mánudagur, janúar 29, 2007

sunnudagur, janúar 28, 2007

Fór út í blíðunni í morgun og mætti niður í Laugar um kl. 10.00. Þar var góður hópur sem hélt inn í Elliðaárdal. Við Gauti tókum Poweratehringinn og síðan fór ég hring í hólmanum til að ná vel yfir 20 km. Við hittum Ella í brekkunni við stífluna og hann tilkynnti okkur að þau þrjú Lapplandsfarar væru búin að skrá sig í 100 km hlaup í Frakklandi þann 27. maí n.k. Börkur er búinn að skrá sig í Odense um svipað leyti. Nú ferð það að ganga undan. Það verður mikið hlaupið og langt í ár. Vikan gerði um 90 km sem er það lengsta um nokkuð langan tíma. Ég er mjög ánægður með hvað allt er í góðu lagi eftir þetta löng hlaup, nær tvö maraþon á þremur dögum. Viktin sýndi um 80 kg bæði í gær og í morgun þegar ég kom inn. Ég held að ég hafi ekki verið svona léttur síðan um tvítugt nema kannski einu sinni. Elli sagðist vera búinn að taka mataræðið hjá sér í gegn á svipuðum nótum og ég og hefur að markmiði að fara undir 70 kg. Manni fyndist muna um það ef maður fengi 10 - 15 smjörstykki í poka áður en lagt er að stað.

Margt er sagt um kosninguna hjá Frjálslyndum. Þar hefur margt verið framkvæmt öðruvísi en ætti að vera og er undarlegt að fundarvant fólk skuli ekki kunna betur til verka eða hafa betra skipulag á hlutunum. Af mögu sem sagt var um þetta finnst mér það verst sem formaður Kvenréttindafélags Íslands sagði. Hún lét hafa eftir sér að þetta væri dæmigert um að konum væri yfirleitt hafnað þegar þær sæktust eftir völdum. Þarna hefði verið um mjög frambærilega konu að ræða sem hefði borðið sig fram í embætti og hún bara ekki fengið það. Að mínu mati er svona tal og svona hugsun hinn raunverulegi hemill á jafnrétti karla og kvenna ef einhverjum finnst hallast á í því samhengi. Í fyrsta lagi var Margréti alls ekki hafnað heldur fékk hún um 44% atkvæða en Magnús um 56%. Það var því tekist á í jafnri kosningu. Að einhverjum skuli detta það í hug að ef kona réttir upp höndina og segir ég vil fá þetta sæti að þá eigi bara allir að bugta sig og beygja og afhenda henni það umyrðalaust er náttúrulega fásinna. Stjórnmál og viðskiptalíf er vettvangur valda og átaka. Á þeim leikvangi verður að berjast til áhrifa. Það er ekkert öðruvísi. Það gilda ekki aðrar leikreglur um konur heldur en karla á því sviði. Það er bara þannig. Maður hefur varla séð neitt fáránlegra í þessu samhengi þegar einhverjar konur auglýstu í blöðum að þær væru reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja á verðbréfaþingi, bara si svona af því þær voru konur.

Jón Baldvin fór aldeilis á galoppaðe í Silfrinu í dag. Egill sat bara og gapti. Alltaf gaman að sjá kallinn í ham enda þótt maður sé ekki alltaf sammála honum.

Víkingur vann Val í Reykjavíkurmótinu í kvöld 1 - 0. Gott hjá þeim.

laugardagur, janúar 27, 2007

Tók góðan túr í gærkvöldi. Poweratehringurinn með viðbót eða alls 16 km. Fór út kl. 7.00 í morgun og tók Poweratehringinn fyrst og hitti síðan Jóa og Halldór á Kringlumýrarbrúnni. Við tókum hringleiðina inn í Elliðaárdal og síðan út á Eiðistorg og svo til baka. Kom heim um kl. 11.00 og 38 km ríkari. Fínn dagur.

Kosið hjá Frjálslyndum í dag. Þar er greinilega erfitt ástand. Mér þykir alltaf heldur sérstakt þegar fólk fer í kosningar undir hótunum eins og að ef að það nær ekki kjöri þá muni það endurskoða stöðu sína í flokknum. Einhversstaðar væri það kallað bad looser. Fyrirkomulagið er náttúrulega hálf galið. Að allir flokksmenn geti mætt á staðinn og kosið í áhrifastöður gengur ekki upp. Ef nota á almenna atkvæðagreiðslu verður það að vera gert með póstkosningu því annars er alltof mikill aðstöðumunur hjá þeim sem búa við hliðina á fundarstaðnum og hinum sem búa víðs fjarri.

Það er einkennilegt að telja að það valdi stjórnmálaflokki erfiðleikum að vera of pólitískur. Með því er ekkert verið að gera annað en að tala niður til almennings. Almenningur er svo tornæmur að hann skilur ekki góða pólitík eru skilaboðin. Almenningur vill bara eitthvað hjal og snakk. Þetta er náttúrulega tómt kjaftæði. Almenningur tekur mark á þeirri stefnu sem hann treystir. Ef flokkar missa fylgi er það vegna þess að þeir ná ekki til kjósenda eða hefur stefnu sem höfðar ekki til nema lítils hluta þeirra. Þegar flokkar ná ekki til fólksins ættu þeir að líta í eigin barm í stað þess að gefa til kynna að það þurfi að skipta um kjósendur.

Skemmtilegur og spennandi leikur við Slóvena. Sem betur fer tókst landsliðnu að innbyrða sigurinn en tæpt var það.

föstudagur, janúar 26, 2007

Grótta á góðum degi

Einu sinni hlustaði ég á viðtal við Friðrik Þór kvikmyndagerðarmann þar sem hann fór yfir aðdraganda og gerð kvikmyndarinnar „Kúrekar norðursins“. Hann komst svo að orði að það væri stundum sem raunveruleikinn gæfi manni á kjaftinn og væri ótrúlegri en lygin.

Mér finnast atburðir síðustu vikna er varða Byrgið, Vernd og fangelsismálayfirvöld vera á þessum skala. Þeir Kompássmenn á Stöð 2 eiga mikinn sóma skilið fyrir að hafa flett ofan af því rugli öllu sem hefur viðgengist á þssum vígstöðvum og annað hvort verið horft á með blinda auganu af þeim sem almenningur á að geta treyst eða eftirlitshlutverki og ábyrgðarskyldum verið stórlega ábótavant.

Byrgið hefur verið ein allsherjar skítabúlla, þótt svo að það hafi hjálpað einhverjum sem hefur hvergi átt höfði sínu að halla. Skárra væri það nú. Ég sló Byrginu inn á leitarvél um daginn og rakst þá meðal annars á blogg eftir stúlku frá því í fyrra þar sem hún er að fara yfir hvað hún sé ósátt við vinnubrögð Byrgismanna. Frændi hennar hafði verið sendur þaðan út með því fylgdarnesti að Ésú væri búinn að lækna öll hans vandamál, bæði þau er vörðu fíknifnaneyslu hans svo og Tourette sjúkdóminn sem hann þjáðist af. Nokkrum vikum síðar lá drengurinn á líkbörunum.
Nú kemur það í ljós að landlæknisembættinu hefur verið kunnugt um líferni forstöðumannsins og annarra starfsmanna þar með vistmönnum. Ekkert var aðhafst. Ofan í kaupið kemur í ljós að fangelsisyfirvöld hafa komið stórhættulegum glæpamönnum þar í eftirlitslausa vistun þannig að þeir hafa getað valsað úti í samfélaginu sem frjálsir menn. Svo eru smámál eins og fjársvik og annar drullusokksháttur sem þeir hafa afrekað í bland við annað.

Þær ákvarðanir fangelsisyfirvalda að koma geðsjúkum kynferðisglæpamönnum fyrir eftirlitslausum í venjulegu íbúðarhverfi undir því yfirskyni að þeir séu í aðlögun að normal lífi er verulega ámælisverð. Í þessum málum eins og svo mörgum öðrum er einungis unnið með það að markmiði að gera líf glæpamannanna sem bærilegast en hvað með almenning sem treystir því að viðkomandi yfirvöld hugsi um velferð almenning. Hvernig í ósköpunum má það vera að kynferðisglæpamaður sem hefur fjölda afbrota gegn krökkum á syndaregistrinu skuli vera kominn út á meðal almennings aftur þegar um helmingur þess tíma er liðinn sem dómurinn hljóðaði upp á? Ef menn eru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir alvarlega glæpi er þá rökrétt að þeir sitji inni í helming þess tíma og helmingur tímans sé notaður til að aðlaga viðkomandi að samfélaginu á nýjan leik. Ég sé enga lógikk í þessu.

Sálfræðingarnir segja vitaskuld að þeir hafi skilað manninum heilbrigðum frá sér. Þeir verja stöðu sína með að fullyrða að þeir hafi unnið vinnuna sína með frábærum árangri. Þannig halda þeir vinnunni. Þetta sama fullyrðir sænski yfirlæknirinn sem útskrifaði geðsjúkan glæpamann í nóvember og sagði að hann væri heill heilsu. Í gær stakk sá útskrifaði átta ára gamlan strák til bana í Jönköping. Grunur leikur á að hann hafi myrt tvær manneskjur árið 2004. Maður þarf ekki að lesa erlend blöð lengi til að sjá álíka dæmi um að geðsjúkum glæpamönnum er hleypt út í samfélagið með hörmulegum afleiðingum með heilbrigðisvottorð upp á vasann frá sérfræðingum. Auðvitað á maður ekki að vera með neina histeríu en ég væri ekki rólegur yfir því að hafa aðsetur Verndar í næsta húsi við mig þegar maður sér að það er staðið svona að málum af hálfu yfirvalda. Líklega hefði ég aldrei keypt hús við hliðina á þessari starfsemi og myndi örugglega aldrei gera það eftir það sem maður hefur orðið áskynja á síðustu vikum.

Ég sá um daginn að af þeim sem hefðu leitað til Stígamóta væru um 90% konur og 10% karlmenn. Hvað skyldu margir af þeim milli 10 og 20 einstaklingum sem hafa að sögn verið misnotaðir af Kompássmanninum hafa leitað til Stígamóta eða burðast þeir með álíka byrði eins og maðurinn sem kom fram í sjónvarpinu. Mér finnst síðari skýringin líklegri.

Þeir sem hafa lausan klukkutíma geta „skemmt“ sér við að horfa á upptöku af leið hlaupara í gegnum Badwater á meðfygljandi link.

http://video.google.com.au/videoplay?docid=-7304383691331907901&q=ultramarathon

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Frost

Fór í Laugar í gær og horfði á Túnis leikinn af brettinu. Það var fín stemming og fullt hús. Tók langlengsta brettahlaup sem ég hef náð eða 18 km. Tíminn leið fljótt og þetta var ekki mikið mál.

Eftir að hafa horft á þáttinn um Kína, Maóismann og endurskoðunarsinna í Kína þá velti ég því stundum fyrir mér hvort það megi finna samsvörun hérlendis. Á tímum Rauðu varðliðanna í Kína reyndu menn að rífa upp með rótum allt sem féll undir borgaraleg gildi, menningarverðmæti voru eyðilögð ef þau féllu ekki inn í stemminguna og þaðan af verra. Mér finnst karlaumræðan hérlendis vera angi af þessu hugarfari. Margt sem viðkemur körlum er orðið að skammaryrði í almennri umræðu eða notað í niðrandi merkingu. Jakkafataklæddir karlar er ekki beint hrósyrði. Á stórum fundi í síðustu viku hreytti einhver út úr sér hnjóðsyrðum í karlkynið og salurinn ærðist af fögnuði eins og kom fram í fjölmiðlum. Á fundinum voru svona 400 konur og 20 karlar. Í átökunum innan Frjálslynda flokksis er hann skilgreindur sem karlaklúbbur sem sé að verjast innrás konu. Það kemur aldrei upp í umræðunni að þarna geti verið um málefnalegan ágreining milli einstaklinga. Nýjasti frasinn er að skilgreina það sem karlar segja sem „karllæga hugsun“ og það er samasem merki á milli karlægrar hugsunar og að það sé tómt bull á ferðinni. Þegar farið er að veifa þessum vopnum er best að láta lítið fyrir sér fara.

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Gullfoss í klakaböndum

Það var mikill hávaði í Rauðagerðinu í gærkvöldi á meðan á leiknum við Frakka stóð. Maður varð þarna vitni að einu ótrúlegasta kombakki sem maður hefur séð í handboltanum. Þetta á náttúrulega ekki að vera hægt en svona er þetta samt. Flott.

Það var heldur dempaðri stemming í stofunni þegar leiknum var lokið. Ég horfði þá á þriðja þáttinn um Maó Tse Tung, fyrrum einræðisherra í Kína. Þetta eru frábærir þættir sem hafa dregið huluna frá ýmsu sem maður vissi ekki áður. Fyrsti þátturinn fjallaði um samfélagið fyrir valdatöku kommúnista, gönguna miklu og fleira. Næsti þáttur fjallaði um ruglið á fyrstu stjórnarárum Maós, baráttuna við að halda störrunum á flugi og stóra stökkið þar sem allir áttu að bræða járn og hvernig framleiðsla landsins féll saman í kjölfarið á þessu öllu saman. Þátturinn í gær kom inn á hungursneyðina á árunum um og fyrir 1960 þar sem talið er að um 38 milljónir manna hafi soltið til bana. Hundruð milljóna urðu fyrir ótölulegum hörmungum. Mannát var algengt. Eftir það var skömmtun matvæla fastur liður í stjórnartíð Maós. Síðan var komið inn á tímabil rauðu varðliðanna þegar Maó sigaði illa upplýstum og ómenntuðum unglingaskríl á samfélagið til að tryggja völd sín. Talið er að um ein milljón manna hafi verið drepin af skrílnum og ómældar hörmungar leiddar yfir fjöldann. Allir þeir sem höfðu samfélagslega ábyrgð, menntafólk, þeir sem áttu bækur féllu undir skilgreininguna borgaraleg gildi og skrílnum sigað á þá. Meðal þeirra voru nánstu samstarfsmenn Maós til áratuga. Tilgangurinn helgaði hins vegar meðalið. Gríðarleg menningarverðmæti frá fyrri öldum voru eyðilögð vegna þess að þau voru andsamfélagsleg og samræmdust ekki hinni hrinu hugsun. Ef einhver efaðist um ágæti Maós var hann í fyrsta lagi talinn vanheill á geði og yfirleitt drepinn. Útkoman úr þessu var hinn ótrúlegasti heilaþvottur á heilli þjóð sem maður hefur séð. Það sem gerðist í Kambódíu í tíð Rauðu kmeranna var svona næsti bær.
Síðasti þátturinn fjallar líklega um fjórmenningaklíkuna, fall hennar og Maós.

Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að það hafi verið nauðsynlegt og óhjákvæmilegt að stjórnvöld í Kína tóku á stúdentaóeirðunum á Torgi hins himneska friðar í kringum 1990 og kláruðu það dæmi. Ef þeir hefðu misst tökin á þróuninni þá hefðu hörmungarnar sem leiddar hefðu verið yfir þjóðina verið svo miklu miklu meiri. Þeir hafa reynsluna af slíku.

Mæli með því að horfa síðasta þáttinn sem verður á mánudaginn kemur.

Að afloknu þessu sviptingasama kvöldi var farið út að hlaupa.

mánudagur, janúar 22, 2007

Eldri og yngri frjálsíþróttakappar

Það var kalt á mæli á laugardagsmorguninn þegar ég fór út upp úr kl. 8.00. Þrettán stig í mínus voru á mælinum í Víkinni. Engu að síður var þetta fínn túr. Ég fór út í Fossvog, fyrir Kársnesið, tók tröppurnar og svo heim. Samtals um 17 km. Hafði ekki tíma itl að vera langur en í stafalogni eins og var á laugardaginn skipta mínusgraðurnar ekki máli. Fór eftir hádegið austur á Þingvöll, Gullfoss og Geysi að taka myndir í frostinu og sólinni. Ég hef ekki komið að Gullfossi fyrr í klakaböndum. María var að keppa í Laugardalnum á stórmóti ÍR. Henni gekk vel, vann hástökkið og var 4. í 60 m. hlaupi. Sunnudagurinn var undirlagður af íþróttum frá morgni til kvölds. Um morguninn var haldið niður í Laugardal en María byrjaði að keppa um kl. 9.30. Hún vann 60 m. grind, var 3ja í langstökki og 4. í 200 m. Þetta var fín helgi hjá henni og er greinilegt að Natalia, rússneski þjálfarinn sem kom til Ármanns í haust, hefur skilað góðu verki. Þegar þessu var lokið fann ég góðan klukkutíma til að fara í World Class til að hlaupa og taka styrktaraæfingar. Ég er farinn að vinna skipulega í að styrkja bak og færur, vonum seinna. Svo var haldið á ÍR mótið sem byrjaði kl. 14.00. Þar bar það hæst að Kári Steinn setti glæsilegt ísandsmet í 3000 m. halupi innanhúss og sló þar með 26 ára gamalt með Jóns Diðrikssonar. Jón Dikk var enginn smá kall í hlaupunum og það er því frábært hjá Kára að stimpla sig svona inn. Fleiri met voru sett s.s. sigraði Einar Daði á glæsilegum endaspretti í 400 m. hlaupi á nýju drengjameti, Stefanía setti stúlknamet í sömu grein og svo setti vinokna maríu Stefanía Valdemarsdóttir glæsilegt telpnamet með í 800 m hlaupi. Fleiri met voru einnig slegin sem ég man ekki alveg eftir. Gaman að sjá framfarirnar hjá þessu unga fólki öllu sem leggur hart að sér og uppsker samkvæmt því.

Eins og dagurinn hafði verið góður fram að þessu þá fór hann heldur versnandi því Man. Udt. tapaði fyrir Arsenal á útivelli fetir að hafa verið yfir fram á 83. mín. Sömuleiðis tapaði landsliðið í handbolta illa fyrir Úkraníu. Eftir mat var svo haldið suður í Hafnarfjörð þar sem Víkingur/Fjölnir spilaði við Hauka 2 og sigraði. Jói var á bekknum en kom ekki inná.

Sá upphafið að Kompásþættinum í gærkvöldi. Það leyndi sér ekki að það var andlit sem maður hafði séð áður í fjölmiðlum sem birtist þegar Kompásmenn lokkuðu þrælinn fram í dagljósið. Dæmdur glæpamaður sem hafði fengið dóm fyrir afbrot gegn fjölda ungra drengja var kominn á götuna og tekinn við sína fyrri iðju þar sem frá var horfið. Fram kom að hann hafði ekki lokið við að afplána nema um helmingi dómsins. Það kemur manni enn og aftur til að hugsa um því það sé við lýði tvöfalt dómskerfi hérlendis. Annars vegar það sem snýr opinberlega að almenningi og heitir Héraðsdómur og Hæstiréttur en svo er hitt sem heitir eitthvað allt annað (Úrskurðarnefnd um náðanir eða eitthvað svoleiðis) og tekur ákvarðanir um að skera dóma niður og hleypa dæmdum glæpamönnum út eftir aðeins um helming af þeim tíma sem hin dómsstigin ákváðu. Það er alltaf talað um dóma sem refsingu fyrir hinn dæmda. Ég lít á dóma á þann hátt að í mörgum tilfellum er nauðsynlegt að vernda samfélagið gagnvart ákveðnum einstaklingum og því sé nauðsynlegt að taka þá úr umferð. Þá á ekki eitthvert apparat að taka ákvörðun um að breyta því bara si svona, kannski bara vegna þess að það er plásslítið á Hrauninu.

föstudagur, janúar 19, 2007

Þessi kona kemst það sem hún vill

Í dag er bóndadagur. Þa er ljóst hvert er þema dagsins.

Ég var á fundi í morgun. Þar voru bæði karlar og konur. Ég heilsaði hringinn og þegar ég heilsaði seinasta karlinum þá sagði hann „og til hamingju með daginn“. „Sömuleiðis“ sagði ég. Ein konan leit upp, horði í kringum sig og spurði: „Hvaða dagur er, á einhver afmæli?“ Það fóru allir að hlægja og þá áttaði hún sig loks og bölvaði.

Heyrði í morgunútvarpinu að það eru fleiri hálf ráðvilltir en ég í umræðu nútímans. Hinn geðþekki útvarpsmaður, Gestur Einar Jónasson sagðist stundum ekkert vita hvaðan á hann stæði veðrið þegar rætt væri um karla og konur. Það er á hreinu að það myndi heyrast hljóð úr horni ef karlar töluðu um konur eins og konur tala um karla. Utanríkisráðherra hélt ræðu í gær og tilkynnti einnig að hún myndi létta hulunni af einhverjum leyndarskjölum úr utanríkisráðuneytinu. Það er svo sem gott og blessað en ég held að það hafi ekki staðið neitt merkilegt í þessum pappírum eftir umræðunni í blöðunum í morgun að dæma. Varla minnst á þá. En í forbífarten gat hún ekki setið á sér að reyna að upphefja sjálfa sig með því að hreyta skít í hitt kynið. Hún sagðist ekki vilja pukrast með málin eins og kallar gerðu gjarna í reykfylltum bakherberjum. Hvað ætli yrði sagt ef einhver karlráðherrann segðist ekki vilja höndla einhver mál eins og xxxxxxxxxxxx kjellingar? Ég er viss um að það yrði ekki lint látum fyrr en hann myndi segja af sér og ástæðan væri taumlaus karlremba, kvenfyrirlitning og almennur dóna-og ruddaháttur. Mér finnst þörf fyrir að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra vitna mest um vanmetakennd og skort á sjálfsvirðingu.

Það var annað en haft var eftir konunni sem fékk viðurkenningu nýlega fyrir vel unnin störf í viðskiptalífinu sem hún fékk vafalast mjög verðskuldað. Eftir að hún hafði veitt verðlaununum móttöku spurði einhver kvenfréttamaðurinn: „Hvaða ráð geturðu síðan gefið konum?“. Hún svaraði náttúrulega eins og viti borin manneskja og sagðist ekki geta gefið konum nein ráð frekar en öðrum en við konur jafnt sem karla sagðist hún geta sagt eftirfarandi: (og svo kom það sem hún hafði að segja).

Ung kona tilkynnti í gær framboð sitt til formennsku í KSÍ. Ég ætla ekki að dæma hana neitt en ég tel að til að geta gegnt formennsku í KSÍ þurfi maður að hafa tvennt til að bera, víðtæka stjórnunarreynslu og mikil tengsl inn í hreyfinguna. Það eru hins vegar margir á allt annarri skoðun eins og kemur í ljós þegar maður les umsagnir á bloggsíðum hjá kvenfólki yfir þessum tíðindum. Manni koma helst í hug eftirfarandi línur úr Unndórsrímum eftir Kristján heitinn Eldjárn forseta:
..
Allar hryssur Hörgárdals,
hófu piss af kæti.

Niðurstaðan kemur í ljós innan tíðar.

Ég reyni yfirleitt að keyra í takt við umferðarlögin. Ég hef einu sinni lent í hörðum árekstri og langar ekkert að upplifa það aftur. Það fór þó allt betur en hefði getað gert. Manni blöskrar að sjá umferðarmenninguna á stundum, ekki síst þegar færð er þyngri en vanalega. Þá svína margir svo blygðunarlaust yfir á rauðu ljósi að það er með naumindum að maður þori af stað á ljósum enda þótt við blasi grænt ljós. Í morgun var ég að keyra eftir Sogaveginum á leið yfir Réttarholtsveginn. Gult ljós mætti mér og ég stoppaði enda skipti yfir í rautt í sama mund og ég stoppaði. Á þessum ljósum sá ég t.d. tvo bíla í kássu fyrir helgina. Ég sá svo útundan mér þegar ég stoppaði að stór éppi kom á ferð yfir í snjóruðninginn á gangstéttinni við hliðina á mér og stoppaði þar. Hann hafði greinilega búist við að ég svínaði yfir og ætlaði þá að þrælast yfir á eftir mér og verið búinn að gefa vel í vegna þess. Þegar ég stoppaði hinsvegar þurfti fíflið að henda bílnum út í ruðninginn. Honum hefur líklega ekki litist á krókinn sem stendur aftur úr þeim gamla.

The Marathon Man!!

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Ég sé á norrænum vef að Svíar hafa stofnað félag ultrahlaupara í Svíþjóð. Þar erum við skrefi á undan þeim með okkar fFélag 100 km hlaupara. Svíarnir skáka okkur þó að öðru leyti. Þeir hafa hafið baráttu fyrir því að fá félagið skráð í sænska frjálsíþróttasambandið. Þetta eigum við að gera líka. Hefja baráttu fyrir því að fá inngöngu í FRÍ.

Sá viðtal við Dean Karnazes. Hann er einn sá allra öflugasti í heiminum. Læt það fylgja hér með ef það skyldi vera einhverjum til leiðbeiningar og uppörvunar.

Dean Karnazes ran 50 marathons in 50 days. He does 200 miles just for fun. He'll race in 120-degree heat. 12 secrets to his success.
By Joshua Davis


DEAN KARNAZES WAS SLOBBERING DRUNK. IT WAS HIS 30TH BIRTHDAY, and he'd started with beer and moved on to tequila shots at a bar near his home in San Francisco. Now, after midnight, an attractive young woman – not his wife – was hitting on him. This was not the life he'd imagined for himself. He was a corporate hack desperately running the rat race. The company had just bought him a new Lexus. He wanted to vomit. Karnazes resisted the urge and, instead, slipped out the bar's back door and walked the few blocks to his house. On the back porch, he found an old pair of sneakers. He stripped down to his T-shirt and underwear, laced up the shoes, and started running. It seemed like a good idea at the time.
He sobered up in Daly City, about 15 miles south. It was nearly four in the morning. The air was cool, slightly damp from the fog, and Karnazes was in a residential neighborhood, burping tequila, with no pants on. He felt ridiculous, but it brought a smile to his face. He hadn't had this much fun in a long time. So he decided to keep running.
When the sun came up, Karnazes was trotting south along Route 1, heading toward Santa Cruz. He had covered 30 miles. In the process, he'd had a blinding realization: There were untapped reservoirs within him. It was like a religious conversion. He had been born again as a long-distance runner. More than anything else now, he wanted to find out how far he could go. But at that exact moment, what he really needed to do was stop. He called his wife from a pay phone, and an hour later she found him in the parking lot of a 7-Eleven. He passed out in the car on the way home.
That was August 1992. Over the next 14 years, Karnazes challenged almost every known endurance running limit. He covered 350 miles without sleeping. (It took more than three days.) He ran the first and only marathon to the South Pole (finishing second), and a few months ago, at age 44, he completed 50 marathons in 50 consecutive days, one in each of the 50 states. (The last one was in New York City. After that, he decided to run home to San Francisco.) Karnazes' transformation from a tequila-sodden party animal into an international symbol of human achievement is as educational as it is inspirational. Here's his advice for pushing athletic performance from the unthinkable to the untouchable.

1. BE AUDACIOUS
Finding the right challenge is the first challenge. "Any goal worth achieving involves an element of risk," Karnazes says in his autobiography, Ultramarathon Man: Confessions of an All-Night Runner. Risk, yes, and creativity too. For instance, looking for the ultimate endurance running challenge, in 1995 Karnazes entered a 199-mile relay race – by himself. He competed against eight teams of 12 and finished eighth.

2. GO LACELESS
One of the biggest annoyances in long-distance running is lace management. After banging out 50 miles, it can be hard to squat or even bend over long enough to tie your shoes. The North Face recently responded to Karnazes' complaints and came out with the $130 M Endurus XCR Boa. Its laceless upper is enmeshed in thin steel cables that connect to a tension dial at the back. A simple turn cinches the shoe onto the foot. No more slowing down to fiddle with laces.

3. FLIRT WITH DISASTER
In 1995, Karnazes ran his first Badwater Ultramarathon, a 135-mile trek that starts in Death Valley, California, in the middle of summer and finishes at the Mt. Whitney Portals, 8,360 feet above sea level. After running 72 miles in 120-degree heat, Karnazes collapsed on the side of the road suffering from hallucinations, diarrhea, and nausea. He had pushed himself to the point of death to find out whether he was strong enough to survive. He was. Though he didn't finish the race that year, Karnazes came back the next and placed 10th. He won it on his fifth attempt, in 2004. "Somewhere along the line, we seem to have confused comfort with happiness," he says.

4. EAT JUNK – LOTS OF ITYou wouldn't believe the stuff Karnazes consumes on a run. He carries a cell phone and regularly orders an extra-large Hawaiian pizza. The delivery car waits for him at an intersection, and when he gets there he grabs the pie and rams the whole thing down his gullet on the go. The trick: Roll it up for easy scarfing. He'll chase the pizza with cheesecake, cinnamon buns, chocolate éclairs, and all-natural cookies. The high-fat pig-out fuels Karnazes' long jaunts, which can burn more than 9,000 calories a day. What he needs is massive amounts of energy, and fat contains roughly twice as many calories per gram as carbohydrates. Hence, pizza and éclairs. When he's not in the midst of some record-breaking exploit, Karnazes maintains a monkish diet, eating grilled salmon five nights a week. He strictly avoids processed sugars and fried foods – no cookies or doughnuts. He even tries to steer clear of too much fruit because it contains a lot of sugar. He believes this approach – which nutritionists call a slow-carb diet – has reshaped him, lowering his body fat and building lean muscle. It also makes him look forward to running a race, because he can eat whatever he wants.

5. CUT BACK ON SLEEP Karnazes has a wife and two kids, and he worked a 9-to-5 job for the first eight years of his quest to transcend his own limits. Finding four hours for a 30-mile run during the day was next to impossible. The solution: sleep less. "Forgoing sleep is the only way I've figured out how to fit it all in," he says, noting that running in the dark can be soothing. Plus, there's less traffic to contend with. He now gets about four hours of shut-eye a night. Before he started running, however, he was just a regular guy who got a regular eight. As he started to run more, he found that he could sleep less. The National Sleep Foundation reports that exercise does lead to more restful sleep, and Karnazes takes this idea to the extreme. "The human body," he says, "is capable of extraordinary feats."

6. SHOW YOUR BODY WHO'S BOSS
"The human body has limitations," Karnazes says. "The human spirit is boundless." Your mind, in other words, is your most important muscle. As a running buddy told him: "Life is not a journey to the grave with the intention to arrive safely in a pretty and well-preserved body, but rather to skid in broadside, thoroughly used up, totally worn out, and loudly proclaiming: Wow!! What a ride!"

7. GET A COOL WATCH
Karnazes wears a souped-up Timex that monitors his speed, distance, calories burned, and elevation, all of which is critical for deciding when to order the next pizza while in the midst of a 200-mile trek. Besides letting him order a pie on the run, his cell phone uses specialized GPS software to broadcast his location to the Internet for all to see. It's fun to follow his icon rolling across the digital landscape, but it's also useful when Karnazes disappears into the night. If he ever pushes himself too hard and collapses, his people can locate him. And fans would know something was wrong if his signal landed on top of a hospital icon.

8. LEARN TO LOVE KRAZY GLUE
If something goes wrong – and it inevitably will – it's usually with Karnazes' feet. In races and on training runs, he has battled giant, foot-devouring blisters. A surprisingly effective treatment: Krazy Glue. Pop the blister, slather the wound with the super-adhesive, and voilà – your foot is ready to take a beating again. The glue acts as a kind of indestructible second skin and has helped Karnazes finish competitions he wouldn't have otherwise. (Officially, Krazy Glue recommends avoiding all contact with skin.)

9. GET USED TO IT If you're going to explore the boundaries of human endurance, you'll have to learn to adapt to more and more pain. To prepare for the searing heat of the Badwater race, Karnazes went on 30-mile jogs wearing a ski parka over a wool sweater. He trained himself to urinate while running. He got so he could go out and run a marathon on any given day – no mileage buildup or tapering required. This training made the extreme seem ordinary and made the impossible seem the next logical step. Eventually, when he grew accustomed to the pain, it stopped hurting. "There is magic in misery," he says.

10. PROMOTE THE HELL OUT OF YOURSELF
Before he became Superman, Karnazes was the Clark Kent of the PR world: a humdrum marketing executive at a pharmaceutical company. But in the past three years, he's published a memoir, nabbed a sponsorship from the North Face, appeared on Late Show With David Letterman, and gotten himself on the cover of a handful of magazines. The book and the North Face contract generate enough money to support his family, and the high profile translates into maximum motivation: Failure is scarier when the family income is on the line.

11. BREAK IT DOWN Fifty-six miles into his first Western States Endurance Run – one of the oldest 100-mile races in the country – Karnazes found himself alone entering a canyon at twilight. It was tough going – the trek boasts a total elevation change of 38,000 feet. With 44 miles to go, his spirit was flagging, but he found a way to make it seem conquerable: He remembered the next checkpoint would leave only a marathon and two 10Ks left to go. He knew he could run each leg, and that helped him achieve the whole.


12. AVOID KRYPTONITE

Forget tequila. Karnazes has given up hard drinking. His big vice these days: chocolate-covered espresso beans.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Fór 10 km í Laugum í gær. Fer frekar rólega og tek æfingar á eftir. Bakið er allt að koma til. Stofnuðum knattspyrnufélag í Víkinni í gærkvöldi. Um 30 manns mættu á stofnfundinn. Markmið þess er að gefa þeim strákum verkefni sem ekki geta gengið beint inn í meistaraflokk upp úr 2. flokki. Það hefur glatast mikill mannauður úr félaginu á undanförnum árum vegna þess að þeir sem ekki ná fótfestu í meistaraflokki strax fara í önnur félög eða hætta knattspyrnu. Það er hálf snubbót og óþarfi að sjá þetta gerast eftir að hafa verið með strákana í 10 - 15 ár í unglingastarfi innan félagins. Nú á að vera til staðar vettvangur fyrir alla knattspyrnumenn þegar þeir komast á fullorðinsár.

Feministar eru pólitísk hreyfing. Mörgum þeim sem feministar segjast vera að berjast fyrir finnst málflutningur þeirra vera svo öfgakenndur að þeir vilja ekki kannast við þá sem málsvara sína. Má sem dæmi nefna þegar talskonan gat ekki á sér setið og hreytti ónotum í Unni Birnu þegar hún var kosin fegursta kona heims. Ég er ekki hrifinn af málflutningi feminista á margan hátt svo það sé á hreinu. Kem inn á þetta því ég las grein í Fréttablaðinu eftir einn sem skrifar undir merkjum félagsins nýlega. greinarhöfundur byrjar á því að tala um feministann Giljagaur. Þetta er dæmi um málflutninginn. Nú er feministahreifingin, rammpólitísk hreyfing, búin að slá eign sinni á jólasveinana, líklega að þeim forspurðum. Hvað hefði verið sagt er Sjálfstðirflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, samtökin 79, masókistahreyfingin eða Hvítasunnusöfnuðirnn hefðu slegið eign sinni á þá og farið að tala um sjálfstæðismanninn Gáttaþef, framsóknarmanninn Stúf, hommann Stekkjarstaur, masókistann Skyrgám eða kristniboðann Kertasníki. Auðvitað hefði öllum fundist þetta vera argasta bull og þvaður. En af því að það eru feministar sem eru svo frekir og yfirgangssamir að slá eign sinni á jólasveinana og tala um þá sem sína liðsmenn þá segir enginn neitt. Í öðru lagi fór þessi greinarhöfundur að ræða um mun á strákum og stelpum. Skoðun greinarhöfundar var að sá munur sem er á karlkyni og kvenkyni fari alfarið eftir uppeldinu en eðlisbundnir eiginleikar skipti þar engu. Strákar séu hvattir til dáða frá fæðingu en stelpur séu best geymdar sofandi. Þvílíkt kjaftæði. Það vita allir sem hafa alið upp börn að í langflestum tilvikum kemur eðlislægur munur á drengjum og stúlkum fram mjög snemma. Áhugasviðin eru misjöfn, áherslurnar öðruvísi. Þetta er eitthvað sem enginn ræður við. Þetta er niðurstaða þróunar sem hefur staðið yfir þann tíma sem mannkynið hefur þróast. Þetta er eðlisbundinn munur en áhrif uppeldis eru í lágmarki. Þeir sem hafa umgengist dýr vita að hið sama kemur þar fram. Karlkynið er árásargjarnara, aggressivbara og fyrirferðarmeira.
Í öðrum kafla myndarinnar um Maó formann sem sýnd er á mánudögum var komið inn á að það hefðu verið sett upp svökölluð kommúnueldhús í Kína á sjötta áratugnum. Með þeim átti meðal annars að þurrka út persónulega eiginleika fólksins og gera almenning að gráum persónulausum múg, svona zombíum, án karakters. Mín skoðun er að þeir sem telja að uppeldisleg áhrif skipti öllu máli og með uppeldinu sé hægt að þurrka út eðlislægan mun á karlkyni og kvenkyni reki áþekka stefnu og Maó gerði. Það þarf að vera vakandi gegn því að svona rugl gegnsýri hugarfarið og fari smám saman að vera viðurkennt sem hin rétta hugsun. Það má minna í þessu sambandi á aðferðir Margrétar Pálu leikskólastjóra sem hefur kynin aðskilin svo hvort þeirra fái tækifæri til að njóta sín. Það skal tekið fram til að fyrirbyggja misskilning að enda þótt sé sé að tala um eðlislægan mun kynjanna þá felst ekki í því neinn dómur um hvort kynið er betra. Það er ekkert betra eða verra til í þessum málum, bæði hafa sína kosti og sína galla, sína veikleika og styrkleika sem betur fer.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sólfarið siglir mót hækkandi sól

Fór í Laugar í gærkvöældi og tók 9 km á brettinu. Tók síðan nokkrar æfingar á eftir. Held að þetta geri bakinu gott sem er að liðkast. Þarf greinilega að sinna því betur til að fyrirbyggja svona uppákomur.

Horði á annan þáttinn um Maó formann í sjónvarpinu í gær. Maður situr eiginlega steini lostinn yfir því sem maður sér. Það er óhuggulegt að sjá hernig heil þjóð og það engin smá þjóð hefur verið heilaþvegin svo gjörsamlega og þeir sem andmæltu voru náttúrulega drepnir eða í besta falli sendir í endurhæfingu. Ég hef lesið um „Stóra stökkið“ sem er eitt hið svakalegasta rugl sem maður hefur heyrt um. Þá áttu allir að setja í algeran forgang bræða járn, sama hvað menn gerðu. Læknar, kennarar, bændur og aðrir bræddu járn. Út úr þessu kom náttúrulega verra en ekki neitt. Maó endaði náttúrulega svo eins og allir formenn sem hafa setið of lengi. Hann hætti að þola gagnrýni og hlóð í kringum sig jáfólki. Það verður fróðlegt að sjá næstu tvo þætti se fjalla um menningarbyltinguna og rauðuvarðliðana sem voru heildaþvegnar sveitir ómenntaðra unglinga sem MAÓ æsti upp og sendi á almenning til að halda völdum. Hitler er bara smápeð í samanburði við þessi ósköp.

Það er mikið talað um hvort krónan sé orðin ónýt og hvort evran sé einhver bjargvættur í þessu sambandi. Ýmsir kalla eftir lægri vöxtum, lægri verðbólgu og stöðugleika. Það vantar hins vegar alltaf nokkur púsl inn í þessa mynd til að ramminnsé fylltur út. Það er hins vegar aldrei minnst á atvinnuleysi. Það er ekki minnst á opinberar framkvæmdir. Mín spá er að ef sett markmið um lága vexti og lága verðbólgu myndu nást þá færi atvinnuleysi upp í a.m.k. 3 - 5%. Það er lágt atvinnuleysisstig miðað við flest öll lönd innan Evrópusambandsins. Hvers vegna yrði þetta? Ef vextir myndu lækka verulega að öðru óbreyttu þá myndi það þýða auknar framkvæmdir og aukna eftirspurn. Það leiddi síðan af sér aukna verðbólgu. Stjórnvöld myndu þá reyna að hægja á framkvæmdum til að draga úr eftirspurn. Einnig gætu þau aukið bindiskyldu banka til að draga úr fjármagni í umferð og aukið skyldusparnað. Fjármálum ríkis og sveitarfélaga yrðu settar mjög strangar skorður. Afleiðing þessa væri samdráttur í atvinnulífinu sem þýddi aukið atvinnuleysi. Það er kannski það sem menn vilja en þá eiga þeir að segja það. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Sá nýlega mjög skemmtilegt viðtal við Tim Twietmejer sem hefur hlaupið WSER yfir 25 sinnum og altaf undir 24 klst og unnið hlaupið 5 sinnum. Hann hleypur að jafnaði yfir 80 km á viku árið um kring. Læt viðtalið fylgja hér með fyrir þá sem hafa hug á að leggja upp í langferð á árinu:

Go Ultra
An ultra champ's secrets for going long-without (too much) sacrifice
By Tish Hamilton


Tim Twietmeyer, who's completed the grueling Western States Endurance Run (a 100-miler) under 24 hours a record 25 times, winning five times along the way, insists you can train for ultras and still have a life. As proof, the 47-year-old Hewlett-Packard project manager and father of three offers up his own training log, which shows he typically runs about 2,700 miles per year, averaging a mere 50 miles per week. That said, he often goes out for a run every other Saturday before the sun rises and doesn't come home until after lunch. Here, Twietmeyer discusses the longest long run, mental tricks, and finding time to mow the lawn.

How much harder is an ultra than a marathon? You may think a 50-miler is just twice as far, but the difficulty goes up exponentially. The American River 50, for example, is about three times the effort of a marathon. It's the same thing going from a 50 to a 100. You're going to be out there about three times as long. You have to build up your body to be able to handle the amount of time you're going to be on your feet. In the same way you'd build up to a 20-miler before a marathon, you need to do the same thing before a 50- or 100-mile race.

How far should you go on your longest long run?Probably 50 to 60 percent of the distance. So, 50 to 60 miles before a 100-miler, or 25 to 30 before a 50-miler. Any farther is like a maximum effort, and recovery is more difficult. When you're in that 50 to 60 percent range, you can continue to train in another week or 10 days. When I did my very first Western States, I ran a 50-miler in February, a marathon in March, a 50-miler in April, a marathon in May, and then the Western States in June in 22 hours. Those marathons were not supercasual, but I could run them without feeling like I had to go sit in a hot tub and rest for two weeks.

What about back-to-back long runs? The value of the back-to-back is that you learn what it's like to run when you're not fresh. You learn about how to motivate yourself when you think, I don't want to run anymore; this is harder than I thought. But I'd rather do one longer run and then rest. Back-to-backs waste a whole weekend. If you do one longer run on Saturday, you can mow the lawn on Sunday.

So you do have time for a life? It's a delicate dance, that's for sure. I have three boys, 12, 14, and 16. On weekends, I'll go out running by 6. I can be back by 1. A seven-hour workout is enough to keep me in top shape. Then I can waddle around and get stuff done. I alternate long-run weekends with weekends where I do power workouts, say, 10 to 12 miles of hill repeats. Then I'm not gone for one Saturday, Sunday every other week.

How do you avoid injury? I'm cross-training a lot more now. I mountain-bike on trails near my house with a group of guys who go every morning at 6 for an hour and a half. I haven't had any injuries. I have aches and pains, but I've been running ultras for 25 years. A lot of that has to do with not over-over-mileaging it. Taking rest days when appropriate. There's always a time of year when I'm not racing.

I've heard people say ultras are easier on your body than marathons. How could that be? From the intensity standpoint, it's easier. You're going at a moderate rate over a longer period of time. You're stopping at aid stations, you're getting something to eat, refilling your water bottle. In marathons, you go, say, three and a half hours at the exact same pace over pavement. Most ultra courses have a variety of terrain, so you're using different muscles. Even the outlook is different: I'm going to walk for 30 minutes, then I'm going to run downhill for 40 minutes. That's completely different from I've got an hour and 15 minutes of First Avenue ahead of me.

When you've run 70 miles, how do you come to terms with 30 more miles? In an ultra, you have to turn your brain off. At Western States, when you get to the halfway mark, you feel like you've spent 80 percent of your energy. How can I make it to the finish line? You go through these huge mood swings. There are going to be real low times and times where you feel like you could run another 100 miles. When you're really feeling crummy, you might need to eat something, drink something, walk for a while. But you're going to feel good again. In shorter races, low moments pass so quickly that you don't have to come to grips with your own soul. In ultras you do.

What kinds of food and liquids are you taking in during training and during a race?It's really important to manage your food and liquid intake by monitoring how much you're sweating, how hot it is, and whether or not you're urinating. When it comes to the liquids I usually take in an electrolyte drink, but you've also got to get a little water in your system and some sugar and salt. I might also add in some soda for caffeine and sugar, for the quick pop.
When it comes to food, I tend to eat energy gels because those are really easy to get down. I also try to take in some high calorie energy drink and some solid food, but not a lot. If you're going to be out there for a really long time (say, for a 100-miler) you're better off finding solid food that you like and that you can digest.

When you're training, how many long runs do you do?If you're just starting out, I'd say no more than three to four. If you're doing a 100-miler and you want to do a 50 to 60 mile training run, I wouldn't do any more than two or three of those. Each long run should be done on progressively more difficult terrain. The first one might be going out on your local bike path that's nice and flat--not a huge stress. The next one would be on a moderately hilly course where you're doing some walking on some steep stuff. The third long run should be in conditions similar to the course you're going to run on, particularly if it's difficult.


Do you thing the human body adapts to longer distances over time?
Definitely. One philosophy that I tried to get used to as I became an ultra runner was getting out there and getting used to being on my feet as long as I could. I didn't care how fast I was. The marathons were nice--go out and run 75% effort but get used to being out there 3-4-5 hours without feeling like you're totally spent.

I think the best tactic is to train your body to go farther first and think about faster later. Part of training for an ultra includes your metabolism. You're getting your body used to catalyzing fuels to go farther rather than in the marathon where you're just using it to go faster.

mánudagur, janúar 15, 2007

Ráðhúsið á góðviðrisdegi

Bakið er allt að skána og ég vonast til að geta farið að skokka í kvöld. Hvað ætli þursabit sé? þetta er einhver krampi eða eitthvað í þá áttina en ekki harðsperrur eða eitthvað sem kemur vegna of mikils álags eða rangrar vinnustöðu. Ég man eftir því einu sinni fyrir um 25 árum þá var ég heima yfir sumarið. Ég var dag einn að ganga rólegheitum frammi við á og ekkert að gerast. Þá finn ég allt í einu eins og risakrumla taki í bakið á mér upp við herðablað og herði að. Krampinn var svo harður að ég átti í erfiðleikum með að ná andanum á stundum. Ég komst þá heim alveg ómögulegur og lá fyrir það sem eftir var dagsins með hitapoka við bakið. Það var helst húsráða við svona löguðu. Daginn eftir fór ég að staulast um úti því það var betra en að liggja. Við hreyfinguna liðkaðist bakið upp og þetta hvarf eins og dögg fyirr sólu og hefur aldrei látið sjá sig síðan.

Íslendingar eru um 300.000 manns enda þótt stundum látum við eins og við séum þrjár milljónir eða þaðan af meira. Það er í sjálfu sér ágætt því ef menn væru sífellt að segja að við værum svo fáir og smáir að við gætum ekki neitt þá myndi ekkert gerast. Við getum t.d. séð hvernig samfélögin á austur strönd Kanada (Nýfundnaland, Prince Edward Island og Nova Scotia) hafa þróast og hafa þau þó á margan hátt betri aðstæður en við. Á hinn bóginn verða menn að ætla sér af. Gott er að setja sér háleit markmið en ákveðið raunsæi verður þó að vera fyrir hendi. Ég held að það sé dálítið langt í að Háskóli Íslands geti talið sig meðal 100 bestu háskóla í heimi. Á meðan það þykir enn svo fréttnæmt að einhver ljúki doktorsprófi hérlendis að þess er sérstaklega getið í Mogganum hverju sinni þá er nokkur ferð fyrir höndum. Í háskólanum í Berkley í Kaliforníu (svo dæmi sé tekið) eru svona 40.000 nemendur. Þeir einu í skólanum sem fá merkt bílastæði eru nóbelsverðlaunahafar. Svona háskólar eru í topp 100.

sunnudagur, janúar 14, 2007

Kom norðan úr Skagafirði í gærkvöldi. Fór norður í Varmahlíð á föstudagskvöldið við þriðja mann og vorum svo með námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn frá Norðurlandi vestra í gær. Þetta var fínn dagur, alltaf gaman að hitta fólk á þeirra heimavelli og fara yfir hluti sem fólk er að fást við af áhuga og elju. Bakið er heldur að lagast og ég er farinn að geta sofið án þess að hendast upp ef maður hreyfir sig snöggt. Maður þjálfast í að sofa í nákvæmlega sömu stellingu alla nóttina. Skrítið hvernig þetta kemur fyrirvaralaust og án allrar ástæðu. Þarf að skoða þetta betur. Líklega hefur maður vanrækt bakið og magann eins og Bibba bendir á.

Það hefur verið mikil umræða um ofbeldi í samfélaginu á undanförnum mánuðum og misserum. Fyrirferðarmest hefur umræðan verið um um hið svokallaða kynbundna ofbeldi. Hugtakið kynbundið ofbeldi hefur verið þrengt í að þýða ofbeldi karla gagnvart konum. Ekki ætla ég að gera líttið úr alvarlegum afleiðingum þess að einhver beiti annan ofbeldi. Vafalaust er hægt að draga úr því með umræðu og öðru því sem almennar aðgerðir hafa upp á að bjóða. Það eru settir upp starfshópar, gefnar út skýrslur og ég veit ekki hvað til að vekja athygli á og draga úr hinu kynbundna ofbeldi. Allt gott um það. En það er með þessa umræðu eins og á svo mörgum sviðum að hún fer dálítið fljótt út í horn. Það væri gaman að fá yfirlit um það hvernig kynjahlutfallið sé milli þeirra sem verða fyrir ofbeldi. Það má til dæmis gera með því að skoða yfirlit um þá sem leita sér aðstoðar á slysavarðsstofunni eftir árásir og líkamsmeiðingar. Ég sá frétt á Vísi.is nýlega þar sem kom fram að að langmestu leyti væru þetta karlmenn á aldrinum 15 - 25 ára. Ég hef trú á því að drengur sem verður fyrir því að vera laminn í klessu af einhverjum óþokkum geti ekki síður geti ekki síður átt í erfiðleikum eftir slík óhæfuverk en kvenmaður sem verður fyrir árás glæpamanna. En um þetta er aldrei talað. Hvers vegna veit ég ekki. Ætli það sé vegna þess að strákar eru alltaf að lemja hvern annan og það sé normalt og ekki umræðunnar virði.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ég er heldur framlágur nú í þess orðs fyllstu merkingu. Ég var farinn að hlaupa inni í Laugum á bretti og allt gott um það að segja. Í gær var ég kominn niður í klefa sat og beygði mig fram til að losa skóreimarnar eins og maður hefur gert þúsund sinnum áður. Þá heyrði ég brak og bresti í bakinu og munaði minnstu að ég lægi í keng á gólfinu. Ég veit ekki hver fjandinn þetta var, líklega hefur maður verið orðinn eins og spýta en þarna var akkúrat ekkert að gerast. Ég er heldur skárri nú en læt hlaupin bíða eitthað þar til eftir helgi. Maður þarf hins vegar að huga að því að halda bakinu liðugu ekkert síður en löppunum.

Skelfing fannst mér myndin af sendiboðum Alþingis í Sádí Arabíu vera álappaleg. Þarna voru þær strútvafðar í dúka svo sæist sem minnst í þær með kirtlakörlunum. Erindið; jú að óska eftir því að þarlendir myndu styðja Ísland til setu í öryggisráð'inu. Maður getur rétt ímyndað sér hvaða augum valdhafar í Sádí Arabíu líta á svona sendinefnd þar sem virðingarröðin er álíka og hún er í Kasakstan að sögn Borats; Karlar, hestar, hundar, konur, kakkalakkar. Ég hélt að ríkisstjórnin væri hætt að leggja áherslu á þessa vitleysu en svo er víst ekki. Alla vega eru þingmenn sendir út og suður í þeim erindagjörðum að leita liðsstyrks. Vafalaust er gaman að fara í skemmtiferðir til þessara landa en viðkomandi eiga þá bara að fara á eigin spýtur og borga ferðakostnaðinn sjálfir.

Gott hjá VÞV borgarstjóra að taka upp umræðuna um peningakassana. Það er alltaf auðveldast að kóa með og vera ekki að styggja neinn en þegar menn eru nógu hugrakkir þá geta menn breytt ýmsu, bara með því að taka upp umræðuna og horfa á hlutina eins og þeir eru. Spilafíkn er ekki betri fíkn en mörg önnur. Það muna flestir vonandi eftir örlögum efnilegs stráks úr Kópavogi sem sá engin sund fær úr ógöngum spilafíknarinnar. Ég sá í sænsku blöðunum í vikunni að foreldrar 22 ára stráks sem fargaði sér vegna splaskulda höfðu gengip fram fyrir skjöldu og reynt að vekja athygli þarlendra á þessum vanda sem aðgengi að þessum ógæfuvélum, eins og VÞV nefnir spilakassa, getur skapað.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Hitti Vini Gullu í morgun. Fámennt en góðmennt. Tókum hring vestur á við þar til næðingurinn í Vesturbænum mætti okkur og hröðuðum okkur þá til baka í lognið í Fossvoginum. Fót aukahring upp að stíflu og náði samtals um 22 km. Ágætur morgun.

Það er erfitt að vera grínari að sögn. Línan milli þess sem spaugilegt er og aulaskapar er oft vandfundin. Það hefur sannast nýlega hjá þeim sem handa úti vefritinu Múrnum. Það hefur tíðkast lengi að um áramót eru dregin nokkur uppúrstandandi atriði frá árinu og þau skrumskæld svolítið eða sett í nýtt samengi. Oft tekst þetta með ágætum. Í annan tíma er þetta miður gert. Þegar blendnum tilfinningum er blandað inn í ætlað grín er yfirleitt stutt í það að farið sé yfir strikið. Það er svo að bæta gráu ofan á svart þegar skrifuð er löng skýring á ætluðu gríni þannig að við hinir húmorlausu geti hlegið með hinum vel upplýstu. Þegar menn lenda í ógöngum vegna klaufaháttar eða fljótfærni eins og Múrverjar gerðu í upphafi er einfaldast og stórmannlegast að játa mistök sín, biðjast afsökunar og strika ruglið burt. Almenningur er sáttfús og fyrirgefur fólki sem bregst við á eðlilegan hátt. En þegar menn hafa ekki vit á því heldur reyna að bjarga andlitinu með allskonar grínskýringum sem eru enn verri en það sem í upphafi var skrifað þá sitja menn í feninu upp að eyrum og geta engum um kennt nema sjálfum sér. Þá opinbera menn sjálfan sig svo að ekki verður aftur tekið.

Það er ljóst að það sem kemur fram í bók Margrétar Frímannsdóttur um árin innan Alþýðubandalagsins er ekki óumdeilt af ýmsum ástæðum. Það er yfirleitt svo þegar fólk leggur fram sitt sjónarhorn í málum sem hafa verið umdeild að á því eru ýmsar hliðar. Ég þekki margt af því sem þarna er komið inn á persónulega en ætla ekki að fara nánar inn á það. Ég var ekki í Möggu liði á þessum árum ef hægt er að orða það svo en virti hana mikils því hún átti það sannarlega skilið. Mér fannst hún til dæmis eiga aðdáun skilið eftir að hún var kosin formaður á sínum þegar hún gekk í að fá allt upp á borðið hvað varðar fjármál Alþýðubandalagsins með því að láta löggildan endurskoðanda fara yfir fjármál flokksins. Það var þó ekki mótspyrnulaust. Framkvæmdastjórinn sagði upp og allt var í háalofti. Hún kemur ágætlega inn á þetta í bók sinni. Það kom nefnilega á daginn að flokksmönnum höfðu verið gefnar vægt sagt ónákvæmar upplýsingar um skuldastöðu flokksins eða svo skeikaði háum fjárhæðum.

laugardagur, janúar 06, 2007

Fór út kl. 7.00 í morgun og tók Poweratehringinn og síðan út á Kringlumýrarbrú. Þar hittumst við Halldór, Jói og Pétur. Pétur var nýkominn frá Spáni og tók séræfingu en við hinir fórum fyrir Kársnes og síðan tókum við allar fjórar brekkurnar í Kópavoginum. Hátíðaæfing. Þetta endaði í um þremur tímum og nær 30 km.

Fótboltamót byrjaði hjá 4. fl. niður í Vík eftir hádegi. Sat þar við tímavörslu fram eftir degi. Það gekk vel nema úrslitin hefðu mátt vera aðeins öðruvísi. Það er eins og gengur.

Horði aftur á áramótaskaupið í kvöld. það var helmingi verra en síðast þar sem þá sá ég bara helminginn en nú allt. Það eina sem var þokkalega gert var Baugstrailerinn. Að vera að hirða upp gamla takta úr Spaugstofunni og Svínasúpunni er ekki afskaplega frumlegt. Það er erfitt að gera grínþætti, líklega eitt af því erfiðasta sem fengist er við. Línan milli fyndni og ruddaskapar getur verið mjög vandrötuð. Mér fannst þessi hópur sem sá um skaupið oft villast á leiðinni. Merkilegt hvað margir fjölmiðlamenn reka harðan áróður fyrir því að þetta hafi verið mjög gott.

föstudagur, janúar 05, 2007

Það eru fleiri en ég sem þykir sjónvarpsdagskrá ríkissjónvarpsins hafa verið léleg og metnaðarlaus yfir hátíðarnar. Hvort skaupið er gott eða slæmt er smekksatriði en á hinn bóginn er ljóst að það er ekki eins mikið nýjabrum af því nú eins og áður og því eðlilegt að gerðar séu kröfur til að það sé almennilega gert. Skrítið að það skuli vera eitthvað trúnaðarmál hvað það kostar. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því. Ætli það geti verið eitthvað viðkvæmt s.s. eins og í hitteðfyrra þegar Edda Björgvins réði son sinn til að fara með öll gömlu árshátiðaratriðin sín. Eins væri forvitnilegt að vita hvað þjóðleikhússtjóri hafi fengið borgað fyrir heimavídeóið sitt sem var sýnt að kvöldi annars dags jóla. Ætli þetta sé ný stefna hjá RÚV að kaupa svona upptökur af ferðalögum unglinga. Ég veit um marga sem eru t.d. að fara með íþróttahópa á mót erlendis sem gætu þegið að lækka hjá sér ferðakostnaðinn með því að fá borgað fyrir upptöku af ferðinni. Fjölmiðlar sinna hins vegar frásögnum af íþróttum barna og unglinga oft illa svo ég á ekki von á að það verði metið mikils.
Lægst komst dagskráin yfir hátíðarnar með bíómyndinni að kvöldi nýjarsdags, "STRÁKARNIR OKKAR" held ég að hún hafi heitið. Hún var hraksmánarlega illa gerð. Samtölin vandræðaleg eins og svo oft í íslenskum kvikmyndum, handritið hörmulegt og allt annað lélegt. Síðan verð ég að segja að mér fannst það ekki við hæfi að hafa langar senur með berum köllum í sturtu eða berum köllum að riðlast hver á öðrum á besta tíma á hátíðarkvöldi þegar fólk á öllum aldri sest niður saman og horfir á sjónvarpið. Ég er kannski orðinn of púritanískur en mér finnst þetta bara.

Hverju á maður að trúa úr fréttum? Ríkisútvarpið segir að vistmönnum í Byrginu hafi fækkað um yfir helming síðan umræðan um Boirgið hófst og flestir séu komnir á fullt í dópið á götunni. Stöð 2 segir tveimur tímum seinna að vistmenn Birgisins séu að koma aftur til dvalar eftir jólaleyfi. Hvor ætli sé að ljúga eða í besta falli að segja einhvern hálfsannleik. Ég hélt alla vega að þeir sem vinna á fjjölmiðlum ættu að vera farnir að læra það að taka því ekki öllu sem góðu og gildu sem kemur frá aðilum sem eru í harði tilvistarbaráttu og eru að reka áróður fyrir sér og stöðu sinni.

Sá grein í blöðunum í morgun eftir varaformann og eina skærustu stjörnu VG. Hún boðar skattahækkun á allt venjulkegt fólk til að bæta hag þeirra sem eru með lægstar tekjurnar. Það heitir víst jafnaðarmennska. Þá vitum við hvað tekur við ef þeir ágætu VG menn fá völdin í vor. Ég held að menn ættu að skoða aðeins stöðu mála t.d. í Svíþjóð. Þar taka opinberir aðilar yfir 50% af tekjum fólks í beina skatta. Vill venjulegt fólk hérlendis það? Mér finnst að það séu svona spurningar sem fólk eigi að leggja fyrir frambjóðendur fyrir kosningar í vor en ekki að ganga í skrokk á frambjóðendum hvort þessi eða hinn vegarspottinn verði lagður. Vegamál eru framkvæmdaatriði, skattamál eru grundvallaratriði um skipan þjóðfélagsins.

Sendi mynd af norðurljósunum á Þingvöllum í fyrrakvöld á bandaríska síðu áhugamanna um himingeiminn. Hún komst á forsíðu. Slóðin er www.spaceweather.com

fimmtudagur, janúar 04, 2007

Norðurljós á Þingvöllum að kvöldi 3. jan 2007

Ég hálf skammaðist mín á hlaðinu í gærkvöldi þegar ég hitti Gauta. Hann var að fara að taka sprett í kvöldblíðunni en ég var að fara austur á Þingvöll að sjá hvort ekki væri hægt að taka myndir. Ég sá þó ekki eftir því þegar austur var komið. Það var með ólíkindum gott veður á Þingvöllum í gærkvöldi. Logn, heiðskýrt, glampandi tunglsljós, um 0 oC og síðan norðurljhós með köflum. Ég átti alveg ein von á að sjá drauga og afturgöngur vaða um allt miðað við sögu staðarins en sá ekkert af slíku en á hinn bóginn voru nokkrir ljósmyndarar á staðnum með lítil ljós blaktandi. Gerði nokkrar tilraunir með að taka á mislöngum tíma og það var með ólíkindum hvað tunglið gefur mikla birtu. Ég var svo á leið upp að Öxarárfossi þegar norðurljósadýrðin helltist yfir. Þá er eins gott að hafa hraðar hendur því hún er jafn fljót að fara og hún er að koma. Náði nokkrum myndum sem ég er ánægður með. Kom heim undir miðnættið ánægður með kvöldið.

Fór á ljósmyndasýningu Spessa í Hafnarfirði kvöldið fyrir gamlársdag. Spessi er dálítið sérstakur ljósmyndari sem hefur sína eigin vinkla, s.s. þegar hann tók myndir af bensínstöðvum um allt land. Ég var því nokkuð spenntur, en var fyrir gríðarlegum vonbrigðum. Nokkrar myndir af hlaðinu við vinnuskúrana á Kárahnjúkum, nokkrar myndir af óuppbúnum rúmum og níu myndir af sveitabæjum, teknar neðan af vegi. Ég sá ekkert þarna á sýningunni sem mér fannst frumlegt eða skemmtilegt. Hvað er merkilegt við að aka mynd af óuppbúnu rúmi og hafa yfirskriftina; Hvað hefur gerst þarna? Verðið var það sem heillaði mig mest. Ef svona rúmmynd selt á 200.000 kall eða einhver léleg mynd af bónabæ selst á 100.000 kr. þá er þetta kannski reynandi. Ég er hins vegar ekki viss um að framboð og eftirspurn séu í jafnvægi. Kannski er rétt að hafa svona lagað nógu dýrt, það glæpist þá kannski einhver á að kaupa þetta því hann heldur að það sé fínt.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ég komst ekki í Gamlárshlaup ÍR á gamlársdag. Það var gaman að sjá að þátttakan sló öll met. Þetta sýnir okkur hvað er að gerast í þessum geira. Kári og Íris Ósk sigruðuá góðum tímum og Kári setti hlaupsmet. Það fer að koma að því að hann smeygi sér undir 30 mín í 10 km. Það er kominn tími á að einhver slái Sigfús Jónsson út en hann á 30.10 að því mig minnir.

Hin mikla þáttaka í Gamlárshlaupi ÍR minnir mig á lista sem ég sá í Mogganum á milli hátíðanna þar sem kynntur var íþróttamaður og kona ársins í hinum fjölmörgu íþróttagreinum. Þetta var allt öflugt fólk sem er ástæða að óska til hamingju með góðan árangur á síðasta ári. Mér fannst hins vegar vanta fólk úr götuhlaupum þarna. Það þýðir ekki að segja að götuhlauparar og utanvegahlauparar falli undir frjálsar íþróttir og þar með sé málið afgreitt. Það er bara allt önnur deild. Ultrahlauparar eru síðan enn ein kategorían. Við eigum öfluga einstaklinga í þessum greinum sem er að standa sig vel og þátttaka fer vaxandi. Það væri gaman að taka það saman hve margir þátttakendur eru í öllum götu- og utanvegahlaupum hérlendis. Mér segir svo hugur um að það séu ekki margar íþróttagreinar sem hafa á að skipa fjölmennari hópi keppenda. Annað sem skiptir ekki síðra máli er að þeir sem taka þátt í þessari íþrótt er ekki síður fullorðið fólk en börn og ungt fólk, sem stundar aðrar íþróttir af hvað mestu kappi. Það er verkefni FM og annarra samtaka að halda fram málstað þessa hóps og fá hann formlega viðurkenndan af íþróttasamtökum landsins. Þar er við ramman reip að draga. Ég er búinn að reyna í þrjú ár að fá UMFR36 skráð í ÍBR en ekki tekist enn. Í UMFR36 hefur ekkert hlaup skráð í afrekaskrá sem er styttra en maraþon, svona til einföldunar. Það þykir kannski of langt. Ég sé engin rök fyrir þessari tregðu ÍBR en svona er lífið. Þetta tekst hins vegar á endanum, það er bara spurning um tíma. Langhlauparar hafa nóg af honum.

Flugeldum var skotið upp

mánudagur, janúar 01, 2007

Þegar ég bjó fyrir norðan þá var ég í nokkur misserri formaður stjórnar atvinnuþróunarfélagsins í Þingeyjarsýslum. Við stóðum tvisvar fyrir atvinnuvegasýningu á Húsavík þar sem fyrirtæki í S- og N Þing kynntu framleiðslu sína. Þegar einu stóru matvælafyrirtæki var boðið að vera með á sýningunni og kynna framleiðslu sína þá var svarað: "Þarf maður nú að fara að gefa þessu liði að éta?"

Mér hefur dagskrá sjónvarpsins yfir jól og áramót bera keim af þessu attitjúdi. Lélegar bíómyndir, auglýsingatrailerar og heimavídeó þjóðleikhússtjóra er það sem maður man helst eftir að hafa séð bregða fyrir á skjánum yfir hátíðarnar. Mér finnst metnaðarleysið vera yfirþyrmandi. Kunnugir segja að það sé oft svona hjá stofnunum sem eru áskrifendur að tekjum sem koma hvort menn standa sig vel eða illa. Áramótaskaupið var síðan eitt það allra leiðinlegasta sem ég hef séð. Það var verra en það sem Þórhildur Þorleifsdóttir stjórnaði hér um árið og hélt ég þó að þar væri botninum náð. Ég hef nokkuð mörg lýsingarorð tiltæk þegar skaupið ber á góma en ég ætla að sleppa því að skrifa þau niður. Það hefur ekki gerst áður að maður hafi hætt að horfa áður en skaupið tók enda en það gerðist í gærkvöldi. Nú vantar ekki að það séu til margir góðir leikarar, handritshöfundar og stjórnendur. Spaugstofan, Svínasúpan, Strákarnir og Stelpurnar eru ótvíræð vitni um það. Kannski er þá bara C deildin eftir. Það væri gaman að vita hvað þessi þáttur kostaði en miðað við hvað maður fékk fyrir peningana í gærkvöldi myndi ég leggja til að skaupið væri lagt niður.

Það þarf kannski ekki að taka það fram að matvælaframleiðslufyrirtækið áðurnefnda fór á hausinn.

Vaknaði á þokkalegum tíma í morgun og fór góðan rúnt í morgnbirtunni að taka myndir. Sólarupprás og sólarlag eru oft besti tíminn til að taka myndir, ekki síst þegar sól er lágt á lofti.

Skotið á bíl lögreglunnar á Blönduósi. Ráðist á lögreglumenn sem komu á vettvang vegna þess að kvartað var yfir hávaða vegna flugeldaskothríðar og þeir slasaðir. Ég er viss um að endalaus umfjöllun fjölmiðla í sumar um hið svokallaða harðræði og harkalega framkoma lögreglunnar fyrir austan hefur lagt sitt af mörkum til að auka virðingarleysi fyrir lögreglunni. Slík þróun getur ekki annað en endað með ósköpum. Fréttastjórar bera mikla ábyrgð á því að einstaklingar sem hafa fengið vinnu við fjölmiðla en eru ekki hæfir til þeirra starfa fái ekki að leika algerlega lausum hala. Sérstaklega finnst mér það eiga við hjá þeirri stofnun sem tekur peninga úr mínum vasa hvort sem ég vil eða ekki.