miðvikudagur, nóvember 24, 2010
Ég horfði á Silfur Egils á sunnudaginn sem ég geri æ sjaldnar þessa mánuðina. Það var verið að ræða kosningarnar á laugardaginn kemur. Almannatengill nokkur sem er að vinna fyrir einhvern hóp þeirra sem bjóða sig fram var svo smekklegur að veifa mynd í þættinum þar sem búið var að teikna upp fúlan kall (nema hvað). Karlinn var nefndur "Herra Neikvæður" og átti að tákna þá sem ætla ekki að kjósa á laugardaginn. Mér finnst það ekki vara hlutverk ríkisfjölmiðils, svo ég orði það bara vægt, að gera lítið úr skoðun þess fólks sem hefur ekki áhuga á að nota kosningarétt sinn á laugardaginn kemur. Ég sé ekki annað en að það fólk hafi nákvæmlega sama rétt og aðrir til að móta sína eigin afstöðu í málinu. Ef frambjóðendur eru mjög óáhugaverðir eða málefnið ekki þess virði að fólki finnist ástæða til að mæta á kjörstað þá hefur það rétt á þeirri skoðun. Alls engin ástæða til að gera grín að því fyrir það. Síðan má svo sem minna á það í forbifarten að þeir sem hrifust ekki með í ruglbólunni á árunum 2005-2008 voru yfirleitt kallaðir neikvæðnir úrtölumenn. Það skyldu þó ekki vera sömu almannatenglar sem voru í fremstu víglínu í báðum tilfellum við að gera lítið úr því fólki sem þorði að mynda sér sjálfstæða skoðun og var með báða fætur á jörðinni. Það er alltaf auðveldast að kóa með en það þarf dálítinn kjark að synda á móti straumnum.
Ég hef hlustað fyrir tilviljun á nokkur viðtalanna sem tekin voru við frambjóðendur af RUV. Það er kannski hroki að segja það en mér finnst að það eigi að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til fólks sem telur sig fært til að endurskoða stjórnarskrá landsins að það sé þokkalega fært í að koma frá sér mæltu máli. Það er ekki djúprist krafa en hún reynist sumum um megn það ég heyrði. Beygingavillur, þversagnir og slæmt málfar eru ekki beint meðmæli með fólki sem gefur sig fram til slíkra starfa. Aðrir hafa akkúrat ekkert fram að færa. Síðan hafa enn aðrir einhverja orðaleppa í frammi sem þeir virðast ekki vita mikið hvað þýða í raun og veru. Einn sá vinsælasti virðist vera krafan um náttúrulegar auðlindir í þjóðareign. Sumir ganga svo langt að þeir segja að náttúrulegar auðlindir eigi bæði að vera í þjóðareign og þjóðnýtingu. Við höfum kynnst slíku fyrirkomulagi í Sovétríkjunum, í stærstum hluta Austur Evrópu, á Kúbu og í Kína undir stjórn Maó. Ég hef unnið í Rússlandi og séð afleiðingar Sovétríkjanna, ég hef komið til Kúbu og ég hef séð varðturnana með byssumönnum sem stóðu vörð við landamærin milli Austur Evrópu og Vestur Evrópu til að gæta þess að fólk flýði ekki vestur fyrir járntjald. Þeir sem það reyndu og sáust voru skotnir öðrum til viðvörunar. Það vita allir sem vilja vita að Sovétríkin og Austur Evrópa urðu gjaldþrota vegna þeirrar efnahagsstefnu sem þar var rekin. Því féll skipulagið. Ég hef því miður ekki komið til Kína en hef lesið dálítið um það ágæta land og það þjóðskipulag sem landið byggði á Maó tímanum. Ég þarf því ekkert að láta segja mér um svona málflutning. Bara að minna á það að fiskurinn í sjónum er náttúruauðlind. Vatnið sem rennur niður brekkurnar og sprettur upp úr jörðinni er náttúruaðlind. Fiskurinn í ánum, fuglar himinsins og dýr merkurinnar eru náttúruauðlindir. Landið sem grasið er ræktað á er náttúruauðlind. Þannig mætti áfram telja. Ef á að þjóðnýta þetta allt saman og koma öllum náttúruauðlindum í opinbera eigu og ég tala nú ekki um ef nýting þessara náttúruauðlinda eigi að gerast af opinberum aðilum þá mun margt breytast hér á landi. Segi ekki meir þar um.
Einn frambjóðandi taldi sér það frekast til ágætis að hann hafði rúman tíma í vinnunni á útmánuðum. Því fannst honum að eigi sögn tilvalið að skella sér í það að endurskoða stjórnarskrána fyrst lítið var að gera í vinnunni. Það minnir á það að það er langt í frá að allir geti tekið sér frí úr vinnunni í tvo - fjóra mánuði. Vegna atvinnuástandsins eru aðrir sem ekki myndu þora að fara fram á frí í þetta langan tíma af ótta við að þeir þurftu ekki að mæta aftur þegar gamninu lyki.
Tvö mál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu fjölmiðla síðustu daga. Þótt ekki virðist svo við fyrsta augnakast þá tengjast þau nokkuð. Annað er stóra grísageldingarmálið. Fjölmiðlar hafa fjallað ýtarlega um að smágrísir eru geltir án deyfingar. Allt í lagi að ræða það fram og aftur. Umræðan hefur meir að segja borist inn á það dýraplagerí að lömb séu mörkuð án deyfingar. Ég heyrði yfirdýralækni segja það í útvarpinu í dag að sú ósvinna heyrði brátt sögunni til. Málið skyldi leyst með plastmerkjum. Það má vel vera að búið sé að finna upp plastmerki sem ekki detta úr en tryggara myndi mér finnast að óreyndu að hafa mín lömb og mínar rollur markaðar á gamla mátann. Hitt málið er stóra múslímamálið. Umræða hefur hafist um þá framtíðarsýn að múslímum og íslamsistum myndi fjölga hérlendis eins og hefur svo sannarlega gerst í flestum okkar nágrannalöndum. Umræðan hefur svo til eingöngu snúist um að margir segja að hér eigi að ríkja trúfrelsi, frelsi til að klæða sig í hvað sem er og ganga eigi út frá frelsi einstaklingsins eins og formaður múslímafélagsins sagði í útvarpinu þar sem hann fór mikinn. Nú er þetta svo sem ágætt ef þessar reglur giltu allstaðar en það ég best veit þá ríkir ekki frelsi einstaklingsins í löndum þar sem strangtrúaðir íslamistar ráða ríkjum. Þar má fólk (og konur þá sérstaklega) ekki klæða sig eins og það vill að maður tali nú ekki um trúfrelsið. Íslamistar hafa þá sameiginlegu ósk um að skapa ríki sem stjórnað er samkvæmt grundvallarreglum og lögum íslam. Í Pakistan eru kristið fólk ofsótt um þessar mundir af ofsatrúarfólki, hús þess eru brennd og það hrakið frá heimkynnum sínum. En hvað kemur þetta geldingum á grísum og mörkun lamba við? Jú, það er nefnilega til dálítið sem heitir umskurður á stúlkubörnum. Hann á sér stað í umfangsmiklum mæli meðal strangtrúaðra islamista og þarf ekki að leita lengra en til Norðurlandanna til að sjá fjölmörg dæmi þess. En á það er ekki minnst í umræðunni um múslimista og íslamista á meðan menn tala sig hása í fjölmiðlum þessa dagana yfir því að smágrísir eru geltir og lömb mörkuð. Umskurður er svo ógeðslegur verknaður að það er varla að maður geti fjallað um það. Þó er hægt að segja að hann er oftast nær framkvæmdur með rakvélablöðum eða einhverju þaðan af verra við vægast sagt frumstæðar aðstæður. Umskurður er einnig kallaður kynfæralimlestingar ef það skyldi skýra málið frekar.
Ég hef nýlega lokið við að lesa bókina "Dýrmætast er frelsið" eftir norska blaðamanninn Hege Storhaug. Hún þekkir þessi mál mjög vel eftir að hafa unnið við málefni innflytjenda í Noregi vel á annan áratug, dvalið í Pakistan í tvö ár og þannig mætti áfram telja. Nú gæti einhver sagt að þessi verkaður sé bara bundinn við afskekktar byggðir þar sem fáfræði og forneskja ræður ríkjum. Það er öðru nær. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 140 milljónir núlifandi stúlkna í heiminum í dag hafi orðið fyrir þessu. Árlega séu nú um tvær milljónir stúlkubarna umskornar. Í Egyptalandi eru t.d. um 90% kvenna umskornar. Umskurður stúlkubarna er iðkaður í um 30 löndum í dag. Þessi ósiður festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu. Þessi ósiður er ekki eingöngu bundinn við þessi lönd heldur er hann einnig til staðar meðal múslima og islamista sem búa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku svo og ýmsum öðrum Evrópulöndum. Þetta er bannað með lögum í Evrópu en þeir sem telja að orð spámannsins séu ofar lögum sem venjulegir menn hafa sett virða slíkt bann að vettugi. Það er helst að samfélögin vakni þegar einhverri smástelpunni blæðir út. Árið 1999 féll timamótadómur í París þar sem kona var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa sannanlega limlest 48 stúlkubörn. Annars ríkir þögnin að mestu um þessi mál í Evrópu að sögn Hege. Það gerir það svo sannarlega hérlendis einnig. Bókin "Dýrmætast er frelsið" er t.d. ekki tekin til umfjöllunar í þáttum þar sem fjallað er um bækur eða þjóðfélagsmál almennt. Þess í stað einbeita fjölmiðlar sér að umfjöllun um stórmál eins og geldingar á smágrísum og eyrnamörkun smálamba.
Ég læt þetta duga að sinni en það er af ýmsu öðru að taka í þessu sambandi.
Gaman að heyra að Vestfirðingar séu að færa út Hlaupahátíðina og þróa hana áfram. Nú að að taka upp sjósund svo og verður nú hlaupið ofurmaraþon. Það er leiðin sem var hjóluð í sumar og liggur frá Þingeyri yfir heiðina yfir í Arnarfjörðinn og svo sem leið liggur út fyrir Sléttanesið og inn að Sveinseyri. Þetta verður alvöru.
Ég hef hlustað fyrir tilviljun á nokkur viðtalanna sem tekin voru við frambjóðendur af RUV. Það er kannski hroki að segja það en mér finnst að það eigi að vera hægt að gera þá lágmarkskröfu til fólks sem telur sig fært til að endurskoða stjórnarskrá landsins að það sé þokkalega fært í að koma frá sér mæltu máli. Það er ekki djúprist krafa en hún reynist sumum um megn það ég heyrði. Beygingavillur, þversagnir og slæmt málfar eru ekki beint meðmæli með fólki sem gefur sig fram til slíkra starfa. Aðrir hafa akkúrat ekkert fram að færa. Síðan hafa enn aðrir einhverja orðaleppa í frammi sem þeir virðast ekki vita mikið hvað þýða í raun og veru. Einn sá vinsælasti virðist vera krafan um náttúrulegar auðlindir í þjóðareign. Sumir ganga svo langt að þeir segja að náttúrulegar auðlindir eigi bæði að vera í þjóðareign og þjóðnýtingu. Við höfum kynnst slíku fyrirkomulagi í Sovétríkjunum, í stærstum hluta Austur Evrópu, á Kúbu og í Kína undir stjórn Maó. Ég hef unnið í Rússlandi og séð afleiðingar Sovétríkjanna, ég hef komið til Kúbu og ég hef séð varðturnana með byssumönnum sem stóðu vörð við landamærin milli Austur Evrópu og Vestur Evrópu til að gæta þess að fólk flýði ekki vestur fyrir járntjald. Þeir sem það reyndu og sáust voru skotnir öðrum til viðvörunar. Það vita allir sem vilja vita að Sovétríkin og Austur Evrópa urðu gjaldþrota vegna þeirrar efnahagsstefnu sem þar var rekin. Því féll skipulagið. Ég hef því miður ekki komið til Kína en hef lesið dálítið um það ágæta land og það þjóðskipulag sem landið byggði á Maó tímanum. Ég þarf því ekkert að láta segja mér um svona málflutning. Bara að minna á það að fiskurinn í sjónum er náttúruauðlind. Vatnið sem rennur niður brekkurnar og sprettur upp úr jörðinni er náttúruaðlind. Fiskurinn í ánum, fuglar himinsins og dýr merkurinnar eru náttúruauðlindir. Landið sem grasið er ræktað á er náttúruauðlind. Þannig mætti áfram telja. Ef á að þjóðnýta þetta allt saman og koma öllum náttúruauðlindum í opinbera eigu og ég tala nú ekki um ef nýting þessara náttúruauðlinda eigi að gerast af opinberum aðilum þá mun margt breytast hér á landi. Segi ekki meir þar um.
Einn frambjóðandi taldi sér það frekast til ágætis að hann hafði rúman tíma í vinnunni á útmánuðum. Því fannst honum að eigi sögn tilvalið að skella sér í það að endurskoða stjórnarskrána fyrst lítið var að gera í vinnunni. Það minnir á það að það er langt í frá að allir geti tekið sér frí úr vinnunni í tvo - fjóra mánuði. Vegna atvinnuástandsins eru aðrir sem ekki myndu þora að fara fram á frí í þetta langan tíma af ótta við að þeir þurftu ekki að mæta aftur þegar gamninu lyki.
Tvö mál hafa verið fyrirferðarmikil í umræðu fjölmiðla síðustu daga. Þótt ekki virðist svo við fyrsta augnakast þá tengjast þau nokkuð. Annað er stóra grísageldingarmálið. Fjölmiðlar hafa fjallað ýtarlega um að smágrísir eru geltir án deyfingar. Allt í lagi að ræða það fram og aftur. Umræðan hefur meir að segja borist inn á það dýraplagerí að lömb séu mörkuð án deyfingar. Ég heyrði yfirdýralækni segja það í útvarpinu í dag að sú ósvinna heyrði brátt sögunni til. Málið skyldi leyst með plastmerkjum. Það má vel vera að búið sé að finna upp plastmerki sem ekki detta úr en tryggara myndi mér finnast að óreyndu að hafa mín lömb og mínar rollur markaðar á gamla mátann. Hitt málið er stóra múslímamálið. Umræða hefur hafist um þá framtíðarsýn að múslímum og íslamsistum myndi fjölga hérlendis eins og hefur svo sannarlega gerst í flestum okkar nágrannalöndum. Umræðan hefur svo til eingöngu snúist um að margir segja að hér eigi að ríkja trúfrelsi, frelsi til að klæða sig í hvað sem er og ganga eigi út frá frelsi einstaklingsins eins og formaður múslímafélagsins sagði í útvarpinu þar sem hann fór mikinn. Nú er þetta svo sem ágætt ef þessar reglur giltu allstaðar en það ég best veit þá ríkir ekki frelsi einstaklingsins í löndum þar sem strangtrúaðir íslamistar ráða ríkjum. Þar má fólk (og konur þá sérstaklega) ekki klæða sig eins og það vill að maður tali nú ekki um trúfrelsið. Íslamistar hafa þá sameiginlegu ósk um að skapa ríki sem stjórnað er samkvæmt grundvallarreglum og lögum íslam. Í Pakistan eru kristið fólk ofsótt um þessar mundir af ofsatrúarfólki, hús þess eru brennd og það hrakið frá heimkynnum sínum. En hvað kemur þetta geldingum á grísum og mörkun lamba við? Jú, það er nefnilega til dálítið sem heitir umskurður á stúlkubörnum. Hann á sér stað í umfangsmiklum mæli meðal strangtrúaðra islamista og þarf ekki að leita lengra en til Norðurlandanna til að sjá fjölmörg dæmi þess. En á það er ekki minnst í umræðunni um múslimista og íslamista á meðan menn tala sig hása í fjölmiðlum þessa dagana yfir því að smágrísir eru geltir og lömb mörkuð. Umskurður er svo ógeðslegur verknaður að það er varla að maður geti fjallað um það. Þó er hægt að segja að hann er oftast nær framkvæmdur með rakvélablöðum eða einhverju þaðan af verra við vægast sagt frumstæðar aðstæður. Umskurður er einnig kallaður kynfæralimlestingar ef það skyldi skýra málið frekar.
Ég hef nýlega lokið við að lesa bókina "Dýrmætast er frelsið" eftir norska blaðamanninn Hege Storhaug. Hún þekkir þessi mál mjög vel eftir að hafa unnið við málefni innflytjenda í Noregi vel á annan áratug, dvalið í Pakistan í tvö ár og þannig mætti áfram telja. Nú gæti einhver sagt að þessi verkaður sé bara bundinn við afskekktar byggðir þar sem fáfræði og forneskja ræður ríkjum. Það er öðru nær. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 140 milljónir núlifandi stúlkna í heiminum í dag hafi orðið fyrir þessu. Árlega séu nú um tvær milljónir stúlkubarna umskornar. Í Egyptalandi eru t.d. um 90% kvenna umskornar. Umskurður stúlkubarna er iðkaður í um 30 löndum í dag. Þessi ósiður festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu. Þessi ósiður er ekki eingöngu bundinn við þessi lönd heldur er hann einnig til staðar meðal múslima og islamista sem búa í Noregi, Svíþjóð og Danmörku svo og ýmsum öðrum Evrópulöndum. Þetta er bannað með lögum í Evrópu en þeir sem telja að orð spámannsins séu ofar lögum sem venjulegir menn hafa sett virða slíkt bann að vettugi. Það er helst að samfélögin vakni þegar einhverri smástelpunni blæðir út. Árið 1999 féll timamótadómur í París þar sem kona var dæmd í átta ára fangelsi fyrir að hafa sannanlega limlest 48 stúlkubörn. Annars ríkir þögnin að mestu um þessi mál í Evrópu að sögn Hege. Það gerir það svo sannarlega hérlendis einnig. Bókin "Dýrmætast er frelsið" er t.d. ekki tekin til umfjöllunar í þáttum þar sem fjallað er um bækur eða þjóðfélagsmál almennt. Þess í stað einbeita fjölmiðlar sér að umfjöllun um stórmál eins og geldingar á smágrísum og eyrnamörkun smálamba.
Ég læt þetta duga að sinni en það er af ýmsu öðru að taka í þessu sambandi.
Gaman að heyra að Vestfirðingar séu að færa út Hlaupahátíðina og þróa hana áfram. Nú að að taka upp sjósund svo og verður nú hlaupið ofurmaraþon. Það er leiðin sem var hjóluð í sumar og liggur frá Þingeyri yfir heiðina yfir í Arnarfjörðinn og svo sem leið liggur út fyrir Sléttanesið og inn að Sveinseyri. Þetta verður alvöru.
miðvikudagur, nóvember 17, 2010
Ég fer stundum á völlinn, hvort sem um er að ræða fótbolta eða handbolta, og horfi á leiki. Yfirleitt er leiðið heiðarlega og farið eftir reglum sem gilda. Þó kemur fyrir að einstaka leikmönnum hleypur kapp í kinn og gá ekki að sér. Þeir fara þá til dæmis í manninn en ekki boltann. Yfirleitt líðst þetta ekki. Viðurlögin eru að fyrst er viðkomandi gefið gult spjald og síðan eru þeir reknir af vellinum annað hvort í tvær mínútur í handbolta eða fyrir fullt og fast í fótboltanum. Ef þetta gerist ítrekað fá viðkomandi á sig yfirbragð boltatudda og eru ekki vinsælir.
Svona lagað sést stundum bregða fyrir í opinni fjölmiðlaumræðu. Rökþrota menn eða þeir sem hafa vondan málstað að verja fara gjarna í manninn en ekki í boltann. Aðferðin er að reyna að gera lítið úr viðkomandi, veitast að persónu hans og gera lítið úr honum. Markmiðið er að draga úr trúverðugleika þess sem hann skrifaði.
Glöggt dæmi um þetta sást í Pressunni á dögunum. Góður hlaupari úr Fjölni, Leifur Þorbergsson, skrifaði pistil á Pressuna sem hann kallaði "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Hann fór yfir það sem allir vita sem vilja vita að flöt niðurfærsla skulda er ómarkviss aðgerð, hún er dýr og hún gagnast lítið þeim sem eru í miklum vanda. Leifur fór einnig ágætlega yfir nokkrar mýtur sem haldið hefur verið fram í þessari umræðu og sýndi fram á innihaldsleysi þeirra.
Það stóð ekki á viðbrögðunum. Sá talsmanna hinna svokölluðu "Hagsmunasamtaka heimilanna" sem hefur haft sig mest í frammi hjólaði í Leif af miklum ákafa. Gegnumgangandi þráður í svari hans var að reyna að gera lítið úr Leifi með þvi t.d. að kalla hann alltaf "hagfræðinemann". Það á vafalaust að sýna utanaðkomandi lesendum fram á meint reynsluleysi og þekkingarskort Leifs. Minna máli skipti hvað hann skrifaði. Nú veit ég ekkert á hvaða stigi Leifur er í námi sínu, hvort hann er í BA námi, meistaranámi eða doktorsnámi. Það skiptir mig engu máli. Það sem skiptir máli er hvað hann skrifar og með hvaða rökum hann flytur mál sitt. Er málflutningur manna eitthvað minna virði ef þeir sem tala hafa ekki lokið hinum eða þessum prófum? Hafa þeir einir rétt á að opna munninn eða senda frá sér grein sem geta flaggað prófgráðum. Nú veit ég ekkert hvaða prófgráðum talsmaðurinn hinna sk. HH hefur lokið en hann titlar sig faggiltan leiðsögumann á heimasíðu sinni. Á sérhver sem tjáir sig í rituðu máli og er á andstæðri skoðun við talsmann sk. HH að segja: Leiðsögumaðurinn segir þetta og leiðsögumaðurinn segir hitt í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess sem hann segir. Vitaskuld ekki.
Það stóð ekki á því að einhverjir stukku fram og tjáðu sig í kommentum í áþekkum dúr og frummælandi með orðum eins og: "strákpjakkur", "hagfræðineminn rassskelltur", "farðu heim til mömmu að skeina", "kukkalappi".
Það verður að segja að það hæfir skeggið hökunni.
Ég segi svokölluð hagsmunasamtök heimilanna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafn samtakanna er rangnefni. Samtökin eru einungis hagsmunasamtök sumra heimila en langt í frá allra og þar á meðal ekki míns heimilis.
Stjórn félags 100 km hlaupara hittist í Rauðagerðinu í kvöld. Verkefni fundarins var að fastsetja dag fyrir 100 km hlaup næsta sumar. Laugardagurinn 11. júní var valinn eftir vandlega íhugun. Farið var yfir ýmsar reglur við framkvæmd hlaupsins til að gera umgjörð þess og framkvæmd þannig úr garði að til sóma verði fyrir samtökin.
Svona lagað sést stundum bregða fyrir í opinni fjölmiðlaumræðu. Rökþrota menn eða þeir sem hafa vondan málstað að verja fara gjarna í manninn en ekki í boltann. Aðferðin er að reyna að gera lítið úr viðkomandi, veitast að persónu hans og gera lítið úr honum. Markmiðið er að draga úr trúverðugleika þess sem hann skrifaði.
Glöggt dæmi um þetta sást í Pressunni á dögunum. Góður hlaupari úr Fjölni, Leifur Þorbergsson, skrifaði pistil á Pressuna sem hann kallaði "Ranghugmyndir um flata niðurfærslu skulda". Hann fór yfir það sem allir vita sem vilja vita að flöt niðurfærsla skulda er ómarkviss aðgerð, hún er dýr og hún gagnast lítið þeim sem eru í miklum vanda. Leifur fór einnig ágætlega yfir nokkrar mýtur sem haldið hefur verið fram í þessari umræðu og sýndi fram á innihaldsleysi þeirra.
Það stóð ekki á viðbrögðunum. Sá talsmanna hinna svokölluðu "Hagsmunasamtaka heimilanna" sem hefur haft sig mest í frammi hjólaði í Leif af miklum ákafa. Gegnumgangandi þráður í svari hans var að reyna að gera lítið úr Leifi með þvi t.d. að kalla hann alltaf "hagfræðinemann". Það á vafalaust að sýna utanaðkomandi lesendum fram á meint reynsluleysi og þekkingarskort Leifs. Minna máli skipti hvað hann skrifaði. Nú veit ég ekkert á hvaða stigi Leifur er í námi sínu, hvort hann er í BA námi, meistaranámi eða doktorsnámi. Það skiptir mig engu máli. Það sem skiptir máli er hvað hann skrifar og með hvaða rökum hann flytur mál sitt. Er málflutningur manna eitthvað minna virði ef þeir sem tala hafa ekki lokið hinum eða þessum prófum? Hafa þeir einir rétt á að opna munninn eða senda frá sér grein sem geta flaggað prófgráðum. Nú veit ég ekkert hvaða prófgráðum talsmaðurinn hinna sk. HH hefur lokið en hann titlar sig faggiltan leiðsögumann á heimasíðu sinni. Á sérhver sem tjáir sig í rituðu máli og er á andstæðri skoðun við talsmann sk. HH að segja: Leiðsögumaðurinn segir þetta og leiðsögumaðurinn segir hitt í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þess sem hann segir. Vitaskuld ekki.
Það stóð ekki á því að einhverjir stukku fram og tjáðu sig í kommentum í áþekkum dúr og frummælandi með orðum eins og: "strákpjakkur", "hagfræðineminn rassskelltur", "farðu heim til mömmu að skeina", "kukkalappi".
Það verður að segja að það hæfir skeggið hökunni.
Ég segi svokölluð hagsmunasamtök heimilanna til að vekja athygli á þeirri staðreynd að nafn samtakanna er rangnefni. Samtökin eru einungis hagsmunasamtök sumra heimila en langt í frá allra og þar á meðal ekki míns heimilis.
Stjórn félags 100 km hlaupara hittist í Rauðagerðinu í kvöld. Verkefni fundarins var að fastsetja dag fyrir 100 km hlaup næsta sumar. Laugardagurinn 11. júní var valinn eftir vandlega íhugun. Farið var yfir ýmsar reglur við framkvæmd hlaupsins til að gera umgjörð þess og framkvæmd þannig úr garði að til sóma verði fyrir samtökin.
föstudagur, nóvember 12, 2010
Ég las meginniðurstöður skýrslu sérfræðingahópsins sem vann úttektina á skuldamálum heimilanna, gerði úttekt á mismunandi valkostum og skilaði tillögum. Skýrslan er gagnleg á fleiri en einn hátt. Í fyrsta lagi leggur hún fram upplýsingar um umfang vandans. Allskonar tölur hafa verið á þvælingi, fólk hendir þær á lofti og svo eru þær orðnar staðreyndir sem lifa sjálfstæðu lífi. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið mjög iðin við að blása upp tölur um umfang vandans og málað ástandið mjög dökkum litum. Samtökin hafa fullyrt að um 30.000 heimili væru í miklum vandræðum og um 30.000 til viðbótar væru að lenda í miklum vandræððum. Tugir þúsunda heimila skulduðu meir í húsnæðislán en sem næmi verðmæti íbúðareignar. Í skýrslunni kemur allt annar sannleikur fram. Tæp 11.000 heimili eiga við greiðsluvanda að stríða eða 11% fasteignaeigenda. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki meir en nóg en þetta er allt annar veruleiki en áður hefur verið málaður á vegginn. Um helmingur þessara heimila skuldar meir í húsnæðislánum en sem nemur verðmæti fasteignar. Auðvitað er verðmæti fasteingar alltaf afstætt. verð fasteignar er alltaf jaðarverð. Nú er frost á fasteignamarkaði, umsetning lítil og verð þar af leiðandi lágt. Í góðæri myndi verð fasteigna einnig hrynja ef of margar fasteignir yrðu settar í sölu og seljendur færu að bjóða verðið niður evr fyrir öðrum.
Í öðru lagi er flatri niðurfellingu lána algerlega hafnað í skýrslunni. Það á náttúrulega ekki að vera þörf áþví að skrifa langar skýrslur um þá niðurstöðu, það þarf ekki meir en heilbrigða skynsemi til að sjá hver vitlaus sú leið er. Það segir sitt um hve mikið vit fólk hafði á því sem það var að tala um þegar ákveðinn stjórnmálaflokkur boðaði 20% niðurfærslu fyrir síðustu kosningar og töldu þá aðgerð leysa stærstan hluta vandans. Það er bæði dýrasta lausnin og leysir minnst úr vandanum. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna láta sér ekki segjast heldur halda sínu striki og vilja flata niðurfellingu. Það er eins og þar sé á ferðinni fólk sem mun ráða við sín mál en vill með öllum tiltækum ráðum knýja það fram að ríkið eða bankarnir taki yfir eitthvað af lánum þeirra svo að þeir hafi það heldur betra eftir en áður. Auðvitað ætti ég að slást í för með þessum kór og reyna að fá nokkrar milljónir slegnar af mínum lánum. Mér dettur það hins vegar ekki í hug. það þurfa aðrir meir á slíkri aðgerð en ég.
Ég hef með sjálfum mér skipt húsnæðiseigundurm í þrjá flokka í grófum dráttum.
Fyrst kemur það fólk sem þarf ekki á neinni aðstoð að halda og klárar sig sjálft. Það getur borgað sínar skuldir enda þótt lífskjörin séu lakari en þau voru. Þannig er það bara.
Annar flokkurinn á í erfiðleikum út af ýmsum ástæðum. Skuldsetning hefur verið í hærra lagi og jafnvel of mikil áhætta tekin. Launin hafa lækkað og fólk jafnvel misst atvinnu. Þessum hóp á að hjálpa eftir föngum svo greiðsluviljinn sé fyrir hendi. Það má gera með kreppulánasjóð eða einhverjum þeim aðgerðums em eru skynsamlegar og leiða til lausnar vandans og báðir aðilar (skuldari og kröfuhafi) eru betur settir eftir en áður. Þriðji hópurinn skuldsetti sig upp úr öllu og var kominn í vandræði áður en gengið fór að falla og hrunið var staðreynd. Það þýðir ekkert að hjálpa þessum hóp því afskriftir lána yrðu það háar að það væri óverjanlegt.
Það er ekki til bóta í þessari stöðu þegar ýmsir tala þannig að almenningur heldur að heildarlausnin sé alveg að koma og bíður því og bíður með að gera eitthvað í sínum málum. Það er óábyrgt og betur ógert en gert.
Auðvitað er það ekki vansalaust að þessar upplýsingar liggi fyrst fyrir nú, einum tveimur árum eftir að efnahagslífið hér krassaði.
Það ber fyrir augu í blöðunum greinar sem segja að fyrirkomulag stjórnlagaþingsins væntanlega sé hámark lýðræðisins. Í mínum huga er sá prósess allur þveröfugur eða hámark vitleysunnar. Það hafa vitaskuld ekki allir möguleika á að hverfa úr vinnunni um 2ja til 4ra mánaða skeið og sýsla við eitthvað annað. Það er t.d. ekki tilviljun að svo fáir bændur og sjómenn hafi gefið kost á sér. Fólk sem stundar venjulega vinnu hvort sem er í einkageiranum eða opinbera geranum er ekki heldur fjölmennt. Lögfræðingar og framkvæmdastjórar úr höfuðborginni er fjölmennasti flokkurinn sem hefur boðið sig fram. Er þeim best treystandi til að setja landinu stjórnarskrá? Ég held barasta ekki með fullri virðingu fyrir þessum stéttum. Hvað með fólk utan af landi, hefur það innhlaup í húsnæði í höfuðborginni eða mun stjórnlagaþingið borga undir að hótelvist? Auðvitað verða þeir síðan kosnir sem annað tveggja eru þekkt andlit eða hafa fjölmenna kosningamaskínu á bak við sig. Hvort það er þverskurður þjóðarinnar læt ég ósagt. Fyrst hafði ég séð að allur þessi prósess myndi kosta 500 m.kr. en nú heyrast tölur upp á 700 m.kr. Það væri svo sem í lagi ef nóg væri til af penignum til að leika sér með en þegar þarf að taka hverja krónu að láni þá snýr dæmið svolítið öðruvísi við. Þetta minnir töluvert á framboðið til Öryggisráðsins sællar minningar.
Ætla að fara að herða á brettahlaupunum næstu vikurnar. Það sem eftir er mánaðarins verðum við nokkur frá sambandinu með námskeið út um land á föstudögum og laugardögum svo prógrammið ruglast aðeins. Hvað með það, það verður að láta á þetta reyna.
Í öðru lagi er flatri niðurfellingu lána algerlega hafnað í skýrslunni. Það á náttúrulega ekki að vera þörf áþví að skrifa langar skýrslur um þá niðurstöðu, það þarf ekki meir en heilbrigða skynsemi til að sjá hver vitlaus sú leið er. Það segir sitt um hve mikið vit fólk hafði á því sem það var að tala um þegar ákveðinn stjórnmálaflokkur boðaði 20% niðurfærslu fyrir síðustu kosningar og töldu þá aðgerð leysa stærstan hluta vandans. Það er bæði dýrasta lausnin og leysir minnst úr vandanum. Hin svokölluðu Hagsmunasamtök heimilanna láta sér ekki segjast heldur halda sínu striki og vilja flata niðurfellingu. Það er eins og þar sé á ferðinni fólk sem mun ráða við sín mál en vill með öllum tiltækum ráðum knýja það fram að ríkið eða bankarnir taki yfir eitthvað af lánum þeirra svo að þeir hafi það heldur betra eftir en áður. Auðvitað ætti ég að slást í för með þessum kór og reyna að fá nokkrar milljónir slegnar af mínum lánum. Mér dettur það hins vegar ekki í hug. það þurfa aðrir meir á slíkri aðgerð en ég.
Ég hef með sjálfum mér skipt húsnæðiseigundurm í þrjá flokka í grófum dráttum.
Fyrst kemur það fólk sem þarf ekki á neinni aðstoð að halda og klárar sig sjálft. Það getur borgað sínar skuldir enda þótt lífskjörin séu lakari en þau voru. Þannig er það bara.
Annar flokkurinn á í erfiðleikum út af ýmsum ástæðum. Skuldsetning hefur verið í hærra lagi og jafnvel of mikil áhætta tekin. Launin hafa lækkað og fólk jafnvel misst atvinnu. Þessum hóp á að hjálpa eftir föngum svo greiðsluviljinn sé fyrir hendi. Það má gera með kreppulánasjóð eða einhverjum þeim aðgerðums em eru skynsamlegar og leiða til lausnar vandans og báðir aðilar (skuldari og kröfuhafi) eru betur settir eftir en áður. Þriðji hópurinn skuldsetti sig upp úr öllu og var kominn í vandræði áður en gengið fór að falla og hrunið var staðreynd. Það þýðir ekkert að hjálpa þessum hóp því afskriftir lána yrðu það háar að það væri óverjanlegt.
Það er ekki til bóta í þessari stöðu þegar ýmsir tala þannig að almenningur heldur að heildarlausnin sé alveg að koma og bíður því og bíður með að gera eitthvað í sínum málum. Það er óábyrgt og betur ógert en gert.
Auðvitað er það ekki vansalaust að þessar upplýsingar liggi fyrst fyrir nú, einum tveimur árum eftir að efnahagslífið hér krassaði.
Það ber fyrir augu í blöðunum greinar sem segja að fyrirkomulag stjórnlagaþingsins væntanlega sé hámark lýðræðisins. Í mínum huga er sá prósess allur þveröfugur eða hámark vitleysunnar. Það hafa vitaskuld ekki allir möguleika á að hverfa úr vinnunni um 2ja til 4ra mánaða skeið og sýsla við eitthvað annað. Það er t.d. ekki tilviljun að svo fáir bændur og sjómenn hafi gefið kost á sér. Fólk sem stundar venjulega vinnu hvort sem er í einkageiranum eða opinbera geranum er ekki heldur fjölmennt. Lögfræðingar og framkvæmdastjórar úr höfuðborginni er fjölmennasti flokkurinn sem hefur boðið sig fram. Er þeim best treystandi til að setja landinu stjórnarskrá? Ég held barasta ekki með fullri virðingu fyrir þessum stéttum. Hvað með fólk utan af landi, hefur það innhlaup í húsnæði í höfuðborginni eða mun stjórnlagaþingið borga undir að hótelvist? Auðvitað verða þeir síðan kosnir sem annað tveggja eru þekkt andlit eða hafa fjölmenna kosningamaskínu á bak við sig. Hvort það er þverskurður þjóðarinnar læt ég ósagt. Fyrst hafði ég séð að allur þessi prósess myndi kosta 500 m.kr. en nú heyrast tölur upp á 700 m.kr. Það væri svo sem í lagi ef nóg væri til af penignum til að leika sér með en þegar þarf að taka hverja krónu að láni þá snýr dæmið svolítið öðruvísi við. Þetta minnir töluvert á framboðið til Öryggisráðsins sællar minningar.
Ætla að fara að herða á brettahlaupunum næstu vikurnar. Það sem eftir er mánaðarins verðum við nokkur frá sambandinu með námskeið út um land á föstudögum og laugardögum svo prógrammið ruglast aðeins. Hvað með það, það verður að láta á þetta reyna.
mánudagur, nóvember 08, 2010
Það fór um mig nettur 2007 hrollur á dögunum. Þá heyrði ég sagt frá því í fjölmiðlum að það væri verið að opna bíó í Egilshöll. Það kom svo hver bíómógúllinn fram á fætur öðrum og sagði hvað bíóið væri stórkostlegt. Lýsingarnar mögnuðust stig af stigi. Fyrst var bíóið örugglega flottasta bíó í Evrópu að sögn bíómannsins og bíódúkurinn með þeim alstærstu sem sést höfðu. Gott ef hann var ekki boginn í ofanálag. Síðan kom sá gamli og bætti um betur. Hann hafði víða farið og margt séð og var viss um að þetta væri með flottustu bíóum í heiminum, ef ekki það flottasta. Fréttamannsgreyið stóð bara og jánkaði þessum ósköpum, stjarfur af hrifningu. Ekki datt honum í hug að spyrja neinnar einustu gagnrýninnar spurningu. Hvaða rugl er það að það sé verið að byggja og starfrækja flottasta bíó í heimi uppi í Grafarvogi ef satt er. Það eitt segir sína sögu því ef þetta er flottasta bíó í heimi þá ná aðrir sama árangri eða betri fyrir minni pening og meiri hagsýni. Þetta er svipað eins og að geta ekki valið úr dótinu í búðinni heldur vilja fá það allt. Hvaða gagn er að því trixi að það sé hægt að stoppa sýningu á bíómyndum og setja þær af stað aftur í gegnum GSM frá útlandinu. Egilshöllin var í eigu Nýsis. Nýsir fór á hausinn og Landsbankinn tók fasteignina yfir. Landsbankinn hefur sett mikla fjármuni í að ljúka við húsið. Hvað ætli mikið að fjárfestingarkostnaði við nýja bíóið flotta hefur verið afskrifað í gegnum gjaldþrotið? Gaman væri að fá að vita það. Það fór um mig kjánahrollur við að hlusta á þetta rugl.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn á helginni. Nú allt í einu var fundurinn í fyrra ekki mjög merkilegur en þessi aftur á móti mjög merkilegur þegar þeir tveir voru bornir saman. Ég man ekki til þess að neitt einasta bitastætt hafi komið út úr fundinum í fyrra. Þegar valið er úrtak úr hóp sem á að endurspegla heildina þá skiptir tvennt aðalmáli svo sett markmið náist. Í fyrsta lagi verður úrtakið að vera skipulega unnið. Í öðru lagi verður helst um eða yfir 80% af úrtakinu að mæta eða svara ef um spurningar eru. Hér voru valdir 4 varamenn fyrir hvern aðalfulltrúa. Það brenglar allar fullyrðingar um að hópurinn hafi verið þverskurður þjóðarinnar. Það má vel vera að það hafi komið fram hve hátt hlutfall varamanna var á fundinum en það hefur farið fram hjá mér. Þetta var nú bara aðeins um aðferðafræðina.
Niðurstaðan er allt önnur Ella. Almennt er þetta moðsuða sem segir mjög lítið. Þó stendur eitt og annað upp úr sem vert er að skoað nánar.
Í fyrsta lagi kemur út að auðlindir náttúrunnar eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Hvað eru auðlindir? Að mínu viti er fiskurinn í sjónum náttúruleg auðling. Að mínu viti er vatnið sem fellur til jarðar og rennur til sjávar náttúruleg auðlind. Að mínu viti eru veiðidýr (fuglar, landdýr og fiskar í ám og vötnum) náttúruleg auðlind. Að mínu viti er jörðin náttúruleg auðlind. Landið sem er ræktað, landið þar sem gras sprettur, land þar sem grjót er numið er einnig auðlind. Er það meining þeirra sem þetta senda frá sér að það eigi að þjóðnýta allar auðlindir til lands og sjávar. Á ríkið að gera allar auðlindir í einstaklingseigu upptækar og þjóðnýta þær í einhverjum Sovét/Kína kommúnisma? Spyr sá sem ekki veit en svona hljóðar boðskapurinn.
Annar boðskapur er að það eigi að stuðla að fjölmenningarsamfélagi. Hvað þýðir þetta? Á að hvetja alla sem vilja flytja til landsins að koma og slá sig niður hér á skerinu? Eiga engin takmörk að vera á innflutningi erlends fólks í huga þessara sem láta svona lagað frá sér fara. Er sama hvaðan fólk kemur? Skiptir tunga, menning, trúarbrögð engu máli? Hvað er fjölmenningarsamfélag? Hvað þýða svona orð? Hafa menn ekki heyrt um að í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð er fjölmenningarstefnan talin af afar mörgum vera hreint mýrarljós. Það er ekki að sjá svo.
Það á að stuðla að jafnrétti. Fullkomnu jafnrétti. Hvað er jafnrétti? Rétt væri að útskýra markmiðið fyrst áður en stefnan er sett.
Það er óskað eftir valdameiri forseta. Er óskað eftir franska og bandaríska kerfinu? Forseti sé kosinn beinni kosningu og hann skipi ríkisstjórn. Þetta er ákveðin aðferðafræði en ég hélt að það þyrfti miklu meiri umræðu um það en svo að það væri afgreitt í hjali nokkurra manna þrátt fyrir að stjórnlagaþing heiti.
Fleira mætti tína til en læt við svo búið standa í bili.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn á helginni. Nú allt í einu var fundurinn í fyrra ekki mjög merkilegur en þessi aftur á móti mjög merkilegur þegar þeir tveir voru bornir saman. Ég man ekki til þess að neitt einasta bitastætt hafi komið út úr fundinum í fyrra. Þegar valið er úrtak úr hóp sem á að endurspegla heildina þá skiptir tvennt aðalmáli svo sett markmið náist. Í fyrsta lagi verður úrtakið að vera skipulega unnið. Í öðru lagi verður helst um eða yfir 80% af úrtakinu að mæta eða svara ef um spurningar eru. Hér voru valdir 4 varamenn fyrir hvern aðalfulltrúa. Það brenglar allar fullyrðingar um að hópurinn hafi verið þverskurður þjóðarinnar. Það má vel vera að það hafi komið fram hve hátt hlutfall varamanna var á fundinum en það hefur farið fram hjá mér. Þetta var nú bara aðeins um aðferðafræðina.
Niðurstaðan er allt önnur Ella. Almennt er þetta moðsuða sem segir mjög lítið. Þó stendur eitt og annað upp úr sem vert er að skoað nánar.
Í fyrsta lagi kemur út að auðlindir náttúrunnar eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Hvað þýðir þetta? Hvað eru auðlindir? Að mínu viti er fiskurinn í sjónum náttúruleg auðling. Að mínu viti er vatnið sem fellur til jarðar og rennur til sjávar náttúruleg auðlind. Að mínu viti eru veiðidýr (fuglar, landdýr og fiskar í ám og vötnum) náttúruleg auðlind. Að mínu viti er jörðin náttúruleg auðlind. Landið sem er ræktað, landið þar sem gras sprettur, land þar sem grjót er numið er einnig auðlind. Er það meining þeirra sem þetta senda frá sér að það eigi að þjóðnýta allar auðlindir til lands og sjávar. Á ríkið að gera allar auðlindir í einstaklingseigu upptækar og þjóðnýta þær í einhverjum Sovét/Kína kommúnisma? Spyr sá sem ekki veit en svona hljóðar boðskapurinn.
Annar boðskapur er að það eigi að stuðla að fjölmenningarsamfélagi. Hvað þýðir þetta? Á að hvetja alla sem vilja flytja til landsins að koma og slá sig niður hér á skerinu? Eiga engin takmörk að vera á innflutningi erlends fólks í huga þessara sem láta svona lagað frá sér fara. Er sama hvaðan fólk kemur? Skiptir tunga, menning, trúarbrögð engu máli? Hvað er fjölmenningarsamfélag? Hvað þýða svona orð? Hafa menn ekki heyrt um að í Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð er fjölmenningarstefnan talin af afar mörgum vera hreint mýrarljós. Það er ekki að sjá svo.
Það á að stuðla að jafnrétti. Fullkomnu jafnrétti. Hvað er jafnrétti? Rétt væri að útskýra markmiðið fyrst áður en stefnan er sett.
Það er óskað eftir valdameiri forseta. Er óskað eftir franska og bandaríska kerfinu? Forseti sé kosinn beinni kosningu og hann skipi ríkisstjórn. Þetta er ákveðin aðferðafræði en ég hélt að það þyrfti miklu meiri umræðu um það en svo að það væri afgreitt í hjali nokkurra manna þrátt fyrir að stjórnlagaþing heiti.
Fleira mætti tína til en læt við svo búið standa í bili.
laugardagur, nóvember 06, 2010
Eitt af þeim félögum sem ég er í er Fuglaverndarfélagið. Fyrst og fremst er þátttakan í því fólgin að fara á fyrirlestra og fræðsluerindi sem haldin eru af og til í húsi Arionbanka í Borgartúni. Það eru oft haldnir mjög skemmtilegir fyrirlestrar sem áhuga fólk um fugla hefur gaman að hvort sem þeir eru að taka mydnir af fuglum eða ekki. Einn slíkur var haldinn í haust en þá sýndi S hópurinn myndir sínar. S hópurinn samanstendur af fjórum frábærum fuglaljósmyndurum sem eiga það sameiginlegt að fyrir utan sameiginlegan áhuga á fuglaljósmyndun þá byrja nöfnin þeirra allra á S. Ég missti af fyrirlestrinum einhverra hluta vegna en nú sé ég að hann er aðgengilegur á youtube. Það er náttúrulega frábært að geta rennt yfir hvað fór þarna fram enda þótt gæðin séu aldrei álíka og horfa á myndinrna rá tjaldinu í Arionssalnum. Slóðin er þessi: http://www.youtube.com/fuglavernd#p/u
Slóðin á fuglaverndarfélagið er www.fuglavernd.is
Annað er einnig aðgengilegt á netinu en það er ævintýraboxið. Það eru þættir um útivist af einum og öðrum toga. Maður kemst ekki alltaf til að sjá þá í sjónvarpinu eins og gengur en flott að geta skoðað þá á netinu. Í þriðja þættinum er m.a. sýnt frá haustmaraþoninu. Slóðin er www.adventurebox.is
Ég hef minnst á viðtalið við forsvarsmann Siðmenntar þar sem hann sagði að það ætti ekki að þurfa fleiri en tvo til að kvarta svo breyta skyldi kerfinu. Hann var spurður þeirrar skynsamlegu spurningar af fréttamanninum hvort ekki væri tilvalið að kjósa um þetta mál sem til umræðu var. Það fannst Siðmenntarmanninum langt í frá skynsamlegt. Af hverju skyldi það nú vera? Skyldi hann óttast að lenda í minnihluta? Það skyldi þó aldrei vera.
Ég fór á tónleikana með Rúnari Þór, Megasi go Gylfa Ægissyni á fimmtudaginn í Austurbæ. Kom að vísu dálítið seint því Jói og félagar voru að spila í Víkinni. Það sakaði ekki því það var nóg eftir. Karlarnir voru fínir og stóðu fyllilega undir væntingum. Þeir voru afslappaðir og grínuðust hver í öðrum. Salurinn kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Mér finnast svona tónleikar miklu meir orginal og gefandi heldur en einhverjir viðburðir. Ég hef ekki sérstakan áhuga á þeim.
Við lögðum þrjú frá sambandinu snemma upp í morgun og keyrðum norður á Sauðárkrók. Við vorum þar með námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Umferðin á leiðinni norður var lítil nema hvít tófa var á sunnanverðri Holtavörðuheiðinni. Að námskeiði loknu keyrðum við til Akureyrar og flugum þaðan í bæinn. Það er alltaf gaman að fara í svona túra og tengjast baklandinu. Við verðum allar helgar út nóvember í svona ferðum til að ljúka eins miklu og hægt er fyrir jól.
Slóðin á fuglaverndarfélagið er www.fuglavernd.is
Annað er einnig aðgengilegt á netinu en það er ævintýraboxið. Það eru þættir um útivist af einum og öðrum toga. Maður kemst ekki alltaf til að sjá þá í sjónvarpinu eins og gengur en flott að geta skoðað þá á netinu. Í þriðja þættinum er m.a. sýnt frá haustmaraþoninu. Slóðin er www.adventurebox.is
Ég hef minnst á viðtalið við forsvarsmann Siðmenntar þar sem hann sagði að það ætti ekki að þurfa fleiri en tvo til að kvarta svo breyta skyldi kerfinu. Hann var spurður þeirrar skynsamlegu spurningar af fréttamanninum hvort ekki væri tilvalið að kjósa um þetta mál sem til umræðu var. Það fannst Siðmenntarmanninum langt í frá skynsamlegt. Af hverju skyldi það nú vera? Skyldi hann óttast að lenda í minnihluta? Það skyldi þó aldrei vera.
Ég fór á tónleikana með Rúnari Þór, Megasi go Gylfa Ægissyni á fimmtudaginn í Austurbæ. Kom að vísu dálítið seint því Jói og félagar voru að spila í Víkinni. Það sakaði ekki því það var nóg eftir. Karlarnir voru fínir og stóðu fyllilega undir væntingum. Þeir voru afslappaðir og grínuðust hver í öðrum. Salurinn kunni vel að meta það sem þeir höfðu fram að færa. Mér finnast svona tónleikar miklu meir orginal og gefandi heldur en einhverjir viðburðir. Ég hef ekki sérstakan áhuga á þeim.
Við lögðum þrjú frá sambandinu snemma upp í morgun og keyrðum norður á Sauðárkrók. Við vorum þar með námskeið fyrir nýkjörna sveitarstjórnarmenn. Umferðin á leiðinni norður var lítil nema hvít tófa var á sunnanverðri Holtavörðuheiðinni. Að námskeiði loknu keyrðum við til Akureyrar og flugum þaðan í bæinn. Það er alltaf gaman að fara í svona túra og tengjast baklandinu. Við verðum allar helgar út nóvember í svona ferðum til að ljúka eins miklu og hægt er fyrir jól.
miðvikudagur, nóvember 03, 2010
Ég heyrði rætt við einhvern fulltrúa Siðbótar í útvarpinu á dögunum. Umfjöllunarefnið var eins og gefur að skilja samþykkt Mannréttindanefndar Reykjavíkurborgar um að gera allt sem tengist kristinni trú útlægt út úr grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Ástæðan var sögð vera sú að svo margir hefðu kvartað yfir komum presta inn í skóla og leikskóla. Þegar betur var að gáð voru það einungis 24 sem höfðu kvartað. Það er náttúrulega nánast ekki neitt miðað við allan þann fjölda sem er í skólakerfinu. Fulltrúa Siðbótar fannst fjöldinn ekki skipta máli. Enda þótt það væru fáir sem kvörtuðu þá ættu þeir sinn rétt. Svo sagði hann að þótt svo það væru einungis tveir sem myndu kvarta þætti að taka tillit til sjónarmiða þeirra. Þetta viðhorf er dæmigert fyrir örlítinn minnihluta sem vill kúga mikinn meirihluta. Það á sem sagt ekki að þurfa meir en tvo kverúlanta til að breyta þjóðskipulaginu. Þetta er náttúrulega eins og hvert annað rugl. Af hverju skyldi meirihlutinn þurfa að dansa eftir pípu minnihlutans, sama hve lítill hann er? Ég held að það sé farið að teygja mannréttidahugtakið ansi langt út og suður þegar svona löguðum sjónarmiðum er haldið til streytu. Það er hins vegar eins og svo marg annað í almennri umræðu á Íslandi þessi misserin. Pólitísk rétttrúnaðarstefna tröllríður umræðunni svo grimmt að hún líkist helst stjórnmálastefnu sem ég kæri mig ekki um að nefna að sinni.
Það var verið að senda tölvupóstaúm allt í dag út af írönsku konunni sem bíður dauða síns í Íran. Það á að grýta hana fyrir að hafa átt vingott við einhvern karl utan hjónabands. Þessi dómur hefur verið felldur eftir Sharialögunum. Þeir sem vita ekki hvernig grýting fer fram geta svo sem googlað það. Það er ekki framkvæmt alveg eins og í Life of Brian nema hvað steinarnir sem voru sýndir í myndinni eru af réttri stærð. Þeir mega sem sagt ekki vera of stórir því þá er hætta á að hin dauðadæmda látist of fljótt. Það er svo sem hægt að segja að þetta komi okkur ekki mikið við því þetta fari fram í Iran og Iran sé mjög langt í burtu. Nú er það hins vegar svo að einhverjir sem eru tengdir auðugum aðilum í Saudi Arabíu hafa fest kaup á Ými sem avr samkomuhús Karlakórs Reykjavíkur. Saudi Arabía hefur ekki verið sérstaklega þekkt fyrir frjálslyndi hingað til en meðvitaða liðið hefur svo sem ekki miklar áhyggjur út af því. Á hinn bóginn hafa hófsamir Múslímar sem búa hérlendis miklar áhyggjur af þessu og hafa beinlínis varað við því sem er að gerast. Viðbrögðin hafa engin orðið það ég hef séð. Engin umræða, engar vangaveltur eða rannsókm á málsatvikum. Vitaskuld eru hinir hófsömu hræddir um að staða þeirra muni breytasat ef hingað flyst eitthvað ofsatrúarlið sem metur Sharialögin æðri landslögum eins og er vel þekkt í Svíþjóð svo ekki sé lengra farið.
Á maður að vorkenna manni sem var búinn að spila rassinn úr buxum fyrirtækisins á árinu 2007, þegar allt hagkerfið var botnstaðið. Það hefur þurft annað hvort sérstakan aulahátt til að setja fyrirtæki á hausinn á þeim tíma eða einbeittan vilja? Búið var að setja íbúðarhúsið yfir á fyrirtækið til að viðkomandi þyrfti ekki að borga kostnaðinn við það úr eigin vasa. Svo er íbúðarhúsið boðið upp eins og aðrar eigur fyrirtækisins þegar allt er komið í steik. Ég held að það sé ekki hægt að vorkenna viðkomandi neitt í þessu efni.
Á maður að vorkenna manni sem vinnur sem verktaki, borgar engin launatengd gjöld og lendir síðan í húrrandi vandræðum þegar hann verður atvinnulaus og er réttindalaus í atvinnuleysisbótakerfinu. Með því að borga launatengd gjöld er verið að kaupa sig inn í réttindakerfið. Þeir sem ekki borga inn í það fá ekkert út úr því. Þannig er það bara og er mjög eðlilegt. Það er bara ekki hægt að vorkenna fólki sem hugsar ekki einu sinni fram á morgundaginn.
María var valin í landsliðshópinn í frjálsum íþróttum á dögunum. Hún hljóp mjög gott 100 m. grindahlaup norður á Akureyri í sumar í kulda og mótvindi. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni þegar kemur fram á veturinn að maður tali ekki um þegar krakkarnir komast á græn grös.
Það var verið að senda tölvupóstaúm allt í dag út af írönsku konunni sem bíður dauða síns í Íran. Það á að grýta hana fyrir að hafa átt vingott við einhvern karl utan hjónabands. Þessi dómur hefur verið felldur eftir Sharialögunum. Þeir sem vita ekki hvernig grýting fer fram geta svo sem googlað það. Það er ekki framkvæmt alveg eins og í Life of Brian nema hvað steinarnir sem voru sýndir í myndinni eru af réttri stærð. Þeir mega sem sagt ekki vera of stórir því þá er hætta á að hin dauðadæmda látist of fljótt. Það er svo sem hægt að segja að þetta komi okkur ekki mikið við því þetta fari fram í Iran og Iran sé mjög langt í burtu. Nú er það hins vegar svo að einhverjir sem eru tengdir auðugum aðilum í Saudi Arabíu hafa fest kaup á Ými sem avr samkomuhús Karlakórs Reykjavíkur. Saudi Arabía hefur ekki verið sérstaklega þekkt fyrir frjálslyndi hingað til en meðvitaða liðið hefur svo sem ekki miklar áhyggjur út af því. Á hinn bóginn hafa hófsamir Múslímar sem búa hérlendis miklar áhyggjur af þessu og hafa beinlínis varað við því sem er að gerast. Viðbrögðin hafa engin orðið það ég hef séð. Engin umræða, engar vangaveltur eða rannsókm á málsatvikum. Vitaskuld eru hinir hófsömu hræddir um að staða þeirra muni breytasat ef hingað flyst eitthvað ofsatrúarlið sem metur Sharialögin æðri landslögum eins og er vel þekkt í Svíþjóð svo ekki sé lengra farið.
Á maður að vorkenna manni sem var búinn að spila rassinn úr buxum fyrirtækisins á árinu 2007, þegar allt hagkerfið var botnstaðið. Það hefur þurft annað hvort sérstakan aulahátt til að setja fyrirtæki á hausinn á þeim tíma eða einbeittan vilja? Búið var að setja íbúðarhúsið yfir á fyrirtækið til að viðkomandi þyrfti ekki að borga kostnaðinn við það úr eigin vasa. Svo er íbúðarhúsið boðið upp eins og aðrar eigur fyrirtækisins þegar allt er komið í steik. Ég held að það sé ekki hægt að vorkenna viðkomandi neitt í þessu efni.
Á maður að vorkenna manni sem vinnur sem verktaki, borgar engin launatengd gjöld og lendir síðan í húrrandi vandræðum þegar hann verður atvinnulaus og er réttindalaus í atvinnuleysisbótakerfinu. Með því að borga launatengd gjöld er verið að kaupa sig inn í réttindakerfið. Þeir sem ekki borga inn í það fá ekkert út úr því. Þannig er það bara og er mjög eðlilegt. Það er bara ekki hægt að vorkenna fólki sem hugsar ekki einu sinni fram á morgundaginn.
María var valin í landsliðshópinn í frjálsum íþróttum á dögunum. Hún hljóp mjög gott 100 m. grindahlaup norður á Akureyri í sumar í kulda og mótvindi. Það verður gaman að sjá hvernig gengur hjá henni þegar kemur fram á veturinn að maður tali ekki um þegar krakkarnir komast á græn grös.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)