laugardagur, ágúst 09, 2008

Fór út upp úr kl. 7.00 í morgun og hljóp upp í gegnum Grafarvog, Mosfellsbæ og upp að Esju. Gekk upp að Steini og fór síðan sömu leið til baka. Þessi leið losar 50 km. Fínt hlaup og hraðari en þegar ég fór þetta síðast. Þegar ég kom heim stóðu 78 kg á viktinni. Það er tala sem ég hef ekki séð síðan ég var undir tvítugu. Á sama tíma hef ég aldrei verið sterkari og betur á mig kominn. Má ekki léttast mikið meir en þetta er fínt. Það er ekki afleiðing af neinu átaki að maður hefur lést niður í æskilega þyngd heldur eingöngu að ég borða ekkert drasl og ónauðsynlegt kolvetni heldur fyrst og fremst holla og næringarríka basfæðu. Kjöt, fisk, ávexti og grænmeti. Það viðgengst svo óendanlegt rugl í tengslum við holdafar og megrun. Átök af ýmsum toga eru það helst skyldi varast. Þetta er spurning um lífsstíl en ekki skyndilausnir. Hreyfing og skynsamlegt mataræði. Flóknara er það ekki. Maður veit ekki hvað maður á að halda þegar fólk notar göngu á Hvannadalshnjúk sem megrunaraðgerð. Þá er fólk að skrölta á hnjúkinn örmagna af orkuskorti og gúffar síðan stjórnlaust í sig þegar niður er komið.

Það var svolítið fyndin uppákoma um daginn uppi á Langholtsvegi. Einhver heldur léleg hljómsveti ætlaði að nota Helga gamla Hóseassson mótmælenda til að vekja athygli á sér með þvi að spila við hliðina á honum og reyndi að finna einhevrja tengingu á milli lélegra texta á nýútkominni skífu sem aukinheldur voru allir á ensku og mótmælastöðu gamla mannsins. Sjónvarpið var mætt og einhver flissandi stelpuskotta tók viðtal við Hlega. Þegar hún spurið hvað honum fydist um hljómsveitiina og músikina svaraði sá gamli honn þverast að hann vildi ekkert af þessu vita og þætti lítið til þessa koma. Stelpan varð hálf orðlaus því hún er vönust því að allir kói með, en það gerði Helgi svo sannarlega ekki. Ég skil hann svo sem vel því þetta var hundleiðinleg öskurmúsík sem þeir spiluðu þarna og höfðu ekki mikinn sóma af.

Ég hlustaði á Sigurð G. Tomasson og Guðmund Ólafsson spjalla í gærkvöldi um SPRON og SM. Það var fróðleg yfirferð hjá þeim um SPRON og í raun furðulegt að það sá prósess allur skuli ekki hafa verið tekinn út af fjölmiðlum eins og eðlilegt virðist vera miðað við það sem kemur fram hjá þeim.

Engin ummæli: