Sá í Fréttablaðinu í morgun að Mummi í Mótorsmiðjunni var ekkert fyrir sig hrifinn af Forvarnardeginum og þeirri strategíu sem þar var lagt upp með. Svona dæmi eru ágæt aðferð til að kauða sér góða samvisku á lítinn pening en hvaða gagni skila þau, það sem svo annað mál. Ýmsir fyrrverandi kollegar mínir sem ég hitti fyrir norðan hristu hausinn yfir þessu. Þeir höfðu séð svo mörg átaksverkefni ganga yfir á þessum vettvangi sem engu skiluðu. Á sama tíma sér maður að venjulegt fólk út um allar sveitir á Suðurlandi er að skjóta saman í fíkniefnahund til handa löggunni á Selfossi vegna þess að opinberar fjárveitingar hafa ekki fengist til þess arna. Hvað er þetta? Að láta lögregluna vera að fást við baráttuna gegn eiturlyfjum og þá baróna sem í sölu þeirra standa án þess að ráða yfir þjálfuðum hundi er eins og að stofna til slökkviliðs og láta það hafa vatnsfötur til að slökkva með. Hvurjum dytti slíkt í hug? Maður veltir stundum fyrir sér alvörunni sem á bak við liggur.
Það er nú hálf fyndið að lesa frásagnir af því að fólk hafi sest út á svalir á fimmtudagskvöldið í hátíðaskapi með hvítvín í glasi til að njóta stjörnuhiminsins þegar allir sem höfðu horft á veðurfréttir vissu að það yrðu skýjað og ekki ein einasta stjarna myndi sjást. Þegar stjörnufræðingar voru síðan ofan í kaupið að lýsa stjörnum í útvarpinu sem ekki sáust fyrir skýjahulunni var kvöldið náttúrulega fullkomnað. Það er ekki annað hægt en að óska öllum hlutaðeigandi til hamingju með vel lukkað kvöld en í forbífarten er hægt að benda áhugamönnum um stjörnur að líklega verður bjartur himinn á sunnudagskvöldið. Þá er tilvalið að klára úr hvítvínsflöskunni og horfa til himins. Það er alltaf jafn gaman í góðu veðri. Veðrið er sem betur fer ekki alveg farið að haga sér eftir því sem auglýsingastofur vilja, ennþá.
laugardagur, september 30, 2006
föstudagur, september 29, 2006
Hef verið norður á Akureyri undanfarna daga vegna landsþings sambandsins. Þetta eru góðar samkomur þar sem sveitarstjórnarmenn af landinu öllu ráða ráðum sínum. Vilhjálmur Þ. lét af störfum sem formaður eftir 16 ára farsæla setu og var Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði kjörinn í hans stað. Það liggur í hlutarins eðli að nýjir siðir koma með nýjum herrum og er því víst að það eru spennandi tímar framundan hjá sambandinu. Fór aðeins einu sinni út að skokka fyrir norðan en tók þá kirkjutröppurnar tvisvar þegar heim var komið.
Á veturna þegar ég hef verið að hlaupa úti á kvöldin þá horfir maður á norðurljósin, tunglið og stjörnurnar ef þannig viðrar. Vitaskuld er birta þeirra ekki eins skær inni í borginni eins og hún er uppi á hálendi eða fyrir vestan í sveitinni þar sem lítil birta birta var utanhúss. Engu að síður nýtur næturhimininn sín oft mjög vel hér í borginni og þarf enga allsherjar myrkvun til að átta sig á gangi himintungla. Það finnst greinilega einhverjum sniðugt að slökkva öll ljós á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í þeirra hópi. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af myrkri. Ef maður hefur sérstaka þörf fyrir að nálgast það þá getur maður bara farið út fyrir borgina.
Ég hef aldrei séð stjörnubjartari himin heldur en kvöld eitt á Kamchatka í Rússlandi. Við dvöldum þá um helgi fyrir utan borgina Petropavlovsk og það voru eitthvað mjög sérstakar aðstæður um kvöldið því maður sá slík ógrynni stjarna á himninum að ég hef aldrei séð álíka, hvorki fyrr né síðar.
Á veturna þegar ég hef verið að hlaupa úti á kvöldin þá horfir maður á norðurljósin, tunglið og stjörnurnar ef þannig viðrar. Vitaskuld er birta þeirra ekki eins skær inni í borginni eins og hún er uppi á hálendi eða fyrir vestan í sveitinni þar sem lítil birta birta var utanhúss. Engu að síður nýtur næturhimininn sín oft mjög vel hér í borginni og þarf enga allsherjar myrkvun til að átta sig á gangi himintungla. Það finnst greinilega einhverjum sniðugt að slökkva öll ljós á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki í þeirra hópi. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af myrkri. Ef maður hefur sérstaka þörf fyrir að nálgast það þá getur maður bara farið út fyrir borgina.
Ég hef aldrei séð stjörnubjartari himin heldur en kvöld eitt á Kamchatka í Rússlandi. Við dvöldum þá um helgi fyrir utan borgina Petropavlovsk og það voru eitthvað mjög sérstakar aðstæður um kvöldið því maður sá slík ógrynni stjarna á himninum að ég hef aldrei séð álíka, hvorki fyrr né síðar.
miðvikudagur, september 27, 2006
Sá nýlega að Meryl Streep kvartaði yfir því að hlutverk sem skrifuð væru fyrir konur sem komnar væru yfir sextugt væru yfirleitt alveg ferleg. Konum væri lýst sem hinum verstu hexum og eiginlega hálfgerðum nornum. Nú má þetta vel vera og ekki hef ég ástæðu til að rengja Meryl. Hún er fín leikkona og trúverðug á svipinn. en hvað skyldi hún segja ef hún væri íslenskur karl og horfði á auglýsingar. Oft er körlum lýst í auglýsingum hér sem bjánum og ösnum. Kunnugir segja að eftir að Simpsons seríurnar hafi náð verðskulduðum vinsældum, þá hafi verið allt að því gefið veiðileyfi á karla hvað þetta varðar. Síðasta auglýsingin frá Mamma.is er náttúrulega alveg dæmigerð fyrir þennan trend. Karlinum er lýst sem annaðhvort heimskum eða vitlausum sem nennir ekki einu sinni að horfa á sjónvarpið og tekur ekki eftir því að það sé bilað. Hvað skyldi koma næst?
Það var ganga í gærkvöldi niður Laugaveginn. Ég er fyrir norðan og sá dálítinn hóp fólks ganga hér um götur. Gott mál því veðrið var heldur gott. Það er hið besta mál að fólk taki sig saman og gangi eitt eða annað ef það hefur áhuga á, Hitt er svo annað mál hvort ríkissjónvarpið eigi að rjúfa dagskrá oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til að auglýsa gönguna. Ég hef áður minnst á það að mér finnst sjónvarpið vera gróflega misnotað sem áróðursmaskína. Sú skoðun mín var staðfest í gærkvöldi.
Það var ganga í gærkvöldi niður Laugaveginn. Ég er fyrir norðan og sá dálítinn hóp fólks ganga hér um götur. Gott mál því veðrið var heldur gott. Það er hið besta mál að fólk taki sig saman og gangi eitt eða annað ef það hefur áhuga á, Hitt er svo annað mál hvort ríkissjónvarpið eigi að rjúfa dagskrá oftar en einu sinni og oftar en tvisvar til að auglýsa gönguna. Ég hef áður minnst á það að mér finnst sjónvarpið vera gróflega misnotað sem áróðursmaskína. Sú skoðun mín var staðfest í gærkvöldi.
mánudagur, september 25, 2006
sunnudagur, september 24, 2006
Hitti vini Gullu í morgun og tók ca 15 km. Smá strengir sátu í lærunum síðan í gær, kannski fyrst og fremst vegna þess að ég var berleggjaður. Berlínarhlaupið var í dag. Þar hljóp góður hópur fólks og náðu margir góðum tíma. Ég sé að félagi Sigurjón hefur ekki alveg náð því sem hann stefndi að, enda þótt það sé frábært fyrir fimmtugan mann að hlaupa undir 3 klst. Hann var stíflaður af kvefi um síðustu helgi og það hefur líklega setið í honum. Synd því hann var til alls líklegur.
Um daginn var framinn gjörningur á Þingvöllum. Átján klæðastrangar voru veiddur upp úr Drekkingarhyl í minningu þeirra kvenna sem drekkt var það á árunum 1602 - 1748. Hver strangi táknaði eina konu sem drekkt var en alls voru þær átján sem hlutu þau bitru örlög. Ekki var minnst á að aðrir hefðu hlotið dauðadóma á Þingvöllum á þessum tíma í sambandi við gjörninginn. Sem kunnugt er skipuðu karlar helstu valdaembætti á þessum tíma. Í tengslum við þennan gjörning og ekki síður í fyrri umræðu um þessi mál hefur verið látið í það skína að konur hafi verið sérstök fórnarlömb valdníðslu og djöfulskapar yfirstéttar og kirkju á þessu árabili. Þessi söguskoðun er mjög gróf sögufölsun.
Ég fór á Þingvöll í dag í góða veðrinu að taka myndir. Meðal annars stoppaði ég við Drekkingarhyl. Á upplýsingaskilti þar eru skráð nöfn 17 kvenna af þeim 18 sem drekkt var í hylnum. Á skiltinu kemur einnig fram að samtals hafi 72 dauðadómum verið fullnægt á Þingvöllum á árunum 1602 - 1750. Átján konum var drekkt en fimmtíu og fjórir karlar voru líflátnir þar að undangengum dauðadómi. Þrjátíu voru hálshöggnir, fimmtán voru hengdir og níu voru brenndir. Ég geri ráð fyrir að kynjahlutföllin í landinu á þessum tíma hafi verið svona fiftí fiftí eins og þau eru yfirleitt en það eru þrisvar sinnum fleiri karlar en konur sem voru líflátnir á Þingvöllum meðan Alþingi sat þar. Því liggur fyrir að karlar voru miklu meiri fórnarlömd grimmdar yfirstéttarinnar en konur á þessum tíma. Það er yfirleitt talað um Drekkingarhyl sem helsta aftökustaðinn á Þingvöllum en þar eru einnig örnefnin Gálgaklettur, Höggstokkseyri, Kaghólmi (kaghýða) og Brennugjá. Þessir aftökustaðir voru notaðir miklu oftar en Drekkingarhylur. Ég get svona rétt ímyndað mér hvaða stóryrðum talskona Feministafélagsins myndi gadda út úr sér ef Læonsklúbburinn Kiddi myndi á táknrænan hátt standa fyrir minningarathöfn um þá karla sem voru líflátnir á Þingvöllum en myndi ekki minnast einu orði á þær konur sem hlutu sömu örlög.
Mér finnst óþolandi að feminiskir bókstafstrúarmenn komist upp með að halda að þjóðinni röngum upplýsingum og afflytja sagnfræðina eða í besta falli halda fram hálfsannleik en hann er eins og kunnugt er oftast nær óhrekjandi lygi. Fjölmiðlarnir eru náttúrulega svo máttlausir að þeir gleypa allt svona hrátt sem tuggið er ofan í þá.
Talandi um fjölmiðla. Þegar ég hlustaði á fjögur fréttirnar í dag gat ég ekki varist því að hugsa hvort ríkisútvarpið væri orðin áróðursstöð fyrir þá sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun. Einhver prestur ræddi virkjunarframkvæmdirnar þar í predikun sinni í dag og var þeim andvígur. Ræðan var bæði endursögð ítarlega í fréttatímanum og birt hljóðritun úr ræðu prestsins. Hvurslags er þetta eiginlega? Ég hef ekki heyrt að það sé vitnað í ræður presta um hverja helgi þótt þeir fjalli um eitt og annað í stólræðum sínum. Er þetta fréttastofa eða er þetta áróðursmaskína? Mér væri alveg sama ef þetta væri Útvarp Saga eða einhver önnur einkarekin stöð en þegar ég er píndur til að greiða kostnaðinn við RÚV, þá verður maður að gera lágmarkskröfur um hlutleysi fréttaflutnings frá stöðinni. Það er ekki frétt enda þótt einhver prestur ræði þjóðfélagsmál í predikun sinni eða hafi skoðun á einhverjum hlutum. Það væri hins vegar frétt ef Kirkjuþing bannfærði Kárahjúkaframkvæmdina í heild sinni. Myndi fréttastofan gera þeirri predikun jafngóð skil þar sem Kárahjúkavirkjun væri lýst sem mikilvægu framfaraskrefi og jákvæðri framkvæmd eins og hún gerði í dag. Ég held ekkert um það sem ég veit og ég veit með vissu að það myndu hún aldrei gera.
Um daginn var framinn gjörningur á Þingvöllum. Átján klæðastrangar voru veiddur upp úr Drekkingarhyl í minningu þeirra kvenna sem drekkt var það á árunum 1602 - 1748. Hver strangi táknaði eina konu sem drekkt var en alls voru þær átján sem hlutu þau bitru örlög. Ekki var minnst á að aðrir hefðu hlotið dauðadóma á Þingvöllum á þessum tíma í sambandi við gjörninginn. Sem kunnugt er skipuðu karlar helstu valdaembætti á þessum tíma. Í tengslum við þennan gjörning og ekki síður í fyrri umræðu um þessi mál hefur verið látið í það skína að konur hafi verið sérstök fórnarlömb valdníðslu og djöfulskapar yfirstéttar og kirkju á þessu árabili. Þessi söguskoðun er mjög gróf sögufölsun.
Ég fór á Þingvöll í dag í góða veðrinu að taka myndir. Meðal annars stoppaði ég við Drekkingarhyl. Á upplýsingaskilti þar eru skráð nöfn 17 kvenna af þeim 18 sem drekkt var í hylnum. Á skiltinu kemur einnig fram að samtals hafi 72 dauðadómum verið fullnægt á Þingvöllum á árunum 1602 - 1750. Átján konum var drekkt en fimmtíu og fjórir karlar voru líflátnir þar að undangengum dauðadómi. Þrjátíu voru hálshöggnir, fimmtán voru hengdir og níu voru brenndir. Ég geri ráð fyrir að kynjahlutföllin í landinu á þessum tíma hafi verið svona fiftí fiftí eins og þau eru yfirleitt en það eru þrisvar sinnum fleiri karlar en konur sem voru líflátnir á Þingvöllum meðan Alþingi sat þar. Því liggur fyrir að karlar voru miklu meiri fórnarlömd grimmdar yfirstéttarinnar en konur á þessum tíma. Það er yfirleitt talað um Drekkingarhyl sem helsta aftökustaðinn á Þingvöllum en þar eru einnig örnefnin Gálgaklettur, Höggstokkseyri, Kaghólmi (kaghýða) og Brennugjá. Þessir aftökustaðir voru notaðir miklu oftar en Drekkingarhylur. Ég get svona rétt ímyndað mér hvaða stóryrðum talskona Feministafélagsins myndi gadda út úr sér ef Læonsklúbburinn Kiddi myndi á táknrænan hátt standa fyrir minningarathöfn um þá karla sem voru líflátnir á Þingvöllum en myndi ekki minnast einu orði á þær konur sem hlutu sömu örlög.
Mér finnst óþolandi að feminiskir bókstafstrúarmenn komist upp með að halda að þjóðinni röngum upplýsingum og afflytja sagnfræðina eða í besta falli halda fram hálfsannleik en hann er eins og kunnugt er oftast nær óhrekjandi lygi. Fjölmiðlarnir eru náttúrulega svo máttlausir að þeir gleypa allt svona hrátt sem tuggið er ofan í þá.
Talandi um fjölmiðla. Þegar ég hlustaði á fjögur fréttirnar í dag gat ég ekki varist því að hugsa hvort ríkisútvarpið væri orðin áróðursstöð fyrir þá sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun. Einhver prestur ræddi virkjunarframkvæmdirnar þar í predikun sinni í dag og var þeim andvígur. Ræðan var bæði endursögð ítarlega í fréttatímanum og birt hljóðritun úr ræðu prestsins. Hvurslags er þetta eiginlega? Ég hef ekki heyrt að það sé vitnað í ræður presta um hverja helgi þótt þeir fjalli um eitt og annað í stólræðum sínum. Er þetta fréttastofa eða er þetta áróðursmaskína? Mér væri alveg sama ef þetta væri Útvarp Saga eða einhver önnur einkarekin stöð en þegar ég er píndur til að greiða kostnaðinn við RÚV, þá verður maður að gera lágmarkskröfur um hlutleysi fréttaflutnings frá stöðinni. Það er ekki frétt enda þótt einhver prestur ræði þjóðfélagsmál í predikun sinni eða hafi skoðun á einhverjum hlutum. Það væri hins vegar frétt ef Kirkjuþing bannfærði Kárahjúkaframkvæmdina í heild sinni. Myndi fréttastofan gera þeirri predikun jafngóð skil þar sem Kárahjúkavirkjun væri lýst sem mikilvægu framfaraskrefi og jákvæðri framkvæmd eins og hún gerði í dag. Ég held ekkert um það sem ég veit og ég veit með vissu að það myndu hún aldrei gera.
Tók góðan túr í gær. Hitti Pétur og Halldór úti við göngubrúna yfir Kringlumýrarbraut um kl. 8.30. Pétur fór bara stutt en hann er að ná sér eftir meiðsli og hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara. Við Halldór tókum síðan góðan hring inn í Elliðaárdal og vestur á Eiðistorg í blíðunni. Hitti Ásgeir Júnsson Ironman á leiðinni heim. Hann var kátur eftir afrek sumarsins. Það var sýnilegt að það hafði verið kalt á Elbrus því hann bar enn merki viðskipta sinna við þann merka tind. Við spjölluðum um ýmislegt svo sem um hugarfar og mataræði. Ætlum að taka langan túr saman með haustinu.
Eftir hádegi var það Víkin. Skaginn kom í heimsókn og lék við Víkinga. Bæði lið þurftu stig til að tryggja veru sína í deildinni. Skagastrákar voru mjög sprækir í fyrri hálfleik og máttu Víkingar þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var greinilegt að það hafi verið messað í klefanum því Víkingarnir voru miklu baráttuglaðari og uppskáru gott mark. Leiknum lauk með jafntefði og máttu bæði lið vel við una að hafa tryggt veru sína í efstu deild næsta tímabil. Það var þungu fargi létt af mögum því vikan frá FH leiknum hafði verið svolítið lengi að líða fyrir ýmsa.
Eftir hádegi var það Víkin. Skaginn kom í heimsókn og lék við Víkinga. Bæði lið þurftu stig til að tryggja veru sína í deildinni. Skagastrákar voru mjög sprækir í fyrri hálfleik og máttu Víkingar þakka fyrir að vera bara einu marki undir í hálfleik. Í seinni hálfleik var greinilegt að það hafi verið messað í klefanum því Víkingarnir voru miklu baráttuglaðari og uppskáru gott mark. Leiknum lauk með jafntefði og máttu bæði lið vel við una að hafa tryggt veru sína í efstu deild næsta tímabil. Það var þungu fargi létt af mögum því vikan frá FH leiknum hafði verið svolítið lengi að líða fyrir ýmsa.
laugardagur, september 23, 2006
Fór í kvöld á myndina um Jón Pál. Þetta var góð mynd, bæði skemmtileg en einnig mjög sorgleg. Jón Páll, þetta ofurmenni, maðurinn sem sigraði allt og alla, féll frá þegar lífið er rétt að byrja hjá flestum. Ég held að íslendingar hafi ekki gert sér grein fyrir hve stórt nafn Jón Páll var í alþjóðlegu samhengi á þessum tíma og er víða enn. Hann hefur verið einstakur á margan hátt. Hann setti markið hátt og náði á toppinn, en var engu að síður hvers manns hugljúfi. Maður gat ekki annað en komist við þegar maður sá harðsvíraða kraftajötna klökkna, fjórtán árum eftir lát hans, þegar þeir minntust hans.
fimmtudagur, september 21, 2006
Sharon Broadwell (kona) sigraði í 100 mílna hlaupinu á Skáni um helgina á 25 klst og 40 mín. Afþeim sex sem byrjuðu kláruðu fjögur. Þau voru fjögur á álíka tíma eftir 66 km eða kringum 8 klst en síðan dró í sundur. Sharon var 4 klst á undan þeim sem kom síðast í mark innan þrjátíu klst. Það gekk á ýmsu eins og gengur í frumran. Meðal annars voru merkingar yfir nóttina ekki nógu góðar svo þáttakendur villtust eitthvað í myrkrinu þannig að Sharon hlaup í raun nokkrum kílómetrum lengra en þá 160,2 sem hlaupið er. Hún er öflugur hlaupari og hefur tekið stefnuna á Western States á næsta ári sem fimmti norðmaður og önnur norræna konan til að taka þátt í því. Vonandi gengur henni vel.
Höskuldur ætlar að takast á við 100 m hlaup í Kansas í október. Gaman verður að fylgjast með honum þar en hann hefur sýnt það að hann er fær í flestan sjó.
Ég er ekki sérstaklega hrifinn af jippóum. Það er oft gripið til slíkra aðgerða þegar mönnum þykir liggja mikið við en yfirleitt hefur áranginn orðið enginn í besta falli.
Ég minnist fjöldafundar á Akureyri þar sem fundarmenn lyftu rauðu spjaldi og sögðust gefa eiturlyfjum á Akureyri rauða spjaldið. Vissulega komust nokkrir í viðtöl í sjónarpinu vegna þess arna en annað kom ekki út úr þessu. Síðan hefur ekki heyrst minnst á rauða spjaldið en dópið grasserar á Akureyri sem aldrei fyrr sem og annarsstaðar.
Ég verð alltaf jafn pirraður þegar ég hugsa um verkefnið "Ísland án eiturlyfja árið 2000". Einhverjum sjálfhverjum og veruleikafirrtum aðilum datt í hug að setja á stað verkefni undir þessu heiti. Við verðum að hugsa nógu stórt var viðkvæðið þegar nafn verkefnisins var gagnrýnt sem óraunsætta. Ég held að það hafi verið settar samtals um 5 milljónir króna í verkefniðaf ríki og borg . Síðan linnti ekki hringingum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að sarga út peninga í útgáfu bæklinga sem áttu að bjarga heiminum og "höfða sérstaklega til unga fólksins". Verkefnið hafði lítil sem engin áhrif enda ekki hægt að ætlast til þess með því fjármagni sem til staðar var. Ástandið í þessum málum er ekki betra eftir en það var áður. Maður veltir stundum fyrir sér vilja fjárveitingavaldsins til að leggja eitthvað af mörkum í þessa baráttu. Ég man eftir því á þessum tíma þá kom lögreglumaður frá Akureyri austur á Raufarhöfn með fræðslufund fyrir foreldra á vegum foreldrafélagsins. Hann sagði okkur frá því að hann fengi ekki fja´rveitingu til að halda leitarhund sem er langvirkasta tæki sem lögreglan getur haft í þessum málum. Þetta kom upp í hugann þegar ég sá viðtal við sýslumanninn í Árnessýslu nýlega og hann stóð í sama vanda, hafði engan hund enda þótt hann vantaði sárlega einn slíkan.
Nú hefur forsetinn lýst yfir stríði gegn eiturlyfjum í landinu. Hvað oft ætli menn lyfti rauða spjaldinu í því stríði og fari svo heim, ánægðir með vel unnið dagsverk?
Nú skrifa ýmsir sig í gríð og erg inn á netið og lofa því að fara varlegar í umferðinni en þeir hafa gert hingað til. Fjölmiðlar flytja fréttir af fjölda innskráninga með jöfnu millibili. Þetta var sett upp í kjölfar umræðu um ofsaakstur á vegum úti. Hvað ætli svona skráningardæmi á netið nái til þeirra sem eru vandamálið á þessu sviði. Hverju ætli það skili? Engu það ég trúi. Til að ná árangri í þessum málum þarf sem bráðaaðgerð aukið eftirlit með umferð á vegum og ákveðnari sektir og ökuleyfissviptingar. Sem langtímaaðgerð þarf að gera vegakerfið eins og hjá mönnum.
Höskuldur ætlar að takast á við 100 m hlaup í Kansas í október. Gaman verður að fylgjast með honum þar en hann hefur sýnt það að hann er fær í flestan sjó.
Ég er ekki sérstaklega hrifinn af jippóum. Það er oft gripið til slíkra aðgerða þegar mönnum þykir liggja mikið við en yfirleitt hefur áranginn orðið enginn í besta falli.
Ég minnist fjöldafundar á Akureyri þar sem fundarmenn lyftu rauðu spjaldi og sögðust gefa eiturlyfjum á Akureyri rauða spjaldið. Vissulega komust nokkrir í viðtöl í sjónarpinu vegna þess arna en annað kom ekki út úr þessu. Síðan hefur ekki heyrst minnst á rauða spjaldið en dópið grasserar á Akureyri sem aldrei fyrr sem og annarsstaðar.
Ég verð alltaf jafn pirraður þegar ég hugsa um verkefnið "Ísland án eiturlyfja árið 2000". Einhverjum sjálfhverjum og veruleikafirrtum aðilum datt í hug að setja á stað verkefni undir þessu heiti. Við verðum að hugsa nógu stórt var viðkvæðið þegar nafn verkefnisins var gagnrýnt sem óraunsætta. Ég held að það hafi verið settar samtals um 5 milljónir króna í verkefniðaf ríki og borg . Síðan linnti ekki hringingum til fyrirtækja og sveitarfélaga til að sarga út peninga í útgáfu bæklinga sem áttu að bjarga heiminum og "höfða sérstaklega til unga fólksins". Verkefnið hafði lítil sem engin áhrif enda ekki hægt að ætlast til þess með því fjármagni sem til staðar var. Ástandið í þessum málum er ekki betra eftir en það var áður. Maður veltir stundum fyrir sér vilja fjárveitingavaldsins til að leggja eitthvað af mörkum í þessa baráttu. Ég man eftir því á þessum tíma þá kom lögreglumaður frá Akureyri austur á Raufarhöfn með fræðslufund fyrir foreldra á vegum foreldrafélagsins. Hann sagði okkur frá því að hann fengi ekki fja´rveitingu til að halda leitarhund sem er langvirkasta tæki sem lögreglan getur haft í þessum málum. Þetta kom upp í hugann þegar ég sá viðtal við sýslumanninn í Árnessýslu nýlega og hann stóð í sama vanda, hafði engan hund enda þótt hann vantaði sárlega einn slíkan.
Nú hefur forsetinn lýst yfir stríði gegn eiturlyfjum í landinu. Hvað oft ætli menn lyfti rauða spjaldinu í því stríði og fari svo heim, ánægðir með vel unnið dagsverk?
Nú skrifa ýmsir sig í gríð og erg inn á netið og lofa því að fara varlegar í umferðinni en þeir hafa gert hingað til. Fjölmiðlar flytja fréttir af fjölda innskráninga með jöfnu millibili. Þetta var sett upp í kjölfar umræðu um ofsaakstur á vegum úti. Hvað ætli svona skráningardæmi á netið nái til þeirra sem eru vandamálið á þessu sviði. Hverju ætli það skili? Engu það ég trúi. Til að ná árangri í þessum málum þarf sem bráðaaðgerð aukið eftirlit með umferð á vegum og ákveðnari sektir og ökuleyfissviptingar. Sem langtímaaðgerð þarf að gera vegakerfið eins og hjá mönnum.
miðvikudagur, september 20, 2006
þriðjudagur, september 19, 2006
Ég man varla eftir því að hafa séð aumlegri ritsmíð heldur en þá sem forstöðumaður NFS skrifaði í blöðin í gærmorgun þar sem hann grátbað aðaleigenda stöðvarinnar að leggja meiri peninga í taprekstur stöðvarinnar. Fréttastofa er ekki einhver sjoppa. Fréttastofa er fjölmiðill sem hefur gríðarleg áhrif í samfélaginu með áherslum í fréttaflutningi og fréttavali. Það vita allir sem vilja vita. Sá sem grátbiður opinberlega aðaleigenda stöðvarinnar að leggja meiri peninga í rekstur stöðvarinnar hefur jafnframt fyrirgert rétti sínum tilað starfa við svona rekstur. Það vita allir að æ sér gjöf til gjalda. Hvernig á einhver fréttastofa að geta verið trúverðug í málflutningi sínum og vinnubrögðum eftir svona uppákomu. Það er útilokað. Ef tekjur duga ekki til og tekst ekki að auka þær upp í það sem gjöldin eru þá er dregið út úrgjöldum. Það er svo einfalt. Mínu litla viti hefur aldrei tekist að skilja viðskiptahugmynd NFS. Hvernig á að vera hægt að halda úti fréttastofu allann daginn í 300 þúsund manna samfélagi? CNN og BBC halda þessu úti svo dæmi séu nefnd en þau hafa líka allann heiminn undir. Sjónvarpsfréttastofur á Norðurlöndum ætla sér ekki svona stóran bita í munn. Hverjir horfa á NFS á daginn? Gamla fólkið sem hefur ekki annað að gera. Sjúklingar kannski. Hvorugur þessara þjóðfélagshópa eru markmið auglýsingahákarla. Þeir sem ég þekki segjast kannski horfa á NFS á daginn á virkum dögum þegar þeir eru veikir heima sem er sem betur fer ekki oft.
Listir göfga andann og eru nauðsynlegar í þjóðfélaginu. Markmið flestra listamanna er að komast yfir svolítið af peningum annarra gegnum skattakerfið til að geta farið að helga sig listinni óskiptur án þess að hafa fjárhagslegar áhyggjur og auðgað þannig andans líf á landinu. Það er góðra gjalda vert og er eðlilega hart sótt á þær lendur.
Listamaður ætlar að standa fyrir myrkvun borgarinnar. Reyndar fékk hann hugmyndina að eigin sögn fyrir einhverjum árum en sagði ekki frá henni fyrr en annar listamaður var búinn að standa fyrir samskonar gjörningi. Myrkur í borgum er varasamt og oft hættulegt. Ef menn vilja sjá myrkur geta þeir farið upp á fjöll. Borgir eiga að vera bjartar. Vona að listaverkið hangi ekki lengi uppi.
Annar listamaður ætlaði að endurreisa stúku Hitlers sem hann flutti sérstaklega heim frá Berlín til verksins. Hann gafst upp við að endurreisa stúkuna, hélt blaðamannafund, kallaði fjölmiðla á vettvang og sýndi listaverkið "Efnið yfirbugar listamanninn". Spítnahrúga lá á gólfinu fyrir aftan hann. Frá þessum merka viðburði var samviskusamlega skýrt í ýmsum fréttatímum.
Í dag heyrði ég í útvarpinu viðtal við listamann sem sýnir strokleður á merkri sýningu. Þeim er stillt upp á stöpla eins og þau koma af kúnni eða eftir að búið er að stroka út með þeim um sinn. Mjög áhrifamikið er að ganga kringum stöplana og virða strokleðrin fyrir sér frá öllum hliðum var sagt í viðtalinu. Einnig var verkið "Orð skulu standa" sýnt á sýningunni en það er glerkrukka með tómum blekhylkjum í. Ég er kannski ekki alveg viss um að ég muni nafnið rétt en það var "Orð" eitthvað.
Stundum á ég ekki alveg gott með að skilja hvað listamenn eru að segja eða meina. Rétt áðan heyrði ég viðtal við listamann í sjónvarpinu sem var að skýra út verk sitt. Hún sagði að markmiðið hennar sem listamanns væri að líkami áhorfandans gengi inn í verkið. OK, ég myndi skilja það ef um stórt verk væri að ræða en það var mjög lítið. Ég veit hins vegar ekki hvað starfsmenn Louvre safnsins myndu segja ef áhorf manns á myndina af Monu Lisu myndi enda á þennan hátt, eða þannig.
Ég vona að þessir listamenn eins og aðrir komist sem fyrst á full listamannalaun til að geta haldið áfram þrotlausu starfi við að auðga menningu landsins.
Listir göfga andann og eru nauðsynlegar í þjóðfélaginu. Markmið flestra listamanna er að komast yfir svolítið af peningum annarra gegnum skattakerfið til að geta farið að helga sig listinni óskiptur án þess að hafa fjárhagslegar áhyggjur og auðgað þannig andans líf á landinu. Það er góðra gjalda vert og er eðlilega hart sótt á þær lendur.
Listamaður ætlar að standa fyrir myrkvun borgarinnar. Reyndar fékk hann hugmyndina að eigin sögn fyrir einhverjum árum en sagði ekki frá henni fyrr en annar listamaður var búinn að standa fyrir samskonar gjörningi. Myrkur í borgum er varasamt og oft hættulegt. Ef menn vilja sjá myrkur geta þeir farið upp á fjöll. Borgir eiga að vera bjartar. Vona að listaverkið hangi ekki lengi uppi.
Annar listamaður ætlaði að endurreisa stúku Hitlers sem hann flutti sérstaklega heim frá Berlín til verksins. Hann gafst upp við að endurreisa stúkuna, hélt blaðamannafund, kallaði fjölmiðla á vettvang og sýndi listaverkið "Efnið yfirbugar listamanninn". Spítnahrúga lá á gólfinu fyrir aftan hann. Frá þessum merka viðburði var samviskusamlega skýrt í ýmsum fréttatímum.
Í dag heyrði ég í útvarpinu viðtal við listamann sem sýnir strokleður á merkri sýningu. Þeim er stillt upp á stöpla eins og þau koma af kúnni eða eftir að búið er að stroka út með þeim um sinn. Mjög áhrifamikið er að ganga kringum stöplana og virða strokleðrin fyrir sér frá öllum hliðum var sagt í viðtalinu. Einnig var verkið "Orð skulu standa" sýnt á sýningunni en það er glerkrukka með tómum blekhylkjum í. Ég er kannski ekki alveg viss um að ég muni nafnið rétt en það var "Orð" eitthvað.
Stundum á ég ekki alveg gott með að skilja hvað listamenn eru að segja eða meina. Rétt áðan heyrði ég viðtal við listamann í sjónvarpinu sem var að skýra út verk sitt. Hún sagði að markmiðið hennar sem listamanns væri að líkami áhorfandans gengi inn í verkið. OK, ég myndi skilja það ef um stórt verk væri að ræða en það var mjög lítið. Ég veit hins vegar ekki hvað starfsmenn Louvre safnsins myndu segja ef áhorf manns á myndina af Monu Lisu myndi enda á þennan hátt, eða þannig.
Ég vona að þessir listamenn eins og aðrir komist sem fyrst á full listamannalaun til að geta haldið áfram þrotlausu starfi við að auðga menningu landsins.
mánudagur, september 18, 2006
Fór ekkert út að hlaupa í gær. Laugardagurinn var ágætur fyrir helgina alla. Enda þótt maður sé ekki í sérstakri æfingu þá má komast langt með því að undarbúa sig vel með því að borða vel áruð og þá almennilegan mat en ekkert pastarusl. Hauga í sig vítamínum og steinefnum fyrir hlaup og síðan passa vel upp á orku- og vatnsbúskapinn í hlaupinu sjálfu. Salttöflur eru gott meðlæti.
Sænksa ríkistjórnin féll í gær. Ég hef fylgst með sænskum innanríkismálum síðan ég flutti þangað haustið 1980. Sænska velferðarkerfið var lengi vel fyrirmynd annarra ríkja en það má segja að á senni árum hefur fyrirmyndin snúist í andhverfu sína. Hið svokallaða velferðarkerfi í Svíþjóð er nú frekar tekið sem dæmi um hina lamandi hönd ofstjórnunar og ofverndunar. Opinberlega er atvinnuleysi í landinu 6 - 8%. Í raun segja menn að það sé hægt að færa að upp í allt að 20% þegar með eru teknir þeir sem eru hættir á atvinnumarkaði fyrir aldur fram og eru í AMS kerfinu eins og það hét (og heitir kannski enn) sem eru störf sem ríkið fjármagnar og eru hugsuð sem aðlögun að atvinnulífinu. Það segir sig sjálft að þegar svo hátt hlutfall fólk sem er á vinnualdri er ekki þátttakendur í atvinnulífinu þá kostar það þjóðfélagið gríðarlega fjármuni að halda þeim uppi. Þetta kemur meðal annars fram í háum sköttum sem eru með því hæsta sem gerist í okkar heimshluta. Sænsku kratarnir eru einnig sakaðir um valdhroka og að hafa fjarlægst almennig. Það kemur vel fram í orðum ritara flokksins sem brást þannig við tapinu: "Við höfum ekki gert neitt rangt". Sem sagt flokkurinn hefur gert allt rétt, það eru bara kjósendur sem eru svo vitlausir að skilja það ekki. Þá þarf líklega að skipta um kjósendur eða hvað á maður að halda!!!
Það er vonandi að hægri blokkin geti látið ferska vinda blása um sænskt þjóðfélag á komandi árum. Það veitir ekki af. Í þessu samhengi er allrar athygli vert hve hægri flokkurinn hefur aukið við sig. Það er gömul saga og ný að forysta sem leggur fram skýran valkost, og byggir starfið á á mikilli vinnu, trúverðugleik og góðri framsetningu skorar alltaf hjá kjósendum.
Ég hlustaði á hluta af viðtali hjá Jónasi á föstudagskvöldið. Hann var þar að ræða við konu sem býr í Los Angeles. Hún lýsti því meðal annars hvílík tímamót það hefðu verið þegar þau hjónin fengu bandaríska kennitölu. Maður ber það saman við stöðuna hér. Það verður allt vitlaust ef fólk sem flytur til landsins fær ekki kennitölur hraðar en hratt. Maður heyrir af fólki sem flytur til landsins á laugardegi og skilur börnin eftir fyrir framan grunnskólann á mánudagsmorgni þegar það fer í vinnuna. Allt óklárt, vottorð, kennitölur, skráning o.s.frv. o.s.frv. Það er sótt um 100 kennitölur á dag þessar vikurnar heyrir maður. Svo eru allir hinir sem eru fyrir utan kerfið. Ég held að menn séu á hættulegri braut enda þótt atvinnulífið þurfi á vinnuafli að halda.
Sænksa ríkistjórnin féll í gær. Ég hef fylgst með sænskum innanríkismálum síðan ég flutti þangað haustið 1980. Sænska velferðarkerfið var lengi vel fyrirmynd annarra ríkja en það má segja að á senni árum hefur fyrirmyndin snúist í andhverfu sína. Hið svokallaða velferðarkerfi í Svíþjóð er nú frekar tekið sem dæmi um hina lamandi hönd ofstjórnunar og ofverndunar. Opinberlega er atvinnuleysi í landinu 6 - 8%. Í raun segja menn að það sé hægt að færa að upp í allt að 20% þegar með eru teknir þeir sem eru hættir á atvinnumarkaði fyrir aldur fram og eru í AMS kerfinu eins og það hét (og heitir kannski enn) sem eru störf sem ríkið fjármagnar og eru hugsuð sem aðlögun að atvinnulífinu. Það segir sig sjálft að þegar svo hátt hlutfall fólk sem er á vinnualdri er ekki þátttakendur í atvinnulífinu þá kostar það þjóðfélagið gríðarlega fjármuni að halda þeim uppi. Þetta kemur meðal annars fram í háum sköttum sem eru með því hæsta sem gerist í okkar heimshluta. Sænsku kratarnir eru einnig sakaðir um valdhroka og að hafa fjarlægst almennig. Það kemur vel fram í orðum ritara flokksins sem brást þannig við tapinu: "Við höfum ekki gert neitt rangt". Sem sagt flokkurinn hefur gert allt rétt, það eru bara kjósendur sem eru svo vitlausir að skilja það ekki. Þá þarf líklega að skipta um kjósendur eða hvað á maður að halda!!!
Það er vonandi að hægri blokkin geti látið ferska vinda blása um sænskt þjóðfélag á komandi árum. Það veitir ekki af. Í þessu samhengi er allrar athygli vert hve hægri flokkurinn hefur aukið við sig. Það er gömul saga og ný að forysta sem leggur fram skýran valkost, og byggir starfið á á mikilli vinnu, trúverðugleik og góðri framsetningu skorar alltaf hjá kjósendum.
Ég hlustaði á hluta af viðtali hjá Jónasi á föstudagskvöldið. Hann var þar að ræða við konu sem býr í Los Angeles. Hún lýsti því meðal annars hvílík tímamót það hefðu verið þegar þau hjónin fengu bandaríska kennitölu. Maður ber það saman við stöðuna hér. Það verður allt vitlaust ef fólk sem flytur til landsins fær ekki kennitölur hraðar en hratt. Maður heyrir af fólki sem flytur til landsins á laugardegi og skilur börnin eftir fyrir framan grunnskólann á mánudagsmorgni þegar það fer í vinnuna. Allt óklárt, vottorð, kennitölur, skráning o.s.frv. o.s.frv. Það er sótt um 100 kennitölur á dag þessar vikurnar heyrir maður. Svo eru allir hinir sem eru fyrir utan kerfið. Ég held að menn séu á hættulegri braut enda þótt atvinnulífið þurfi á vinnuafli að halda.
laugardagur, september 16, 2006
Það sást strax í morgun að þetta yrði fínn dagur. Hlýtt og bjart. Ég hafði verið svolítið áhyggjufullur fyrir sex tíma hlaupið því sumarið hafði farið alveg út og suður hjá mér. Það var ekki fyrr en um síðustu mánaðamót sem ég tók í rassgatið á sjálfum mér og fór að hlaupa nokkuð reglulega. Hraðaæfingar í hádeginu hafa verið einna drýgstar. Einnig munar um kílóin fimm sem hafa horfið í sumar. Nú var ekki til baka snúið. Ég vissi að það væri ekkert sjálfgefið í þessu. Vegna æfingaleysis gæti alveg eins skeð að fæturnir stirðnuðu og allt færi í baklás þegar líða færi á. Ég hafði tekið vel af steinefnum og vítamínum í síðustu viku og eins borðaði ég bara kjarnafæði dagana fyrir hlaup en lét allt pasta og Carboload eiga sig.
Hitti Sigurjón um níu leytið. Við urðum sammála um að láta tjaldið eiga sig því veðrið var með slíkum ágætum. Allt var klárt á tilsettum tíma. Einn keppandi skilaði sér ekki svo við urðum bara fimm. Síðan kom einn sem ætlaði að hlaupa en mátti sig hvergi hræra. Gísli aðalritari lét okkur standa áveðurs svo hann smitaði okkur ekki (þetta er kannski ofsagt) en hann fékk slæma magasýkingu í Tyrklandi á dögunum og léttist nú um 300 grömm á dag og verður svo eitthvað áfram.
Við lögðum af stað um tíu leytið og hlupum sólarsinnis. Það kom margt fólk fyrsta kastið sem tók slaufur með okkur fyrstu hringina og ljóst er að marga langaði til að vera með en eitthvað hamlaði eins og gengur. Sex tíma hlaup er alveg kjörið fyrir vana maraþonhlaupara að kynnast rytmanum og tilfinningunni fyrir 100 k hlaup. Það þarf að leggja það öðruvísi upp og það er lærdómur út af fyrir sig. Hringirnir kláruðust ein af öðrum og alltaf var jafn gaman að hlaupa. Það er ekki sjálfgefið að geta hlaupið í stuttbuxum og hlýrabol um miðjan september. Rigning í gær og rigning á morgun. Þetta er alltaf happdrætti. Ég kláraði maraþonið á ca 3.50 og leið eins og best verður á kosið. Þetta nuddaðist áfram mun betur en ég hafði þorað að vona. Þegar um einn og hálfur tími var eftir sá ég fram á að hafa möguleika á að ná yfir sextíu km. Það var mun betra en ég hafði búist við miðað við hvað sumarið fór í vaskinn. Það gekk eftir og var ég mjög sáttur við það og í sjálfu sér vel saddur. Maður hefði alveg getað nuddað áfram og klárað 40 km á 5 - 6 tímum því það var allt í lagi með fæturna. Því hefði ég ekki trúað að óreyndu. Stirðleikinn var í lágmarki og enginn særindi farin að koma í lærin. Líklega hafa selenið, magensíumið og C vítamínið góð áhrif.
Úrslitin urðu sem hér segir:
Börkur 63 km 631 m
Elín 62 km 344 m
Gunnl. 60 km 814 m
Höskuldur 52 km 321 m
Bryndís 44 km 441 m
Nú hafa menn árangur til að keppa við á næstu árum. Það er fínn árangur að þrír keppendur fari yfir 60 km. Í sex tíma hlaupinu á Borgundarhólmi sl. vor fóru tveir yfir 70 km og árangur Barkar hefði dugað honum í fjórða sætið. Reyndar hef ég trú á að hann hefði ekki þolað við að sjá í bakið á þeim sem varð í þriðja sæti og bætt við þeim km sem þurfti til að draga hann uppi. Börkur er harður. Sama má segja um Elínu. Hún hefur ekki hlaupið mikið frá því í Lapplandi en er greinilega í fantaformi.
Þetta hlaup er komið til með að vera. Allt gekk vel í framkvæmd þess og þetta er mjög einfalt í framkvæmd. Sigurjón, systir Barkar, Elín og Þórólfur og Maggi Guðm sáu um drykkjarstöðina með sóma auk þeirra sem komu til að horfa á og hvetja. (Já takk fyrir verðlaunin Eva). Ég veit um marga sem hafa áhuga á að takast á við svona hlaup þannig að þátttakendur verða örugglega fleiri á næsta ári. Ég hef lesið um að þegar fyrsta formlega maraþonhlauið var haldið hérlendis fyrir tæpum 40 árum þá tók einn íslendingur þátt í því. Jón Hlaupari, hver annar. Hann var þá 42 ára gamall og blöðin skrifuðu um að það ætti að banna svona gömlum mönnum að hlaupa maraþon, þetta væri tómt rugl að leggja svona langhlaup á gamla fætur. Nú hafa á áttunda hundrað íslendingar hlaupið maraþon og fer stöðugt fjölgandi. Ég hef trú á að þróunin í 100 km hlaupum verði nokkuð ör á næstu árum. Það er fullt af fólki hér sem hefur alla burði til að takast á við þá vegalengd og sex tímahlaup er fyrirtak sem millistig til undirbúnings.
Eftir að hafa farið í sturtu fór ég suður í Hafnarfjörð og sá seinni hluta leiks FH og Víkinga þar sem ekki fór á milli mála hvort liðið sat í sitt hvorum enda töflunnar. Við verðum að vona það besta fyrir síðasta leikinn sem verður í Víkinni eftir viku.
Hitti Sigurjón um níu leytið. Við urðum sammála um að láta tjaldið eiga sig því veðrið var með slíkum ágætum. Allt var klárt á tilsettum tíma. Einn keppandi skilaði sér ekki svo við urðum bara fimm. Síðan kom einn sem ætlaði að hlaupa en mátti sig hvergi hræra. Gísli aðalritari lét okkur standa áveðurs svo hann smitaði okkur ekki (þetta er kannski ofsagt) en hann fékk slæma magasýkingu í Tyrklandi á dögunum og léttist nú um 300 grömm á dag og verður svo eitthvað áfram.
Við lögðum af stað um tíu leytið og hlupum sólarsinnis. Það kom margt fólk fyrsta kastið sem tók slaufur með okkur fyrstu hringina og ljóst er að marga langaði til að vera með en eitthvað hamlaði eins og gengur. Sex tíma hlaup er alveg kjörið fyrir vana maraþonhlaupara að kynnast rytmanum og tilfinningunni fyrir 100 k hlaup. Það þarf að leggja það öðruvísi upp og það er lærdómur út af fyrir sig. Hringirnir kláruðust ein af öðrum og alltaf var jafn gaman að hlaupa. Það er ekki sjálfgefið að geta hlaupið í stuttbuxum og hlýrabol um miðjan september. Rigning í gær og rigning á morgun. Þetta er alltaf happdrætti. Ég kláraði maraþonið á ca 3.50 og leið eins og best verður á kosið. Þetta nuddaðist áfram mun betur en ég hafði þorað að vona. Þegar um einn og hálfur tími var eftir sá ég fram á að hafa möguleika á að ná yfir sextíu km. Það var mun betra en ég hafði búist við miðað við hvað sumarið fór í vaskinn. Það gekk eftir og var ég mjög sáttur við það og í sjálfu sér vel saddur. Maður hefði alveg getað nuddað áfram og klárað 40 km á 5 - 6 tímum því það var allt í lagi með fæturna. Því hefði ég ekki trúað að óreyndu. Stirðleikinn var í lágmarki og enginn særindi farin að koma í lærin. Líklega hafa selenið, magensíumið og C vítamínið góð áhrif.
Úrslitin urðu sem hér segir:
Börkur 63 km 631 m
Elín 62 km 344 m
Gunnl. 60 km 814 m
Höskuldur 52 km 321 m
Bryndís 44 km 441 m
Nú hafa menn árangur til að keppa við á næstu árum. Það er fínn árangur að þrír keppendur fari yfir 60 km. Í sex tíma hlaupinu á Borgundarhólmi sl. vor fóru tveir yfir 70 km og árangur Barkar hefði dugað honum í fjórða sætið. Reyndar hef ég trú á að hann hefði ekki þolað við að sjá í bakið á þeim sem varð í þriðja sæti og bætt við þeim km sem þurfti til að draga hann uppi. Börkur er harður. Sama má segja um Elínu. Hún hefur ekki hlaupið mikið frá því í Lapplandi en er greinilega í fantaformi.
Þetta hlaup er komið til með að vera. Allt gekk vel í framkvæmd þess og þetta er mjög einfalt í framkvæmd. Sigurjón, systir Barkar, Elín og Þórólfur og Maggi Guðm sáu um drykkjarstöðina með sóma auk þeirra sem komu til að horfa á og hvetja. (Já takk fyrir verðlaunin Eva). Ég veit um marga sem hafa áhuga á að takast á við svona hlaup þannig að þátttakendur verða örugglega fleiri á næsta ári. Ég hef lesið um að þegar fyrsta formlega maraþonhlauið var haldið hérlendis fyrir tæpum 40 árum þá tók einn íslendingur þátt í því. Jón Hlaupari, hver annar. Hann var þá 42 ára gamall og blöðin skrifuðu um að það ætti að banna svona gömlum mönnum að hlaupa maraþon, þetta væri tómt rugl að leggja svona langhlaup á gamla fætur. Nú hafa á áttunda hundrað íslendingar hlaupið maraþon og fer stöðugt fjölgandi. Ég hef trú á að þróunin í 100 km hlaupum verði nokkuð ör á næstu árum. Það er fullt af fólki hér sem hefur alla burði til að takast á við þá vegalengd og sex tímahlaup er fyrirtak sem millistig til undirbúnings.
Eftir að hafa farið í sturtu fór ég suður í Hafnarfjörð og sá seinni hluta leiks FH og Víkinga þar sem ekki fór á milli mála hvort liðið sat í sitt hvorum enda töflunnar. Við verðum að vona það besta fyrir síðasta leikinn sem verður í Víkinni eftir viku.
föstudagur, september 15, 2006
Ég hef svo sem ekki horft af miklum áhuga á Supernova þættina en þó af og til. Það hafa aðrir á heimilinu séð um þau verk af miklum áhuga. Ég horfði reyndar á síðasta þáttinn til enda. Það kom mér mest á óvart að heyra hvað Magni er góður gítarleikari. Hann tók gamla "Fire" með Hendrix af snilld í lokaþættinum. Þetta er greinilega náungi sem getur spilað á hvað sem. Það sem mér finnst flottast hjá þessum Magna er að láta vaða og taka þátt í svona ævintýri. Ef aldrei er vogað þá gerist ekki neitt. Hann stóð í sjálfu sér frammi fyrir því í upphafi að geta verið sendur heim með fyrstu vélunum og þá í sjálfu sér lítið haft upp úr þessu nema kostnaðinn og fyrirhöfnina. En af því hann lét á þetta reyna og gerði sitt besta þá stendur hann uppi sem sigurvegari, enda þótt hann hafi ekki verið kjörinn í hljómsveitina sjálfa. Ef menn hugsa fyrirfram að verkefnin séu hvort sem er óyfirstíganleg þá gerist ekki neitt. Það býr nefnilega oft meira í fólki en það gerir sér grein fyrir og býst við að óreyndu.
Fyndið að sjá loftmyndir á vefnum af heimaborgum þeirra fimm sem síðast voru eftir. Montreal, New York, Melbourne, (man ekki eina), og Borgarfjörður eystri (öll 20 húsin)!!!
Ég sé ekki annað en að það sé gert ráð fyrir blíðu á morgun. Logn. sólfar og 10 stiga hiti. Það verður kannski veður fyrir stuttbuxur og hlýrabol. Megi gott á vita. Ég held að það sé allt að vera klárt. Stebbi kom með Powerateduftið og töflu í gær. Hann er svo að fara norður í kvöld og ætlar að setja persónulegt met í 1/2 maraþoni fyrir norðan á morgun. Það á einnig að viðra vel á morgun fyrir norðan. Honum fylgja bestu óskir með þökk fyrir alla hjálpina.
Ég veit ekki hvort maður á að láta talskonu Feminstafélagsins pirra sig endalaust en mér fannst ekki voðalega uppbyggilegt að heyra hana bíta út úr sér orðin í fyrramorgun í útvarpinu þegar hún var að færa rök að því að skoðanir konu sem vinnur við súludans væru rangar og hún (talskonan) vissi betur. Konan sem vinnur við súludans hafði verið í viðtali í útvarpinu og var þar að lýsa sýn sinni og viðhorfi á starf sitt sem hún leit á eins og hvert annað starf. En talskonan vissi meir um eðli málsins en sú sem var að lýsa sinni eigin reynslu og sagði að hún hefði bara rangt fyrir sér. Það er ekki nýtt að til sé fólk sem hafi séð ljósið og lifi í fullvissu þess að það viti betur en annað fólk og skoðanir þess séu réttar en annað fólk hafi rangt fyrir sér. Trúarofstæki, pólitískt ofstæki og annað ofstæki byggir á svona viðhorfum. Forsjárhyggja byggir einnig á svona viðhorfum. Hinir vitru eiga að hafa vit fyrir fávísum pöplinum og leiða hann inn í Eldorado. Það er verst þegar pöpullinn er svo vitlaus að hann áttar sig ekki á því að fylgja þeim sem hafa séð ljósið.
Til að forða misskilningi og útúrsnúningi þá á súludans sem er stundaður af fúsum og frjálsum vilja að mínu mati ekkert sameiginlegt við það þegar eintaklingar eru þvingaðir til að stunda þess háttar vinnu eða hvers konar nauðungarvinnu yfir höfuð. Mannsal er allt annar hlutur.
Fyndið að sjá loftmyndir á vefnum af heimaborgum þeirra fimm sem síðast voru eftir. Montreal, New York, Melbourne, (man ekki eina), og Borgarfjörður eystri (öll 20 húsin)!!!
Ég sé ekki annað en að það sé gert ráð fyrir blíðu á morgun. Logn. sólfar og 10 stiga hiti. Það verður kannski veður fyrir stuttbuxur og hlýrabol. Megi gott á vita. Ég held að það sé allt að vera klárt. Stebbi kom með Powerateduftið og töflu í gær. Hann er svo að fara norður í kvöld og ætlar að setja persónulegt met í 1/2 maraþoni fyrir norðan á morgun. Það á einnig að viðra vel á morgun fyrir norðan. Honum fylgja bestu óskir með þökk fyrir alla hjálpina.
Ég veit ekki hvort maður á að láta talskonu Feminstafélagsins pirra sig endalaust en mér fannst ekki voðalega uppbyggilegt að heyra hana bíta út úr sér orðin í fyrramorgun í útvarpinu þegar hún var að færa rök að því að skoðanir konu sem vinnur við súludans væru rangar og hún (talskonan) vissi betur. Konan sem vinnur við súludans hafði verið í viðtali í útvarpinu og var þar að lýsa sýn sinni og viðhorfi á starf sitt sem hún leit á eins og hvert annað starf. En talskonan vissi meir um eðli málsins en sú sem var að lýsa sinni eigin reynslu og sagði að hún hefði bara rangt fyrir sér. Það er ekki nýtt að til sé fólk sem hafi séð ljósið og lifi í fullvissu þess að það viti betur en annað fólk og skoðanir þess séu réttar en annað fólk hafi rangt fyrir sér. Trúarofstæki, pólitískt ofstæki og annað ofstæki byggir á svona viðhorfum. Forsjárhyggja byggir einnig á svona viðhorfum. Hinir vitru eiga að hafa vit fyrir fávísum pöplinum og leiða hann inn í Eldorado. Það er verst þegar pöpullinn er svo vitlaus að hann áttar sig ekki á því að fylgja þeim sem hafa séð ljósið.
Til að forða misskilningi og útúrsnúningi þá á súludans sem er stundaður af fúsum og frjálsum vilja að mínu mati ekkert sameiginlegt við það þegar eintaklingar eru þvingaðir til að stunda þess háttar vinnu eða hvers konar nauðungarvinnu yfir höfuð. Mannsal er allt annar hlutur.
fimmtudagur, september 14, 2006
Rakst á lista yfir þá norðurlandabúa sem hafa hlaupið 100 Mílur.
Lista på samtliga nordbor som har fullföljt ett 100-miles lopp fram till och med augusti 2006:
Sverige
1. Robert Alnebring, WS-94 (28:27:31), 95 (29:27:01), 99 (29:37:10)
2. Kjell-Ove Skoglund, WS-95 (25:55:27)
3. Mikael Wettergren, WS-96 (28:49:11), 96 (28:35:06)
4. Mats Ekman, WS-96 (29:28:47)
5. Cecilia Petersson, WS-00, (29:46:14), 01 (29:40:34), WS-02 (26:21:06), Rio del Lag-02 (25:34:29)
6. Stefan Samuelsson, Tjeckien-05 (27:54:36)
7. KG Nyström, Titusville-05 (28:21:44)
Norge
1. Bjarte Furnes, WS-95 (26:26:10)
2. Lars Saetran, OD-96 (22:43:51), Vermont-00 (21:11:57), WS-04 (23:38:22)
3. Eiolf Eivindsen, WS-05 (29:13:31)
4. Trond Sjåvik, WS-05 (29:13:31)
Danmark
1. Kim Rasmussen, WS-05 (27:39:28)
Island
1. Hoskuldur Kristvinsson, Mohican-05 (29:41:03)
2. Gunnlaugur Juliusson, WS-05 (26:14:14)
Finland
1. Pasi Kurkilahti, Hardrock-06 (35:58:21)
Flest 100-miles lopp i Norden har Cecilia Petersson gjort - fyra stycken. Snabbaste tiden har Lars Saetran - 21:11:57. Observera att många löpare i Norden har sprungit längre och passerat 100 miles på snabbare tid i andra lopp, många har också deltagit i 100 miles-lopp men ej fullföljt.
Það eru samtals fimmtán norðurlandabúar sem hafa hlaupið 100 mílur, þar á meðal við Höskuldur. Það kemur mér á óvart að einungis einn dani og einn finni hafa hlaupið þessa vegalengd. Það eru hins vegar margir fleiri norðurlandabúar sem hafa hlaupið lengri vegalengd en 100 M svo sem í 24 tíma haupi eða Sparthathlon, svo dæmi séu nefnd.
Ellefu norðurlandabúar hafa hlaupið Western States sem er LSD (Lang Stærsti Draumur) hvers ultrahlaupara. Ég sé að ég hef náð þriðja besta tíma norðurlandabúa í hlaupinu í fyrra. Ég þekki þarna nöfn eins og Lars Saetran, Kjell Ove Skoglund og Robert Alnebrink sem allir þekkt nöfn á hinum lengri vegalengdum, að ég tali ekki um þá Eiolf, Trond og Kim sem voru með í WS í fyrra.
Það eru sex skráðir í 100 M hlaupið á Skáni sem verður á helginni. Ef ég hefði vitað af því í vor er aldrei að vita nema að maður hefði stílað á að taka þátt í því.
Lista på samtliga nordbor som har fullföljt ett 100-miles lopp fram till och med augusti 2006:
Sverige
1. Robert Alnebring, WS-94 (28:27:31), 95 (29:27:01), 99 (29:37:10)
2. Kjell-Ove Skoglund, WS-95 (25:55:27)
3. Mikael Wettergren, WS-96 (28:49:11), 96 (28:35:06)
4. Mats Ekman, WS-96 (29:28:47)
5. Cecilia Petersson, WS-00, (29:46:14), 01 (29:40:34), WS-02 (26:21:06), Rio del Lag-02 (25:34:29)
6. Stefan Samuelsson, Tjeckien-05 (27:54:36)
7. KG Nyström, Titusville-05 (28:21:44)
Norge
1. Bjarte Furnes, WS-95 (26:26:10)
2. Lars Saetran, OD-96 (22:43:51), Vermont-00 (21:11:57), WS-04 (23:38:22)
3. Eiolf Eivindsen, WS-05 (29:13:31)
4. Trond Sjåvik, WS-05 (29:13:31)
Danmark
1. Kim Rasmussen, WS-05 (27:39:28)
Island
1. Hoskuldur Kristvinsson, Mohican-05 (29:41:03)
2. Gunnlaugur Juliusson, WS-05 (26:14:14)
Finland
1. Pasi Kurkilahti, Hardrock-06 (35:58:21)
Flest 100-miles lopp i Norden har Cecilia Petersson gjort - fyra stycken. Snabbaste tiden har Lars Saetran - 21:11:57. Observera att många löpare i Norden har sprungit längre och passerat 100 miles på snabbare tid i andra lopp, många har också deltagit i 100 miles-lopp men ej fullföljt.
Það eru samtals fimmtán norðurlandabúar sem hafa hlaupið 100 mílur, þar á meðal við Höskuldur. Það kemur mér á óvart að einungis einn dani og einn finni hafa hlaupið þessa vegalengd. Það eru hins vegar margir fleiri norðurlandabúar sem hafa hlaupið lengri vegalengd en 100 M svo sem í 24 tíma haupi eða Sparthathlon, svo dæmi séu nefnd.
Ellefu norðurlandabúar hafa hlaupið Western States sem er LSD (Lang Stærsti Draumur) hvers ultrahlaupara. Ég sé að ég hef náð þriðja besta tíma norðurlandabúa í hlaupinu í fyrra. Ég þekki þarna nöfn eins og Lars Saetran, Kjell Ove Skoglund og Robert Alnebrink sem allir þekkt nöfn á hinum lengri vegalengdum, að ég tali ekki um þá Eiolf, Trond og Kim sem voru með í WS í fyrra.
Það eru sex skráðir í 100 M hlaupið á Skáni sem verður á helginni. Ef ég hefði vitað af því í vor er aldrei að vita nema að maður hefði stílað á að taka þátt í því.
Fékk í gær nánari skýringar á uppákomunni á Ísafirði þar sem fjölmiðlar sökuðu embættismenn og bæjaryfirvöld um fruntaskap gagnvart erlendum börnum. Málflutningur þeirra fjölmiðla sem um málið fjölluðu var með ólíkindum. Fólkið sem um ræddi hafði flest í raun stöðu sem venjulegir ferðamenn, sumt var ekki búið að gera neinar ráðstafanir varðandi dvöl í landinu eða óska eftir þjónustu svetiarfélagsins, né óska eftir skráningu inn í landið þrátt fyrir leiðbeiningar þar um, heilbrigðisvottorð lágu ekki fyrir, í einhverju tilvikanna var forræðisdeila í gangi í heimalandinu o.s.frv. o.s.frv. Engu að síður voru heimamenn á Ísafirði hengdir í fjölmiðlum sem sökudólgar í málinu þrátt fyrir að hafa gert sitt besta til að vekja athygli fólksins á þeim reglum sem giltu, hvað það þyrfti að gera og vakið athygli yfirvalda á þeim vandræðum sem sveitarfélögin geta lent í þegar aðstæður sem þessar skapast. Þegar íslendingar flytja til Danmerkur svo dæmi sé tekið þýðir ekkert að reyna að óska eftir þjónustu sveitarfélaganna svo sem varðandi leikskóla eða grunnskóla fyrr en viðkomandi einstaklingur hefur verið skráður inn í landið, búnir að fá kennitölu og formsatriðum verið fullnægt. Eru þó íslendingar ekki alveg ókunnugir í Danmörku. Ef að þetta á að vera aðferðin að fjölmiðlar eigi að stjórna regluverkinu hérlendis og afgreiðslu mála þá bíð ég ekki í það til langframa. Fjölmiðlar eru mjög mikilvægir til að taka á málum í þjóðfélaginu, opna umræðu og veita nauðsynlegt aðhald, en ábyrgð þeirra er einnig mikil. Mér finnast þeir falla á hverju prófinu á fætur öðru.
Það er allt að smella fyrir sex tíma hlaupið. Hægt er að útvega verðlaunapening fram á morgundaginn svo ef einhver er að spekúlera þá er enn tækifæri. Halli, ekki hika!! Veðurspáin er góð, hlýtt, logn og úrkomulaust. Vona að veðurfræðingar ljúgi ekki til um þetta!!! Ef einhver getur séð af smá tíma til að aðstoða við skráningu og niðurskurð á nokkrum banönum um tíma um og upp úr hádegi væri því tekið með þökkum. Margar hendur vinna létt verk. Hjólaði út í Nauthólsvík í gærkvöldi til að skoða hvort merkingarnar væru ekki enn á sínum stað. Allt var eins og það átti að vera.
Rétt er að það komi fram að Bílanaust, alías félagi Jói, ætla að sponsörera verðlaunapeninga og bikara. Einnig sá hann um húfuprentum fyrir félagið. ÍRingar hafa lagt sitt af mörkum með útvegun á ýmsum hlutum sem nauðsynlegir eru til að arransera hlaup. RM lagði til mælingarhjól, Pétur Helga hjá COKE útvegaði duft í orkudrykk. Stefán Örn er betri en enginn í að redda málum vegna svona viðburða. Ef ég gleymi einhverjum þá er það mín skömm en allir þessir aðilar fá góðar þakkir fyrir að leggja sitt að mörkum til að brjóta blað í hlaupasögunni hérlendis.
Lagt verður af stað kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Gott er að starfsmenn verði komnir með góðum fyrir vara til að gera allt klárt, setja upp tjald, koma klukkunni fyrir o.s.frv. Keppendur mæti eigi síðar en um 9.30 til að gera klárt, fá númer, hita upp, spjalla og annað sem nauðsynlegt er í aðdraganda hlaupa. Framkvæmdir eru hafnar í veitingahúsinu þannig að það er ekki hægt að fara á klósett þar. Öskjuhlíðin verður að duga!!
Það er allt að smella fyrir sex tíma hlaupið. Hægt er að útvega verðlaunapening fram á morgundaginn svo ef einhver er að spekúlera þá er enn tækifæri. Halli, ekki hika!! Veðurspáin er góð, hlýtt, logn og úrkomulaust. Vona að veðurfræðingar ljúgi ekki til um þetta!!! Ef einhver getur séð af smá tíma til að aðstoða við skráningu og niðurskurð á nokkrum banönum um tíma um og upp úr hádegi væri því tekið með þökkum. Margar hendur vinna létt verk. Hjólaði út í Nauthólsvík í gærkvöldi til að skoða hvort merkingarnar væru ekki enn á sínum stað. Allt var eins og það átti að vera.
Rétt er að það komi fram að Bílanaust, alías félagi Jói, ætla að sponsörera verðlaunapeninga og bikara. Einnig sá hann um húfuprentum fyrir félagið. ÍRingar hafa lagt sitt af mörkum með útvegun á ýmsum hlutum sem nauðsynlegir eru til að arransera hlaup. RM lagði til mælingarhjól, Pétur Helga hjá COKE útvegaði duft í orkudrykk. Stefán Örn er betri en enginn í að redda málum vegna svona viðburða. Ef ég gleymi einhverjum þá er það mín skömm en allir þessir aðilar fá góðar þakkir fyrir að leggja sitt að mörkum til að brjóta blað í hlaupasögunni hérlendis.
Lagt verður af stað kl. 10.00 á laugardagsmorgun. Gott er að starfsmenn verði komnir með góðum fyrir vara til að gera allt klárt, setja upp tjald, koma klukkunni fyrir o.s.frv. Keppendur mæti eigi síðar en um 9.30 til að gera klárt, fá númer, hita upp, spjalla og annað sem nauðsynlegt er í aðdraganda hlaupa. Framkvæmdir eru hafnar í veitingahúsinu þannig að það er ekki hægt að fara á klósett þar. Öskjuhlíðin verður að duga!!
miðvikudagur, september 13, 2006
þriðjudagur, september 12, 2006
Það lítur vel út með veður á laugardaginn fyrir sex tíma hlaupið. Það verður bjart veður, frekar hægur og hlýtt. Ákjósanlegt hlaupaveður.
Ef einhver vill hjálpa til með að vinna við sex tíma hlaupið á laugardaginn þá er það vel þegið. Líklega er meiri þörf á aðstoð eftir hádegi. Þetta er ekki mikið starf, krossa þarf við hvern hring, hafa drykk og banana klára og hafa ofan af fyrir áhorfendum með uppbyggilegu hjali. Einn klárar þetta hverju sinni en það er skemmtilegra að vera tveir.
Það vex einhverjum í augum að hlaupa í sex tíma. Í Bandaríkjunum er vinsælasta vegalengdin 100 mílur. Það eru haldin 38 100 mílna hlaup í Bandaríkjunum ár hvert. Þessi vegalengd hefur ekki náð fótfestu í nágrannalöndum okkar, menn hafa látið nægja að hlaupa 100 k og síðan hefur 24 tíma hlaup náð æ sterkari fótfestu. Nú um næstu helgi verðu þó haldið fyrsta 100 M hlaup á norðurlöndum. Það verður haldið í Skáni í suður Svíþjóð, lagt upp frá Ystad og hlaupinn einhver hringur og endað í Ystað aftur. Hlaupið hefst þann 16. sept. og endar þann 17. Það hafa fimm skráð sig til þátttöku, allt miklir hlauparar.
Ásgeir Jónsson stóð á hæsta toppi Elbrus á helginni. Glæsilegt hjá honum. Hann hefur sett sér háleit markmið og er manna líklegastur til að ná þeim. Í síðasta tölublaði Marathon & Beyond er sagt frá einum svona manni Marshall Ulrich frá USA. Hann byrjaði á ultraþonum, kláraði Western States og fleiri mikil hlaup og vann mikil afrek. Síðan kláraði hann eitt það ótrúlegasta sem ég hef heyrt talað um en það er að hlaupa The Badwater Quad sem er Badwater hlaupið fjórum sinnum fram og til baka. Hann lýsir því svo að þegar hann er rúmlega hálfnaður að þá er eins og það gangi 120 volta straumur gegnum skrokkinn við hvert skref. Hann endaði svo með því að fara á Seven summits. Stóð á tindi Everest auk annara. Frásög hans er mögnuð og þess virði að lesa hana.
Ef einhver vill hjálpa til með að vinna við sex tíma hlaupið á laugardaginn þá er það vel þegið. Líklega er meiri þörf á aðstoð eftir hádegi. Þetta er ekki mikið starf, krossa þarf við hvern hring, hafa drykk og banana klára og hafa ofan af fyrir áhorfendum með uppbyggilegu hjali. Einn klárar þetta hverju sinni en það er skemmtilegra að vera tveir.
Það vex einhverjum í augum að hlaupa í sex tíma. Í Bandaríkjunum er vinsælasta vegalengdin 100 mílur. Það eru haldin 38 100 mílna hlaup í Bandaríkjunum ár hvert. Þessi vegalengd hefur ekki náð fótfestu í nágrannalöndum okkar, menn hafa látið nægja að hlaupa 100 k og síðan hefur 24 tíma hlaup náð æ sterkari fótfestu. Nú um næstu helgi verðu þó haldið fyrsta 100 M hlaup á norðurlöndum. Það verður haldið í Skáni í suður Svíþjóð, lagt upp frá Ystad og hlaupinn einhver hringur og endað í Ystað aftur. Hlaupið hefst þann 16. sept. og endar þann 17. Það hafa fimm skráð sig til þátttöku, allt miklir hlauparar.
Ásgeir Jónsson stóð á hæsta toppi Elbrus á helginni. Glæsilegt hjá honum. Hann hefur sett sér háleit markmið og er manna líklegastur til að ná þeim. Í síðasta tölublaði Marathon & Beyond er sagt frá einum svona manni Marshall Ulrich frá USA. Hann byrjaði á ultraþonum, kláraði Western States og fleiri mikil hlaup og vann mikil afrek. Síðan kláraði hann eitt það ótrúlegasta sem ég hef heyrt talað um en það er að hlaupa The Badwater Quad sem er Badwater hlaupið fjórum sinnum fram og til baka. Hann lýsir því svo að þegar hann er rúmlega hálfnaður að þá er eins og það gangi 120 volta straumur gegnum skrokkinn við hvert skref. Hann endaði svo með því að fara á Seven summits. Stóð á tindi Everest auk annara. Frásög hans er mögnuð og þess virði að lesa hana.
mánudagur, september 11, 2006
Skráningar í sex tíma hlaupið eru að koma inn. Það er kannski ekki neinn gríðarlegur fjöldi en það verður keppni um fyrsta sæti bæði í karla og kennaflokki. Fólk er aðeins að átta sig á því að það er ekki nema einu sinni sem hlaupið er í fyrsta sinn. Það er alltaf gaman að vera þátttakandi í að ryðja braut og skapa sögu. Þetta er komið til með að vera. Ég er sannfærður um það. Þegar tíminn líður færa menn sig svo enn upp á skaftið. Gísli ritari nær í verðlaunin á föstudag. Hann hefur goodwill hjá verslunini með fjöldann þar til. Það lítur ekki allt of vel út með þátttöku aðalritarans en svona er þetta. Sex nýliðar eru komnir í 100 K félagið í ár. Ef fjölgunin verður á næstu árum eins og í ár þá þarf heilan samkomusal undir félagsfundi fyrr en varir.
Sé í sjónvarpinu að það er verið að gera lögreglunni ágæt skil, sýna vinnuaðstæður hennar o.s.frv. Það er ágætt og nauðsynlegt. Ég veit ekki hvort verið er að gera yfirbót vegna hins heimskulega fréttaflutnings að austan í allt sumar en ég held að ritstjórnarstefna Rúv hvað þetta varðar þurfi endurskoðunar við. Það er ekki von að það sé borin virðing fyrir þeim sem eiga að gæta laga og réttar þegar síbyljan dynur á fólki um hvað þeir séu ómögulegir.
Þegar ég var að alast upp þá fóru tvennskonar embættismenn um héröð og gættu að hvort allt væri í lagi. Prestar húsvitjuðu og fylgdust með því hvort almennilega væri hlúð að börnum og þeim kennt að lesa. Síðan fóru ásetningsmenn um og kíktu í útihús og hlöður og skoðuðu hvort næg hey væru til og vel væri farið með skepnurnar. Langt er síðan hætt var að líta til með börnum á skipulegan hátt eins og áður var gert. Nú er ekki lengur húsvitjað heldur á að vera til kerfi sem tekur á hlutunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Á hinn bóginn er enn farið um sveitir landsins tvisvar á vetri, hey skoðuð og tekið á skepnum. Mikið kerfi er enn við lýði í kringum ásetning búfjár. Ég var á fundi um daginn þar sem þessi mál bar á góma og spurði hve mörg mál kæmu upp árlega þar sem ástæða væri til að gera athugasemd við meðferð búfjár og hey skorti. Það eru svona ca tuttugu dæmi á ári var mér sagt af fróðum mönnum. Sá hins vegar í gær í Fréttablaðinu að það eru á annað þúsund tilfelli sem koma upp árlega þar sem ástæða er til að hafa afskipti af meðferð og ástandi barna hérlendis.
Nú á að útrýma mink á Snæfellsnesi og ef vel gengur jafnvel í Eyjafirði einnig. Ég hélt að minkurinn hefði lappir og ferðaðist um landið eins og honum hentar. Ég er ekki alveg að kaupa það þegar sérfræðingarnir ætla sér að útrýma honum af landinu. Það þarf eitthvað til svo að það gangi eftir.
Sé í sjónvarpinu að það er verið að gera lögreglunni ágæt skil, sýna vinnuaðstæður hennar o.s.frv. Það er ágætt og nauðsynlegt. Ég veit ekki hvort verið er að gera yfirbót vegna hins heimskulega fréttaflutnings að austan í allt sumar en ég held að ritstjórnarstefna Rúv hvað þetta varðar þurfi endurskoðunar við. Það er ekki von að það sé borin virðing fyrir þeim sem eiga að gæta laga og réttar þegar síbyljan dynur á fólki um hvað þeir séu ómögulegir.
Þegar ég var að alast upp þá fóru tvennskonar embættismenn um héröð og gættu að hvort allt væri í lagi. Prestar húsvitjuðu og fylgdust með því hvort almennilega væri hlúð að börnum og þeim kennt að lesa. Síðan fóru ásetningsmenn um og kíktu í útihús og hlöður og skoðuðu hvort næg hey væru til og vel væri farið með skepnurnar. Langt er síðan hætt var að líta til með börnum á skipulegan hátt eins og áður var gert. Nú er ekki lengur húsvitjað heldur á að vera til kerfi sem tekur á hlutunum ef eitthvað fer úrskeiðis. Á hinn bóginn er enn farið um sveitir landsins tvisvar á vetri, hey skoðuð og tekið á skepnum. Mikið kerfi er enn við lýði í kringum ásetning búfjár. Ég var á fundi um daginn þar sem þessi mál bar á góma og spurði hve mörg mál kæmu upp árlega þar sem ástæða væri til að gera athugasemd við meðferð búfjár og hey skorti. Það eru svona ca tuttugu dæmi á ári var mér sagt af fróðum mönnum. Sá hins vegar í gær í Fréttablaðinu að það eru á annað þúsund tilfelli sem koma upp árlega þar sem ástæða er til að hafa afskipti af meðferð og ástandi barna hérlendis.
Nú á að útrýma mink á Snæfellsnesi og ef vel gengur jafnvel í Eyjafirði einnig. Ég hélt að minkurinn hefði lappir og ferðaðist um landið eins og honum hentar. Ég er ekki alveg að kaupa það þegar sérfræðingarnir ætla sér að útrýma honum af landinu. Það þarf eitthvað til svo að það gangi eftir.
Tók 16 km með Vinum Gullu í gærmorgun. Það var ekki lengra því maður vill ekki vera búinn að ofkeyra sig fyrir næstu helgi. Það er allt að smella saman. Stebbi kom með mér eftir hádegi og við löbbuðum hringinn í Nauthólsvíkinni og mældum og merktum. Hringurinn er 2339 metrar. Þá vitum við það. Jói er búinn að láta útbúa húfur og þær eru mættar í hús. Hver þátttakandi fær húfu félagsins. Gísli aðalritari hringdi í morgun. Hann er að jafna sig eftir utanlandsferðina en verður líklega ekki hlaupafær um helgina vegna orkuskorts. Hann ætlar að græja verðlaunapeningum. Hann taldi sig hafa frest fram á miðvikudag til að skila inn fjöldanum. Þá geta menn skráð sig fram að þeim tíma. Kannski höfum við þá aðeins fleiri ef einhverjir stökkva til á síðustu stundu. Það er náttúrulega ekkert mál því menn geta hvílt sig á leiðinni, labbað eða sest niður. Það sem upp úr stendur er hvað langt er farið á sex klukkutímum.
Það var ekki gaman í leikslok í Víkinni í gær. Víkingar yfirspiluðu KR í fyrri hálfleik en inn fór boltinn ekki, meir að segja víti fór í utanverða stöngina. Í seinni hálfleik hresstust KR ingar og það fór sem maður óttaðist, þegar tvær mínútur voru eftir þá potuðu þeir inn marki. Í annað skipti í sumar á móti KR og í fjórða skipti samtals. Í stað þess að hafa sitt allt á hreinu er liðið í fallbaráttu. Það verða að koma stig úr síðustu tveimur leikjunum. Það er ekkert öðruvísi. Liðið hefur þetta í sínum höndum.
Hilmar og Guðmundur Magni kláruðu Árósa 100 km í gær. Glæsilegt hjá þeim.
Myndin "The Falling Man" í sjónvarpinu í gærkvöldu tók mann heljartökum og lét ekki laust fyrr en yfir lauk.
Það var ekki gaman í leikslok í Víkinni í gær. Víkingar yfirspiluðu KR í fyrri hálfleik en inn fór boltinn ekki, meir að segja víti fór í utanverða stöngina. Í seinni hálfleik hresstust KR ingar og það fór sem maður óttaðist, þegar tvær mínútur voru eftir þá potuðu þeir inn marki. Í annað skipti í sumar á móti KR og í fjórða skipti samtals. Í stað þess að hafa sitt allt á hreinu er liðið í fallbaráttu. Það verða að koma stig úr síðustu tveimur leikjunum. Það er ekkert öðruvísi. Liðið hefur þetta í sínum höndum.
Hilmar og Guðmundur Magni kláruðu Árósa 100 km í gær. Glæsilegt hjá þeim.
Myndin "The Falling Man" í sjónvarpinu í gærkvöldu tók mann heljartökum og lét ekki laust fyrr en yfir lauk.
sunnudagur, september 10, 2006
Fór frekar seint út í gær því stórar suðvestandembur gerðu það ekki sérstaklega spennandi að fara út að hlaupa. Dreif mig samt út seint um síðir og tók góðan hring út fyrir Kársnes og svo brekkuæfingar í tröppunum, HK brekkunni og Réttarholtsskólabrekkunni. Maður hittir alltaf ýmsa á göngustígunum. Í gærmorgun hitti ég kunningja minn sem fór að skokka í fyrra. Hann er aðeins yngri en ég en ekki mikið. Í fyrra hljóp hann 10 km í RM, í ár lá hálfmaraþon og á næsta ári skal það vera maraþon. Þetta er almennilegt. Við Víkingsheimilið var skokkhópur Víkings að koma úr ca 15 km hring. Þar hefur byggst upp góður samheldinn hópur. Þar fóru margir hálfmaraþon á RM og stefnan tekin á heilt að ári. Hitti svo Nínu og Kristínu en þær voru að taka langt hlaup sem síðustu æfingu fyrir Berlínarhlaupið sem verður eftir hálfan mánuð.
Veisla hjá Bigga í gærkvöldi. Þar hittist góður hópur hlaupara og var meðal annars rennt yfir myndasyrpur frá Grænlandi, Bandaríkjunum og Tansaníu. Skemmtilegt kvöld.
Stundum er umræðan í blöðunum þannig að maður veit ekki hvað snýr upp eða niður. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tók svo til orða nýlega að það væri greinilegt að Litháenska mafían væri komin með fótfestu hérlendis í eiturlyfjainnflutningi. Mjög rökrétt ályktun miðað við þann fjölda Litháa sem hefur verið tekinn við að smygla eiturlyfjum til landsins. Kemur þá ekki einhver Lithái sem er búsettur hér fram í viðtali í Mogganum og fer að segja að það séu flestir Litháar sem búa hér ágætt fólk. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að svo sé en það breytir hins vegar engu um það sem sýslumaðurinn sagði að það er eðlilegt að draga ákveðnar ályktanir af þeim fjölda Litháa sem hefur verið tekin við að smygla dópi til landsins. Síðan sá Mogginn ástæðu til að endurtaka þetta í forystugrein að það séu ekki allir Litháar glæpamenn. Hvaða rugl er þetta? Það er enginn að segja að allir Litháar séu glæpamenn enda þótt sumir Litháar séu glæpamenn. Þetta er eins og svo oft að ef löggan segir eða gerir eitthvað þá er farið að snúa út úr því eða rengja það. Það má aldrei tala um hlutina eins og þeir eru. Auðvitað eru það að hluta til skipulagðir glæpahringir sem standa fyrir innflutningi eiturlyfja til landsins.
Veisla hjá Bigga í gærkvöldi. Þar hittist góður hópur hlaupara og var meðal annars rennt yfir myndasyrpur frá Grænlandi, Bandaríkjunum og Tansaníu. Skemmtilegt kvöld.
Stundum er umræðan í blöðunum þannig að maður veit ekki hvað snýr upp eða niður. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli tók svo til orða nýlega að það væri greinilegt að Litháenska mafían væri komin með fótfestu hérlendis í eiturlyfjainnflutningi. Mjög rökrétt ályktun miðað við þann fjölda Litháa sem hefur verið tekinn við að smygla eiturlyfjum til landsins. Kemur þá ekki einhver Lithái sem er búsettur hér fram í viðtali í Mogganum og fer að segja að það séu flestir Litháar sem búa hér ágætt fólk. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að svo sé en það breytir hins vegar engu um það sem sýslumaðurinn sagði að það er eðlilegt að draga ákveðnar ályktanir af þeim fjölda Litháa sem hefur verið tekin við að smygla dópi til landsins. Síðan sá Mogginn ástæðu til að endurtaka þetta í forystugrein að það séu ekki allir Litháar glæpamenn. Hvaða rugl er þetta? Það er enginn að segja að allir Litháar séu glæpamenn enda þótt sumir Litháar séu glæpamenn. Þetta er eins og svo oft að ef löggan segir eða gerir eitthvað þá er farið að snúa út úr því eða rengja það. Það má aldrei tala um hlutina eins og þeir eru. Auðvitað eru það að hluta til skipulagðir glæpahringir sem standa fyrir innflutningi eiturlyfja til landsins.
laugardagur, september 09, 2006
Hlustaði á viðtal við forstjóra Vinnumálastofnunar í morgun um það ástand sem hefur skapast vegna ótímabærrar og óþarfrar opnunar fyrir frjálsa för launafólks til landsins frá þeim 30. apríl sl. Þær stofnanir sem eiga að sinna skráningu erlends vinnuafls í landinu ráða ekki við verkefni sín, atvinnurekendur skrá ekki starfsfólk sitt og svört atvinnustarfsemi blómstrar sem aldrei fyrr. Við hverju bjuggust menn? Það voru margir sem höfðu uppi varnaðarorð við ákvörðun stjónvalda en þau töldu sig vita betur. Þau voru líklega hrædd við þetta blessaða almenningsálit sem er uppfullt af fjölmenningarfjasinu og að við eigum að aðlaga okkur að siðum og venjum þess fólk sem flyst til landsins en ekki öfugt. Maður veit stundum ekki í hvaða veröld það fólk lifir sem talið er ábyrgt. Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði að Bretar hefðu gert ráð fyrir að um 15.000 manns myndu flytja til landsins í kjölfar álíka opnunar þar í landi. Raunin varð 600.000, þar af eru um 200.000 á svarta markaðnum eftir því sem ég las í breskum blöðum í vor. Það vita allir sem vilja vita hvaða veruleika almenningur býr við í fyrrum kommúnistaríkjum Austur Evrópu. Hann er víða svakalegur og framtíðarhorfur almennings þar vægast sagt svartar. Þetta fólk leitar vitaskuld allra leiða til að skapa sér betri framtíð og hana er ekki að finna fyrir austan gamla járntjaldið. Það er ekki við etta fólk að sakast en hins vegar er engum greiði gerður með því að láta vanda þessara landa flæða hömlulaust yfir önnur lönd sem hafa á flestan hátt nóg með sitt.
Fjölmmiðlar hafa undanfarna daga hamrað á mannvonsku þeirra sem vildu fara eftir gildandi reglum fyrir vestan og veittu börnum ekki aðgengi í skóla fyrr en ákveðnum formsatriðum væri fullnægt. Þetta þótti fjölmiðlaliðinu náttúrulega ótækt því það er yfirleitt á móti stjórnvöldum, hverju nafni sem þau nefnast. Ég skil vel þá sem vilja framfylgja ákveðnum reglum í þessu sambandi. Í fjölmiðlum var vísað til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi hin erlendu börn og réttarstöðu þeirra samkvæmt honum. En hvað með rétt þeirra barna sem fyrir eru í skólanum. Er hann enginn? Það kom meðal annars fram í fréttum að eitt af því sem verður að leggja fram við inngöngu í skóla er heilbrigðisvottorð en það var talið sjálfsagt að sniðganga það eins og aðrar reglur. Nú er það svo að í það minnsta í Rússlandi eru berklar verulega útbreitt og vaxandi vandamál eftir því sem maður les í skandinavískum blöðum. Það má vera að svo sé víðar í löndum fyrrum Austur Evrópu án þess að ég viti en kæmi það ekki á óvart. Miðað við myndirnar af munaðarleysingahælunum í Rúmeníu sem voru í fréttum fyrir nokkrum dögum virðist ýmislegt vera öðruvísi þar en þætti ásættanlegt hér. Ég sé ekkert sem réttlætir það að börn frá þessum löndum séu tekin inn í grunnskóla hérlendis án þess að fyrir liggi að lágmarki heilbrigðisvottorð, t.d. með tillit til berklahættu. Það er ekki við þessi börn að sakast heldur eru fyrrgreindar reglur settar vegna ákveðinna ástæðna. Þær eru settar sem ákveðið öryggisnet. Ég veit það að það myndi ekki þýða fyrir mann að mæta með börnin í skóla á öðrum Norðurlöndum fyrr en þessum formsatriðum væri fullnægt. Það tæki hins vegar kannski ekki svo langan tíma eins og hefur verið hér. Ég geri hins vegar ráð fyrir að maður sé sakaður um að vera með útlendingafóbíu, rasisma og útnesjahátt ef maður hefur svona skoðanir. Það verður þá bara að hafa það en mér sýnist að allt það sem maður hefur talið líklegt að myndi gerast vera að koma fram. Maður heyrir t.d. af sívaxandi núningi milli íslenskra unglinga og erlendra unglinga, sérstaklega þeirra sem koma frá austur Asíu eða eru litaðir á hörund. Það þarf ekki að leita lengra en til hinna norðurlandanna til að sjá hvar það endar. Það er hins vegar afar auðvelt að stinga hausnum í sandinn, afneita staðreyndum og fimbulfamba um fjölmenningarsamfélagið.
Það verður haldin ráðstefna um jafnréttismál á næstunni. Þar verða haldin 12 fagleg erindi. Allir 12 fyrirlesararnir eru konur. Eini kallinn sem hefur eitthvað hlutverk á ráðstefnunni fær að vera fundarstjóri. Byggir umræða um jafnréttismál hérlendis á svona forsendum? Mér er bara spurn.
Fjölmmiðlar hafa undanfarna daga hamrað á mannvonsku þeirra sem vildu fara eftir gildandi reglum fyrir vestan og veittu börnum ekki aðgengi í skóla fyrr en ákveðnum formsatriðum væri fullnægt. Þetta þótti fjölmiðlaliðinu náttúrulega ótækt því það er yfirleitt á móti stjórnvöldum, hverju nafni sem þau nefnast. Ég skil vel þá sem vilja framfylgja ákveðnum reglum í þessu sambandi. Í fjölmiðlum var vísað til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna varðandi hin erlendu börn og réttarstöðu þeirra samkvæmt honum. En hvað með rétt þeirra barna sem fyrir eru í skólanum. Er hann enginn? Það kom meðal annars fram í fréttum að eitt af því sem verður að leggja fram við inngöngu í skóla er heilbrigðisvottorð en það var talið sjálfsagt að sniðganga það eins og aðrar reglur. Nú er það svo að í það minnsta í Rússlandi eru berklar verulega útbreitt og vaxandi vandamál eftir því sem maður les í skandinavískum blöðum. Það má vera að svo sé víðar í löndum fyrrum Austur Evrópu án þess að ég viti en kæmi það ekki á óvart. Miðað við myndirnar af munaðarleysingahælunum í Rúmeníu sem voru í fréttum fyrir nokkrum dögum virðist ýmislegt vera öðruvísi þar en þætti ásættanlegt hér. Ég sé ekkert sem réttlætir það að börn frá þessum löndum séu tekin inn í grunnskóla hérlendis án þess að fyrir liggi að lágmarki heilbrigðisvottorð, t.d. með tillit til berklahættu. Það er ekki við þessi börn að sakast heldur eru fyrrgreindar reglur settar vegna ákveðinna ástæðna. Þær eru settar sem ákveðið öryggisnet. Ég veit það að það myndi ekki þýða fyrir mann að mæta með börnin í skóla á öðrum Norðurlöndum fyrr en þessum formsatriðum væri fullnægt. Það tæki hins vegar kannski ekki svo langan tíma eins og hefur verið hér. Ég geri hins vegar ráð fyrir að maður sé sakaður um að vera með útlendingafóbíu, rasisma og útnesjahátt ef maður hefur svona skoðanir. Það verður þá bara að hafa það en mér sýnist að allt það sem maður hefur talið líklegt að myndi gerast vera að koma fram. Maður heyrir t.d. af sívaxandi núningi milli íslenskra unglinga og erlendra unglinga, sérstaklega þeirra sem koma frá austur Asíu eða eru litaðir á hörund. Það þarf ekki að leita lengra en til hinna norðurlandanna til að sjá hvar það endar. Það er hins vegar afar auðvelt að stinga hausnum í sandinn, afneita staðreyndum og fimbulfamba um fjölmenningarsamfélagið.
Það verður haldin ráðstefna um jafnréttismál á næstunni. Þar verða haldin 12 fagleg erindi. Allir 12 fyrirlesararnir eru konur. Eini kallinn sem hefur eitthvað hlutverk á ráðstefnunni fær að vera fundarstjóri. Byggir umræða um jafnréttismál hérlendis á svona forsendum? Mér er bara spurn.
föstudagur, september 08, 2006
fimmtudagur, september 07, 2006
Ég hef verið að glugga í Draumalandið eftir Andra Snæ. Bókin grípur mig ekki neinum heljartökum en það er ágætt að renna yfir hana á ýmsan hátt. Hún er svona spjall um eitt og annað og komið inn á margt. Hann kemur meðal annars inn á hvaða áhrif það hefði haft ef það hefði verið sett niður fullt af herstöðvum hérlendis eftir seinna stríð eins og bandaríkjamenn vildu en stjórnmálamenn íslenskir höfnuðu. Líklega er hann þarna með skírskotun til hvaða áhrif það hefði ef álverum fjölgar verulega hérlendis. Nú er það svo að það er aldrei hollt að hafa atvinnuvegi mjög einsleitna, til dæmis var það erfitt fyrir íslendinga á ýmsan hátt að byggja afkomu sína svo mikið á fiski gegnum áratugina. Þjóðarbúið var svo viðkvæmt fyrir sveiflum og áhrif markaða fyrir fisk höfðu mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Á hinn bóginn verður á það að líta að íslenskt samfélag í dag á fátt sameiginlegt með samfélaginu eins og það var upp úr seinna stríði. Samfélagið í dag er svo miklu miklu öflugara, þjóðin betur menntuð, meðvitaðri og efnaðri. Því verða áhrif utanaðkomandi afla allt önnur í dag en fyrir sextíu árum síðan.
Andra verður dálítið tíðrætt um hvað hugmyndir hans hafa runni honum úr greipum vegna þess að aðrir hafa líka fengið samskonar hugmyndir og hann en fylgt þeim eftir. Bókáferðumheiminn og myrkuð borg. Skemmtilegar hugmyndir en það þýðir ekki að segja ef og hefði. "Ég var vitlaus þá" sagði kallinn.
Andri Snær kemur inn á þá þróun sem vél- og tæknivæðing hefur haft í samfélaginu. Ég gat ekki annað en skilið sem svo að honum fyndist tæknivæðing í landbúnaði hafa haft í för með sér afturför sem hefði staðið yfir allt frá því fyrsti traktorinn kom (eða voru það Eylandsljáirnir). Afturförin birtist fyrst og fremst í því að fólki fækkar til sveita. Þarna er ég alfarið ósammála honum. Það vill svo til að ég þekki þá tíð að handaflið var næstum því eini aflgjafinn í búskapinn. Lítill 10 hestafla traktor létti störfin þó á ýmsan hátt. Áratugina og árhundruðin þar áður voru ekki einu sinni til litlir Farmalar Cub heldur einungis handaflið og hestar. Sveitirnar voru þá fullar af fólki sem þurfti til að geta brauðfætt sig og lifað af. Lífið snerist fyrst og fremst um að lifa af. Botnlaust strit dag út og dag inn árið um kring. Óöryggið var ætíð mikið um að það tækist að afla nægjanlegra heyja því það var sá grundvöllur sem allt snerist um. Síðan komu vélarnar blessunarlega til að létta fólki störfin og gera allt öruggara. Það hafði vitaskuld í för með sér að fólki fækkaði til sveita, það þurfti ekki eins marga og áður til að framleiða sama magn af matvælum. Vélvæðingin í sjávarútvegnum gerði það að verkum að þéttbýlismyndun hófst. Þá fyrst varð til grundvöllur að aukinni og síðar almennri velmegun í landinu. Það er ósköp auðvelt að vera í einhverri rómantík að það hafi allt verið svo gaman og gott til sveita hér áður þegar fullt var af fólki á hverjum bæ. Það er einfaldlega útópía einhverra sem hafa ekki samband við þann raunveruleika sem var í landinu áður. Ef það er sá útgangspunktur sem nútíma umræða um náttúruvernd og þjóðfélagsmál á að byggja á þá er ég ekki með í því geimi.
Ég held lestrinum áfram eftir því sem tíminn leyfir. Það er alltaf gaman að lesa texta sem getur verið umdeilanlegur.
Andra verður dálítið tíðrætt um hvað hugmyndir hans hafa runni honum úr greipum vegna þess að aðrir hafa líka fengið samskonar hugmyndir og hann en fylgt þeim eftir. Bókáferðumheiminn og myrkuð borg. Skemmtilegar hugmyndir en það þýðir ekki að segja ef og hefði. "Ég var vitlaus þá" sagði kallinn.
Andri Snær kemur inn á þá þróun sem vél- og tæknivæðing hefur haft í samfélaginu. Ég gat ekki annað en skilið sem svo að honum fyndist tæknivæðing í landbúnaði hafa haft í för með sér afturför sem hefði staðið yfir allt frá því fyrsti traktorinn kom (eða voru það Eylandsljáirnir). Afturförin birtist fyrst og fremst í því að fólki fækkar til sveita. Þarna er ég alfarið ósammála honum. Það vill svo til að ég þekki þá tíð að handaflið var næstum því eini aflgjafinn í búskapinn. Lítill 10 hestafla traktor létti störfin þó á ýmsan hátt. Áratugina og árhundruðin þar áður voru ekki einu sinni til litlir Farmalar Cub heldur einungis handaflið og hestar. Sveitirnar voru þá fullar af fólki sem þurfti til að geta brauðfætt sig og lifað af. Lífið snerist fyrst og fremst um að lifa af. Botnlaust strit dag út og dag inn árið um kring. Óöryggið var ætíð mikið um að það tækist að afla nægjanlegra heyja því það var sá grundvöllur sem allt snerist um. Síðan komu vélarnar blessunarlega til að létta fólki störfin og gera allt öruggara. Það hafði vitaskuld í för með sér að fólki fækkaði til sveita, það þurfti ekki eins marga og áður til að framleiða sama magn af matvælum. Vélvæðingin í sjávarútvegnum gerði það að verkum að þéttbýlismyndun hófst. Þá fyrst varð til grundvöllur að aukinni og síðar almennri velmegun í landinu. Það er ósköp auðvelt að vera í einhverri rómantík að það hafi allt verið svo gaman og gott til sveita hér áður þegar fullt var af fólki á hverjum bæ. Það er einfaldlega útópía einhverra sem hafa ekki samband við þann raunveruleika sem var í landinu áður. Ef það er sá útgangspunktur sem nútíma umræða um náttúruvernd og þjóðfélagsmál á að byggja á þá er ég ekki með í því geimi.
Ég held lestrinum áfram eftir því sem tíminn leyfir. Það er alltaf gaman að lesa texta sem getur verið umdeilanlegur.
miðvikudagur, september 06, 2006
Undirbúningur fyrir sextímahlaupið stendur sem hæst. Stebbi hringdi í gær og á hans vígstöðvum er allt í fullum gangi. Við mælum brautina líklega um helgina. Jói er að gera húfurnar klárar en hver keppandi fær húfu félagsins UMFR36. Gísli Ásgeirs er nýkominn heimfrá Marmaris og ætlar að ganga í verðlaunamál.
Sendi út eftirfarandi tilkynningu í dag:
Sex tíma hlaup.
Sex tíma hlaup verður haldið laugardaginn 16. september n.k. Hlaupið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 16.00. Verður það í fyrsta sinn sem hlaup af þessari tegund verður haldið hérlendis en þau njóta sívaxandi vinsælda í nálægum löndum. Fyrirkomulagi hlaupsins verður þannig háttað að þátttakendur hlaupa ákveðna braut í sex tíma samfleytt og sigrar sá keppandi sem hleypur lengsta vegalengd á tilskyldum tíma. Hlaupið verður á hringbrautinni við Nauthólsvík sem liggur frá veitingahúsinu meðfram flugvellinum inn að Loftleiðahótelinu og síðan til baka niður með Öskjuhlíðinni. Hlaup af þessari tegund hafa þann kost að nálægð keppenda er mjög mikil í hlaupinu og eins ljúka allir hlaupinu á sama tíma. Á drykkjarstöð sem verður við göngustíginn rétt við veitingahúsið í Nauthólsvík verður boðið upp á orkudrykk og banana en aðra næringu verða keppendur að annast um sjálfir. Tjald verður á staðnum þar sem keppendur geta geymt fatnað, vistir og annað sem þurfa þykir.
Þáttökugjald er 2.000 krónur og greiðist það við rásmark áður en hlaup er ræst um morguninn þann 16. Keppnisnúmer verða einnig afhent á staðnum.
Þátttaka tilkynnist til Gunnlaugs Júlíussonar í síma 864 - 4886 eða með tölvupósti á netfangið gunnlaugur@samband.is. Tilkynnig um þátttöku þarf að hafa borist í síðasta lagi sunnudagskvöldið 10. september.
Sendi út eftirfarandi tilkynningu í dag:
Sex tíma hlaup.
Sex tíma hlaup verður haldið laugardaginn 16. september n.k. Hlaupið hefst kl. 10.00 og því lýkur kl. 16.00. Verður það í fyrsta sinn sem hlaup af þessari tegund verður haldið hérlendis en þau njóta sívaxandi vinsælda í nálægum löndum. Fyrirkomulagi hlaupsins verður þannig háttað að þátttakendur hlaupa ákveðna braut í sex tíma samfleytt og sigrar sá keppandi sem hleypur lengsta vegalengd á tilskyldum tíma. Hlaupið verður á hringbrautinni við Nauthólsvík sem liggur frá veitingahúsinu meðfram flugvellinum inn að Loftleiðahótelinu og síðan til baka niður með Öskjuhlíðinni. Hlaup af þessari tegund hafa þann kost að nálægð keppenda er mjög mikil í hlaupinu og eins ljúka allir hlaupinu á sama tíma. Á drykkjarstöð sem verður við göngustíginn rétt við veitingahúsið í Nauthólsvík verður boðið upp á orkudrykk og banana en aðra næringu verða keppendur að annast um sjálfir. Tjald verður á staðnum þar sem keppendur geta geymt fatnað, vistir og annað sem þurfa þykir.
Þáttökugjald er 2.000 krónur og greiðist það við rásmark áður en hlaup er ræst um morguninn þann 16. Keppnisnúmer verða einnig afhent á staðnum.
Þátttaka tilkynnist til Gunnlaugs Júlíussonar í síma 864 - 4886 eða með tölvupósti á netfangið gunnlaugur@samband.is. Tilkynnig um þátttöku þarf að hafa borist í síðasta lagi sunnudagskvöldið 10. september.
þriðjudagur, september 05, 2006
Það hefur vaknað nokkur umræða eftir atburðina í Skeifunni um helgina þegar lögreglan þurfti að klást við um 200 unglinga sem köstuðu grjóti og glerflöskum á hana í kjölfar þess að lögreglan taldi sig hafa ástæðu til að hafa afsipti af einhverjum úr hópnum. Lauk svo samskiptum lögreglunnar og hópsins að 10 einstaklingar voru settir í steininn. Í sjónvarpinu í kvöld var svo talað við einhverja sem ekki vildu koma fram undir nafni en fullyrtu að lögreglan hefði beitt óþarfa harðræði og handtekið saklaust fólk. Hvaða fréttamennska er þetta að láta einhverja sem þora ekki að kannast við það sem þeir eru að segja halda fram ósönnuðum fullyrðingum sem geta verið gripnar út úr loftinu í garð þeirra sem eiga að gæta laga og reglu í þjóðfélaginu? Þetta er svona í svipuðum dúr eins og framkoma fréttamanna hefur verið í garð lögreglunnar fyrir austan í allt sumar. Lygaþvælan dundi vikum saman í eyrum almennings um óendanlegt harðræði lögreglunnar í garð svokallaðra mótmælenda (sem gætu eins heitið skemmdaverkamenn). Fullyrt var að hvergi í Evrópu beitti lögreglan öðru eins harðræði og fantaskap og hérlendis. Trúi nú hver sem vill. Eina tilvikið sem hægt var að festa litla fingur á var þegar lögregluþjónn ýtti við myndatökumanni sem steig við ýtinguna aftur af gangstétt. Það var ekki annað hægt að sjá en sá hinn sami hafi verið sendur á vettvang til að próvókera lögregluna því annar myndatökumaður lá í leyni og myndaði ýtinguna. Þarna var því verið að reyna að búa til glæp og ávirðingar. Fréttaflutningur fjölmiðla í sumar hné allur í þá átt að espa almenning gegn löggunni og gera málstað hennar verri. Hvað á lögreglan að gera þegar hún verður að nota skildi og kyfur gegn tugum eða hundruðum einstaklinga sem kasta grjóti og flöskum? Vitaskuld beitir hún tiltækum ráðum. Ef þetta fer að verða algegnt að stórir hópar fólks snúist til árásar á lögregluna í götubardögum þá hefur maður séð í sjónvarpsfréttum svona svið hreinsað á mjög einfaldan og áhrifamikinn hátt. Öflugir vatnsbílar aka um viðkomandi götur og smúla þær hreinar. Er það þetta sem fólk er að biðja um?
Stundum er eins og ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í tengslum við raunveruleikann. Dómsmálaráðherra hefur rætt um nauðsyn þess að setja á fót leyniþjónustu hérlendis. Ég held að ástandið í fíkniefnaheiminum sýni það svart á hvítu að á því er mikil nauðsyn. Eitthvað verða stjórnvöld að gera ef erlendar mafíur eiga ekki að ganga hér um garða óáreittar og eitra samfélagið meir en orðið er. Nei, þá rísa einhverjir besservisserarnir upp á afturlappirnar, rita snjalla grein í blöðin þar sem þeir finna þessum hugmyndum allt til foráttu. Ísland er hreint, óspjallað og án vandamála eða ógnana. Við þurfum enga leyniþjónustu.
Um helgina færu nokkrir vinstri menn að því digur rök að hægri menn gætu ekki verið umhverfissinnar og náttúruverndarsinnar, slíkt væri einungis fært þeim sem störfuðu á vinstri væng stjórnmálanna. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður. Hér áður fyrr á árunum fullyrtu austantjaldsríkin að aðbúnaður starfsfólks í atvinnulífinu og aðgát fyrirtækja í mengunar- og umhverfismálum væri hvergi betri en í Austur Evrópu. Það væri vegna þess að fyrirtækin væru rekin með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi en ekki í hagnaðarskyni. Þarlendis sögðust valdhafar sem sagt vera búnir að upphefja hið efnahagslega þyngdarlögmál. Annað kom svo á daginn þegar tjaldið féll. Hvergi í Evrópu tíðkaðist meiri villimennska í umhverfismálum en í löndum kommúnistanna fyrir austan tjald. Virðingarleysið fyrir umhverfinu og mannfólkinu var óendanlengt. Ég hef búið í Rússlandi í tæpt ár og komið þangað nokkrum sinnum að auki þannig að ég veit aðeins hvað ég er að tala um. Í ljósi þessa vil ég fara varlega í að skrá heimilisfesti á umhyggju fyrir umhverfinu á einn stað öðrum frekar.
Stundum er eins og ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í tengslum við raunveruleikann. Dómsmálaráðherra hefur rætt um nauðsyn þess að setja á fót leyniþjónustu hérlendis. Ég held að ástandið í fíkniefnaheiminum sýni það svart á hvítu að á því er mikil nauðsyn. Eitthvað verða stjórnvöld að gera ef erlendar mafíur eiga ekki að ganga hér um garða óáreittar og eitra samfélagið meir en orðið er. Nei, þá rísa einhverjir besservisserarnir upp á afturlappirnar, rita snjalla grein í blöðin þar sem þeir finna þessum hugmyndum allt til foráttu. Ísland er hreint, óspjallað og án vandamála eða ógnana. Við þurfum enga leyniþjónustu.
Um helgina færu nokkrir vinstri menn að því digur rök að hægri menn gætu ekki verið umhverfissinnar og náttúruverndarsinnar, slíkt væri einungis fært þeim sem störfuðu á vinstri væng stjórnmálanna. Mig minnir að ég hafi heyrt þetta áður. Hér áður fyrr á árunum fullyrtu austantjaldsríkin að aðbúnaður starfsfólks í atvinnulífinu og aðgát fyrirtækja í mengunar- og umhverfismálum væri hvergi betri en í Austur Evrópu. Það væri vegna þess að fyrirtækin væru rekin með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi en ekki í hagnaðarskyni. Þarlendis sögðust valdhafar sem sagt vera búnir að upphefja hið efnahagslega þyngdarlögmál. Annað kom svo á daginn þegar tjaldið féll. Hvergi í Evrópu tíðkaðist meiri villimennska í umhverfismálum en í löndum kommúnistanna fyrir austan tjald. Virðingarleysið fyrir umhverfinu og mannfólkinu var óendanlengt. Ég hef búið í Rússlandi í tæpt ár og komið þangað nokkrum sinnum að auki þannig að ég veit aðeins hvað ég er að tala um. Í ljósi þessa vil ég fara varlega í að skrá heimilisfesti á umhyggju fyrir umhverfinu á einn stað öðrum frekar.
mánudagur, september 04, 2006
sunnudagur, september 03, 2006
Þetta er búin að vera fín hlaupahelgi. Í fyrsta lagi hefur veðrið verið gott og í öðru lagi hefur verið hlaupið lengra en um langt skeið. Í gærmorgun þegar ég kom út upp úr kl. 9.00 og ætlaði að fara svona 15 km þá voru Hafrún, Kristín og Nína að gera sig klárar hér í heimreiðinni. Þær ætluðu að fara 30 km sem undirbúning fyrir Berlínarþonið og vitaskuld slóst ég í för með þeim. Við kláruðum síðan 30 km á tæpum þrem tímum í eins góðu veðri og hægt var að hugsa sér. Frábær dagur. Í morgun mætti ég svo niður í Laugar og hitti Vini Gullu. Þar var mættur góður hópur og ætluðu flestir að fara frekar stutt en við Biggi og Hálfdán fórum hefðbundna leið vestur á Eiðistorg og síðan austur með flugvellinum. Það vita allir sem þekkja Hálfdán og Bigga að þrátt fyrir góðan ásetning að hlaupa frekar rólega þá tekur sig alltaf upp gamall hraði hjá þeim. Dagurinn gerði 21 km og ég hef aldrei verið kominn heim svona snemma eftir að hafa farið hringinn úr Laugunum vestur á Eiðistorg og svo hefðbundna leið heim. Góð helgi enda ekki seinna vænna að fara að snúa sér í gang fyrir 6 tíma hlaupið eftir hálfan mánuð.
laugardagur, september 02, 2006
Ég fór á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi að sjá U21 árs liðið spila við Ítalana. Þetta var leiðinlegur leikur með fáum færum. Ítalirnir sigruðu 0 - 1 en þeir áttu eitt annað færi í þeiknum en þá skutu þeir í stöng. Íslendingarnir áttu eitt eða tvö færi sem gátu endað með skoti en gerðu það ekki. Borðið var hins vegar dúkað fyrir gott fótboltakvöld, hlýtt, logn og margt af fólki á vellinum eða allt að 1500 manns. Stemmingin á vellinum var hins vegar eins og í jarðarför. Á meðan aðrar þjóðir hafa hefðir fyrir því að syngja og skemmta sér á áhorfendapöllum þá sitjum við og horfum einbeittir á leikinn og þegjum af staðfestu. Ef einhver kallar og hvetur liðið við slíkar aðstæður er hann álitinn annað hvort fullur eða skrítinn. Á undanförnum árum hefur orðið góð breyting hjá nokkrum félögum þar sem lögð hefur verið áhersla á að lífga bekkina við. Sveitir trumbuslagara slá taktinn og þá stendur ekki á því að áhorfendur taka undir. KR, Valur, Víkingur, Keflavík og Þróttur eiga öll góðar trommusveitir sem knýja áhorfendur áfram. Ég þarf ekki að láta segja mér það hvað það hlýtur að vera skemmtilegra fyrir þá sem spila á vellinum hverju sinni að heyra lífsmark með áhorfendum heldur en að hlusta á ískalda þögnina. Ég spurði einhvern eftir leikinn um hvers vegna ekki hefði verið taktsveit á vellinum í gærkvöldi. Þá var mér sagt að það væri bannað!!! Nú veit ég ekki hvort það séu í gildi alþjóðlegar samþykktir innan FIFA sem banna trommuslátt á knattspyrnuvöllum þegar landsleikir eru spilaðir. Það má vera og ef svo er þá er ekki meir um málið að segja nema að bölva í hljóði. En ef þetta er einhver uppfinning hér heima fyrir þá snýr málið öðruvísi við. Það er óásættanlegt að einhverjir njólar komist upp með að drepa niður þá möguleika sem eru fyrir hendi að framkalla stemmingu á landsleikjum. Að fara á völlinn á að vera skemmtun fyrir bæði leikmenn og áhorfendur. Áhorfendur eru partur af leiknum og eiga að taka þátt í honum á allann þann hátt sem þeir mega og geta. Við eigum að leggja okkur alla fram um að byggja upp stemmingu og fjör á pöllunum þegar landsleikir eru en ekki að sætta okkur við að það ríki einhver jarðarfararstemming og telja það sjálfsagðan hlut. Kannski hefur einhver þöngulhausinn farið að kvarta yfir hávaða og haft sitt fram. Þeir sem ekki þola hávaða á áhorfendapöllunum hafa þá þann valkost að horfa á leikinn í sjónvarpinu og skrúfa fyrir hljóðið. Hinir mega skemmta sér í friði. Fyrst maður minnist á landsleiki á annað borð þá er rétt að koma því að að langlundargeð vallaryfirvalda á Laugardalsvellinum gagnvart veggjakroti er með ólíkindum. Baka til við Sýnarstúkuna er allt útlits eins og í yfirgefnu vöruhúsi í slömmhverfi. Meir að segja fær veggjakrotskrass að vera óáreitt inn á vellinum sjálfum. Hvar í ósköpunum ætli menn geti séð þjóðarleikvang einhvers lands útkrassaðan inni á vellinum og utan hans nema hér? Það þýðir ekkert að afsaka þetta með framkvæmdum á vellinum. Þetta hefur verið svona árum saman. Það tæki ekki nema nokkrar mínútur að mála yfir óþverrann hverju sinni sem nýtt krass kemur ef menn hefðu nennu til. Kannski eru menn orðnir svo samdauna þessu að þeir eru hættir að sjá það.
Las merkilega grein í Mogganum um daginn. Einhver menningarvitinn hafði farið á sýningu Chippendales, sat á efri svölunum, horfði á það sem fram fór og hugsaði greinilega: "Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn" og skrifaði síðan grein um upplifun sína. Það er alveg merkilegt hvað sumu fólki líður illa yfir því að annað fólk er öðruvísi en það sjálft og það fær engu um það breytt. Það mætti víst fullt af fólki (mest konur) á sýningu Chippendales strákanna og skemmti sér vel. Ég fór ekki en hafði enga skoðun á því að aðrir færu. Mér var nákvæmlega sama hvort einhverja langaði til að horfa á þessa stráka. Stemmingin var frábær las maður í blöðunum. Fínt, þá hefur þetta allt náð tilgangi sínum. En þá situr einhver úr harðlífisliðinu með fýlusvip á efri svölunum á Hótel Íslandi, nóterar niður allt sem hún getur hengt hattinn sinn á og fær inni í Mogganum með heilsíðugrein þar sem fyrirlitningin á svona uppákomum drýpur af hverju orði. Hvað kemur þessari manneskju þetta yfir höfuð við ef hún hefur ekki gaman af því að fara á svona sýningar. Það komst svo loks líf í greinarhöfund undir lokin þegar hún sá að einhver gestanna henti pappírsmiðum upp á sviðið. Þá stökk hún til og strunsaði niður til að reyna að ná í einhvern miðann til að fullvissa sig um að á honum væru símanúmer. En það var allt á eina bókina lært, þegar að sviðinu var komið þá voru allir miðarnir farnir. Synd. Á einhver úr hardrokk liðinu að sitja simfóníutónleika og skrifa síðan heilsíðugrein í Moggann um hvað þeir hafi verið ömurlegir eða öfugt. Hvað ætli yrði sagt ef einhver klassíski fanatíkerinn sæti á Músíktilraunum og rakkaði allt niður sem þar færi fram. Ef einhver hefur gaman að því að fara á sýningu hjá Chippendales þá kemur öðrum það bara ekki við, hvorki mér, Feministum eða forsjárhyggjuliðinu.
Las merkilega grein í Mogganum um daginn. Einhver menningarvitinn hafði farið á sýningu Chippendales, sat á efri svölunum, horfði á það sem fram fór og hugsaði greinilega: "Guð ég þakka þér að ég er ekki eins og aðrir menn" og skrifaði síðan grein um upplifun sína. Það er alveg merkilegt hvað sumu fólki líður illa yfir því að annað fólk er öðruvísi en það sjálft og það fær engu um það breytt. Það mætti víst fullt af fólki (mest konur) á sýningu Chippendales strákanna og skemmti sér vel. Ég fór ekki en hafði enga skoðun á því að aðrir færu. Mér var nákvæmlega sama hvort einhverja langaði til að horfa á þessa stráka. Stemmingin var frábær las maður í blöðunum. Fínt, þá hefur þetta allt náð tilgangi sínum. En þá situr einhver úr harðlífisliðinu með fýlusvip á efri svölunum á Hótel Íslandi, nóterar niður allt sem hún getur hengt hattinn sinn á og fær inni í Mogganum með heilsíðugrein þar sem fyrirlitningin á svona uppákomum drýpur af hverju orði. Hvað kemur þessari manneskju þetta yfir höfuð við ef hún hefur ekki gaman af því að fara á svona sýningar. Það komst svo loks líf í greinarhöfund undir lokin þegar hún sá að einhver gestanna henti pappírsmiðum upp á sviðið. Þá stökk hún til og strunsaði niður til að reyna að ná í einhvern miðann til að fullvissa sig um að á honum væru símanúmer. En það var allt á eina bókina lært, þegar að sviðinu var komið þá voru allir miðarnir farnir. Synd. Á einhver úr hardrokk liðinu að sitja simfóníutónleika og skrifa síðan heilsíðugrein í Moggann um hvað þeir hafi verið ömurlegir eða öfugt. Hvað ætli yrði sagt ef einhver klassíski fanatíkerinn sæti á Músíktilraunum og rakkaði allt niður sem þar færi fram. Ef einhver hefur gaman að því að fara á sýningu hjá Chippendales þá kemur öðrum það bara ekki við, hvorki mér, Feministum eða forsjárhyggjuliðinu.
föstudagur, september 01, 2006
Nú fór í verra. Það er ég sem er Svarti Pétur. Mér var bent á það í gær að í Lögbókinni þinni er talað um uppreist æru. Þetta er orðalag sem er líklega komið alla leið úr Jónsbók og ekki skyldi maður rengja Jónsbók. Svona er þetta, maður skyldi aldrei fullyrða neitt áður en að hafa skoðað málið gaumgæfilega áður. Í almennu máli hef ég mjög oft heyrt talað um og lesið að einhver hafi fengið uppreisn æru en aldrei að einhver hafi fengið uppreist æru. Svona er þetta bara.
Það líður að hlaupinu góða í Nauthólsvíkinni þann 16. sept. og ekki seinna vænna að fara að snúa sér sæmilega í gang eftir því sem það er hægt úr þessu. Ég hef hlaupið lítið af löngum hlaupum undanfarið. Þetta er einhvern veginn svona á sumrin þá er oft verið að gera eitthvað annað og hlaupin vilja sitja á hakanum. Það var fróðlegt að heyra hjá Berki að nautasteikin hafi skilað sér vel hjá honum í átökunum umhverfis Mont Blanc. Heilbrigð skynsemi segir manni þetta að ef maður er í erfiðisvinnu þá þarf maður staðgóða fæðu sem endist vel. Ég þarf að rifja upp lesningu um mataræði í löngum hlaupum sem ég á einhverstaðar. Ég rakst í gær á danska hlaupasíðu þar sem einn dananna segir frá upplifun sinni af hlaupinu. Það er fróðleg og skemmtileg lesning. www.drengenefraodense.dk/ Ég trúi að Börkur takist á við allann hringinn á næsta ári og þá verður allt lagt undir.
Það líður að hlaupinu góða í Nauthólsvíkinni þann 16. sept. og ekki seinna vænna að fara að snúa sér sæmilega í gang eftir því sem það er hægt úr þessu. Ég hef hlaupið lítið af löngum hlaupum undanfarið. Þetta er einhvern veginn svona á sumrin þá er oft verið að gera eitthvað annað og hlaupin vilja sitja á hakanum. Það var fróðlegt að heyra hjá Berki að nautasteikin hafi skilað sér vel hjá honum í átökunum umhverfis Mont Blanc. Heilbrigð skynsemi segir manni þetta að ef maður er í erfiðisvinnu þá þarf maður staðgóða fæðu sem endist vel. Ég þarf að rifja upp lesningu um mataræði í löngum hlaupum sem ég á einhverstaðar. Ég rakst í gær á danska hlaupasíðu þar sem einn dananna segir frá upplifun sinni af hlaupinu. Það er fróðleg og skemmtileg lesning. www.drengenefraodense.dk/ Ég trúi að Börkur takist á við allann hringinn á næsta ári og þá verður allt lagt undir.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)