sunnudagur, ágúst 30, 2009
Ég fékk smá tognunarvott aftan í kálfann á þriðjudaginn og tók því vikuna rólega. Maður fer ekki að risikera neinu þegar stutt er í alvöruhlaup. Ég fór svo Eiðistorgshringinn í gærmorgun og aftur í morgun. Hann er 20 km. Allt var í fínu lagi. Jósep dró mig uppi í Fossvoginum og við hlupum saman svona 18 km. Jósep er léttur eins og fis og dró mig áfram. Þetta varð því fín æfing á góðu tempói sem varð miklu hraðara en ef ég hefði hlaupið einn. Allt var í fínu lagi með kálfann svo að er allt eins og það á að vera.
María keppti á meistaramóti 15-22 ára í Kópavoginum í gær og í dag. Veðrið var fínt og gaman að krakkarnir skyldu vera svo heppnir með þeð því það er ekki á vísan að róa með það eins og gengur, sérstaklega þegar komið er fram í ágústlok. Maríu gekk vel, hún keppti í sex greinum í sínum aldursflokki, vann fjórar og varð í öðru sæti í tveimur. Það bætti svolítið upp ákveðin vonbrigði frá unglingalandsmótinu fyrr í sumar.
Mont Blanc hlaupið var um helgina. Þar voru fjórir íslendingar meðal þátttakenda. Ásgeir og Bibba, Börkur og Birkir tvíburabróðir hans. Það kom berlega í ljós að það er ekkert gefið í þessum efnum í svona hlaupum. Þrátt fyrir mikla reynslu og góðan árangur þá getur margt komið upp á á langri leið. Það sýndi sig á helginni. Ásgeir, Birkir og Bibba þurftu öll að hætta en Börkur hélt út og náði að ljúka hlaupinu á rúmri 41 klst þrátt fyrir hásinarvandræði og vafalaust fleira sem kom upp og gerði honum hlaupið erfitt. Tímaramminn í hlaupinu er nokkuð rúmur eða 46 klst. Það er vafalaust gert til að ná mikilli þátttöku í það því hlaupið er erfitt með miklum hæðarmun á leiðinni eins og gefur að skila í Alpafjöllunum. Sigurvegarinn lauk hlaupinu á góðum tíma eða 21.5 klst. Maður metur oft erfiðleika stuðul hlaupa með hlutfalli á milli tíma sigurvegarans og hámarkstíma. Í Mont Blanc hlaupinu í ár lýkur sigurvegarinn hlaupinu á um 47% af hámarkstíma. Sigurvegarinn er um klukkutíma á undan næsta manni svo hann er í nokkrum sérflokki. Hlaupari nr. 2 lýkur hlaupinu á nálægt 49% af hámarkstíma. Þegar ég fór í Western States hlaupið fyrir fjórum árum síðan þá lauk Scott Jurek hlaupinu á um sextán og hálfum tíma en hámarkstími var 30 klst. Það eru um 55% af hámarkstíma. Í fyrra lauk Scott Jurek Spartathlon hlaupinu á rúmum 23 klst af þeim 36 klst sem hámarkstíminn er. Það eru um 64% af hámarkstíma. Þetta hlutfall gefur nokkra hugmynd um hve erfitt það er að ljúka mismunandi hlaupum innan tilskilins tíma.
Ég sé í fréttum að Vítisenglar hafa náð formlegri fótfestu hérlendis. Við þessu er ekki nema eitt að gera. Alþingi verður að setja lög sem banna þennan félagsskap. Hann er þjóðhættulegur. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem sitja í löggjafarsamkomu þjóðarinnar við þessari þróun mála.
Moggi setur uppsláttarfrétt á forsíðuna í dag að rekstur venjulegrar fjölskyldu sé í miklum mínus og hafi versnað stórlega frá því í fyrra. Það eru í sjálfu sér engin vísindi að kaupmáttur hafi rýrnað frá því í fyrra. Hitt er svo annað mál með mínusinn. Ég hef alltaf vanist því að stilla eyðsluna eftir tekjunum svo maður safni ekki skuldum af því að lifa. Best er að eiga alltaf örlítið borð fyrir báru ef eitthvað skyldi koma upp á. Þegar maður sér listann yfir það sem þessi tilbúna fjölskylda þarf að borga þá miðast það við að hún hafi keypt sér húseign á 33 milljónir fyrir þremur árum. Eigið fé er rúm 20%. Af því að fjölskyldan var flutt í nýja íbúð þá þurfti bíllinn að passa og því var nýr bíll einnig keyptur upp á rúmar 3 m.kr. og allt tekið að láni. Nýi bíllinn er hins vegar hálfgerður skrjóður því það þarf að eyða 24 þúsund krónum mánaðarlega í viðgerðir!! Húsið virðist einnig vera svona og svona því það þarf að eyða nær 400 þúsundum króna á ári í viðhald. Svo virðist að það sé keypt allt sem hugurinn girnist og allt gert sem viðkomandi langar til að gera og auðvitað er niðurstaðan sú að endar ná ekki saman. Fatareikningurinn er upp á nær 400 þúsund á ári. Ræktin kostar sitt, brennivín kostar sitt, skemmtanir og veitingahús taka sinn skerf og svo má áfram telja. Að vísu er ekki gert ráð fyrir tóbaki, það má virða það. Auðvitað verður niðurstaðan sú að endar ná ekki saman ef hvergi má spara. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf.
Í gær var sagt frá einhverju dæmi þar sem fjölskylda með 1,3 millj. kr í bróttólaun hefði reist sér hús og tekið lán upp á rúmar fimmtíu milljónir króna. Eftir var að taka um 11 m.kr. að láni til að klára húsið. Með krónufallinu varð allt óyfirstíganlegt og lauk með því að þau fluttu úr landi. Ég verð ósköp einfaldlega að segja það að mér dytti aldrei í hug að skuldsetja mig fyrir rúmar 60 m.kr. með 1,3 m.kr í brúttóheimilistekjur. Aldrei. Ef fólk spennir skuldabogann svo hátt að þá megi ekkert bera útaf næstu 40 árin þá er eiginlega 100% öruggt að það fari allt í steik fyrr en síðar. Lífshlaupið er ekki það tryggt að það sé öruggt að það gerist aldrei neitt sem ruggar bátnum enda þótt sjórinn sé lygn þegar lánið er tekið. Það sem var einna athyglisverðast í fréttinni var að það fylgdi með að heimilisfaðirinn hefði unnið sem fjármálaráðgjafi í banka.
Síðan hefur verið sagt í fréttum frá fólki sem skuldar rúmar 8 m.kr og lánið hefur hækkað um töluverðan slatta á síðustu 5-6 árum. Það gleymist að taka það með í umræðuna hvað laun þessa fólks hækkuðu á sama tímabili. Hvernig breyttist afborganabyrðin sem hlutfall af heildarlaunum? Það er það sem máli skiptir en ekki einhliða frásögn af einhverri krónutöluhækkun. Ég vorkenni hins vegar engum að standa undir 8 m.kr. húsnæðisláni á meðan bæði hjónin hafa vinnu. Maður hefur stundum á tilfinningunni að það sé sama hvað sé hringt inn í fjölmiðla í þessum efnum. Allt sé birt gagnrýnislítið. Nú eru vissulega margir í vondum málum og miklum erfiðleikum án þess að hafa lagt út í neina vitleysu. Aukið atvinnuleysi og stórlega skertur kaupmáttur hefur sín áhrif fyrir fjölda fjölskyldna. En með því að birta fréttir af því hvernig allskonar glæfrafjárfestingar hafa endað þá er verið að slæva tilfinninguna fyrir hinum raunverulega vanda.
Kunningjafólk okkar var í Englandi fyrr í sumar eða nánar tiltekið sunnan við mið England eða einhversstaðar sunnan við Newcastle. Þau sögðu að ástandið þar væri skelfilegt. Þar er raunveruleg fátækt landlæg. Þar snýst tilveran fyrst og fremst um að komast af. Í þeim slag eru öll tiltæk meðöl notuð.
María keppti á meistaramóti 15-22 ára í Kópavoginum í gær og í dag. Veðrið var fínt og gaman að krakkarnir skyldu vera svo heppnir með þeð því það er ekki á vísan að róa með það eins og gengur, sérstaklega þegar komið er fram í ágústlok. Maríu gekk vel, hún keppti í sex greinum í sínum aldursflokki, vann fjórar og varð í öðru sæti í tveimur. Það bætti svolítið upp ákveðin vonbrigði frá unglingalandsmótinu fyrr í sumar.
Mont Blanc hlaupið var um helgina. Þar voru fjórir íslendingar meðal þátttakenda. Ásgeir og Bibba, Börkur og Birkir tvíburabróðir hans. Það kom berlega í ljós að það er ekkert gefið í þessum efnum í svona hlaupum. Þrátt fyrir mikla reynslu og góðan árangur þá getur margt komið upp á á langri leið. Það sýndi sig á helginni. Ásgeir, Birkir og Bibba þurftu öll að hætta en Börkur hélt út og náði að ljúka hlaupinu á rúmri 41 klst þrátt fyrir hásinarvandræði og vafalaust fleira sem kom upp og gerði honum hlaupið erfitt. Tímaramminn í hlaupinu er nokkuð rúmur eða 46 klst. Það er vafalaust gert til að ná mikilli þátttöku í það því hlaupið er erfitt með miklum hæðarmun á leiðinni eins og gefur að skila í Alpafjöllunum. Sigurvegarinn lauk hlaupinu á góðum tíma eða 21.5 klst. Maður metur oft erfiðleika stuðul hlaupa með hlutfalli á milli tíma sigurvegarans og hámarkstíma. Í Mont Blanc hlaupinu í ár lýkur sigurvegarinn hlaupinu á um 47% af hámarkstíma. Sigurvegarinn er um klukkutíma á undan næsta manni svo hann er í nokkrum sérflokki. Hlaupari nr. 2 lýkur hlaupinu á nálægt 49% af hámarkstíma. Þegar ég fór í Western States hlaupið fyrir fjórum árum síðan þá lauk Scott Jurek hlaupinu á um sextán og hálfum tíma en hámarkstími var 30 klst. Það eru um 55% af hámarkstíma. Í fyrra lauk Scott Jurek Spartathlon hlaupinu á rúmum 23 klst af þeim 36 klst sem hámarkstíminn er. Það eru um 64% af hámarkstíma. Þetta hlutfall gefur nokkra hugmynd um hve erfitt það er að ljúka mismunandi hlaupum innan tilskilins tíma.
Ég sé í fréttum að Vítisenglar hafa náð formlegri fótfestu hérlendis. Við þessu er ekki nema eitt að gera. Alþingi verður að setja lög sem banna þennan félagsskap. Hann er þjóðhættulegur. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem sitja í löggjafarsamkomu þjóðarinnar við þessari þróun mála.
Moggi setur uppsláttarfrétt á forsíðuna í dag að rekstur venjulegrar fjölskyldu sé í miklum mínus og hafi versnað stórlega frá því í fyrra. Það eru í sjálfu sér engin vísindi að kaupmáttur hafi rýrnað frá því í fyrra. Hitt er svo annað mál með mínusinn. Ég hef alltaf vanist því að stilla eyðsluna eftir tekjunum svo maður safni ekki skuldum af því að lifa. Best er að eiga alltaf örlítið borð fyrir báru ef eitthvað skyldi koma upp á. Þegar maður sér listann yfir það sem þessi tilbúna fjölskylda þarf að borga þá miðast það við að hún hafi keypt sér húseign á 33 milljónir fyrir þremur árum. Eigið fé er rúm 20%. Af því að fjölskyldan var flutt í nýja íbúð þá þurfti bíllinn að passa og því var nýr bíll einnig keyptur upp á rúmar 3 m.kr. og allt tekið að láni. Nýi bíllinn er hins vegar hálfgerður skrjóður því það þarf að eyða 24 þúsund krónum mánaðarlega í viðgerðir!! Húsið virðist einnig vera svona og svona því það þarf að eyða nær 400 þúsundum króna á ári í viðhald. Svo virðist að það sé keypt allt sem hugurinn girnist og allt gert sem viðkomandi langar til að gera og auðvitað er niðurstaðan sú að endar ná ekki saman. Fatareikningurinn er upp á nær 400 þúsund á ári. Ræktin kostar sitt, brennivín kostar sitt, skemmtanir og veitingahús taka sinn skerf og svo má áfram telja. Að vísu er ekki gert ráð fyrir tóbaki, það má virða það. Auðvitað verður niðurstaðan sú að endar ná ekki saman ef hvergi má spara. Þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf.
Í gær var sagt frá einhverju dæmi þar sem fjölskylda með 1,3 millj. kr í bróttólaun hefði reist sér hús og tekið lán upp á rúmar fimmtíu milljónir króna. Eftir var að taka um 11 m.kr. að láni til að klára húsið. Með krónufallinu varð allt óyfirstíganlegt og lauk með því að þau fluttu úr landi. Ég verð ósköp einfaldlega að segja það að mér dytti aldrei í hug að skuldsetja mig fyrir rúmar 60 m.kr. með 1,3 m.kr í brúttóheimilistekjur. Aldrei. Ef fólk spennir skuldabogann svo hátt að þá megi ekkert bera útaf næstu 40 árin þá er eiginlega 100% öruggt að það fari allt í steik fyrr en síðar. Lífshlaupið er ekki það tryggt að það sé öruggt að það gerist aldrei neitt sem ruggar bátnum enda þótt sjórinn sé lygn þegar lánið er tekið. Það sem var einna athyglisverðast í fréttinni var að það fylgdi með að heimilisfaðirinn hefði unnið sem fjármálaráðgjafi í banka.
Síðan hefur verið sagt í fréttum frá fólki sem skuldar rúmar 8 m.kr og lánið hefur hækkað um töluverðan slatta á síðustu 5-6 árum. Það gleymist að taka það með í umræðuna hvað laun þessa fólks hækkuðu á sama tímabili. Hvernig breyttist afborganabyrðin sem hlutfall af heildarlaunum? Það er það sem máli skiptir en ekki einhliða frásögn af einhverri krónutöluhækkun. Ég vorkenni hins vegar engum að standa undir 8 m.kr. húsnæðisláni á meðan bæði hjónin hafa vinnu. Maður hefur stundum á tilfinningunni að það sé sama hvað sé hringt inn í fjölmiðla í þessum efnum. Allt sé birt gagnrýnislítið. Nú eru vissulega margir í vondum málum og miklum erfiðleikum án þess að hafa lagt út í neina vitleysu. Aukið atvinnuleysi og stórlega skertur kaupmáttur hefur sín áhrif fyrir fjölda fjölskyldna. En með því að birta fréttir af því hvernig allskonar glæfrafjárfestingar hafa endað þá er verið að slæva tilfinninguna fyrir hinum raunverulega vanda.
Kunningjafólk okkar var í Englandi fyrr í sumar eða nánar tiltekið sunnan við mið England eða einhversstaðar sunnan við Newcastle. Þau sögðu að ástandið þar væri skelfilegt. Þar er raunveruleg fátækt landlæg. Þar snýst tilveran fyrst og fremst um að komast af. Í þeim slag eru öll tiltæk meðöl notuð.
laugardagur, ágúst 29, 2009
Í gegnum tíðina hef ég iðulega þótt hafa þjóðlegar hefðir í nokkrum heiðri, jafnvel svo að ýmsum hafi þótt nóg um. Mér finnst það í sjálfu sér vera ágætt að vera í ákveðnum tengslum við uppruna sinn, enda þótt maður megi ekki láta nýja strauma og áherslur fram hjá sér fara ef þeir eru skynsamlegir, skemmtilegir eða til gagns. Ég sé nú að mér hefur hlotnast allnokkur liðsauki í þessari afstöðu hvað varðar virðingu fyrir þjóðlegum hefðum. Gömul gildi eru leidd fram og þeim veittur sá sess sem þau eiga skilið en eitthverju tilgangslausu hoppi og híi út um holt og móa er sópað undir teppið á þann stað sem því hentar.Moggi birtir í morgun fína mynd af íslandsmeisturum í hrútaþukli með nöfnum og góðri frásögn af keppninni. Þetta finnst mér fínt. Hrútaþukl er gömul og góð faggrein í sauðfjárrækt og því ber að fagna að henni skuli veittur sá sess sem henni ber. Kindin hefur haldið lífi í þjóðinni síðustu rúm 1000 árin og er greinilega að verða sá bjargvættur sem mun gera okkur fært að tóra hérna megin landamæranna um ókomna tíð. Á komandi tímum þegar landsmenn verða í stórum dráttum læstir inni í landinu sökum stöðu krónunnar þá er eðlilegt að menn leiti uppruna síns. Erlendar tískubólur eins og maraþonhlaup sem upprunnið er í Grikklandi er ekki íslenskt. Maraþonhlaup er því óþjóðlegur viðburður og því er best að kæfa svoleiðis tilburði strax í fæðingunni með því að segja hvergi frá þeim. Því horfa fjölmiðlar á íslandsmeistaramót í maraþonhlaupi með blinda auganu og segja frá þeim með þögninni. Þá hættir fólk smám saman að nenna þessu og snýr sér vonandi í vaxandi mæli að íslandsmeistaramótum í hrútaþukli og sandbolta. Hvað Laugavegshlaupið varðar þá mætti náttúrulega breyta um nafn á því og kalla það smalamennskuhlaup. Kannski það myndi verða til þess að fjölmiðlar myndu viðurkenna hlaupið sem íþrótt og segja almennilega frá úrslitum þess. Nú er ég reyndar í slæmri stöðu í þessu sambandi. Ég hef nefnilega háskólagráðu (ein af fimm) í hrútaþukli og hef þar að auki stundað það sem atvinnu. Því er ég ekki gjaldgengur í íslandsmeistaramóti áhugamanna í þessari keppnisgrein sem fyrrverandi atvinnumaður. Það má einnig segja að ég hafi verið atvinnumaður í smalamennsku hér áður fyrr á árunum, alla vega hálfatvinnumaður. Því eru góð ráð dýr í þessu sambandi. Ég sé því ekki fram á annað en að ég verði að stunda áfram óþjóðlegar greinar eins og maraþon og það sem er þar á bakvið um ókomna framtíð því þar hefur maður áhugamannsskírteinið tiltölulega óflekkað.
miðvikudagur, ágúst 26, 2009
Það er flott hjá kvennalandsliðinu í fótbolta að vera komnar í úrslitakeppni EM. Það er náttúrulega á móti öllum náttúrulögmálum að lið frá þjóð sem telur 300.000 manns skuli vera meðal þeirra bestu. Það er hins vegar raunhæft mat að hvert stig sem þær fá í riðlakeppninni er sigur. Ísland komnst inn í umspili en ekki með því að sigra riðilinn. Maður hafði hálfpartinn á tilfinningunni að allt umstangið í kringum liðið væri orðið á grensunum áður en þær fóru úr. Kvikmynd, endalaus viðtöl, auglýsingar og fleira. Allt tekur þetta tíma og þetta tekur líka andlegan toll. Það má vara sig á að tjúnast ekki upp í ofmetnað af svona löguðu. Það kom t.d. fram hjá einhverjum sérfræðingnum í sjónvarpinu að það var bara betra að hans mati að leika við sterkustu liðin fyrst. Það var svolítið eins og það væri bara formsatriði að komast upp úr riðlinum. Maður hafði á tilfinningunni í leiknum á móti Frökkum að andlega spennustigið hefði verið komið upp fyrir rauða strikið. Við fyrsta mótlæti brotnuðu þær og Frakkar unnu verðskuldaðan sigur. Léleg dómgæsla kvað við. Það er ekki í fyrsta sinn í þessum leik sem dómgæsla er umdeilanleg. Það er partur af dæminu. Það vinnur hins vegar enginn leik í úrslitakeppni með því að færa andstæðingnum þrjú mörk á silfurfati. Fáránlegt brot í vítateig sem gaf seinni vítaspyrnuna, klúðurslega tekin vítaspyrna og síðan mjög slæm markmannsmistök sem eru allt að því óskiljanleg hjá eins reyndum markmanni og ÞH er. Mér finnst því dapurlegt að heyra að allri skuldinni fyrir tapinu skuli skellt á dómarann (nema af þjálfaranum, hann hélt haus í þessu sambandi). Moggi fjallaði t.d. vart um annað í íþróttakálfinum í morgun en dómgæsluna á EM. Í svona keppni verða menn að horfa í andlitið á sjálfum sér er eitthvað fer öðruvísi en ætlað var. Það er síðasta sort að kenna öðrum um ófarir sínar en aftur á móti svolítið íslenskt. Vonandi gengur betur í leiknum á móti Norge á morgun en það er algerlega undir þeim sjálfum komið.
Ég sá í fréttum í dag að liðið hefur fjölda manns í kringum sig. Vafalaust þurfa þær á þvi að halda og það þýðir nátturulega ekki annað en tjalda því sem til þarf í svona keppni ef hámarksárangur á að nást. Þetta minnir mig á að þegar Einar Daði og Helga Margrét tóku þátt í EM í tugþraut í sumar þá höfðu þau enga aðstoð af neinu tagi nema þjálfarana. Engan nuddara, engan sjúkraþjálfara eða neitt annað álíka. Helga Margrét var engu að síður að keppa að evrópumeistaratitli og hafði allar forsendur til að taka hann. Þegar hún meiddist voru það sænsku læknarnir sem komu henni og þjálfara hennar til aðstoðar. Það var vitaskuld læknir með sænska liðinu fyrir utan alla aðra aðstoðarmenn. Þetta er náttúrulega óforsvaranlegt að senda engan aðstoðarmann með keppendum í tugþraut sem eru ofan á kaupið að stefna að efstu sætum. Keppni í tugþraut er það erfið að það er nauðsynlegt að fá nudd í lok keppnisdags og hafa í leiðinni möguleika á að taka á minni háttar eymslum.
Ég sá í fréttum í dag að liðið hefur fjölda manns í kringum sig. Vafalaust þurfa þær á þvi að halda og það þýðir nátturulega ekki annað en tjalda því sem til þarf í svona keppni ef hámarksárangur á að nást. Þetta minnir mig á að þegar Einar Daði og Helga Margrét tóku þátt í EM í tugþraut í sumar þá höfðu þau enga aðstoð af neinu tagi nema þjálfarana. Engan nuddara, engan sjúkraþjálfara eða neitt annað álíka. Helga Margrét var engu að síður að keppa að evrópumeistaratitli og hafði allar forsendur til að taka hann. Þegar hún meiddist voru það sænsku læknarnir sem komu henni og þjálfara hennar til aðstoðar. Það var vitaskuld læknir með sænska liðinu fyrir utan alla aðra aðstoðarmenn. Þetta er náttúrulega óforsvaranlegt að senda engan aðstoðarmann með keppendum í tugþraut sem eru ofan á kaupið að stefna að efstu sætum. Keppni í tugþraut er það erfið að það er nauðsynlegt að fá nudd í lok keppnisdags og hafa í leiðinni möguleika á að taka á minni háttar eymslum.
þriðjudagur, ágúst 25, 2009
Þorkell Sigurlaugsson framkvæmdastjóri hjá HR var með fyrirlestur í Rótaríklúbbnum í gær. Hann hefur verið áður með spjall þar og það er alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er skýr og skeleggur fyrirlesari. Hann talaði út frá bókinni sem hann gaf út í vor og ræddi þar meðal annars um ástæður efnahagshrunsins. Ein af ástæðum þess taldi hann vera ákveðið siðrof sem birtist í taumlausri græðgi og ófyrirleitni þar sem tilgangurinn helgaði meðalið. Ég fór í framhaldi af fyrirlestri Þorkels að velta þessu með siðrofið fyrir mér í víðara samhengi. Er siðrof ekki til staðar á ýmsum öðrum sviðum? Hvað veldur því að fólk opnar gluggann á bílnum og hendir umbúðunum utan af Mac Donald fjölskyldupakkanum út á götuna eða sheikdollunni? Hvað veldur þessari svakalegu umgengni í miðbænum þegar einhver mannsöfnuður kemur þar saman? Það er nú ekki eins og það hafi ekki komið saman margt fólk annarsstaðar en í miðbæ Reykjavíkur. Þeir sem hafa komið á Römbluna eða Strikið vita það. Þar dettur engum manni að henda öllu rusli og drasli frá sér þar sem staðið er hverju sinni. Ég fór einu sinni gegnum miðbæinn Reykjavíkur morguninn eftir Gay Pride. Hann var eins og vígvöllur. Glerbrot, umbúðir, glös, bjórdollur, ælur og ég veit ekki hvað var út um allt. Ég er ekki að segja að umgengni á Gay Pride hátíðinni sé eitthvað verri en gengur og gerist en sama er, svona var þetta. Bærinn leit út eins og hann hafi verið fullur af siðlausum skríl. Ég man eftir því að þegar ég kom í fyrsta sinn í þorpin á Borgundarhólmi þá vakti snyrtimennskan þar sérstaka athygli. Síðan hef ég komið þangað oft og snyrtimennskan er alltaf eins. Þar eru í gangi ákveðnir mannasiðir. Þó er nú ekki eins og Borgundarhólmur sé ríkt samfélag. Atvinnuleysi er þar töluvert mikið. Þegar maður gengur um miðbæ Reykjavíkur þá er hann ekki þrifalegur nema síður sé. Maður hættir smátt og smátt að taka eftir þessu og verður samdauna ástandinu. En ef maður rífur sig út úr þeim doða og fer að horfa gagnrýnið í kringum sig þá blasir sóðaskapurinn við. Ég ætla ekki að segja til um hvað hægt er að gera en ef draslið, krassið og sóðaskapurinn er aldrei látinn í friði þá tekst smám saman að ná yfirhöndinni. Það tekur tíma en menn verða að vita í hvaða átt á að fara í þessum efnum. Það þarf að setja ákveðin markmið í þessum efnum og fylgjast síðan með hvernig gengur að ná þeim.
Textavarp sjónvarpsins birtir úrslit í ensku utandeildinni en ekki úrslit í úrslitakeppni liða í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Gott að hafa á hreinu hvernig forgangsröðin er á þeim bænum.
Textavarp sjónvarpsins birtir úrslit í ensku utandeildinni en ekki úrslit í úrslitakeppni liða í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Gott að hafa á hreinu hvernig forgangsröðin er á þeim bænum.
mánudagur, ágúst 24, 2009
Aðalritarinn sagði mér í dag að það hefði verið staðfest á óyggjandi hátt að drengurinn sem hljóp undir þremur tímum í sínu fyrsta maraþoni og náði þriðja sæti íslendings hefði hlaupið alla leiðina á nákvæmlega sama hátt og aðrir, nema einungis hraðar en flestir. Þetta er mikið fagnaðarefni á marga vegu. Í fyrsta lagi er frábært af ungum og óhörnuðum dreng að renna maraþonskeiðið undir þremur tímum, að maður tali ekki um að hann skuli gera það í sínu fyrsta þoni. Þarna er mikið efni á ferðinni. Í öðru lagi er fínt að öllu tali um hugsanlegt fúsk skuli útrýmt. Fúsk hefur komið fyrir í maraþonhlaupi eins og í öðrum íþróttagreinum. Maður veit aldrei hvað einhverjum húmoristum dettur í hug. Það er ekki nema von að upp komi efasemdarraddir þegar það gerist að tímataka með örgjörfa dettur út og það gerist í tvö skipti hjá sama einstaklingnum af þeim fimm skiptum sem það gerist í hlaupinu öllu. Flagan hefur verið gölluð eða eitthvað svoleiðis. Það er á engan hallað þótt kannað sé í slíkum tilvikum hvort allt hafi verið í lagi, það er nauðsynlegt fyrir alla aðila. Gott að niðurstaða er fegnin. Það er vonandi að drengurinn leggi ekki hlaupaskóna á hilluna eftir þessa glæsilegu innreið á sviðið, heldur leggi frekari rækt við íþróttina eða hvað það er sem maður á að kalla maraþonhlaup.
Þetta kemur manni til að hugsa um hlutina í aðeins víðara samhengi. Hvernig velja krakkar og unglingar hvaða íþróttagrein þeir stunda ef þeir eru áhugasamir um íþróttir á annað borð. Fótboltinn fær langmesta umfjöllun af öllum íþróttagreinum hérlendis. Umfjöllun um fótbolta tröllríður íþróttafréttum bæði sem alvöru fréttir og síðan er fyllt upp með ekki fréttum ef ekki er annað að hafa. Þessi spilaði ekki, þessi var ekki valinn í liðið o.s.frv. Við þessa síbylju í fjölmiðlum er það eðlilegt að ungir krakkar horfi fyrst á fótboltann. Þar eru stjörnurnar, þar er umfjöllunin, þar eru peningarnir. Í Svíþjóð og Finnlandi er það aftur á móti íshokkíið sem hefur þessa stöðu að hluta til. Sumir Finnar sem búa í Tampera og talað var við í sjónvarpinu í gær höfðu ekki einu sinni hugmynd um að EM í kvennafótbolta færi fram í Tampere enda þótt finnska landsliðið væri þar á meðal. Það er hins vegar mjög líklegt að fjölmargir krakkar sem verða fyrir þessum áhrifum reyni við sér í íþrótt sem passar honum alls ekki. Tvennt getur gerst. Annars vegar að viðkomandi festist í fótbolta og verði aldrei neitt sérstaklega góður eða að hann fyllist leiða á íþróttum og hættir. Of lítið er gert til að kynna fjölbreytilegar íþróttir fyrir krökkum og gefa þeim kost á að finna hvað hentar þeim best. Einn frændinn í fjölskyldunni spilaði t.d. fótbolta og reyndi fyrir sér í frjálsum þegar hann var yngri. Það gekk ekki nógu vel. Síðan datt hann inn í íshokkí. Þar fann hann fjölina sína, orðinn unglingalandsliðsmaður, hefur ferðast til fleiri landa með landsliðinu og spilar á fullu. Frjálsar íþróttir hafa einhverra hluta farið heldur halloka fyrir öðrum íþróttareinum á liðnum árum. Einhverra hluta vegna hafa hópíþróttirnar náð fleiri krökkum til sín. Kannski hafa íþróttafélögin ekki staðið sig nógu vel í að kynna greinina fyrir krökkum og unglingum. Þetta má meðal annars marka af því hve gömul íslandsmet eru orðin í mörgum greinum og hve afrek voru oft betri fyrir nokkrum áratugum. Jón Þ. Ólafsson sem fór á ólympíuleikana í Róm 1960 og Tókío 1964 stökk ca 200 sinnum yfir 2 metra í hástökki. Í dag stekkur enginn íslendingur yfir tvo metra nema Einar Karl gerði það þó í sumar en hann hætti að æfa fyrir fimm árum. Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður, á besta afrek íslendings í allnokkrum greinum sem hann keppti í. Íslandsmet Sigfúsar í 10 km hlaupi stóð í yfir 30 ár þar til Kári Steinn sló það í fyrra. Það eygir enginn íslandsmet Vilhjálms Einarssonar í þrístökki sem sett var árið 1960. Þannig mætti áfram telja. Ekki er hægt að kvarta yfir aðstöðunni lengur. Íslendingar ráða yfir flottum aðstæðum við að iðka frjálsar íþróttir innanhúss. FRÍ þarf að taka þessi mál föstum tökum með langtímasjónarmið fyrir augum. Það er samkeppni um íþróttasinnaða krakka og það á að leitast við að beina þeim inn á þær brautir sem henta þeim best. Einar Daði, nýbakaður norðurlandameistari í 400 m grind 19 ára og yngri, var uppgötvaður meðan hann spilaði fótbolta með Víking. Hann hefði vafalaust orðið þokkalegur fótboltamaður en hann hefur alla möguleika á að verða mikill afreksmaður í frjálsum íþróttum.
Þetta kemur manni til að hugsa um hlutina í aðeins víðara samhengi. Hvernig velja krakkar og unglingar hvaða íþróttagrein þeir stunda ef þeir eru áhugasamir um íþróttir á annað borð. Fótboltinn fær langmesta umfjöllun af öllum íþróttagreinum hérlendis. Umfjöllun um fótbolta tröllríður íþróttafréttum bæði sem alvöru fréttir og síðan er fyllt upp með ekki fréttum ef ekki er annað að hafa. Þessi spilaði ekki, þessi var ekki valinn í liðið o.s.frv. Við þessa síbylju í fjölmiðlum er það eðlilegt að ungir krakkar horfi fyrst á fótboltann. Þar eru stjörnurnar, þar er umfjöllunin, þar eru peningarnir. Í Svíþjóð og Finnlandi er það aftur á móti íshokkíið sem hefur þessa stöðu að hluta til. Sumir Finnar sem búa í Tampera og talað var við í sjónvarpinu í gær höfðu ekki einu sinni hugmynd um að EM í kvennafótbolta færi fram í Tampere enda þótt finnska landsliðið væri þar á meðal. Það er hins vegar mjög líklegt að fjölmargir krakkar sem verða fyrir þessum áhrifum reyni við sér í íþrótt sem passar honum alls ekki. Tvennt getur gerst. Annars vegar að viðkomandi festist í fótbolta og verði aldrei neitt sérstaklega góður eða að hann fyllist leiða á íþróttum og hættir. Of lítið er gert til að kynna fjölbreytilegar íþróttir fyrir krökkum og gefa þeim kost á að finna hvað hentar þeim best. Einn frændinn í fjölskyldunni spilaði t.d. fótbolta og reyndi fyrir sér í frjálsum þegar hann var yngri. Það gekk ekki nógu vel. Síðan datt hann inn í íshokkí. Þar fann hann fjölina sína, orðinn unglingalandsliðsmaður, hefur ferðast til fleiri landa með landsliðinu og spilar á fullu. Frjálsar íþróttir hafa einhverra hluta farið heldur halloka fyrir öðrum íþróttareinum á liðnum árum. Einhverra hluta vegna hafa hópíþróttirnar náð fleiri krökkum til sín. Kannski hafa íþróttafélögin ekki staðið sig nógu vel í að kynna greinina fyrir krökkum og unglingum. Þetta má meðal annars marka af því hve gömul íslandsmet eru orðin í mörgum greinum og hve afrek voru oft betri fyrir nokkrum áratugum. Jón Þ. Ólafsson sem fór á ólympíuleikana í Róm 1960 og Tókío 1964 stökk ca 200 sinnum yfir 2 metra í hástökki. Í dag stekkur enginn íslendingur yfir tvo metra nema Einar Karl gerði það þó í sumar en hann hætti að æfa fyrir fimm árum. Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmaður, á besta afrek íslendings í allnokkrum greinum sem hann keppti í. Íslandsmet Sigfúsar í 10 km hlaupi stóð í yfir 30 ár þar til Kári Steinn sló það í fyrra. Það eygir enginn íslandsmet Vilhjálms Einarssonar í þrístökki sem sett var árið 1960. Þannig mætti áfram telja. Ekki er hægt að kvarta yfir aðstöðunni lengur. Íslendingar ráða yfir flottum aðstæðum við að iðka frjálsar íþróttir innanhúss. FRÍ þarf að taka þessi mál föstum tökum með langtímasjónarmið fyrir augum. Það er samkeppni um íþróttasinnaða krakka og það á að leitast við að beina þeim inn á þær brautir sem henta þeim best. Einar Daði, nýbakaður norðurlandameistari í 400 m grind 19 ára og yngri, var uppgötvaður meðan hann spilaði fótbolta með Víking. Hann hefði vafalaust orðið þokkalegur fótboltamaður en hann hefur alla möguleika á að verða mikill afreksmaður í frjálsum íþróttum.
sunnudagur, ágúst 23, 2009
Stundum er maður pirraður yfir hlutum sem öðrum finnst ekki ástæða til að hafa áhyggjur af. Sem betur fer hugsa ekki allir eins, sínum augum lítur hver á silfrið og allt það. Nú er ég hins vegar pirraður yfir hlutum sem ég veit að margir eru mér sammála um. Í gær var Reykjavíkurmaraþon haldið. Það er uppskeruhátíð hlaupara á landinu. Um 11.000 manns tóku þátt í því með einum eða öðrum hætti, hlupu lengra eða skemur, hlupu hratt eða hægt. Það verða allir að byrja einhvern tíma svo menn skulu ekki heldur vanmeta það að hlaupa stutt eða hlaupa hægt. Ég var mjög stoltur þegar ég hljóp mitt fyrsta skemmtiskokk, að ég tali nú ekki um 10 km. Maður skyldi því halda að frásagnir af þessum degi þættu nokkur fréttaefni. Annað eins er nú tínt til. Það höfðu verið ágætar fréttir af RM í aðdraganda hlaupsins svo maður bjóst við að fjölmiðlar hefðu loks uppgötvað hvaða viðburður er þarna á ferðinni. Fyrir utan hefðbundið maraþon var þarna haldið íslandsmeistaramót í maraþoni. Í gær réðust einnig úrslit í seríu fjögurra 10 km götuhlaupa sem hafa verið haldin í sumar. Í þeim hafa fleiri þúsund manns tekið þátt. Þegar ég kom heim eftir hlaupið sló ég upp á textavarpinu til að skoða hverjir hefðu sigrað í maraþoninu. Ekki orð um það en vel var sagt frá úrslitum í leikjum í efstu deild í austurrísku knattspyrnunni. Maður bugtar sig og þakkar. Á mbl.is var sagt frá hvaða einstaklingur kom fyrstur í mark í maraþoni en ekki orð um aðra maraþonhlaupara. Íslandsmeistaramót í maraþoni, hvað er nú það? Maraþon hefur t.d. þannig sess á Ólympíuleikunum að verðlaun í því eru yfirleitt afhent á lokahátíð leikanna. Stærra getur það varla orðið. Ekki orð á vísir.is. Ekki orð á ruv.is. Maður spyr sig eiginlega hvaða rugl er hér á ferðinni? Skítt með fjölmiðla sem eru í einkaeigu, efnistök þeirra koma mér ekki við en ríkisfjölmiðill hefur ákveðnar skyldur. Maður hélt einnig að Mogginn hefði ákveðinn standard sem gamalgróið blað en það er greinilega ekki rétt mat. Ég miða í þessum efnum m.a. við umfjöllun breskra fjölmiðla um Londonmaraþon bæði maraþondaginn og daginn eftir. Þá skildi maður betur hvernig hægt er að byggja upp stemmingu sem skilar 35 þúsund manns í hlaupið með vandaðri umfjöllun fjölmiðla um hlauparana, sem beinist ekki einvörðungu að þeir sem taka verðlaunapening í hlaupinu. Eins og vel er staðið að RM og góður fjölmiðlataktur byggður upp í aðdraganda hlaupsins þá spyr maður sig hvað veldur. Eru fréttir ekki sendar út að hlaupi loknu eða er þeim hent í ruslið? Án þess að ég sé að dissa strandblak sérstaklega þá má minna á það að Moggi skýrði vel og vandlega í máli og myndum frá úrslitum í nýafstöðnu íslandsmóti í strandblaki þar sem öðru liðinu sem átti að keppa í úrslitaleiknum í karlaflokki fannst ekki taka því að mæta til keppni.
Sveinn tók þátt í sínu fyrsta hálfmaraþoni í gær. Hann kláraði á 1.34 sem er fínn tími, sérstaklega miðað við það að hann rak fótinn í keilu út á Nesi og flaug á hausinn. Hann fékk nokkrar skrámur og hrufl en fann taktinn fljótt aftur. Hann var með öfugt splitt en seinni hlutinn var mun hraðari en sá fyrri. Ég hef verið að hvertja hann til að finna hlaupahóp úti í Oxford. Miðað við þær frumraunir sem hann hefur þreytt í sumar held ég að hann hafi ákveðinn takt í götuhlaup og það sem mestu máli skiptir er að honum finnst þetta gaman.
Gott hjá ríkissjónvarpinu að fara nokkrum orðum um skrílslætin í miðborginni eftir að hefbundinni dagskrá lauk í gærkvöldi. Ef alltaf er sagt að allt hafi verið fínt sama hvað gengur á þá breytist aldrei neitt.
Sveinn tók þátt í sínu fyrsta hálfmaraþoni í gær. Hann kláraði á 1.34 sem er fínn tími, sérstaklega miðað við það að hann rak fótinn í keilu út á Nesi og flaug á hausinn. Hann fékk nokkrar skrámur og hrufl en fann taktinn fljótt aftur. Hann var með öfugt splitt en seinni hlutinn var mun hraðari en sá fyrri. Ég hef verið að hvertja hann til að finna hlaupahóp úti í Oxford. Miðað við þær frumraunir sem hann hefur þreytt í sumar held ég að hann hafi ákveðinn takt í götuhlaup og það sem mestu máli skiptir er að honum finnst þetta gaman.
Gott hjá ríkissjónvarpinu að fara nokkrum orðum um skrílslætin í miðborginni eftir að hefbundinni dagskrá lauk í gærkvöldi. Ef alltaf er sagt að allt hafi verið fínt sama hvað gengur á þá breytist aldrei neitt.
laugardagur, ágúst 22, 2009
Ég vaknaði kl. 3:00 í nótt og fór að gera mig kláran. Það er að ýmsu að sinna áður en farið er í langa ferð. Morgunmaturinn er einfaldur á svona dögum, 1/2 líter af Herbalifehristing. Ég hafði hins vegar svolitlar áhyggjur af kvöldmatnum í gærkvöldi. Ég var niður í Vík á fótboltaleik, kom seint heim og reyndi að tína í mig það sem til var. Vanalega borða ég mig pakksaddan af staðgóðum mat fyrir löng hlaup en því var ekki að heilsa nú. Ákveðið fyrirhyggjuleysi. Það var allt blautt þegar ég leit út og hafði veður skipast skjótt í lofti. Það hafði verið heiðskýrt þegar ég fór að sofa og það hafði gefið ákveðnar vonir um góðviðri í dag. Ég var kominn niður í Lækjargötu rétt um 4:30, fór gegnum markið sem var verið að setja upp og hélt af stað. Planið var að fara fyrri hringinn á rétt rúmum 4 klst þannig að ég væri kominn í Lækjargötuna rétt í þann mund sem maraþonhlaupið yrði ræst. Fljótlega eftir að ég var lagður af stað fór að rigna og það rigndi áfram. Ég varð fljótt hundblautur og mér kólnaði. Eftir um klukkutíma í meiri og minni rigningu ákvað ég að koma við heima eftir rúma 23 km og sækja mér þurr og hlýrri föt. Þá hætti að rigna og ég fór að vona það besta. Ég rúllaði áfram í rólegheitum sem leið lá eftir maraþonbrautinni. Þegar ég kom heim var farið að hlýna þannig að ég sleppti öllum fataskiptum, vakti Svein sem ætlaði að hlaupa 1/2 maraþon, fyllti á brúsann en tók þó með mér vettlinga og þurra sokka. Ég hélt svo áfram sem leið lá út Fossvoginn, vestur Ægissíðuna og inn með að norðanverðu sem leið lá. Ég var kominn í Lækjargötuna svona 5 mínútum áður en hlaupið byrjaði. Ég var aftarlega þegar hlaupið byrjaði og þurfti að koma við í bílnum út við Suðurgötu. Ég sleppti öllum fataskiptum, fékk mér áfyllingu af hristing og græjaði mig áfram. Þá var hópurinn farinn hjá þannig að ég var orðinn síðastur. Ég náði öftustu mönnum í Suðurgötunni og svo nuddaði ég áfram, færði mig jafnt og þétt framar í hópinn. Skrokkurinn var fínn og þetta var bara nýtt hlaup. Ég fékk þó leiðindanuddverk í hægri fótinn og fannst á öllu að nú væri risablaðra í uppsiglingu. Það var ekkert við því að gera svo ég fór að hugsa um annað og hætti að hugsa um verkinn. Inni á hafnarsvæðinu var ein drykkjarstöð með lágmarks mannskap og starfsfólkið var á útopnuðu við að fylla í glös og þjóna hlaupurunum. Einum fannst það ekki ganga nógu vel og hreytti skæting í starfsfólkið fyrir lélega þjónustu. Hlaupari sem er að hlaupa maraþon á um 4 klst er ekki að keppa um verðlaun af einu eða neinu tagi. Fullorðið fólk á nú að kunna að anda með nefinu og sýna fólki sem er að vinna við svona hlaup í frítíma sínum lágmarks kurteisi, því það eru allir að gera sitt besta. Ég átti hristing úti í runna rétt við brúna yfir Miklubrautina og það var fínt að fá áfyllingu. Þarna fór þó smá pirringur að gera vart við sig. Mér fannst Powerate drykkurinn vera orðinn vemmilegur svo að ég var hættur að geta drukkið hann. Þegar ég reyndi að pína geli í mig með honum þá ætlaði allt að koma öfugt til baka. Á hverri drykkjarstöð vonaðist ég eftir því að það væri kók á boðstólum en sú von brást. Starfsfólkið sagði að það væri ekkert kók með í dæminu. Það er mikill kostur í löngum hlaupum að geta fengið fleiri en eina tegund orkudrykkja því þessir drykkir eru ekki neitt sérstaklega frískandi til lengdar. Ég var orðinn svo þurfi fyrir orkuskot úti við landamæri Reykjavíkur og Seltjarnarness að ég fór inn í búðina og bað um að fá eina kók lánaða. Það var mjög auðsótt og hún hressti mig verulega. Ég rúllaði svo í mark á rúmum 4 klst sem er svona la la. Ég hafði ætlað að fara undir 4 klst en það tókst ekki. Maður er hins vegar ekki að taka innan úr sér í svona hlaupi réttum mánuði fyrir keppnishlaup. Maður tekur þetta sem langa æfingu. Það tefur svolítið þegar er bara eitt klósett á drykkjarstöðvum og margir eru um hituna (setuna). Ég verð að segja eins og er að mér fannst viðurgerningurinn í markinu ekki nógu góður. Þegar fólk kemur í mark eftir maraþonhlaup er gott að fá smá orku- og sykur skot. Margir eru orðnir orkulitlir. Kók er það besta undir slíkum kringumstæðum. Poweratedrykkurinn sem maður er búinn að sulla í undanfarna klukkutíma er ekki það besta við hlaupalok. Eitthvað kökudrasl og bananar voru svo með orkudrykknum. Þetta fannst mér ekki lystugt. Stelpurnar sem voru að afgreiða orkudrykkinn sögðu að mjög margir hefðu spurt um kók. Mér finnst Vífilfell bara ekkert of gott til að spandera kóki í marknu og á drykkjarstöðvar í seinni hluta hlaupsins fyrst það er höfuðdrykkjarsponsör hlaupsins. Það var farið að rigna og kólna svo hlauparar voru farnir að hafa sig fljótt í burtu. Engu að síður hitti maður nokkra. Í fyrra fór ég fram úr gömlum skólabróður mínum á Ægissíðunni. Hann var ekki sérlega kátur yfir því þegar hann frétti að ég hefði verið á öðrum hring. Nú mætti hann betur undirbúinn og var kominn í mark þegar ég birtist. Þeir Borgarnesbræður, Stefán Gíslason og Ingimundur voru kampakátir. Þeir höfðu báðir bætt sig verulega. Stefán bætti tímann frá Akureyri um 10 mínútur og lauk hlaupinu á 3.17 klst. Ingimundur bætti tímann sinn um 13 mínútur og lauk hlaupinu á 3.20 klst. Stefán er gamall hlaupajaxl og laufléttur en saga Ingimundar er dálítið önnur. Fyrir fimm árum og 30-35 kílóum síðan gat Ingimundur ekki hlaupið þótt hann bæði vildi og reyndi. Nú, fimm árum síðar, er hann orðinn hörku hlaupari. Þetta er náttúrulega ekkert annað en kraftaverk í þess orð fyllstu merkingu. Hann hefur fengið Herbalife hjá mér og hefur sömu reynslu og ég að maður er miklu fljótari að jafna sig eftir langa túra ef maður fær sér próteinhristing á undan og eftir. Síðan er hann hættur að borða allt kolvetnadrasl og niðurstaðan er þessi. Magnað.
Ég fór svo að koma mér heim en tafðist nokkuð því bíllinn var lokaður inni í Latabæjarhlaupinu. Það var bara gaman að fylgjast með krökkunum og tíminn var vel notaður við að spjalla og teygja. Eftir Herbalife hristing og pottsetu var maður orðinn eins og ef maður hefði sofið út til kl. 10:00 í morgun. Dagurinn gat varla verið betri.
Ég fór svo að koma mér heim en tafðist nokkuð því bíllinn var lokaður inni í Latabæjarhlaupinu. Það var bara gaman að fylgjast með krökkunum og tíminn var vel notaður við að spjalla og teygja. Eftir Herbalife hristing og pottsetu var maður orðinn eins og ef maður hefði sofið út til kl. 10:00 í morgun. Dagurinn gat varla verið betri.
föstudagur, ágúst 21, 2009
fimmtudagur, ágúst 20, 2009
Það lítur þokkalega út með veður á laugardaginn. Það gæti dropað eitthvað en það verður bara að ráðast. Það verður vonandi þokkalega hlýtt. Ég geri ráð fyrir að taka tvöfaldan hring eins og í fyrra. Þá byrjar maður um kl. 4:30 niður í Lækjargötu og fer maraþonleiðina eins og hún liggur fyrir. Miðað við þokkaleg rólegheit geri ég ráð fyrir að koma í Lækjargötuna upp úr kl. 8:30 eða í tæka tíð til að koma inn í startið. Ég vil ekki koma of snemma og stoppa því þá er hætta á að maður stirðni. Best er að koma að öftustu mönnum og halda beint áfram í gegnum markið og taka þann seinni. Þetta verður síðasta langa æfingin fyrir London - Brighton hlaupið sem ég fer í þann 21. september n.k. Maður tekur kannski nokkur millilöng en ekki svona langt. Markmiðið verður að fara formlegt maraþon undir 4 klst. Ég fer aðeins yfir markinu í fyrra en þá var ég einhverra hluta vegna ekki alveg góður í maganum og þurfti að stoppa nokkrum sinnum á klósetti.
London - Brighton hefur þá sérstöðu að það er elsta ultrahlaup í heiminum. Fyrsta skráða hlaupið á þessari leið var haldið 1837 en fyrsta formlega keppnishlaupið avr haldið árið 1899. Fimm hlauparar luku hlaupinu en aðrir komu til Brighton með lest. Hlaupið komst í formlega mynd árið 1951 en leiðinni var breytt fyrir nokkrum árum og hlaupið fært út af hraðbrautinni út á sveitavegi. Það tekur lengri tíma nú að hlaupa það en áður og einhver hætta er á að maður villist. Alla vega fá hlaupararnir kort. London - Brighton er eitt af fjórum klassísku ultrahlaupum í heiminum.
Það verður gaman að sjá myndina frá Laugaveginum hjá Pétri Helga á morgun. Flott hugmynd hjá honum að taka dolluna með og fá þessa fínu dokumentarmynd út úr hlaupinu. Það er margt hægt. Því miður get ég ekki kíkt á fyrirlestrana seinnipartinn á morgun. Gerfigrasvöllurinn í Víkinni verður vígður síðdegis á morgun og strax á eftir verður dead or a life leikur hjá meistaraflokki Víkings við Aftureldingu. Ef Víkingur tapar eru þeir komnir í hörku fallbaráttu. Ef þeir vinna verður sjálftraustið vonandi aðeins skárra og smá fjarlægð komin frá fallslagnum.
María fer til Finnlands í fyrramálið á norðurlandamót unglinga í frjálsum íþróttum. Hún keppir þar í báðum grindahlaupunum. Það er nóg að gera því á helginni var hún einnig kölluð út í æfingar með unglingalandsliðinu í fótbolta undir 17 ára. Það gengur bara ekki upp að vera á mörgum vígstöðvum í einu. Það verður spilaður riðill í þessum aldursflokki hérlendis í byrjun september. Það kemur í ljós hvort hún verður valin í hópinn. Ef hún stendur sig vel í úrslitaleikjunum með HK/Víking á næstunni þá er allt opið í þeim efnum.
Hún mætti á skólasetningu í MR í dag. Nú er alvaran tekin við á þeim vettvangi.
London - Brighton hefur þá sérstöðu að það er elsta ultrahlaup í heiminum. Fyrsta skráða hlaupið á þessari leið var haldið 1837 en fyrsta formlega keppnishlaupið avr haldið árið 1899. Fimm hlauparar luku hlaupinu en aðrir komu til Brighton með lest. Hlaupið komst í formlega mynd árið 1951 en leiðinni var breytt fyrir nokkrum árum og hlaupið fært út af hraðbrautinni út á sveitavegi. Það tekur lengri tíma nú að hlaupa það en áður og einhver hætta er á að maður villist. Alla vega fá hlaupararnir kort. London - Brighton er eitt af fjórum klassísku ultrahlaupum í heiminum.
Það verður gaman að sjá myndina frá Laugaveginum hjá Pétri Helga á morgun. Flott hugmynd hjá honum að taka dolluna með og fá þessa fínu dokumentarmynd út úr hlaupinu. Það er margt hægt. Því miður get ég ekki kíkt á fyrirlestrana seinnipartinn á morgun. Gerfigrasvöllurinn í Víkinni verður vígður síðdegis á morgun og strax á eftir verður dead or a life leikur hjá meistaraflokki Víkings við Aftureldingu. Ef Víkingur tapar eru þeir komnir í hörku fallbaráttu. Ef þeir vinna verður sjálftraustið vonandi aðeins skárra og smá fjarlægð komin frá fallslagnum.
María fer til Finnlands í fyrramálið á norðurlandamót unglinga í frjálsum íþróttum. Hún keppir þar í báðum grindahlaupunum. Það er nóg að gera því á helginni var hún einnig kölluð út í æfingar með unglingalandsliðinu í fótbolta undir 17 ára. Það gengur bara ekki upp að vera á mörgum vígstöðvum í einu. Það verður spilaður riðill í þessum aldursflokki hérlendis í byrjun september. Það kemur í ljós hvort hún verður valin í hópinn. Ef hún stendur sig vel í úrslitaleikjunum með HK/Víking á næstunni þá er allt opið í þeim efnum.
Hún mætti á skólasetningu í MR í dag. Nú er alvaran tekin við á þeim vettvangi.
þriðjudagur, ágúst 18, 2009
Fyrirlestur Karenar Axelsdóttur í síðustu viku var hreint frábær. Það má vera að þríþrautarkapparnir hafi þekkt hana en ég hafði ekki heyrt á hana minnst þar til fyrir nokkrum vikum. Það er hreint magnað að hún skuli vera í breska áhugamannalandsliðinu og ein af fremstu konum í heiminum í ólympískri þríþraut. Karen ræddi margt s.s. hvernig þetta ævintýri byrjaði hjá henni sem var svona undir áþekkum kringumstæðum og hjá Dean Karnazes, þeim mikla ultrahlaupara. Hún fjallaði einnig um mataræði, æfingaskipulag og race planning. Þrátt fyrir að ég sé ekki þríþrautarmaður þá fannst mér mjög gaman að heyra svona fagmanneskju fara yfir málin. Ég trúi að það sé gott fyrir þá sem hafa lagt sig eftir þríþraut af ýmsum toga að hafa svsona hauk í horni. Það hlýtur einnig að gefa kappsfullu fólki byr undir báða vængi að sjá hvað hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi. Mér fannst áhugavert að heyra að mikil harmónía er milli þess mataræðis sem ég hef tileinkað mér og þess sem hún og hennar félagar vinna eftir (nema kakan í löngu hlaupunum). Það var einnig áhugavert að heyra hvað þríþrautakapparnir vinna eftir nákvæmu plani í keppninni sjálfri. Það er allt skipulagt. Það er ekki spurning að öguð vinnubrögð til allra hluta skila enn meiri árangri.
Maður veltir fyrir sér hvort sjálfskipaðir dómarar í hvað er íþrótt og hvað ekki muni telja Karenu Axelsdóttur með þegar kandidatar til íþróttamanns ársins verður valinn í vetur. Einhvern tíma hefði það þótt ágætt að vera í fjórða sæti á heimslista. Maður sér til.
Í smá pirringi um daginn lét ég þau orð falla að maður biði bara eftir frásögn af næsta stórmóti í strandblaki í íþróttafréttum. Sú bið reyndist styttri en mig grunaði. Í dag var frásögn af íslandsmótinu í strandblaki í íþróttakálfi Moggans. Alls mættu 22 lið til keppni samkvæmt Mogga. Reyndar er ekki sagt frá því að það eru bara tveir í liði svo þarna hafa verið 44 einstaklingar mættir til leiks. Í forbifarten er rétt að minna á að það mættu 1400 manns til leiks í Miðnæturhlaupinu. Það er ekki íþrótt að mati Mogga. Það mættu 17 einstaklingar til leiks í hálfum Ironman um daginn og puðuðu þar fleiri klukkutíma. Það er ekki íþrótt. Það hlupu 338 einstaklingar Laugaveginn um daginn og þar var sett glæsilegt íslandsmet. Það er ekki íþrótt að mati Mogga. Virðing sumra þeirra sem kepptu í íslandsmótinu í strandblaki er ekki meir en svo að annað liðið sem átti að keppa til úrslita í karlaflokki mætti ekki til leiks. Þetta er íþrótt að mati Mogga. Nú má enginn halda að ég sé á móti strandblaki. Alls ekki, það er fínt að þeim fjölgi sem iðka strandblak. Landsliðið íslenska fer þá kannski að vinna eins og eina og eina hrinu í leik við erlend lið. Það sem pirrar mig er óútskýranleg flokkun Mogga og ýmissa annarra fjölmiðla á hvað eru íþróttir og hvað ekki.
Ingólfur hringdi í mig í dag og sagðist hafa spurnir af því að það ætti að færa Haustlitahlaupið framar á föstudeginum. Það er fínt því hlaupið er ekki síst upplifunin af að hlaupa þessa fínu leið. Njóta umhverfisins, skoða fuglana, tína ber og svo framvegis. Það gerir maður ekki að áliðnu kvöldi. Í svona hlaupi liggur manni ekkert voðalega mikið á. Það má vel vera að það þróist yfir í að verða keppnishlaup. Það er bara fínt en það er þess tíma viðfangsefni.
Víkingar töpuði í kvöld fyrir Fjarðabyggð eftir að hafa verið komnir í 0-2 á 77. mínútu. Þeir eru orðnir nokkrir leikirnir sem þeir hafa tapað í sumar á síðustu tveim til þremur mínútunum. Það er kallað skortur á úthaldi.
Nú spáir bara vel á laugardaginn. Lægðin fer austur en ekki norðaustur. Það skiptir öllu máli svo nú lítur út fyrir fínt veður í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er fínt því óneitanlega setur veðrið stóran svip á daginn. Ég sé ekki annað en að það slagi hátt upp í 1000 þátttakendur í heilu maraþoni. Það líður ekki langur tími til að sá múr verði brotinn. Þetta er flott.
Maður veltir fyrir sér hvort sjálfskipaðir dómarar í hvað er íþrótt og hvað ekki muni telja Karenu Axelsdóttur með þegar kandidatar til íþróttamanns ársins verður valinn í vetur. Einhvern tíma hefði það þótt ágætt að vera í fjórða sæti á heimslista. Maður sér til.
Í smá pirringi um daginn lét ég þau orð falla að maður biði bara eftir frásögn af næsta stórmóti í strandblaki í íþróttafréttum. Sú bið reyndist styttri en mig grunaði. Í dag var frásögn af íslandsmótinu í strandblaki í íþróttakálfi Moggans. Alls mættu 22 lið til keppni samkvæmt Mogga. Reyndar er ekki sagt frá því að það eru bara tveir í liði svo þarna hafa verið 44 einstaklingar mættir til leiks. Í forbifarten er rétt að minna á að það mættu 1400 manns til leiks í Miðnæturhlaupinu. Það er ekki íþrótt að mati Mogga. Það mættu 17 einstaklingar til leiks í hálfum Ironman um daginn og puðuðu þar fleiri klukkutíma. Það er ekki íþrótt. Það hlupu 338 einstaklingar Laugaveginn um daginn og þar var sett glæsilegt íslandsmet. Það er ekki íþrótt að mati Mogga. Virðing sumra þeirra sem kepptu í íslandsmótinu í strandblaki er ekki meir en svo að annað liðið sem átti að keppa til úrslita í karlaflokki mætti ekki til leiks. Þetta er íþrótt að mati Mogga. Nú má enginn halda að ég sé á móti strandblaki. Alls ekki, það er fínt að þeim fjölgi sem iðka strandblak. Landsliðið íslenska fer þá kannski að vinna eins og eina og eina hrinu í leik við erlend lið. Það sem pirrar mig er óútskýranleg flokkun Mogga og ýmissa annarra fjölmiðla á hvað eru íþróttir og hvað ekki.
Ingólfur hringdi í mig í dag og sagðist hafa spurnir af því að það ætti að færa Haustlitahlaupið framar á föstudeginum. Það er fínt því hlaupið er ekki síst upplifunin af að hlaupa þessa fínu leið. Njóta umhverfisins, skoða fuglana, tína ber og svo framvegis. Það gerir maður ekki að áliðnu kvöldi. Í svona hlaupi liggur manni ekkert voðalega mikið á. Það má vel vera að það þróist yfir í að verða keppnishlaup. Það er bara fínt en það er þess tíma viðfangsefni.
Víkingar töpuði í kvöld fyrir Fjarðabyggð eftir að hafa verið komnir í 0-2 á 77. mínútu. Þeir eru orðnir nokkrir leikirnir sem þeir hafa tapað í sumar á síðustu tveim til þremur mínútunum. Það er kallað skortur á úthaldi.
Nú spáir bara vel á laugardaginn. Lægðin fer austur en ekki norðaustur. Það skiptir öllu máli svo nú lítur út fyrir fínt veður í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er fínt því óneitanlega setur veðrið stóran svip á daginn. Ég sé ekki annað en að það slagi hátt upp í 1000 þátttakendur í heilu maraþoni. Það líður ekki langur tími til að sá múr verði brotinn. Þetta er flott.
mánudagur, ágúst 17, 2009
Ég hef verið nokkuð laustengdur við tölvur að undanförnu og síðan tíminn farið í annað. Ég fór upp í Reykholt á miðvikudaginn með kollega frá Norðurlöndunum. Við héldum þar ársfund hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna. Á þessum fundum er bæði farið yfir fagleg málefni og síðan er socialt aktivitet til að menn kynnist aðstæðum hjá hver öðrum og rækta kunningjatengsl. Það skiptir miklu máli að hafa persónuleg sambönd við fagfólk á öllum Norðurlöndum sem maður getur haft samband við hvenær sem er. Við dvöldum á hótelinu í Reykholti. Þar eru fínar aðstæður og góður matur. Við fórum síðan í skoðunarferð um Reykholt, niður á Hvanneyri og Borgarnes og síðan í uppsveitir Reykholtsdals. Borgarfjörðurinn er mjög skemmtilegur fyrir utanaðkomandi hópa að heimsækja. Reykholt er náttúrulega einstakur ataður og allt að því heilagur í augum norðmanna. Þeir notuðu tækifærið og laumuðust til að baða sig í Snorralaug og voru lengi að fara upp úr, jafnvel þótt presturinn hafði við orð að bannfæra þá.
Við Sigrún fórum síðan austur í Skaftártungu á laugardaginn. Þar heimsóttum við vinafólk okkar Ágúst og Erlu. Þau eiga jörðina Svínadal sem er inn með Eldvatninu. Ágúst ólst upp í Svínadal. Faðir hans var einn af þessum undramönnum sem Vestur Skaftafellssýsla fóstraði á sínum tíma. Þessum mönnnum var ekkert ómögulegt sem tengdist vélum, tækjum, járnsmíði og rafmagni svo dæmi sé nefnt. Bjarni frá Hólmi er þeirra nafnkunnugastur en þeir voru ýmsir fleiri, þar á meðal faðir Ágústar. Hann setti upp í kringum 50 vatnsaflsstöðvar um allt land þar sem bæjarlækurinn var virkjaður og veitti með því ljósi og yl um fram að því dimm hús bændafólks. Nokkrar þeirra voru settar upp í hreppnum heima. Maður man eftir þvi hver munur var milli þeirra jarða sem höfðu rafstöðvarnar og þar af leiðandi nóg rafmagn til flestra hluta og síðan hinna sem höfðu í besta falli lítinn ljósamótor. Ágúst sýndi okkur vinnuaðstöðu föður síns en hún er óhreyfð frá því hann lést. Í örlitlum skúr, fullum af dóti og allskonar tækjum, var hægt að gera ótrúlega hluti. Með flatreimum sem lágu í allar áttir úr túrbínunni voru allslags vélar knúnar. Ofan í kaupið var fyrir ofan skúrinn borturn sem settur var upp til að bora eftir heitu vatni, knúður með reim. Ekki tókst borunin reyndar en sama var, það tókst flest annað. Það var hrein upplifun að skoða vinnuaðstöðu föður Ágústar og fá örlitla hugmynd um hverju hann áorkaði.
Því miður gekk ekki nógu vel hjá Ásdísi og Bergi á heimsmeistaramótinu. Það er svona, það gengur ekki alltaf allt upp. Mér fannst hins vegar skrítið að heyra það að hitinn hefði verið eitthvað erfiður. Kunna menn sem eru að fara að keppa í miklum hita virkilega ekki að gera hitaæfingar. Það er ekki flókið.
Ég fékk í gær upplýsingar um Haustlitahlaupið fyrir vestan. Ég er svolítið hugsi út af skipulagi og tímasetningum. Alla vega kemst ég ekki vestur á föstudeginum. Það er stjórnarfundur hjá sambandinu þann dag og maður hleypur ekki frá honum til að hlaupa.
Því miður lítur út fyrir rigningu á laugardaginn. Maður verður bara að vona það besta. Rigning myndi skemma þann þjóðhátiðarbrag sem vanalega á Reykjavíkurmaraþoni.
Við Sigrún fórum síðan austur í Skaftártungu á laugardaginn. Þar heimsóttum við vinafólk okkar Ágúst og Erlu. Þau eiga jörðina Svínadal sem er inn með Eldvatninu. Ágúst ólst upp í Svínadal. Faðir hans var einn af þessum undramönnum sem Vestur Skaftafellssýsla fóstraði á sínum tíma. Þessum mönnnum var ekkert ómögulegt sem tengdist vélum, tækjum, járnsmíði og rafmagni svo dæmi sé nefnt. Bjarni frá Hólmi er þeirra nafnkunnugastur en þeir voru ýmsir fleiri, þar á meðal faðir Ágústar. Hann setti upp í kringum 50 vatnsaflsstöðvar um allt land þar sem bæjarlækurinn var virkjaður og veitti með því ljósi og yl um fram að því dimm hús bændafólks. Nokkrar þeirra voru settar upp í hreppnum heima. Maður man eftir þvi hver munur var milli þeirra jarða sem höfðu rafstöðvarnar og þar af leiðandi nóg rafmagn til flestra hluta og síðan hinna sem höfðu í besta falli lítinn ljósamótor. Ágúst sýndi okkur vinnuaðstöðu föður síns en hún er óhreyfð frá því hann lést. Í örlitlum skúr, fullum af dóti og allskonar tækjum, var hægt að gera ótrúlega hluti. Með flatreimum sem lágu í allar áttir úr túrbínunni voru allslags vélar knúnar. Ofan í kaupið var fyrir ofan skúrinn borturn sem settur var upp til að bora eftir heitu vatni, knúður með reim. Ekki tókst borunin reyndar en sama var, það tókst flest annað. Það var hrein upplifun að skoða vinnuaðstöðu föður Ágústar og fá örlitla hugmynd um hverju hann áorkaði.
Því miður gekk ekki nógu vel hjá Ásdísi og Bergi á heimsmeistaramótinu. Það er svona, það gengur ekki alltaf allt upp. Mér fannst hins vegar skrítið að heyra það að hitinn hefði verið eitthvað erfiður. Kunna menn sem eru að fara að keppa í miklum hita virkilega ekki að gera hitaæfingar. Það er ekki flókið.
Ég fékk í gær upplýsingar um Haustlitahlaupið fyrir vestan. Ég er svolítið hugsi út af skipulagi og tímasetningum. Alla vega kemst ég ekki vestur á föstudeginum. Það er stjórnarfundur hjá sambandinu þann dag og maður hleypur ekki frá honum til að hlaupa.
Því miður lítur út fyrir rigningu á laugardaginn. Maður verður bara að vona það besta. Rigning myndi skemma þann þjóðhátiðarbrag sem vanalega á Reykjavíkurmaraþoni.
þriðjudagur, ágúst 11, 2009
mánudagur, ágúst 10, 2009
Það var flottur hálfkarl á Stórhafnarfjarðarsvæðinu í gær. Sautján keppendur sem kláruðu hálfkarlinn og mörg þeirra á góðum tíma. Steinn sigraði Torben og lauk þrautina á besta tíma íslendings. Eva lauk sömuleiðis þrautinni á fínum tíma eða vel undir sex tímum á besta tíma íslenskra kvenna. Það var sérstaklega gaman að fá hóp Vestfirðinga með í keppnina en þeir hafa greinilega æft vel og eru til alls líklegir á næsta sumri.
Nú á ég ekki von á öðru en að aðstandendur keppninnar hafi látið fjölmiðla vita vel af henni en það er því miður ekki að sjá á vefmiðlum að þeir hafi tekið við sér. Það væri gaman að sjá hvar árangur efstu manna er í stærra samhengi s.s. í norrænu. Það er sú viðmiðun sem er eðlileg að bera okkur saman við. Einnig er aldursflokkaviðmiðun áhugaverð í því sambandi. Mogginn var að vísu með mynd frá keppninni í blaðinu í morgun en ekkert um sigurvegara eða árangur.
Áherslur fjölmiðla hvað íþróttir varðar er náttúrulega oft stórfurðuleg og maður veit af og ekki til hvað maður á að halda. Um daginn var það frétt á báðum sjónvarpsstöðvanna að einhver strákur sem leikur með einhverju gjaldþrota liði í Noregi fékk að koma inn á í korter undir lok í vináttuleik á móti Liverpool. Það er búið að selja 9 leikmenn frá þessu liði til að skrapa upp í skuldir. Strákurinn hefur þá verið í C liðinu. Það varð hins vegar að stórfrétt í íslenskum ljósvakamiðlum þegar hann fékk að koma ínn á í nokkrar mínútur í vináttuleik. Þótt umboðsmenn séu að reyna að koma strákum sem þeir eru með á sínum snærum á framfæri þá er ekki þar með sagt að það þurfi að hlaupa upp til handa og fóta þótt þeir séu að senda eitthvað crap út og suður.
Í hádeginu á sunnudaginn var langur upplestur á Bylgjunni á nöfnum fótboltamanna sem annað hvort höfðu verið á bekknum en ekki spilað eða ekki einu sinni komist í aðalliðið hjá klúbbnum sem þeir eru á mála með. Hvaða fréttamat og metnaður er þetta eiginlega? Maður bíður bara eftir úrslitum frá næsta stórmóti í strandblaki.
Nú er farið að styttast í Haustlitahlaupið fyrir vestan. Það væri gaman að heyra hvort einhverjir eru áhugasamir að koma með vestur í lengri eða styttri leggi. Hlaupið í fyrra va rafar skemmtilegt, jafnvel fyrir mig sem er búinn að keyra leiðina ótal sinnum. Þetta er félagshlaup en ekki keppnishlaup. Það þróast kannski upp í það með tímanum. Tveggja daga hlaup eru algeng í nágrannalöndum okkar sem áhugaverður valkostur í ultrahlaupum. Líkur benda til að hlaupið verði lengt frá því í fyrra og endað niðri á Reykhólum en ekki uppi í Bjarkalundi. Það er ekki spurning að Reykhólar munu taka vel á móti hlaupurunum. Þar er t.d. frábær sundlaug. Það er engin þörf á að hlaupa alla leiðina heldur geta menn tekið það sem þeim hentar.
Ég sá í dag að það er verið að frumsýna klukkutíma mynd fyrir austan um Barðsnesshlaupið og höfund þess, jaxlinn Ingólf Sveinsson. Þetta er flott. Vonandi verður hægt að sjá hana hér syðra innan skamms.
Nú á ég ekki von á öðru en að aðstandendur keppninnar hafi látið fjölmiðla vita vel af henni en það er því miður ekki að sjá á vefmiðlum að þeir hafi tekið við sér. Það væri gaman að sjá hvar árangur efstu manna er í stærra samhengi s.s. í norrænu. Það er sú viðmiðun sem er eðlileg að bera okkur saman við. Einnig er aldursflokkaviðmiðun áhugaverð í því sambandi. Mogginn var að vísu með mynd frá keppninni í blaðinu í morgun en ekkert um sigurvegara eða árangur.
Áherslur fjölmiðla hvað íþróttir varðar er náttúrulega oft stórfurðuleg og maður veit af og ekki til hvað maður á að halda. Um daginn var það frétt á báðum sjónvarpsstöðvanna að einhver strákur sem leikur með einhverju gjaldþrota liði í Noregi fékk að koma inn á í korter undir lok í vináttuleik á móti Liverpool. Það er búið að selja 9 leikmenn frá þessu liði til að skrapa upp í skuldir. Strákurinn hefur þá verið í C liðinu. Það varð hins vegar að stórfrétt í íslenskum ljósvakamiðlum þegar hann fékk að koma ínn á í nokkrar mínútur í vináttuleik. Þótt umboðsmenn séu að reyna að koma strákum sem þeir eru með á sínum snærum á framfæri þá er ekki þar með sagt að það þurfi að hlaupa upp til handa og fóta þótt þeir séu að senda eitthvað crap út og suður.
Í hádeginu á sunnudaginn var langur upplestur á Bylgjunni á nöfnum fótboltamanna sem annað hvort höfðu verið á bekknum en ekki spilað eða ekki einu sinni komist í aðalliðið hjá klúbbnum sem þeir eru á mála með. Hvaða fréttamat og metnaður er þetta eiginlega? Maður bíður bara eftir úrslitum frá næsta stórmóti í strandblaki.
Nú er farið að styttast í Haustlitahlaupið fyrir vestan. Það væri gaman að heyra hvort einhverjir eru áhugasamir að koma með vestur í lengri eða styttri leggi. Hlaupið í fyrra va rafar skemmtilegt, jafnvel fyrir mig sem er búinn að keyra leiðina ótal sinnum. Þetta er félagshlaup en ekki keppnishlaup. Það þróast kannski upp í það með tímanum. Tveggja daga hlaup eru algeng í nágrannalöndum okkar sem áhugaverður valkostur í ultrahlaupum. Líkur benda til að hlaupið verði lengt frá því í fyrra og endað niðri á Reykhólum en ekki uppi í Bjarkalundi. Það er ekki spurning að Reykhólar munu taka vel á móti hlaupurunum. Þar er t.d. frábær sundlaug. Það er engin þörf á að hlaupa alla leiðina heldur geta menn tekið það sem þeim hentar.
Ég sá í dag að það er verið að frumsýna klukkutíma mynd fyrir austan um Barðsnesshlaupið og höfund þess, jaxlinn Ingólf Sveinsson. Þetta er flott. Vonandi verður hægt að sjá hana hér syðra innan skamms.
sunnudagur, ágúst 09, 2009
Það hefur verið rætt töluvert að undanförnu um bakreikning þann sem aldraðir og öryrkjar fá frá Tryggingastofnun ríkisins. Hann kemur meðal annars til vegna þess að fjármagnstekjur hafa verið vanætlaðar og þær eru að töluverðu leyti dregnar frá þaoim bótum sem viðkomandi aðilar fá frá stofnuninni. Á þessu eru ýmsar hliðar eins og komið hefur fram. Nú er ekkert á móti því að Tryggingastofnun taki mið af því þegar fólk hefur raunverulegar fjármagnstekur. Opinberar bætur eiga að vera öryggisnet en ekki sjálfsafgreiðsla peninga hvort sem fólk þarf á þeim að halda eða ekki. Komið hefur fram að í sumum tilvikum voru fjármagnstekjur reiknaðar vegna hlutabréfa sem reyndust síðan hjóm eitt sem eign. Fjármagnstekjurnar voru bara loftpeningar en ekki raunveruleg verðmæti. Annað sem ekki hefur farið hátt í umræðunni er að fjármagnstekjur eru bæði verðbætur og vextir. Mér finnst afar sérkennilegt að telja verðbætur sem tekjur. Verðbætur eiga að bæta upp rýrnun krónunnar vegna verðbólgu þannig að viðkomandi peningasumma hafi sama kaupmátt í enda tímabils eins og í upphafi þess. verðtrygging á að hafa í för með sér að eigandi peninganna sé jafnstæður eftir ákveðið tímabil enda þótt verðmæti gjaldmiðilsins hafi rýrnað. Segjum sem svo að einstaklingur eigi fimm milljónir krónur inni á verðtryggðum reikning. Hann fær 5% raunvexti og síðan verðtryggingu. Ef verðbólgan er 100% þá fær hann (gróft reiknað) fimm milljónir í verðbætur og síðan tvö hundruð og fimmtíu þúsundkall í vexti. Í árslok á hann því tíu milljónir og tvö hundruð og fimmtíu þúsund. Þessi sami einstaklingur hafði fengið eina milljón í bætur frá Trygginastofnun. Eftir breytinguna sem gerð var árið 2007 þá reiknast verðbætur sem tekjur. Þannig eru honum reiknaðar fimm milljónir og tvöhundruð og fimmtíu þúsund í tekjur. Fyrri bætur frá Tryggingastofnun lækka því verulega og ríkið sparar sér útgjöld. Ef verðbólgan er 0% þá fær þessi sami einstaklingur einungis tvöhundruð og fimmtíu þúsund í fjármagnstekjur. Það er innan skattleysismarka þannig að greiðslur frá Trygginastofnun dragast ekkert saman. Það er því ekki annað að sjá en að það sé ríkinu hagfellt hvað þetta uppgjör varðar að það sé töluverð verðbólga. Það sparar ríkinu greiðslur til gamla fólksins sem á einhverja smá aura inni á bók. Ég verð nú að segja að það er erfitt að sjá réttlætið í því að ríkið spari sér útgjöld úr Trygginastofnun eftir því sem verðbólgan er meiri. Mér finnst það bara vera spinnegal að telja verðbætur til tekna.
Lögfræðingsspíra nokkur skrifar grein í Moggann í dag til varnar glæpamönnum. Hann er ósáttur að það sé leyfilegt að ljósmyndarar geti tekið myndir í dómssal. Glæpamennirnir hafa mætt því með að koma í dómssal klæddir lambhúshettum, sólgleraugum og treflum. Spíran vitnar til Danmerkur og Noregs þar sem bannað er að taka myndir af sakborningum í dómssal. Af hverju er ekki alveg eins vitnað til Svóþjóðar, Finnlands, Englands, Þýskalands, Frakklands og Austurríkis, svo nokkur lönd séu nefnd, þar sem er þá líklega leyft að taka myndir af þeim. Ég man t.d. eftir að Fritzl sá umtalaði austurríski þrjótur hélt möppu fyrir framan andlitið á sér í nokkra daga. Þar sem ljósmyndun er bönnuð eru góðir teiknarar sendir á vettvang og niðurstaðan er nokkuð sú sama. Nú eru glæpir mismunandi alvarlegir. Mér finsnt að innflutningur á fleiri hundruð kílóum af eiturlyfjum sé allt að því atlaga að samfélaginu. Samfélagið á heimtinu á að vita hvernig þessir menn líta út svo það geti varað sig á þeim í framtiðinni alveg eins og á barnaníðingum. Persónuvernd á nefnileg frekar að snúa að því að vernda almenna borgara en ekki glæpamennina og misindisliðið. Spírurnar og lagatæknarnir hafa hins vegar einbeitt sér að því að verja glæpamennina og vandræðaliðið.
Bikarkeppni FRÍ fór fram í gær og í dag. Það var skemmtileg keppni þar sem prógrammið var keyrt áfram á skemmtilegan hátt. María var á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki og keppti fulla dagskrá þar sem Helga Margrét, sú mikla afreksstúlka, var meidd. Þá urðu aðrar að hlaupa í skarðið og draga vagninn. Stelpurnar í Ármanni/Fjölni náðu þriðja sæti þrátt fyrir að Helgu Margréti vantaði. Það hefði gustað í hnakkann á þeim sem unnu ef hún hefði verið í fullu fjöri. Ármann/Fjölnir varð svo einnig í þriðja sæti í heildina tekið. Eitt skil ég ekki en það er hvernig er hægt að láta breska landsliðskonu í frjálsíþróttum taka þátt í bikarkeppni uppi á Íslandi. Getur hún orðið bikarmeistari í tveimur löndum með tveimur félögum á sama árinu? Um innlenda frjálsíþróttamenn gildir að þeir mega einungis keppa með einu liði á hverju ári. Ég hélt að það gilti milli landa einnig. Þetta þarf að skoða svo þróunin fari ekki í neina vitleysu. Það er engu treystandi í þessu sambandi.
Lögfræðingsspíra nokkur skrifar grein í Moggann í dag til varnar glæpamönnum. Hann er ósáttur að það sé leyfilegt að ljósmyndarar geti tekið myndir í dómssal. Glæpamennirnir hafa mætt því með að koma í dómssal klæddir lambhúshettum, sólgleraugum og treflum. Spíran vitnar til Danmerkur og Noregs þar sem bannað er að taka myndir af sakborningum í dómssal. Af hverju er ekki alveg eins vitnað til Svóþjóðar, Finnlands, Englands, Þýskalands, Frakklands og Austurríkis, svo nokkur lönd séu nefnd, þar sem er þá líklega leyft að taka myndir af þeim. Ég man t.d. eftir að Fritzl sá umtalaði austurríski þrjótur hélt möppu fyrir framan andlitið á sér í nokkra daga. Þar sem ljósmyndun er bönnuð eru góðir teiknarar sendir á vettvang og niðurstaðan er nokkuð sú sama. Nú eru glæpir mismunandi alvarlegir. Mér finsnt að innflutningur á fleiri hundruð kílóum af eiturlyfjum sé allt að því atlaga að samfélaginu. Samfélagið á heimtinu á að vita hvernig þessir menn líta út svo það geti varað sig á þeim í framtiðinni alveg eins og á barnaníðingum. Persónuvernd á nefnileg frekar að snúa að því að vernda almenna borgara en ekki glæpamennina og misindisliðið. Spírurnar og lagatæknarnir hafa hins vegar einbeitt sér að því að verja glæpamennina og vandræðaliðið.
Bikarkeppni FRÍ fór fram í gær og í dag. Það var skemmtileg keppni þar sem prógrammið var keyrt áfram á skemmtilegan hátt. María var á sínu fyrsta ári í fullorðinsflokki og keppti fulla dagskrá þar sem Helga Margrét, sú mikla afreksstúlka, var meidd. Þá urðu aðrar að hlaupa í skarðið og draga vagninn. Stelpurnar í Ármanni/Fjölni náðu þriðja sæti þrátt fyrir að Helgu Margréti vantaði. Það hefði gustað í hnakkann á þeim sem unnu ef hún hefði verið í fullu fjöri. Ármann/Fjölnir varð svo einnig í þriðja sæti í heildina tekið. Eitt skil ég ekki en það er hvernig er hægt að láta breska landsliðskonu í frjálsíþróttum taka þátt í bikarkeppni uppi á Íslandi. Getur hún orðið bikarmeistari í tveimur löndum með tveimur félögum á sama árinu? Um innlenda frjálsíþróttamenn gildir að þeir mega einungis keppa með einu liði á hverju ári. Ég hélt að það gilti milli landa einnig. Þetta þarf að skoða svo þróunin fari ekki í neina vitleysu. Það er engu treystandi í þessu sambandi.
fimmtudagur, ágúst 06, 2009
Í vetur, þegar hin stóra mynd efnahagshrunsins fór að skýrast aðeins í öllu moldviðrinu, vorum við félagarnir eitthver sinn að ræða málin. Ég sagði að sá grunur læddist að me´r að af tvennu illu þá væri efnahagshrunið kannski illskárri kosturinn með öllum þeim hörmungum sem það hafði óhjákvæmi í för með sér. Það lá við að örfáir einstaklingar næðu öllum völdum í landinu, ekki einungis í efnahagslífinu heldur einnig í stjórnmálum og í stjórnkerfinu. Þá hefði ekki verið til baka snúið um alla framtíð. Sjálfstæði landsins hefði verið orðin tóm, lýðræðið hjóm, sjálfstæði fjölmiðla hjóm eitt og langflestir landsmenn hefðu verið áhrifalausir taflmenn á skákborði stórfínansins. Ég hef styrkst í þessari skoðun frekar en hitt eftir því sem fleiri upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Sóðaskapurinn virðist hafa verið takmarkalaus. Ástandinu mátti líkja við þann hluta villta vestursins sem tengdist taumlausri græðgi þeirra sem sífellt ásældust meira land, miskunnarleysi þeirra gagnvart innbyggjum landsins og hóflegri virðingu fyrir lögunum. Ef lögin voru til vandræða þá var þeim breytt að þörfum. Starfsmenn FME hafa lýst því hvernig það var að mæta á fundum með fulltrúum stórfínansins á litlum Yaris og mæta röðum lögfræðinga á dýrustu jeppum sem völ var á.
Afleiðingarnar bankahrunsins eru flestum kunnar. Ríkisstjórnin setti a.m.k. 200 milljarða inn í bankana til að forða því að eigendur peningabréfa sjóða og innistæðueigendur töpuðu stærstum hluta eigna sinna (vissulega umdeilanleg aðgerð). Ríkissjóður setti ca 350 milljarða inn í Seðlabankann til að forða gjaldþroti hans þegar tryggingar bankans reyndust verðlausar. Icesafe dæmið er óvíst en getur verið um 350 ma króna. Samanlögð er upphæð þessara þriggja liða sem svarar fjárlögum tveggja ára. Atvinnuleysi er um 9% og mun verða á þeim nótum um nokkurra missera skeið. Byggingargeirinn er hruninn. Offjárfesting er gríðarleg í íbúðarhúsnæði á stórhöfðuðborgarsvæðinu. Krónan hrundi í verði sem gerði fjölmarga gjaldþrota sem voru skuldsettir í erlendum lánum. Xextir eru afar háir. Ég ætla ekki að rekja þessa upptalningu lengur, hún er flestum kunn. Í ljósi þessa er mjög skiljanlegt að það sé gripið til aðferða sem eru á jaðrinum til að upplýsa almenning og stjórnvöld um ástæður þessarar þróunar. Ég tek undir skoðanir þess efnis að þegar samfélagið er í jafnvægi verður að vera tryggt að trúnaðarupplýsingar leki ekki úr bankakerfinu. En samfélgið er ekki í jafnvægi. Það er í miklu ójafnvægi, vægt sagt. Eðlilegt er að leita að rótum vandans. Öðruvísi er ekki hægt að berja í brestina. Á það má minna að sérstakur saksóknari sem hafði það sem sérverkefni að rannsaka orsakir efnahagshrunsins fékk ekki aðgang að lánabókum bankanna í vetur. Bankaleynd var borið við. Þetta er eins og sena úr leikhúsi fáránleikans. Það verður að leita að orsökum hrunsins með öllum tiltækum ráðum svo hægt verði að koma lögum yfir þá sem þar eru orsakavaldar. Snærisþjófarnir eru búraðir inni eins og vanalega. Strákarnir sem stálu nokkrum milljónatugum af Íbúðarlánasjóði voru samstundis settir í einangrun. Á meðan berst samfélagið fyrir tilveru sinni á barmi fjárhagslegs hruns og það er engum að kenna. Er þetta mönnum bjóðandi?
Það er smá frétt á norska ultravefnum um Akureyrarhlaupið. Félagar okkar í Noregi eru áhugasamir um það sem er að gerast hérlendis í ultrahlaupum og birta oft fréttir á vefnum sínum um áhugaverð verkefni hér hjá okkur. Ég hef ekki hitt Einar sem heldur utan um vefinn en hef oft verið í tölvupóstsambandi við hann. Slóðin á vefinn er www.kondis.no/ultra
Ég fékk í morgun fréttabréf frá London - Brighton hlaupinu. Hlaupaleiðinni hefur verið breytt eitthvað frá því Ágúst hljóp það hér um árið. Það er búið að færa það af hraðbrautinni út á einhverja sveitavegi. Maður verður að hlaupa með kort til að rata!! Hægt er að leigja litla GPS senda eins og ég var með í Akureyrarhlaupinu svo aðstandendur geti fylgst með sínum manni og hugsanlega leiðbeint ef menn fara villur vegar. Hlaupið er um 90 km langt og það eru sesttar 13 klst sem hámarks tími. Það ætti að hafast ef maður villist ekki.
Afleiðingarnar bankahrunsins eru flestum kunnar. Ríkisstjórnin setti a.m.k. 200 milljarða inn í bankana til að forða því að eigendur peningabréfa sjóða og innistæðueigendur töpuðu stærstum hluta eigna sinna (vissulega umdeilanleg aðgerð). Ríkissjóður setti ca 350 milljarða inn í Seðlabankann til að forða gjaldþroti hans þegar tryggingar bankans reyndust verðlausar. Icesafe dæmið er óvíst en getur verið um 350 ma króna. Samanlögð er upphæð þessara þriggja liða sem svarar fjárlögum tveggja ára. Atvinnuleysi er um 9% og mun verða á þeim nótum um nokkurra missera skeið. Byggingargeirinn er hruninn. Offjárfesting er gríðarleg í íbúðarhúsnæði á stórhöfðuðborgarsvæðinu. Krónan hrundi í verði sem gerði fjölmarga gjaldþrota sem voru skuldsettir í erlendum lánum. Xextir eru afar háir. Ég ætla ekki að rekja þessa upptalningu lengur, hún er flestum kunn. Í ljósi þessa er mjög skiljanlegt að það sé gripið til aðferða sem eru á jaðrinum til að upplýsa almenning og stjórnvöld um ástæður þessarar þróunar. Ég tek undir skoðanir þess efnis að þegar samfélagið er í jafnvægi verður að vera tryggt að trúnaðarupplýsingar leki ekki úr bankakerfinu. En samfélgið er ekki í jafnvægi. Það er í miklu ójafnvægi, vægt sagt. Eðlilegt er að leita að rótum vandans. Öðruvísi er ekki hægt að berja í brestina. Á það má minna að sérstakur saksóknari sem hafði það sem sérverkefni að rannsaka orsakir efnahagshrunsins fékk ekki aðgang að lánabókum bankanna í vetur. Bankaleynd var borið við. Þetta er eins og sena úr leikhúsi fáránleikans. Það verður að leita að orsökum hrunsins með öllum tiltækum ráðum svo hægt verði að koma lögum yfir þá sem þar eru orsakavaldar. Snærisþjófarnir eru búraðir inni eins og vanalega. Strákarnir sem stálu nokkrum milljónatugum af Íbúðarlánasjóði voru samstundis settir í einangrun. Á meðan berst samfélagið fyrir tilveru sinni á barmi fjárhagslegs hruns og það er engum að kenna. Er þetta mönnum bjóðandi?
Það er smá frétt á norska ultravefnum um Akureyrarhlaupið. Félagar okkar í Noregi eru áhugasamir um það sem er að gerast hérlendis í ultrahlaupum og birta oft fréttir á vefnum sínum um áhugaverð verkefni hér hjá okkur. Ég hef ekki hitt Einar sem heldur utan um vefinn en hef oft verið í tölvupóstsambandi við hann. Slóðin á vefinn er www.kondis.no/ultra
Ég fékk í morgun fréttabréf frá London - Brighton hlaupinu. Hlaupaleiðinni hefur verið breytt eitthvað frá því Ágúst hljóp það hér um árið. Það er búið að færa það af hraðbrautinni út á einhverja sveitavegi. Maður verður að hlaupa með kort til að rata!! Hægt er að leigja litla GPS senda eins og ég var með í Akureyrarhlaupinu svo aðstandendur geti fylgst með sínum manni og hugsanlega leiðbeint ef menn fara villur vegar. Hlaupið er um 90 km langt og það eru sesttar 13 klst sem hámarks tími. Það ætti að hafast ef maður villist ekki.
miðvikudagur, ágúst 05, 2009
þriðjudagur, ágúst 04, 2009
Það er margt sem skýrst hefur á síðustu dögum. Hluti stjórnkerfisins er gjörsamlega óhæfur. Hver lætur sér detta í hug að hægt sé að koma í veg fyrir umfjöllun um eitthvert mál með því að setja lögbann á umfjöllun um það í einum ákveðnum fjölmiðli? Við lifum ekki á tímum Prövdu í Sovétríkjunum eða Dagblaðs Alþýðunnar í Kína. Þegar veldi þessara fjölmiðla reis sem hæst var hægt að stýra því hvaða upplýsingar bárust til almennings í viðkomandi löndum. Það er ekki hægt í dag eins og dæmin sanna. Ef einhver lætur sér detta slíkt í hug þá held ég að rétt væri að skoða ályktunarhæfni og common sence viðkomandi í öðrum málum. Maður hefur sjaldan orðið vitni að eins svakalegu PR Harakiri eins og í þessu máli. Forsætisráðherra er mjög undrandi á innihalda lánabókarinnar samkvæmt fréttum. Á maður virkilega að trúa því að æðstu stjórnvöld og nánustu fagstofnanir þeirra hafi ekki haft glöggt yfirlit um það sem gerðist innan bankanna áður en þeir hrundu? Grundvallarupplýsingar eru forsenda þess að hægt sé að móta stefnu um í hvaða átt er farið. Hvernig munu stjórnvöld ganga til þess verkefnis að gera upp ástæður efnahagshrunsins?
Í fréttum í kvöld kom fram að kaupmáttur launa myndi hríðfalla á komandi mánuðum og misserum. Líklegt er að það herði á kröfunni um að uppgjörið fari fram fyrir opnum tjöldum. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir að það búi rúmlega þrjúhundruðþúsund einstaklingar í landinu sem hafi mismunandi skoðanir á málum og innan ríkisstjórnarinnar séu margar stefnur í Icesafe málinu. Því sem erfitt að halda fram einni ákveðinni stefnu. Það er ekki skrítið með hliðsjón af þessum orðum að vönum PR mönnum þyki að betur megi halda á kynningarmálum landsins á erlendum vettvangi.
Ég held að það ættu sem flestir að klippa grein Evu Joly út og hafa hana á ísskápnum hjá sér og lesa hana af og til. Hún segir nákvæmlega það sem skiptir máli. Að hún komi þessari grein í þrjú erlend víðlesin blöð sama daginn segir svolítið til um hvaða rykti hún hefur á evrópskum vettvangi. Við ættum frekar að vera þakklát fyrir slíkan liðsmann en að hreyta í hann köpuryrðum.
Mikið er fjallað um lánabók Kaupþings í erlendum fjölmiðlum í dag. Danir hitta naglann á höfuðið þegar þeir kalla lánastefnu Kaupþings undir það síðasta "Ta det selv bord".
Ég er orðinn vandfýsnari á þær bækur sem ég kaupi en fyrr. Nú kaupi ég bara bækur sem maður vill eiga og getur lesið aftur og aftur. Ég hef keypt tvær bækur á síðustu dögum. Fyrir norðan keypti ég Ofsa eftir Einar Kárason. Bókin fjallar um aðdraganda og ástæður Flugumýrarbrennu á Sturlungaöld. Bókin er hreint mögnuð. Einari tekst að glæða frásögnina þvílíku lífi að maður þarf að lesa hana aftur og aftur til að ná að innbyrða verkið til fulls. Í öðru lagi kveikti þetta í manni löngun til að lesa Sturlungu og kynnast henni betur en hún hefur byggt bókaskápinn óhreifð í 10 - 15 ár.
Síðan keypti ég bókina " og svo kom Ferguson" sem Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri skrifaði og er nýkomin út. Hún fjallar um uppruna Ferguson dráttarvélarinnar sem var farið að flytja til landsins upp úr seinna stríði og þann þátt sem hún átti í vélvæðingu sveitanna sem var undirstaða að stórfelldum framförum í landbúnaðinum. Í bókinni er getið um báða afa mína enda áttu hvorir tveggja sinn Grána, eins og fyrstu Ferguson vélarnar voru gjarna nefndar.
Í fréttum í kvöld kom fram að kaupmáttur launa myndi hríðfalla á komandi mánuðum og misserum. Líklegt er að það herði á kröfunni um að uppgjörið fari fram fyrir opnum tjöldum. Upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir að það búi rúmlega þrjúhundruðþúsund einstaklingar í landinu sem hafi mismunandi skoðanir á málum og innan ríkisstjórnarinnar séu margar stefnur í Icesafe málinu. Því sem erfitt að halda fram einni ákveðinni stefnu. Það er ekki skrítið með hliðsjón af þessum orðum að vönum PR mönnum þyki að betur megi halda á kynningarmálum landsins á erlendum vettvangi.
Ég held að það ættu sem flestir að klippa grein Evu Joly út og hafa hana á ísskápnum hjá sér og lesa hana af og til. Hún segir nákvæmlega það sem skiptir máli. Að hún komi þessari grein í þrjú erlend víðlesin blöð sama daginn segir svolítið til um hvaða rykti hún hefur á evrópskum vettvangi. Við ættum frekar að vera þakklát fyrir slíkan liðsmann en að hreyta í hann köpuryrðum.
Mikið er fjallað um lánabók Kaupþings í erlendum fjölmiðlum í dag. Danir hitta naglann á höfuðið þegar þeir kalla lánastefnu Kaupþings undir það síðasta "Ta det selv bord".
Ég er orðinn vandfýsnari á þær bækur sem ég kaupi en fyrr. Nú kaupi ég bara bækur sem maður vill eiga og getur lesið aftur og aftur. Ég hef keypt tvær bækur á síðustu dögum. Fyrir norðan keypti ég Ofsa eftir Einar Kárason. Bókin fjallar um aðdraganda og ástæður Flugumýrarbrennu á Sturlungaöld. Bókin er hreint mögnuð. Einari tekst að glæða frásögnina þvílíku lífi að maður þarf að lesa hana aftur og aftur til að ná að innbyrða verkið til fulls. Í öðru lagi kveikti þetta í manni löngun til að lesa Sturlungu og kynnast henni betur en hún hefur byggt bókaskápinn óhreifð í 10 - 15 ár.
Síðan keypti ég bókina " og svo kom Ferguson" sem Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri skrifaði og er nýkomin út. Hún fjallar um uppruna Ferguson dráttarvélarinnar sem var farið að flytja til landsins upp úr seinna stríði og þann þátt sem hún átti í vélvæðingu sveitanna sem var undirstaða að stórfelldum framförum í landbúnaðinum. Í bókinni er getið um báða afa mína enda áttu hvorir tveggja sinn Grána, eins og fyrstu Ferguson vélarnar voru gjarna nefndar.
mánudagur, ágúst 03, 2009
Við komum frá Sauðárkróki í gærkvöldi. Þangað fórum við á fimmtudaginn á unglingalandsmót UMFÍ. Þetta var fín samkoma. Aðstæður eru náttúrulega eins og þær geta bestar verið á Sauðárkróki. Flott mannvirki og öll innan seilingar hvert frá öðru þannig að ef foreldrar voru með börn sem voru að keppa á mismunandi vígstöðvum þá var stutt að fara á milli. Skagfirðingar kunna að standa að svona mótum svo framkvæmdin var til fyrirmyndar. Þetta er fimmta unglingalandsmótið sem við förum á og alltaf jafn gaman að koma á þau. Veðrið var í lagi. Smá kalt og kaldi á föstudag en þurrt, logn, hlýrra og smá súld á laugardag og svo sól og gott veður á sunnudag. Fólkið var til fyrirmyndar, maður var aldrei var við neinn umgang eða hávaða á tjaldstæðinu eftir miðnætti svo það var allt einnig eins og best var á kosið hvað þessa hlið málsins snerti.
Keppendum fjölgaði verulega frá fyrri mótum eða upp í um 1500. Svo voru 8-9.000 aðstandendur með. Það er ljóst að það er ómögulegt fyrir minni staði að taka á móti svona mótum. Strandabyggð átti að halda mótið á næsta ári en þau eru hætt við það, sem beteur fer. Mótið verður haldið á Grundarfirði á næsta ári en síðan á Egilsstöðum þar sem allar aðstæður eru fyrir hendi. Mér fannst athyglisvert að sjá að Norðurþing hafði sótt um að halda mótið á árinu 2011 á Þórhöfn á Langanesi. Nú vil ég Þórshöfnungum og þeim Norður Þingeyingum alls hins besta eftir nokkra ára ánægjulega búsetu á Raufarhöfn. En það er á hreinu í mínum huga að svona stórt mót er of stórt verkefni fyrir 500 manna samfélag. Sveitarfélagið yrði að leggja í það mikinn kostnað fyrir eina helgi að það væri óverjanlegt án þess að ég útlisti það nánar. Menn byggja ekki upp aðstæður fyrir svona mót í flestum byggðarlögum landsins. Það er á hreinu. Skynsemin verður að ráða.
Landsmótin eru að öðrum toga eins og stórt ættarmót. Þarna hittir maður vini og kunningja sem maður hittir sjaldnast nema einu sinni á ári á þessu móti. Það er eitt af því ánægjulega við þessar samkomur. Þarna koma foreldrar með krakkana sína sem spreyta sig við hinar mismunandi íþróttagreinar. Gaman var að sjá hvað eldri flokkarnir voru fjölmennari en oft áður. Bæði ferðast fólk minna til útlanda yfir hásumarið en áður og einnig eru uppeldisáhrifin af mótunum einnig að koma í ljós. Krökkunum finnst sjálfsagt að fara á landsmótið eins og fyrri ár enda þótt þeir séu orðnir eldri.
Maður heyrði ekki mikið af fréttum yfir helgina en þó gat maður ekki annað en numið þær helstu. Lögbann héraðsdóms Reykjavíkur á fréttir RÚV af lánabók Kaupþings er náttúrulega með slíkum ósköpum að maður hefur varla eða ekki heyrt hliðstæðu þess. Heldur Héraðsdómur Reykjavíkur virkilega að hann geti barið niður umræðu um stöðu mála og vinnubrögð bankamanna fyrir hrunið með þessum vinnubrögðum? Það er mikill misskilningur. Það ríkir ekkert venjulegt ástand í landinu. Bankakerfið er hrunið og það lá við að hagkerfið sigldi í þrot sl. vetur. Það mátti t.d. engu muna að innflutningur olíu og lyfja strandaði eftir bankahrunið vegna gjaldeyrisskorts svo dæmi sé nefnt. Við slíkar aðstæður verur að leggja öll spil á borðið. Að reyna að beita bankaleynd til að koma í veg fyrir upplýsta umræðu um vinnubrögð í bankageiranum í aðdraganda hrunsins er í besta falli hreinn barnaskapur en stutt er yfir í að hömlur á upplýsingar og umræðu sé kríminell þegar tekið er mið af þeim byrðum sem á að leggja á fólkið í landinu. Þegar á að leggja gríðarlegar skuldbindingar á herðar almennings sem hann átti enga aðkomu í að stofna til þá er lágmarkskrafa að sá sami almenningur geti farið í gegnum upplýsta umræðu um aðdraganda og forsendur bankahrunsins.
Eva Joly reit skelegga grein í Mbl og nokkur erlend blöð á helginni. Ég sá ekkert í þeim skrifum sem mér þótti aðfinnsluvert og var í raun og veru ánægður með að hún skyldi tala málstað fólksins í landinu með svo skeleggum hætti. Það er því með miklum firnum að aðstoðarmaður forsætisráðherra vaði opinberlega í Evu með köpuryrðum. Það er ljóst að í öllum alvöru samfélögum þá segir aðstoðarmaður forsætisráðherra ekkert opinberlega nema í samráði og með samþykki yfirboðara síns. Það væri áhugavert að fá nánari umfjöllun um þá hlið málsins.
Fagmenn í PR málum hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir slælega framgöngu við að kynna sjónarmið íslendinga erlendis og þá sérstaklega í þeim löndum sem Icesafe málið vegur þyngst á metunum. Skrifstofustjóri kynningarmála í fjármálaráðuneytinu svaraði gagnrýninni í hádegisútvarpinu. Það hlýtur að vera hægt að leggja fram yfirlit um það sem gert hefur verið í þessum málum síðustu vikur og mánuði. Fundir, viðtöl, blaðagreinar, auglýsingar og svo framvegis. Upplýsingar á borðið, takk fyrir.
Það væri gaman að fá upplýsingar um hve margar nauðganir eru kærðar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku ár hvert. Þangað koma árlega nokkrir tugir þúsunda gesta. Ég tel mig muna það rétt að fyrir nokkrum árum hafi því verið slegið upp með stríðsletri í dönskum fjölmiðlum að stúlku hafi verið nauðgað á Hróarskeldu. Það þótti mikil og slæm tíðindi. Samkvæmt fréttum eru allir sammála um að verslunarmannahelgin hafi gengið mjög vel hérlendis í ár. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Einungis fjórar eða fimm nauðganir hafi verið kærðar, þar af tvær á fimmtán ára stúlkum. Álíka fjöldi varð fyrir mjög grófum líkamsárásum fyrir utan alla smápústra. Fangageymslur voru víða stappfullar en annars var þetta alveg skínandi vel lukkað.
Ég hlustaði á brekkusöng Árna Johnsen í útvarpinu í gærkvöldi þegar við vorum að taka upp úr töskunum. Árni verður seint talinn til betri gítarleikara og margir eru betri söngvarar en hann en hann er entertainer. Hann kann að skemmta fólki og það er það sem mestu máli skiptir.
Ég hljóp ekki mikið seinni hluta júlí. Það var allt í lagi því maður þarf að huga að hvíldinni af og til. Nú eru næg verkefni framundan. RM (kannski tvöfalt), Haustlitahlaupið og svo London - Brighton þann 20. sept. Það verður því hert á prógramminu næstu vikurnar. Það er bara fínt því maður er fullur áhuga á að takast á við skemmtileg verkefni.
Keppendum fjölgaði verulega frá fyrri mótum eða upp í um 1500. Svo voru 8-9.000 aðstandendur með. Það er ljóst að það er ómögulegt fyrir minni staði að taka á móti svona mótum. Strandabyggð átti að halda mótið á næsta ári en þau eru hætt við það, sem beteur fer. Mótið verður haldið á Grundarfirði á næsta ári en síðan á Egilsstöðum þar sem allar aðstæður eru fyrir hendi. Mér fannst athyglisvert að sjá að Norðurþing hafði sótt um að halda mótið á árinu 2011 á Þórhöfn á Langanesi. Nú vil ég Þórshöfnungum og þeim Norður Þingeyingum alls hins besta eftir nokkra ára ánægjulega búsetu á Raufarhöfn. En það er á hreinu í mínum huga að svona stórt mót er of stórt verkefni fyrir 500 manna samfélag. Sveitarfélagið yrði að leggja í það mikinn kostnað fyrir eina helgi að það væri óverjanlegt án þess að ég útlisti það nánar. Menn byggja ekki upp aðstæður fyrir svona mót í flestum byggðarlögum landsins. Það er á hreinu. Skynsemin verður að ráða.
Landsmótin eru að öðrum toga eins og stórt ættarmót. Þarna hittir maður vini og kunningja sem maður hittir sjaldnast nema einu sinni á ári á þessu móti. Það er eitt af því ánægjulega við þessar samkomur. Þarna koma foreldrar með krakkana sína sem spreyta sig við hinar mismunandi íþróttagreinar. Gaman var að sjá hvað eldri flokkarnir voru fjölmennari en oft áður. Bæði ferðast fólk minna til útlanda yfir hásumarið en áður og einnig eru uppeldisáhrifin af mótunum einnig að koma í ljós. Krökkunum finnst sjálfsagt að fara á landsmótið eins og fyrri ár enda þótt þeir séu orðnir eldri.
Maður heyrði ekki mikið af fréttum yfir helgina en þó gat maður ekki annað en numið þær helstu. Lögbann héraðsdóms Reykjavíkur á fréttir RÚV af lánabók Kaupþings er náttúrulega með slíkum ósköpum að maður hefur varla eða ekki heyrt hliðstæðu þess. Heldur Héraðsdómur Reykjavíkur virkilega að hann geti barið niður umræðu um stöðu mála og vinnubrögð bankamanna fyrir hrunið með þessum vinnubrögðum? Það er mikill misskilningur. Það ríkir ekkert venjulegt ástand í landinu. Bankakerfið er hrunið og það lá við að hagkerfið sigldi í þrot sl. vetur. Það mátti t.d. engu muna að innflutningur olíu og lyfja strandaði eftir bankahrunið vegna gjaldeyrisskorts svo dæmi sé nefnt. Við slíkar aðstæður verur að leggja öll spil á borðið. Að reyna að beita bankaleynd til að koma í veg fyrir upplýsta umræðu um vinnubrögð í bankageiranum í aðdraganda hrunsins er í besta falli hreinn barnaskapur en stutt er yfir í að hömlur á upplýsingar og umræðu sé kríminell þegar tekið er mið af þeim byrðum sem á að leggja á fólkið í landinu. Þegar á að leggja gríðarlegar skuldbindingar á herðar almennings sem hann átti enga aðkomu í að stofna til þá er lágmarkskrafa að sá sami almenningur geti farið í gegnum upplýsta umræðu um aðdraganda og forsendur bankahrunsins.
Eva Joly reit skelegga grein í Mbl og nokkur erlend blöð á helginni. Ég sá ekkert í þeim skrifum sem mér þótti aðfinnsluvert og var í raun og veru ánægður með að hún skyldi tala málstað fólksins í landinu með svo skeleggum hætti. Það er því með miklum firnum að aðstoðarmaður forsætisráðherra vaði opinberlega í Evu með köpuryrðum. Það er ljóst að í öllum alvöru samfélögum þá segir aðstoðarmaður forsætisráðherra ekkert opinberlega nema í samráði og með samþykki yfirboðara síns. Það væri áhugavert að fá nánari umfjöllun um þá hlið málsins.
Fagmenn í PR málum hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir slælega framgöngu við að kynna sjónarmið íslendinga erlendis og þá sérstaklega í þeim löndum sem Icesafe málið vegur þyngst á metunum. Skrifstofustjóri kynningarmála í fjármálaráðuneytinu svaraði gagnrýninni í hádegisútvarpinu. Það hlýtur að vera hægt að leggja fram yfirlit um það sem gert hefur verið í þessum málum síðustu vikur og mánuði. Fundir, viðtöl, blaðagreinar, auglýsingar og svo framvegis. Upplýsingar á borðið, takk fyrir.
Það væri gaman að fá upplýsingar um hve margar nauðganir eru kærðar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku ár hvert. Þangað koma árlega nokkrir tugir þúsunda gesta. Ég tel mig muna það rétt að fyrir nokkrum árum hafi því verið slegið upp með stríðsletri í dönskum fjölmiðlum að stúlku hafi verið nauðgað á Hróarskeldu. Það þótti mikil og slæm tíðindi. Samkvæmt fréttum eru allir sammála um að verslunarmannahelgin hafi gengið mjög vel hérlendis í ár. Eiginlega alveg ótrúlega vel. Einungis fjórar eða fimm nauðganir hafi verið kærðar, þar af tvær á fimmtán ára stúlkum. Álíka fjöldi varð fyrir mjög grófum líkamsárásum fyrir utan alla smápústra. Fangageymslur voru víða stappfullar en annars var þetta alveg skínandi vel lukkað.
Ég hlustaði á brekkusöng Árna Johnsen í útvarpinu í gærkvöldi þegar við vorum að taka upp úr töskunum. Árni verður seint talinn til betri gítarleikara og margir eru betri söngvarar en hann en hann er entertainer. Hann kann að skemmta fólki og það er það sem mestu máli skiptir.
Ég hljóp ekki mikið seinni hluta júlí. Það var allt í lagi því maður þarf að huga að hvíldinni af og til. Nú eru næg verkefni framundan. RM (kannski tvöfalt), Haustlitahlaupið og svo London - Brighton þann 20. sept. Það verður því hert á prógramminu næstu vikurnar. Það er bara fínt því maður er fullur áhuga á að takast á við skemmtileg verkefni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)