laugardagur, desember 31, 2011

Ég fékk fyrir skömmu í póstkassann nýtt tölublað af Þjóðmálum. Þetta rit er eina almennilega ritið um þjóðfélagsmál sem kemur út hérlndis um þessar mundir. Í því eru yfirleitt vandaðar greinar um mörg þau efni sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Auðvitað er það svo að það eru ekki allir sammála þeim áherslum sem fram koma í ritinu en það er bara þannig. Skoðanir eru settar fram til að skapa umræðu og leiða fram mismunandi vinkla. Maður hefur stundum á tilfinningunni að það sé búið að ákveða einhversstaðar hvernig skoðanir maður á að hafa á hinum og þessum málum, sé miðað við viðbrögðin ef fram koma skoðanir sem ekki falla í kramið hjá ýmsum þeim sem betur þykjast vita en allur almúginn. Það er áhugavert að bera saman umræðu dagsins á maga lund og úmræðuhefðina sem þótti sjálfsögð á fyrri áratugum síðustu aldar. Það er ekki að sjá að mikið hafi breyst. Þá voru hreintrúarmenn einnig fyrirferðarmiklir og orðavalið gagnvart þeim sem voru á öndverðum meiði var ákaflega áþekk þeirri umræðuhefð sem bloggheimurinn hefur leyst úr læðingi.

Mér þóttu nokkrar greinar í Þjóðmálum mjög áhugaverðar. Gunnar Rögnvaldsson skrifar um áhlaupið á íslensku krónuna. Það er ekki áhlaup af hálfu erlendra vogunarsjóða og hrægamma heldur eru innlendir framámenn þar fremstir í flokki. Krónunni er fundið allt til foráttu og hún talin upphaf og endir alls þess sem misfarist hefur í efnahagsmálum hérlendis. Það á við í þessu efni eins og í svo mörgu öðru að "Árinni kennir illur ræðari". Það er nú einu sinni svo að efnahagsstjórnun á Íslandi hefur oftar en ekki verið afskaplega frumstæð og vanhugsuð. Tveggja áratugaskeið óðaverðbólgu á árunum 1971-1991 var ekki krónunni að kenna heldur þeim sem sátu við stjórnvölinn. Krónan var felld kerfisbundið til að rétta hag útflutningsgreinanna (sjávarútveegsins) sem bar sig illa. Afkoma hans var yfirleitt erfið vegna þess að það störfuðu alltof margir við hann, fyrirtækin voru of mörg, afköstin voru of lítil og bátarnir of margir miðað við þann afla sem dreginn var að landi. Það var því ekki krónunni að kenna að gengið va rfellt heldur var krónan notuð sem tæki til að halda þjóðarbúinu gangandi og halda avinnuleysi í lágmarki.

Gunnar kemur í grein sinni inn á örlög Nýfundalands, Nova Scotia og Prince Edward Island. Þessi smáríki sem eru á asuturströnd Kanada misstu öll sjálfstæði sitt árið 1949. Nvers vegna gerðist það? Meginástæðan var að allar meginstoðir efnahagslífsins voru komnar í hendur erlendra aðila. Kaupskipaflotinn var í eign erlenra aðila, bankarnir sömuleiðis, landbúnðaðarvörur voru fluttar inn og síðan var búið að binda myntina við Kanadadollar. Þannig gátu Nýfundnalendingar sig hvergi hrært og töpuðu allri samkeppnisstöðu á fiskmörkuðum gangvart Íslandi og fleiri fiskveiðiþjóðum sem höfðu sveigjanlegra hagkerfi. Væri ég að víla og díla um inngöngu Íslands í ESB þá myndi mér finnast það ómaksins virði að gera úttekt á því hverju það myndi breyta gangvart samkeppnisstöðu sjávarútvegsins ef við værum búnir að taka upp Evru og hefðum þar af leiðandi misst allan sveigjanleika hvað gengismál varðar. Norðmenn hefðu áfram sína norsku krónu og hefðu þar af leiðandi aðra möguleika til að laga sig að aðstæðum. Ég veit það alla vega að Finnar öfunda Svía af því að hafa sína sænsku krónu og geta þannig tekið sjálfstæðar ákvarðanir í utanríkisviðskiptum. Sænska krónan hefur heldur látið undan síga til að tryggja stöðu útflutningsatvinnugreinanna og bæta hag atvinnulífsins.
Sigrun Þormar skrifar grein um hvað sé í ESB pakkanum. Sigrún hefur buið í Danmörku í 30 ár og þekkir umræðuna því vel frá þeirra sjónarhorni. Hún rekur ein 15 atriði sem muni breytast við inngöngu landsins í ESB og hafa veruleg áhrif á stöðu þess.
Síðan er minnst á bók Snorra G. Bergssonar, "Roðinn í Austri" sem fjallar um sögu kommúnistahreyfingarinnar hérlendis á árunum 1919-1924. Ég hef ekki lesið þessa bók en þó gluggað í hana. Hún á það sammerkt með bók Hannesar Hólmsteins að með þeim er þessi hluti íslandsssögunnar skýrður og settur fram á nýjan og afar áhugaverðan hátt. Það er ljóst að margt það sem haldið hefur verið fram til þessa þarfnast mikillar endurskoðunar við. Ég hlakka til að lesa bók Snorra ítarlega.

Árið í ár hefur ekki verið neitt sérstakt hlaupalega séð. Ég var dálítið lengi að jafna mig eftir brettahlaupið í desember í fyrra. Skrokkurinn var þungur og neistinn á andanum skki sérstaklega skarpur. Ég bjó mig því ekki eins vel undir hlaupið í Belfast eins og ég vissi að ég þyrfti að gera ef ég ætlaði að ná hámarksárangri. Árangurinn var engu að síður í lagi en hann byggði meir á reynslu heldur en getu. Ég fann eftir það að það var kominn tími á að hvíla mig, bæði líkamlega og andlega. Ég hafði hlaupið á fullu í þrjú ár samfleytt. Ég hef verið að predika það að hvíldin sé nauðsynlegur hluti að æfingaskipulaginu og nú var ekki lengur undan því vikist. Því hægði ég verulega á öllum hlaupum seinni hluta ársins, baslaði við að ná mér góðum af meiðslum, borðaði mat sem ég hef ekki borðað um nokkurra ára skeið og bætti á mig nokkrum kílóum. Nú um áramót finnst mér ég vera tilbúinn í slaginn aftur. Á næsta ári bíða nokkur áhugaverð verkefni s.s. GUCR hlaupið í Englandi, Hamingjuhlaupið á Ströndum sem nú verður hlaupið frá Trékyllisvík til Hólmavíkur (það er fullorðið) og svo vonast ég til að komast á heimsmeistaramótið í 24 tíma hlaupi sem haldið verður í Póllandi í september. Þetta verður áhuagvert.

föstudagur, desember 23, 2011

The Pogues & Kirsty McColl Fairytale Of New York

Blautt Þingvallavatnshlaup fyrir góðum fimm árum



Góðu hlaupaári er að ljúka og mörg góð afrek hafa verið unnin á árinu. Það er erfitt að segja um hvaða afrek ber hæst af því sem maður fylgist helst með hér heima. Hlaupin eru svo ólík að allur samanburður verður erfiður. Það er erfitt að bera saman Laugaveginn og 5 km hlaup. Það er erfitt að bera saman 10 km hlaup sem tekur rúmlega hálfan til einn klukkutíma að ljúka og hlaup sem taka hálfan, einn eða tvo sólarhringa. Það reynir á allt aðra þætti í löngu hlaupunum en þeim styttri að það er eiginlega ekkert annað en nafnið sem sameinar þau.
Hlaup.is hefur nú þriðja árið í röð lagt upp með kosningu á langhlaupara ársins. Það góðra gjalda vert að beina athyglinni sérstaklega að þeim sem hafa náð góðum árangri á árinu. Það er erfitt að skera úr um hver sé bestur hlaupara sem hafa runnið skeið er sem er á skalanum 5 km til 100 km. Það er ekki einfalt. Í mínum huga er hér um sitt hvora íþróttina að ræða þótt hvorutveggja sé kallað hlaup. Hlaup sem rúmast innan ólympísku skilgreiningarinnar eru eitt en ofurhlaup eru annað. Það er vafalaust svo að það séu ekki allri sammála þessari skilgreiningu en það er bara allt annað mál.

Þegar verið er að leggja upp með kosningu eins og gert er á hlaup.is þá finnst mér að það megi taka nokkur atriði til skoðunar. Þó mér komi framkvæmdin ekki við per ce þá getur enginn bannað manni að hafa skoðanir á einu og öðru. Í fyrsta lagi skil ég ekki hvers vegna er byrjað að forvelja fólk og efna til kosningar áður en árið er liðið. Kosningunni lýkur síðan á hádegi á nýársdag!! Hvers á hlaupari að gjalda sem myndi setja landsmet í götuhlaupum í gamlárshlaupi ÍR? Vitaskuld getur það gerst. Það verður að hugsa hlutina út frá slíkum möguleikum. Það er hlaupið út um allan heim í desember ekki síður en aðra mánuði ársins. Því skyldu afrek sem mögulega eru unnin í hlaupum í desember ekki reiknast með í kosningu sem þessa? Reyndar má minna á að sama fyrirkomulag er haft þegar óskað er eftir tilnefningu sérsambandanna til íþróttamanns ársins. Þeirri tilnefningu á að vera lokið um mánaðamótin nóv / des eins og það gerist ekkert íþróttatengt í desembermánuði. Á norska hlaupavefnum www.kondis.no stendur kosning um ofurhlaupara ársins yfir frá því rétt eftir áramót og fram til janúarloka. Þá er tekið tillit til afreka sem unnin eru í öllum mánuðum áersins en ekki bara í ellefu þeim fyrstu. Í kosningunni oa kondis.no eru þeir einir eru gjaldgengir til að greiða atkvæði sem hafa hlaupið ofurhlaup á árinu. Þá er loku skotið fyrir vina- vinnustaða- eða fjölskylduatkvæðasafnanir.

Mikilvægt er við kosningu eins og þessa að þess sé gætt að jafnræði sé í upplýsingagjöf um einstaka hlaupara. Mér sýnist nokkuð vanta upp á það í þeim upplýsingum sem fyrir liggja um það ágæta fólk sem tilnefnt hefur verið sem hlaupari ársins á hlaup.is. Það segir mér afskaplega lítið um ágæti afreks ef enginn samanburður er gefinn. Samanburður hér innanlands er ágætur svo langt sem hann nær, norrrænn samanburður er stórum skárri en staða á heimslista er það sem mestu máli skiptir þar sem það er hægt. Við eigum að bera árangur íslendinga saman við heimsafrekaskrá þar sem þess er nokkur kostur. Það er m.a. hægt hjá Kára Steini, Sigurjóni og Sæbjörgu á þessum lista. Vitaskuld skiptir nokkru máli hve margir taka þátt í hlaupum af hverri tegund en heimslisti er alltaf heimslisti. Ef fáir taka þátt í hlaupi af einhverri tegund þá er það líklega vegna þess að hlaupin eru erfiðari en önnur. Um utanvegahlaup eru ekki neinar heimsskrár því þau eru ósambærileg. Hjá sumum er tiltekið hvað viðkomandi hefur bætt sig á árinu en það er ekki gert ekki hjá öllum sem þó hafa bætt sig verulega eða bætt fyrri met verulega. Mér finnst það hefði verið til mikilla bóta ef eitt hefði yfir alla gengið í þessu efni. Mér finnst grundvallaratriði þegar lagt er upp með opna kosningu af þessu tagi að jafnræðis sé gætt í upplýsingagjöf. Ef hægt er að segja meir um einn en annan hvað varðar afrek á árinu þá er það bara þannig. Hjá sumum er getið um aldursflokkatengda stöðu en ekki öllum. Af hverju skyldi það ekki vera gert? Þessar upplýsingar liggja allar fyrir.

Það var fínt viðtal við Kára Stein í Fréttablaðinu í morgun. Ég held að það sé alveg rétt mat hjá honum að hann á mun meiri tækifæri til að komast langt í maraþonhlaupi heldur en 10 km hlaupi. Ég tala nú ekki um ef hann færi að hlaupa 100 km. Það er við því að búast eftir svona 15 - 20 ár miðað við plönin hjá honum. Vonandi lifir maður þá tíma.

sunnudagur, desember 18, 2011

Mærin i Smáralind..Gylfi Ægis-Rúnar þór-Megas.

Megas og Gylfi í Salnum á fimmtudagskvöldið



Ég kaypti nýlega bókina um Íslensku kommúnistana eftir Hannes Hólmstein Gissurarson. Bókin spannað áttatíu ára tímabil eða frá 1918 til 1998. Árið 1917 höfðu þau tíðindi gerst að lítil glæpaklíka hafði náð völdum í Rússlandi með því að brjótast inn í keisarahöllina bakdyramegin í því upplausnarástandi sem þar ríkti. Hún náði síðan undir sig völdum um gervallt Rússland á næstu fjórum árum. Sá atburður var síðan nefnd rússneska byltingin. Glæpaklíkan hafði á næstu áratugum gríðaleg áhrif um gervallan heim á marga lund. Hún kom fram undir merkjum breyttrar þjóðfélagsskipunar sem myndi bæta hag alþýðu um heim allan. Það má minna finna en grand í mat sínum. Það var því ekki hjá því komist að áhrif hennar bærust til Íslands og hefði þar veruleg áhrif. Um þau fjallar bók Hannesar að miklu leiti.

Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að alþýðu manna þættu það nokkur tíðindi þegar fréttir bárust af því að búið væri að þróa nýja þjóðfélagsskipan sem myndi auka réttlæti og jöfnuð. Mjög eðlilegt var að margir snerust til fylgis við slíka stefnu þar sem hagur fólks var í það heila tekið ekki beysinn á marga lund. Það átti bæði við íslenskt þjóðfélag svo og mörg önnur. Fljótlega kom í ljós að ekki var allt sem skyldi þar eystra. Samfélaginu var breytt í grundvallaratriðum. Miðstýring varð alger. Séreign var bönnuð. Bændur voru flæmdir milljónum saman af búum sínum þegar samyrkjuvæðingin var keyrð í gegn með fulltingi hersins. Hungursneyð í Úkraníu á árunum í kringum 1930 drap milljónir manna. Milljónir manna voru fluttar í þrælkunarbúðir í austur Sovétríkjunum sem kallað var Gúlag. Hinir svokölluðu óvinir ríkisins voru drepnir miskunnarlaust. Alræðisvald kommúnistaflokksins var algert. Þannig mætti lengi áfram telja. Það var því ekki óeðlilegt að það rynnu tvær grímur á ýmsa um hvort þessi nýja samfélagsskipan væri sú sem koma skyldi. Engu að síður urðu áhrif kommúnismans mikil víða um heim. Eftir seinni heimmstyrjöldina lagði hann undir sig alla Austur Evrópu. Í Kína náði kommúnistaflokkurinn undirtökunum árið 1949 eftir langvinna borgarastyrjöld. Sovétríkin voru áratugum saman annað tveggja heimsveldanna. Milli þeirra ríkti ógnarjafnvægi um áratuga skeið. Síðan gerist sá merkilegi atburður fyrir rúmum tuttugu árum síðan að kommúnisminn í Austur Evrópu hrundi eins og spilaborg. Hver þjóðin á fætur annarri varpaði oki glæpaklíkunnar í Moskvu af sér. Sovéski kommúnistaflokkurinn var bannaður með lögum og Sovétríkin lögð niður fyrir réttum 20 árum síðan eða milli hátíðanna 1991. Þannig lauk þessari voðalegu sögu. Leidd hafa verið rök að því að kommúnisminn hafi kostað um 100 milljónir manna lífið. Það er því að minnssta sem hægt er að gera til að sýna minningu þess fólks þá virðingu sem það á sklið að fjalla um þennan hluta í mannkynssögunni. Þó ekki væri nema til að sýna fram á að til þess eru vítin til að varast þau.
Bók Hannesar fjallar um tengsl íslenskra einstaklinga, félagasamtaka og stjórnmálaflokka við sovéska kommúnistaflokkinn svo og annarra eftir því sem leiðir þeirra hafa legið saman. Þau voru gríðarlega mikil á marga lund. Eftir því sem aðgengi hefur batnað að skjalasöfnum í Moskvu þá hefur verið mögulegt að draga staðreyndir fram á sjónarsviðið. Fram að því gátu viðkomandi einstaklingar haldið hverju sem var fram. Gagnrýnin umfjöllun á margvísleg samskipti við Sovétríkin eða lýsingar á ástandinu í Sovétríkjunum var yfirleitt afgreidd sem Moggalygi. Í bókinni kemur fram að áhrif Sovétmanna hérlendis voru gríðarlega mikil á marga lund. Gríðarlegir fjármunir runnu til Íslands eftir ýmsum krókaleiðum til að styrkja margháttaða starfsemi sem var Sovétmönnum þóknanleg. Það er í sjálfu sér ekkert smámál að erlent stórveldi hafi reynt eftir margháttuðum aðferðum að hafa áhrif á umræðuna, stjórnmálabaráttuna og ýmis önnur atriði. Tilgangur þess er einungis einn, að auka áhrif Sovétríkjanna á Íslandi. Menn gátu deilt um ágæti þess á vissum tímum en ég held að þeir séu ákaflega fáir sem mæli með því í dag að Sovétmenn hefðu náð undirtökum hérlendis. Það þarf ekki að líta lengur en til Eystrasaltsríkjanna til að fá borðleggjandi staðreyndir um hvað hefði beðið íslendinga undir þeim járnhæl. Ísland liggur miklu fjær öðrum norrænum ríkjum en Eystrasaltslöndin svo einhver nálægð við þau hefði ekki skipt neinu máli. Það er hægt að skipta áhangendum Sovétríkjanna á síðustu öld í þrjá flokka í grófum dráttum. Í fyrsta lagi var allur almenningur sem heyrði dýrðarlýsingar á nýrri samfélagsskipan í Sovétríkjunum. Hverju átti fólk að trúa? Það voru margir áhrifamiklir menn sem lofuðu Sovéska skipulagið. Kvæði voru ort, ræður voru haldnar, bækur voru skrifaðar og blöð og tímarit gefin út sem sungu þennan kór. Vitaskul hafði hann áhrif. Í öðru lagi má nefna þá einstaklinga sem fóru til Sovétríkjanna í flokkslega þjálfunarskóla. Það er til svolítið sem heitir heilaþvottur og innræting. Það er ekki óeðlilegt að fleitir þerra sem gengu þann veg hafi tekið trúna. Í þriðja lagi má nefna þá sem voru að flækjast árum og áratugum saman í Sovétríkjunum eins og gráir kettir. Það var ákveðinn hópur íslendinga sem dvaldi langtímum saman í Sovétríkjunum sér til "heilsubótar og hressingar" í boði sovéska kommúnistaflokkins. Það voru sumir jafnari en aðrir á þessum tímum eins og síðar. Hafi þeir ekki verið skyni skroppnir úr hófi fram þá vissu þeir allt allt um ástandið í Sovétríkjunum. Þeir hölluðu réttu máli þegar heim er komið. Þessir einstaklingar eru smæstir. Ég ætla ekki að nafngreina þá sem mér finnst fylla þennan flokk en meðal þeirra eru þeir einstaklingar sem hefur verið hampað hvað hæst. Hægt væri að nota orð sem varla er í munn takandi um ákveðna einstaklinga sem unnu hvað markvissast að þvi að auka ítök Sovétmanna hérlendis.
Fram kemur t.d. í bókinni að nóbelsskáldinu hafi verið heimilað að fylgjast með Búkarín réttarhöldunum þar sem sovétmenn treystu því að skáldið myndi vera til gagns um að halda fram sjónarmiðum Stalíns í þessu máli þegar heim var komið. Sú von brást ekki. Búkarín réttarhöldin eru orðin symbol fyrir misbeitingu yfirvalda á réttarkerfinu til að knésetja aðila sem voru valdinu ekki þóknanlegir.
Bók HHG er gagnlegt innlegg í samfélagsumræðuna hérlendis. Það er vafalaust ekki auðvelt fyrir alla að fara yfir þessa sögu nú á tímum. Þögnin hefði vafalaust verið þægilegust. Opnun sovéskra skjalasafna gerir það að verkum að það er ekki eins auðvelt og áður að afneita staðreyndum. Þó eru vafalaust ekki öll kurl þar komin til grafar. Bókin er afgreidd af mörgum á þann veg að HHG sé svo pólitískur að hann sé ekki trúverðugur sem sögurýnir. Nú veit ég ekkert um þau mál en það liggur ljóst fyrir að það er þá vafalaust nógu margir sem myndu hrekja skrif hans ef hann hefði gefið höggstað á sér með óvönduðum vinnubrögðum. Meðan það er ekki gert þá lítur maður á bókina um Íslenska kommúnista 1918 - 1998 sem trúverðugt og faglegt sagnfræðirit sem sé betur skrifuð en óskrifuð. Að mínu mati er hún mjög gagnlegt innlegg í þjóðfélagsumræðuna. Hún varpar góðu ljósi á svo gríðarlega margt um áratugalöng áhrif sovésku glæpaklíkunnar hérlendis sem manni var áður hulið. Það eitt er af því góða.

fimmtudagur, desember 15, 2011

Megas og Senuþjófarnir - Þórsmerkurljóð

Veitingahús í Maastricht



Norðurlandametið sem ég setti í 24 tíma hlaupi á bretti fyrir rétt rúmu ári síðan féll um síðustu helgi. Ég átti metið því í rétt um eitt ár. Finninn Perti Perttilä hljóp á bretti í Helsingfors og bætti heldur um og hljóp 238,46 km. Það var mikið um að vera meðan á þessu stóð, bein útsending frá hlaupinu allan tímann og fleira í þeim dúr. Þetta er virkilega flott hjá Finnanum. Þessi árangur er með því besta sem hefur náðst í heiminum í brettishlaupi og einn besti árangurinn sem hefur náðst í 24 tíma hlaupi á Norðurlöndum í ár. . Það hlaut að gerast að það kæmi einhver norðurlandabúi og bætti um betur, annað gat ekki gerst. Það er hins vegar gaman að hafa náð þessum árangri í fyrra og að hafa náð að halda metinu í eitt ár. Sænskur langhlaupari sem ætlaði að taka metið í nóvember á sl. ári þurfti að kasta inn dúknum eftir 180 km. Sinadráttur og krampar voru þá búnir að ná yfirhöndinni. Þannig getur allt gerst í þessum efnum. Perti er töluvert yngri en ég eða 45 ára gamall. Hann er allt að því unglingur í þessu sambandi. Það hefði verið gaman að vera kominn á þetta ról fyrir 15 árum síðan. Það er engu að síður fínt að hafa það á sívíinu að hafa sett Norðurlandamet og haldið því um dálítinn tíma. Ég geri hins vegar ekki ráð fyrir að gera atlögu að þessu nýja meti. Það verða aðrir og meiri menn en ég að gera.

mánudagur, desember 05, 2011

Barðaströnd, Patreksfjörður, Rauðisandur

Horft inneftir Barðaströnd



Ég reyni yfirleitt að lesa eftir föngum eins og svo margir. Góðar bækur í bókaskápnum eru nauðsynlegar. Þótt bókasafn borgarinanr sé gott þá er það dálítið annað að eiga bókina alltaf tiltæka. Ég er hins vegar orðinn vandfýsnari á bækur en áður. Ég var alæta á bækur þegar ég var yngri og var þá oft með margar undir í einu. Nú er tíminn orðinn dýrmætari. Ein af þeim bókum sem ég keypti mér strax og hún kom út fyrr í haust er bókin: Icesave samningarnir - afleikur aldarinnar? Mér finnst að svona bækur þurfi maður að eiga. Þær eru svo samþjappaðar af fróðleik að það er aldrei hægt að innbyrða allt við einn hraðan lestur. Ég verð að segja að bókin olli mér ekki vonbrigðum. Fá mál hafa verið meir í umræðunni á árunum eftir hrun en Icesave málið. Það má segja að það hafi tröllriðið umræðunni frá miðju árið 2009 fram á árið 2011 eða í nær tvö ár. Sigurður Már Jónsson blaðamaður hefur unnið mikið starf við að fara yfir tiltækar heimildir, bæði opinberar og óopinberar, og draga saman atburðarásina og efnisinnihald umræðunnar um málið. Það er nú svo að það skefur fljótt í sporin. Enda þótt heimildir séu tiltækar hér og þar út um allt þá er það ekki vinnandi vegur fyrir venjulegt fólk að draga þær saman ef menn vilja kynna sér málið. Það verður einnig erfiðara eftir því sem árin líða. Því er mikils um vert að hafa tiltæka heildaryfirsýn yfir umræðuna og átburðarásina um svo afdrifaríkt mál sem Icesave málið var. Uppruni Icesave málsins er eitt, úrvinnsla þess er annað. Sigurður Már leggur í bók sinni megináherslu á úrvinnsluna. Icesave málið var staða sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir. Ég þekki Sigurð ekkert og veit ekkert um hann annað en að hann hafi unnið sem blaðamaður við viðskiptafréttir. Ég hef hvergi séð að meðferð hans á málinu hafi verið hrakin eða hann gerður uppvís að óvandaðri með ferð heimilda eða vilhallri túlkun þeirra.
Ég sagði eftir að ég lauk við bókina að ég hafi verið skelfingu lostinn að lestrinum afloknum. Icesave samningur nr 1 var lagður fyrir Alþingi á þeim nótum að það lá við að það ætti að samþykkja hann óséðan. Þingmenn höfðu einunigs möguleika á að lesa hann í sérstöku herbergi en fengu ekki eintak afhent. Málfar samningsins var slík samansúrruð samningaenska að einstaklingar sem voru uppaldir á enska tungu og höfðu starfað um árabil í enskumælandi landi áttu í erfiðleikum með að skilja textann. Samningnum var síðan dreift nafnlaust á fjölmiðla og til ákveðins hóps manna þann 17. júní árið 2009 til að brjóta þessa stöðu upp. Það hefur aldrei fengist uppgefið hver stóð að því. Eftir það fór boltinn að rúlla. Alþingi og aðrir aðilar fóru að kynna sér efni samningsins og við hann voru gerðir fjölmargir fyrirvarar. Þegar forsetinn ákvað að vísa Icesave 1 til þjóðaratkvæðagreiðslu átti allt að fara til andskotans ef hann yrði ekki samþykktur hraðar en hratt. Hann var sem betur fer felldur með um 95% atkvæða. Þá var annar og betri samningur gerður. Hann var enn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en með miklu minni mun. Í bókinni kemur fram að íslenska ríkið væri nú búið að greiða út 110 milljarða króna ef Icesave 1 hefði verið samþykktur eins og hann var lagður fyrir. Fjárlögin eru samtals upp á tæpa 500 ma. króna. Ég ætla ekki að fjölyrða um einstök málsatvik í þessu máli en það er afar fróðlegt að hafa svo greinargott yfirlit um það í þessari bók. Það má þó fullyrða að tíminn hefur heldur betur unnið með Íslendingum í þessu máli. Bæði hefur það komið í ljós í fjölmörgum löndum að innistæðutryggingasjóðir landanna geta hvergi staðið undir hlutverki sínu ef bankakerfið riðar til falls. Því var sú staða alls ekki einstæð fyrir Ísland og í raun fáheyrður ruddaháttur að ætlast til þess íslenska þjóðin stæði skil á skuldum óreiðumanna. Það er afar fróðlegt í þessu sambandi að rifja upp rök þeirra sem mæltu hvað ákafast með samþykkt samningsins. Það er eins og menn hafi ekki haft neina tilfinningu fyrir þeim fjárhæðum sem voru í spilinu né hvaða áhrif það hefði ef þær væru teknar út úr hagkerfinu. Meir að segja átti gengi krónunnar að styrkjast ef gríðarlegar skuldbindingar til viðbótar yrðu lagðar á herðar ríkisins.

Ég las einnig aðra bók um helgina og um ánægjulegra efni. Það er bókin "Sú kemur tíð.." sem er æfiminningar Kristjáns Þórðarsonar á Breiðalæk á Barðaströnd. Ég hafði lesið hana áður en fannst tilvalið að renna yfir hana aftur. Ég þekkti Kristján ágætlega og margt hans fólk þegar ég bjó heima fyrir vestan. Breiðilækur er í næsta hreppi fyrir innan Rauðasand eða inni á Barðaströnd. Saga Kristjáns er gott dæmi um lífsbaráttu þess fólks sem valdi ekki auðveldu leiðina heldur lagði allt undir til að efla sveitina sína og láta gott af sér leiða. Kristján og Valgerður kona hans voru á þrítugsaldri þegar þau fengu úthlutað landi til að byggja nýbýli á upp úr 1950. Í sjálfu sér hefði það verið miklu auðveldara að flytja í þéttbýlið, kaupa sér hús og fá sér fasta atvinnu sem var allstaðar þá að finna fyrir duglegt fólk. Þess í stað hófust þau handa við að rækta og byggja jörðina upp frá grunni, því það voru engin mannvirki til staðar á landinu sem nýbýlið skyldi reist á. Það er ekki átakalaust að rækta tún, koma upp bústofni, byggja hús og kaupa vélar. Þetta var ekki allt tekið út með sældinni því ýmis áföll urðu á þessari vegferð s.s. hús- og heybruni, kalár og riðuveiki. Að byggja upp jörðina hefði nú einhverjum þótt vera ágætt dagsverk en það var öðru nær. Kristján var gríðarlega öflugur félagsmálamaður og bókin fjallar um tvennt annað til viðbótar við búskaparsöguna. Það er baráttan fyrir framfaramálun innan hreppsins svo og félagsmálastörf á héraðsvísu. Í hreppnum var það uppbygging skólastarfs í sveitinni, bygging grunnskólans, félagsheimilisins, sundlaugarinnar, iðnaðarhúsnæðis, íbúða, barátta fyrir möguleikum á mjólkursölu, oddvitastarf, ungmennafélagið og ég veit ekki hvað það var sem lenti ekki á herðum Kristjáns. Á héraðsvísu var það mjólkursamlagið, sláturhúsið, ræktunarsambandið, sparisjóðsmál, kaupfélagið, og fleiri og fleiri mál þar sem hann var virkur þátttakandi. Yfirleitt lentu stjórnarstörf á hans herðum og oftar en ekki formennskan. Alltaf var drifkrafturinn sá sami, að vinna sveitinni sinni og héraðinu gagn. Þessi bók lýsir einnig ágætlega þeirri gríðarlegu byltingu sem varð víða í sveitum landsins á þessum árum. Fólk braust úr næstum því allsleysi og erfiði yfir í að geta séð fyrir sér og sínum við góðar aðstæður og veitt sér margt það sem óhugsandi hafði verið talið þar áður. Þegar menn keyra nú vestur Barðaströnd eftir fínum vegi þá gefur að líta húsin á Breiðalæk fyrir ofan veg um miðja Ströndina. Vel setin, vel hýst og snyrtileg jörð. Ég veit að það gustar oft um þá sem taka að sér forystu í ýmsum málum. Sú ganga er ekki alltaf auðveld. Því finnst mér það vera einn höfuðkostur bókarinnar og frásagnarinnar hvað Kristján er umtalsgóður um allt og alla. Hann lítur sáttur um öxl og sér að það hefur margt ánægjulegt áunnist á langri ævi.