Ég dreif mig loksins í fyrrakvöld og fór að sjá Borat og varð ekki fyrir vonbrigðum. Enda þótt maður hafi heyrt og séð ýmislegt úr henni þá er myndin stórkostleg skemmtun allan tímann. Margar óborganlegar senur eru í myndinni s.s eins og þegar hann fer inn í byssubúð og spyr hvaða byssur eru bestar til að skjóta gyðinga með. Afgreoðslumaðurinn sagði án þess að blikna að 9 mm eða Colt 45 væru bestar til þess. Eina ástæðan fyrir því að hann fékk ekki að kaupa sér skotvopn var að hann var erlendur ríkisborgari. Ekki er senan hjá sértrúarhópnum síðri. Múgsefjunin og geðveikin var í raun og veru óhugguleg. Mér fannst ég kannast við ákveðna takta af því sem maður hefur séð frá forstöðumanni Byrgisins.
Hitti Halldór og Jóa í gærmorgun við brúna og við tókum góðan hring í gegnum næstu sveitarfélög í fínu veðri. Fórum til Hafnarfjarðar en sáum engan þar á ferli svo við fórum bara heim aftur eftir að hafa lagt um 25 km að baki. Skrapp svo með pabba og mömmu til Selfoss eftir matinn að heimsækja bróður pabba og fjölskyldu hans. Það var gaman að hitta þau og fara yfir ýmislegt frá fyrri árum. Ari frændi var jarðýtustjóri í 28 ár og kann frá mörgu að segja frá þeim tíma. Flest hefur breyst frá þeim árum. Þegar hann var t.d. við annan mann á vorin við snjómokstur á heiðum og hálsum í Barðastrandarsýslunni þá var það yfirleitt um þriggja vikna úthald. Vinnulagið var þannig að þeir voru tveir á ýtunni, annar vann en hinn svaf í bílnum eða las bók. Þannig gekk vélin allan sólarhringinn og voru vaktaskipti á klukkutíma fresti. Þegar þannig stóð á spori var ekki farið heim um helgar heldur haldið áfram þar til verki var lokið. Rúm, sturta, heitur matur eða fataskipti var munaður sem yfirleitt þýddi ekki einu sinni að hugsa um í svona túrum.
Horfði á Myrkrahöfðingjann í gærkvöldi. Þetta er léleg mynd að mörgu leiti. Eins og svo oft þá getur Hrafn ekki hamið sig þegar hann er að lýsa aðstæðum á þessum tíma eða var þetta kannski bara svona. Hver veit? Í þessari mynd eru sá versti fingurbrjótur sem ég hef séð í bíómynd. Í myndinni er yfirleitt allt á kafi í snjó. Þegar sýslumaðurinn ríður austur til að dæma galdramennina þá er snjór yfir öllu og skafrenningur. Svo eru aðstandendur galdramannana sendir til að rífa hrís í bálið því það var þeirra skylda. Þá er allt í einu komið fínt haustveður, hvergi snjó að sjá og allt í þægilegheitum. Daginn eftir þegar á að fara að brenna er kominn sami snjórinn yfir allt aftur. Þetta er náttúrulega ekki hægt ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Árið hefur verið gott. Þau markmið sem sett voru náðust en þau voru svo sem ekki neitt stórkostleg. Eitt er ég þó mjög ánægður með að skyldi ganga eftir en það er sex tíma hlaupið í september. Ég veit að það verður fjölmennara næsta haust því þetta er mjög gott skref fyrir rútíneraða maraþonhlaupara til að fara að takast á við aðra aðferðafræði og lengri hlaup. Fínn stökkpallur upp í 100 km og þaðan af lengra. Ég er ekki í vafa um að þetta á eftir að springa út á komandi árum eins og í nálægum löndum. Hvort það fjölgi um 100% á næsta ári í 100 km félaginu eins og í ár skal ég ekki segja til um en fjölgun verður. Menn eru þegar farnir að skrá sig.
Ég er persónulega afar sæll með að hafa tekið til í mataræðinu um mitt ár. Ég hef ekki þyngst um eitt gramm um jólin en samt sem áður finnst manni maður alltaf vera að borða og borða. Ég er nú um 8 kílóum léttari en um áramótin í fyrra. Eftir hátíðarnar fyrir ári síðan var ég kominn upp í níutíu kíló og gat síðan sargað af mér tvö með harmkvælum yfir veturinn. Þegar ég hætti að troða mig út af ónauðsynlegum kolvetnum þá fuku kílóin hins vegar án fyrirhafnar og eru nú eins mörg og ég vil hafa þau. Maður finnur glöggt hvað maður er léttari, sterkari og hlaupin fyrirhafnarminni nú en fyrir ári síðan. Þó hef ég ekki verið að hlaupa mikið að undanförnu.
Ég borða kjöt, fisk, ávexti og grænmeti og mikið af þessu öllu. Í hádeginu í vinnunni mixa ég saman banana, prótein duft og mjólk. Hafragrautur, rúsínur og hunang er morgunmaturinn. Sætindin eru döðlur, vínber og mandarínur. Ég borða ekki kökur, sætt kex, sælgæti, smjör eða sósur og smakka rétt einstaka sinnum á kartöflum, brauði, hrísgrjónum og pasta og þá mjög lítið. eins og stendur sé ég enga ástæðu til að breyta þessu. Það er svo merkilegt að enda þótt smákökur og sælgæti séu á hverju borðshorni yfir jólin eins og venja er þá kemur mér það ekki við. Mig langar ekki hið minnsta í mola. Hér áður gat maður ekki hætt fyrr en skálin var búin. Það er kannski ekkert voðalega gaman að bjóða mér í veislu vegna þess að maður tekur ekki af öllum sortum en mér finnst það sem ég borða vera mjög gott.
Um áramót er rétt að setja markmiðin niður. Ég er búinn að skrá mig í Boston maraþon. Það verður örugglega jafn gaman eins og í London í ár. Marsmaraþonið og haustmaraþonin verða á sínum stað. Síðan stefni ég á 24 tíma hlaup á Borgundarhólmi í byrjun maí og er búinn að kaupa flugmiðann. Það er ekki síður andleg þrekraun heldu en líkamleg en það er partur af þessu. Þar er hlaupið á hring sem er 1,8 km langur. Í þessum hlaupum skiptit taktikin höfuðmáli. Ég vonast til að komast í Mývatnsmaraþon og Laugaveginn. Um mánamótin júní/júlí bíður áskorun sem hefur verið að gerjast í vinnunni. Kemur í ljós síðar. Ég vonast til að komast í RM en vinnan og RM hafa stundum flækst saman og þá er ljóst hvað verður að víkja. Síðan bíður Sparthathlon þann 26. - 27. september. 240 km milli Spörtu og Aþenu. Það er LSD. Þangað er langur vegur og mjörg ljón á veginum. Þangað til er níu mánaða prósess þar sem margt getur gerst á leiðinni og ekkert sjálfgefið. En ef maður hefur ekki skýr markmið þá má taka sér orð kattarins í Lísu í Undralandi í munn: "Þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur".
Ég óska öllum þeim sem kíkja inn á síðuna gleðilegs árs með þakklæti fyrir árið sem er að líða með ósk um mörg og árangursrík hlaup þar sem það á við.
sunnudagur, desember 31, 2006
föstudagur, desember 29, 2006
Það var nokkuð almenn ánægja á mínu heimili með hver var valinn íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Guðjón Valur var valinn besti handbolta maður Þýskalands á árinu og var einnig markahæstur í BUndesligunni. Þegar við vorum í Þýskalandi í vor sáum við auglýsingabæklinga þar sem var verið að kynna HM í handbolta sem fer fram í Þýskalandi um mánaðamótin jan/febr. Mynd af einum manni var í bæklingnum og hver var það? Jú Guðjón Valur. Hvað vilja menn meir?
Það kemur nokkuð glöggt fram í svona kosningu hvað áhugasvið íþróttafréttamanna hefur mikil áhrif á niðurstöðuna í svona kosningu. Mér finnst þeir þrír efstu á listanum vera nokkuð óumdeildir, en svo sér maður hvar heimsmeistari í kraftlyftingum er staddur á listanum, í 8. eða 9. sæti langt á eftir íþróttamönnum sem komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana. Lang, lang besti borðtennismaður sem íslendingar hafa átt kemst rétt inn á listann með 4 stig. Guðmundur Stephensen hefur spilað um áraraðir með Malmö í Svíþjóð í sænsku borðtennisdeildinni og í evrópsku mótaröðinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er sænska borðtennisdeildin með þeim sterkari í heiminum og svíar hafa alið upp nokkra af bestu borðtennismönnum heims. Guðmundur er því ekki í neinm slor félagsskap í Svíþjóð og stendur sig með mikilli prýði. Hann er kannski ekki eins duglegur að hringja heim í hvert skipti sem hann snertir borðtennisspaða eins og ýmsir aðrir eru sem eru fastir gestir á íþróttasíðum blaðanna. Sveinn Elías sem varð norðurlandameistari unglinga í tugþraut kemst ekki einu sinni á blað. Fyrir jólin heyrði maður um einhvern mann sem spilar keilu í evrópsku meistaradeildinni. Ég hafði aldrei heyrt á hann minnst fyrr og greinilega íþróttafréttaritarar ekki heldur því hann var hvergi á blaði. Nýi verðlaunagripurinn er þannig úr garði gerður að ég veit ekki hvernig létt og nett fimleikastúlka ætti að geta tekið við honum. Það eru ekki bara fullharðnaðir karlmenn sem geta orðið íþróttamaður ársins.
Þegar menn eru í áróðursstríði verða menn að íhuga hvert skref og gæta þess að taka ekki vanhugsaðar ákvarðanir. Þær geta komið í bakið á mönnum. Mér fannst hópurinn sem er á móti stækkun álversins í Straumsvík taka kolranga ákvörðun í gær þegar hann fór og skilaði diskunum sem Alcan sendi Hafnfirðingum. Í sjónvarpinum kom glögg fram hvað þetta var lítill hópur sem kom með aðeins nokkra diska meðferðis. Rannveig tók hins vegar brosandi á móti hópnum, gaf öllum vöfflur og kaffi og fékk þetta fína viðtal í sjónvarpinu fyrir vikið um ágæti þess að stækka álverið.
Sá nýlega samantekt um hvernig eigi að varast blöðrur á löngum hlaupum. Það er ekki sjálfgefið að iljar og fætur verði undirlagðar af blöðrum þótt hlaupið sé langt og lengi. Blöðrur láta hins vegar oft á sér kræla þegar líður á löng hlaup. Því verður að gera ráð fyrir því fyrirfram að þær geti komið þegar verst gegnir. Því þarf í fyrsta lagi að reyna að koma í veg fyrir blöðrumyndun og í öðru lagi að geta brugðist við ef vandinn blasir við.
Vatnsskortur og saltskortur geta átt sinn þátt í blöðrumyndun á fótum. Ef stöðugur núningur er á sömu staði á fótum er það ávísun a blöðrumyndun. Votir sokkar eru örugg leið til að fá blöðrur ef hlaupið er lengi í þeim. Hlaupalagið breytist oft þegar þreytan sígur yfir og álagið á fæturna verður öðruvísi en menn eru vanir. Almenn góð umhirða um fætur er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á því að fá blöðrur. Gæta skal þess að klippa neglur vel og vandlega og fjarlægja harða húð. ég smyr færutna alltaf með vaselíni þegar maður gerir ráð fyrir að hlaupa lengra en 20 km. Þeir mýkjast þannig smám saman þegar þeir eru smurðir reglulega. É nota yfirleitt venjulegt vaselín en vafalaust er til fjölbreytt úrval af kremi. Mér finnst rétt að halda sig við þaðs em hefur reynst vel og vera ekki með tilraunastarfsemi þegar mikið liggur við. Ég hef góða reynslu af því að setja second skin plástur undir jarkann þegar hlaupið er mjög langt. Hér áður notaði maður hann einnig í maraþoni en ég er hættur því að mestu. Ef menn nota venjulegan heftiplástur er rétt að geta skipt um hann því hann vill trosna á jörðum eftir því sem tíminn líður.
Gott er að skipta um skó og sokka á 4 - 6 tíma fresti. Það brýtur upp álagsfleti og breytir einnig álagi á fæturna. Einnig getur verið gott að hafa skó til skiptanna sem eru ca 1/2 númeri stærri til að nota á síðari hluta hlaupsins. Fæturnir þrútna við stöðugt álag og stækka af þeim völdum. Sú staða getur komið upp a það sé nauðsynlegt að opna fyrir tærnar ef álagði á þær er of mikið. Ég hef séð menn í WS grípa til þeirra ráða eftir að hafa komið með tærnar í kássu út úr gljúfrunum.
Það sem mestu máli skiptir að reyna að fyrirbyggja vandamálið með blöðrurnar og ef þær stinga upp kollinum þá verður að grípa til viðeigandi ráðstafana eins fljótt og hægt er. Því skyldu menn alltaf hafa með vaselín, plástur og nál til að stinga gat á blöðru sem hefur stungið upp kollinum.
Á þessum þræði sést hvað getur gerst ef ekkert er að gert.
www.kondis.no/Ultra/index.php?aid=57885&k=ultra%2Fultra&mid=
Það kemur nokkuð glöggt fram í svona kosningu hvað áhugasvið íþróttafréttamanna hefur mikil áhrif á niðurstöðuna í svona kosningu. Mér finnst þeir þrír efstu á listanum vera nokkuð óumdeildir, en svo sér maður hvar heimsmeistari í kraftlyftingum er staddur á listanum, í 8. eða 9. sæti langt á eftir íþróttamönnum sem komast ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana. Lang, lang besti borðtennismaður sem íslendingar hafa átt kemst rétt inn á listann með 4 stig. Guðmundur Stephensen hefur spilað um áraraðir með Malmö í Svíþjóð í sænsku borðtennisdeildinni og í evrópsku mótaröðinni. Fyrir þá sem ekki vita þá er sænska borðtennisdeildin með þeim sterkari í heiminum og svíar hafa alið upp nokkra af bestu borðtennismönnum heims. Guðmundur er því ekki í neinm slor félagsskap í Svíþjóð og stendur sig með mikilli prýði. Hann er kannski ekki eins duglegur að hringja heim í hvert skipti sem hann snertir borðtennisspaða eins og ýmsir aðrir eru sem eru fastir gestir á íþróttasíðum blaðanna. Sveinn Elías sem varð norðurlandameistari unglinga í tugþraut kemst ekki einu sinni á blað. Fyrir jólin heyrði maður um einhvern mann sem spilar keilu í evrópsku meistaradeildinni. Ég hafði aldrei heyrt á hann minnst fyrr og greinilega íþróttafréttaritarar ekki heldur því hann var hvergi á blaði. Nýi verðlaunagripurinn er þannig úr garði gerður að ég veit ekki hvernig létt og nett fimleikastúlka ætti að geta tekið við honum. Það eru ekki bara fullharðnaðir karlmenn sem geta orðið íþróttamaður ársins.
Þegar menn eru í áróðursstríði verða menn að íhuga hvert skref og gæta þess að taka ekki vanhugsaðar ákvarðanir. Þær geta komið í bakið á mönnum. Mér fannst hópurinn sem er á móti stækkun álversins í Straumsvík taka kolranga ákvörðun í gær þegar hann fór og skilaði diskunum sem Alcan sendi Hafnfirðingum. Í sjónvarpinum kom glögg fram hvað þetta var lítill hópur sem kom með aðeins nokkra diska meðferðis. Rannveig tók hins vegar brosandi á móti hópnum, gaf öllum vöfflur og kaffi og fékk þetta fína viðtal í sjónvarpinu fyrir vikið um ágæti þess að stækka álverið.
Sá nýlega samantekt um hvernig eigi að varast blöðrur á löngum hlaupum. Það er ekki sjálfgefið að iljar og fætur verði undirlagðar af blöðrum þótt hlaupið sé langt og lengi. Blöðrur láta hins vegar oft á sér kræla þegar líður á löng hlaup. Því verður að gera ráð fyrir því fyrirfram að þær geti komið þegar verst gegnir. Því þarf í fyrsta lagi að reyna að koma í veg fyrir blöðrumyndun og í öðru lagi að geta brugðist við ef vandinn blasir við.
Vatnsskortur og saltskortur geta átt sinn þátt í blöðrumyndun á fótum. Ef stöðugur núningur er á sömu staði á fótum er það ávísun a blöðrumyndun. Votir sokkar eru örugg leið til að fá blöðrur ef hlaupið er lengi í þeim. Hlaupalagið breytist oft þegar þreytan sígur yfir og álagið á fæturna verður öðruvísi en menn eru vanir. Almenn góð umhirða um fætur er öruggasta leiðin til að draga úr líkum á því að fá blöðrur. Gæta skal þess að klippa neglur vel og vandlega og fjarlægja harða húð. ég smyr færutna alltaf með vaselíni þegar maður gerir ráð fyrir að hlaupa lengra en 20 km. Þeir mýkjast þannig smám saman þegar þeir eru smurðir reglulega. É nota yfirleitt venjulegt vaselín en vafalaust er til fjölbreytt úrval af kremi. Mér finnst rétt að halda sig við þaðs em hefur reynst vel og vera ekki með tilraunastarfsemi þegar mikið liggur við. Ég hef góða reynslu af því að setja second skin plástur undir jarkann þegar hlaupið er mjög langt. Hér áður notaði maður hann einnig í maraþoni en ég er hættur því að mestu. Ef menn nota venjulegan heftiplástur er rétt að geta skipt um hann því hann vill trosna á jörðum eftir því sem tíminn líður.
Gott er að skipta um skó og sokka á 4 - 6 tíma fresti. Það brýtur upp álagsfleti og breytir einnig álagi á fæturna. Einnig getur verið gott að hafa skó til skiptanna sem eru ca 1/2 númeri stærri til að nota á síðari hluta hlaupsins. Fæturnir þrútna við stöðugt álag og stækka af þeim völdum. Sú staða getur komið upp a það sé nauðsynlegt að opna fyrir tærnar ef álagði á þær er of mikið. Ég hef séð menn í WS grípa til þeirra ráða eftir að hafa komið með tærnar í kássu út úr gljúfrunum.
Það sem mestu máli skiptir að reyna að fyrirbyggja vandamálið með blöðrurnar og ef þær stinga upp kollinum þá verður að grípa til viðeigandi ráðstafana eins fljótt og hægt er. Því skyldu menn alltaf hafa með vaselín, plástur og nál til að stinga gat á blöðru sem hefur stungið upp kollinum.
Á þessum þræði sést hvað getur gerst ef ekkert er að gert.
www.kondis.no/Ultra/index.php?aid=57885&k=ultra%2Fultra&mid=
fimmtudagur, desember 28, 2006
Það var heldur snöggur endir á hinni formlegu jólahátíð á annan dag jóla því María litla fékk botnlangakast þá um daginn. Hún hefur aldrei fundið fyrir slíku áður en svona gerist þetta. Hún fór upp á Barnaspítala um kvöldið og við vissum ekki annað en að hún yrði skorin um morguninn eftir. Þá hafði henni hins vegar skánað það mikið að hún var send heim með sinn botnlanga. Maður sér vel þegar komið er inn á spítala við þessar hve umbúnaður og aðstæður eru frábærar. Botnlangaskurður er afar lítil aðgerð en miðað við það sem er til staðar í kringum hann hvað er þá með það sem stærra er og vandasamara. Ég man vel þegar botnlanginn var tekinn úr mér fimmtán ára gömlum. Þá var sjúkdómsgreiningin mjög einföld, ýtt á magann nokkrum sinnum og niðurstaðan lá fyrir. Aðgerðin var hins vegar meiri þá en nú, ég lá á spítala í viku og léttist um ófá kíló og mátti reyndar ekki við því. Nú er í mesta lagi verið inni eina nótt ef allt er eins og það á að vera.
Um jólin horfir maður dálítið á sjónvarp eins og gefur að skilja. Ég lenti í undarlegum viðskiptum við Stöð 2 en mér hafði verið boðinn snemma í desember tveggja vikna pakki yfir hátíðarnar sem ég keypti. Pakkinn reyndist svo ekki hafa verið til sölu þegar til kastanna kom þannig að ríkissjónvarpið þurfti að duga. Dagskrá þess fannst mér ekki vera merkileg. Phantom of the Opera. Það er löng, klettþung og dramatísk bíómynd en ekki þess eðlis að maður sitji við hana nema maður hafi ekkert annað við tímann að gera. Í gærkvöldi var sýnd létt bíómynd; "Fjögur brúðkaup og jarðarför". Hún byrjaði ekki fyrr en um 23.30 og gekk langt framá nótt því á undan þurfti að sýna auglýsingamynd um gerð íslenskrar bíómyndar. Næst síðasti þátturinn úr dönsku seríunni Kr¢niken dúkkaði upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ég hef ekki orðið var við að serían hafi yfir höfuð verið sýnd á undanförnum vikum. Verst af öllu fannst mér þó þegar boðið upp á þátt úr heimavídeósafni þjóðleikshússstjóra að kvöldi annars dags jóla. Þjóðleikshússtjóri og fleiri foreldrar höfðu farið með stúlknakór til Ítalíu fyrir tveimur árum. Ég efa ekki að stelpurnar hafi staðið sig vel og ferðin verið skemmtileg en hvaða erindi á svona lagað fyrir almenningssjónir og það í jóladagskrá sjónvarpsins. Það er ekkert fréttnæmt við að farið sé í svona ferðir. Þessi samantekt hefði verið fín til að sýna á foreldrafundi hjá kórunum eftir að heim var komið. Gaman væri að vita hvað þjóðleikhússtjóri hafi fengið borgað frá RÚV vegna hinnar svokölluðu dagskrárgerðar. Annað álíka dæmi var sýnt rétt fyrir hátíðarnar. Fjórir miðaldra karlmenn höfðu látið verða af gömlum draum um að fara til Bandaríkjanna til að taka upp plötu. Einhver hafði verið með vídeóvélina með og látið hana ganga á meðan. Þetta var svo sýnt í sjónvarpinu og virkaði sem hálftíma auglýsing fyrir plötuna sem ekki er neitt varið í að því mér finnst.
Það var svolítið hlaupið yfir hátíðarnar en vafalaust ekki nógu mikið. Hins vegar hélt sætindabindindið 100% og það er svo komið að mig langar ekki vitund í konfekt eða annað sælgæti þrátt fyrir að það sé til staðar á hverju borði. Sama má segja um kökurnar. Þær eru bara ekki á dagskránni lengur, sama þótt maður sé í jólaboði. Það er bara svoleiðis.
Um jólin horfir maður dálítið á sjónvarp eins og gefur að skilja. Ég lenti í undarlegum viðskiptum við Stöð 2 en mér hafði verið boðinn snemma í desember tveggja vikna pakki yfir hátíðarnar sem ég keypti. Pakkinn reyndist svo ekki hafa verið til sölu þegar til kastanna kom þannig að ríkissjónvarpið þurfti að duga. Dagskrá þess fannst mér ekki vera merkileg. Phantom of the Opera. Það er löng, klettþung og dramatísk bíómynd en ekki þess eðlis að maður sitji við hana nema maður hafi ekkert annað við tímann að gera. Í gærkvöldi var sýnd létt bíómynd; "Fjögur brúðkaup og jarðarför". Hún byrjaði ekki fyrr en um 23.30 og gekk langt framá nótt því á undan þurfti að sýna auglýsingamynd um gerð íslenskrar bíómyndar. Næst síðasti þátturinn úr dönsku seríunni Kr¢niken dúkkaði upp eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Ég hef ekki orðið var við að serían hafi yfir höfuð verið sýnd á undanförnum vikum. Verst af öllu fannst mér þó þegar boðið upp á þátt úr heimavídeósafni þjóðleikshússstjóra að kvöldi annars dags jóla. Þjóðleikshússtjóri og fleiri foreldrar höfðu farið með stúlknakór til Ítalíu fyrir tveimur árum. Ég efa ekki að stelpurnar hafi staðið sig vel og ferðin verið skemmtileg en hvaða erindi á svona lagað fyrir almenningssjónir og það í jóladagskrá sjónvarpsins. Það er ekkert fréttnæmt við að farið sé í svona ferðir. Þessi samantekt hefði verið fín til að sýna á foreldrafundi hjá kórunum eftir að heim var komið. Gaman væri að vita hvað þjóðleikhússtjóri hafi fengið borgað frá RÚV vegna hinnar svokölluðu dagskrárgerðar. Annað álíka dæmi var sýnt rétt fyrir hátíðarnar. Fjórir miðaldra karlmenn höfðu látið verða af gömlum draum um að fara til Bandaríkjanna til að taka upp plötu. Einhver hafði verið með vídeóvélina með og látið hana ganga á meðan. Þetta var svo sýnt í sjónvarpinu og virkaði sem hálftíma auglýsing fyrir plötuna sem ekki er neitt varið í að því mér finnst.
Það var svolítið hlaupið yfir hátíðarnar en vafalaust ekki nógu mikið. Hins vegar hélt sætindabindindið 100% og það er svo komið að mig langar ekki vitund í konfekt eða annað sælgæti þrátt fyrir að það sé til staðar á hverju borði. Sama má segja um kökurnar. Þær eru bara ekki á dagskránni lengur, sama þótt maður sé í jólaboði. Það er bara svoleiðis.
sunnudagur, desember 24, 2006
Aðfangadagur og lífið gengur sinn gang.
Fór í gærmorgun fyrir birtingu suður að Sandgerði að taka myndir af skipinu sem strandað var í fjörunni rétt austan þorpsins. Þarna hefur eitthvað skrítið verið á ferðinni því það hefur keyrt á fullri ferð beint upp í fjöru. Fór svo út að Garðaskagavita en ég hef ekki komið þangað fyrr. Það va rfarið að lægja en vitlaust verður var um nóttina sagði bóndinn á Básenda mér sem ég hitti á
förnum vegi.
Í gærkvöldi var skötuveisla hjá Önnu systur eins og hefð er fyrir. Þar vorum við öll systkinin ásamt mömmu og pabba. Það er ekki svo mjög algengt að það náist því oft er eitthvað sem truflar eins og gengur.
Lukum við að skreyta jólatréð í gærkvöldi við síðustu lög Baggalúts.
Um jól og áramót vill maður renna huganum aftur í tímann. Þrátt fyrir allsnægtir nútímans þá finnst manni alltaf eins og það náist ekki sami hátíðleiki á jólunum eins og var í sveitinni hér áður. Það er kannski svo að þegar hátíðastundirnar voru færri þá voru þær líka meira virði. Bækur voru bestu jólagjafirnar því þá gat maður legið heila nótt og sogað í sig ókunna og framandi ævintýraheima. Enid Blyton var einn mesti gleðigjafi ungra drengja á þessum árum.
Tvenn jól og áramót eru sérstaklega eftirminnileg eftir að ég komst á fullorðinsár. Jólin 1979 og jólin 1995. Jólin 1979 var ég á Kúbu í minni annarri utanlandsferð. Það var mikil ævintýraferð sem gleymist seint. Nær 200 ungmenni frá Norðurlöndunum dvöldu þarna í mánuð til að styðja við byltingu Kastrós!!! Viva la revolution. Á aðfangadag var unnið eins og vanalega og um kvöldið var setið úti , spjallað saman og dreypt hóglega á Havana Club, 7 ára.
Jólin 1995 var ég aftur á móti í Kamchatka í Rússlandi, 12 tímaskeið fra Íslandi. Við höfðum haft með okkur mat frá Íslandi, svínakjöt og tilbehör. Við sömdum við nálægt veitingahús um að fá að elda matinn hjá þeim og borða þar saman um kvöldið. Það var mjög gaman og hátíðlegt en ósköp fanns manni mikið vanta að vera ekki heima með krökkunum. Rússar héldu ekki upp á jólin sem neinu nam en það var sameiginlegt með Kúbu og Rússlandi að áramótin voru þeim mun veglegri.
Óska öllum sem slæðast inn á þessa síðu gleðilegra jóla.
Fór í gærmorgun fyrir birtingu suður að Sandgerði að taka myndir af skipinu sem strandað var í fjörunni rétt austan þorpsins. Þarna hefur eitthvað skrítið verið á ferðinni því það hefur keyrt á fullri ferð beint upp í fjöru. Fór svo út að Garðaskagavita en ég hef ekki komið þangað fyrr. Það va rfarið að lægja en vitlaust verður var um nóttina sagði bóndinn á Básenda mér sem ég hitti á
förnum vegi.
Í gærkvöldi var skötuveisla hjá Önnu systur eins og hefð er fyrir. Þar vorum við öll systkinin ásamt mömmu og pabba. Það er ekki svo mjög algengt að það náist því oft er eitthvað sem truflar eins og gengur.
Lukum við að skreyta jólatréð í gærkvöldi við síðustu lög Baggalúts.
Um jól og áramót vill maður renna huganum aftur í tímann. Þrátt fyrir allsnægtir nútímans þá finnst manni alltaf eins og það náist ekki sami hátíðleiki á jólunum eins og var í sveitinni hér áður. Það er kannski svo að þegar hátíðastundirnar voru færri þá voru þær líka meira virði. Bækur voru bestu jólagjafirnar því þá gat maður legið heila nótt og sogað í sig ókunna og framandi ævintýraheima. Enid Blyton var einn mesti gleðigjafi ungra drengja á þessum árum.
Tvenn jól og áramót eru sérstaklega eftirminnileg eftir að ég komst á fullorðinsár. Jólin 1979 og jólin 1995. Jólin 1979 var ég á Kúbu í minni annarri utanlandsferð. Það var mikil ævintýraferð sem gleymist seint. Nær 200 ungmenni frá Norðurlöndunum dvöldu þarna í mánuð til að styðja við byltingu Kastrós!!! Viva la revolution. Á aðfangadag var unnið eins og vanalega og um kvöldið var setið úti , spjallað saman og dreypt hóglega á Havana Club, 7 ára.
Jólin 1995 var ég aftur á móti í Kamchatka í Rússlandi, 12 tímaskeið fra Íslandi. Við höfðum haft með okkur mat frá Íslandi, svínakjöt og tilbehör. Við sömdum við nálægt veitingahús um að fá að elda matinn hjá þeim og borða þar saman um kvöldið. Það var mjög gaman og hátíðlegt en ósköp fanns manni mikið vanta að vera ekki heima með krökkunum. Rússar héldu ekki upp á jólin sem neinu nam en það var sameiginlegt með Kúbu og Rússlandi að áramótin voru þeim mun veglegri.
Óska öllum sem slæðast inn á þessa síðu gleðilegra jóla.
föstudagur, desember 22, 2006
Veðrið undanfarna daga hefur verið með ósköpum og ekki séð fyrir endann á því enn. Þetta minnir mann reyndar bara á hvar maður býr og að það er vetur. Undanfarnir vetur hafa verið það mildir og veðurgóðir að fólk er farið að gleyma því hvað almennilegur vetur er. Við þessar aðstæður kemur glöggt í ljós hve miklu hlutverki björgunarsveitir gegna um allt land. Þær hafa víða unnið stórvirki við erfiðar aðstæður þessa dagana við að bjarga margháttuðum verðmætum og forða stóráföllum. Eitt stingur mann þó í augun. Þegar rætt er við björgunarsveitamenn sem hafa staðið í ströngu er alltaf rætt við kalla. Af hverju gerir talskona Feminstafélagsins ekki eitthvað í málinu?
Nú er hafin umræða um árás endurskoðunarsinna og realista á gamla jólavísu sem hafði verið sungin svo áratugum saman ...upp á stól, stendur mín kanna... Uppeldisfræðingaliðið þoldi ekki eitthvað sem það skildi ekki og breytti textanum í ... upp á hól, stend ég og kanna .... Tveir virtir fræðimenn hafa fært að því óyggjandi rök með myndum og máli að gamla versjónin er bæði rökrétt og byggir á staðreyndum. Vonandi lætur fólk af þessari vitleysu því hvað veit maður hvað kemur næst.
Þegar maður var krakki lék maður sér gjarna með sverð og skjöld. Það voru vopn sem fyrirmyndir manns í vopnaburði notuðu gjarna svo sem eins og Eiríkur víðförli, frægur víkingur. Síðar kynntist maður skammbyssum eftir að maður fór að lesa teiknimyndasögur um Kidda Kalda, Panco og Dreka. Þá urðu knallettubyssur draumurinn. Öll kom þessi viska úr Tímanum, blessuð sé minning hans!! Þegar börn nútímans lesa fornssögur í skólanum s.s. Njálu og Grettissögu er ekki ólíklegt að það vefjist fyrir þeim hvað er verið að tala um þegar vopnum þeirra tíma manna er lýst svo dæmi sé tekið. Ef endurskoðunarsinnum er gefinn laus taumurinn er viðbúið að það verði farið að staðfæra þetta eins og annað. Því er rétt að spyrna við fótum enda þótt aðeins sé um að ræða lítið gamalt jólakvæði.
Maður gat ekki annað en dáðst að stúlkunni sem kom fram á Stöð 2 í gærkvöldi og ræddi þar opinskátt um samskipti sín við forstöðumann Byrgisins. Mér dettur ekki annað í hug en að hún hafi verið undir miklum þrýstingi um að þegja því ella væri það á hennar ábyrgð ef starfsemin færi upp í loft. Öll þessi saga sem kannske er minnst af komin í dagsljósið ætti að kenna þeim sem völdin hafa hve varhugavert það er að fela einstaklingum sem skrýða sig trúarkufli framkvæmd verkefna sem ríkið á sjálft að standa fyrir. Heimilið í Gunnarsholti var vafalaust lagt niður og þeim Byrgismönnum lagt til fé af því að það var ódýrari lausn. Síðan virðist eftirlit með starfseminni hafa verið afar takmarkað, alla vega hvað varðaði fjármálin. Svo mikið veit ég að ef svona mál hefði komið upp í Skandinavíu eða Danmörku þá væri það talið mjög alvarlegt og myndi teygja sig upp í hæstu hæðir stjórnkerfisins. Byrgið er að hluta til rekið fyrir opinbert fé og því er ábyrgð stjórnkerfisins veruleg.
Nú er hafin umræða um árás endurskoðunarsinna og realista á gamla jólavísu sem hafði verið sungin svo áratugum saman ...upp á stól, stendur mín kanna... Uppeldisfræðingaliðið þoldi ekki eitthvað sem það skildi ekki og breytti textanum í ... upp á hól, stend ég og kanna .... Tveir virtir fræðimenn hafa fært að því óyggjandi rök með myndum og máli að gamla versjónin er bæði rökrétt og byggir á staðreyndum. Vonandi lætur fólk af þessari vitleysu því hvað veit maður hvað kemur næst.
Þegar maður var krakki lék maður sér gjarna með sverð og skjöld. Það voru vopn sem fyrirmyndir manns í vopnaburði notuðu gjarna svo sem eins og Eiríkur víðförli, frægur víkingur. Síðar kynntist maður skammbyssum eftir að maður fór að lesa teiknimyndasögur um Kidda Kalda, Panco og Dreka. Þá urðu knallettubyssur draumurinn. Öll kom þessi viska úr Tímanum, blessuð sé minning hans!! Þegar börn nútímans lesa fornssögur í skólanum s.s. Njálu og Grettissögu er ekki ólíklegt að það vefjist fyrir þeim hvað er verið að tala um þegar vopnum þeirra tíma manna er lýst svo dæmi sé tekið. Ef endurskoðunarsinnum er gefinn laus taumurinn er viðbúið að það verði farið að staðfæra þetta eins og annað. Því er rétt að spyrna við fótum enda þótt aðeins sé um að ræða lítið gamalt jólakvæði.
Maður gat ekki annað en dáðst að stúlkunni sem kom fram á Stöð 2 í gærkvöldi og ræddi þar opinskátt um samskipti sín við forstöðumann Byrgisins. Mér dettur ekki annað í hug en að hún hafi verið undir miklum þrýstingi um að þegja því ella væri það á hennar ábyrgð ef starfsemin færi upp í loft. Öll þessi saga sem kannske er minnst af komin í dagsljósið ætti að kenna þeim sem völdin hafa hve varhugavert það er að fela einstaklingum sem skrýða sig trúarkufli framkvæmd verkefna sem ríkið á sjálft að standa fyrir. Heimilið í Gunnarsholti var vafalaust lagt niður og þeim Byrgismönnum lagt til fé af því að það var ódýrari lausn. Síðan virðist eftirlit með starfseminni hafa verið afar takmarkað, alla vega hvað varðaði fjármálin. Svo mikið veit ég að ef svona mál hefði komið upp í Skandinavíu eða Danmörku þá væri það talið mjög alvarlegt og myndi teygja sig upp í hæstu hæðir stjórnkerfisins. Byrgið er að hluta til rekið fyrir opinbert fé og því er ábyrgð stjórnkerfisins veruleg.
miðvikudagur, desember 20, 2006
Ég hlustaði nýlega á endusýningu á þættinum sem sendur var út árið 1984 þegar Milton Friedman sat fyrir svörum í sjónvarpssal. Ólafur Ragnar, Birgir Björn og Stefán Ólafsson voru þar mættir sem gagnrýnir fræðimenn hvað varðar kenningar Friedmans. Það var eiginlega frábær skemmtun að horfa á þáttinn. Sá gamli hafði allt á hreinu og tók þá íslensku á hné sér í fræðunum. Þarna var ekki að merkja neinn aðstöðumun vegna málakunnáttu því andmælendurnir þrír voru ágætlega mæltir á enska tungu svo það hallaðist ekki á af þeim sökum. Á margan hátt einkenndist málflutningur þremenninganna af frasapólitík eða fyrirfram mótuðum fullyrðingum sem síðan stóðust ekki þegar komið var í návígi. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því þátturinn var sýndur sér maður að stærstur hluti af kenningum Friedmans hefur staðist tímans tönn og sannað sig. Karlinn hafði einnig góða áru, var brosmildur og kátur með allt á hreinu á meðan þremennngarnir voru samanherptir og þungbrýndir yfir því að sitja þarna augliti til auglitis við ódáminn sjálfan. Ég skil hins vegar ekki hví þátturinn var sýndur eftir miðnætti. Skyldi það hafa verið gert af tillitssemi við hina íslensku þátttakendur?
Heyrði nýlega viðtal við veðurfræðing í útvarpinu. Spyrillinn talaði dálítið um veðurfræði og veðurspádóma en kom svo með hliðarspurningu. Hann vildi spyrja veðurfræðinginn um Árna Thorlacíus. Veðurfræðingurinn vissi ekkert hver Árni Thorlacíus var. Spyrillinn sagði að hann hefði verið frumkvöðull í veðurmælingum á Íslandi. „Já, hann með veðurathugunarstöðina á Bessastöðum“ sagði veðurfræðingurinn. Það var nú ekki alveg svoleiðis því Árni Thorlacíus hóf veðurmælingar í Stykkishólmi árið 1841 (að því mig minnir) og þar hafa verið stundaðar veðurmælingar óslitið allar götur síðan, lengst allra staða í heiminum. „Æ, ég vissi þetta ekki“ sagði veðurfræðingurinn, „ég lærði nefnilega í Bergen.“ Fyrir alla þá sem hafa smá áhuga og vitneskju á veðri þá eiga menn að kannast við Árna Thorlacíus, hvað þá þegar um lærða veðurfræðinga er að ræða. Enda þótt þetta sé ekki kennt í veðurfræðinámi í Bergen þá eru svona hlutir partur af þeirri alhliða þekkingu sem verður að gera kröfu til að fagfólk hafi til að sjá aðeins út fyrir bókarröndina.
Heyrði nýlega viðtal við veðurfræðing í útvarpinu. Spyrillinn talaði dálítið um veðurfræði og veðurspádóma en kom svo með hliðarspurningu. Hann vildi spyrja veðurfræðinginn um Árna Thorlacíus. Veðurfræðingurinn vissi ekkert hver Árni Thorlacíus var. Spyrillinn sagði að hann hefði verið frumkvöðull í veðurmælingum á Íslandi. „Já, hann með veðurathugunarstöðina á Bessastöðum“ sagði veðurfræðingurinn. Það var nú ekki alveg svoleiðis því Árni Thorlacíus hóf veðurmælingar í Stykkishólmi árið 1841 (að því mig minnir) og þar hafa verið stundaðar veðurmælingar óslitið allar götur síðan, lengst allra staða í heiminum. „Æ, ég vissi þetta ekki“ sagði veðurfræðingurinn, „ég lærði nefnilega í Bergen.“ Fyrir alla þá sem hafa smá áhuga og vitneskju á veðri þá eiga menn að kannast við Árna Thorlacíus, hvað þá þegar um lærða veðurfræðinga er að ræða. Enda þótt þetta sé ekki kennt í veðurfræðinámi í Bergen þá eru svona hlutir partur af þeirri alhliða þekkingu sem verður að gera kröfu til að fagfólk hafi til að sjá aðeins út fyrir bókarröndina.
þriðjudagur, desember 19, 2006
Maður les stundum í erlendum blöðum um trúarlega söfnuði þar sem forstöðumaðurinn hefur náð slíku heljarvaldi yfir safnaðarmeðlimum að þeir hlýða honum í einu og öllu. Orð hans eru lög. Ett þekktasta dæmið á seinni árum frá nágrannalöndum okkar er norski presturinn Helge Fossmo sem starfaði í sænskum söfnuði í Knutby. Hann hélt við barnagæsluna á heimilinu og náði slíkum tökum á henni að hann fékk hana til að skjóta konuna sína og eiginmann annars viðhalds sem hann átti innan safnaðarins. Konan dó en eiginmaður hinnar konunnar lifði af. Grunsemdir eru uppi um að presturinn hafi einnig myrt fyrri konu sína. Slíkur heilaþvottur fer yfirleitt fram undir formerkjum trúar og trúarsannfæringar. Sannfæringarkraftur slíkra einstaklinga er gríðarlegur og með ólíkindum hvað þeir geta komist langt.
Þegar maður horfði á Kompáss þáttinn um Byrgið var ekki hægt að komast hjá því að leiða hugann að svona hópum þar sem einn einstaklingur deilir og drottnar og gegnur yfirleitt miklu lengra en eðlilegt er talið. Í Byrgis tilfellinu er sérstaðan sú að þar er um að ræða skjólstæðinga sem eru að leita hjálpar og treysta þeim sem ferðinni ráða. Þeir hafa í fá önnur skjól að leita. Staða þeirra er því ekki sterk. Sterkir persónuleikar hafa því nær öll ráð þeirra í hendi sér.
Ég skil forstöðumann Byrgisins að hafa ekki mætt í Kastljósið í gærkvöldi.
Mér finnst ýmislegt athyglisvert hafa komið fram í dagsljósið fyrir utan meinta misnotkun frstöðumannsins á skjólstæðingum sínum. Viðbrögð þeirra sem voru að tjá sig um málið á bloggsíðum voru um margt athyglisvert. Ýmsir vildu halda því fram að það væri verið að brjótast inn í friðhelgi einkalífs forstöðumannsins. Aðrir töldu almenning litlu varða hvað hann gerði í sínu svefnherbergi. Enn aðrir álösuðu Stöð 2 að hafa lanserað þættinum rétt fyrir jólin og þannig spillt jólagleði forstöðumanns Byrgisins og fjölskyldu hans. Maður getur ekki annað en leitt hugann að því hvort þeir hinir sömu myndu vera svipaðrar skoðunar ef þeir ættu unga dóttur sem hefði lent í erfiðleikum með eiturlyf og byndu vonir við að það tækist að snúa þeirri vegferð við með dvöl á Byrginu en kæmust svo að því hvað færi fram þar innan dyra samkvæmt Kompáss þættinum.
Í annan stað vekur staða og eftirlitsskylda stjórnvalda upp margar spurningar. Það hefur verið dælt peningum í þessa starfsemi árum saman eftirlitslaust, enda þótt komið hafi fram að fjármálaumsýsla væri öll í skötulíki. Skýrslu um málefni Byrgisins var stungið undir stól. Hvers vegna og af hverjum??? Það kemur fram að starfsemin hefur engin tilskilin leyfi til afeitrunar eða meðferðar eiturlyfjasjúklinga. Í gærkvöldi kom svo framhja Stöð 2 að fasteignaumsvif Byrgisins hafa farið vaxandi. Hvaðan koma peningarnir til þeirra hluta og hver hefur eignarhald á fasteignunum?
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Þegar maður horfði á Kompáss þáttinn um Byrgið var ekki hægt að komast hjá því að leiða hugann að svona hópum þar sem einn einstaklingur deilir og drottnar og gegnur yfirleitt miklu lengra en eðlilegt er talið. Í Byrgis tilfellinu er sérstaðan sú að þar er um að ræða skjólstæðinga sem eru að leita hjálpar og treysta þeim sem ferðinni ráða. Þeir hafa í fá önnur skjól að leita. Staða þeirra er því ekki sterk. Sterkir persónuleikar hafa því nær öll ráð þeirra í hendi sér.
Ég skil forstöðumann Byrgisins að hafa ekki mætt í Kastljósið í gærkvöldi.
Mér finnst ýmislegt athyglisvert hafa komið fram í dagsljósið fyrir utan meinta misnotkun frstöðumannsins á skjólstæðingum sínum. Viðbrögð þeirra sem voru að tjá sig um málið á bloggsíðum voru um margt athyglisvert. Ýmsir vildu halda því fram að það væri verið að brjótast inn í friðhelgi einkalífs forstöðumannsins. Aðrir töldu almenning litlu varða hvað hann gerði í sínu svefnherbergi. Enn aðrir álösuðu Stöð 2 að hafa lanserað þættinum rétt fyrir jólin og þannig spillt jólagleði forstöðumanns Byrgisins og fjölskyldu hans. Maður getur ekki annað en leitt hugann að því hvort þeir hinir sömu myndu vera svipaðrar skoðunar ef þeir ættu unga dóttur sem hefði lent í erfiðleikum með eiturlyf og byndu vonir við að það tækist að snúa þeirri vegferð við með dvöl á Byrginu en kæmust svo að því hvað færi fram þar innan dyra samkvæmt Kompáss þættinum.
Í annan stað vekur staða og eftirlitsskylda stjórnvalda upp margar spurningar. Það hefur verið dælt peningum í þessa starfsemi árum saman eftirlitslaust, enda þótt komið hafi fram að fjármálaumsýsla væri öll í skötulíki. Skýrslu um málefni Byrgisins var stungið undir stól. Hvers vegna og af hverjum??? Það kemur fram að starfsemin hefur engin tilskilin leyfi til afeitrunar eða meðferðar eiturlyfjasjúklinga. Í gærkvöldi kom svo framhja Stöð 2 að fasteignaumsvif Byrgisins hafa farið vaxandi. Hvaðan koma peningarnir til þeirra hluta og hver hefur eignarhald á fasteignunum?
Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
mánudagur, desember 18, 2006
Heyrði áhugavert viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur í Kastljósi í gærkvöldi. Það var um margt áhugavert eins og gefur að skilja því Sigríur Dúna hefur víða farið og margt séð. Mér fannst athylgisvert sem hún sagði að líklega hefðu kvennalistakonurnar farið villur vegar í upphafi þegar þær héldu því fram að málefni fjölskyldunnar kæmi bara konum og börnum við. Karlarnir skiptu þar engu máli. Þetta er að mínu mati laukrétt hjá henni og betra seint en ekki að átta sig á þessu. Umræðan þróaðist þannig hjá mörgum að í hugum ýmissa kvenna voru karlarnir persónugerfingur höfuðóvinarins og þeir áttu því ekkert gott skilið. Ég veit ekki hvort það sé rétt hjá mér en ég held að þessi hugmyndafræði hafi verið einn af banabitum kvennalistans. Það hefði verið gaman að heyra betur farið yfir ástæður þess að Kvennalistinn hvarf og sameinaðist öðrum flokkum, saddur lífdaga.
Ég trúi að það hafi verið þrúgað andrúmsloft í búningsklefa Man. Utd. í gær eftir að hafa tapað fyrir liðinu hans Gerta. Sérstaklega eftir að Chelsea skoraði tvö mörk á lokamínútunum og kláraði Everton.
Ég trúi að það hafi verið þrúgað andrúmsloft í búningsklefa Man. Utd. í gær eftir að hafa tapað fyrir liðinu hans Gerta. Sérstaklega eftir að Chelsea skoraði tvö mörk á lokamínútunum og kláraði Everton.
sunnudagur, desember 17, 2006
Það er margt áhugavert sem maður les eftrir 24 tíma hlaupið í Osló. Helge Hafsås, norski hlauparinn sem hefur hlaupið um 100 maraþon og sigrað þau öll kom með næturrútunni til Osló um morguninn sem hlaupið byrjaði. Hann lagði út á hraða sem var undir 4 mín á km og kláraði maraþonið undir 3 klst!! Hann hljóp 100 km á 7.35 klst. Menn voru farnir að tala um að hann myndi slá út heimsmet Grikkjans Kouros sem hefur hlaupið 303 km á 24 tímum. Helge þurfti hins vegar að gefa sig þegar á leið og endaði á 221 km samtals og varð fimmti. Daninn Jan Michael Andersen fra Aalborg notaði aðra tækni. Hann hljóp í 90 sekúndur og gekk í 30 sek frá upphafi. Hann var vitaskuld langt á eftir þeim fyrstu framan af en vann sig smám saman upp eftir hópnum og endaði í öðru sæti með 223,5 á eftir svíanum Ritella sem hljóp 233 km. Þetta er svo mikið spurning um skipulagningu og skynsemi.
Kim Rasmussen, bóndi frá R¢nne, sem setti danskt met í 12 tíma hlaupi með sína 137 km segist hlaupa milli 60 og 80 km í viku. Hann stefnir m.a. á Badwater sem enginn norðurlandabúi hefur klárað.
Kim Rasmussen, bóndi frá R¢nne, sem setti danskt met í 12 tíma hlaupi með sína 137 km segist hlaupa milli 60 og 80 km í viku. Hann stefnir m.a. á Badwater sem enginn norðurlandabúi hefur klárað.
laugardagur, desember 16, 2006
Fór út kl. 7.00 í morgun og tók Poweratehringinn. Það var logn, heiðskýrt og hið besta veður sem hugsast getur um miðjan desember. Í Fossvoginum kólnaði og sýndi mælirinn -9 oC. Hitti J'oa og við rúlluðum til móts við Halldór sem kom um 8.30. Víð fórum svo fyrir Kársnesið og inn að sunnanverðu. Það munaði minnstu að ég færi rakleitt heim að sækja myndavél þegar við komum innar, svo fallegt var þarna. Morgunbláminn í baksýn, tunglið yfir bænum og ljósin spegluðust í ísnum. Jói sneri heim við undirgöngin en við Halldór tókum góða brekkuæfingu. Tröppurnar, HK brekkan, Hjallakirkjubrekkan og Engihjallabrekkan voru kláraðar og svo hlupum við upp á Bústaðaveg hinsvegar. Mælirinn sagði rétt um 27 km. Góður dagur.
Í gærkvöldi fór ég uppá Nesjavallaafleggjara að taka myndir af norðurljósunum. Það voru fínar aðstæður, mikið af norðurljósum, logn og brunakuldi. Ég slökkti á bílljósunum, stóð í myrkrinu og hrofði á norðurljósin dansa um himinn. Þá kom bíll aðvífandi og stoppaði til að athuga hvað þessi undarlegi maður væri að aðhafast þarna í myrkrinu nokkuð langt frá öllum mannabyggðum. Líklega er maður eitthvað skrítinn.
Ég hef sett nokkuð af myndum af norðurljósunum inn á myndasíðuna og fengið mikil viðbrögð. Fólk allstaðar að úr heiminum (nema úr Afríku) hefur sett komment inn og glaðst yfir að sjá myndir af þessu náttúrufyrirbæri sem fæst geta ímyndað sér að þau eigi eftir að sjá með eigin augum. Norðurljósin eru sérstaklega kröftug nú um stundir vegna mikilla sólgosa að undanförnu.
Nú er það ljóst að þegar lagt er af stað með það markmið fyrir augum að það skuli vera jöfn staða karla og kvenna í efstu sætum listanna gildir einungis í aðra áttina. Svo er alla vega hjá VG. Samkvæmt reglunum sem lagt var af stað í upphafi áttu tveir karlar að færast upp en tvær konur niður til að uppfylla sett markmið. Karlagreyin vissu sem var að þeim yrði velt upp úr tjöru og fiðri og brenndir á báli ef þeir svo mikið sem létu sér detta í hug að gera ráð fyrir að upphaflegar reglur myndu gilda og þeir færu fram á að færast upp fyrir konurnar. Þeim er nú sungið lof og prís fyrir mikla riddaramennsku en niðurstaðan réttlætt með því að kynjahlutfallið sé svo skakkt hjá öðrum flokkum. Síðan hvenær var skipan lista í öðrum flokkum farin að hafa úrslitaáhrif á hvort farið væri eftir samþykktum vinnureglum eða ekki hjá stjórnmálaflokkum yfirhöfuð. Ég hef aldrei fengið aðra eins yfirhalningu á fundi eins og þegar ég orðaði hér um árið að ég væri á móti kynjakvótum. Mér væri nákvæmlega sama hvort það væru allt konur eða allt karlar sem væru í efstu sætum listans. Bara að það væri besta fólkið. Ég slapp að vísu við tjöru og fiður en mér var heldur betur lesinn lesturinn. Yfirgengileg karlremda var meðal annars sú einkunn sem mér hlotnaðist. Mér fannst þetta allt heldur fyndið og skammaðist mín ekki neitt og skipti alls ekki um skoðun. Á hinn bóginn finnst mér að ef einhverjar vinnureglur eru samþykktar áður en lagt er upp þá á ekki að breyta þeim úti í miðri á, heldur eiga þær að gilda, enda þott einhver verði fúll þegar upp er staðið.
Mér finnst rétt að Hjálmari Á. að gefa kost á sér í 1. sæti hjá Framsókn á Suðurlandi. Það eru nokkrir búnir að gefa kost á sér í það sæti sem hann skipar og því skyldi hann þá ekki stefna á 1. sætið. Viðbrögð Guðna voru vægast sagt ótrúleg. Menn eiga að vera búnir að læra það að umboð alþingismanna rennur út í lok hvers kjörtímabils og það á enginn neitt í þessum efnum. Það var kannski svo hér áður en ekki lengur. Kosningar eru eðlilegar. Hornapissið er alltaf hvimleitt. Ég man þá tíð að ungur mjólkureftirlitsmaður á Suðurlandi lagði í landbúnaðarráðherrann sem skipaði efsta sætið og munaði litlu að hann hefði ráðherrann undir. Þá þótti það bara eðlilegt að valið væri á milli manna. Það er kannski orðið breytt, hver veit.
Í gærkvöldi fór ég uppá Nesjavallaafleggjara að taka myndir af norðurljósunum. Það voru fínar aðstæður, mikið af norðurljósum, logn og brunakuldi. Ég slökkti á bílljósunum, stóð í myrkrinu og hrofði á norðurljósin dansa um himinn. Þá kom bíll aðvífandi og stoppaði til að athuga hvað þessi undarlegi maður væri að aðhafast þarna í myrkrinu nokkuð langt frá öllum mannabyggðum. Líklega er maður eitthvað skrítinn.
Ég hef sett nokkuð af myndum af norðurljósunum inn á myndasíðuna og fengið mikil viðbrögð. Fólk allstaðar að úr heiminum (nema úr Afríku) hefur sett komment inn og glaðst yfir að sjá myndir af þessu náttúrufyrirbæri sem fæst geta ímyndað sér að þau eigi eftir að sjá með eigin augum. Norðurljósin eru sérstaklega kröftug nú um stundir vegna mikilla sólgosa að undanförnu.
Nú er það ljóst að þegar lagt er af stað með það markmið fyrir augum að það skuli vera jöfn staða karla og kvenna í efstu sætum listanna gildir einungis í aðra áttina. Svo er alla vega hjá VG. Samkvæmt reglunum sem lagt var af stað í upphafi áttu tveir karlar að færast upp en tvær konur niður til að uppfylla sett markmið. Karlagreyin vissu sem var að þeim yrði velt upp úr tjöru og fiðri og brenndir á báli ef þeir svo mikið sem létu sér detta í hug að gera ráð fyrir að upphaflegar reglur myndu gilda og þeir færu fram á að færast upp fyrir konurnar. Þeim er nú sungið lof og prís fyrir mikla riddaramennsku en niðurstaðan réttlætt með því að kynjahlutfallið sé svo skakkt hjá öðrum flokkum. Síðan hvenær var skipan lista í öðrum flokkum farin að hafa úrslitaáhrif á hvort farið væri eftir samþykktum vinnureglum eða ekki hjá stjórnmálaflokkum yfirhöfuð. Ég hef aldrei fengið aðra eins yfirhalningu á fundi eins og þegar ég orðaði hér um árið að ég væri á móti kynjakvótum. Mér væri nákvæmlega sama hvort það væru allt konur eða allt karlar sem væru í efstu sætum listans. Bara að það væri besta fólkið. Ég slapp að vísu við tjöru og fiður en mér var heldur betur lesinn lesturinn. Yfirgengileg karlremda var meðal annars sú einkunn sem mér hlotnaðist. Mér fannst þetta allt heldur fyndið og skammaðist mín ekki neitt og skipti alls ekki um skoðun. Á hinn bóginn finnst mér að ef einhverjar vinnureglur eru samþykktar áður en lagt er upp þá á ekki að breyta þeim úti í miðri á, heldur eiga þær að gilda, enda þott einhver verði fúll þegar upp er staðið.
Mér finnst rétt að Hjálmari Á. að gefa kost á sér í 1. sæti hjá Framsókn á Suðurlandi. Það eru nokkrir búnir að gefa kost á sér í það sæti sem hann skipar og því skyldi hann þá ekki stefna á 1. sætið. Viðbrögð Guðna voru vægast sagt ótrúleg. Menn eiga að vera búnir að læra það að umboð alþingismanna rennur út í lok hvers kjörtímabils og það á enginn neitt í þessum efnum. Það var kannski svo hér áður en ekki lengur. Kosningar eru eðlilegar. Hornapissið er alltaf hvimleitt. Ég man þá tíð að ungur mjólkureftirlitsmaður á Suðurlandi lagði í landbúnaðarráðherrann sem skipaði efsta sætið og munaði litlu að hann hefði ráðherrann undir. Þá þótti það bara eðlilegt að valið væri á milli manna. Það er kannski orðið breytt, hver veit.
föstudagur, desember 15, 2006
fimmtudagur, desember 14, 2006
Það kemur betur og betur í ljós hvað þessi aðferðafræði sem notuð var við fátæktarmælinguna er arfavitlaus og gerir ekkert annað en að leiða umræðu um þessi mál lengst út í móa. Nú reyna menn að finna sökudólg. Í viðtali benti fjármálaráðherrann á sveitarfélögin. Formaður sambands svetiarfélaga bendir á félagsmálaráðherrann sem setur viðmiðunarreglur og á fjármálaráðherra sem ráði miklu um hvaða tekjustofna sveitarfélögin hafa. Á meðan eru menn engu nær um hver vandamálið er og hvort eigi að gera eitthvað og þá hvernig. Í öllu falli á að taka á svona málum sem mest á sértækan hátt því það nær ekki nokkurri átt að fara ausa peningum út og suður í þeirri von að fara að leysa vanda einhverra. Í þessu sambandi má minna á þegar ríkisstjórnin sem sat á árunum 1980 - 1983 fór að senda út ávísanir til tekjulágra einstaklinga eftir viðlíka fátæktarumræðu. Það átaksverkefni varð að almennu athlægi í samfélaginu þegar sýnt var hvar ávísanirnar lentu.
Þegar er verið að vísa til að hlutir séu svo og svo í nálægum löndum þá gleymist alltaf að minna á að það þarf að afla peninga fyrir öllum þessum útgjöldum ríkisins sem mörgum finnst svo sjálfsögð. Hvernig er það gert? Jú, með sköttum á fyrirtæki og einstaklinga. beinir skattar á einstaklinga í Svíþjóð eru yfir 50% af ráðstöfunartekjum. Ætli þeir séu ekki nálægt því að vera um 25% hérlendis að jafnaði þegar tekið er tillit til persónuafsláttar. Ætli menn vildu að ríki og svetiarfélög kroppuðu um helming úr launaumslaginu til að standa undir öllum þeim útgjöldum sem mannkynsfrelsararnir vilja stofna til svo hægt sé að uppfylla loforðaflauminn? Alla vega vildi ég það ekki.
Maður spyr sig stundum hve lágt getur hin svokallaða fréttamennska lagst. Á því virðast ekki vera mikil takmörk. RÚV sökk þó einna dýpst sem ég hef heyrt í hádegisfréttum í gær. Þá var rætt við verslunareigenda sem flytur inn leikföng. Í upphafi var aðeins rætt um skatta og álögur á leikföng en svo barst talið hraðar en hratt að einhverju leikfangi sem heitir Skelfir og nefnd verslun flytur inn. Leikfanginu var lýst í smáatriðum aftan og framan, hvað það gerir og svo framvegis og að endingu var klykkt út með: „Verður þetta svo ekki jólagjöfin í ár?“ „Jú auðvitað verður þetta jólagjöfin í ár“ sagði verslunareigandinn glaðbeittur eftir að hafa fengið gríðarlanga ókeypis auglýsingu í hádegisfréttum útvarpsins. Ef ég væri útvarpsstjóri hefði ég rekið hinn svokallaða fréttamann á stundinni.
Þegar er verið að vísa til að hlutir séu svo og svo í nálægum löndum þá gleymist alltaf að minna á að það þarf að afla peninga fyrir öllum þessum útgjöldum ríkisins sem mörgum finnst svo sjálfsögð. Hvernig er það gert? Jú, með sköttum á fyrirtæki og einstaklinga. beinir skattar á einstaklinga í Svíþjóð eru yfir 50% af ráðstöfunartekjum. Ætli þeir séu ekki nálægt því að vera um 25% hérlendis að jafnaði þegar tekið er tillit til persónuafsláttar. Ætli menn vildu að ríki og svetiarfélög kroppuðu um helming úr launaumslaginu til að standa undir öllum þeim útgjöldum sem mannkynsfrelsararnir vilja stofna til svo hægt sé að uppfylla loforðaflauminn? Alla vega vildi ég það ekki.
Maður spyr sig stundum hve lágt getur hin svokallaða fréttamennska lagst. Á því virðast ekki vera mikil takmörk. RÚV sökk þó einna dýpst sem ég hef heyrt í hádegisfréttum í gær. Þá var rætt við verslunareigenda sem flytur inn leikföng. Í upphafi var aðeins rætt um skatta og álögur á leikföng en svo barst talið hraðar en hratt að einhverju leikfangi sem heitir Skelfir og nefnd verslun flytur inn. Leikfanginu var lýst í smáatriðum aftan og framan, hvað það gerir og svo framvegis og að endingu var klykkt út með: „Verður þetta svo ekki jólagjöfin í ár?“ „Jú auðvitað verður þetta jólagjöfin í ár“ sagði verslunareigandinn glaðbeittur eftir að hafa fengið gríðarlanga ókeypis auglýsingu í hádegisfréttum útvarpsins. Ef ég væri útvarpsstjóri hefði ég rekið hinn svokallaða fréttamann á stundinni.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Alltaf gaman að þekkja fólk sem stendur upp úr. Svo var í morgun þegar ég fletti Mogganum. Þetta fína viðtal við Bibbu ofurkonu og væntanlega járnkerlingu. Hún er eitt dæmi af mörgum þar sem fólk stendur upp úr sóffanum, heldur á vit hins óþekkta og kemst á leiðarenda. Flott og nú verður gaman að fylgjast með næstu sex mánuði.
Maður er alltaf að heyra skemmtilegar og eftirminnilegar frásagnir. Þegar við Orwell hlupum saman á sunnudaginn spjölluðum við margt. Hann verður 63 ára á næsta ári, léttur í spori eins og laufblað í vindi, og stefnir að því að bæta sinn besta maraþontíma sem er góður (rétt rúmar 3.20). Hann sagði mér meðal annars að hann hefði hætt að reykja og drekka rétt fyrir fimmtugt. Upp úr því fór hann að hreyfa sig reglubundið með frábærum árangri. Hann var ekkert að skafa utan af því að líf hans og tilvera væri töluvert öðruvísi ef hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun á sínum tíma. Svo er vafalaust um marga fleiri. Svona frásagnir ættu að vera fólki hvatning til að takast á við sjálfan sig og draga að fram í dagsljósið sem býr undir niðri hjá svo mörgum en fær ekki að njóta sín. Ég held að það sé laukrétt sem ég las í sænsku dagblaði um daginn að ástand skrokksins á árunum milli 50 og 60 ára skiptir höfuðatriði um hvernig seinni hluti æfinnar verður.
Hitti gamlan kunningja minn í gærkvöldi. Hann var í sveit heima á Sandinum þegar hann var strákur svo hann er eins og náskyldur. Hann hætti að drekka vín fyrir ári síðan og gerði það á svolítið sérstakan hátt. Hann er matreiðslumeistari og hefur unnið alla sína æfi við það. Hann kann því að standa fyrir góðum veislum. Þegar hann var fimmtugur bauð hann fjölskyldunni og nánum vinu heim og gerði þeim góða veislu eftir því sem hann best kunni. Með matnum var vín af mörgum sortum og góðum. Þegar síðan var vel áliðið kvölds þá kvaddi hann sér hljóðs og sagði gestum frá ákvörðun sinni. Það sem meira var, hann sagðist ætla að skipta öllu því víni sem hann ætti (sem var bara dálítið mikið í magni og gæðum) meðal gestanna og bað þá að taka það heim með sér þegar þeir færu úr veislunni. Fyrst ætlaði fólkið ekki að trúa honum en þegar hann fór að bera vínin bæði gömul og göfug inn í stofuna og skipta því á milli nærstaddra þá varð fólk að trúa því sem sagt var. Þetta gekk allt eftir, gestirnir tóku með sér allt vín úr húsinu og hann hefur ekki smakkað dropa af víni síðan. Ég veit ekki hvort hann átti í nokkrum vandræðum með víndrykkju en honum fannst bara nóg komið og rak endahnútinn á þessa períódu með eftirminnilegum hætti..
Maður er alltaf að heyra skemmtilegar og eftirminnilegar frásagnir. Þegar við Orwell hlupum saman á sunnudaginn spjölluðum við margt. Hann verður 63 ára á næsta ári, léttur í spori eins og laufblað í vindi, og stefnir að því að bæta sinn besta maraþontíma sem er góður (rétt rúmar 3.20). Hann sagði mér meðal annars að hann hefði hætt að reykja og drekka rétt fyrir fimmtugt. Upp úr því fór hann að hreyfa sig reglubundið með frábærum árangri. Hann var ekkert að skafa utan af því að líf hans og tilvera væri töluvert öðruvísi ef hann hefði ekki tekið þessa ákvörðun á sínum tíma. Svo er vafalaust um marga fleiri. Svona frásagnir ættu að vera fólki hvatning til að takast á við sjálfan sig og draga að fram í dagsljósið sem býr undir niðri hjá svo mörgum en fær ekki að njóta sín. Ég held að það sé laukrétt sem ég las í sænsku dagblaði um daginn að ástand skrokksins á árunum milli 50 og 60 ára skiptir höfuðatriði um hvernig seinni hluti æfinnar verður.
Hitti gamlan kunningja minn í gærkvöldi. Hann var í sveit heima á Sandinum þegar hann var strákur svo hann er eins og náskyldur. Hann hætti að drekka vín fyrir ári síðan og gerði það á svolítið sérstakan hátt. Hann er matreiðslumeistari og hefur unnið alla sína æfi við það. Hann kann því að standa fyrir góðum veislum. Þegar hann var fimmtugur bauð hann fjölskyldunni og nánum vinu heim og gerði þeim góða veislu eftir því sem hann best kunni. Með matnum var vín af mörgum sortum og góðum. Þegar síðan var vel áliðið kvölds þá kvaddi hann sér hljóðs og sagði gestum frá ákvörðun sinni. Það sem meira var, hann sagðist ætla að skipta öllu því víni sem hann ætti (sem var bara dálítið mikið í magni og gæðum) meðal gestanna og bað þá að taka það heim með sér þegar þeir færu úr veislunni. Fyrst ætlaði fólkið ekki að trúa honum en þegar hann fór að bera vínin bæði gömul og göfug inn í stofuna og skipta því á milli nærstaddra þá varð fólk að trúa því sem sagt var. Þetta gekk allt eftir, gestirnir tóku með sér allt vín úr húsinu og hann hefur ekki smakkað dropa af víni síðan. Ég veit ekki hvort hann átti í nokkrum vandræðum með víndrykkju en honum fannst bara nóg komið og rak endahnútinn á þessa períódu með eftirminnilegum hætti..
þriðjudagur, desember 12, 2006
Þessi fátæktarumræða hefur þróast út í hafsauga eins og fyrri daginn. Popúlistar í stjórnmálum hafa gripið hana á lofti og hamra á því að 4200 börn á Íslandi séu fyrir neðan fátæktarmörk. Það eina sem er rétt í þeirri fullyrðingu er að ákveðinn fjöldi barna kemur frá heimilum þar sem heimilistekjur eru 50% lægri en hjá því heimili sem er með miðgildistekjur, liggur í miðjunni að fjölda til. Það segir ekkert til um hver hin raunverulega þörf er. Ef tekið er ultra dæmi þá er með sömu rökum hægt að fullyrða að í löndum þar sem afar mikil fátækt er þá séu mjög fáir fátækir því það hafa mjög fáir tekjur sem eru meir en 50% fyrir neðan miðgildið því að eru allir jafn fátækir. Mér finnst þessi aðferðafræði við að mæla fátækt vera mjög röng og segir ekkert til um hið raunverulega ástand.
Á sama hátt segir viðtalið við konuna í hádeginu íá Rás 2 ekkert til um hvernig ástandið er almennt. Ég hef alltaf vitað að það eru til fjölskyldur í þessu þjóðfélagi og í öllum öðrum þjóðfélögum sem eru fátækar og hafa lent í erfiðleikum. Fyrir því eru ótal ástæður. Sveitarfélögin hafa á sinni könnu að leggja því fólki lið sem þarf á aðstoð að halda og getur ekki séð fyrir sér sjálft. Það heitir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það eru sértækar aðgerðir. Vitlausast af öllu er að fara að ausa peningum út yfir allt og alla til að bjarga málum þeirra fáu sem eru hjálparþurfi. Síðan er til fólk sem hefur lent í erfiðleikum vegna þess að það hefur tekið rangar ákvarðanir, misst allar eigur sínar t.d. vegna glannalegra fjárfestinga. Á ríkið að koma um leið á staðinn og bjarga öllu þannig að menn geti verið áhyggjulausir við slíkar aðstæður? Aðrir hafa aðra forgangsröðun en gerist og gengur. Vinna lítið, eyða miklu í brennivín og annað rugl. Hver er ábyrgð ríkisins í slíkum tilfellum. Aðstoð his opinbera á að vera öryggisnet þannig að fólk líði ekki neyð en það á ekki að taka sjálfbjargarhvötina frá fólki eins og hefur gerst í Skandinavíu sem alltaf er verið að vitna til um fyrirmyndarsamfélögin hvað varðar opinbera aðstoð.
Popúlistarnir hafa verið að tala um að nú verði að fara að útrýma fátæktinni. Bara eins og rottum eða lús. Það er lágmarkskrafa til þeirra sem kalla sig fréttamenn að það sé gengið á viðkomandi aðila og þeir látnir lýsa forskriftinni að þeirri útrýmingarherferð. Mér finnst allt of mikið um það að menn komist up með að strá um sig innistæðulausum orðaleppum sem ekkert er að marka, ekki síst í nágrenni kosninga.
24 tíma hlaupið var í Bislet í Osló á helginni. Þar var margt mikilla kempna. Allri norrænu félagar mínir frá WS í fyrra voru þar. Kim Rasmussen frá Danmörku setti landsmet í 12 tíma hlaupi og hljóp 137,3 km á 12 tímum. Hann bætti sig einnig í 100 km hlaupi. Einnig setti Barbro Nilsson sænskt met í 12 tíma hlaupi.
Árangur frá 24 tíma hlaupinu.
Navn Fjöldi hringja Vegalengd samtals
1. Christian Ritella, Sverige 428 233,6km
2. Jan Michael Andersen , Danmark 410 223,5km
3. Per Gunnar Alfheim, Norge 408 222,6km
4. Eiolf Eivindsen, Norge 402 219,2km
5. Helge Hafsås, Norge 401 219,0km
6. Jon Harald Berge, Norge 391 213,3km
7. Kenny Wallstrøm, Sverige 383 209,2km
8. Otto Elmgart, Sverige 378 206,3km
9. Ivan Bretan, Sverige 376 204,9km
10 Stefan Lindvall, Sverige 375 204,4km
11. Mattias Bramstång, Sverige 370 202,1km
12. Tommi Ilari Nietosjärvi, Finland 369 201,3km
13. Kjell-Ove Skoglund, Sverige 366 199,5km
14. Andriy Solodovnikov, Ukraina 360 196,5km
15. Lars Chr. Dørum, Norge 359 195,9km
16. Trond Sjåvik, Norge 358 195,1km
17. Seppo Leinonen, Finland 353 192,7km
18. Vlastimil Dvoraèek, Tsjekkia 345 188,0km
(45 løpere klarte over 200 runder på Bislett)
Damer:
1. Edit Bérces, Ungarn 393 214,7km
2. Sharon Broadwell, Norge 370 201,7km
3. Tina Kristiansen, Danmark 341 186,2km
Það var svolítið athyglisvert að norðmaðurinn Helge Hafsås, sem endaði fimmti, var langfyrstur framan af. Eftir sex tíma var hann um 26 km á undan Ritella sem vann. Þeim mun hélt hann lengi. Ritella kláraði 61 km á sex tímum. Hann hélt hins vegar út allan tímann á jöfnum hraða á meðan Helge þurfti að hætta eftir 21 klst. Svona getur taktik skipt miklu máli. Félagi Eiolf kemur sterkur inn með 219 km og setti persónulegt met. Trond Sjovik sem var í WS í fyrra og er mikil hlaupari kláraði 195 km. Kjell Ove Skoglund er vel á sjötugsaldri og er einn af „grand old man“ i þessu samhengi. Hann klárar rétt um 200 km. Hringurinn var 544 metrar og það voru 45 hlauparar sem kláruðu yfir 200 hringi eða um 108 km. Gaman hefði verið að vera með en það bíður betri tíma.
Á sama hátt segir viðtalið við konuna í hádeginu íá Rás 2 ekkert til um hvernig ástandið er almennt. Ég hef alltaf vitað að það eru til fjölskyldur í þessu þjóðfélagi og í öllum öðrum þjóðfélögum sem eru fátækar og hafa lent í erfiðleikum. Fyrir því eru ótal ástæður. Sveitarfélögin hafa á sinni könnu að leggja því fólki lið sem þarf á aðstoð að halda og getur ekki séð fyrir sér sjálft. Það heitir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Það eru sértækar aðgerðir. Vitlausast af öllu er að fara að ausa peningum út yfir allt og alla til að bjarga málum þeirra fáu sem eru hjálparþurfi. Síðan er til fólk sem hefur lent í erfiðleikum vegna þess að það hefur tekið rangar ákvarðanir, misst allar eigur sínar t.d. vegna glannalegra fjárfestinga. Á ríkið að koma um leið á staðinn og bjarga öllu þannig að menn geti verið áhyggjulausir við slíkar aðstæður? Aðrir hafa aðra forgangsröðun en gerist og gengur. Vinna lítið, eyða miklu í brennivín og annað rugl. Hver er ábyrgð ríkisins í slíkum tilfellum. Aðstoð his opinbera á að vera öryggisnet þannig að fólk líði ekki neyð en það á ekki að taka sjálfbjargarhvötina frá fólki eins og hefur gerst í Skandinavíu sem alltaf er verið að vitna til um fyrirmyndarsamfélögin hvað varðar opinbera aðstoð.
Popúlistarnir hafa verið að tala um að nú verði að fara að útrýma fátæktinni. Bara eins og rottum eða lús. Það er lágmarkskrafa til þeirra sem kalla sig fréttamenn að það sé gengið á viðkomandi aðila og þeir látnir lýsa forskriftinni að þeirri útrýmingarherferð. Mér finnst allt of mikið um það að menn komist up með að strá um sig innistæðulausum orðaleppum sem ekkert er að marka, ekki síst í nágrenni kosninga.
24 tíma hlaupið var í Bislet í Osló á helginni. Þar var margt mikilla kempna. Allri norrænu félagar mínir frá WS í fyrra voru þar. Kim Rasmussen frá Danmörku setti landsmet í 12 tíma hlaupi og hljóp 137,3 km á 12 tímum. Hann bætti sig einnig í 100 km hlaupi. Einnig setti Barbro Nilsson sænskt met í 12 tíma hlaupi.
Árangur frá 24 tíma hlaupinu.
Navn Fjöldi hringja Vegalengd samtals
1. Christian Ritella, Sverige 428 233,6km
2. Jan Michael Andersen , Danmark 410 223,5km
3. Per Gunnar Alfheim, Norge 408 222,6km
4. Eiolf Eivindsen, Norge 402 219,2km
5. Helge Hafsås, Norge 401 219,0km
6. Jon Harald Berge, Norge 391 213,3km
7. Kenny Wallstrøm, Sverige 383 209,2km
8. Otto Elmgart, Sverige 378 206,3km
9. Ivan Bretan, Sverige 376 204,9km
10 Stefan Lindvall, Sverige 375 204,4km
11. Mattias Bramstång, Sverige 370 202,1km
12. Tommi Ilari Nietosjärvi, Finland 369 201,3km
13. Kjell-Ove Skoglund, Sverige 366 199,5km
14. Andriy Solodovnikov, Ukraina 360 196,5km
15. Lars Chr. Dørum, Norge 359 195,9km
16. Trond Sjåvik, Norge 358 195,1km
17. Seppo Leinonen, Finland 353 192,7km
18. Vlastimil Dvoraèek, Tsjekkia 345 188,0km
(45 løpere klarte over 200 runder på Bislett)
Damer:
1. Edit Bérces, Ungarn 393 214,7km
2. Sharon Broadwell, Norge 370 201,7km
3. Tina Kristiansen, Danmark 341 186,2km
Það var svolítið athyglisvert að norðmaðurinn Helge Hafsås, sem endaði fimmti, var langfyrstur framan af. Eftir sex tíma var hann um 26 km á undan Ritella sem vann. Þeim mun hélt hann lengi. Ritella kláraði 61 km á sex tímum. Hann hélt hins vegar út allan tímann á jöfnum hraða á meðan Helge þurfti að hætta eftir 21 klst. Svona getur taktik skipt miklu máli. Félagi Eiolf kemur sterkur inn með 219 km og setti persónulegt met. Trond Sjovik sem var í WS í fyrra og er mikil hlaupari kláraði 195 km. Kjell Ove Skoglund er vel á sjötugsaldri og er einn af „grand old man“ i þessu samhengi. Hann klárar rétt um 200 km. Hringurinn var 544 metrar og það voru 45 hlauparar sem kláruðu yfir 200 hringi eða um 108 km. Gaman hefði verið að vera með en það bíður betri tíma.
sunnudagur, desember 10, 2006
Fór góðan hring í morgun með Orwell. Í morgun vorum við hinir einu sem fylktum liði undir merkjum Vinum Gullu og fórum hefðbundinn hring vestur á Eiðistorg. Meðfram sjónum var fínt að hlaupa en strax og lengra dró frá sjónum var hálkan til leiðinda.
Nú er byrjuð hin árvissa umræða um fátækt. Það er rétt að gleyma því ekki að atvinnuleysi er ekkert í landinu. Það geta allir fengið vinnu sem vilja og geta unnið. Mér finnst ýmsir tala oft svo sem að það sé hægt að útrýma fátækt. Slíkt er firra. Í öllum samfélögum eru aðstæður manna misjafnar ýmissa hluta vegna. Aðstæður ýmissa eru sjálfskaparvíti en það fólk sem lendir í óviðráðanlegum erfiðleikum vegna veikinda eða slysa er oftast verst sett því slíkt gerir ekki boð á undir sér. Í slíkum tilfellum á samtryggingarkerfið að koma til skjalanna. Þó er vandrataður meðalvegurinn. Á hinum norðurlandanna er ásóknin í að fá sig metinn til örorku orðin það mikil að það er orðið þjóðfélagsmein. Félagsleg aðstoð er það mikil að margt fólk sér ekki tilgang í að vera að vinna ef það hefur það bara þokkalegt á bótum frá hinu opinbera. Það eru því æ færri sem standa undir verðmætasköuninni og velferðarkerfinu. Þarna lenda menn fljótt í vítahring, skattarnir hækka og hækka og fyrirtækin fara að leita til annara landa þar sem skattlagning er lægri. Viðbrögðin eru að hækka skattana enn meir á þá sem eftir eru.
Fyrir helgina var lögð fram skýrsla um fátækt á Íslandi. Þar kom fram að 6,6% barna á landinu lifðu við fátækt. Vísað var til að skýrslan hafi verið unnin eftir aðferðum frá OECD og þá á hún að vera óumdeilanleg. Ef hægt er að vísa til einhvers frá útlandinu er það óvéfengjanlegur gæðastimpill í augum margra. Stjórnmálamenn voru þegar komnir í fjölmiðla í gærkvöldi og héldu því fram að nú yrði að fara að útrýma fátæktinni með hækkun barnabóta. Mér finnst í fyrsta lagi frábært að samkvæmt þessari skýrslu skuli 93,4% barna á Íslandi lifa við góðar efnahagslegar aðstæður. Samkvæmt þessari skýrslu eru það því sára sára fá börn sem geta ekki stundað íþróttir eða tómstundastarf vegnafjárhagserfiðleika. Það er nefnilega oft svo í umræðunni að það er fjasað um að það sé gríðarlega stór hluti barna sem geti ekki tekið þátt í slíku tónstundastarfi af fjárhagslegum ástðum. Ef það eru ekki til peningar fyrir þessu þá virðist það fyrst og fremst vera um að kenna forgangsröðun foreldra samkvæmt þessari skýrslu.
En hvernig er fátækt skilgreind? Það kom ekki fram í umfjöllun fjölmiðla í gærkvöldi en skýrðist betur í Mogganum í morgun. Aferðafræði OECD gengur út frá því að fátæktarmörk miðast við ráðstöfunartekjur heimilanna. Fátæktarmörk eru skilgreind sem 50% af miðtekjum. Það eru ekki meðaltekjur heldur tekjur þess heimilis þar sem eru jafnmörg heimili með hærri tekjur og með lægri tekjur. Ef 100.000 heimili eru í landinu þá eru miðtekjur hjá heimili nr 50.000. Það er því sama þótt laun allra væru hækkuð um 100%, þá myndi hlutfall fátækra ekki breytast. Ég verð nú að segja að þetta er dálítið skrítin aðferðafræði. Það er ekki miðað við kostnað við framfærsluþörf annars vegar og ráðstöfunartekjur hins vegar, heldur er miðað við meðaldreifingu. Fátækt er því mjög afstæð samkvæmt þessu. Ef tekjur míns heimilis væru nálægt miðgildi þá væri ég ekki fátækur. Ef tekjur allra annara en mín myndu hækka svo mikið að ég væri með tekjur sem væru meir en 50% lægri en tekjur þess heimilis sem væri miðgildi þá er ég fátækur enda þótt ekkert annað hefði breyst. Vafalaust er ég skilgreindur fátækur miðað við tekjur þeirra sem eru hæst launaðir í samfélaginu en miðað við framfærslukostnað venjulegs heimilis þá er ég langt frá því að vera fátækur. Það er líklega vegna þessa sem einhverjir Vinstri grænna vilja reka ríka fólkið úr landi til að auka jöfnuðinn í samfélaginu. Þá myndi fátækum fækka samkvæmt þessari aðferðafræði. Í Mogganum kemur einnig fram að ef einvörðungu er miðað við launatekjur þá eru búa 12,7% barna við fátækt. Ef áhrif skattkerfis og sérstaklega barna- og vaxtabóta lækkar hlutfallið um 6,1% eða niður í 6,6%. Þegar tekið er tillit til námslána lækkar hlutfallið í 6,3% Ef tekið sé tillit til meðlagsgreiðslna þá lækki hlutfallið enn meir en það er ekki hægt að reikna það út. Nú, það er þá svona, það eru ekki allar tekjur teknar með. Niðurstöðurnar eru því rangar. Það er því enn lægra hlutfall barna sem býr við fátækt en hefur komið fram í fréttum.
Ég hef á tilfinningunni að það sé nauðsynlegt fyrir einhverja að gera sem mest úr þessari umræðu. Heyrði í forstöðumanni Fjölskylduhjálparinnar um að það væri voðalegt ef allir krakkar í skólum væru ekki í hátískufatnaði því það stingi í augun. Ég verð nú bara að segja að þarna finnst mér þykkt skorið. Ég hef aldrei heyrt talað um nauðsyn þess á mínu heimili að það þurfi að kaupa inn dýran tískufatnað til að klæðast í skólanum. Það má vel vera að svo sé annarsstaðar. En að skilgreina það fátækt að vera ekki í gallabuxum sem kosta 15 - 20 þúsund kall, það kaupi ég bara alls ekki.
Þegar ég var í skóla og lifði mestan part á námslánum þá hafði maður ekki mikla peninga milli handanna. Maður stillti þarfirnar eftir fjárhagslegri getu hverju sinni. Þetta var lífstíll sem maður hafði valið og var bara ánægður yfir því að geta verið í skóla enda þótt fjárráðin væru ekki mikil. Í þessari skýrslu hefði ég vafalaust verið skilgreindur bláfátækur. Það er hins vegar rangt í mínum augum. Á námsárum er maður að fjárfesta í framtíðinni. Íslenskt þjóðfélag er þannig að það getur hver sem vill farið í langskólanám. Þó námsmenn hafi takmarkuð fjárráð er það ekki birtingarmynd fátæktar. Það er hörmulegt þegar umræða um jafnalvarlegan hlut og fátækt byggir á svo veikum grunni eins og þessi skýrsla virðist vera. Það verður gaman að heyra hvað Stefán Ólafsson fátæktarsérfræðingur segir í útvarpinu í kvöld. Ég á hins vegar ekki von á að fréttamenn spyrji hann kerfjandi spurninga um aðferðafræðina heldur kói með eins og vanalega.
Nú er byrjuð hin árvissa umræða um fátækt. Það er rétt að gleyma því ekki að atvinnuleysi er ekkert í landinu. Það geta allir fengið vinnu sem vilja og geta unnið. Mér finnst ýmsir tala oft svo sem að það sé hægt að útrýma fátækt. Slíkt er firra. Í öllum samfélögum eru aðstæður manna misjafnar ýmissa hluta vegna. Aðstæður ýmissa eru sjálfskaparvíti en það fólk sem lendir í óviðráðanlegum erfiðleikum vegna veikinda eða slysa er oftast verst sett því slíkt gerir ekki boð á undir sér. Í slíkum tilfellum á samtryggingarkerfið að koma til skjalanna. Þó er vandrataður meðalvegurinn. Á hinum norðurlandanna er ásóknin í að fá sig metinn til örorku orðin það mikil að það er orðið þjóðfélagsmein. Félagsleg aðstoð er það mikil að margt fólk sér ekki tilgang í að vera að vinna ef það hefur það bara þokkalegt á bótum frá hinu opinbera. Það eru því æ færri sem standa undir verðmætasköuninni og velferðarkerfinu. Þarna lenda menn fljótt í vítahring, skattarnir hækka og hækka og fyrirtækin fara að leita til annara landa þar sem skattlagning er lægri. Viðbrögðin eru að hækka skattana enn meir á þá sem eftir eru.
Fyrir helgina var lögð fram skýrsla um fátækt á Íslandi. Þar kom fram að 6,6% barna á landinu lifðu við fátækt. Vísað var til að skýrslan hafi verið unnin eftir aðferðum frá OECD og þá á hún að vera óumdeilanleg. Ef hægt er að vísa til einhvers frá útlandinu er það óvéfengjanlegur gæðastimpill í augum margra. Stjórnmálamenn voru þegar komnir í fjölmiðla í gærkvöldi og héldu því fram að nú yrði að fara að útrýma fátæktinni með hækkun barnabóta. Mér finnst í fyrsta lagi frábært að samkvæmt þessari skýrslu skuli 93,4% barna á Íslandi lifa við góðar efnahagslegar aðstæður. Samkvæmt þessari skýrslu eru það því sára sára fá börn sem geta ekki stundað íþróttir eða tómstundastarf vegnafjárhagserfiðleika. Það er nefnilega oft svo í umræðunni að það er fjasað um að það sé gríðarlega stór hluti barna sem geti ekki tekið þátt í slíku tónstundastarfi af fjárhagslegum ástðum. Ef það eru ekki til peningar fyrir þessu þá virðist það fyrst og fremst vera um að kenna forgangsröðun foreldra samkvæmt þessari skýrslu.
En hvernig er fátækt skilgreind? Það kom ekki fram í umfjöllun fjölmiðla í gærkvöldi en skýrðist betur í Mogganum í morgun. Aferðafræði OECD gengur út frá því að fátæktarmörk miðast við ráðstöfunartekjur heimilanna. Fátæktarmörk eru skilgreind sem 50% af miðtekjum. Það eru ekki meðaltekjur heldur tekjur þess heimilis þar sem eru jafnmörg heimili með hærri tekjur og með lægri tekjur. Ef 100.000 heimili eru í landinu þá eru miðtekjur hjá heimili nr 50.000. Það er því sama þótt laun allra væru hækkuð um 100%, þá myndi hlutfall fátækra ekki breytast. Ég verð nú að segja að þetta er dálítið skrítin aðferðafræði. Það er ekki miðað við kostnað við framfærsluþörf annars vegar og ráðstöfunartekjur hins vegar, heldur er miðað við meðaldreifingu. Fátækt er því mjög afstæð samkvæmt þessu. Ef tekjur míns heimilis væru nálægt miðgildi þá væri ég ekki fátækur. Ef tekjur allra annara en mín myndu hækka svo mikið að ég væri með tekjur sem væru meir en 50% lægri en tekjur þess heimilis sem væri miðgildi þá er ég fátækur enda þótt ekkert annað hefði breyst. Vafalaust er ég skilgreindur fátækur miðað við tekjur þeirra sem eru hæst launaðir í samfélaginu en miðað við framfærslukostnað venjulegs heimilis þá er ég langt frá því að vera fátækur. Það er líklega vegna þessa sem einhverjir Vinstri grænna vilja reka ríka fólkið úr landi til að auka jöfnuðinn í samfélaginu. Þá myndi fátækum fækka samkvæmt þessari aðferðafræði. Í Mogganum kemur einnig fram að ef einvörðungu er miðað við launatekjur þá eru búa 12,7% barna við fátækt. Ef áhrif skattkerfis og sérstaklega barna- og vaxtabóta lækkar hlutfallið um 6,1% eða niður í 6,6%. Þegar tekið er tillit til námslána lækkar hlutfallið í 6,3% Ef tekið sé tillit til meðlagsgreiðslna þá lækki hlutfallið enn meir en það er ekki hægt að reikna það út. Nú, það er þá svona, það eru ekki allar tekjur teknar með. Niðurstöðurnar eru því rangar. Það er því enn lægra hlutfall barna sem býr við fátækt en hefur komið fram í fréttum.
Ég hef á tilfinningunni að það sé nauðsynlegt fyrir einhverja að gera sem mest úr þessari umræðu. Heyrði í forstöðumanni Fjölskylduhjálparinnar um að það væri voðalegt ef allir krakkar í skólum væru ekki í hátískufatnaði því það stingi í augun. Ég verð nú bara að segja að þarna finnst mér þykkt skorið. Ég hef aldrei heyrt talað um nauðsyn þess á mínu heimili að það þurfi að kaupa inn dýran tískufatnað til að klæðast í skólanum. Það má vel vera að svo sé annarsstaðar. En að skilgreina það fátækt að vera ekki í gallabuxum sem kosta 15 - 20 þúsund kall, það kaupi ég bara alls ekki.
Þegar ég var í skóla og lifði mestan part á námslánum þá hafði maður ekki mikla peninga milli handanna. Maður stillti þarfirnar eftir fjárhagslegri getu hverju sinni. Þetta var lífstíll sem maður hafði valið og var bara ánægður yfir því að geta verið í skóla enda þótt fjárráðin væru ekki mikil. Í þessari skýrslu hefði ég vafalaust verið skilgreindur bláfátækur. Það er hins vegar rangt í mínum augum. Á námsárum er maður að fjárfesta í framtíðinni. Íslenskt þjóðfélag er þannig að það getur hver sem vill farið í langskólanám. Þó námsmenn hafi takmarkuð fjárráð er það ekki birtingarmynd fátæktar. Það er hörmulegt þegar umræða um jafnalvarlegan hlut og fátækt byggir á svo veikum grunni eins og þessi skýrsla virðist vera. Það verður gaman að heyra hvað Stefán Ólafsson fátæktarsérfræðingur segir í útvarpinu í kvöld. Ég á hins vegar ekki von á að fréttamenn spyrji hann kerfjandi spurninga um aðferðafræðina heldur kói með eins og vanalega.
laugardagur, desember 09, 2006
Glæpamenn hafa alltaf verið til og verða alltaf til. Morðingjar, innbrotsþjófar, nauðgarar, barnaníðingar, slagsmálahundar. Karlmenn eru vafalaust í meirihluta glæpamanna. Karlkyn allra tegunda er aggressivara en kvenkynið. Það er engin afsökun en það getur verið ástæða. Enda þótt flestir glæpamanna séu karlmenn þá eru ekki flestir karlmenn glæpamenn. Þetta ætti það fólk að hafa í huga sem fjallar nú dag út og dag inn um að karlmenn séu nauðgarar. Þegar einhverjir strákar eru að sýna sig á Laugavegnum með þann boðskap að karlmenn eigi að hætta að nauðga þá skil ég það ósköp vel að þeim sé tekið misjafnlega.
Kóklestin var á ferðinni í dag. Í tilefni þess var varla talað um annað í síðdegisútvarpi Rásar 2 þegar ég opnaði fyrir útvarpið. Heyrði einu sinni í dag talað við markaðsstjóra Kók um málið. Hann sagði að kók væri svo svalandi og hressandi og yfirleitt svo ágætur drykkur að hann seldi sig sjálfur. Hver ætli séu takmörk þess að sem reynt er að ljúga að fólki? Það eru ekki mörg fyrirtæki sem leggja aðra eins fjármuni í markaðssetningu, auglýsingar og ímyndarsköpun eins og kók. Hvað er Kóklestin annað en markaðssetningarjippó? Með því að tengja kók sérstaklega við jólin er reynt að húkka smábörnin á krókinn eins snemma og mögulegt er. Feiti vinalegi bandaríksi kókjólasveinninn var enginn tilviljun. Mér finnst kók vera ógeðslegt fyrirbæri. Ávanabindandi sykurdrulla. Hvað ætli Rúv hafi fengið borgað fyrir að hafa öll þessi viðtöl? Svo má óska Kók til hamingju með daginn. Gosdrykkir lækka allra mest í verði samkvæmt nýjum lögum alþingis um lækkun vsk á matvæli.
Alþingismenn náðu saman um að taka sér fimm vikna jólafrí. Síðan verður þingstörgfum haldið áfram í ca sex vikur en þá verður þingstörfum slitið þar sem kosningar verða í vor, þann 13. maí. Síðan kemur þing saman eftir fjóran og hálfan mánuð eða um mánaðamótin sept - okt. Þetta er víst sem kallað er þægileg innivinna. Ég hef aldrei skilið það þegar þingstörfum er slitið sérstaklega snemma vagna sveitarstjóranrkosninga. Það er eins og þingmenn hafi á tilfinningunni að litlu bræður þeirra, sveitarsjórnarmenn, geti ekki klárað sína konsingabaráttu án þess að stóri bróðir komi og hjálpi þeim, hvort sem þeir vilja eða ekki. Í Svíþjóð og Danmörku er kosið til sveitarstjórna og alþingis á sama deginum. Það væri tilraunarinnar virði að gera það hérlendis. Það væri fróðlegt að bera saman starfstíma þingsins hérlendis við löggjafararsamkomur á hinum norðurlandanna.
Þingið rubbaði af fjölda laga í dag. Meðal annars voru lög um fjármál stjórnmálaflokka. Að hluta til eru þau vafalaust til bóta en að hluta til ekki. Að hluta til var frumvarpið óvandað og illa unnið. Í því var gert ráð fyrir að stjórnmálaafl sem fengi 2,5% í sveitarstjórnarkosninum fengi fjárstyrk frá sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Nú er alveg ljóst að framboð til sveitarstjórnar sem fær einungis 2,5% atkvæða er í langflestum tilvikum mjög langt frá því að koma inn manni. Í mörgum svetiarfélögum er 2,5% atkvæða einungis örfá atkvæði. Ég sé ekki nauðsyn þess að hreppurinn fari að eyða peningum í svoleiðis stjórnmálaöfl ef hægt er að kalla þau svo virðulegau nafni. Mér finnst að nýjum stjórnmálaöflum sé gert erfiðara með að bjóða sig fram þar sem þau sem fyrir eru fá peninga frá ríkinu en hinir nýju ekki. Þar sem einstaklingum sem eiga ekki handbæra peninga er bannað að safna peningum yfir ákveðna fjárhæð frá fyrirtækjum er forskot þeirra sem eiga nóg af peningum sjálfir gríðarlega mikið. Tilfinning mín er sú að það sé verið að gefa auðmönnunum ákveðið forskot hvað varðar fjármögnun kosningabaráttu og til að ná harðari undirtökum í samfélaginu en þeir hafa nú í dag.
Ég er svolítið montinn sem stendur. Á miðvikudaginn fór ég upp í Bláfjöll og tók myndir af norðurljósunum og setti nokkrar inn á netið á myndasíðuna sem ég hef verið að setja myndir inn á síðan í vor. Ein er þokkalega vel lukkuð og nú hafa vel á annað þúsund manns skoðað hana og nær tvö hundruð gefið komment. Það er fólk allstaðar úr heiminum sem er að skoða þessar myndir. Til dæmis frá A og V - Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Asíulöndum nær og fjær svo dæmi séu nefnd. Ég hef t.d. rekist á einstaklinga frá Sameinuðu furstadæmunum og Afganistan. Engan hef ég þó séð enn frá Afríku. Norðurljósin eru sérstakt fyrirbæri í hugum þessa fólks sem alla dreymir um að sjá en fæstir fá þá ósk uppfyllda.
Kóklestin var á ferðinni í dag. Í tilefni þess var varla talað um annað í síðdegisútvarpi Rásar 2 þegar ég opnaði fyrir útvarpið. Heyrði einu sinni í dag talað við markaðsstjóra Kók um málið. Hann sagði að kók væri svo svalandi og hressandi og yfirleitt svo ágætur drykkur að hann seldi sig sjálfur. Hver ætli séu takmörk þess að sem reynt er að ljúga að fólki? Það eru ekki mörg fyrirtæki sem leggja aðra eins fjármuni í markaðssetningu, auglýsingar og ímyndarsköpun eins og kók. Hvað er Kóklestin annað en markaðssetningarjippó? Með því að tengja kók sérstaklega við jólin er reynt að húkka smábörnin á krókinn eins snemma og mögulegt er. Feiti vinalegi bandaríksi kókjólasveinninn var enginn tilviljun. Mér finnst kók vera ógeðslegt fyrirbæri. Ávanabindandi sykurdrulla. Hvað ætli Rúv hafi fengið borgað fyrir að hafa öll þessi viðtöl? Svo má óska Kók til hamingju með daginn. Gosdrykkir lækka allra mest í verði samkvæmt nýjum lögum alþingis um lækkun vsk á matvæli.
Alþingismenn náðu saman um að taka sér fimm vikna jólafrí. Síðan verður þingstörgfum haldið áfram í ca sex vikur en þá verður þingstörfum slitið þar sem kosningar verða í vor, þann 13. maí. Síðan kemur þing saman eftir fjóran og hálfan mánuð eða um mánaðamótin sept - okt. Þetta er víst sem kallað er þægileg innivinna. Ég hef aldrei skilið það þegar þingstörfum er slitið sérstaklega snemma vagna sveitarstjóranrkosninga. Það er eins og þingmenn hafi á tilfinningunni að litlu bræður þeirra, sveitarsjórnarmenn, geti ekki klárað sína konsingabaráttu án þess að stóri bróðir komi og hjálpi þeim, hvort sem þeir vilja eða ekki. Í Svíþjóð og Danmörku er kosið til sveitarstjórna og alþingis á sama deginum. Það væri tilraunarinnar virði að gera það hérlendis. Það væri fróðlegt að bera saman starfstíma þingsins hérlendis við löggjafararsamkomur á hinum norðurlandanna.
Þingið rubbaði af fjölda laga í dag. Meðal annars voru lög um fjármál stjórnmálaflokka. Að hluta til eru þau vafalaust til bóta en að hluta til ekki. Að hluta til var frumvarpið óvandað og illa unnið. Í því var gert ráð fyrir að stjórnmálaafl sem fengi 2,5% í sveitarstjórnarkosninum fengi fjárstyrk frá sveitarfélaginu allt kjörtímabilið. Nú er alveg ljóst að framboð til sveitarstjórnar sem fær einungis 2,5% atkvæða er í langflestum tilvikum mjög langt frá því að koma inn manni. Í mörgum svetiarfélögum er 2,5% atkvæða einungis örfá atkvæði. Ég sé ekki nauðsyn þess að hreppurinn fari að eyða peningum í svoleiðis stjórnmálaöfl ef hægt er að kalla þau svo virðulegau nafni. Mér finnst að nýjum stjórnmálaöflum sé gert erfiðara með að bjóða sig fram þar sem þau sem fyrir eru fá peninga frá ríkinu en hinir nýju ekki. Þar sem einstaklingum sem eiga ekki handbæra peninga er bannað að safna peningum yfir ákveðna fjárhæð frá fyrirtækjum er forskot þeirra sem eiga nóg af peningum sjálfir gríðarlega mikið. Tilfinning mín er sú að það sé verið að gefa auðmönnunum ákveðið forskot hvað varðar fjármögnun kosningabaráttu og til að ná harðari undirtökum í samfélaginu en þeir hafa nú í dag.
Ég er svolítið montinn sem stendur. Á miðvikudaginn fór ég upp í Bláfjöll og tók myndir af norðurljósunum og setti nokkrar inn á netið á myndasíðuna sem ég hef verið að setja myndir inn á síðan í vor. Ein er þokkalega vel lukkuð og nú hafa vel á annað þúsund manns skoðað hana og nær tvö hundruð gefið komment. Það er fólk allstaðar úr heiminum sem er að skoða þessar myndir. Til dæmis frá A og V - Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Asíulöndum nær og fjær svo dæmi séu nefnd. Ég hef t.d. rekist á einstaklinga frá Sameinuðu furstadæmunum og Afganistan. Engan hef ég þó séð enn frá Afríku. Norðurljósin eru sérstakt fyrirbæri í hugum þessa fólks sem alla dreymir um að sjá en fæstir fá þá ósk uppfyllda.
föstudagur, desember 08, 2006
Fyrir rúmum aldarfjórðungi var byggt dálítið af útihúsum á Rauðasandinum, fjós og votheysgeymslur. Bændur höfðu oft verið í dálitlum vandræðum með að fá nógu gott efni til að mála innan haughúsin og votheysgryfjurnar til að verja steypuna. Á þessum árum var hins vegar komið nýtt efni til sögunnar. Það var svört málning með góða viðloðun og hrinti öllu frá sér þannig að vegirnir voru því sem næst eins og þvegnir eftir. Bændur þóttust himin höndum hafa tekið með að fá þessa öflugu málningu. Að vísu bar á því að þeim þótti vera svolítið erfitt að anda að sér gufunum ef það var verið að mála í lokuðu eða illa loftræstu rými. Ég man eftir því eitt sinn að lærlingur sem hafði verið að mála haughús að innan sem var eiginlega ekkert loftræst var hálf ruglaður þegar hann kom út að anda en svo rjátlaðist það af honum. Það var hins vegar ekki spökulerað mikið í þessu. Efnið var gott til síns brúks. Þessi ágæta málning hét Epoxy lakk. Haustið 1980 flutti ég til Svíþjóðar. Þar las maður blöðin um landsins gagn og nauðsynjar til að setja sig inn í samfélagið og læra málið. Það var meðal annars tvennt sem var nýtt af nálinni fyrir mann í almennri samfélagsumræðu. Annars vegar var umræða um kynferðislega misnotkun barna sem þá var algert tabú í umræðunni á Íslandi. Hitt var umræða um vinnuvernd og hættuleg efni. Hún var einnig framandi. Þar fór hæst umræða um asbest og lífræn leysiefni. Þar þekkti ég aftur hið ágæta Epoxy lakk sem hafði notið mikilla vinsælda meðal bænda fyrir vestan. Samkvæmt sænskri vinnuvernd var það hið versta af öllum vondum lökkum. Stórhættulegt og algerlega bannað. Sama máli gegndi um asbestið. Þegar vinnandi menn voru að hreinsa asbest úr húsum eða annarsstaðar þar sem það hafið verið notað voru þeir í einskonar tunglfaragöllum. Þetta var alveg nýtt fyrir vestfirðinginn.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sé fréttir af því í Blaðinu að það eigi að fara að nota Epoxy lakk til að mála að innan einhver stálrör austur við Kárahnjúka. Ég hélt satt að segja að maður væri kominn á siðaðra manna slóðir hvað varðar notkun slíkra efna. Eðlilega er kurr meðal þeirra starfsmanna sem eiga að fara með lakkið. Það var annað mál þegar menn sem ekki vissu betur voru að nota þetta hér á árum áður. Nú er engin afsökun fyrir því að það skorti þekkingu á málunum. Það er ágætis mælikvarði á svona efni að láta menn svara því hvort þeir vildu láta börnin sín vinna með þau við þær aðstæður sem venjulegu starfsfólki er ætlað að gera.
Í haust dó rúmlega sextugur maður sem ég kannast við úr lungnakrabba. Það leið um hálft ár frá því að meinsemdin uppgötvaðist þar til hann dó. Um 1980 vann hann töluvert við að rífa asbestplötur innan úr húsnæði og klæða það á nýjan leik. Ég veit að þar voru engir geimfarabúningar notaðir, verkamönnunum til hlífðar.
Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sé fréttir af því í Blaðinu að það eigi að fara að nota Epoxy lakk til að mála að innan einhver stálrör austur við Kárahnjúka. Ég hélt satt að segja að maður væri kominn á siðaðra manna slóðir hvað varðar notkun slíkra efna. Eðlilega er kurr meðal þeirra starfsmanna sem eiga að fara með lakkið. Það var annað mál þegar menn sem ekki vissu betur voru að nota þetta hér á árum áður. Nú er engin afsökun fyrir því að það skorti þekkingu á málunum. Það er ágætis mælikvarði á svona efni að láta menn svara því hvort þeir vildu láta börnin sín vinna með þau við þær aðstæður sem venjulegu starfsfólki er ætlað að gera.
Í haust dó rúmlega sextugur maður sem ég kannast við úr lungnakrabba. Það leið um hálft ár frá því að meinsemdin uppgötvaðist þar til hann dó. Um 1980 vann hann töluvert við að rífa asbestplötur innan úr húsnæði og klæða það á nýjan leik. Ég veit að þar voru engir geimfarabúningar notaðir, verkamönnunum til hlífðar.
fimmtudagur, desember 07, 2006
Fór upp í Bláfjöll í gærkvöldi til að taka myndir af tunglinu. Það var fullt tungl og alveg heiðskýrt. Það var kalt uppi í Bláfjöllum og frekar snörp gola svo þetta voru ekki kjöraðstæður. hvað hitastigið varðaði. Þegar ég var kominn uppeftir fór smám saman að myndast mistur á himninum og síðan var slegið í mikla symfoníu. Norðurljósin fóru mikinn um himininn í allavega litum og formi. Ég tók myndir eftir bestu getu eins og fingurnir leyfðu. Það er heldur kalsamt að norpa við þetta en líklega er það bara óvani. Stoppaði við Rauðavatn á leiðinni heim og tók nokkrar myndir. Hitti þar káta stráka sem voru á skautum á vatninu. Gott hjá þeim að fara út og leika sér. Það var oft gaman hér áður fyrr meir þegar krakkarnir söfnuðust saman á kvöldin til að fara á skauta í tunglsljósi og stillu.
miðvikudagur, desember 06, 2006
Ég hlusta oft á útvarpið þegar ég kem til norðurlandanna og gerði mjög mikið af því þegar ég bjó í Svíþjóð og síðar Danmörku. Í útvarps- og sjónvarpsfréttum í þessum ágætu löndum koma fréttir af og til þegar eitthvað mikið er til umræðu í lögþinginu en annars ekki. Hér á landi er því öðruvísi farið. Maður gæti haldið að þeim fréttamönnum sem sitja niðri á Alþingi sé skipað að koma með a.m.k. fimm mínútna innslag daglega á meðan þingið starfar, að lágmarki. Ef það er lengra er það ágætt. Sama hvað það er. Ég tala nú ekki um þegar einhver segir eitthvað nógu groddalegt og ruddalegt þá er nú aldeilis stungin tólg. Þá er það spilað aftur og aftur í fréttatímum og viðkomandi tekinn viðtal í Kastljós, Ísland í dag, Silfur Egils og ég veit ekki hvað.
Í gær var einn svona dagur. Umræða hófst í þinginu um ræðu formanns Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og svo kom hver silkihúfan á fætur annari. Ræðumenn fimbulfömbuðu hver um annan þveran um eitthvað út og suður um ekki neitt og síðan hló þingheimur hinum versta dósahlátri með ákveðnu millibili. Látum nú vera að þingmenn hafi ekkert annað að gera en að eyða tímanum í svona lagað. Mér er sama um það innan vissra marka. en að fara að varpa þessu yfir landsmenn eins og að um stórpólitísk tíðindi væri að ræða, það er dálítið annað mál. Þetta var spilað í útvarpinu á Rás 2 upp úr kl. 17.00, í kvöldfréttum, í fréttum á Stöð 2, í kvöldfréttum sjónvarps og síðan las maður um þetta í blöðunum í morgun. Mér finnst að virðing Alþingis setji ofan við svona lagað, kannski er það líka meiningin.
Í þessari umræðu talaði einn kvenræðumaðurinn um „ungkallana í Sjálfstæðisflokknum sem hefðu aldrei haft neitt til málanna að legggja er varðaði hina pólitísku umræðu.“ Með þessum orðum var ræðumaður greinilega að gera lítið úr viðkomandi einstaklingum. Þetta þykir sjálfsagt orðaval og enginn sér neitt athugavert við það. Hvað ætli hefði verið sagt ef einhver kallþingmaður hefði talað um „smástelpurnar eða gömlu kellingarnar í xxxflokki sem aldrei hefðu haft neitt að leggja til málanna í hinni pólitísku umræðu“? Ég er hræddur um að sá hinn sami hefði ekki þyrft að kemba hærurnar í þingmannsstarfinu. Þá hefði Kastsljós, Ísland í dag, Silfur Egils og allri aðrir álíka þættir tekið viðkomandi pólitískt af lífi. Talskona Feministafélagsins hefði örugglega fengið rúmt pláss í fréttatímum til að bíta út úr sér fordæmingar á svona málflutningi o.s.frv. o.s.frv.
Í fréttum Rúv í gær var sagt frá niðurstöðum í einhverri rannsókn, ég held meir að segja að það sé doktorsverkefni, þar sem niðurstöðurnar eru þær að erlent fólk læri ekki íslensku og einangrist hérlendis vegna þess að íslendingar vilji bara tala ensku við það. Spilað var innslag þar sem erlend stúlka hafði tekið upp samtal við strætóbílstjóra þar sem hún var að spyrja til vegar á vægast sagt slæmri íslensku og hann svaraði á ensku. Þetta var sönnun glæpsins. Þegar ég flutti út á sínum tíma hafði maður um tvennt að velja í þessu sambandi, berjast í gegnum það strögl sem fylgdi því að læra mál innfæddra og fjárfesta þannig til framtíðar eða velja léttari veginn, tala ensku og ýta þannig viðfangsefninu á undan sér. Vandinn við þetta var sá að flestir þeirra innfæddu vildu tala ensku við mann til að byrja með. Kannski var það eðlilegt vegna þes að maður talaði bjagað mál. Ég þekkti námsmenn sem fluttu milli blokka á stúdentagörðunum í algerlega nýtt umhverfi og sögðust alls ekki tala ensku á nýja staðnum til að hafa möguleika á að læra sænskuna. Á gamla staðnum vildu allir tala ensku. Að heyra fólk sem tilheyrir fræðimennsku og vísindum halda því fram að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði að innfæddir tali ensku við fólk sem er illa talandi á íslenska tungu og komi þannig í veg fyrir að það læri íslensku og aðlagist samfélaginu er dapurlegt og eiginlega heldur vitlaust.
Í gær var einn svona dagur. Umræða hófst í þinginu um ræðu formanns Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ og svo kom hver silkihúfan á fætur annari. Ræðumenn fimbulfömbuðu hver um annan þveran um eitthvað út og suður um ekki neitt og síðan hló þingheimur hinum versta dósahlátri með ákveðnu millibili. Látum nú vera að þingmenn hafi ekkert annað að gera en að eyða tímanum í svona lagað. Mér er sama um það innan vissra marka. en að fara að varpa þessu yfir landsmenn eins og að um stórpólitísk tíðindi væri að ræða, það er dálítið annað mál. Þetta var spilað í útvarpinu á Rás 2 upp úr kl. 17.00, í kvöldfréttum, í fréttum á Stöð 2, í kvöldfréttum sjónvarps og síðan las maður um þetta í blöðunum í morgun. Mér finnst að virðing Alþingis setji ofan við svona lagað, kannski er það líka meiningin.
Í þessari umræðu talaði einn kvenræðumaðurinn um „ungkallana í Sjálfstæðisflokknum sem hefðu aldrei haft neitt til málanna að legggja er varðaði hina pólitísku umræðu.“ Með þessum orðum var ræðumaður greinilega að gera lítið úr viðkomandi einstaklingum. Þetta þykir sjálfsagt orðaval og enginn sér neitt athugavert við það. Hvað ætli hefði verið sagt ef einhver kallþingmaður hefði talað um „smástelpurnar eða gömlu kellingarnar í xxxflokki sem aldrei hefðu haft neitt að leggja til málanna í hinni pólitísku umræðu“? Ég er hræddur um að sá hinn sami hefði ekki þyrft að kemba hærurnar í þingmannsstarfinu. Þá hefði Kastsljós, Ísland í dag, Silfur Egils og allri aðrir álíka þættir tekið viðkomandi pólitískt af lífi. Talskona Feministafélagsins hefði örugglega fengið rúmt pláss í fréttatímum til að bíta út úr sér fordæmingar á svona málflutningi o.s.frv. o.s.frv.
Í fréttum Rúv í gær var sagt frá niðurstöðum í einhverri rannsókn, ég held meir að segja að það sé doktorsverkefni, þar sem niðurstöðurnar eru þær að erlent fólk læri ekki íslensku og einangrist hérlendis vegna þess að íslendingar vilji bara tala ensku við það. Spilað var innslag þar sem erlend stúlka hafði tekið upp samtal við strætóbílstjóra þar sem hún var að spyrja til vegar á vægast sagt slæmri íslensku og hann svaraði á ensku. Þetta var sönnun glæpsins. Þegar ég flutti út á sínum tíma hafði maður um tvennt að velja í þessu sambandi, berjast í gegnum það strögl sem fylgdi því að læra mál innfæddra og fjárfesta þannig til framtíðar eða velja léttari veginn, tala ensku og ýta þannig viðfangsefninu á undan sér. Vandinn við þetta var sá að flestir þeirra innfæddu vildu tala ensku við mann til að byrja með. Kannski var það eðlilegt vegna þes að maður talaði bjagað mál. Ég þekkti námsmenn sem fluttu milli blokka á stúdentagörðunum í algerlega nýtt umhverfi og sögðust alls ekki tala ensku á nýja staðnum til að hafa möguleika á að læra sænskuna. Á gamla staðnum vildu allir tala ensku. Að heyra fólk sem tilheyrir fræðimennsku og vísindum halda því fram að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði að innfæddir tali ensku við fólk sem er illa talandi á íslenska tungu og komi þannig í veg fyrir að það læri íslensku og aðlagist samfélaginu er dapurlegt og eiginlega heldur vitlaust.
þriðjudagur, desember 05, 2006
Ég sé að ég hef verið ansi heppinn að hafa látið vaða í Western States í fyrra. Í sumar ætlaði hitinn alla að drepa umfram það sem venjulegt er og nú er aðsóknin svo mikil að það er einnig farið að draga úr útlendingahópnum. Fram til þessa hafa einungis bandaríkjamenn verið dregnir út en erlendir ríkisborgarar komist beint inn en nú er öldin önnur. Þrír norðurlandabúar höfðu tilkynnt þátttöku sína en einungis einn komst inn. Ég sé að Ástralir koma mjög sterkir inn á næsta ári. Vegna aðstæða takmarka skipuleggjendur fjölda þátttakenda við um 400 manns. Þetta er til marks um það að áhugi fyrir alvöru ultrahlaupum fer vaxandi víða um heim.
Norðmenn eru farnir að skilgreina betur hjá sér hvað telst unnið afrek. Ég sé t.d. að til að fá skráða þátttöku í 6 tíma hlaupi þurfa viðkomandi að hlaupa að lágmarki 50 km. Þetta er einnig til marks um aukinn áhuga og meiri kröfur. Ég hef ekki séð slík lágmörk í 12 og 24 tíma hlaupum.
Sá í sænsku blöðunum í gær að vísindamenn eru komnir að þeirri niðurstöðu að lífstíll fólks á árunum milli 50 og 60 ára ræður mestu um hve menn lifa lengi og vel. Óhófleg víndrykkja, reykingar, hreyfingarleysi, hár blóðþrýstingur og offita styttir líf fólks verulega ef skrokkurinn þarf að standa undir þessu þegar komið er yfir fimmtugt. Sænskir töldu að menn gætu bætt einum 10 árum við gott líf ef fimmtugt fólk reykti ekki og drykki vín í hófi, hreyfði sig reglulega og væri ekki að druslast með aukakíló í of miklum mæli. Á þessum árum fara líklega frumur líkamans heldur að gefa eftir og ef álagið á þær er of mikið þá láta þær fyrr undan.
Stundum er maður pirraður yfir umræðunni. Það hefur verið rætt mikið um heimilisofbeldi að undanförnu og alltaf á þá leiðina að karlinn sé gerandi og konan þolandi. Ég hef reyndar ekki séð neina skilgreiningu á því hvað heimilisofbeldi er. Eru það barsmíðar, öskur og læti, hrindingar, fúkyrði, andleg kúgun eða kannski allt þetta? Nú er það ljóst að ofbeldi hefur verið til staðar, er til staðar og verður til staðar. Það er hins vegar af hinu góða að draga djöfulskapinn fram í dagsljósið og reyna að draga úr honum. Meinið verður hins vegar seint upprætt. Mannskepnan er svoleiðis. Sá grein í Mogganum í morgun um þess mál þar sem sagt var að í norskri rannsókn hefði komið fram að heimilisofbeldi ætti sér stað á fjórða hverju heimili. Ekki var talin ástæða til að ætla að málin væru öðru vísi hér. Þá vitum við það. Ég minnist þess þegar ein talskonan fullyrti að fjórði hver karlmaður væri nauðgari og vísaði í skandinavískar rannsóknir. Þá vissu menn það. Ég sakna þess í umræðu um þessi mál að það er alltaf fjallað um málið eins og karlpeningurinn sé sökudólgurinn og konur fórnarlömd. Af hverju er ofbeldi kvenna gagnvart karlmönnum inni á heimilum ekki rannsakað. Ég veit ekkert um hvaða niðurstöður kæmu úr slíkum rannsóknum en ég veit að það er til. Ég skil ekki af hverju það ætti að vera svo mikið tabú að ræða þessa hlið málsins fyrst er farið að opna umræðuna um hina hlið þess, eða er það kannski öðruvísi?!! Birtingarmynd ofbeldis getur verið á marga aðra vegu en barsmíðar og ætla ég þó ekki að mæla þeim bót. Í skilnaðarmálum er mæðrum nær undantekningarlaust dæmt forræði yfir börnunum nema eitthvað mjög mikið sé að hjá móðurinni. Maður heyrir síðan sögur af því hvernig börnum er miskunnarlaust beitt gagnvart föðurnum í þessu samhengi. Ég þekki hörmulegar afleiðingar slíkra mála. Þegar einstæðir feður fara að tala um þetta þá spretta upp hraðar en hratt ótal sögur um einhverja helvítis karla sem vildu ekkert skipta sér af börnunum eftir skilnað og málið er afgreitt. Jafnréttisfrömuðirnir láta sér þetta hins vegar í réttu rúmi ligga því þetta er ekki interessant og selst ekki í umræðunni. Fjölmiðlar hafa heldur ekki áhuga á þessu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að málefni karla eru ekki áhugaverð. Þeir eru að ýmissa mati forrréttindahópur sem hefur kúgað hitt kynið í gegnum aldirnar og nú skal sögunni snúið við. Loksins.
Þetta sjónarmið virðist ráða ferðinni hjá hluta þeirra sem fara fremst í flokki í hinni svokölluðu jafnréttisbaráttu bæði hérlendis og erlendis. Ég var þó ánægður með að heyra í forsvarskonu Stígamóta á Akureyri á dögunum. Hún kom inn á það sem maður heyrir annars aldrei talað um að það mætti ekki gleyma því í allri umræðunni um nauðganir að körlum væri einnig nauðgað og kæmi það meir að segja nokkuð oft fyrir. Þetta er annars aldrei talað um. Í umræðunni um vændi er alltaf talað um konum sem fórnarlömbin. Í niðurstöðum könnunar um vændi sem ég sá í fyrra kom fram að það væru mun fleiri strákar en stelpur á framhaldsskólaaldri sem seldu sig. Ég man ekki til þess að þetta vekti neinn áhuga hjá þeim sem umræðunni stjórna.
Starfsfólkið hér í vinnunni og makar fóru á Hereford Steakhouse á föstudagskvöldið til að gera sér glatt kvöld. Það var ágætt en helst til mikill hávaði í einhverjum strákum sem voru að spila og syngja. Það var svo sem þeir héldu að það væri hægt að vega það upp sem vantaði á gæðin með hávaða. Maturinn var svo sem ágætur en smáatriðin skipta einnig máli. Þegar ég bað um te var komið með stóran tekassa en í honum alls 4 tepokar þar af einn Melroses tea sem er versta te í heimi. Þegar ég fékk næst te voru þrír pokar í kassanum.
Norðmenn eru farnir að skilgreina betur hjá sér hvað telst unnið afrek. Ég sé t.d. að til að fá skráða þátttöku í 6 tíma hlaupi þurfa viðkomandi að hlaupa að lágmarki 50 km. Þetta er einnig til marks um aukinn áhuga og meiri kröfur. Ég hef ekki séð slík lágmörk í 12 og 24 tíma hlaupum.
Sá í sænsku blöðunum í gær að vísindamenn eru komnir að þeirri niðurstöðu að lífstíll fólks á árunum milli 50 og 60 ára ræður mestu um hve menn lifa lengi og vel. Óhófleg víndrykkja, reykingar, hreyfingarleysi, hár blóðþrýstingur og offita styttir líf fólks verulega ef skrokkurinn þarf að standa undir þessu þegar komið er yfir fimmtugt. Sænskir töldu að menn gætu bætt einum 10 árum við gott líf ef fimmtugt fólk reykti ekki og drykki vín í hófi, hreyfði sig reglulega og væri ekki að druslast með aukakíló í of miklum mæli. Á þessum árum fara líklega frumur líkamans heldur að gefa eftir og ef álagið á þær er of mikið þá láta þær fyrr undan.
Stundum er maður pirraður yfir umræðunni. Það hefur verið rætt mikið um heimilisofbeldi að undanförnu og alltaf á þá leiðina að karlinn sé gerandi og konan þolandi. Ég hef reyndar ekki séð neina skilgreiningu á því hvað heimilisofbeldi er. Eru það barsmíðar, öskur og læti, hrindingar, fúkyrði, andleg kúgun eða kannski allt þetta? Nú er það ljóst að ofbeldi hefur verið til staðar, er til staðar og verður til staðar. Það er hins vegar af hinu góða að draga djöfulskapinn fram í dagsljósið og reyna að draga úr honum. Meinið verður hins vegar seint upprætt. Mannskepnan er svoleiðis. Sá grein í Mogganum í morgun um þess mál þar sem sagt var að í norskri rannsókn hefði komið fram að heimilisofbeldi ætti sér stað á fjórða hverju heimili. Ekki var talin ástæða til að ætla að málin væru öðru vísi hér. Þá vitum við það. Ég minnist þess þegar ein talskonan fullyrti að fjórði hver karlmaður væri nauðgari og vísaði í skandinavískar rannsóknir. Þá vissu menn það. Ég sakna þess í umræðu um þessi mál að það er alltaf fjallað um málið eins og karlpeningurinn sé sökudólgurinn og konur fórnarlömd. Af hverju er ofbeldi kvenna gagnvart karlmönnum inni á heimilum ekki rannsakað. Ég veit ekkert um hvaða niðurstöður kæmu úr slíkum rannsóknum en ég veit að það er til. Ég skil ekki af hverju það ætti að vera svo mikið tabú að ræða þessa hlið málsins fyrst er farið að opna umræðuna um hina hlið þess, eða er það kannski öðruvísi?!! Birtingarmynd ofbeldis getur verið á marga aðra vegu en barsmíðar og ætla ég þó ekki að mæla þeim bót. Í skilnaðarmálum er mæðrum nær undantekningarlaust dæmt forræði yfir börnunum nema eitthvað mjög mikið sé að hjá móðurinni. Maður heyrir síðan sögur af því hvernig börnum er miskunnarlaust beitt gagnvart föðurnum í þessu samhengi. Ég þekki hörmulegar afleiðingar slíkra mála. Þegar einstæðir feður fara að tala um þetta þá spretta upp hraðar en hratt ótal sögur um einhverja helvítis karla sem vildu ekkert skipta sér af börnunum eftir skilnað og málið er afgreitt. Jafnréttisfrömuðirnir láta sér þetta hins vegar í réttu rúmi ligga því þetta er ekki interessant og selst ekki í umræðunni. Fjölmiðlar hafa heldur ekki áhuga á þessu. Hvers vegna? Líklega vegna þess að málefni karla eru ekki áhugaverð. Þeir eru að ýmissa mati forrréttindahópur sem hefur kúgað hitt kynið í gegnum aldirnar og nú skal sögunni snúið við. Loksins.
Þetta sjónarmið virðist ráða ferðinni hjá hluta þeirra sem fara fremst í flokki í hinni svokölluðu jafnréttisbaráttu bæði hérlendis og erlendis. Ég var þó ánægður með að heyra í forsvarskonu Stígamóta á Akureyri á dögunum. Hún kom inn á það sem maður heyrir annars aldrei talað um að það mætti ekki gleyma því í allri umræðunni um nauðganir að körlum væri einnig nauðgað og kæmi það meir að segja nokkuð oft fyrir. Þetta er annars aldrei talað um. Í umræðunni um vændi er alltaf talað um konum sem fórnarlömbin. Í niðurstöðum könnunar um vændi sem ég sá í fyrra kom fram að það væru mun fleiri strákar en stelpur á framhaldsskólaaldri sem seldu sig. Ég man ekki til þess að þetta vekti neinn áhuga hjá þeim sem umræðunni stjórna.
Starfsfólkið hér í vinnunni og makar fóru á Hereford Steakhouse á föstudagskvöldið til að gera sér glatt kvöld. Það var ágætt en helst til mikill hávaði í einhverjum strákum sem voru að spila og syngja. Það var svo sem þeir héldu að það væri hægt að vega það upp sem vantaði á gæðin með hávaða. Maturinn var svo sem ágætur en smáatriðin skipta einnig máli. Þegar ég bað um te var komið með stóran tekassa en í honum alls 4 tepokar þar af einn Melroses tea sem er versta te í heimi. Þegar ég fékk næst te voru þrír pokar í kassanum.
mánudagur, desember 04, 2006
Fór út í gærmorgun í góðu veðri. Hljóp frekar stutt eða um 15 km. Hitti Guðmann á leiðinni. Hann er farinn að spekúlera í Mont Blanc hlaupinu. Megi gott á vita.
Í fyrirsögn í Mogganum á sunnudaginn var fyrirsögn frá flokksráðsfundi Samfylkingarinnar. „Kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum.“ Þarna voru kjósendur gerðir ábyrgir fyrir því að flokkurinn hafi minna fylgi í skoðanakönnunum en hann telur að hann eigi innistæðu fyrir. Rétta nálgunin samkvæmt minni málvitund ætti að vera: „Þingflokkurinn ekki trúverðugur í augum kjósenda.“ Ef flokkur fær minna fylgi en hann langar til, hvort sem er í skoðanakönnunum eða kosningum þá eiga menn að líta í eigin barm en ekki skella skuldinni á aðra.
Sá grein í Mogganum á laugardaginn. Þar er frambjóðandi í prófkjöri helgarinnar að skrifa um náttúruverndarmál. Vitnað er í aldraða konu á Suðurlandi sem hefur lifað við að horfa á Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjallajökul, Bása, Einhyrning og ýmsar fleiri náttúruperlur við Þjórsá. Greinarhöfundur sagði að nú ætti þessi aldraða kona það undir Samfylkingarmönnum í Hafnarfirði hvort hún gæti séð þessa vini sína áfram. Það var ekki annað að skilja á greininni en að það ætti að sökkva öllu Suðurlandi ef álverið í Hafnarfirði yrði stækkað. Það má vera að einhverjum finnist þetta vera ábyrgt tal en mér finnst það ekki.
Það var hringt í mig frá Gallup á lauardaginn með einhvern spurningavagn. Svona spurningar eru yfirleitt leiðinlegar og ganga út á það hvort maður þekki hina eða þessa vöruna og hafi horft á þennan eða hinn sjónvarpsþáttinn. Svo kom að spurt var hvort ég hefði horft á afhendingu Eddu verðlaunanna. Ég sagðist hafa horft frekar lítið á það því mér hefði þótt þetta frekar óinteressant, vægast sagt. „Já það segirðu satt, þetta var alveg hræðilegt“ sagði konan, „þvílík hörmung“ og svo töluðum við dálitla stund um hvað þessi útsending væri misheppnuð á flesta kanta. Það er ekki oft sem maður nær sambandi við svona atvinnuspurningafólk.
Það var útgáfusamsæti hjá Nýherja á föstudagskvöldið. Félag áhugaljósmyndara var að gefa út ljósmyndabók, Ljósár. Þetta er dálítið skemmtilegt verkefni. Maður er einhver nóboddý úti í bæ sem hefur gaman af því að taka myndir. Svo kemst maður í samband við samfélag fólks með sömu áhugamál á netinu. Þar kom upp hugmynd í fyrra að gefa út bók og nú var leikurinn endurtekinn. Maður sendir inn myndir í verkefnið og smápening tl að kosta það. Svo taka einhverjir við myndunum og fara með þær í gegnum umbrotsferilinn og alla þá handavinnu sem fylgir bókaútgáfu. Síðan er boðað til samsætis, bókin er til. Magnað.
Fór austur á Egilstaði á laugardaginn á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Austurlandi. Það gekk vel, austfirðingar voru hressir og fróðleiksfúsir.
Í fyrirsögn í Mogganum á sunnudaginn var fyrirsögn frá flokksráðsfundi Samfylkingarinnar. „Kjósendur þora ekki að treysta þingflokknum.“ Þarna voru kjósendur gerðir ábyrgir fyrir því að flokkurinn hafi minna fylgi í skoðanakönnunum en hann telur að hann eigi innistæðu fyrir. Rétta nálgunin samkvæmt minni málvitund ætti að vera: „Þingflokkurinn ekki trúverðugur í augum kjósenda.“ Ef flokkur fær minna fylgi en hann langar til, hvort sem er í skoðanakönnunum eða kosningum þá eiga menn að líta í eigin barm en ekki skella skuldinni á aðra.
Sá grein í Mogganum á laugardaginn. Þar er frambjóðandi í prófkjöri helgarinnar að skrifa um náttúruverndarmál. Vitnað er í aldraða konu á Suðurlandi sem hefur lifað við að horfa á Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjallajökul, Bása, Einhyrning og ýmsar fleiri náttúruperlur við Þjórsá. Greinarhöfundur sagði að nú ætti þessi aldraða kona það undir Samfylkingarmönnum í Hafnarfirði hvort hún gæti séð þessa vini sína áfram. Það var ekki annað að skilja á greininni en að það ætti að sökkva öllu Suðurlandi ef álverið í Hafnarfirði yrði stækkað. Það má vera að einhverjum finnist þetta vera ábyrgt tal en mér finnst það ekki.
Það var hringt í mig frá Gallup á lauardaginn með einhvern spurningavagn. Svona spurningar eru yfirleitt leiðinlegar og ganga út á það hvort maður þekki hina eða þessa vöruna og hafi horft á þennan eða hinn sjónvarpsþáttinn. Svo kom að spurt var hvort ég hefði horft á afhendingu Eddu verðlaunanna. Ég sagðist hafa horft frekar lítið á það því mér hefði þótt þetta frekar óinteressant, vægast sagt. „Já það segirðu satt, þetta var alveg hræðilegt“ sagði konan, „þvílík hörmung“ og svo töluðum við dálitla stund um hvað þessi útsending væri misheppnuð á flesta kanta. Það er ekki oft sem maður nær sambandi við svona atvinnuspurningafólk.
Það var útgáfusamsæti hjá Nýherja á föstudagskvöldið. Félag áhugaljósmyndara var að gefa út ljósmyndabók, Ljósár. Þetta er dálítið skemmtilegt verkefni. Maður er einhver nóboddý úti í bæ sem hefur gaman af því að taka myndir. Svo kemst maður í samband við samfélag fólks með sömu áhugamál á netinu. Þar kom upp hugmynd í fyrra að gefa út bók og nú var leikurinn endurtekinn. Maður sendir inn myndir í verkefnið og smápening tl að kosta það. Svo taka einhverjir við myndunum og fara með þær í gegnum umbrotsferilinn og alla þá handavinnu sem fylgir bókaútgáfu. Síðan er boðað til samsætis, bókin er til. Magnað.
Fór austur á Egilstaði á laugardaginn á námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Austurlandi. Það gekk vel, austfirðingar voru hressir og fróðleiksfúsir.
föstudagur, desember 01, 2006
Skráði mig í fyrradag í Boston maraþon í apríl, nánar tiltekið þann 16. apr. n.k. Ég hef heyrt að það sé góður hópur á leiðinni þangað sem gerir ferðina enn skemmtilegri. Meðan maður er að þessu þá er gaman að taka svona eitt stórt maraþon á ári. Ég fann það í London í vor hvað það er allt önnur upplifun að hlaupa maraþon með 30 - 40 þúsund öðrum og er þá ekki verið að gera lítið úr þeim ágætu hlaupum sem sett eru upp hérlendis.
Fór á fund gærkvöldi inni í Laugalækjarskóla sem haldinn var á vegum Samfoks. Ingvar Sigurgeirsson lektor frá KHÍ var að kynna niðurstöður úr könnun á agavandamálum í grunnskólum. Könnunin er svo sem ágætt skref inn í þessa umræðu en ýmislegt var þó aðfinnsluvert við hana. Í sjö skólum í Reykjavík voru engin vandamál samkvæmt könnuninni (sem er umhugsunarvert, eru þau ekki viðurkennd?), í 21 skóla voru dálítil vandamál en ekki meiri en gengur og gerist en í sjö skólum var allt í hers höndum. Mér fannst niðurstaðan vera sú að ástæðunnar fyrir mismunandi agavandamálum milli einstakra skóla er ekki síður að leita hjá stjórnendum skólanna og mismunandi stjórnunarstíls heldur en hjá börnunum sjálfum. Hverju veldur þegar krakki sem er óalandi og óferjandi í einum skóla og er fluttur úr skólanum vegna agavandamála plumar sig bara vel í næsta skóla?
Ég hef þá trú að skipulag skólastarfs hafi töluverð áhrif á þessu sviði. Of víða eru kennslustundir 2 x 40 mínútur samfleytt án frímínútna á milli eða samtals 1 klst og tuttugu mínútur. Það segir sig sjálft að krakkar á aldrinum 10 - 13 / 14 ára eiga mjög erfitt með að einbeita sér í allann þennan tíma sérstaklega þegar er gerð krafa um að þeir sitji kyrrir og þegi. Fullorðið fólk er farið að missa einbeitningu eftir 3 kortér á fundum eða í kennslustundum, hvað þá krakkarnir. Ég fór í heimsókn í skóla í Finnlandi í fyrra og spurðist fyrir um skipulag frímínútna. Þar er kennslustundin alltaf 45 mínútur og síðan 15 mínútur í frímínútur. Undantekningar voru þó gerðar í handavinnu eða matreiðslu. Finnarnir sögðu að svona skipulag eins og er hérlendis væri hreinlega bannað í Finnlandi. Börn þurfa hreyfingu og er nauðsynlegt að leika sér. Ef skólastarfið verður leiðinlegt og þvingandi þá vakna alls kyns draugar.
Partur af þessari þróun er að stærstur hluti kennara í grunnskólum eru konur. Nú eru konur sem slíkar alls ekki lakari kennarar en karlar en þær hafa önnur viðhorf og aðra sýn. Þegar kynjahlutföllum á vinnustað eins og í grunnskólum fer að halla svo á aðra hliðina eins og raun ber vitni hérlendis þá er hætta á að upp spretti alls kyns vandamál. Þetta er ekki gott við að gera en það má ekki gleyma þessu sjónarmiði.
Mér fannst Ingvar hafa raunsæa sýn á viðfangsefnið og lesa úr niðurstöðunum á skynsaman máta. Eini gallinn við fundinn var að hann var giska fámennur. Hér er á ferðinni umræða sem á erindi til allra foreldra en ekki einungis örfárra. Síðan er lokaspurningin, hafa ekki alltaf verið agavandamál í grunnskólum? Er það bara ekki partur af hinu daglega lífi. Þegar fólk fer að rifja upp sín unglingsár, þá gekk oft dálítið á, var það ekki?
Fór á fund gærkvöldi inni í Laugalækjarskóla sem haldinn var á vegum Samfoks. Ingvar Sigurgeirsson lektor frá KHÍ var að kynna niðurstöður úr könnun á agavandamálum í grunnskólum. Könnunin er svo sem ágætt skref inn í þessa umræðu en ýmislegt var þó aðfinnsluvert við hana. Í sjö skólum í Reykjavík voru engin vandamál samkvæmt könnuninni (sem er umhugsunarvert, eru þau ekki viðurkennd?), í 21 skóla voru dálítil vandamál en ekki meiri en gengur og gerist en í sjö skólum var allt í hers höndum. Mér fannst niðurstaðan vera sú að ástæðunnar fyrir mismunandi agavandamálum milli einstakra skóla er ekki síður að leita hjá stjórnendum skólanna og mismunandi stjórnunarstíls heldur en hjá börnunum sjálfum. Hverju veldur þegar krakki sem er óalandi og óferjandi í einum skóla og er fluttur úr skólanum vegna agavandamála plumar sig bara vel í næsta skóla?
Ég hef þá trú að skipulag skólastarfs hafi töluverð áhrif á þessu sviði. Of víða eru kennslustundir 2 x 40 mínútur samfleytt án frímínútna á milli eða samtals 1 klst og tuttugu mínútur. Það segir sig sjálft að krakkar á aldrinum 10 - 13 / 14 ára eiga mjög erfitt með að einbeita sér í allann þennan tíma sérstaklega þegar er gerð krafa um að þeir sitji kyrrir og þegi. Fullorðið fólk er farið að missa einbeitningu eftir 3 kortér á fundum eða í kennslustundum, hvað þá krakkarnir. Ég fór í heimsókn í skóla í Finnlandi í fyrra og spurðist fyrir um skipulag frímínútna. Þar er kennslustundin alltaf 45 mínútur og síðan 15 mínútur í frímínútur. Undantekningar voru þó gerðar í handavinnu eða matreiðslu. Finnarnir sögðu að svona skipulag eins og er hérlendis væri hreinlega bannað í Finnlandi. Börn þurfa hreyfingu og er nauðsynlegt að leika sér. Ef skólastarfið verður leiðinlegt og þvingandi þá vakna alls kyns draugar.
Partur af þessari þróun er að stærstur hluti kennara í grunnskólum eru konur. Nú eru konur sem slíkar alls ekki lakari kennarar en karlar en þær hafa önnur viðhorf og aðra sýn. Þegar kynjahlutföllum á vinnustað eins og í grunnskólum fer að halla svo á aðra hliðina eins og raun ber vitni hérlendis þá er hætta á að upp spretti alls kyns vandamál. Þetta er ekki gott við að gera en það má ekki gleyma þessu sjónarmiði.
Mér fannst Ingvar hafa raunsæa sýn á viðfangsefnið og lesa úr niðurstöðunum á skynsaman máta. Eini gallinn við fundinn var að hann var giska fámennur. Hér er á ferðinni umræða sem á erindi til allra foreldra en ekki einungis örfárra. Síðan er lokaspurningin, hafa ekki alltaf verið agavandamál í grunnskólum? Er það bara ekki partur af hinu daglega lífi. Þegar fólk fer að rifja upp sín unglingsár, þá gekk oft dálítið á, var það ekki?
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Það er dálítið sérstök leið til að koma sér í fjölmiðla sem Samtök herstöðvaandstæðinga notaði nú um helgina. Samtökin óskuðu eftir því við sýslumaðnninn í Reykjavík að hann setti lögbann á för utanríkisráðherra á NATO fund í Riga, borguðu 6.000 kall í gjald fyrir að sýslumaðurinn tæki á móti kröfunni, og fengu í staðinn viðtöl í flestum fjölmiðlu. Fjölmiðlar eru mjög svag gagnvart þeim sem eru að mótmæla en þarna þurfti að borga smápening til að búa til fréttina. Gaman að vita hvenær lögbannskrafan verður tekin til afgreiðslu.
Oft er ansi mikið lágflug á því sem kallað er fjölmiðlun hérlendis en lægra hefur þó varla verið komist þegar einhver sem skrifar texta í Fréttablaðið (það er ekki hægt að kalla þetta blaðamennsku) fékk nokkra kunningja sína úr miðbæjarlífinu til að gefa álit sitt um hvaða staður úti á landi væri ömurlegastur. Álitin voru eftir álitsgjöfunum. Ég get alveg eins rakið hvaða álit skandinavar hafa á Reykjavík og ásýnd borgarinnar. ég las einu sinni að í hópi skandinava kom það álit fram að Reykjavík væri ljótasta borg af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Þá mótmælti einn svíinn því harðlega og sagðist hafa séð eina ljótari, iðnaðarborg inni í miðju í Finnlandi. Hvaða gagn er að svona umræðu? Hún er náttúrulega ekkert annað en forheimskandi í hvaða stærðargráðu sem hún er tekin. Ef að Reykvíkingar telja sig hafa efni á því að vera með derring og rembing gagnvart þorpunum úti á landi þá mega þeir eins búast við því að fólk frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, að maður tali nú ekki um London, París og Róm, gangi hér um götur fjasandi um hvað allt sé smáskítlegt og ömurlegt. Menn verða nefnilega að hafa efni á því að vera með rembing. Skoðanir þess sjálfhverfa liðs sem lifir í 101 og telur sig hafa efni á því að dæma aðra eru nefnilega ekkert merkilegri en skoðanir annarra.
Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvað sérstaklega kratarnir eru svekktir yfir ummælum Jóns Sig frá því á laugardaginn. Jón kemur enfilega að hrinu borði og hefur stöðu til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði inn á við í flokknum og eins út á við. Hann mun móta sína sjálfstæðu stefnu og er greinilega þegar byrjaður á því svo eftir er tekið.
Það eru nokkrir milljarðar sem eru foknir út um gloggann á 365 fjölmiðlum. Þetta kemur ekki á óvart. Það vissi hvaða maður sem horfði á hlutina með opnum augum að sjónvarpsstöð sem hefur starfsemi sem hentar 5 milljónum getur ekki rekið sig á 300 þúsund manna markaði. ég er mest hissa á því hvað lokunin kom seint. Innra eftirlitið hefði greinilega mátt vera betra. Svo ætlar einn af þeim snillingum sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu að taka að sér ásamt fleirum að leiða þjóðarbúið inn í farsældina að eigin sögn. Godbevares.
Oft er ansi mikið lágflug á því sem kallað er fjölmiðlun hérlendis en lægra hefur þó varla verið komist þegar einhver sem skrifar texta í Fréttablaðið (það er ekki hægt að kalla þetta blaðamennsku) fékk nokkra kunningja sína úr miðbæjarlífinu til að gefa álit sitt um hvaða staður úti á landi væri ömurlegastur. Álitin voru eftir álitsgjöfunum. Ég get alveg eins rakið hvaða álit skandinavar hafa á Reykjavík og ásýnd borgarinnar. ég las einu sinni að í hópi skandinava kom það álit fram að Reykjavík væri ljótasta borg af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Þá mótmælti einn svíinn því harðlega og sagðist hafa séð eina ljótari, iðnaðarborg inni í miðju í Finnlandi. Hvaða gagn er að svona umræðu? Hún er náttúrulega ekkert annað en forheimskandi í hvaða stærðargráðu sem hún er tekin. Ef að Reykvíkingar telja sig hafa efni á því að vera með derring og rembing gagnvart þorpunum úti á landi þá mega þeir eins búast við því að fólk frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, að maður tali nú ekki um London, París og Róm, gangi hér um götur fjasandi um hvað allt sé smáskítlegt og ömurlegt. Menn verða nefnilega að hafa efni á því að vera með rembing. Skoðanir þess sjálfhverfa liðs sem lifir í 101 og telur sig hafa efni á því að dæma aðra eru nefnilega ekkert merkilegri en skoðanir annarra.
Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvað sérstaklega kratarnir eru svekktir yfir ummælum Jóns Sig frá því á laugardaginn. Jón kemur enfilega að hrinu borði og hefur stöðu til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði inn á við í flokknum og eins út á við. Hann mun móta sína sjálfstæðu stefnu og er greinilega þegar byrjaður á því svo eftir er tekið.
Það eru nokkrir milljarðar sem eru foknir út um gloggann á 365 fjölmiðlum. Þetta kemur ekki á óvart. Það vissi hvaða maður sem horfði á hlutina með opnum augum að sjónvarpsstöð sem hefur starfsemi sem hentar 5 milljónum getur ekki rekið sig á 300 þúsund manna markaði. ég er mest hissa á því hvað lokunin kom seint. Innra eftirlitið hefði greinilega mátt vera betra. Svo ætlar einn af þeim snillingum sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu að taka að sér ásamt fleirum að leiða þjóðarbúið inn í farsældina að eigin sögn. Godbevares.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Fór út í gær með Vinum Gullu í frábæru veðri og kláraði rúma 20 km. Logn, heiðríkja og smá frost. Fór út í bíðunni í eftirmiðdaginn og tók myndir. Vetrarveður gerist ekki betra en þetta. Um kvöldið keyrði ég svo upp í Bláfjöll til að mynda norðurljósin. Þau vöru björt framan en fóru svo dofnandi. Það er enn meir spennandi að mynda í myrkri en björtu því útkoman er ekki eins fyrirsjáanleg.
Skelfing finnst manni oft sögþekkingin vera takmörkuð, ekki síst þegar um er að ræða fólk sem manni finnst að eigi að vita betur.
Nýlega gaf maður út bók með skopteikningum af stjórnmálamönnum og fleirum. Vafalaust hin besta bók. Þá byrja einhverjir blaðamenn að tala um að loksins hafi íslendingar eignast sinn fyrsta skopmyndateiknara. Bíðum nú við. Hefur ekki Sigmund teiknað í Moggann í áraraðir, bækur verið gefnar út með myndum eftir hann o.s.frv. o.s.frv. Halldór Pétursson teiknaði hér áður skopmyndir og annað og fara ekki margir í fötin hans. Á árum áður var Spegillinn gefinn út og var styrkur hans meðal annars skopmyndir af stjórnmálamönnum. Því ættu þessir söguskýrendur aðeins að skoða lhutina betur áður en byrjað er að kyrja loksins, loksins. Mér finnast bestu teiknararnir vera þeir sem ná karakternum í örfáum dráttum.
Ég heyrði viðtal við starfandi friðargæsluliða í útvarpinu á dögunum. Hann var að tala um hve stríð hefði breyst mikið á síðustu 10 - 20 árum og þó mest eftir seinni heimstyrjöldina. Nú væri bæði farið að beita nauðgunum sem herðnaðaraðferð og almennir borgarar yrðu mun meir fyrir barðinu á stríði en áður. Stríðið í seinni heimstyrjöldinni hefði verið háð af herjum sem lágu í skurðum og börðust um ákveðna akra eða landssvæði en það væri nú orðið breytt. Þessi lýsing er fjarri öllu sanni, nema kannski því helst sem varðar skipulagðar nauðganir sem beitt var að glæpamönnum í Balkanstríðinu. Það þarf að leita aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar sem hófst fyrir tæpum 100 árum til að finna lýsingar á hernaðaraðferðinni sem áður var lýst. Ég hef síðan trú á því að almenningur í Evrópu hafi fundið nóg fyrir stríðsátökum í seinni heimstyrjöldinni. Hvað með íbúa Dresden? Hvað með íbúa Varsjár? Um 20 milljónir rússa féllu. Hvað með Hírósíma og Nagasaki ef við förum til Japan. Hvað með alla gyðingana sem voru drepnir og þannig mætt áfram telja. Það sem pirrrar mann er að þeir sem taka svona viðtöl af hálfu útvarpsins hafi ekki neitt skynbragð á það sem látið er fara út í ljósvakann heldur sé þetta látið vaða gagnrýnilaust.
Skelfing finnst manni oft sögþekkingin vera takmörkuð, ekki síst þegar um er að ræða fólk sem manni finnst að eigi að vita betur.
Nýlega gaf maður út bók með skopteikningum af stjórnmálamönnum og fleirum. Vafalaust hin besta bók. Þá byrja einhverjir blaðamenn að tala um að loksins hafi íslendingar eignast sinn fyrsta skopmyndateiknara. Bíðum nú við. Hefur ekki Sigmund teiknað í Moggann í áraraðir, bækur verið gefnar út með myndum eftir hann o.s.frv. o.s.frv. Halldór Pétursson teiknaði hér áður skopmyndir og annað og fara ekki margir í fötin hans. Á árum áður var Spegillinn gefinn út og var styrkur hans meðal annars skopmyndir af stjórnmálamönnum. Því ættu þessir söguskýrendur aðeins að skoða lhutina betur áður en byrjað er að kyrja loksins, loksins. Mér finnast bestu teiknararnir vera þeir sem ná karakternum í örfáum dráttum.
Ég heyrði viðtal við starfandi friðargæsluliða í útvarpinu á dögunum. Hann var að tala um hve stríð hefði breyst mikið á síðustu 10 - 20 árum og þó mest eftir seinni heimstyrjöldina. Nú væri bæði farið að beita nauðgunum sem herðnaðaraðferð og almennir borgarar yrðu mun meir fyrir barðinu á stríði en áður. Stríðið í seinni heimstyrjöldinni hefði verið háð af herjum sem lágu í skurðum og börðust um ákveðna akra eða landssvæði en það væri nú orðið breytt. Þessi lýsing er fjarri öllu sanni, nema kannski því helst sem varðar skipulagðar nauðganir sem beitt var að glæpamönnum í Balkanstríðinu. Það þarf að leita aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar sem hófst fyrir tæpum 100 árum til að finna lýsingar á hernaðaraðferðinni sem áður var lýst. Ég hef síðan trú á því að almenningur í Evrópu hafi fundið nóg fyrir stríðsátökum í seinni heimstyrjöldinni. Hvað með íbúa Dresden? Hvað með íbúa Varsjár? Um 20 milljónir rússa féllu. Hvað með Hírósíma og Nagasaki ef við förum til Japan. Hvað með alla gyðingana sem voru drepnir og þannig mætt áfram telja. Það sem pirrrar mann er að þeir sem taka svona viðtöl af hálfu útvarpsins hafi ekki neitt skynbragð á það sem látið er fara út í ljósvakann heldur sé þetta látið vaða gagnrýnilaust.
laugardagur, nóvember 25, 2006
Fór út kl. 7.00 í morgun og tók langan túr í frostinu. Fór fyrst Poweratehringinn og síðan vestur á Eiðistorg og svo til baka. Hitti Jóa, Stebba og Halldór í Fossvogsdalnum og fór með þeim hringinn. Það var ellefu stiga frost við Víkingsheimilið en þetta er bara spurning um klæðnað. Fínn túr sem losaði 30 km.
Stebbi gaf skýrslu um maraþonið í Frankfurt þar sem hann hljóp undir 3 klst en rakst heldur betur á vegginn. Það var heitt í hlaupinu og eins sagðist hann hafa gert taktisk mistök um að drekka of lítið. Það var svo merkilegt að eftir að lækarnir voru búnir að hirða hann upp hálfrænulausan og gefa honum saltvökva í æð þá var hann orðinn stálsleginn eftir svona tvo tíma og leið eins og hann hefði ekki hlaupið neitt. Hann fór að ræða við læknana þegar hann var orðinn brattari og sagðist meðal annars hafa tekið vel af magnesíum fyrir hlaupið. Það dugar alls ekki til sögðu þeir, þú verður að taka það einnig á meðan á hlaupinu stendur. Þetta er umhugsunarvert, meðal annars fyrir Laugaveginn. Það er náttúrulega ekki nógu gott ef hlauparar eru að drepast úr sinadrætti og ómögulegheitum í hlaupum bara fyrir vanþekkingu á þörf fyrir salt- og steinefnainntöku. Það er alveg óþarfi. Mótshaldari Laugavegshlaupsins ætti t.d. að gefa út leiðbeingar um steinefna- og saltinntöku til að minnka líkur á áföllum. Menn eiga ekki endalaust að þurfa að finna upp hjólið. Það er löngu búið að því.
Það er með ólíkindum hvað hægt er að þjálfa skrokkinn upp í. Monica Shultz hljóp 23 100 mílna hlaup á árinu 2001, þar af níu helgar í röð. Dean Karnasez hljóp fyrir skömmu 50 maraþon í 50 ríkjum Bandaríkjanna á 50 dögum. Hann endaði í NY maraþon og hljóp það á réttum 3 klst. Af því hann var orðinn vel volgur ákvað hann að hlaupa heim til sín, frá NY til San Francisko. Hann reiknar með að vera kominn heim um miðjan janúar. Í 50 hlaupa seríunni kláraði hann 5 pör af skóm, 18 sokka, missti þrjár neglur og fékk tvær blöðrur.
Fór á miðstjórnarfund hjá Framsókn eftir að heim var komið. Nýr formaður stimplaði sig inn með eftirtektarverðum hætti hjá fundarmönnum. Hann fór yfir þau mistök sem gerður var í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins og dró hvergi undan. Það var eins og þungu fargi væri létt af fundarmönnum sem þökkuðu formanni sínum af einlægni. Loksins er hægt að fara að tala opinskátt um hlutina.
Sá í fréttum í blöðum í gær að alþjóðleg könnun setti íslenskt samfélag í fjórða sæti í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Hef ég misst af einhverju? Hér hefur maður horft á sjálfskipaða sérfræðinga í jafnréttismálum margsskonar tala með andköfum í fjölmiðlum um ójafnrétti kynjanna á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum þannig að það hefur ekki verið annað að skilja en hér væri allt í ólestri á þessu sviði. Svo er staðan bara í fremstu röð í heiminum.
Það eru tveir þættir bandarískir sem ég horfi á í sjónvarpinu. Hina læt ég eiga sig. Annar er Sopranos. Hann er dásamlegur. Persónurnar eru þannig að það er ekki hægt annað en að bíta sig fastan í þetta samfélag. Sopranos er svona eins og Matador og Dallas, alveg ómissandi. Hinn þátturinn er Biggest Loser. Þar er hópur offitusjúklinga að keppa um hver missir flest kíló. Það er svakalegt að horfa á í hvaða vítahring fólk getur lent. Venjulegt fólk er komið upp í um 180 kg og er þó ekki hávaxið. Síðan er það fast í ákveðnum vítahring sem er eins og alkólismi eða eitthvað annað verrra. Eftir að það hefur misst svo og svo marga tugi kílóa kemur síðan í ljós myndarlegasta fólk innan undan öllu saman. Það er á hreinu að mínu mati að svona þættir geta vafalaust byggt upp nægilega mikið sjálftraust hjá einhverjum til að fara að takast á við eigin vandamál. Fast food fæði hefur vaxið gríðarlega að umfangi hérlendis á undanförnum árum. Til lengri tíma litið þá mun það hafa mikil áhrif á samfélagið og almennt heilsufar.
Fór í gærkvöldi upp í Reiðhöll að horfa á Strongman og taka myndir. Það er gaman að sjá þessa jötna takast á við óraunverulegar þyngdir. Mótið er haldið til minningar um Jón Pál Sigmarsson sem aldrei kom til greina sem íþróttamaður ársins enda þótt hann hefði unnið titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum og síðan extra súper keppni þar sem hann tókst á við tröllið Katzmejer frá Bandaríkjunum og Geoff Kapes frá Bretlandi og rúllaði þeim upp. Kvöldið áður hefði ég horft á keppnina frá Finnlandi árið 1989 þar sem Jón Páll sigraði OD Wilson með hálfu stigi og vann keppnina í fjórða sinn. Jón Páll er legend í þessum kreðsum enda ógleymanlegur öllum sem sáu hann í kepnni. Sköllótti finninn sem keppti við OD og Jón Pál árið 1989 var uppi í höll í gærkvöldi og hafði ekki elst neitt. Þjálfari hans, sem einnig var uppi í höll í gærkvöldi, hafði hins vegar elst meir. Benedikt stóð sig vel og var í fjórða sæti eftir gærdaginn.
Stebbi gaf skýrslu um maraþonið í Frankfurt þar sem hann hljóp undir 3 klst en rakst heldur betur á vegginn. Það var heitt í hlaupinu og eins sagðist hann hafa gert taktisk mistök um að drekka of lítið. Það var svo merkilegt að eftir að lækarnir voru búnir að hirða hann upp hálfrænulausan og gefa honum saltvökva í æð þá var hann orðinn stálsleginn eftir svona tvo tíma og leið eins og hann hefði ekki hlaupið neitt. Hann fór að ræða við læknana þegar hann var orðinn brattari og sagðist meðal annars hafa tekið vel af magnesíum fyrir hlaupið. Það dugar alls ekki til sögðu þeir, þú verður að taka það einnig á meðan á hlaupinu stendur. Þetta er umhugsunarvert, meðal annars fyrir Laugaveginn. Það er náttúrulega ekki nógu gott ef hlauparar eru að drepast úr sinadrætti og ómögulegheitum í hlaupum bara fyrir vanþekkingu á þörf fyrir salt- og steinefnainntöku. Það er alveg óþarfi. Mótshaldari Laugavegshlaupsins ætti t.d. að gefa út leiðbeingar um steinefna- og saltinntöku til að minnka líkur á áföllum. Menn eiga ekki endalaust að þurfa að finna upp hjólið. Það er löngu búið að því.
Það er með ólíkindum hvað hægt er að þjálfa skrokkinn upp í. Monica Shultz hljóp 23 100 mílna hlaup á árinu 2001, þar af níu helgar í röð. Dean Karnasez hljóp fyrir skömmu 50 maraþon í 50 ríkjum Bandaríkjanna á 50 dögum. Hann endaði í NY maraþon og hljóp það á réttum 3 klst. Af því hann var orðinn vel volgur ákvað hann að hlaupa heim til sín, frá NY til San Francisko. Hann reiknar með að vera kominn heim um miðjan janúar. Í 50 hlaupa seríunni kláraði hann 5 pör af skóm, 18 sokka, missti þrjár neglur og fékk tvær blöðrur.
Fór á miðstjórnarfund hjá Framsókn eftir að heim var komið. Nýr formaður stimplaði sig inn með eftirtektarverðum hætti hjá fundarmönnum. Hann fór yfir þau mistök sem gerður var í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins og dró hvergi undan. Það var eins og þungu fargi væri létt af fundarmönnum sem þökkuðu formanni sínum af einlægni. Loksins er hægt að fara að tala opinskátt um hlutina.
Sá í fréttum í blöðum í gær að alþjóðleg könnun setti íslenskt samfélag í fjórða sæti í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Hef ég misst af einhverju? Hér hefur maður horft á sjálfskipaða sérfræðinga í jafnréttismálum margsskonar tala með andköfum í fjölmiðlum um ójafnrétti kynjanna á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum þannig að það hefur ekki verið annað að skilja en hér væri allt í ólestri á þessu sviði. Svo er staðan bara í fremstu röð í heiminum.
Það eru tveir þættir bandarískir sem ég horfi á í sjónvarpinu. Hina læt ég eiga sig. Annar er Sopranos. Hann er dásamlegur. Persónurnar eru þannig að það er ekki hægt annað en að bíta sig fastan í þetta samfélag. Sopranos er svona eins og Matador og Dallas, alveg ómissandi. Hinn þátturinn er Biggest Loser. Þar er hópur offitusjúklinga að keppa um hver missir flest kíló. Það er svakalegt að horfa á í hvaða vítahring fólk getur lent. Venjulegt fólk er komið upp í um 180 kg og er þó ekki hávaxið. Síðan er það fast í ákveðnum vítahring sem er eins og alkólismi eða eitthvað annað verrra. Eftir að það hefur misst svo og svo marga tugi kílóa kemur síðan í ljós myndarlegasta fólk innan undan öllu saman. Það er á hreinu að mínu mati að svona þættir geta vafalaust byggt upp nægilega mikið sjálftraust hjá einhverjum til að fara að takast á við eigin vandamál. Fast food fæði hefur vaxið gríðarlega að umfangi hérlendis á undanförnum árum. Til lengri tíma litið þá mun það hafa mikil áhrif á samfélagið og almennt heilsufar.
Fór í gærkvöldi upp í Reiðhöll að horfa á Strongman og taka myndir. Það er gaman að sjá þessa jötna takast á við óraunverulegar þyngdir. Mótið er haldið til minningar um Jón Pál Sigmarsson sem aldrei kom til greina sem íþróttamaður ársins enda þótt hann hefði unnið titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum og síðan extra súper keppni þar sem hann tókst á við tröllið Katzmejer frá Bandaríkjunum og Geoff Kapes frá Bretlandi og rúllaði þeim upp. Kvöldið áður hefði ég horft á keppnina frá Finnlandi árið 1989 þar sem Jón Páll sigraði OD Wilson með hálfu stigi og vann keppnina í fjórða sinn. Jón Páll er legend í þessum kreðsum enda ógleymanlegur öllum sem sáu hann í kepnni. Sköllótti finninn sem keppti við OD og Jón Pál árið 1989 var uppi í höll í gærkvöldi og hafði ekki elst neitt. Þjálfari hans, sem einnig var uppi í höll í gærkvöldi, hafði hins vegar elst meir. Benedikt stóð sig vel og var í fjórða sæti eftir gærdaginn.
föstudagur, nóvember 24, 2006
Nú eru mannbroddarnir dregnir fram og skokkað svo glymur í götunum. Síðasta vika var léleg vegna anna og storms og kulda en þetta stefnir allt til betri vegar. Þrátt fyrir frekar litla hreyfingu undanfarnar vikur þá steinliggur viktin á svona 82 kg, enda er óþarfa kolvetnaát ekki til staðar. Þetta er ekkert mál að sleppa kexi, kökum, sælgæti og öðrum óþarfa. Döðlur og aðrir ávextir ganga vel sem millimálasnakk.
Heyrði ánægjulega frétt í gær. Umhverfisráðherra hefur breytt tveimur reglugerðum. Hin fyrri var þess eðlis að öllum sem höfðu í hyggju að halda litla flugeldasýningu s.s. íþróttafélögum til að kynna vörur sínar hefur verið gert skylt að sækja um leyfi til umhverfisnefndar sveitarfélagsins (líklega vegna mengunarhættu). Þessar sýningar taka yfir leitt fljótt af og valda náttúrulega sára sára lítilli mengun. Svo skjóta allri landsmenn eins og þeir eiga lífið að leysa svo varla sést milli húsa a gamlárskvöld og fyrir því þarf engin leyfi. Svona getur ruglið verið.
Í öðru lagi breytti umhverfisráðherra reglugerð sem skyldaði alla sem höfðu í hyggju að halda litla brennu (ættarmót, sumarbústaðafélög, sólstöðuhátíðir o.s.frv. o.s.frv) til að sækja um leyfi til lögreglu og umhverfisnefndar. Nú þarf einungis að sækja um leyfi fyrir brennu sem er líkleg til að standa lengur en tvær klst eða stórar brennur eins og eru á gamlárskvöld. Ég veit að menn hafa verið að nöldra yfir þessari brennureglugerð og talið hana óþarfa. Embættismennirnir hafa vísað í Evrópusambandið og skýlt sér á bak við það og sagt að þetta séu reglur sem hafi komið með EES samningnum. Nú er náttúrulega komið á daginn að það var bara kjaftæði heldur áttu þessar reglugerðir rætur sínar að rekja til ofstjórnunaráráttu embættismanna þegar ráðherra getur breytt þeim eins og ekkert sé. Ég mað eftir því að ég fór að efast um þessi mál árið 2001 þegar ég fór með rútu frá Skiphóli til Brussel. Það rauk nefnilega því sem næst á hverjum bæ og því meir sem nær dró Brussel. Ég hef trú á að það sé víða tiltektar þörf í svona málum.
Heyrði ánægjulega frétt í gær. Umhverfisráðherra hefur breytt tveimur reglugerðum. Hin fyrri var þess eðlis að öllum sem höfðu í hyggju að halda litla flugeldasýningu s.s. íþróttafélögum til að kynna vörur sínar hefur verið gert skylt að sækja um leyfi til umhverfisnefndar sveitarfélagsins (líklega vegna mengunarhættu). Þessar sýningar taka yfir leitt fljótt af og valda náttúrulega sára sára lítilli mengun. Svo skjóta allri landsmenn eins og þeir eiga lífið að leysa svo varla sést milli húsa a gamlárskvöld og fyrir því þarf engin leyfi. Svona getur ruglið verið.
Í öðru lagi breytti umhverfisráðherra reglugerð sem skyldaði alla sem höfðu í hyggju að halda litla brennu (ættarmót, sumarbústaðafélög, sólstöðuhátíðir o.s.frv. o.s.frv) til að sækja um leyfi til lögreglu og umhverfisnefndar. Nú þarf einungis að sækja um leyfi fyrir brennu sem er líkleg til að standa lengur en tvær klst eða stórar brennur eins og eru á gamlárskvöld. Ég veit að menn hafa verið að nöldra yfir þessari brennureglugerð og talið hana óþarfa. Embættismennirnir hafa vísað í Evrópusambandið og skýlt sér á bak við það og sagt að þetta séu reglur sem hafi komið með EES samningnum. Nú er náttúrulega komið á daginn að það var bara kjaftæði heldur áttu þessar reglugerðir rætur sínar að rekja til ofstjórnunaráráttu embættismanna þegar ráðherra getur breytt þeim eins og ekkert sé. Ég mað eftir því að ég fór að efast um þessi mál árið 2001 þegar ég fór með rútu frá Skiphóli til Brussel. Það rauk nefnilega því sem næst á hverjum bæ og því meir sem nær dró Brussel. Ég hef trú á að það sé víða tiltektar þörf í svona málum.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Maður skilur Hattarmenn frá Egilsstöðum vel að þeir skuli vera súrir yfir úrskurði HSÍ yfir að dæma þá í stóra fjársekt fyrir að hafa forðað sér til lands vegna yfirvofandi óveðurs. Leikmenn Hattar eru vinnandi menn sem stunda handbolta í frístundum. Þeir fá að öllum líkindum enga aðra umbun en ánægjuna fyrir að spila handbolta. Þeir fá ekki greitt fyrir að spila á uppsprengdum töxtum og mega því varla við að missa dag og dag úr vinnu. Höttur sendir lið í fyrsta sinn til þátttöku í íslandsmóti meistaraflokks í ár og þetta eru trakteringanrar þegar upp koma aðstæður sem þeir ráða ekki við. Skilingsleysi HSÍ er vægt sagt undarlegt í tilviki sem þessu og handboltanum ekki til framdráttar.
Slátrun fuglanna í Húsdýragarðinum hefur vakið furðu margra og verður ákvörðunin sífellt undarlegri sem fleiri vinklar koma í ljós. Fram hefur komið að hænurnar fjórar greindust með mótefni fyrir einhverjum stofni í janúar eða febrúar. Ég hef lesið að það séu yfir 80 stofnar fuglaflensu til í heiminum. Ég var á leið fram hjá garðinum fyrir skömmu og þá voru að lenda flokkar gæsa í honum sem komu utan úr bæ til að fá sér snarl og félagsskap. Nú á að svelta þær burt með því að hætta að gefa þeim þar til fuglar koma í garðinn aftur. Hvað ætli verði gert þegar fuglar verða teknir í garðinn aftur og byrjað að gefa þeim. Ætli gestagæsir verði skotnar þegar þær fara að lenda í garðinum? Umræðan um fuglaflensuna var á margan hátt svo yfirdrifin síðastliðinn vetur að það var með ólíkindum. Þegar fannst dauður svanur upp við Elliðavatn voru menn svefnlausir dögum saman vegna þess að það tók um viku að fá dánarorsökina greinda út í Svíþjóð. Svo kom í ljós að hann drapst úr elli eða einhverju álíka venjulegu. Umræðan var þannig að það lá við að maður héldi að velferð þjóðarinnar væri í veði ef ekki væri byggð upp fullkomin greiningarstöð hérlendis fyrir ca 100 milljónir svo ekki þyrfti að bíða eftir árans útlendingnum við greiningu fugla. Það hefur svo ekki verið minnst á fuglaflensu í fjölmiðlum mánuðum saman. Bara alls ekki.
Minna á í þessu sambandi að störf fjárlaganefndar standa nú sem hæst.
Hún er allrar athygli verð greinin sem Jónína Ben. skrifar í Moggann í morgun. Ég hef einstaka sinnum hlustað á Útvarp Sögu og það var ekki allt fallegt sem þar var látið vaða.
Slátrun fuglanna í Húsdýragarðinum hefur vakið furðu margra og verður ákvörðunin sífellt undarlegri sem fleiri vinklar koma í ljós. Fram hefur komið að hænurnar fjórar greindust með mótefni fyrir einhverjum stofni í janúar eða febrúar. Ég hef lesið að það séu yfir 80 stofnar fuglaflensu til í heiminum. Ég var á leið fram hjá garðinum fyrir skömmu og þá voru að lenda flokkar gæsa í honum sem komu utan úr bæ til að fá sér snarl og félagsskap. Nú á að svelta þær burt með því að hætta að gefa þeim þar til fuglar koma í garðinn aftur. Hvað ætli verði gert þegar fuglar verða teknir í garðinn aftur og byrjað að gefa þeim. Ætli gestagæsir verði skotnar þegar þær fara að lenda í garðinum? Umræðan um fuglaflensuna var á margan hátt svo yfirdrifin síðastliðinn vetur að það var með ólíkindum. Þegar fannst dauður svanur upp við Elliðavatn voru menn svefnlausir dögum saman vegna þess að það tók um viku að fá dánarorsökina greinda út í Svíþjóð. Svo kom í ljós að hann drapst úr elli eða einhverju álíka venjulegu. Umræðan var þannig að það lá við að maður héldi að velferð þjóðarinnar væri í veði ef ekki væri byggð upp fullkomin greiningarstöð hérlendis fyrir ca 100 milljónir svo ekki þyrfti að bíða eftir árans útlendingnum við greiningu fugla. Það hefur svo ekki verið minnst á fuglaflensu í fjölmiðlum mánuðum saman. Bara alls ekki.
Minna á í þessu sambandi að störf fjárlaganefndar standa nú sem hæst.
Hún er allrar athygli verð greinin sem Jónína Ben. skrifar í Moggann í morgun. Ég hef einstaka sinnum hlustað á Útvarp Sögu og það var ekki allt fallegt sem þar var látið vaða.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Sá í Blaðinu í morgun að Kolbrún Bergþórsdóttir er ekki par hrifin af Eddu hátíðinni svokölluðu. Alltaf gott að fá það á tilfinninguna að maður sé ekki einn á báti. Mér finnst Kolbrún oft mjög skemmtilega frökk og orðheppin. Hún er nösk á að greina það sem máli skiptir. Mér finnst allt í lagi að einhver hópur fólks hittist og skemmti sér saman en að troða því í beina útsendingu, það er svolítið annað mál.
Í Mogganum í morgun var skýrt frá því að á 15 ára tímabili hefðu rúmlega 500 íslendingar stytt sér aldur, þar af 80% karlar. Sjálfsvíg er alltaf skelfilegur atburður en það vekur mann til umhugsunar hví er þessi mikli munur á kynjunum. Hvar er nú talskona feministafélagsins, karlahópur þess sama félags, kynjafræðingar og jafnréttisfólks allskonar? Hvar er nú umræðan um þörfina á rannsóknum og greiningum? Maður bara spyr?
Það var athyglisverð grein eftir einn af forystumönnum Aftureldingar í Mosfellsbæ í Mogganum í gær. Hann er að fjalla um kvennaknattspyrnuna og ýmislegt sem þar mætti betur fara. Meðal annars kemur hann inn á þá stöðu þegar þjálfarar einstakra liða eru samtímis þjálfarar kvennalandsliðsins í kvennaknattspyrnu. Hvort sem það er viljandi eða ekki þá dragast efnilegir og góðir leikmenn til þeirra félagsliða sem landsliðsþjálfarar þjálfa til að eiga betri aðgang að landsliðinu. Það segir sig sjálft. Maðurinn úr Mosfellsbæ talar beinskeitt um ráðandi klíkuskap í íþróttinni. Ekki skal eg dæma um það en það er ljóst að þróunin er áhyggjuefni. Bestu stelpurnar þjappast í örfá lið. Hver hefur gaman af því að horfa á leiki þar sem skoruð eru 10 - 15 mörk gegn engu? Maður tók út fyrir að horfa síðan á þetta sýnt í sjónvarpinu. Það er aldrei gaman að horfa á niðurlægingu. Það á ekkert skylt við spennandi íþróttakeppni. Ég er ekki búinn að gleyma illskunni í þjálfara Vals í haust þegar hann fékk ekki að tæta smástelpur úr FH í sig í lokaleiknum. Þegar svona uppákomur verða þá er eitthvað öðruvísi en á að vera.
Í Mogganum í morgun var skýrt frá því að á 15 ára tímabili hefðu rúmlega 500 íslendingar stytt sér aldur, þar af 80% karlar. Sjálfsvíg er alltaf skelfilegur atburður en það vekur mann til umhugsunar hví er þessi mikli munur á kynjunum. Hvar er nú talskona feministafélagsins, karlahópur þess sama félags, kynjafræðingar og jafnréttisfólks allskonar? Hvar er nú umræðan um þörfina á rannsóknum og greiningum? Maður bara spyr?
Það var athyglisverð grein eftir einn af forystumönnum Aftureldingar í Mosfellsbæ í Mogganum í gær. Hann er að fjalla um kvennaknattspyrnuna og ýmislegt sem þar mætti betur fara. Meðal annars kemur hann inn á þá stöðu þegar þjálfarar einstakra liða eru samtímis þjálfarar kvennalandsliðsins í kvennaknattspyrnu. Hvort sem það er viljandi eða ekki þá dragast efnilegir og góðir leikmenn til þeirra félagsliða sem landsliðsþjálfarar þjálfa til að eiga betri aðgang að landsliðinu. Það segir sig sjálft. Maðurinn úr Mosfellsbæ talar beinskeitt um ráðandi klíkuskap í íþróttinni. Ekki skal eg dæma um það en það er ljóst að þróunin er áhyggjuefni. Bestu stelpurnar þjappast í örfá lið. Hver hefur gaman af því að horfa á leiki þar sem skoruð eru 10 - 15 mörk gegn engu? Maður tók út fyrir að horfa síðan á þetta sýnt í sjónvarpinu. Það er aldrei gaman að horfa á niðurlægingu. Það á ekkert skylt við spennandi íþróttakeppni. Ég er ekki búinn að gleyma illskunni í þjálfara Vals í haust þegar hann fékk ekki að tæta smástelpur úr FH í sig í lokaleiknum. Þegar svona uppákomur verða þá er eitthvað öðruvísi en á að vera.
mánudagur, nóvember 20, 2006
Eddan var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það er sjónvarpsefni sem ég er ekki að kaupa. Kemur það margt til. Nú getur það vafalaust verið svo að obbinn af þjóðinni sitji límdur yfir þessu og á er að bara ágætt. Það er allt í lagi að ákveðinn hópur fólks hittist og einhverjir fái verðlaun fyrir vel unnin störf en að það þurfi að hafa beina útsendingu frá viðburðinum er dálítið annað mál. Í fyrsta lagi pirrar mig að hafa beina útsendingu frá kampavínsdrykkjunni í upphafi til að sýna hverjir fái inngöngu í herlegheitin. Það sést ekki nógu vel að mati einhverra hverjir eru mættir undir sjálfri verðlaunaveitinunni svo það þarf að svingla um í upphafi með myndavélina á lofti. Í öðru lagi eru brandarar kynnanna sem hafa verið skrifaðir heima og æfðir fyrir framan spegilinn á baðinu til að vera viss um að ruglast ekki alveg hörmulegir. Kynnar eiga ekki að reyna að stela senunni heldur að vinna vinnuna sína. Í þriðja lagi eru þakkarræðurnar oft heldur sentimental. Ómar flutti flottustu þakkarræðuna. Í fjórða lagi fannst mér heldur skrítið að annar aðalkynnirinn skyldi vera þátttakandi í keppninni um verðlaunin fyrir besta sjónvarpsmann ársins og kosning stóð yfir á meðan á útsendingu stóð. Í fimmta lagi passar ekki að ausa yfir stjórnmálamenn mærðarfullu lofi fyrir vel unnin störf á samkomun sem þessum. Sú rulla er kyrjuð árlega. Í sjötta lagi var innkoma Péturs, gerfi hans og hlutverk einhvern veginn út úr kú, eins og hann er oft skemmtilegur þegar hann er orginal.
Myndin um Victoríu Guern, írska fréttamanninn, sem var myrt árið 1996 vegna þess að hún saumaði of mikið að dópsölunum var fín. Reyndar missti ég af upphafinu en það sem ég sá stóð fyrir sínu.Þarlend stjórnvöld tóku málin engum vettlingatökum eftir morðið heldur breyttu þau stjórnarskránni innan viku og fengu þar með heimild til að gera eigur einstaklinga upptækar sem gátu ekki gert grein fyrir hvernig þær voru fjármagnaðar. Ástandið í Dublin gjörbreyttist á eftir. Þar var ekkert persónuverndarkjaftæði á ferðinni. Hér er talað um ákveðna einstaklinga sem hafa auðgast á dópsölu og annarri undirheimastarfsemi, allir vita af þessu en enginn gerir neitt í því. Eins vita allir að ástandið gerir ekki nema versnar og versnar. Þingmenn virðast ekki hafa neitt þarfara til málanna að leggja en að þræta um hve mikil peningar hafa farið í að berjast gegn þessari þjóðarmeinsemd en alvöruaðgerðir þorir enginn að minnast á.
Í sænsku blöðunum Aftonblaðinu og Expressen er fjallað um eineltismál í morgun. Í öðru blaðinu er rakinn lífsferill 14 ára gamallar steplu sem framdi sjálfmorð eftir áralangt einelti í skóla og í hinu blaðinu er birtur úrdráttur úr dagbók stelpu sem er pínd og kvalin upp á hvern dag í skólanum. Í báðum tilvikum neituðu skólayfirvöld að um einelti sé að ræða heldur var viðkomandi einstaklingur gerður að sökudólgnum. Ég þekki nákvæmlega svona dæmi sem er ekki mjög gamalt þar sem það var orðinn siður og venja hjá krökkunum í ákveðnum grunnskóla að taka vissa krakka fyrir. Ég ætla ekki að rekja það frekar en hlutirnir breyttust ekki fyrr en foreldrarnir tóku sig saman og kröfðust þess að utanaðkomandi sérfræðingar kæmu til starfa með skólanum til að komast fyrir meinið. Grundvallar atriði í þeirri vinnu var ekki síst að vinna með gerendunum því þeim líður oft ekki síður illa en þeim sem fyrir eineltinu verða. Eftir þessa aðgerð gjörbreyttist andrúmsloftið í skólanum. Það dæmi sem ég þekki til átti sameiginlegt með þessum sænsku dæmum sem ég las um var að bæði var fórnarlambið álitinn vandamálið og í öðru lagi tregðuðust skólayfirvöld við að viðurkenna vandamálið. „Það er ekki einelti í mínum skóla“
Myndin um Victoríu Guern, írska fréttamanninn, sem var myrt árið 1996 vegna þess að hún saumaði of mikið að dópsölunum var fín. Reyndar missti ég af upphafinu en það sem ég sá stóð fyrir sínu.Þarlend stjórnvöld tóku málin engum vettlingatökum eftir morðið heldur breyttu þau stjórnarskránni innan viku og fengu þar með heimild til að gera eigur einstaklinga upptækar sem gátu ekki gert grein fyrir hvernig þær voru fjármagnaðar. Ástandið í Dublin gjörbreyttist á eftir. Þar var ekkert persónuverndarkjaftæði á ferðinni. Hér er talað um ákveðna einstaklinga sem hafa auðgast á dópsölu og annarri undirheimastarfsemi, allir vita af þessu en enginn gerir neitt í því. Eins vita allir að ástandið gerir ekki nema versnar og versnar. Þingmenn virðast ekki hafa neitt þarfara til málanna að leggja en að þræta um hve mikil peningar hafa farið í að berjast gegn þessari þjóðarmeinsemd en alvöruaðgerðir þorir enginn að minnast á.
Í sænsku blöðunum Aftonblaðinu og Expressen er fjallað um eineltismál í morgun. Í öðru blaðinu er rakinn lífsferill 14 ára gamallar steplu sem framdi sjálfmorð eftir áralangt einelti í skóla og í hinu blaðinu er birtur úrdráttur úr dagbók stelpu sem er pínd og kvalin upp á hvern dag í skólanum. Í báðum tilvikum neituðu skólayfirvöld að um einelti sé að ræða heldur var viðkomandi einstaklingur gerður að sökudólgnum. Ég þekki nákvæmlega svona dæmi sem er ekki mjög gamalt þar sem það var orðinn siður og venja hjá krökkunum í ákveðnum grunnskóla að taka vissa krakka fyrir. Ég ætla ekki að rekja það frekar en hlutirnir breyttust ekki fyrr en foreldrarnir tóku sig saman og kröfðust þess að utanaðkomandi sérfræðingar kæmu til starfa með skólanum til að komast fyrir meinið. Grundvallar atriði í þeirri vinnu var ekki síst að vinna með gerendunum því þeim líður oft ekki síður illa en þeim sem fyrir eineltinu verða. Eftir þessa aðgerð gjörbreyttist andrúmsloftið í skólanum. Það dæmi sem ég þekki til átti sameiginlegt með þessum sænsku dæmum sem ég las um var að bæði var fórnarlambið álitinn vandamálið og í öðru lagi tregðuðust skólayfirvöld við að viðurkenna vandamálið. „Það er ekki einelti í mínum skóla“
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)