föstudagur, júlí 29, 2005

Síminn er seldur. 67 milljarðar eru dágóð summa. Formanni Samfylkingarinnar finnst ekki mikið til um og segir að það hafi verið rætt um 70 milljarða. Hún segir einnig að það þurfi að skoða tengsl forstjóra Símans við hæstbjóðendur. Alltaf skal reynt að sá hroðanum. Vinstri Grænir eru
samkvæmir sjálfum sér og eru bara á móti þessu. Það er þó stefna þótt ég sé ekki sammála henni. Þeir minnast meðal annars möguleika á að landsbyggðin muni koma illa út úr þessu. Sá tónn var líka sleginn þegar bankarnir voru seldir. Þá átti að loka öðru hverju bankaútibúi á landsbyggðinni. Ég hef ekki heyrt að það hafi gerst. Einnig er margt fólk hætt að fara í bankann nema í sérstökum tilvikum og hefur bankasamskipti sín á netinu. Kannski sama fyrirkomulag verði tekið upp hér eins og var í Svíþjóð fyrir 25 árum þegar ég flutti þangað að maður sinnti bankaviðskiptum og samskiptum við póstinn yfir sama afgreiðsluborðið í PK bankanum. Það væri nú aldeilis fínt.

Því verður ekki á móti mælt að einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur hleypt gríðarlegu efforti í atvinnulífið og þjóðlífið allt. Það má vera að einhverjir vildu snúa aftur til þess tíma áður en það var gert. Gaman væri að sjá menn rétta upp hendi í atkvæðagreiðslu um málið. Þeir sem gagnrýna það mest segja að það hafi verið rétt að einkavæða fyrirtækin en bara ekki svona eins og það var gert. Þetta er málflutningur hins rökþrota.

Maður bíður spenntur eftir að ákærur á hendur Baugi verði birtar. Eins og talað var í upphafi bjóst maður við að þeir sem sakargiftir beinast að myndu birta þær sem fyrst til að snúa almenningsálitinu sér í hag í krafti þess að þær væru svo léttvægar. Eitthvað hefur vindurinn snúist í áttinni.

Eftir versluarmannahelgina fer lífið að falla í hefðbundnar skorður. Um helgina verður stefnan tekið austur að Vík það sem María fær að spreyta sig við aðra unglinga. Vonandi verður veðrið ekki albölvað. Að henni lokinni fá hlaupaskórnir ekki frí lengur en nokkur óregla hefur verið á þeim málum síðustu vikur.

fimmtudagur, júlí 28, 2005

Keyrði vestur á Rauðasand á mánudagsmorgun. Það birti eftir því sem vestar dró og frá Bjarkarlundi var heiðríkja, hiti og dæmafátt veður. Það hélst svo óslitið þessa tvo sólarhringa sem ég var fyrir vestan. Ég fór einn og var tilgangurinn að keyra sandi inn í grunninn á húsinu heima en endurreisnartímabilið hófst í vor. Nú á allt að vera tilbúið undir að skella gólfinu í húsið seinna í sumar. verkið gekk vel og betur en ég bjóst við. Ýmsar framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu í þessari litlu sveit og er Kjartan Gunnarsson þar betri en enginn. Hann er búinn að endurbyggja litla húsið í Kirkjuhvammi og þar hefur verið rekin veitingastofa í sumar. Þá stuttu stund sem ég stoppaði þar var drjúgur gestagangur og greinilegt að fólki líkar vel að geta sest inn og fengið sér kaffitár og köku þegar það er að ferðast um. Hér á árum áður var drukkið úr mörgum kaffibolla í Kirkjuhvammi hjá Jónu heitinni langömmusystur minni og má segja að sagan endurtaki sig þarna þótt í öðru formi sé. Búið er að hlaða gríðarmikinn og flottan steingarð í kringum kirkjuna í Saurbæ sem setur mikinn svip á staðinn. Ekki er saman að jafna hve yfirbragð Sandsins verður annað og betra við þessar framkvæmdir þegar hrörnunandi mannvirki víkja og endurfæðast og þau fara að hæfa landslaginu sem lætur engan ósnortinn. Ég hitti ferðafólk á förnum vegi sem var að koma niður á Sandinn í fyrsta sinn og sagðist varla geta slitið sig burtu. Þetta setur í mann aukinn kraft í að koma húsinu heima í almennlegt horf fyrr en síðar.

Hitti Ásdísi Thoroddsen safnvörð á Minjasafni Egils á Hnjóti. Hún er ásamt fleirum að vinna í að merkja gömlu gönguleiðirnar um Rauðasandshreppinn til hægðarauka og öryggis fyrir ferðafólk. Ég þekki það vel hve vel merktar leiðir laða göngufólk að því ókunnum svæðum. Þetta er mikið framfaraskref fyrir svæðið og ferðaþjónustu á því. Leiðinlegt var þó að heyra að einhverjir landeigendur þar vestra eru hafa ekki áhuga á að láta reka stikur niður á gömlum gönguleiðum í sínu eignarlandi, jafnvel þótt uppi á fjöllum sé. Óskiljanlegur hugsunarháttur.

Keyrði suður í gær og var kominn í Borgarnes vel fyrir kl. sex. Þar hitti ég fulla rútu að glaðbeittum Berserkjum sem voru að fara á fótboltaleik vestur í Ólafsvík. Ég slóst í för með þeim og sá ekki eftir því. Þetta var fín ferð, góð stemming í hópnum með gamla faxa í annarri hendi. Vallaraðstæður voru fínar í Ólafsvík, gott veður og flottur völlur. Berserkirnir héldu uppi dúndrandi stemminu allann leikinn með jákvæðu og skemmtilegu yfirbragði og fylltu strákana í Víkingi R. á vellinum slíkum krafti að þeir unnu nafna sína 4-0. Framkoma hópsins var til mikillar fyrirmyndar, allt rusl hreinsað upp að leik loknum og leimenn síðan hylltir hver og einn þegar þeir komu út. Einhverjir ólsarar voru svolítið stressaðir yfir þessari heimsókn en kannski voru það bara úrslitin sem sátu í þeim.

Kom heim að ganga tvö í nótt eftir góða ferð.

Ég fylgdist ekki mikið með fréttum í þessari ferð. Þó heyrði ég af ólátum og skemmdarverkum við Kárahnjúka. Mér finnst að það eigi að taka með tveimur hrútshornum á slíkum hópum þegar þau fara með skemmdarverkum og vitleysisgangi. þarna eru á ferðinni atvinnumótmælendur sem skilja ekkert nema alvöruna. Meðan þau lesa upp kvæði og kyrja út í loftið skiptir nærvera þeirra ekki máli en þegar einstaklingar eru farnir að stöðva vinnu og skemma tæki, hvað er þá verið að biðja um? Halda þau virkilega að menn hætti bara við framkvæmdir og segi að þetta hafi verið einn stór misskilningur? Svona atvinnumótmælendur minna mig á breskar fótboltabullur sem fara á leiki til að slást en ekki til að horfa á fótboltann. Mæli með myndinni Football Factory til að skerpa skilninginn á þessu.

Eitt verð ég að minnast á að lokum. Hlustaði á einhverja úr feminstafélaginu á leiðinni suður í gær. Þeir voru að tala um nauðsyn þess að berjast gegn nauðgunum um verslunarmannahelgina. Gott og vel. Það er gott og verðugt markmið en málflutningur þessa liðs. Það var talað um að það þyrfti að breyta karlamenningunni og hætta nauðgunum. Ég bara spyr; Er það einhver menning meðal karla að nauðga konum? Það hafa hins vegar alltaf verið til glæpamenn og þeir verða alltaf til. Það gildir sama með nauðgara, þjófa og aðra enn verri. Það þýðir þó ekki að það sé einhver menning að stela eða drepa. Minnst var á að karlmenn þyrfti að breyta um lífssýn í þessu efni og svo framvegis. (Ég held að ég fari með rétt mál). Þá var ég hættur að skilja. Innbrot eru algeng um verslunarmannahelgina þegar fólk er gjarna á ferðalögum. Oftast eru það karlar sem brjótast inn. Á að fara að dreifa frisbydiskum til karla fyrir verslunarmannahelgina þar sem á stendur: "Við brjótumst ekki inn". Ættu karlar að fara að tala sín á milli um t.d. "Nei við skulum ekki brjótast inn þessa helgi heldur fara í Galtalæk í staðinn!!" Svo var klykkt út með að karlar ættu ekki að fara í vörn gagnvart þessari umræðu. Ég veit ekki hvort ég fer í vörn en ég er ósammála þessari frisbydiskaaðferðafræði. Þetta minnir mig á herferðina "Ísland án eiturlyfja árið 2000". Allir vita hvernig staðan í þeim málum er í dag.

Mér finnst blaða- og fréttamenn, þar með taldir kvenkyns fréttamenn, hafa miklu hlutverki að gegna í þessu sambandi. Það er eðlilega forsíðufrétt ef einhver er drepinn en frá nauðgunum er sagt eins og viðkomandi hafi ælt í skóinn sinn. "Helgin var frekar friðsæl, fimm voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur og ein nauðgun var kærð. Annars allt rólegt" Svona er fréttaflutningurinn. Hvaða skilaboð eru þetta? Það skilur hver fyrir sig en þetta segir mér ákveðna afstöðu fjölmiðlafólks. Þetta er ekkert stórmál að þeirra mati. Fyrir alla muni hættið þessu frisby kjaftæði og talið íslensku, fjallið um nauðganir eins og alvöru glæpi og hættið að flokka þær í kjaftshöggadeildina.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Tíðindalítill dagur. Þokan lá yfir Reykjavík svo góðviðri síðustu daga lét ekki sjá sig. Svona er þetta. Setti dálítið af myndum frá WS 100 inn á vefinn svo áhugasamir fái aðeins betri innsýn í umhverfið og upplifunina. Trassaskapur hefur ráðið mestu um að það hefur ekki komist í verk fyrr.

Sá nýlega í sænska Aftonblaðinu ágæta umfjöllun um sólarströnd íslendinga í Nauthólsvíkinni. Skýrt var frá því í blaðinu hvernig hún er tilkomin og úr garði gerð. Þegar maður skokkar fram hjá henni á góðviðrisdögum sér maður vel hve mikið hún er notuð. Á dögum eins og hafa verið hér undanfarið hefur hún verið stútfull.

Keflavík vann KR í Frostaskjólinu 1 - 3. Gott hjá Keflvíkingum.

laugardagur, júlí 23, 2005

Ég sé að Bibba heldur sig við við pink hugmyndafræðina og er eitthvað rög við nafngiftir eins og fjallkonur eða járnkonur. Það er best að fara yfir afstöðu mína gagnvart pink þannig að það sé allt á hreinu því hér er um ákveðna hugmyndafræði að ræða en ekki eitthvað tilviljanakennt snakk.

Í upphafi vil ég taka fram að þá forakta ég allt pink nema Pink Panther og Pink Floyd. Ástæðan er þessi: Í mínum huga vill pink fólk ná árangri á öðrum forsendum en eigin ágæti. Pink fólk kennir öðrum um ef það nær ekki þeim árangri sem það vill ná en getur ekki. Pink fólk leggur ekki að sjálfum sér heldur jagast yfir að aðrir eigi að gera hlutina fyrir það. Pink er í mínum huga af sama meiði og rauði litur sósíalismans og kommúnismanns. Ég ætti að þekkja það eftir að hafa verið flokksbundinn í Alþýðubandalaginu og svo smá stund í VG í samtals um 25 ár. Það var mikil frelsun að komast út úr þeirri umræðu að ástæðunnar fyrir því að fólk hefði ekki náð því sem vænst var væri öðrum að kenna og aðrir ættu að bjarga málunum og fara að treysta fyrst og fremst á þann sem maður þekkir best, sjálfan sig.

Nú getur einhver slegið fram gömlu klisjunum eftir að hafa lesið þetta að hér sé nú ein helvítis karlremban á ferðinni. Það er rangt að mínu mati. Ef ég væri karlremba í þessu samhengi þá myndi ég hugsa (og kannski segja í þröngum kallahópi): "Hvað ætli þessar kellingar geti farið í fjallamaraþonið á Grænlandi? Þeim væri nær að tutla hrosshárið sitt hérna heima og fást við það sem þær ráða við og láta alvöru kalla um svona verkefni". Ekkert er fjarri mínum huga. Ég er nefnilega alveg viss um þið getið farið í þessa keppni og staðið ykkur með miklum sóma ef þið farið í undirbúninginn og keppnina með réttu hugarfari. Undirbúningurinn og keppnin er örugglega bæði hell and high water en hvað með það. Annað hvort langar mann til að takast á við svona verkefni og leggur alla sína orku og metnað í það eða sleppir því bara. Ekkert pink kjaftæði.

Svo ég vitni aðeins í mína reynslu þá var ástæða þess að ég fór að halda þessa bloggsíðu í vetur meðal annars sú að þá brenndi ég allar brýr að baki mér í undirbúningnum. Eftir það var bara ein leið fær; beint áfram. Vitaskuld hefði ég getað lent í bílslysi eða veikst illa sem hefði sett allt úr skorðum en slíkt getur alltaf gerst. Á hinn bóginn gat ég ekki leyft mér neina sjálfsvorkun eða undanlátsemi frá settum markmiðum með hlauparasamfélagið á glugganum hjá mér. Þegar ákveðin markmið voru sett var það sama hvort mann langaði að fara út að fara að hlaupa eða ekki, maður gerði það óháð veðri (nema einu sinni) og óháð klukkunni. Ef dagurinn eða kvöldið var upptekið þá var þó nóttin eftir. Það versta sem maður hefði getað gert sjálfum sér og jafnvel öðrum ef maður hefði klikkað var ef maður hafði ekki gert það sem hægt var vegna aumingjaskapar. Auðvitað var hægt að segja, hitinn er alltof mikill, fjöllin eru of stórkostleg, maður er of gamall, maður er of lélegur. Hinsvegar er að mínu mati pink að hugsa svona.

Mér finnst fínt hjá ykkur að fara að spjalla um að taka þátt í Grænlandskeppninni. Orð eru til allra hluta fyrst. Síðan fer gruggið að setjast og glitta fer í alvöruna. Er hugmyndin kannski ekki svo galin? Er kannski rétt að slá til? Ef þið sleppið öllu pink kjaftæði og segið "Come hell and high water", hér eru Mountain ladies from Iceland (eða eitthvað annað álíka gott nafn) og við ætlum að taka þátt í keppninni eftir tvö ár frá og með deginum í dag, þá er ég viss um að með markvissum undirbúningi, andlegum, tæknilegum og líkamlegum, þá munuð þið standa ykkur með miklum sóma. Það getur vel verið að þið mynduð detta út, slíkt getur komið fyrir en ef þið væruð sannfærðar um að þið hefðuð gert ykkar besta, bæði í undirbúningum og í keppninni sjálfri, þá kæmust þið að því að allt erfiðið væri hverrar sekúndu virði. Um það get ég vitnað.

Hlaup eru ekki pink. Hlaup eru egó. Hægt er að mynda öfluga sveit fjögurra egóista en ég held að það sé líka hámarksfjöldi.

Lifi Pink Floyd.
Manni líður undarlega þessa dagana. Að vera að dunda úti í garðinum og í pallinum dag eftir dag í stuttbuxum og ber að ofan, berfættur í skónum og með bjór í glasinu af og til, er eitthvað sem maður er ekki mjög vanur hérlendis. Sólin steikir og brennir ef maður gætir ekki að sér. Síðan dundar maður með krökkunum inn á milli þegar á þarf að halda, horfir á fótboltaleiki eða annað eftir því sem til fellur. Þetta er alvöru frí enda þótt ekki sé verið að þeytast land og ríki rundt.

Heyrði athyglisverða niðurstöðu úr norrænni rannsókn í fyrradag. Það hafði verið rannsakað og staðfest að börn bíða ekki félagslegan eða andlegan skaða af því þótt foreldrarnir (líklega pabbinn) neyti alkóhóls á hverjum degi í sumarfríinu. Að neyta alkóhóls er ekki sama og að vera blindfullur. Í hitabylgjunni á Spáni fyrir tveimur árum var hver bjórlíterinn fljótur að renna niður þegar hitinn var + 35C. Það þekkja allir sem reynt hafa hve mikil áfengisáhrif koma fram við slíkar aðstæður. Mér finnst nú svona rannsóknavinna flokkast undir atvinnubótavinnu, kratíska atvinnubótavinnu.

Nú líður að því að nýr útvarpsstjóri verði ráðinn. Afar skrítið finnst mér þetta með Pál Magnússon. Hann strikar út frá 365 og ber við ágreiningi um ritstjórn. Svo skemmtilega hittist á að þegar hann stendur atvinnulaus á stéttinni fyrir utan 365 þá er fyrir tilviljun einn dagur í að umsóknarfrestur um útvarpsstjórastöðuna renni út. Hann rennir umsókn í póstinn og hittir um leið af tilviljum fréttamann (eða þannig) sem sér utanáskriftina á bréfinu og viti menn, það er komin frétt í hádegisútvarpinu að nefndur PM hafi sótt um starfið. DV (í eigu 365 samsteypunnar) birtir síðan skorinorða frétt um að það verði að ráða fagfólk til starfans. Lesist PM sem var að enda við að ganga út frá 365 vegna grundvallarágreinings við æðstráðanda að eigin sögn. Einhvern tíma hefði það verið kallað að 365 væri að sjanghæja ríkisútvarpinu.

Góður leikur í Víkinni í kvöld. Suðræn stemming þegar Víkingur vann Þór 4-0. Sól, hiti og logn.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Veðrið í gær var með eindæmum. Ég held jafnvel að maður njóti svona góðs veðurs betur hér heima heldur en erlendis vegna þess hve góð tilbreyting það er hér norður við heimskautsbaug. Það er með góða veðrið eins og jólin. Ef það væru jól á hverjum degi held ég að maður væri orðinn ansi leiður á þeim um páska og jafnvel fyrr. Það er fínt að vera í rólegheitum heima við og dunda við að klára eitt og annað sem hefur dregist.

Sá ti leiðinda á vefnum í morgun að eithvað hafði gerst hjá þeim Grænlandsförum þannig að einn hafði helst úr lestinni og hópurinn þannig verið dæmdur úr leik. Synd. Það getur hins vegar margt gerst á langri leið. Þegar fæturnir eru orðnir stirðir eftir margra daga erfiði þarf ekki nema að reka tána einu sinni og detta og allt er búið. Þetta hefur á hinn bóginn vafalaust verið mikil upplifun hjá þeim og verður gaman að fá ferðasöguna og sjá myndir.

''Pink ladies'' Bibba!! Án þess að ég vilji skipta mér af svona grundvallaratriðum í framtíðaráformum þínum þá verð ég að koma því á framfæri að ''Iron ladies'' ,''Mountain ladies'' eða ''Ladies for a Victory'' hljómar betur í mínum eyrum. Láttu þetta bleika vera þar sem það á heima, í kjaftaklúbbum á 101. En aðalatriðið er þó að vera og gera.

María keppti á Reykjavíkurmóti unglinga í frjálsum íþróttum í gær og verður mótinu framhaldið í dag. Hún stóð sig vel sem fyrr og vann tvö silfur og tvö gull. Sá gamli var betri en enginn. Mér þótti tímatakan (handtaka) vera svolítið óörugg þannig að ég tók til öryggis myndir af úrslitahlaupinu í 60 metrum á nýju vélina sem ég keypti í USA. Það kom sér heldur betur því tímamælingamenn höfðu röðina ekki rétta í markinu og var myndin þvi það gagn sem gerði það verkum að hver keppandi fékk þau verðlaun sem hann hafði unnið til.

Talandi um innkaup í USA. Ég keypti fartölvu fyrir Svein þar vestra eins og við höfðum lofað honum. HP tölva með öllu, breiðum skjá, 80 GB diski, 512 KB vinnsluminni og tveggja milljóna örgjörva. Sem sagt ágæt. Hún kostaði 1250 USD og þar af fæ ég 200 USD endurgreidda. Sem sagt hún kostaði um 70.000 kall. Svona tölva kostar hér samkvæmt verðlistum um 180 - 190 þusund kall. VSK er 8% í Kaliforníu en 24,5% hér. OK. Það skýrir eitthvað. Ef maður setur 100% toll á grunnverð þá minnkar bilið en sama er. Álagningin hérna er alveg svakaleg. Það liggur við að verðmunurinn á tölvunni hafi borgað flugfarið og hótelgistinguna þar vestra. Það er ekki spurning að ef einhevrn vantar fartölvu þá margborgar sig að fljúga til Boston eða á einhvern annan stað á austurströndinni í helgarfrí og láta mismuninn borga fríið og gott betur.

miðvikudagur, júlí 20, 2005

Frábært veður í kvöld fyrir smá slaufu. Nú fer þetta að rúlla í rólegheitum. Það spáir svona veðri fram í næstu viku. Fyrir tveimur árum var ég á Spáni í tvær vikur í gríðarlegum hitum eins og eru nú iður í Evópu. Það tók alveg fyrri vikuna að balancera sig inn á hitann. Þá var nákvæmlega svona veður heima á meðan. Sem betur fer er maður hér heima núna svo hægt sé að njóta góða veðursins hérna.

Stundum er maður hissa á blaðamönnum. Bera þeir ekki skynbragð á að hreinsa ruglið burt. Um daginn sá ég frétt um óánægju strætisvagnabílstjóra með nýja leiðakerfið. Óánægja bílstjóranna beindist ekki að breytingunum eða nýju fyrirkomulagi per ce heldur voru þeir mest óánægðir með að nýtt vaktafyrirkomulag gerði þeim erfiðara með að vinna aukavinnu! Hvað með það. Á maður að miða fyrirkomulag þeirrar vinnu sem maður er ráðinn í sem aðalstarf með hliðsjón af því að maður geti unnið aukavinnu eða verið í annarri vinnu? Þótt svo að einhver hafi misst þetta út úr sér á ég bágt með að skilja blaðamanninn sem lætur þetta fara í blöðin.

Ég veit ekki hvað Mogginn heldur að Laugavegshlaupið sé. Hann setur það á síðu með fréttum af dragnótaveiðum, þörungagróðri og einni sjávarútvegsfrétt til viðbótar. Kannski er þetta nýtt veiðarfæri. Blaðið setti fína frétt á íþróttasíðu en Fréttablaðið hefur ekki vaknað enn. Ekki heldur það ég veit sjónvörpin eða RUV. Ég sé ekki DV.

Mér til mikillar ánægju sé ég æ oftar að það er farið að hnýta í feministabullið í blöðum. Ein talskonan fékk náttúrulega að láta ljós sitt skína í Íslandi í dag (og vafalaust í Kastljósi einnig) og bannfærði einhvern kall sem kallar sig Snoopy Doog og er víst svartur rappari frá USA. Talskonan sagði að textar hans hefðu vond áhrif á ungdóminn og vildi láta ritskoða þetta og helst velta kallinum upp úr fiðri og tjöru og reka hann úr landi með óðum hundum (eða þannig). Hvaða forsjárhyggjuhugsun er þetta? Hér áður var til gljáfægt sporjárn frekar mjótt á tónlistardeild RUV sem var notað til að eyðileggja lög á gömlu vinilplötunum sem voru talin óhæf til flutning vegna þess að þau spilltu ungdóminum. Það hlæja allir að þessu rugli í dag en það er nákvæmlega þetta sem þessi stelpa fékk að vaða uppi með í fjölmiðlum nýlega og ekki í fyrsta skiptið. Ég hélt að menningarbyltingin í Kína hefði verið mönnum nægjanlegt fordæmi þótt svo að það væri ekki verið að gefa svona forsjárhyggjuliði undir fótinn í fjölmiðlum hérlendis hvenær sem þeim þóknast.

Nokkur umræða um vændi í útvarpinu í kvöld. Alltaf var talað um vændiskonur. Samkvæmt norrænum könnunum um vændi meðal ungs fólks þá er hærra hlutfall stráka sem selja sig en stelpna. Af hverju er ekki talað um það? Hefur þetta lið rétt að skrumskæla raunveruleikann og laga hann algerlega að sínu þrönga sjónarhorni athugasemdalaust.

Að lokum fyrir áhugamenn um félagsstörf. Mig minnir að ég hafi lesið í gamla daga í bók um fundarsköp og félagsstörf að það ætti ekki að halda aðalfundi félaga kl. 19.00 á föstudagskvöldi á miðjum sumarleyfistímanum nema mjög, mjög, brýn ástæða væri fyrir því. Það getur hins vegar verið að mig misminni. Það kemur þá bara í ljós.

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Nú fer ég að fara út að skokka. Er smá aumur í sumum tánum eftir laugardaginn en það er ekki til að minnast á. Kem að því síðar. Fólk hefur spurt mig að því hvort til séu lengri hlaup en 100 mílur. Það finnst vera mikið að hlaupa í heilan sólarhring. Jú þau eru svo sannarlega til lengri. Maður er bara eins og nýfætt barn miðað við það sem margt fólk er að gera.

Ég var að lesa í Marathon & Beyond um bandaríska konu, Pam Reed að nafni. Hún hefur hlaupið yfir 100 ultramaraþon á 13 árum, um 120 maraþon á sama tíma og mörg þeirra tvisvar sama daginn. Hún hefur hlaupið 139 mílur (km x 1,6) á 24 klst og 210 mílur á 48 klst. Í blaðinu er frásögn af því þegar hún nú í mars tók það í sig að hlaupa 300 mílur. Hún byrjaði seint á föstudegi og á mánudegi, eftir u.þ.b. 80 klst hafði hún lokið 301 mílu (km x 1,6) án þess að stoppa utan að borða og fara á klósettið. Hún hljóp 12 hringi (slaufur) sem voru hver 25 mílur að lengd. Læknisrannsókn sýndi að allt líkamlegt ástand var normal. Ein smá blaðra var á hægra fæti.

Af öðrum ofurmennum. Hálfum mánuði eftir WS tóku Scott Jurek, Monica Sholtz og einhverjir fleiri, sem hlupu WS um daginn, þátt í Badwater sem er eitt hræðilegasta ultrahlaup sem til er. Ég hitti t.d. einn Texasbúa í morgunmatnum fyrir hlaupið sem ætlaði að fara í Badwater en ég man bara ekki hvað hann heitir svo ég get ekki gáð hvernig honum gekk. Scott Jurek gerði hvorki meir eða minna en að setja brautarmet í Badwater en hann lauk hlaupinu á 24 og hálfum tíma. Metið þar áður var rúmlega 25 klst. Þetta á náttúrulega ekki að vera hægt hálfum mánuði eftir WS. Monica kláraði á 37 klst og var önnur konan en í fyrra varð hún í 3ja sæti af öllum á rúmum 27 klst. Þeir sem voru síðastir voru um 57 klst á leiðinni.

Talandi um aumar tær þá er á vef Badwater birtar myndir af tám Ferg Hawke sem var í öðru sæti á 26 og hálfum tíma. Manni verður hreinlega illt í maganum að horfa á þær. Hvað er maður að væla yfir smá roða á litlu tánni eftir að hafa séð þetta? Ég get ekki séð að það hangi ein einasta nögl eftir á löppunum á honum eftir hlaupið. Það eru svona menn sem ná árangri.

Ég hef stundum verið að tuða yfir öfgunum í feminstafélaginu og ekki að ósekju að því mér og mörgum fleiri finnst. Talskona þeirra vill til dæmis ekki kalla kvenmenn ráðherra, hún vill ekki nota orðin drengskaparheiti og mannorð af því þau eru svo karllæg. Ég horfði í kvöld á leik HK/Víkings og Þróttar í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Það hefði örugglega liðið yfir talskonuna ef hún hefði horft á leikinn því alltaf þegar ein leik"kona" nálgaðist aðra leik"konu" þá æptu allar "Maður!!".

Ég bíð eftir að sjá fréttir af Laugavegshlaupinu í fjölmiðlum landsins. Þegar Runners World er á staðnum þá finnst manni að þessir innlendu fjölmiðlar séu ekki of góðir að kíkja á hlaup.is og birta niðurstöður hlaupsins (alla vega 10 fyrstu). Nema þeir séu svo uppteknir við að dekka næstu umferð í strandblakinu!!

sunnudagur, júlí 17, 2005

Góð helgi að lokum komin. Hitti marga góða félaga við skráninguna fyrir laugaveginn á á föstudaginn. Það lá við að maður yrði feiminn við alla kossadrífuna sem rigndi á mann. Kvöldið fór í að taka á móti góðum gestum og síðan var farið að taka til dótið fyrir Laugaveginn upp úr miðnætti. Fór að sofa um 1.30 og vaknaði einum og hálfum tíma síðar. Ég hef nokkurs skonar innbyggða vekjaraklukku því yfirleitt er ég vaknaður og næ að loka fyrir hringinguna áður en klukkan hringir. Svo var einnig í fyrrinótt. Ég labbaði niður í ÍSÍ hús og tók rútuna uppeftir. Það er alltaf gaman að taka þátt í Laugaveginum, góð stemming og spenna í loftinu. Margir eru að fara í fyrsta sinn og eru í nokkursskonar landkönnun, aðrir eru að stefna að góðum sætuð (eða sigri) eða að bæta sína fyrri tíma en einnig eru margir sem ætla að fara leiðina í afslöppuðum góðum gír og svo var um mig í þetta sinn. Ég hef ekki hlaupið mikið í um einn og hálfan mánuð og vissi því sem var að ég væri frekar þungur Ég fann það fljótt á leiðinni upp í Hrafntinnusker að þetta yrði ekki nein hraðferð. Eftir að hafa komist klakklaust yfir glæruna sem var rétt fyrir neðan kjölinn við Hrafntinnuskersskálann þá hélt ég sjó með Evu, Þórólfi manninum hennar, Guðbjörgu Margréti og Þóreyju Gylfa. Við héldum hópinn þar til komið var ofan í Fauskatorfurnar og um klukkutími er eftir í mark þá tóku þau Eva, Þórólfur og Guðbjörg strikið á undan og náðu að fara undir 7 tímum á meðan við Þórey vorun rétt yfir öfugu megin við strikið. Þetta var fínn dagur, veðrið í lagi, létt rigning öðru hverju og hlýtt. Golan var oft í bakið og aldrei til vandræða. Sandarnir voru þéttir og ekki eins lausir og þegar þurrt er í veðri. Ég átti í erfiðleikum með sinadrátt þegar leið að lokum hlaupsins en fyrir honum hef ég aldrei fundið fyrir áður. Þegar ég tók fyrsta skrefið upp í Kápuna þá læstist vinstri fóturinn alveg frá ökla upp í læri. Ég sat þarna alveg fastur þar til mér datt í hug að ganga afturá bak frekar en að gera ekkert. Þá slaknaði fljótlega á öllu og ég gat farið að ganga rétt upp stíginn. Ég hafði drukkið vel, sett steinefni og salt út í drykkinn og ég veit ekki hvað. Líklega hefur einhver innri þreyta setið eftir þótt ég hafi ekki fundið fyrir því fyrr en þarna. Það er alltaf gaman að koma inn á flötina í Þórsmörk og sjá markið. Stemmingin er góð og margir koma upp í Þórsmörk enda þótt þeir séu ekki að hlaupa. Margir fara á móti hlaupurum með hvatningu og vistir. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað fólk er viljugt að létta undir með félögunum og styðja við þá. Framkvæmd hlaupsins var góð og til fyrirmyndar að mestu leyti. Einstaka smáatriði má laga s.s. með merkingar á einstaka stað s.s. í Hvanngili, við beygjuna á söndunum og eins þegar komið er í síðustu beygjuna að markinu. Það þarf ekki nema örfáa áberandi plastborða til að hafa allt hvað þetta varðar á hreinu. Erlendir hlauparar sem ekki þekkja leiðina verða að hafa svona allt á hreinu og maður verður að horfa á þetta með þeirra augum. Gaman að sjá fjölgunin í erlendum hlaupurum, s.s. japanska karlagengið sem var allt komið yfir sextugt. Ekki má gleyma Sigurgeiri Jónassyni sem vantar ár í sjötugt og kláraði hlaupið á rétt rúmum 7 tímum. Hann fór að hlaupa þegar hann fór á eftirlaun, sextíu og fjögurra ára gamall, til að losna við ístruna. Það virðist allt mögulegt á þessu sviði ef áhugi og vilji er fyrir hendi.

Símamótið í Kópavogi kláraðist í dag. María spilaði þarna með vinkonum sínum í Víking og eitt hvað um 1600 stelpur aðrar. Fínt mót og framkvæmdin til fyrirmyndar. veðrið gott í tvo daga af þremur. Manni óaði við að sjá sílamávaflokkinn sem flykktist inn á Kópavogsvöllinn þegar fólkið var að fara eftir lokaleikinn. Fuglinn var að sækja í ruslið og sitthvað matarkyns. Fuglinn var svo frekur að hann gerði aðsúg að fólki. Þetta var svona eins og miniútgáfa af The Birds. Bæjaryfirvöld í Kópavogi eiga skilyrðislaust að skjóta svona meindýr. Það á að líta á svona fugl sem fljúgandi rottur. Vonandi að umhverfisofstækisliðið nái ekki að setja fótinn fyrir slíkt þrifaverk.

Stundum blöskrar manni fréttaflutningurinn og fréttamatið. Látum vera með einkareknu stöðvarnar en þegar sjálfskipaða fagfólkið á RÚV á í hlut geri ég aðrar kröfur því ég borga því kaup ásamt fleirum nauðugur viljugur. Ég hlustaði á íþróttafréttir í kvöld. Þar var sagt vandlega frá einhverju strandblaksmóti sem haldið var norður á Akureyri að því mér skildist. Sagt var að mótið væri liður í einhverri mótaröð og nöfn sigurvegara talin upp og ég veit ekki hvað. Það var meira að segja sagt að sigurvegarnir nú hefðu sigrað sigurvegarana frá því síðast og nöfn þeirra einnig talin upp. Að vísu var sagt að það hefðu ekki mætt nema þrjú kvenna lið (2 x 3 = 6 keppendur). Síðan var næsta frétt svohljóðandi: "Um sextán hundruð stúlkur spiluðu fótbolta í Kópavogi um helgina á Símamótinu" Punktur. Búið.

Strandblak. Það er eitthvað sem spilað er á sólarströndum Spánar, Brasilíu, Kaliforníu og á öðrum veðurfarslega áþekkum stöðum. Að spila strandblak kappklæddir við heimskautsbaug finnst kannski einhverjum skemmtilegt sama er, ég sé ekki pointið.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Dundaði úti við í góða veðrinu í dag. Er að leggja síðustu hönd á pallinn sem ég fór langt með í haust er leið. Náði ekki að koncentrera mig til að byrja á því sem eftir er áður en ég fór vestur um haf í júní. Líklega sannast það enn og aftur að karlar geta bara hugsað um eitt í einu.

Fékk Marathon & Beyond í dag. Skemmtilegt tímarit með fróðlegum frásögnum og ýmsu öðru sem kemur í góðar þarfir. Í eftirlegasta maraþoninu segir bandarísk kona ,Olga Varlamova, frá sínu fyrsta WS sem var í fyrra. Hún er öflugur hlaupari og var meðal annars kölluð upp á pallinn á fundinum daginn fyrir hlaupið sem ein af þeim sem hafði unnið 100 mílna hlaup (í kvennaflokki). Hún lýsir hlaupinu á líflegan hátt. Gaman að lesa frásögnina því maður lifir margt upp aftur. Skemmtileg tilviljun að hún átti samleið nokkra leið með Moniku Sholtz eins og ég og hefur sömu sögu að segja af henni sem afskaplega jarðbundinni og ljúfri konu. Olga hvíldi alveg í þrjár vikur fyrir hlaupið eða í svipaðan tíma og ég gerði í vor. Hún ætlaði að fara undir 24 klst og var á góðri keyrslu framan af og allt leit vel út. Skyndilega fór þreytan að hellast yfir hana þegar um 40 mílur voru og þá áttaði hún sig á því að hún hafði gleymt á allri siglingunni að borða!!! Á Devils Thumb var hún langt niðri og tók tíma fyrir hana að ná sér á strik aftur. Eftir að hafa borðað og drukkið vel fóru kraftarnir að koma aftur og hún kláraði hlaupið í góðum gír á um 25.20. Hún gefur eftirfarandi ráð eftir reynslu sína:

1. Reyna eftir föngum að forðast meiðsli og draga frekar úr æfingum til að vera meiðslalaus.
2. Borða reglulega strax frá upphafi, jafnvel þótt mann langi ekki í mat.
3. Skipuleggja vandlega skipti á fötum og skóm. Gæta þess að hafa síðustu skóna 1/2 númeri stærri.
4. Láta ekki deigan síga, enda þótt einhverjir kaflar hlaupsins séu erfiðir bæði andlega og líkamlega. Berjast áfram til að klára.
5. Hlaupa sitt eigið hlaup og láta ekki aðra trufla sig og spana sig til að fara hraðar en efni standa til.
6. Reyna að æfa við áþekkar aðstæður og hlaupið er eftir því sem föng eru á.
7. Mikilvægast af öllu er að njóta hlaupsins og vera þakklátur fyrir að þú hafir getu til að takast á við náttúruna og klára hlaupið.Víkingur sigraði Fjölni í Grafarvoginum í kvöld 1 - 2. Mikilvægur sigur og fyrsti útisigur Víkings á tímabilinu.

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Dundaði við eitt og annað í dag. Lítið gert af viti eins og gengur. Pulsuveisla og boltaleikur með barnadeild FrjálsíþróttadeildarÁrmanns uppi í Heiðmörk í kvöld. Krakkarnir og foreldrar þeirra skemmtu sér vel.

Það er ekki oft sem ég nenni að lesa það sem smápistlahöfundar blaðanna skrifa. Oftast er þetta innihaldslaust bull um hvað var í sjónvarpinu kvöldið áður. Merkilegt hvað fólk nennir að horfa á þetta þáttarusl sem sýnt er þar og kemur yfirleitt frá Bandaríkjunum. Sopranos er ánægjuleg undantekning þar á. Í dag rak ég hins vegar augun í pistil sem var ágætur. Pistlahöfundur (kona) hafði komið inn á útsölu í tuskubúð. Þar rak hún augun í nokkra karlmenn sem sátu örvinglaðir á bekk og þar af einn sofandi og vissu greinilega ekki hvað þeir áttu af sér að gera. Konurnar voru hins vegar á fullu við að snerta, skoða, máta og spökulera. Þegar þær voru búnar að ákveða hvað átti að kaupa þá var kallað á kallinn með svip sem sagði "Ég veit ekki hvað ég er að gera með þetta með mér?" og hann síðan látinn borga. Þessa lýsingu skildi ég mæta vel. Ég veit ekki hvað það er en það er fátt leiðinlegra í mínum huga en að fara í tuskubúð og bíða á meðan önnur hver flík í versluninni er snert og skoðuð. Af fenginni reynslu neyta ég yfirleitt að fara inn slíkar búðir nú orðið. Ég geri hvorki sjálfum mér eða öðrum að ganga í gegnum þau ósköp oftar en nauðsynlegt er. Mér finnst að í slíkum búðum ætti að vera bar þar sem karlarnir gætu fengið sér bjór á meðan konurnar þjóna lund sinni. Mér dytti til dæmis aldrei í hug að teyma einhvern inn í byssubúð þar sem ég myndi prufa og skoða aðra hverja byssu í búðinni og spá og spökulera eða í plötubúð þar sem ég myndi hlusta á hverja plötuna á færur annari áður en ég gæti ákveðið mig og láta einhvern bíða á meðan sem ég vissi að hefði engan áhuga á þessum varningi. Það eru takmörk fyrir öllu.

Ég tek undir þá umræðu sem hefur örlað á að undanförnu að það er skrítið hvað lítil umfjöllun hefur farið fram í fjölmiðlum um það þegar öll stjórn FL Group utan formanninn sagði af sér á dögunum. Í öllum venjulegum löndum væri þetta stórfrétt sem væri rannsökuð af fjölmiðlum í bak og fyrir. Maður skilur svo sem starfsfólkið á Baugstíðindum að það ruggar þessum bát ekki en hvar er nú óháða fagfólkið í ríkisútvarpinu sem gumaði svo mikið af eigin ágæti í vetur er leið. Það rígheldur allt kjafti og lætur eins og það hafi ekki heyrt af þessu. Það er ekki nóg að tala um eigið ágæti þegar það þykir eiga við, í fjölmiðlum verða verkin að taka. Það er kannski svo upptekið við að hripa niður vitleysuna eftir talskonu Feministafélagsins eða filma krakkakjána austur í Fljótsdal við að klippa niður auglýsingabæklinga að það hefur ekki tíma til annars. Spyr sá sem ekki veit.
Ekkert hlaupið í dag. Kom því þó í verk að skrá mig á Laugaveginn. Heyrði í Halldóri og hann er í sömu hugleiðingum og ég að fara frekar rólega og njóta leiðarinnar. Okkur vantar einn mann í sveit UMFR36 ef einhver er áhugasamur. Ég veit ekki um neinn annan en okkur tvo sem förum frá félaginu. Á reyndar eftir að heyra í félaga Eið. Ef að líkum lætur mun hann ekki láta sig vanta.

Það skal tekið fram að aðgengi að UMFR36 felst í því að keppa undir nafni félagsins í einhverju hlaupi. Inni í því er falin ævilöng félagsaðild og húfa með stöfum félagsins í boði Félaga Jóa. Fundir eru haldnir eftir hendinni og er ekki skyldumæting.

Líkaði vel málflutningur annars lögfræðingsins í Kastljósi í gærkvöldi. Hann tók í málefnalega í lurginn á þessu liði sem virðist hafa ótakmarkaðan aðgang að fjölmiðlum með órökstuddar fullyrðingar með því að hrekja málflutning þeirra með staðreyndum.

Dómurinn vegna umferðarslyssins á Bíldudal í fyrra hefur vakið verðskuldaða athygli. Vonandi verður honum vísað til Hæstaréttar þannig að málið gangi alla leið. Í Danmörku var bílstjóri sem framdi svipaðan verknað dæmdur í 3ja ára fangelsi. Hér var dómurinn einn mánuður skilorðsbundinn og missir ökuleyfissviptingar í sex mánuði.

mánudagur, júlí 11, 2005

Fór út að skokka um helgina sem er svo sem ekki í frásögur færandi. Var svona að testa hvernig staðan væri og allt var í fínu lagi. Tók léttan rúnt út í Nauthólsvík á laugardaginn og fór síðan niður í Laugardal á sunnudagsmorguninn og hitti félagana í Vinum Gullu. Þar eru uppi mikil áform um að fara í Berlínarmaraþon í haust og ætlar stór flokkur góðra hlaupara að taka þátt í því í ásamt ca 40.000 til viðbótar. Það verður vafalaust mikil upplifun að hlaupa innan um allan þann fjölda.

Ég er að velta fyrir mér Laugaveginum, mig langar til að fara hann í frekar afslöppuðum gír. Veðurspáin er góð þannig að það ætti að vera gaman að rúlla hann í góðum félagsskap. Kemur í ljós, ég þarf að fara einu sinni á Esjuna til að sjá hvort orkubúskapurinn sé ekki í lagi.

Ég er búinn að sjá að líklega hefur maður verið að hlaupa í of litlum skóm hingað til. Þegar maður hefur verið að merja á sér neglur í venjulegum götuhlaupum er því eingöngu um að kenna að skórnir eru of litlir. Ég hef oft hlaupið í nr. 11 en héðan í frá ætla ég ekki að nota minna en 11.5 eða 12. Það munar miklu að hafa vel rúmt um tærnar.

Nú er eitt helsta klisjuorðið að hitt og þetta sé karllægt. Það er ekki góður dómur í munni margra. Einn af sjálfskipuðum stefnumótendum í þessu efni skrifaði t.d. um daginn í Moggann að stjórnarskráin væri karllæg. Það þýðir að hún sé varla nothæf. Orðið drengskaparheiti er til dæmis ekki gott orð þar sem það er karlægt og kent við dreng sem er karlkyns orð. Hvað yrði sagt ef einhverjir karlar færu að skrifa um að hitt eða þetta sé kerlingarlægt (eða kerlingarlegt)? Ætli að yrði ekki rekið upp ramakvein á Femin.is? Það er svo sem hægt að nota orðið stúlkuskaparheiti í sama tilgangi og drengskaparheiti. Sama er mér ef þessu liði myndi líða betur.

Umræða sama efnis hefur átt sér stað um dóm í morðmáli sem féll nýlega og þótti karllægur. Ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu en vildi bara minna á að ég hef lesið umfjöllun marga dóma í norrænum blöðum þar sem sakborningi hefur verið metið til málsbóta við uppkvaðningu dóms að hafa sætt harðræði eða ofbeldi (líkamlegu eða andlegu) af hálfu fórnarlambsins. Oft hafa sakborningar í þeim málum verið konur. Aldrei hefur verið minnst á að dómur hafi verið metinn kvenlægur í slíkum tilfellum. Spurningin snýst fyrst og fremst um túlkun dómsins á réttlæti. Hvert er hið endanlega réttlæti er alltaf afstætt en dómstólar eru hinn formlegi aðili til að fá niðurstöðu þar um.

Var að skoða frásögn á www.utivera.is af undirbúningi þeirra Pétranna, Trausta og Erlendar sem eru að fara til Grænlands og taka þátt í nokkura daga útivistarmaraþoni (hlaup, kajak, klifur, hjólreiðar og ég veit ekki hvað). Þetta verður mögnuð upplifun hjá þeim og spennandi að fylgjast með hvernig þeim félögum gengur. Ef ekkert óvænt kemur upp á (óhöpp, meiðsli, veikindi) er ég ekki í vafa um að þeir munu að standa sig með sóma. Það getur hins vegar margt komið upp á á langri leið.

föstudagur, júlí 08, 2005

Ég rakst á frásögn Kims Rasmussens, danans sem tók þátt í Western States. Læt hana fylgja hér með til fróðleiks og samanburðar við mína upplifun. Ég held að hann sé heimsmeistari í 24 tíma hlaupi, þ.e.a.s. að hlaupa eins langt og hægt er á ca 2 kílómetra flatri hringbraut í 24 tíma. Þar hefur hann náð um 280 - 290 kílómetrum.

Þegar ég les hans frásögn þá eru þrjú atriði sem skilja okkar upplegg að:
1.Hann stefndi að því að fara undir 24 klst. Hefur því keyrt sig oft hart út í upphafi án þess að gera sér fyllilega grein fyrir þeim fjöllum og firnindum sem biðu. Á Devils Thumd stoppar hann í 45 mínútur en er samt einum klukkutíma undir 24 tímamarkinu. Þá fer að koma í ljós yfirdráttur á hlaupareikningnum.
2. Hann varð strax blautur í fæturnar og fær því fljótt blöðrur. Ég passaði mig vandlega á því að halda mér þurrum í snjóklafsinu fyrstu 15 - 20 km, einmitt til að fá ekki blöðrur. Þótt maður þyrfti stundum að taka smá króka og fara uppfyrir eða niðurfyrir stíginn þá var það fyrirhöfn sem borgaði sig.
3. Hann hefur greinilega drukkið of lítið og byrjað of seint á því því hann er stoppaður einum þrisvar sinnum vegna þess að hann léttist of mikið. Ég passaði mig á því að drekka og borða stöðugt og reglulega allt frá upphafi, enda sveiflaðist viktin svona eitt til eitt og hálft pund uppfyrir eða niðurfyrir. Við markið var ég ca tveimur pundum þyngri en þegar ég lagði af stað.

Hér kemur frásögn Kims:

Vår danske ultravenn har gjort det meste innen ultra: 6-dagers, Spartathlon, Wien-Budapest etcetc. Nylig gjorde han en brutal erfaring med 100 miles gjennom Sierra Nevada - les beretningen nedenfor
..Western States Endurance Run 100 Miles.av Kim RasmussenNu var dagen endelig kommet hvor jeg skulle deltage i et løb som jeg virkelig havde glædet mig til.Det var første gang at jeg rigtig skulle prøve kræfter med bjergløb store stigninger og lange nedløbAf bjerge i alt 7000 højdemeter på de 161 km løbet var, i temperaturer fra 3-4 grader til 30 grader nede i dalene.Jeg kom til Squaw Walley hvor starten skulle gå fredag .Til afhenting af startnummer og lægetjekHvor blodtryk og vægt samt puls kontrolleres, det skrives på et armbånd man skal have på under hele løbet hvis man mister det er man ude af løbet. Armbåndet er til de lægehold der tjekker voresVelbefindende under løbet og ser om vi er ved at dehydrere ved at veje os 9 gange under løbet.Nu er dagen kommet lørdag den 25 juni jeg står på stregen sammen med 440 andre deltagere til et af de mest populære løb i USA. Klokken er .5.00 om morgenen det er hundekoldt og bjerget vi skal op over ser pludselig meget stort ud, der er sne på toppen virkelig flot.Nu er starten endelig gået til hvad der skal blive de næste 28 timers kamp mareridt og sejr.De første 4 miles går det kun opad og der er en stigning på 800 m til 3000 m højde det går nemt benene er gode og man kan løbe enkelte steder hvor det ikke stiger så meget ,så det er ikke så hårdtMen man kan dog godt mærke at luften er tynd . Vi kommer op over toppen i god stil og begynder at løbe lidt ned og op på små stier og med en masse sne stadig på så der er utroligt glat og meget vådt. Derfor begynder jeg allerede at få vabler ved 43 miles da mine sko er våde efter den megen vand på stien. Jeg kommer ind på et depot hvor der er nogle dygtige læger der taper de begyndende vabler og advarer om at jeg skal drikke mere da jeg er ved at tabe vægt. Har mistet omkring 4 kgOg mister jeg mere skal jeg ud af løbet for at drikke / spise min vægt op. Jeg har her de første problemer med maven men kan alligevel drikke vand. Vablerne er klaret med et eller andet mirakelmiddel de smurte på . Nu går det nedad meget halsbrækkende til noget der hedder Deadwood canyon og den dal var varm omkring de 30 grader jeg kommer og så på den anden side så går det lige 1½ time opad det tog kræfterne og jeg mistede så meget væske at jeg blev taget ud af løbet på det næste depot . Jeg fik taget blodprøve for at se om salt og mineral var i orden det var det heldigvis så der skulle bare drikkes vand for at få vægten op. Ved dette depot lå jeg 45 min for at fåLov til at starte igen. Jeg mødte her en dansker Marianne som fik givet mig lidt tro på at jeg nok skulle komme i mål der var jo masser af tid sagde hun. Jeg var 1 time foran til at komme under de 24 t på dette tidspunkt. Hun lovede mig en kold øl når jeg kom i mål den skulle jeg jo have. Jeg kom af sted mere gående en løbende de gik jo endnu engang nedad til næste depot hvor jeg kommer igennem uden de store problemer. Herefter går det endnu halsbrækkende opad de næste 1½ time til 56 miles hvor jeg desværre blev vejet igen og måtte endnu engang gå ud af løbet på grund af vægten var for lav, det tog 45 min før jeg fik lov at løbe igen. Og så var målet på 24 timer røget og det var bare om at komme i mål under 30 timer som var grænsen. Fra dette depot var det heldigvis blevet noget køligere og de næste mange timer gik jeg så hurtigt som det kunne lade sig gøre på de smalle og meget mørke stier.Jeg er ude ved 78 miles der hvor vi skal passere en stor flod midt på natten og får at vide det er for farligt at passere til fods da der er så meget vand at man ikke kan bunde , så vi bliver sejlet over med gummibåd til den anden side.Efter et kort hvil og nye tørre sko og strømper føler mig som ny og kan begynde så småt at tro på at man kan nå i mål til tiden. De næste miles klares lidt løbende meget gående.Da jeg når 92 miles er den gal igen med vægten om må derfor igen holde pause på et kvarter før jeg igen får lov at løbe. Da jeg passerer målstregen i Auburn er jeg en meget glad og stolt SÅN løberder får en kold øl og massage en stor tak til min danske support Marianne og hendes mand.Jeg klarede dette totalt hårde crossløb selv om der var mange kriser og lyst til at stå af mange gange.Jeg kom ikke under de 24 timer som var mit mål, men efter at have løbet løbet er jeg godt tilfreds med mine 27 tim og 39 min over 10 timer efter vinderen. Jeg ved efter denne oplevelse jeg er ikke nogen bjergged så det er slut med ultra-bjergløb jeg er bedre til landevej. Naturen er nok noget af de flotteste jeg har set og vil ikke være denne oplevelse foruden.Western States er nok et af de ultra hvor alt bare har fungeret forplejning lægetjek tilmelding løbet hjælperne alt var bare perfekt .Hilsen Kim

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Hroðalegir atburðir gerðust í Lundúnum í dag. Það var svo sem viðbúið eftir árásina á Twin Towers og Madrid að eitthvað svona gæti komið fyrir. Maður hefur einnig verið að fylgjast með fréttum af óeirðum í Edinborg þar sem skríllinn hefur farið um göturnar, brotið og eyðilagt. Ég sá í blöðunum fyrir nokkrum dögum viðtal við einhverja konu sem var vararæðismaður í Edinborg það mig minnir sem hafði tekið þátt í kröfugöngu. Hún kvaðst í viðtalinu vera alveg hissa á öllum þeim fjölda lögreglumanna sem voru að fylgjast með göngunni. Maður veltir fyrir sér hvort hún sé ennþá hissa eða hvort henni hafi verið stungið í jarðsamband þegar óeirðirnar byrjuðu.

Oft er maður svolítið hissa á blaðrinu í morgunsjónvarpi Stöðvar 2. Maður lætur þetta stundum rúlla á morgnana til að ná fréttunum. Í gær var viðtal við einhverja sólgleraugnakonu. Þetta var nú með því verra sem ég hef séð. Hún talaði eins og það væri nýtt í íslandssögunni að það væru til fleiri en ein tegund af sólgleraugum. Síðan talaði hún í annarri hverri setningu með hroka um "bensínstöðvargleraugu". Ég á eftir að sjá það að það séu eitthvað verri gleraugu sem maður kaupir á bensínstöðvum fyrir lítinn pening en þau sem keypt eru í einhverjum búðum fyrir morð fjár. Hún sagði að þessi verðmunur væri eðlilegur því að kaupa sér svona gleraugu væri eins og að kaupa sér góðar gallabuxur. Ég keypti mér Lewis gallabuxur í San Francisko. Þær kostuðu 35 dollara í góðri búð (ca 2000 krónur). Hérna kosta þær eitthvað á bilinu 10 - 15 þúsund krónur. Ég veit það ekki alveg nákvæmlega því ég hef aldrei keypt mér Lewis gallabuxur hérlendis. Í San Francisko gat maður einnig keypt sér þrenn sólgleraugu fyrir 10 dollara. Ætli þessi rándýru búðargleraugu sem var gumað svo mikið af þarna í morgunsjónvarpinu séu ekki keypt í kippum á þessu verði og síðan lagt a.m.k. 1000% ofan á verðið þegar heim er komið og gripirnir kynntir sem sérstök gæðavara. Kæmi mér ekki á óvart.

Eftir að hafa lesið blöðin þegar heim var komið er það eitt sem stendur upp úr að mínu mati. Það er ákæran á hendur Baugsmönnum. Ég ætla ekki að gerast dómari í því máli, til þess eru ráðnir sérstakir menn en það er ljóst að ef þessar ásakanir eiga við rök að styðjast þá mun eitt og annað breytast. Sérkennilegust af öllu finnst mér þó greinargerð Jónatans Þórmundssonar. Hvað kemur prófessor við Háskólann sem gefur sig út fyrir að vera mikinn sérfræðing að láta frá sér fara svona varnarræðu fyrir sakborning í dómsmáli. Er ekki verjandi í málinu? Er ekki þörf á að dómtaka málið fyrst herra Jónatan hefur talað? Manni er spurn. Hvað gerist svo ef þeir ákærðu verða sakfelldir? Ætlar prófessorinn að segja starfi sínu lausu? Þarna er einungis verið að þyrla upp ryki til að villa mönnum sýn og gera tilraun til að drepa málinu á dreif. Voru þeir ekki félagar í Möðruvallarhreyfingunni í gamla daga, herra forsetinn og Jónatan? Það er eins og mig minni það. Menn skyldu minnast framgöngu Jónatans í Hafskipsmálinu. Hún sýnir að hann er ekki óskeikull frekar en aðrir menn.

Spjallaði við Hjördísi hjá RM í dag og sagði henni frá ýmsu sem vakti athygli mína þarna úti og við getum lært af. Hún sagði að í ár væri hámarksþátttaka útlendinga. Það er fínt. Hlauparar spurðu mig nokkuð um Laugaveginn vestra. Þeir sem búa í New York sögðu að það væri t.d. styttra fyrir þá að fljúga til Íslands til að hlaupa heldur en til Kaliforníu. Þetta eigum við að nota okkur.

Skaginn vann KR í kvöld. Það var fínt og sérstaklega var ánægjulegt að sjá hvernig mörkin voru til komin. Það var tími til kominn að KR lyti í gras í Frostaskjólinu fyrir ÍA.

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Western States Endurance Run 2005

Klukkan er að verða 5.00 laugardagsmorguninn 25. júní. Það eru nokkrar mínútur þar til hlaupið er ræst. Keppendur safnast saman, spennan vex, menn kasta kveðju hver á annan og óska góðs gengis í hlaupinu. Ekki mun af veita. Ég er rólegur og tiltölulega afslappaður. Ég veit að ég er nokkuð sterkur eftir æfingar vetrarins. Hvort það kemur til með að nægja verður bara að koma í ljós en ég sé ekkert sem á að koma í veg fyrir að ég klári hlaupið ef ekkert óvænt kemur upp á. Það getur hins vegar alltaf gerst eins og dæmin sanna. Ég kveð Ágúst og Kristinn og þeir óska mér góðs gengis. Þeir komu uppeftir fyrr um nóttina með dót um nóttina sem mig vantaði. Við ætlum síðan að hittast á Robinson Flat eftir um það bil 6 klst og 23 mílur.

Skotið ríður af úr stórri haglabyssu. Hlaupið er hafið. Fylkingin mjakast af stað með hrópum og köllum eins og Bandaríkjamanna er siður. Þeir hörðustu taka á rás upp brekkuna en aðrir láta sér nægja að ganga, enda fyrir hendi um átta hundruð metra hækkun beint upp úr rásmarkinu.

Ég hafði komið til Squaw Valley tveim dögum áður. Ágúst keyrði mig uppeftir á fimmtudaginn ásamt tveimur sonum sínum en hann og Kristinn, annar íslendingur sem býr í San Francisko, höfðu boðist til að vera mér til halds og trausts í hlaupinu. Það var afar mikilvægt og hjálpaði mér mikið á marga vegu. Á fimmtudaginn og föstudaginn voru fundir um framkvæmd hlaupsins þar sem farið var yfir ýmislegt sem varðaði skipulagningu þess, hlutverk aðstoðarmanna og hvað hlaupararnir þyrftu að varast og gæta að í hlaupinu sjálfu. Það var mjög vel staðið að þessu hjá skipuleggjendum hlaupsins enda ekki í fyrsta sinn sem þeir stóðu fyrir þessu hlaupi. Það var hið 32 í röðinni en hið fyrsta var haldið árið 1977. WS 100 er elsta og erfiðasta 100 mílna fjallahlaup í Bandaríkjunum og nýtur mestrar aðsóknar og virðingar af öllum 100 mílna hlaupum sem haldin eru þar, en alls eru haldin um tuttugu 100 mílna hlaup í Bandaríkjunum á ári hverju.

Sierra Nevada fjöllin eru svæðið þar sem gullæðið geysaði sem ákafast í Bandaríkjunum fyrir 150 eða 200 árum. Ég er ekki með tímasetninguna á hreinu. Í tengslum við það fór San Francisko að byggjast upp. Þá var verðlagið með slíkum ósköpum í San Francisko að það borgaði sig að senda fötin til austurstrandarinnar í þvott og fá þau til baka eftir sex mánuði heldur en að láta þvo þau í þvottahúsum San Francisko. Leiðin sem hlaupin er birgðaflutningaleið inn í óbyggðirnar sem myndaðist í tengslum við gullæðið. Um 400 þátttakendur hafa lagt af stað undanfarin ár en afföll hafa verið um 30 - 35% þannig að það er ekki öruggt að komast alla leið enda þótt keppendur hafi talið sig það vel undirbúna að þeir treysti sér til að takast á við Sierra Nevada fjöllin og þann mikla hita sem getur verið á leiðinni.

Með því að dveljast í San Francisko og Squaw Valley í nokkra daga hafði maður möguleika á að aðlagast hitanum og íðar hæðinni nokkuð, en Squaw Valley liggur í um 1900 metra hæð yfir sjávarmáli. Maður er því kominn í um 2700 - 2800 metra hæð þar sem hæst er farið í hlaupinu. Ólympíuleikarnir 1960 voru haldnir í Squaw Valley og eru þarna gríðarleg lyftumannvirki. Þeir sem til þekkja segja að þarna sé afar gott skíðasvæði, enda eru brekkurnar nógu langar.
Þeir félagar Ágúst og Kristinn voru með ýmislegt dót sem ég þurfti á að halda, s.s. sokka, boli, skó, batterí og ljós fyrir nóttina fyrir utan mat og drykk. Ég hafði sent út smá poka á þrjá staði, fyrst og fremst sokka, því það er nauðsynlegt að skipta oft um sokka ef maður blotnar í fæturna. Einnig lét ég bíða eftir mér bol með íslenska fánanum á næst síðustu drykkjarstöðinni til að geta lokið hlaupinu undir fullum seglum þegar og ef sú stund rynni upp. Það sem olli mér helst áhyggjum var svefnleysi. Blaðamaður að heiman hafði vakið mig upp úr klukkan eitt á aðfaranótt föstudags. Hann hafði síðan hringt aftur þegar ég var að sofna og það gerði það að verkum að ég sofnaði ekki meir þá nótt. Síðan náði ég ekkert að sofna nóttina fyrir hlaupið en farið var á fætur kl. 3. 00 um nóttina. Ég sá því fram á að hafa sofið mjög lítið í um þrjá sólarhringa þegar ég kæmi í mark. Þetta gat farið allavega því ég hafði lesið um það að hlauparar höfðu hreinlega orðið að sofna á götunni því þeir hefðu ekki komist lengra fyrir þreytu og svefnleysi. Við slíkar aðstæður gat orðið erfitt að hafa sig á stað aftur, en úr því sem komið var, var ekkert hægt að gera við þessu.

Ég gekk upp fyrstu brekkuna ásamt mörgum fleirum. Ég hafði einsett mér að ganga upp allar brekkur því það er grundvallaratriði í svona löngu hlaupi að keyra sig ekki út í upphafi því þá er voðinn vís. Lítil drykkjarstöð var ofarlega í fjallinu og tók ég þegar til við að borða orkubita og banana og bætti einnig á drykkjarpokann. Leiðin upp brekkuna var að mestu leyti gengin í myrkri en brátt fór sólin að koma á fjallatoppana. Það kólnaði eftir því sem ofar dró og var ekki nema um 5 C þegar komið var efst upp. Þar var einnig nokkur strekkingur. Þegar ofar dró var farið að ganga í snjó af og til og sögðu kunnugir að snjórinn væri með mesta móti. Þeir sem komu frá hinum heitari svæðum höfðu sagt mér að þeir væru mest ragir við að ganga í snjónum því margir höfðu aldrei stigið í snjó, á meðan ég óttaðist hitann fyrst og fremst. Svona er viðhorfið misjafnt.
Snjórinn fór vaxandi og næstu 5 - 10 kílómetrarnir voru leiðinlegir yfirferðar. Snjóskaflar, drulla í slóðanum og vatnselgur í skóglendi gerði leiðina seinfarna. Ég var aftarlega í hópnum og vissi vel af því. Það var eins og ég hafði ætlað mér. Ég ætlaði mér að fara hægt yfir en hversu hægt átti ég að fara. Hvað var hægt og hvað var hratt? Ég reyni oft að finna einhvern sem heldur álíka hraða og ég ræð við til að hafa gott viðmið. Mér leist hins vegar ekkert á þá sem voru í kringum mig. Ég kraftgekk upp allar brekkur eins og áður sagði en ég sá menn í kringum mig vera að burðast við að hlaupa nokkur skref upp brekkurnar og detta svo niður og voru þegar upp var staðið ekkert fljótari upp brekkurnar en ég var á mínum jafna gangi. Fljótlega kom næsta drykkjarstöð og þar var fyllt á pokann og borðað. Einnig setti ég kökur, kex, orkubita, sælgæti og gel í vasana til að maula á milli stöðvanna. Það var lykilatriði í mínum huga að halda vatns- og orkubúskapnum alltaf í góðu jafnvægi og til að svo mætti vera þá þurfti maður alltaf að vera að.

Snjóbarningurinn hélt áfram og ég var enn að átta mig á þeim hraða sem rétt væri að stilla sig inn á. Þá vildi það til að ég skokkaði fram á konu sem fór heldur hægar en ég. Hún spurði hvort ég vildi fara fram úr. Ég sagði að mér lægi ekkert á því langt væri eftir. Við fórum síðan að spjalla saman og hún sagðist meðal annars að þetta væri sjötta WS hlaupið sitt. Hún var frá Kanada og þá rámaði mig í að á DVD disknum, A Race For The Soul, sem ég keypti um hlaupið var mynd af kanadískri konu sem hafði hlaupið sex 100 mílna hlaup á árinu 2001 og átti ein níu eftir. Ég spurði hvort hún væri þarna komin og það reyndist rétt. Reyndar urðu 100 mílna hlaupin á árinu 2001 ekki fimmtán hjá henni heldur tuttugu og þrjú!! Þarna var sem sagt komin drottning 100 mílna hlaupanna í heiminum, Monica Sholtz frá Kanada sem allir 100 mílna hlauparar með einhverja reynslu þekkja til. Hún sagðist stefna á að fara undir 24 klst en fór þarna samt sem áður heldur hægar en ég hafði farið. Ég sá að þarna var eitthvað sem passaði mér vel og spurði hvort henni væri á móti skapi að ég væri fyrir aftan hana um stund og það var vitaskuld í góðu lagi. Við héldum síðan sjó næstu 75 kílómetrana eða allt til Michican Bluff, annað hvort ein eða með öðrum eins og gengur. Hún var hinn ágætasti félagsskapur, ljúf og skemmtileg kona, sem miðlaði mér og öðrum af hinni miklu reynslu sinni. Hún hefur meðal annars hlaupið Badwater, sem er eitt hræðilegasta ultrahlaup í heiminum. Það er 135 mílna langt og er hlaupið í Dead Walley í 40 til 50 C hita. Þar hefur margur kappinn liðið út af. Þar verða menn að hlaupa á hvítu línunni á veginum því annars bráðna skórnir á asfaltinu. Einnig hefur hún hlaupið 100 mílna hlaup á Hawaii fimm sinnum sem hún sagði að væri erfiðara en WS 100, bæði vegna landslagsins og einnig vegna þess hve rakinn er mikill. Hún sagðist allaf fara hægt af stað því hún hefði séð svo mörg sorgleg dæmi þess að hlauparar sem væru allt að tveimur klst á undan henni til Forrest Hill næðu ekki að klára vegna rangrar skipulagningar á hlaupinu.

Á Robinson Flat hitti ég þá félaga mína og einnig Rollin Stanton, bandaríkjamanninn sem ætlaði að hlaupa með mér frá Forrest Hill. Það urðu fagnaðarfundir milli okkar en ég hitti hann á Borgundarhólmi í fyrra og þar sagði hann mér af hlaupinu. Við höfðum síðan verið í tölvupóstsambandi í vetur. Eftir Little Bald Mountain fóru gljúfrin að birtast. Eftir þessa drykkjarstöð var snjórinn sömuleiðis búinn. Fyrst var hlaupið langtímum saman eftir fyrsta gljúfrinu á láréttum stíg en síðan fóru niðurhlaupin af byrja. Þau voru löng, mjög löng. Það var hlaupið niður og niður eins og þetta ætlaði aldrei að taka enda. Í fyrsta gljúfrinu var komið að drykkjarstöðvunum Deep Canyon og Dusty Corner en milli þeirra var tiltölulega flatt. Eftir Dusty Corner var hlaupið niður í þröngum krákustígum niður að Last Change. Gljúfrin eru eins og V í laginu, það er hlaupið niður og niður, síðan er á í botninum og brú yfir hana og þá byrjar uppgangan upp álíka hæð og hlaupið var niður rétt áður. HItinn var mikill í gljúfrunum en ekki yfirþyrmandi, enda var hitinn ekki eins hár og oft áður. Uppgangan gekk hægt en örugglega. Monica stjórnaði ferðinni af öryggi og við fetuðum nokkrir í fótspor hennar. Einu sinni vorum við þrír á eftir henni, einn Bandaríkjamaður, einn frá Suður Afríku og síðan ég. Þetta fannst þeim skemmtileg samsuða. Á leiðinni upp á Devils Thumb gengum við fram á fólk sem sat fyrir utan slóðann og var að reyna að ná maganum í lag. Þetta virðist alltaf gerast þrátt fyrir góðan undirbúning og aðgengi að mikilli þekkingu. Upp komumst við á Devils Thumb um síðir og þóttumst góð. Þar var haugað ís í húfuna eins og í hana komst til að kæla sig og lagt í næsta gljúfur. Það var miklu lengra en hið síðasta því þar var hlaupið miklu láréttar niður og sniðin lengri. Ég hugsa að við höfum hlaupið um klukkutíma stanslaust niður, niður og endalaust niður. Loks komumst við á botninn og þar var eins og áður, drykkjarstöð á botninum og síðan hófst klifrið. Það var ekki styttra en upp á Devils Thumb og tók það um klukkutíma að pjakka þarna upp. Það var miklu lokið þegar upp í Michican Bluff var komið. Þarna hitti ég félaga mína sem voru orðnir nokkuð áhyggjufullir þegar tekið var tillit til ástands margra þeirra hlaupara sem voru komnir inn á undan okkur. Mér leið hins vegar ljómandi vel og var alsæll. Ég skipti um sokka á þessari stöð því maður var orðinn blautur í fæturna sökum svita og einnig þess hve maður jós yfir sig vatni. Ef maður hleypur lengi í blautum sokkum með fæturna hálfsoðna vegna hita þá eru blöðrurnar fljótar að myndast. Á leiðinni út úr bænum komu einu mistökin fyrir. Ég missti af leiðinni út úr bænum vegna þess hve hún var laklega merkt og ég held að það hafi staðið bíll fyrir framan skiltið EXIT þegar ég fór hjá. Ég hélt því í vitlausa leið um nokkurra mínútna leið og það villti einnig fyrir mér að það var maður með lítinn bakpoka á bakinu á undan mér. Hann reyndist síðan bara vera eitthvað annað en hlaupari. Síðan kom bíll á eftir mér sem leiðrétti mig og þá sagði ég ljóta orðið eins og strákarnir sögðu. Þetta tafði mig um einar átta til tíu mínútur en við því var ekkert að segja úr þessu. Leiðin til Forrest Hill lá niður og niður og upp og upp og tók hún um einn og hálfan tíma. Í Bath Road áttu sér stað önnur mistök því stúlkan sem fyllti á pokann minn lét allt of lítinn drykk á hann. Mér til skelfingar var pokinn orðinn þurr nokkuð löngu áður en komið var í næsta áfangastað. Ég dró sem betur fer upp konu sem hafði nóg að drekka og hún gaf mér sopa af rausnarskap sem dugði á leiðarenda.

Í Forrest Hill hitti ég félaga mína og einnig félaga Rollin Stanton sem nú var ferðbúinn undir nóttina. Forrest Hill er stærsta drykkjarstöðin á leiðinni og þar ríkir mikill glaumur og gleði allan daginn. Á þessari stöð eru um 100 km búnir en um 60 km eftir. Það virðist vera afar langt eftir að hafa lagt 15 klst að baki. Þar hitta hlaupararnir aðstoðarfólk sitt og fjölskyldur og þar koma meðhlaupararnir inn. Ég skipti um sokka, skó og bol þarna, endurnýjaði second skin plástrana undir fótunum, tók nauðsynlegar birgðir í pokann og síðan héldum við í hann. Allt var í himnalagi með fætur og skrokk og ákváðum við að héðan af væri þetta einungis spurning um tíma en ekki hvort maður myndi komast alla leið.

Við rúlluðum af stað vel yfir kl. átta og brátt fór að skyggja. Um kl. 21.00 var orðið aldimmt. Maður sá þá bara ljósið fyrir framan sig og síðan glampa frá öðrum hlaupurum sem voru í slóðinni á undan okkur. Það kom brátt í ljós að þrátt fyrir að við héldum okkar jafna hraða og gengum upp allar brekkur þá fórum við fram úr hverjum hlauparanum á fætur öðrum en það voru afar fáir sem fóru fram úr okkur á þessum legg leiðarinnar. Líklega höfum við farið fram úr um 50 manns á þessum hluta leiðarinnar þegar allt er talið. Rollin þekkti leiðina nokkuð vel og gat lýst henni gróflega þannig að maður vissi nokkuð hvenær væri von á næst drykkjarstöð. Það virtist oft nokkuð langt á milli þeirra fannst manni þegar við vorum búnir að hlaupa í 8 - 9 km. Á þessum hluta leiðarinnar var farið að bjóða upp á heita súpu og brauð og var það kærkomið.

Rucky Chucky áin var á 78. mílu. Venjulega er vaðið yfir ána en nú var það mikið í henni að hlauparar voru ferjaðir yfir hana. Það var ágætt. Við vorum hjá ánni um miðnættið. Þar biðu þeir Ágúst og Kristinn eftir okkur en næst myndum við hitta þá í markinu. Á þessum tíma var ég farinn að finna nokkuð fyrir strengjum í framanverðum lærvöðvunum en ekki til neinna vandræða. Maður vissi það fyrirfram að hlaupi sem þessu fylgir sársauki, annað væri óeðlilegt. Á hinn bóginn sáum við glöggt að margir voru illa á sig komnir því nú sátu hlauparar á öllum drykkjarstöðvum, vafðir inn í teppi og ekki líklegir til að halda strax af stað. Maður fann það glöggt hve fæturnir stirðnuðu fljótt bara á þessari örstuttu stund sem maður stoppaði á drykkjarstöðvunum þannig að maður reyndi að gera hvern stans eins stuttan og mögulegt var. Við nudduðum áfram á okkar jafna hraða og drógum öðru hverju upp hlaupara sem við fórum fram úr. Maður sá ekkert í kringum sig nema að stjörnurnar gáfu til kynna að gljúfrin sem við hlupum eftir væru afar há. Stígurinn lá í sífellu upp og niður, upp og niður þannig að hlaup á jafnsléttu var frekar sjaldgæft.

Um kl. 4.30 fór að birta og orðið albjart um kl. 5.00. Þá vorum við nálægt Highway 49. Þá var farið að styttast á leiðarenda og létti það sporið ef hægt er að orða það svo. Eftir að við fórum yfir No Hands Bridge gengum við þá fimm kílómetra sem eftir var. Okkur lá ekkert á, við vissum að tíminn yrði rúmlega 26 klst sem ég var alsæll með. Við vorum ekki í kappi við neina sérstaka, það var orðið það langt á milli manna að um slíkt var ekki að ræða. Við sáum þó hlaupara á nokkuð undan okkur sem komu skömmu í mark skömmu á undan okkur. Við fórum aftur á móti fram úr þeim síðasta í hliðinu þegar hlaupið er inn á völlinn. Síðasta mílan er erfið. Þá er pjakkað upp á brattan gljúfurbarm, en bærinn Auburn stendur á barmi gljúfursins sem við höfðum hlaupið eftir síðustu klukkutímana. Þegar komið er upp á gljúfurbarminn og á malbik er ekki allt búið því eftir eru einar sex brekkur áður en hæsta punkti er náð og það fer að halla undan fæti inn á leikvanginn. Þetta tekur á fyrir þá sem eru að hlaupa í kapp við tímann. Rollin þekkti þetta allt saman og var búinn að undirbúa mig undir að það væri ekki sopið kálið þótt á malbikið væri komið.

Það var stór stund að skokka inn á brautina og hlaupa síðustu 300 metrana í mark. Töluverður fjöldi fólks var á vellinum og fagnaði hverjum hlaupara eins og um sigurvegara væri að ræða, enda er hver og einn sigurvegari sem nær að ljúka þessu hlaupi. Strákarnir réttu mér íslenska fánann til að hlaupa með síðasta spottann en það vakti töluverða athygli að íslendingur skyldi láta sjá sig í þessu samhengi. Það var ekki alveg það sem menn voru að búast við. Það var eðlilega afar góð tilfinning að renna yfir marklínuna og skynja það að nú væri þetta búið og allt hefði gengið upp sem best var á kosið. Uppskera margra mánaða erfiðis væri í höfn og árangurinn með ágætum. Ég vissi að rúmlega 26 klukkustunda tími væri ágætur tími miðað við fyrri ár, enda þótt ekki næðist að ná í silfursylgjuna. Það hefði að mínu mati verið hreint sjálfsmorð í brautinni að fara að pressa sig í kapp við einhvern fyrirfram ákveðinn tíma án þess að hafa hugmynd um hvernig leiðin væri eða hvernig maður væri í stakk búinn til að takast á við hana.

Strax að hlaupi loknu var maður vigtaður í síðasta sinn, en ég var heldur þyngri en þegar ég lagði af stað. Síðan var blóðþrýstingur mældur og að lokum var tekin blóðprufa en ég tók þátt í tilraun um áhrif hlaupsins og notkun ibuprofen á hlaupara. Ég fékk 6 töflur sem þurfti að borða með vissu millibili á meðan á hlaupinu stóð. Blóðprufa var tekin fyrir og eftir hlaupið. Síðan þurfti að svara nokkrum spurningum um ástandið í hlaupinu. Síðan fékk maður nudd sem linaði aðeins strengina í kálfunum framanverðum. Að því loknu gat maður farið að hugsa um að fara í sturtu og strákarnir sóttu fötin og höfðu allt til reiðu. Það var engin hraðferð yfir í sturtuna því nú var stirðleikinn farinn að segja til sín. Það tókst þó að klæða sig úr og í og síðan var gengið afar hægum en öruggum skrefum yfir að svæðinu þar sem hægt var að fá mat. Lystin var eins og best var á kosið og síðan var bara að finna skugga og fá sér smá blund. Ég vaknaði í tæka tíð til að fylgjast með Helgu Backhaus koma inn á leikvanginn þremur mínútum fyrir kl. 11.00. Hún var að hlaupa sitt tíunda hlaup og fengi þar með afhentan 1000 mílna bikarinn. Hún hafði verið mikill hlaupari en hafði meiðst eða slasast og var ekki söm eftir. Því þótti öllum sem til þekktu mikið afrek hjá henni að klára hlaupið undir tilsettum tíma og ná þannig settu marki.

Um tveimur og hálfum tíma eftir að síðasti maður kom í mark var lokaserimonían og verðlaunaafhending fór fram. Scott Jurek vann sinn sjöunda sigur í röð sem er einstakt afrek, því þeir sem kom á eftir honum voru engir smá karlar. Annette Bednosky vann kvennaflokkinn en Ann Trason hefur einokað hann þau ár sem hún hefur keppt í hlaupinu. Ég held að það hafi einungis fallið tvö ár úr hjá henni frá árinu 1989 þegar hún keppti fyrst í WS 100. Scott lýsti því síðan yfir að hann myndi ekki vera með næsta ár.

Við Kristinn lögðum af stað til San Francisko skömmu eftir að okkar þætti var lokið í verðlaunaserimoníunni. Ógleymanleg upplifun var á enda runnin. Enda þótt ég hafði búist við að hlaupið og leiðin væri mikilfengleg þá reyndist þetta allt vera miklu stórkostlegra en maður hafði búist við. Það má segja að þarna hafi langsóttur og fjarlægur draumur ræst að fullu. Eitthvað sem manni gat ekki órað fyrir að ætti eftir að gerast hafði gerst og gengið upp. Fyrir utan að klára hlaupið var ég mest ánægður yfir hvað mér leið vel allan tímann og naut hlaupsins fram í fingurgóma frá upphafi til enda. Þeir Kristinn, Ágúst og Rollin veittu mér ómetanlega aðstoð bæði fyrir hlaupið og síðan meðan á því stóð. Margt hefði verið erfiðara og flóknara ef þeirra hefði ekki notið við. Að hið stutta spjall okkar Rollins í biðsalnum í R¢nne á Borgundarhólmi í fyrra skyldi leiða til þess að ég stæði nú í Auburn í Kaliforníu að afloknu WS 100 með sylgju hlaupsins í hendi var eiginlegra ótrúlegra en hægt var að ímynda sér. En svona gerast ævintýrin.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Ég sá smá umfjöllun um norðurlandabúana í WS100 2005 í norsku hlaupablaði og læt hana fylgja hér með til gamans.

Fyrir hlaupið:

Gunnlaugur, Kim, Eiolf og Trond løper årets utgave av Western States Endurance RunGunnlaugur Juliusson fra Island, Kim Rasmussen fra Danmark, og Trond Sjåvik og Eiolf Eivindsen fra Mosjøen og Norge - gir seg 25-26 juni i kast med en tøff utfordring:100 miles fra Squaw Valley til Auburne gjennom Sierra Nevada i Kalifornia - på tøffe stier med mer stigning enn de fleste kan fatte.
Gunnlaugur vet undertegnede dessverre heller lite om - bortsett fra at hjemmesida hans ser flott ut og at Google gir mange "hits" på navnet hans - mange omhandler løpsprestasjoner - men de flerste er skrevet på et språk som kun tidligere tiders nordmenn behersket..
Kim Rasmussen - er en erfaren tøffing som det blir meget spennende å se hva kan gjøre i et terreng som er den diamentrale motsats til det danske... Kim er en meget erfaren Ultraløper som f.ex har gjort det meget bra i Spartathlon og i 6-dager løp. Imidlertid - er Himmelbjerget nok til å herde framside lår mot 7 vertikale kilometer i WS100 ??
Trond Sjåvik - spiller høyt! (har veddet en flake rødvin mot undertegnedes påstand om at sistnevntes pers er, for han, uoppnåelig...). Trond har gjort Trans Gaule - kyst til kyst i Frankrike - need we say more..??
Eiolf Eivindsen - Nordlands 1.-trompet! 3 ganger fullført Spartathlon med hederlige resultater - 2 x vinner av Lapland Ultra - ca '1 million' maraton - sier lite og presterer mye!

Det rapporteres om fortsatt snø i høyden i Sierras - og dette kombinert med +40C i Deadwood og El Dorado - gjør at våre Nordiske håp garantert får en løpsopplevelse de aldri vil glemme!

Eftir hlaupið:

Gunnlaugur Juliusson (Island) 26:14:14 Kim Rasmussen (Danmark) 27:39:00 og de 2 Mosjøværingene: Eiolf Eivindsen 29:13:00 og Trond Sjåvik 29:13:00 har alle gjennomført den ultimate kraftprøven WS100. Vi gratulerer! Vinnere ble Scott Jurek (for 7. gang) og Annette Bednosky. Den største prestasjonen mener vi imidlertid ble gjort av Helga Backhaus som fullførte for 10. gang - denne gangen uten akilles sene i det ene beinet...

mánudagur, júlí 04, 2005

Frekar tíðindalítið á helginni. Var að dunda heima og fór með rusl í Sorpu ef það heitir að gera eitthvað. 'Eg finn ekki annað en að fæturnir séu alveg búnir að ná sér. Það er á hreinu að það er allt önnur áreynsla á liði og vöðva að hlaupa á stígum heldur en á malbiki. Það kemur m.a. fram í hve maður er fljótari að ná sér.

Setti nokkrar myndir inn á vefinn (myndaalbúmið). Set fleiri inn bráðlega. Þessar sem ég setti fyrst inn eru fyrst og fremst tengdar Rollin Stanton, meðhlaupara mínum en hann hljóp með mér síðustu 60 km. Skeggjaði karlinn sem er á milli okka rá einni myndinni er Cowman, einn af persónuleikum hlaupsins. Hann hljóp leiðina einn árið 1976 og var annar manna til að ná að ljúka hlaupinu.

Fór í spjall upp í útvarp í Samfélagið í nærmynd í morgun. Það var ágætt og gaman að fá smá umræðu um þetta. Það kveikir kannski áhuga í fleirum.

Heyrði í útvarpinu að þingmaður einn hefði skrifað bréf til formanns fjárlaganefndar þess efnis hvort Framsóknarflokkurinn hefði keypt hús af einum bjóðenda í Búnaðarbankann á meðan á sölu Búnaðarbankans stóð. Eins og allri vita sem vilja vita þá höfðu þessi húsakaup átt sér stað nokkrum árum áður. Það er hins vegar mjög vænleg aðferð til að sá fræjum efans að skrifa svona bréf og senda þau jafgnframt um leið til fjölmiðla. Svarið skiptir ekki máli því málið er að koma spurningunni í fjölmiðla.

Víkingur og KR spiluðu í íkinni í kvöld í bikarnum. KR komst í 2 - 0. Víkingur jafnaði. KR komst í 3-2. Víkingur jafnaði. Víkingar áttu síðan mun meir í framlenginu en tókst ekki að skora. KR vann síðan í vítaspyrnukeppni. Shit.

laugardagur, júlí 02, 2005

Jæja þá er maður kominn heim fyrir nokkru og til í allt eða þannig. Það er dálítið skrítið að upplifa hvað netið er magnað því ég hef heyrt frá nokkuð mörgum að þeir hafi slegið tölvunni upp af og til og fylgst með kallinum þar sem hann potaðist áfram á hinni gömlu gullgrafaraleið milli Squaw Valley og Auburn. Þetta á ekkert síður við fólk sem stendur alveg fyrir utan hlaup eins og við hlaupaáhugamenn. Ég hef heyrt að menn fái hlaupafóbíu eða backflash eftir að hafa lokið svona áfanga en ég finn ekki fyrir því. Ef eitthvað er þá hefur áhuginn aukist því nú veit maður hverju er hægt að áorka með aga og ástundun. Sú tilfinning að skynja það að þú rráðir við náttúruna en hún nær ekki að snúa þig niður þar sem eru svona 65/35% möguleikar í upphafi er í einu orði sagt stórkostleg. Þegar maður skynjar hvernig er að uppskera vel eftir allt puðið undanfarna mánuði og ár þá er það eitthvað sem maður gleymir ekki strax en gefur manni kraft í frekari átök.
Fólkið í vinnunni gáfu mér hlaupahjól ef fæturnir skyldu eiga eitthvað erfitt næstu daga og vikur en ég er ekki búinn að taka það upp úr kassanum enn þótt skömm sé frá að segja.
Ég fékk email frá Rollin í gær. Hann var mjög glaður eftir samhlaup okkar. Ég fæ seint fullþakkað honum aðstoðina, bæði með margvíslegar upplýsingar á undan hlaupinu og eins á meðan við hlupum saman síðustu 60 km. Að hitta hann er ein af þessum tilviljunum sem koma fyrir mann á lífsleiðinni sem geta haft margvísleg áhrif, bara ef maður tekur eftir þeim en lætur þær ekki æða framhjá. Sama gildir um þá félaga Ágúst og Kristinn, þeirra aðstoð var afar dýrmæt. Þeir lögðu á sig ferðalög og fyrirhöfn, næturvökur og erfiði til að veita sem mesta og besta aðstoð, bæði praktiska og félagslega sem skipti afar miklu máli. Ég vona að kynni þeirra af WS100 nr 32 hafi kveikt í þeim þann neista sem verði sem fyrst að því báli sem þarf að loga um nokkurra mánaða skeið þar til menn standa tilbúnir í sólarhringsátök við marklínuna í Squaw Valley kl. 5 að morgni eitthvert árið. Ég efa ekki að svo verður um fleiri.