föstudagur, júní 30, 2006

Áhyggjulaus að velta sér

  Posted by Picasa
Það þekkja flestir söguna um blindu mennina sem mættu fíl á förnum vegi og fóru að skoða hann. Sá fyrsti strauk honum um ranann og sagði að fíllinn liti út eins og svert rör. Annar strauk á honum kviðinn og sagði að fíllinn liti út eins og húsveggur. Sá þriðji kom að einni löppinni á honum og sagði að fíllinn liti út eins og svert tré. Líklega var sjá fjórði með og greip um halann á honum eða eitthvað svoleiðis, ég man það ekki alveg. Sagan segir okkur að ef þú skoðar aðeins hluta veruleikans þá hefur hann mörg sjónarhorn og er alls ekki eins eftir því hvaðan maður skoðar hann.

Mér datt þessi saga í hug þegar ég rakst á eftirfarandi á bloggsíðu eins ráðherrans í ríkisstjórn landsins:

Ef litið er til heimilanna er hinsvegar álaginu mjög misskipt milli karla og kvenna.

Konur elda um 3 sinnum oftar en karlar, kaupa í matinn um 3 sinnum oftar en karlar, sinna umönnun barna um 5 sinnum meira en karlar, þrífa um 6 sinnum oftar en karlar og þvo þvott um 8 sinnum oftar en karlar.

Heimilisstörfin eru því greinilega ekki að sliga karlana.


Svo mörg voru þau orð.

Góður selskapur

  Posted by Picasa
Ég setti fyrir skömmu inn á myndasíðuna (efsta linkinn til hægri) myndir frá Auswich og Birkenau sem ég tók í fyrra í ferð til Póllands. Tilfinningin sem maður fékk við að fara í gegnum þessa staði var eins og að ganga í gegnum helvíti eftir að væri farið að kólna svolítið þar. Það er varla hægt að lýsa því og er best að hver og einn upplifi það sjálfur. Það sem fékk mig til að rifja þetta upp var að ég las um síðustu helgi bókina Píanóleikarinn eftir pólska tónlistarsnillinginn Spielman. Ég hafði séð myndina en bókin hafði allt önnur áhrif á mig. Hún var lifandi, enda þótt sá veruleiki sem hún lýsti væri ekki fallegur. Spielman lifði stríðið af á ótrúlegan hátt. Hann hafðist við í Varsjá en hún var allt að því lögð í rúst. Bókina skrifar hann svo árið 1946 þegar hörmungarnar eru ljóslifandi en henni var stungið undir stól af þarlendum yfirvöldum og kemur ekki fram fyrr en um 50 árum síðar. Það sem verkar sterkast á mann við lestur bókarinnar er hin ofboðslega grimmd sem aðstæður eins og ríktu í stríðinu og í Gyðingahverfum Varsjár kalla fram hjá mannskepnunni. Það átti ekkert síður við um Gyðinga gegn Gyðingum heldur en Þjóðverjana. Þær aðstæður sem Þjóðverjar bjuggu Gyðingum í Varsjá (og vafalaust í mörgum borgum öðrum) voru þannig að það er varla að maður geti lesið um það. Vissulega má segja að þessi veruleiki birtist á nýjan leik í Balkanskagastríðinu að maður tali nú ekki um Rúanda. Enda þótt þessir atburðir séu hluti af mannkynssögunni þá er nauðsynlegt að vera meðvitaður um þá. Það má spyrja sig að því hvort Ísraelsmenn séu að skapa Palenstínumönnum svipaðar aðstæður inni á hernumdu svæðunum. Þegar fólk býr við slíkt umhverfi kynslóð eftir kynslóð er ekkert skrítið að það virðast öll sund vera lokuð og þá skiptir þann sem kominn er út í horn ekki máli hvað gerist því hann á einskis úrkosta.

Bæði í Svíþjóð og Danmörku voru nýlega dómtekin mál þar sem ákært var vegna svokallaðra heiðursmorða þar sem foreldrar, systkini og aðrir fjölskyldumeðlimir voru ákærðir fyrir heiðursmorð innan fjölskyldunnar. Í Svíþjóð var faðir, móðir og sonur ákærð í undirrétti fyrir að hafa drepið á hrottalegan hátt tvítugan strák sem hafði trúlofast dóttur þeirra á móti vilja foreldranna. Sonurinn var sakfelldur en foreldrarnir sýknaðir vegna skorts á sönnunargögnum. Málinu verður áfrýjað. Danmörku var stórfjölskylda nokkur ákærð fyrir að hafa skotið til bana kærustupar. Meðal þeirra ákærðu voru foreldrar stúlkunnar. Í því máli féllu nokkrir lífstíðardómar. Enda þótt rangt sé að segja að svona atburðir séu algengir í þessum löndum þá eru þeir alls ekki fátíðir. Manni flýgur í hug hve langt verði til að svona atburðir eigi sér stað hérlendis. Mín skoðun er, sama hvað hver segir, að það eigi að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að fólk sem haldið er slíku trúarofstæki að það drepur börnin sín frekar en að þau taki saman við einhvern af óheppilegri trú flytjist hingað til lands. Það er hins vegar spurning um hvort það sé yfir höfuð hægt.

Set hér inn frásögn norðmannsins Jósteins Petersen af WSER sem fór fram um síðustu helgi. Þetta hefur verið töff.

Ja, saa er over for iaar. Og som dere kanskje har sett ble det DNF for meg. Men forst vil jeg fortelle litt om forberedelsene til WS for meg selv.

Jeg ankom Squaw Valley om morgenen Torsdag 22/06. Programmet for dagen var aa motes paa toppen ved The Escarpent,det hoyeste punktet paa lopet ( 8712 feet o.h). Man kunne enten gaa eller ta gondol bane nesten til toppen. (Jeg tok gondolen !) Det var en hel del snoe pa toppen, men mindre enn ventet pga hurtig smelting det siste.
Det var en sermoni med taler og sang, for vi gikk ned igjen. Fikk moett flere deltakere, ogsaa den andre skandinaven her, svensken Jan Soderkvist. Han viste seg aa vaere en erfaren ultra-loper som ogsaa hadde gjennomfort Comrades I Sor-Afika sist aar som jeg hadde.

Neste dag var det registrering og helse-sjekk. Helse sjekken besto stort sett av aa ta blodtrykket og bli veiet inn. For meg viste blodtrykket 155/90, mens vanligvis 130/80. Sykesosteren som tok testen mente det var pga manglende hoydeakklimatisering. Dette var jo I over 2000 m hoh. Jeg ble veiet inn til 158 lbs (71.5 kg).Vi fikk satt paa vaart ambind med navn, bib-nummer pluss vekt. Vi blir veiet 6-7 steder underveis og det gjelder aa ikke miste for mye vekt pga av manglende vaeske-og matinntak. Dersom man mister 7 lbs kan man bli holdt tilbake til man har tatt inn nok vaeske.
Legen som har vaert med paa WS siden 70-aarene holdt ogsaa et intessant fordrag I forhold til aa drikke. Kroppen inneholder omtrent 60 l vann, og han sa at I lopet av WS burde/skulle vi drikke 30 l. Altsaa skifte ut halvparten av kroppsvaeska. Det krever noe trening aa konsumere saa mye drikke. Han hadde ogsaa mange gode punkter ifh til saltinntak som er helt nodvendig I rimelig store mengder etter hvert.
Jeg fikk ogsaa hilst paa ( tatt bilde sammen med) Scott Jurek, de siste 7 aars vinner. Han stilte ikke opp I aar ( Han skulle vaere pacer). Han fortalte at han ville lope Badwater om noen uker og ogsaa Spartaklon sener I hoest. Fikk ogsaa hilst paa Tim Twietmeyer som skulle lope sin WS nummer 25 I aar, alle under 24 timer. Han har ogsaa vunnet 5 ganger. Jeg moette ogsaa Gordy Ainsleigh som startet lopet I 1974. Han var deltaker I aar ogsaa. Han pleier aa klare 30 timers grensa med 3-4 timer margin hvert aar selv om han er blitt 59 aar ( Iaar klarte han 30 timers grensa med 13 min: 29.47)

Om lordagen den 24 var jeg der kl. 4 , en time for start, for aa faa utdelt startnummer og innta en lett frokost. Da vi startet var det allerede varmt. Jeg startet I T-skjorte uten armer. Jeg hadde 3 flasker med en kapasitet paa nesten 2 liter med meg. Vi hadde jo blitt advart om aa drikke mye og ta inn salt paa forskjellig vis.

Den forste delen av lopa er rett opp ca 900 m. Det tok ca 75 min aa naa toppen av the Escarpent hvor den forste stasjonen var etter ca 3.5 miles. Deretter bar det slakt nedover stort sett paa snoe. Der stien var bar, var den stort sett omgjort til en bekk de fleste steder. Og selv om jeg provde aa holde meg torr paa beina (for aa unngaa gnagsaar), var det stort sett umulig. Jeg lop ogsaa med gamasjer pga at det er mye sand og smaastein som man unngaar aa faa I skoene. Jeg hadde forresten ingen problemer med gnagsaar under hele lopet.

Jeg folte meg fin I kroppen og syntes selv at jeg hadde en bra fart med en god blanding av loping og gaaing. Jeg hadde bestemt meg for aa aapne forsiktig. Etter nesten 2.5 timers loping kom jeg fram til den neste matstasjonen, Lyon Ridge. Jeg folte meg fin, og fikk flaskene hurtig fyllt opp og noe aa spise og avgaarde. Den neste delen av lopet gikk paa, som navnet sier, en “ridge”.Det gikk bratt ned paa den ene siden, med en fantastisk utsikt over fjell og skog. Stien var omkranset av kjempestore furutraer dekket av gronn lav. Jeg kunne foele det gikk noe tyngre, men beveget meg rimelig hurtig framover.
Neste stasjon er Red Star Ridge som er paa den andre siden av “ridgen”. Her fikk jeg nesten sjokk da jeg oppdaget jeg bare hadde 20 min til “cutoff”, som betyr at du blir tatt ut av lopet. Jeg syntes jeg hadde holdt saapass bra fart, at jeg ikke hadde tenkt paa “cutoff” som en mulighet. Jeg fikk hurtig fullt opp alle flaskene som var tomme pluss fikk spist noe.

Deretter bar det ut paa en strekning uten snoe, men som gikk I et omraade hvor stien var aapnet igjen etter 4 aars pga skogbrann, Duncan Canyon. Det var nedbrente traer overalt, og det var gjort et stort arbeid med aa faa denne delen aapnet igjen. Jeg ser at det er flere som klaget paa denne delen pga at cutoff for neste stasjon (Duncan Canyon) var 11.30 som tidligere selv om de sier denne delen er blitt adskillig tyngre. Jeg har ikke noe aa sammenlikne med, men det var mange trestammer som forsatt maatte forseres. Varmen var blitt meget merkbar etter hvert. Jeg syntes fortsatt at jeg hadde en brukbar fart med loping og gaaing, men forsto at jeg maatte holde en jevn fart for aa klare neste cutoff kl.11.30.

Jeg moette en person paa vei popover fra Duncan Canyon. Hun fortalt at stasjonen laa ca 5 min lenger nede og da var klokka 11.25. Jeg samlet meg til naermest en sprint den neste km. Passerte sikkert 10 lopere, og klarte akkurat aa naa stasjonen foer cutoff. Men den eksta anstrengelsen hadde tatt paa, saa jeg maatte sette meg ned en stund og bli dusjet. Jeg fikk spist litt, poteter med salt, og fikk fyllt opp flaskene. Hadde drukket tomt. Catra (som det er skrevet om et annet sted) var der ogsaa, og hadde nettopp brutt.
Jeg hadde 2 timer (og 6 miles) til neste stasjons cutoff ( Robinson Flat), og jeg ble fortalt at det var en lang stigning paa 3-4 miles nesten rett opp til den stasjonen.
Da jeg forlot Duncan Canyon kunne jeg fortsatt merke den eksta anstrengelsen og det gikk rimelig tungt. Etter hvert kom jeg inn I en brukbar blanding av lop og gaaing. Jeg passerte 3-4 lopere som ganske tydelig hadde problemer. Jeg passerte en stor bekk som jeg var nodt for aa vasse. Skoene ble jo eksta tunge. Jeg ville ikke bruke tid paa aa tomme dem. Fra bekken og opp til neste stasjon gikk det bare oppover, oppover….. Jeg kunne merke at energien var ved aa forsvinne totalt. Noen ganger maatte jeg stoppe en stund og ta meg sammen. Kunne ikke klare aa gaa engang. Sola stekte ubonnhorlig paa denne delen som var direkte eksponert, og temperaturen maa ha vaert over 40 grader.
Jeg klarte aa komme meg inn til Robinson Flat, men 10 min forsent til cutoff. Dette var ogsaa den forste stasjon hvor vi ble veiet. Det viste seg at jeg var nede I 151 lbs, hadde altsaa mistet 7 lbs ( over 3 l vaeske). Jeg forsto det ikke. Hadde drukket opp mine 3 flasker med vaeske hver gang. Jeg foelte meg ogsaa syk naa. Kunne hverken spise eller drikke og var veldig kvalmen. Det var nok det beste aa stoppe her. Hadde jeg fortsatt ville det sikkert fort til total kollaps. Jeg hadde selvfolgelig heller ingen trening I aa lope naar det var varmt. Det var ingen muligheter aa trene det I New Jersey for lopet.
Men jeg hadde noe av den samme folelsen som Mary Gorsky beskriver. Etter aa ha vaert inne I en avkjolt bil 15-20 min, folte jeg meg mye bedre selv om magen streiket fortsatt.

Det viste seg etter hvert at jeg ikke var den eneste som brot. Det blir nesten 50% DNF I aar som er noe av det hoyeste som har vaert etter hva jeg forstaar. Jeg horte ogsaa at Jan Soderkvist hadde brutt, selv om han var kommet til Michigan Bluff ( 55 miles) som er lenger enn hvor mitt lop endte.

Kunne jeg ha gjort dette paa en annen maate slik at jeg kunne ha fullfort ? Jeg tror ikke det slik situasonen var I aar. Denne hetebolgen tok fullstendig knekk paa hele systemet og jeg vet fortsatt ikke hva som har skjedd. Jeg drakk opp alt jeg hadde hele veien og likevel hadde jeg mistet 7 lbs vekt. Det var en loper fra Italia som brot paa same stasjonen som meg. Han var en erfaren ultraloper, men hade ikke erfart noe liknende tidligere. Han brot ellers hadde han kollapset pga at han ogsaa hadde problemer med aa faa nok vaeske opptatt.

Saa hvordan er det ikke aa gjennomfore naar en har lagt saa mye trening og forberedelser inn I dette ? Er det et stort nederlag ? Selvfolgelig er det litt bittert naar det skjer, men en kommer fort over det. Det gaar ikke ut paa aa sette helsa paa spill for aa gjennomfore dette. Men jeg tror absolutt det er mulig aa gjennomfore WS under 30 timer under andre omstendigheter. Saa kanskje neste aar !?

fimmtudagur, júní 29, 2006

Vonandi hefur þessi ungann með sér í haust.

  Posted by Picasa
Það hefur verið mikið fagnað á síðustu dögum. Konur hafa glaðst yfir kosningaréttinum sem þær fengu fyrir 91 ári og samkynhneigðir glöddust yfir því að geta gengið í staðfesta sambúð. Hvernig er það, hafa gagnkynhneigðir karlar enga svona hátíðisdaga til að fagna eða hafa þeir allir verið í hlutverki ráðandi yfirstéttar gegnum aldirnar sem hefur getað og mátt allt eða hvað? Ég held ekki. Yfirstétt landsins hér á öldum áður samanstóð að mestu leyti af körlum (embættismenn og stórbændur) en þó voru nokkrar öflugar konur þar innanum og samanvið segir sagan okkur. Megin þorri almennings var hinsvegar réttindalítill hvort sem um var að ræða konur eða karla á þeim sviðum sem við teljum vera sjálfsögð og eðlileg í dag. Ég rakst t.d. á pistil eftir Jón Fanndal á Ísafirði á Bæjarins Besta þar sem hann er að lýsa kosningum þar um slóðir um næst síðustu aldamót. Hann segir svo frá:

Fyrirliði hvítliðanna sem vildu setja Skúla (Thoroddsen)í tukthús var einmitt Þorvaldur Jónsson læknir sem var ákafur stuðningsmaður Hannesar (Hafstein) og veitti honum lið í kosningabaráttunni þegar Hannes bauð sig fram gegn Skúla sem þingmaður fyrir Ísafjarðarsýslur. Sú kosningabarátta var óvenju hörð og var ýmsum óheiðarlegum brögðum beitt. Þannig er frá þessu skýrt: „Hver sem vildi gat hlýtt á kosninguna og var þá skiljanlegt, þótt sumum þeirra, sem erfitt áttu og litlir voru fyrir sér, skirruðust við að ganga gegn vilja kaupmanna eða annarra ráðamanna. Flestir kannast við brennivínsveitingar kaupmanna á kjördegi en hitt skipti meira máli, að kaupmenn réðu fólk í vinnu og höfðu tök á skuldum þess og úttektum. Fáir dirfðust því að ganga gegn vilja þeirra, síst af öllu í svartasta skammdeginu, þegar tvísýnt var um alla björg, en kjördagur var jafnan einhvern fyrstu dagana í janúar.“ Þannig var það í þá daga.

Hvers virði var svona kosningaréttur þar sem þú þurfti að segja upphátt áheyrn þeirra sem þú áttir allt þitt undir hvað þú vildir kjósa. Ef þú kaust á móti vilja hans þá gast þú gengið að því vísu að fá ekki vinnu og lenda jafnvel á sveitinni. Þeir sem höfðu þegið af sveit höfðu síðan ekki einu sinni þennan auma kosningarétt. Mér finnst vera full ástæða til að halda því á lofti hvenær sú réttarbót var gerð að kosningar til sveitarstjórna og Alþingis urðu leynilegar, því þá mátti segja að almenningur hafi fengið raunverulegan kosningarétt. Ég hef sent fyrirspurn á Vísindavefinn um hvernig kosningaréttur almennings þróaðist en hef ekki fengið svar við því enn. Um þessi tímamót er hins vegar ekkert rætt í fjölmiðlum, líklega vegna þess að hér er um málefni karla að ræða.

Í Danmörku er haldinn einn stærsti hátíðisdagur þjóðarinnar þegar haldið er upp á að vistabandið (stambåndet) var lagt niður. Það eru ca 215 ár síðan. Hvenær heyrist minnst á það hérlendis og var ástandið í þeim málum þó ekki skárra hér en í Danmörku?

Það hefur verið mikið talað um að það séu mannréttindi samkynhneigðra að geta gengist undir gerfifrjógvun (þeir sem það geta) og gengið í staðfesta sambúð. Gott og vel, þetta plagar mig ekki og allt gott um það að segja. Á hinn bóginn plagar mig réttarstaða fráskilinna feðra. Hún er hins vegar mjög sjaldan rædd, líklega vegna þess að þar er verið að fjalla um kallafjandana. Það má vel vera að það sé einhverjum mjög mikið kappsmál að geta látið skrá sig í staðfesta sambúð en ég hef þá trú að það sé mörgum ekki síður stórt og mikilvægt mál að geta umgengist börn sín og fylgst með uppeldi þeirra og þroskaframförum á eðlilegan hátt jafnvel þótt faðir og móðir búi ekki saman. Í 95% tilfella fær konan forsjá yfir barni við skilnað. Karlinn verður þá oft í hlutverki "Tjörnin á sunnudögum og svo farið í ísbúðina" pabba. Hann hefur t.d. giska lítinn rétt til að fylgjast með skólagöngu barnsins ef ekki næst um það samkomulag milli foreldra ef móðirin hefur forsjána (í 95% tilfella). Það er ekki gert ráð fyrir að hann þurfi að hafa yfir húsnæði að ráða til að geta tekið börnin til sín um lengri eða skemmri tíma þar sem hann er einhleypur. Ég hef minnst á það áður að málefni einstæðra feðra eru mér nokkuð hugleikin með hliðsjón af örlögum frænda míns eins sem sá öll sund lokast eftir að hann hafnaði í hlutverki einstæðs föður þar sem umgengisréttur hans við börnin var takmarkaður eins og frekast var unnt. Það má vel vera að það sé rangt mat hjá mér en mér finnst umræða um mannréttindamál af þessu tagi vera ósköp fyrirferðarlítil í þjóðfélaginu.

Það var fín fréttin um Lapplandsfarana fjóra í Fréttablaðinu í morgun. Þau tóku sig vel út og þeim fylgja góðar óskir. Það eina sem ég hafði út á hana að setja var að vitaskuld átti hún að vera á íþróttasíðu blaðsins. Það pirrar mig svolítið að fréttir af ultrahlaupum eru, þá sjaldan þær birtast, settar undir ferðalög, almennar fréttir og eiginlega allstaðar nema á íþróttasíður.

Víkingur vann Skagann örugglega í gær. Einhvern tímann hefði maður farið sótsvartur ofan af skaga við svona úrslit en nú eru tímarnir breyttir.

miðvikudagur, júní 28, 2006

Stolt Skagafjarðar

  Posted by Picasa
Nú eru hundadagarnir liðnir. Fór út að hlaupa í gærkvöldi í góða veðrinu. Tók vel á með hraðaæfingum sem ég þarf að fara að sinna betur. Nú eru uppskerudagar framundan. Lapplandsfararnir fjórir, Elín, Ellert, Pétur og Gunnar, þreyta sína þolraun á helginni. Elín Reed verður þar með fyrsta íslenska konan til að takast á við 100 km og væntanlega ekki sú síðasta. Það mun væntanlega fjölga verulega í 100 km félaginu enda er það eitt meginmarkmið þess að fjölga félögum. Síðan er Ásgeir Jónsson að takast á við Ironman í Sviss þann 2. júlí. Þau hafa öll sömul æft af mikilli kostgæfni í vetur og verður gaman að sjá hve innistæðan er orðin mikil á keppnisreikningnum þegar út í alvöruna er komið.

Það hefur verið mikið drama í WSER á helginni. Brian Morrisson sem kom fyrstur í mark var dæmdur úr leik. Hann var orðinn örmagna af saltskorti, datt iðulega og var hjálpað á fætur undir lok hlaupsins. Hann var allt að því borinn yfir marklínuna, m.a. af Scott Jurek. Slíkt er ekki heimilt og því var hann dæmdur úr leik. Hann var síðan fluttur beint á sjúkrahús. Þarna var ekki gerð nein tilraun til að svindla heldur var ástand hans orðið mjög slæmt. Nikki Kimball vann kvennaflokkinn á 19.26 og varð þriðja í hlaupinu sem er ótrúlegur árangur. Hún vann kvennaflokkinn árið 2004 þegar Ann Trason tók ekki þátt í því í fyrsta sinn um fjölda ára.

Hér er skýrsla frá einni sem þurfti að hætta:

Me getting my wrist band cut:(
So I'm not supergirl!!!! What can I say. Yes my friends I dropped at 24 miles into WST 100 or 200. I had a bladder infection that pretty much started 3 miles into the race. I kept trying to think positive. By the time I got to Red Star it felt like someone was taking a knife and stabbing me in the bladder, Trust me I'm not a wimp and I do have a high pain tolerance. This was so painful I was crying. By mile 10 it was pure blood I was urinating. This went on and only got worse. I made it to Duncan aid station. I waited for some friends that were behind me. I thought I would run to Robinson and drop. I started down the hill and running down hill really hurt my bladder. I thought nope. I turned around went back to the aid and dropped. I was not alone the best of the best either dropped or didn't make the cut-offs. Some of these people are friends who finish sub-24 and were hanging on by a thread to make the absolute cut-offs. I just want to say I am proud of everyone who did the best they could do even if we didn't finish. It's all about the journey.

Hér er bloggsíðan hennar www.birthdaychallenge.com/catra/

Einnig er hægt að skoða þessa til fróðleiks: www.planetultramarathon.com/westernstatespreview.htm

Var að lesa viðtal við Gunnar Nilsson, svíann sem er að undirbúa sig undir Badwater. Hann þarf að leigja allan búnað fyrir hlaupið í USA, húsbíl og ílát undir vatnið, bæði mörg og stór og tilbehör. Hann þurfti að auglýsa eftir crewi á wef hlaupsins til að aðstoða sig, því Svíarnir skildu ekki hvað þann þurfti með allan þennan mannskap að gera í hlaupinu. Hann fékk einn frá Þýskalandi sem langaði að upplifa hlaupið enda þótt það væri úr húsbíl. Maður hefði kanski átt að slá til að fá að uplifa hlaupið sem áhorfandi, það verður aldrei öðruvísi. Gunnar er nýbúinn að fá sér Garmsígildi og þykir þetta tæki mikið undur. Púlsmælir, GPS með öllu sem því fylgir, hann hefur bara aldrei séð annað eins!! Hann er að m.a. reikna út hve mikið orkuduft hann þurfi í 217 km hlaup. Þarna eru engar drykkjarstöðvar og hann ætlar að taka allt slíkt með sér að heiman. Hvað mikið af salttöflum og hve mikið af salti? O.s.frv. o.s.frv. Ég fann það í fyrra hvað það skipt miklu máli að hafa góða hjálparmen enda þótt WSER sé barnaleikur miðað við Badwater.

Gunnar hefur m.a. hlaupið eyðimerkurhlaupið í Lýbíu svo hann er ekki fæddur í gær. Hann gat ekki gengið í viku eftir hlaupið út af blöðrum en eins og hann segir; Sársauki er tímabundinn, upplifunin er eilíf. Nú hleypur hann í tvöföldum vetrarklæðnaði og situr síðan í sauna þar á milli. Hann fór út að hlaupa í þessum galla í góðu veðri (ca 25 stiga hita) í byrjun júní og tók 34 km. Hann drakk 4 lítra á meðan. Þegar hann kom heim borðaði hann banana og fékk sér að drekka. Samt hafði hann lést um 3 kg. Í Badwater er það helmingi verra. Scott Jurek drakk nær 80 lítra í fyrra á 24 klst. Hann hafði með sé minisundlaug sem hann fyllti af ís til að kæla sig í þegar hitinn var sem verstur.

þriðjudagur, júní 27, 2006

Þrír í fríi

  Posted by Picasa
Ég tók þá ákvörðun í gær að hætta að reykja. Ekki það að ég hafi verið að laumast til að reykja í þess orðs fyllstu merkingu en ég kalla það þessu nafni til að sýna sjálfum mér alvöruna. Ég hef verið rólegur eða allt að því latur frá Stige, bæði til að láta fæturnar jafna sig vel og einnig vildi ég ná ökklanum alveg góðum. Í svona stöðu freistast maður til að sökkva í hóglífi og þá er ekki að sökum að spyrja, kílóin fara að laumast á skrokkinn. Maður stendur sig að því að finna að löngunin í sælgæti verður skynseminni yfirsterkari og áður en maður veit af þá er maður búinn að éta helling af sælgæti í miðri viku þegar það átti bara að vera einn moli. Þetta er eins og ákveðin fíkn þar sem stutt er í stjórnleysið. Því hef ég tekið ákvörðun um að hætta að reykja. Það er yfirleitt til nóg af ávöxtum í eldhúsinu og nú verður ekki farið lengra ef maður þarf á einhverju að halda milli mála. Það er allt annar hlutur að borða eitthvað orkuríkt undir miklu álagi heldur en að sitja við sjónvarpið með skál við hliðina á sér.

Ásgeir J. sem er að undirbúa sig undir Ironman í júlí hefur minnt mig á nauðsyn þess að halda blóðsykrinum jöfnum til að orkubúskapurinn verði í sem bestu standi. Það er óþarfi að gera sér erfiðara fyrir með einhverri vitleysu svo sem að vera að gúffa í sig sælgæti í tíma og ótíma. Það skilur hvort sem er ekkert eftir nema óþarfa.

Jói hljóp 10 km í miðnæturhlaupinu. Hann hefur príma byggingu fyrir langhlaupara, yfir 190 cm á hæð og laufléttur. Hann hefur ekki hlaupið 10 km í tvö ár en kláraði hlaupið á um 43 mín alveg æfingalaus. Ég hef verið að segja við hann að hann eigi að fara að sinna hlaupum af meiri alvöru en hann hefur varla nennt því. Nú bar svo við að honum fannst mjög gaman og er farinn að spökulera í æfingum, næstu hlaupum o.s.frv. Megi gott á vita. Ef hann æfir sig svolítið fyrir RM þá bætir hann sig um 1 - 2 mínútur. Hann þarf að komast í læri hjá Gunna Palla í vetur.

Ég las grein á baksíðu Fréttablaðsins í morgun. Nú var vitnað í "fræga danska vísindakonu" sem hafði fundið það út að konum sé markvisst gefið lægra fyrir lokaritgerðir heldur en körlum. Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Ætli sé ekki svindlað á tímatökunni líka þegar konur eru að hlaupa í götuhlaupum samhliða körlum? Kæmi mér ekki á óvart.

mánudagur, júní 26, 2006

Glaðbeittar Víkingsstelpur í mótslok

  Posted by Picasa
Kom frá Sauðárkróki í gærkvöldi. Áttum þar góða helgi í ágætu veðri. Stelpurnar spiluðu fótbolta við stöllur sínar á góðum völlum Sauðkræklinga og var mótið allt hið besta. Það hefði mátt verða fjölmennara en að baki því lágu ákveðnar aðstæður sem ekki var við ráðið.

Það fór eins og ég átti von á að WSER reyndist hin mesta þolraun þetta árið eða réttara sagt meiri þolraun en að öllum jafnaði og er það nógu erfitt undir venjulkegum kringumstæðum. Hitinn var gríðarlegur eða um 40 stig í bæjunum og þá jafnvel meiri í gljúfrunum. Menn voru farnir að detta út vegna tímamarka strax í Robinson Flat eða eftir 25 mílur (40 km). Ég sé að Cowman hætti strax á Escarpment eða þegar hann var kominn á hæsta punkt í upphafi hlaupsins. Hann hefur séð að það væri engin meining í að halda áfram, búinn að fá stemnminguna í startinu og hitta kunningjana. Gordy Aingsleigh (59) kláraði hins vegar hlaupið á rúmum 29 klst. Í fyrra fór hann undir 24 klst. Rétt tæpir 400 hlauparar hófu hlaupið. 211 komu í mark en 191 hætti. Báðir norrænu hlaupararnir hættu á meðan á hlaupinu stóð. Ég sé að á Devils Thumb hætta nær 50 hlauparar. Þá er fyrra gljúfrið búið og hið seinna bíður eins og saunaklefi. Það var töluverður snjór fyrsta fjórðung hlaupsins eins og ég átti von á. Sá elsti sem kláraði hlaupið var 67 ára gamall það ég man.

Það eru svona aðstæður sem gera WSER að sérstöku hlaupi og einstakri þolraun. Ég þakka pent fyrir að hafa ekki lent í svona aðstæðum í fyrra. Nú standa vonir til að það líði nokkur ár þangað til svona bakarofn kemur aftur.

Ég sá gott viðtal við Svein Elías tugþrautarkappa í DV um helgina. Það hefur því miður ekki farið mikið fyrir umfjöllun um hinn góða árangur íslenskra ungmenna í fjölþraut í Noregi á dögunum. Íslensku strákarnir (Sveinn Elías og Einar Daði) unnu gull og bronsverðlaun í tugþraut undir 18 ára. Sveinn verður 17 ára í ár og Einar Daði er árinu yngri. Þeir öttu kappi við 10 stráka frá öðrum Norðurlandanna með þessum frábæra árangri. Ég er búinn að vita af þessum strákum síðan þeir voru pattar. Maður sá Svein Elías fyrst í götuhlaupunum með pabba sínum þegar hann var 10 - 12 ára gamall, grjótharðan og öflugan strák. Síðan þróaðist hann út í að stunda aðhliða frjálsíþróttaæfingar með frábærum árangri. Einar Daði æfði fótbolta með Víking þegar hann var yngri og vakti fljótt athygli fyrir hvað hann var öskufljótur að hlaupa. Hann var meðal annars sprettharðastur af öllum þegar hann keppti á Essomóti 5. flokks á Akureyri á sínum tíma þótt hann væri á yngra ári í flokknum. Helga Margrét vann silfur í kvennaflokki í sjöþraut á norðurlandamótinu og var ekki langt á eftir sænskri stúlku sem er talin vera ein hin efnilegasta í heiminum í þessari íþróttagrein. Helga hefur lengi verið yfirburða manneskja hérlendis í sínum aldursflokki og er gaman að sjá að hún er farin að takast á við þær sterkustu í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum með frábærum árangri. Ég hef oft sagt að fjölmiðlamenn bera mikla ábyrgð. Árangur þessara unglinga og þjálfara þeirra er þess eðlis að hann verðskuldar ekki síður umfjöllun heldur en margt annað sem fjölyrt er um á íþróttasíðum af takmarkaðri ástæðu. Það er ekki lítið mál að íslenskir krakkar vinni 3 verðlaun af 6 á norðurlandamóti ungmenna í fjölþraut. Við erum 300 þúsund, á öðrum norðurlandanna búa rúmlega 20 milljónir. Það verður gaman að fylgjast með þessu efnilega frjálsíþróttafólki í framtíðinni.

föstudagur, júní 23, 2006

100 km að baki og 60 km framundan

  Posted by Picasa
Það er eins og hugurinn leiti svolítið vestur á bóginn þessa dagana. Fyrir ári síðan var föstudagur fyrir WSER að renna upp, skráning að byrja og alvaran ljós. Ég sé á snjóskýrslum að snjórinn er svipaður og í fyrra. Það þýðir að á fyrstu 25 mílunum eða um 40 km verður víða blautur snjór og drulla á hlaupaleiðinni. Leiðinlegt færi. Það sem verra er að veðurspáin sýnir að það eigi að verða allt að 40 oC bæði í Squaw Valley og eins í Auburn á laugardag og sunnudag. Það er svakalegt. Mér fannst nóg um þessi 32 - 33 oC í fyrra en þetta er miklu verra. Það eru svona hlutir sem geta haft mikil áhrif á árangur hlaupara þannig að enda þótt mikil vinna hafi verið lögð í æfiingar og undirbúning þá geta hin minnstu mistök í hlaupinu sjálfu gert það að verkum að allt fari í vaskinn. Ef maður blotnar í fætur snemma í snjónum og drullunni þá er hættt við að fá blöðrur og þá er illt í efni. Það er vont að þurfa að hlaupa yfir 100 km með blöðrur á fótunum ofan á allt annað. Ef maður drekkur of lítið í svona hita eða vanmetur saltþörfina þá getur maginn farið á hvolf o.s.frv, o.s.frv. Það eru einungis tveir norðurlandabúar með í ár, svíi og norðmaður.

Þar sem við förum norður á Sauðárkvók í eftirmiðdaginn þá geri ég ekki ráð fyrir að komast í tölvu fyrr en heim er komið til að sjá hvernig hlaupið gengur fyrir sig.

Í gær voru sumarsólstöður. Það fer að dimma af nótt og sumarið varla komið.

Víkingur og FH gerðu jafntefli í Víkinni í gær. Skítt því Víkingur hafði alla möguleika til að vinna.

Samúel í Selárdal fór líka sínar eigin leiðir

  Posted by Picasa

fimmtudagur, júní 22, 2006

Þegar maður keyrir eftir Langholtsveginum þá sér maður oft mótmælanda Íslands. Helgi trésmiður Hóseasson stendur þar gjarna með spjald í hendi. Ég hef lengi hugsað um að maður ætti að stoppa og spjalla við hann, gamlan manninn, þar sem hann stendur einn með spjaldið sitt. Af því hefur ekki orðið meðal annars vegna þess að ég var ekki viss um hvernig honum fyndist það að ókunnugt fólk væri að hafa samskipti við hann. Á sínum tíma sá ég myndina sem gerð var um hann og fannst hún betur gerð en ógerð. Ég man fyrst eftir Helga árið 1974 þegar hann sletti skyrinu á alþingismenn í mótmælaskyni við að hið opinbera vildi ekki afmá skírnarheitið af honum. Ég lét loks verða af því í dag að heilsa upp á hann því á morgun gat það orðið of seint eins og með svo margt. Fór og heilsaði upp á gamla manninn. Hann tók mér ljúflega og heilsaði mér með virktum. Hann hefur eina þá hljómfallegustu rödd sem ég hef heyrt í nokkrum manni. Áttatíu og sjö ára gamall stendur hann þarna dag eftir dag og viku eftir viku og heldur fram skoðun sinni. Hann sagði að oft væri hann þreyttur af því að standa svona hreyfingarlaus því skrokkurinn væri farinn að láta sig en sama væri. Hann hefði ekkert betra að gera. Einnig væri minnið farið að bila frá því sem áður var. Ef hægt er að leggja mat á efnahag eftir klæðum þá er hann bláfátækur. Hann býr enn í íbúðinni sem hann og kona hans bjuggu stóran hluta æfinnar í en ekkert á hann í henni. Hann sagðist hafa reynt að komast inn á elliheimili en verið hafnað sökum góðrar heilsu. Kannski óar elliheimilisforkólfum við því að fá svona mótmælenda inn á heimilin til sín. Ég er feginn að hafa látið verða af þessu og stoppa óhikað hjá honum hér eftir, til að spjalla og heyra hvernig hann hefur það. Hvet aðra til að gera hið sama því Helgi er merkilegur maður enda þótt skoðanir hans harmooneri kannski ekki í öllum tilvikum við það sem almenningi finnst vera eðlilegt. Það er bara allt annað mál.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Í Selárdal sátu allavega prestar fyrr á öldum.

  Posted by Picasa
Fór á Esjuna seinnipartinn. Þetta er því miður bara í þriðja sinn í ár sem ég nýti mér hana blessaða. Það var hlýtt en svolítið hvasst á móti og alveg fullt af fólki. Það er búið að setja upp leiðbeiningaskilti á allavega tveimur stöðum það ég sá og einnig er búið að laga götuna upp að litlu brúnni undir brekkunni og bera í hana. Nú getur maður gasað niður á fullum krafti síðasta spölinn. Ég var 42 mín upp að steini og 22 niður. Það er ekkert sérstakt en að lagast þegar ég fer að fara oftar. Fæturnir í fínu lagi.

Því miður kemst ég ekki á Mývatn í ár. Það verður fótboltamót á Sauðárkróki í staðinn. Það er alltaf gaman á Mývatni, heimamenn annast framkvæmdina af prýði og leggja metnað sinn í að gera þetta vel. Þótt að Pétur Franzson ætli að hlaupa 100 km í Lapplandi eftir rúma viku þá bregður hann sér engu að síður norður að skokka maraþon á Mývatni. Hann og Siggi Ingvars eru þeir einu sem hafa hlaupið öll Mývatnsmaraþonin. Hvað er eitt Lapplandshlaup gagnvart því að halda slíkum sessi. Það lítur út fyrir gott veður þetta árið fyrir norðan. Megi gott á vita.

Þegar ég flutti til Svíþjoðar á sínum tíma þá stakk maður sér í að reyna að læra málið. Eitt af því sem skipti máli var að lesa og lesa. Því keypti ég mér m.a. allar tíu bækurnar eftir Sjövall og Wahlöö. Maðurinn á þakinu., Maðurinn sem hvarf, Brunabíllinn sem hvarf o.s.frv. Ágætir glæpareyfarar. Ég var ekki búinn að lesa margar bækur þegar ég fór að átta mig á formúlunni. Það er framinn glæpur. Lögreglan rannsakar málið, Martin Beck og félagar. Martin Beck á í ýmsum persónulegum erfiðleikum heima fyrir og lesendum er gerð nokkur grein fyrir því jafnhliða því sem sagt er frá rannsókn málsins. Svo finnst alltaf sönnunargagn eða lykill að lausn gátunnar fyrir algera tilviljun. Málið leysist og Martin Beck gat farið heim til sín og hugsað um sín eigin vandamál. Arnaldur Indriðason fer nokkuð svipaðar slóðir í uppbyggingu sinna bóka en þó ekki alltaf. Mýrin og Grafarþögn eru ekki samkvæmt hefðbundinni formúlu og eru ágætar bækur. Ég keypti mér hins vegar Vetrarborgina fyrir skömmu. Þokkalega skrifaður formúlureyfari samkvæmt uppskrift Sjövall og Wahlöö. Morð er framið. Lögreglan rannsakar málið en hefur lítið sem hönd festir á. Ýmsir áhugaverðir vinklar tengjast rannsókninni. Lögreglan á í ýmsum vandamálum heima fyrir og ber með sér drauga úr fortíðinni. Starfsmaður Sorpu hirðir hníf úr ruslinu sem hent er í gám og skilar honum síðan til lögreglunnar vegna auglýsingar. Málið leysist. Dæmigerður formúlureyfari. Arnaldur er meira að segja búinn að segja að það eigi að vera 10 bækur í seríunni. Getur hann ekki látið þær vera níu eða ellefu til að brjóta sig aðeins út frá Sjövall og Wahlöö?

Straumendur að sniglast

  Posted by Picasa
Skoðanir mínar á munntóbaksnotkun fyrrverandi og núverandi landsliðskvenna á áhorfendabekkjunum á landsleiknum á sunnudaginn hafa vakið svolítil viðbrögð og er það vel. Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir að svara þeim sem skrifa nafnlaust þannig að ég ætla að fjalla svolítið um mitt sjónarhorn hér frekar en að hafa skoðanaskipti á spjallhlutanum. Ég tek undir það að íþróttafólk á að hafa sitt einkalíf en ég tel mig alls ekki vera að kássast inn í einkalíf þess þegar ég er að hafa orð á því hvað það gerir á áhorfendabekkjum á meðan landsliðið er að spila. Landslið kemur fram fyrir hönd lands og þjóðar, landsleikur er því opinber athöfn. Hvað fyrrverandi og núverandi landsliðsfólk (karlar jafnt sem konur) gerir á áhorfendabekkjum á meðan á opinberum landsleik stendur er ekki þeirra einkamál að mínu mati. Hvað það gerir heima hjá sér kemur mér hins vegar ekki við. Getur þetta sama fólk setið meðal áhorfenda á landsleik, reykt tóbak og drukkið brennivín á meðan leik stendur og sagt; "Það er mitt einkamál"? Ég held ekki. Hvort einhverjum finnist þær reglur sem banna munntóbak vera vitlausar eða ekki skiptir bara akkúrat engu máli í þessu tilviki. Það er bara allt önnur umræða. Þetta er bannað hérlendis og það er það sem skiptir máli. Ef mönnum finnast einhverjar reglur vera vitlausar þá geta þeir hinir sömu barist fyrir því að þeim sé breytt og reynt að vinna málstað sínum fylgi eftir til þess bærum aðferðum.

Nóg um þetta.

Það var gaman að sjá Svíana í leiknum við Englendinga í gær. Eftir að Svíarnir höfðu verið vindlausir í fyrri hálfleik komu þeir eins og grenjandi ljón í seinni hálfleik og enskir vissu vart hvort þeir voru að koma eða að fara.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Gömul kornmylla í Eistlandi

  Posted by Picasa
Það var áhrifamikil frásögn af aðstæðum heyrnarlausra í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi. Ég sá ekki fyrsta þáttinn en í þeim í gærkvöldi kom meðal annars fram við hvaða aðstæður börninn og foreldrar þerra bjuggu við á þessum tíma. Árið 1964 fæddust um 30 heyrnarlaus börn á landinu vegna rauðuhundafaraldurs sem gekk um landið. Ég man eftir því að á Patró var ein stúlka úr þessum hópi. Það maður kynntist og man er ljóst að skilningsleysið á þeim aðstæðum sem börn með svona fötlun bjuggu við á þessum tíma var töluvert mikið svo ekki sé meira sagt. Það var þó gegnumgangandi í umfjölluninni í gærkvöldi að þeir sem bjuggu við þessa fötlun voru ekki að álasa því fólki sem tók ákvarðanir um þaðs em kerfið áleit að heyrnarlausum börnum væri fyrir bestu heldur var gengið út frá því að það hefði starfað samvæmt bestu vitund. Á sama hátt var það ánægt með þær breytingar og framfarir sem hafa átt sér stað á liðnum áratugum, bæði á möguleikum heyrnarlausra til náms og starfa, aðferðum við kennslu og síðast en ekki síst á viðurkenningu táknmálsins sem tungumáls heyrnarlausra.

Svo var í næsta kafla Kastljóssins viðtal við unga, velklædda og vafalaust vel menntaða konu sem sagði að "það hefði bara ekkert gerst" í jafnréttismálum á liðnum áratugum. Já, einmitt.

Það íþróttafólk sem fær mikla umfjöllun í fjölmiðlum og er þekkt meðal barna og unglinga sökum góðs árangurs á einn eða annan hátt ber mikla ábyrgð á ýmsa lund. Þetta fólk er börnunum yfirleitt hvatning til dáða og notað sem viðmið um hve langt er hægt að ná með ástundun og aga. Því er það fyrirmynd fyrir ungt og upprennandi íþróttafólk. Það er því krökkunum nokkuð áfall þegar það sér kusk falla á glansmynd þessa fólks sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum. Ég man eftir því hvað strákarnir mínir urðu hissa fyrir nokkrum árum þegar þeir ungir að árum sáu þekktan knattspyrnumann standa útundir vegg á Laugardalsvellinum og kófreykja. Þetta varð þeim hálfgert áfall. Þeir hafa sem betur fer ekki tekið sér hann til fyirrmyndar hvað reykingarnar varðar. Ég minnist á þetta hér vegna þess að á sunnudaginn keppti íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu við það Portúgalska á Laugardalsvellinum. Einn af krökkunum mínum fór á völlinn og átti þar vafalaust ágæta stund. Þó kom hann heim með þær fréttir að rétt fyrir framan hann í stúkunni hefði fyrrverandi landsliðskona úr kvennaknattspyrnunni komið og heilsað upp á aðra þekkta núverandi landsliðskonu íslenska sem reyndar spilaði ekki með landsliðinu að þessu sinni. Sú hefur einnig getið sér gott orð erlendis í fótbolta. Eitt af því fyrsta sem þær gerðu þegar þær hittust í stúkunni var að stinga upp í sig munntóbaki fyrir framan krakkana í stúkunni. Mér finnst þetta óþarfi. Ég geri engan mun á munntóbaki og reykingum hvað ósiðinn varðar. Hvað væri sagt ef þessar sömu konur hefðu setið reykjandi í stúkunni fyrir framan krakkana og horft á stöllur sínar spila á vellinum? Ég veit síðan ekki betur en að það sé ofan á annað bannað að selja munntóbakssnus hérlendis. Einstaklingar sem hafa náð langt í íþróttum og hefur verið hampað mikið af fjölmiðlum verða að gera sér ljósa þá ábyrgð sem þau bera sem fyrirmyndir fyrir börnum og unglingum. Þetta er þykir kannski einhverjum tuð og nöldur en sama er mér, ég er ekki sáttur við þetta.

mánudagur, júní 19, 2006

Gamla borgarhliðið í Tallin

  Posted by Picasa
Fór í gott hlaup með hinum síbreytilegum Vinum Gullu í gærmorgun. Í gær voru vinirnir Hafrún Rauðagerðisbúi, Ragnheiður Vald. Maggi frændi og undirritaður. Alls gerði dagurinn 24 km ásamt miklum og djúpum samræðum um margvísleg málefni. Esju / Leggjabrjótskeppnin var í gær. Þetta er alvöru þraut. Fremstu menn kláruðu á um 9 klst. Flott að koma á svona keppni sem skilur eftir sig innlegg í reynslusjóðinn hjá þeim sem tóku þátt í þessu og eins hjá þeim sem langar til að takast á við þetta verkefni síðar. Næringarþátturinn skiptir miklu máli í svona verkefni, að borða og drekka reglulega og ekki bara gel og blávatn.

Í dag er 19. júni, kvenréttindadagurinn. Ef ég ætti að taka undir tón dagsins þá ætti ég að skrifa mærðarfulla grein um hvað jafnréttisbaráttan gengi hægt, karlar væu á margan hátt valdafíknir og allt það og klykkja út með því að enn sitji engin kona í stjórnum á Verðbréfaþingi. Ég er ekki í stemmingu fyrir það. Sá til dæmis leiðara í Fréttablaðinu í morgun sem er skrifaður af konu. Hann hefst á því að minnast á að konur hafi fyrst fengið kosningarétt fyrir níutíu árum og þá einungis þær sem voru 40 ára og eldri. Ekki ætla ég mér þá dul að fara að setja mig í dómarasæti yfir því samfélagi og þeim tíðaranda sem ríkti hér fyrir 90 árum. Það segir mér ekkert hvort ástandið var gott eða lélegt hérlendis á þeim tíma. Það myndi hins vegar segja mér nokkuð ef maður sæi samanburð um hvort Ísland hafi verið mörgum öldum á eftir öðrum þjóðum í þessu efni eða á undan einhverjum löndum. Slíkt segir nokkuð til um andann á hverjum stað en ekki hráar tölur án viðmiðunar. Þessu til áréttingar má minna á að ég heyrði frétt um það kl. 8.00 í morgun að í fyrsta sinn hefði kona verið kjörinn biskup í Bandaríkjunum innan einhverrar kirkju. Einungis væru tvö önnur lönd í heiminum þar sem kona hefði verið kjörinn biskup innan þessarar sömu kirkju. Í mjög mörgum löndum væri meir að segja talið óhugsandi að konur gegndu starfi prests sagði í fréttinni. Hver er staða Íslands í þessu samhengi? Í Fréttablaðsforystugreininni var það einmitt gert að umræðuefni að kona hefði ekki verið kjörin biskup hérlendis og tekið sem dæmi um að jafnréttisbaráttan væri mjög stutt komin. Hér gegna margar konur prestsembætti og gera það með miklu sóma. Vitaskuld verður kona biskup innan tíðar. Það er mest undir sjálfum þeim komið hvenær það verður.

Kona hefur ekki orðið forsætisráðherra og ekki bankastjóri. Þetta eru náttúrulega stórmál í augum ýmissa. Það heyrist hins vegar nú orðið mjög sjaldan minnst á það að Ísland var fyrst allra landa til að kjósa konu sem þjóðhöfðingja, meir að segja einstæða móður. Það sem mestu máli skipti í því samhengi var að þar valdist til verka frábær einstaklingur sem hefur hlotið verðskuldaða virðingu víða um heim. Það virðist ekki skipta máli í huga þeirra sem sjá stjórnarsetur í fyrirtækjum á Verðbréfaþingi vera eitt helsta vígi jafnréttisbarátturnnar sem þurfi að sigra. Hví er t.d. ekki lögð áhersla á að það sé þokkalegt jafnrétti í ráðningum kennara í grunnskólum landsins eða leikskólum?

Mér finnst þessi umræða um kynjajafnvægi í stjórnum fyrirtækja á Verðbréfaþingi vera eitt af því vitlausasta sem ég hef heyrt lengi í tengslum við umræðu um jafna stöðu kynjanna. Af hverju bara konur og karlar? Af hverju ekki ungir og gamlir svo annar átakaflötur sé nefndur. Þarf síaðn ekki að koma fulltrúa nýbúa í stjórnir fyrirtækja á verðbréfaþingi. þetta eru kannski afkáralegir útúrsnúningar en ef ég væri ráðandi aðili í fyrirtæki á verðbréfaþingi sem ég hefði keypt með fjármagni sem ég ætti sjálfur þá fyndist mér kjörnun fulltrúum þjóðarinnar ekki koma nokkuð við hvernig ég raðaði saman stjórninni. Ef ég vildi bara hafa vini mína í stjórninni þá er það mitt mál. Ef það er hins vegar viðskiptalegur ávinningur að hafa jafnt kynjahlutfall þá gerir maður það vitaskuld sem góður businessmaður. Það að komast í stjórnir fyrirtækja á Verðbréfaþingi er slagur um völd og áhrif og þeir einstaklingar sem vilja komast þangað inn en eru þar ekki í dag verða versogú og spís að taka þann slag.

Sá í 19 júní að Ari Hole, framkvæmdastjóri ráðuneytis jafnréttis og barna í Noregi er einn af hugmyndafræðingum lagasetningar í Noregi um þessi mál. Ég kynntist Ari á sínum tíma úti í Noregi á ráðherrafundi árið 1990. Mér kemur ekki alveg á óvart að hún skuli aðhyllast þessa hugmyndafræði. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar Stoltenberg fer að hóta að leysa upp fyrirtæki á Verðbréfaþinginu í Noregi.

Það er margt í þssari umræðu sem minnir mig á gamla vísu sem er svona:

Lastaranum ei líkar neitt.
Lætur hann ganga róginn.
Finni hann laufblað fölnað eitt
þá fordæmir hann skóginn.

Eða kannski er það undirritaður sem er að misskilja allt saman. Það væri svo sem eftir öðru!!

Kirkja Orthodoxa í Tallin

  Posted by Picasa

laugardagur, júní 17, 2006

Tvær fréttir vöktu athygli mína öðrum frekar í sjónvarpinu í fyrradag. Önnur þeirra fjallaði um þau stórtíðindi sem gerst höfðu að einhver einstaklingur hafði skipt um vinnu og æki nú stórum vörubíl og færist það nokkuð vel úr hendi. Þessi núverandi vörubílstjóri er víst með lakkaðar neglur, strípur í hárinu, málaðar varir og ég veit ekki hvað eftir því sem sagt var í fréttinni. Reyndar höfðu þessi vistaskipti skapað vandamál fyrir gamalgróna vörubílstjóra eftir því sem sagt var í fréttinni þar sem þeir ættu erfitt með að halda bílum sínum á veginum þegar þeir mættu hinum nýja starfsmanni þar sem það lægi við að þeir sneru sig úr hálsliðnum þegar hann æki framhjá. Hvað ætli staðalímyndarsérfræðingur feministafélagsins segi um þennan fréttaflutning?

Hin fréttin var öllu alvarlegri. Tekið var viðtal við nokkra pólverja sem höfðu komið til landsins eftir 1. maí þegar landamærin voru opnuð og bjuggu í tjaldi á tjaldstæðinu í Laugardal. Þeir höfðu fegnið vinnu en ekki húsnæði. Það hafði ringt undanfarna daga svo tjaldið var orðið eitthvað blautt. Einnig var rætt við fulltrúa Rauða krossins og var fulltrúinn býsna áhyggjufullur á svipinn yfir ástandinu. Skyldi hann almennt fylgjast með ásigkomulagi tjaldbúa á sumrin?

Þegar ég var niðri í Þýskalandi um daginn þá ræddi maður um daginn og veginn við þá þjóðverja sem við kynntust best. Einn þeirra var kennslukona úr Dusseldorf á aldur við mig. Gæf kona og víðsýn sem sagðist ætla að flytjast til Krítar eftir að hún kæmist á eftirlaun þar sem henni líkaði betur við þarlent fólk en sitt heimafólk. Hún lýsti ástandinu í Þýskalandi sem hörmulegu á mörgum sviðum. Fólk úr Austur Evrópu flykkist þangað hundruðum þúsunda saman eða í milljónavís. Í Austur Þýskalandi hefur íbúum fækkað um þrjár milljónir eftir sameiningu ríkjanna. Rússarnir flæða austur yfir í leit að betra lífi. Þeir búa hvar sem möguleiki er á s.s. í kofum, gámum, tjöldum, stigagöngum og ég veit ekki hvað. Staða þessa fólks heima fyrir er með slíkum ósköpum að það er allt betra en að búa áfram við óbreytt kjör. Hún sagði að kostnaður ríkis og sveitarfélaga í Þýskalandi vegna hins félagslega ástands væri þvílíkur að sveitarfélögin hefðu varla efni á nokkrum sköpuðum hlut lengur utan brýnustu lögbundinna verkefni. Það væri verið að loka leikskólum í stórum stíl vegna þess að sveitarfélögin hefðu ekki efni á að halda þeim gangandi. Á margan hátt er tilfinning mín sú að þróunin hérlendis sé svona 20 árum á eftir því sem gerðist á norðurlöndunum og norður Evrópu. Nú vantar vinnuafl hérlendis og erlent vinnuafl er flutt inn í stórum stíl. Þetta sama gerðist í löndunum í krngum okkur fyrir nokkrum áratugum. Staðan breyttist síðan þar og atvinnuleysi upp á 6 - 10% þykir ekkert sérstakt. Við verðum að móta okkur skýra stefnu í þessum málum og hafa glögga framtíðarsýn hvernig menn vilja láta þessi mál þróast ef þjóðfélagið á ekki að sigla beint upp í brimgarðinn á eftir nálægum ríkjum. Verst er að ef einhverjir voga sér að ræða þessi mál á annan hátt en fjölmenningarliðið gerir þá eru menn stimplaðir rasistar og öfgamenn. Öfgalaus en raunsæ umræða verður að komast að.

Áftur að Pólverjunum í Laugardalnum. Til hvers er þessi fréttaflutningur Stöðvar 2? Býr ekki fólk í tjöldum í Laugardalnum alla vega hálft árið og veðrið er bara eins og það er? Ég veit ekki til að sjónvarpið hafi mætt á vettvang til þessa í hvert skipti sem hafi blotnað tjaldbotn. Þessi fréttaflutningur er greinilega gerður til að skapa þrýsting á stjórnvöld að gera eitthvað í málinu, setja upp búðir eða að auka fjárveitingar til Rauða krossins svo hann geti leigt þessum mönnum herbergi eða eitthvað álíka. Hvað myndi gerast næst ef umræddum tjaldbúum yrði boðið húsnæði? Það væri hringt samstundis til Póllands og þarlendum tilkynnt að það sé nú eitthvað betra að fara til Íslands út í óvissuna heldur en Þýskalands þar sem menn þurfi að búa í gámum eða stigagöngum. Hér komist menn í sjónvarpið um leið og málunum sé svo bara bjargað? Komið hingað sem flestir.

Ég fékk bréf í gær frá félagsmálaráðuneytinu þar sem mér var tilkynnt að ég sé skipaður varamaður í nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða lög frá árinu 2000 um jafna stöðu karla og kvenna. Varamenn hafa svo sem ekki miklu hlutverki að gegna í svona nefndum að öllu jöfnu. Ég veit ekki hvernig ég á að taka þessu. Kannski á að reyna að kristna kvikindið eða láta það standa fyrir máli sínu? Kemur í ljós.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Því miður komst ég ekki í minningarhlaupið um Gumma Gísla í gær, þann góða dreng og mikla hlaupara. Það er vel til fundið hjá þeim félögum Sigga Ingvars, Ágústi og öðrum sem málinu tengjast að byggja upp þá hefð að taka létt hlaup upp eftir þennan dag. Minningunni um Gumma er vel haldið á lofti á þennan hátt.

Maður á helst ekki ekki að láta bullið pirra sig, það er víða á ferðinni og vafalaust hjá mér eins og fleirum. Samt sem áður getur maður ekki annað en staldrað við færi þegar ráðstefna kvenna uppi á Bifröst samþykkir að heimta að það verði sett í lög að konur fái ákveðna hlutdeild í stjórnum fyrirtækja á Verðbréfaþingi. Mikið skelfing hlýtur löngunin hjá einhverjum þeirra að vera sterk til að komast þar inn fyrir dyr. Fyrst þær komast ekki í stjórnir þessara fyrirtækja á eigin verðleikum þá á að reyna að berja stjórnmálamenn til hlýðni um að setja slík lög sem eiga sér fáan samjöfnuð. Hvað kemur stjórnmálamönnum það við hvernig stjórnir fyrirtækja á Verðbréfaþingi eru skipaðar? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er eðli fyrirtækja á opnum markaði að stjórnmálamenn eiga ekki að skipta sér af innri málum þeirra. Mér fannst gott hjá Valgerði að taka af skarið með þetta í gær í hádegisfréttum að svona málflutningur er náttúrulega bara vitleysa.

Maður getur ímyndað sér stemminguna uppi á Bifröst fyrst að fyrsti fyrirlesarinn var erlendur uppistandari sem hefur það að atvinnu að halda erindi þar sem hún gerir lítið úr körlum. Það er náttúrulega mjög fínt til að skapa góða stemmingu á staðnum.

Mér finnst skörulegt hjá Kristínu Háskólarektor að kveða upp úr með það að einfalt kynjahlutfall eigi ekki að ráða ferðinni með ráðningu einstaklinga í stöður í Háskólanum heldur eigi hæfni umsækjanda að ráða. Virðing mín fyrir henni sem stjórnenda hefur vaxið verulega.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Landkönnuður skyggnist fram á við

  Posted by Picasa
Kom heim í gærkvöldi frá Eistlandi. Sat ráðstefnu um sveitarstjórnarmál á hotel Laulesmaa sem er rúma 30 km fyrir utan Tallin. Það var mjög gaman að koma til landsins og sjá þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað þarna eftir fall Sovétríkjanna og heljarkló þeirra var létt af landinu. Það er ómögulegt að reyna að setja sig inn í þær breytingar sem hafa átt sér stað í landinu, þær eru svo gríðarlegar. Fólk lýsti fyrir okkur ástandinu fyrir rúmum fimmtán árum síðan þegar staðið var í biðröð klukkutímum saman í ríkisversluninni í Tallin (þar búa 400 þúsund manns) vegna þess að það gat skeð að það yrði hægt að kaupa efni til sósugerðar!!! Undir það síðasta var ekkert til, engar vörur, ekkert. Svo þegar Eistar tóku upp sinn eigin gjaldmiðil, þá varð allt fullt af vörum í öllum búðum. Rússneska rúblan var orðin einskis virði. Í gær fórum við í heimsókn í forsetahöllina og þinghúsið. Í forsetahöllinni hittum við forsetann og innanríkisráðherrann. Forsetinn núverandi leiddi andófið gegn Sovétmönnum á árunum fyrir 1990. Það var áhrifamikið að heyra hann lýsa átökunum við rússneska þingið þegar Eistarnir stóðu fámennir klukkutímum saman fyrir framan samkomu fleiri þúsund rússa undir hótunum um fangelsanir og þaðan af verra ef þeir létuekki af þessu sjálfstæðisbrölti. Þeir stóðu fastir á sínu og fengu til þess óskoraðan stuðning heima fyrir. Sjálfstæðisbarátta baltnesku ríkjanna var þúfan sem leiddi síðan til hruns Sovétríkjanna. Það er ánægjuleg staðreynd að íslensk stjórnvöld báru gæfu til þess að leggja þar hönd á plóg sem skipti gríðarlegu máli á sínum tíma. Torgið þar sem helstu ráðuneyti Eistneska ríkisins standa við í Tallin heitir Íslandstorg.

Gamli bærinn í Tallin er mjög sérstakur og nokkuð vel varðveittur. Hann byggðist upp á þeim tíma þegar Estrasaltið var miðstöð verslunar og viðskipta í Skandinavíu, norður Evrópu og austurvegi. Það er þó gríðarlegt verk framundan hjá þeim varðandi viðhald húsa eftir áratuga vanhirðu undir Sovéttímanum. Á Gotlandi er áþekkur gamall bær sem hefur byggst upp á svipuðum tíma.

Í Skandinavíu og í Eystrasaltslöndunum var hitabylgja, 25 - 30 stiga hiti. Það var fínt að taka góða hlaupatúra seinni part daganna þegar heldur var farið að verða svalara. Ég finn ekki annað en að allt sé í besta standi nema kannski hafa bæst við nokkur kíló í þessu hvíldartímabili. Það verður bara að taka á því.

föstudagur, júní 09, 2006

Sat miðstjórnarfund Framsóknarflokksins í dag. Ræðu formannsins var útvarpað og því þarf ekki að segja hvað hann sagði þar. Síðan fóru fram hreinskiptar umræður um innanflokksmál fyrir lokuðum dyrum og því segir maður ekki frá því sem þar fór fram. Þó er leyfilegt að mínu mati að segja frá því að ýmsir kvörtuðu yfir því að það væri ekki hægt að treysta því að það væri ekki komið í fjölmiðla innan skamms sem rætt væri á lokuðum trúnaðarfundum innan flokksins.

Ljóst er að mikið og erfitt starf bíður þeirrar forystusveitar sem kjörin verður á flokksþingi í haust að byggja flokkinn upp úr núverandi stöðu, bæði innan flokks sem utan.

Fer til Eistlands i fyrramálið og verð þar fram á þriðjudag. Hef aldrei komið þangað áður. Ætla að stoppa dag í Tallin og skoða borgina. Tek hlaupaskóna með því það er árangursrík og fjótvirk aðferð að skoða nýjar borgir með því að skokka um þær. Ég sé ekki fram á að komast á Mývatnsmaraþonið því það er fótboltamót á Króknum á sama tíma hjá Maríu. Ég hef látið mín mál vera það mikið í forgrunni að undanförnu að það er kominn tími til að aðrir hafi forgang.

HM byrjaði í dag. Ég hef ekki keypt áskrift að SÝN ennþá þrátt fyrir að ég finni fyrir nokkrum þrýstingi þar um. Kannski það verði látið verða af því en sama er, það má ekki kosta hvað það vill.

Ég hef verið að lesa bókina Distance Running að undanförnu en hún er eftir Norrie Williamsson en hann býr í Suður Afríku og hefur sigrað Comerates nokkrum sinnum, sem sagt gríðarlegur hlaupari. Hann skýrir þann gríðarlega áhuga sem er fyrir Comrates í Suður Afríku þannig að á þeim tíma sem Suður Afrískir íþróttamenn fengu ekki að etja kappi við erlenda kollega sína vegna stjórnmálaástandsins, þá lögðu þarlendir fjölmiðlar sig fram um að sinna íþróttaviðburðum í landinu þeim mun betur. Með vandaðri umfjöllun þarlendra fjölmiðla byggðist upp þessi gríðarlegi áhugi fyrir Comerates sem hefur gert hlaupið að heimsviðburði. Maður veltir fyrir sér í þessu sambandi hvernig innlendir fjölmiðlar sinna langhlaupum hérlendis. Það er vægast sagt lítið. Laugavegurinn er gott dæmi um það. Umfjöllun fjölmiðla um Reykjavíkurmaraþon er annað dæmi. Þrátt fyrir þetta eigum viuð harsnúinn hóp ultrahlaupara sem fer stækkandi ár frá ári. Maður getur hins vegar ekki annað en velt fyrir sér hvernig þróunin yrði ef langhlauparar fengju álíka umfjöllun og t.d. strandblak.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Barð á Látrabjargi

  Posted by Picasa
Kom heim í gær frá Þýskalandi eftir vel heppnaða ferð með Víkingsstrákana. Þetta var alvörumót með mörgum góðum liðum sem gaman var að sjá. Víkingur fékk verðlaun fyrir íþróttamannslega framkomu sem veitt eru á mótinu. Þau komu meðal annars til vegna þess að í leik Víkinga og Kiev meiddist einn úkraníski leikmaðurinn svo að þurfti að alla á sjúkrabíl. Líklega höfðu brákast rifbein í honum eftir harkalegt samstuð við einn Víkinga sem var hrint á hann. Þjálfari þeirra Úkraníumanna lét eins og hann sæi ekki þegar dreingurinn lá þjáður á gólfinu en Anton þjálfari Víkinga stökk inn og hlúði að honum eins og sá úkraníski væri úr hans eigin liði. Þjóðverjarnir hundskömmuðu úkraníska þjálfarann á eftir fyrir framkomuna. Á sunnudaginn fórum við í stutta freð til Köln og kíktum meðal annars inn í dómkirkjuna og sáum endann á kaþólskri messu á hvítasunnudagsmorgni. Síða gengum við yfir á Köln arena sem er 20 þúsund manna íþróttahöll þar sem stórleikir í þýsku bundesligunni eru spilaðir. Það kitlaði strákana að sjá Guðjón Val Sigurðsson notaðan sem auglýsingaefni utan á húsinu og ekki var það lakara þegar inn var komið og við sáum kynningarbækling fyrir næstu heimsmeistarakeppni í handbolta sem verður haldin í Þýskalandi í jan- feb n.k. Í bæklingnum var aðeins mynd af einum handboltamanni sem glæsilegri fyrirmynd handboltamanna og það var áðurnefndur Guðjón Valur. Hann hafði verið kjörinn besti handboltamaður Bundesligunnar um helgina af þjálfurum og leikmönnum. Glæsilegt svo ekki sé meira sagt. Þetta kveikir vonandi ákveðinn neista hjá strákunum sem dæmi um hvað er hægt að ná langt með ástundun og aga.

Það hefur mikið gengið á í Framsóknarflokknum þann tíma sem ég hef verið í burtu og ekki séð fyrir endann á því sem þar er að gerast. Það er best að segja sem minnst um það dæmi allt en þó verð ég að segja að mér finnst í hæsta máta undarlegt að nokkrum manni skuli hafa dottið í hug að ætla sér að skipta um forystu í flokknum í heilu lagi og kynna það fyrir flokksmönnum án þess að til þess bærar stofnanir flokksins s.s. flokksþing hefði neitt um það að segja. Vitaskuld hefði aldrei náðst samstaða um slík vinnubrögð þannig að menn hefðu getað sagt sér sjálfir að hugmyndin var dauðadæmd fyrirfram. Þessar vangaveltur ásamt tilkynningu formannsins um afsögn hafa síðan hrundið af stað atburðarás sem ekki er séð fyrir hvernig endar. Auðvitað er eðlilegast að varaformaður taki við þegar formaður hættir á milli flokksþinga. Það kemur síðan í ljós hvort hann hafi brautargengi næsta flokksþings til áframhaldandi starfa. Sama gildir um aðra í forystu flokksins.
Nóg um þetta.

Ég hef lítið hlaupið síðan í Danmörku, notaði tímann úti til að hvíla fæturna en nú er mál að linni hvað hvíldina varðar. Í sumar ætla ég að einbeita mér að því að byggja upp hraða og undirbúa mig fyrir Laugaveginn með Esjugöngum, ég held að þolið sé þokkalega gott.

laugardagur, júní 03, 2006

Sit herna a Internetcafe i Neuss i Tyskalandi, rett utan vid Düsseldorf. Er fararstjori fyrir 3ja flokk Vikings sem er ad keppa a handboltamoti her. Tek tvi rolega i hlaupum og nota timann til ad hvila faeturna. Komum heim a midvikudag.