fimmtudagur, apríl 30, 2009

The Hollies - Stop Stop Stop

Grágæs í önnum

Það er ekki oft sem ég er sammála feminstafélginu en það gerðist í gær. Reyndar vorum við sammála en út frá gjörólíku sjónarhorni. Femiistafélagið fordæmdi auglýsingu nokkra sem SI birti og átti að höfða til fólks um að forðast fúskara. Í auglýsingunni var birt mynd að heldur suddalegum karli sem veifar sprautu fyrir framan konu sem liggur uppi á borði. Senan á að endurspegla að fóstureyðing væri í undirbúningi við heldur lakar aðstæður. Feminstafélagið fordæmdi að væri yfir höfuð verið að sýna tilburði sem líktust fóstureyðingu. Hvaða læti eru þetta? Ég veit ekki annað en að áratugum saman hafi svokölluð kvenréttindasamtök af öllum mögulegum tegundum barist fyrir þvi að konur hefðu rétt á að láta eyða fóstri ef þeim sýndist svo. Konan á að ráða yfir eigin líkama hét það og heitir það. Formaður læknafélagsins fordæmir að sé ráðist á það aumasta og veikasta. Ég sé ekki að það sé gert? Ólöglegar fóstureyðingar eru ekki stundaðar hérlendis. Hvað er málið?

Mér finnst málið fyrst og fremst vera það að það er niðurlægjandi fyrir karlmenn að þarna skuli vera sýndur sóðalegur karl sem á að tákna fúskarann. Það var svo sem auðvitað. Þarna kemur Simpson heilkennið fram. Karlar hafa orðið skotmörk ákveðinnar hugmyndafræði á undanförnum árum um að til þeirra væri að sækja fyrirmyndir um heimsku, ruddaskap, klúrheit og í þessari auglýsingu fúsk. Ég veit ekki annað en að það hafi ekki síður en karlar verið eldri konur sem voru að fúska með fóstureyðingar hér áður og þær voru bannaðar.

Fóstureyðing er per ce óyndisúrræði að mínu mati sem vonandi er ekki gripið til fyrr en öll sund eru lokuð.

Mér blöskraði málflutningur einhvers afbrotafræðings sem talað var við í útvarpinu í kvöld um hið ruddalega mannrán og líkamsáras í Heiðmörkini í gær. Vegna þess að fórnarlamdið hefði ekki verið beinbrotið eða limlest taldi hún að refsingar yrðu ákaflega vægar ef nokkrar. Maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvaða bjáni er þetta sem skreytir sig með einhverjum sérfræðititli. Er það eini mælikvarðinn á skaða sem einn getur valdið öðrum ef um beinbrot er að ræða?. Hvernig ætli stelpunni sme lamin var líði ef hún á að vera með þessum vitleysingum í skóla næsta vetur. Ef það gengur ekki upp á hún að víkja? Á fjölskylda henna rað þurfa að herkjast úr bæjarfélaginu eða telpan úr skólanum til að hún þurfi ekki að horfa upp á svona glæpajunkur upp á hvern dag. Í nágrannalöndum okkar væri svona lið sett beint í unglingafangelsi. Þar á það hema og hvergi annarsstaðar. Síðan eru 17 ára unglingar ekki börn eins og margtuggið var í sjónvarpsfréttum í kvöld. Fólk á þessum aldri á í fyrsta lagi að vera komið með forsendur til að gera mun á réttu og röngu og í annan kant að gera sér grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Ef ekki, þá tekur það afleiðingunum. Börn eru allt annar kaleikur.

Það var reyndar mjög athyglisvert sem Sveinn Andri Sveinsson lögfrðingur sagði í útvarpinu í dag. Hann sagði að dómafordæmi væru þannig að konur fengju yfirleitt miklu vægari refsingar en karlar fyrir hliðstæð hrottaafbrot. Mér finnst að Jafnréttisráð ætti að láta málið til sín taka.

Ég fékk símtal í dag vegna þess að sá kvittur virðist hafa komist á kreik að það standi til að fella 100 km hlaupið niður vegna slælegrar þátttöku. Það eru fimm skráðir og það er meir en nóg til að halda hlaupið. Það var aldrei við því að búast að við fengjum álíka hóp og í fyrra. Það er alveg spurning hvort eigi að halda það á hverju ári eða annað hvert ár. Það verður bara skoðað að þessu hlaupi afloknu. Í fyrsta 100 mílna hlaupinu sme haldið var á Norðurlöndum árið 2006 voru einunigs 5 þátttakendur. Vitaskuld var það haldið. Við erum að skoða hvort eigi að bæta maraþoni við. Það er ekkert mál. Það eru svo margir í góðu formi að það er aldrei að vita hvert einhevr vili ekki bæta við priki í skrána og kannski bæta tímann sinn í leiðinni. Brautin er fín til þess. Það verður látið vita formlega um það í næstu viku.

miðvikudagur, apríl 29, 2009

The Searchers - Needles and Pins...

Tveir fýlar að spjalla

Í allri umræðu er nauðsynlegt að forðast „Úlfur úlfur“ syndrómið. Ef farið er offari í umræðu um einhvern hlut þá er hætta á að það verði ekki tekið mark á viðvörunum þegar þær eiga rétt á sér. Fyrir nokkrum árum tröllreið umræðan um fuglaflensuna heiminum. Það dó fólk í Kína, það dó fólk í Tyrklandi, það dó fólk í Indónesíu og ég veit ekki hvað. Maður sá myndir frá útlandinu af mönnum klæddum geimfarabúningum að sprauta á dekk á bílum, reyndar bara á hliðina á dekkjunum en sama var, það var sprautað. Stjórnvöld hér brugðust við af mikilli hörku. Allir fuglar í húsdýragarðinum voru drepnir og settar voru sérstakar reglur um að alifuglar yrðu að vera innan dyra. Bóndi sem hefði hleypt út nokkrum haughænsnum á meðan þessi umræða gekk yfir hefði getað búist við því að lenda í steininum. Dauð álft sem fannst upp við Elliðavatn var send með hraði til Svíþjóðar og manni fannst á tímabili stemmingin vera þannig að því hefði verið tekið allt að því fagnandi ef það hefði verið staðfest ef hún hefði drepist úr einhvers konar fuglaflensu. Ísland hefði verið komið í efstu deild. Maður gat alveg eins búist við því að víkingasveitinni væri raðað á suðurströndina vopnaðri haglabyssum til að skjóta farfugla sem væru að koma til landsins. Skyndilega var eins og dytti bylur af húsi. Fuglaflensa hvarf úr fréttum og hefur ekki heyrst á hana minnst í fleiri ár. Það skal hins vegar vera alveg á hreinu að aðstæður í alifuglarækt í Kína, Víetnam, Indónesíu og Tyrklandi hafa varla breyst mikið á síðustu árum.
Nú er komin upp svínaflensa. Ég veit ekkert um hana en af fenginni reynslu þá hefur maður ákveðinn fyrirvara gagnvart þeim fréttum sem berast af framgangi veikinnar. Það vantar síðan ekki hysterískar fyrirsagnir. „Alls geta 700.000 veikst í Bretlandi“.
Í Mexíkó búa 20 milljón einstaklingar, margir þeirra við misjafnar aðstæður. Sagt er að þar hafi látist um 160 manns úr veikinni og um 1.600 veikst. Íslendingar eru 1,5% íbúa Mexíkóborgar. Þannig jafngilda 160 manns í Mexíkó 2,4 einstaklingum hér. Á sama hátt eru 1600 manns í Mexíkó sama hlutfall íbúanna og 24 eru hér.
Það gengur flensa yfir Ísland á hverju ári. Það eru hafðar ákveðnar varnaðaraðgerðir við henni svo sem bólusetning. Bólusetningin er sérstaklega miðuð að eldra fólki, fólki sem heilsufarslega veiklað og fólki í stöðum sem mega síður við því að veikjast. Engu að síður veikjast iðulega mjög margir úr inflúensu hérlendis á hverju ári. Reyndar var hún mjög væg í vetur. Ég man eftir því einn veturinn, þegar mjög skæð flensa geisaði, að dánartilkynningum í Mogganum fjölgaði mjög mikið. Manni var sagt að það hefðu margir aldraðir og sjúkir látist beint og óbeint vegna flensunnar. Það er alveg klárt mál að það þætti ekki slæm flensa hérlendis ef hægt væri að rekja dauðsföll tveggja til þriggja einstaklinga til hennar og að samtals hefðu 24 veikst.
Eins og ég sagði þá veit ég ekkert um þessa flensu en það er oft gagnlegt að setja hlutina í samhengi.

Mér fannst Gissur Sigurðsson fréttamaður góður í gærmorgun. Í morgunútvarpi Bylgjunnar barst talið að kjörklefaskítadreifaranum. Annar fastastarfsmaðurinn byrjaði að fjasa fram og til baka um málið ("hvers vegna gerir maður svona", "hver er tilgangurinn" og svo framvegis). Maður sá fyrir sér fréttaviðtal, umfjöllun í Íslandi í dag og síðan Sjálfstætt fólk. Gissur skriðtæklaði þetta: "Ég nenni ekki að tala meir um þetta helv.... rugl" Málið var dautt.

mánudagur, apríl 27, 2009

ELO - "Hold On Tight"

Tildra að leita að ormum

Einhver bjáninn hafði ekki annað að gera á kjörstað en að skíta á gólfið í kjörklefanum og skeina sér á kjörseðlinum. Sá hefði haft gott af því að vera fædd í Kína á dögum Maós eða í Argentínu á dögum herforingjastjórnarinnar svo dæmi séu nefnd um hlýleg ekkilýðræðisríki. Á Vísi.is sá maður svo að ekki hafði náðst í skítadreifarann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta lýsir fréttamatinu afar vel. Fjölmiðlar eltast við fólk sem hagar sér eins og vitleysingar en ég hef aftur á móti hvergi séð að það þyki fréttnæmt að nær 200 manns hlupu hálft og heilt maraþon í Reykjavík í blíðunni á kjördag. Það er líklega varla nógu geðveikt.

Fréttamaður ríkissjónvarpsins skálmar upp að þinghúsinu og tekur viðtal við þrjá grímuklædda svokallaða akivista sem híma þar undir vegg. Það þykir fréttaefni sem þeir segja. Mér finnst að það ætti að vera grundvallaratriði hjá ríkisfjölmiðli að það sé ekki talað við fólk sem stendur í götuóeirðum og hylur andlit sitt eins og glæpamenn. Á sama tíma upplýsir fulltrúi löglega framboðins framboðslista til Alþingis að honum sé ómögulegt að ná athygli hjá sama fjölmiðli nema með einhverjum bjánalátum.

Ég kláraði mitt 30 maraþon á laugardaginn. Það eru nokkuð margir sem hafa hlaupið fleiri maraþon. Ætli ég sé ekki í 16-17 sæti eða eitthvað álíka. Mitt fyrsta maraþon hljóp ég sumarið 2000. Bryndís Svavarsdóttir trónir ein langefst á toppnum með 105 maraþon. Ætli ég hafi svo ekki hlaupið annað eins og þessi 30 maraþon í ultrahlaupum. Alls hafa yfir 1200 íslendingar hlaupið eitt eða fleiri maraþon. Það er dálítið mikið.

sunnudagur, apríl 26, 2009

Uriah Heep - Easy Livin

Snyrting í gangi

Kosninganótt er að baki og innan veggja Alþingis er komið nýtt landslag. Bæði hvað varðar flokkana og þá einstaklinga sem hafa valist til setu á þingi. Tæpur helmingur þingmanna hefur ekki setið á Alþngi fyrr svo staða þess og starfshættir eru töluvert óráðin.

Það sem mér finst athyglisvert er að áreiðanleiki skoðanakannanana er ekki mikill. Þrátt fyrir endalausar kannanir þá voru þær töluvert langt frá þeirri niðurstöðu sem kom síaðn upp úr kössunum. Megin ástæða þess er hva kannanirnar eru hroðvirknislega unnar. Skoðanakannanir sem gefa kannske um 60% svörun eru túlkaðar sem niðurstaða fyrir heildina án fyrirvara. Kosningaþátttaka hérlendis er ætíð mikil. Yfirleitt í kringum 85%. Þegar svörun í skoðanakönnunum er um eða rétt yfir 60% þá eru um 25 prósentustig kjósenda eftir. Maður veit ekkert hvernig þeir munu verja atkvæði sínu. Mjög oft eru þeir óákveðnir og taka ekki ákvörðun fyrr en á kjördegi. Því eru nipðurstöður skoðanakannana yfirleitt stórlega ofmetnar. eins og þær eru unnar þá gefa þær grófar vísbendingar en geta einnig verið skoðanamyndandi. Því er lágmarkskrafa að það sé vandað mjög vel til þeirra og jafnvel settar kröfur um ákveðið lágmarks svarhlutfall, svo dæmi sé nefnt, svo megi birta þær innan ákveðins tíma fyrir kosningar.

Sjálfstæðisflokkurinn beið verulegt afhroð eins og allt benti til. Þar kom margt til og ætla ég ekki að greina það meir í sjálfu sér. Engu að síður er þessi niðurstaða söguleg tíðindi og bíður forystu flokksins mikil vinna við að byggja upp fyrri stöðu.

Samfylkingin fékk ágæta kosningu miðað við að hafa setið í ríkisstjórn í aðdraganda hrunsins. Flokkurinn bar því verulega ábyrgð á ákvörðunum stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins. Það er ljóst að staða niðurstaða kosninganna er fyrst og persónulegur sigur forsætisráðherra. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum en fékk betri kosningu árið 2003.

Vinstri Grænir unnu mikinn sigur en vegna þeirra væntinga sem skoðanakannanair höfðu byggt upp hef ég trú á að sigurinn sé svolítið súrsætur. Formaður flokksins er afgerandi sigurvegari sem fyrsti þingmaður síns heimakjördæmis. Sem stjórnarandstöðuflokkur hafði VG vissulega mjög sterka stöðu í aðdraganda þessara kosninga þar sem hann bar ekki ábyrgð á neinum stjórnvaldsákvörðunum fyrr en síðustu 80 dagana fyrir kosningar.

Framsóknarflokkurinn náði vopnum sínum og er nú aftur með þingmenn í öllum kjördæmum. Það er grunsvalalratriði ef hann á að hafa möguleika til að styrkja sig á nýjan leik. Niðurstaðan er engu aðs íður önnur versta útkoma flokksns í kosnunum frá upphafi. Staða flokksins var orðið slík að niðurstaðan má teljast verulegur sigur fyrir nýkjörinn formann.

Frjálslyndi flokkurinn missti alveg fótana og þurrkaðist út þrátt fyrr að hafa verið í stjórnarandstöðu. Innbyrðisátök og veik forysta virðist hafa gert það að verkum að kjósendur hafi misst alla trú á flokknum sem raunhæfum valkost í kosningunum.

Lýðræðisflokkurinn kom ekki að manni en engu að síður fannst mér ÁM hafa margt til síns máls í gagnrýni sinni á ýmsa hlui í aðdraganda kosninganna. Hvers vegna fá t.d. ný löglega framboðin framboð ekki krónu úr ríkissjóði á meðan þeir flokkar sem fyrir sitja á ALþingi fá hundruðir milljóna til að reka starfsemi sína, þ.m.t. framboð. Þetta er náttúrulega tóm mismunun. Mér finnst einnig að RÚV verði að svara því með öðru en skætingi af hverju það var ekki tenging inn á heimasíðu framboðsins á heimasíðu RÚV. Er búið að ákveða að ÁM sé bara vitleysingur og hann sé því meðhöndlaður á annan hátt en aðrir. Spyr sá sem ekki veit.

Borgarahreyfingin náði flottum árangri og kom fjórum mönnum á þing þrátt fyrir enga fjármuni og lítinn aðdraganda. Það sýnir hvað er hægt að gera.

Það er ljóst að það bíða nýrrar ríkisstjórnar gríðarlega erfið verkefni og hún verður ekki vinsæl. Það er eins gott fyrir þá sem taka sæti í henni að átta sig á að það verður engin elsku mamma að fást við þau mál.

Væntingarnar eru miklar í garð VG og Samfylkjingarinnar þar sem nú hafa vinstri flokkarnir í fyrsta sinn meirihluta á Alþingi. Í því sambandi er rétt að fara í smá söguskoðun. Í þingkosningum árið 1978 unnu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn stórsigur og fengu samtals 28 þingmenn. Fullt af nýjum þingmönnum. Þeir mynduðu síðan ríkisstjórn með Framsóknarflokknum. Þetta var ein hörmulegasta ríkisstjórn sem hefur setið svo lengi sem ég man eftir, sem er nokkuð langt. Ósamstiga í flestum málum, tortryggni gagnvart hverjum örðum og innbyrðis átök. Þessi ríkisstjórn sprakk eftir rúmt ár og þá var kosið á nýjan leik. Þá tók við löng stjórnarkreppa og lauk því ekki fyrr en í janúar 1980. Þá tók ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen við. Hún var held ég sú allra versta ever. Verðbólgan var stjórnlaus og sló í 100%. Ríkisstjórnin hékk fram á vor 1983 bara til að hanga. Fimm mjög slæm ár fylgdu í kjölfar þessa mikla kosningasigurs vinstri manna árið 1978. Ég ætla rétt að vona að þeir sem sitja á Alþingi nú beri gæfu til að láta það ekki endurtaka sig aftur. Til þes eru vítin að varast þau.

Það er áhugavert að setja það í samhengi að í aðdraganda kosninga árið 1978 uppgötvaði Alþýðuflokkurinn fyrirbærið "galopin prófkjör" og markaðssetti það sem hámark lýðræðisins. Allar götur síðan hafa menn verið að velja fulltrúa inn á listana meir eða minna með þeirri endemis aðferð. Það er því amen eftir efninu að forsætisráðherra, sem var valin á lista eftir þessari aðferð árið 1978, lýsi því nú yfir að prófkjöraaðferðin heyri voandi sögunni til. Það tók rúm 30 ár fyrir íslendinga að uppgötva það sem stjórnmálamenn í nálægum löndum hafa uppgötvað fyrir löngu. Þar er valið hverjir setjist á þing fyrir flokkana í persónukjöri á kjördag.

laugardagur, apríl 25, 2009

Small Faces- Sha La La La Lee

Hringmávur vestur á Seltjarnarnesi (sjáið gogginn)

Vormaraþondagurinn rann upp bjartur, fagur, lygn og frekar hlýr. Frábært veður til hlaupa í aprílmánuði. Félagarnir höfðu tekið daginn snemma inni í Elliðaárdal, reist tjald og gert allt klárt svo aðstaða væri eins og best var á kosið. Það er alltaf gaman að hitta félagana, þarna var vel mætt og dagurinn lofaði góðu. Formaður og aðalritari hvöttu menn til dáða og svo skaut Stebbi af haglabyssu. Ég ætlaði bara að taka þetta hlaup sem gott æfingahlaup. Ég hafði ekki á mér hlaupaúr og leit aldrei á armbandsúrið. Því mátti segja að nákvæmasti tímamælirinn í hlaupi þessa dags var dagatal. Markmiðið var að finna hraða sem skrokknum liði vel á og rúlla þannig í gegn. Það er nefnilega hlaupadagur á morgun og prógrammið fer ekki að slakna fyrr en um 10. maí. Ég hitti Starra Heiðmarsson fljótlega í hlaupinu og við héldum sjó saman eftir það. Spjölluðum margt og héldum góðu róli. Aðstæður voru góðar og bara smá gola vestur við snúninginn þar sem alltaf blæs. Starri sagði mér meðal annars maður skrifar nafnið á fuglinum Stara með einu erri en ekki tveimur eins og ég hafði gert á blogginu. Þessi fugl heitir Starling upp á ensku. Það er líklega dregið af því að við sérstök birtuskilyrði þá glampar á hann eins og jólatré með ljósum eða eins og stjörnubjartur himinn sé. Ef þetta er rétt þá hafa nafnameistarar verið í ambögustemmingu þann daginn sem fuglinum var gefið nafnið Stari upp á íslensku. Hann ætti auðvitað að heita Stjarni eða Stirnir. Að klæma enska nafninu beint yfir á íslensku og kalla hann Stara er svona og svona. Allavega er nafnið með einu erri.

Á hálfu maraþoni vorum við á 1.42 sem var betra en undanfarin ár. Seinni hringurinn rann í gegn á svipuðu róli. Starri fékk smá í magann á síðasta leggnum og dróst aðeins aftur úr við brúna í Fossvogsbotninum. Ég hélt áfram á sama hraða og kláraði maraþonið á rúmum 3.22 sem er minn besti tími í um fimm ár. Seinni helmingurinn var því hraðari en sá fyrri sem er nýtt. Ég man ekki eftir því áður. Fæturnir voru slakir og fínir og hvergi eymsli eða stirðleiki. Ég átti því töluvert inni ef ég hefði stílað inn á að taka allt úr sem fyrir hendi er. Puðið í vetur hefur því skilað sér þokkalega en ég hef þó ekki verið að leggja sértaka alúð við hraðaæfingar. Einnig skiptir máli að vera léttari en ég var hér áður. Það munar um allt. Úrslitin eru ekki komin enn á netið svo ég veit ekki röðina.

Það var svolítið skrítin tilfinnig að kjósa í dag. Vanalega fylgir því smá sérstök frelsistilfinning að taka þátt í kosningum. Kosningarétturinn er hluti af því að búa í lýðræðisríki. Hann er ekki sjálfgefinn. Nú var maður næstum því dapur. Ég hef horft af athygli á alla umræðuþætti í sjónvarpi á undanförnum dögum sem ég hef getað. Það hefur ekki aukið mér bjartsýni.

Leikurinn milli Man.Udt og Tottenham var svakalegur. Tottarnir voru verðskuldað yfir í hálfleik. Ferguson hefur líklega sett stóra blásarann í gang inni í klefanum í hálfleik því það var gjörbreytt United lið sem kom út á völlinn í seinni hálfleik. Fimm mörk voru uppskeran. Svona spila bara meistarar.

föstudagur, apríl 24, 2009

The Beatles; Get Back

Margæsir á flugi

Eftir að hafa horft á samræður stjórnmálaforingjanna í sjónvarpssal þá hefur ýmislegt skýrst en ekki annað. Mér fannst ákveðin lina liggja gegnum salinn. Annars vegar milli þeirra sem vildu leggja megináherslu á aukna atvinnusköpun og hins vegar þar sem rætt var um aukna skattheimtu og niðurskurð. Grundvallaratriði í að ná að sigla þjóðarhag á lygnari sjó er aukin atvinnusköpun. Það er jafnljóst að þjóðarbúið getur ekki búið við hinn gríðarlega fjárlagahalla sem er í núverandi fjárlögum. Hanne rca 155 ma. kr. Það verður að ná honum niður á næstu þremur árum. Það er ekkert spurning um skilyrði frá AGS heldur einfaldlega spurning um blákaldan raunveruleika. Það er ekkert flóknara en ef maður væri sjálfur skuldugur upp fyrir haus vegna bruðls og óráðssíu. maður yrði að skera niður og ná jafnvægi milli tekna og gjalda sem fyrst. Það er talað um krónuna sem ónýtan gjaldmiðil. Auðvitaðe r það per se ekkert voðalega traust undirstaða að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi í frjálsri verðmyndun. en krónan er ekki megin vandamálið. Megin vandamálið er óábyrg fjármálastjórnun. Það hefur verið eytt umfram efni. Þar hefur kröfugerð allskonar þrýstihópa verið óendanleg. Ef menn hafa fundið eitthvað einhversstaðar sem er betra en hér þá er farið að heimta og hamast undir þeim formerkjum að allt fari til andskotans ef þjónustan verði ekki bætt upp í það sem best finnst annarstaðar. Síðan eru fundnir upp fáránlegir hlutir sem allar aðrar þjóðir hafa hafnað eins og sérstakt fæðingarorlof feðra. Í upphafi var það svo geggjað að ríkið átti að borga fólki 80% launa, sama hve há þau voru. Vesalings hálaunaða fólkið var vant að eyða svo miklu að það mátti ekki einu sinni hægja á sér þegar barn kom í heiminn ef það vildi vera eitthvað heima. Þegar maður var að jagast við fólk um þetta þá var maður álitinn afturhaldsseggur, ójafnaðarsinni og gott ef karlrembustimpillinn fylgdi ekki með. Að láta konurnar einar um að vera heima með nýfæddu barni. Þvílík firra. Þetta er bruðl sem verður að afnema hið fyrsta við núverandi kringumstæður. Á 300.000 manna þjóð að reka sjö sjálfstæða háskóla? Á 300.000 manna þjóð að hafa sendiráð út um allar koppagrundir og í ekki neinum smá höllum? Höfum við efni á því að hafa heilbrigðiskerfið óbreytt? Þurfum við endilega að hafa allt sem gert er flottast af því sem þekkist. Ég þekki það að þegar hljómflutningskerfi var tekið í notkun í sal á ákveðnum stað þá var það kynnt með þeim formerkjum að það væri flottasta sinnar gerðar í Evrópu. Annað hvort voru ósannindi á ferðinni eða botnlaust rugl. Þannig mætti áfram telja þegar maður er pirraður á stöðunni og hugsanahættinum.

Evran er sterkur gjaldmiðill vegna þess að innan landa ESB er rekin mjög aðhaldssöm peningamálastefna. Evran er ekkert sterk af því bara.

Þegar minnst er á evruna þá rennur upp fyrir manni að það hefur ekki verið birt skýrsla um hve matarverð innan Evrópusambandslanda sé miklu lægra en hérlendis nú um nokkurt skeið. Líklega ekki síðan gengi krónunnar hrundi. Hvers vegna ætli það sé? Maður hittir ekki svo mann sem fer til Evrópu að þeir krossi sig ekki aftan og framan yfir þvi hve hlutirnir séu dýrir í Evrulöndum. Er það dæmi um hver verður kaupmáttur launa okkar ef við göngum í ESB og tökum upp evruna?

Ég komst að því í gær að það var fyrirtæki sem Ástþór Magnússon á sem flutti bílinn til landsins sem ég keypti í haust. Fyrirtækið er staðsett í Hollandi og er rekið algerlega í gegnum netið. Það hét Islandus.com en er líklega búið að skipta um nafn nú því Ísland er ekki markaðsvænt heiti í Evrópu um þessar mundir. Ég sá auglýsingu í blaði og loggaði mig inn á vefsíðu. Þar setti ég inn lýsingu á bílnum sem ég var að velta fyrir mér. Ég fékk svo tölvupóst um að hann væri fundinn. Þar sem ég hafði áhuga þá var bandarískt skoðunarfyrirtæki látið taka hann út. Ég fékk ástandslýsingu og myndir á netinu. Umsagnir ánægðra kaupenda voru á netinu. Ég sló til og borgaði inn á reikning. Bíllinn kom um tveimur mánuðum seinna til landsins. Allt stóðst eins og stafur á bók. Dollarinn hefur fallið að undanförnu gagnvart evru. Þá skapast svona viðskiptatækifæri. Þeir sem eru með augun opin og fljótir að átta sig stökkva á þau.

Strákarnir voru að hugsa hvað er til ráða. Þeir komu með þá hugmynd að breyta tónlistarhúsinu við höfnina í risavaxið spilavíti. Hótel og spilasalir. Markaðssetja það erlendis. Það er ekki verri hugmynd en hvað annað. Alla vega væri sú niðurstaða í takt við tilurðina.

fimmtudagur, apríl 23, 2009

The WHO - WON'T GET FOOLED AGAIN

Skarfur af snyrta sig

Við bjuggum í fimm ár norður á Raufarhöfn á síðasta áratug. Það voru góð ár, maður kynntist góðu fólki þar norður frá, nýjum landshluta og þeirri varnarbaráttu sem fólkið í litlum sjávarþorpum stendur í fyrir tilveru sinni. Það eru ekki allir sammála þvi að það sé einhvers virði að búseta haldist í þessum samfélögum. Norðausturhornið hefur átt í erfiðleikum á margan hátt. Fólki hefur fækkað, rækjuveiði í Öxarfirðinum hefur hrunið, bújarðir eru aflagðar, aflaheimildir verið seldar frá stöðunum og þannig mætti áfram telja. Á Raufarhöfn bjuggu tæp 400 manns fyrir 10 árum síðan. Nú búa þar um 250 manns. Þetta svæði hefur hins vegar marga kosti. Mikil náttúrufegurð, gjöful veiðivötn, mikið fuglalíf, laxveiðiár og fleira sem skilar mismiklu í pyngjuna. Eins og Simon Spies sagði hér í denn; "Peningar eru ekki allt, þeir eru svona 80%". Menn lifa ekki af loftinu einu. Það hefur verið vandséð hvað gæti gerst sem myndi snúa þeirri þróun við sem heur verið allsráðandi á síðustu árum. Landbúnaður og fiskveiðar eru takmarkaðar, ferðamannatíminn er stuttur. Svæðið er langt frá þéttbýlisstöðum suðvesturhornsins. Vegasamgöngur voru lengi flöskuháls fyrir þetta landssvæði. Allur almeninngur er farinn að veigra sér við að fara á malarvegi með góða bíla. Það er bara þannig. Það var mikil framför þegar Tjörnesið var lagt bundnu slitlagi. Það var gæfa sveitarstjórna frá Kelduhverfi til Vopnafjarðar á seinni hluta tíunda áratugarins að sameinast um að setja Tjörnesið í fyrstu áhersluröð. Bundið slitlag á Tjörnesið gagnaðist öllum, Því skyldi það tekið fyrst. Það gekk eftir og nú er komið bundið slitlag langleiðina austur á Kópasker. Næsta skref var að leggja almennilegan veg yfir Öxarfjarðarheiði úr Öxarfirðinum til Þórshafnar og legg norður til Raufarhafnar. Þetta þótti hálfgerð útópía fyrir tíu árum síðan en nú eru framkvæmdir hafnar. Mig minnir að síðasti fundurinns em ég sat fyrir hönd sveitarfélagsins fyrir norðan hafi verið um þetta mál þar sem reynt var að færa það í öruggan farveg. Þetta er allt gott og blessað og mikil framför. Engu að síður vantar fleiri atvinnutækifæri fyrir svæðið svo íbúarnir geti náð vopnum sínum.

Spennandi fréttir hafa borist á síðustu misserum um möguleika á olíu á hinu svokallaða Drekasvæði sem liggur norðaustur af Norðausturlandi. Það er ljóst að ef settir verða fjármunir í rannsóknir á þessu svæði og markvissa leit að olíu þá mun það skipta sköpum fyrir Norðaustuhornið. Ný framtíðarsýn, nýir möguleikar. Allt mun breytast til betri vegar. Þessi umræða hefur vakið ákveðnar vonir hjá íbúum svæðisins um aukin umsvif og meiri möguleika.

Ábyrgð stjórnvalda er mikilí málum eins og þessum. Þeirra hlutverk er aðallega tvennskonar. Í fyrsta lagi að fylgja málinu eftir af fullum þunga með hagsmuni íbúa landsins fyrir augum. Í öðru lagi að tryggja það að farið verði eftir eðlilegum reglum er varða viðskiptalega - og umhverfislega hagsmuni.

Það vakti því furðu mína þegar ég heyrði frænku mína umhverfisráðherrann lýsa því yfir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag að hún væri alfarið á móti olíuleit á Drekasvæðinu. Það voru kaldar kveðjur til íbúa norðausturhornsins sem hafa eygt möguleika á nýjum möguleikum fyrir svæðið og íbúa þess sem hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi.

Víkingshlaupið var haldið í dag. Það er minningarhlaup um þá frumherja sem stofnuðu Knattspyrnufélagið Víking. Þeir voru ekki gamlir eða á aldrinum 12-15 ára. Fyrsti formaður Víkings, Axel Axelsson, var 12 ára gamall þegar hann var munstraður í embættið. Það má segja að þeir hafi ávaxtað sitt pund ágætlega. Það voru um 40 manns sem mættu að horni Túngötu og garðastrætis, yngri og eldri Víkingar. Ég skokkaði vestur eftir og hljóp svo til baka. Tempóið var ágætt eða 4.15. Ég varð annar en Gúi, léttstígur strákur um tvítugt, vann hlaupið. Hann hefur hlaupið 10 km niður á 39 mínútur svo það var engin skömm að tapa fyrir honum. Þetta var ágæt frumraun hjá Víkingum og er komin til að vera. Í markinu gengu áskoranir á víxl milli gróinna Víkinga að vera með á næsta ári eða jafnvel ekki fyrr en á þar næsta ári. Allt hefur sinn aðdraganda.

Víðavangshlaup ÍR var einnig í dag og fengu þeir metþátttöku eða yfir 400 manns. Það er fín þátttaka sem sýnir hvað er að gerast í almenningshlaupum í landinu. Mikil gerjun og sívaxandi fjöldi sem hleypur sér til ánægju og uppbyggingar bæði líkamlega og andlega. Það voru einhverjir smá stressaðir yfir því að Víkingar settu á hlaup ofan í Víðavangshlaup ÍR. Ég held að það þurfi enginn að strssa sig yfir þvi heldur eiga menn að vera ánægðir með þá þróun sem er að gerast í þessum málum. Víkingar eru að byggja upp áhuga fyrir almenningshlaupum innan félagsins og það er fínt að tengja svona við hlaup við afmælisdag félagsins og sumarhátíðina sem haldin er á sumardaginn fyrsta. Það er nóg pláss fyrir áhugasama í þessum geira.

THE WHO-"HAPPY JACK"

Margæs við Álftanes

Kaupmáttur launa hjá öllum almenningi hefur lækkað verulega á síðustu 12 mánuðum og í mörgum tilvikum hafa þau leinnig lækkað í krónutölu. Nefna má eftirfarandi atriði sem hafa leitt þetta af sér:
1. Verðbólgan upp á nær 20% hefur rýrt laun.
2. Útsvarsprósenta hækkaði í vel flestum sveitarfélögum (ekki í Reykjavík). Meðalútsvar hækkaði úr 12,97% í 13,11%.
3. Tekjuskattur hækkaði með nýjum fjárlögum. Persónuafsláttur hækkaði einnig þannig að áhrif hækkaðs skatts koma ekki fram fyrr en við ca 300.000 kr.
4. Minni möguleikar eru hjá mörgum til að vinna yfirvinnu.
5. Víða hafa laun beinlínis verið lækkuð, föst yfirvinna skorin niður eða laun á annan hátt lækkuð.
6. Ef fólk fer erlendis hefur kaupmáttur krónunnar rýrnað mun meir en hér heima.

Þannig hefur kaupmáttur launa hjá öllum almenningi lækkað verulega á liðnum misserum. Því er eðlilegt að leita fyrst annarra leiða til að stoppa upp í gatið á fjárlögum en að lækka laun hjá venjulegum launþegum. Ríkið greiðir ca 115 milljarða í laun á ári og sveitarfélögin rúma 80 ma. kr.

Ég skoðaði í dag hvernig fjárlög ríkisins hafa þróast á milli áranna 2004 og 2009. Þegar niðurstaða ríkisreiknings frá árinu 2004 hefur verið færð upp til verðlags í desember 2008 þá eru tekjur ríkisins 421 ma. kr og gjöldin 399 ma. kr. Verðlag hefur hækkað um nær 40% frá árinu 2004. Fjárlögin fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir tekjum upp á 402 ma. kr og gjöld upp á 468 ma.kr. Þá er búið að draga vaxtagreiðslur frá í báðum tilvikum. Þær voru 14,1 ma. kr árið 2004 og 87 ma.kr á árinu 2009. Aukning ríkisútgjalda á þessum fimm árum er því 69,3 ma. kr eða 17,4%. Við höfðum það ágætt á árinu 2004. Síðan þá hafa útgjöld ríkisins aukist vegna velmegunarútgjalda að miklu leyti. Það er auðvelt að finna þá liði sem hafa bólgnað mest úr einfaldlega með því að bera saman rekstrarliði einstakra ráðuneyta milli ára og sjá hvað hefur bæst við á hverjum stað. Í flestum tilvikum má kútta það lóðbeint af án þess að þess sjái stað í samfélaginu. Vitaskuld mun þetta þýða það að einhverjir missi vinnuna. Það er óhjákvæmilegt þegar svo mikill niðurskurður er fyrir hendi sem raun ber vitni. Annað er óraunsætt.

Þegar útgjöld sveitarfélaganna eru borin saman á álíka hátt á sama tímabili þá kemur í ljós að þau hafa aukist um rúm 20% eða 26,5 ma. kr. að raungildi.

Þessi litla samantekt skýrir vonandi svolítið hve vandinn er mikill og hann er óleysanlegur nema með sársaukafullum aðgerðum. Því miður hefur umræðan í umræðuþáttum liðinna daga ósköp lítið komið nálægt kjarna málsins hvað þetta varðar. Vitaskuld þarf einnig að leita allra leiða til að auka atvinnu í landinu. Það er grundvallaratriði. Þar held ég að nærtækast sé að auka þorskafla. Hvað 100.000 tonn til viðbótar skila miklu í ríkissjóð hef ég ekki reiknað út en það ætti að vera tiltölulega auðvelst þegar grunnstærðir eru þekktar. Enda þótt það sé nöturlegt að hægt sé að fara aðmarkaðssetja landið með þvi hvað allt sé ódýrt hér fyrir útlendinga þá skapar það viss sóknarfæri. Þessi staða er hins vegar svipuð og var í ríkjum Austur evrópu til skamms tíma. Kaupmátturinn var ekki hár í þeim löndum og verður það ekki heldur hérlendis ef fer fram sem horfir.

Víkingar ætla að hleypa nýju hlaupi af stokkunum á morgun. Það er gert í minningu þeirra sem stofnuðu félagið fyrir 101 ári síðan. Hlaupið verður frá horni Túngötu og Garðastrætis þar sem félagið var stofnað og austur að Víkinni. Það gera um 8.5 km. Hlaupið hefst kl. 13.30 og kostar ekkert að hlaupa með.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

The Birds Mr Tambourine Man

Æðarkall

Ég prufaði í gær að setja upp vefverslun á síðunni. Ég er í tengslum við náunga sem er með námskeið í hvernig á að setja upp vefverslun á netinu sem hægt er að hala inn smá aura á. Það er ekki af neinni þörf sem ég er að velta þessu fyrir mér, miklu frekar af forvitni til að prufa eitthvað nýtt. Ég eyddi í gærkvöldi svona klukkutíma til að fikra mig áfram með þetta og náði að setja upp smá dæmi. Það er undir hlekknum "Vefverslun" Þetta er náttúrulega fyrst og fremst til að prufa hvort þetta væri hægt og það er hægt.

Ég sá í morgun vitnað í Okursíðu Dr Gunna. Hann er þar að fárast yfir verðinu á blekhylkjum í prentara. Hann gerir það ekki að ástæðulausu. Verðlagningunni er þannig háttað að prentararnir eru seldir á algjöru lágmarksverði en verðið á blekhylkjunum keyrt upp úr öllu valdi til að ná hagnaðinum inn. Sá sem á prentara verður að kaupa sér hylki. Þetta er bara svona. Mannskepnan er hins vegar eins og vatn, maður finnur alltaf smugur. Ég fann í fyrra blekdunka á netinu sem voru gerðir fyrir prentarann minn. Dunkur með 100 ml kostaði svipað eins og eitt hylki með 7 ml. Þá var þrautin þyngri að koma blekinu í hylkin. Það var svolítið maus að finna út úr því í upphafi. Það er nefnilega svo að þegar hylkin tæmast þá blokkerast örgjörfaflögurnar sem eru á þeim. Því verður að fylla á hylkin áður en þau tæmast. Það gerir maður með því að bora fínt gat á þau á góðum stað þegar farið er að minnka í þeim, fylla á hylkið með fínni málmsprautu og loka gatinu með límbandi. Virkar fínt og er þrælódýrt.

Jói og félagar spiluðu í undanúrslitum 2. flokks á Akureyri í kvöld. Þeir töpuðu í framlengdum leik þar sem Akureyringar náðu að jafna á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. Svona er þetta, það gengur ekki alltaf allt upp en þeir hafa engu að síður staðið sig vel í vetur og betur en búist var við. Þeir eru með eitt af fjórum bestu liðuum landsins í þessum flokki og tóku fleiri stig gegn toppliðunum en botnliðunum.

sunnudagur, apríl 19, 2009

Tremeloes - Here Comes My Baby

Stari að gagga

Ég keypti mér nokkrar bækur á bókamarkaðnum í Perlunni um daginn. Meðal þeirra var bókin "Á fjalli lífs og dauða" eða "Into thin air" eftir Jon Krakauer sem er bandarískur blaðamaður. Bókin fjallar um uppgöngu á Mt Everest í maí 1996 sem endaði með ósköpum. Alls dóu 12manns á Everest þetta vor með nokkurra daga millibili. Jon tók þátt í Everest förinni til að skrifa greiin um ferðir á Mt Everest fyrir bandarískt útilífsblað. Ferðin breyttist síðan í óskaplega tragedíu með fyrrgreindum afleiðingum. Meðal annars fórust tveir leiðangursstjórar sem höfðu margoft gengið á fjallið. Í bókinni er því lýst þegar þeir sem niðri eru eru í sambandi við annan leiðangursstjórann sem treysti sér ekki niður fyrir Hillaryþrepið og sofnaði þar um síðir svefninum langa. Í bókinni er því lýst vel hvernig kappið getur borið reynda menn ofurliði. Það var farið að markaðssetja ferðir á Mt Everset af kappi meir en forsjá. Eitt af því sem lögð var mikil áhersla á var að svo og svo hátt hlutfall þeirra sem voru með þessum eða hinum leiðangursstjóranum hefðu komist alla leið. Í bókinni er því lýst hvernig verið er að draga fólk hálf meðvitundarlaust upp á tindinn. Þá er eftir erfiðari hluti leiðarinnar, að komast niður. Þótt ég viti ekkert um fjallgöngur á Everest þá hefur mér skilist að eftir þetta vor sé farið eftir miklu strangari reglum um hvernær eigi að snúa við. Þá er bæði verið að hugsa um það súrefnismagn sem tiltækt er svo og að fara niður fjallið í björtu eins langt og hægt er. Bókin er mögnuð lesning og áhugaverð fyrir alla þá sem hafa gaman af fjallgöngum og vetrarferðum. Þótt aðstæður á Mt Everest séu náttúrulega extreme miðað við vetrarferðir hérlendis þá kennir hún manni það að það má aldrei vanmeta öryggið og það að fara varlega. Á tímabili voru ýmsir fjallgöngumenn nefnilega farnir að líta niður á það að ganga á Mt Everest og töluðu m.a. um jakuxaleiðina.

Það hefur orðið töluverð umræða um það á síðustu viku hvort óhjákvæmlegt sé að lækka laun og hækka skatta til að framkvæma hið óhjákvæmilega, að minnka fjárlagahallann. Ef sú aðferð verður valin að skerða kjör alls almennings á þann hátt þá mun það einfaldlega hafa þau áhrif að einkaneysla mun dragast saman. Það hefur óhjákvæmileg áhrif á afkomu þeirra sem eru í almennri þjónustu. Það getur ekki verið fyrsti valkostur að keyra kjör almennings niður. Fyrst verður að fara yfir hvaða þjónusta og starfsemi á að vera hjá opinberum aðilum. Það væri til dæmis ráð að bera saman fjárlög fyrir þetta ár og fjárlög fyrir árið 2000. Hvað hefur bæst við? Hvað hefur bæst við sem má flokka undir velmegunarútgjöld? Mér finnst til dæmis að eitt af því fyrsta sem má skera niður er fæðingarorlof karla. Þar liggja nokkrir milljarðar. Hvað sem sagt er um það þá er Ísland eina landið í heiminum sem greiðir körlum laun mánuðum saman fyrir að vera heima eftir að barn hefur bæst við í fjölskylduna. Ég var á móti þessu á meðan afkoma ríkissjóðs og almennings var betri en hún er í dag. Að halda þessu til streytu miðað við ástandið í dag er tóm fásinna. Ég verð að segja að ég skil ekki hugsunina sem liggur á bak við það að gefa í hvað varðar listamannalaun á þessum tímum. Það er bara þannig.

Það var rok í morgun. Þá er hólminn í Elliðaárdalnum góður. Ég fór tólf hringi í honum og síðan smá útúrdúr. Náði 34 km. Vikan fór yfir 150 km.

LED ZEPPELIN IMMIGRANT SONG

Toppendur í vorgalsa

laugardagur, apríl 18, 2009

Það er eitt einkenni þess ofdekrunarsamfélags sem hefur verið byggt upp hérlendis á liðnum árum að einstaklingar eru hætti að bera ábyrgð á eigin gjörðum. Það er allt einhverjum öðrum að kenna ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef menn taka lán alveg upp í þak og síðan breytast forsendur til hins verra þá er er sökin annarra en lántakandans. Vitaskuld áttu fáir von á því að bankakerfið og gjaldmiðillinn mndi hrynja en það var hvorki heil brú í því að halda að íbúðaverð myndi haldast í því um aldur og eilífð sem það var komið í né að krónan yrði svo sterk sem hún var um skeið um alla framtíð. Dollarinn fór í 110 krónur árið 2002, gleymum því ekki. Ég sá í Mogganum í morgun að margir bædur væru illa staddir vegna þess að þeir hefðu fjárfest mjög mikið fyrir lánsfé á undanförnum árum. Bankarnir ráðlögðu okkur þetta var sagt. Þegar ég vann sem ráðunautur hér á árum áður þá var það eitt grundvallaratriði sem maður vann alltaf út frá. Það var alltaf viðkomandi bóndi sem tók ákvörðun og var ábyrgur fyrir henni. Ráðunauturinn lagði upp forsendur, kosti og galla en bóndinn var ábyrgur fyrir ákvörðuninni og öllu því sem henni fylgdi.

Það voru sýndar myndir af tönnum ungra barna í sjónvarpinu í kvöld. Margar þeirra voru alveg hræðilegar. Glerungurinn uppétinn, tennurnar niðurbrenndar og ég veit ekki hvað. Þriggja ára gömul börn voru með ónýtar tennur. Eitt af því sem kostar mjög lítið annað en árvekni og reglusemi er að hirða tennur ungbarna. Engu að síður var ríkinu kennt um að tennur smábarna væru of víða komnar í rusl. Tennur svona ungra barna eru ekki niðurbrunnar nema til komi annað hvort taumlaus gosdrykkja og sælgætisát eða alger vanhirða. Smábörn hafa ekki þroska til að hirða tennur sínar svo viðunandi sé. Að halda tönnum ungbarna heilbrigðum er eitt af grunnskyldum foreldra. Það ætti að skylda foreldra sem standa ekki undir þeirri ábyrgð sem felst í foreldrahlutverkinu hvað þetta varðar undir sérstakt eftirlit. Ef þeir fara ekki eftir settum reglum þá ætti að beita viðurlögum. Ef tennur barna stórskemmast eða eyðileggjast veldur það viðkomandi einstakling óbætanlegum skaða fyrir lífstíð.

Í Bretlandi eru foreldrar sektaðir ef krakkarnir koma of oft of seint í skólann. Það er sagt að foreldrarnir beri ábyrgð á því að krakkarnir mæti í skólann og verði að standa undir hlutverki sínu sem foreldri hvað þetta varðar.

Í gær hitti ég mann sem á kunningja í Noregi. Sá norski hafði ýmsar sögur að segja af útrásarvíkingunum í Noregi, hegðan þeirra og framferði. Það væri ekki hægt að líkja þeim við neitt annað en ræningjaflokk sem hefði hramsað til sín grónar fjármálastofnanir á uppskrúfuðu verði fyrir lánsfé. Þær voru síðan tættar í sundur, rúðar eignum og að lokum skilið við allt í rúst. Yfirleit voru þetta ungir strákabjálfar sem fór þarna í broddi fylkingar, nýskriðnir úr skóla og ekkert nema montið og belgingurinn. Þegar spilaborgin hrundi þá var ekkert eftir nema sviðin jörð. Fyrirtækin ónýt, starfsfólkið sem hafði byggt þau upp í gegnum áratugina tvístrað um allt og viðskiptavildin horfin. Það er arfleifð svona þokkapilta sem verður landinu ekki síður dýrkeypt á næstu árum heldur en þær skuldir sem þjóðin situr uppi með. Fyrstu viðbrögð verða að vantreysta íslendingum þegar leitað er eftir viðskiptasamböndum.

Ég fór út um sex leytið í morgun og hljóp 34 km. Svo var mætt vestur við Endurmenntun HÍ um kl. 10:00 í fuglaljósmyndun með Jóhanni Óla. Við fórum vestur á Bakkatjörn, skarfaklettana í Hafnarfirði, út á Álftanes og síðan í Fossvogskirkjugarðinn. Það var gaman að fást við margæsirnar úti á Álftanesi. einnig sá ég Toppandarhóp þar sem ég komst ágætlega nálægt. Toppendur eru ljónstyggar svo það er ekki sjálfsagt að ná að mynda þær í næði. Þær voru að djöflast þarna hver í annarri í vorgalsanum. Svo fór tjaldur að æpa: "Það er maður", "Það er maður" og þá fór allt í vaskinn. Tók kvöldhlaup til að ná dagskammtinum.

Speed King - Deep Purple

Þröstur að spökulera

föstudagur, apríl 17, 2009

Það er dálítið sérstakt að eftir að hafa starfrækt Alþingi rúm 1000 ár og státað sig af vþí að vera elsta lýðræðisríki í heimi að þá liggi ekki óyggjandi fyrir eftir hvaða reglum eigi að fara þegar boðið er fram til þings. Það er náttúrulega ekkert annað en hneisa að kjörstjórnir einstakra kjördæma skuli ekki vera samstiga í afstöðu til sama máls þegar lagt er mat á hvort framboðslistar séu gildir eða ekki. Vitaskuld gat yfirkjörstjórn ekkert gert annað en að meta alla P listana gilda þar sem þeir höfðu verið teknir gildir í sumum kjördæmanna. Það er alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp á.

Í dag voru samþykkt lög á Alþingi sem banna vændi. Hin svokallaða sænska leið hefur verið tekin í lög hérlendis, þriðja landið í heiminum. Svíþjóð var fyrst og Noregur annað í röðinni. Vændi er stundað í töluverðum mæli bæði í Svíþjóð og Noregi en umfang þess er óráðin stærð hérlendis. Mér finnast þessi lög arfavitlaus enda hefur reynslan sýnt að þau hafa engan vanda leyst í Svíþjóð en vanda skyldi kalla. Sexarbetarne í Svíþjóð, eins og það fólk sem stundar vændi kallar sig, segir að staða þess sé jafnvel verri eftir en áður. Götuvændið hefur mikils til horfið af yfirborðinu en í stað þess er það til staðar innan veggja og er markaðssett á netinu. Vændiskonur eru varnarlausari eftir en áður því eftirlit þeirra hver með annarri á götunum er hörfið. Þetta skiptir hins vegar ekki máli því nú geta sænskar yfirstéttarkonur sagt á alþjóðlegum ráðstefnum að í Svíþjóð sé vændi bannað. Húrra, húrra, húrra, "Vi er bäst i värden". Þetta hef ég eftir Petru Södergren, sænskum feminista sem er mjög gagnrýnin á starfsaðferðir sænsku feministasamtakanna. Þó þessi lög séu vitlaus að mínu mati þá voru lögin sem sektuðu fólkið sem seldi sig enn vitlausari.

Mannsal er hins vegar allt annað. Það er náttúrulega ekkert annað en þrælahald og ber að meðhöndla sem slíkt. Að leggja vændi og mansal að jöfnu er ekkert annað en veruleikafirring. Það gleymist hins vegar ansi oft að það eru fleiri strákar en stelpur á framhaldsskóalaldri sem selja sig. Í umræðunni er hins vegar alltaf talað um að það séu einungis konur sem selji sig. Það passar svo vel inn í heildarmyndina.

Það var svolítið dæmigert fyrir umræðuna að fólkið sem hafði fjallað um það í löngu máli í fjölmiðlum að nýtingarrétturinn stæði eignarréttinum ofar bað um að fá að fara inn í húsið við Vatnsstíg til að sækja eigur sínar.

Manni finnst á umræðunni nú í aðdraganda kosninga að þetta sé nú allt að verða í mlagi aftur. Atvinna sé að aukast og jafnvægi að færast yfir. Því miður er það nú ekki þannig. Fyrir dyrum stendur gríðarlegur niðurskurður á opinberum útgjöldum. ef á að koma þjóðarbúinu á þurrt land þá er það óhjákvæmilegt. Það væri í sjálfu sér áhugavert hver yrði niðurstaðan ef almennignur færi í gegnum fjárlögin og legði fram sínar persónulegu tillögur um hvernig eigi að fylla í 50 miljarða gat á fjárlögum fyrir næsta ár og annað eins fyrir árið þar á eftir. Það er viðfangsefnið.

Á fyrsta fjórðungi ársins var atvinnuleysi hérlendis 7.1%. Það er meira en við höfum þekkt um áratuga skeið. Líklega hefur atvinnuleysi ekki verið álíka síðan á árunum fyrir 1970 þegar síldin hrundi. Innan Evrópusambandsins er atvinnuleysi að jafnaði 7.9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er vissulega mjög misjafnt milli landa og einnig innan einstakra landa. Í Hollandi er það 2,7% en á Spáni er það 15.5%. Svíþjóð er eina norræna landið sem er með meira atvinnuleysi en er hérlendis eða 7.4%. Svona er nú þetta en um þetta er ósköp lítið talað þegar Evrópusambandsaðild er rædd. Hún er engin alsæla en þó líklega illskásti kosturinn.

Lucky Lips - Cliff Richard & The Shadows

Kvennaskólastelpurnar í Boston Maraþon 2007

Trans Europe Footrace 2009 hlaupið byrjar á sunnudaginn. Hlaupið hefst í Bari á suður Ítalíu og endar tveimur mánuðum seinna á Nordkalotten sem er nyrsti oddi Noregs. Samtals er leiðin um 4500 km og eru því hlaupnir um 70 km á dag að meðaltali. Það er aldrei tekinn hvíldardagur. Það hafa komið upp ýmis vandkvæði á síðustu metrunum áður en lagt er af stað. Lögreglan hefur afturkallað leyfi til að hlaupa um ákveðnar leiðir sem ætlað var að fara um og síðan þarf að útvega nýja gististaði í framhaldi af því. Einhversstaðar þarf að sofa í tjöldum. Keppendur mega að hámarki hafa með sér farangur sem nemur 30 kílóum. Það er ekki mikið fyrir tveggja mánaða úthald. Á leiðinni slíta hlaupararnir upp ca sex skópörum.
Samtals taka 69 einstaklingar þátt í hlaupinu í ár, 57 karlar og 12 konur. Þrír kunningjar mínir frá Skandivaníu taka þátt í hlaupinu í ár, þeir félagar frá Mjösen í Noregi, Eiolf og Trond og svo Mattias Bramstång frá Svíþjóð. Félagi hans úr sænska hernum, Andreas Falk, tekur einnig þátt í hlaupinu. Ég hef hins vegar aldrei hitt hann. Á vefnum www.jogg.se er hægt að fylgjast með hvernig gengur hjá þeim félögum. Blogg Mattiasar er www.bramstang.se/ og blogg Andrasar er www.andreasfalk.se/
Það var gott viðtal við þá félaga í sænska morgunsjónvarpinu nýlega. Slóðin á það er hér: http://svtplay.se/v/1518251/gomorron_sverige
Andreas hefur stúderað sérstaklega hvernig á að bregðast við blöðrum og sárum fótum. Það gefur að skilja að það er lykilatriði í svona löngu hlaupi að halda fótunum eins góðum og frekast er mögulegt.
Heimasíða hlaupsins er www.transeuropalauf.de/tel_09/
Trond Sjövik heldur einnig úr bloggsíðu. Hún er www.europaloper.blogspot.com/ Hann er kominn til Bari og Eiolf líklega sömuleiðis.
Þessir kappar hafa lagt að baki ýmsar þolraunir á leiðinni að þessu mikla verkefni. Trond hefur hlaupið þrisvar sinnum þvert yfir Frakkland og einu sinni yfir Þýskaland. Eiolf hefur lokið Spartathlon hlaupinu sex sinnum í sjö tilraunum. Hann hljóp 345 km í 48 tíma hlaupinu á Borgunarhólmi í fyrra. Mattias hefur lokið Spartathlonhlaupinu tvisvar sinnum. Hann hljóp einnig Frakklandshlaupið í fyrra og tók þátt í 48 tíma hlaupinu á Borgundarhólmi með 302 km uppskeru. Andreas hljóp milli Gautaborgar og Stokkhólms á fimm dögum án nokkurs stuðnings og einnig hefur hann hlaupið 48 klst hlaup á hlaupabretti svo annað dæmi sé nefnt. Það verður gaman að fylgjast með þeim félögum næstu tvo mánuðina. Þetta er alvöru.

miðvikudagur, apríl 15, 2009

Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með umræðuna á sjónvarpsfundunum sem sýnt hefur verið frá að undanförnu. Stjórnendurnir gerðu þó heiðarlega tilraun í gærkvöldi til að fá menn til að svara því sem þeir voru spurðir að en láta þá ekki komast upp með að svara allt öðru út og suður sem ýmsir hafa komist allt of auðveldlega upp með. Tíminn er ekki nýttur of vel. Mér finnst þessi fréttaskýringaþáttur í upphafi alveg mega missa sig því flestir þekkja þetta allt af fréttum. Þeir sem þekkja ekki um hvað málið snýst nú þegar átta sig varla á því úr þessu.
Gæðakröfur til þeirra sem koma með spurningar eru alltof slakar. Langlokur spyrjenda eru of margar og síðan er ekki gott að koma með spurningar til allra frambjóðenda. Það tekur einfaldlega of langan tíma að láta öll sjö framboðin koma með svar hvert fyrir sig við einni og sömu spurningunni.

Síðan hefur mér fundist vanta sárlega að það örlaði á leiðtoga meðal þeirra sem hafa komið fram til þessa. Kannski gerir maður of miklar kröfur en sama er, það sem almenningur þarf á að halda á þessum tímum er forysta, ekki lýðskrum.

Ég fór á námskeið í endurmenntun Háskólans í kvöld. Jóhann Óli Hilmarsson fuglaspecialist er með þriggja lotu námskeið í fuglaljósmyndun. Í kvöld varfarið í grunninn, á laugardaginn verður farið út á akurinn að mynda og síðan verður farið yfir afraksturinn þann 29. apríl. Það er alltaf gaman að setjast niður í hóp sem hefur áþekkt áhugamál undir leiðsögn reynslubolta eins og Jóhanns Óla. Nú er fuglatíminn að byrja fyrir alvöru.

Maður vissi ekki hvað gekk á í dag þegar lögreglan vísaði nokkrum krökkum út úr húsi í miðborginni sem þau höfðu ruðst inn í fyrir helgina og hreiðrað þar um sig. Ég sá á Vísir.is í dag að af 20 fréttum sem eru vanalega á forsíðunni voru 12 um þetta einstaka tilvik. Hvaða rugl er þetta? Var þetta einhver heimsviðburður? Maður fékk reyndar á tilfinninguna við að hlusta á óðamála fréttamenn spyrja hústakana spjörunum úr að þeim fyndist að það væri eitthvað svona "erlendis" að gerast í Reykjavík. Þeir virtust varla ráða sér fyrir spenningi.

Phil Spector var fundinn sekur um morð í gær. Hann hefur verið gufuruglaður í yfir 20 ár af brennivíni og dópi og þetta var endapunktur sem kom kannski ekki svo mikið á óvart. Engu að síður er fróðlegt að renna yfir jukebox Phils. Þar kemur ýmislegt kunnuglegt í ljós.

Teddy Bears - To Know Him Is To Love Him

þriðjudagur, apríl 14, 2009

Hafnfirskur skarfur

Mér finnst ágætt að Borgaraflokkurinn sé að ná vopnum sínum samkvæmt skoðanakönnunum. Ekki að ég ætli að hann geri einhver kraftaverk en ég held að Alþingi hafi gott af því að fá svona andstöðuflokk inn á þingið. Umræðan verður öðruvísi og ekki sama elskuvinasamfélagið eins og hefur verið á margan hátt. Skoðanakannanir þær sem framkvæmdar eru þessa dagana eru síðan kapítuli út af fyrir sig. Það virðist oft á tíðum að þeir sem geri skoðanakannanir hafi enga hugmynd um hvaða lágmarkskröfur eigi að kera til framkvæmdar á svona könnunum til að nið'urstaðan segi eitthvað af viti. Oft sér maður því haldið fram að því stærra úrtakið sé því marktækari séu niðurstöðurnar en svarhlutfallið skipti ekki öllu máli. Þessu er akkúrat öfugt farið. Svarhlutfallið skiptir öllu máli um hve marktækar niðurstöðurnar eru. Einnig varðar miklu hvaða aðferðafræði er notuð. Kannanir þar sem hringt er í ákveðinn símanúmerafjölda og þeir spurðir sem svara eru verstar. Kannanir á að gera þannig að úrtak úr þjóðskrá er gert eftir ákveðnum aðferðum og síðan er reynt að ná í sem hæst hlutfall þeirra sem lenda í úrtakinu. Ef svarhlutfallið er yfir 80% er niðurstaðan skotheld. Ef niðurstaðan er á milli 60 og 80% gefur hún ákveðnar vísbendingar og því sterkaris em þær liggja nær 80%. Ef svarhlutfallið er undir 60% þá er varla hægt að lesa mikið úr niðurstöðunum því þá eru 30-40% heildarinnar sem maður veit ekkert um. Hérlendis hefur maður séð dæmi um að það er verið að túlka niðurstöður úr skoðanakönnunum þar sem svarhlutfallið hefur verið undir 50%. Allir sem hafa eitthvað lært í úrtaksfræðum vita að það er hreint bull sem út úr því kemur. Framkvæmd skoðanakannana og túlkun niðurstaðna skiptir máli því niðurstöðurnar eru skoðanamyndandi. Sá sem kemur illa út í skoðanakönnunum á minni möguleika á að rífa sig upp því það er búið að stimpla hann sem tapara. Síðan ætti að banna skoðanakannanir a.m.k. í eina viku fyrir kjördag.

mánudagur, apríl 13, 2009

Spartathlon 2008

Auðnutittlingur að tína fræ

Ég frétti af Neil í Parísarmaraþoninu í byrjun apríl. Hann hljóp á 2.42 sem er frábær tími af Ironman sérfræðingi eins og hann er. Hann ætlar að fara í Comerades í Suður Afríku í maí lok. Hann ætlar náttúrulega ekki að gera neitt venjulegt þar frekar en hann er vanur. Hann ætlar að hlaupa Comerades fram og til baka (180 km) sem er svona 30 klst prógram fyrir venjulegan mann. Hann ætlar að fylgja breskri konu spölinn en hún stefnir að því að verða fyrsta breska konan sem fer fram og til baka. Ég er farinn að hugsa um Comerades á næsta ári en það yrði þá vonandi síðasta af hinum fjórum klassísku ultrahlaupum í heiminum.

Þetta er flott að hlaupa klassískt maraþon á um 2.40 en að hlaupa trailmaraþon á undir 3 klst eins og sá gerði sem vann síðasta legginn í Maraþon De Sables um daginn, það er náttúrulega magnað. Leiðin var að sögn ekki mjög mishæðótt en hlaupið í sandi, grjóti, árfarvegum og annarskonar eyðimerkurlandslagi. Því er það magnað að klára maraþonið undir 3 klst.

Tími og árangur í ultrahlaupum er mjög afstæður. Það er erfitt að bera saman styrkleikastig hlaupa af sömu vegalengd og þar af leiðandi árangur. Einnig er erfitt að bera árangur í sömu hlaupum milli ára. Í löngum hlaupum sem eru 100 km, 100 mílur eða þaðan af lengra ræður veðrið svo gríðarlega miklu um árangur. Hitastig, vindur og úrkoma geta verið afgerandi þættir. Mér finnast tveir mælikvarðar gefa hvað skásta hugmynd um árangur í löngum hlaupum. Erfiðleikastuðul hlaupa má meta af því hve hátt hlutfall af heildartíma hlaups það tekur fyrsta mann að ljúka hlaupinu.
Nefna má nokkur dæmi:

Þegar ég hljóp Western States hlaupið árið 2005 þá tók það Scott Jurek 16 klst og 40 mín að ljúka hlaupinu. Hámarkstími er 30 klst. Hann notaði því um 55% af heildartíma hlaupsins. Í Grikklandi í haust sigraði Scott Jurek á 22 klst og 20 mín. Hámarkstími til að ljúka hlaupinu er 36 klst. Hann notaði því um 62% af heildartíma hlaupsins til að ljúka því. Maður getur því dregið þá ályktun að tímamörkin í Spartathlon hlaupinu sé mun erfiðari en í Western States.

Hver frammistaða manns sjálfs er hægt að marka af því hve maður er hlutfallslega lengri tíma að ljúka hlaupinu en sigurvegarinn.
Í Western States lauk ég hlaupinu á 26 klst og 14 mín. Ég notaði 59% meiri tíma til að ljúka hlaupinu en Scott Jurek. Í Grikklandi lauk ég hlaupinu á 34 klst og 12 mín. Ég notaði þar 54% meiri tíma til að ljúka hlaupinu en sigurvegarinn Scott Jurek. Ég hef því staðið mig heldur betur í Grikklandi en í Western States.

Svona er hægt að setja upp einfaldan mælikvarða erfiðleikastuðul hlaupa á annars vegar og hins vegar á eigin frammistöðu.

Í tímahlaupum er útreikningnum snúið við. Þá er reiknað út hve sú vegalengd sem maður hleypur á ákveðnum tíma (6 klst, 12 klst, 24 klst eða 48 klst) er í hlutfalli við vegalengd sigurvegarans.

Myndin sem var gerð um Spartathlonhlaupið er komin á vefinn. Ég læt link á hana hér með. Hún er rúmlega klukkutíma löng. http://video.google.com/videoplay?docid=-1348724694600406809 Ef áhugasamir hafa tíma til að renna yfir myndina þá lýsir hún ágætlega andrúmsloftinu dagana fyrir hlaupið, í hlaupinu og eftir það. Gaman að rifja þetta upp.

The Kinks - Waterloo Sunset

Norðurljós við Kleifarvatn

Ég sé að Mogginn er kominn í lið með þeim sem vilja að reglur gildi bara stundum. Þær eiga ekki að gilda þegar einhverjum finnst leiðinlegt að fara eftir þeim samkvæmt umfjöllun blaðsins. Fyrirsögnin á baksíðu þess á laugardaginn er þvi síðan til minnkunnar.

Ég er nýbúinn að fá Fjölmiðlabók Ólafs Teits Guðnasonar fyrir árið 2007. Mig undrar ekki að einhverjum svíði undan því sem kemur fram í bókinni. Ólafur fer þarna oft á ítarlegan og skemmtilegan hátt yfir hroðvirkni, mótsagnir, óvandvirkni og jafnvel hlutdrægni fjölmiðlamanna. Mér finnst að Blaðamannafélag Íslands ætti að sæma Ólaf sérstakri viðurkenningu fyrir að veita þeim aðhald með skrifum sínum. Fjölmiðlamenn eru síður en svo hafnir yfir gagnrýni í störfum sínum frekar en aðrir. Stöðu sinnar vegna ættu þeir að fagna svona skrifum sérstaklega en reyndin hefur víst orðið eitthvað önnur.

Nú í aðdraganda kosninga eru einhverjir sem vilja afnema verðtryggingu. Það finnst mörgum afar skemmtileg tilhugsun og því vekur svona framsetning áhuga einhverja að kjósa þá sem halda slíku fram. Einhverjir halda vafalaust að afnám verðtryggingar þýði að verðtryggingarhlutinn í afborgunum verðtryggðra lána detti út og eftir sitji vaxtahlutinn. Nú er það svo að það hefur verið hægt að taka óverðtryggð lán hérlendis um áratuga skeið. Það hafa hins vegar fæstir tekið slík lán vegna þess að þau eru óhagstæðari en verðtryggð lán. Vestir á óverðtryggðum lánum eru hærri en vextir og verðtrygging samanlögð á verðtryggðum lánum því það er lagt sérstakt áhættuálag á vexti óverðtryggðra lána. Því er þá ekki verðtrygging á lánum í okkar nágrannalöndum. Það er tiltölulega einfalt mál. Gjaldmiðlar okkar nágrannalanda (Evra, pund, dönsk króna, sænsk króna og norsk króna) eru svo stöðugir sem raun ber vitni vegna þess að agi í opinberum fjármálum (ríkis- og sveitarfélaga)er svo miklu miklu meiri en hérlendis. Það er ekki eytt um efni fram. Með aðhaldi í opinberum fjármálum helst gjaldmiðillinn tiltölulega stöðugur og á honum ríkir traust undir öllum venjulegum kringumstæðum. Það hefur í för með sér lága verðbólgu. En þar fylgir böggull skammrifi. Atvinnuleysi hefur verið að jafnaði mun hærra í þessum löndum en hefur veruð hér. Ef verðbólgan yrði keyrð niður í 1-2% eða niður í þau mörk sem þarf að uppfylla til að öðlast aðild að myntkerfi Evrópusambandsins þá hefði það í för með sér að atvinnuleysi væri að jafnaði miklu hærra en við höfum þurft að venjast. Mitt mat er að það myndi verða á bilinu 5-8%. Það gleymist oft að ræða það að á öllum peningum eru yfirleit tvær hliðar. Það eru engar töfralausnir til í þssu sambandi. Þetta er spurning um ákvarðanatöku og ákvörðunum geta fylgt bæði kostir og gallar. Síðan er það metið hverju sinni hvort vegur þyngra, kostir eða gallar.

Við Jói fórum suður að Kleifarvatni á föstudagskvöldið. Norðurljósaspáin var góð. Norðurljósin hafa verið afar dauf í vetur svo þetta var einn af seinni möguleikunum að sjá nokkuð. Við komum suðureftir eftir upp úr kl. 23:00 í strekking og kulda en heiðskýru veðri. Upp úr miðnætti fór að koma mistur á himininn sem er undanfari noðurljósa. Þau létu hins vegar standa á sér. Við biðum fram á kl. 1:00 og vorum farnir að tala um að fara að koma okkur heim. Þá logaði himininn í ca þrjár mínútur eins og hendi væri veifað. Svo var allt búið. Þetta var skemmtilegur túr og við fórum hinir ánægðustu heim.

Ég hef verið hálf sloj yfir páskana. Kvefdrullan hefur haldið okkur nokkuð föstum tökum en það er allt á undanhaldi nú. Ég hef ekkert hlaupið mikið og hef verið orkulaus og þungur. Hef þó skrönglast rúmlega 110 km í vikunni.

föstudagur, apríl 10, 2009

Chuck Berry kennir Keith Richard að spila Oh Carol

Auðnutittlingur í Fossvoginum

Ég fór út að snudda með myndavélina í góða veðrinu í gær. Nú fer sá tími að koma að það er mikið að gerast fyrir þá sem hafa gaman af því að taka myndir nú eða bara að skoða það sem er að gerast í kringum þá. Farfuglarnir eru að koma til landsins og allt er að lifna við. Ég sá í gær að ég hafði misst af fyrirlestri um Djúpavogsverkefnið á þriðjudagskvöldið var. Djúpavogsmenn hafa mikinn sóma af því að koma því einstaka umhverfi á framfæri sem er í kringum þorpið. Ég hlustaði á viðtal um þetta í Samfélagið í nærmynd í gærmorgun þegar ég sá af hverju ég hafði misst. Fyrir utan allt og allt þá er það t.d. að gerast í sumar að ferðaskrifstofa sem hefur til þessa í besta falli stoppað í þorpinu til að leyfa túristunum að fara á klósettið ætlar að stoppa eina nótt í sumar og gefa fókinu möguleika á að ganga um og skoða fuglalífið. Það eru hvorki meira eða minna en um 600 gistinætur með tilbehör. Það munar um minna fyrir ekki stærra samfélag. Svona eru margfeldisáhrifin ef menn eru með gott efni í höndunum, marka sér stefnu og fylgja því eftir. Djúpavogsmenn halda úti vefnum www.birds.is

Ég renndi fyrst úr að tjörnini á Seltjarnarnesi. Það er alltaf gaman að koma þangað þótt það sé yfirleitt sami fuglaflokkurinn sem heldur þar til. Stóiskar gæsir, sofandi endur og svo mávaskrattar. Það var meira líf fyrir neðan bakkann. Fjörufuglarnir voru á fullu í útfirinu við að leita af marfló eða skel. Ég fór svo inn í Fossvogskirkjugarð. Þar er oft líflegt fuglalíf. Þrestirnir eru fyrirferðarmestir og hafa hátt. Þegar maður fór að hlusta betur þá heyrðust önnur hljóð. Við nánari athugun sáust auðnutittlingarnir skjótast um. Ég hafði ekki séð þá áður en vissi að þeir væru þarna. Gulltoppan og hettusöngvarinn eiga einnig að vera þarna og fleiri fuglar sem ég sá ekki í þetta skiptið. Þegar ég var að ganga þarna kom maður á móti mér. Við tókum tal saman og þá kom í ljós að við höfðum verið saman á Hvanneyri veturinn 1972-1973. Ég hef aldrei séð hann síðan leiðir skildu þá um vorið. Hann er alvörufuglaáhugamaður og er í arnardeildinni. Þangað komast bara sérstakir menn. Hann hefur verið að fljúga með menn frá Náttúrufræðistofnun í um 20 ára skeið um Breiðafjörðinn og Faxaflóann við eftirlit og kortlagningu á arnaróðölum. Hann þekkti þetta allt út og inn. Hann benti mér á vefinn www.eyjasigling.is en þar er hægt að tengja sig inn á vefmyndavél sem hefur verið komið fyrir við eitt arnaróðal í Breiðafirði. Þannig er hægt að fylgjast með hreiðrinu og því sem þar fer fram á netinu. Það var skemmtileg tilviljun að rekast á gamlan félaga þarna og fræðast af honum um ýmsa hluti.
Ég renndi svo suður í Hafnarfjörð að skoða skarfana. Þeir sitja garna á skerjum í fjörunni niður af Hrafnistu með útbreidda vængi til að þurrka sig. Það var vænn hópur þarna í heimspekilegum vangaveltum og lét umferðina sig engu varða.

Ég var hálfslappur í gær. Það kom einhver kvefdrulla í mig á mánudaginn. Lét mig þó hafa það að fara Eiðistorgshring fyrir kvöldmatinn en var þungur. Veðrið eins og best var á kosið. Ég hitti formann Hlaupasamtaka lýðveldisins á Ægissíðunni. Hann sagði að það ætti að taka á móti forsetanum með lúðrablæstri og söng þann 19. apríl n.k, þegar hann kemur til landsins eftir fína för um eyðimerkur Marakkó.

fimmtudagur, apríl 09, 2009

The Rolling Stones - Under My Thumb

Gamli gistibragginn í Ingólfsfirði

Hvað er þjóðin? Það er talað um að þjóðin eigi að koma að hinu og þessu. Þjóðin eigi að setja sjálfu sér stjórnarskrá. Þegar þarf að setja þjóðinni reglur þá þarf að viðhafa einhversskonar fulltrúalýðræði. Það komast ekki allir að umræðuborðinu, jafnvel þótt þjóðin sé í heild sinni einungis rúmlega 300.000 manns. Alþingi hefur verið sá vettvangur sem hefur verið notast við í þessu skyni með ýmsum tilbrigðum á annað þúsund ára. Kosið er til Alþingis eftir ákveðnu formi. Alþingi á að setja þjóðinni lög. Stjórnmálaflokkarnir eru sá farvegur sem byggst hefur upp til að vera bakhjarl að kosningum til Alþingis og víða til svetiarstjórna. Þeir eru hins vegar misjafnir eins og öll mannanna verk.
Nú er stjórnlagaþing mál málanna í hugum margra. Þetta var svona "new wafe" hugtak sem einhverjum datt í hug í haust. Stjórnlagaþing á að fara yfir stjórnarskrána. Það heitir að þjóðin eigi að koma að þeirri vinnu. Hvernig kemur þjóðin öðru vísi að því verkki heldur en þeim verkum sem unnin eru á Alþingi. Í báðum tilvikum er um fulltrúalýðræði að ræða. Stjórnlagaþing á að vera svo fersk og nútímaleg lausn á meðan Alþingi er gamaldags og ónýt laus. Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Síðan á stjórnlagaþing að vera svona helmingi fámennara en Alþingi. Það þýðir helmingi minni aðkomu þjóðarinnar að þeim verkum heldur en að þeim verkum sem unnin eru á Alþingi. Hvernig á svo að kjósa á stjórnlagaþing. Á að kjósa random eins og einhevr stakk upp á? eiaga að vera frjáls framboð. Þá munu stjórnmálaflokkarnir fljótt eigna sér króann og hertaka dæmið til að tryggja að sjónarmið hvers og eins hafi nægjanlegt vægi. Það er sem sagt verið að stefna að því að setja upp einhversskonar B Aþingi. Ég ehf ekki skilið út á hvað þetta gengur. Líklega er eina leiðin til að komast að því að bjóða sig fram. verst að enginn myndi vilja kjósa mann því maður tilheyrir engri flokksmaskínu.

Stöð 2 sýndi alllangt viðtal í kvöld við mann sem vill fá pólitískt hæli hérlendis. Honum leist ekki á aðstæður í Grikklandi sem var það land sem hann flúði fyrst til svo hann fékk sér falsað vegabréf og ætlaði að komast til Kanada. Á leiðinni snerist honum hugur og bankaði upp á hér og óskaði eftir hæli. Það var skynsamlegt af honum því það er 100% öruggt að í fyrsta lagi hefðu stjórnvöld í Kanada sent mann með fölsuð skilríki til baka til þess lands sem hann kom frá. Í öðru lagi hefði hann aldrei fengið að tala við dómsmálaráðherra í Kanada. Í þriðja lagi hefðu fjölmiðlar í Kanada ekki skipt sér af honum til eins eða neins. Ég veit ekkert um þennan mann og hann skiptir mig ekki máli sem slíkur. Það sem skiptir máli er að stjórnvöld í hverju landi fari eftir þeim reglum sem gilda í málum sem þessum. Ef á að fara að kokka einhverjar hentistefnureglur í svona málum eftir því hvernig vindar blása hverju sinni þá fyrst fer allt á hvolf. Það hafa stjórnvöld í okkar nágrannalöndum lært fyrir löngu af biturri reynslu.

Það var áhugavert viðtalið við Rakel og Svein í gærkvöldi. Ég skil ekki enn af hverju er ekki farið að áætla hve margir fái vinnu við að byggja nýtt fangelsi.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Pink Floyd "Shine On You Crazy Diamond" Syd Barrett Tribute

Kaldbakshornið

Ég hef ekki enn skilið pointið í 20% niðurfellingu skulda á línuna. Ég get vel skilið að í einhverjum tilvikum þurfi að við hafa sértækar aðgerðir en í öðrum tilvikum er það bara tómt bull. Ég get bara best tekið mið af sjálfum mér. Ég skulda dálitla fjárhæð hjá Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna (LSR). Ég get borgað hana til baka miðað við þær forsendur sem lánið er tekið við. Ég hef ekki beðið um neina niðurfellingu. Lífeyrissjóðurinn lánar mér þessa peninga því hann þarf að láta lífeyri fólksins vinna. Hann hagnast því eitthvað á því að lána mér. Á sínum tíma eru þessir peningar notaðir til að greiða einhverju fólki lífeyri. Ef ég þyrfti ekki að borga 20% lánsins til baka þá yrði lífeyrissjóðurinn fyrir fjárhagstapi að óþörfu. Hvaðan fengi hann þann skaða uppiborinn? Líklega úr ríkissjóði. Það yrði ekki gert annað með þá peninga? Þarna myndi LSR tapa peningum að ósekju ef þessi niðurfærsluleið yrði viðtekin. Svo er sagt að hún kosti ekki neitt? Það er grundvallaratriði í þessu tilviki eins og öðrum álíka að flatar aðgerðir eru yfirleitt þær óskynsamlegustu. Það þarf að viðhafa sértækar aðgerðir sem beinast að þeim sem hægt er að bjarga en ekki flatar aðgerðir sem beinast bæði að þeim sem þurfa á þeim að halda og einnig þeim sem þurfa ekkert á þeim að halda.

Ég sá þann misskilning koma upp í stjórnmálaumræðum í gær að Ísland gæti ekki fengið inngöngu í Evrópusambandið vegna þess að það uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði. Það er grundvallarmisskiliningur. Ísland gæti gegnið í Evrópusambandið á morgun ef samningar næðust. Á hinn bóginn getur Ísland ekki fengið inngöngu í myntbandalagið nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Það er frumskilyrði að þeir sem ætla sér að vera leiðbeinandi fyrir aðra um hvaða leið á að velja í þessu sambandi hafi lágmarksþekkingu á því sem þeir eru að tala um.

Pretty Things - Raining in my Heart

Frá Ingólfsfirði

Það eru farnar að koma skráningar inn á 100 km hlaupið sem haldið verður fyrstu helgi í júní. Það er fínt, vonandi verður hægt að halda úti árlegu 100 km hlaupi. Það væri flott. Mikið af fólki er tilbúið í slaginn, það hefur bara ekki áttað sig á því ennþá.

Það verður að taka á þessu bjánaliði af fullri alvöru sem er farið að leita upp heimili ákveðinna embættismanna og vera þar með ónæði og hávaða undir yfirskyni mótmæla. Þetta er ekkert annað en röskun á heimilisfrið og verður að meðhöndla það sem slíkt. Ef þessir vitleysingar þekkja ekki takmörk sín þá verður einfaldlega að kenna þeim hvar þau eru, með illu ef það tekst ekki með góðu. "Við vorum ekkert að gera, við löbbuðum bara í kringum húsið" sagði einn delinn því alltaf eru tekin viðtöl við þetta lið, sama hvað gert er.

Það er þekkt aðferðafræði hjá öfgahópum erlendis að hóta fjölskyldum lögreglumanna og dómara á óbeinan hátt þegar þeir vilja hafa áhrif á vinnulag og ákvarðanir. Meðal annars er keyrt á eftir börnum á leið til og frá skóla. Ef gerð er athugasemd við þetta framferði þá er sagt: "Við gerðum ekki neitt". Það er í sjálfu sér rétt en skilaboðin eru þau að þeir viti hvar krakkarnir séu og eru að láta vita af því að þeir geti gert bæði eitt og annað við þau ef niðurstaða dóma eða rannsókna verði þeim ekki að skapi. Fordæmi dómsmálaráðherra að fara að spjalla við þetta lið út um gluggann heima hjá sér er fráleitt. Að maður tali ekki um teboð forsetans fyrir grímuklædda götuóeirðamenn. Slíkt gæti hvergi gerst nema í einhverjum skrípaþjóðfélögum.

Olof Palme sagði lengi vel að einn af kostunum við Svíþjóð væri að þar gætu forystumenn þjóðarinnar gengið óáreittir um götur. Allir vita hvernig líf hans endaði.

sunnudagur, apríl 05, 2009

Reykjaneshyrnan og Meladrangarnir í Trékyllisvík

Það var svolítið merkileg tilviljun að heyra í útvarpinu í morgun frétt um valdbeitingu gagnvart körlum innan veggja heimilisins. Fréttin var reyndar í skötulíki eins og öll umræða um þessa hlið málanna. Fyrirsögnin var að fullyrt var að 3% karla verði fyrir valdbeitingu af hálfu konunnar innan veggja heimilisins. Síðan komu mótsagnirnar. Í fyrsta lagi var sagt að það væru engar rannsóknir til um þetta efni. Í öðru lagi var sagt að karlar segðu ekki frá því ef slíkt gerðist vegna þess að þeir skömmuðust sín fyrir það og í þriðja lagi var sagt að ef slíkt kæmi fyrir þá væri það vegna þess að konan væri að verja sig (þá líklega fyrir fjandans karlinum).

Ég prófaði að googla þetta á sænsku og fyrsta tilvitnunin sem ég fékk var grein í Dagens Nyheter, stærsta og virtasta blaði Svía og fyrirsögnin var á þessa leið: "Kvinnovåld i hemmet tystast ner" eða lauslega snarað: "Valdbeiting kvenna innan veggja heimilisins er þögguð niður"

Hér á eftir er smá kafli úr greininni sem áhugasamir geta spreytt sig á að lesa. Það sést þá að ég er ekki að búa neitt til í þessum efnum.

Under senare år har kvinnomisshandeln uppmärksammats som ett av våra allvarligaste samhällsproblem. Enligt flera undersökningar i USA, Kanada och Storbritannien är det dock vanligt att kvinnor fysiskt eller psykiskt misshandlar män i hemmen.

Resultaten har mötts av hård kritik. Susanne Steimetz, i dag chef för Family Research Center vid Indianauniversitetet, har fått ta emot hot från feminister när hon föreläst om män som misshandlas av kvinnor. Detta trots att hon hjälpt till att starta härbärgen för utsatta kvinnor och forskat om kvinnomisshandel.

I en studie från slutet av 1970-talet publicerad av forskarna Linda Nisonoff och Irving Bitman uppgav 15,5 procent av männen och 11,3 procent av kvinnorna att de blivit slagna av sin partner.

Sociologen Murray Straus, professor och biträdande chef för Family Research Laboratory i New Hampshire, menar att även om kvinnor antas ha mindre möjligheter att åstadkomma fysiska skador är mansmisshandel ett socialt problem.

Redan 1986 konstaterade Straus att kvinnors våld mot män inte väcker något allmänt intresse. Undersökningar som går tvärs emot den gängse bilden uppmärksammas inte, enligt honom. Inga ansträngningar görs heller för att komma till rätta med problemet - helt enkelt därför att mansmisshandel inte definieras som ett problem. Det är helt enkelt inte "politiskt korrekt" att diskutera att kvinnor kan misshandla sin partner, enligt Straus.

Andra internationella studier visar att kvinnor i ett förhållande kan vara lika våldsbenägna som män. Enligt en brittisk granskning om våld i hemmet utförd av George Malcolm, knuten till Queen Mary and Westfield College i London, använde tre av fyra misshandlande kvinnor någon form av tillhygge - medan en av fyra män gjorde det. Detta skulle vara ett tecken på att kvinnorna kompenserar sin ofta mindre kroppsstyrka.

- Dessa internationella studier har inte fått några som helst konsekvenser för forskningen om misshandel i relationer eller för den svenska samhällsdebatten om våld i hemmen, menar Heidi Wasén.

I går intervjuades Daniel på Insidan om hur han blev slagen av sin kvinnliga sambo. Erfarenheterna delas av de sju män som Heidi Wasén och Camilla Palmberg intervjuade. Berättelserna har stora likheter med utsatta kvinnor.

Það sem mér finnst einna áhugaverðast í þessum greinarhluta er það sem haft er eftir Murray Straus en hann segir: "Það hæfir einfaldlega ekki pólitískum rétttrúnaði að ræða þann möguleika að konur geti misþyrmt maka sínum." Ég geri ekki ráð fyrir að íslenskir blaðamenn hafi kjark eða þor til að fjalla um þessa hlið málanna nema í einhverjum fréttum fáránleikans eins og maður heyrði í morgun. Ég efa ekki að það er allt of mikið um að karlar beiti konur harðræði. En ég er jafnsannfærður um að það er alltof mikið um að konur beiti karla valdi á ýmsa vegu. Munurinn er hins vegar sá að það má tala um hið fyrra en hið seinna er tabú og öll umræða um það er barin niður.

Í Afganistan voru nýlega samþykkt lög sem hafa fengið hárin til að rísa á fólki um gjörvallan hinn vestræna heim. Lögin voru um stöðu giftra kvenna gagnvart húsbónda sínum. Í fyrsta lagi verður gift kona að veita bónda sínum skilyrðislausan aðgang að líkama sínum hvenær sem honum þóknast. Í öðru lagi má hún ekki yfirgefa heimilið nema í fylgd með með bónda sínum. Í þriðja lagi má hún ekki sækja skóla. Obama Bandaríkjaforseti tók þetta meðal annars fyrir í ræðu á fundi forsvarsmanna NATO ríkjanna. Nú skyldi maður halda að íslenskir femiinistar hefðu látið í sér heyra og andæft þessari lagasetningu opinberlega. Þó ekki nema til að veita þeim móralskan stuðning og vekja athygli stjórnvalda á þessum ósköpum. Nei, aldeilis ekki. Ég hef hvergi séð hósta eða stunu í þá átt. Líklega eru þær önnum kafnar við að mótmæla slagsíðu í kynjaskiptingu innann stjórnar Seðlabankans.

María fór í morgun í æfingaferð til Spánar með Ármanni. Hún verður í æfingabúðum nálægt Benidorm ásamt krökkum úr Ármanni og Fjölni fram á annan fimmtudag. Þetta er mikið ævintýri að fara í fyrsta sinn í svona ferð.

Man. Udt. átti svakalegan endasprett á móti Aston Villa í dag. Búnir að vera hundlélegir allan leikinn en náðu að klára hann með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Það vantar eina sjö menn úr byrjunarliðunu vegna meiðsla og banna. Þetta sýnir hins vegar hve gríðarlegur kraftur er í liðinu.

Fór Eiðistorgshringinn um hádegið. Fínn túr þrátt fyrir töluverðan mótvind. Það er tilhlökkunarefni að geta farið að hlaupa án þess að vera kappklæddur. Annars hefur veturinn verið fínn. Ég held að ég hafi bara tapað hlaupi í einn dag í vetur vegna veðurs.

Flott hlaup hjá Birgi í París í dag. Níundi besti tími karla frá upphafi og besti tími í nær 10 ár. Það er svolítið umhugsunarvert að það skuli líða svo langur tími á milli að góðir hlauparar nái að skjóta sér upp í toppinn. Maður saknar þess t.d. að grimmdarhlauparar eins og Sveinn Margeirsson skuli ekki hafa lagt rækt við maraþonhlaupin eftir að hann hætti í millivegalengdum. Það var hins vegar ekki dagurinn hans Steins í dag. Synd að hann náði ekki að klára hlaupið eftir að hafa lagt mjög hart að sér undanfarna mánuði. Allir vita hvað býr í Steini svo það er bara spurning um tíma hvenær hann nær að bæta sinn góða tíma verulega.

laugardagur, apríl 04, 2009

Johnny Cash - Cocaine Blues

Skekta Péturs bónda í Ófeigsfirði

Fór út í morgun um 6.40. Tók Poweradehringinn og síðan vestur á brúna. Þar voru Jói, Kristín og Stebbi. Við fórum fyrir Kársnesið og síðan yfir Garðabæinn og með ströndinni við Sjálandshverfið. Það er mjög skemmtileg leið, ekki síst þegar fer að vora. Svo heldu víð út á Áltanes og enduðum í Bessastaðakirkju. Jói gekk til altaris á meðan við Stebbi fengum okkur vatn á klósettinu, væntanlega vígt. Síðan var haldið sömu leið til baka nema við fórum yfir Kópavogshálsinn. Alls lágu 44 km á ca 3.55 klst.

Enn ein skýrsla karlahataranna var birt í vikunni. Enn ein skýrslan um ofbeldi karla gegn konum. Niðurstaðan var að alls hefðu 42% kvenna orðið fyrir ofbeldi af hálfu karla á lífsleiðinni. Það má vel vera að svo sé. Ég hef ekki hugmynd um það. Á hinn bóginn sá ég ekki að það væri skilgreint í fréttum hvað væri ofbeldi. Má vera að það sé betur gert í skýrslunni. Einn félagi minn sagði að konan sín hefði slegið sig með uppþvottatusku árið 1984. Er það ofbeldi? Alla vega mundi hann eftir því. Það sem mér finnst vera stóri veikleikinn í allri þessari umræðu er að það er einungis minnst á eina hlið á þessu máli öllu. Af hverju er ofbeldi kvenna gegn körlum ekki kannað? Af hverju er ofbeldi kvenna gegn öðrum konum ekki kannað? Af hverju er ofbeldi karla gegn körlum ekki kortlagt? Er ofbeldi fólks gagnvart öðru fólki meira hérlendis en í þeim löndum sem við berum okkur gjarna við? Erum við betri eða verri? Mér finnst full ástæða til að vita eitthvað um það fyrst það er alltaf verið að fjalla um þessi ofbeldismál en ætíð bara frá einu sjónarhorni. Ef umræðan og rannsóknirnar væri færð á þessar nótur væri hægt að byrja vitræna umræðu um málð herlendis. Það er hins vegar svo fjarri því að það sé hægt eins og hún er lögð upp í dag. Ég tel mig vita svarið. Ef að væri farið að kanna allar þessar fjórar hliðar þá myndi óskabarn umræðunnar, ofbeldi karla gegn konum fá minni athygli. Maður þarf ekki að googla lengi til að finna niðurstöður erlendra rannsókna um ofbeldi kvenna gegn körlum. Það er vitakuld oftar andlegt en líkamlegt vegna mismunadi líkamsburða en engu að síður umfangsmikið. Konur sem beittar eru ofbeldi hafa til þess að gera þokkalega góðan feril til að taka á sínum málum. Karlar fara hins vegar ekki í eitthvað opinbert verndarhús til að flýja undan konunni. Það bara gerist ekki. Þeir sem þola ekki lengur við fara t.d. frekar með "Gömlu löng" á afvikinn stað og leysa málið þannig. Í eitt skipti fyrir öll.

Þeir Birgir og Steinn eru að hlaupa maraþon erlendis nú um helgina. Þeir hafa báðir æft gríðarlega vel í vetur og hafa báðir sett sér háleit markmið. Vonandi gengur þeim sem allra best svo sett markmið náist. Þeir hafa byggt upp innistæðu fyrir því. Það er gaman að sjá á hlaupadagbókinni hvað metnaður hefur aukist og fólk er farið að leggja harðar að sér en fyrir tiltölulega fáum árum. Á góðum fundi í Víkinni fyrr í vikunni sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknattleik að hann hefði lært eitt í fyrra á ólympíuleikunum. Maður á aldrei að setja sér raunhæf markmið. Maður á að setja markmið sem eru svo háleit að þau virðast óraunhæf. Takmörkin þess mögulega eru nefnilega svo langt undan. Ef menn hafa vilja, aga og geta skapað sér tíma þá er margt hægt.

föstudagur, apríl 03, 2009

Herman's Hermits - Dandy

Einu sinni var.....

Ég held að Marathon de Sable hlaupið sé búið. Kvaran gekk heldur lakar í dag en fyrri daga. Hann var í 260 sæti af um 700 þennan legginn. Annað hvort hefur maginn verið að plaga hann eða fótsár. Í heildina tekið stóð hann sig mjög vel. Hann varð í heildina tekið í 140 sæti af um 700 keppendum. Hann var um 12 tímum á eftir sigurvegaranum en um 28 klst á undan þeim síðasta. Það sem verst var að þetta árið var hlaupið ekki fullorðið því það var styttra en venjulega. Hitinn var frekar þægilegur og ekki eins brútal eins og hann getur verið í eyðimörkum.

Nú er maður hættur að skila. Hefur FMR ekkert þarfara að gera en að reyna að skjóta sendiboðana sem hafa flutt fréttir af þeim válegu tíðindum sem hafa komið upp á yfirborðið undanfarna mánuði? Það skal enginn maður segja mér að það sé normalt að blaðamenn séu sóttir til saka af FMR fyrir að hafa birt upplýsingar sem þeir flokka undir bankaleynd. Blaðamenn geta ekki verið sekir í slíkum tilvikum. Ef einhver er sekur þá er það sá sem lekur upplýsingunum. Þá er það sakamál. Í þessu tilviki réði almannaheill ferðinni því almenningur á kröfu til að fá að vita alla atburðaráð sem gleggst sem varð þess valdandi að staðan er eins og hún er í dag. Ég held að þeir sem hafa ekki meiri sans fyrir stöðunni ættu að finna sér eitthvað annað að gera.

Það skal enginn maður wegja mér að kúlulánaósvinnan sé ekki lögbrot. Bankarnir virðast hafa haldið að þeir væru búnir að finna upp gullgerðarvélina. Þeir lánuðu skúffufyrirtæki peninga. Þá myndaðist viðskiptakrafa sem var skráð sem eign og stækkaði efnahaginn. Kúlulánið var notað til að kaupa bréf í bankanum. Það hækkaði verðið sem gerði það að verkum að virði bankans jókst. Höfuðstóllinn stækkaði. Það gaf veðrými til að taka enn meiri lán sem síðan voru að hluta til lánuð út til svona kúlulánafyrirtækja. Þau keyptu aftur hlut í bankanu og svo koll af kolli. Það er vonandi að Eva Joly geti barið kunningjasamfélagið áfram þannig að óþverranum sé hleypt út og þeir ábyrgu fái makleg málagjöld.

Fór 12 km í morgun. Veðrið eins og á besta vordegi.

Svinging Blue Jeans; Shake, rattle and roll

Spýtt selskinn í Ófeigsfirði

Við héldum peppupp fund í frjálsíþróttadeild Ármanns í gærkvöldi. Það er verið að hnýta ýmsa hnúta sem hafa verið heldur laushnýttir. Eitt af því er að horfa til framtíðar og setja sér markmið á ýmsan hátt. Það kom góður hópur fólks til fundar og ræddi málin. Þórólfur Árnason fyrrv. borgarstjóri hélt utan um hópinn og stjórnaði því sem stjórna þurfti. Þetta er eins og víða þegar verið er að byrja í svona félagsskap, maður kynnist fyrst andlitunum og svo pikkar maður upp hvað hver og einn heitir. Það tekur tíma og krafta að byggja upp starf í svona deildu. Ég fylltist mikilli bjartsýni í gær þegar mér va rsagt hvernig málin höfðu gegnið fyrir sig hjá fimleikadeildinni. Fyrir fimm til tíu árum var henni haldið gangandi af þjálfurunum. Ekkert fólk fékkst til starfa í stjórnarsetu. Síðan urðu kaflaskil. Nú eru um 1000 einstaklingar sem æfa fimleika hjá deildinni. Fimleikadeild Ármanns er ein og sér fjölmennari en ýmis íþróttafélög í Reykjavík. Þetta sýnir hverju áhugasamt og kraftmikið fólk getur áorkað.

Við Stefán Thordarson töluðum saman í kvöld. Hann kenndi mér að setja upp skráningarkerfið fyrir 100 km hlaupið. Skráningarformið verður sett upp hér og þar svo áhugasamir getir stokkið til. Einnig kom frétt um hlaupið á norska ultravefnum. Stefán er alger snillingur sem hefur gert mikið fyrir íslenskt hlaupasamfélag með hinum góða vef, hlaup.com.

Forseti ultramanna er nú að teygja úr sér í eyðimörkinni í Marákkó. Það var hvíldardagur i dag. Eftir þrjá daga er hann í 128 sæti af um 740 sem eru enn inni í hlaupinu. Hann hefur lagt dagana þrjá að baki á 23.klst 27 mín. Fremstu menn eru rétt um 10 klst á undan honum en þeir öftustu eru um einum sólarhring og sex klst. á eftir honum. Mér skilst að einungis sé eftir eitt maraþon. Hlaupið verður sem sagt stytt um einn dag í hvorn enda. Það er skítt að hafa ekki möguleika á að spreyta sig við fullvaxið MdS neftir a hafa æft lengi og lagt í mikinn kostnað. Hlaup Ágústar er ekki íþróttafrétt að mati fjölmiðla. Á hinn bóginn eru kvöld eftir kvöld birtar fréttir af golfara sem er að spila erlendis og gengur bæði upp og niður. Það vantar ekki að þá eru allir á tánum. Ég tala nú ekki um ef einhver sem er á mála hjá erlendu liði hefur setið á bekknum heilan handboltaleik. Frá því er skilmerkilega sagt ef möguleiki er á.

Í undirbúningi er að setja Víðavangshlaup ÍR, vorhlaup Fjölnis, Miðnæturhlaupið, Ármannshlaupið (sem verður endurvakið í sumar) og Reykjavíkurmaraþonið í samhangandi seríu sem verður auglýst sérstaklega upp. Það gefur sérstaka möguleika á sérstökum verðlaunum að taka þátt í sem flestum þessara hlaupa. Þau verða með um mánaðarmillibili frá apríl fram í ágúst. Þetta er breyting til batnaðar.

Það er strax betra að hlaupa eftir að hlýnaði og svellið fór af götunum. Það verður hlýtt einhverja daga áfram. Þetta fer nú að styttast. Annars á maður ekki að kvarta, það er engin ástæða til þess.

miðvikudagur, apríl 01, 2009

CCR Bad Moon Rising

Kona og hestur

Forsetinn er kominn vel af stað í Maraþon De Sable. Fyrsti leggurinn var reyndar felldur niður vegna vatnavaxta (af öllum ástæðum) í eyðimörkinni. Hlaupið verður því um 212 km í stað 245 km. Næsti leggur var um 30 km. Kvaran klárai hann í um 190 sæti af rétt um 850. Í dag var síðan annar 30 km leggur en greinilega miklu erfiðari því fyrstu men voru um fjóra tíma að ljúka honum. vegalengdin segir ekki neitt í þessu sambandi. Kvaran var í um 110 sæti í dag af um 650 sem hafa klárað til þessa. Það er greinilegt að það er mikill munur á milli manna í hlaupnu Sumir koma til að ganga meðan aðrir ná ótrúlegri yfirferð með allar þessar byrðar á bakinu. Það eru náttúrulega heimamenns em eru fremstir í flokki. Það verður gaman að fylgjast með þessu áfram og vonandi nær hann að klára. Ég gerir ráð fyrir að leggirnir verði erfiðari og erfiðari eftir því sem á líður. Þá fer að taka í.

Marsmánuður var sá lengsti ever. Vel yfir 630 km enda þótt siðasta helgi færi alveg í vaskinn. Það sem ég er ánægðastur með er að það tók aldrei í og ég var aldrei þreyttur. Þetta mallaði bara í rólegheitum. Alls eru um 1600 km búnir á árinu. Það má bera það saman við að þegar ég var að æfa undir Western States fyrir fjórum árum var ég búinn að hlaupa um 1000 km í marslok og þótti mikið.

Afferan með hælisleitendurna fimm að undanförnu er með hreinum ólíkindum. Það eru milljónir eða tugmilljónir hælisleitendur í heiminum. Þess vegna hafa þau lönd sem fólk leitar eftir að komast inn í á löglegan eða ólöglegan hátt komið sér saman um ákveðnar leikreglur. Ef ekki væru til svona reglur færi allt í kaos. Málið er ekki flóknara.
Ég hef ekki heyrt um að það séu í gildi aðrar reglur hér en í nágrannalöndum okkar. Yfirleitt segja hælisleitendur að þeir verði drepnir ef þeim er vísað til baka. Það er bara föst rulla. Vegna þess að trúverðugleiki þeirra er takmarkaður þá er farið eftir ákveðnu upplýsingasöfnunarferli, mál þeirra metið og síðan kemur niðurstaða. Það er forsenda fyrir því að sé hægt að vinna að þessum málum af fagmennsku. Hérlendis virðast þeir fá alveg sérstaka stöðu sem nefna orðið asyl. Útlendingastofnun er kölluð rasistastofnun þegar niðurstöður hennar eru aktivistum ekki að skapi. Reglur og formfesta skipta engu máli í þeirra augum heldur skal ákvarðanataka byggjast á persónulegu mati ráðherra hverju sinni og borið við mannúðarástæðum.

Að mótmælendur skuli storma heim til dómsmálaráðherra og raska heimilisfriði hans er fáheyrt. Það var svo sem bara byrjunin. Að hælisleitendur skuli síðan fá viðtal við dómsmálaráðherra undir sjónvarpsmyndavélum eru náttúrulega fáheyrt. Hvað vilja menn með slíku? Að dómsmálaráðherra láti allar reglur lönd og leið. Hvað ætli yrði sagt ef dómsmálaráðherra léti allar reglur fara veg allrar veraldrar og segði: „Ég vil þennan ekki inn í landið hvað sem allar reglur segja“. Það er nákvæmlega sama málið ef hann virðir ekki reglur á hinn kantinn, bara með öðrum formerkjum. Ráðerra sem myndi haga sér svo yrði ekki gamall í embætti, það er alveg á hreinu. Síðan fá þessir sömu hælisleitendur að hella málstað sínum yfir landsmenn í gegnum ríkisfjölmiðla. Mér er sama hvað fjölmiðlar í einkaeign gera. Hvað vitum við um nema þeir ljúgi hverju einasta orði? Hvað vitum við nema þarna séu glæpamenn á flótta? Hvað vitum við nema þarna sé hvert orð sannlaikanum samkvæmt? Vitaskuld vitum við ekki neitt. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa formfast regluverk til að ganga úr skugga um hvað er rétt og hverjir eru á ferðinni. Það er alla vega út í hött að segja að menn séu sendir út í opinn dauðann með þvi að vísa þeim til Grikklands.
Mér finst þetta mál allt leiða mjög berlega í ljós hvað vesælt samfélagið er á vissan hátt og principlaust. Fjölmiðlar fjúka fyrir veðri og vindum eins og vindhanar. Hvar í veröldinni myndi maður síðan sjá það að hælisleitendur sem á að fara að vísa úr landi sitji og skeggræði málin við dómsmálaráðherra þjóðarinnar. Jú, í landi þar sem grímuklæddir götuóeirðamenn drekka te með forsetanum og diskútera málin. Hvar annarsstaðar. Vitaskuld spyrst það svo út með eldingarhraða að í þessu skrítna landi norður við heimskautsbaug sé hælisleitendum boðið í viðtal í öllum fjölmiðlum landsins og dómsmálaráðherrann bjóði þeim í kaffi. Drífum okkur þangað og komumst inn á Schengensvæðið í gegnum það. Gott mál fyrir þá allavega.

Jói og félagar hans í Víking komust í kvöld í fjögurra liða úrslitakeppni 2. flokks í handbolta. Þeir eru þar í hóp með FH, Selfossi og Akureyri. Þeir eru þar með bestir í sínum aldursflokki í Reykjavík. Gott hjá þeim þar sem allir í fyrsta hóp nema einn eru á miðári í flokknum. Á næsta ári verða þeir flestir á elsta ári og þá verður að gera kröfur.