Fór niður í Laugar í gær og í dag. Það er allt í fínu lagi, tek bæði álagsæfingar ala Ívar og er að auka hraðann á brettinu. Hef verið að hækka hraðann um 0,2 km í hvert skipti sem ég hef farið á brettið. Ætla að sjá hvað ég verð kominn hátt upp í vor. Ætla að taka inniæfingar út vikuna en svo verður farið út. Hef reynt að vera skynsamur til að láta flensuna ekki snúa mig niður aftur því maður heyrir af mörgum sem slær niður og það er helmingi verra því þá er maður svo linur eftir fyrsta hvellinn.
Ég heyri að það séu margir hugsi eftir landsfund VG. Netlögga í stíl Big Brother, afnám lýðræðisins með stjórnarskrárbreytingum um ákvæði um jafnan hlut karla og kvenna á Alþingi og miklar skattahækkanir. Er nema von að fólk staldri við.
Ætli stjórnmálamönnum hafi ekki brugðið í brún þegar bændasamtökin létu undan meintum þrýstingi og ráku ráðstefnuna umtöluðu af höndum sér. Ætli þeir hafi nokkuð búist við að þetta gengi svona langt? Líklega hafa menn haldið að umræðan myndi ekki ná lengra en að nokkrar hræður myndu norpa á Hagatorginu með spjöld. Þetta er náttúrulega svakalegt þegar stjórnmálamenn til þings og sveitarstjórna eru farnir að hafa afskipti af gestum hótela "af því að mér líkar ekki við það sem þeir gera". Hvar endar þetta rugl? Á eitthvað bókstafstrúarblogglið að fara að stjórna landinu? Ef að sú verður raunin er gott að hafa í önnur hús að venda.
Ruglið virðist vera endalaust. Nýlega skrifar Mogginn forystugrein um að það verði að útrýma fátækt og það strax. Greinarhöfundur er meir að segja búinn að finna mann í verkið, frænda minn Ögmund Jónasson. Það er eins og fólki sé ekki sjálfrátt. Fátækt verður aldrei útrýmt, hvorki úr þessu þjóðfélagi eða öðrum. Það er ekki flóknara en svo. Það er hins vegar hægt að hafa öryggiskerfið misjafnlega þétt og þar verða stjórnvöld að finna eðlilegan meðalveg. Ekki of stórmöskva en ekki heldur of smáriðið. Ef öryggiskerfið er of gott þá virkar það vinnufælandi eins og raunin er orðin á Norðurlöndunum og í ákveðnum löndum niður í Evrópu.
Fyrir skömmu skrifaði Mogginn forystugrein að fólk verði að fá að kjósa um hvaða laun eigi að borga kennurum og stilla útsvarið eftir því. Það er allt í lagi að blaðamenn leiki jólasveina á góðum stundum en það er verra þegar jólasveinar halda að þeir séu blaðamenn.
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
sunnudagur, febrúar 25, 2007
Nú held ég að þetta sé að verða nokkuð gott, ætla að taka prufu niðri í Laugum á morgun. Hálfur mánuður farinn í vaskinn en það hefði getað verið verra.
Sá að norðmenn halda svokallaðan maraþonkarúsell yfir veturinn. Það er mánaðarleg hlaupasería fyrir hálfmaraþon og maraþonhlaupara, svona eins og poweratehlaupið. Annað hlaupið í þessari seríu var haldið nú á helginni. Helge Hafsas vann á 2.41 þrátt fyrir að það væri kalt og hluti brautarinnar ísilagður. Hlaupið er hringhlaup á íþróttavelli að hluta til.
Rakst á athyglisvert viðtal við Scott Jurek. Slóðin fylgir hér með fyrir áhugasama. Scott er einn mesti afreksmaður í ultrahlaupum í heiminum og því athyglisvert að skyggnast bak við tjöldin hjá honum. Slóðin er hér:
www.eliterunning.com/features/54/
Sá ágætis statement um daginn:
You don't have to be crazy to run an ultramarathon. You just have to be ready.
Þetta er nefnilega málið.
Sá að norðmenn halda svokallaðan maraþonkarúsell yfir veturinn. Það er mánaðarleg hlaupasería fyrir hálfmaraþon og maraþonhlaupara, svona eins og poweratehlaupið. Annað hlaupið í þessari seríu var haldið nú á helginni. Helge Hafsas vann á 2.41 þrátt fyrir að það væri kalt og hluti brautarinnar ísilagður. Hlaupið er hringhlaup á íþróttavelli að hluta til.
Rakst á athyglisvert viðtal við Scott Jurek. Slóðin fylgir hér með fyrir áhugasama. Scott er einn mesti afreksmaður í ultrahlaupum í heiminum og því athyglisvert að skyggnast bak við tjöldin hjá honum. Slóðin er hér:
www.eliterunning.com/features/54/
Sá ágætis statement um daginn:
You don't have to be crazy to run an ultramarathon. You just have to be ready.
Þetta er nefnilega málið.
föstudagur, febrúar 23, 2007
Maður er heldur að hjarna við. Ætli það verði ekki reynt að fara að hlaupa upp úr helgi. Þetta er orðið alveg nóg.
Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég er búinn að þurrka það sem ég hef skrifað nokkuð oft út því maður er hræddur um að segja eitthvað sem betur væri ósagt. Hvað er að gerast? Eru einhverjir öfgafullir atvinnubloggarar farnir að skilgreina sig sem þjóðina. Blaðamannaliðið á Mogganum lítur alla vega svo á. Ætlar borgarstjórnin í Reykjavík og alþingismenn að fara að renna yfir gestalista hótela í framtíðinni og leggja mat á hvort þeir sem áhuga hafa á að koma til landsins séu æskilegir eða ekki, ekki vegna þess hvort þeir hafi drýgt glæpi eða ekki heldur vegna þess "af því bara" og " mér finnst" o.s.frv. Svo æðir frambjóðandi til Alþingis fram og segir "Valdið til fólksins". Er þetta það sem við viljum að einhverjir hysterískir einstaklingar sitji við tölvuna og bloggi sig sárhenta og séu með þeim hætti orðinn valdfaktor í samfélaginu. Það er ekkert nýtt að almenningur veiti stjórnmálamönnum aðhald hvað varðar siðferði og framgöngu, en þegar þetta er farið að færast yfir á þau svið sem maður hefur orðið vitni að að undanförnu þá gegnir öðru máli. Ætla menn nú ekki að hreinsa klámið út úr öllum verslunum, banna þess eðlis blöð og myndir o.s.frv. Verða þeir kaupmenn sem hafa slíkan varning á böðstólum eltir uppi og þeim velt upp úr fiðri og tjöru ef til þeirra næst. Ég man ekki betur en rás 90 á Digital Ísland sé blá adult stöð. Á ekki að ráðast næst á 365? Hvað með útihátíðarnar um verslunarmannahelgarnar þar sem nær því árvisst er að einhverri stúlku er nauðgað. Ætla menn bara að kaupa sér hvíta samvisku með því að útdeila bolum og frisbydiskum með einhverjum áletrunum. Mjög líklega.
Þegar búið er að segja A verður líka að segja B. Maður verður alla vega að gera kröfu til að ábyrgir stjórnmálamenn átti sig á því.
Maður sá dæmi um svona massahysteríu í þáttunum um Kína um daginn þegar skríllinn sem Maó sigaði á þjóðina æddi um og dró alla fyrir dómstól götunnar sem féllu ekki undir hina einu sönnu hugsun. Það er líklega þetta sem við viljum. Nútíma galdraveiðar. Forræðishyggjan er engurm takmörkunum háð hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar. Maður heyrir í fréttum að VG ætli að samþykkja á landsfundi sínum að það eigi að lögbinda það að jafnt kynjahlutfall sé í stjórnum fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem ekki vilja gangast undir það geti þá líklega bara hypjað sig úr landi. Áran verður að vera hrein. Mér er einfaldlega spurn. Hvað kemur einhverju fólki við Austurvöll það við hverja ég vildi hafa í stjórn míns fyrirtækis með mér ef ég hefði það góða viðskiptahugmynd eða ætti nóg af peningum til að stofna til rekstrar. Að mínu mati kæmi þeim það bara ekki nokkurn hlut við. Bara alls ekkert. Þetta forsjárhyggjulið er á annarri skoðun. Það er þess fullvist að það viti betur hvað mér er fyrir bestu með minn rekstur. Mér finnt að menn verði að fara að horfa á alvöru málsins ef svona stjórnarfar á að að verða við lýði hérlendis á næstu árum. Godbevares.
Nú eru vafalaust einhverjir sem segja að maður styði barnaníð, nauðganir, mannsal og sé kvenhatari af því maður kóar ekki með og slæst án umhugsunar í blaðurkórinn. Það verður þá bara að hafa það. Maður getur ekki annað en gengið út frá ákveðnum grundvallarsjónarmiðum í svona málum sem ekki er hægt að hvika frá. Vingulsskapur og heigulsháttur stjórnmálamanna í þessu Hótel Sögumáli er með ólíkindum, hreinum ólíkindum.
Ég veit ekki hvað maður á að segja. Ég er búinn að þurrka það sem ég hef skrifað nokkuð oft út því maður er hræddur um að segja eitthvað sem betur væri ósagt. Hvað er að gerast? Eru einhverjir öfgafullir atvinnubloggarar farnir að skilgreina sig sem þjóðina. Blaðamannaliðið á Mogganum lítur alla vega svo á. Ætlar borgarstjórnin í Reykjavík og alþingismenn að fara að renna yfir gestalista hótela í framtíðinni og leggja mat á hvort þeir sem áhuga hafa á að koma til landsins séu æskilegir eða ekki, ekki vegna þess hvort þeir hafi drýgt glæpi eða ekki heldur vegna þess "af því bara" og " mér finnst" o.s.frv. Svo æðir frambjóðandi til Alþingis fram og segir "Valdið til fólksins". Er þetta það sem við viljum að einhverjir hysterískir einstaklingar sitji við tölvuna og bloggi sig sárhenta og séu með þeim hætti orðinn valdfaktor í samfélaginu. Það er ekkert nýtt að almenningur veiti stjórnmálamönnum aðhald hvað varðar siðferði og framgöngu, en þegar þetta er farið að færast yfir á þau svið sem maður hefur orðið vitni að að undanförnu þá gegnir öðru máli. Ætla menn nú ekki að hreinsa klámið út úr öllum verslunum, banna þess eðlis blöð og myndir o.s.frv. Verða þeir kaupmenn sem hafa slíkan varning á böðstólum eltir uppi og þeim velt upp úr fiðri og tjöru ef til þeirra næst. Ég man ekki betur en rás 90 á Digital Ísland sé blá adult stöð. Á ekki að ráðast næst á 365? Hvað með útihátíðarnar um verslunarmannahelgarnar þar sem nær því árvisst er að einhverri stúlku er nauðgað. Ætla menn bara að kaupa sér hvíta samvisku með því að útdeila bolum og frisbydiskum með einhverjum áletrunum. Mjög líklega.
Þegar búið er að segja A verður líka að segja B. Maður verður alla vega að gera kröfu til að ábyrgir stjórnmálamenn átti sig á því.
Maður sá dæmi um svona massahysteríu í þáttunum um Kína um daginn þegar skríllinn sem Maó sigaði á þjóðina æddi um og dró alla fyrir dómstól götunnar sem féllu ekki undir hina einu sönnu hugsun. Það er líklega þetta sem við viljum. Nútíma galdraveiðar. Forræðishyggjan er engurm takmörkunum háð hjá ákveðnum hluta þjóðarinnar. Maður heyrir í fréttum að VG ætli að samþykkja á landsfundi sínum að það eigi að lögbinda það að jafnt kynjahlutfall sé í stjórnum fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem ekki vilja gangast undir það geti þá líklega bara hypjað sig úr landi. Áran verður að vera hrein. Mér er einfaldlega spurn. Hvað kemur einhverju fólki við Austurvöll það við hverja ég vildi hafa í stjórn míns fyrirtækis með mér ef ég hefði það góða viðskiptahugmynd eða ætti nóg af peningum til að stofna til rekstrar. Að mínu mati kæmi þeim það bara ekki nokkurn hlut við. Bara alls ekkert. Þetta forsjárhyggjulið er á annarri skoðun. Það er þess fullvist að það viti betur hvað mér er fyrir bestu með minn rekstur. Mér finnt að menn verði að fara að horfa á alvöru málsins ef svona stjórnarfar á að að verða við lýði hérlendis á næstu árum. Godbevares.
Nú eru vafalaust einhverjir sem segja að maður styði barnaníð, nauðganir, mannsal og sé kvenhatari af því maður kóar ekki með og slæst án umhugsunar í blaðurkórinn. Það verður þá bara að hafa það. Maður getur ekki annað en gengið út frá ákveðnum grundvallarsjónarmiðum í svona málum sem ekki er hægt að hvika frá. Vingulsskapur og heigulsháttur stjórnmálamanna í þessu Hótel Sögumáli er með ólíkindum, hreinum ólíkindum.
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Þegar maður liggur heima í pest en er ekki sárþjáður en hefur kannski ekki orku í að lesa mikið þá er auðvelt að láta tímann líða með því að horfa á bíómyndir. Það gerði ég svikalaust í síðustu viku. Það voru ýmsar ágætar myndir á Stöð 2 Bíó sem maður hefur vanalega ekki tíma eða áhuga á að horfa á. Ein af þeim sem ég horfði á var myndin "Not with out my daughter". Myndin er gerð eftir frásögn bandarískrar konu sem fluttist til Íran með írönskum manni sínum sem hún hafði kynnst og gifst þegar hann stundaði læknisnám í Bandaríkjunum. Það var óhuggulegt að sjá þá breytingu sem varð á manninum þegar hann fluttist í heimahagana og trúarstraumarnir tóku að ráða lífi þeirra. Eins og margir vita þá endaði þessi frásögn með dramatískum flótta frá Íran í gegnum Tyrkland, Kúrdistan og yfir til Pakistan það ég best veit. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það hefur verið fyrir konuna að uppgötva það að hún var orðinn fangi við framandi og ókynnar aðstæður. Trúarofstæki er af hinu verra hvar sem það birtist. Þegar konurnar hentu sér yfir hana öskrandi og æpandi vegna þess að það sást hár undan höfuðklútnum sýndi manni hverslags samfélag er þarna til staðar. Umburðarlyndi og skilningur, þau orð eru ekki til í orðabókinni. Það eru viðhorf af þessum toga sem við eigum að standa vörð um að nái ekki fótfestu hérlendis. Menn hafa næg dæmi þess í nálægum löndum til hvers það hefur leitt.
Að undanförnu hefur staðið yfir mikil umræða út af einhverri hvataferð sem hefur pantað gistingu á Hótel Sögu í byrjun mars. Feministafélagið er eins og vanalega komið upp á afturlappirnar og talar um mannsal, nauðganir og barnaníð. Síðan er það eins og vanalega þegar til rökræðunnar kemur þá stendur ekki steinn fyrir steini hjá þeim. Sveinn Andri lögfræðingur kláraði þessa umræðu snyrtilega í Kastljósinu í gær. Rök andmælandans voru fyrst og fremst "af því bara" og "mér finnst". Væri ég meðlimur í Feministafélaginu þa væri ég svolítið hugsi yfir því hvað málflutningur þeirra hefur skapað marga andstæðinga við málstað þeirra eins og kmeur í ljós í þeirri umrðu sem er að finna á bloggsíðum þessa dagana. Það er oft hollt að líta í eigin barm ef erfiðlega gengur að ná settum markmiðum.
Að undanförnu hefur staðið yfir mikil umræða út af einhverri hvataferð sem hefur pantað gistingu á Hótel Sögu í byrjun mars. Feministafélagið er eins og vanalega komið upp á afturlappirnar og talar um mannsal, nauðganir og barnaníð. Síðan er það eins og vanalega þegar til rökræðunnar kemur þá stendur ekki steinn fyrir steini hjá þeim. Sveinn Andri lögfræðingur kláraði þessa umræðu snyrtilega í Kastljósinu í gær. Rök andmælandans voru fyrst og fremst "af því bara" og "mér finnst". Væri ég meðlimur í Feministafélaginu þa væri ég svolítið hugsi yfir því hvað málflutningur þeirra hefur skapað marga andstæðinga við málstað þeirra eins og kmeur í ljós í þeirri umrðu sem er að finna á bloggsíðum þessa dagana. Það er oft hollt að líta í eigin barm ef erfiðlega gengur að ná settum markmiðum.
laugardagur, febrúar 17, 2007
Þetta gengur heldur hægt, vonir standa til að maður verði fær í vinnuna eftir helgi en það er ekki öruggt. Skrítið hvernig flensan grípur einn heljartökum en lætur aðra í friði. Það er svo sem ágætt að það sé ég ekki væri það betra að það væri einhver annar. Margt sem maður ætlaði að gera á þessum dögum mun frestast en þetta hefst einhvern veginn.
Hóf smá tilraun um daginn. Ég hafði verið með bólgu efst upp við mjaðmarkúluna hægra megin um hríð, ekkert sem plagaði mig en ég vissi vel af þessu. Það var alltaf verkur eða seyðingur. Svo fór ég að hugsa um að þetta væri akkúrat undir gemsanum en hann hangir yfirleitt í beltinu á þessum stað, bæði í vinnunni og utan hennar. Ákvað að prufa að hafa hann bara í vasanum í staðinn og láta hann liggja á borðinu í vinnunni og heima í stað þess að hafa hann í beltinu. Síðan eru liðnar þrjár vikur og verkurinn er horfinn. Ekkert annað hefur gerst. Mér hefur svo sem dottið þetta í hug fyrr að þetta stöðuga geislaáreiti sem skrokkurinn hlýtur að vera fyrir ef maður er með gemsann hangandi á sér dag út og dag inn geti ekki verið hollt. Umræða um geislaáhrif gemsanna er engin hérna miðað við það sem maður sér í Skandinavíu. Ætli það sé ekki vegna þess að það séu svo mikil kross eignatengsl á milli þeirra fyrirtækja sem eiga símafyrirtækin og þeirra sem eiga fjölmiðlana að blaðamannagreyin hafi ekki frjálsar hendur um að fjalla um þessa hlið mála eins og kollegar þeirra á öðrum norðurlandanna.
Euroivision kláraðist í kvöld. Eina lagið sem hefur eitthvað að gera í keppnina vann sem betur fer. Kynþokkafyllsta kona landsins var jafn tilgerðarleg og gerfileg eins og fyrri kvöldin. Þessar sjálfhverfu kynþokkafyllstueitthvað keppnir sem fjölmiðlar standa fyrir þar sem einn úr þeirra hópi verður alltaf sigurvegari eru svo sem ágætir samkvæmisleikir. Það sást í textavarpinu að eina konan sem settur var titill við var Jóhanna Eiríksdóttir hlaupari sem varð í öðru sæti (til hamingju Jóhanna). Það þurfti ekki að kynna hinar, þær voru svo frægar. Menn verða að taka sig saman og negla Bibbu á toppinn í einhverri svona keppni þegar hún er búin að taka Járnmanninn í sumar. Það gerist nú ekki betra. Come hell and high water.
Sá góða mynd í sjónvarpinu í gærkvöldi. Skólastjórinn. Myndin gerðist í London fyrir um tíu árum síðan þar sem skólastjóri sem komin var á eftirlaun var fengin til að taka að sér vandræðaskóla þar sem skólastjórinn hafði verið myrtur. Myndin var athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi kom í ljós hvað mikla þýðingu það hafði að hafa skýra stefnu og standa við hana. Í öðru lagi að setja sér viðráðanleg markmið og ná þeim. Í þriðja lagi kom vel fram hvað krökkunum féll vel við eðlilegan aga. Í fjóðra lagi var áhugavert að margir kennararnir vildu alveg eins hafa vandræðaástandið áfram því það gerði það að verkum að það voru í raun og veru engar skyldur á þeirra herðum og engar kröfur gerðar til þeirra. Eftir að nýi skólastjórinn kom ruglaðist þeirra tilvera því hann gerði einnig kröfur til kennaranna. Enda þótt myndin lýsi samfélagi sem er mjög langt frá því sem við þekkjum (skólagarðurinn læstur með hliði og varinn með gaddavír) þá er ýmislegt sem er vel þekkt hérlendis. Það er alþekkt að undirstaða góðs skólastarfs er góð skólastjórn. Skólar eru misjafnir. Það segir manni að þá er skólastjórnin mjög misjöfn. Það er alltaf talað um nemendurna að þeir séu til vandræða. Þeir eru greindir aftur á bak og áfram. Starfsfólkið er allt að því ósnertanlegt. Aðferðir þess og aðkoma eru sjaldnast greind ef mikil agavandamál eru í skólum, né skólaskipulagið. Maður þekkir ýmis dæmi þess að nemendur sem taldir eru óalandi og óferjandi í einum skóla gengur vel þegar þeir komast í annan skóla.
Horfði einnig á Dantes Peak í gær. Hún fjallar um þegar eldfjall í Bandaríkjunum sprakk í loft upp og lagði nærliggjandi þorp í eyði þegar eldgos braust út. Maður fór í þessu sambandi að hugsa um ruglið í Árna Johnsen um jarðgöng til eyja. Hvaða vitibornum manni getur dottið það í hug að leggja 20 km jarðgöng sem megin samgönguæð út í smá klettahólma sem er virkt eldfjall? Það gaus í Vestmannaeyjum árið 1973 eða fyrir 34 árum árum síðan. Þessi hugmynd er svo kreisí að það nær út yfir allan þjófabálk. Sem betur fer sagði samgönguráðherra í fréttum í gær að samgöngumál til Eyja væru bara ekkert á borði ÁJ. Forsvarsmenn vegagerðarinnar hafa ekki við að leiðrétta bullið í honum eftir að fjölmiðlar hafa leyft honum að þusa. Hvenær skyldu menn segja; Við nennum ekki að hlusta á þetta bull lengur?
Í Dantes Peak sagði eldfjallafræðingurinn sem varaði við hættunni af fjallinu en var ekki trúað að ef froskur væri settur í snarpheitt vatn þá stykki hann upp úr því til að bjarga sér. Ef hann aftur á móti væri settur í kalt vatn og það síðan hitað smám saman þá sæti froskurinn sem fastast þar til hann soðnaði. Mér sýnist ÁJ vera kyndarinn sem sé að reyna að hita vatnið hægt og rólega með því að endurtaka bullið nógu oft þangað til að það eru allir orðnir samdauna því og enda að lokum mauksoðnir.
Hóf smá tilraun um daginn. Ég hafði verið með bólgu efst upp við mjaðmarkúluna hægra megin um hríð, ekkert sem plagaði mig en ég vissi vel af þessu. Það var alltaf verkur eða seyðingur. Svo fór ég að hugsa um að þetta væri akkúrat undir gemsanum en hann hangir yfirleitt í beltinu á þessum stað, bæði í vinnunni og utan hennar. Ákvað að prufa að hafa hann bara í vasanum í staðinn og láta hann liggja á borðinu í vinnunni og heima í stað þess að hafa hann í beltinu. Síðan eru liðnar þrjár vikur og verkurinn er horfinn. Ekkert annað hefur gerst. Mér hefur svo sem dottið þetta í hug fyrr að þetta stöðuga geislaáreiti sem skrokkurinn hlýtur að vera fyrir ef maður er með gemsann hangandi á sér dag út og dag inn geti ekki verið hollt. Umræða um geislaáhrif gemsanna er engin hérna miðað við það sem maður sér í Skandinavíu. Ætli það sé ekki vegna þess að það séu svo mikil kross eignatengsl á milli þeirra fyrirtækja sem eiga símafyrirtækin og þeirra sem eiga fjölmiðlana að blaðamannagreyin hafi ekki frjálsar hendur um að fjalla um þessa hlið mála eins og kollegar þeirra á öðrum norðurlandanna.
Euroivision kláraðist í kvöld. Eina lagið sem hefur eitthvað að gera í keppnina vann sem betur fer. Kynþokkafyllsta kona landsins var jafn tilgerðarleg og gerfileg eins og fyrri kvöldin. Þessar sjálfhverfu kynþokkafyllstueitthvað keppnir sem fjölmiðlar standa fyrir þar sem einn úr þeirra hópi verður alltaf sigurvegari eru svo sem ágætir samkvæmisleikir. Það sást í textavarpinu að eina konan sem settur var titill við var Jóhanna Eiríksdóttir hlaupari sem varð í öðru sæti (til hamingju Jóhanna). Það þurfti ekki að kynna hinar, þær voru svo frægar. Menn verða að taka sig saman og negla Bibbu á toppinn í einhverri svona keppni þegar hún er búin að taka Járnmanninn í sumar. Það gerist nú ekki betra. Come hell and high water.
Sá góða mynd í sjónvarpinu í gærkvöldi. Skólastjórinn. Myndin gerðist í London fyrir um tíu árum síðan þar sem skólastjóri sem komin var á eftirlaun var fengin til að taka að sér vandræðaskóla þar sem skólastjórinn hafði verið myrtur. Myndin var athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi kom í ljós hvað mikla þýðingu það hafði að hafa skýra stefnu og standa við hana. Í öðru lagi að setja sér viðráðanleg markmið og ná þeim. Í þriðja lagi kom vel fram hvað krökkunum féll vel við eðlilegan aga. Í fjóðra lagi var áhugavert að margir kennararnir vildu alveg eins hafa vandræðaástandið áfram því það gerði það að verkum að það voru í raun og veru engar skyldur á þeirra herðum og engar kröfur gerðar til þeirra. Eftir að nýi skólastjórinn kom ruglaðist þeirra tilvera því hann gerði einnig kröfur til kennaranna. Enda þótt myndin lýsi samfélagi sem er mjög langt frá því sem við þekkjum (skólagarðurinn læstur með hliði og varinn með gaddavír) þá er ýmislegt sem er vel þekkt hérlendis. Það er alþekkt að undirstaða góðs skólastarfs er góð skólastjórn. Skólar eru misjafnir. Það segir manni að þá er skólastjórnin mjög misjöfn. Það er alltaf talað um nemendurna að þeir séu til vandræða. Þeir eru greindir aftur á bak og áfram. Starfsfólkið er allt að því ósnertanlegt. Aðferðir þess og aðkoma eru sjaldnast greind ef mikil agavandamál eru í skólum, né skólaskipulagið. Maður þekkir ýmis dæmi þess að nemendur sem taldir eru óalandi og óferjandi í einum skóla gengur vel þegar þeir komast í annan skóla.
Horfði einnig á Dantes Peak í gær. Hún fjallar um þegar eldfjall í Bandaríkjunum sprakk í loft upp og lagði nærliggjandi þorp í eyði þegar eldgos braust út. Maður fór í þessu sambandi að hugsa um ruglið í Árna Johnsen um jarðgöng til eyja. Hvaða vitibornum manni getur dottið það í hug að leggja 20 km jarðgöng sem megin samgönguæð út í smá klettahólma sem er virkt eldfjall? Það gaus í Vestmannaeyjum árið 1973 eða fyrir 34 árum árum síðan. Þessi hugmynd er svo kreisí að það nær út yfir allan þjófabálk. Sem betur fer sagði samgönguráðherra í fréttum í gær að samgöngumál til Eyja væru bara ekkert á borði ÁJ. Forsvarsmenn vegagerðarinnar hafa ekki við að leiðrétta bullið í honum eftir að fjölmiðlar hafa leyft honum að þusa. Hvenær skyldu menn segja; Við nennum ekki að hlusta á þetta bull lengur?
Í Dantes Peak sagði eldfjallafræðingurinn sem varaði við hættunni af fjallinu en var ekki trúað að ef froskur væri settur í snarpheitt vatn þá stykki hann upp úr því til að bjarga sér. Ef hann aftur á móti væri settur í kalt vatn og það síðan hitað smám saman þá sæti froskurinn sem fastast þar til hann soðnaði. Mér sýnist ÁJ vera kyndarinn sem sé að reyna að hita vatnið hægt og rólega með því að endurtaka bullið nógu oft þangað til að það eru allir orðnir samdauna því og enda að lokum mauksoðnir.
fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Vikan hefur verið heldur í þyngri kantinum. Flensan byrjaði að glíma við mig á mánudag og náði mér undir á þriðjudagskvöldið. Það er heldur nýtt fyrir mig því ég er einn að þeim heppnu eða hvað á maður að kalla það sem eru afar afar sjaldan veikir. Nú þýddi hins vegar ekkert annað en að snauta í bólið. María litla varð einnig fyrir barðinu á ehnni og gat því aðeins tekið þátt í fyrri deginum á Reykjavkurmóti unglinga í frjálsum en hún kom heim með þrjá peninga þaðan í gær. Vonandi verður hún orðin heil heilsu á sunnudag en þá bíður enn ein keppnin.
Þegar maður liggur svona heima þá hlustar maður á útvarpið og sérstaklega fréttir. Stundum hvarflar þó að manni hvernig fréttamatið er hjá þeim sem bera hið virðulega nafn fréttamaður. Hvaða fréttagildi hefur það að segja að saksóknari í Baugsmálinu hefði orðið eldrauður í framan þegar dómari stoppaði spurningar hans í réttarsal eins og var sagt frá í hádegisfréttum RÚV? Ekki nokkurt einasta að mínu mati. Væri ég fréttastjóri þá myndi ég leysa viðkomandi fréttamann frá þessu verki og setja hann í eitthvað sem hann ræður við svo sem að segja frá veðri og aflabrögðum fiskiskipa. Hann gæti þá til dæmis sagt frá því að einhver skipstjórinn hefði orðið eldrauður í framan þegar festi trollið í botni. Það er grunvallarkrafa sem maður verður að gera til starfsliiðsins á ríkisfjölmiðlinum að þeir gæti hlutleysis í umfjöllunum sínum. Ekki voru fréttirnar á Stöð 2 beysnar í kvöld. Önnur frétt voru gífuryrði stjórnarandstöðunnar um vaxtastig og verklagg bankanna, fullyrðingar án innistæðu eins og kom fram í kastljósinu í kvöld. Þá var það rökþrota og lágsigldur stjórnarandstöðuþingmaður sem mætti bankamanninum. Væri ég stjórnarandstæðingur á þingi myndi ég vitaskuld standa dag út og dag inn í þinginu og fullyrða nógu mikið í allar áttir því það er örugg leið að komast í fjölmiðla og fá athygli. Þriðja frétt hjá Stöð 2 var viðtal við Árna Johnsen sem fullyrti út og suður um jarðgöng til Eyja. Fullyrðingar eru ekki fréttir, þær eru ódýr leið til að fá athygli og fjölmiðlarnir eru nógu aumir til að dansa með. Síðan var önnur stóryrðaromsan úr þinginu útaf samgönguáætlun. Ekki frétt fyrir fimm aura heldur aðferð þingmanna til að ná athygli. Maður getur ekki annað en spurt sig hvort fréttastofa Stöðvar 2 hafi engan metnað eða eru faglegir burðir hennar ekki meiri en sást í kvöld. Þetta var hræðilegt í einu orði sagt.
Krípið Silvía Nótt er annað dæmi um vesaldóm fjölmiðla. Enn og aftur geri ég greinarmun á ríkisfjölmiðlinum og einkareknum stöðvum. Ég ræð hvort ég kaupi mér að gang að dagskrám þeirra en ríkið tekur pnienga úr mínum vösum til að greiða rekstur RÚV og ég hef ekkert um það að segja. Maður hélt satt að segja að þessi svokallaði brandari hefði kollsiglt sig í Eurovision í fyrra og manneskjan sjálf og þeir sem á bak við hana standa hefðu vit á því að segja nú skal det være nok. Nei aldeilis ekki. Það á að byrja á gömlu kúk og piss frösunum aftur. Sem betur fer sér maður að þessi endurkoma pirrar mjög marga og er bara vonandi að menn hreinsi sig af þessari óværu fyrr en síðar. Þegar menn í bjálfalegum oflátungshætti eru að segja að við höfum verið að gera grín að Eurovision í fyrra er ég hræddur um að það hafi ansi fáir skilið þetta sem brandara heldur tekið þetta sem hreinræktaðan aulahátt sem það vissulega var.
Þegar maður liggur svona heima þá hlustar maður á útvarpið og sérstaklega fréttir. Stundum hvarflar þó að manni hvernig fréttamatið er hjá þeim sem bera hið virðulega nafn fréttamaður. Hvaða fréttagildi hefur það að segja að saksóknari í Baugsmálinu hefði orðið eldrauður í framan þegar dómari stoppaði spurningar hans í réttarsal eins og var sagt frá í hádegisfréttum RÚV? Ekki nokkurt einasta að mínu mati. Væri ég fréttastjóri þá myndi ég leysa viðkomandi fréttamann frá þessu verki og setja hann í eitthvað sem hann ræður við svo sem að segja frá veðri og aflabrögðum fiskiskipa. Hann gæti þá til dæmis sagt frá því að einhver skipstjórinn hefði orðið eldrauður í framan þegar festi trollið í botni. Það er grunvallarkrafa sem maður verður að gera til starfsliiðsins á ríkisfjölmiðlinum að þeir gæti hlutleysis í umfjöllunum sínum. Ekki voru fréttirnar á Stöð 2 beysnar í kvöld. Önnur frétt voru gífuryrði stjórnarandstöðunnar um vaxtastig og verklagg bankanna, fullyrðingar án innistæðu eins og kom fram í kastljósinu í kvöld. Þá var það rökþrota og lágsigldur stjórnarandstöðuþingmaður sem mætti bankamanninum. Væri ég stjórnarandstæðingur á þingi myndi ég vitaskuld standa dag út og dag inn í þinginu og fullyrða nógu mikið í allar áttir því það er örugg leið að komast í fjölmiðla og fá athygli. Þriðja frétt hjá Stöð 2 var viðtal við Árna Johnsen sem fullyrti út og suður um jarðgöng til Eyja. Fullyrðingar eru ekki fréttir, þær eru ódýr leið til að fá athygli og fjölmiðlarnir eru nógu aumir til að dansa með. Síðan var önnur stóryrðaromsan úr þinginu útaf samgönguáætlun. Ekki frétt fyrir fimm aura heldur aðferð þingmanna til að ná athygli. Maður getur ekki annað en spurt sig hvort fréttastofa Stöðvar 2 hafi engan metnað eða eru faglegir burðir hennar ekki meiri en sást í kvöld. Þetta var hræðilegt í einu orði sagt.
Krípið Silvía Nótt er annað dæmi um vesaldóm fjölmiðla. Enn og aftur geri ég greinarmun á ríkisfjölmiðlinum og einkareknum stöðvum. Ég ræð hvort ég kaupi mér að gang að dagskrám þeirra en ríkið tekur pnienga úr mínum vösum til að greiða rekstur RÚV og ég hef ekkert um það að segja. Maður hélt satt að segja að þessi svokallaði brandari hefði kollsiglt sig í Eurovision í fyrra og manneskjan sjálf og þeir sem á bak við hana standa hefðu vit á því að segja nú skal det være nok. Nei aldeilis ekki. Það á að byrja á gömlu kúk og piss frösunum aftur. Sem betur fer sér maður að þessi endurkoma pirrar mjög marga og er bara vonandi að menn hreinsi sig af þessari óværu fyrr en síðar. Þegar menn í bjálfalegum oflátungshætti eru að segja að við höfum verið að gera grín að Eurovision í fyrra er ég hræddur um að það hafi ansi fáir skilið þetta sem brandara heldur tekið þetta sem hreinræktaðan aulahátt sem það vissulega var.
mánudagur, febrúar 12, 2007
laugardagur, febrúar 10, 2007
Fór út kl. 7.00 í morgun og byrjaði á Poweratehringnum. Hitti Jóa á brúnni og fórum vestur í bæ og svo ýmsar leiðir. Dagurinn endaði í 27 km. Fór niður í Laugar kl. 11.00 en María var að keppa þar í fyrsta sinn á meistaramóti Íslands í frjálsum. Hún var yngst keppenda en stóð sig vel í þeim greinum sem hún keppti í, var um miðjan hóp í langstökki og jafnaði sína bestu hæð í hástökki. Ég trúi að þetta sé ekki í síðasta sinn sem hún tekur þátt í þessu móti. Eva var mætt með þá litlu. Það þýðir ekki annað en að byrja snemma að venja börnin við. Ömmur þeirra Maríu eru hálfsystur þannig að þær eru þónokkrar frænkur.
KSÍ þingið var haldið í dag. Það hefur verið nokkrum hópi fólks hugleikið sem að öllum jafnaði hefur ekki verið áberandi í umræðu um fótbolta. Ástæðan var sú að ung kona bauð sig fram til formennsku í KSÍ ásamt fleirum. Nú er það góðra gjalda vert að fólk bjóði sig fram til starfa sem það er tilbúið að takast á við. Meðal annars bauð kona sig til fram stjórnarsetu í KSÍ sem hefur unnið lengi innan Þróttar og skilað þar mjög góðu starfi. Það verður hins vegar að ætlast til þess að fólk sem býður sig fram til formennsku í svo stórum og mikilvægum samtökum sem KSÍ er hafi á einhvern hátt sýnt það að það hafi einhverja burði til að valda verkefninu. Svo er ekki um þessa konu. Í hennar sívíi kemur fram að að hún hafi leikið knattspyrnu í yngri flokkunum og haft einhver afskipti af knattspyrnu meðal sígaunabarna í Rúmeníu en stjórnunarreynslu hefur hún enga. Hvaða bull er þetta? Getur fólk með slíkan bakgrunn ætlast til að það sé tekið alvarlega. Jú af sumum. Á bloggsíðum sá maður að það var eins og Messías hefði stigið fæti á jörðina, slík var hrifingin yfir þessu framtaki. Heill stjórnmálaflokkur ályktaði svo að KSÍ þingið skyldi kjósa hana til formennsku. Það minntist hins vegar einginn á konuna sem bauð sig fram til sjórnar KSÍ á grundvelli langrar og farsællar starfsreynslu innan fótbolta hreyfingarinnar. Hún skipti engu máli í hugum þeirra sem fóru með himinskautum út af formannskosningunni.
Ég hef gaman af fótbolta. Ég hef setið í stjórn knattspyrnudeildar og geri það raunar í dag. Ég fer oft á völlinn. Ég hef hins vegar ekki spilað í yngri eða eldri flokkum hjá neinu félagi. Ef ég hefði hins vegar lýst yfir framboði til formennsku í KSÍ hefðu líklega flestir haldið að ég væri orðinn létt geggjaður eða haldinn vægast sagt hömlulausri sýniþörf. Það hefði verið hlegið framan í mig og gert grín að mér á bakið. Hvers vegna? Jú vegna þess að það myndi virka þannig á flesta að það væri hreint idíódiskt að einhver nóboddí af götunni byði sig fram til formennsku í svo mikilvægum samtökum sem KSÍ. Mér hefði líklega verið bent á að byrja á því að leggja fram krafta mína í stjórn einhverrar knattspyrnudeildarinnar. Hvernig verða viðbrögðin aftur á móti þegar einhver kona sem hefur engan bakgrunn né nokkra reynslu af einu eða neinu innan knattspyrnuhreyfingarinnar býður sig fram í þetta embætti? Hún er hafin til skýjanna, ólíklegustu menn telja það vera slikt gæfuspor fyrir KSÍ að velja hana sem formann að það megi ekki láta svona tækifæri ganga sér úr greipum og ég veit ekki hvað? Hver er niðurstaðan? Þrjú atkvæði. Þremur of mikið. Ég á ekki von á öðru að þessi niðurstaða verði talin ein birtingarmynd karlasamsærisins sem hleypi konum ekki að áhrifastöðum. Nefnt hefur verið að á KSÍ þingi sitji 116 karlar og 7 konur og það talið dæmi um karlaveldið. Þar sem ég þekki til er oft erfitt að fá fólk til að taka að sér stjórnunarstörf innan knattspyrnuhreyfingarinanr. Þetta er erfitt starf, oft vanþakklátt og ábyrgðin mikil. Margir telja sig hafa annað betra að gera við frítímann en að gefa sig í þetta þar sem hver frí stund er upptekin yfir sumarmánuðina og oft betur. Það er því alveg öruggt mál að þeir sem hæst hafa látið að undanförnu um nauðsyn þess að koma konu til áhrifa innan knattspyrnuhreyfingarinnar geta fundið stjórnarsæti sem eru ekki föst á hendi ef eftir væri sótt. Jafnvel eru til sæti sem ekki hefur tekist að manna. Ég held að væri til góða að konum fjölgaði í stjórnum knattspyrnufélaga til að auka veg kvennafótboltans. Ég þekki mikinn fjölda af duglegum mömmum sem halda vel utan um starfið í yngri flokkunum. en að láta sér detta í hug að velja algerlega óreynda konu til formennsku í KSÍ er hins vegar svo vitlaust að það tekur engu tali. Ég held að því sem kallað er kvennabarátta sé gert meira ógagn en gagn með svona löguðu.
KSÍ þingið var haldið í dag. Það hefur verið nokkrum hópi fólks hugleikið sem að öllum jafnaði hefur ekki verið áberandi í umræðu um fótbolta. Ástæðan var sú að ung kona bauð sig fram til formennsku í KSÍ ásamt fleirum. Nú er það góðra gjalda vert að fólk bjóði sig fram til starfa sem það er tilbúið að takast á við. Meðal annars bauð kona sig til fram stjórnarsetu í KSÍ sem hefur unnið lengi innan Þróttar og skilað þar mjög góðu starfi. Það verður hins vegar að ætlast til þess að fólk sem býður sig fram til formennsku í svo stórum og mikilvægum samtökum sem KSÍ er hafi á einhvern hátt sýnt það að það hafi einhverja burði til að valda verkefninu. Svo er ekki um þessa konu. Í hennar sívíi kemur fram að að hún hafi leikið knattspyrnu í yngri flokkunum og haft einhver afskipti af knattspyrnu meðal sígaunabarna í Rúmeníu en stjórnunarreynslu hefur hún enga. Hvaða bull er þetta? Getur fólk með slíkan bakgrunn ætlast til að það sé tekið alvarlega. Jú af sumum. Á bloggsíðum sá maður að það var eins og Messías hefði stigið fæti á jörðina, slík var hrifingin yfir þessu framtaki. Heill stjórnmálaflokkur ályktaði svo að KSÍ þingið skyldi kjósa hana til formennsku. Það minntist hins vegar einginn á konuna sem bauð sig fram til sjórnar KSÍ á grundvelli langrar og farsællar starfsreynslu innan fótbolta hreyfingarinnar. Hún skipti engu máli í hugum þeirra sem fóru með himinskautum út af formannskosningunni.
Ég hef gaman af fótbolta. Ég hef setið í stjórn knattspyrnudeildar og geri það raunar í dag. Ég fer oft á völlinn. Ég hef hins vegar ekki spilað í yngri eða eldri flokkum hjá neinu félagi. Ef ég hefði hins vegar lýst yfir framboði til formennsku í KSÍ hefðu líklega flestir haldið að ég væri orðinn létt geggjaður eða haldinn vægast sagt hömlulausri sýniþörf. Það hefði verið hlegið framan í mig og gert grín að mér á bakið. Hvers vegna? Jú vegna þess að það myndi virka þannig á flesta að það væri hreint idíódiskt að einhver nóboddí af götunni byði sig fram til formennsku í svo mikilvægum samtökum sem KSÍ. Mér hefði líklega verið bent á að byrja á því að leggja fram krafta mína í stjórn einhverrar knattspyrnudeildarinnar. Hvernig verða viðbrögðin aftur á móti þegar einhver kona sem hefur engan bakgrunn né nokkra reynslu af einu eða neinu innan knattspyrnuhreyfingarinnar býður sig fram í þetta embætti? Hún er hafin til skýjanna, ólíklegustu menn telja það vera slikt gæfuspor fyrir KSÍ að velja hana sem formann að það megi ekki láta svona tækifæri ganga sér úr greipum og ég veit ekki hvað? Hver er niðurstaðan? Þrjú atkvæði. Þremur of mikið. Ég á ekki von á öðru að þessi niðurstaða verði talin ein birtingarmynd karlasamsærisins sem hleypi konum ekki að áhrifastöðum. Nefnt hefur verið að á KSÍ þingi sitji 116 karlar og 7 konur og það talið dæmi um karlaveldið. Þar sem ég þekki til er oft erfitt að fá fólk til að taka að sér stjórnunarstörf innan knattspyrnuhreyfingarinanr. Þetta er erfitt starf, oft vanþakklátt og ábyrgðin mikil. Margir telja sig hafa annað betra að gera við frítímann en að gefa sig í þetta þar sem hver frí stund er upptekin yfir sumarmánuðina og oft betur. Það er því alveg öruggt mál að þeir sem hæst hafa látið að undanförnu um nauðsyn þess að koma konu til áhrifa innan knattspyrnuhreyfingarinnar geta fundið stjórnarsæti sem eru ekki föst á hendi ef eftir væri sótt. Jafnvel eru til sæti sem ekki hefur tekist að manna. Ég held að væri til góða að konum fjölgaði í stjórnum knattspyrnufélaga til að auka veg kvennafótboltans. Ég þekki mikinn fjölda af duglegum mömmum sem halda vel utan um starfið í yngri flokkunum. en að láta sér detta í hug að velja algerlega óreynda konu til formennsku í KSÍ er hins vegar svo vitlaust að það tekur engu tali. Ég held að því sem kallað er kvennabarátta sé gert meira ógagn en gagn með svona löguðu.
fimmtudagur, febrúar 08, 2007
Hitti Ívar niðri í Laugum í gær. hann benti mér á góða æfingu. Stilla brettið á mesta halla og taka síðan strikið á 6.0 - 6.5 og halda því í klukkutíma. Hann sagði að ef ég svitnaði ekki meir á þessi en nokkru öðru sem ég hef prófað þá væri hann illa svikinn. Ég tók svona æfingu í dag. Að vísu var ég bara í 20 mín en sama var, svitinn rann af manni í stríðum straumum. Samt virkar æfingin ekki erfið. Spennandi að takast á við hana á næstunni.
Hvernig er samræmi í dómum hérlendis. Það var verið að tala nýlega um kynferðisafbrot gagnvart konum. Ofbeldi gagnvart körlum er varla fréttaefni. Sextán ára vanheill drengur var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í bakið í sumar að sögn í þeim tilgangi að drepa hann. Tveir tæplega tvítugir menn voru hins vegnar nýlega dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi, þarf af þrjá mánuði óskilorðsbundna fyrir að ræna manni af heimili sínu, keyra með hann upp að Vífilsstöðum, berja hann þar í klessu, troða honum í sklottið á bílnum og keyra með hann upp í Heiðmörk, berja hann þar aftur í klessu, berja höfði hans margsinnis niður í veginn, sparka í hann og hoppa á honum og skilja hann svo eftir. Ef hestamaður hefði ekki fundið þann slasaða hefði hann drepist því honum höfðu verið veittir lífshættulegir skaðar. Dómurinn var mildaður vegna ungs aldurs viðkomandi glæpamanna. Sá sem keyrði bílinn slapp alveg við fangelsisvist og fékk einhverja skilorðsbundna refsingu. Hvar er samhengið í þessum dómum? Ég sé það ekki.
Hvernig er samræmi í dómum hérlendis. Það var verið að tala nýlega um kynferðisafbrot gagnvart konum. Ofbeldi gagnvart körlum er varla fréttaefni. Sextán ára vanheill drengur var í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að stinga mann með hnífi í bakið í sumar að sögn í þeim tilgangi að drepa hann. Tveir tæplega tvítugir menn voru hins vegnar nýlega dæmdir í eins og hálfs árs fangelsi, þarf af þrjá mánuði óskilorðsbundna fyrir að ræna manni af heimili sínu, keyra með hann upp að Vífilsstöðum, berja hann þar í klessu, troða honum í sklottið á bílnum og keyra með hann upp í Heiðmörk, berja hann þar aftur í klessu, berja höfði hans margsinnis niður í veginn, sparka í hann og hoppa á honum og skilja hann svo eftir. Ef hestamaður hefði ekki fundið þann slasaða hefði hann drepist því honum höfðu verið veittir lífshættulegir skaðar. Dómurinn var mildaður vegna ungs aldurs viðkomandi glæpamanna. Sá sem keyrði bílinn slapp alveg við fangelsisvist og fékk einhverja skilorðsbundna refsingu. Hvar er samhengið í þessum dómum? Ég sé það ekki.
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Fór á mjög skemmtilegan fyrirlestur hjá Ásgeiri Jónssyni fjallgöngumanni og Ironman í gærkvöldi. Ásgeir fór yfir þær breytingar sem hafa orðið hjá honum á síðustu tveimur árum sem hann byggir aðallega á breyttu mataræði. Hjá honum komu margar góðar hugmyndir fram sem maður þarf að vinna úr. Hann ætlar að setja glærurnar inn á síðuna sína www.aj.is. Mæli með því að skoða þær.
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Breiðavíkurdrengina á spjallvefjum í gær. Fólk var slegið, sjokkerað og fullt reiði yfir að sjá hvernig farið hafði verið með börn hér á árum áður. Þó voru til nokkrar undantekningar hjá þeim sem fara mest í bloggsíðusamfélaginu. Talskona Feministafélagsins eyddi deginum í að telja hve oft væri minnst á hana persónulega í Fréttablaðinu. Annar mikilvirkur feministaspjallari taldi upp allt það skemmtilega sem hún hafði gert yfir daginn. Sú þriðja minntist á Breiðuvíkurumfjöllina en fannst það ver af stað farið en heima setið hjá sjónvarpinu að bera svona efni á borð fyrir fólk því fólk tæki sjónvarpsefni sem skemmtiefni. Mér til ánægju sá ég víða að fólk er ekki hrifið af málflutningi þeirra úr Feministafélaginu og fannst þögn þeirra sláandi. Það er gott að vita að maður sé ekki einn á báti í þeim efnum.
Sá samræður tveggja lögfræðinga í Kastljósi í gærkvöldi um þessi mál og fleiri þeim tengd. Meðal annars var rætt um refsingar við kynferðisafbrotum. Atli Gíslason lögfræðingur var á þerri skoðun að refsiramminn væri ekki nýttur sem skyldi því kynferðisafbrot „gegn börnum og konum“ væru afbrot sem kæmust næst mannsmorði. Maður spyr sig hvað með karlana? Eru þeir aldrei beittir kynferðislegu ofbeldi, eða er það metið á öðrum skala í huga þessa manns. Menn sem svona tala eru varla marktækir í þessum efnum í mínum huga.
Ég hef séð niðurstöður kannana sem sýna að það séu fleiri strákar á framhaldsskólaaldri en stelpur sem selja sig.
Blaðamenn. Það er voðalega auðvelt að kalla það umfjöllun um mál að skrifa niður sem einhverjir þingmenn segja en blaðamennska er það ekki. Blaðamenn hafa nefnilega miklar skyldur við samfélagið. Þeir eiga að gæta þess að stjórnmálamenn komist ekki upp með að ýta hlutum frá sér og láta þá liggja heldur að halda þeim við efnið. Því er það vægt sagt aumkunarverð vinnubrögð dagblaða að láta það nægja að labba niður á Alþingi og endurrita ræður þingmanna á atkvæðaveiðum þegar svona mál er í umfjöllun í samfélaginu.
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um Breiðavíkurdrengina á spjallvefjum í gær. Fólk var slegið, sjokkerað og fullt reiði yfir að sjá hvernig farið hafði verið með börn hér á árum áður. Þó voru til nokkrar undantekningar hjá þeim sem fara mest í bloggsíðusamfélaginu. Talskona Feministafélagsins eyddi deginum í að telja hve oft væri minnst á hana persónulega í Fréttablaðinu. Annar mikilvirkur feministaspjallari taldi upp allt það skemmtilega sem hún hafði gert yfir daginn. Sú þriðja minntist á Breiðuvíkurumfjöllina en fannst það ver af stað farið en heima setið hjá sjónvarpinu að bera svona efni á borð fyrir fólk því fólk tæki sjónvarpsefni sem skemmtiefni. Mér til ánægju sá ég víða að fólk er ekki hrifið af málflutningi þeirra úr Feministafélaginu og fannst þögn þeirra sláandi. Það er gott að vita að maður sé ekki einn á báti í þeim efnum.
Sá samræður tveggja lögfræðinga í Kastljósi í gærkvöldi um þessi mál og fleiri þeim tengd. Meðal annars var rætt um refsingar við kynferðisafbrotum. Atli Gíslason lögfræðingur var á þerri skoðun að refsiramminn væri ekki nýttur sem skyldi því kynferðisafbrot „gegn börnum og konum“ væru afbrot sem kæmust næst mannsmorði. Maður spyr sig hvað með karlana? Eru þeir aldrei beittir kynferðislegu ofbeldi, eða er það metið á öðrum skala í huga þessa manns. Menn sem svona tala eru varla marktækir í þessum efnum í mínum huga.
Ég hef séð niðurstöður kannana sem sýna að það séu fleiri strákar á framhaldsskólaaldri en stelpur sem selja sig.
Blaðamenn. Það er voðalega auðvelt að kalla það umfjöllun um mál að skrifa niður sem einhverjir þingmenn segja en blaðamennska er það ekki. Blaðamenn hafa nefnilega miklar skyldur við samfélagið. Þeir eiga að gæta þess að stjórnmálamenn komist ekki upp með að ýta hlutum frá sér og láta þá liggja heldur að halda þeim við efnið. Því er það vægt sagt aumkunarverð vinnubrögð dagblaða að láta það nægja að labba niður á Alþingi og endurrita ræður þingmanna á atkvæðaveiðum þegar svona mál er í umfjöllun í samfélaginu.
þriðjudagur, febrúar 06, 2007
Mér fundust blöðin æpa framan í mig í morgun með þögninni. Ekki orð um Breiðuvíkurmálið. Ég horfði á Kastljós í gærkvöldi og hlustaði á átakanlegar frásagnir fullorðinna manna sem hafa marga fjöruna sopið gegnum tíðina segja frá minningum sínum frá Breiðuvík. Oft hafa blaðamenn hlaupið í tölvuna eftir umfjallanir í kvöldþáttum sjónvarps og skrifað svo blóðið lak undan nöglunum á því til að ná inn með umfjöllun um málið í morgunblöðin. Nú var ekki orð að finna. Hvers vegna ætli það sé? Er það vegna þess að svo langt er um liðið að þeir atburðir gerðust sem um var rætt. Er það vegna þess að þessir menn hafa ekki fengið sæti á fínustu bekkjum samfélagsins gegnum tíðina eða er það vegna þess að þetta eru miðaldra karlar sem um ræðir. Manni finnst nefnilega að staða þeirra sé í hugum ýmissa á þann veg að þeir séu ekki til. Þegar fullorðnir karlmenn sem hafa líklega ekki linari skráp en hver annar sitja grátandi fyrir framan myndavélarnar við að rifja upp minningar frá barnæsku sinni vestur í Breiðuvík, þá ættu menn að ímynda sér hvernig þeim hefur liðið sem börnum. Manni verður bara illt af tilhugsuninni.
Nú hafa þeir sem viljað hafa vitað um þetta áratugum saman. Þá er ég ekki að tala um skýrslu Gísla sem var stimpluð sem trúnaðarmál af ráðuneytismönnum. Ég man eftir því að Sævar Ciselsky (líklega stafa ég nafnið ekki rétt) lýsti dvölinni í Breiðuvík í bókinni „Stattu þig drengur“ sem hann gaf út rétt upp úr 1980. Hann lýsir því meðal annars hvernig forstöðumaðurinn umræddi kenndi honum að skrifa „skyr“ og „yfir“. Sævar var hins vegar bófi sem enginn hlustaði á.
Breiðavík er úti í „Víkum“ í hreppnum heima. Á þessum árum sem heimilið var rekið þarna var ekki mikill samgangur á milli fólks á Rauðasandi og út í víkum. Ég fór í fyrsta sinn fram hjá Breiðuvík í bíl 17 ára gamall og kom þangað fyrst heim árið 1990. Það var helst að maður sæi strákana frá Breiðuvík þegar þeir komu yfir á Sand í gróðursetningarferðir eða á 17 júní skemmtunum. Af og til heyrði maður talað um að strákar reyndu að strjúka þaðan. Síðasta skiptið voru það tveir strákar sem lögðu á fjöllin í febrúar að því mig minnir 1974. Það var lán að þeir fórust ekki í þeirri ferð. Þaeir sem þekkja fjöllin þarna geta ímyndað sér hvað hefur rekið 14 ára börn í að leggja á þau um miðjan vetur. Annar þeirra hafði verið heima í tvö sumur á vegum félagsmálastofnunar og hann fór ekki að Breiðuvík aftur heldur var heima út veturinn fram á vor. Strákarnir sem höfðu lent í einhverju klammaríi töluðu allir um Breiðuvík sme botninn. Það væri ekki hægt að lenda í neinu verra en fara þangað. Maður heyrði reyndar aldrei talað um að börnum væri misþyrmt í Breiðuvík. Það er náttúrulega ekkert að marka því margt gerist sem fer ekki fyrir almenningssjónir. Maður heyrði hins vegar talað um að það stakk fólk sem kom þarna að strákarnir fengu annan og lakari mat en heimilisfólk og gestir.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig tekið verður á málum Breiðuvíkurdrengjanna í umræðunni á næstu mánuðum og misserum. Í þessu samhengi má minna á málefni norsku barnanna sem voru fædd utan hjónabands, tekin frá mæðrum sínum og alin upp á stofnunum. Þessi heimili voru rekin í Noregi fram á árið 1972. Á seinni árum hefur farið fram umfangsmikil rannsókn á þessari starfsemi og norska ríkið ákveðið að greiða viðkomandi skaðabætur enda þótt slíkur skaði sem þessi börn hafa orðið fyrir sé aldrei bættur með peningum. Í sömu andrá er hægt að nefna írsku stelpurnar sem voru settar í nauðungardvöl hjá kaþólskum nunnum ef þær áttu of náin samneyti við stráka. Myndin sem var gerð um þennan kafla í sögu Írlands var hræðileg. Ég man ekki hvað myndin hét, Magdalenusysturnar eða eitthvað svoleiðis. Málefni heyrnleysingjaskólans hefur einnig komið fram í dagsljósið og þar margt ófagurt dregið fram.
Í haust töluðu sig margir hása út af hlerunum á símum nokkurra manna sem talin var ástæða til að fylgjast með á dögum kalda stríðsins. Það var vísað í rannsóknanefndir á álíka málum í Noregi og skaðabætur til viðkomandi. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort álíka kröfur verða settar fram vegna Breiðuvíkurdrengjanna eða ætli þetta lognist bara útaf. Hver hefur svo sem áhuga á miðaldra karlmönnum með misjafna fortíð?
Sá viðtal við talskonu feminstafélagsins í tveimur blöðum í morgun. Hún og vinir hennar tíu eða hvað þeir eru margir ætla að setja viðskiptabann á einhver fyrirtæki. Ætli þau fái Sameinuðu þjóðirnar með sér í málið?
Að öðrum og skemmtilegri málum. Fór 20 km á sunnudaginn í góðu veðri. Léttur og í fínu formi. Fór á myndakvöld hjá Útivist í gærkvöldi. Chris Lund var að sýna myndir frá Kárahjúkasvæðinu, Kringlisárrana, Snæfelli og fossaröðinni í Fljótsdal frá því í sumar. Fínar myndir.
Nú hafa þeir sem viljað hafa vitað um þetta áratugum saman. Þá er ég ekki að tala um skýrslu Gísla sem var stimpluð sem trúnaðarmál af ráðuneytismönnum. Ég man eftir því að Sævar Ciselsky (líklega stafa ég nafnið ekki rétt) lýsti dvölinni í Breiðuvík í bókinni „Stattu þig drengur“ sem hann gaf út rétt upp úr 1980. Hann lýsir því meðal annars hvernig forstöðumaðurinn umræddi kenndi honum að skrifa „skyr“ og „yfir“. Sævar var hins vegar bófi sem enginn hlustaði á.
Breiðavík er úti í „Víkum“ í hreppnum heima. Á þessum árum sem heimilið var rekið þarna var ekki mikill samgangur á milli fólks á Rauðasandi og út í víkum. Ég fór í fyrsta sinn fram hjá Breiðuvík í bíl 17 ára gamall og kom þangað fyrst heim árið 1990. Það var helst að maður sæi strákana frá Breiðuvík þegar þeir komu yfir á Sand í gróðursetningarferðir eða á 17 júní skemmtunum. Af og til heyrði maður talað um að strákar reyndu að strjúka þaðan. Síðasta skiptið voru það tveir strákar sem lögðu á fjöllin í febrúar að því mig minnir 1974. Það var lán að þeir fórust ekki í þeirri ferð. Þaeir sem þekkja fjöllin þarna geta ímyndað sér hvað hefur rekið 14 ára börn í að leggja á þau um miðjan vetur. Annar þeirra hafði verið heima í tvö sumur á vegum félagsmálastofnunar og hann fór ekki að Breiðuvík aftur heldur var heima út veturinn fram á vor. Strákarnir sem höfðu lent í einhverju klammaríi töluðu allir um Breiðuvík sme botninn. Það væri ekki hægt að lenda í neinu verra en fara þangað. Maður heyrði reyndar aldrei talað um að börnum væri misþyrmt í Breiðuvík. Það er náttúrulega ekkert að marka því margt gerist sem fer ekki fyrir almenningssjónir. Maður heyrði hins vegar talað um að það stakk fólk sem kom þarna að strákarnir fengu annan og lakari mat en heimilisfólk og gestir.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig tekið verður á málum Breiðuvíkurdrengjanna í umræðunni á næstu mánuðum og misserum. Í þessu samhengi má minna á málefni norsku barnanna sem voru fædd utan hjónabands, tekin frá mæðrum sínum og alin upp á stofnunum. Þessi heimili voru rekin í Noregi fram á árið 1972. Á seinni árum hefur farið fram umfangsmikil rannsókn á þessari starfsemi og norska ríkið ákveðið að greiða viðkomandi skaðabætur enda þótt slíkur skaði sem þessi börn hafa orðið fyrir sé aldrei bættur með peningum. Í sömu andrá er hægt að nefna írsku stelpurnar sem voru settar í nauðungardvöl hjá kaþólskum nunnum ef þær áttu of náin samneyti við stráka. Myndin sem var gerð um þennan kafla í sögu Írlands var hræðileg. Ég man ekki hvað myndin hét, Magdalenusysturnar eða eitthvað svoleiðis. Málefni heyrnleysingjaskólans hefur einnig komið fram í dagsljósið og þar margt ófagurt dregið fram.
Í haust töluðu sig margir hása út af hlerunum á símum nokkurra manna sem talin var ástæða til að fylgjast með á dögum kalda stríðsins. Það var vísað í rannsóknanefndir á álíka málum í Noregi og skaðabætur til viðkomandi. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort álíka kröfur verða settar fram vegna Breiðuvíkurdrengjanna eða ætli þetta lognist bara útaf. Hver hefur svo sem áhuga á miðaldra karlmönnum með misjafna fortíð?
Sá viðtal við talskonu feminstafélagsins í tveimur blöðum í morgun. Hún og vinir hennar tíu eða hvað þeir eru margir ætla að setja viðskiptabann á einhver fyrirtæki. Ætli þau fái Sameinuðu þjóðirnar með sér í málið?
Að öðrum og skemmtilegri málum. Fór 20 km á sunnudaginn í góðu veðri. Léttur og í fínu formi. Fór á myndakvöld hjá Útivist í gærkvöldi. Chris Lund var að sýna myndir frá Kárahjúkasvæðinu, Kringlisárrana, Snæfelli og fossaröðinni í Fljótsdal frá því í sumar. Fínar myndir.
laugardagur, febrúar 03, 2007
Fór út í morgun kl. 7.00 og tók Poweratehringinn áður en ég hitti Jóa og Halldór á Kringlumýrarbrúnni. Við ætluðum fyrst að fara í austur en tókum svo ákvörðun um að fara suður á bóginn. Í stað þess að fara fyrir Kársnesið þá fórum við yfir Kópavogshálsinn. Við vorum komnir up að Marbakkabrautinni þegar Halldór kallar: Þarna liggur maður. Mikið rétt, það lá maður hreyfingarlaus þarna á grasbletti og taska við hlið hans. Halldór tók púlsinn og fann vægan púls. Jói var með síma og hringdi á 112 í snatri. Sjúkrabíll var kominn eftir örfáar mínútur. Þeir hófu strax hjartahnoð á meðan þeir voru að gera klárt til að koma honum á börur og héldu því síðan áfram inni í bílnum. Maðurinn hafði greinilega dottið niður á leið í sund eða aðra líkamsræktarstöð því íþróttaföt og handklæði voru í töskunni. Við héldum síðan sem leið lá suður í Hafnarfjörð en sáum Gísla Ásgeirs hvergi né aðra hlaupara frekar en fyrri daginn. Fórum til baka heim á leið og tókum tröppurnar. Þar sem Sigurður Snævarr sagði mér í gær að hann væri látinn hoppa á öðrum fæti í æfingum þá hoppaði ég á öðrum færi upp tröppurnar, skipti þeim reyndar á milli fóta. Þessi aðferð reynir meir á fætur en minna á lungu en hefðbundin aðferð. 34 kílómetrar lágu eftir morguninn.
Eftir hádegi fékk ég tölvupóst frá Halldóri þar sem hann sagðist hafa frétt frá lögreglunni að maðurinn sem við fundum hefði látist. Svona er þetta.
Hitti gamlan sveitunga og skólabróður að vestan eftir hádegið. Hann er ári yngri en ég. Hann hafði barist í sjö ár við eitthvern sjúkdóm sem var að fara með hann bæði andlega og líkamlega. Loks eftir áralanga baráttu fannst í fyrra hvað var að honum. Þá hafði gert um sig góðkynja æxli í nýrnahettunum sem ruglaði öll skilaboð sem þær senda frá sér. Eftir að það var fjarlægt þá stefnir allt upp á við hjá honum og gerir hann ráð fyrir að fara að vinna með vorinu. Stundum sér maður betur en ella hvílíkur lukkunnar pamfíll maður er.
Fór á fyrirlestur hjá Hannesi Hólmsteini vestur í HÍ á miðvikudaginn. Hann hélt skemmtilegan fyrirlestur um þróun samfélagsins, auð og fátækt. Að hans mati á maður ekki að hafa áhyggur af þeim sem eru ríkir heldur hugsa fyrst og fremst um þá sem minna mega sín. Hann vildi hvorki fara sænsku leiðina né þá bandarísku heldur halda sig í stórum dráttum við þá stjórnarstefnu sem unnið hefur verið eftir hérlendis því hún hafi gefist vel.
Eftir fyrirlestur Hannesar töluðu einhverjir brostinni röddu um fátæku börnin á Íslandi (mig minnir að þeu séu 4544). Hannes spurði hvernig þjóðfélag menn vildu, hvort menn vildu heldur ástandið hérlendis þar sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er 0% og tækifærin fjölmörg fyrir alla á meðan atvinnuleysi ungs fólks er 10 - 20% í Svíþjóð eða 25% í t.d. Frakklandi. Fátt varð um svör.
Sá í Mogganum í morgun niðurstöður frá Hagstofu Íslands þar sem birtar voru niðurstöður evrópskrar könnunar um fátækt. Í þeirri könnun kom fram að staða mála er hvað best á Íslandi af öllum löndum Evrópu. Meðallaun þess 10% hluta þjóðarinnar sem hefur lægst launin eru 3,5 sinnum lægri en þess 10% hluta sem hefur hæst launin. Í Tyrklandi er þessi munur t.d. tífaldur. Það verður gaman að heyra hvað lýðskrumararnir sem hafa talað grátklökkir um að ójöfnuður sé hvað mestur á Íslandi af öllum löndum í heiminum segja eftir þessa niðurstöðu.
Andri Snær fékk í gær bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Draumalandið. Draumalandinu hefur verið líkt við Bréf til Láru eftir Þórberg. Seint verður bréfið hans Þórbergs flokkað sem fræðirit. Ég get ekki skilið hvernig hægt er að skilgreina þessa bók sem fræðirit. Þetta er fyrst og fremst harðsoðinn áróðurstexti. Það er hverjum sem er heimilt að skrifa áróðursbækur en það er ekki rétt að klæða þær í einhvern falskufl, sérstaklega ef forsetinn stimplar undir. Það skýrir kannski málið að einn sem situr í þeirri litlu nefnd sem tekur ákvörðun um verðlaunin situr einnig í stjórn Framtíðarlandsins. Bullið ríður ekki við einteyming.
Eftir hádegi fékk ég tölvupóst frá Halldóri þar sem hann sagðist hafa frétt frá lögreglunni að maðurinn sem við fundum hefði látist. Svona er þetta.
Hitti gamlan sveitunga og skólabróður að vestan eftir hádegið. Hann er ári yngri en ég. Hann hafði barist í sjö ár við eitthvern sjúkdóm sem var að fara með hann bæði andlega og líkamlega. Loks eftir áralanga baráttu fannst í fyrra hvað var að honum. Þá hafði gert um sig góðkynja æxli í nýrnahettunum sem ruglaði öll skilaboð sem þær senda frá sér. Eftir að það var fjarlægt þá stefnir allt upp á við hjá honum og gerir hann ráð fyrir að fara að vinna með vorinu. Stundum sér maður betur en ella hvílíkur lukkunnar pamfíll maður er.
Fór á fyrirlestur hjá Hannesi Hólmsteini vestur í HÍ á miðvikudaginn. Hann hélt skemmtilegan fyrirlestur um þróun samfélagsins, auð og fátækt. Að hans mati á maður ekki að hafa áhyggur af þeim sem eru ríkir heldur hugsa fyrst og fremst um þá sem minna mega sín. Hann vildi hvorki fara sænsku leiðina né þá bandarísku heldur halda sig í stórum dráttum við þá stjórnarstefnu sem unnið hefur verið eftir hérlendis því hún hafi gefist vel.
Eftir fyrirlestur Hannesar töluðu einhverjir brostinni röddu um fátæku börnin á Íslandi (mig minnir að þeu séu 4544). Hannes spurði hvernig þjóðfélag menn vildu, hvort menn vildu heldur ástandið hérlendis þar sem atvinnuleysi meðal ungs fólks er 0% og tækifærin fjölmörg fyrir alla á meðan atvinnuleysi ungs fólks er 10 - 20% í Svíþjóð eða 25% í t.d. Frakklandi. Fátt varð um svör.
Sá í Mogganum í morgun niðurstöður frá Hagstofu Íslands þar sem birtar voru niðurstöður evrópskrar könnunar um fátækt. Í þeirri könnun kom fram að staða mála er hvað best á Íslandi af öllum löndum Evrópu. Meðallaun þess 10% hluta þjóðarinnar sem hefur lægst launin eru 3,5 sinnum lægri en þess 10% hluta sem hefur hæst launin. Í Tyrklandi er þessi munur t.d. tífaldur. Það verður gaman að heyra hvað lýðskrumararnir sem hafa talað grátklökkir um að ójöfnuður sé hvað mestur á Íslandi af öllum löndum í heiminum segja eftir þessa niðurstöðu.
Andri Snær fékk í gær bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir Draumalandið. Draumalandinu hefur verið líkt við Bréf til Láru eftir Þórberg. Seint verður bréfið hans Þórbergs flokkað sem fræðirit. Ég get ekki skilið hvernig hægt er að skilgreina þessa bók sem fræðirit. Þetta er fyrst og fremst harðsoðinn áróðurstexti. Það er hverjum sem er heimilt að skrifa áróðursbækur en það er ekki rétt að klæða þær í einhvern falskufl, sérstaklega ef forsetinn stimplar undir. Það skýrir kannski málið að einn sem situr í þeirri litlu nefnd sem tekur ákvörðun um verðlaunin situr einnig í stjórn Framtíðarlandsins. Bullið ríður ekki við einteyming.
föstudagur, febrúar 02, 2007
Hlutirnir eru stundum ekki lengi að gerast. Ég tók myndina af Óla vallarverði um miðjan september þegar Skaginn kom í Víkina og spilaði síðasta leikinn við Víking. Óli var svolítið áhyggjufullur á leiknum eins og fleiri en allt fór nú vel að lokum. Seint í október heyrðum við að hann hefði farið til læknis vegna veikinda og yrði eitthvað frá vinnu. Upp úr áramótum var svo ljóst að læknavísindin gátu ekkert gert og síðan lést Óli á mánudaginn var. Svona er þetta. Óli var mikill Víkingur, glaðbeittur og greiðvikinn og sinnti starfi sínu af alúð og metnaði. Hans verður saknað í Víkinni.
Hef hlaupið inni í vikunni og tekið styrktaræfingar meðfram. Ég er viss um að það gerir manni gott. Það eru engin ný vísindi fyrir marga en ég hef ekki lagt í að fyrr. Tók 17 km á brettinu í gær þegar maður horfði á Ísland spila við Rússa. Þetta venst vel. Ég eyk hraðann um 0,2 km á klst á hverri æfingu. Byrjaði frekar hægt vegna baksins en hef haft góðan stíganda. Bakið er orðið fínt enda hef ég sinnt því vel. Það verður gaman að sjá hvað maður heldur lengi út að auka hraðann jafnt og þétt.
Þessa dagana eru um tvö ár síðan ég byrjaði að blogga í aðdraganda WSER. Það var fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að hafa svipu á sjálfan sig þannig að maður gæti ekki svindlað í skjóli þess að enginn vissi af því. Síðan hefur þetta orðið að vana að skrifa niður það sem er efst á baugi í huganum hverju sinni. Mér finnst gaman að renna yfir það hvað maður hefur verið að ströggla á liðnum mánuðum og misserum því minnið svíkur giska glatt.
Ég hef ekki í hyggju að skipta yfir í Moggabloggið eins og svo margir hafa gert á liðnum vikum og mánuðum. Maður má ekki láta bloggið stjórna sér og hlaupa í tölvuna og tjá sig í hvert skipti sem kemur frétt í útvarpið eða eitthvað er að gerast.
Set hér inn góða grein frá bandarískum ultrarunner um hvernig eigi að komast í gegnum 100 mílur. Vonandi verður hún einhverjum hvatning til dáða. Þetta er hægt. Fyrir utan allar praktisku ráðleggingarnar finnst mér skoðun hans á æfingamagninu vera athyglisverðust. Ca 50 mílur á viku (80 km) er nóg að hans mati. Tæpir 30 km sem lengsta hlaup einu sinni í viku. Ergo; maður þarf ekki að fara í gengum ævintýralega mikið æfingamagn til að klára þetta.
How to run 100 miles
It is important to have a well thought out training plan that is followed passionately. My experiences have shown me that 45-50 miles per week including a long run of no less than 20 miles in that week is sufficient conditioning. Obviously the more training miles the stronger you will be during the run and the quicker recovery will come afterwards. In my opinion anything over 50 miles per week are garbage miles which are good but also can put you at risk to injury. There is a fine line between training and over-training. That line is different for each of us so each individual must try to identify that line. How close to that line a person trains will ultimately determine how strong that he or she will be on race day. I also believe that exercises that strengthen all the muscles in the body are very important. Doing these will not only make you perform better but they will also help prevent injury. Exercises such as push-ups strengthen the arms, which will prevent fatigue during a race or training run. Sit-ups will strengthen the abdominal muscles to help prevent injuries such as sports hernias. There are several easy leg exercises that can be done to strengthen the abductors, adductors, and quads. These can help prevent tears and strains and also relieve stress from the knees. Performing these exercises 3-5 times a week will significantly improve your performance and make you less susceptible to injury. Finally listen to your body and take time off when needed. Physical conditioning will not disappear overnight. I also recommend taking 1-2 days off completely from running during the week no matter how you feel.
I can only assume that prior to making an attempt at 100 miles most are experienced runners at shorter distances and have had some success at it. I would recommend maintaining whatever form you have established over the years. Any changes at this point could put you at risk for some type of injury. There are however some things that you can do to help with your concerns over deficiencies in certain elements of running . Have confidence in yourself and don't get intimidated by others that are seemingly blazing by you on downhills or ups. Don't force yourself to do something that you may not have the capability of doing. Work within your limits and be satisfied with whatever results. I can assure you that you will make up for any lost time later on when you reach a different section of the course. Just as we have our weaknesses we are also strong in some aspect of running whether its downhills, uphills, flats or just plain consistency. Be patient and wait for your moment and take advantage of it. Personally I'm not a very strong downhiller but I make up for it going up. Train hard and focus on what you do best and there will be nothing that will stop you.
There are so many factors involved in successfully running 100 miles that it is easy to overlook something especially for someone who has never attempted the distance before. Those that focus entirely on physical training for an event may tend to overlook the mental side of it. If this is your first one hundred miler there are many things that you may not realize. First of all it is normal to experience pain during the course of 100 miles. Some feel it sooner than others but all feel it eventually. Some can disguise pain better than others so it can be intimidating to think you're the only one in pain. I will tell you a little story about the 1st one hundred miler that I attempted in 1999 that captures my first experiences with pain. I crawled to mile 75 in the Old Dominion 100 in Woodstock, Va. before quitting. I honestly thought I was done. Every muscle in my body ached and I was freezing to death in 70-degree weather. I quit and told the volunteer I would never attempt another one ever again. The next morning I watched as a guy crossed the finish line in 29 hours and change. His finish was over the 28-hour time limit therefore he would not even be considered an official finisher. I was amazed with the amount of determination he showed and could not understand how or why he did it. He stood there very proud of his accomplishment and alone reveled in his glory. I wanted that feeling but still was not educated enough to know it wasn't going to come through physical training alone. I will tell you that physical training is obviously an important factor in running ultra distances but at the same time I will tell you that the mental side is more important. You have to have confidence and that confidence can only come from experience. Confidence is something most first timers lack. Gaining it on his or her own is improbable if running on a course alone without the help of anyone. I went into my second oner hundred miler, Arkansas Traveler, in much better shape physically but once again almost quit this time at mile 85 because I wasn't mentally prepared for the challenge. Luckily for me I hooked up with an experienced runner who literally taught me how to persevere under the most difficult conditions. He did this by teaching me to focus my attention on moving forward rather than the pain I was experiencing. He taught me to take it mile by mile rather than looking at the entire distance that was left. He taught me to concentrate on moving forward and nothing else. You can't allow pain or distance to overwhelm you.
I am here to tell you that you can command your body to perform no matter what kind of pain you are in. It takes desire, determination, and the willingness to push yourself to your limits in order to succeed. Now there are definitely times you must make rational decisions as to whether it's smart to continue or not. If, for example, you have a broken bone or you are experiencing symptoms of the three H's (hyponatremia, hypothermia, or hypoxia) you should consider quitting. If your goal is to finish than you must make yourself overcome the aches and pains generated from running the distance and trust me you can do this. I go into a run knowing that ultimately I am going to feel awful but I also know that I will feel good again only to feel bad again and then good again and so on and so on. It's a matter of how much you want it. If you don't have the desire than the pain will be your main focus and you will give in to it and never experience those second, third and fourth lives. If finishing is what you are concentrating on than I can guarantee you that you will overcome.
In order to be successful at running 100 miles it is also important to make reasonable goals and be willing to readjust those goals as the run progresses. Placing in a race or shooting for a sub-24 are both aggressive goals and good ones to shoot for but ultimately finishing should always be priority number 1. I think a lot of people DNF (did not finish) because they realize their primary goal is unachievable and therefore feel it's not worth running in the race anymore. Readjusting your goals as you go is critical to success. The initial goal may be unachievable but if you keep making new goals you will eventually satisfy one of them even if it's finishing dead last.
Relentless forward motion is a motto to stand by. Run when you can and walk when needed but always stay moving and eventually you will cross the finish line. Be patient and take it mile to mile rather than looking at the entire distance. Use tactics such as running for 5 minutes and walking for 2 minutes. Run from tree to tree and then walk from tree to tree. Walk uphill and run down. Try your best late in the race to incorporate at least a minimal amount of running at all times. If you allow yourself to walk for a significant period of time the death march will begin. The best way to stop the death march is to breathe deeply, remove any negative thoughts, and start to shuffle your feet. A slow shuffle will loosen the muscles and eventually allow you to run freely again. How much running depends on your thought process. If you're thinking negatively your body will shut down very quickly but if you're thinking positively you'll run for a long time. Remember as you run that it doesn't matter what obstacles lay ahead whether it's uphill, downhill, or through water the bottom line is you and everyone else are going to run 100 miles.
When the sun goes down it can take your spirit with it. The darkness will suck the life right out of you if you allow it too. Your mind must take full control at this point because your body wants to sleep. Allowing your mind to overcome the body is what will help you persevere throughout the nighttime hours. It' s a matter of how much you want it at this point. Think about what it is that motivated you to attempt to run the distance in the first place. Were you teased as a child? Were you picked on by a friend or family member or do you just feel the need to prove something to yourself? Whatever it is use the energy from these situations that may normally cause anger or frustration to your advantage. Keep your mind occupied with something other than pain or distance remaining. If with someone talk as much as possible. Silence normally means you're not staying focused and you're allowing thoughts of doom and gloom to enter your mind. If you persevere until the sun rises I promise you new life will be given.
Even if you train hard physically and prepare mentally it still may not be enough to get you across that finish line. I do believe everyone is capable but before attempting to take on the distance each should take some time to look deep inside themselves. There is a passion that burns deep inside the heart and the soul and that passion has to be brought to the forefront not only during the race but also in training. It is the desire to attain what few have accomplished that will drive you to be willing to succeed above all costs. It takes heart and desire and those are things that you can not condition yourself to have. You either have them or not. You must find them because I believe each of us has them....just find them!!!!
Things to do and use during the run
Succeed sodium/potassium caplets to help reduce or eliminate cramping. Recommended dosage 2 per hour but should be adjusted based on the outside temperature.
Pre-cut and carry several pieces of self-adhesive moleskin in case blistering occurs. Stop at the first burning sensation and care for any blisters. Hot spots turn into major problems as the run progresses if not taken care of immediately.
I recommend sprinkling some Baby Powder in your shoes before the race to keep your feet free from moisture produced by sweat. This will help reduce the possibility of blisters.
If prone to blistering change your socks periodically throughout the race. Take the time to wipe your feet clean and dry. Any lost time here will not be as significant as the amount of time lost due to severe blistering. Pack clean socks in your drop bags.
Have a blister kit available along with a roll of duct tape in case severe blistering occurs. As long as you can suck it up your race isn’t necessarily over just because of blistering. Duct tape can be a lifesaver if used properly. Be knowledgeable of the proper way drain the blisters and tape the feet. Creasing in the tape will cause more harm than good.
Carry a disposable rain jacket with you. Hypothermia can and will set in late in a run when your body loses control of it's own thermostat. Wet clothes, cool temps=DNF.
Caffeine in the form of Coke and Mountain Dew are both usually supplied by the aid stations and should be taken when needed. I recommend placing Red Bull, Sobe Adrenaline, or Amp in your drop bags for later in the race. Train using these items to see what works best for you.
If you must use Ibuprofen use it sparingly. Try Arnica as a replacement anti-inflammatory.
Carry at least one water bottle the entire way. If you carry the bottle in your hand you will remember to drink every 15 minutes or so. I recommend carrying 2 bottles in any race where the aid stations are more than 5 miles apart. Personally I carry two all the time and have been known to carry 3 or 4. Dehydration will shut you down.
Be knowledgeable of the symptoms of dehydration as well as hyponatremia. Drinking too much water can actually be more dangerous than not drinking enough. Bottom line is both conditions could potentially cause you to DNF but more importantly could cause long term health problems.
Drink both water and sports drink to reduce the possibility of cramps.
Eat early and often. Learn what food appeal to you most during your long training runs and go for them during the race. Don’t gamble and eat something your stomach isn’t used to. There are solid food supplements such as Ensure and Perpeteum amongst a few others. Again don’t experiment during a race but rather learn if these settle in your stomach during your training runs.
Spend as little time in aid stations as possible.
Avoid sitting for too long.
No matter how enticing it seems never stand in front of a fire.
Do not do anything different during a race than you do during your training runs. Where the same shoes, clothes, hats, socks, etc.
Have an emergency flashlight in one of your drop bags. If possible carry spare batteries but definitely have spare batteries in your drop bags.
No matter the course or the amount of exposure put sun block on before and then again mid-day.
Lubricate sensitive areas of the body before the run and periodically through out.
There are a few ways to prevent blackened toenails including the following:
1) Good trail shoes
1) Toe guards
1) Permanent removal of the nail. (too radical for me)
The odds are that if you become an avid ultrarunner you will eventually get your share of black toenails. It’s a very painful condition but not one that will cause you to not finish.
Bring ginger along with you (not ginger from Gilligan’s Isle) to help settle your stomach if you become sick. If don’t have any ask the aid station volunteers if they have Ginger Ale. The stuff works wonders.
If possible bring something inspirational with you to the race. When I did the “Slam” in 2003 I wore a shirt with pictures of all my nieces and nephews on the front. Hard to quit when you have them watching you part of the way. Finally I always bring a picture of my grandfather to gain inspiration from the toughest man both mentally and physically that ever walked the face of the Earth.
Top 5 one hundred mile races to consider as a first based on my personal experience.
1. Rocky Raccoon 100-Less than 5500 feet of elevation gain on soft easy terrain. The most difficult challenge is your own mind. 5-20 mile loops
2. Heartland 100-Minimum amount of elevation gain on gravel roads. No mountains or rough trails to traverse. Since the entire run is in the open prairie the most difficult challenge is dealing with the wide expanse of space before you. 50 mile out and back.
3. Javelina Jundred-Minimum amount of elevation gain run on hard packed sand in the Arizona desert. If given the respect is deserves as a 100 mile course it can be easy. If the ease of the course conditions is taken for granted it will eat you alive. The heat can be a major factor. 6-15 mile loops and 1-10 mile loop to finish.
4. Arkansas Traveler-Held in what I consider beginner mountains with a couple of difficult trail sections. Mostly ran on gravel roads. Excellent aid and organization. Should be used as a step up after doing one of the top 3 easier hundreds. Could be used as a first 100 too with the knowledge that a few more challenges exist. 16 mile loop and then an 84 mile out and back.
5. Vermont 100-Tame mountainous run held on mostly roads. Heat and humidity could be a major factor. Made my list of top 5 easiest strictly based on support alone. Aid stations approximately every 2 miles cater to your every need. Several loops in a race that starts and ends in the same location.
Warning: Ultrarunning is not for the faint of heart. If you have any questions or concerns about your health then you should consider another activity.
Hef hlaupið inni í vikunni og tekið styrktaræfingar meðfram. Ég er viss um að það gerir manni gott. Það eru engin ný vísindi fyrir marga en ég hef ekki lagt í að fyrr. Tók 17 km á brettinu í gær þegar maður horfði á Ísland spila við Rússa. Þetta venst vel. Ég eyk hraðann um 0,2 km á klst á hverri æfingu. Byrjaði frekar hægt vegna baksins en hef haft góðan stíganda. Bakið er orðið fínt enda hef ég sinnt því vel. Það verður gaman að sjá hvað maður heldur lengi út að auka hraðann jafnt og þétt.
Þessa dagana eru um tvö ár síðan ég byrjaði að blogga í aðdraganda WSER. Það var fyrst og fremst gert í þeim tilgangi að hafa svipu á sjálfan sig þannig að maður gæti ekki svindlað í skjóli þess að enginn vissi af því. Síðan hefur þetta orðið að vana að skrifa niður það sem er efst á baugi í huganum hverju sinni. Mér finnst gaman að renna yfir það hvað maður hefur verið að ströggla á liðnum mánuðum og misserum því minnið svíkur giska glatt.
Ég hef ekki í hyggju að skipta yfir í Moggabloggið eins og svo margir hafa gert á liðnum vikum og mánuðum. Maður má ekki láta bloggið stjórna sér og hlaupa í tölvuna og tjá sig í hvert skipti sem kemur frétt í útvarpið eða eitthvað er að gerast.
Set hér inn góða grein frá bandarískum ultrarunner um hvernig eigi að komast í gegnum 100 mílur. Vonandi verður hún einhverjum hvatning til dáða. Þetta er hægt. Fyrir utan allar praktisku ráðleggingarnar finnst mér skoðun hans á æfingamagninu vera athyglisverðust. Ca 50 mílur á viku (80 km) er nóg að hans mati. Tæpir 30 km sem lengsta hlaup einu sinni í viku. Ergo; maður þarf ekki að fara í gengum ævintýralega mikið æfingamagn til að klára þetta.
How to run 100 miles
It is important to have a well thought out training plan that is followed passionately. My experiences have shown me that 45-50 miles per week including a long run of no less than 20 miles in that week is sufficient conditioning. Obviously the more training miles the stronger you will be during the run and the quicker recovery will come afterwards. In my opinion anything over 50 miles per week are garbage miles which are good but also can put you at risk to injury. There is a fine line between training and over-training. That line is different for each of us so each individual must try to identify that line. How close to that line a person trains will ultimately determine how strong that he or she will be on race day. I also believe that exercises that strengthen all the muscles in the body are very important. Doing these will not only make you perform better but they will also help prevent injury. Exercises such as push-ups strengthen the arms, which will prevent fatigue during a race or training run. Sit-ups will strengthen the abdominal muscles to help prevent injuries such as sports hernias. There are several easy leg exercises that can be done to strengthen the abductors, adductors, and quads. These can help prevent tears and strains and also relieve stress from the knees. Performing these exercises 3-5 times a week will significantly improve your performance and make you less susceptible to injury. Finally listen to your body and take time off when needed. Physical conditioning will not disappear overnight. I also recommend taking 1-2 days off completely from running during the week no matter how you feel.
I can only assume that prior to making an attempt at 100 miles most are experienced runners at shorter distances and have had some success at it. I would recommend maintaining whatever form you have established over the years. Any changes at this point could put you at risk for some type of injury. There are however some things that you can do to help with your concerns over deficiencies in certain elements of running . Have confidence in yourself and don't get intimidated by others that are seemingly blazing by you on downhills or ups. Don't force yourself to do something that you may not have the capability of doing. Work within your limits and be satisfied with whatever results. I can assure you that you will make up for any lost time later on when you reach a different section of the course. Just as we have our weaknesses we are also strong in some aspect of running whether its downhills, uphills, flats or just plain consistency. Be patient and wait for your moment and take advantage of it. Personally I'm not a very strong downhiller but I make up for it going up. Train hard and focus on what you do best and there will be nothing that will stop you.
There are so many factors involved in successfully running 100 miles that it is easy to overlook something especially for someone who has never attempted the distance before. Those that focus entirely on physical training for an event may tend to overlook the mental side of it. If this is your first one hundred miler there are many things that you may not realize. First of all it is normal to experience pain during the course of 100 miles. Some feel it sooner than others but all feel it eventually. Some can disguise pain better than others so it can be intimidating to think you're the only one in pain. I will tell you a little story about the 1st one hundred miler that I attempted in 1999 that captures my first experiences with pain. I crawled to mile 75 in the Old Dominion 100 in Woodstock, Va. before quitting. I honestly thought I was done. Every muscle in my body ached and I was freezing to death in 70-degree weather. I quit and told the volunteer I would never attempt another one ever again. The next morning I watched as a guy crossed the finish line in 29 hours and change. His finish was over the 28-hour time limit therefore he would not even be considered an official finisher. I was amazed with the amount of determination he showed and could not understand how or why he did it. He stood there very proud of his accomplishment and alone reveled in his glory. I wanted that feeling but still was not educated enough to know it wasn't going to come through physical training alone. I will tell you that physical training is obviously an important factor in running ultra distances but at the same time I will tell you that the mental side is more important. You have to have confidence and that confidence can only come from experience. Confidence is something most first timers lack. Gaining it on his or her own is improbable if running on a course alone without the help of anyone. I went into my second oner hundred miler, Arkansas Traveler, in much better shape physically but once again almost quit this time at mile 85 because I wasn't mentally prepared for the challenge. Luckily for me I hooked up with an experienced runner who literally taught me how to persevere under the most difficult conditions. He did this by teaching me to focus my attention on moving forward rather than the pain I was experiencing. He taught me to take it mile by mile rather than looking at the entire distance that was left. He taught me to concentrate on moving forward and nothing else. You can't allow pain or distance to overwhelm you.
I am here to tell you that you can command your body to perform no matter what kind of pain you are in. It takes desire, determination, and the willingness to push yourself to your limits in order to succeed. Now there are definitely times you must make rational decisions as to whether it's smart to continue or not. If, for example, you have a broken bone or you are experiencing symptoms of the three H's (hyponatremia, hypothermia, or hypoxia) you should consider quitting. If your goal is to finish than you must make yourself overcome the aches and pains generated from running the distance and trust me you can do this. I go into a run knowing that ultimately I am going to feel awful but I also know that I will feel good again only to feel bad again and then good again and so on and so on. It's a matter of how much you want it. If you don't have the desire than the pain will be your main focus and you will give in to it and never experience those second, third and fourth lives. If finishing is what you are concentrating on than I can guarantee you that you will overcome.
In order to be successful at running 100 miles it is also important to make reasonable goals and be willing to readjust those goals as the run progresses. Placing in a race or shooting for a sub-24 are both aggressive goals and good ones to shoot for but ultimately finishing should always be priority number 1. I think a lot of people DNF (did not finish) because they realize their primary goal is unachievable and therefore feel it's not worth running in the race anymore. Readjusting your goals as you go is critical to success. The initial goal may be unachievable but if you keep making new goals you will eventually satisfy one of them even if it's finishing dead last.
Relentless forward motion is a motto to stand by. Run when you can and walk when needed but always stay moving and eventually you will cross the finish line. Be patient and take it mile to mile rather than looking at the entire distance. Use tactics such as running for 5 minutes and walking for 2 minutes. Run from tree to tree and then walk from tree to tree. Walk uphill and run down. Try your best late in the race to incorporate at least a minimal amount of running at all times. If you allow yourself to walk for a significant period of time the death march will begin. The best way to stop the death march is to breathe deeply, remove any negative thoughts, and start to shuffle your feet. A slow shuffle will loosen the muscles and eventually allow you to run freely again. How much running depends on your thought process. If you're thinking negatively your body will shut down very quickly but if you're thinking positively you'll run for a long time. Remember as you run that it doesn't matter what obstacles lay ahead whether it's uphill, downhill, or through water the bottom line is you and everyone else are going to run 100 miles.
When the sun goes down it can take your spirit with it. The darkness will suck the life right out of you if you allow it too. Your mind must take full control at this point because your body wants to sleep. Allowing your mind to overcome the body is what will help you persevere throughout the nighttime hours. It' s a matter of how much you want it at this point. Think about what it is that motivated you to attempt to run the distance in the first place. Were you teased as a child? Were you picked on by a friend or family member or do you just feel the need to prove something to yourself? Whatever it is use the energy from these situations that may normally cause anger or frustration to your advantage. Keep your mind occupied with something other than pain or distance remaining. If with someone talk as much as possible. Silence normally means you're not staying focused and you're allowing thoughts of doom and gloom to enter your mind. If you persevere until the sun rises I promise you new life will be given.
Even if you train hard physically and prepare mentally it still may not be enough to get you across that finish line. I do believe everyone is capable but before attempting to take on the distance each should take some time to look deep inside themselves. There is a passion that burns deep inside the heart and the soul and that passion has to be brought to the forefront not only during the race but also in training. It is the desire to attain what few have accomplished that will drive you to be willing to succeed above all costs. It takes heart and desire and those are things that you can not condition yourself to have. You either have them or not. You must find them because I believe each of us has them....just find them!!!!
Things to do and use during the run
Succeed sodium/potassium caplets to help reduce or eliminate cramping. Recommended dosage 2 per hour but should be adjusted based on the outside temperature.
Pre-cut and carry several pieces of self-adhesive moleskin in case blistering occurs. Stop at the first burning sensation and care for any blisters. Hot spots turn into major problems as the run progresses if not taken care of immediately.
I recommend sprinkling some Baby Powder in your shoes before the race to keep your feet free from moisture produced by sweat. This will help reduce the possibility of blisters.
If prone to blistering change your socks periodically throughout the race. Take the time to wipe your feet clean and dry. Any lost time here will not be as significant as the amount of time lost due to severe blistering. Pack clean socks in your drop bags.
Have a blister kit available along with a roll of duct tape in case severe blistering occurs. As long as you can suck it up your race isn’t necessarily over just because of blistering. Duct tape can be a lifesaver if used properly. Be knowledgeable of the proper way drain the blisters and tape the feet. Creasing in the tape will cause more harm than good.
Carry a disposable rain jacket with you. Hypothermia can and will set in late in a run when your body loses control of it's own thermostat. Wet clothes, cool temps=DNF.
Caffeine in the form of Coke and Mountain Dew are both usually supplied by the aid stations and should be taken when needed. I recommend placing Red Bull, Sobe Adrenaline, or Amp in your drop bags for later in the race. Train using these items to see what works best for you.
If you must use Ibuprofen use it sparingly. Try Arnica as a replacement anti-inflammatory.
Carry at least one water bottle the entire way. If you carry the bottle in your hand you will remember to drink every 15 minutes or so. I recommend carrying 2 bottles in any race where the aid stations are more than 5 miles apart. Personally I carry two all the time and have been known to carry 3 or 4. Dehydration will shut you down.
Be knowledgeable of the symptoms of dehydration as well as hyponatremia. Drinking too much water can actually be more dangerous than not drinking enough. Bottom line is both conditions could potentially cause you to DNF but more importantly could cause long term health problems.
Drink both water and sports drink to reduce the possibility of cramps.
Eat early and often. Learn what food appeal to you most during your long training runs and go for them during the race. Don’t gamble and eat something your stomach isn’t used to. There are solid food supplements such as Ensure and Perpeteum amongst a few others. Again don’t experiment during a race but rather learn if these settle in your stomach during your training runs.
Spend as little time in aid stations as possible.
Avoid sitting for too long.
No matter how enticing it seems never stand in front of a fire.
Do not do anything different during a race than you do during your training runs. Where the same shoes, clothes, hats, socks, etc.
Have an emergency flashlight in one of your drop bags. If possible carry spare batteries but definitely have spare batteries in your drop bags.
No matter the course or the amount of exposure put sun block on before and then again mid-day.
Lubricate sensitive areas of the body before the run and periodically through out.
There are a few ways to prevent blackened toenails including the following:
1) Good trail shoes
1) Toe guards
1) Permanent removal of the nail. (too radical for me)
The odds are that if you become an avid ultrarunner you will eventually get your share of black toenails. It’s a very painful condition but not one that will cause you to not finish.
Bring ginger along with you (not ginger from Gilligan’s Isle) to help settle your stomach if you become sick. If don’t have any ask the aid station volunteers if they have Ginger Ale. The stuff works wonders.
If possible bring something inspirational with you to the race. When I did the “Slam” in 2003 I wore a shirt with pictures of all my nieces and nephews on the front. Hard to quit when you have them watching you part of the way. Finally I always bring a picture of my grandfather to gain inspiration from the toughest man both mentally and physically that ever walked the face of the Earth.
Top 5 one hundred mile races to consider as a first based on my personal experience.
1. Rocky Raccoon 100-Less than 5500 feet of elevation gain on soft easy terrain. The most difficult challenge is your own mind. 5-20 mile loops
2. Heartland 100-Minimum amount of elevation gain on gravel roads. No mountains or rough trails to traverse. Since the entire run is in the open prairie the most difficult challenge is dealing with the wide expanse of space before you. 50 mile out and back.
3. Javelina Jundred-Minimum amount of elevation gain run on hard packed sand in the Arizona desert. If given the respect is deserves as a 100 mile course it can be easy. If the ease of the course conditions is taken for granted it will eat you alive. The heat can be a major factor. 6-15 mile loops and 1-10 mile loop to finish.
4. Arkansas Traveler-Held in what I consider beginner mountains with a couple of difficult trail sections. Mostly ran on gravel roads. Excellent aid and organization. Should be used as a step up after doing one of the top 3 easier hundreds. Could be used as a first 100 too with the knowledge that a few more challenges exist. 16 mile loop and then an 84 mile out and back.
5. Vermont 100-Tame mountainous run held on mostly roads. Heat and humidity could be a major factor. Made my list of top 5 easiest strictly based on support alone. Aid stations approximately every 2 miles cater to your every need. Several loops in a race that starts and ends in the same location.
Warning: Ultrarunning is not for the faint of heart. If you have any questions or concerns about your health then you should consider another activity.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)