þriðjudagur, október 31, 2006

Það var heldur gott veður í Patreksfirðinum

  Posted by Picasa
Kom að vestan á sunnudagskvöldið eftir fínan túr. Það eina sem hefði mátt vera betra voru fleiri rjúpur. Það hafði snjóað slydduhroða í fjöllin rétt fyrir helgina og það gerði færðina verrri og líklega hafði fuglinn farið undan veðrinu. Þetta varð þó skammlaust þegar upp var staðið og ég held að gamlárskvöldsmatnum sé bjargað. Veðrið var eins gott og gat verið á þessum tíma og það er mjög gaman að pjakka einn upp á fjöllum við þær aðstæður. Ég gat dundað dálitið í húsinu og nú er næsta verkefni að fara að klæða á veggi þegar líður nær vori.

Þegar ég var á leiðinni niður dalinn heima sá eg mann sem stóð í vegkantinum og tók myndir með stórri linsu. Ég stoppaði hjá honum og tók hann tali. Þetta var ísfirðingur sem er búinn að búa í Los Angeles í tuttugu ár og hafði lært ljósmyndun þar. Hann hefur unnið þar sem brúðkaupsljósmyndari sl. 15 ár. Hann var að ferðast um Vestfirði í þeim tilgangi að taka myndir. Markmiðið hjá honum er að markaðssetja Vestfirði á vesturströnd Bandaríkjanna sem exclusívan ferðamannastað. Ég fékk nafnspjaldið hjá honum og ætla að vera í sambandi við hann á komandi vikum. Gaman verður að fylgjast með hvað úr þessu verður.

Mogginn klikkaði svolítið í gær. Á mbl.is var sagt frá kæru Vilhjálms Arnar sagnfræðings á hendur Extra Blaðinu vegna greina blaðsins um fjármálalega aðkomu íslendinga að atvinnurekstri í Danmörku. Danir höfðu skrifað um hvað íslendingarnir "på den forblæste klippe¢" hefðu á prjónunum og Mogginn þýddi þetta "á hinni vindsorfnu pappírseyju". Þetta er svona næsti bær við kryddsíldardæmið.

laugardagur, október 28, 2006

Ég hef ekkert hlaupið síðustu viku eftir að maraþoninu sleppti. Þetta verður vonandi ein af síðustu letivikunum um langa hríð. Ég ætla ekki að hafa það í ár eins og undanfarin ár að fara að byggja upp með hækkandi sól, heldur ætla ég að nota tvo síðustu mánuði ársins vel. Ekki mun af veita.

Í gær var viðtal við mann í kvöldfréttum sjónvarpsins sem er ákærður fyrir eignaspjöll. Fréttastofa sjónvarpsins sá ástæðu til að taka álnarlangt viðtal við hann þar sem hann fékk tækifæri til að flytja landslýð sína hlið málsins og sín rök. Ég hef ekki séð það áður í fréttum að sakborningar í slíkum málum fengju svona meðhöndlun hjá sjónvarpinu að þeir gætu flutt málsvörn sína allt að því í beinni útsendingu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart að þessi einstaklingur var ákærður fyrir eignaspjöll við Kárahnjúka. Það virðist vera heimilit að misnota ríkisfjölmiðlana endalaust í tengslum við gagnrýni á þá framkvæmd.

Heyrði í dag viðtal við leikstjóra sem er að setja upp leikrit. Leikritið á að fjalla um hvaða augum erlent fólk sem sest hér að lítur frumbyggja landsins og einnig áþað að lýsa samskiptum þes við heimamenn. Eins og leikstjórinn sagði þá á leikritið að leiða í ljós moldbúaháttinn í íslendingum í samskiptum við erlent fólk sem flytur til landsins. Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það svona lið sem snobbar takmarkalaust fyrir því sem erlent er og lítur niður á innlenda lýðinn. Ég hef sett mig niður í tveimur löndum, Svíþjóð og Danmörku. Vitaskuld gekk manni erfiðlega að skilja og tjá sig framan að í samskiptum við heimamenn en það kom allt. Að manni dytti í hug að álasa innfæddum fyrir bjálfaskap og moldbúahátt vegna þess að það skildi mann ekki kom ekki nokkrum manni til hugar. Það var vitaskuld manni sjálfum að kenna ef samskipti voru ekki eins greið og skyldi við heimafólk vegna þess að maður kunni málið ekki nógu vel. Þeir erfiðleikar minnkuðu eftir því sem maður lagði meir að sér að læra mál heimamanna. Sama lögmál á að gilda hér. Það á að gera skilyrðislausa kröfu til að það erlenda fólk sem ætli að setjast hér að og njóta gagna landsins og gæða með landvistarleyfi og ríkisborgararétti eigi að læra íslensku. Það er bara ekki flóknara. Annars gengur dæmið bara alls ekki upp. Því er út í hött að fara að byggja upp þjónustu við viðkomandi á tungu hvers og eins nema með allra nauðsynlegustu túlkaþjónustu í upphafi ef brýn þörf er á því. Að hefja útvarpssendingar á erlendum málum til að gera lífið auðveldara fyrir erlent fólk er fráleitt. Það frestar bara vandanum og gerir hann að mörgu leyti enn verri. Fjölmenningarliðið getur litið á það sem útnesja- og moldbúahátt íslendinga ef siðir og hefðir rekast á þegar erlent fók flytur til landsins. Ég geri ekki ráð fyrir að slást í þann hóp svo ég er á annarri skoðun.

Fer vestur á morgun og reyni að taka nokkrar rjúpur í leiðinni. Veðurspáin er heldur batnandi svo þetta sleppur vonandi allt til.

fimmtudagur, október 26, 2006

Halldór búinn að klára 100 km í Odense í fyrra

  Posted by Picasa
Umræðan um að halda alvöru hlaup hér heima er að þroskast og bara spurnig um hvenær teningunum verður kastað. Það hafa margir sagt við mig að þeir muni taka þátt í sex tíma hlaupi næsta haust (sem verður haldið) og það er góður áfangi til frekari átaka. Síðan eru einhverjir reiðubúnir að takast milliliðalaust á við 100 km hlaup, ekki spurning. Fjöldinn er ekki takmark út af fyrir sig í upphafi, það kemur með tímanum. Það voru ekki nema fimm hlauparar í fyrsta 100 M hlaupi á norðurlöndum sem haldið var í suður Svíþjóð um daginn. Í Bergen í Noregi var haldið 100 km hlaup fyrir skömmu. Þar lögðu 14 af stað og 10 skiluðu sér alla leið í mark. Sá sem sigraði (Helge Hafsås) hljóp á 6 klst og 50 mín. Hann æfir þannig að hann ýtir á undan sér þungum vögnum með kjötskrokkum á í 8 klst á degi hverjum (hann vinnur í sláturhúsi). Eftir vinnu fer hann út og hleypur 14 km á fullu gasi. Sá sem átti lakasta tímann hljóp á 10 klst og 57 cek. Þetta hlaup hefur verið af hæsta gæðafokki þótt það hafi verið fámennt.

Ég er ekki sammála því að það sé til bóta að hafa brautina hæðótta því ritarinn minnist á möguleikann á að halda hlaupið á Poweratehringnum. Brekkur taka í, sérstaklega þegar líður á. Það brýtur hlaupið alveg eins vel upp að ganga inn á milli á jafnsléttu en brekkur eru til erfiðisauka.

Það verður haldið 24 klst hlaup innandyra á Bislet leikvanginum í Osló í byrjun september. Brautin verður rúmlega 500 metra löng. Nú þegar eru komnir 47 þátttakendur en hámarkið er sett við 100. Gaman hefði verið að taka þátt í þessum viðburði en ég er ekki í standi til þess nú.

Ég var tekinn svakalega í gær. Var að fara á fund niður í Vík og þá víkur sér að mér maður og heilsar mér kunnuglega með tilvísan í þann tíma sem ég var sveitarstjóri fyrir norðan. Ég þekkti hann ekki og sagði honum það að ég væri ekki viss en hann vék sér undan því að koma mér á rétta leið. Síðan leiddi hann talið að gönguferðinni á Hvannadalshnjúk árið 1998 sem var dálítið dramatísk. Bæði varð félagi minn örmagna á Kaffiklettinum vegna ofþornunar og álags og síðan lentum við í snjóflóði á leiðinni niður af hnjúknum. VIð töluðum svolítið um atvikið á kaffiklettnum og ég sagði honum að áfallið hefði verið það mikið fyrir félaga Sigga að hann hefði gránað í vöngum og það hefði tekið hárið um það bil 6 mánuði að ná fyrri lit. Ekki áttaði ég mig enn á hvað maðurinn héti. Siðan fórum við yfir í að tala um snjóflóðið en þar lenti fararstjórinn Hermann í því að það skreið fleki undan honum á leiðinni niður af Hvannadalshnjúknum og hann fauk fram af ca 3ja til 4ra metra háum hjalla, annar í línunni kom niður á eftir honum, sá þriðji hékk á brúninni en franskir strákar sem vor aftastir hentu sér á ísaxirnar, keyrðu þær á kaf, stoppuðu skriðið og komu þannig í veg fyrir að stórslys yrði. Það sem gerði að þeir brugðust svona rétt við var að Hermann var búinn að fara yfir með okkur daginn áður niðri á jökli hvernig ætti að beita ísöxum í tilvikum sem þessum. Ekki grunaði okkur þá í blíðunni niðri að það væri skemmra en ætla mætti í að þessi kunnátta kæmi að notum. Ég sagði þetta vera dæmi um hvernig það gæti varnað slysförum þegar fararstjórar undirbyggju svona ferðir vel. "Gerði Hermann þá allt rétt" spurði maðurinn sem ég vissi ekki enn hvað hét. "Já" sagði ég, "Hermann gerði allt rétt" "Þekkirðu mig ekki enn" spurði hann þá heldur kankvís, "Ég er Hermann!!!" Helvíti fannst mér þetta fyndið en ég slapp fyrir horn. Hvernig á maður að þekkja menn aftur mörgum árum síðar eftir að hafa kynnst þeim með húfu niður fyrir eyru og í jöklaúlpu?!! Hann sagðist hafa lemstrast nokkuð við fallið, marist og tognað en ekki brákað bein. Í fyrra lentu menn í slysi á Hvannadalshnjúk við nákvæmlega sömu aðstæður, þá voru menn ekki eins heppnir því einn fótbrotnaði en aðrir slösuðust minna. Það er óskemmtilegt að vera með slasaða menn þarna uppi því langt er í hjálp.

þriðjudagur, október 24, 2006

Krummi að spökulera

  Posted by Picasa
Það er mikið rætt um löng hlaup og lengri hlaup. Það er mjög fínt. Ég hef trú á að það fjöldi verulega í 100 km félaginu á næstu árum. Það eru margir til kallaðir. Pétur Franzson var að velta fyrir sér leið fyrir 100 km. hlaup hérlendis þegar ég hitti hann í haustmaraþoninu. Í fyrra mældu einhverjir góðir menn út 100 km hlaupaleið á Suðurlandi. Ég held að leiðin hafi legið um allar lágsveitir Suðurlands. Ég er á þeirri skoðun að það þurfi að hafa hlaupið eins einfalt og hægt er í upphafi. Þegar mönnum vex ásmegin er hægt að færa út kvíarnar. Það er dáltíð fyrirtæki að manna drykkjarstöðvar á 100 km þar sem hver drykkjarstöð nýtist bara einu sinni. Ég vissi að þeir sem stóðu fyrir Borgundarhólmshlaupinu gáfust upp á því eftir árið 2004 en þá tóku aðrir við svo það félli ekki niður. Hlaupið í Odense er mjög einfalt. Þar eru hlaupnir tíu hringir og einungis tvær drykkjarstöðvar. Getur ekki verið einfaldara. Ég hef verið að velta fyrir mér hvar svona hlaupaleið er að finna því hún verður að vera nokkuð slétt. Svo fékk ég hugmyndina. Það er náttúrulega gamlárshlaupsleiðin. Hringurinn eins og hann er í dag er aðeins lengri en tíu km þannig að annaðhvort mætti leita leiða til að rúnna hann af eða hafa fyrsta hringinn styttri þannig að startið yrði ekki þar sem markið væri. Þetta er útfærsluatriði. Það yrði drykkjarstöð í miðbænum við ráðhúsið og síðan úti á Seltjarnarnesi. Eins einfalt og hægt væri. Það er umferð á stígunum þannig að það væri áhorf, alla vega um miðbik hlaupsins. Hámarkstími hlaupsins ætti að vera 13 klst. Þessu er varpað hér fram til skoðunar og íhugunar.

Feministarnir eru komnir á kreik og þá stendur ekki á fréttamönnum sjónvarpsins að stökkva til. Hinu yfirvofandi og dramatíska hungurverkfalli við Skólavörðustíginn hafði verið aflýst áður en það hófst sem betur fer fyrir glæpamennina en því miður fyrir fréttamenn því þar hefðu þeir getað spunnið þráðinn og fyllt hvern fréttatímann á fætur öðrum. Nú er listaverk á ferð í borginni. Bleikmálaðir 100 krónu peningar sem eru kallaðir hundraðkellingar. Frétt og viðtal við listakonuna. Nema hvað.

Nú er það eðlilegt að tungumál þróist með breyttum tímum. Slíkt gerist alltaf en hérlendis hafa menn reynt að stýra þróuninni dálítið. Vafalaust er það umdeilanlegt eins og allt annað. Mér finnst á hinn bóginn vera allt annað mál þegar pólitískir bókstafstrúarmenn eru farnir að reyna að breyta tungumálinu eftir eigin viðhorfum. Nöfn á ýmsum hlutum s.s. verkfærum hafa hafa verið kynjatengd gegnum tíðina. Ég veit ekki hvort það hallist á milli kynja. Það er til járnkall og sleggja. Hvortveggja harðneskjuleg járnverkfæri. Skófla og lykill. Hlaupastelpa er til. Gjaldmiðillinn heitir króna. Það er kvenkyns nafnorð. Eiga karlmenn að heimta að gjaldmiðillinn heiti króni?

Sólarupprás á sunnudegi

  Posted by Picasa

mánudagur, október 23, 2006

Vaknaði snemma í gærmorgun en skrópaði hjá Vinum Gullu. Fór þess í stað austur á Hellisheiði að taka myndir í sólarupprásinni. Það var ekki nógu gott því himininn var lítið skýjaður. Laugardagsmorguninn var mun betri hvað þetta varðar. Sólroðinn nýtur sín best þegar hann kemur upp undir skýjadreifina. Ég hefði betur asnast upp í Hvalfjörð þegar ég heyrði fréttirnar að taka myndir af komu Hvals 9. Það hefði verið gaman að eiga myndir af sögulegum atburði. Ég hef síðustu daga skipst á skoðunum við konu í Bandaríkjunum sem sendi mér orð á myndavefnum að nú gæti hún ekki heimsótt Ísland enda þótt hana langaði til þess. Hún hefur verið virk í hvalasamtökum sem fara út á haf og ættleiða hvali. Hún getur ekki heimsótt land sem drepur vini hennar að hennar sögn!! Þannig er nú það.

Ágæt umfjöllun á forsíoðu Fréttablaðsis í morgun þar sem fjallað var um hegðan barna í grunnskólum. Í 20% skolanna eru engin agavandamál, dálítil í um 60% og mikil í um 20%. Gaman væri að gera samanburðarrannsókn á skólastarfinu í þessum skólum og sjá í hverju ber á milli. Í fyrra skrifaði ég litla grein í moggann um skipulag kennslustunda í grunnskólum. Ég hafði skoðað stundaskrá dóttur minnar og sá að krakkarnir voru samtals 80 mín í kennslu samfellt án frímínútna. Ég þekki það vel bæði sem nemandi og sem kennari hvað athyglin er farin að dofna hjá fullorðnu fólki eftir 45 - 50 mínútur í kennslu hvað þá eftir 80 mín. Ég heim´sótti skóla í Finnlandi í fyrrahaust. Þar var skipulagið á þann veg að það er kennt í 45 mínútur og síðan 15 mínútna frímínútur. Alltaf, alla daga. Skólastjórinn sagði að það væri hreinlega bannað í Finnlandi að setja stundaskrá upp eins og ég lýsti stundaskrá dóttur minnar. Stundaskrá hennar var breytt eftir að greinin birtist en ég fékk nokkrar hringingar frá skólanefndarmönnum hér og þar á landinu þar sem fólk hafði farið að skoða skipulagið hjá sér og sá að það var kannski ekki allt með felldu í þessum efnum.

Í hádegisútvarpinu var margendurtekið að Sovétmenn hefðu bælt niður uppreisnina í Ungverjalandi árið 1956. Að bæla eitthvað niður er samkvæmt mínum málskilningi að beita mildi en ákveðni. Að berja eitthvað niður er sýnu sterkara orðalag. Að beita hervaldi til að geta kúgað aðra er enn sterkara orðalag. Ég get varla kallað það að bæla eitthvað niður þegar rauði herinn drepur hátt á þriðja þúsund manns og beitir vopnavaldi og herstyrk í því sambandi. Meðal annars er þjóðhöfðinginn tekinn af lífi af undirsátum sovétglæponanna. Það er ekkert annað en stríðsaðgerð með öllum þeim djöfulskap sem slíku fylgir. Ég geri ekki ráð fyrir að söguskýrendur telji að Vesturveldin hafi bælt niður aðgerðir Hitlers í seinni heimsstyrjöldinni.

laugardagur, október 21, 2006

Haustmaraþonið er búið. Þetta var fínn dagur, logn, sól og hiti rétt um frostmark. Kjöraðstæður á haustdegi þegar allra veðra er von. Svona er þetta yfirleitt þegar FM heldur þon. ég man eftir því úr einni af bókum Þórbergs að það mátti ganga að slagveðursrigninu vísri í denn tíð þegar Skautafélagið fór í útreiðartúr á sumrin. Svona líkar máttarvöldum misvel við íþróttagreinar. Fyrir marga er haustmaraþonið félagshlaup. Menn hittast og rúlla leiðina í rólegheitum, spjalla saman og bera saman bækur sínar. Tíminn er svolítið secúnder enda formið stundum ekki eins og á verður kosið. Svo var um mig í dag. Í raun var þetta hlaup prófraun á hvernig manni gengi í maraþoni miðað við minni en engann undirbúning. Ég hef næstum ekkert hlaupið af viti frá því í maílok nema sex tímahlaupið. Hlaupið var fínt. Framan af þá skokkuðum við Svanur, Sigmundur og Magnús frá Selfossi saman. Við bárum saman bækur okkar, töluðum um hlaup og upplifanir í þeim osfrv. osfrv. Seinni hluta hlaupsins töltum við Svanur saman. Hann hélt uppi hraðanum enda síungur. Hann er alveg búinn að ná sér að liðþófaaðgerðum þeim sem hann gekk í gegnum í fyrra en lítur nú á hvert maraþon sem bónus. Samt er hann að hugsa um 100 km hlaup. Ekki er að spyrja að þeim sem hafa fengið bakteríuna. Hann á vafalaust eftir að klára það. Mér leið vel allt hlaupið en þetta var ekki neitt afrekahlaup. Ég var ánægður með tímann enda ekki annað í stöðunni. Sigurður Hansen rann skeiðið á rétt rúmum 3 klst. Frábær tími. Jósep kláraði maraþonið á 3.15, algerlega æfingarlaus í löngum hlaupum. Ég hugsa að hann sé einn hæfileikaríkasti langhlaupari sem ég þekki en hann þarf að leggja alúð við undirbúinginn til að ná því út úr sér sem í honum býr. Hann er laufléttur og hraður en skortir reynslu og þarf að herða sig upp á löngum æfingum. Þórhallur lætur ekki deigan síga og kláraði á rúmum 3.20.
Þegar ég lá í grasinu eftir hlaupið og var að taka sólarhæðina með félaga Jörundi þá læsti sinadrátturinn sig í báðar fætur frá il og upp í klof. Ég þarf greinilega að sinna steinefnahleðslunni betur þegar farið er æfingalítill í löng hlaup. Maður á að bera virðingu fyrir maraþoni.

Þetta var fínn dagur. Takk fyrir mig.
Loksins fékk ég fréttir frá Höskuldi sem hljóp 100 Mílur í Kansas um síðustu helgi. Hann náði frábærum árangri, kláraði hlaupið á 25 klst, 47 mín og 40 sek. Hann varð í 27 sæti af 47 sem luku hlaupinu. Alls hófu 59 manns hlaupið en 12 hættu eða náðu ekki að ljúka því fyrir tilskilinn tíma. Fyrsti maður hljóp á 18 klst, 53 mín og 23 sek. Fyrsta konan varð í öðru sæti samanlagt á tímanum 18 klst, 54 mín og 19 sek. Þessi árangur hjá Höskuldi er mjög góður, bæði af því að hann sagði okkur um daginn hvað hann hleypur langt í viku hverri og það er ekkert svakalega mikið. Síðan má ekki gleyma því að hann lauk Ironman í apríl.

Haustmaraþonið á eftir. Veðrið gott og allt eins og það á að vera nema kannski formið. Að því loknu tekur við skipulagning næstu 12 mánaða.

föstudagur, október 20, 2006

Hann hlýtur að sjá eitthvað fyndið

 Posted by Picasa
Það var skemmtileg hugleiðing á síðunni hans Ásgeirs í gær þar sem hann er að skýra frá ssamræðum sínum við Marshall Ulrich sem er einn af þessum mönnum sem ekkert stenst fyrir. Hann leggur áherslu á hvað andlegi þátturinn sé mikilvægur við undirbúning að miklum verkefnum. Trúa á að maður geti hlutina og hve mikilvægt það sé að klára þá, segja frá fyrirætlunum sínum þannig að ekki sé til baka snúið og byggja síðan upp aga og alúð við æfingar. Skipuleggja hvert skref. Aldrei að hugsa um að maður geti ekki hlutina heldur að það sé einungis ein leið fær og hún er áfram. Hugsa um sett markmið og láta sig dreyma um síðustu skrefin yfir marklínuna. Í stórum dráttum þá er þetta álíka aðferðafræði og ég hef notað við fullorðin verkefni. Ekki veit ég hvort það hafi verið lykilinn að því að klára sett markmið en það er ljóst að ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér þá er eins gott að hætta strax og snúa sér að öðru. Vitaskuld verður ákveðið raunsæi að vera til staðar, en það er ljóst að þú stekkur aldrei lengra en þú hugsar.

Í gærkvöldi heyrði ég einn ágætan sjónvarpsfréttamann segja frá því með andköfum að fátæktin væri orðin svo mikil á Íslandi að kirkjan væri búin að setja upp styrktarsjóð fyrir ungmenni sem ekki gætu að öðrum kosti komist í gegnum framhaldsskóla. Er kreppan komin hugsaði maður. Nei vitaskuld er ekki svo. Atvinnuleysi er svo lágt að það er naumast hægt að tala um atvinnuleysi þegar það er komið niður í eitt komma eitthvað prósent. Það geta semsagt allir fengið vinnu sem vilja og geta unnið. Nú er það staðreynd að það er sama hvaða samfélag er skoðað að fólk getur lent í erfiðleikum, jafnvel svo miklum að það ræður ekki við þá. Slys, sjúkdómar, dauðsföll eða upplausn fjölskyldu af einhverjum ástæðum og þannig má áfram telja. Þetta gerist óháð efnahagsástandi hverju sinni en meiri líkur eru á slíkum áföllum þegar atvinnuleysi er mikið en þegar það er ekki neitt. Börn og unglingar lenda oft í erfiðri stöðu þegar fjölskylda sundrast eða aðrir atburðir gerast sem ekki eru viðráðanlegir. Sveitarfélögin veita fjárhagsaðstoð þegar fólk lendir í erfiðleikum. Það er virðingarvert að kirkjan eða aðrar hjálparstofnanir standi einnig við bakið á börnum og unglingum í slíkri stöðu til að gera þeim auðveldara að mennta sig og koma þannig undir sig fótunum. Samkvæmt viðtali við fulltrúa kirkjunnar var hér um að ræða 12 einstaklinga. Um var að ræða stuðning við bókakaup og strætómiða. Ekki stórir peningar þegar miðað er við peningaleg umsvif kirkjunnar í heild sinni.

Nú er það svo að það eru oft fleiri en einn flötur á teningnum. Það er giska auðvelt fjárhagslega fyrir unglinga í þéttbýli að stunda nám í framhaldsskóla þar sem hægt er að fara heiman að frá sér í skólann með strætó eða gangandi. Það er hins vegar miklu erfiðara fyrir börn utan af landi að sækja framhaldsskóla þegar þau þurfa að taka sig upp 16 ára gömul og fara að heiman. Það kostar nefnilega verulegan pening að halda sér uppi heilan vetur í leiguherbergi eða í heimavist. Ferðakostnaður er styrktur að hluta en ekki uppihald. Sem betur fer hefur framhaldsskólum fjölgað á landsbyggðinni á undanförnum árum þannig að það eru æ fleiri sem geta sótt skóla heiman að frá sér. Það eru hinsvegar ófá dæmin þar sem fjölskyldur hafa tekið sig upp og flutt í átt að skólanum þegar börnin voru komin á framhaldsskólaaldur vegna þess að bæði hafði fólk ekki efni á að kosta uppihald barnanna í öðru byggðarlagi og einnig vildu þau ekki senda þau frá sér aðeins 16 ára gömul. Það eru einnig ekki ófá dæmi þess gegnum tíðina þar sem krakkar hafa ekki getað haldið áfram skólagöngu eftir grunnskóla vegna þess að efni voru ekki til staðar til að kosta skólagöngu þeirra í framhaldsskóla fjarri heimilinu og þau því farið út á vinnumarkaðinn á unga aldri, alla vega um stundarsakir. Ég þekki það sjálfur að á sínum tíma voru ekki til peningar til að fjármagna skólagöngu fjarri heimilinu þegar maður var kominn á framhaldsskólaaldur. Það var bara þannig og þótti ekki tiltökumál. Maður tók þá tíma í að vinna og safna peningum til að geta haldið áfram í skóla. Svona hefur þetta alltaf verið og verður alltaf.

Það er hins vegar svo að þegar er hrópað "Úlfur Úlfur" í tíma og ótíma að þá er hlustað minna eða jafnvel ekki þegar virkilega er ástæða til þess að leggja við eyrun. Í þessu sambandi er ábyrgð fjölmiðla mikil eins og í svo mörgu öðru.

fimmtudagur, október 19, 2006

Monica Schultz, drottning 100 M hlaupanna

 Posted by Picasa
Otto Elmgart hefur hlaupið margar ultravegalengdir og þar á meðal Spartathlon. Hann skrifar hér fínan pistil um reynslu sína í ultrahlaupum.

As I write this, I sit at the Marble Stadium in Athens, site of the 1896 Olympics. It was also the site of my ultra debut, almost ten years ago. The day before yesterday, I had my greatest success in ultra running so far: finishing Spartathlon in 31:45. It is time to reflect on what I have learned from the starting line of Athens International 100 km Road Race in 1997 and to the King Leonidas statue in Sparta two days ago.

Eat, drink, and be merry
In the standard marathon, you learn to drink. In an ultra, you learn to eat. Eating is essential and the stomach becomes a part of the running apparatus. A conflict appears. You need blood in your stomach in order to process the food. You need blood in your legs in order to run. You will have to slow down or the body will make you. In a long run, digestion becomes just as important as feet, muscles, and sweating, and it is not just a matter of putting food into your mouth.A long ultra is a mental race. You need a lot of positive attitude in order to finish, because you will always have plenty of reasons to quit. On the other hand, the physical exhaustion brings forward strong emotions. One vivid memory from my ultra debut in 1997 is from the end of the race. The evening was approaching. It was getting cooler. I was entering a small village. The traffic noise resided and I could hear the birds singing. At that time, it dawned upon me that I would probably finish. That feeling of fulfillment, in combination with physical exhaustion, is the reward of the ultra runner.

Pacing: Beginning vs. End
A long ultra is a strategic race. Pacing is an important ingredient to success. The meaning of pacing changes throughout the race. In the beginning, pacing is about not going too fast. The heart rate monitor is an excellent tool. The excitement in the start and the crowd will make your perception of speed and effort distorted. I find it worthwhile to include regular walks from early on. I rather have planned walking in the beginning of the race than forced walking at the end. A five-minute walk every hour decreases the strain on your legs substantially and facilitates digestion.At later stages in the race, pacing means keep the speed up. The ability to do so will depend on how fast you went in the early stages. However, it is important to be flexible. Rather increase the length or frequency of planned walk breaks, than having a too ambitious regimen that breaks down. A sense of failure costs a lot of energy and makes you more likely to quit.The salt of the earth and the light of the worldI learned about electrolytes the hard way.

Two years ago, I did my first attempt on Spartathlon.
The first day and the night went really well. But in the wee hours of the second day, I noticed something strange. Whenever I drank, I needed to urinate shortly after. With the arrival of the new day and the heat, things turned worse. At the 202 km checkpoint, I was hot and shivering at the same time. Since I had promised my family to be careful, and now did not understand what was happening to my body, I signed the paper confirming that I was no longer in the race. DNF.I had experienced hyponatremia, i.e. sodium deficiency. I was poorly acclimatized to heat and was wearing a black t-shirt and black short tights. I was sweating out a lot of precious salt and did not replace it. When the body finds that your blood sodium level is low, it decides to get rid off water in order to keep the balance right. That was me pissing. In the end, I was low on sodium and dehydrated at the same time. Hyponatremia is potentially fatal. Few people know that you can poison yourself to death by drinking water.

Dehydration:
The root of many evil
In the long races that followed, I was more careful. I switched to light colored and loose fitting clothes that would allow for heat dissipation. I took salt tablets regularly. Then I experienced a new kind of problem. Digestion acted as a speed limit. In order to keep up the speed, I needed to eat and drink a lot. I did not dare drinking a lot without taking the salt. But when I did, I found myself vomiting by the side of the road. I was between a rock and a hard place. In order to run, I needed to ingest food, water, and salt, but that combination would not stay.It took me three 24-hour races to resolve the puzzle. In the last one, I realized that salt did not cause vomiting, it merely triggered it. The underlying cause for nausea and digestion problems was mild dehydration. The solution was to stay well hydrated, digestion would then sort out itself.

Spartathlon:
The comeback
In this year’s Spartathlon, I had the opportunity to use all my experience. Pacing was good. I passed 40 km in 4:00 hours and left the first major checkpoint at 81 km with a full stomach after 8:56. I kept on running through the evening and the night with a positive attitude, enjoying every section of the race. Only after twenty-four hours, when I was approaching the point where I dropped out last time, did my spirits fall. Determined not to quit this time, I pushed on through the heat of the second day and managed to keep up the pace. Slowly but surely, kilometers accumulated and soon enough, there was only the very long descent down to Sparta left. With the prospect of finishing below thirty-two hours, I found the motivation to keep on running. I was exhausted when I reached the King Leonidas statue in Sparta, but the feeling of accomplishment was far greater. I had managed to use experience, training, and discipline to succeed.

Eyðibýli á Stokksnesi

 Posted by Picasa
Það var glæsilegt að sjá Hval 9 sigla út úr Reykjavíkurhöfn í gær í blíðunni. Að vísu gekk ferðin eitthvað brösótt hjá honum til að byrja með en fall er fararheill. Það er kominn tími til að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju. Hrefnuveiðar voru blómlegur atvinnuvegur á nokkrum stöðum á landsbyggðinni hér áður en það hrundi allt þegar alþingismenn þorðu ekki að mótmæla hvalveiðibanni hvalveiðiráðsins. Vonandi nær þetta að rísa upp á nýjan leik. Alveg var merkilegt að hlusta á fréttir í dag. Alltaf skyldu fréttamenn segja fyrst frá mótmælunum en síðan hunduðust þeir til að skýra frá því að fjölmörg ríki styðja ákvörðun íslendinga.

Það voru enn ein mótmælin í gær. Sjónvarpið mætti á staðinn, nema hvað. Nú voru það glæpamennirnir í steininum á Skólavörðustígnum sem hótuðu því að fara í hungurverkfall ef þeir fengju ekki epladjús með matnum og meira að borða af eplum og appelsínum. Það vantaði ekki að sjónvarpið tók álnarlangt viðtal við einhvern dólginn þar sem hann skýrði þessar kröfur út í ítarlegu máli. Þeir höfðu að vísu ekki rætt við fangelsisyfirvöld og beðið um djús og appelsínur áður en þeir hótuðu að fara í hungurverkfall. Skyldu þeir ekki mega það. Ég hefði nú látið þá hafa neitað að borða grautinn í svona viku áður en það væri orðið fréttnæmt. Ætli þeir hefðu haldið út dag eða tvo. Kannski það ,en örugglega ekki meir. Það er makalaust hvað þetta lið á fréttastofu sjónvarpsins býður okkur upp á sem erum lögþvinguð til að borga þeim kaup. Mér er sem ég sæi fréttastofur í nálægum löndum hlaupa svona upp til handa og fóta út af svona rugli. Ég veit ekki hvað það mætti vera vitlaust svo RÚV væri ekki mætt í viðtal ef það héti mótmæli á annað borð. Nema Helgi H. Hann fær ekki viðtal og mótmælir hann þó upp á hvern dag. Hvers á hann að gjalda?

Fór út í góðan hring í kvöld. Kalt en besta veður. Ég hef ekki séð á vefnum enn hvernig Höskuldi gekk á helginni, en þá ætlaði hann að takast á við 100 M í Kansas. Það kemur vonandi í ljós sem fyrst. Gott viðtal við Guðmund í Mogganum í morgun. Virðingarvert hjá Mbl að skýra frá þáttöku íslendinga í 100 km hlaupum. Það eru ekki lakari fréttir en margt annað.

Sá í morgun að það eru einhverjir glöggir kennslufræðingar komnir á þá skoðun að gamla bandprjónsaðferðin er líklega best við lestrarkennslu. Sísí á s. Ási á á. Á tímabili voru hinir sjálfskipuðu fræðingar í kennslu svo vissir um eigið ágæti að þeir jafnvel óskuðu eftir því að foreldrar reyndu ekki að kenna börnum sínum að lesa áður en börnin kæmu í skólann, því það væri gert á vitlausan hátt og gæti verið barninu skaðlegt. Niðurstaðan er ótvíræð, lestrarkunnáttu hefur hrakað og bóklestur minnkað.

þriðjudagur, október 17, 2006

Óli vitavörður að halda ræðu

 Posted by Picasa
Það kólnaði skarpt í gær. Það minnti mann á að það er einu sinni kominn miður október og rétt rúmir tveir mánuðir til þess að dag tekur að lengja enn einn ganginn. Fór ekkert út að hlaupa í garranum.

Gaman að horfa á myndina um Höfðafundinn fyrir 20 árum síðan. Framkvæmd hans hefur vafalaust verið stórvirki út af fyrir sig. Ég bjó þá í Danmörku og man vel eftir því hve danskir frettamenn lögðu kolhúfur yfir því að Reagan og Gorbasjoff skyldu ætla að hittast uppi á Íslandi. Hvað áttu þeir svo sem þangað að sækja? Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Ca fjórir unglingar mótmæltu því á Austurvelli í gær að ríkisstjórnin ætlaði að bræða jöklana (eða svo var á þeim á skilja). Sjónvarpið mætt á staðinn!!! Ekki kemst Helgi Hóseasson í fréttirnar og stendur hann þó með spjald upp á dag hvern. Yfirleitt mættur út á Langholtsveg upp úr kl. 6.00 að morgni. Maður man eftir fréttum af mótmælum með tveimur þátttakendum (tvisvar), fjórum og fimm. Skyldi vera erfitt að fylla upp í fréttatímann?

mánudagur, október 16, 2006

Við höfnina á Höfn

 Posted by Picasa
Sleppti morgunhlaupinu í gærmorgun því mér leist ekkert á veðrið. Rigning og rok er eitt versta hlaupaveður sem til er. Þess í stað fór ég út í gærkvöldi eftir Spaugstofu og tók létt hlaup út í Nauthólsvík. Léttur og nokkuð brattur. Fór svo í morgun niður í Laugar og tók um 20 km með vinum Gullu. Svolítið stirður eftir gærkvöldið, því það hefur verið lítið hlaupið að undanförnu. Maður reynir þó að fara haustmaraþonið svona upp á félagsskapinn.

Ég fór á viktina í gærmorgun. Viktin sýndi 81,5 kg, samanborið við um 88 kg í júlíbyrjun. Breytt mataræði sem meðal annars felur í sér því sem næst bann við óþörfum kolvetnum hefur haft þessi áhrif. Ég næ kolvetnaskammtinum með góðum hafragrautardisk og hunangi á morgnana en annars eru þetta kjöt, fiskur, ávextir og grænmeti. Sælgæti, kex og kökur eru alger bannvara. Ég ætla að fara niður í um 80 kg fyrir áramót og þá er ég orðinn góður.

Fór í mesu í dag með Maríu. Hún er að fylla upp í fermingarkvótann. Pálma mæltist vel að vanda enda þótt fjölmiðlar væru ekki á staðnum í leit að frétta efni. Hann talaði hvorki um málefni samkynhneigðra né Kárahnjúkavirkjun. Hann ræddi hinsvegar um málefni aldraðra og aðbúnað þeirra öldrunarheimilum. Hann sagðist þekkja dæmi þess að ef einstaklingur missti maka sinn þar sem þau hefðu búið saman þá væri ekki búið jarða þann látna þegar búið væri að setja ókunnuga manneskju í plássið. Mér er sem ég sæi mann sjálfan ef stjórnvöld settu ókunnuga manneskju í húsið ef eitt herbergi losnaði bara si svona. Hann sagðist þekkja annað dæmi þess að einstaklingur fengi 34 tegundir lyfja vegna þess að lyfjagjöf væri ákveðin af fleiri en einum aðila og engin tengsl þar á milli. Það hljóta að vera alveg stálhraustar manneskjur sem þola 34 lyfjategundir á dag. Það er hins vegar flestum sama um þessi mál þar til kemur að einhver þeim nákominn lendir í þessari stöðu og menn reyna ástandið á sjálfum sér eða sínum skyldmennum.

Nokkrir drengir (3 - 5) voru að mótmæla veru herskips í höfninni í dag og vitaskuld voru fjölmiðlamenn mættir. Nema hvað, þarna voru mótmæli. Drengirnir mótmæltu veru skipanna hástöfum og það var í lagi meðan þeir töluðu fyrir sjálfan sig. En þegar þeir fóru að tala í nafni þjóðarinnar þá var mér nóg boðið. Mótmæli eiga fullan rétt á sér en mótmælendur geta ekki talað fyrir aðra en sjálfan sig. Ég hef ekki gefið neinum leyfi til að tala fyrir mig hvað varðar þessi skip og óska eftir því að fá að halda þeim skoðunum fyrir mig. Fjölmiðlagreyin gleypa þetta hinsvegar allt hrátt eins og venjulega ef mótmæli eru á ferðinni. Það er alveg makalaust hvað þröskuldargildið er lágt hérlendis með að komast í fréttir eða í aðra umfjöllun fjölmiðla. Ef tveir menn koma saman og segjast vera mótmæla einhverjum skrattanum þá er liðið mætt með myndavélar og microfóna. Hvar eru fréttastjórarnir?

IKEA var að opna búð. Gott mál fyrir þá sem þurfa á vörum frá þeim að halda. En að reyna að skapa einhverja þjóðhátíðarstemmingu í fjölmiðlum vegna þess að það sé opnuð búð og samkvæmt þeim sé enginn maður með mönnum nema hann sé búinn að fara í nýju IKEA búðina er náttúrulega hreint út sagt idjótiskt.

föstudagur, október 13, 2006

Kom frá Höfn í Hornafirði í kvöld. Á Höfn var haldið hafnasambandsþing í gær og dag og var það hin ágætasta samkoma eins og áður. Í gær húðrigndi þannig að skoðunarferðin fór að mestu fram fyrir luktum gluggum en það var allt í lagi. Fólk hittist og hefur um margt að tala. Félagslega hliðin er ekki síður mikilvæg á svona þingum en hin faglega. Í gærkvöldi reið svo yfir sannkallað þrumuveður og sló eldingum niður í einhverja bæi svo skemmdir hlutust af.

Ég fór út á Stokksnes eftir hádegi í dag. Þangað hef ég ekki komið áður. Það er orðið lítið eftir af umsvifum ratsjárstofnunarinnar sem þar var staðsett. Nokkur loftnet, ein kúla og svo skiltið við hliðið þar sem aðgangur er bannaður að svæðinu. Það er fallegt þarna fram á nesinu og maður þarf að koma þarna út eftir aftur í bjartara veðri, ganga svolítið um og taka myndir.

Ég fór á landsleikinn á miðvikudagskvöldið og tók myndir fyrir fótbolta.net. Það fór betur með veður en á horfðist. Synd að strákarnir skyldu ekki ná stigi úr leiknum því þeir léku flestir hverjir vel allann leikinn og börðust vel. Skor í neðanverða slána, niður og út á lokamínútunum sýnir að íslenska landsliðið átti ekki að ná neinu út úr þessum leik. Ekki verður hjá því komist að minnast á áhorfendurna. Það mátti halda að það hefði verið komin ísöld á bekkjunum. Það er helvíti hart að láta 30 svía taka yfir völlinn þegar yfir 8000 manns eru mættir. Svíarnir sungu og skemmtu sér allann tímann og yfirgnæfðu íslendingana langtímum saman. Á danaleiknum var þó trommusveit til að keyra upp taktinn en slíkt var ekki á vellinum á miðvikudaginn. Stákarnir voru að reyna að biðja um stuðning, þá kom smá glæta en svo koðnaði allt niður aftur. Það ætti að vera metnaður KSÍ og vallarstjórnar að byggja upp sem mesta stemmingu á vellinum þegar aðsóknin er svo góð sem raun ber vitni. Þarna vantar eitthvað á. Að lokum má minna á að veggjakortið er enn inni á veggnum umhverfis völlinn. Þetta er náttúrulega til háborinnar skammar, ekki bara fyrir þá sem eiga að hafa umsjón með vellinum heldur fyrir íslendinga yfir höfuð. Mér finnst veggjakrot inni á þjóðarleikvangnum vera svipað og ef búið væri að krassa út Dómkirkjuna, Alþingishúsið eða Ráðhúsið. Þeir sem ráða á Laugardalsvellinum eru greinilega á öðru máli.

þriðjudagur, október 10, 2006

Once upon a time...

 Posted by Picasa
Var fyrir vestan um helgina og kom í bæinn a sunnudagskvöldið. Jón Sigmar smiður og Haukur bróðir komu einnig með. Það gekk allt upp sem ætlað var, við settum grindur að veggjum í húsinu svo nú er renesancetímabilið hafið fyrir alvöru. Nú verður farið að setja panelinn á veggina svo þá fer að komast mynd á húsið að innanverðu á nýjan leik. NBæsta stórátak er að koma vatni í það og ganga frá hreinlætistækjum. Þegar það er búið er hægt að fara að vera þarna í góðu yfirlæti og dunda við að byggja upp á nýjan leik.

Keyrði Skarðsströndina á leiðinni suður. Hef oft hugsað um að taka þennan krók en aldrei látið verða af því vegna ímyndaðs tímaskorts. Ég fór fyrir Klofning þegar ég var 10 ára gamall og síðan ekki meir fyrr en á sunnudaginn. Þetta er heldur skemmtileg leið og ég þarf að fara hana aftur í bjartara veðri til að taka myndir. Á þessum slóðum eru hvað mestar líkur að sjá erni af þjóðvegi fyrir áhugafólk um slíka hluti.

Það er stundum pínlegt að heyra fólk tala í gegum sjálfan sig. Í gær kynnti ríkisstjórnin áform um lækkun virðisaukaskatts á matvælum og fleiri aðgerðir sem eiga að lækka matvælaverð. Gott mál fyrir flesta nema bændur eru svolítið áhyggjufullir. Tekið var viðtal við einn ágætan mann um málið. Í upphafi viðtalsins hræddist hann mjög að kaupmenn myndu hirða alla lækkunina þannig að neytendur fengju ekki neitt í sinn hlut. Í annan stað óttaðist hann að þessi aðgerð myndi vera verðbólguhvetjandi þ.e. að matarverð myndi lækka svo mikið að neytendur hefðu miklu meiri peninga milli handanna eftir en áður svo þeir færu að kaupa allan skollan fyrir þá peninga sem þeir keyptu mat fyrir áður. Þá allt í einu áttu kaupemnnirnir ekki að hirða alla lækkunina. Svo kom flokksformaðurinn og sagði að það væri alls ekki nóg að gert og lækkunin þyrfti að vera miklu meiri. Hverju á maður að trúa?

Súla í Viðey!! Friðarsúla í Viðey. Hvað hefur Viðey gert af sér til að verðskulda þetta? Það má vel vera að einhverjum finnist þetta sniðugt að fólk sem vill láta bera á sér reisi ljóssúlu í Viðey á okkar kostnað með að fyrir augum að súlan stuðli að friði í heiminum. Af hverju segir enginn við keisarann að hann sé ekki í neinum fötum. Ef svona súla gerir gagn þá á fyrst og fremst að reisa hana nálægt Hvíta húsinu í Bandaríkjunum svo forseti Bandaríkjanna hverju sinni geti gjóað á hana augunum þegar hann er að grípa í sig morgunskattinn. Afsteypu mætti reisa nálægt Kreml. Einnig mætti hafa færanlega súlu sem væri sett niður á mestu átakasvæðum hverju sinni s.s. í Írak og Darfur í augnablikinu. En að staðsetja hana úti í Viðey þar sem er nokkuð öruggt að það sér hana ekki nokkur maður. Skyldi frú Ono ekki hafa heyrt um Kárahnjúkavirkjun áður en hún dásamaði hvað vatnið væri mikill drifkraftur í þjóðarbúskap íslendinga? Að lokum finnst mér afar frumlegt af fréttakonunni að spyrja frú Ono spurningar sem hún hefur verið spurð að a.m.k. hundraðmilljónsinnum eða hvort hún hafi splittað upp Bítlunum, nær fjörutíu árum eftir að meintur atburður átti sér stað. Vitanlega sór sú gamla af sér alla ábyrgð á því enda málið löngu fyrnt.

föstudagur, október 06, 2006

Fyrrum verbúð á Selatöngum

 Posted by Picasa
Jens Guð er mikill poppfræðingur. Hann kenndi mér einu sinni skrautritun norður á Raufarhöfn. Sú þekking hefur komið að góðu gagni. Það var svolítið lúnkinn pistill eftir hann í Fréttablaðinu í morgun þegar hann var að spjalla um meintan framgang Nylon í Bretlandi. "Nylon í efsta sæti í Bretlandi" hljóðaði forsíðufyrirsögn í Fréttablaðinu á dögunum. Jens Guð sá af skarpskyggni að það var ekki breski listinn sem um var að ræða heldur einhver smálisti sem mætti jafna við vinsældalista og dreifingarsvæði hjá Útvarp Kántríbæ (með fullri virðinu fyrir því ágæta útvarpi). Það virðist sem svo að Garðar Hólm sé alltaf á ferðinni.

Maður veltir stundum fyrir sér á hvaða lúxusferð samfélagið sé. Þegar ýmsir kröfuhópar vilja sækja á ríkisvaldið þá er æði oft miðað við það sem best er og flottast gert í nálægum löndum. Það er leitað þar til besta (og yfirleitt dýrasta) útfærslan finnst og síðan er tekið til við að hamra járnið í fjölmiðlum. Það er bara vonandi að farmiðinn á lúxusfarrýminu gildi ekki bara hluta af leiðinni. Ég var á dögunum að ræða við forseta bæjarstjórnar í Bolungarvík. Bolungarvík er tæplega 1000 manna pláss sem hefur átt nokkuð undir högg að sækja á undanförnum árum. Hún sagði að hjá sér ynni þýsk kona sem væri nýflutt til landsins en áður vann hún við kennslu í Þýskalandi. Sú þýska átti ekki orð yfir þeim lúxus öllum sem var til í grunnskólanum í Bolungarvík miðað við þær aðstæður sem þýskum börnum er kennt við. Nú hef ég ekki trú á að grunnskólinn í Bolungarvík skeri sig nokkuð frá öðrum svipuðum grunnskólum á landinu. Við erum bara svona vön því að heimta og fá alltaf það besta að okkur finnst sjálfsagt að hafa þann standard og ekki í frásögur færandi. Það er ekki fyrr en utanaðkomandi benda manni á að þetta sé kannski ekki alveg sjálfgefið að augu manns opnast.

Fer í fyrramálið vestur á Rauðasand og verð þar yfir helgina. Held að veðurspáin sé þokkaleg.

fimmtudagur, október 05, 2006

Séð yfir Látra í Aðalvík á Hornströndum

 Posted by Picasa
Ég las nýlega viðtal við Gunnar Fæhn, norskan ultrahlaupara. Hann var annar tveggja norðmanna sem gerði atlögu að 100 mílna beltissylgju í Bandaríkjunum í sumar - án þess að ná settu marki. Hann fer í viðtalinu yfir helstu atriðin sem gerðu það að verkum að þann náði ekki því sem stefnt var að. Hann var í fínu formi, betra formi en þegar hann hljóp maraþon á 3.06 klst fyrir nokkrum árum síðan. Það var því ekkert út á undirbúninginn að setja. Einnig var skrokkurinn í fínu lagi. Það sem hann sér eftir á að klikkaði hjá honum var undirbúningur fyrir smáatriðin. Það var meðal annars að lesa meira um hlaupið þannig að það væri eins fátt og mögulegt var sem kæmi á óvart, lesa reynslusögur annarra hlaupara, sérstaklega þeirra sem mistókst að fara allt hlaupið og stúdera leiðina þannig að hann vissi eins og hægt var við hverju var að búast. Hann var með of mikinn farangur (fullan úlfaldapoka) og hann tafðist við að fylla á pokann á drykkjarstöðvunum. Mínútur hér og mínútur þar telja þegar saman er talið. Hann kom of seint á staðinn þar sem hlaupið fór fram þannig að hann var ekki búinn að venjast aðstæðum, hvorki hæð eða mataræði.

Það er fróðlegt að lesa svona frásagnir. Það staðfestir það sem ég hef reynslu af að það verður að taka svona hlaup sem eina stóra samfellu. Undirbúningurinn sjálfur er einn fóturinn undir stólnum en hinir verða einnig að vera nokkuð jafnlangir svo hægt sé að sitja á honum. Smáatriðin sem manni finnst ekki skipta svo miklu máli úr fjarlægð geta orðið að aðalatriðum þegar á hólminn er komið. Þá skiptir allt máli. Það er ekki hlaupið út í búð ofan úr fjöllum ef eitthvað vantar.

Gunnar er með kenningu um að allir sem hlaupa maraþon á um og undir fjórum tímum eigi að geta klárað 100 mílna hlaup með skynsemi. Tíminn sem fer í 100 M hlaup er ca 7 sinnum maraþontíminn (þar sem heildarhækkunin er ekki óhófleg) samkvæmt hans kenningum. Hann reiknar með 4 klst á fyrstu 40 km, 10 klst á fyrstu 80 km og 24 klst á 160 km. Þar til viðbótar reiknar hann með hálftíma til viðbótar á hverja fimm hundruð metra hækkun. Því eiga að vera 6 klst til að hlaupa upp á hvað hækkunina varðar miðað við að tímamörkin séu 30 klst og hækkunin ekki óhófleg. Það má reyndar ekki gleyma því að lækkunin tekur í ef hún er löng og samfelld. Þetta eru áhugaverðar pælingar.

Hlustaði á auglýsingu frá Umferðarráði í útvarpinu í morgun. Skrifið á vefinn og lofið bót og betrun í umferðinni. Til hverra skyldi svona auglýsingar ná? Ekki til undirritaðs. Ég hef að vísu fengið sekt fyrir hraðakstur en það hefur helst verið fyrir að skríða rétt yfir leyfilegan hámarkshraða sem flokkast ekki undir ofsaakstur. Hvað ætli yrði gert ef einstaklingar sem væru nýkomnir með byssuleyfi gengju um skjótandi í allar áttir og lentu svo í því að hitta einhvern ókunnugan alveg óvart? Hvað ef menn væru kastandi hnífum í allar áttir sér til gamans og yllu með því óhöppum o.s.frv. Ætli yrði ekki gripið inn í með viðeigandi aðgerðum hraðar en hratt. Ég sé í sjálfu sér engan mun á að nota bíl sem drápstæki frekar en byssu. Hvorutveggja eru ágæt tæki til síns brúks en ekki sama með hvernig er farið.

miðvikudagur, október 04, 2006

Kirkjan í Krísuvík

 Posted by Picasa
Fór í gærkvöldi á kynningarfund í Fókusi, félagi áhugaljósmyndara. Hann var haldinn í Faaxafeninu svo það voru hæg heimatökin. Horfði þess vegna ekki á eldhúsdaginn í sjónvarpinu sem maður hefði einhvern tima látið ganga fyrir öðru. Fókus er skemmtilegur félagsskapur. Þar hittist fólk sem hefur áhuga á ljósmyndun, fræðir hvert annað, fer saman í ljósmyndaferðir lengri og styttri, stendur fyrir sýningum og útgáfu árbókar, heldur úti vefsíðu o.s.frv. o.s.frv. Á vegum félagsins er staðið fyrir fræðslufundum þar sem bestu ljósmyndarar landsins koma og láta drjúpa úr viskubrunni sínum til áhugasamra sem fæstir hafa lokið neinum prófum í ljósmyndun heldur vopnast áhuganum á ljósmyndun einum saman. Pálmi Guðmundsson stjórnar þessu eins og herforingi en hann stóð fyrir stofnun Fókuss fyrir einum 7 árum síðan. Ég fór í fyrra á námskeið til Pálma upp í Mosfellsbæ og það opnaði fyrir mér margar gáttir í notkun myndavélarinnar. Það fyrsta sem hann kenndi okkur var að nota aldrei "Auto" takkann. Ég hef ekki notað hann síðan. Vefsíðan hjá Fókus er www.fokusfelag.is og vefsíðan hja Pálma er www.ljosmyndari.is

Ég er að leita að þriðja erindinu. Það kemur fyrr en síðar.

þriðjudagur, október 03, 2006

Haust á Þingvöllum

 Posted by Picasa
Scott Jurek sigraði í Spartathlon sem haldið var á föstudag og laugardag nú fyrir helgina. Hann hljóp vegalengdina milli Spörtu og Aþenu á 22.52 klst. Leggurinn er 240 km og er yfir fjall að fara á leiðinni. Þessi tími er fimmti hraðasti tími í sögu hlaupsins og Scott er annar hraðasti hlauparinn í sögu þess en grískur hlaupari Yannis Kouros hljóp fjórum sinnum á ótrúlegum tíma á árunum milli 1983 og 1990. Besti tími hans var 20.25 klst. Scott hafði með sér hvorki meir eða minna en þrjá meðhlaupara til að halda uppi hraðanum í hlaupinu. Er það í fyrsta sinn sem það er gert og sýnist sitt hverjum um það. Hann er fyrsti bandaríkjamaðurinn sem sigrar í þessu mikla hlaupi sem er mesta hlaup Evrópu. Það er haldinn sérstakur listi á heimsvísu yfir þá sem bæði hafa hlaupið Western States og Spartathlon. Ég veit ekki nákvæmlega hvað það eru margir sem hafa hlaupið bæði hlaupin en þeir eru innan við 20.

Nokkrir góðir hlauparar frá Norðurlöndunum voru með. Eiolf Eivindssen hljóp á góðum tíma eða rúmum 33 klst. Kim Rasmussen, sem varð 10 í fyrra þurfti að hætta og sama mátti segja um Kjell Ove Skoglund. Eiolf þurfti að hætta í fyrra en nú gekk allt upp hjá honum. Það er greinilega ekkert gefið í þessum málum. Um helmingur hlauparanna sem lögðu af stað komst alla leið undir tímamörkum sem eru 36 klst. Frekar heitt var fyrri daginn eða um 30 oC.

Herinn fór nú rétt fyrir helgina. Adjö. Merklegt hvað manni fannst það skipta litlu máli nú eins og hersetan var mikið mál hér á árum áður. Reyndar má segja að það er ánægjulegt að það sé svo friðvænlegt í okkar heimshluta að það þurfi ekki lengur hervarnir á landinu. Staksteinar í Mogganum sendu herstöðvaandstæðingum kveðju á laugardaginn í tilefni dagsins. Auðvitað er alltaf umdeilanlegt hvað er og hvað er ekki. Ég held hins vegar að mönnum væri hollt að lesa þriðja erindið í bálknum sem oft var kyrjaður á árum áður undir laginu Waltzing Mathilda (og var enn sunginn á sunnudaginn) og velta fyrir sér hvað menn voru að meina með svona samsetningi. Var þetta bara rímleikur eða trúðu menn þessu í alvörunni? Ég man hins vegar vel eftir því hér á árum áður að hafa t.d. staðið í þrætum við fólk sem hafði séð ljósið í Albaníu sem fyrirheitna landið með Hoxa sem hinn mikla leiðtoga lífs síns. Þegar maður vildi ekki samþykkja ótuggið að þarna væri komið framtíðarlandið var maður náttúrulega bara kallaður helvítis asni og eitthvað þaðan af verra. Svona var þetta hér í denn.

Í æfisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þórbergur skráði svo vel kemur Árni meðal annars inn á hvernig Snæfellingar töluðu um þá sem þeim var illa við. Þeir sögðu að ef þú vildir tala illa um einhvern þá ætti alltaf að láta eitthvað gott fylgja með bakmælginni því þá yrði þér betur trúað. Mér kom þetta í hug þegar ég hlustaði á við talið við Ómar a sunnudagskvöldið þegar hann sagðist hafa þurft að láta eina og eina góða frétt fljóta með til að honum yrði betur trúað þegar hann fjallaði um framkvæmdirnar við Kárahnjúka.

Ég hef verið að hlusta á Þorleif Friðriksson sagnfræðing flytja erindi um Pólland undanfarna laugardaga. Þorleifur var fararstjóri í ferð sem ég fór til Krakow í fyrra og fékk maður þá smá innsýn í þann gríðarlega fróðleik sem hann býr yfir varðandi land og þjóð. Þvílíkar hörmungar sem þessi þjóð hefur gengið í gegnum á liðnum öldum. Ég er ekki maður til að endursegja það sem Þorleifur hefur verið að fara í gegnum en mæli með erindum hans. Rás 1 um miðjan dag á laugardögum.

Gestur Einar er kominn í morgunútvarpið á Rás 2. Gott, þá getur maður farið að hlusta á það aftur en það hef ég ekki getað síðan Magnús Einarsson hætti.

mánudagur, október 02, 2006

sunnudagur, október 01, 2006

Ekkert hlaupið í gær. Fór austur á Þingvöll seinnipartinn til að taka haustlitamyndir. Veðrið var fínt og fór batnandi. Um kvöldið fórum við upp á Skaga í fertugsafmæli Eydísar og Þorkels. Þau eru ein af góðum vinum okkar frá Raufarhöfn en hafa nú sett sig niður á Akranesi. Þar hafa þau sett mark sitt á samfélagið, Eydís situr í bæjarstjórn og Þorkell útibússtjóri SM.
Í morgun var tekinn hringur með Vinum Gulli. Veðrið var eins og best verður á kosið, logn og frekar hlýtt. Enda þótt það eigi að hlaupa frekar hægt á sunnudögum þá taka sig alltaf upp sprettir þegar Biggi og Hálfdán eru með. Við tókum góða rikki og hraðinn hélst bara þokkalega. Maður finnur strax muninn á hvað kílóunum hefur fækkað.

Eftir hádegi fór ég í könnunarferð suður á Reykjanes með myndavélina. Þótt skömm sé frá að segja þá hef ég ekki farið mikið um Reykjanesið. Ég fór út á Krísuvíkurbjarg, út að Selabásum, Reykjanesvita, Gunnuhver og sprungunni milli Evrópu og Ameríku. Þetta er rétt byrjunin en ótvírætt að víða er gaman að fara þarna um og skoða í góðu veðri eins og var í dag.