mánudagur, júlí 31, 2006
Þegar við vorum inni í Kringilsárrrana á föstudaginn gengum við fram á hræ af hreindýrstarfi sem var því sem næst ekkert nema beinagrindin. Hræin í Rananum liggja óhreifð þar sem tófan kemst ekki inn á friðlandið (ekki nema að hún taki kláfinn). Því er beinum hræa ekki rótað út og suður heldur liggja þau bara þar sem dýrin leggjast fyrir og grotna þannig niður. Hræið sem við gengum fram á var nokkuð fyrir ofan gönguleiðina inn Ranann að austanverðu en nokkuð fyrir neðan væntanlegt vatnsyfirborð svo ekki hafði verið áttt við það. Krónan á dýrinu hafði verið glæsileg og því hirtum við hausinn með okkur og fannst það ekki tiltökumál þar sem hann myndi hvort sem er lenda undir vatni innan tíðar.
Ég sat síðan í bílnum á föstudagskvöldið fyrir norðan og var að hlusta á kvöldfréttirnar. Hornin af tarfinum fyrrverandi lá fyrir framan bílinn. Þá vissi ég ekki fyrr en að það stóð maður við bíldyrnar. Hann var í lopapeysu með íslenska fánann blaktandi upp úr bakpokanum. Ég opnaði dyrnar og þá spurði hann formálalaust: "Tókst þú hornin þarna?" "Já" sagði ég. "Ég hefði látið þau liggja" sagði hann. Ég var augnabliki frá því að hreyta í hann skætingi um að honum kæmi lítið við hvað þótt ég héldi á hornum af hræi með mér úr Rananum en hætti við það þar sem ég hafði einu sinni talað við manninn áður. Ég heilsaði honum og spurði hvort ég þekkti hann ekki rétt og kynnti mig. Svo tókum við tal saman um gönguferð okkar í Ranann og í ljós kom að hann hafði gengið fram á eitt af fjöldamörgum hræum í Rananum og ákveðið að láta hornin liggja. Hann hafði síðan haldið að ég hefði gengið í spor hans og hirt krúnuna. Eftir að við höfðum kvaðst þá fór ég að velta vöngum yfir þessum svokölluðu umhverfisverndarsinnum og afstöðu þeirra. Hvað á maður að halda þegar maður hittir fólk sem arkar um öræfin með íslenska fánann upp úr bakpokanum í þeirri fullvissu að það sé betra en annað fólk? Ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem vill standa vörð um náttúruna innan þeirra marka sem skynsamleg eru en mér leiðist helvítis hrokinn og sjálfbirgingshátturinn. Mér finnst það vægast sagt ósmekklegt og dónalegt af þessum náunga að rjúka að manni sem hann þekkti ekki neitt og fara að gera athugasemdir við að haldið sé á hornum af dauðu hreindýri burt af svæðinu. Sú mikla umferð fólks sem hefur verið um Kringilsárrana eftir að kláfurinn var settur upp skaðar svæðið og griðland dýranna miklu meira. Ég á náttúrulega ekkert meiri rétt en aðrir til að fara um þetta svæði og það var þægilegra að nota kláfinn heldur en að ganga inn á jökul. Ég held hins vegar að það ætti að íhuga vandlega hvort eigi að setja kláfinn upp aftur eftir að vatn er búið að færa núverandi stæði hans á kaf til að viðhalda griðlandinu eins og það var.
Hvað umhverfisverndarsinnana varðar þá varð umræðan um Vatnaleið á Snæfellsnesi til þess að ég fór að setja verulegt spurningarmerki við málflutning þeirra og tek honum með fyrirvara að óreyndu. Þá heyrði maður í fjölmiðlum að vegaframkvæmdir á Vatnaleið voru fordæmdar af sjálfskipuðum umhverfisverndarmönnum sem mikil umhverfisspjöll. Maður kreppti hendurnar ósjálfrátt í vösunum og bölvaði vegagerðinni í huganum fyrir jarðvöðulshátt. Þetta viðhorf breyttist verulega þegar ég fór þennan veg í fyrsta skipti. Vegurinn á Vatnaleið er ákaflega snyrtilega úr garði gerður, engar uppýtingar eins og áður tíðkaðist heldur var veginum alfarið keyrt út. Hann féll vel inn í umhverfið, bætti vegasamgöngur og opnaði aðgengi fólks að fallegu svæði á Nesinu. Eftir þetta hef ég haft fyrirvara á málflutningi umhverfisverndarsinna og vil skoða hlutina sjálfur áður en ég móta mér skoðun. Ég efa t.d. ekki að landið sem höfuðborgin og nærsveitir standa á hefur haft sitthvað til síns ágætis þegar það var ósnortið en einhversstaðar verða vondir að vera.
Ég get rifjað upp fyrir hvað fyrrgreinds fánabera er helst minnst úr síðasta kennaraverkfalli en læt það ógert í bili.
Ég sat síðan í bílnum á föstudagskvöldið fyrir norðan og var að hlusta á kvöldfréttirnar. Hornin af tarfinum fyrrverandi lá fyrir framan bílinn. Þá vissi ég ekki fyrr en að það stóð maður við bíldyrnar. Hann var í lopapeysu með íslenska fánann blaktandi upp úr bakpokanum. Ég opnaði dyrnar og þá spurði hann formálalaust: "Tókst þú hornin þarna?" "Já" sagði ég. "Ég hefði látið þau liggja" sagði hann. Ég var augnabliki frá því að hreyta í hann skætingi um að honum kæmi lítið við hvað þótt ég héldi á hornum af hræi með mér úr Rananum en hætti við það þar sem ég hafði einu sinni talað við manninn áður. Ég heilsaði honum og spurði hvort ég þekkti hann ekki rétt og kynnti mig. Svo tókum við tal saman um gönguferð okkar í Ranann og í ljós kom að hann hafði gengið fram á eitt af fjöldamörgum hræum í Rananum og ákveðið að láta hornin liggja. Hann hafði síðan haldið að ég hefði gengið í spor hans og hirt krúnuna. Eftir að við höfðum kvaðst þá fór ég að velta vöngum yfir þessum svokölluðu umhverfisverndarsinnum og afstöðu þeirra. Hvað á maður að halda þegar maður hittir fólk sem arkar um öræfin með íslenska fánann upp úr bakpokanum í þeirri fullvissu að það sé betra en annað fólk? Ég ber fulla virðingu fyrir fólki sem vill standa vörð um náttúruna innan þeirra marka sem skynsamleg eru en mér leiðist helvítis hrokinn og sjálfbirgingshátturinn. Mér finnst það vægast sagt ósmekklegt og dónalegt af þessum náunga að rjúka að manni sem hann þekkti ekki neitt og fara að gera athugasemdir við að haldið sé á hornum af dauðu hreindýri burt af svæðinu. Sú mikla umferð fólks sem hefur verið um Kringilsárrana eftir að kláfurinn var settur upp skaðar svæðið og griðland dýranna miklu meira. Ég á náttúrulega ekkert meiri rétt en aðrir til að fara um þetta svæði og það var þægilegra að nota kláfinn heldur en að ganga inn á jökul. Ég held hins vegar að það ætti að íhuga vandlega hvort eigi að setja kláfinn upp aftur eftir að vatn er búið að færa núverandi stæði hans á kaf til að viðhalda griðlandinu eins og það var.
Hvað umhverfisverndarsinnana varðar þá varð umræðan um Vatnaleið á Snæfellsnesi til þess að ég fór að setja verulegt spurningarmerki við málflutning þeirra og tek honum með fyrirvara að óreyndu. Þá heyrði maður í fjölmiðlum að vegaframkvæmdir á Vatnaleið voru fordæmdar af sjálfskipuðum umhverfisverndarmönnum sem mikil umhverfisspjöll. Maður kreppti hendurnar ósjálfrátt í vösunum og bölvaði vegagerðinni í huganum fyrir jarðvöðulshátt. Þetta viðhorf breyttist verulega þegar ég fór þennan veg í fyrsta skipti. Vegurinn á Vatnaleið er ákaflega snyrtilega úr garði gerður, engar uppýtingar eins og áður tíðkaðist heldur var veginum alfarið keyrt út. Hann féll vel inn í umhverfið, bætti vegasamgöngur og opnaði aðgengi fólks að fallegu svæði á Nesinu. Eftir þetta hef ég haft fyrirvara á málflutningi umhverfisverndarsinna og vil skoða hlutina sjálfur áður en ég móta mér skoðun. Ég efa t.d. ekki að landið sem höfuðborgin og nærsveitir standa á hefur haft sitthvað til síns ágætis þegar það var ósnortið en einhversstaðar verða vondir að vera.
Ég get rifjað upp fyrir hvað fyrrgreinds fánabera er helst minnst úr síðasta kennaraverkfalli en læt það ógert í bili.
sunnudagur, júlí 30, 2006
KOm að norðan í gærkvöldi eftir vel heppnaða rannsóknaferð um Kárahnjúkasvæðið og Kringislárrana. Veðrið lék við okkur þá daga sem við dvöldum fyrir norðan. Við vorum sex, tengdapabbi og bróðir hans Rúnar, báðir liðlega sjötugir, Kolbeinn menntaskólakennari, rétt handan við sjötugt, Mareleen frá Frakklandi og áhugamanneskja um Ísland og Siggi bankastjóri á Reyðarfirði og félagi frá Raufarhafnarárunum. Við tókum tvo daga í að ganga um Kringilsárrana, fyrri daginn fórum við sem leið lá inn miðjan ranann og snerum við á Melöldu töluvert langt fyrir innan hraukana. Þaðan gengum við vestur að Kringilsá og norður með henni að Töfrafossi. Við sáum mikinn fjölda hreindýra, gæti verið um 400 dýra hjörð svona lauslega ágiskað og hópa af gæsum, bæði unga og einnig fullorðnar gæsir í sárum. Þær settu sig beint í ána og börðust vestur yfir Kringislá þegar þær sáu okkur. Annan daginn fórum við að Töfrafossi að vestanverðu, niður með Tröllagilslæk og skoðuðum flúðirnar og tókum síðan hús á Hafrahvammsglúfrum. Þriðja daginn fórum við inn austanverðan ranann inn fyrir Hrauka og skoðuðum sethjallana. Þar hefur Ómar Ragnarsson komið sér upp flugvelli og hefur á honum bílpútu til að troða völlinn. Ómar flaug stanslaust yfir svæðið alla dagana sem við dvöldum fyrir norðan, líklega að ferja ferðafólk. Stíflan er að ná endanlegri mynd og þarf ekki að orðlengja um hvílíkt mannvirki hún er. Kringilsárraninn er sérstakt umhverfi enda þótt mesti ljóminn hafi farið af honum með kláfnum. Hann er mikil samgöngubót sem leiðir af sér mikinn fjölda fólks á friðlandinu. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á dýralíf á svæðinu. Áður var dagsferð hvora leið að ganga í Ranann þegar þurfti að fara inn á jökul. Á leið inn á Kárahnjúkasvæðið keyrðum við í gegnum Sænautasel og á heimleiðinni fórum við framhjá Fagradal og gegnum Arnardal norður á veg.
Það er dálítið erfitt að draga saman höfuðlínur og mynda sér skoðanir eftir að haa farið þarna um svæðið og skoðan það nokkuð lauslega. Ég hef komið nokkrum sinnum áður á Kárahnjúkasvæðið en ekki farið í Kringilsárrana fyrr en nú. Mér finnast sethjallarnir vera einna merkilegastir af þeim náttúruminjum sem fara undir vatn. Þeir eru mjög sérstakir. Kringilsárraninn skerðist nokkuð og sérstaklega minnkar gróðurlendi á honum.
Ég er búinn að setja slatta af myndum úr ferðinni inn á myndasíðuna (efsti myndahlekkurinn).
Skoðaði úrslitin í Badwater hlaupinu. Scott Jurek sigraði eins og líklegt var en á heldur lakari tíma en í fyrra. Hitinn var mjög mikil og er þá ýmsu til að jafna. Monica Scultz lét ekki að sér hæða og varð áttunda af öllum og fyrsta konan. Hún er ekki venjuleg. Gunnar Nilsson, sænski keppnadinn og fyrsti norðurlandabúinn sem reynir við Badwater hætti frekar snemma. Hans sérsvið er þó að hlaupa í miklum hita.
Grænlandsfararnir kláruðu með sóma og var gott að þeir luku keppninni formlega eftir að hafa dottið út í fyrra. Það að klára svona þrautir er afrek út af fyrir sig. Gaman verður að fá skýrslu úr ferðinni.
Ég var á leið norður öræfin í blíðunni í gær þegar Jökulsárhlaupið var haldið. Sé að það hefur verið mikill fjöldi þátttakenda í því enda veðrið gott. Þetta hlaup er að stimpla sig inn sem eitt helsta hlaup ársins enda standa heimamenn afar vel að því að sögn þeirra sem hafa tekið þátt í því. Þarf að koma því í verk að hlaupa það.
Fékk niðurstöðurnar frá Halldóru á dögunum. Púls við mjólkursýruþröskuld er 163, mjólkursýruþröskuldur er 3,82 (13,8 km á/klst), staða á Borg skala við mjólkursýruþröskuld er 13,2 og þoltala er 46,6 (sem þýðir frábær þjálfun). Ég held ég geti bara verið nokkuð ánægður með þetta en veit að ég get bætt formið töluvert með áherslu á hraðaæfingar, sérstaklega hvað varðar mjólkursýruþröskuldinn.
Það er dálítið erfitt að draga saman höfuðlínur og mynda sér skoðanir eftir að haa farið þarna um svæðið og skoðan það nokkuð lauslega. Ég hef komið nokkrum sinnum áður á Kárahnjúkasvæðið en ekki farið í Kringilsárrana fyrr en nú. Mér finnast sethjallarnir vera einna merkilegastir af þeim náttúruminjum sem fara undir vatn. Þeir eru mjög sérstakir. Kringilsárraninn skerðist nokkuð og sérstaklega minnkar gróðurlendi á honum.
Ég er búinn að setja slatta af myndum úr ferðinni inn á myndasíðuna (efsti myndahlekkurinn).
Skoðaði úrslitin í Badwater hlaupinu. Scott Jurek sigraði eins og líklegt var en á heldur lakari tíma en í fyrra. Hitinn var mjög mikil og er þá ýmsu til að jafna. Monica Scultz lét ekki að sér hæða og varð áttunda af öllum og fyrsta konan. Hún er ekki venjuleg. Gunnar Nilsson, sænski keppnadinn og fyrsti norðurlandabúinn sem reynir við Badwater hætti frekar snemma. Hans sérsvið er þó að hlaupa í miklum hita.
Grænlandsfararnir kláruðu með sóma og var gott að þeir luku keppninni formlega eftir að hafa dottið út í fyrra. Það að klára svona þrautir er afrek út af fyrir sig. Gaman verður að fá skýrslu úr ferðinni.
Ég var á leið norður öræfin í blíðunni í gær þegar Jökulsárhlaupið var haldið. Sé að það hefur verið mikill fjöldi þátttakenda í því enda veðrið gott. Þetta hlaup er að stimpla sig inn sem eitt helsta hlaup ársins enda standa heimamenn afar vel að því að sögn þeirra sem hafa tekið þátt í því. Þarf að koma því í verk að hlaupa það.
Fékk niðurstöðurnar frá Halldóru á dögunum. Púls við mjólkursýruþröskuld er 163, mjólkursýruþröskuldur er 3,82 (13,8 km á/klst), staða á Borg skala við mjólkursýruþröskuld er 13,2 og þoltala er 46,6 (sem þýðir frábær þjálfun). Ég held ég geti bara verið nokkuð ánægður með þetta en veit að ég get bætt formið töluvert með áherslu á hraðaæfingar, sérstaklega hvað varðar mjólkursýruþröskuldinn.
mánudagur, júlí 24, 2006
Fór í síðustu mælinguna hjá Halldóru í morgun. Þetta var fínt og hún lét mig hætta í fyrra þrepinu fyrr en ég vildi (var kominn upp í 17) og svo var á nippinu að ég þurfti að taka þriðja legg í seinni mælingunni en það slapp til.
Á morgun verður lagt upp norður í Kringilsárrana. Við förum sex sem höfum haldið hópinn meir eða minna undanfarin ár í svona ferðum (með undantekningu frá því í fyrra en þá var ekkert farið). Förum inn að Töfrafossi við Sauðá á morgun og sláum þar upp búðum og ferðustum þaðan um svæðið fram að helgi. Það eru síðustu förvöð að sjá hluta þessa svælðis eins og kunnugt er. Veðurútlitið er gott fram að helgi svo ég held að þetta verði góð ferð.
Var að arransera í dag fyrir ferðina og þarf að skreppa í fyrramálið og láta skipta um bremsuklossa áður en lagt verður í hann.
Skýrsla kemur eftir helgi
Á morgun verður lagt upp norður í Kringilsárrana. Við förum sex sem höfum haldið hópinn meir eða minna undanfarin ár í svona ferðum (með undantekningu frá því í fyrra en þá var ekkert farið). Förum inn að Töfrafossi við Sauðá á morgun og sláum þar upp búðum og ferðustum þaðan um svæðið fram að helgi. Það eru síðustu förvöð að sjá hluta þessa svælðis eins og kunnugt er. Veðurútlitið er gott fram að helgi svo ég held að þetta verði góð ferð.
Var að arransera í dag fyrir ferðina og þarf að skreppa í fyrramálið og láta skipta um bremsuklossa áður en lagt verður í hann.
Skýrsla kemur eftir helgi
Fór út í gærmorgun með Vinum Gulli. Heldur voru þeir fámennir en við Biggi vorum þeir einu sem héldu tryggð við þessa ágætu konu þennan morguninn. Við hittum hins vegar fljótlega hlaupahjónin úr Rauðagerðinu og héldum sjó með þeim og Jakobi sem slóst einnig í hópinn. Gauti og Biggi halda uppi góðum hraða svo þetta var fín æfing. Fór bara 16 km því ég þurfti að vera kominn heim um 11.30. María og stöllur hennar spiluðu við Völsung í Víkinni kl. 12.00 og sigruðu þær örugglega með 5 mörkun gegn einu.
Ásgeir var að spyrja hví ég væri að taka hraðaæfingar sérstaklega fyrir núna. Ég gleymdi einu í svarinu. Það er náttúrulega brennsla. Maður brennir mun meir við að hlaupa góða vegalengd hratt heldur en hægt. Ég finn það vel að það gengur heldur vel að ná kílóunum niður. Ég hef lést um 3 kíló í þessum mánuði frá því ég hætti sælgætisáti og minnkaði kolvetnaneyslu verulega. Það er allt á réttri leið og er ekkert erfitt.
Keypti mér nokkra diska úti um daginn. Maður fær góða DVD diska á um 50 kr danskar í Köben. Meðal annars keypti ég einn DVD með Brian Vilson og einn CD með Beach Boys. Ég hef lesið nokkuð sögu þessa mikla meistara á undanförnum árum og náði því áður en umfjöllun um hann fór að vaxa þannig að ég get ekki sagt að ég hafi hrifist með straummnum. Ég vissi að plöturnar sem þeir gáfu út rétt fyrir 1970 voru bölvað drasl vegna gengdarlausrar dópneyslu og geðbilunar hjá Brian. Mig langaði hins vegar til að heyra þetta og keypti því disk sem ég gat búist við að væri skrítinn. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkt rusl sem þeir létu frá sér á ákveðnu tímabili. Síðan keypti ég disk með Brian frá fyrsta opinbera konsert sem hann hélt eftir endurreisnina frá því ca 5 árum síðan. Brian, sem samdi öll hin frábæru Beach Boys lög hér í den tíð, vóg á tímabili yfir 180 kíló. Hann lá eitt sinn í rúminu í þrjú ár samfleitt og nærðist fyrst og fremst á bjór, hamborgurum og kókaíni. Sökum sviðsskrekks hætti hann að túra með hljómsveitinni árið 1965. Samkvæmt öllum náttúrulögmálum átti hann að vera löngu dauður en einhverra hluta vegna lifði hann þetta af og svo kom Dr Landy til sögunnar sem kom honum í gegnum endurhæfinguna og andlega og líkamlega uppbyggingu. Það er stórkostlegt að sjá Brian á sviði, umkringdan frábæru tónlistarfólki, geislandi af gleði við að flytja þessi meistaraverk sín. Neil Yong líkir honum við Mozart og Beetoven. Það væri gaman að komast á konsert með honum svo og Stones, en ætli verði af því úr þessu. Hver veit.
Víkingar sigruðu Val í bikarnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Mikil stemming, frábært veður, fín skemmtun.
Ásgeir var að spyrja hví ég væri að taka hraðaæfingar sérstaklega fyrir núna. Ég gleymdi einu í svarinu. Það er náttúrulega brennsla. Maður brennir mun meir við að hlaupa góða vegalengd hratt heldur en hægt. Ég finn það vel að það gengur heldur vel að ná kílóunum niður. Ég hef lést um 3 kíló í þessum mánuði frá því ég hætti sælgætisáti og minnkaði kolvetnaneyslu verulega. Það er allt á réttri leið og er ekkert erfitt.
Keypti mér nokkra diska úti um daginn. Maður fær góða DVD diska á um 50 kr danskar í Köben. Meðal annars keypti ég einn DVD með Brian Vilson og einn CD með Beach Boys. Ég hef lesið nokkuð sögu þessa mikla meistara á undanförnum árum og náði því áður en umfjöllun um hann fór að vaxa þannig að ég get ekki sagt að ég hafi hrifist með straummnum. Ég vissi að plöturnar sem þeir gáfu út rétt fyrir 1970 voru bölvað drasl vegna gengdarlausrar dópneyslu og geðbilunar hjá Brian. Mig langaði hins vegar til að heyra þetta og keypti því disk sem ég gat búist við að væri skrítinn. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þvílíkt rusl sem þeir létu frá sér á ákveðnu tímabili. Síðan keypti ég disk með Brian frá fyrsta opinbera konsert sem hann hélt eftir endurreisnina frá því ca 5 árum síðan. Brian, sem samdi öll hin frábæru Beach Boys lög hér í den tíð, vóg á tímabili yfir 180 kíló. Hann lá eitt sinn í rúminu í þrjú ár samfleitt og nærðist fyrst og fremst á bjór, hamborgurum og kókaíni. Sökum sviðsskrekks hætti hann að túra með hljómsveitinni árið 1965. Samkvæmt öllum náttúrulögmálum átti hann að vera löngu dauður en einhverra hluta vegna lifði hann þetta af og svo kom Dr Landy til sögunnar sem kom honum í gegnum endurhæfinguna og andlega og líkamlega uppbyggingu. Það er stórkostlegt að sjá Brian á sviði, umkringdan frábæru tónlistarfólki, geislandi af gleði við að flytja þessi meistaraverk sín. Neil Yong líkir honum við Mozart og Beetoven. Það væri gaman að komast á konsert með honum svo og Stones, en ætli verði af því úr þessu. Hver veit.
Víkingar sigruðu Val í bikarnum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Mikil stemming, frábært veður, fín skemmtun.
sunnudagur, júlí 23, 2006
Dundað við eitt og annað i bliðunni i gær. Forum upp i sumarbustað i Eilifsdal seinni partinn að heilsa upp a tengdaforeldrana. I gær var tekin akvörðun um að fara norður a Karahnjukasvæðið a þriðjudaginn og verja nokkrum dögum við myndatökur og rannsoknir a svæðinu. Er að taka saman hve margir koma með. verðum þarna liklega fram a helgi.
Eg man eftir að það var til kvikmynd sem het Return of the Mummies eða eitthvað þannig. Liklega hefur storþyðandinn Mar Högnason þytt hana. Eg held að myndin hafi verið leleg. A Tassilaq a Austur Grænlandi er talað um The Return of the Happy Icelanders. Það segir svolitið til um hvaða alit þeir unnu ser inn i fyrra. Trausti, Stebbi, Erlendur og Petur eru byrjaðir a fjögurra daga fjölþrautaþoni. Fyrsti leggurinn klaradist i gær. Þer eru i fimmta sæti eftir hann. Gaman verður að fylgjast með þeim næstu daga.
For ut ad hlaupa i gærkvöldi. Ætla að hlaupa heldur styttra i sumar en reyna að vinna i hraðanum. Hef heldur slegið slöku við hraðaæfingar a liðnum arum. Þetta var finn 11 km leggur með þremur ca 1 km alagssprettum.
Eg man eftir að það var til kvikmynd sem het Return of the Mummies eða eitthvað þannig. Liklega hefur storþyðandinn Mar Högnason þytt hana. Eg held að myndin hafi verið leleg. A Tassilaq a Austur Grænlandi er talað um The Return of the Happy Icelanders. Það segir svolitið til um hvaða alit þeir unnu ser inn i fyrra. Trausti, Stebbi, Erlendur og Petur eru byrjaðir a fjögurra daga fjölþrautaþoni. Fyrsti leggurinn klaradist i gær. Þer eru i fimmta sæti eftir hann. Gaman verður að fylgjast með þeim næstu daga.
For ut ad hlaupa i gærkvöldi. Ætla að hlaupa heldur styttra i sumar en reyna að vinna i hraðanum. Hef heldur slegið slöku við hraðaæfingar a liðnum arum. Þetta var finn 11 km leggur með þremur ca 1 km alagssprettum.
laugardagur, júlí 22, 2006
Blöðin eru oft misjöfn. Jafnlélegast er þó Blaðið þar sem sjaldnast er eitthvað bitastætt að finna nema pistla Kolbrúnar. Nú í morgun var einn pistlahöfundur Blaðsins svo smekklegur að leggja að jöfnu (eða svo var ekki annað hægt að skilja) átak til að sporna við gengdarlausri fjölgun sílamávs innan marka höfuðborgarinnar og upphaf á flutningum gyðinga í útrýmingarbúðirnar í Treblinka í seinni heimstyrjöldinni. Ætli þessi ágæti maður viti ekki um aðgerðir meindýraeyða um allt land gagnvart rottum? Ég held að hann ætti að kynna sér það betur. Þá finnur hann loks eitthvað bitastætt.
Í gær skrifaði maður grein í Moggann sem var að flytja heim frá London um fréttaflutning hér heima að ýmsum uppákomum íslendinga sem hann hefur verið vitni að í heimsborginni. Oft var fréttaflutningurinn þannig að hann þekkti ekki aftur það sem hann átti að hafa séð. Það er nefnilega þannig að það eru býsna margir Garðarar Hólm á ferðinni út um allt sem láta flytja af því digrar fréttir hér heima hvílíkar undirtektir þeir hafa fengið á erlendri grund. Það er oft betra að vera stór önd á litlum polli en lítil önd á stórum polli. Þetta fær mann til að hugsa um trúverðugleika fjölmiðla yfirleitt og hve mikil áhrif þeir geta haft á almenningsálitið. Ein jafnlélegasta hljómsveitin sem ég hef heyrt í er Nylon. Það hafa borist miklar fréttir af framgangi hennar á erlendum vettvangi hingað heim og er vonandi að það gangi eftir sem ætlað er með hana. Mikið er gert úr því að hún hafi verið upphitunarsveit fyrir sér miklu frægari hljómsveit og Nylonstúlkur séu á barmi heimsfrægðar vegna þess árangurs. Þegar ég hef farið á konserta þar sem upphitunarhljómsveit hitar upp þá er (var) kúnstin oft sú að hafa hana lélega og hljóðfærin illa stillt til að kostir aðalbandsins nytu sín betur. Þetta er kannski breytt.
Sá lesendabréf í Mogganum í gær frá aldraðri konu sem var annars vegar að bera saman aðstæður ýmissa aldraðra sem hún þekkti og sem dvelja á stofnunum og hins vegar aðstæður fanga á Hrauninu og á Kvíabryggju. Sá samanburður var öldruðum ekki hagfelldur. Ýmsum glæpamönnum frá fyrrum Austur Evrópu finnst fangeslisvist hér vera hrein hóteldvöl viðað við það sem þeir áttu að venjast heima hjá sér. Það er náttúrulega mikið umhugsunarefni ef dæmdum glæpamönnum er búinn betri kostur og betra viðurværi en mörgu því fólki sem er búið að leggja líf sitt og heilsu til samfélagsins og hélt að það gæti lifað tiltölulega áhyggjulaust ævikvöld. Glæpamennirnir hafa meðp einbeittum brotavilja lagt sitt af mörkum til að brjóta niður samfélagið og skemma það á meðan þeir öldruðu hafa flestir verið í uppbyggingardeildinni. Það er best að alhæfa ekki í þessu sambandi en engu að síður er áhugavert að setja hlutina í þetta samhengi.
Í gær skrifaði maður grein í Moggann sem var að flytja heim frá London um fréttaflutning hér heima að ýmsum uppákomum íslendinga sem hann hefur verið vitni að í heimsborginni. Oft var fréttaflutningurinn þannig að hann þekkti ekki aftur það sem hann átti að hafa séð. Það er nefnilega þannig að það eru býsna margir Garðarar Hólm á ferðinni út um allt sem láta flytja af því digrar fréttir hér heima hvílíkar undirtektir þeir hafa fengið á erlendri grund. Það er oft betra að vera stór önd á litlum polli en lítil önd á stórum polli. Þetta fær mann til að hugsa um trúverðugleika fjölmiðla yfirleitt og hve mikil áhrif þeir geta haft á almenningsálitið. Ein jafnlélegasta hljómsveitin sem ég hef heyrt í er Nylon. Það hafa borist miklar fréttir af framgangi hennar á erlendum vettvangi hingað heim og er vonandi að það gangi eftir sem ætlað er með hana. Mikið er gert úr því að hún hafi verið upphitunarsveit fyrir sér miklu frægari hljómsveit og Nylonstúlkur séu á barmi heimsfrægðar vegna þess árangurs. Þegar ég hef farið á konserta þar sem upphitunarhljómsveit hitar upp þá er (var) kúnstin oft sú að hafa hana lélega og hljóðfærin illa stillt til að kostir aðalbandsins nytu sín betur. Þetta er kannski breytt.
Sá lesendabréf í Mogganum í gær frá aldraðri konu sem var annars vegar að bera saman aðstæður ýmissa aldraðra sem hún þekkti og sem dvelja á stofnunum og hins vegar aðstæður fanga á Hrauninu og á Kvíabryggju. Sá samanburður var öldruðum ekki hagfelldur. Ýmsum glæpamönnum frá fyrrum Austur Evrópu finnst fangeslisvist hér vera hrein hóteldvöl viðað við það sem þeir áttu að venjast heima hjá sér. Það er náttúrulega mikið umhugsunarefni ef dæmdum glæpamönnum er búinn betri kostur og betra viðurværi en mörgu því fólki sem er búið að leggja líf sitt og heilsu til samfélagsins og hélt að það gæti lifað tiltölulega áhyggjulaust ævikvöld. Glæpamennirnir hafa meðp einbeittum brotavilja lagt sitt af mörkum til að brjóta niður samfélagið og skemma það á meðan þeir öldruðu hafa flestir verið í uppbyggingardeildinni. Það er best að alhæfa ekki í þessu sambandi en engu að síður er áhugavert að setja hlutina í þetta samhengi.
föstudagur, júlí 21, 2006
Notaði góða veðrið í gær og fór með Sveini tengdapabba upp í Borgarfjörð. Þar gengum við á Skessuhorn en við höfum talað um það í nokkur ár að gaman væri að skreppa þ.angað upp. Ég gekk á Skessuhorn í apríl 1975 en síðan hefur ekki gefist tækifæri til þess fyrr en nú. Veðrið var eins og best gat verið, sól, hiti og smá gola. Við vorum þrjá klukkuíma upp frá afleggjaranum að Horni og um tvo klukkutíma niður. Fundum einn gaffal og eina karbínu á leiðinni. Gangan upp á sjálft hornið er auðveldari en ég hélt en þegar ég fór þetta á skólaarum á Hvanneyri þá var gengið eftir snjó alla leiðina. Útsýnið er mikið til allra átta, vestur á Nes, norður á jökla og til Reykjavíkur. Sveinn er orðinn 74 ára gamall en stikaði upp léttur eins og fjallageit.
Fór í tíma nr. 2 til Halldóru í morgun. Þessi lota var ekki eins erfið eins og hin fyrsta. Hún verður endurtekin á mánudagsmorgun og þá fer niðurstaðan að liggja fyrir. Maður verður að gefa allt á mánudaginn.
Nú eru sjálfskipaðir náttúrverndarmenn orðnir vitlausir yfir nauðsynlegum aðgerðum borgarinnar í því ófremdarástandi sem mávagerið í borginni er orðið. Dýraverndarfélag Íslands heimtaði að mávamorðin yrðu stöðvuð. Þetta er nú ekki alveg í lagi með þetta fólk. Máfagerin í borginni eru orðin svoleiðis að á stundum finnst manni að maður sé kominn inn í mynd Hitchcoks The Birds. Það vita allir sem fylgjast með fuglum að sílamáfurinn er einn sá versti ungadrápari sem fyrir finnst og er þá mikli til jafnað. Hann er sá versti vargur sem æðarbændur fá í æðarvarpið því hann er hreinlega eins og ryksuga í að tína upp ungana. Í Kaupmannahöfn sá maður fólk vera að gefa öndunum á Vötnunum í rólegheitum án þess að hundruð vitlausra máva væru mættir á svæðið. Það er enginn að tala um að útrýma þessum fuglum heldur að fækka þeim og fæla þá burt úr borginni. Fyrir nokkrum árum gerði fiskútflutningsfyrirtæki myndband um íslenskar fiskafurðir vegna útflutnings til Bandaríkjanna. Í upprunalegu myndbandi komu fyrir máar á flugi. Bandaríkjamenn dæmdu það umsvifalaust ónothæft þar sem það væri litið á máva sem fljúgandi rottur þarlendis. Því mætti ekki blanda saman fiski og mávum í markaðssetningu á fiski.
Ég tek því ágæta blaði Útiveru yfirleitt fangandi því það er bæði fjölbreitt og skemmtilegt aflestrar. Hinn ágæti ritstjóri þess hefði að mínu mati þó mátt láta forystugreinina í síðasta blaði liggja aðeins í salti áður en hann sendi hana frá sér. Þar skrifar hann um sílamáva og tófur og er að andmæla því að þessum dýrum sé fargað sem lið í að halda stofnstærð þeirra í jafnvægi. Á Hornströndum hefur verið bannað að veiða tófur á anan áratug. Tófum þar hefur fjölgað gríðarlega og þær dreifast þaðan út um alla Vestfirði. Á Hornströndum er enginn mófugl lengur. Ég gekk um allar Hornstrandir á tímabilinu 1994 - 1999 en fyrst fór ég í gönguferð um þessar slóðir árið 1976 þannig að ég veit svolítið hvað ég er um að tala. Þeir sem þekkja björgin vel segja að refurinn sé búinn að eyða fugli úr stórum hluta bjarganna þar sem hann kemst um. Vitaskuld þarf refurinn að éta og ekki rær hann til fiskjar. Það má vel vera að mönnum þyki þetta í lagi en þá á bara að segja það, ekki vera með neinn feluleik. Árum saman þrætt náttúruvísindamenn og heimamenn fyrir vestan um útbreiðslurefsins frá Hornströndum. Náttúruvísindamenn stóðu á því fastar en fótunum að hann væri mjög staðbundinn og færi ekki út fyrir takmarkað svæði á meðan bændur sögðu að ref á Vestfjörðum hefði fjölgað gríðarlega og hann kæmi fyrst og fremst norðan af ströndum. Það kom svo í ljós þegar sett voru staðsetningartæki á refi a Hornströndum að þeir fara gríðarlegar vegnalengdir og suður um alla firði. Eitt vorið sagði Ragnar í Reykjafirði mér að hann hefði skotið um 30 refi af tröppunum hjá sér en hann var þá slæmur í fæti og fór lítið út fyrir túnið. Refurinn er vargur í rjúpunni og öðrum mófuglum. Eðlilega, hann þarf að éta eins og önnur dýr. Refaveiðar ganga ekki út á að útrýma ref heldur að viðhalda ákveðnu jafnvægi. Ég þekki það frá fyrri árum hvað refnum fjölgaði mikið heima í tvö ár þegar einhverra hluta vegna var ekki gengið á greni þau vorin. Mér finnst það firra að halda því fram að allt leiti jafnvægis þegar einni tegund fjölgar gríðarlega á kostnað annara. Það á bæði við um refi og sílamáf. Vitaskuld verður að halda fjölgun þessara tegunda undir ákveðnum mörkum ef hún á ekki að leiða til annarra og verri hluta. Því vona ég að það verði skotið sem mest af sílamáv í borginni.
Fór í tíma nr. 2 til Halldóru í morgun. Þessi lota var ekki eins erfið eins og hin fyrsta. Hún verður endurtekin á mánudagsmorgun og þá fer niðurstaðan að liggja fyrir. Maður verður að gefa allt á mánudaginn.
Nú eru sjálfskipaðir náttúrverndarmenn orðnir vitlausir yfir nauðsynlegum aðgerðum borgarinnar í því ófremdarástandi sem mávagerið í borginni er orðið. Dýraverndarfélag Íslands heimtaði að mávamorðin yrðu stöðvuð. Þetta er nú ekki alveg í lagi með þetta fólk. Máfagerin í borginni eru orðin svoleiðis að á stundum finnst manni að maður sé kominn inn í mynd Hitchcoks The Birds. Það vita allir sem fylgjast með fuglum að sílamáfurinn er einn sá versti ungadrápari sem fyrir finnst og er þá mikli til jafnað. Hann er sá versti vargur sem æðarbændur fá í æðarvarpið því hann er hreinlega eins og ryksuga í að tína upp ungana. Í Kaupmannahöfn sá maður fólk vera að gefa öndunum á Vötnunum í rólegheitum án þess að hundruð vitlausra máva væru mættir á svæðið. Það er enginn að tala um að útrýma þessum fuglum heldur að fækka þeim og fæla þá burt úr borginni. Fyrir nokkrum árum gerði fiskútflutningsfyrirtæki myndband um íslenskar fiskafurðir vegna útflutnings til Bandaríkjanna. Í upprunalegu myndbandi komu fyrir máar á flugi. Bandaríkjamenn dæmdu það umsvifalaust ónothæft þar sem það væri litið á máva sem fljúgandi rottur þarlendis. Því mætti ekki blanda saman fiski og mávum í markaðssetningu á fiski.
Ég tek því ágæta blaði Útiveru yfirleitt fangandi því það er bæði fjölbreitt og skemmtilegt aflestrar. Hinn ágæti ritstjóri þess hefði að mínu mati þó mátt láta forystugreinina í síðasta blaði liggja aðeins í salti áður en hann sendi hana frá sér. Þar skrifar hann um sílamáva og tófur og er að andmæla því að þessum dýrum sé fargað sem lið í að halda stofnstærð þeirra í jafnvægi. Á Hornströndum hefur verið bannað að veiða tófur á anan áratug. Tófum þar hefur fjölgað gríðarlega og þær dreifast þaðan út um alla Vestfirði. Á Hornströndum er enginn mófugl lengur. Ég gekk um allar Hornstrandir á tímabilinu 1994 - 1999 en fyrst fór ég í gönguferð um þessar slóðir árið 1976 þannig að ég veit svolítið hvað ég er um að tala. Þeir sem þekkja björgin vel segja að refurinn sé búinn að eyða fugli úr stórum hluta bjarganna þar sem hann kemst um. Vitaskuld þarf refurinn að éta og ekki rær hann til fiskjar. Það má vel vera að mönnum þyki þetta í lagi en þá á bara að segja það, ekki vera með neinn feluleik. Árum saman þrætt náttúruvísindamenn og heimamenn fyrir vestan um útbreiðslurefsins frá Hornströndum. Náttúruvísindamenn stóðu á því fastar en fótunum að hann væri mjög staðbundinn og færi ekki út fyrir takmarkað svæði á meðan bændur sögðu að ref á Vestfjörðum hefði fjölgað gríðarlega og hann kæmi fyrst og fremst norðan af ströndum. Það kom svo í ljós þegar sett voru staðsetningartæki á refi a Hornströndum að þeir fara gríðarlegar vegnalengdir og suður um alla firði. Eitt vorið sagði Ragnar í Reykjafirði mér að hann hefði skotið um 30 refi af tröppunum hjá sér en hann var þá slæmur í fæti og fór lítið út fyrir túnið. Refurinn er vargur í rjúpunni og öðrum mófuglum. Eðlilega, hann þarf að éta eins og önnur dýr. Refaveiðar ganga ekki út á að útrýma ref heldur að viðhalda ákveðnu jafnvægi. Ég þekki það frá fyrri árum hvað refnum fjölgaði mikið heima í tvö ár þegar einhverra hluta vegna var ekki gengið á greni þau vorin. Mér finnst það firra að halda því fram að allt leiti jafnvægis þegar einni tegund fjölgar gríðarlega á kostnað annara. Það á bæði við um refi og sílamáf. Vitaskuld verður að halda fjölgun þessara tegunda undir ákveðnum mörkum ef hún á ekki að leiða til annarra og verri hluta. Því vona ég að það verði skotið sem mest af sílamáv í borginni.
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Fór í fyrsta hluta mjólkursýrumælingar hjá Halldóru í Skógahlíðinni í gær. Það er gaman að takast á við þetta enda þótt það sé náttúrulega dálítið erfitt. Þannig hlýtur það að vera. Hún sagði mér að hún hefði þurft að neita nokkrum eldriborgurum!! um að taka þátt í testinu sem höfðu samband skömmu eftir að ég hringdi þannig að ég má prísa mig sælan að hafa sloppið um borð. Ég veit að ég er ekki nógu vel undir búinn að taka stífar hraðaæfingar en það er bara þannig. Fann vel fyrir prófinu í fótunum í gærkvöldi. Það er hins vegar fróðlegt að fá niðurstöðu um í hvernig formi maður sé. Slöngumælingin var seinni mælingin í gær og ég svitnaði svakalega eftir hana. Það var eins og svitalækirnir ætluðu aldrei að hætta að renna. Það sýnir þó að maður hefur eitthvað hreift sig. Næsti kafli verður í fyrramálið kl. 9.00.
Þeir Grænlandsfarar í Artic Challenge leggja upp í keppnina í dag. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Þeir eru reynslunni ríkari frá því í fyrra og færra sem kemur á óvart. Ég fékk það á tilfinninguna að mataræðið hefði verið veikasti hlekkurinn hjá þeim í fyrra, sérstaklega í síðasta og lengsta leggnum. Við áreynslun sem stendur yfir í á annan sólarhring dugar ekkert annað en almennilegur matur. Menn eru þá ekki í snarpri sprettaáreynslu heldur í hægri stöðugri hreyfingu sem krefst allt annrarar fæðu heldur en stutt tímabundin átök. Þetta er erfiðisvinna og hún kallar á alvöru mat ef vel á að vera.
Renndi með Víkingsstelpurnar austur í Þorlákshöfn í gær. Þær voru að spila við stöllur síanr í Ægi í sjö manna bolta. Víkingarnir unnu öruggan sigur. Aðstæður fyrir austan voru eins og best getur verið, logn, hlýtt og rennisléttur völlur. Á eftrir var farið í sjoppuna og keyptur ís.
Þeir Grænlandsfarar í Artic Challenge leggja upp í keppnina í dag. Það verður gaman að fylgjast með því hvernig þeim gengur. Þeir eru reynslunni ríkari frá því í fyrra og færra sem kemur á óvart. Ég fékk það á tilfinninguna að mataræðið hefði verið veikasti hlekkurinn hjá þeim í fyrra, sérstaklega í síðasta og lengsta leggnum. Við áreynslun sem stendur yfir í á annan sólarhring dugar ekkert annað en almennilegur matur. Menn eru þá ekki í snarpri sprettaáreynslu heldur í hægri stöðugri hreyfingu sem krefst allt annrarar fæðu heldur en stutt tímabundin átök. Þetta er erfiðisvinna og hún kallar á alvöru mat ef vel á að vera.
Renndi með Víkingsstelpurnar austur í Þorlákshöfn í gær. Þær voru að spila við stöllur síanr í Ægi í sjö manna bolta. Víkingarnir unnu öruggan sigur. Aðstæður fyrir austan voru eins og best getur verið, logn, hlýtt og rennisléttur völlur. Á eftrir var farið í sjoppuna og keyptur ís.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
Komum heim í gær eftir ágæta Danmerkurdvöl. Það var ekki til setunnar boðið þegar heimm var komið, fótboltabúningur Maríu fundinn í snatri og síðan farið yfir í Fagralund en þar voru stöllur hennar voru að keppa við HK. María náði að koma inn í seinni hálfleik og stóð sig vel. Víkingsstelpurnar unnu 2 - 1 en það er ekki hægt að segja með sanni að sá sigur hafi verið sanngjarn en svona er fótboltinn. Um kvöldið var svo leikur í Víkinni og þar skildu Víkingar og Keflavík jöfn.
Las blaðabunkann í morgun. Það voru fínar fréttir af Laugavegnum í Mogganum, bæði á undan hlaupinu og síðan heilsíðufrásögn af hlaupinu sjálfu. Blaðinu til sóma nema aðeins eitt, Laugavegurinn er íþróttamót en á ekki að flokkast sem fréttir utan af landi. Svona frásagnir eiga heima á íþróttasíðunum. Þetta kemur vonandi allt saman.
Ég hef verið að lesa frásagnir af Laugaveginum hjá Bibbu, Öggu, Berki, Ásgeiri og Morgunblaðsmanninum. Fleiri hafa einnig skýrt frá upplifun sinni af hlaupinu. Þetta var tíunda hlaupið. Veðrið hefur verið hagstætt í sjö hlaupum, vont veður í tveimur og mikill hiti í einu. Ég hugsa að þetta hlutfall sé nokkuð nærri sanni miðað við íslenskt veðurfar. Laugavegshlaupið er nú einu sinni uppi á hálendi.
Það er ljóst að mótshaldarar verða að fara yfir ýmis atriði með hliðsjón af þeirri reynslu sem stendur eftir þetta hlaup. Ég efa ekki að það verður gert því ég tel mig þekkja það vel til að nú vill fólk læra af reynslunni og gera gott betra. Lægra verður ekki komist en sumarið 2004 þegar löggufíflið á Selfossi sagði í blöðunum að það hefði svo sem verið allt í lagi þótt hann og hans menn hefðu ekki ratað ekki inneftir og komu þar af leiðandi allt of seint með drykkjarföng á drykkjarstöðvar. Hlaupararnir hefðu bara getað drukkið úr lækjum.
Það voru skráðir eitthundrað og fimmtíu manns í hlaupið. Það er veruleg aukning frá fyrri árum. Það er uppskera af góðri markaðssetningu á hlaupinu bæði innanlands og utan. Þá fer að vakna spurningin, hvað ráða mótshaldarar við mikinn fjölda? Á að setja fjöldatakmarkanir á hlaupið? Hvað ef kæmu 200 manns næst, svo 250 og síðan 300? Með vaxandi fjölda fara t.d. líkur að aukast á því á að eitthvað óvænt komi fyrir sem bregðast þurfi við. Það þarf að vera undir það búinn. Með vaxandi fjölda eykst fjöldi þeirra sem munu hætta í hlaupinu enda þótt hlutfallslega verði það svipað. Það hættu um 15% hlaupara í ár. Það hætta fleiri þegar veður er vont eins og í ár. Veðrið kom ekki á óvart, það var búið að spá leiðindaveðri alla vikuna. Hlaupið verður því að vera undir það búið að taka á móti hröktum hlaupurum sem standast ekki tímamörk eða hætta af öðrum ástæðum bæði í Álftavatni og í Emstrum. Það er óverjandi annað en að hafa heita næringu fyrir fólkið og öruggt skjól. Mér finnst varla boðlegt að treysta á skálana sem eru þegar upppantaðir af göngufólki sem einnig þarf á þeim að halda þegar veðrið er vont. Hvað getur Emstruskálinn tekið á móti mörgu fólki við svona aðstæður. Það verður að liggja nákvæmlega fyrir. Það er ekki boðlegt að ekki liggi fyrir í upphafi hlaups hvert verði farið með það fólk sem hættir í Emstruskálanum, hvenær verði farið með það og svo framvegis. Hvað ræður húsnæðið í Þórsmörk við margt fólk þegar veðrið er leiðinlegt?
Stór hluti hlauparanna eru erlendir hlauparar sem þekkja ekkert til aðstæðna hér og verða því að treysta í blindni á mótshaldara. Það þekkja allri þeir sem hafa tekið þátt í svona hlaupum erlendis. Það er þó mikill munur á því að hlaupa borgarhlaup eða óbyggðahlaup við aðstæður þar sem þú ert gjörsamlega ókunnugur öllu. Það á til dæmis að benda fólki á þann möguleika að senda þurr föt í Emstruskálann ef það skyldi þurfa að hætta þegar veðurútlit er slæmt. Einnig þarf að ráðleggja fólki um klæðnað við afhendingu gagna þegar veðurútlit er slæmt. Það hefur kannski verið gert og er það vel. Í Western States í fyrra var gert mjög mikið úr því að leiðbeina fólki sem var að takast í fyrsta sinn á við aðstæður sem það þekkti ekki. Sem fæst átti að koma á óvart til að minnka líkurnar á að eitthvað mistækist.
Samkvæmt lýsingum hlaupara þá þarf að fara yfir ýmis atriði í kjölfar þessa hlaups. Setja þarf upp nákvæmar áætlanir sem fara verður eftir miðað við veðurfarsaðstæður hverju sinni. Ein gildir fyrir mikinn hita, ein gildir fyrir vind, kulda og úrkomu og svo framvegis. Setja verður upp öryggisáætlun um það sem getur komið upp á. Ofþornun í hita, ofkælingu í kulda. Setja þarf upp áætlanir um ýmis atriði, það dregur úr því að eitthvað óvænt komi upp á.
Það kemur manni ekki á óvart að erlendir hlauparar skuli eiga erfitt að átta sig á leiðinni á stundum, bæði í kringum Hvanngil og eins á Söndunum. Það er mjög einfalt að bæta úr þessu og það þarf að gera það.
Ég var að lesa í gær bókina Distance running eftir skoskan hlaupara sem býr í Suður Afríku. Hann dregur mjög í efa gagnsemi þess að pastaát hafi nokkuð að segja í svo löngum hlaupum eins og Laugavegurinn er. Maraþonhlaup séu þeu lengstu sem pastaát geri eitthvað gagn í. Hann leggur miklu meiri áherslu á að byggja líkamann upp með long burn energy við hlaup sem eru lengri en 5 klst. Það er bara fyrst og fremst kjöt og fiskur. Staðgóðar máltíðir sem maður þarf við erfiðisvinnu. Nú vill maður næst fá stórsteikur fyrir Laugavegshlaup en ekkert pastarusl.
Las blaðabunkann í morgun. Það voru fínar fréttir af Laugavegnum í Mogganum, bæði á undan hlaupinu og síðan heilsíðufrásögn af hlaupinu sjálfu. Blaðinu til sóma nema aðeins eitt, Laugavegurinn er íþróttamót en á ekki að flokkast sem fréttir utan af landi. Svona frásagnir eiga heima á íþróttasíðunum. Þetta kemur vonandi allt saman.
Ég hef verið að lesa frásagnir af Laugaveginum hjá Bibbu, Öggu, Berki, Ásgeiri og Morgunblaðsmanninum. Fleiri hafa einnig skýrt frá upplifun sinni af hlaupinu. Þetta var tíunda hlaupið. Veðrið hefur verið hagstætt í sjö hlaupum, vont veður í tveimur og mikill hiti í einu. Ég hugsa að þetta hlutfall sé nokkuð nærri sanni miðað við íslenskt veðurfar. Laugavegshlaupið er nú einu sinni uppi á hálendi.
Það er ljóst að mótshaldarar verða að fara yfir ýmis atriði með hliðsjón af þeirri reynslu sem stendur eftir þetta hlaup. Ég efa ekki að það verður gert því ég tel mig þekkja það vel til að nú vill fólk læra af reynslunni og gera gott betra. Lægra verður ekki komist en sumarið 2004 þegar löggufíflið á Selfossi sagði í blöðunum að það hefði svo sem verið allt í lagi þótt hann og hans menn hefðu ekki ratað ekki inneftir og komu þar af leiðandi allt of seint með drykkjarföng á drykkjarstöðvar. Hlaupararnir hefðu bara getað drukkið úr lækjum.
Það voru skráðir eitthundrað og fimmtíu manns í hlaupið. Það er veruleg aukning frá fyrri árum. Það er uppskera af góðri markaðssetningu á hlaupinu bæði innanlands og utan. Þá fer að vakna spurningin, hvað ráða mótshaldarar við mikinn fjölda? Á að setja fjöldatakmarkanir á hlaupið? Hvað ef kæmu 200 manns næst, svo 250 og síðan 300? Með vaxandi fjölda fara t.d. líkur að aukast á því á að eitthvað óvænt komi fyrir sem bregðast þurfi við. Það þarf að vera undir það búinn. Með vaxandi fjölda eykst fjöldi þeirra sem munu hætta í hlaupinu enda þótt hlutfallslega verði það svipað. Það hættu um 15% hlaupara í ár. Það hætta fleiri þegar veður er vont eins og í ár. Veðrið kom ekki á óvart, það var búið að spá leiðindaveðri alla vikuna. Hlaupið verður því að vera undir það búið að taka á móti hröktum hlaupurum sem standast ekki tímamörk eða hætta af öðrum ástæðum bæði í Álftavatni og í Emstrum. Það er óverjandi annað en að hafa heita næringu fyrir fólkið og öruggt skjól. Mér finnst varla boðlegt að treysta á skálana sem eru þegar upppantaðir af göngufólki sem einnig þarf á þeim að halda þegar veðrið er vont. Hvað getur Emstruskálinn tekið á móti mörgu fólki við svona aðstæður. Það verður að liggja nákvæmlega fyrir. Það er ekki boðlegt að ekki liggi fyrir í upphafi hlaups hvert verði farið með það fólk sem hættir í Emstruskálanum, hvenær verði farið með það og svo framvegis. Hvað ræður húsnæðið í Þórsmörk við margt fólk þegar veðrið er leiðinlegt?
Stór hluti hlauparanna eru erlendir hlauparar sem þekkja ekkert til aðstæðna hér og verða því að treysta í blindni á mótshaldara. Það þekkja allri þeir sem hafa tekið þátt í svona hlaupum erlendis. Það er þó mikill munur á því að hlaupa borgarhlaup eða óbyggðahlaup við aðstæður þar sem þú ert gjörsamlega ókunnugur öllu. Það á til dæmis að benda fólki á þann möguleika að senda þurr föt í Emstruskálann ef það skyldi þurfa að hætta þegar veðurútlit er slæmt. Einnig þarf að ráðleggja fólki um klæðnað við afhendingu gagna þegar veðurútlit er slæmt. Það hefur kannski verið gert og er það vel. Í Western States í fyrra var gert mjög mikið úr því að leiðbeina fólki sem var að takast í fyrsta sinn á við aðstæður sem það þekkti ekki. Sem fæst átti að koma á óvart til að minnka líkurnar á að eitthvað mistækist.
Samkvæmt lýsingum hlaupara þá þarf að fara yfir ýmis atriði í kjölfar þessa hlaups. Setja þarf upp nákvæmar áætlanir sem fara verður eftir miðað við veðurfarsaðstæður hverju sinni. Ein gildir fyrir mikinn hita, ein gildir fyrir vind, kulda og úrkomu og svo framvegis. Setja verður upp öryggisáætlun um það sem getur komið upp á. Ofþornun í hita, ofkælingu í kulda. Setja þarf upp áætlanir um ýmis atriði, það dregur úr því að eitthvað óvænt komi upp á.
Það kemur manni ekki á óvart að erlendir hlauparar skuli eiga erfitt að átta sig á leiðinni á stundum, bæði í kringum Hvanngil og eins á Söndunum. Það er mjög einfalt að bæta úr þessu og það þarf að gera það.
Ég var að lesa í gær bókina Distance running eftir skoskan hlaupara sem býr í Suður Afríku. Hann dregur mjög í efa gagnsemi þess að pastaát hafi nokkuð að segja í svo löngum hlaupum eins og Laugavegurinn er. Maraþonhlaup séu þeu lengstu sem pastaát geri eitthvað gagn í. Hann leggur miklu meiri áherslu á að byggja líkamann upp með long burn energy við hlaup sem eru lengri en 5 klst. Það er bara fyrst og fremst kjöt og fiskur. Staðgóðar máltíðir sem maður þarf við erfiðisvinnu. Nú vill maður næst fá stórsteikur fyrir Laugavegshlaup en ekkert pastarusl.
laugardagur, júlí 15, 2006
föstudagur, júlí 14, 2006
Í gær var Legoland a dagskrá. Fínn pakki. Það er um 3ja kortera keyrsla þangað frá Horsens. Maður fer að spekulera í vegakerfinu þegar maður keyrir um hér í Danmörku. Ef vegir eru flokkaðir niður þá má til dæmis gera það á eftirfarandi hátt: Í fyrsta flokki eru Autobanar með ótakmörkuðum hraða. Finnast ekki á Íslandi. Í öðru lagi eru tvíbreiðar eggsléttar hraðbrautir með 110 km hámarshraða. Finnast ekki á Íslandi. Í þriðja lagi eru einbreiðir mjög góðir vegir með breiðum vegöxlum. Þar er hægt að mæta trailerum án þess að vera hræddur um að spegillinn fjúki af. Í fjórða lagi eru þrengri hlykkjóttir einbreiðir vegir (landevejer) sem eru frekar ósléttir. Þá fer maður að kannast við sig. Síðan í fimmta lagi eru mjóir þröngir vegir þar sem alfaltið er rúm bílbreidd og maður verður að víkja út af því við að mæta bíl. Þá er helst að finna í afskekktum fáförnum sveitum. Tvíbreiði Keflavíkurvegurinn er einhversstaðar á milli flokks tvö og þrjú en annars eru flestir íslenskir vegir í besta falli í flokki fjögur. Vegakerfið er manni hugstætt vegna umræðu um að ríkið ætli að fresta vegafrakvæmdum til að létta á spennu í hagkerfinu og í öðru lagi hefur sagönguráðherra rætt um að setja hámarkshraðabremsu í bíla vegna þess að þeim er ekið of hratt. Vegakerfið er víðast mjög slæmt. Þröngir, hlykkjóttir og frekar illa gerðir vegir eru allsráðandi í vegakerfinu. Vegirnir bera alls ekki þá gríðarlegu umferð sem þeim er ætlað að gera. Greiðar samgöngur eru hins vegar grundvallaratriði til að hægt sé að byggja upp góðan infrastruktur. Því ætti það að vera forgangsmál ríkisstjórnar að byggja upp vegakerfið til framtíðar þannig að það geti sinnt því hlutverki sem því er ætlað að bera. Hér á Jótlandi skiptir það lykilatriði varðandi þróun þéttbýlisstaða hve nálægt þeir eru staðsettir nálægt hraðbrautunum sem liggja til Evrópu frá Skandinavíu. Því fjær hraðbrautunum sem þeir liggja þeim mun dekkri framtíð.
Heimsóttum vini og kunningja í gærkvöldi. Gaman að rifja upp gamla daga. Sá restina að beinni útsendingu af leik Bronby og Vals á TV2. Mér fannst Valur standa sig heldur vel og voru óheppnir að skora ekki eitt til viðbótar á lokamínútunum. Keflavík vann ÍBV 6 - 2. Páll Hjarðar út af með beint rautt. Ekki í fyrsta sinn. Ég heyrði einu sinni Frammara vera að tala um Stefán Þórðarson uppi á Skaga að það ætti að gefa honum beint rautt í upphafi leiks vegna líklegra brota í leiknum. Það virðist eiga við um fleiri.
Heimsóttum vini og kunningja í gærkvöldi. Gaman að rifja upp gamla daga. Sá restina að beinni útsendingu af leik Bronby og Vals á TV2. Mér fannst Valur standa sig heldur vel og voru óheppnir að skora ekki eitt til viðbótar á lokamínútunum. Keflavík vann ÍBV 6 - 2. Páll Hjarðar út af með beint rautt. Ekki í fyrsta sinn. Ég heyrði einu sinni Frammara vera að tala um Stefán Þórðarson uppi á Skaga að það ætti að gefa honum beint rautt í upphafi leiks vegna líklegra brota í leiknum. Það virðist eiga við um fleiri.
miðvikudagur, júlí 12, 2006
Það er voða gott að vera í fríi hér í Horsens. Maður slúðrar við vinafólk sitt um liðna daga, um nútíðina og framtíðina, maður gerir ekki neitt og síðan sér maður sitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Í gær skruppum við til Árósa og tókum smáþverskurð af bænum. Ég get varla sagt að ég hafi komið þangað áður af neinu viti. Fór út að hlaupa þegar heim var komið. Þá var sólin farin að skína og veðrið eins og best getur verið. Það er hreint eftirlæti að fara út að hreyfa sig hér í góða veðrinu, brekkurnar seigar og hægt að fara eins og hugann lystir út og suður. Hringdi í Halldóru í morgun og pantaði mjólkursýrumælingu. Hún sagði að vísindasiðanefnd hefði ekki leyft henni að taka eldri fugla en fimmtuga í svona mælingu því menn eru píndir til hins ítrasta í prófinu. Þeir sem eru yfir fimmtugu falla líklega undir dýraverndunarlög. Engu að síður fæ ég að mæta n.k. miðvikudag. Gaman verður að sjá útkomuna. Fóru í dag með Jóni, Soffíu og krökkunu í Djurs Sommerland vestur af Árósum. Það var hin besti dagur, veðrið alveg passlegt og mikið að eftirsóknarverðum tækju fyrir þau yngri. Rússíbanar hafa einhvern veginn ekkert svakalegt aðdráttarafl á mig lengur en það er gaman að sjá krakkana koma úr honum upptendraða af ánægju yfir hasanum. Lífið er náttúrulega einn rússibani eða konfektkassi eins og Forest Gump segir. Er að grípa í bókina á dönsku og hún er töluvert öðruvísi en myndin. Mæli með hvorutveggja.
mánudagur, júlí 10, 2006
Erum komin til Horsens á Jótlandi. Flugum út í gær til Köben og tókum lestina hingað. Gistum í nokkra daga hér hjá Jóni og Soffíu, vinafólki okkar að norðan. Þau eru hér í námi með sína stóru fjölskyldu og una sér vel. Fór með Jóni sseinnipartinn í ca klukkutíma í vesturátt nær því alla leið til Tarm til að hjálpa fólki sem var að flytja að heiman við að losa gáminn. Ætlum að fara eitthvað hér um og síðan verða nokkrir dagar teknir í Köben. Jói er í Finnlandi þannig að Sveinn byggir bæinn einn.
laugardagur, júlí 08, 2006
Fór 11 km túr í gær með góðum hraðasprettum. Tók þrjá leggi frá 0,8 - 1,4 km á 4.10 til 4.20. Það er venju frekar hratt fyrir mig því ég hef ekki lagt áherslu á hraðaæfingar neitt sem heitir undanfarin ár. Það er náttúrulega rugl en maður hefur frekast freistast til að fara langt að undanförnu. Þetta var fínt og lauk túrnum vel undir 4 mín á km. Sumarið verður notað til að ná upp hraða. Það ætti að ganga betur eftir því sem kílóunum fækkar. Þau hafa heldur látið á sjá eftir að mataræðinu var kippt í liðinn. Hitti Stefán Örn á keppnishjóli og í keppnisbúning og alles. Þeir félagarnir fara til Grænlands eftir ca 10 daga. Gaman verður að fylgjast með þeim.
Hitti síðan félaga Jóa uppúr 7.30 í morgun. Ræddum ýmislegt varðandi sex tíma hlaupið í september. Jói er fullur af áhuga og heitir öflugum stuðning. Stefnum að fundi í félaginu í ágúst þegar menn eru farnir að tínast úr sumarfríi. Þar verður verkum skipt og farið yfir praktiska hluti. Hitti Halldór í morgun rúmlega 8. Fórum í Kópavoginn og tókum 3 brekkuspretti, tröppurnar, HK brekkuna og eina enn þar fyrir austan sem Halldór hafði grafið upp. Fínasti dagur. Gaman að vera farinn að snúast í gang eftir eftir rólegan júní.
Sá í sunnudagsmogganum að Boot Kamp strákarnir voru búnir að fá alveg nóg eftir 75 km. Að fara 100 km lítt undirbúinn er eins og að fara í maraþon og hafa lengst skokkað 10 km. Ef illa tekst til getur svona lagað skemmt lappirnar. Ætli þetta hafi verið hjá þeim eins og enski strákurinn sagði í lestinni í vor þegar ég spurði hvernig hlaupið hefði gengið. "It was horrible, after 25, every step was in pain".
Það má í þessu samhengi minna á það að Svanur Bragason, sextugur erfiðismaður, hljóp 100 km á Ítalíu á 10.57 fyrir tveimur árum. Það hlaup var drottning fjallahlaupanna Del Passatore. Þar er yfir fjall að fara sem er hærra en Esjan og fyrsti þriðjungur hlaupsins var hlaupinn í 30 stiga hita. Það er hægt að segja með réttu að Svanur hinn sextugi hafi HLAUPIÐ 100 km. Siggi Gunnsteins, annar sextugur hlaupari, kláraði sama hlaup á rúmum 13 klst örfáum árum fyrr. Þetta eru alvöru menn.
Hitti síðan félaga Jóa uppúr 7.30 í morgun. Ræddum ýmislegt varðandi sex tíma hlaupið í september. Jói er fullur af áhuga og heitir öflugum stuðning. Stefnum að fundi í félaginu í ágúst þegar menn eru farnir að tínast úr sumarfríi. Þar verður verkum skipt og farið yfir praktiska hluti. Hitti Halldór í morgun rúmlega 8. Fórum í Kópavoginn og tókum 3 brekkuspretti, tröppurnar, HK brekkuna og eina enn þar fyrir austan sem Halldór hafði grafið upp. Fínasti dagur. Gaman að vera farinn að snúast í gang eftir eftir rólegan júní.
Sá í sunnudagsmogganum að Boot Kamp strákarnir voru búnir að fá alveg nóg eftir 75 km. Að fara 100 km lítt undirbúinn er eins og að fara í maraþon og hafa lengst skokkað 10 km. Ef illa tekst til getur svona lagað skemmt lappirnar. Ætli þetta hafi verið hjá þeim eins og enski strákurinn sagði í lestinni í vor þegar ég spurði hvernig hlaupið hefði gengið. "It was horrible, after 25, every step was in pain".
Það má í þessu samhengi minna á það að Svanur Bragason, sextugur erfiðismaður, hljóp 100 km á Ítalíu á 10.57 fyrir tveimur árum. Það hlaup var drottning fjallahlaupanna Del Passatore. Þar er yfir fjall að fara sem er hærra en Esjan og fyrsti þriðjungur hlaupsins var hlaupinn í 30 stiga hita. Það er hægt að segja með réttu að Svanur hinn sextugi hafi HLAUPIÐ 100 km. Siggi Gunnsteins, annar sextugur hlaupari, kláraði sama hlaup á rúmum 13 klst örfáum árum fyrr. Þetta eru alvöru menn.
föstudagur, júlí 07, 2006
Það er ekki oft sem maður er rændur en þó kemur það fyrir einstaka sinnum. Það gerðist síðast um daginn þegar við fórum norður á Sauðárkrók á fótboltamótið ágæta. Þá stoppuðum við í Staðarskála til að teygja úr okkur og fá okkur snarl. Maríu langaði í hamborgara og það var spurt um hamborgara. Jú við erum hér með hamborgara, franskar og kók á tilboði var svarað. Samningar tókust, hamborgarinn kom með smávegis af frönskum, kókglasi og majonessallati í smá plastdollu. Ekki sérlega kræsilegur kostur. Þegar ég borgaði þá féll mér allur ketill í eld. 1.200 kall kostuðu herlegheitin. Mér þótti þetta dýrt en það var ekki við neinn að sakast nema sjálfan mig þar sem ég hafði ekki spurt um verðið og svo sá ég síðar að verðið var set upp á skilti. Í sjoppunni á Sauðárkrók var samskonar kostur (hamborgari, franskar, sallat og glas af kók)á tilboði á 750 kall.
Íslesku vegasjoppurnar eru einhverjir þeir verstu staðir sem maður getur hugsað sér að fara að til að fá sér að borða. Það er hægt að verja að fara inn í þær þar sem verslun er einnig á staðnum þar sem hægt er að kaupa sér ávexti eða eitthvað annað en þennan hundamat sem framreiddur er upp úr feitipottunum og af steikarpönnunni. Þó hefur þetta ögn batnað. Í fimm sumur í röð fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir saman í gönguferðir norður á Hornstrandir. Þá bjó ég fyrir norðan og við hittumst yfirleitt í Brú í Hrútafirði og fengum okkur að borða þar áður en lagt var í hann norður Strandir. Einu sinni spurði ég hvort það væri til skyr. Stelpan í afgreiðslunni hló að svona bjánalegri spurningu; skyr nei það var ekki til. Brú er vegasjoppa í miðju landbúnaðarhéraði en svona var viðhorfið þá. Nú er þó yfirleitt hægt að kaupa sér skyr í sjoppunum og hangikjötssneiðin sem ég keypti í Staðarskála á leiðinni norður var einnig ágæt. Ég stoppaði hins vegar ekki þar á leiðinni til baka.
Það var rætt um offitu í sjónvarpinu um daginn. Talað var við gamalgróinn næringarfræðing sem hefur verið nokkursskonar Múhameð næringarfræðinnar á landinu í áraraðir. Hún sagði að fólkið væri að fitna og var ekki lengi að fara að sjúkdóma væða þessa þróun. Talaði um sjúkdóm og meðferðir gegn honum o.s.frv. o.s.frv. Nú veit ég að átraskanir eru mjög alvarlegur sjúkdómur og ætla ekki að gera lítið úr því eða afleiðingum hans. Fjarri mér. En obbinn af því fólki sem er að berjast við aukakílóin, sérstaklega það unga, getur ekki kennt neinu öðru um en óhollu mataræði, of miklum mat og hreifingarleysi. Það á ekki að sjúkdómavæða slíka hluti heldur hafa uppi umræðu um afleiðingar þess ef ástandið verður óbreytt, reka áróður fyrir hollara mataræði og tala gegn óþverranum sem seldur er sem matur. Mér finnast áherslur næringarfræðingsins gegnum tíðina hafa verið heldur skrítnar. Hér áður var fitan, hverju nafni sem hún nefndist, talin vera rót alls ills. Ég er ekki að mæla því bót að éta fitu í einhverju óhófi en það er margt verra. Ég man eftir því þegar elsti strákurinn kom heim úr leikskólanum einn daginn og taldi allt að því verið að eitra fyrir sig ef sást ljós arða á kjötinu. Það hefur lengi verið einhver fóbía í gangi gagnvart fitu á meðan kolvetnin hafa syglt lygnan sjó. Ég er á þeirri skoðun að ef fólk borðar ruslfæði og drekkur gos úr hófi fram sé það í miklu verri málum hvað kílóin varðar heldur en ef það sést ljós arða á kjötbita. Síðan er náttúrlega ekki nokkur hemja að það skuli liggja við að sælgætinu sé troðið upp í krakkana þegar maður er í biðröðinni við afgreiðslukassana í matvörubúðunum. Eins og óhollustunni, sælgæti og gosi er haldið að krökkum og unglingum þá er ekkert skrítið við það að meðalþyngdin sé á hraðri uppleið.
Fór til Vestmannaeyja í gær. Gott veður og gaman að fara um eyjuna. Það eru nokkur ár síðan ég hef komið þangað og það er vel þess virði að gera það af og til. Það vreður hrein bylting á samgöngum við eyjar þegar fyrirhuguð ferjuhöfn í Bakkafjöru verður að veruleika. Þá tekur siglingin út svona 30 mínútur. Þá er hægt að skreppa til Vestmannaeyja með fjölskylduna án þess að þurfa að spara sérstaklega fyrir fargjaldinu áður.
Íslesku vegasjoppurnar eru einhverjir þeir verstu staðir sem maður getur hugsað sér að fara að til að fá sér að borða. Það er hægt að verja að fara inn í þær þar sem verslun er einnig á staðnum þar sem hægt er að kaupa sér ávexti eða eitthvað annað en þennan hundamat sem framreiddur er upp úr feitipottunum og af steikarpönnunni. Þó hefur þetta ögn batnað. Í fimm sumur í röð fyrir nokkrum árum fórum við nokkrir saman í gönguferðir norður á Hornstrandir. Þá bjó ég fyrir norðan og við hittumst yfirleitt í Brú í Hrútafirði og fengum okkur að borða þar áður en lagt var í hann norður Strandir. Einu sinni spurði ég hvort það væri til skyr. Stelpan í afgreiðslunni hló að svona bjánalegri spurningu; skyr nei það var ekki til. Brú er vegasjoppa í miðju landbúnaðarhéraði en svona var viðhorfið þá. Nú er þó yfirleitt hægt að kaupa sér skyr í sjoppunum og hangikjötssneiðin sem ég keypti í Staðarskála á leiðinni norður var einnig ágæt. Ég stoppaði hins vegar ekki þar á leiðinni til baka.
Það var rætt um offitu í sjónvarpinu um daginn. Talað var við gamalgróinn næringarfræðing sem hefur verið nokkursskonar Múhameð næringarfræðinnar á landinu í áraraðir. Hún sagði að fólkið væri að fitna og var ekki lengi að fara að sjúkdóma væða þessa þróun. Talaði um sjúkdóm og meðferðir gegn honum o.s.frv. o.s.frv. Nú veit ég að átraskanir eru mjög alvarlegur sjúkdómur og ætla ekki að gera lítið úr því eða afleiðingum hans. Fjarri mér. En obbinn af því fólki sem er að berjast við aukakílóin, sérstaklega það unga, getur ekki kennt neinu öðru um en óhollu mataræði, of miklum mat og hreifingarleysi. Það á ekki að sjúkdómavæða slíka hluti heldur hafa uppi umræðu um afleiðingar þess ef ástandið verður óbreytt, reka áróður fyrir hollara mataræði og tala gegn óþverranum sem seldur er sem matur. Mér finnast áherslur næringarfræðingsins gegnum tíðina hafa verið heldur skrítnar. Hér áður var fitan, hverju nafni sem hún nefndist, talin vera rót alls ills. Ég er ekki að mæla því bót að éta fitu í einhverju óhófi en það er margt verra. Ég man eftir því þegar elsti strákurinn kom heim úr leikskólanum einn daginn og taldi allt að því verið að eitra fyrir sig ef sást ljós arða á kjötinu. Það hefur lengi verið einhver fóbía í gangi gagnvart fitu á meðan kolvetnin hafa syglt lygnan sjó. Ég er á þeirri skoðun að ef fólk borðar ruslfæði og drekkur gos úr hófi fram sé það í miklu verri málum hvað kílóin varðar heldur en ef það sést ljós arða á kjötbita. Síðan er náttúrlega ekki nokkur hemja að það skuli liggja við að sælgætinu sé troðið upp í krakkana þegar maður er í biðröðinni við afgreiðslukassana í matvörubúðunum. Eins og óhollustunni, sælgæti og gosi er haldið að krökkum og unglingum þá er ekkert skrítið við það að meðalþyngdin sé á hraðri uppleið.
Fór til Vestmannaeyja í gær. Gott veður og gaman að fara um eyjuna. Það eru nokkur ár síðan ég hef komið þangað og það er vel þess virði að gera það af og til. Það vreður hrein bylting á samgöngum við eyjar þegar fyrirhuguð ferjuhöfn í Bakkafjöru verður að veruleika. Þá tekur siglingin út svona 30 mínútur. Þá er hægt að skreppa til Vestmannaeyja með fjölskylduna án þess að þurfa að spara sérstaklega fyrir fargjaldinu áður.
miðvikudagur, júlí 05, 2006
Sex tíma hlaup
Eftirfarandi var sett í loftið í morgun:
Sex tíma hlaup.
Laugardaginn 16. september verður haldið fyrsta sex tíma hlaup hérlendis. Það fer fram á Nauthólsvíkurhringnum sem er ca. 1,7 km langur. Hlaupið hefst kl. 10.00 um morguninn og lýkur klukkan 16.00 síðdegis. Sá sem hleypur lengsta vegalengd á sex klukkutímum sigrar í hlaupinu. Stefnt er að því að hlaupið uppfylli þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að árangur sigurvegara í karla- og kvennaflokki verði formlega skráður sem íslandsmet í sex tíma hlaupi.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Júlíusson formaður UMFR36. Sími 8644886
Sex tíma hlaup.
Laugardaginn 16. september verður haldið fyrsta sex tíma hlaup hérlendis. Það fer fram á Nauthólsvíkurhringnum sem er ca. 1,7 km langur. Hlaupið hefst kl. 10.00 um morguninn og lýkur klukkan 16.00 síðdegis. Sá sem hleypur lengsta vegalengd á sex klukkutímum sigrar í hlaupinu. Stefnt er að því að hlaupið uppfylli þau skilyrði sem þurfa að vera fyrir hendi til að árangur sigurvegara í karla- og kvennaflokki verði formlega skráður sem íslandsmet í sex tíma hlaupi.
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Júlíusson formaður UMFR36. Sími 8644886
Þegar maður hlusta á útvarpið (Rás 2) á morgnana gegnum tíðina þá veltir maður þulunum sjaldnast fyrir sér. Þeir malla yfirleitt áfram í þægilegum átakalitlum gír og allt er eins og það á að vera. Nú í sumar eru afleysingamenn (vonandi) að störfum og það er bara eins og það sé verið að fara með þjöl í eyrun á manni. Þarna uppgötvar maður muninn á fagmönnum og amatörum. Þegar þularstarfið virðist ganga út á að hlægja að sjálf síns fyndni og lesa úr blöðunum og tyggja hver upp í annan hvað allt sé skemmtilegt og sniðugt sem í þeim stendur þá nenni ég þessu ekki lengur og skipti á Rás 1. Hún er sem betur fer enn til staðar. Ég ætla bara rétt að vona að þetta verði ekki viðvarandi ástand. Nóg er nú að það sé búið að senda Gest Einar í útlegð til Drangeyjar þó að þetta eigi ekki að vera svona um ókomna framtíð.
Um daginn þegar ég var niður í Þýskalandi þá fórum við meðal annars á rútu gegnum Dusseldorf. Konan sem var leiðsögumaður okkar sagði frá ýmsu og meðal annars af ástandinu í borginni. Ástandið í úthverfum henna rer víða mjög slæmt og víða varasamt að vera á ferli um kvöld og nætur. Það hélst í hendur að eftir því sem lengra dró í úthverfin og ástandið versnaði þá jókst umfang veggjakrotsins. Ég velti stundum fyrir mér hvað erlendir ferðamenn hugsa sem fara um okkar ágætu höfuðborg. Maður sér ekki svona yfirbragð í erlendum borgum eins og þykir sjálfsagt hér.
Nú er búið að tilkynna það að fyrirhugað sé að stofna stjórnmálaflokk sem ætlað er að berjast fyrir hagsmunum innflytjenda. Eitt af markmiðum hans er sagt vera að knýja á um byggingu mosku fyrir múslíma. Það er kosturinn við lýðræðið að maður hefur möguleika á að taka afstöðu til þeirra stjórnmálaafla sem starfa í landinu, fylgja einhverjum en berjast gegn öðrum. Ég áskil mér fullan rétt á að hafa skoðun á og taka afstöðu til þess að strangtrúaðir múslímar fari að skjóta sterkari rótum hér en orðið er. Langtímaspár segja að innan ca 50 ára verði t.d. Frakkland múslímskt ríki ef fer fram sem horfir. Stefán Snævarr hemspekingur minnist t.d. á stöðu þessara mála í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í gær þar sem hann er að svara Eiríki Bergmann.
Gaman að sjá mismunandi viðbrögð Valsmanna og Víkinga þegar búið var að draga í 8 liða úrslitum bikarins. Víkingar sáu ekkert nema gott við að mæta Völsurum á meðan Valsmaðurinn var bæði hikandi og stressaður yfir mótherjunum og kvað Valsmenn hafa getað verið heppnari. Öðruvísi mér áður brá. Það er tær tilhlökkun til leiksins í Laugardalnum eftir tæpar 3 vikur.
Um daginn þegar ég var niður í Þýskalandi þá fórum við meðal annars á rútu gegnum Dusseldorf. Konan sem var leiðsögumaður okkar sagði frá ýmsu og meðal annars af ástandinu í borginni. Ástandið í úthverfum henna rer víða mjög slæmt og víða varasamt að vera á ferli um kvöld og nætur. Það hélst í hendur að eftir því sem lengra dró í úthverfin og ástandið versnaði þá jókst umfang veggjakrotsins. Ég velti stundum fyrir mér hvað erlendir ferðamenn hugsa sem fara um okkar ágætu höfuðborg. Maður sér ekki svona yfirbragð í erlendum borgum eins og þykir sjálfsagt hér.
Nú er búið að tilkynna það að fyrirhugað sé að stofna stjórnmálaflokk sem ætlað er að berjast fyrir hagsmunum innflytjenda. Eitt af markmiðum hans er sagt vera að knýja á um byggingu mosku fyrir múslíma. Það er kosturinn við lýðræðið að maður hefur möguleika á að taka afstöðu til þeirra stjórnmálaafla sem starfa í landinu, fylgja einhverjum en berjast gegn öðrum. Ég áskil mér fullan rétt á að hafa skoðun á og taka afstöðu til þess að strangtrúaðir múslímar fari að skjóta sterkari rótum hér en orðið er. Langtímaspár segja að innan ca 50 ára verði t.d. Frakkland múslímskt ríki ef fer fram sem horfir. Stefán Snævarr hemspekingur minnist t.d. á stöðu þessara mála í grein sem hann skrifar í Fréttablaðið í gær þar sem hann er að svara Eiríki Bergmann.
Gaman að sjá mismunandi viðbrögð Valsmanna og Víkinga þegar búið var að draga í 8 liða úrslitum bikarins. Víkingar sáu ekkert nema gott við að mæta Völsurum á meðan Valsmaðurinn var bæði hikandi og stressaður yfir mótherjunum og kvað Valsmenn hafa getað verið heppnari. Öðruvísi mér áður brá. Það er tær tilhlökkun til leiksins í Laugardalnum eftir tæpar 3 vikur.
mánudagur, júlí 03, 2006
Það hefur verið mikið rætt um úrslitin í WSER sem fór fram um síðustu helgi. Brian MOrrisson var dæmdur úr leik eftir að hafa verið hjálpað á fætur á leikanginum og allt að því borinn yfir línuna af meðhlaupurum sínum, hver annar var Scott Jurek, sjöfaldur meistari hlaupsins. Viðtal við Brian er á meðfylgjandi link:
ww.competitor.com/article/?Guid=7ed49eb3-8979-414a-865e-e71cddfb5ec3
Ég fór í brúðkaup á laugardaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Athöfnin var fín svo og veislan á eftir. Góður og skemmtilegur dagur. Það eru ánægjuleg viðbrigði að koma í kirkjuathöfn þar sem fólk brosir og jafnvel hlær en er ekki þrúgað af hátíðleika eða sorg. Áður en athöfnin byrjaði þá horfði ég út um gluggann í kirkjugarðinn og fór að velta fyrir mér stílleysinu í kirkjugarðinum. Í fyrsta lagi er eins og hallamálið hafi ekki borist í þennan sveitarhluta. Krossar og steinar voru skakkir og hallandi, fram og til baka. Mér finnst að lágmarkið ætti að vera að þeir væru sæmilega réttir. Í annan stað sneru áletranir fram og til baka þannig að heildarsvipurinn var enginn heldur var yfirbragð garðsins sundurlaust, ruglingslegt og metnaðarlaust.
Ég fór í bókabúð á dögunum og keypti bókina Bíll og bakpoki, útivistar og ferðabók sem Páll Ásgeir, bróðir Gísla aðalritara hefur skráð. Þar hefur hann tekið saman lýsingar á 10 gönguleiðum þar sem göngufólk getur gengið í tvo til þrjá dagaa frá bíl og endað við bílinn aftur. Fín bók sem gefur manni fullt af hugmyndum. Versta að helgarnar eru oft svo ásettar. Mæli sterklega með þessari bók sem og öðrum þeim sem hann hefur skrifað um sama efni, útivist og gönguferðir.
Fletti einnig Ferðahandbók fjölskyldunnar í sömu bókabúð. Hún er einnig nýútkomin og virkaði bæði fróðleg og aðgengileg með mörgum fallegum myndum. Svona útgáfa kveikir víða neista sem eru undirstaða að öðru meir.
Svakalega er Blaðið lélegt og leiðinlegt. Þó er þar eitt sem ber af eins og gull af eiri þótt víðar væri leitað. Það eru fótboltapistlar Kolbrúnar Berþórsdóttur. Hún skrifar þá af svo sjaldgæfum þokka og innsæi að unun er að lesa.
ww.competitor.com/article/?Guid=7ed49eb3-8979-414a-865e-e71cddfb5ec3
Ég fór í brúðkaup á laugardaginn sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Athöfnin var fín svo og veislan á eftir. Góður og skemmtilegur dagur. Það eru ánægjuleg viðbrigði að koma í kirkjuathöfn þar sem fólk brosir og jafnvel hlær en er ekki þrúgað af hátíðleika eða sorg. Áður en athöfnin byrjaði þá horfði ég út um gluggann í kirkjugarðinn og fór að velta fyrir mér stílleysinu í kirkjugarðinum. Í fyrsta lagi er eins og hallamálið hafi ekki borist í þennan sveitarhluta. Krossar og steinar voru skakkir og hallandi, fram og til baka. Mér finnst að lágmarkið ætti að vera að þeir væru sæmilega réttir. Í annan stað sneru áletranir fram og til baka þannig að heildarsvipurinn var enginn heldur var yfirbragð garðsins sundurlaust, ruglingslegt og metnaðarlaust.
Ég fór í bókabúð á dögunum og keypti bókina Bíll og bakpoki, útivistar og ferðabók sem Páll Ásgeir, bróðir Gísla aðalritara hefur skráð. Þar hefur hann tekið saman lýsingar á 10 gönguleiðum þar sem göngufólk getur gengið í tvo til þrjá dagaa frá bíl og endað við bílinn aftur. Fín bók sem gefur manni fullt af hugmyndum. Versta að helgarnar eru oft svo ásettar. Mæli sterklega með þessari bók sem og öðrum þeim sem hann hefur skrifað um sama efni, útivist og gönguferðir.
Fletti einnig Ferðahandbók fjölskyldunnar í sömu bókabúð. Hún er einnig nýútkomin og virkaði bæði fróðleg og aðgengileg með mörgum fallegum myndum. Svona útgáfa kveikir víða neista sem eru undirstaða að öðru meir.
Svakalega er Blaðið lélegt og leiðinlegt. Þó er þar eitt sem ber af eins og gull af eiri þótt víðar væri leitað. Það eru fótboltapistlar Kolbrúnar Berþórsdóttur. Hún skrifar þá af svo sjaldgæfum þokka og innsæi að unun er að lesa.
sunnudagur, júlí 02, 2006
Fór út með Vinum Gullu í morgun í góðu veðri. Sluppum að mestu við skúrir. Hlaupið losaði 22 km þannig að helgin gerir sig með 55 km. Ágætt. Það rekur hver stórviðburðurinn annan. Nú er Ásgeir í hlaupabrautinni í Sviss. Hann er búinn með sund (3,8 km) og hjólreiðar (180 km). Sundið gekk vel en ég hef á tilfinningunni að hjólreiðarnar hafi tekið lengri tíma en ætlað var. Það verður nánar skýrt út þegar hann gefur skýrslu. Hann er á góðu róli og klárar þetta með miklum sóma ef ekkert komur upp á sem gerir ekki (7 - 9 - 13). Hægt er að fylgjast með því hvernig gengur á ironman.com/events/ironman/switzerland/?show=tracker&y=2006
Ásgeir kláraði með miklum sóma á 12.57. Maraþonið fór hann á 4.12 sem skutlaði honum upp um ein 300 sæti eftir að hjólreiðum var lokið. Frábært.
Ásgeir kláraði með miklum sóma á 12.57. Maraþonið fór hann á 4.12 sem skutlaði honum upp um ein 300 sæti eftir að hjólreiðum var lokið. Frábært.
laugardagur, júlí 01, 2006
Það var ekki laust við að maður væri svolítið spenntur í morgun þegar maður vaknaði. Þá voru Lapplandsfararnir samkvæmt klukkunni að koma í mark ef allt hefði gengið vel. Ekkert var hins vegar að frétta á netinu. Ég fór því út um kl. 7.30 til fundar við Halldór á Kringlubrautarbrúnni. Við ákváðum að taka Gróttuhring sem átti að verða rúmir 30 km. Veðrið var eins og best var á kosið og margir á ferli. Gaman var að hitta Elísabetu Sólbergsdóttur á hlaupun. Hún veiktist mikið og hættulega fyrir tveimur árum rétt eftir að hún lauk glæsilegu maraþoni í Amsterdam að því mig minnir (3.15). Maraþonhlaupið var barnaleikur sagði hún samanborið við átökin við að ganga upp tröppurnar heima hjá sér eftir veikindin. Nú er hún komin á gott skrið að sjá og er vonandi að allt sé orðið eins og það á að vera. Heim var komið eftir 33 km og þá voru komnar fréttir á síðu forsetans. Öll fjögur skiluðu sér í mark í Lapplandi með miklum sóma og Elín fyrst af þeim fjórum. Ekki nóg með það heldur sigraði hún í kvennaflokki. Glæsilegt í einu orði sagt. Hún er mikill nagli var Pétur Franz búinn að segja mér. Ég geri ekki ráð fyrir að hún hafi farið fram á jákvæða mismunun kynjanna í þessu hlaupi heldur hafi hún náð þessum árangri á eigin kröftum og styrk. Einnig má minna á að það er flott hjá Pétri og Gunna að hlaupa 100 km á fínum tíma eftir að hafa hlaupið maraþon á Mývatni fyrir réttri viku síðan. Til hamingju öll sömul.
Ég sá mér til ánægju að Mogginn birti frétt um árangur þeirra á vef sínum. Það verður gaman að sjá undir hvaða fréttaflokk þetta verður sett í blaðinu. Skyldi það verða undir flokknum "ferðalög" eða "fréttir af landsbyggðinni" eins og stutt frétt af Mývatnsmaraþoni var t.d. felld undir á dögunum. Hingað til hafa íþróttafréttamenn fjölmiðla ekki flokkað ultramaraþon undir íþróttir heldur eitthvað allt annað. Skyldi verða breyting þar á? Það þyrfti kannski að láta þá takast á við þessa þraut til að skilja hana betur.
Ég sá mér til ánægju að Mogginn birti frétt um árangur þeirra á vef sínum. Það verður gaman að sjá undir hvaða fréttaflokk þetta verður sett í blaðinu. Skyldi það verða undir flokknum "ferðalög" eða "fréttir af landsbyggðinni" eins og stutt frétt af Mývatnsmaraþoni var t.d. felld undir á dögunum. Hingað til hafa íþróttafréttamenn fjölmiðla ekki flokkað ultramaraþon undir íþróttir heldur eitthvað allt annað. Skyldi verða breyting þar á? Það þyrfti kannski að láta þá takast á við þessa þraut til að skilja hana betur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)