sunnudagur, júlí 29, 2007

Frá Tassilaq (Polhelmfjallið í baksýn)

Ég set hér inn lokatíma þeirra liða sem kláruðu keppnina á Grænlandi svo úrslitin séu til aðgengileg á einum stað.

ISI Salomon (dönsku strákarnir) 45.21.55
Neriusaaq (grænlenskt lið heimamenn) 50.40.15
Maniitsoq (grænlenskir strákar frá Nuuk) 52.27.29
Explorer (bandaríska liðið) 56.40.32
Les Couleres del´Adventure (frakkar) 57.37.52
Feed the Machine (blandad lid) 58.02.09
Team Intersport Iceland 59.05.10
Mac Pac & Icebreakers (hollendingar) 67.11.25
Northern Lights (ísl. og danir) 69.42.36
Finisterre (breskir hermenn) 71.57.58

Vid töpuðum a.m.k. fimm tímum vegna uppákoma í rötun og einnig flýtti það ekki fyrir okkur að tapa kortinu í upphafi langa leggsins. Explorer var með okkur í fyrri villunni þannig að þau töfðust einnig en unnu það upp m.a. með betri róðri. Við vorum búnir að draga frakkana uppi á punkti 6 um hádegi á miðvikudag og áttum þá klukkutíma inni á þá frá fyrri dögum. Þeir fara því síðustu leggina um 2.5 klst hraðar en við. Hvalbökin tóku mikinn tíma vegna rangrar navigationar. Það er gaman að velta þessu fyrir sér með það í huga að við áttum mikið inni vegna þeirra mistaka sem við gerðum í rötun. Úr ýmsum mistökum á að vera auðvelt að bæta með vönduðum undirbúningi og skipulagningu í keppninni sjálfri.

Við hittum töluverðan hluta af fólkinu niður á Dublinners í gærkvöldi. Það var gaman að hitta þau aftur, góð stemming í hópnum og margir ætla að koma aftur á næsta ári.

Eitt er að taka þátt í svona keppni, annað er að koma til Grænlands og fá örlitla innsýn í samfélagið í Tassilaq (Angmassalik). Maður þekkti Angmassalik fyrst og fremst úr veðurfréttum hér áður. Ef vont veður var þar á veturna þá kom það yfirleitt svona eftir sólarhring til Vestfjarða. Því var oft gefinn gaumur að veðrinu í Angmassalik fyrr á árum. Einu sinni man ég eftir fréttum af þvílíkum stormi þar að hundarnir stóðu eins og fánar út í loftið og hengdust í ólunum. Þetta hefur verið Piteraq.

Í Angmassalik búa um 1800 manns og um 3000 manns á þessu svæði samtals. Það er varla nokkur blettur láréttur í þorpinu nema fótboltavöllurinn og kannski kirkjugarðurinn. Það segir sína sögu um stöðuna í þorpinu að þar er engin framleiðsla. Ekkert frystihús, fiskverkun eða rækjuvinnsla. Í höfninni eru nokkrir tugir hraðbáta. Fólkið vinnur hjá því opinbera, skólanum, hreppnum, sjúkrahúsinu og félagsþjónustinni. Síðan eru nokkrar verslanir. Um 25% atvinnuleysi er í þorpinu. Veturinn er að verða erfiðari til veiða því ísinn er ekki eins tryggur og áður. Áður var hafið ísilagt allann veturinn milli Kulusuk og Angmassalik svo það voru skipulegar póstferðir á hundasleðum þarna á milli. Það er liðin tíð. Íþróttahús var reist þarna árið 1994. Það hefur breytt miklu og er mikið notað. Innanhússfótbolti og blak er stundað mikið og lið fer frá þorpinu á GM í blaki. Heimafólk sagði að það hefði orðið alger bylting í þorpinu eftir tilkomu þess. Þetta þekki ég einnig frá Raufarhöfn. Það eru haldin fótboltanámskeið á vorin fyrir krakkana eins og hér. Mikill áhugi var á fótboltaleiknum sem ég sá þegar stelpur frá Angmassalik og Kulusuk áttust við. Það áttu hins vegar ekki allar fótboltaskó. Tvær verslanir eru í plássinu onnur nokkuð stór en hin minni. Vöruúrval var þokkalegt en verðlag hátt að því manni sýndist. Það er í sjálfu sér ekki óeðlilegt. Þegr við vorum þarna kom stórt vöruflutningaskip með mikinn fjölda gáma. Líklega verið haustskipið. Í þorpinu er grunnskóli upp í 10 bekk og síðan er handverksskóli eða iðnskóli fyrir þá sem vilja halda áfram. Ef unglingarnir vilja fara í menntaskóla þá verða þeir að fara til Nuuk. Andrúmsloftið er því miður þannig að margir unglinganna vilja ekkert fara út fyrir þennan heim sem þeir þekkja svo vel en óttast það sem fyrir utan hann er og telja sig ekkert hafa þangað að sækja. Félagsleg vandamál eru veruleg svo sem alkóhólismi. Manni fannst sorglegt að sjá eldra fólk hópast saman fyrir utan vínbúðina á föstudaginn með bjór í pokum og slaga svo heim dauðadrukkið. Því má vitaskuld ekki gleyma að margt hörkufólk er þarna einnig. Heimafólki í Angmassalik lá ákaflega gott orð til Hrafns Jökulssonar fyrir að hafa innleitt skákíþróttina inn í þorpið. Það sagði að þetta verkefni væri eitt af því besta sem hefði gerst þar á undanförnum árum.
Það er erfitt að byggja upp ferðaþjónustu á þessum stöðum. Vegalengdir eru miklar og dýrt að ferðast til þessara staða. Heimamenn hafa ekki heldur tileinkað sér skilning á því hvað hlutir mega kosta til þess að þeir séu söluvara fyrir ferðamenn. 70.000 kr fyrir að fara einn dag með veiðimanni sem er hvort sem er að fara aðveipa er það dýrt að það kaupir það varla nokkur maður. Svo er sagt að það gangi ekki að byggja upp ferðamannaþjónustu. Ég sá í blaði að víða er léleg þjónusta bankanna vandamál. Erlendir ferðamenns em kma með skemmtiferðaskipum geta ekki tekið peninga út úr hraðbanka og kaupa þar af leiðandi ekkert. Þetta er á leiðinni með að verða pólitískt mál á Grænlandi sem verður tekið upp í þinginu.

Þetta eru nokkrir punktar sem sitja eftir eftir þessa stuttu heimsókn. Hún hefur m.a. gert það að verkum að maður veit aðeins meir um þær aðstæður sem grannar okkar í vestri lifa við en það var ákaflega takmarkað sem maður vissi áður. Vitaskuld fræðist maður mest á að koma til landsins, spyrja og lesa.

laugardagur, júlí 28, 2007

"The Happy People" nýkomið í Base Camp

Á tindi Pohelmsfjallsins

Við Grænlandsfarar lentum á Reykjavíkurflugvelli um kl. 15.30 í gær eftir flugið frá Kulusuk. Við vorum fluttir með þyrlu frá danska herskipinu Ísbirninum sem statt var við Tassilaq. Áhafnarmeðlimir höfðu hjálpað heimamönnum á marga lund á meðan á keppninni stóð og haft af því mikla skemmtan eftir því sem þeir sögðu. Þyrla skipsins var notuð mikið við flutninga og fleira. Fjöldi liða í keppninni hafði aldrei verið meiri svo utanumhaldið var enn floknara og mikilvægara. Ástandið á skrokknum er fínt nema að ég hef aldrei haft svona mikinn bjúg í fótunum eftir langt álag. Líklega er það vegna þess hve maður drakk mikið og lengi og það tekur stund fyrir likamann að vinna sig í gegnum þetta.

Mig langar að draga saman i nokrum orðum þau atriði sem sitja efst í huga við heimkomuna og mér finnst skipta máli fyrir þá sem leggja í svona leiðangur á komandi árum. Ég veit ekkert um sjálfan mig hvað það snertir. Við komuna til Tassilaq um miðnættið þegar við rerum inn i höfnina fannst manni það ólýsanleg tilfinning að þurfa aldrei að róa þessum helvítis bát aftur. Daginn eftir vorum við farnir að tala um hvernig væri skynsamlegast að kaupa svona bát hingað til lands svo að keppnismenn komandi ára gætu æft sig á honum og verið betur undirbúnir i róðri en við vorum. Svona hefur svefninn góð áhrif á líkama og sál og læknar þreytu og pirring.

ATC keppnin á Grænlandi er ein af 10 erfiðistu keppnum af þessu tagi í heiminum. Hér er því engin skemmtiganga á ferðinni. Eins og einhver sagði á lokasamkomunni þá er maraþonhlaup héreftir "just a walk in the park" i samanburði við þetta verkefni. Svona er allt afstætt. ÁÐur en maður hljóp sitt fyrsta maraþon fyrir tæpum sjö árum fannst manni það vera endimörk þess sem hægt væri að treysta skrokknum til að takast á við. Nú er það bara peanuts.

Keppni eins og þessi er frábrugðin hefðbundnum ultrahlaupum um flesta hluti en þó er eitt atriði sem er afgerandi. Þetta er liðakeppni. Ekkert lið er sterkara en veikasti hlekkurinn. Í einstaklingskeppni verður maður algerlega að treysa á sjálfan sig og getur engum öðrum um kennt ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef einhver gleymir einhverju i svona liðakeppni getur það haft afgerandi áhrif á gengi hópsina. Því liggur það fyrir að það er gríðarlega mikilvægt að fara með góðum fyrirvara yfir öll þau atriði sem verða að vera klár til að draga úr líkum á því að eitthvað komi upp á í keppninni sjálfri sem hefði verið hægt að gera klárt áður en farið er af stað.

Að taka þátt í svona keppni er ekkert grín. Þetta er ekki karlagrobb sem sett er fram til að gera verkefnið mikilfenglegra en það er heldur bláköld staðreynd. Fólk hefur handleggsbrotnað og fótbrotnað í keppnum fyrri ára. Einn missti framan af fingri í þessari keppni þegar steinn datt á hann. A.m.k. tveir danir duttu i jökulsprungu i einu. Þeir kláruðu að bjarga sér úr því enda hörku þjálfaðir menn. Pétur Helga datt í sprungu upp að brjóstkassa. Það fór allt vel en tilfinningin var ekki góð sagði hann meðan hann hékk á höndunum og lappirnar sprikluðu í lausu lofti. Eftir á fórum við að hugsa um að enda þótt útbúnaðurinn hafi verið til staðar þá vissu flestir ekkert um hvernig ætti að bregðast við slíkum aðstæðum. Ef hann hefði farið niður þótt það hefði verið djúpt þá er ég ekki viss um að þau hefðu náð að draga hann upp. Ég hef tekið þátt í að draga mann úr jökulsprungu við þriðja mann og veit hve það er erfitt. Fyrst voru jummararnir, carabínurnar og spottinn einhversstaðar í bakpokanum undir matnum og fötunum. Svo fór ég að hugsa um hvernig ég myndi ná i það ef á þyrfti að halda. Eftir það dinglaði allt utan á beltinu þegar við vorum uppi á jöklum. Svona atriði sem viðrast ekki stór geta t.d. skipt máli þegar á hólminn er komið. Passa broddar á skó? Úr því verður ekki bætt þegar á hólminn er komið.

Tími og vegalengdir.

Í flestum hlaupum reynast þau keppandanum auðveldari eftir þvi sedm hægar er farið yfir. Svo er ekki með þessa keppni. Þá er ég fyrst og fremst að tala um síðasta legginn. Fyrstu þrír dagarnir eru bara létt upphitun. Besta liðið kláraði síðasta legginn á 26 - 27 tímum. Það er ekkert svakalega erfitt ef líkamleg hreysti og þekking gerir mönnum kleyft að fara svo hratt yfir. Þá fer liðið einungis í gegnum eina nótt. Lið sem fara hægar yfir og eru milli 40 og 50 tíma á ferðinni fara í gegnum tvær nætur. Það er mjög erfitt. Þá þarf að hugsa fyrir mat, fötum og öðru á allt annan hátt. Á svona langri leið fara hinir huglægu þættir að verða mikilvægari. Þola menn hvern annan á svona langri og erfiðri ferð þegar allir eru orðnir uppgefnir, þreyttir, fótsárir og matarlitlir ef ekki hungraðir. Meiri hætta er á slysum þegar fólk er orðið þreytt og athyglin farin að sljóvgast.

Rötun.

Rötunin er það sem ræður mestu á síðasta leggnum. Flestir eru að fara yfir land sem þeir þekkja ekkert. Röng ákvörðun um stefnu getur haft í för með sér margra klukkutíma seinkun vegna þess að víða er landið ófært yfirferðar. Hvalbökin sem við lentum í eru t.d. svo stór að þau eru ólýsanleg. Því er vönduð yfirlega yfir kortum og GPS tækjum lykilatriði. Það verða allir í hópnum að hafa GPS tæki og kunna að nota þau. Sú staða getur komið upp að tæki bili, batterí tæmast eða GPS maðurinn meiðst eða slasast. Það verða allir að geta bjargað sér til næsta punkts til að sækja hjálp ef sú staða kemur upp. Kortið sem keppnedur fá er ekki nákvæmt. Því er nauðsynlegt að hafa betra kort af svæðinu til að hafa hæðarlínur á hreinu þar sem um það er að ræða.

Matur.

Við margra daga erfiði þurfa menn mikið að borða. Maður er allt að því botnlaus. Ég hafði í upphafi nokkrar áhyggjur af matnum á síðasta leggnum og að mikilvægi hans yrði vanmetið. Ég veit að menn þurfa mikið að borða á langri leið undir miklu erfiði. Það kom í ljós að þessar áhyggjur mínar reyndust nokkuð á rökum reistar. Allt fór þó vel en það er auðsætt að mesti krafturinn fer úr mönnum ef maginn er farinn að kalla á mat og hungurtilfinningin farin að taka yfirhöndina. Fæturnir verða blýþungir og allt verður erfiðara. Ef blóðsykurinn lækkar fer athyglin að sljóvgast. Því er nauðsynlegt að skipuleggja matinn fyrir þennan legg mjög vel og fara yfir fyrirfram að allt sem á að vera með. Að mínu mati þarf lið sem er vel á annan sólarhring eða lengur á leiðinni að hafa með sér lítið gastæki til að geta hitað pakkasúpu eða eitthvað álíka. Það vita allir sem reynt hafa hvað heitur matur hleypir miklum krafti í þreytta líkama. Þar sem allir bakpokar voru úttroðnir þá þyrfti einn pokinn að vera aðeins stærri þannig að hann tæki bæði svona gastæki og eins línuna. Síðan getur liðið skipst á um að bera þennan poka.

Skófatnaður.

Skór og sokkar skipta miklu máli og geta í raun ráðið úrslitum. Skór sem eru gripgóðir, þola klettaklifur, skriður, sull í vatni og margra klukkustunda göngu í krapa á jöklum í allt að einn og hálfan til tvo sólarhringa samfleytt eru ekki auðfundnir. Salomon skórnir sem Pétur og Trausti pöntuðu frá Bandaríkjunum stóðu sig frábærlega. Þeir fara vel á fæti og drena sig fljótt. Það er hreinn dauði að fara i Goretex skóm í svona göngu. Þeir halda vatninu frá sér svo lengi sem það næst en ef það kemst inn eins og gerist þá fer það ekki út aftur. Fæturnir soðna mjög sljótt við slíkar aðstæður og blöðrurnar eru mættar. Ég nota alltaf Injiji sokka á svona löngum túrum en þeir eru eru bestu sokkar sem ég hef notað. Þeir draga t.d. mjög úr líkum á blöðrum við tærnar. Legghlífar eru nauðsynlegar. Víða er farið niður snarbrattar malarskriður og það er óþarfi að láta skóna fyllast af möl ef hægt er að koma í veg fyrir það á einfaldan hátt. Ég var með einföldu flíslegghlífarnar sem Bryndís Svavars. gaf mér áður en ég fór í WSER og þurfti aldrei að hella úr skó.

Samhæfing og fjölhæfni.

Til að lið í svona keppni hafi kynnst og þekki styrkleika og veikleika hvers annars þá þarf það helst að hafa æft sig saman áður, farið í gönguferð þar sem legið er úti í tjaldi, gengið á Hvannadalshnjúk sem lið eða gert eitthvað sem reynir svolítið á. Mörg liðin höfðu æft sig mánuðum saman fyrir þessa keppni. Við þekktumst mjög lítið innbyrðis áður en lagt var upp og við Stefán Viðar hittumst í fyrsta sinn á flugvellinum þegar við lögðum upp. Við vorum hins vegar fljótir að kynnast og nýttum styrkleika hvers fyrir sig og studdum hvern annan þar sem menn voru veikastir fyrir.

Fjölhæfni er vitaskuld nauðsynleg í svona keppni. Við vorum úthaldsgóðir upp brekkur og ágætir göngumenn en annað var lakara. Ég hafði aldrei t.d. hljólað torfærur áður. Því tók ég það á skynseminni og reyndi að forðast að slasa mig. Einungis Trausti hafði áður róið cano af þeirri tegund sem við notuðum. I bandaríska liðinu Explorer var m.a. fyrrverandi bandaríkjameistari í canoróðri!! Dönsku strákarnir sem unnu voru úr dönskum íþróttaháskóla, þrír nemendur og einn kennari. Þessi keppni var verkefni í skólanum sem tekin var ákvörðun um sl. haust og síðan hafði verið unnið markvisst að því sem verkefni í skólanum. Grænlensku liðin voru búin að æfa sig langtímum saman fyrir keppnina sáum við í blöðum sem við flettum. Þannig mætti áfram telja. Við Stefán komum inn í liðið með örstuttum fyrirvara og því sem næst undirbúningslaust. Því þarf helst að að taka ákvörðun á haustdögum um hvernig lið verður mannað í svona keppni til að það sé hægt að nýta veturinn og vorið til undirbúnings, bæði hvað varðar likamlegan styrk, tæknikunnáttu og samhæfingu. Góður undirbúningur gerir sjálfa keppnina skemmtilegri og minnkar líkur á því að óvæntir veikleikar komi upp og mistök gerist.

Stuðningsaðili.

Við kepptum undir nafninu Team Intersport Iceland. Mér fannst aðkoma fyrirtækisins Intersport vera afar áhugalaus og léttvæg. Fyrirtækið hafði greinilega afar lítinn áhuga á að leggja neitt af mörkum í þessu sambandi. Liðið var t.d. ekki í samstæðum blússum eða peysum sem voru merkt nafni liðsins eins og flest önnur lið voru í. Intersport setti það skilyrði að ef liðsmenn fengju merkta blússu þá yrðu þeir að kaupa buxur við blússuna. Ég vissi ekkert af þessum málum fyrr en til Grænlands var komið og efast reyndar um að ég hefði látið þvinga mig til slíkra buxnakaupa. Við fengum afslátt af því sem við keyptum hjá fyrirtækinu sem svaraði álagningunni. Það eina sem ég keypti í Intersport voru broddarnir. Annað var ekki til af því sem ég þurfti á að halda. Starfsmenn Intersport vísuðu manni á önnur fyrirtæki eða Internetið til að kaupa það sem vantaði. Skórnir sem okkur vantaði voru ekki til í þeim númerum sem við þurftum á að halda svo þeir Pétur og Trausti pöntuðu þá sjálfir frá Bandaríkjunum og fengu þá senda með hraðpósti. Áhugi fyrirtækisins til að bjarga málunum var ekki mikill.

Við vorum t.d. að velta fyrir okkur í keppninni hvað Intersport hefði getað gert skemmtilega hluti í kringum þessa keppni ef þeir hefðu haft nokkurn áhuga á þessu verkefni. Fyrirtækið hefði getað lagt í smá formlega kynningu á keppendum og keppninni og lagt áherslu á að vörur frá þeim væru valdar s.s. hlífðarfatnaður og skór vegna gæðanna. Mynd af liðinu hefði getað hangið uppi í búðinni með nafni fyrirtækisins á áberandi stað. Við hefðum getað tekið myndir af liðinu á góðum stað í keppninni þar sem t.d. skórnir hefðu komið fram á áberandi hátt. Síðan hefði eitt par getað verið til sýnis í versluninni þannig að þeir sem eru að velta fyrir sér skókaupum til erfiðra gönguferða, utanvegahlaupa eða annarra álíka hluta hefðu getað séð hvernig þeir hefðu þolað álagið. Keppendur hefðu síðan getað gefið skónum meðmæli í auglýsingu. Ég er hinsvegar ekki markaðsstjóri Intersport svo þetta er vafalaust bara bull. Þó er það eitt sem ég veit að gott umtal er fyrirtækjum betra en lakara umtal.

Á meðan alþjóðlega stórfyrirtækið Intersport fékk nafn sitt fellt inn í nafn liðsins fyrir ekki neitt þá hjálpaði Daníel Smári með sitt litla prívat fyrirtæki Afreksvörur í Ármúlanum okkur eins og hann gat án þess að fá nokkuð í staðinn. Hann gaf okkur húfur, hann lagði til laglega boli sem við fengum merkta með nöfnum og fána landsins og seldi okkur vörur með miklum afslætti. Ég vona að þeir sem lesi þetta láti Daníel Smára njóta þess í viðskiptum hvað hann gerði vel við okkur ef menn meta slíkt hugarfar einhvers.

Umfjöllun í fjölmiðlum.

Það var gaman að sjá hvað fjölmiðlar fjölluðu vel um keppnina og sýndu henni mikinn áhuga. Maður heyrir það að almenningur hafi haft nokkurn áhuga á þessu og fylgst vel með. Í kringum keppnina hafa ætíð verið ráðnir kvikmyndagerðarmenn og ljósmyndari. Þeir fylgdu keppendum gegnum keppnina gangandi, á svifdrekum og í þyrlu. Á lokasamkomunni voru sýndar myndir, bæði kyrrmyndir og stutt kvikmynd eins og tími hafði unnist til að gera klárt á þeim stutta tíma sem liðinn var. Myndefninð þarna er stórkostlegt og fagmenn koma því til skila á mjög skemmtilegan hátt. Það er því aðgengilegt mikið efni um þessa keppni. Strákarnir í Ace and Ace (bræður) sem önnuðust kvikmyndagerðina sögðu okkur að þeir hefðu látið ríkisjónvarpið fá demo af keppninni í fyrra. Þeir fengu engin viðbrögð til baka og voru nokkuð vonsviknir yfir þessu áhugaleysi ríkisfjölmiðilsins. Líklega hafa starfsmenn sjónvarpsins verið uppteknir við að klippa til myndir af strandblaki og ekki komist í að sinna þessu. Svona gengur þetta fyrir sig.

Mér finnst að íslendingum beri skylda (ekki nokkur skylda heldur alvöru skylda) til að horfa til með nágrönnum okkar í vestri og leggja þeim hendi eftir því sem föng eru á. Umfjöllun um svona keppni í ríkisfjölmiðli sem við erum þvinguð til að greiða kostnaðinn við hvort sem viljum það eða ekki á að sjá sóma sinn í að sinna því svolítið sem kemur frá grönnum okkar í vestri, sérstaklega þar sem íslendingar hafa tekið þátt í keppninni oftar en ekki. Í minningargreinum um Einar Odd í Mogganum í morgun er afstaða hans gagnvart grænlendingum eitt af því sem kemur þar fram. "Það eina sem skiptir máli í þessu öllu saman Lilja mín er að við hjálpum vinum okkar Grænlendingum". sagði hann við starfsmann alþjóðanefndar þingsins. Það er þrekvirki hjá forsvarsmönnum keppninnar i Tassilaq að hafa komið þessari keppni á alheimskortið. Framkvæmd hennar er gríðarlega umfangsmikil og í mörg horn að líta því ef eitthvað klikkar þá er hætt við að fjari undan henni. Það er ekki sjálfsagður hlutur að fólk frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Íslandi, Frakklandi, Danmörku, Hollandi, Noregi og Nýja Sjálandi leggi í mikinn kostnað og fyrirhöfn til að fara til þessa litla þorps á Grænlandi og etji þar kappi dögum saman í svona extrem atburði. Þetta minnir mig svolítið á uppbyggingu íshótelsins í Jykkisjervi norður í Lapplandi. Menn hafa vision, trúa á hana og taka réttar ákvarðanir og gefa sig ekki þrátt fyrir margháttaða erfiðleika af ýmsu tagi. Slíkir menn eru á réttri leið.

Ég get ekki sagt annað að lokum að maður er í forréttindahópi að hafa möguleika og getu til að takast á við svona verkefni og klára það, því dagatalið segir manni að maður flokkast víst ekki undir neitt unglamb leengur. Ég huga að meðalaldurinn hjá okkur hafi verið hæstur allra liða. Menn á þessum aldri eiga náttúrulega að vera komnir í golf eða bridge.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

ATC: Sma samantekt.

Madur er dalitid innantomur svona i morgunsarid tvi reynsla sidustu daga er tannig ad madur verdur smatima ad melta hana og na balance aftur. Tad ma segja med sanni ad ATC keppnin kallast Extreme Challange med sanni. Tad er margt sem tarf a ad halda i svona keppni. Samvinna folks sem oft er olikt, viljastyrkur, tekking og skynsemi asamt hreysti af akvednu tagi. Keppnin reynir a allt tetta og fer arangur yfirleitt eftir tvi hver gerir fæst mistok.

A manudaginn var svona upphitun fyrir sidasta langa legginn. Tad voru 20 km langar hjolreidar um morguninn. Tveir og tveir hjoludu saman, bædi a utanvegabraut og svo eftir gomlum malarvegi inn ad stiflu innan vid torpid. Stefan og Asgeir foru a undan og voru ruman klukkutima ad tessu og voru fimmtu i mark tratt fyrir ad Stefan færi a hausinn einu sinni. Vid Trausti tokum sidari legginn og vorum hægari, eg vildi fyrst og fremst klara tetta an tess ad fara a hausinn. Tad gekk ymislegt a hja keppendum, kedjur slitnudu, slongur sprungu og fleira gerist tegar mikid er tekid a. Ad tessu loknu var haldid inn med firdinum og inn langan dal. Tar hofst ganga a jokulinn Mitterwaak tar sem checkpoint nr. 1 var. Nu var nokkud bil a milli lida tar sem tau hofdu komist misfljott af stad eftir tvi hve vel gekk a hjolunum. Vid vorum frekar aftarlega en forum frekar hratt yfir. A jolultoppnum var gridargott utsyni og stoppudum vid stund tar. Frakkarnir voru ad koma nidur tegar vid vorum ad koma upp. Franska lidid og bandariska lidid Explorer voru mjog atekk okkur og hittum vid tau oft i gegnum keppnina a sidasta leggnum. Einnig hittum vid hollenska lidid oft.
Vid letum ganga undan nidur af joklinum og hlupum i eínum blodspretti nidur ad jokulrotum. Vid forum fram ur frokkunum og nadum Explorer vid jokulrondina. Vid fylgdumst med teim i mark, odum jokula i leidinni sem nadi manni upp i mitti og komum saman yfir marklinuna i Base Camp. Tar var buid ad sla upp tjoldum a sandstrond i solskini og blidu vedri med hafisinn fyrir utan flædarmalid. Verkefni dagsins var lagt upp tannig ad tad væru flestir komnir i mark kl. 20.00. Tad voru tonleikar a kloppunum, kvennakor fra Tassilaq og grænlenskur visnasongvari sem sungu. Bodid var upp a ekta grænlenskt barbique, grilladan silung, hval og kjotpylsur. Maturinn rann vel nidur tvi menn vissu ad morguninn eftir byrjadi ballid, sidustu dagar hofdu bara verid sma upphitun.

A tridjudagsmorguninn var vaknad kl. 8.00, tjoldin tekin nidur, dotid gert klart fyrir gonguna og annad sent til baka til Tassilaq. Kl. 10.00 var svo skotid av vænum veidiriffli og allir hlupu nidur a strond og reru af stad. Tad turfti ad roa dalitinn spol ad fyrsta checkpoint. Rodurinn gekk agætlega hja okkur og vid vorum i midjum hop vid landtoku. Baturinn var gerdur klar og sidan lagt af stad a næsta cp sem var uppi a fjallstoppi uppi a jokli. Ta gerdist ohapp. Vid tyndum kortinu sem vid fengum fyrir tennan legg og allir checkpontarnir voru skradir. Vid vorum ad klongrast fyrir kletta fyrir ofan allstora a og ta hefur kortid runnid undan beltinu. Tad var ekkert vid tessu ad gera en malid var slæmt tvi kortin eru naudsynleg i keppni sem tessari. Trausti tekkti hins vegar leidina nokkud vel og vid hjeldum afram i gegnum klappir, gil og hædardrog og up a jokulinn. Vid hittum nokkur lid a leidinni og gekk bara vel. Tegar ad jokulrond forum vid i brodda og festum okkur i linu og svo var pjakkad upp. Tegar komid var ad fjallsrotum a efsta topp voru frakkarnir ad koma nidur. Vid vorum snoggir upp og syndum okkur. Oll lidin voru i numerudum vestum sem urdu ad vera yst fata svo verdir gætu sed hverjir væru a ferd og ad allir i lidinu væru mættir.

Vid vorum lettstigir nidur af joklinum forum fram ur frokkunum og nadum Explorer. Tegar teir frettu af vandrædum okkar med kortid ta var ekkert sjalfsagdara en ad teir lanudu okkur kort en teir voru med tvo. Svona var morallinn milli lidanna. Vid komum saman ad næsta checkpoint sem var falinn undir haum kloppum sem turfti ad klongrast nidur a. Tarna var Judy, stulkan i Explorer, ordin slæm i okklanum tvi hun hafdi misstigid sig illa. Trausti gaf henni verkjalyf svo henni leid betur en hun var a tessum timapunkti ad hugsa um ad hætta i keppninni.

Næst la fyrir ad roa yfir i næsta fjord tar sem cp 4 var. Vid logdum af stad rett a eftir Explorer og voru Frakkarnir ad koma i sama mund. Klukkan var tarna ordin 11.30 um kvoldid og farid ad skyggja. Ta gerdust onnur mistok. Vid saum ekki stodina i vikina og rerum yfir hana og fyrir næstu vik. Tegar ekkert var tar ad sja rerum vid afram yfir i næsta fjord. Explorer var rett a undan okkur og vid tokum land a kloppunum og redum radum okkar. Eftir stund akvadum vid ad snua vid og leita betur. Enginn okkar var vanur rodrarmadur svo vid urdum ad taka land aftur til ad teygja ur okkur og lidka stirda vodva. Tad var farid ad kula dalitid og baturinn ekki stodugur. Mer stod ekki a sama um tetta tvi tad hefdi verid slæmt ad turfa ad lata oryggisbatinn hirda okkur ur sjonum fyrir utan ad ta hefdi dotid allt blotnad. Afram tokudumst vid til baka og inn i fyrstu vikina og viti menn tar var stod 4. Hun sast ekki vel, tjaldid var grænt tannig ad tad var erfitt ad sja hana fjorugrjotinu og i rokkri. Explorer var tarna lika a sama roli og vid en vafalaust nokkrir farnir fram ur okkur. Rumlega tvo um nottina logdum vid af stad og nu la fyrir nokkud long ganga inn ad jokulrotum.

Fljotlega for ad birta og solin kom upp kl. 3.00 um nottina og nu for ta ad hlyna. Okkur var heldur kalt eftir bagsid a batnum en svo tad bætti heldiur ur skak tegar okkur for ad hlyna, bædi vid ad fara ad ganga og einnig tegar solin for ad skina. Vid jokulrætur stoppudum vid og settum brodda og belti a okkur. Ta la vid ad tad skedi ohapp. Eg var heldur kaldur og stirdur tarna og tegar eg steig a stein sem sporreistist ta datt eg helan hring aftur fyrir mig og slo hausnum utan i stein. Bakpokinn tok mesta hoggid og hettan hlifdi hausnum ad mestu. Sem betur fer vard ekkert ad og eftir nokkur vel valin blotsyrdi vard eg finn. A jokulinn var pjakkad og komum vid upp a cp um kl. 5.00 um morguninn. Vid fengum okkur ad borda i morgun solinni og flylgdumst sidan nidur med Explorer sem var a sama roli. Vid komum nidur a cp 6 eftir langa gongu um kl. 11.30. Ta voru Frakkarnir ad leggja fra landi tannig ad teir hofdu ekki farid langt fram ur okkur tratt fyrir siglingarævintyrid. Vedrid var eins gott og gat verid, sol og hlytt. A tessari stod fengum vid heitan pastarett og gatum fengid heitt vatn. Vid vorum med mat til ad hita og var mjog gott ad fa sma heitt i magann.

Næsti leggur var rodur. Rodurinn var okkur erfidur. Vid tokum tvisvar land til ad teygja ur stirdum skonkum. Sidan fundum vid stodina eftir svona klukkutima rodur vandlega falda bak vid klappir inni i litilli vik. Vid gengum fra batnum og logdum upp. Landslagid tarna var mjog storbrotid, fjollin gridarha og hvalbakarnir feikna storir. Vid tokum stefnu inn gil i att ad næstu stod en svo kom i ljos ad vid hofdum gert mistok, valid rangt gil. Vid komum fram a strond og saum ad vid turftum ad fara fyrir gridarmikil hvalbok til ad komast inn i vikurbotninn a leidina ut med strondinni i att ad næsta cp sem var nr 8. Tad tok nokkra klukkutima ad komast fyrir hvalbokin og klongrast nidur i vikina. Tarna saum vid ad lidin sem vid hofdum verid i samfloti vid vorum komin tad langt fram ur okkur ad tad tyddi ekki ad hugsa meir um tau. Vid hittum tarna fjora straka ur lidi nr. 1 og lidi nr 3 sem voru bunir ad sla ser saman. Menn i badum lidum voru hættir vegna meidsla og aumra fota svo teir klarudu dæmid ser til anægju. Eftir nokkra stund fundum vid cp 8, enn vel falda bak vid klappir tar sem erfitt var ad sja hana. Klukkan var tarna ordin um 17.00 a midvikudag. Vissulega var svefnleysid farid ad segja til sin tarna enda vid bunir ad vaka i ruman solarhring.

Nu tok vid 3 klst long ganga upp a jokul topp. Tad var seinfært inn dalinn vegna grjotrudnings en tokst loks ad komast alla leid. Hækkunin var mikil og seinfarid upp a toppinn. Loks komumst vid upp a topp um kl. 20.00. Tar var madur sem vid konnudumst vid. Teir budu upp a braud sem var vel tegid. Sidan var snarast af stad. Nu la leidin nidur i vikina tar sem batarnir bidu. Tad var yfir jokul ad fara og sidan nidur gridarbratt gil med tilheyrandi jokulrudningi og storgryti. Tad tokst ad lokum ad klongrast yfir tetta og vorum vid komnir a strondina vid batana korter i ellefu. Vid vorum snoggir ad gera klart og hofum rodurinn sidasta spolinn. Nu var nokkur is kominn a fjordinn svo tad turfti nokkra adgat vid rodurinn. Rodurinn gekk eins og i sogu og aratokin voru samstillt. Eitthvad hofdum vid lært i ferdinni!!!

Vid stefndum a ad komast i mark fyrir midnætti og tad tokst. Tad var god tilfinning ad standa i markinu og hafa lagt tessa 120 km af joklum, grjotklungri, klettum og odru landi ad baki sem vid hofdum farid yfir a sidustu 36 timum. Vid vorum allir frekar vel haldnir. VItaskuld voru einhverjar tær sma aumar og nokkrir vodvar stirdir en tad eru smamunir. Folk fer i svona keppnir m.a. til ad kanna tolmork sin. Keppni sem tessi reynir svo vissulega a ta sem taka tatt i henni. Hun reynír a svo margt, likamlegan sem andlegan styrk og getu til margra hluta.

Okkur var sagt af teim sem toku a moti okkur i markinu ad vid hefdum komid inn sem 7. lid og vorum vid sattir vid tad, serstaklega midan vid tær uppakomur sem vid hofdum gengid i gegnum. Donsku strakarnir voru langfyrstir enda hardtjalfadir fyrir svona keppnir. Tad var annad en vid sem hofdum t.d. aldrei roid saman Cano adur og eg aldrei hjolad utanvega svo dæmi se tekid. Flest lidín klarudu keppnina samtals a 50 - 60 klst.
Petur, Elli, Karen og Pia komu ad landi upp ur kl. 6.00 i morgun. Tad hafdi gengid vel hja teim. Tad hefur ekki alltaf verid audvelt hja Ella og Petri ad standa undir lidinu, m.a. vid ad draga tær upp langar og erfidar brekkur. Pia hefur farid tetta oft adur i tessa keppni og er mjog oflug. Hun sagdi ad sidasti leggurinn hefdi aldreí adur verid svona langur. Karen var buin ad missa trjar fotneglur ad sogn Piu en stod sig engu ad sidur eins og hetja.

Nu er tetta ævintyri buid. Tad verdur fyrst og fremst ad lita a svona keppni sem upplifun og ævintyri tvi hver ætti annars ad vera tilgangurinn i a trælast um a joklum, sjo og landi dogum saman. Madur getur misst margt en minningarnar um svona upplifun med godum felogum hverfa ekki. Mer er sagt ad eg se elsti einstaklingurinn sem hafi klarad tessa keppni og samkvæmt seinni upplysingum hefur enginn yfir fimmtugu tekid tatt i tessari keppni fyrr. Tad er svo sem agætt. Einn nordmadur sem er ari eldri en ed tok tatt i studningslidi sem klara bara vissa afanga en eru sidan flutt a milli stodva.

Vedrid var afskaplega gott allan timann a medan a keppninni stod, logn, bjart og ekki of heitt. Framkvæmd heimamanna hefur verid til fyrirmyndar og er vonandi ad ATC nai ad festa sig i sessi til framtidar sem ein helsta Extreme Challenge keppnin i heiminum. Samfelagid her tarf vissulega a tvi ad halda ad fa sma input utan ad fra.

Kærar takkir fyrir godar kvedjur ad heiman. Tad bidja allir ad heilsa fjolskyldum og vinum.
ATC 2007 er lokid.

Vid komum hingad til Tassilaq rett fyrir kl. 24.00 i kvold (midvikudag) og hofdum ta verid a ferdinni fra kl. 10.00 a tridjudagsmorgni an tess ad stoppa sem heitid getur. Samtals klarudum vid sidasta legginn a 38 klst og urdum i 7. sæti. Keppnin er nokkurs konar ratleikur a Tassilik eyju tar sem keppendur turfa ad finna 10 stodvar sem eru uppi a joklum, inni i fjordum eda uti a annesjum. Keppnin samanstod tvi af joklagongu, almennri kraftgongu og canorodri(paddling). Sidasta verkefnid var ad roa kanonum um 1.klst. langa leid hingad yfir fjordinn eda somu leid og vid forum fyrsta daginn. Nu datt enginn i sjoinn tvi reynslan havdi kennt okkur ad roa i takt m.m. Tad var skelfing god tilfinning ad leggja batunum vid kloppina vid bryggjukajann og vita ad tessu væri formlega lokid. Vid erum allir brattir og vel haldnir. Solbrunnir og mybitnir en likami og sal i godu standi. Petur og Elli eru ekki komnir enn med konurnar tvær. Tetta hefur verid erfitt fyrir ta tvi teir verda ad draga tær afram i brekkum og bera pokana teirra meira og minna.
Verdlaunaafhending og lokahatid verdur a morgun og sidan komum vid heima a fostudaginn.
Skrifa meira um keppnina a morgun.

sunnudagur, júlí 22, 2007

ATC Dagur 4.

Tetta var dagurinn sem eg hafdi kvidid mest fyrir. Eg hef aldrei hjolad utanvega eda s.k. fjallahjolreidar og hef svo sem ekki stundad hjolreidar mikid sidustu 20 arin eda sidan eg bjo i Danmorku. Verkefni dagsins var ad hjola 5 hringi a um 7 km langri braut sem la bædi inni i bænum og a slodum og vegleysum fyrir utan hann. Trausti, Asgeir og Stefan eru allir miklir hjolagarpar tannig ad tad var ljost ad eg myndi hægja a hopnum. Eftir hjolaturinn atti svo ad ganga a 3 fjoll i nagrenni bæjarins sem eru tæplega 700 metra ha.

Vid gerdum okkur klara uppur kl. 8.00 og vorum komnir upp i mark um 8.30. Tad var toluvert kradrak i startinu enda 68 hjolreidamenn a ferd. Fyrir utan keppnislidin 15 eru tvo oopinber keppnislid sem taka tatt i hluta af leidinni en eru ekki skradir formlegir keppendur. Kl. 9.00 var ræst og menn teystu af stad. Bærinn er mjog mishædottur og tad eru nokkrar langar brekkur i honum. Eg fann fljott ad minn veikleiki var m.a. ad hjola upp langar brekkur tannig ad eg akvad fljott ad ganga upp tær med hjolid. Tad var nu oft tannig ad eg var ekkert mikid lengur en sumir sem bordust vid ad hjola alla leid og stodu svo a ondinni a brekkubruninni. Tad voru ymsir kaflar a leidinni sem eg gekk med hjolid i stad tess ad hjola en annars træladist madur leidina eftir tvi sem hægt var. Eg held ad tessir fimm hringir sem hjoladir voru i morgun seu einhvert svakalegasta byrjendanamskeid i utanvegahjolreidum sem hægt er ad hugsa ser og serstaklega fyrir halfsextugan mann. Trausti studdi mig eftir fongum og leidbeindi og hinir hjalpudu a annan hatt. A einum stad turfti ad bera hjolin upp nokkra brekku. Stefan og Asgeir voru yfirleitt komnir a undan og komu nidur til skiptis og hlupu oskrandi med hjolid upp brekkuna svoi testerostenlyktin barst langar leidir a moti vindi. Nærstaddar grænlenskar konur sem sau tessi atok hviudu og kiknudu i hnjanum vid ad sja atok islendinganna. Eg var mest hræddur um ad detta og slasa mig i tessum hluta en allt for vel. Vid forum fram ur franska lidinu undir restina og gekk eg fram ur teim i sidustu longu brekkunni a medan teir stredudu vid ad hjola upp hana. Vid klarudum hjolaturinn katir og osarir a tæpum fjorum timum og vorum i 7 sæti og vorum mjog anægdir med tad. A hjolunum komu danirnir sem klikkudu a leidinni i gær mjog sterkir inn og hringudu okkur. Teir er horkuhopur sem er liklegur til ad vinna keppnina.

Vid vorum snoggir ad gera okkur klara fyrir fjallahlaupid og geystustum af stad eftir 5 minutur. Enda tott fjollin seu ekki mjog ha a pappirunum ta eru tau snarbrott og fell margur svitadropinn i dag. Vid nadum a topp a fyrsta fjallinu eftir einn og halfan tima og ta var eitt lid ad fara af toppnum. A toppnum bordudum vid og drukkum og hlupum sidan nidur hlidina i longum malarskridum. Tegar nidur var komid saum vid ad vid hofdum skilid lidid sem var ad fara af toppnum tegar vid komum upp eftir i fjallinu og var tad eftir okkur tad sem eftir var. Fjallahlaupid var skipulagt tannig ad lidin med numer med oddatolu foru rettsælis en tau sem voru med jafna tolu foru rangsælis. Vid forum rangsælis. Tannig gat madur ekki sed hvernig stadan var nema a um helmingi lidanna og sidan a teim sem madur mætti. Vid træludumst a topp numer tvo og tegar vid vorum komnir upp ta saum vid frakkana vini okkar koma a moti okkur og voru teir i halfgerdum ogongum. I svona dæmi skiptir miklu mali ad velja retta leid. Vid fengum okkur nesti a toppi nr 2 og heldum sidan afram. Samlokan sem virkadi afar tykk i morgun virkadi alltof litil tegar hun var etin i dag. I svona longum atokum skiptir miklu mali ad borda vel. Ef sulturinn fer ad gera vart vid sig er stutt i orkuleysid og treytuna. A leid upp a tind nr 3 mættum vid lidi sem var ad koma af fyrsta tindi. Hja teim hafdi allt gengid a afturfotunum i hjolreidunum. Einn hafdi dottid ellefu sinnum, slanga hafdi sprungid og kedja slitnad. Teir virkudu mjog sterkir samkvæmt afrekaskra en svona getur tetta gengid. Vid stoppudum stutt a tindi nr. 3 og gafum unglingunum sem voru ad vakta stodina restina af nestinu okkar en tau voru ekkert of vel nestud. Svo var hlaupid til byggda. Trausti leiddi hopinn og tekkti leidina vel. I mark komum vid kl. tæplega 18.30 eda eftir 9 klst og 30 min fra starti i morgun. Vid vorum hæstanægdir med daginn. Okkur hafdi gengid vel og ekkert ovænt komid upp a. Fætur osarir og stemmingin god. Okkur var sagt ad vid hefdum komid inn sem fimmta eda sjotta sveit. Vid erum ekki komnir enn med timamælingar dagsins tannig ad rodin eftir daginn er ekki klar enn. Eddi, Petur og konurnar tvær komu inn eftir 11 tima og hafdi gengid vel. Liklegt er ad sidustu sveitir komi inn eftir 12 - 14 tima.

Ein sveit er dottin ut. Hun var samsett af tveim nordmonnum og tveimur bretum. Nordmennirnir eru i horku formi en bretarnir ekki i neinu formi tannig ad tessi samvinna milli EU og EFTA gekk ekki upp. Liklega fara nordmennirnir leidina upp a eigin spytur utan vid keppnina.

Vid vorum ad spjalla vid fertuga bandariska konu i gærkvoldi sem hefur reynt sitt af hverju a tessu svidi og er svakalega oflug. A sinum yngri arum hafdi hun verid atvinnumanneskja i fotbolta i Bandarikjunum. Eftir tessa keppni er hun ad fara til Kroatiu i 5 - 6 daga keppni. Hun sagdist borda nakæmlega sama mat og eg borda, kjot, fisk, grænmeti og avexti. To sagdist hun einstaka sinnum svindla a sukkuladi.

A morgun er ca 10 - 12 tima programm. Byjad verdur a hjolreidum kl. 9.00. Ta er hjolud leid inn ad stiflu og til baka eda svona 20 km i heildina. Tveir og tveir hjola saman. Tetta eru ekki torfæruhjolreidar sem betur fer heldur hjolad eftir vegi. Sidan verdur lagt a fjoll og komid eftir 10 - 12 tima i s.k. Base Camp næsta kvold. Hann er stadsettur a fjardarstrond her nordar a eyjunni. Tar verdur gist i tjoldum og a tridjudagsmorgun verdur lagt upp i sidasta afangann (Expedition) sem samanstendur af canorodri, fjallgongum og joklagongu. Tessi afangi tekur vel a annan solarhring. Vid komum tvi hingad til Ammasalik aftur siddegis a midvikudag (vonandi).

Tad verda tvi ekki fleiri skyrslur hedan fyrr en ad keppni lokinni. A eftir erum vid ad fara ad gera tad dot klart sem vid sendum i Base Camp, bordum meira og forum svo ad sofa. Takk fyrir godar kvedjur ad heiman og allir bidja ad heilsa.

laugardagur, júlí 21, 2007

ATC Dagur 3.

Tad var morgunmatur kl. 7.00 i morgun. I morgunmatnum var deilt ut GPS punktum og korti yfir leid dagsins. Verkefni dagsins var ad roa yfir fjordinn og klifa Pohelmfjall sem er rumlega 1000 metra har granitklettur og roa sidan tilbaka. Vid forum ad gera batinn klaran uppur kl 9.00 og vorum klarir kl. 10.00 tegar fallbyssuskotid, sem ræsir keppnina, reid af. Madur turfti ad hafa med ser dot i sjopokum yfir vegna gongunnar og var tvi trodid undir tofturi sjopokum. Tegar skotid reid af toku allir a ras med batana nidur ad hofn tar sem teir voru sjosettir. Okkur gekk vel ad komast a flot en tvo lid lentu vist a hvolfi. Okkur gekk hins vegar ekki nogu vel ad roa yfir fjordinn. Attum i erfidleikum med ad halda rettum kurs tvi samhæfingu vantadi. Vorum einna sidastir i land eftir tæpan klukkutima rodur. Vid vorum hins vegar mjog snoggir ad gera okkur klara i gonguna og skildum a.m.k. fimm lid eftir i fjorunni. Leidin upp fjallid er bædi brott og grytt. I tessu umhverfi kom okkar styrkur i ljos. Bædi tekkir Trausti leidina mjog vel og sidan erum vid tiltolulega godir a brattann. Fyrsti tjekkpunktur var i fjorunni, annar tjekkpunktur var a hæd i tokunni eftir ca 2ja km gongu, tridji punktur var i 850 m. hæd og tar hætti timatakan og fjordi punktur var a toppi fjallsins i rumlega 1000 m hæd. Vid rotudumst afram og forum hratt yfir. Vid saum ad okkur midadi nokkud vel afram tvi bædi skildum vid lid eftir og drogum onnur uppi. Vid urdum sidan nr. 5 i tjekkpunkt 3. Manni leist ekkert a tad sem eftir var, snarbrattur hryggur med hyldypid a badar hlidar. En tad var ekkert um ad ræda, upp vard madur ad fara. Tetta gekk nokkud vel. A einum stad turfti ad fara i belti med oryggislinu og klifra upp trepastiga en annars var tetta svona pril og upp komumst allir. A nokkrum odrum stodum var lina til studnings. Utsynid var magnad af toppnum og vel tess virdi ad hafa prilad upp. Tokunni hafdi lett svo utsyndid var gott a allar hlidar. Tad var logn og frekar hlytt svo adstædur voru finar.

Svo var prilad nidur ad punkti 3. Tar fengum vid okkur ad borda og vorum sidan klarir i seinni hluta timatokunnar. Vid letum gamminn geysa nidur eftir tvi sem mogulegt var. Trausti tekkti leidina eins og hendina a ser sem skiptir miklu mali. Vid komum nidur i fjoru eftir tæpan klukkutima og skelltum batnum a flot eftir stutta dvol i fjorunni. Rodurinn gekk ekki nogu vel en to betur en um morguninn. Tad var gott ad lenda vid bryggjuna og geta teygt ur fotunum. Landtakan gekk vel. Sidan hlupum vid med batinn upp i hus og gerdum hann klaran. Ta var Halldor Blondal staddur tar vid annan mann og fagnadi hann londum sinum vel. Hann er ad sporta sig a Grænlandi vid veidar og fleira. Timi dagsins var 4 klst og 5 min sem dugdi okkur i fjorda sæti, 3 minutum a eftir lidinu sem er i tridja sæti en tad er ad hluta til fra Nyja Sjalandi. Tvo Grænlensk lid eru efst a um 3.40 klst. Danskt lid sem spad var sigri for villur vegar i tokunni og tafdist mikid.
Petur, Eddi og stulkurnar tvær komu i mark tolvert a eftir okkur en eg hef ekki timann a teim. Timinn a teim var um 5 klst og 15 min. Tau eru betri rædarar en vid.

A morgun verda hjolreidar. Tad er ekki okkar sterka hlid, a.m.k. ekki min en timinn er mældur a sidasta manni. Tad er hins vegar mikid eftir. Vedurspain er heldur god og liklega hangir hann turr fram a midvikudag. Tad er ekki of hlytt sem heldur flugunni i skefjum. Vil erum allir i godum gir eftir daginn en tad ma ekki alltaf mikid ut af bera tegar hlaupid er lengi i brattlendi, grjoti og skridum.
ATC. Dagur 2.

Fengum hjolin okkar og annan farangur i gærkvoldi. Klarudum ad setja tau saman fyrir svefninn. Tad eru tvi midur ekki allir svo heppnir ad vera bunir ad tvi. Meira um tad sidar. Voknudum i morgun um 7.30 og bordudum morgunmat. Kl. 10.00 til kl. 16.00 var bataæfing. Vid voldum frekar ad hjola fyrst brautina sem verdur hjolud fimm sinnum i beit einhvern næstu daga. Tad var frekar erfitt. Eg er ekki vanur hjolreidum utanvega en tad er hjolad eftir gotum og smastigum, fjargotum, grjoti og sandi. Upp og nidur brattar brekkur innan bæjarins og utan hans. Hringurinn er um 5 km og vid vorum um einn klukkutima ad fara hann med stoppum. Helviti erfitt. Gott ad hafa kannad hann adeins.

Eftir hadegid forum vid i rodrarferd. I keppninni er roid a uppblasnum bat yfir firdi og floa. Vid faum batinn innpakkadan i tosku, verdum ad pumpa hann upp og gera hann klaran. Vid forum ut i hofna og blotnudum adeiins tegar vid logdum af stad en tad klaradist allt vel. Sidan rerum vid ut ur hofninni og tokum storan sveig ut fyrir hana. Ta kom hradbatur framhja sem skildi eftir sig nokkud storar oldur. Tær komu tvert a batinn hja okkur og skipti engum togum ad tad hvoldi undir okkur og vid forum allir i sjoinn. Ta kom ser vel ad vera i blautbuning og vesti. Oryggisbatur var skammt fra og vid gatum haldid okkur i hann tar til vid gatum snuid batnum vid og klifrad upp i hann. Vid satum liklega of hatt i batnum og einnig var hann of hart pumpadur i botninn tannig ad tyngdarpunkturinn var of har. Forum annan hring eftir ad hafa linad i batnum. Ta gekk allt vel. Gott ad reka sig a svona adur en til alvorunnar kemur. Tegar i land var komid pokkudum vid batnum nidur i toskuna og gengum fra honum.

Kl. 17.00 var hengt upp plan fyrir næsta dag. Verkefnid er rodur yfir fjordinn og sidan tarf ad klifa Pohlem fjall sem er her beint a moti torpinu, rumlega 1000 m hatt. Lagt verdur af stad kl. 10.00. Timinn er tekinn upp i ca 800 m. hæd og sidan er restin klifrud i rolegheitum. Tetta a ad vera i lagi en to er kedjustigi a einum stad tar sem klifrid er of erfitt. Gefid var upp a lista hvada bunad vid turfum i tennan leidangur. Tetta verdur ad sogn kunnugra ekki mjog erfidur dagur en tetta tekur svona 5 - 7 klukkutima (vonandi).

Eftir matinn var gengid a herbergin og tekkad af hvort vid værum med allan tann bunad sem gefid er upp ad lidin turfi ad hafa med. Mikid er lagt upp ur oryggismalum enda torf a tvi. Ef menn eru ekki med allan bunad med ta reyna teir ad utvega tad sem vantar eda menn geta att a hættu ad vera visad ur keppni. Eftir tetta tokum vid æfingu i ad fara i og ur joklabunadinum. Pakka i bakpoka, hlaupa i godan hring, setja a okkur belti og brodda og fara i linu, hlaupa hring i gardinum og fara sidan ur tessu og pakka ollu nidur aftur. Tetta endurtokum vid tvisvar og ymislegt kom i ljos sem betra er ad vita adur en i alvoruna er komid. Krakkarnir hofdu mjog gaman af tessu og hlupu med okkur.

Tvi midur hafa ovæntir erfidleikar komid upp sem vid islendingar skommumst okkar fyrir og veldur heimamonnum og sumum keppenda miklum erfidleikum og vandrædum. Tad er ekki allur farangur keppenda kominn og keppnin hefst a morgun. Nokkur lid vantar hjolakassana og i kossunum eru hjolin, hlaupaskor, vesti, blautbuningar og annad dot sem folk setti i kassana. ATC samdi vid Flugfelag Islands um ad flytja allan farangur fra Reykjavik til Kulusuk. Tad gekk hins vegar ekki eftir ad allur farangur kæmi i tæka tid. Tad var ekki flogid til Kulusuk i dag vegna toku. Tad var fyrirsjaanlegt fyrir morgum dogum ad tad myndi vera rigning tennan dag og tvi liklega toka. Teir hafa greinilega tekid sjensinn um ad fljuga a sidasta degi med hluta af farangrinum en tad gekk ekki upp. Nu situr motsstjorn a neidarfundi og reynir ad bjarga malunum. Tad verdur reynt ad safna saman i torpinu blautbuningum, vestum, hjolum og odru sem vantar svo keppnin geti hafist a morgun. Tad er hins vegar ekki nogu gott ad turfa ad keppa a einhverju odru en sinu eigin bunadi. Eg veit ekki alveg hvada lid vantar dotid sitt en tad er ljost ad sum teirra hafa komid um langan veg og lagt i verulegan kostnad vegna tessa. Tad er svakalegt fyrir motshaldara og keppendur ad svona uppakoma skuli eiga ser stad.

Tad var vel synilegt her i torpinu i dag ad tad var kominn fostudagur i allmarga. I dag var aftur spiladur fotboltaleikur a vellinum. Nu voru tad strakar um fermingu sem kepptu. Tad var mikid fagnad tegar mork voru skorud.

Trausti segir ad tad hafi marg jakvætt gerst her sidan hann kom her fyrst fyrir tveimur arum. Nokkur ibudarhus eru i byggingu og meira sest af godum og nyjum bilum en adur.

fimmtudagur, júlí 19, 2007

ATC Dagur 1:

Flugum fra Reykjavikurflugvelli rumlega kl. 13.00. Flugid til Kulusuk tekur tæplega tvo tima. Tar var tekid a moti okkur af forsvarsmonnum keppninnar. Margar sveitir voru med i tessari vel s.s. fra Danmorku, Bretlandi, Frakklandi og Hollandi fyrir utan okkur.
Fra Kulusuk var farid a speedbatum yfir til Tasiilaq (Ammasaliq). Teir keyrdu svig a milli isjakanna a fullu gasi enda vanir tessari leid. Vid forum fram hja torpinu Kulusuk a leidinni. Tad er litid plass sem hangir utan i kloppunum. Tar bua ca 500 manns. I Tassilaq bua ca 1500 manns en um 3000 manns samtals a svædinu ollu. Okkur var uthlutad stofu i skolanum tar sem vid buum. Vid faum dotid okkar i kvold fra Kulusuk, baedi hjolin og farangurinn sem vid komum med i dag. Vid forum i gongutur i baenum, forum i badar budirnar og sjoppuna og ta var tetta nokkud komid. Eg gekk um torpid fyrir matinn ad taka nokkrar myndir. Ta var i gangi fotbiltaleikur milli stelpna fra Kulusuk og Tasiilaq. Margt folk var ad horfa a og skemmti tad ser vel. Eg held ad stelpurnar heima væru ekki hrifnar ef tær tyrfu ad spila i sama bundadi og stelpurnar her gerdu. Fotboltavollurinn er ad tvi virdist eini bletturinn i torpinu sem er ekki upp a rond. Sledahundarnir eru bundnir i hopum ut um allt i torpinu.

Eftir matinn i kvold voru lidin kynnt og farid i grofum drattum yfir tad sem bidur okkar a næstu dogum. Tad eru 16 lid mætt til keppni sem er langmesti fjoldi sem hefur tekid tatt i henni til tessa.

A morgun verdur prufurodur a batunum og svona gert hitt og tetta. Kl. 17.00 a morgun faum vid upplysingar um hvada bunad vid verdum ad hafa a fyrsta degi.

Tetta litur vel ut.

Kvöld við Gróttu

Jæja þá er komið að því. Búinn að pakka og það stóðst á endum, farangur og pláss í töskum. Maður hefði varla getað troðið einni mús til viðótar.

Ásgeir og Pétur komu vel út í Kastljósinu í gærkvöldi. Fékk lánaða bók í gær hjá Trausta um svona fjölþrautakeppnir. Bókina skrifaði ljósmyndari sem þeir hafa kynnst í fyrri keppnum á Grænlandi. Hann metur Artic Team Challenge á Grænlandi vera eina af 10 bestu fjölþrautarævintýrakeppnum af þessu tagi í heiminum.

Veðurspáin er heldur góð. Rigning á morgun en þurrt a.m.k. fram á mánudag. Hiti um 10 oC á daginn. Þetta verður spennandi.

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Svanur Bragason, elsti keppandinn á Laugaveginum stóð sig vel með bæði hné nýkomin úr viðgerð.

Var í útréttingum í gær fyrir Grænlandsferðina. Ég verð að segja að "sponsörinn" Intersport á varla skilið að hópurinn leggi nafn sitt við fyrirtækið. Það eina sem ég hef keypt með afslætti hjá fyrirtækinu og kem til með að nota á Grænlandi eru broddar. Annars vísa starfsmenn fyrirtækisins manni í hinar eða þessar búðir, nú eða á internetið. Útilíf á það sem mann vantar, meir að segja flautu að ég tali ekki um stórverslun Daníels Smára í Ármúlanum. Hann gerir allt fyrir okkur sem hann getur og fær ekkert nema þakklæti að launum, alla vega ekki nafn sveitarinnar.

Það eina sem er eftir er að klára matarinnkaupin fyrir langa legginn og láta laga mittisbeltið sem kom svolítið hnaskað frá Laugaveginum. Veðurspáin í Kúlusúk fer heldur batnandi. Það spáir rigningu á föstudaginn sem verður notaður í alls kyns snudd en léttskýað bæði á laugardag og sunnudag þegar keppnin er hafin. Hitinn er svona 11 oC á daginn en fer niður í 3 oC á nóttunni. Nauðsynlegt að hafa síðar með þegar gist verður í tjöldum. Það er góð internet tenging í skólanum þar sem við gistum svo maður getur látið vita af sér og skýrt frá hvernig öllu vindur fram. Þetta verður spennandi. Við fljúum á morgun til Kúlusúk og förum þaðan með báti yfir til Tasiilaq.

Dagskráin er svona í grófun dráttum:

July 19th 2007 Arrival in Kulusuk- transportation to Tasiilaq, Ammassalik Island.
July 19th 2007 Welcome dinner
July 21st 2007 Race start, Ammassalik Island
July 25th 2007 Race Finish.
July 26th 2007 Post-race dinner and awards ceremony
July 28th 2007 Departure

Pétur og Ásgeir áttu að vera í kastljósinu í gærkvöldi en líklega var stórfréttin um að ein Nylonstelpnanna væri hætt í flokknum tekin fram yfir þá. Það er eðlilegur hlutur. Maður sér hvað fólk er slegið yfir þessu, það gengur í hópum grátandi um göturnar og þulur sjónvarpsins mátti vart mæla sökum ekka. Ástandið hérlendis er næstum því eins og þegar Kim Il Sung, barnavinurinn mesti í Norður Kóreu, kvaddi þennan heim. Áfallahjálp er í boði fyrir landsmenn hvort sem þeir vilja eða vilja ekki.

Ég hef verið að glugga í norrænu blöðin að undanförnu. Þar er mikið fjallað um ástandið á sólarströnd í Búlgaríu sem kölluð er Sunny Beach og norðurlandabúar hafa verið að hópast til á undanförnum misserum. Þar er verðlag lágt og brennivín þar af leiðandi ódýrt. Ásandið þar virðist vera á þann veg að umhugsunarvert sé hvort skynsamlegt sé að fara þangað, alla vega fyrir unglinga. 24 ára gamall svíi var drepinn þar í fyrradag af dyravörðum á einhverjum bar og lögreglan stóð hjá og horfði aðgerðalaus á. Annar svíi 17 ára gamall fékk brennivínsslag á bar og dó þar fyrir nokkrum dögum. Fjórum dönskum stelpum var nauðgað þessum stað á 10 daga tímabili fyrir skömmu. Andrúmsloftið í Búlgaríu hefur ekki breyst mikið frá dögum kommúnismans en þá þótti þetta vera eitt af verstu löndunum innan Sovétklansins.

Hvaða ferðaskrifstofa ætli selji ferðir á þennan stað? Skrítið að þetta skuli ekki hafa ratað í fjölmiðla hérlendis. Líklega eru fréttamenn uppteknir á útkikki við að svipast um eftir hvort það sé komin new hooker in town.

mánudagur, júlí 16, 2007

Það er víðast hvar fallegt á Laugaveginum

Dagurinn í gær var tekinn heldur rólega. Reyndar fóru allir á fætur rétt eftir að menn náðu svefni því María og stöllur hennar í 4. fl. kvk hjá Víking voru að halda til Svíþjóðar til að taka átt í Gothia cup mótinu í Gautaborg. Það var mæting kl. 4.00 niður við Vík svo það þýddi ekki að vakna síðar en 3.30.

Hún er svolítið skrítin líkamsvekjaraklukkan. Þarna þurfti ég að vakna um kl. hálf fjögur tvær nætur í röð. Í bæði skiptin var ég glaðvaknaður svona 2 mínútur áður en vekjarinn hringdi. Það er einhver nemi til staðar sem erfitt er að útskýra hvernig virkar en hann fúnkerar. Stelpurnar voru glaðbeittar og spenntar enda að fara í sína fyrstu keppnisferð til útlanda. Maður hefði sjálfan sig séð í álíka sporum á þessum aldrei.

María keppti á meistaramóti unglinga 12 - 14 ára í Borgarnesi á laugardaginn og varð íslandsmeistari í langstökki. Vantaði 3 cm til að koma hælnum yfir 5 metra.

Fórum í mat til Siggu skálangömmu í gærkvöldi. Dóttir hennar og fjölskylda sem búa í Danmörku voru í heimsókn og tilvalið að safna stórfjölskyldunni saman. Skemmtilegt kvöld.

Ég hef fengið nokkur viðbrögð út af vangaveltum um mataræði fyrir Laugaveginn. Ég get ekki annað sagt en þetta upplegg sem ég nota passar mér vel, svo vel að ég hef ekki í hyggju að breyta því í löngum hlaupum sem eru yfir ca 5 klst. Mér finnst þetta vera nokkuð rökrétt. Sé Laugavegurinn tekinn sem dæmi þá er hann 6 - 8 klst erfiði fyrir venjulegt fólk. Margir hafa þess utan verið vakandi í allt að sex tíma áður en hlaupið byrjar. Á svo löngum vinnutíma og erfiðum þurfa menn að borða vel. Ef menn geta ekki borðað á meðan á áreynslunni stendur þá verða menn allavega að borða vel áður en erfiðið byrjar. Það dugar ekkert fransbrauð á löngum vinnudegi. Carbóloadhleðsla er sögð vera tvíeggjuð fyrir svona löng hlaup því hún getur sent röng skilaboð til líkamans svo önnur næringarupptaka verði minni. Það verður að stappa í sig staðgóðum létt meltanlegum mat í aðdraganda svona verkefna til að orkuinnistæðan sé næg. Síðan er hægt að skjóta í sig aukapústi með geli eða orkustöngum en það er bara krydd på kakan en ekki undirstaða eða það sem dregur vagninn. Mér finnst maður heyra of mikið talað um um orkuskort, magavandræði og annað sem dregur kraftinn úr fólki á síðasta hluta hlaupsins. Að mínu mati á að vera hægt að draga úr þessu með réttu mataræði áður en lagt er af stað. Ég var að tína í mig fiskibollur þar til einni og hálfri klst fyrir hlaup. Ég fann aldrei fyrir orkuskorti eða neinum óþægindum af öðru tagi. Eftir mitt fyrsta Laugavegshlaup þá þurfti maginn a.m.k. eina klst til að jafna sig eftir í mark var komið til að ég gæti farið að hugsa um mat, hvað þá að borða.

Það er gaman að velta vöngum yfir þessu, bera saman reynslusögur og læra hver af öðrum. Það er óþarfi að hver maður sé að baxa við að finna upp hjólið. Það er búið að því fyrir nokkuð löngu síðan.

Setti nokkrar myndir frá Laugaveginum inn á myndasíðuna. Sé að eftir Jökultungur var enginn tími til myndatöku fyrr en í mark var komið!!!

sunnudagur, júlí 15, 2007

Laugavegsfarar leggja af stað

Laugavegurinn að baki. Fínn dagur og skemmtilegur. Þetta var fjórða Laugavegshlaupið mitt. það fyrsta var árið 2002 þegar við Svanur Bragason fylgdumst að í gegnum það í nokkursskonar landkönnun.
Með hliðsjón af væntanlegri Grænlandsfereð hafði ég sett mér eitt markmið í hlaupinu að koma óþreyttur og afslappaður í mark. Tíminn, svona 7 klst + / - eftir atvikum. Ég undirbjó mig ekkert sérstaklega fyrir hlaupið nema það að ég ætlaði að gera smá tilraun á mataræðinu. Á föstudagskvöldið grillaði ég rúm 600 gr af silung og borðaði hann svo að segja allan með miklu grænmeti. Um nóttina áður en lagt var af stað eldaði ég kúffullan disk af hafragraut með hunangi, rúsínum og granoli musli. Kláraði einnig restina af silungnum. Á leiðinni uppeftir stífði ég fiskibollur í mig upp úr poka þar til einum og hálfum tíma fyrir start og drakk appelsínusafa með. Ég karbólódaði ekkert heldur vildi láta reyna á að maturinn dygði.

Í Landmannalaugum leit út fyrir gott veður svo ég fór í léttasta klæðnaðinn, stuttbuxur og hlírabol. Það smellpassaði við veðrið eins og það var um daginn. Ég fór rólega af stað upp í Hrafntinnusker, gekk allar brekkur og skokkaði rólega á milli. Nú voru bara skaflar við skerið en fyrir tveimur árum var þar jökull svo menn skripluðu í spori og þurftu að fara á fjóra fætur á stundum. Ég var á 1.26 í skerinu og það var svona eftir því sem upp var lagt með. Leiðin niður í Álftavatn leið fljótt hjá. Ég hafði ákveðið að spara mig í öllum niðurhlaupum og gekk því í rólegheitum niður löngu brekkuna. Fyrir ofan hana var starfsmaður og varaði fólk við skorningum. Gott mál. Í Álftavatni var ég á 2.40 og hafði því ekki verið nema eina klst og kortér úr skerinu. Stoppaði stutt og hélt áfram. Ég braut eina mjög mikilvæga reglu í hlaupinu. Var í Salomon skónum sem Trausti fékk frá USA á miðvikudaginn. Hafði aldrei farið í þá nema til að prufa hvort stærðin passaði. Trausti hafði mælt með þeim í vatnsösli. Nú reyndi á þá og það var alveg rétt. Þeir drenuðu sig mjög vel eftir að maður kom upp úr ánum. Maður var orðinn sem þurr í fæturna á augabragði. Ólíkt Goretex skóm sem halda vatninu frá sér en einnig líka í sér ef það kemst inn. Hvanngilið birtist eftir skamma hríð og svo tóku sandarnir við. Ég hef aldrei skipt um skó við Bláfjallakvíslina því manni finnst svo gaman að fara fram úr hópnum sem situr þar í skóskiptum!!! Hitti þar Stefán Gíslason sporléttan Strandamann sem var í sinni Bjarmalandsför á Laugaveginum. Við fylgdumst að suður sandana og vorum léttir í spori, svona á okkar mælikvarða. Drykkjarstöð var á afleggjaranum og er það til fyrirmyndar.

Við komum í Emstrurnar eftir 1 klst. 55 minútur og þar sem allt var eins og best var á kosið sá maður fram á að komast í mark á um 6.30. Það var betra en ég hafði ætlað sérstaklega miðað við álagsmarkmiðið. Tíminn leið fljótt suður yfir Emstruána. Þóra gasaði fram úr okkur brekkuna niður að brúnni í annað sinn en hún hafði verið mjög sporlétt niður löngu brekkuna fyrir ofan Álftavatn. Skömmu síðar fórum við fram úr henni og hef ég grun um að hraðinn niður brekkurnar hafi þar verið farinn að taka sinn toll. Dró Ásgeir Ironman uppi á þessum legg og fylgdumst við síðan að í mark. Hann var á sömu nótum og ég að fara ekki það hratt að það væri varið að tappa af varatanknum. Það var rúllað létt niður Fauskatorfurnar og yfir Kápuna og svo áfram. Síðast þegar ég fór Laugaveginn fékk ég svo heiftarlegan sinadrátt við Kápuna að ég var fastur þar þar til ég fór að labba afturá bak upp. Þá slaknaði fyrst á krampanum.

Tíminn var tæpar 6.30 og var ég mjög ánægður með það miðað við það sem upp var lagt sem og ástandið á fótunum. Óþreyttur og afslappaður. Engin eymsli í tám eða kálfum. Móttökurnar í markinu voru til fyrirmyndar, teppi, heit súpa, ávextir og sælgæti. Meir að segja sturtan var heit.

Standardinn á Laugaveginum fer sífellt batnandi. Sveinn Margeirsson náði feikna góðum tíma svo og þær Rannveig Odds. og Rakel. Þau skipuðu sér öll í flokk bestu hlaupara frá upphafi og voru að því ég held að fara sinn fyrsta Laugaveg. Jósep var í sínu öðru hlaupi og rann skeiðið á rúmum 5 klst. Tíminn sem ég fékk hefði dugað til 25 sætis í mínu fyrsta hlaupi en nú í það 50. Framfarirnar eru miklar. Nú þýðir ekki annað en að fara undir 6 tíma ef maður vill skipa sér í flokk fullorðinna Laugavegsfara. Maður verður að spekulera í hvar hægt sé að tálga 7 mínútur af hverjum legg!!! Hraðaæfingar og brekkusprettir. Mér fannst matartilraunin ganga fullkomlega upp. Ég fann aldrei fyrir orkuleysi, stífleika í fótum eða sinadrætti. Hafði að vísu bæði C vítamín og salttöflur með sem ég setti út í brúsann með jöfnu millibili. Orkubúskapurinn í jafnvægi. Ég veit ekki hvort þetta upplegg passar fyrir aðra en mér finnst það henta mér.

Á undanförnum árum hafa Laugavegsfarar sent mótshöldurum ábendingar um það sem betur hefur mátt fara. Það er ljóst að það hefur verið tekið mark á því miðað við framkvæmdina eins og hún var nú. Einnig hafa starfsmenn hlaupsins hlaupið Laugaveginn sjálfir og þekkja þetta því á eigin skinni. Öryggismálum hefur farið fram s.s. skipuleg skráning í upphafi og einnig á leiðinni. Það er alvörumál að senda þetta stóran hóp af stað uppi á öræfum og vona síðan það besta um að allir skili sér. Á þremur stöðum voru merkingar þó ekki nógu góðar. Maður verður að horfa á þetta með augum þess sem þekkir ekki neitt og hefur aldrei farið leiðina áður. Ókunnugir geta ruglast á leiðinni fyrir ofan Álftavatn´áður en drykkjarstöðin sést. Við Hvanngil er það bara fyrir kunnuga að ramba á rétta leið eins og venjulega. Síðan var engin merking á söndunum þegar maður beygir út af veginum. Stefán Gíslason, sem var að fara sitt fyrsta hlaup, sagðist hafa haldið áfram suður veginn því það benti ekkert til að maður ætti að fara út af veginum. Þessir staðir eru allir rétt hjá landvörðum í nærliggjandi skálum og því ætti það ekki að vera ofverk þeirra að setja smá litaborða á þessa staði til að hafa merkingar 100%. Viðurgjörningur var eins og hann gat bestur verið í Þórsmörkinni og verðlaunaafhending gekkk vel þrátt fyrir rigningu úti. Úrslitin eru komin inn á vefinn á sunnudagsmorgni, allt eins og það á að vera. Takk fyrir góðan dag.

Sá í Fréttablaðinu í morgun að Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður hefði orðið bráðkvaddur í gær. Það er mikill sjónarsviptir að honum því hann var einn öflugasti málsvari Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum og hafði kjark og þekkingu til að hafa sjálfstæðar skoðanir sem voru ekki alltaf í takt við stefnu flokks eða ríkisstjórnar. Yfirleitt fannst manni í slíkum tilfellum að Einar hefði betri og skynsamlegri navigation en ríkisstjórnin. Kynntist Einari Oddi fyrst í kringum 1990 þegar þjóðarsáttin var í undirbúningi sem formanni VSÍ. Menn fundu fljótt í viðkvæmum samningum að orðum Einars mátti treysta. Slíkt getur ráðið úrslitum um framgöngu mála þegar lítið má út af bera.

föstudagur, júlí 13, 2007

Grænlandsfarar á æfingu í Sigluvík

Það var Kanóæfing í Nauthólsvíkinni í gær. Ásgeir Ironman mættur og ekki seinna vænna en að fara yfir róðrartökin með honum. Hann var brattur og til alls reiðubúinn. Þetta er allt að skýrast. Förum með hjólin í frakt í síðasta lagi á mánudaginn. Reyni að koma mínu í dag. Það er víst svo lítið fraktrými með vélunum til Grænlands að það þarf að mjatla þessu smá saman.

Við keppum á Grænlandi undir nafni Intersport. Það verður að segjast að það er á nippunni að fyrirtækið sé þess virði að keppa undir nafni þess. Áhugaleysið hjá þeim er frekar áberandi. Það eina sem Intersport gerir er að sleppa því að græða á okkur á þeim vörum sem við kaupum hjá þeim vegna keppninnar. Stórfyrirtæki Daníels Smára í Ármúlanum aðstoðar okkur hins vegar með merkingar en við fáum fyrir náð og miskunn fengið starfsmannaboli hjá fyrirtækingu uppi á Höfða. Trausti hafði beðið þá sérstaklega um útvega Salomon utanvegaskó því þeir voru ekki til á lager eins og í fyrra. Það átti að bjarga skónum en svo gekk ekkert upp og þeir komu ekki. Það var alltaf eitthvað í veginum fyrir að það gengi upp. Trausti fékk skóna hins vegar með hraðsendingu frá New York í fyrrakvöld. Mér heyrist stemmingin vera þannig að samningi við fyrirtækið verði sagt upp með laglegu bréfi þegar heim verður komið. Ég held að þeir geti þá sent lið sjálfir og komist þannig í raun um hvað þetta snýst um.

Fékk bréf frá Spartathlon í gær. Er nr. 183. Nú blasir alvaran við. Þetta er sjö daga prógram frá 26. sept. til 2. okt. Keppnin er 28. - 29. sept.

Er fréttastofa Stöðvar 2 komin að fótum fram og berst nú um í fjörbrotum. Að hlaupa upp til handa og fóta og storma upp á eitthvað hótel af því það hafði frést að rússnesk kona væri gestkomandi á hótelinu sem seldi eitthvað annað en sódavatn. "Það er komin mella í bæinn, við verðum að skoða hana og sýna hana í fréttunum." Þvílík útnesjamennska. Litlu betri var fréttin um konuna sem sá fyrir sér og dóttur sinni með því að dansa á súlustað. So what þótt konan dansaði þarna. Vonandi hefur hún góðar tekjur fyrir sig og sína. Hefði það verið minna fréttnæmt ef hún hefði eytt öllu kaupinu í rugl og vitleysu.

Tók 16 km létta æfingu í gærkvöldi. Nú er það Laugavegurinn á morgun.

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Vatnsglasið sem umræða um ýmis mál hérlendis hringsólar í er oft skelfilega lítið. Jafnréttisumræðan er eitt dæmi um þetta. Hún er oft keyrð áfram út frá þröngu sjónarhorni sjálfskipaðra sérfræðinga sem horfa til hafs af lágri bæjarstétt og sjá þar af leiðandi ekki langt frá sér. Nú síðast var í morgun umfjöllun í blöðum um að karlar tækju fæðingarorlof í bútum en ekki samfellt. Þetta er slæmt í hugum margra. Þetta getur leitt til að kynbundinn launamunur vaxi að mati einhverra "sérfræðinga". Fram kom í umræðunni að það ætti jafnvel að afnema möguleika karla á að taka fæðingarorlof í nokkrum hlutum. Kastljós sjónvarpsins var undirlagt af þessu. Þar kom fram sú skoðun að það ætti að lengja fæðingarorlofið þannig að barnið færi beint á leikskóla þegar því lyki. Stofnanavæðingarhugsunin virðist allsráðandi. Skyldi það ekki geta verið að einhverjir foreldrar vilji haga málum þannig að þeir verði heima með börn sín að meira eða minna leyti. Á það að vera sjálfgefinn hlutur að börn séu á stofnun allt að 8 klst á dag frá eins og hálfs til tveggja ára gömul?

Ég fékk nýlega í hendurnar norrænt blað þar sem jafnréttisumræðan var tekin út frá öðru sjónarhorni. Þar var varpað fram spurningunni "Hver er norræni karlmaðurinn og á hvaða leið er hann"? Í grein um þetta viðfangsefni voru raktar nokkrar sláandi staðreyndir sem fjalla um stöðu stráka og ungra manna í Noregi. Sem dæmi má nefna eftirfarandi:

1. Flestir sem flokkast undir "dropouts" í skólum eru strákar.
2. Langt um fleiri strákar en stelpur eru greindir með ADHD (þarf að skoða betur hvað þetta er nákvæmlega).
3. Strákar koma miklu ver út hvað varðar lestrarkunnáttu í PISA rannsóknum en stelpur. Árið 2003 voru helmingi hærra hlutfall stráka með lestrarhæfi 0 - 1 af 5 mögulegum eb stelpur. Með einkunina 0 voru þrisvar sinnum fleiri strákar en stelpur.
4. Sé leikfimi undanskilin þá eru strákar yfirleitt lægri í einkunn en stelpur þegar þeir klára grunnskóla.
5. Atvinnuleysi er meira meðal ungra karla en ungra kvenna.
6. Mun hærra hlutfall karla en kvenna þarf á félagslegri aðstoð að halda.
7. Eini þjóðfélagshópurinn sem er almennt óhamingjusamur eru einhleypir og fráskildir karlar.
8. Einungis þriðji hluti af þeim sem stunda nám á framhaldsskólastigi eru karlmenn.
9. Æ fleiri börn alast upp án mikilla tengsla við föðurinn eða aðra karla. Karlar eru einungis að mjög litlu leyti ráðnir til starfa í leikskólum. Í grunnskólum er hlutfall kvenna miklu hærra en karla.

Þessi þróun er ekki einvörðungu bundin við Noreg. Sama þróun á sér stað á öðrum norðurlandanna. Í USA og Afríku verður umræðan æ háværari um að þróunin þessara mála efnum sé varasöm.

Hvenær skyldi Jafnréttisráð og kynjafræðastofnun HÍ taka þetta efni til umræðu?

Fékk viðbót á Grænlandsbúnaðinn hjá Vilborgu í dag. Fór síðan upp í Intersport að kaupa smáhluti. þetta er allt að koma.

Maður heyrir oft miður góðar sögur af iðnaðarmönnum. Það er lofað að koma og lofað að koma og loks þegar einhver kemur þá þarf að fara og redda einhverju annarsstaðar og eftir situr húseigandinn og getur sig hvergi hrært því hann þorir ekki að styggja iðnaðarmanninn sem hann var svo heppinn að ná taki á. Svo kemur reikningurinn og hann er kannski ekki alltaf í samræmi við umfang verksins.

Það fór að leka hjá mér öryggisloki á heitavatninu í fyrradag. Það var ekkert annað að gera en að skrúfa fyrir og vona það besta í baráttunni um að fá pípara. Maður frá OR kom daginn eftir og sagði okkur hvað væri að. Ég rifjaði upp að fyrir þremur árum fengum við pípara sem setti upp bretti vegna heita pottsins. Hann vann vel og rösklega, engir skreppitúrar og reikningurinn var sanngjarn. Símanúmerið var týnt og nafn fyrirtækisins gleymt. Ég fann engu að síður þriggja ára gamlan reikning frá þeim í möppu. Hringdi í gær og náði sambandi. Viðbrögðin voru mjög góð. "Við reddum þessu eins fljótt og við getum. Hringdu í fyrramálið." Ég hringdi í morgun. "Við komum fyrir hádegi." Kl. 10.30 var hringt og ég fór heim. Maðurinn mættur. Málinu reddað á skömmum tíma. Ekkert mál. Þetta er almennilegt. Fyrirtækið heitir Verklagnir ehf pípulagningarþjónusta. Mæli með þeim.

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Nýmálað hús á Móbergi

Það var góð ferð vestur um helgina. Vorum komin vestur á Sand upp úr kl. 10 á föstudagskvöldið. Inga systir og Bragi voru rétt á undan okkur. Daginn eftir va rhafist handa um að mála húsið að utan eins og ætlað var. Það gekk mjög vel enda margar hendur á lofti. Smá dropar komu um hádegið en annars var veðrið hið besta. Við vorum langt komin á laugardaginn enda haldið á fram a kvöld. Við fórum í miðdagskaffi í Franska veitingahúsið hans Kjartans úti í Kirkjuhvammi. Það var mikill renningur af fólki þann tíma meðan við stoppuðum og er ljóst að ferðafólk jafnt og heimafólk kann vel að meta þetta framtak. Í þessu húsi var oft drukkið kaffi af gestum og gangandi hér áður hjá Jónu þótt það hafi verið undir öðrum formerkjum en nú. Það er engu að síður vel við hæfi að gestum sé sinnt af natni í Kirkjuhvammi. Hitti nokkra kunnuga og meðal annars Sigga Sig. í Sigurðarhúsi á Patró. Hef ekki séð hann í yfir tuttugu ár. Hann vann við vélaviðgerðir í gömlum skúr inni við Mikladalsá og bjargaði iðulega málunum þegar allt var komið í öngstræti. Hann er fæddur árið 1920 og er því langt genginn í nírætt en ansi kvikur og lítur vel út. Hann sagðist fara af og til í skúrinn eitthvað að bjástra þó það væri farið að minnka. Á sunnudaginn þegar við keyrðum fram hjá var töluvert af fólki í Kirkjuhvammi og krakkarnir að sulla í flæðinni fyrir neðan veginn. Flottur staður.

Við lukum við að mála fyrir hádegi á sunnudaginn og leit bæjargreyið betur út en áður. Það er margt handtakið sem eftir er sem miklu máli skiptir að það sé farið að þoka málum.

Við komum við á Siglunesi á leiðinni suður. Það er ysta jörðin á Barðaströndinni en er nú í eyði eins og margir fleiri þarna. Þar bjó Gummi á Nesi, einhleypur maður sem kom alltaf yfir á Sand í göngunum á haustin. Á Nesi var sól og blíða og fallegt útsýni inn eftir Ströndinni. Þarf að ganga fyrir Sigluneshlíðar einhven tíman og fara fyrir Stálið og síðan út Skorarhlíðar. Stórbrotin leið og áhugaverð.

Það var gaman að róla austur sýsluna í góðu veðri en eins og yfirleitt vantar mann alltaf tíma til að fara útúrkróka. Það er t.d. langt síðan ég hef komið út á Múlanes. Ég hef heldur aldrei komið niður í Kvígindisfjörð.

Komum aðeins við á Hvanneyri og tókum hús á Hauki bróður og Ingu. Nauðsynlegt að taka sólarhæðina í ýmsum málum.

Nú er farið að styttast í Grænlandsförina. Hitti Vilborgu frænku í gær en hún lánaði mér jöklagræjur. Vilborg vinnur hjá Ferðafélaginu og hefur virkilega fundið réttu fjölina í útivist, fjallgöngum og öllu því sem þessum málum tengist. Hún var nýkomin úr 24 tinda göngu í Eyjafirðinum sem tók um 20 tíma. Hún sagði að þeir Akureyringar væru dálítið fríkostugir að hvetja óvant göngufólk í þennan túr, hann væri það erfiður að fólk þyrfit að vera vel undir búið.

Það var ekkert hlaupið fyrir vestan en fór út í gærkvöld og fór Kársnesshringinn með fimm brekkusprettum. Góður túr. Kom inn um eitt leitið. Þarf líklega að taka Esjuna og svo fer maður að telja niður fyrir Laugaveginn.

föstudagur, júlí 06, 2007

Önd úti á Gróttu

Fór út snemma í morgun og tók 8 km. Var síðan heima við að klára fyrri umferðina á húsið. Geri ráð fyrir að fara vestur á Rauðasand um helgina til að mála húsið heima. Veðurspáin sýnist vera þokkaleg. María keppti í undankeppni í hástökki á landsmóti UMFÍ í dag. Hún stökk inn í úrslitin þótt ung sé. Það er fyrst og fremst innistæða í reynslubankanum sem situr eftir með því að taka þátt í mótum sem þessum þar sem flestir eru eldri en hún. Það er alltaf sérstök stemminig á landsmótum UMFÍ. Ég hef nokkrum sinnum verið á þeim sem áhorfandi en ekki sem keppandi. Þarna hittist fólk héðan og þaðan af landinu sem kemur til að rifja upp góðar minningar frá fyrri árum og hvetja þá sem eru að keppa. Þó held ég að það verði ekki sama stemmingin að halda landsmót inní á miðju höfuðborgarsvæðinu enda þótt ég efi ekki að Kópavogur gerir allt sem mögulegt er til að þetta verði glæsileg hátíð. Veðurspáin er góð.

Hjólaði upp á Esju í kvöld, gekk upp, hljóp niður og hjólaði svo heim. Nú náði ég markinu, var tæpa þrjá tíma í túrnum. Hitti Pétur Helga og Erlend þegar ég var að leggja af stað upp. Þeir voru brattir og ætla Laugaveginn eins og margir fleiri. Heyrði í dag að það væru komnar um 110 skráningar í hlaupið.

Ég var heppinn á leiðinni heim. Þegar ég kom að brúnni yfir ána rétt fyrir ofan Mosfellsbæ ætlaði ég að beygja yfir götuna til eiga greiðari leið yfir á hjólastíginn. Ég tók ekki eftir því að það var svolítill kantur utan í götunni. Þegar ég kom á nokkurri ferð utan í hann flaug ég einfaldlega á hausinn og fleytti kerlingar eftir götunni. Mér til happs var farið að rigna svo gatan var hál og því meiddi ég mig ekkert, fékk eitt smá skafsár á olnbogann og annað á lærið en annars sá ekkert á mér. Sem betur fer voru bílar ekki alveg á næstu grösum. Ég var bálreiður út í sjálfan mig fyrir að láta annað eins gerast. Það væri eftir öðru ef maður myndi eyðilegga plönin með einhverjum svona aulahætti. Ekkert skemmdist nema sólgleraugun flugu eitthvað út í loftið og eru þar enn. Enda áttu þau líka að vera heima.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Flott viðtal við Bibbu í Mogganum í morgun. Það er nú það minnsta að það sé splæst í gott viðtal við konuna sem brýtur ísinn hérlendis á þessum vettvangi, ekki síst eftir að hafa gengið í gegnum miklar hremmingar í aðdragandanum. Staðsetning fréttarinnar í blaðinu vekur hins vegar furðu. Það er eins og fyrri daginn að árangur í ultragreinum eru ekki flokkaður sem íþróttafréttir af fjölmiðlum. Þó var minnst á það á íþróttasíðu Mbl á þegar ég lauk 24 tíma hlaupinu í vor. Það voru ákveðin tímamót. Sund, hjólreiðar og hlaup eru íþróttir ekki síður en margt annað og þegar þetta fer allt saman í því magni sem þarf til að klára Ironman þá er þetta alvöru íþróttafrétt. Margt af því sem verið er að setja inn á íþróttasíður blaðanna er óttalegt snakk sem manni virðist fyrst og fremst hafa gildi sem uppfyllingarefni. Ég gleymi því seint þegar töluvert löng umfjöllun um strandblak var í áramótayfirliti ríkissjónvarpsins um íþróttaviðburði ársins fyrir tveimur eða þremur árum. Þarna er verk að vinna.

þriðjudagur, júlí 03, 2007

Himbrimi á Kleifarvatni

Fekk email frá herra P.Tsiakiris í Grikklandi í morgun. Hann var að tilkynna mér að það er allt í fína með skráninguna og greiðslu gjaldsins vegna Spartathlon. Gögnin eru á leiðinni. Nú fer spennan að vaxa. Það eru þrír mánuðir til stefnu. Ég veit ekki annað en að það sé allt í góðum gír og undirstaðan sé í lagi. Svo er bara að byggja ofan á.

Spartathlon er mikið hlaup. Leiðin liggur á milli Spörtu og Aþenu. Það er 240 km langt og verður að ljúka því á minna en 36 tímum. Þetta eru rétt um sex maraþon og yfir fjall að fara á km 160 - 180.

Það lá reyndar við í gær að það kæmi babb í bátinn vegna aulaháttar. Það rann undan mér stigi þegar ég var að mála húsið. Þetta kom ekki að sök nema að tærnar eru aðeins aumar en maður slapp með skrekkinn. Það þarf ekki nema augnabliksóaðgæslu eins og þessa þá getur allt verið komið til andsk..... Trausti lenti í svona í Skálafells - Leggjarbrjótshringnum um daginn. Hann var að horfa á GPSinn uppi á Esjunní gáði ekki að sér og fór flatur í grjótið. Hann meiddi sig á hendinni og marði sig á fæti en að varð ekki að skaða sem betur fer. Skynsemin segir manni að það borgi sig að hlaupa heldur hægar en hraðar niður Esjuna. Það þarf ekki að reka nema eina tá í á óheppilegum stað og endapunkturinn er kominn.

Málfarið á Mogganum vekur enn athygli. Ætli sé búið að segja öllum prófarkalesurum upp á blaðinu? Í gær var cameldýr myrt í Svíþjóð, í dag sprakk upp hús í Danmörku sem var í mínútu fjarlægð frá einhverjum íslendingi. Er mínúta nú orðin lengdareining? Mér þætti gaman að sjá þann tommustokk. Maður segir í mínútu göngufæri, mínútu hjólafæri eða mínútu akstursfæri en ekki mínútu fjarlægð. Við hvað er miðað? Ljóshraðann? Þessi framsetning segir manni ekkert um hve fjarri nefndur íslendingur bjó frá húsinu sem sprakk í loft upp.

Sumum finns þetta kannski vera tittlingaskítur en ef ambögurnar fá að riðlast á málfarinu óáreittar þá verða þær viðteknar sem sanningdi innan skamms tíma. Oft sér maður og heyrir að það er verið að hræra saman orðtökum og málsháttum. Mogginn hafði þá sérstöðu lengi að þar var vandað til málfarsins. Það virðist hins vegar vera fokið í flest skjólin í Hádegismóunum eins og staðan er í dag alla vega.

Krísuvíkurkirkja

Maður hélt fyrst að hitamælirinn við N1 sjoppuna í Borgartúninu hefði bilað þegar þann sýndi 22 oC í dag um þrjú leytið, en þetta var víst nokkuð sanni lagi því mælar á götuskiltum sýndu óvanalega mikinn hita í dag. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að ganga á Esjuna um miðnættið í stutterma og hnjábuxum. Tók langa æfingu í kvöld, hjólaði uppað Esju og gekk á hana og hjólaði síðan aftur heim. Var 3 tíma og korter. Korteri fljótari en síðast. Markmiðið hlýtur að vera að komast undir 3 klukkutíma.

Blaðamenn Mbl gera það ekki endasleppt. Nýlega fundu þeir inngang að jarðstöð við Kongens Nytorv sem meir að segja Danir höfðu ekki fundið fram að þessu. Í dag krufðu þeir til mergjar hið dularfulla morð á sænsku kameldýri sem hafði verið til umræðu þar í landi eftir að ónafngreint kameldýr hafði fundist dautt í vegarkanti. Það kom síðan í ljós að dýrið hafði losnað í kerru og slasast. Því hafði þurft að aflífa það. "Morðið á sænska kameldýrinu leyst" skrifar Mogginn. Í þessari setningu eru býsna margar vitleysur. Þeim sem kalla sig blaðamenn á Mogganum skal bent á að dýr eru ekki myrt, þau eru drepin, þeim er slátrað eða þau eru aflífuð. Fólk er myrt. Síðan er morð ekki leyst. Morð er upplýst, morðgáta er leyst.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Var að kíkja á Ironmanninn í Þýskalandi. Það var lagt upp í morgun kl. 7.00 að staðartíma. Sé að Ásgeirarnir eru komnir í mark. Ásgeir Elíasson varð nr. 1115 á tímanum 11.21.06 og Ásgeir Jónsson varð nr. 1311 á tímanum 11.41.24. Bibba er búin að klára sundið (3.8 km) og hjólatúrinn (180 km) á ca 9 klst og er í maraþonbrautinni sem stendur. Ef ekkert mjög sérstakt kemur upp á þá ætti hún að klára þessa þraut með miklum sóma og er þó varla nema með aðra hendina í lagi. Til hamingju öll sömul og Bibba sérstaklega, nema hvað. Mér finnst frekar vont að leita að upplýsingum á vef hlaupsins, ég finn til dæmis ekki lengur þátttakendalistann sem ég var að skoða í morgun. Það er nefnilega fjórði íslendingurinn í brautinni sem ég man ekki hvað heitir.

Bibba er komin í mark á 15.24. Glæsilega gert. Eitt er að klára Ironman þegar allt gengur vel í undirbúningnum sem er afrek út af fyrir sig en að brjóta viðbeinið ca tveim mánuðum fyrir keppnina og klára hana engu að síður, það gerir bara járnkelling sem talandi er um.
Nú er þetta bara eins og best gerist í útlandinu. Sól og logn dag eftir dag. Þá verður maður að gera svo vel og nota tímann. Fór út snemma í gærmorgun og tók góðan hring fyrir vinnu og svo var það Esjan í eftirmiðdaginn. Við fórum snemma úr vinnunni vegna veðurs og þá var alveg tilvalið að taka Esjutúr. Hitti snaggarralegan mann þar á sjötusgsaldri sem stefnir að 52 túrum á Esjuna í ár. Hann sagðist vita um einn sem er að verða sjötugur sem fór 64 ferðir í fyrra og ætlar fleiri í ár. Hann fer alltaf upp á topp. Þetta karlar maður sjálfsaga og hörku.

For Poweratehringinn og Grensássslaufuna tvisvar í dag, snemma í morgun og síðan aftur í kvöld. Þetta er svakalega gaman þegar maður rúllar áfram án þess að þreytast eða mæðast og veðrið eins og það er, logn og blíða. Fór í markið í dag að skoða hjól og spekúlera. Er nokkuð búinn að sigta út hjól sem passar. Geng líklega frá því á mánudaginn.

Bibba og Ásgeirarnir eru allt að því komin í startholurnar úti í Þýskalandi. Á morgun skal það gilda. Vonandi fáum við járnkellingu auk fjölgunar í járnkallahópnum þegar dagur er að kvöldi kominn. Þetta er magnað að vera á þessum punkti, að hafa gert allt sem mögulegt er til undirbúnings fyrir þolraunina og nú er ekkert framundan nema að takast á við þrautina sjálfa. Reynist undirbúningurinn nægur, kemur eitthvað ófyrirséð uppá eða mun allt rena í gegn eftir fremstu vonum? Slíkar spuurningar brenna á mönnum sem eru í sömu sporum og þau þrjú. Þeim fulgja bestu óskir inn í morgundaginn. Ég heyri að það séu fleiri sem ætli að takast á við Ironman á næsta ári. Í haust verður haldinn hálfur járnkall hér heima. Það á örugglega eftir að fjölga í þessum hópi á komandi árum.

Var að undirbúa málningu á húsinu í dag. Grunna vatnsbrettin í fyrramálið og svo er ekkert annað en að gera en að fara að klessa á.