennilega. FL group var á þessum tímum skráð á verðbréfaþingi og því var þessi gjörningur kolólöglegur og að öllum líkindum refsiverð. Þetta sýnir betur en margt annað hve fjölmiðlar á Íslandi hafa verið og eru enn gjörsamlega máttlausir og ónýtir þegar svona hlutir eru á ferðinni. Kastljós sjónvarpsins hefur þó átt ágæta spretti að undanförnu. Það er ekki að ástæðulausu að eignarhhald allra fjölmiðla hefur smám saman færst yfir á sömu hendina, þrátt fyrir að þeir séu reknir með tapi. Það skiptir nefnilega miklu máli að geta haft áhrif á umræðuna. Það eru margir brjálaðir yfir því hvernig fjölmiðlar, sérstaklega Stöð 2, skýrðu frá mótmælafundinu á Austurvelli í gær. Það er verið að leiða umræðuna út í horn og reyna að gera svona mannfund ómarktækan.
Það er harla einkennilegt að fá fréttir af því úr hollensku blaði að Hollendingar séu að sperra ben fyrir umsókn Íslendinga hjá IMF. Af hverju geta íslenskir ráðamenn ekki sagt þjóðinni frá þessu sjálfir? Mér fannst viðtalið við Andra Snæ í silfrinu vera óvenjulega gott í dag. Silfur Egils er aðgengilegt á ruv.is.
Árið 2005 hættu sex stjórnarmenn FL group af sjö á einu bretti. Nýráðinn forstjóri félagins hætti skömmu síðar. Gengi félagsins hækkaði í kjölfarið. Ótal kjaftasögur grössuðu en ekkert var upplýst og kannski varla gerð grein fyrir því. Það myndi þykja stórmál í hvaða siðuðu samfélagi sem væri að sex stjórnarmenn af sjö (og þar af fyrrverandi borgarfulltrúi og maki fjármálaráðherra) myndu ganga út úr félagi sem skráð væri á verðbréfaþingi. A.m.k. hefðu fjölmiðlar á öðrum Norðurlandanna ekki hafa linnt látum fyrr en þeir hefðu grafið upp hvað hefði í raun og veru gerst. Hér þögðu allir en það var svona pískur í hornum. Í Kastljóssþætti fyrir þremur árum sagði Hannes Smárason að ákveðin saga um ólöglegar peningatilfærslur væri fáránleg. Málinu var lokið. Umræðan búin. Nú þremur árum síðar kemur fram að nefndur Hannes hafi flutt 3 milljarða króna á eigin spýtur úr FL group yfir til Pálma Haraldssonar án allra trygginga svo hann gæti keypt sér flugfélag til að fá tækifæri til að rippoffa FL group almennilega. FL group var á þessum tímum skráð á verðbréfaþingi og því var þessi gjörningur kolólöglegur og að öllum líkindum refsiverð. Þetta sýnir betur en margt annað hve fjölmiðlar á Íslandi hafa verið og eru enn gjörsamlega máttlausir og ónýtir þegar svona hlutir eru á ferðinni. Kastljós sjónvarpsins hefur þó átt ágæta spretti að undanförnu. Það er ekki að ástæðulausu að eignarhhald allra fjölmiðla hefur smám saman færst yfir á sömu hendina, þrátt fyrir að þeir séu reknir með tapi. Það skiptir nefnilega miklu máli að geta haft áhrif á umræðuna. Það eru margir brjálaðir yfir því hvernig fjölmiðlar, sérstaklega Stöð 2, skýrðu frá mótmælafundinu á Austurvelli í gær. Það er verið að leiða umræðuna út í horn og reyna að gera svona mannfund ómarktækan.
Það er harla einkennilegt að fá fréttir af því úr hollensku blaði að Hollendingar séu að sperra ben fyrir umsókn Íslendinga hjá IMF. Af hverju geta íslenskir ráðamenn ekki sagt þjóðinni frá þessu sjálfir? Mér fannst viðtalið við Andra Snæ í silfrinu vera óvenjulega gott í dag. Silfur Egils er aðgengilegt á ruv.is.
laugardagur, nóvember 08, 2008
Fór af stað kl. 7.30 í morgun og hitti Jóa og Stebba úti við Fossvogsbotn um átta leitið. Þegar við vorum nýfarnir af stað vestur eftir hittum við Bigga sem var á bakaleið. Hann er að berjast við að sjá fyrir sér og sínum eftir atvinnumissi fyrr í sumar. Hann sagði okkur ýmsar sögur enda er hann vel kunnugur í innflutningi og ýmisskonar höndlun. Hann sagði okkur meðal annars frá fyrirtæki sem hafði verið hætt að borga erlendum birgi. Sá var orðinn órólegur og vildi fá að vita hvenær greiðslur færu að koma. Honum var stöðugt lofað að þetta væri alveg að koma, eigendurnir væru að fara að skjóta meiri peningum í fyrirtækið og bankinn kæmi með svipað á móti. En ekkert gerðist. Að lokum brast birginn þolimæðin og sagðist bara koma til Íslands til að taka til baka eitthvað af þeim vörum sem lægju á lager og væru ógreiddar. Jú það stóð ekki á því að honum var lofað allri þeirri hjálp sem menn gætu innt af hendi. Þetta væri bara dálítið erfitt akkúrat núna. Þegar sá erlendi lenti í Keflavík síðla dags var tekið á móti honum af viðskiptavinum hans sem hann hafði oft hitt áður. Þeir sögðu að þvi miður hefði forstjórinn þurft að bregða sér frá en hann myndi hitta hann kl. 9.00 uppi í fyrirtækinu morguninn eftir. Sá erlendi mætir á fundinn morguninn eftir og þá segja hinir íslensku "vinir" hans honum að bankinn hafi tekið fyrirtækið yfir um nóttina og þeir geti því ekkert gert til að aðstoða hann. Hann fór því til baka, skaðbrenndur eftir viðskiptin við íslendingana og lítur nú á íslendinga sem ómerkilega þjófa og lygara. "Þið luguð að mér, hvers vegna var mér ekki sagt neitt." Það er rétt að hafa svona sögur í huga þegar viðtalið við seðlabankastjóra í Kastljósinu er rifjað upp. Þar segir hann hve þetta verði allt svo einfalt. Menn einfaldlega láti skuldirnar falla á kröfuhafa, skipti um kennitölu og hefji viðskipti á nýjan leik. "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna" Hann tók hins vegar ekki með í reikninginn að til að viðskipti komist á þarf yfirleitt tvo til, seljanda og kaupenda. Kaupandi má sín yfirleitt lítils á markaði ef enginn vill selja honum. Svona orðspor er það íslendingar munu þurfa að berjast við í náinni framtíð.
Ég held að sú skoðun Vilhjálms Egilssonar að það verði að afhenda kröfuhöfum einn banka eða fleiri upp í kröfur þerra sé skynsamleg. Það er ekki hægt að sýna þeim bara fingurinn og láta ekki ná í sig. Millibankaviðskipti verða að komast á. Það er ekki flóknara. Í þeirri stöðu sem við erum í eru engir kostir góðir, einungis misjafnlega slæmir.
Nýskipuð bankaráð vekja enga sérstaka hrifningu hjá mér nema formennirnir eru öflugir. Ef markmiðið hefur verið að skipa flekklaust valinkunnugt sæmdarfólk í bankaráðin þá hefur það takmark án efa náðst. Það er kannski það sem er mikilvægast í dag. Geta og þekking til ákvarðanatöku á krísutímum í bankageiranum er hins vegar ekki til staðar hjá hverjum sem er. Vafalaust er það hinsvegar erfitt að finna óumdeilt fólk til þessara starfa í dag.
Skelfing hef ég lítinn áhuga á þessum drottningarviðtölum á Stöð 2 við fyrrverandi útrásarvíkinga og meinta núverandi þjóðníðinga. Að telja að það þjóni einhverjum tilgangi að mala við þá í hugulegheitum er náttúrulega í besta falli tær misskilningur. Enda horfir ekki nokkur maður á þetta það maður heyrir.
Það fjölgar á mótmælafundum í miðbænum. Ég veit ekki hve lengi Iðnó dugar. Ætli það verði ekki að fara að nota Egilshöllina þegar líður lengra fram á veturinn. Nú eru flestir þeirra sem hafa misst vinnuna á uppsagnarfresti. Það breytist eftir jólin. Þá bíða atvinnuleysisbæturnar. Ég heyrði skilmerkilegt viðtal við Sigurbjörgu Árnadóttur í morgunútvarpinu Rás 2 á þriðjudagsmorguninn fyrir tilviljun. Yfirleitt nenni ég ekki að hlusta á þessa stöð en þarna hittist svona á að ég hlustaði á hana yfir hafragrautnum. Hún sagði frá hvernig kreppan lék finnskt þjóðfélag í upphafi tíunda áratugarins og fram eftir honum. Það voru skelfilegar lýsingar. Stjórnvöld beittu aðgerðaleysisaðferðinni með skelfilegum afleiðingum. Fram að þessu höfðum við heyrt frá ýmsum froðusnökkum hvað finnska leiðin hefði verið snjöll. Auknir peningar hefðu veruð settir í menntun og sprotafyrirtæki og málið var leyst. Það kom fram hjá Sigurbjörgu að sú stefnubreyting hefði ekki átt sér stað fyrr en eftir að þjóðin hefði þjáðst í þrjú ár. Þá kom nýtt fólk til valda í pólitíkinni. Kari Kovisto kunni engin ráð önnur en að spara sig í gegnum kreppuna.
Það er dag hvern talað um lán erlendis frá sem sé að koma og það muni leysa allan vandann. Það er einungis nauðsynleg aðgerð til að koma gangverki þjóðlífsins af stað aftur. Síðan er eftir að borga. Ég var að slá á það í dag í grófum dráttum hvað það þýddi að taka lán sem nemur landsframleiðslunni ef það er fært yfir á heimilisreikninginn. Þá myndi maður taka lán sem væri jafnhátt og brúttótekur heimilisins og þyrfti að greiða það til baka á 10 árum. Afborgun væri 1/10 af brúttótekum (fyrir skatt). Ef vextir væru tíu% þá væru vaxtagreiðslur fyrsta árið jafnháar afborgun.
Setjum dæmið svona upp. Brúttótekur heimilis 12 milljónir (þokkalegar meðaltekjur eins og hafa verið á Íslandi). Bæði hjónin vinna úti með allgóðar tekjur. Lán tekið upp á 12 milljónir sem skal greiða á 10 árum. Afborgun fyrsta árið 1.2 milljón. Vextir 10% sem þýðir að þeir eru einnig 1.2 milljónir fyrsta árið. Ef skattar væru samtals um 40% af brúttótekjum þá væru 7.2 milljónir eftir til ráðstöfunar. Vextir og afborganir af láninu myndu vera 2.4 milljónir eða 33% af ráðstöfunartekjum fyrsta árið. Fjölskyldan hefði því 4.8 milljónir til að standa undir rekstri heimilisins fyrsta árið í stað 7.2 milljóna. Árleg afborgunin væri síðan jöfn en vextirnir færu stiglækkandi með lækkandi höfuðstól. Ég er hræddur um að ýmsum fyndist þyngja á dalnum ef 33% af fyrri ráðstöfunartekjum væru gerðar upptækar vegna svona láns. Þar á ofan myndi kannski bætast kaupmáttarskerðing vegna gríðarlegrar verðbólgu. Þetta eru svo sem engin vísindi heldur gróft dæmi til að menn átti sig á hvað verið er að tala um.
Ég held að sú skoðun Vilhjálms Egilssonar að það verði að afhenda kröfuhöfum einn banka eða fleiri upp í kröfur þerra sé skynsamleg. Það er ekki hægt að sýna þeim bara fingurinn og láta ekki ná í sig. Millibankaviðskipti verða að komast á. Það er ekki flóknara. Í þeirri stöðu sem við erum í eru engir kostir góðir, einungis misjafnlega slæmir.
Nýskipuð bankaráð vekja enga sérstaka hrifningu hjá mér nema formennirnir eru öflugir. Ef markmiðið hefur verið að skipa flekklaust valinkunnugt sæmdarfólk í bankaráðin þá hefur það takmark án efa náðst. Það er kannski það sem er mikilvægast í dag. Geta og þekking til ákvarðanatöku á krísutímum í bankageiranum er hins vegar ekki til staðar hjá hverjum sem er. Vafalaust er það hinsvegar erfitt að finna óumdeilt fólk til þessara starfa í dag.
Skelfing hef ég lítinn áhuga á þessum drottningarviðtölum á Stöð 2 við fyrrverandi útrásarvíkinga og meinta núverandi þjóðníðinga. Að telja að það þjóni einhverjum tilgangi að mala við þá í hugulegheitum er náttúrulega í besta falli tær misskilningur. Enda horfir ekki nokkur maður á þetta það maður heyrir.
Það fjölgar á mótmælafundum í miðbænum. Ég veit ekki hve lengi Iðnó dugar. Ætli það verði ekki að fara að nota Egilshöllina þegar líður lengra fram á veturinn. Nú eru flestir þeirra sem hafa misst vinnuna á uppsagnarfresti. Það breytist eftir jólin. Þá bíða atvinnuleysisbæturnar. Ég heyrði skilmerkilegt viðtal við Sigurbjörgu Árnadóttur í morgunútvarpinu Rás 2 á þriðjudagsmorguninn fyrir tilviljun. Yfirleitt nenni ég ekki að hlusta á þessa stöð en þarna hittist svona á að ég hlustaði á hana yfir hafragrautnum. Hún sagði frá hvernig kreppan lék finnskt þjóðfélag í upphafi tíunda áratugarins og fram eftir honum. Það voru skelfilegar lýsingar. Stjórnvöld beittu aðgerðaleysisaðferðinni með skelfilegum afleiðingum. Fram að þessu höfðum við heyrt frá ýmsum froðusnökkum hvað finnska leiðin hefði verið snjöll. Auknir peningar hefðu veruð settir í menntun og sprotafyrirtæki og málið var leyst. Það kom fram hjá Sigurbjörgu að sú stefnubreyting hefði ekki átt sér stað fyrr en eftir að þjóðin hefði þjáðst í þrjú ár. Þá kom nýtt fólk til valda í pólitíkinni. Kari Kovisto kunni engin ráð önnur en að spara sig í gegnum kreppuna.
Það er dag hvern talað um lán erlendis frá sem sé að koma og það muni leysa allan vandann. Það er einungis nauðsynleg aðgerð til að koma gangverki þjóðlífsins af stað aftur. Síðan er eftir að borga. Ég var að slá á það í dag í grófum dráttum hvað það þýddi að taka lán sem nemur landsframleiðslunni ef það er fært yfir á heimilisreikninginn. Þá myndi maður taka lán sem væri jafnhátt og brúttótekur heimilisins og þyrfti að greiða það til baka á 10 árum. Afborgun væri 1/10 af brúttótekum (fyrir skatt). Ef vextir væru tíu% þá væru vaxtagreiðslur fyrsta árið jafnháar afborgun.
Setjum dæmið svona upp. Brúttótekur heimilis 12 milljónir (þokkalegar meðaltekjur eins og hafa verið á Íslandi). Bæði hjónin vinna úti með allgóðar tekjur. Lán tekið upp á 12 milljónir sem skal greiða á 10 árum. Afborgun fyrsta árið 1.2 milljón. Vextir 10% sem þýðir að þeir eru einnig 1.2 milljónir fyrsta árið. Ef skattar væru samtals um 40% af brúttótekjum þá væru 7.2 milljónir eftir til ráðstöfunar. Vextir og afborganir af láninu myndu vera 2.4 milljónir eða 33% af ráðstöfunartekjum fyrsta árið. Fjölskyldan hefði því 4.8 milljónir til að standa undir rekstri heimilisins fyrsta árið í stað 7.2 milljóna. Árleg afborgunin væri síðan jöfn en vextirnir færu stiglækkandi með lækkandi höfuðstól. Ég er hræddur um að ýmsum fyndist þyngja á dalnum ef 33% af fyrri ráðstöfunartekjum væru gerðar upptækar vegna svona láns. Þar á ofan myndi kannski bætast kaupmáttarskerðing vegna gríðarlegrar verðbólgu. Þetta eru svo sem engin vísindi heldur gróft dæmi til að menn átti sig á hvað verið er að tala um.
föstudagur, nóvember 07, 2008
Nýr dagur ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér. Nú er maður að heyra af snillingunum í Landsbankanum í Luxemborg enn frekar. Margir enskir ellilífeyrisþegar voru að spökulera í að kaupa sér hús á Spáni. Bankasnillingarnir fullyrtu að lang snallast væri að taka þrefalt hærra lán (eða svo) heldur en húsið kostaði. Húsið var keypt fyrir 1/3 lánsins en 2/3 hlutar lánsins voru látnir í hendur snillinganna aftur. Ávöxtunin af þeim hluta áttu svo að standa undir afborgunum og vöxtum af láninu öllu. Fín mylla sem bjó til eign úr engu. Sama módel sem Glitnisbankastjórinn var að presentera. Nú eru allar spekulationir ensku ellilífeyrisþeganna sem voru fjármagnaðar með lánum horfnar út í veður og vind. Allt horfið. Ellilífeyrisþegarnir geta ekki borgað af lánunum og eru gjaldþrota. Er það von að enskir séu brjálaðir? Menn hafa kannski komist upp með að plata íslenska útnesjamenn upp úr skónum átölulaust á þennan hátt en í löndum þar sem bankageirinn þekkir hugtakið siðferði vekur svona lagað nokkra athygli. Þeir sem haga sér svona eru ekkert annað en glæpamenn og vitleysingar upp til hópa. En hinu má ekki gleyma að launakerfi bankans var á þann veg að laun ráðgjafanna hækkuðu eftir því sem þeir gátu komið úr meiri lánum. Þetta segir okkur að trúa aldrei orði sem bankastarfsmaður segir í vinnunni ef hann er að ráðleggja manni eitthvað.
Norskur hernaðarfræðilega menntaður maður kom fram í sjónvarpinu í kvöld sem sagður var vera hægri hönd forsætisráðherra í "crisis management". OK, vonandi er verið að gera skynsama hluti þarna hugsaði maður. Nokkrum tímum síðar les maður að þessi ágæti herforingi hafi verið hægri hönd Bjarna Ármannssonar þegar hann var sem fyrirferðarmestur í bankageiranum. Þá fór það.
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Glitnis hefur hlaupið nokkur maraþonhlaup á liðnum árum. Menn minnast þess hvað gekk á í Reykjavíkurmaraþoninu fyrsta árið þegar Glitnir studdi hlaupið og gerði það svo sem ágætlega. Það var eins og himinn og jörð ætluðu að farast þegar í ljós kom að bankamaðurinn gat skokkað hlaupið hjálparlaust á leiðarenda. Nú hleypur Bjarni hins vegar undir norskum fána eins og kom í ljós í Frankfurt maraþoninu um daginn. Gott og vel. Menn geta skammast sín svo fyrir uppruna sinn að þeir reyni að þvo hann af sér. Alltaf hefur það þó heldur þótt vera háttur lítilmenna. En það væri gaman að taka snúning á því hverjir hafa skitið meir út nafn lands og þjóðar nú á seinni tímum en einmitt Bjarni og hans kollegar.
Sá skaði gæti nefnilega verið verstur til lengri tíma litið ef einhvern tíma sést út úr þessu fárviðri sem geysar á landinu að íslensk fyrirtæki eru "persona non grata" meðal nálægra erlendra þjóða, sérstaklega á Englandi og á meginlandi Evrópu. Þar eru einmitt okkar mikilvægustu viðskiptalönd. Það mun enginn treysta íslenskum fyrirtækjum í viðskiptum um nokkra framtíð. Menn verða að sanna sig upp á nýtt. Þýskir bankar hafa tapað óhemju peningum á íslenskum bönkum. Fjármálastofnanir og fyrirtæki eru víða brennd svo svíður undan. Það gleymist ekki svo glatt. Þökk sé fjármálagúrúunum sem héldu að þeir gætu gleypt heiminn.
Egill Helgason birtir mikið af bréfum sem honum berast á eyjan.is. Þar kemur margt fróðlegt fram.
Barak Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna í vikunni. Án þess að ég hafi tekið afstöðu um hvor frambjóðandinn falli mér betur í geð þá held ég samt sem áður að skiptin séu frekar jákvæð. Bush liðið var búið að sitja nógu lengi. Það er margt áhugavert sem kemur fram í framhaldi af þessum kosningum. Framsóknarmenn tala um Framsóknarmanninn Obama. VG lítur á hann sem sinn liðsmann. Samfylkingin metur hann sem sænskan sósíaldemókrat. Allt er þetta ágætt. Verst er ef menn verða fyrir vonbrigðum með þennan nýja liðsmann þegar frá líður. Ég man nefnilega eftir því þegar Tony Blair var kosinn forsætisráðherra Bretlands. Þá áttu nú aldeilis að vera runnir upp nýir tímar. New Labor var málið. Sócíaldemókratar gengu hnarreistir um og áttu heiminn. Hvað gerðist? Tony hrökklaðist trausti rúinn frá völdum þegar yfir lauk. Nú vill enginn kannast við að hafa haldið hann sem mikinn foringja. Þetta vill segja að því dempaðri sem væntingarnar eru, því minni verða vonbrigðin.
Eitt er áhugavert í sambandi við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna var kona valin sem varaforsetaefni. Einhverra hluta vegna var fögnuðurinn yfir þessum áfanga takmarkaður hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hamrar sífellt og eilíflega á því hve mikilvægt sé að kona skipi hina eða þessa stöðuna. Það var eins og þeir hefðu stigið á dauða rottu í tilfellinu Palin. Nú er sagt að Palin hafi verið McCain fjötur um fót í kosningabaráttunni. Þá getur maður ekki annað en spurt: Er það vegna þess að hún er kona eða vegna þess að hún hafi ekki verið nægilega hæf? Spyr sá sem ekki veit. Ég hef alltaf haldið því fram að það eigi að meta einstaklinginn eftir hæfi en ekki eftir kynferði. Hver á að leggja mat á hæfið er kannski öllu erfiðara verkefni.
Það verður haldið 100 km hlaup í miðri Kaupmannahöfn þann 25. apríl n.k. Það verður með svipuðu fyrirkomulagi og hlaupið hjá okkur. Hlaupinn verður 10 km hringur. Drykkjarstöðvar eru fjórar. Hámarkstími er 13 klst.
Maður er hins vegar efins um að það verði farnar margar hlaupaferðir á næstu árum. Krónan er orðin svo verðlaus að maður er hálft í hvoru læstur inni í landinu. Ekki mun það batna ef verðbólgan verður í 20 - 30% næstu misseri vegna þess að gengisvísitalan er komin í 300. Þá er ástandið orðið álíka og var á Bíldudal hér í den tíð. Fólkið sem vann hjá fyrirtæki staðarins fékk greitt í peningum sem eigandi fyrirtækisins gaf út. Eini staðurinn sem hægt var að nota þá var í búðinni á staðnum sem var einnig í eigu þess sem átti fyrirtækið. Hringnum var lokað. Ég held að þau nátttröll sem enn vilja halda í krónuna ættu að hgsa aðeins um þessa staðreynd. Á hinn bóginn verður við núverandi aðstæður stórmál að skipta um gjaldmiðil vegna þess hve gengi krónunnar er lágt. Við verðum með svo lág laun þegar krónan hefur verið umreiknuð í evrur að kaupmátturinn verður harla lítill, bæði hérlendis sem erlendis. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér.
Norskur hernaðarfræðilega menntaður maður kom fram í sjónvarpinu í kvöld sem sagður var vera hægri hönd forsætisráðherra í "crisis management". OK, vonandi er verið að gera skynsama hluti þarna hugsaði maður. Nokkrum tímum síðar les maður að þessi ágæti herforingi hafi verið hægri hönd Bjarna Ármannssonar þegar hann var sem fyrirferðarmestur í bankageiranum. Þá fór það.
Bjarni Ármannsson fyrrverandi bankastjóri Glitnis hefur hlaupið nokkur maraþonhlaup á liðnum árum. Menn minnast þess hvað gekk á í Reykjavíkurmaraþoninu fyrsta árið þegar Glitnir studdi hlaupið og gerði það svo sem ágætlega. Það var eins og himinn og jörð ætluðu að farast þegar í ljós kom að bankamaðurinn gat skokkað hlaupið hjálparlaust á leiðarenda. Nú hleypur Bjarni hins vegar undir norskum fána eins og kom í ljós í Frankfurt maraþoninu um daginn. Gott og vel. Menn geta skammast sín svo fyrir uppruna sinn að þeir reyni að þvo hann af sér. Alltaf hefur það þó heldur þótt vera háttur lítilmenna. En það væri gaman að taka snúning á því hverjir hafa skitið meir út nafn lands og þjóðar nú á seinni tímum en einmitt Bjarni og hans kollegar.
Sá skaði gæti nefnilega verið verstur til lengri tíma litið ef einhvern tíma sést út úr þessu fárviðri sem geysar á landinu að íslensk fyrirtæki eru "persona non grata" meðal nálægra erlendra þjóða, sérstaklega á Englandi og á meginlandi Evrópu. Þar eru einmitt okkar mikilvægustu viðskiptalönd. Það mun enginn treysta íslenskum fyrirtækjum í viðskiptum um nokkra framtíð. Menn verða að sanna sig upp á nýtt. Þýskir bankar hafa tapað óhemju peningum á íslenskum bönkum. Fjármálastofnanir og fyrirtæki eru víða brennd svo svíður undan. Það gleymist ekki svo glatt. Þökk sé fjármálagúrúunum sem héldu að þeir gætu gleypt heiminn.
Egill Helgason birtir mikið af bréfum sem honum berast á eyjan.is. Þar kemur margt fróðlegt fram.
Barak Obama var kosinn forseti Bandaríkjanna í vikunni. Án þess að ég hafi tekið afstöðu um hvor frambjóðandinn falli mér betur í geð þá held ég samt sem áður að skiptin séu frekar jákvæð. Bush liðið var búið að sitja nógu lengi. Það er margt áhugavert sem kemur fram í framhaldi af þessum kosningum. Framsóknarmenn tala um Framsóknarmanninn Obama. VG lítur á hann sem sinn liðsmann. Samfylkingin metur hann sem sænskan sósíaldemókrat. Allt er þetta ágætt. Verst er ef menn verða fyrir vonbrigðum með þennan nýja liðsmann þegar frá líður. Ég man nefnilega eftir því þegar Tony Blair var kosinn forsætisráðherra Bretlands. Þá áttu nú aldeilis að vera runnir upp nýir tímar. New Labor var málið. Sócíaldemókratar gengu hnarreistir um og áttu heiminn. Hvað gerðist? Tony hrökklaðist trausti rúinn frá völdum þegar yfir lauk. Nú vill enginn kannast við að hafa haldið hann sem mikinn foringja. Þetta vill segja að því dempaðri sem væntingarnar eru, því minni verða vonbrigðin.
Eitt er áhugavert í sambandi við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna var kona valin sem varaforsetaefni. Einhverra hluta vegna var fögnuðurinn yfir þessum áfanga takmarkaður hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hamrar sífellt og eilíflega á því hve mikilvægt sé að kona skipi hina eða þessa stöðuna. Það var eins og þeir hefðu stigið á dauða rottu í tilfellinu Palin. Nú er sagt að Palin hafi verið McCain fjötur um fót í kosningabaráttunni. Þá getur maður ekki annað en spurt: Er það vegna þess að hún er kona eða vegna þess að hún hafi ekki verið nægilega hæf? Spyr sá sem ekki veit. Ég hef alltaf haldið því fram að það eigi að meta einstaklinginn eftir hæfi en ekki eftir kynferði. Hver á að leggja mat á hæfið er kannski öllu erfiðara verkefni.
Það verður haldið 100 km hlaup í miðri Kaupmannahöfn þann 25. apríl n.k. Það verður með svipuðu fyrirkomulagi og hlaupið hjá okkur. Hlaupinn verður 10 km hringur. Drykkjarstöðvar eru fjórar. Hámarkstími er 13 klst.
Maður er hins vegar efins um að það verði farnar margar hlaupaferðir á næstu árum. Krónan er orðin svo verðlaus að maður er hálft í hvoru læstur inni í landinu. Ekki mun það batna ef verðbólgan verður í 20 - 30% næstu misseri vegna þess að gengisvísitalan er komin í 300. Þá er ástandið orðið álíka og var á Bíldudal hér í den tíð. Fólkið sem vann hjá fyrirtæki staðarins fékk greitt í peningum sem eigandi fyrirtækisins gaf út. Eini staðurinn sem hægt var að nota þá var í búðinni á staðnum sem var einnig í eigu þess sem átti fyrirtækið. Hringnum var lokað. Ég held að þau nátttröll sem enn vilja halda í krónuna ættu að hgsa aðeins um þessa staðreynd. Á hinn bóginn verður við núverandi aðstæður stórmál að skipta um gjaldmiðil vegna þess hve gengi krónunnar er lágt. Við verðum með svo lág laun þegar krónan hefur verið umreiknuð í evrur að kaupmátturinn verður harla lítill, bæði hérlendis sem erlendis. Vonandi hef ég þó rangt fyrir mér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)