Ég hef ekki skrifað mikið um hlaup að undanförnu. Mér hefur ekki fundist það taka því að tíunda það þegar ég hleyp úti í frekar tíðindalitlum hlaupum svona til að halda mér við. Ég hef tekið það rólega í sumar af ráðnum hug. Mér finnst miklu varða að vera búinn að vinna úr öllu sem kunni að leynast í fótunum og geta þá komið heill og tvíefldur til komandi átaka. Ég fann það t.d. í fyrra að það leyndist einhver bólga í ristinni á öðrum fætinum í á annan mánuð eftir að ég kláraði Borgundarhólm án þess að ég fyndi nokkuð fyrir henni í hlaupinu sjálfu. Það tekur langan tíma að byggja sig upp til að geta klifrað af alvöru upp á ultramaraþonhjallann. Reyndir menn segja að það taki ekki minna en þrjú ár af æfingum og keppnum til að ná þeim hlaupaþroska að geta farið að takast á við ultrahlaup af alvöru. Þá er ég að tala um hlaup sem eru 100 km, 12 tíma eða 24 tíma hlaup og 100 mílna hlaup og þaðan af lengri. Þessi upptalning er ekki sett fram með þeim skilningi að styttri hlaup séu eitthvað ómerkilegri. Langt í frá heldur er þessi skilgreining þannig að áreynslan á líkama og sál er það mikil í svo löngum hlaupum að það sé eiginlega komið í annað "borð" eins og sagt er í tölvuleikjum við slíka áreynslu. Maður sér til dæmis að þegar menn eru orðnir þjálfaðir ultrahlauparar þá geta þeir farið að takast á við mjög löng hlaup með ótrúlega stuttu millibili án þess að líkaminn verði fyrir skaða en ef maður fer í slíkar þrekraunir illa undirbúinn er hætta á að það verði ekki aftur tekið. Ég sé til dæmis að báðir norðmennirnir sem hlupu í WS í júní eru að takast á við mjög löng hlaup nú í haust svo og daninn. Allir eru þeir mjög reyndir ultrahlauparar með miklu meiri og lengri reynslu en ég. Ég fann það hins vegar að það væri hollast að taka það heldur rólega í sumar en leggja svo áfram inn í reynslubankann í haust og vetur.
Talandi um ultrahlaup. Laugavegurinn hefur verið okkar stóra markmið í þeim efnum og eini valkostur. Síðan hafa nokkrir langhundar dundað sér við að taka löng óformleg hlaup eins og Þingvallavatnshringinn (72 km) og Þingstaðahlaupið (um 50 km). Það eru hins vegar ekki formleg keppnishlaup með skráðum tíma. Ég held að það sé kominn tími á að fara að hugsa um að hafa fleiri formleg löng hlaup. Þá má til dæmis nefna 6 og 12 tíma hlaup. Með því að stika út braut sem kallar á lágmarks mannskap væri hægt að halda slíkt hlaup. Nauthólshringurinn það sem Pétursþonið var haldið er kannski tilvalinn í slíka hluti. Lágmarksmannafli og lokaður hringur sem hægt er að hlaupa í næði fyrir bílaumferð. Eini gallinn við hringinn er að það er svolítill halli á honum en það verður bara að hafa það. Ef yrði hlaupið út með flugvellinum og til baka myndi það kosta gæslu á endastöð. Ég sé á norska ultravefnum að fyrir ekki svo löngu síðan var einungis eitt ultrahlaup í Noregi. Nú eru þau nokkuð mörg og þátttakendum fjölgar. Nýtt 6 tíma hlaup var t.d. sett upp við Eidsvall í ágústlok sem ég fékk boð um að taka þátt í. Sigurvegarinn hljóp um 84 kílómetra (vantaði 150 metra upp á að ná tveimur maraþonum) og ég held að það hafi vel yfir 50 manns tekið þátt í hlaupinu. Það verður að fylgja þróuninni og hafa verkefni við hæfi. Það má byrja á að hvetja menn til að taka þátt í Þingstaðahlaupinu í haust. Í fyrra hljóp Svanur einn alla leið.
Tvær fréttir í sjónvarpinu í kvöld vöktu athygli mína. Önnur var um 25 ára afmæli Samstöðu í Póllandi. Þegar lætin voru í Póllandi haustið 1980 var ég nýfluttur til Svíþjóðar, mállaus og vitlaus en var að reyna að fylgjast með fréttum eftir föngum. Lech Valesa var síðan varpað í fangelsi, leystur úr því aftur, varð forseti Póllands og fékk friðarverðlaunin. Það kom mér á óvart þegar ég kom til Póllands í vor var að Pólverjar hafa ekkert álit á honum heldur líta á hann sem kverúlant. Á hinn bóginn er Jarúselsky, hershöfðinginn sem kældi ástandið og forðaði Pólverjum þannig frá innrás Sovétmanna, í miklum metum meðal almennings. Mér hefur hann alltaf hafa verið vanmetinn og hefði miklu frekar átt að fá friðarverðlaunin en Lech.
Í annan kant voru birtar myndir af safnaðarfundi í Garðabæ frá því í gærkvöldi. Mér finnst gott af sjónvarpinu að birta myndir af hegðan fólks á þessum fundi. Viðkomandi hafa gott af því að sjá sjálfan sig í sjónvarpinu. Að heyra fullorðið fólk vera æpandi að öðrum að viðkomandi ljúgi eins og alltaf, sé akandi um bæinn og njósnandi um fólk, af hverju hann hafi bakkað bílnum og þar fram eftir götunum er með ólíkindum. Ég þekki ekkert til þessara mála en sýnist að það segi nokkra sögu að þeir sem kjörnir voru í nýja safnaðarstjórn voru allir af öðrum arminum. Þeir sem æptu um lygar og njósnir fengu hins vegar engan mann kjörinn. Maður veltir fyrir sér flórunni í Garðabæ. Skyldu engin kristileg kærleiksblóm spretta þar um grundir?
Eitt að lokum. Sá á fótbolti.net að Þóra Helgadóttir markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafði verið kosinn besti leikmaður vallarins í jafnteflisleiknum frækna við Svía á dögunum og fékk ryksugu sem viðurkenningu. Kvenréttindakonunum í vinnunni fannst þetta ekki mjög fyndið.
miðvikudagur, ágúst 31, 2005
þriðjudagur, ágúst 30, 2005
Nú er umræðan um næsta borgarstjóra í Reykjavík hafin á fullu. Hún byggir á skoðanakönnun Fréttablaðsins sem var birt í morgun. Þar hefur Gísli Marteinn nauma yfirburði fram yfir aðra sem nefndir eru. Það sem fáir tala um og enn færri hafa skoðun á er að niðurstöðurnar skoðanakönnunarinnar eru gjörsamlega ómarktækar. Þegar svarhlutfallið er komið niður í 40% þeirra sem reynt er að hringja í sjá það allir sem vilja sjá að niðurstöður úr minnihluta aðspurðra geta ekki verið dæmigerðar fyrir heildina. Menn vita ekkert um afstöðu þeirra sem eftir eru og þegar sá hópur er meir en helmingur af heildinni þá skiptir hann máli.
Í sveitarstjórnarkosningum hérlendis kjósa um 85% kjósenda. Því er segir 40% svörun í skoðanakönnun ekkert um hver afstaða heildarinnar er. Maður spyr sig hve langt þarf svörunin að fara niður til að sjálfskipaða fagfólkið á fjölmiðlunum segi; "Niðurstöður þessarar könnunar eru ekki marktækar" Þarf svarhlutfallið að fara niður í 30%, 20% eða 10%? Er frétta- og umfjöllunarþurrðin svo mikil að allt er gripið á lofti til að geta fyllt úr í frétta- og umræðutíma. Er gagnrýnin hugsun ekki fyrir hendi? Einungis Jóhann Hauksson hefur sett fram efasemdir um að svarhlutfallið væri nógu hátt til að mark væri takandi á niðurstöðunum það ég hef heyrt. Miðað við þessi vinnubrögð er ekki úr vegi að settar séu opinberar reglur um hvaða lágmarkskröfur þurfi að uppfylla til að niðurstöður skoðanakannana teljist marktækar. Mér finnst þessi umræða segja meir en margt annað um þann standard sem er hjá starfsfólki fjölmiðla hérlendis. Sem betur fer hafa menn aukin tækifæri til að fylgjast með fréttaskýringaþáttum í erlendum fjölmiðlum og fá þannig samanburð um hvernig fagmennska í þessu efni lítur út.
Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég fer í viðtöl í útvarpi. Yfirleitt er þetta í lagi og spyrjendur hafa sett sig svolítið inn í það efni sem ræða á. Steininn tók þó úr um daginn. Þá mætti ég í smá viðtal og spyrjandinn vissi akkúrat ekki neitt um það sem ræða átti um. Þegar græna ljósið kviknaði var sagt; "Byrjaðu bara". Síðan þurfti ég að móta bæði spurningar og svör. Þetta var sem betur fer ekki í beinni útsendingu heldur var þetta klippt og talað inn á það síðar. Ég heyrði sem betur fer ekki útkomuna.
Í sveitarstjórnarkosningum hérlendis kjósa um 85% kjósenda. Því er segir 40% svörun í skoðanakönnun ekkert um hver afstaða heildarinnar er. Maður spyr sig hve langt þarf svörunin að fara niður til að sjálfskipaða fagfólkið á fjölmiðlunum segi; "Niðurstöður þessarar könnunar eru ekki marktækar" Þarf svarhlutfallið að fara niður í 30%, 20% eða 10%? Er frétta- og umfjöllunarþurrðin svo mikil að allt er gripið á lofti til að geta fyllt úr í frétta- og umræðutíma. Er gagnrýnin hugsun ekki fyrir hendi? Einungis Jóhann Hauksson hefur sett fram efasemdir um að svarhlutfallið væri nógu hátt til að mark væri takandi á niðurstöðunum það ég hef heyrt. Miðað við þessi vinnubrögð er ekki úr vegi að settar séu opinberar reglur um hvaða lágmarkskröfur þurfi að uppfylla til að niðurstöður skoðanakannana teljist marktækar. Mér finnst þessi umræða segja meir en margt annað um þann standard sem er hjá starfsfólki fjölmiðla hérlendis. Sem betur fer hafa menn aukin tækifæri til að fylgjast með fréttaskýringaþáttum í erlendum fjölmiðlum og fá þannig samanburð um hvernig fagmennska í þessu efni lítur út.
Það kemur einstaka sinnum fyrir að ég fer í viðtöl í útvarpi. Yfirleitt er þetta í lagi og spyrjendur hafa sett sig svolítið inn í það efni sem ræða á. Steininn tók þó úr um daginn. Þá mætti ég í smá viðtal og spyrjandinn vissi akkúrat ekki neitt um það sem ræða átti um. Þegar græna ljósið kviknaði var sagt; "Byrjaðu bara". Síðan þurfti ég að móta bæði spurningar og svör. Þetta var sem betur fer ekki í beinni útsendingu heldur var þetta klippt og talað inn á það síðar. Ég heyrði sem betur fer ekki útkomuna.
mánudagur, ágúst 29, 2005
Ég horfði nýlega á myndina Good bye Lenin sem fjallar um austurþýska konu sem fær heilablóðfall í þann mund sem austurevrópska blokkin er að falla. Þegar hún vaknar úr dái eftir 8 mánuði er hún of veikburða til að geta tekist á við að horfast í augu við að kommúnisminn í Austur Evrópu er fallinn. Því reyna börn hennar að skapa hinn forna raunveruleika í kringum tilbúið sjónvarpsefni og fleira til að forða henni frá áfallinu. Það er undarlegt að rifja þessa tíma upp. Það voru ógleymanlegir tímar á haustdögum 1989 þegar austurevrópski kommúnisminn féll eins og spilaborg. Hver einræðisherrann á fætur öðrum gafst upp. Grunnurinn að valdakerfi þeirra, herinn og leyniþjónustan, var einskis megnug þegar á reyndi. Þessi lönd voru öll meira og minna gjaldþrota því kommúnisminn felur það í sér að eðlilegt hagkerfi getur ekki gengið upp. Ég kom einu sinni sinni til Vestur Þýskalands á fyrri hluta níunda áratugarins. Þá sá maður skotturnana í fjarska við austurþýsku landamærin þar sem vopnaðir verðir stóðu vaktina til að forða því að enginn skyldi strjúka vestur yfir. Enda þótt ekki sé lengra síðan þá virkar þetta ótrúlegt og fjarlægt að ástandið skuli hafa verið svona. Sama má segja um Eystrasaltslöndin. Nú eru þau fullgildir aðilar í samfélagi þjóðanna eftir að hafa verið undir járnhæl Sovétríkjanna um áratuga skeið.
Ég las einnig nýlega bókina Dætur Kína eftir XINRAN. Í henni eru birtar reynslusögur allmargra kínverskra kvenna. Í sjálfu sér er víða hægt að finna átakanlegar sögur um misnotkun og allskonar djöfulskap. Ég þekki persónulega konur sem gætu án efa skýrt frá áþekkum hlutum og þarna er gert. Á hinn bóginn er bókin vafalaust sérstök að því leyti að kínverskar konur hafa ekki verið að bera sig á torg og því hefur verið afrek út af fyrir sig að fá þessar konur til að skýra frá reynslu sinni þegar hefðin var sú að það var þagað yfir öllu. Það eru hins vegar aðrir hlutir sem virkuðu sterkar á mig. Þar má nefna hvílík ógnarskelfing hefur verið fyrir þjóðina að hafa hina skelfilegu hönd Maóismans yfir sér um áraraðir með öllum þeim tilbrigðum sem henni fylgdu. Fólk var drepið, svívirt, pínt og kvalið árum og áratugum saman fyrir engar sakir nema þær kannski að geta lesið bækur og vera þannig betur staddur en sauðsvartur almúginn. Ómenntaður skríll (rauðu varðliðarnir) réði öllu og var grunnurinn að völdum Maós. Menntamenn voru hataðir ef ekki drepnir. Annað sem stingur mann í augun er hin skelfilega fátækt, vanþekking og bjargarleysi sem fólk var víða fast í, konur jafnvel frekar en karlar. Maður skilur þörfina fyrir öfluga kvennahreyfingu sem berst fyrir réttindamálum kvenna við þennan lestur. Þeim mun meir absúrd virka áherslur kvennahreyfinga hérlendis sem virðast að verulegu leyti ganga út á að telja saman og reikna út hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni.
Mikið hefur verið talað árum saman um þörfina fyrir mislæg gatnamót þar Kringlumýrarbraut og Miklabraut skerast. Aðrir valkostir hafa ekki verið í umræðunni. Þarna hafa verið hættulegustu gatnamót landsins um áraraðir. Mislæg gatnamót áttu að kosta einhverja milljarða og voru gríðarlegt fyrirtæki samkvæmt umræðunni. Nú í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við þessi gatnamót. Grasinu milli akreina var mokað burt, akreinum fjölgað, strætisvögnum gefinn forgangur á ákveðnum akreinum og gatnakerfið rýmkað. Þetta tók tiltölulega skamman tíma. Ég fæ ekki séð annað en að þessar breytingar hafi leyst mikið af þeim vandamálum sem þarna var búið að berjast við í áraraðir. Það er stundum svo að menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum og eru búnir að tala sig upp í nauðsyn á stórum og viðamiklum lausnum þegar einfaldar og ódýrar lausnir ná allt að því sama árangri. Þegar Vatnsmýrarframkvæmdirnar koma til viðbótar verður umferðin vestur í bæ miklu greiðari. Maður finnur þetta best á því hvenær námsmennirnir sem þurfa að fara með strætó niður í bæ þurfa að leggja af stað.
Ég las einnig nýlega bókina Dætur Kína eftir XINRAN. Í henni eru birtar reynslusögur allmargra kínverskra kvenna. Í sjálfu sér er víða hægt að finna átakanlegar sögur um misnotkun og allskonar djöfulskap. Ég þekki persónulega konur sem gætu án efa skýrt frá áþekkum hlutum og þarna er gert. Á hinn bóginn er bókin vafalaust sérstök að því leyti að kínverskar konur hafa ekki verið að bera sig á torg og því hefur verið afrek út af fyrir sig að fá þessar konur til að skýra frá reynslu sinni þegar hefðin var sú að það var þagað yfir öllu. Það eru hins vegar aðrir hlutir sem virkuðu sterkar á mig. Þar má nefna hvílík ógnarskelfing hefur verið fyrir þjóðina að hafa hina skelfilegu hönd Maóismans yfir sér um áraraðir með öllum þeim tilbrigðum sem henni fylgdu. Fólk var drepið, svívirt, pínt og kvalið árum og áratugum saman fyrir engar sakir nema þær kannski að geta lesið bækur og vera þannig betur staddur en sauðsvartur almúginn. Ómenntaður skríll (rauðu varðliðarnir) réði öllu og var grunnurinn að völdum Maós. Menntamenn voru hataðir ef ekki drepnir. Annað sem stingur mann í augun er hin skelfilega fátækt, vanþekking og bjargarleysi sem fólk var víða fast í, konur jafnvel frekar en karlar. Maður skilur þörfina fyrir öfluga kvennahreyfingu sem berst fyrir réttindamálum kvenna við þennan lestur. Þeim mun meir absúrd virka áherslur kvennahreyfinga hérlendis sem virðast að verulegu leyti ganga út á að telja saman og reikna út hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni.
Mikið hefur verið talað árum saman um þörfina fyrir mislæg gatnamót þar Kringlumýrarbraut og Miklabraut skerast. Aðrir valkostir hafa ekki verið í umræðunni. Þarna hafa verið hættulegustu gatnamót landsins um áraraðir. Mislæg gatnamót áttu að kosta einhverja milljarða og voru gríðarlegt fyrirtæki samkvæmt umræðunni. Nú í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir við þessi gatnamót. Grasinu milli akreina var mokað burt, akreinum fjölgað, strætisvögnum gefinn forgangur á ákveðnum akreinum og gatnakerfið rýmkað. Þetta tók tiltölulega skamman tíma. Ég fæ ekki séð annað en að þessar breytingar hafi leyst mikið af þeim vandamálum sem þarna var búið að berjast við í áraraðir. Það er stundum svo að menn sjá ekki skóginn fyrir trjánum og eru búnir að tala sig upp í nauðsyn á stórum og viðamiklum lausnum þegar einfaldar og ódýrar lausnir ná allt að því sama árangri. Þegar Vatnsmýrarframkvæmdirnar koma til viðbótar verður umferðin vestur í bæ miklu greiðari. Maður finnur þetta best á því hvenær námsmennirnir sem þurfa að fara með strætó niður í bæ þurfa að leggja af stað.
sunnudagur, ágúst 28, 2005
Fór í ágæta ferð til Austurlands með stjórn sambandsins og nokkrum starfsfélögum á föstudag og laugardag. Það var gaman að fá leiðsögn heimamanna yfir þær miklu framkvæmdir sem standa yfir á miðju Austurlandi. Eftir stjórnarfund á hótelinu héldum við niður í Fjarðabyggð og hittum bæjarstjórann við túnfótinn á Sléttu í Reyðarfirði. Rennt var í gegnum þorpið og hvarvetna voru gríðarlegar framkvæmdir í gangi, bæði hjá bæjarfélaginu og hjá einkaaðilum. Blokk upp á sex til sjö hæðir hafði verið reist fyrir skömmu. Bölsýnismönnunum, sem finnast allsstaðar, hafði ekki þótt sérstaklega gáfulegt að reisa blokk á Reyðarfirði. Hver vill búa í blokk? Blokkir eiga ekki heima á Íslandi sagði fólk og þar fram eftir götunum. Nú eru allar íbúðir í blokkinni seldar og hún er full. Það sem menn sáu ekki fyrir var meðal annars það að eldra fólkið sem bjó í alltof stórum húsum var guðs lifandi fegið að geta minnkað við sig, komist í húsnæði sem passaði því og jafnvel sloppið við að eyða stórum hluta sumarsins við að hirða garðinn!!.
Við komum svo til Bectel fyrir utan Reyðarfjörð og fengum leiðsögn og frásögn um framkvæmdir þar. Umfangið og stærðin er svo gríðarlegt að mann sundlaði næstum. Bectel hefur mjög ákveðna stefnu í öryggismálum, jafnvel svo að mönnum þótti nóg um. Það leiðir hins vegar til þess að slys eru í algeru lágmarki hjá fyrirtækinu. Þeir segja að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki og hefur það komið að mörgum gríðarlegum framkvæmdum víðsvegar um heiminn. Að aflokinni heimsókn á vinnusvæði Bectels var keyrt í gegnum Eskifjörð og Neskaupstað og hvarvetna voru framkvæmdir og uppgangur.
Síðan var siglt yfir til Mjóafjarðar og tekið hús á hjónunum Sigfúsi og Jóhönnu. Afar gaman var að heimsækja þau og var setið góða stund við spjall og kaffidrykkju. Síðan var keyrt upp á Egilsstaði aftur og gist þar. Á laugardaginn var ekið í hina áttina eða upp að Kárahnjúkum. Fyrst var komið við í félagsheimili Fljótsdælinga og upplýsingasetrið skoðað og horft á myndasýningu. Síðan var ekið sem leið lá upp áð Kárahnjúkum og ekið þar um svæðið undir leiðsögn Landsvirkjunarmanna. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár og umskiptin eru gríðarleg. Stíflan er ca hálfbyggð en þann 1. sept. á næsta ári á að ýta á hnappinn og vatnssöfnunin hefst. Magntölurnar eru svo óskaplegar að það er varla að maður átti sig á þeim. Þarna vinna um 1400 manns. Landsvirkjunarmenn sögðu að miklu hefði skipt að fá Kínverjana þarna til vinnu í stað suðurEvrópubúa. Þeir hefðu einfaldlega ekki verið í stakk búnir til að takast á við veðurfarið þarna uppi. Mest eru það karlar sem vinna þarna en þó er nokkuð um kínverskar konur sem stjórna vinnuvélum. Um 80 km jarðganga eru boraðar, bæði rennslisgöng og yfirfallsgöng. Risaborarnir þrír hafa verið á fullu en nú er verið að snúa einum við og tekur það um tvo mánuði. Heimamenn sögðu samskiptin við Impreglio mega að sumu leyti vera betri og er það önnur saga en samskiptin við Alcoa bera með sér. Kannski helgast það af því að Impreglio fer að framkvæmdum loknum en Alcoa er komið til að vera.
Að síðustu var ekið niður að Valþjófsstaðafjalli og þar inn um gat á fjallinu. Þar tók við sýn sem var allt að því óraunveruleg. Þarna iðaði allt af vinnandi fólki hvar sem litið var. Göngin eru vel á annan kílómeter inn í fjallið og hvelfingarnar gríðarlegar. Verið er að byrja á að koma fyrir vélum og tæknibúnaði svo og er að hefjast fóðrun fallganganna. Þau eru um 450 metra há og verða fóðruð með stálrörum sem eru um 3 metrar í þvermál. Þeim verður raðað hverju upp á annað og soðin þannig saman. Allar suður eru gegnumlýstar og röntenmyndaðar. Hvelfingin fyrir stöðvarhúsið er um 40 metra há og 100 metra löng.
Það var gaman að kynnast þessu gríðarlegu framkvæmdum með góðri leiðsögn. Maður fær innsýn í hvílíkt gríðarlegt tæknilegt stórvirki svona verkefni er, bæði framkvæmdin sem slík og einnig starfsemin þegar hún fer að rúlla. Maður getur ekki annað en hrifist af þeirri verkþekkingu og skipulagningu sem þarna þarf að vera til staðar til að allt gangi upp.
Hvað afstöðu til framkvæmdarinnar sem slíkrar hafa ýmsir (ekki margir) menn barið sér á brjóst, sagst vera betri en aðrir og eru á móti því að fórna einhverju af landi vegna slíkra framkvæmda. Slíkt fólk verður alltaf til sem eðlilegt er. Á hinn bóginn er grundvallaratriði að virða lögformlega ákvarðanatöku og við skæruaðgerðum örlítilla öfgahópa verður að bregðast af fullri alvöru. Ég þarf að komast inn á Kringilsárranasvæðið næsta sumar. Nú er sem betur fer búið að setja kláf yfir ána þannig að það er miklu auðveldara að komast þarna inneftir. Aðgengi almennings að þessu svæði hefur batnað gríðarlega og malbikaðir vegir komir um helstu leiðir. Heimamenn segj að það hafi m.a. gert það að verkum að utanvegaakstur hreindýraveiðimanna hefur minnkað gríðarlega. Hvað kláfinn varðar hefur enginn rövlað yfir honum það ég hef heyrt en ég man eftir því að þegar ég kom eitt sinn í Stefánshelli í Hallmundarhrauni að þá var búið að setja snyrtilegan stiga niður efstu klettana til að draga úr slysahættu og bæta aðgengið. Einhverjir urðu æfir yfir þessu og vildu halda því fram að það væri verið að grípa inn í sköpunarverk náttúrunnar. Því skyldi stiginn burt. Svona eru vitleysingarnir til bak við annan hvern hól.
Samfélögin fyrir austan hafa breyst gríðarlega vegna þessara framkvæmda og verða ekki söm eftir. Breytingin er til mikilla bóta. Þar sem áður ríkti deyfð og svartsýni er nú til staðar kraftur og bjartsýni. Heimamenn segja að breyting hugarfarsins sé kannski stærsta breytingin sem þessar framkvæmdir skilja eftir sig. Nú sjá menn hvarvetna tækifæri og möguleika og eru óragir í stað grámóskunnar.
Ég las í Sunnudagsblaði Moggans viðtal við fjóra samkynhneigða menn. Þar á meðal er Hörður Torfason. Ég kynntist Herði dálítið þegar ég bjó í Kaupmannahöfn á sínum tíma og er svona paa talefood við hann síðan. Þó eru allmörg ár síðan ég hitti hann síðast. Hörður var fyrsti pólitíski flóttamaður Íslands eftir að hann kom út úr skápnum fyrir um 30 árum en hann flæmdist úr landi því ella var lífi hans beinlínis hætta búin. Hörður var afskaplega góður og indæll maður maður í viðkynningu og mikill snillingur á mörgum sviðum. Hann er einn af þeim sem lætur ekki deigan síga en heldur ótrauður sínu striki. Sem betur fer hefur öldurnar lægt á seinni tímum þannig að hann gat snúið til baka úr útlegðinni. Þáttur hans í útvarpinu "Sáðmenn söngvanna" er ætíð jafngóður. Gott þegar einstaklingurinn stendur eftir sem sigurvegari gegn fordómum, þröngsýni og útnesjamennsku.
Við komum svo til Bectel fyrir utan Reyðarfjörð og fengum leiðsögn og frásögn um framkvæmdir þar. Umfangið og stærðin er svo gríðarlegt að mann sundlaði næstum. Bectel hefur mjög ákveðna stefnu í öryggismálum, jafnvel svo að mönnum þótti nóg um. Það leiðir hins vegar til þess að slys eru í algeru lágmarki hjá fyrirtækinu. Þeir segja að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys. Þetta er ekkert venjulegt fyrirtæki og hefur það komið að mörgum gríðarlegum framkvæmdum víðsvegar um heiminn. Að aflokinni heimsókn á vinnusvæði Bectels var keyrt í gegnum Eskifjörð og Neskaupstað og hvarvetna voru framkvæmdir og uppgangur.
Síðan var siglt yfir til Mjóafjarðar og tekið hús á hjónunum Sigfúsi og Jóhönnu. Afar gaman var að heimsækja þau og var setið góða stund við spjall og kaffidrykkju. Síðan var keyrt upp á Egilsstaði aftur og gist þar. Á laugardaginn var ekið í hina áttina eða upp að Kárahnjúkum. Fyrst var komið við í félagsheimili Fljótsdælinga og upplýsingasetrið skoðað og horft á myndasýningu. Síðan var ekið sem leið lá upp áð Kárahnjúkum og ekið þar um svæðið undir leiðsögn Landsvirkjunarmanna. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár og umskiptin eru gríðarleg. Stíflan er ca hálfbyggð en þann 1. sept. á næsta ári á að ýta á hnappinn og vatnssöfnunin hefst. Magntölurnar eru svo óskaplegar að það er varla að maður átti sig á þeim. Þarna vinna um 1400 manns. Landsvirkjunarmenn sögðu að miklu hefði skipt að fá Kínverjana þarna til vinnu í stað suðurEvrópubúa. Þeir hefðu einfaldlega ekki verið í stakk búnir til að takast á við veðurfarið þarna uppi. Mest eru það karlar sem vinna þarna en þó er nokkuð um kínverskar konur sem stjórna vinnuvélum. Um 80 km jarðganga eru boraðar, bæði rennslisgöng og yfirfallsgöng. Risaborarnir þrír hafa verið á fullu en nú er verið að snúa einum við og tekur það um tvo mánuði. Heimamenn sögðu samskiptin við Impreglio mega að sumu leyti vera betri og er það önnur saga en samskiptin við Alcoa bera með sér. Kannski helgast það af því að Impreglio fer að framkvæmdum loknum en Alcoa er komið til að vera.
Að síðustu var ekið niður að Valþjófsstaðafjalli og þar inn um gat á fjallinu. Þar tók við sýn sem var allt að því óraunveruleg. Þarna iðaði allt af vinnandi fólki hvar sem litið var. Göngin eru vel á annan kílómeter inn í fjallið og hvelfingarnar gríðarlegar. Verið er að byrja á að koma fyrir vélum og tæknibúnaði svo og er að hefjast fóðrun fallganganna. Þau eru um 450 metra há og verða fóðruð með stálrörum sem eru um 3 metrar í þvermál. Þeim verður raðað hverju upp á annað og soðin þannig saman. Allar suður eru gegnumlýstar og röntenmyndaðar. Hvelfingin fyrir stöðvarhúsið er um 40 metra há og 100 metra löng.
Það var gaman að kynnast þessu gríðarlegu framkvæmdum með góðri leiðsögn. Maður fær innsýn í hvílíkt gríðarlegt tæknilegt stórvirki svona verkefni er, bæði framkvæmdin sem slík og einnig starfsemin þegar hún fer að rúlla. Maður getur ekki annað en hrifist af þeirri verkþekkingu og skipulagningu sem þarna þarf að vera til staðar til að allt gangi upp.
Hvað afstöðu til framkvæmdarinnar sem slíkrar hafa ýmsir (ekki margir) menn barið sér á brjóst, sagst vera betri en aðrir og eru á móti því að fórna einhverju af landi vegna slíkra framkvæmda. Slíkt fólk verður alltaf til sem eðlilegt er. Á hinn bóginn er grundvallaratriði að virða lögformlega ákvarðanatöku og við skæruaðgerðum örlítilla öfgahópa verður að bregðast af fullri alvöru. Ég þarf að komast inn á Kringilsárranasvæðið næsta sumar. Nú er sem betur fer búið að setja kláf yfir ána þannig að það er miklu auðveldara að komast þarna inneftir. Aðgengi almennings að þessu svæði hefur batnað gríðarlega og malbikaðir vegir komir um helstu leiðir. Heimamenn segj að það hafi m.a. gert það að verkum að utanvegaakstur hreindýraveiðimanna hefur minnkað gríðarlega. Hvað kláfinn varðar hefur enginn rövlað yfir honum það ég hef heyrt en ég man eftir því að þegar ég kom eitt sinn í Stefánshelli í Hallmundarhrauni að þá var búið að setja snyrtilegan stiga niður efstu klettana til að draga úr slysahættu og bæta aðgengið. Einhverjir urðu æfir yfir þessu og vildu halda því fram að það væri verið að grípa inn í sköpunarverk náttúrunnar. Því skyldi stiginn burt. Svona eru vitleysingarnir til bak við annan hvern hól.
Samfélögin fyrir austan hafa breyst gríðarlega vegna þessara framkvæmda og verða ekki söm eftir. Breytingin er til mikilla bóta. Þar sem áður ríkti deyfð og svartsýni er nú til staðar kraftur og bjartsýni. Heimamenn segja að breyting hugarfarsins sé kannski stærsta breytingin sem þessar framkvæmdir skilja eftir sig. Nú sjá menn hvarvetna tækifæri og möguleika og eru óragir í stað grámóskunnar.
Ég las í Sunnudagsblaði Moggans viðtal við fjóra samkynhneigða menn. Þar á meðal er Hörður Torfason. Ég kynntist Herði dálítið þegar ég bjó í Kaupmannahöfn á sínum tíma og er svona paa talefood við hann síðan. Þó eru allmörg ár síðan ég hitti hann síðast. Hörður var fyrsti pólitíski flóttamaður Íslands eftir að hann kom út úr skápnum fyrir um 30 árum en hann flæmdist úr landi því ella var lífi hans beinlínis hætta búin. Hörður var afskaplega góður og indæll maður maður í viðkynningu og mikill snillingur á mörgum sviðum. Hann er einn af þeim sem lætur ekki deigan síga en heldur ótrauður sínu striki. Sem betur fer hefur öldurnar lægt á seinni tímum þannig að hann gat snúið til baka úr útlegðinni. Þáttur hans í útvarpinu "Sáðmenn söngvanna" er ætíð jafngóður. Gott þegar einstaklingurinn stendur eftir sem sigurvegari gegn fordómum, þröngsýni og útnesjamennsku.
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Stærstur hluti fjölskyldunnar kom frá Bandaríkjunum í gærmorgun eftir 10 daga heimsókn. Þetta var mikið ævintýri, í Bandaríkjunum er allt svo stórt. Rússibanarnir eru svakalegir, minnsta kókglasið er eins og það stærsta hér, popppokarnir eru eins og fóðurbætispoki(viðmiðun sem bara sumir skilja), pizzurnar eru þrefaldar á þykkt við það sem þekkist hér, sjónvörpin eru 60 tommu og svo má áfram telja. Þegar pantaður er stór leigubíll kemur limmósína með öllu, svörtum rúðum, sjónvarpi og bar. Verðið er síðan upplifun út af fyrir sig. Vitaskuld veit maður að verðlag er lægra í stórri ekónómíu en lítilli en sama er, munurinn er svakalegur. Á fatnaði og skóm má segja að munurinn sé þrefaldur og þaðan af meiri. Ég hef áður minnst á verðmuninn á fartölvum sem ég bara skil ekki. Það er dálítill munur á 70 þúsund kalli og 190 þúsund kalli. Bílar sem kostuðu a.m.k. 4 milljónir hér fyrir ujm ári síðan fást í USA fyrir um 1200 kall. Þessi munur hefur minnkað með auknum innflutnngi bíla. Þrátt fyrir það sem sagt er hér að framan er ekki þar með sagt að Bandaríkin séu eitthvað draumaland. Þau hafa sína kosti og galla. Ég held hins vegar að það sé afar hollt að kynnast samfélaginu þar vestra með því að búa í því. Sumir þola það en aðrir ekki. Væri ég 30 árum yngri myndi ég reyna að komast í skóla til USA. Nú er það næsta kynslóð sem hefur möguleikana og verður að taka ákvarðanir í hvaða átt er stefnt. Meginmálið er að setja áttina fasta og halda stefnunni. Vita hvað maður vill. Það kemur svo í ljós hvort valið hafi verið rétt en yfir.
Víkingur spilaði í kvöld við Blikana. Jafntefli varð 1-1 og mátti það ekki minna vera fyrir Víkinga því KA lúrir fyrir aftan með. Nú verða Víkingar bara að standa vaktina og klára þá tvo leiki sem eftir eru, þeir hafa þetta í sínum höndum og geta klárað það sjálfir.
Víkingur spilaði í kvöld við Blikana. Jafntefli varð 1-1 og mátti það ekki minna vera fyrir Víkinga því KA lúrir fyrir aftan með. Nú verða Víkingar bara að standa vaktina og klára þá tvo leiki sem eftir eru, þeir hafa þetta í sínum höndum og geta klárað það sjálfir.
Ég veit ekki hvort ég á að kalla mig veiðimann. Mér leiðist að veiða með stöng, ég vil heldur leggja net og vitja um það daginn eftir. Ég ligg ekki nótt eftir nótt í skurðum í þeirri von að gæs slysist til að setjast svo nálægt að ég geti skotið hana og ég hef ekki enn reynt að kaupa mér veiðileyfi á hreindýr fyrir austan. Engu að síður á eg 5 byssur og hef afar gaman af að ganga upp á fjöll með byssu. Hér áður fyrir vestan var það helst tófan sem maður var á útkíkki eftir á vornóttum eða vetrarkvöldum en nú er Snorrabúð stekkur. Miðað við upptalninguna hér að framan er lítið eftir nema rjúpan. Ég komst upp á bragðið með rjúpnaveiði norður á Melrakkasléttu þegar ég bjó þar um nokkurra ára skeið og eg vona að sú baktería sem ég fékk þar verði virk um ókomna framtíð. Ég get hins vegar ekki talið mig í hópi magnveiðimanna eins og sú tegund manna heitir sem veiðir meir en þeir hafa þörf fyrir að éta. Ég held að ég hafi mest skotið 30 - 40 rjúpur sama haustið. Mest borðaði maður sjálfur, annað gaf maður og kannski seldi maður eina og eina ef þannig lá við. Maður gat þá réttlætt aðeins skota- og bensínkostnaðinn. Nú hefur verið bann á veiðum á rjúpum í tvö ár og hefur það verið slæmur tími. Mann fer að langa til að skreppa í góða gönguferð upp á fjöll með byssuna þegar fer að hausta en hefur því miður þurft að sjúga þumalinn á haustin síðustu árin.
Ég held að að hafi verið rétt að taka þessa ákvörðun á sínum tíma og reyna að koma skikk á þessi mál. Langflestir veiðimenn eru á svipuðum nótum og ég, veiða lítið og hafa fyrst og fremst gaman af þessu. Það er hins vegar staðreynd að sá hluti sem veiðir eins og hann getur er ekki alltaf til fyrirmyndar. Maður taldi stundum allt að níu púff í röð þegar skothvellirnir heyrðust í kyrrðinni upp á fjöllum. Engu að síður er bannað að hafa nema að hámarki þrjú skot í byssunni í einu. Maður heyrði sögur af mönnum sem stóðu á palli bílanna með alvæpni þegar keyrt var meðfram sköflunum í hjallabrúnum eins og eru víða inni á heiðum fyrir norðan eða bílarnir voru með hurðirnar bundnar upp. Rjúpur eru ekki eins varar um sig gagnvart bílum eins og gangandi mönnum. Síðan dundi skothríðin á flokkana þegar skotfærið var orðið nógu stutt. Þá var um að gera að hafa nógu mörg skot í hlaupi. Sama gegndi um fjórhjólin, maður heyrði af að þau væru notuð í sama tilgangi. Þegar snjórinn var kominn og rjúpan búin að dreyfa sér og gangandi menn voru að reyta upp eina og eina þá voru snjósleðarnir dregnir fram og móabörð og skorningar þræddir á stóru svæðum og rjúpan týnd upp.
Þegar Umhverfisráðuneytið vildi draga úr veiðiálagi á sínum tíma með því að stytta veiðitímann þá var það gert á eins vitlausan hátt og hægt var að mínu mati. Það var bannað að veiða í desember. Þá er snjór orðinn mikill til fjalla og dagur orðinn mjög stuttur þannig að það eru allt aðrar aðstæður til veiða heldur en fyrst á haustin. Það kom fyrir haust eftir haust fyrir norðan að maður var að veiða á alauðri jörð í sólskini og hita fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins eða frá 15. okt. til mánaðamóta. Rjúpan var eins og endurskinsmerki á jörðinni og átti sér engrar undankomu auðið. Um mánaðamótin okt/nóv fór oft að hreyta snjó og þá urðu alger kaflaskil í veiðinni. Erfiðara var að sjá fuglinn, hann dreifði sér meir og mun erfiðara var á veiða. Náttúran sá þannig sjálf um verndun rjúpunnar. Stytting veiðitímabilsins átti þannig að vera fyrst á haustin til að hafa einhver áhrif. Sérfræðingar segja að afföll rjúpunnar séu mest á haustin (okt/nóv). Því hefði töluvert stór hluti af þeim fugli sem skotinn er drepist hvort sem er.
Ég hef verið að lesa þær tillögur að reglum sem Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér um reglur um rjúpuveiðar. Sú lesning er að mörgu leyti athyglisverð. Þeir leggja fram tillögur að veiðiálagi samkvæmt ákveðnum útreikningum. Umhverfisstofnun reiknaði t.d. út að varpstofninn hafi verið 219.647 fuglar vorið 2005. Ég verð nú bara að segja að svona tölu lætur enginn maður frá sér sem ber einhvert skynbragð á tölfræði. Hvað eru þorskarnir margir í sjónum? Skyldi þessi tala hafa verið fundin út áður eða eftir en fálkinn tók rjúpuna norður á Vatnsskarði seint í júní? Fuglastofn verður aldrei metinn nema með það miklu óöryggi að lágmarksnákvæmni er talinn í tugum þúsunda í þessu tilviki eða jafnvel í hundruðum þúsunda í stærri stofnum. Út frá þessari tölu (219.647 stk) er síðan veiðiálagið fundið með vísindalegum útreikningum. Niðurstaða þeirra er að veiðistofninn mun telja þann 1. nóv. 764.590 fugla og með enn einni formúlunni fæst að veiðiþol stofnsins má vera 67.022 fuglar (sem er síðan hækkað upp í 70.000 fugla). Neðri mörk veiðiþols er enginn fugl en efri mörk veiðiþols eru 125.000 fuglar. Það er ljóst að maður hefði getað komist að svipaðri nðurstöðu með því að rétta puttann út um gluggann.
Enda þótt að stærðfræðilegir útreikningar séu vafalaust réttar þá verður niðurstaðan aldrei nákvæmari en þær forsendur sem unnið er út frá. Eina viðmiðunin sem menn hafa til viðmiðunar er árið 1955 þegar talið var að stofn rjúpunnar hafi verið 740.000 - 940.000 fuglar. Hér áður voru menn þó það ver tækjum búnir að þeir höfðu ekki möguleika til að telja stofninn upp á fugl en létu sér nægja óvissu upp á 200.000 fugla. Það er stundum talað um GIGO effektinn. Garbage in - garbage out.
Ein af forsendum Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir mati á veiðiálagi er að veiðidánarstuðull (á íslensku eru þetta fjöldi veiddra fugla) bætist 100% við náttúrulegan dánarstuðul (á íslensku eru það fjöldi rjúpna sem drepst af náttúrulegum örsökum) rjúpnanna. Þeir halda því sem sagt fram að engin þeirra rjúpna sem veiddar verða hefðu drepist af náttúrulegum örsökum eftir sem því sem ég skil þetta best. Þessu get ég ekki verið sammála. Mér finnst svona kenning skrítin. Án þess að ég viti það gjörla þá hlýtur að drepast af náttúrulegum örsökum töluvert hlutfall þeirra fugla sem sleppa við veiðimanninn. Það gæti verið um 30%. Því er veiðiþol stofnsins vanmetið í útreikningum Náttúrufræðistofnunar að mínu mati sem þessu nemur ef ég skil þetta rétt.
Tillögur að reglum um veiðistýringu eru flóknar og margsskonar.
1. Sölubann: OK svo langt sem það nær en það myndast svartamarkaður eins og með brugg á vínlausu árunum. Þá kemur spurningin; Verða rjúpur fluttar inn? Ef svo er verður hægt að þekkja sundur innlendar og erlendar rjúpur í frystinum?
2. Veiðitímabil frá 19., okt til 3. des. Vísa til þess sem ég hef sagt áður að virk aðferðin til að vernda rjúpuna er að byrja veiðar ekki fyrr en um mánaðmót okt. / nóv. Desember skiptir litlu máli í þessu sambandi. Mér finnast rökin fyrir því að rjúpur lifandi í desember séu verðmætari en rjúpur fyrr um haustið því meiri líkur séu til að þær lifi af veturinn ekki vega mjög stórt í þessari umræðu. Í desemberbyrjun er veturinn rétt byrjaður. Eftir eru desember, janúar, febrúar, mars og apríl sem allir geta verið harðir mánuðir. Ef afföll eru meiri í október og nóvember af náttúrulegum ástæðum en næstu 5 mánuði yfir háveturinn þá er það eitthvað sem ég vildi fá meiri og betri upplýsingar um áður en ég tek það gott og gilt.
3. Færri veiðidagar í hverri viku. Bannað að veiða á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. Mjög erfitt í framkvæmd. Ætlar lögreglan að vera á fartinni um allt land til að fylgjast með þessu s.s. með einstökum landeigendum. Einnig ranglátt gagnvart þeim sem fara um langan veg og ætla að nota helgina (frídaga) til veiða. Þetta á ekki síður við hófsama veiðimenn heldur en magnveiðimenn.
4. Það sem ríkið má ekki gleyma í þessu sambandi er áhrif vargsins, minks og refs, á rjúpustofninn. Þessi kvikindi fara eins og ryksugur um landið á vorin og framan af sumri og þurrka upp unga og egg. Síðan er máfurinn farinn að harka inni á heiðum ofan í kaupið. Á meðan ríkisvaldið þverskallast við að bera eðlilega ábyrgð á þessum málum en tuddast á fámennum og fjárvana sveitarfélögum og skellir allri (eða því sem næst allri) ábyrgð þessara mála á herðar þeirra, þá er ekki von að vargnum sé haldið niðri eins og nauðsynlegt er. Veiðar refs og minks flokkast undir almannaheill og almenna náttúruvernd en ekki staðbundna hagsmuni íbúa í einstökum sveitarfélögum.
Jæja þetta er orðin nógu löng yfirferð. Ég er sammála því að það varður að draga úr sóðaskapnum og græðginni eins og hægt er til að tryggja viðhald rjúpnastofnsins eins og frekast er unnt og góða umgengni um þessa auðlind. Rjúpnaveiði er afar góð upplifun og ekki er síðra að eta bráðina á góðri stundu. Ég hef einu sinni keypt rjúpur og þær brögðuðust ekki næstum því eins vel og mínar eigin.
Ég held að að hafi verið rétt að taka þessa ákvörðun á sínum tíma og reyna að koma skikk á þessi mál. Langflestir veiðimenn eru á svipuðum nótum og ég, veiða lítið og hafa fyrst og fremst gaman af þessu. Það er hins vegar staðreynd að sá hluti sem veiðir eins og hann getur er ekki alltaf til fyrirmyndar. Maður taldi stundum allt að níu púff í röð þegar skothvellirnir heyrðust í kyrrðinni upp á fjöllum. Engu að síður er bannað að hafa nema að hámarki þrjú skot í byssunni í einu. Maður heyrði sögur af mönnum sem stóðu á palli bílanna með alvæpni þegar keyrt var meðfram sköflunum í hjallabrúnum eins og eru víða inni á heiðum fyrir norðan eða bílarnir voru með hurðirnar bundnar upp. Rjúpur eru ekki eins varar um sig gagnvart bílum eins og gangandi mönnum. Síðan dundi skothríðin á flokkana þegar skotfærið var orðið nógu stutt. Þá var um að gera að hafa nógu mörg skot í hlaupi. Sama gegndi um fjórhjólin, maður heyrði af að þau væru notuð í sama tilgangi. Þegar snjórinn var kominn og rjúpan búin að dreyfa sér og gangandi menn voru að reyta upp eina og eina þá voru snjósleðarnir dregnir fram og móabörð og skorningar þræddir á stóru svæðum og rjúpan týnd upp.
Þegar Umhverfisráðuneytið vildi draga úr veiðiálagi á sínum tíma með því að stytta veiðitímann þá var það gert á eins vitlausan hátt og hægt var að mínu mati. Það var bannað að veiða í desember. Þá er snjór orðinn mikill til fjalla og dagur orðinn mjög stuttur þannig að það eru allt aðrar aðstæður til veiða heldur en fyrst á haustin. Það kom fyrir haust eftir haust fyrir norðan að maður var að veiða á alauðri jörð í sólskini og hita fyrstu tvær vikur veiðitímabilsins eða frá 15. okt. til mánaðamóta. Rjúpan var eins og endurskinsmerki á jörðinni og átti sér engrar undankomu auðið. Um mánaðamótin okt/nóv fór oft að hreyta snjó og þá urðu alger kaflaskil í veiðinni. Erfiðara var að sjá fuglinn, hann dreifði sér meir og mun erfiðara var á veiða. Náttúran sá þannig sjálf um verndun rjúpunnar. Stytting veiðitímabilsins átti þannig að vera fyrst á haustin til að hafa einhver áhrif. Sérfræðingar segja að afföll rjúpunnar séu mest á haustin (okt/nóv). Því hefði töluvert stór hluti af þeim fugli sem skotinn er drepist hvort sem er.
Ég hef verið að lesa þær tillögur að reglum sem Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér um reglur um rjúpuveiðar. Sú lesning er að mörgu leyti athyglisverð. Þeir leggja fram tillögur að veiðiálagi samkvæmt ákveðnum útreikningum. Umhverfisstofnun reiknaði t.d. út að varpstofninn hafi verið 219.647 fuglar vorið 2005. Ég verð nú bara að segja að svona tölu lætur enginn maður frá sér sem ber einhvert skynbragð á tölfræði. Hvað eru þorskarnir margir í sjónum? Skyldi þessi tala hafa verið fundin út áður eða eftir en fálkinn tók rjúpuna norður á Vatnsskarði seint í júní? Fuglastofn verður aldrei metinn nema með það miklu óöryggi að lágmarksnákvæmni er talinn í tugum þúsunda í þessu tilviki eða jafnvel í hundruðum þúsunda í stærri stofnum. Út frá þessari tölu (219.647 stk) er síðan veiðiálagið fundið með vísindalegum útreikningum. Niðurstaða þeirra er að veiðistofninn mun telja þann 1. nóv. 764.590 fugla og með enn einni formúlunni fæst að veiðiþol stofnsins má vera 67.022 fuglar (sem er síðan hækkað upp í 70.000 fugla). Neðri mörk veiðiþols er enginn fugl en efri mörk veiðiþols eru 125.000 fuglar. Það er ljóst að maður hefði getað komist að svipaðri nðurstöðu með því að rétta puttann út um gluggann.
Enda þótt að stærðfræðilegir útreikningar séu vafalaust réttar þá verður niðurstaðan aldrei nákvæmari en þær forsendur sem unnið er út frá. Eina viðmiðunin sem menn hafa til viðmiðunar er árið 1955 þegar talið var að stofn rjúpunnar hafi verið 740.000 - 940.000 fuglar. Hér áður voru menn þó það ver tækjum búnir að þeir höfðu ekki möguleika til að telja stofninn upp á fugl en létu sér nægja óvissu upp á 200.000 fugla. Það er stundum talað um GIGO effektinn. Garbage in - garbage out.
Ein af forsendum Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir mati á veiðiálagi er að veiðidánarstuðull (á íslensku eru þetta fjöldi veiddra fugla) bætist 100% við náttúrulegan dánarstuðul (á íslensku eru það fjöldi rjúpna sem drepst af náttúrulegum örsökum) rjúpnanna. Þeir halda því sem sagt fram að engin þeirra rjúpna sem veiddar verða hefðu drepist af náttúrulegum örsökum eftir sem því sem ég skil þetta best. Þessu get ég ekki verið sammála. Mér finnst svona kenning skrítin. Án þess að ég viti það gjörla þá hlýtur að drepast af náttúrulegum örsökum töluvert hlutfall þeirra fugla sem sleppa við veiðimanninn. Það gæti verið um 30%. Því er veiðiþol stofnsins vanmetið í útreikningum Náttúrufræðistofnunar að mínu mati sem þessu nemur ef ég skil þetta rétt.
Tillögur að reglum um veiðistýringu eru flóknar og margsskonar.
1. Sölubann: OK svo langt sem það nær en það myndast svartamarkaður eins og með brugg á vínlausu árunum. Þá kemur spurningin; Verða rjúpur fluttar inn? Ef svo er verður hægt að þekkja sundur innlendar og erlendar rjúpur í frystinum?
2. Veiðitímabil frá 19., okt til 3. des. Vísa til þess sem ég hef sagt áður að virk aðferðin til að vernda rjúpuna er að byrja veiðar ekki fyrr en um mánaðmót okt. / nóv. Desember skiptir litlu máli í þessu sambandi. Mér finnast rökin fyrir því að rjúpur lifandi í desember séu verðmætari en rjúpur fyrr um haustið því meiri líkur séu til að þær lifi af veturinn ekki vega mjög stórt í þessari umræðu. Í desemberbyrjun er veturinn rétt byrjaður. Eftir eru desember, janúar, febrúar, mars og apríl sem allir geta verið harðir mánuðir. Ef afföll eru meiri í október og nóvember af náttúrulegum ástæðum en næstu 5 mánuði yfir háveturinn þá er það eitthvað sem ég vildi fá meiri og betri upplýsingar um áður en ég tek það gott og gilt.
3. Færri veiðidagar í hverri viku. Bannað að veiða á sunnudögum, mánudögum og þriðjudögum. Mjög erfitt í framkvæmd. Ætlar lögreglan að vera á fartinni um allt land til að fylgjast með þessu s.s. með einstökum landeigendum. Einnig ranglátt gagnvart þeim sem fara um langan veg og ætla að nota helgina (frídaga) til veiða. Þetta á ekki síður við hófsama veiðimenn heldur en magnveiðimenn.
4. Það sem ríkið má ekki gleyma í þessu sambandi er áhrif vargsins, minks og refs, á rjúpustofninn. Þessi kvikindi fara eins og ryksugur um landið á vorin og framan af sumri og þurrka upp unga og egg. Síðan er máfurinn farinn að harka inni á heiðum ofan í kaupið. Á meðan ríkisvaldið þverskallast við að bera eðlilega ábyrgð á þessum málum en tuddast á fámennum og fjárvana sveitarfélögum og skellir allri (eða því sem næst allri) ábyrgð þessara mála á herðar þeirra, þá er ekki von að vargnum sé haldið niðri eins og nauðsynlegt er. Veiðar refs og minks flokkast undir almannaheill og almenna náttúruvernd en ekki staðbundna hagsmuni íbúa í einstökum sveitarfélögum.
Jæja þetta er orðin nógu löng yfirferð. Ég er sammála því að það varður að draga úr sóðaskapnum og græðginni eins og hægt er til að tryggja viðhald rjúpnastofnsins eins og frekast er unnt og góða umgengni um þessa auðlind. Rjúpnaveiði er afar góð upplifun og ekki er síðra að eta bráðina á góðri stundu. Ég hef einu sinni keypt rjúpur og þær brögðuðust ekki næstum því eins vel og mínar eigin.
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Nú er enn eitt stóra málið komið upp. Persónuverndarmálið mikla. Fjölmiðlar súpa hveljur af fögnuði og allir einhenda sér í umræðuna. Fréttir, kastljósþættir og dagblöð eru undirlögð af þessu. Mikið er gaman að fá eitthvað til að fjalla um. Maður spyr eftir að hafa hlustað á þessa umræðu; Hvað er persónuvernd? Er það persónuvernd að koma í veg fyrir að vitleysingar og glæpamenn geti þjónað lund sinni eða er það persónuvernd að tryggja að nemendur á heimavist geti búið þar tiltölulega tryggir. Þegar skólameistarar segja að eftirlitsmyndavélar hafi gjörbreytt ástandinu til hins betra en síðan kemur Persónuvernd og bannar notkun þessara véla þá spyr maður hvern er verið að vernda. Eftirlitsmyndavélar eru einföld og ódýr aðferð til að hafa eftirlit með umferð og hegðan fólks, því miður ekki að ástæðulausu. Það hefur leyst margan vanda sem áður var ekki mögulegt að leysa. Minna má á að með eftirlitsmyndavélum var hægt að sanna sekt svíans sem myrti Önnu Lindt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, fyrir tveimur árum. Með eftirlitsmyndavélum var hægt að finna og sanna sekt mannsins sem lagði til annars með hnífi í miðbæ Reykjavíkur um síðastliðna helgi. Í verslunum er nauðsynlegt að hafa eftirlitsmyndavélar. Þannig mætti áfram telja. Vitaskuld verður að hafa ákveðnar reglur og ákveðin takmörk en sama er, þjóðfélagið er orðið breytt og viðbrögðin verða að vera eftir því. Mér finnst framkvæmdastjóri persónuverndar skera dálítið þykkt þegar hann segir að íslendingar séu komnir með eftirlitsæði. Eftirlitsfóbía er ekki betri. Af hverju er framkvæmdastjóri Persónuverndar að tiltaka einhver starfsmannapartíadæmi þegar hún hefði alveg eins getað tekið dæmi um mál þar sem eftirlitsmyndavélar hafa komið að miklu gagni og verið lykilatriði í lausn mála? Mér finnst því eftir standa að ósvarað er spurningunni: Hvað er persónuvernd?
Hvar var Mogginn staddur á laugardaginn þegar RM fór fram. Í RM tóku þátt yfir 4000 manns. Reyndar var forsíðumynd í Mbl á sunnudaginn en síðan er skýrt frá helstu niðurstöðum í örfáum fersentimetrum nú í morgun. Engar myndir, engin viðtöl. Fréttablaðið og DV hafa haft ágætis umfjöllun og viðtöl við keppendur. Síðan var flott viðtal í kastljósinu í kvöld við systkinin Ernstbörn. Þau eru náttúrulega bæði frábærir íþróttamenn og persónur. Mér finnst mogginn setja ofan við þetta skeytingarleysi. Svo er nú fimbulfambað um eitt og annað íþróttalegs eðlis í blaðinu sem ekki er ákaflega merkilegt að það hefði mátt nota nokkra dálksentimetra undir frásagnir og viðtöl við þátttakendur í RM. Maður sér nefnilega ekki svo ósjaldan ekkifréttir af íþróttamönnum sem eru eftirlæti íþróttafréttamanna (kom ekki inn á í leiknum, skorðaði ekki í leiknum) að það hefði alveg mátt veita þessum mikla hlaupaviðburði meiri athygli og umfjöllun í Mbl. Blaðið hefur nefnilega skyldum að gegna við þennan íþróttaviðburð eins og aðra.
Hvar var Mogginn staddur á laugardaginn þegar RM fór fram. Í RM tóku þátt yfir 4000 manns. Reyndar var forsíðumynd í Mbl á sunnudaginn en síðan er skýrt frá helstu niðurstöðum í örfáum fersentimetrum nú í morgun. Engar myndir, engin viðtöl. Fréttablaðið og DV hafa haft ágætis umfjöllun og viðtöl við keppendur. Síðan var flott viðtal í kastljósinu í kvöld við systkinin Ernstbörn. Þau eru náttúrulega bæði frábærir íþróttamenn og persónur. Mér finnst mogginn setja ofan við þetta skeytingarleysi. Svo er nú fimbulfambað um eitt og annað íþróttalegs eðlis í blaðinu sem ekki er ákaflega merkilegt að það hefði mátt nota nokkra dálksentimetra undir frásagnir og viðtöl við þátttakendur í RM. Maður sér nefnilega ekki svo ósjaldan ekkifréttir af íþróttamönnum sem eru eftirlæti íþróttafréttamanna (kom ekki inn á í leiknum, skorðaði ekki í leiknum) að það hefði alveg mátt veita þessum mikla hlaupaviðburði meiri athygli og umfjöllun í Mbl. Blaðið hefur nefnilega skyldum að gegna við þennan íþróttaviðburð eins og aðra.
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Jæja, nú eru línurnar farnar að skýrast. Töluverð vinna er hjá RM fólkinu að lesa úr öllum vafa atriðum og er slæmt að vegna þess að sumir setja örflögurnar á vitlausa staði leiði til þess að mikil aukavinna verði að eiga sér stað. Í stórum dráttum eru þátttakendur sammála um að framkvæmdin hafi verið góð og þeir hvökrar sem enn finnast eru ekki það umfangsmiklir að úr þeim megi ekki bæta. Gaman að sjá að umferðarmálinvirðast ekki vera á dagskránni nú eftir hlaupið. Öðruvísi mér áður brá. Man t.d. eftir því þegar strætóinn tróð sér inn á Lækjargötuna áður en hlaupið var búið, reif neiður eitthvað af merkingum og dóti með sér og lá við að hann slasaði fólk. Það ég best heyrði þá fannst bílstjóranum ekkert athugavert við aksturlag sitt.
Ánægjulegt að sjá fjölguniina í öllum vegalengum. Þarna er markviss undirbúningsvinna að skila sér. Vafalaust má bæta úr þessu t.d. með aukinni þátttöku fjölmiðla, s.s. viðtöl við þá sem eru að undirbúa sig, ekki síður byrjendur en aðra, sérstakan þátt í sjónvarpinu um hlaup, barnahlaup eins og í Boston o.s.frv. Það er alveg ljóst að hluti af því fólki sem er að taka þátt í fyrsta sinn kemur til með að skila sér áfram sem virkir skokkarar. Einu sinni verður allt fyrst.
Glæsilegur árangur hjá konunum í maraþoninu. Bryndís og Rannveig eru á frábærum tímum og gaman að sjá á hve miklu skriði þær eru. Eva kemur sterk inn sem þriðja og stimplar sig rækilega inn. Frásögn hennar á heimasíðunni er mjög góð og mættu fleiri festa hugrenningar sínar niður á blað. Það er ætíð mjög gagnlegt fyrir aðra að lesa svona góða pistla því í því felst bæði lærdómur og stuðningur.
Karlarnir eru meira umhugsunarefni. Að besti tími íslensks karls skuli vera um 3.10 er náttúrulega ekki nógu gott. Þótt ég hafi aldrei náð þeim tíma og ætti því kannski ekki að segja svona þá er þetta engu að síður staðreynd. Hvar voru allir okkar bestu karlkyns hlauparar? Það er umhugsunarefni að þeir skuli ekki hafa séð ástæðu til að keppa í heilu maraþoni og etja kappi við jafnoka sína erlenda. Ég held að þetta sé lélegasti sigurtími karls síðan ég fór að fylgjast með hlaupum og var þetta ekki íslandsmeistaramót? Hér er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Ég sé að grimmustu karlarnir raða sér ofarlega í hálfu maraþoni. Vitaskuld er gaman að hlaupa hálft þon en sama er. Vonandi verður það svo hér eftirleiðis að það verði sjálfgefið hjá okkar bestu hlaupurum að leggja metnað í að standa sig vel í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er uppskeruhátíð hlauparanna og á að vera hápúnktur hlauapavertíðarinnar hérlendis. Ég veit að nokkuð margir eru að undirbúa sig fyrir Berlínarþonið í haust og vilja því ekki leggja hart að sér og er það skiljanlegt. Sama er. Mér fannst niðurstaðan ekki góð hvað þetta varðar en það er nú bara mín skoðun.
Því miður uppgötva ég að UMFR36 var ekki með skráða sveit í heilu þoni þrátt fyrir að góður hópur félaga rynni skeiðið. Ég gleymdi vitaskuld að hvetja til þess áður en ég fór út og tek því á mig hluta af skömminni.
Það er alltaf í svo stórum hlaupum sem RM er að maður sér árangur sem er stórgóður þrátt fyrir að viðkomandi séu ekki í fremstu sætum á marklínunni. Jón Guðlaugsson hleypur heilt maraþon á 5 klstd og vantar ár í áttrætt. Samkvæmt því á maður að geta átt góðan aldarfjórðung eftir a.m.k. Góð tilhugsun. Ketill Hannesson fyrrum starfsfélagi minn er á rétt rúmum 50 mín í 10 km og vantar 2 ár í sjötugt.
Margir eru að hlaupa sitt fyrsta hlaup. Það er mikill áfangi fyrir byrjendur að hætta sér í sitt fyrsta keppnishlaup og þá er miklu lokið. Eftir það verður allt auðveldara og reynslan fer að byggjast upp. Áhuginn verður meiri og nær yfirhöndinni yfir þeim hluta andans sem finnst hlaup erfið. Fyrr en varir verður allt léttara og hlaupin fara að rúlla sem hluti af hinu daglega lífi. Kannski er þetta fólk stærstu sigurvegararnir þrátt fyrir allt því þeir eru oft að vinna sigur á sjálfum sér. Stundum eru það sigrar sem vinnast eftir mjög erfiða baráttu við ýmis öfl. Það eru þeir sigrar sem mestu máli skipta.
Ánægjulegt að sjá fjölguniina í öllum vegalengum. Þarna er markviss undirbúningsvinna að skila sér. Vafalaust má bæta úr þessu t.d. með aukinni þátttöku fjölmiðla, s.s. viðtöl við þá sem eru að undirbúa sig, ekki síður byrjendur en aðra, sérstakan þátt í sjónvarpinu um hlaup, barnahlaup eins og í Boston o.s.frv. Það er alveg ljóst að hluti af því fólki sem er að taka þátt í fyrsta sinn kemur til með að skila sér áfram sem virkir skokkarar. Einu sinni verður allt fyrst.
Glæsilegur árangur hjá konunum í maraþoninu. Bryndís og Rannveig eru á frábærum tímum og gaman að sjá á hve miklu skriði þær eru. Eva kemur sterk inn sem þriðja og stimplar sig rækilega inn. Frásögn hennar á heimasíðunni er mjög góð og mættu fleiri festa hugrenningar sínar niður á blað. Það er ætíð mjög gagnlegt fyrir aðra að lesa svona góða pistla því í því felst bæði lærdómur og stuðningur.
Karlarnir eru meira umhugsunarefni. Að besti tími íslensks karls skuli vera um 3.10 er náttúrulega ekki nógu gott. Þótt ég hafi aldrei náð þeim tíma og ætti því kannski ekki að segja svona þá er þetta engu að síður staðreynd. Hvar voru allir okkar bestu karlkyns hlauparar? Það er umhugsunarefni að þeir skuli ekki hafa séð ástæðu til að keppa í heilu maraþoni og etja kappi við jafnoka sína erlenda. Ég held að þetta sé lélegasti sigurtími karls síðan ég fór að fylgjast með hlaupum og var þetta ekki íslandsmeistaramót? Hér er eitthvað öðruvísi en það á að vera. Ég sé að grimmustu karlarnir raða sér ofarlega í hálfu maraþoni. Vitaskuld er gaman að hlaupa hálft þon en sama er. Vonandi verður það svo hér eftirleiðis að það verði sjálfgefið hjá okkar bestu hlaupurum að leggja metnað í að standa sig vel í heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er uppskeruhátíð hlauparanna og á að vera hápúnktur hlauapavertíðarinnar hérlendis. Ég veit að nokkuð margir eru að undirbúa sig fyrir Berlínarþonið í haust og vilja því ekki leggja hart að sér og er það skiljanlegt. Sama er. Mér fannst niðurstaðan ekki góð hvað þetta varðar en það er nú bara mín skoðun.
Því miður uppgötva ég að UMFR36 var ekki með skráða sveit í heilu þoni þrátt fyrir að góður hópur félaga rynni skeiðið. Ég gleymdi vitaskuld að hvetja til þess áður en ég fór út og tek því á mig hluta af skömminni.
Það er alltaf í svo stórum hlaupum sem RM er að maður sér árangur sem er stórgóður þrátt fyrir að viðkomandi séu ekki í fremstu sætum á marklínunni. Jón Guðlaugsson hleypur heilt maraþon á 5 klstd og vantar ár í áttrætt. Samkvæmt því á maður að geta átt góðan aldarfjórðung eftir a.m.k. Góð tilhugsun. Ketill Hannesson fyrrum starfsfélagi minn er á rétt rúmum 50 mín í 10 km og vantar 2 ár í sjötugt.
Margir eru að hlaupa sitt fyrsta hlaup. Það er mikill áfangi fyrir byrjendur að hætta sér í sitt fyrsta keppnishlaup og þá er miklu lokið. Eftir það verður allt auðveldara og reynslan fer að byggjast upp. Áhuginn verður meiri og nær yfirhöndinni yfir þeim hluta andans sem finnst hlaup erfið. Fyrr en varir verður allt léttara og hlaupin fara að rúlla sem hluti af hinu daglega lífi. Kannski er þetta fólk stærstu sigurvegararnir þrátt fyrir allt því þeir eru oft að vinna sigur á sjálfum sér. Stundum eru það sigrar sem vinnast eftir mjög erfiða baráttu við ýmis öfl. Það eru þeir sigrar sem mestu máli skipta.
sunnudagur, ágúst 21, 2005
Þegar búið er að segja A þá þarf líka að segja B. Ég sit hér út í Svíþjóð og hef beðið spenntur eftir að sjá úrslit og umsagnir um RM. Það heyrist varla kvint. Bloggmeistarar eru hljóðir. Hvað er að gerast? Nú er klukkan að ganga þrjú um nóttina og ég sá loks rétt áðan úrslitin á hlaup.is. Vonandi hefur allt gengið vandræðalaust með tímaskráningu í markinu. Hamingjuóskir til RM fólksins með þátttökuna. Það er margt hægt ef vilji og kraftur er fyrir hendi.
laugardagur, ágúst 20, 2005
Í dag var ferðadagur. Fundir búnir og tækifærið notað til að sjá sig um, því fæstir hafa komið hingað áður. Við erum hér starfsmenn hagdeilda norrænu sveitarfélagasambandanna á árlegum fundi. Í morgun var geimtannsóknastöðin Esharge heimsótt. Hún hefur verið starfrækt frá árinu 1966. Í upphafi var meginmarkmið stöðvarinnar geimrannsóknir en hafa á seinni árum færst í auknum mæli yfir í veðurfarsrannsóknnir. Það er merkilegt að sjá hér újti í víðáttunni hátæknistöð í geimrannsóknum þar sem vinna tugir og oft hundruð alþjóðlegra sérfræðinga á þessu sviði. Á stöðinni Esrange er skotið upp stærstu eldflaugum í Evrópu. Þær eru hlaðnar með 10 tonnum af sprengiefni. Þar er einnig loftbelgir settir á loft til norðurljósarannsókna og fleiri hluta. Skóli í geimrannsóknum er staðsettur skammt frá stöðinni. Þar munu nema um 100 erlendir nemendur næsta vetur.
Eftir hádegið heimsóttum við íshótelið í Jukkesjervi. Ég verð að segja að ég hef sjaldan orðið einn hrifinn af neinu verkefni í ferðabransanum sem ég hef séð. Það má kannski jafna Bláa lóninu við það og hvalaskoðuninni á Húsavík. Jukkesjervi er í huga hins venjulega svía á enda veraldrar, smá þorp þar sem ekkert er um að vera. Þeir höfðu byggt upp nokkurn túrisma í tengslum við siglingar á Torneánni sem var fyrst og fremst sumartúrismi. Dálítil þyrping af sumarhæúsum hafpði risið í tengslum við það. En svo kom veturinn og þá slokknaði á öllu í huga heimamanna. Þeir voru samt að reyna með hundasleðaferðir sem grunn fyrir vetrartúrisma. Svo er það fyrir 16 árum að í einni slíkri ferð var yfirbókað í húsnum. Þeir höfðu byggt lítið snjóhús har sem var sett upp sýning til að brydda upp á einhverju nýju. Í öngum sínum yfir yfirbókuninni segir einhver: "Setjum þau bara í snjóhúsið!" "Það er ekki hægt sagði annar". "Jú, bara nóg af skinnum undir og yfir og þá er þetta í lagi." Þetta var gert og viðkomandi gestir voru svo himinlifandi af upplifuninni að sofa í snjóhúsi að fólkið í ferðaþjónustunni fór að velta fyrir sér hvort þetta væri eitthvað til að þróa frekar.
Næsta vetur var byggt hús með bar og sýningu úr snjóskúlptúrum og nokkrum herbergjum og byrjað að reyna að láta vita af sér. Það gekk hægt í upphafi því það höfðu ekki margir, sem áttu peninga, trú á að það væri hægt að gera eitthvað í Jukkesjervi. Forstöðumaðurinn ákvað að reyna við Absolut vodkann sem sponsor því honum fannst hann heyra vel saman við íshótelið. Honum var ekki einu sinni svarað af hálfu vodkafyrirtækisins. Þá tóku þeir myndir af ísbarnum með þjónustufólki og viðskiptavinum og sendu þær til um 1000 blaðamanna í Evrópu og USA. Árangurinn var eins og jarðskjálfti. Allir vildu heyra meira af ísbarnum. Umfjöllun í fjölmiðlum óx gríðarlega. Forstöðumaðurinn kom m.a. fram í erlendum sjónvarpsþáttum. Ferðamenn fóru að koma. Einn daginn hótelið svo símtal. Í símanum var framkvæmdastjóri Absolut vodkans sem spurði: "Megum við vera aðalsponsör hótelsins?"
Í dag er veturinn aðalauðlind héraðsins. Til hótelsins koma um 15.000 gestir á tímabilinu frá miðjum desember fram í apríl. Gestum er ekið á hundasleðum frá Kiruna flugvelli að hótelinu, um 15 km. leið. Þetta er alvöru. Herbergin kosta frá 28.000 nóttin upp í 65.000 nóttin. Þá er innifalin hurð fyrir herbergið!!! Í þeim er um -5C hiti. Bygging hótelsins hefst í byrjun nóvember og verður að vera lokið fyrir miðjan des. Kirkjan skal vera klár á aðfangagdag. Við bygginguna er unnið jafnt með stórvirkum vinnuvélum og fíngerðum höndum. Þeir hafa byggt frystihús til að geta geymt ísblokkir frá fyrra vetri til að geta flýtt fyrir sér. Í frystihúsinu er uppsett ísskúlptúrasýning og ísbar þannig að einnig sé hægt sé að taka á móti gestum á sumrin. Það vinna um 60 manns við byggingu hótelsins. Listamenn frá öllum heimshornum koma og vinna við skreytingar. Um 250 manns vinna við hótelið yfir veturinn. Upppantað er allan næsta vetur. Við hótelið er einnig byggð kirkja. Biðraðir eru eftir að gifta sig og skýra börn. Að sögn heimamanna hefur internetið skipt sköpum við kynningu á hótelinu.
Síðustu þrjú ár hefur verið sett upp leikhús við hótelið en það verður ekki gert í vetur vegna kostnaðar. Á hóteltímanum er uppselt í öll flug til Kiruna um helgar a.m.k. mánuð fram í tímann. Hótelið hefur leitt það af sér að veturinn er nú aðaltúristatímabilið í Jukkesjervi. Þetta er ekki lengur afskekkt smáþorp í víðáttunni fyrir norðan heimskautsbaug sem enginn (mjög fáir) veit af heldur staður sem jetset lið meginlandsins þekkir og heimsækir. Búið er að setja upp ísbari í Stokkhólmi, Milanó og London. Á þeim er eingöngu seldur Absolut vodki. Veturinn og myrkrið sem áður var sá tími sem menn þurftu að þrauka við ládeyðu er nú aðal auðlind héraðsins.
Það hefur verið skemmtilegt að heimsækja Kiruna og funda hér með kollegunum. Maður hefur kynnst kraftmiklu samfélagi sem tekst á við nýja og óvenjulega hluti s.s. geimrannsóknir, flutning á heilu samfélagi og jetset túrisma.
Eftir hádegið heimsóttum við íshótelið í Jukkesjervi. Ég verð að segja að ég hef sjaldan orðið einn hrifinn af neinu verkefni í ferðabransanum sem ég hef séð. Það má kannski jafna Bláa lóninu við það og hvalaskoðuninni á Húsavík. Jukkesjervi er í huga hins venjulega svía á enda veraldrar, smá þorp þar sem ekkert er um að vera. Þeir höfðu byggt upp nokkurn túrisma í tengslum við siglingar á Torneánni sem var fyrst og fremst sumartúrismi. Dálítil þyrping af sumarhæúsum hafpði risið í tengslum við það. En svo kom veturinn og þá slokknaði á öllu í huga heimamanna. Þeir voru samt að reyna með hundasleðaferðir sem grunn fyrir vetrartúrisma. Svo er það fyrir 16 árum að í einni slíkri ferð var yfirbókað í húsnum. Þeir höfðu byggt lítið snjóhús har sem var sett upp sýning til að brydda upp á einhverju nýju. Í öngum sínum yfir yfirbókuninni segir einhver: "Setjum þau bara í snjóhúsið!" "Það er ekki hægt sagði annar". "Jú, bara nóg af skinnum undir og yfir og þá er þetta í lagi." Þetta var gert og viðkomandi gestir voru svo himinlifandi af upplifuninni að sofa í snjóhúsi að fólkið í ferðaþjónustunni fór að velta fyrir sér hvort þetta væri eitthvað til að þróa frekar.
Næsta vetur var byggt hús með bar og sýningu úr snjóskúlptúrum og nokkrum herbergjum og byrjað að reyna að láta vita af sér. Það gekk hægt í upphafi því það höfðu ekki margir, sem áttu peninga, trú á að það væri hægt að gera eitthvað í Jukkesjervi. Forstöðumaðurinn ákvað að reyna við Absolut vodkann sem sponsor því honum fannst hann heyra vel saman við íshótelið. Honum var ekki einu sinni svarað af hálfu vodkafyrirtækisins. Þá tóku þeir myndir af ísbarnum með þjónustufólki og viðskiptavinum og sendu þær til um 1000 blaðamanna í Evrópu og USA. Árangurinn var eins og jarðskjálfti. Allir vildu heyra meira af ísbarnum. Umfjöllun í fjölmiðlum óx gríðarlega. Forstöðumaðurinn kom m.a. fram í erlendum sjónvarpsþáttum. Ferðamenn fóru að koma. Einn daginn hótelið svo símtal. Í símanum var framkvæmdastjóri Absolut vodkans sem spurði: "Megum við vera aðalsponsör hótelsins?"
Í dag er veturinn aðalauðlind héraðsins. Til hótelsins koma um 15.000 gestir á tímabilinu frá miðjum desember fram í apríl. Gestum er ekið á hundasleðum frá Kiruna flugvelli að hótelinu, um 15 km. leið. Þetta er alvöru. Herbergin kosta frá 28.000 nóttin upp í 65.000 nóttin. Þá er innifalin hurð fyrir herbergið!!! Í þeim er um -5C hiti. Bygging hótelsins hefst í byrjun nóvember og verður að vera lokið fyrir miðjan des. Kirkjan skal vera klár á aðfangagdag. Við bygginguna er unnið jafnt með stórvirkum vinnuvélum og fíngerðum höndum. Þeir hafa byggt frystihús til að geta geymt ísblokkir frá fyrra vetri til að geta flýtt fyrir sér. Í frystihúsinu er uppsett ísskúlptúrasýning og ísbar þannig að einnig sé hægt sé að taka á móti gestum á sumrin. Það vinna um 60 manns við byggingu hótelsins. Listamenn frá öllum heimshornum koma og vinna við skreytingar. Um 250 manns vinna við hótelið yfir veturinn. Upppantað er allan næsta vetur. Við hótelið er einnig byggð kirkja. Biðraðir eru eftir að gifta sig og skýra börn. Að sögn heimamanna hefur internetið skipt sköpum við kynningu á hótelinu.
Síðustu þrjú ár hefur verið sett upp leikhús við hótelið en það verður ekki gert í vetur vegna kostnaðar. Á hóteltímanum er uppselt í öll flug til Kiruna um helgar a.m.k. mánuð fram í tímann. Hótelið hefur leitt það af sér að veturinn er nú aðaltúristatímabilið í Jukkesjervi. Þetta er ekki lengur afskekkt smáþorp í víðáttunni fyrir norðan heimskautsbaug sem enginn (mjög fáir) veit af heldur staður sem jetset lið meginlandsins þekkir og heimsækir. Búið er að setja upp ísbari í Stokkhólmi, Milanó og London. Á þeim er eingöngu seldur Absolut vodki. Veturinn og myrkrið sem áður var sá tími sem menn þurftu að þrauka við ládeyðu er nú aðal auðlind héraðsins.
Það hefur verið skemmtilegt að heimsækja Kiruna og funda hér með kollegunum. Maður hefur kynnst kraftmiklu samfélagi sem tekst á við nýja og óvenjulega hluti s.s. geimrannsóknir, flutning á heilu samfélagi og jetset túrisma.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Áfram með Kiruna pistla. Við borðuðum í kvöld með varaborgarstjóra Kiruna. Hann fór vel yfir þau viðfangsefni sem bíða bæjarstjórnarinnar á næstu misserum en innan 16 mánuða verða þeir að vera búnir að ákveða nýja leið fyrir járnbrautarlínuna. Nýtt bæjarstæði fellur siðan saman við nýja leið járnbrautarlestarinnar. Kiruna náman, sem er stærsta neðanjarðarnáma í heimi, er starfræk alla daga ársins, 24 tíma á sólarhring. Vélar hafa að miklu leyti tekið við af mannshöndinni eins og svo víða. Nú er búið að grafa miður á 870 metra dýpi og 940 milljón tonn hafa verið flutt burtu. Fyrir tíu árum tóku menn eftir sprungumyndunum í kringum námuna. Þakið er sem sagt farið að síga. Þeir stefna að því að vara a.m.k. niður í 2ja kílómetra dýpi með námuna. Það hefur í för með sér að sprungukransinn verður víðari og víðari. Eftir 20 ár mun ráðhúsið klofna í tvennt ef ekkert verður að gert. Kirkjan fer eftir 30 ár. Hvorutveggja byggingarnar eru friðaðar svo að er úr vöndu að ráða. Ráðhúsið er meira að segja svo friðað að þáð má ekki einu sinni skipta um stóla þar enda þótt þeir séu farnir að slitna. Ný málmæð liggur undir þveran bæinn þannig að ef náman á að halda áfram rekstri verður bærinn að víkja. Ef námaleyfi fæst ekki leggst náman af og bærinn deyr að miklu leyti. Valkostirnir eru því ekki margir. Flutningur bæjarins verður samstarfsverkefni námufélagsins LKAB og stjórnvalda. Hann mun eiga sér stað á næstu 10 - 20 árum og kosta stjarnfræðilegar fjárhæðir. Þeir eru í mestum vandræðum með ráðhúsið hvernig eigi að flytja það. Það verður sko ekki rifið. ´
I Bandaríkjunum hafa menn þróað aðferðir við að flytja hús í heilu lagi með þrýstilofti. Að flytja Ráðhús Reykjavíkur upp í Árbæ á þrýstilofti væri dálítið handtak.
Það er gaman að skoða skandinavísku bloöðin og fá aðeins innsýn í umræðuna. Ég sá í blaði grein um dönsku stjórnina. Þar sagði að Anders Fogh Rassmussen og ríkisstjón hans væri alls ekki fyrst og fremst að kljást við stjórnarandstöðuna heldur væri höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar tvö. Í fyrsta lagi stefndi hún að því að breyta hugarfari almennings og láta einstaklinginn bera meiri ábyrgð á sjálfum sér og láta af því að kalla strax á ríkið um leið og eitthvað gerist. Í öðru lagi er ríkisstjórnin að glíma við sérfræðingaveldið sem er oft fólk yfir fimmtugu og gjarna kennt við árið 1968. Það fólk telur sig öðrum frekar vita hvað hverjum og einum er fyrir bestu og hefur gjarna hreiðrað um sig í opinberum stofnunum og beita sjálfdæmdum vitsmunalegum yfirburðum sínum óspart. Það er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að endurskoða stjórnkerfið og stofnanir þess. Þær stofnanir sem ekki eru taldar nauðsynlegar eru hiklaust lagðar niður eða endurskipulagðar og starfsemi þeirra breytt. Þannig lætur Anders Fogh verkin tala.
I Bandaríkjunum hafa menn þróað aðferðir við að flytja hús í heilu lagi með þrýstilofti. Að flytja Ráðhús Reykjavíkur upp í Árbæ á þrýstilofti væri dálítið handtak.
Það er gaman að skoða skandinavísku bloöðin og fá aðeins innsýn í umræðuna. Ég sá í blaði grein um dönsku stjórnina. Þar sagði að Anders Fogh Rassmussen og ríkisstjón hans væri alls ekki fyrst og fremst að kljást við stjórnarandstöðuna heldur væri höfuðmarkmið ríkisstjórnarinnar tvö. Í fyrsta lagi stefndi hún að því að breyta hugarfari almennings og láta einstaklinginn bera meiri ábyrgð á sjálfum sér og láta af því að kalla strax á ríkið um leið og eitthvað gerist. Í öðru lagi er ríkisstjórnin að glíma við sérfræðingaveldið sem er oft fólk yfir fimmtugu og gjarna kennt við árið 1968. Það fólk telur sig öðrum frekar vita hvað hverjum og einum er fyrir bestu og hefur gjarna hreiðrað um sig í opinberum stofnunum og beita sjálfdæmdum vitsmunalegum yfirburðum sínum óspart. Það er eitt helsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að endurskoða stjórnkerfið og stofnanir þess. Þær stofnanir sem ekki eru taldar nauðsynlegar eru hiklaust lagðar niður eða endurskipulagðar og starfsemi þeirra breytt. Þannig lætur Anders Fogh verkin tala.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Ég sit hér norður í Kiruna í Svíþjóð og er nýbúinn að skoða fréttir að heiman. Hér funda hagdeildir norrænu sveitarfélaga sambandanna og bera saman bækur sínar um hvað er efst á baugi í hverju landi fyrir sig. Í fyrra var fundað áÍslandi og meðan fundurinn stóð reið yfir ein mesta hitabylgja sem komið hefur heima suðvestanlands í langan tíma. Kollegarnir eru enn í skýjunum yfir heimsókninni. Kiruna er einn af norðlægari bæjum í Svíþjóð. Hér hverfur sólin í 6 - 7 vbikur á hverju ári en að sama skapi er hún á lofti óslitið jafnlengi yfir hásumarið. Í Kiruna er stærsta neðanjarðarnáma í heimi. Þar er járn grafið fram. Um 1960 var Kiruna ríkasta sveitarfélag í Svíþjóð og hafði í meðaltekjur um 3,5 sinnum hærri tekur en meðaltal sveitarfélaga var. Síðan fór að halla undan fæti. Nú hefur skyndilega birt aftur í lofti. Eftir að hagvöxtur í Kína fór vaxandi jókst eftirspurn eftir málmi. Nú selst allt sem hægt er að framleiða og allt er keyrt á fulli svingi. Því er leitað að nýjum málmæðum. Það hefur komið í ljós að Kiruna bær (ca 25 þúsund manns búa í honum) stendur á mjög málmríku bergi. Því stendur til að flytja bæinn í heilu lagi á næstu áratugum svo hægt sé að nýta auðlindirnar undir honum. Það er talið kosta um 130 milljarða íslenskra króna. Í Kiruna er bæði fallegasta kirkja Svíþjóðar og einnig fallegasta ráðhús Svíþjóðar. Við skoðuðum kirkjuna í dag. Hún var byggð í "Lappkoja" stíl fyrir tæpum 100 árum. Það er talið líklegt að það þurfi að flytja hana innan 20 - 30 ára. Það er talið vel framkvæmanlegt því hún er að mestu leyti skrúfuð saman. Hún tekur a.m.k. 1000 manns í sæti, öll úr timbri.
RM nálgast. Þetta verður fyrsta árið síðan 1994 sem ég verð ekki með, en þá vorum við feðgar nokkursskonar laumufarþegar í skemmtiskokki, með ófyrirsjéðum afleiðingum. Því miður virðist ætla að verða heldur leiðinlegt veður á helginni. Það er synd því stemmingin fer svo mikið eftir veðrinu. Margir eru búnir að leggja mikið á sig með undirbúning og slæmt ef ekki næst hámarksárangur vegna veðurs.
Danirnir minnast dálítið á kaup Baugsmanna á Magasín. ekki að þeir sjái svo mikið eftir því heldur segja þeir að það sé slæm fjárfesting því reksturinn hafi gengið svo illa undanfarin ár. Spennandi verður að sjá hvort breyting verði þar á. Málaferlin gegn Jóni Ásgeiri og þeim Baugsmönnum hafa vakið verulega athygli þar.
Víkingur og KA gerðu jafntefli fyrir norðan. Ekki alslæm úrslit því þá er Víkingur enn með spilin í sínum höndum en engu að síður slæm því Víkingur misnotaði vítaspyrnu. Vonandi kemur það ekki til með að ráða úrslitum.
RM nálgast. Þetta verður fyrsta árið síðan 1994 sem ég verð ekki með, en þá vorum við feðgar nokkursskonar laumufarþegar í skemmtiskokki, með ófyrirsjéðum afleiðingum. Því miður virðist ætla að verða heldur leiðinlegt veður á helginni. Það er synd því stemmingin fer svo mikið eftir veðrinu. Margir eru búnir að leggja mikið á sig með undirbúning og slæmt ef ekki næst hámarksárangur vegna veðurs.
Danirnir minnast dálítið á kaup Baugsmanna á Magasín. ekki að þeir sjái svo mikið eftir því heldur segja þeir að það sé slæm fjárfesting því reksturinn hafi gengið svo illa undanfarin ár. Spennandi verður að sjá hvort breyting verði þar á. Málaferlin gegn Jóni Ásgeiri og þeim Baugsmönnum hafa vakið verulega athygli þar.
Víkingur og KA gerðu jafntefli fyrir norðan. Ekki alslæm úrslit því þá er Víkingur enn með spilin í sínum höndum en engu að síður slæm því Víkingur misnotaði vítaspyrnu. Vonandi kemur það ekki til með að ráða úrslitum.
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Eg sit nu a Hotel Odin i Stokkholmi, kom hingad i morgun. Fer i fyrramalid nordur til Kiruna og verd tar fram a sunnudag. Gaman ad koma til Stokkholms og rifja upp gamlar minningar, ganga um gamla Stan og kikja i budir. Sa storskipid Göteborg vid Skeppsbryggan en tad er byggt i eftirmynd samnefnds skips sem forst fyrir um 250 arum sidan. Tad var ta i siglingum til Kina. Nu liggur fyrir nyju Göteborg ad sigla til Kina a naestu tveimur arum. Konungurinn og drottningin voru um bord tegar skipid lagdist af byrggju en tau voru farin tegar eg rakst tangad av tilviljun. Var ad horfa a Svitjod sigra Tjekka 2-1 a Nyja Ullevi. Bid eftir ad landsleikurinn hefjist heima.
Mikilvaegur leikur hja Viking a morgun vid KA a Akureyri. Tetta er tvi sem naest urslitaleikur um hvort lidid kemst upp. Hefdi farid nordur ef eg hefdi verid heima en nu verdur madur bara ad krossa fingur.
Mikilvaegur leikur hja Viking a morgun vid KA a Akureyri. Tetta er tvi sem naest urslitaleikur um hvort lidid kemst upp. Hefdi farid nordur ef eg hefdi verid heima en nu verdur madur bara ad krossa fingur.
þriðjudagur, ágúst 16, 2005
Sem betur fer hefur skapast umræða um vinnubrögð Baugsmiðlanna í máli ákæruvaldsins gegn forystufólki Baugs. Mest er þó talað um vinnubrögð blaðamanna Fréttablaðsins en minna um DV, enda tekur kannski enginn mark á því. Kem að því síðar. Hvaða vinnubrögð eru það t.d að birta ákærurnar orðréttar og viðtöl við sakborningana. Hvar er blaðamennskan? Fyrirsögnin á forsíðunni æpti framan í mann. Þetta sýnir náttúrulega að það var engin tilviljun að Baugur vildi eignast fjölmiðla. Með því hafa þeir betri möguleika á að tefla erfið áróðursstríð í varnarskyni eins og hér um ræðir og eins að heyja áróðursstríð gagnvart öðrum. Ég studdi fjölmiðlafrumvarpið í fyrra efnislega, enda þótt kannski hefði mátt sníða einherja skafanka af því. Princippin voru rétt að mínu mati.
Það var tekið lítið og ómerkilegt viðtal við mig af blaðamanni Fréttablaðsins um daginn. Mér þótti tryggara að fá að lesa það yfir sem haft var eftir mér eftir því hvernig viðtalið við blaðamanninn þróaðist. Þá sagði hann að það væri ófrávíkjanleg regla að viðmælendur fengju viðtölin ekki skrifuð í hendur en hann skyldi lesa textann fyrir mig. OK, þetta var í lagi og í ljós kom að ekki var vanþörf á að heyra hvað haft var eftir mér. Síðan sér maður að í stóra Baugsmálinu er hin ófrávíkjanlega regla brotin og viðtöl send út til yfirlestrar. Það er greinilega ekki sama Jón og Séra Jón. Maður veit það þá bara.
Að sjá svo blaðamennskuna hjá DV gagnvart ákærum á Baug. (ef hægt er að kalla þetta blaðamennsku). Því er slegið fram að Jón Ásgeir sé ákærður fyrir að kaupa hamborgara og kók. Annað ekki. Punktur. Enda þótt síðdegispressan í nágrannalöndum okkar þyki ekki alltaf beysin, þá þori ég að hengja mig upp á að hún hefði tekið svona umræðu af alvöru en ekki verið með tóman bjálfaskap. Þrátt fyrir að DV hafi skrapað botninn í ýmsum málum þá held ég að það hafi varla komist neðar en í dag. Birt er svokallað viðtal við Akureyring nokkurn sem segir sínar farir ekki sléttar af viðskiptum við lögfræðing nokkurn. Sá hafði víst haft konuna af þeim fyrrnefnda. Ég get ekki meint annað en að þetta "viðtal" byggist á almennu spjalli milli kunningja sem síðan er farið með beint í blaðið. Viðkomandi sem hafði létt á hjarta sínu við kunningjann sér sig svo á forsíðu DV og uppsláttarfrétt á innsíðu. "Finniði einhverjar focking fréttir" sendir ritstjórinn út á emaili til "blaðamanna" sinna. Þeir hafa greinilega fundi "focking" frétt þarna.
Heyrði í Hjördísi hjá RM í dag í útvarpinu. Mikið hefur verið rætt um RM í fjölmiðlum undanfarnar vikur og er það vel. Með mikilli umfjöllun er hægt að byggja upp spennu og umræðu sem laðar fleiri til leiks. Á þennan hátt ætti að vera hægt að auka veg RM enn frekar og vekja athygli fjölmiðla í ríkari mæli. Vafalaust má læra af erlendum hlaupum enn frekar varðandi hvernig þeir byggja upp ýmsar hefðir. Í Boston maraþoni er t.d. haldið barna- og ungmennahlaup daginn áður en aðalhlaupið fer fram. Þar er allt undirlagt í fjölmiðlum á maraþondaginn. Vonandi fær maður að upplifa Boston maraþon áður en langt um líður.
Það var tekið lítið og ómerkilegt viðtal við mig af blaðamanni Fréttablaðsins um daginn. Mér þótti tryggara að fá að lesa það yfir sem haft var eftir mér eftir því hvernig viðtalið við blaðamanninn þróaðist. Þá sagði hann að það væri ófrávíkjanleg regla að viðmælendur fengju viðtölin ekki skrifuð í hendur en hann skyldi lesa textann fyrir mig. OK, þetta var í lagi og í ljós kom að ekki var vanþörf á að heyra hvað haft var eftir mér. Síðan sér maður að í stóra Baugsmálinu er hin ófrávíkjanlega regla brotin og viðtöl send út til yfirlestrar. Það er greinilega ekki sama Jón og Séra Jón. Maður veit það þá bara.
Að sjá svo blaðamennskuna hjá DV gagnvart ákærum á Baug. (ef hægt er að kalla þetta blaðamennsku). Því er slegið fram að Jón Ásgeir sé ákærður fyrir að kaupa hamborgara og kók. Annað ekki. Punktur. Enda þótt síðdegispressan í nágrannalöndum okkar þyki ekki alltaf beysin, þá þori ég að hengja mig upp á að hún hefði tekið svona umræðu af alvöru en ekki verið með tóman bjálfaskap. Þrátt fyrir að DV hafi skrapað botninn í ýmsum málum þá held ég að það hafi varla komist neðar en í dag. Birt er svokallað viðtal við Akureyring nokkurn sem segir sínar farir ekki sléttar af viðskiptum við lögfræðing nokkurn. Sá hafði víst haft konuna af þeim fyrrnefnda. Ég get ekki meint annað en að þetta "viðtal" byggist á almennu spjalli milli kunningja sem síðan er farið með beint í blaðið. Viðkomandi sem hafði létt á hjarta sínu við kunningjann sér sig svo á forsíðu DV og uppsláttarfrétt á innsíðu. "Finniði einhverjar focking fréttir" sendir ritstjórinn út á emaili til "blaðamanna" sinna. Þeir hafa greinilega fundi "focking" frétt þarna.
Heyrði í Hjördísi hjá RM í dag í útvarpinu. Mikið hefur verið rætt um RM í fjölmiðlum undanfarnar vikur og er það vel. Með mikilli umfjöllun er hægt að byggja upp spennu og umræðu sem laðar fleiri til leiks. Á þennan hátt ætti að vera hægt að auka veg RM enn frekar og vekja athygli fjölmiðla í ríkari mæli. Vafalaust má læra af erlendum hlaupum enn frekar varðandi hvernig þeir byggja upp ýmsar hefðir. Í Boston maraþoni er t.d. haldið barna- og ungmennahlaup daginn áður en aðalhlaupið fer fram. Þar er allt undirlagt í fjölmiðlum á maraþondaginn. Vonandi fær maður að upplifa Boston maraþon áður en langt um líður.
mánudagur, ágúst 15, 2005
Fyrirsögn í Morgunblaðinu: "Fjárfestingar Gaums og Fjárfars fjármagnaðar af Baugi"; Fyrirsögn í Fréttablaðinu: "Segja ekkert hlustað á skýringar sakborninga". Hvort blaðið skyldi nú vera í eigu Baugsmanna? Hvor fjölmiðillinn skyldi nú vera trúverðugri? Er það vani þegar ákært er í svo stóru máli sem hér um ræðir að málstaður sakborningsins skuli vera forsíðufréttin? Ég hef ekki séð að það sé viðtekin ritstjórnarstefna hingaðtil hjá Fréttablaðinu eða hvað þá DV. Vitaskuld er enginn sekur fyrr en sekt er sönnuð en maður verður að gera ráð fyrir að ekki séu lagðar fram svo alvarlegar ákværur nema gild ástæða sé talin vera fyrir hendi. Samkvæmt ákærunni hafa Baugsmenn göslast með fjármagn Baugs, sem var á þessum tíma almenningshlutafélag skráð á Verðbréfaþingi, eins og þeir ættu það einir og sér. Slíkt fer ekki saman við gildandi lög og reglur ef satt reynist. Við því gilda hörð viðurlög. Í því sambandi skiptir ekki máli hve mikið menn eigi undir sér eða hvað þeir hafi grætt mikið.
Ég keypti nýlega bók Ólafs Teits Guðnasonar blaðamanns, þar sem hann birtir greinasafn um fjölmiðlun hérlendis sem hann skrifaði í fyrra. Ég hef ekki lokið lestri bókarinnar að fullu en mæli með henni miðað við það sem ég hef þegar lesið. Hann fer þar á mjög athyglisverðan og gagnrýninn hátt yfir ýmis atriði sem varða fjölmiðlun er hérlendis. Samkvæmt blaðamönnum sjálfum eru þeir fagmenn sem birti fréttir og fréttaumfjöllun á hlutlægan hátt og eigi því skilipð traust almennings. Eftir lestur bók Ólafs er ekki hægt að segja annað en að göt komi á þennan kufl fagmennskunnar sem blaða- og fréttamenn steypa gjarna yfir sig. Ég skil nú vel ástæðuna fyrir því að ég hef séð ýmsa fréttamenn senda Ólafi Teiti hnútur.
Í Kastljósi sjónvarpsins var viðtal við Guðmund Ólafsson ljósmyndara og rithöfund í sambandi við nýútkomna bók hans, "Fuglar í náttúru Íslands". Guðmundur er sennilega einn öflugasti og trúverðugasti náttúruverndarsinni landsins og hefur skilað gríðarlegu verki með útgáfu bóka sinna um Perlur, Ströndina, Hálendið og nú síðast Fugla í náttúru Íslands. Með þessum stórvikjum hefur hann fært umræðu um náttúru íslands á annað og merkara plan. Meðan öfgamenn spreyja slagorðum á styttu Jóns Sigurðssonar þá lætur hann verkin tala.
Horfði á seinni hluta myndarinnar um Hitler í kvöld. Það setur að manni ugg þegar farið er yfir á hvern hátt öflugir áróðursmenn geta náð tökum á sál heillar þjóðar og hleypt illvirkjum lausum á saklaust fólk. Eftir heimsóknina í Auswich og Birkenau í vor virkar þetta enn sterkar á mann en fyrr.
María keppti í hástökki og 60 m. hlaupi á meistaramóti unglinga í dag í leiðinlegu veðri. Þó rigndi minna en útlit var fyrir fram yfir hádegi en þá tók steininn úr. Hún varð 4. í hástökki og komst í úrslit í 60 m hlaupi. Strax að hlaupinu loknu var ekið í snatri suður á flugvöll því systurnar flugu til New York í dag með yngri krakkana í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr í New Jersey. Því byggjum við Sveinn bæinn næstu 10 dagana.
Ég keypti nýlega bók Ólafs Teits Guðnasonar blaðamanns, þar sem hann birtir greinasafn um fjölmiðlun hérlendis sem hann skrifaði í fyrra. Ég hef ekki lokið lestri bókarinnar að fullu en mæli með henni miðað við það sem ég hef þegar lesið. Hann fer þar á mjög athyglisverðan og gagnrýninn hátt yfir ýmis atriði sem varða fjölmiðlun er hérlendis. Samkvæmt blaðamönnum sjálfum eru þeir fagmenn sem birti fréttir og fréttaumfjöllun á hlutlægan hátt og eigi því skilipð traust almennings. Eftir lestur bók Ólafs er ekki hægt að segja annað en að göt komi á þennan kufl fagmennskunnar sem blaða- og fréttamenn steypa gjarna yfir sig. Ég skil nú vel ástæðuna fyrir því að ég hef séð ýmsa fréttamenn senda Ólafi Teiti hnútur.
Í Kastljósi sjónvarpsins var viðtal við Guðmund Ólafsson ljósmyndara og rithöfund í sambandi við nýútkomna bók hans, "Fuglar í náttúru Íslands". Guðmundur er sennilega einn öflugasti og trúverðugasti náttúruverndarsinni landsins og hefur skilað gríðarlegu verki með útgáfu bóka sinna um Perlur, Ströndina, Hálendið og nú síðast Fugla í náttúru Íslands. Með þessum stórvikjum hefur hann fært umræðu um náttúru íslands á annað og merkara plan. Meðan öfgamenn spreyja slagorðum á styttu Jóns Sigurðssonar þá lætur hann verkin tala.
Horfði á seinni hluta myndarinnar um Hitler í kvöld. Það setur að manni ugg þegar farið er yfir á hvern hátt öflugir áróðursmenn geta náð tökum á sál heillar þjóðar og hleypt illvirkjum lausum á saklaust fólk. Eftir heimsóknina í Auswich og Birkenau í vor virkar þetta enn sterkar á mann en fyrr.
María keppti í hástökki og 60 m. hlaupi á meistaramóti unglinga í dag í leiðinlegu veðri. Þó rigndi minna en útlit var fyrir fram yfir hádegi en þá tók steininn úr. Hún varð 4. í hástökki og komst í úrslit í 60 m hlaupi. Strax að hlaupinu loknu var ekið í snatri suður á flugvöll því systurnar flugu til New York í dag með yngri krakkana í heimsókn til vinkonu sinnar sem býr í New Jersey. Því byggjum við Sveinn bæinn næstu 10 dagana.
laugardagur, ágúst 13, 2005
Ákærur á Baugsmenn voru birtar í Fréttablaðinu í dag. Ekki ætla ég að gerast dómari í þessu dæmi, til þess eru aðrir tilkvaddir. Ég hef heldur ekki lesið ákæruatriðin vandlega yfir. Ljóst er að Baugsmenn keyra hart á þær fullyrðingar að Davíoð Oddson hafi beitt sér fyrir misnotkun á rannsóknarkerfinu hérlendis (ríkislögreglunni) og eru þar með vafalaust að steypa undirstöður fyrir viðbrögðum við hugsanlegri sakfellingu sem yrði þá á þann veg að Davíð hefði ekki einungis misbeitt löggæslunni og rannsóknaraðilum heldur misbeitti hann einnig dómsvaldinu. Þessar fullyrðingar ber að taka mjög alvarlega því ef þær eru sannar eða byggja á handföstum rökum þá vega þær að undirstöðum réttarríkisins. Let them deny it. Eini möguleikinn að fá botn í þær er ef dómskerfið dæmdi Baugsmenn algerlega sýkna af öllum ákærum og gæfi út að ríkislögreglan hefði farið langt fram úr sjálfum sér. Ef sekt væri talin sönnuð verður þessum fullyrðingum stöðugt haldið á lofti.
Það er hins vegar ljóst að það er grundvallaratriði við eðlilega verðmyndun hlutabréfa á verðbréfamarkaði að meðferð fjármuna sé framkvæmd eftir gildandi lögum og reglum. Gegnsæi verður að vera fyrir hendi. Þetta eru reglur sem fyrirtæki á verðbréfaþingi verða að gangast undir. Ef einhverjir eru staðnir að því að spila ekki eftir gildandi reglum verður að taka hart á því, því svo mikið er undir. Skiptir þá ekki máli hvort menn hafi grætt mikla fjármuni eða ekki. Gróði fríar menn ekki sök.
Ég renndi í gegnum fylgiblað Moggans í dag sem ORA verksmiðjan gefur út þar sem fyrirtækið er að auglýsa sig og vörur sínar. Það er hið besta framtak hjá því. Ég sé hins vegar að í blaðinu eru einstaklingar að kommentera framleiðslu fyrirtækisins og leiðast út í þær ógöngur að fara að reka áróður fyrir því að framleiða sem mest af iðnaðarvarningi hér innanlands. Innanlend framleiðsla á iðnaðarvarningi er góðra gjalda verð en hún verður að standast erlenda samkeppni bæði hvað varðar verð og gæði. Fátt hefur bætt eins mikið lífskjör íslensku þjoðarinnar og frjáls verslun þannig að við njótum verðlags og gæða á nauðsynjavörum eins og það þekkist best. Margháttuð iðnaðarframleiðsla blómstrar hérlendis þar sem sérþekking fær að njóta sín. Má til dæmis nefna málningarvörur sem eru þó í samkeppni við innflutning. Hvað ætli textílframleiðsla myndi hækka margfalt ef við færum að framleiða föt aftur hérlendis í þeim mæli sem gert varf fyrir einhevrjum áratugum? Við erum góð í að framleiða sérhæfðan klæðnað s.s. 66 oN en almennan hversdagsklæðnað eigum við að láta öðrum eftir að framleiða. Það er grundvallaratriði í lífskjörum almennings í heiminum að hver þjóð geri það sem hún stendur sig best í og síðan sjái verslunin um að dreifa framleiðslunni milli landa. verst af öllu er þegar evrið er að niðurgreiða útflutningsafurðir sem gerir þá lítið nema drepa niður framleiðslu í samkeppnislöndum. Þetta eru þróunarlöndin búin að berjast við um áratgugaskeið.
Þrjátíu manns voru að sprella eitthvað á Austurvelli í dag. So what. Ég sé ekki að það sé fréttnæmt en samt voru sjónvarpsstöðvarnar mættar og skýrðu vel og vandlega frá þessu. Það mætti halda að talsmenn þessa liðs sé ekkert nema kápan þegar það heldur því fram í fullri alvöru að það sé nóg ástæða til að hætta við framkvæmdir sem þegar hafa kostað tugi milljarða að örfáar manneskjur séu að tuða og reyna að vekja athylgi á sér. Vitaskuld á að henda þessu erlenda liði úr landi. Skemmdarvarga á ekki að taka neinum vettlingatökum. Af hverju fara þeir ekki til Kína og mótmæla virkjununni í Gula fljótinu þar sem milljónir manna eru teknar og fluttar með valdi því heilar borgir lenda undir vatni. Ég hugsa að þeir viti eins og ég að ef þeir færu eitthvað að ybba sig þar þá er ekki víst að langlundargerð stjórnvalda væri eins mikið og hér. Mér finnst þetta erlenda lið minna mig á gaura sem eru að snapa fæting. Þeir voru (og eru kannski enn) gjarna mættir fyrir utan skemmtistaði og reyndu að æsa til slagsmála. Þetta lið er ekki náttúruverndarsinnar fremar en ég veit ekki hvað. Þeir berjast á móti alþjóða fyrirtækjum, á móti alþjóða stjórnmálum (G8) og öðru sem fellur undir þessa skilgreiningu, hvar sem möguleiki er á.
Hitti Sigurð P í dag. Hann var mótssjóri á meistaramóti Íslands 12-14 ára í Kaplakrika. Það er alltaf gaman að spjalla við hann um hlaup enda vita fáir meir um fræðilega hlið þessara grein íþrótta heldur en hann. Hann minntist meðal annars á að til að standast það álag sem miklar æfingar undir ultrahlaup þurfa viðkomandi að vera búnir að hafa langan stíganda í ferlinu. Þetta er ekkert sem menn hoppa út í fyrirvaralítið. Ef farið er of bratt í gríðarlegar æfingar (100 - 150 km á viku eða þar yfir mánuðum saman) er meiðslahætta mikil og þá er viðbúið að gamanið verði endasleppt. Til að forðast slíkt verða menn (konur og kallar) að ætla sér af og hugsa í langtímaáætlunum. Það hæfir langhlaupurum.
María Rún keppti í flokki 12 ára stelpna. Hún stóð sig vel, vann sinn riðil í 60 metra hlaupi og varð þriðja í langstökki. Átti mjög jafna stökkseríu og nokkur stökk yfir sinn besta árangur til þessa. Seinni mótsdagurinn verður á morgun.
Það er hins vegar ljóst að það er grundvallaratriði við eðlilega verðmyndun hlutabréfa á verðbréfamarkaði að meðferð fjármuna sé framkvæmd eftir gildandi lögum og reglum. Gegnsæi verður að vera fyrir hendi. Þetta eru reglur sem fyrirtæki á verðbréfaþingi verða að gangast undir. Ef einhverjir eru staðnir að því að spila ekki eftir gildandi reglum verður að taka hart á því, því svo mikið er undir. Skiptir þá ekki máli hvort menn hafi grætt mikla fjármuni eða ekki. Gróði fríar menn ekki sök.
Ég renndi í gegnum fylgiblað Moggans í dag sem ORA verksmiðjan gefur út þar sem fyrirtækið er að auglýsa sig og vörur sínar. Það er hið besta framtak hjá því. Ég sé hins vegar að í blaðinu eru einstaklingar að kommentera framleiðslu fyrirtækisins og leiðast út í þær ógöngur að fara að reka áróður fyrir því að framleiða sem mest af iðnaðarvarningi hér innanlands. Innanlend framleiðsla á iðnaðarvarningi er góðra gjalda verð en hún verður að standast erlenda samkeppni bæði hvað varðar verð og gæði. Fátt hefur bætt eins mikið lífskjör íslensku þjoðarinnar og frjáls verslun þannig að við njótum verðlags og gæða á nauðsynjavörum eins og það þekkist best. Margháttuð iðnaðarframleiðsla blómstrar hérlendis þar sem sérþekking fær að njóta sín. Má til dæmis nefna málningarvörur sem eru þó í samkeppni við innflutning. Hvað ætli textílframleiðsla myndi hækka margfalt ef við færum að framleiða föt aftur hérlendis í þeim mæli sem gert varf fyrir einhevrjum áratugum? Við erum góð í að framleiða sérhæfðan klæðnað s.s. 66 oN en almennan hversdagsklæðnað eigum við að láta öðrum eftir að framleiða. Það er grundvallaratriði í lífskjörum almennings í heiminum að hver þjóð geri það sem hún stendur sig best í og síðan sjái verslunin um að dreifa framleiðslunni milli landa. verst af öllu er þegar evrið er að niðurgreiða útflutningsafurðir sem gerir þá lítið nema drepa niður framleiðslu í samkeppnislöndum. Þetta eru þróunarlöndin búin að berjast við um áratgugaskeið.
Þrjátíu manns voru að sprella eitthvað á Austurvelli í dag. So what. Ég sé ekki að það sé fréttnæmt en samt voru sjónvarpsstöðvarnar mættar og skýrðu vel og vandlega frá þessu. Það mætti halda að talsmenn þessa liðs sé ekkert nema kápan þegar það heldur því fram í fullri alvöru að það sé nóg ástæða til að hætta við framkvæmdir sem þegar hafa kostað tugi milljarða að örfáar manneskjur séu að tuða og reyna að vekja athylgi á sér. Vitaskuld á að henda þessu erlenda liði úr landi. Skemmdarvarga á ekki að taka neinum vettlingatökum. Af hverju fara þeir ekki til Kína og mótmæla virkjununni í Gula fljótinu þar sem milljónir manna eru teknar og fluttar með valdi því heilar borgir lenda undir vatni. Ég hugsa að þeir viti eins og ég að ef þeir færu eitthvað að ybba sig þar þá er ekki víst að langlundargerð stjórnvalda væri eins mikið og hér. Mér finnst þetta erlenda lið minna mig á gaura sem eru að snapa fæting. Þeir voru (og eru kannski enn) gjarna mættir fyrir utan skemmtistaði og reyndu að æsa til slagsmála. Þetta lið er ekki náttúruverndarsinnar fremar en ég veit ekki hvað. Þeir berjast á móti alþjóða fyrirtækjum, á móti alþjóða stjórnmálum (G8) og öðru sem fellur undir þessa skilgreiningu, hvar sem möguleiki er á.
Hitti Sigurð P í dag. Hann var mótssjóri á meistaramóti Íslands 12-14 ára í Kaplakrika. Það er alltaf gaman að spjalla við hann um hlaup enda vita fáir meir um fræðilega hlið þessara grein íþrótta heldur en hann. Hann minntist meðal annars á að til að standast það álag sem miklar æfingar undir ultrahlaup þurfa viðkomandi að vera búnir að hafa langan stíganda í ferlinu. Þetta er ekkert sem menn hoppa út í fyrirvaralítið. Ef farið er of bratt í gríðarlegar æfingar (100 - 150 km á viku eða þar yfir mánuðum saman) er meiðslahætta mikil og þá er viðbúið að gamanið verði endasleppt. Til að forðast slíkt verða menn (konur og kallar) að ætla sér af og hugsa í langtímaáætlunum. Það hæfir langhlaupurum.
María Rún keppti í flokki 12 ára stelpna. Hún stóð sig vel, vann sinn riðil í 60 metra hlaupi og varð þriðja í langstökki. Átti mjög jafna stökkseríu og nokkur stökk yfir sinn besta árangur til þessa. Seinni mótsdagurinn verður á morgun.
föstudagur, ágúst 12, 2005
Á Siglufirði um daginn hitti ég Pétur Ásbjörnsson Grænlandsfara með meiru. Ferðin þeirra til Grænlands var ÆVINTÝRI með stórum stöfum að hans sögn. Ekki efa ég það. Hann veiktist í maganum og varð því að hætta keppni. Synd en svona getur komið upp í langri og erfiðri keppni. Maður á að vera viðbúinn hinu versta, hið góða sakar ekki. Hann sagði að þeir hefðu komið heim með gilda reynslusjóði sem koma til með að nýtast þeim og öðrum sem koma til með að taka þátt í þessari keppni héðan að heiman í framtíðinni. Framkvæmd Grænlendinga var öll til mikillar fyrirmyndar og upplifunin öll ógleymanleg. Ég sé á myndum að svæðið er myndrænt í hæsta gæðaflokki þannig að ekki skemmir það fyrir. Pétur tiltók ýmis atriði sem hann sagði að hefðu betur mátt fara hjá þeim. Það er innistæða í reynslubankanum sem verður vonandi tekin út síðar. Það hefur verið minnst á að þeir félagar og ég hafi mynda og frásagnarkvöld í haust af upplifunum okkar og reynslu þegar fólk er komið til byggða eftir sumarfrí og farið að róast niður. ÞAð væri gaman og vonandi að það verði einhverjum hvatning til frekari átaka.
Sá nokkuð athyglisverða umfjöllun um fæðingarorlof hjá vefþjóðviljanum (www.andriki.is) í dag. Þeir segja í bríaríi að lögin um fæðingarorlof séu fyrst og fremst ætluð ríkisstarfsmönnum. Nú ætla ég ekki að fullyrða um það en það er þó svolítið til í þessu. Ég vil kannski frekar segja að það miðist við launþega. Skoðum fullyrðingu krataþingmannsins í sjónvarpinu um daginn að það eigi allir að hafa fortakslausan rétt til fæðingarorlofs. Þetta gegnur einfaldlega ekki upp. Hvað með hjón sem reka lítið fyrirtæki? Þau vinna bæði við það og hafa þokkalega afkomu en ekkert meira. Um slíkt eru mörg dæmi. Eiga þau bæði að taka sér frí mánuðum saman ef þau eiga von á barni þótt fyrirtækið beri ekki fjóra starfsmenn? Nú getur verið að fyrirtækið byggi á sérhæfðri þekkingu eða aðferðafræði um sem viðkomandi er ekkert áfram um að hleypa öðrum í. Á samt að segja að þetta fólk eigi fortakslaust að hætta að vinna í fyrirtækinu mánuðum saman. Þetta finnst kannski einhevrjum hártoganir en þetta er engu að síður raunveruleikinn. Það pirrar mig nefnilega þegar fólk er með blákaldar fullyrðingar sem standast ekki raunveruleikann og kemst upp með það.
Dave Horton kláraði Pacific Crest Trail í gær á 66 dögum. Pacific Crest Trail liggur frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó norður með Kyrrahafsströndinni að landamærum Bandaríkjanna og Kanada, alls 2650 mílur. Hann sló fyrra met sem var 83 dagar. Það er skemmtileg dagbók um hlaupið á vefnum www.montrail.com/assets/Misc%20Copy/horton_log.htm. Margir nafnkunnir hlauparar hlupu með honum af og til gegnum hlaupið.
Víkingur spilaði við HK á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn fór 0-0 sem var ekki nógu gott því nú munar bara 2 stigum á Víking og KA. Leikurinn fyrir norðan á fimmtudaginn verður því úrslitaleikur um 2. sætið í deildinni.
Sá nokkuð athyglisverða umfjöllun um fæðingarorlof hjá vefþjóðviljanum (www.andriki.is) í dag. Þeir segja í bríaríi að lögin um fæðingarorlof séu fyrst og fremst ætluð ríkisstarfsmönnum. Nú ætla ég ekki að fullyrða um það en það er þó svolítið til í þessu. Ég vil kannski frekar segja að það miðist við launþega. Skoðum fullyrðingu krataþingmannsins í sjónvarpinu um daginn að það eigi allir að hafa fortakslausan rétt til fæðingarorlofs. Þetta gegnur einfaldlega ekki upp. Hvað með hjón sem reka lítið fyrirtæki? Þau vinna bæði við það og hafa þokkalega afkomu en ekkert meira. Um slíkt eru mörg dæmi. Eiga þau bæði að taka sér frí mánuðum saman ef þau eiga von á barni þótt fyrirtækið beri ekki fjóra starfsmenn? Nú getur verið að fyrirtækið byggi á sérhæfðri þekkingu eða aðferðafræði um sem viðkomandi er ekkert áfram um að hleypa öðrum í. Á samt að segja að þetta fólk eigi fortakslaust að hætta að vinna í fyrirtækinu mánuðum saman. Þetta finnst kannski einhevrjum hártoganir en þetta er engu að síður raunveruleikinn. Það pirrar mig nefnilega þegar fólk er með blákaldar fullyrðingar sem standast ekki raunveruleikann og kemst upp með það.
Dave Horton kláraði Pacific Crest Trail í gær á 66 dögum. Pacific Crest Trail liggur frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó norður með Kyrrahafsströndinni að landamærum Bandaríkjanna og Kanada, alls 2650 mílur. Hann sló fyrra met sem var 83 dagar. Það er skemmtileg dagbók um hlaupið á vefnum www.montrail.com/assets/Misc%20Copy/horton_log.htm. Margir nafnkunnir hlauparar hlupu með honum af og til gegnum hlaupið.
Víkingur spilaði við HK á Kópavogsvelli í kvöld. Leikurinn fór 0-0 sem var ekki nógu gott því nú munar bara 2 stigum á Víking og KA. Leikurinn fyrir norðan á fimmtudaginn verður því úrslitaleikur um 2. sætið í deildinni.
Ég er sjaldan hrifinn af Tony Blair. Lægra verður varla komist en að nenna ekki að fara í jarðarför fyrrverandi samráðherra síns. Þó verð ég að segj að ég var hrifinn af kallinum í síðustu viku þegar hann kynnti aðgerðir til að taka á öfgafólki í Bretlandi. Einstaklingum sem vinna á móti samfélaginu verður héðan í frá umsvifalaust vísað úr landi ef það lætur á sér kræla. Ég tek ofan fyrir þessu. Mannréttindasamtök margskonar eru vitaskuld þegar farin að jarma en hvað með það. Það er náttúrulega óþolandi þegar fólk flytur til einhvers lands, nýtur allra gagna og gæða sem í landinu finnast en forsmáir og fyrirlítur landið, hefðir þess og menningu og stefnir að því að kollvarpa stjórnkerfinu. Slíkt lið er best geymt heima hjá sér. Ég þekki vel til á norðurlöndum og hef svolitla innsýn í þau gríðarlegu vandamál sem innflytjenda stefna kratanna á liðnum áratugum hefur haft í för með sér. Í Danmörku er Anders Fogh Rasmussen farinn að láta hendur standa fram úr ermum í þessum efnum. Loksins.
Ég sá nýlega viðtal í nýju Mannlífshefti við Ólaf Hauk Símonarson skáld sem dvelur nú úti í Danmörku. Ég hef ekki heyrt hann kenndan við öfga fram til þessa þannig að ég tek mark á því sem hann segir. Ég vil því citera aðeins í hluta af viðtalinu við hann, orðum mínum til stuðnings, um ástandið þar í landi en hann bjó þar einnig á áttunda áratugnum:
"Samfélagið er gjörbreytt" segir Ólafur. "Þetta kallast víst fjölmenningarlegt samfélag. Það virðist þýða að samnefnarar þjóðarinnar eru meira og minna að gufa upp. Múhameðstrúarmenn eru fyrirferðarmiklir hérog heimta að fá að ala börn sín upp í múslímskum aga, þar sem strákarnir eru dýrkaðir sem guðir og mega allt en stelpurnar eiga að halda kjafti og helst breiða yfir andlitið á sér. Verulega margir múslímar í Danmörku hafa þá skoðun að lögboð Kórarins séu dönsku stjórnarskránni æðri, þannig að löggjafarvald, dómsvald og refsivald eigi að vera hjá klerkunum þeirra. Talsverður hópur múslíma í Danmörku telur rétt að kollvarpa stjórnskipun danmerkur með vopnavaldi. Það gengur illa að fá múslímana til að senda krakkana sína í danska skóla, hér hafa orðið til næstum hrein innflytjendahverfi þar sem glæpatíðnin er há. Því miður hafa vandamál tengd innflytjendum haft mjög víðtæk áhrif á dönsku þjóðina, þolimæði, umburðarlyndi og gamla góða danska brosið, þetta er allt á undanhaldi"
Svo mörg voru þau orð. Þegar maður heyrir síðan stanslausan árðóður fyrir því hérlendis að fólk eigi að sýna umburðarlyndi og "fjölmenningarsamfélagi" fylgi ekkert nema kostir, þá rennir maður af og til auga yfir hafið og spyr; "Getur maður ekki lært eitthvað af reynslu Dana til að fyrirbyggja að sömu vandamál flæði hér yfir".
Keypti Útiveru í dag. Það eru margar á ágætar greinar greinar í blaðinu, meðal annars ein um kajakróður frá Húsavík austur á Raufarhöfn. Kajakróður er eitt af því sem ég ætla mér að takast á við í náinni framtíð. Ég held að maður uppgötvi landið úr nýrri vídd með að ferðast þannig meðfram ströndum þess.
Í blaðinu er gerð samanburðarkönnun á nokkrum handhægum stafrænum myndavélum. Mér finnst að þar vanti vélina sem ég keypti mér í vetur og hefur fylgt mér síðan við ýmsar aðstæður, í frosti, í rigningu, á hlaupum við meir en 30 stiga hita o.s.frv. Hún er af týpunni Konica Minolta Dimage X50, 5 MP. Hún er með spegillinsu en ekki með linsu sem er ýtt út. Það hefur tvo kosti í för með sér. Í fyrsta lagi er hún mjög hraðvirk sem er kostur og í öðru lagi eyðir hún minni orku við að losna við að ýta linsunni út og einnig eru færri fletir sem geta bilað. Svo er hún lítil, handhæg og með stóran skjá. Get mælt með þessari vél til margra hluta (ég er ekki á prósentum). Ókostir eru lítið flass og smæð linsunnar kemur í ljós þegar dimmt er úti. Hún kostar einhvern 26 þúsund kall plús batterí upp á 5 þúsund kall og síðan þarf almennilegt kort. Það er nefnilega afar þægilegt að hafa litla handhæga myndavél í beltinu í gönguferðum, á hlaupum, á hjólreiðum eða hvar annarsstaðar sem maður er að brasa eitthvað þar sem betra er að vera með léttan mal.
Tók léttan hring í kvöld. Fer að auka við hlaupin eftir letilíf sumarsins. Finn mér til ánægju í brekkunum að ég hef líklega sjaldan verið sterkari en ég er nú. Ég ætla næstu vikurnar að einbeita mér að frekar stuttum hlaupum en sinna hraðanum þeim mun betur.
Ég sá nýlega viðtal í nýju Mannlífshefti við Ólaf Hauk Símonarson skáld sem dvelur nú úti í Danmörku. Ég hef ekki heyrt hann kenndan við öfga fram til þessa þannig að ég tek mark á því sem hann segir. Ég vil því citera aðeins í hluta af viðtalinu við hann, orðum mínum til stuðnings, um ástandið þar í landi en hann bjó þar einnig á áttunda áratugnum:
"Samfélagið er gjörbreytt" segir Ólafur. "Þetta kallast víst fjölmenningarlegt samfélag. Það virðist þýða að samnefnarar þjóðarinnar eru meira og minna að gufa upp. Múhameðstrúarmenn eru fyrirferðarmiklir hérog heimta að fá að ala börn sín upp í múslímskum aga, þar sem strákarnir eru dýrkaðir sem guðir og mega allt en stelpurnar eiga að halda kjafti og helst breiða yfir andlitið á sér. Verulega margir múslímar í Danmörku hafa þá skoðun að lögboð Kórarins séu dönsku stjórnarskránni æðri, þannig að löggjafarvald, dómsvald og refsivald eigi að vera hjá klerkunum þeirra. Talsverður hópur múslíma í Danmörku telur rétt að kollvarpa stjórnskipun danmerkur með vopnavaldi. Það gengur illa að fá múslímana til að senda krakkana sína í danska skóla, hér hafa orðið til næstum hrein innflytjendahverfi þar sem glæpatíðnin er há. Því miður hafa vandamál tengd innflytjendum haft mjög víðtæk áhrif á dönsku þjóðina, þolimæði, umburðarlyndi og gamla góða danska brosið, þetta er allt á undanhaldi"
Svo mörg voru þau orð. Þegar maður heyrir síðan stanslausan árðóður fyrir því hérlendis að fólk eigi að sýna umburðarlyndi og "fjölmenningarsamfélagi" fylgi ekkert nema kostir, þá rennir maður af og til auga yfir hafið og spyr; "Getur maður ekki lært eitthvað af reynslu Dana til að fyrirbyggja að sömu vandamál flæði hér yfir".
Keypti Útiveru í dag. Það eru margar á ágætar greinar greinar í blaðinu, meðal annars ein um kajakróður frá Húsavík austur á Raufarhöfn. Kajakróður er eitt af því sem ég ætla mér að takast á við í náinni framtíð. Ég held að maður uppgötvi landið úr nýrri vídd með að ferðast þannig meðfram ströndum þess.
Í blaðinu er gerð samanburðarkönnun á nokkrum handhægum stafrænum myndavélum. Mér finnst að þar vanti vélina sem ég keypti mér í vetur og hefur fylgt mér síðan við ýmsar aðstæður, í frosti, í rigningu, á hlaupum við meir en 30 stiga hita o.s.frv. Hún er af týpunni Konica Minolta Dimage X50, 5 MP. Hún er með spegillinsu en ekki með linsu sem er ýtt út. Það hefur tvo kosti í för með sér. Í fyrsta lagi er hún mjög hraðvirk sem er kostur og í öðru lagi eyðir hún minni orku við að losna við að ýta linsunni út og einnig eru færri fletir sem geta bilað. Svo er hún lítil, handhæg og með stóran skjá. Get mælt með þessari vél til margra hluta (ég er ekki á prósentum). Ókostir eru lítið flass og smæð linsunnar kemur í ljós þegar dimmt er úti. Hún kostar einhvern 26 þúsund kall plús batterí upp á 5 þúsund kall og síðan þarf almennilegt kort. Það er nefnilega afar þægilegt að hafa litla handhæga myndavél í beltinu í gönguferðum, á hlaupum, á hjólreiðum eða hvar annarsstaðar sem maður er að brasa eitthvað þar sem betra er að vera með léttan mal.
Tók léttan hring í kvöld. Fer að auka við hlaupin eftir letilíf sumarsins. Finn mér til ánægju í brekkunum að ég hef líklega sjaldan verið sterkari en ég er nú. Ég ætla næstu vikurnar að einbeita mér að frekar stuttum hlaupum en sinna hraðanum þeim mun betur.
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Það er ekki vandalítið verk að halda úti sketsuþætti í útvarpinu fimm daga vikunnar sem á að hafa það að markmiði að draga fram brosviprurnar á manni. Rás 2 rembist þó eins og rjúpan við staurinn að halda út einum slíkum með misjöfnum árangri.
Haukurinn sem annaðist "Ekki fréttir" stóð undir nafni með góðan grínþátt. Hann var góður. Hann tók þann skynsamlega pól í hæðina að liggja yfir því sem stjórnmálamenn létu út úr sér og setti það svo í nýtt og oft betra samhengi. Hann tók sér síðan frí á frítíma alþingis.
Baggalútar halda úti magnaðri heimasíðu og gefa út snilldargóð lög með fyndnum textum. (T.d. knattspyrnulagið og "Helltu í mjólkurglasið væna því ég er kominn heim"). Þeir voru fengnir um tíma til að halda úti sketsuþætti í útvarpinu. Enda þótt þeir væru ekki alslæmir þá áttuðu þeir sig blessunarlega fljótt á því að þetta var ekki að gera sig hjá þeim og þeir hættu. Skynsamlegt hjá þeim.
Bolur er hræðilegur. Ég skil ekki að þáttastjórnendur skuli ekki sjá og heyra að það er ekki vitund af fyndni í þessum þáttum það ég hef heyrt. Ekki vitund. Aldrei. Kannski getur verið að við höfum svona ólíkan smekk. Væri ég útvarpsstjóri myndi ég stroka þáttinn út strax í dag enda þótt gera þyrfti starfslokasamning við hina svokölluðu skemmtikrafta sem eru að klæmast þarna, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Í þetta er stofnunin að spandera enda þótt henni sé fjár vant ár og síð og alla tíð.
Útvarpsstjóri ríkisins, ekki meir, ekki meir.
Ég sé á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar að hann hellir úr sinni litlu reiðiskál yfir Tony Blair. Jarða á Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands í ríkisstjórn Tonys, á föstudaginn. Tony er í sumarfríi og hefur látið þau boð út ganga að hann muni ekki mæta við jarðarförina sökum anna. Smátt getur lengi smækkað.
Ég var í dag að skoða heimasíðuna hennar Evu sem var mér og fleirum samferða stóran hluta af Laugaveginum um daginn (blog.central.is/evaogco/) og sá þá link á svokallaðar "fyrir"myndir. Þetta eru myndir sem voru teknar af henni á árunum 1991 - 2002 "fyrir hlaup". Raunveruleikinn er stundum lyginni ósennilegri og gefur manni hressilega á kjaftinn. Breytingin á þessum þremur árum er svo gríðarleg að það ná varla nokkur orð yfir hana. Þó ég hefði átt að bjarga lífinu þá hefði ég ekki þekkt hana. Þó sést kannski minnst af þeirri breytingu sem orðin er. Þegar fólk nær slíkum árangri þá stenst ekkert fyrir því. Því hlýtur að finnast að það geti flutt fjöll. Andleg og líkamleg heilsa hlýtur ofan í kaupið að vera allt önnur og betri. Mér finnst að það mætti vekja meiri athygli á þessu afreki hennar sem skokkið og síðan afrekshlaup hafa stuðlað að. Í þessu sambandi má einnig minnast á félaga Guðmund sem sést stundum á Herbalive auglýsingum. Hann ætlar að þreyta maraþonfrumraun sína í Berlín í haust og stendur sig þar vafalaust með miklum sóma. Hann er annað gott dæmi um einstakling þar sem agi og markviss hreyfing hefur stuðlað að kaflaskilum í lífinu. Árangur þeirra tveggja ætti að geta verið öðru fólki stuðningur og hvatning til aðgerða í áþekkri stöðu.
Haukurinn sem annaðist "Ekki fréttir" stóð undir nafni með góðan grínþátt. Hann var góður. Hann tók þann skynsamlega pól í hæðina að liggja yfir því sem stjórnmálamenn létu út úr sér og setti það svo í nýtt og oft betra samhengi. Hann tók sér síðan frí á frítíma alþingis.
Baggalútar halda úti magnaðri heimasíðu og gefa út snilldargóð lög með fyndnum textum. (T.d. knattspyrnulagið og "Helltu í mjólkurglasið væna því ég er kominn heim"). Þeir voru fengnir um tíma til að halda úti sketsuþætti í útvarpinu. Enda þótt þeir væru ekki alslæmir þá áttuðu þeir sig blessunarlega fljótt á því að þetta var ekki að gera sig hjá þeim og þeir hættu. Skynsamlegt hjá þeim.
Bolur er hræðilegur. Ég skil ekki að þáttastjórnendur skuli ekki sjá og heyra að það er ekki vitund af fyndni í þessum þáttum það ég hef heyrt. Ekki vitund. Aldrei. Kannski getur verið að við höfum svona ólíkan smekk. Væri ég útvarpsstjóri myndi ég stroka þáttinn út strax í dag enda þótt gera þyrfti starfslokasamning við hina svokölluðu skemmtikrafta sem eru að klæmast þarna, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Í þetta er stofnunin að spandera enda þótt henni sé fjár vant ár og síð og alla tíð.
Útvarpsstjóri ríkisins, ekki meir, ekki meir.
Ég sé á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar að hann hellir úr sinni litlu reiðiskál yfir Tony Blair. Jarða á Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands í ríkisstjórn Tonys, á föstudaginn. Tony er í sumarfríi og hefur látið þau boð út ganga að hann muni ekki mæta við jarðarförina sökum anna. Smátt getur lengi smækkað.
Ég var í dag að skoða heimasíðuna hennar Evu sem var mér og fleirum samferða stóran hluta af Laugaveginum um daginn (blog.central.is/evaogco/) og sá þá link á svokallaðar "fyrir"myndir. Þetta eru myndir sem voru teknar af henni á árunum 1991 - 2002 "fyrir hlaup". Raunveruleikinn er stundum lyginni ósennilegri og gefur manni hressilega á kjaftinn. Breytingin á þessum þremur árum er svo gríðarleg að það ná varla nokkur orð yfir hana. Þó ég hefði átt að bjarga lífinu þá hefði ég ekki þekkt hana. Þó sést kannski minnst af þeirri breytingu sem orðin er. Þegar fólk nær slíkum árangri þá stenst ekkert fyrir því. Því hlýtur að finnast að það geti flutt fjöll. Andleg og líkamleg heilsa hlýtur ofan í kaupið að vera allt önnur og betri. Mér finnst að það mætti vekja meiri athygli á þessu afreki hennar sem skokkið og síðan afrekshlaup hafa stuðlað að. Í þessu sambandi má einnig minnast á félaga Guðmund sem sést stundum á Herbalive auglýsingum. Hann ætlar að þreyta maraþonfrumraun sína í Berlín í haust og stendur sig þar vafalaust með miklum sóma. Hann er annað gott dæmi um einstakling þar sem agi og markviss hreyfing hefur stuðlað að kaflaskilum í lífinu. Árangur þeirra tveggja ætti að geta verið öðru fólki stuðningur og hvatning til aðgerða í áþekkri stöðu.
Hef verið að lesa bók undanfarið sem ég keypti í ágætri bókabúð í San Francisko sem ég rakst á þar í júní. Hún heitir Chi Running og fjallar (í nokkuð mörgum orðum) um hvernig hlaupastíllinn og hlaupalagið getur haft áhrif á bæði hraða í hlaupum og eins á meiðslahættu við mikið álag. Þetta er áhugaverð lesning og fær mann til að hugsa um ýmislegt sem maður hafði ekki leitt hugann að áður. Ég hleyp ekkert mjög mikið þessa dagana en þá það gerist þá er maður að ekki síður að hugsa um hlaupalagið heldur en hlaupahraðann. Það tekur nokkuð langan tíma að taka upp nýjan "stíl" ef svo má segja þannig að hann verði algerlega án hugsunar. Það er einnig farið yfir hvernig best sé að hlaupa niður brekkur. Það er sömuleiðis áhugaverð lesning. Að hlaupa niður brekkur er eitt það erfiðasta a.m.k. ef brekkurnar eru mjög langar. Það skiptir bæði máli fyrir álag á lærvöðva og tærnar. Maður á að láta fótinn lenda á hælnum í niðurhlaupum en ekki á fætinum flötum eins og manni hættir til að óathuguðu máli. Ég þarf að prufa þetta nokkrum sinnum á Esjunni.
Umræðan um fæðingarorlofsmálið mikla er ansi fyndin finnst mér, ekki síst eftir að það kemur í ljós að það var einfaldlega gerður starfslokasamningur við manninn hjá KEA í ljósi þess að hann naut ekki trúnaðar stjórnar þótt af tillittssemi við hann hafi átt að fara hljótt með það í upphafi. Ætli næsta mál á dagskránni verði ekki að fárast yfir því hve hár starfslokasamningur hafi verið gerður við hann. Það er fyndið að heyra þá múgæsingu sem skapast þegar mál eins og hér um ræðir eru keyrð áfram í fjölmiðlum með allt að því trúarlegum sótthita. Svo segja menn að fjölmiðlar hafi ekki áhrif. Dettur mönnum virkilega í hug að það komi hvergi upp vandræði þegar lögin segja að menn í æðstu stöðum sem og aðrir geti gengið út úr störfum sínum mánuðum saman, jafnvel trekk í trekk, og sagt við vinnuveitendann: "Þið bara reddið þessu". Lögin um fæðingarorlof eru að mörg leyti ágæt en það er bæði erfitt, flókið og dýrt að framkvæma þau.
Fór í afmæli í gærkvöldi til Helga Árnasonar frænda míns. Hann fagnaði þar fimmtugsafmæli sínu með stórum hópi ættingja og vina. Það er nú einu sinni svo að þegar maður hefur þekkt einhvern vel sem barn þá situr sú mynd mjög sterkt í huga manns. Því finnst manni stundum ótrúlegt að sjá hve aldursteljarinn tikkar án þess að þess sjái stað í útliti manna. Þegar maður var ungur fannst manni fólk vera mjög gamalt um fimmtugt. Vitaskuld var fólk oft lúnara og slitnara þá en nú sökum mikils vinnuálags, tímarnir hafa breyst mikið hvað það varðar en þetta sýnir bara hve allt er afstætt. Árni pabbi Helga sýndi það enn einu sinni að hann er engum líkur þegar hann, 91 árs gamall, söng nokkrar gamanvísur í veislunni, syni sínum til heiðurs og viðstöddum til skemmtunar. Fjölskylda Árna og Ingu heitinnar frænku skipar alltaf ákveðinn sess í huga mínum frá því þau tóku mig inn á heimili sitt í tvo vetur hér áður fyrr á árunum svo ég gæti gengið í gagnfræðaskóla. Það eru ár sem ekki gleymast.
Umræðan um fæðingarorlofsmálið mikla er ansi fyndin finnst mér, ekki síst eftir að það kemur í ljós að það var einfaldlega gerður starfslokasamningur við manninn hjá KEA í ljósi þess að hann naut ekki trúnaðar stjórnar þótt af tillittssemi við hann hafi átt að fara hljótt með það í upphafi. Ætli næsta mál á dagskránni verði ekki að fárast yfir því hve hár starfslokasamningur hafi verið gerður við hann. Það er fyndið að heyra þá múgæsingu sem skapast þegar mál eins og hér um ræðir eru keyrð áfram í fjölmiðlum með allt að því trúarlegum sótthita. Svo segja menn að fjölmiðlar hafi ekki áhrif. Dettur mönnum virkilega í hug að það komi hvergi upp vandræði þegar lögin segja að menn í æðstu stöðum sem og aðrir geti gengið út úr störfum sínum mánuðum saman, jafnvel trekk í trekk, og sagt við vinnuveitendann: "Þið bara reddið þessu". Lögin um fæðingarorlof eru að mörg leyti ágæt en það er bæði erfitt, flókið og dýrt að framkvæma þau.
Fór í afmæli í gærkvöldi til Helga Árnasonar frænda míns. Hann fagnaði þar fimmtugsafmæli sínu með stórum hópi ættingja og vina. Það er nú einu sinni svo að þegar maður hefur þekkt einhvern vel sem barn þá situr sú mynd mjög sterkt í huga manns. Því finnst manni stundum ótrúlegt að sjá hve aldursteljarinn tikkar án þess að þess sjái stað í útliti manna. Þegar maður var ungur fannst manni fólk vera mjög gamalt um fimmtugt. Vitaskuld var fólk oft lúnara og slitnara þá en nú sökum mikils vinnuálags, tímarnir hafa breyst mikið hvað það varðar en þetta sýnir bara hve allt er afstætt. Árni pabbi Helga sýndi það enn einu sinni að hann er engum líkur þegar hann, 91 árs gamall, söng nokkrar gamanvísur í veislunni, syni sínum til heiðurs og viðstöddum til skemmtunar. Fjölskylda Árna og Ingu heitinnar frænku skipar alltaf ákveðinn sess í huga mínum frá því þau tóku mig inn á heimili sitt í tvo vetur hér áður fyrr á árunum svo ég gæti gengið í gagnfræðaskóla. Það eru ár sem ekki gleymast.
mánudagur, ágúst 08, 2005
Það er dæmi um að stóratburðir hafi gerst í þjóðfélaginu þegar báðir spjall og fréttaskyringarþættir sjónvarpsstöðvanna eftir kvöldfréttir eru lagðir undir sama umræðuefni. Svo var í kvöld. Benedikt Sigurðsson frá Grænavatni, stjórnarformaður KEA, var mættur á báðar stöðvarnar og fjallaði um starfsmannaskipti hjá KEA, en Andri Teitsson framkvæmdastjóri lét nýlega af störfum. Því hefur verið blásið á loft að hann hafi hætt vegna þess að stjórn KEA hafi ekki viljað sætta sig við að hann færi í níu mánaða fæðingarorlof frá og með næstu áramótum. Það var sama hve oft Benedikt hafnaði þessari kenningu, hún var ætíð dregin aftur á flot af fréttamönnum stöðvanna og þingmanni Samfylkingarinnar sem mætti í ríkissjónvarpið. Það átti sem sagt að negla KEA og stjórnarformanninn sem andstæðing laga um fæðingarorlof.
Ég sé ástæðu til að fjalla aðeins nánar um þessa umræðu. Að hluta til voru lögin um fæðingarorlof skref fram á við en að hluta til voru þau meingölluð þegar þau voru sett að mínu mati. Þessi 80% regla sem unnið var eftir fyrstu árin var náttúrulega alveg út í hött. Það var Árna Magnússyni til sóma að hafa tekið á þessum málum og sett þakið við eitthvað á fimmta hundrað þúsund. Það er þó eitthvað betra en áður var þegar fæðingarorlof kvenna voru einhverjir smápeningar. Nefndur Andri hefði því fengið persónulega eitthvað um 10 milljónir af skattfé úr vösum almennings ef hann hefði farið í 9 mánuða fæðingarorlof að óbreyttum lögum, því mig minnir að hann hafi haft vel á aðra milljón í laun á mánuði í fyrra.
Benedikt vildi halda því fram að raunveruleikinn væri þannig að það ættu ekki að gilda eins fortakslausar reglur um fæðingarorlof hjá lykilstjórnendum eins og hjá svokölluðum almennum starfsmönnum. Því mótmælti krataþingmaðurinn harðlega og sagði anda laganna vera þann að menn ættu þennan rétt með hliðsjón af fjölskylduhagsmunum óháð stöðu. Þarna erum við komin að kjarna málsins. Menn eru farnir að líta svo á að rétturinn sé alfarið einstaklingsins en skyldurnar við vinnuveitenda sem kaupir vinnu þeirra verði minni og minni. Þessi hugsunarháttur er að grafa undan velferðarkerfum samfélaganna á Norðurlöndum og í Norður Evrópu. "Ég á þennan rétt, ég tek þann sama hvað það kostar" Svona hugsar fólk og framkvæmir í æ ríkara mæli þar á bæ. Velferðarkerfið er þar með farið að virka í andhverfu sína.
Við höfum reglur um 8 tíma vinnudag, við höfum reglur um frí á laugardögum og sunnudögum, við höfum reglur um sumarfrí. Hvernig ætli samfélagið myndi þróast ef allir myndu hugsa sem svo: "'Eg vinn ekki meir en 8 klst á dag, ég vinn aldrei um helgar og ég tek sumarfrí í júlí því þá eru mestar líkur á góðu veðri. Þetta er réttur minn því þetta er andi samninga og laga á vinnumarkaði." Það vita allir hvernig þessi mál eru framkvæmd. Ég segi t.d. fyrir sjálfan mig að ég sækist ekki eftir því að vinna um helgar en skorast ekki undan því ef skyldan kallar. Sú kvöð er í réttu samræmi við þau laun sem ég fæ. Algengast er að ég vinni 8 - 9 klst á dag en vinnutíminn getur verið lengri ef svo ber undir. Við verðum að taka frí í tvær vikur í júlí en annars er reynt að stilla sumarfríi þannig af að það passi bæði fjölskyldunni og vinnuveitandanum. Þannig eru þessi mál framkvæmd í samvinnu með tilliti til hagsmuna beggja aðila. Svo kemur allt í einu fæðingarorlof. Þá á það að vera fortakslaus réttur einstaklingsins að hann geti gengið út hvenær sem er og hvernig sem á stendur hjá fyrirtæki eða stofnun af því að það sé verið að hlú að hagsmunum fjölskyldunnar. Eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að geta verið heima þegar hóflegum vinnudegi er lokið, eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að foreldrar geta verið saman með börnunum um helgar, eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að báðir foreldrar geti verið samtímis í sumarfríi en raunveruleikinn er stundum annar.
Það er síðan svo merkilegt að ætíð þegar verið er að tala um fæðingarorlof þá er strax byrjað að setja umræðuna í samhengi við hálaunaða stjórnendur og að lögin auðveldi konum að takast á við hálauna stjórnendastörf. Svo var einnig í kvöld á báðum sjónvarpsrásunum. Er það kannski ein meginstefna jafnréttisbaráttunnar að fjölga konum í klúbbnum sem hefur yfir eina milljón á mánuði? Hvað með annað? Ég segi fyrir mína parta að mér finnst miklu meir um vert að geta sinnt krökkunum á kvöldin og um helgar í hinu daglega lífi gegnum árin en þótt ég hefði verið heima í einhverja mánuði þegar þau voru ómálga kornabörn en þurfa svo að vera svo sífellt burt af heimilinu þegar þau þurfa kannski mest á því að halda að foreldrar séu nálægir og sinni þeim eftir bestu getu. Ég er kannski einn um þessa skoðun en ég hef hana engu að síður. Ég veit hins vegar að þessi afstaða dregur úr því að ég muni einhvern tíma verða ráðinn í tímafrek hálaunastörf, svo ólíklegt sem það er, en þannig er það nú bara, maður verður stundum að forgangsraða í lífinu.
Forstöðumenn fyrirtækja eru oft mjög vel launaðir, jafnvel svo að ýmsum þykir nóg um. Þeim eru greidd þessi laun vegna einhverrar sérþekkingar eða hæfileika sem nýtast fyrirtækinu vel. Það liggur því í augum uppi að það er ekki einfaldur hlutur ef þeir geta labbað út úr starfinu mánuðum saman óháð því hvernig stendur á. Það geta verið í gangi viðkvæmar viðræður, flóknir samningar, flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir og fleira sem skiptir framtíð fyrirtækisins miklu. Lykilmenn fyrirtækja ganga ekki út á mínútunni á hverjum vinnudegi, þeir vinna iðulega um helgar og oftast er reynt að taka sumarfrí þannig að það passi báðum aðilum. Allt skiptir þetta þó einnig máli hvað varðar fjölskyldu viðkomandi. Hví skyldu aðrar reglur gilda um töku fæðingarorlofs? Ég tek því heilshugar undir gagnrýni Benedikts á framkvæmd á lögum um fæðingarorlof.
Ég sé ástæðu til að fjalla aðeins nánar um þessa umræðu. Að hluta til voru lögin um fæðingarorlof skref fram á við en að hluta til voru þau meingölluð þegar þau voru sett að mínu mati. Þessi 80% regla sem unnið var eftir fyrstu árin var náttúrulega alveg út í hött. Það var Árna Magnússyni til sóma að hafa tekið á þessum málum og sett þakið við eitthvað á fimmta hundrað þúsund. Það er þó eitthvað betra en áður var þegar fæðingarorlof kvenna voru einhverjir smápeningar. Nefndur Andri hefði því fengið persónulega eitthvað um 10 milljónir af skattfé úr vösum almennings ef hann hefði farið í 9 mánuða fæðingarorlof að óbreyttum lögum, því mig minnir að hann hafi haft vel á aðra milljón í laun á mánuði í fyrra.
Benedikt vildi halda því fram að raunveruleikinn væri þannig að það ættu ekki að gilda eins fortakslausar reglur um fæðingarorlof hjá lykilstjórnendum eins og hjá svokölluðum almennum starfsmönnum. Því mótmælti krataþingmaðurinn harðlega og sagði anda laganna vera þann að menn ættu þennan rétt með hliðsjón af fjölskylduhagsmunum óháð stöðu. Þarna erum við komin að kjarna málsins. Menn eru farnir að líta svo á að rétturinn sé alfarið einstaklingsins en skyldurnar við vinnuveitenda sem kaupir vinnu þeirra verði minni og minni. Þessi hugsunarháttur er að grafa undan velferðarkerfum samfélaganna á Norðurlöndum og í Norður Evrópu. "Ég á þennan rétt, ég tek þann sama hvað það kostar" Svona hugsar fólk og framkvæmir í æ ríkara mæli þar á bæ. Velferðarkerfið er þar með farið að virka í andhverfu sína.
Við höfum reglur um 8 tíma vinnudag, við höfum reglur um frí á laugardögum og sunnudögum, við höfum reglur um sumarfrí. Hvernig ætli samfélagið myndi þróast ef allir myndu hugsa sem svo: "'Eg vinn ekki meir en 8 klst á dag, ég vinn aldrei um helgar og ég tek sumarfrí í júlí því þá eru mestar líkur á góðu veðri. Þetta er réttur minn því þetta er andi samninga og laga á vinnumarkaði." Það vita allir hvernig þessi mál eru framkvæmd. Ég segi t.d. fyrir sjálfan mig að ég sækist ekki eftir því að vinna um helgar en skorast ekki undan því ef skyldan kallar. Sú kvöð er í réttu samræmi við þau laun sem ég fæ. Algengast er að ég vinni 8 - 9 klst á dag en vinnutíminn getur verið lengri ef svo ber undir. Við verðum að taka frí í tvær vikur í júlí en annars er reynt að stilla sumarfríi þannig af að það passi bæði fjölskyldunni og vinnuveitandanum. Þannig eru þessi mál framkvæmd í samvinnu með tilliti til hagsmuna beggja aðila. Svo kemur allt í einu fæðingarorlof. Þá á það að vera fortakslaus réttur einstaklingsins að hann geti gengið út hvenær sem er og hvernig sem á stendur hjá fyrirtæki eða stofnun af því að það sé verið að hlú að hagsmunum fjölskyldunnar. Eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að geta verið heima þegar hóflegum vinnudegi er lokið, eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að foreldrar geta verið saman með börnunum um helgar, eins og það séu ekki hagsmunir fjölskyldunnar að báðir foreldrar geti verið samtímis í sumarfríi en raunveruleikinn er stundum annar.
Það er síðan svo merkilegt að ætíð þegar verið er að tala um fæðingarorlof þá er strax byrjað að setja umræðuna í samhengi við hálaunaða stjórnendur og að lögin auðveldi konum að takast á við hálauna stjórnendastörf. Svo var einnig í kvöld á báðum sjónvarpsrásunum. Er það kannski ein meginstefna jafnréttisbaráttunnar að fjölga konum í klúbbnum sem hefur yfir eina milljón á mánuði? Hvað með annað? Ég segi fyrir mína parta að mér finnst miklu meir um vert að geta sinnt krökkunum á kvöldin og um helgar í hinu daglega lífi gegnum árin en þótt ég hefði verið heima í einhverja mánuði þegar þau voru ómálga kornabörn en þurfa svo að vera svo sífellt burt af heimilinu þegar þau þurfa kannski mest á því að halda að foreldrar séu nálægir og sinni þeim eftir bestu getu. Ég er kannski einn um þessa skoðun en ég hef hana engu að síður. Ég veit hins vegar að þessi afstaða dregur úr því að ég muni einhvern tíma verða ráðinn í tímafrek hálaunastörf, svo ólíklegt sem það er, en þannig er það nú bara, maður verður stundum að forgangsraða í lífinu.
Forstöðumenn fyrirtækja eru oft mjög vel launaðir, jafnvel svo að ýmsum þykir nóg um. Þeim eru greidd þessi laun vegna einhverrar sérþekkingar eða hæfileika sem nýtast fyrirtækinu vel. Það liggur því í augum uppi að það er ekki einfaldur hlutur ef þeir geta labbað út úr starfinu mánuðum saman óháð því hvernig stendur á. Það geta verið í gangi viðkvæmar viðræður, flóknir samningar, flóknar og umfangsmiklar framkvæmdir og fleira sem skiptir framtíð fyrirtækisins miklu. Lykilmenn fyrirtækja ganga ekki út á mínútunni á hverjum vinnudegi, þeir vinna iðulega um helgar og oftast er reynt að taka sumarfrí þannig að það passi báðum aðilum. Allt skiptir þetta þó einnig máli hvað varðar fjölskyldu viðkomandi. Hví skyldu aðrar reglur gilda um töku fæðingarorlofs? Ég tek því heilshugar undir gagnrýni Benedikts á framkvæmd á lögum um fæðingarorlof.
Jæja, þá er Pæjumótið liðið. Komum að norðan í kvöld eftir ánægjulega langa helgi á Siglufirði. Þarna öttu 1400 stelpur kappi í þrjá daga. Skipulag og framkvæmd heimamanna var hin besta utan að einstaka dómari hefði mátt sýna leikmönnum aðeins meiri virðingu en flestir stóðu sig með miklum sóma. Aðeins súldaði á föstudaginn en síðan skipti um átt og á laugardað og sunnudag var hið besta veðru, logn, sól og hlýtt. Fleiri þúsund manns komu með stelpnum til Siglufjarðar þannig að íbúatala bæjarins margfaldaðist yfir helgina.
Um helgina var Gay Pride hátíðin haldin en af skiljanlegum ástæðum fór hún fram hjá manni nema í fréttum. Henni voru hins vegar gerð góð skil í útvarpinu og maður hlustaði á ýmislegt sem dregið var fram í þessum efnum. Eitt vakti furðu mína. Ég hlustaði á upphaf viðtals við einhvern forstöðumann S&M félagsins (Sadó og Masokista félagsins) í útvarpinu á fimmtudagskvöldið. Ég slökkti á útvarpinu í bílnum þegar nokkuð var liðið á það. Þá þótti mér nóg komið. Eitt er að fjalla um réttindamál samkynhneigs fólks en þegar farið er að draga fulltrúa einhverra öfgahópa fram í ríkisrekið útvarp, þá spyr maður hvar eru mörkin? Má maður til dæmis búast við því að heyra viðtöl við fulltrúa pedófila, neofíla, animalista, exhibisionista eða gægjara í útvarpinu á næstunni? Spyr sá sem ekki veit en þegar maður hefur sagt A þá er stutt í að B komi á eftir.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um að færa lýðræðið til fólksins, meðal annars með þjóðaratkvæðagreiðslum. Nú er rætt mikið um að gagnkynhneigt fólk eigi að geta ættleitt börn og gengið í hjónaband. Væri ekki tilvalið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu um þessi mál? Ég hugsa að flestir hafi skoðanir á þessum málum. Það var meðal annars gert í Kaliforníu og farið eftir niðurstöðunum.
Að lokum um símamálið. Ég er ekki búinn að gleyma ritsmíð Agnesar Bragadóttur þar sem hún varpaði fram nokkrum allákveðnum fullyrðingum um að nú ætluðu stjórnvöld að stela símanum frá almenningi og færa hann útvöldum gæðingum á silfurfati. Hún kallaði eftir uppreisn almennings. Nú liggur niðurstaða fyrir. Mér finnst að Agnes ætti að tjá sig að leikslokum til að ljúka sínum þætti í þessari umræðu. Hún væri maður að meiri eins og svo vinsælt var að segja um tíma í tengslum við mál annars blaðamanns.
Horfði á fyrri hluta myndar um Hitler í sjónvarpinu kvöld. Það er áhugavert að rifja upp þennan hluta mannskynssögunnar. Margt kom fram sem ég þekkti ekki, enda ekki grúft mig svo nákvæmlega niður í þetta efni. Eitt svolítið spaugilegt kom upp í hugann í þessu sambandi. Vinnufélagi minn fékk inni í húsi á Siglufirði á Pæjumótinu um helgina sem kallast "Hús Andanna", því þar fer fyrst og fram starfsemi sálarrannsókna og fleira í þeim dúr. Félaginn leitaði sér að einhverju að lesa fyrsta kvöldið og rakst á blað um sálarrannsóknir. Í því var viðtal kanadísks miðils við Hitler frá árinu 1998. Hitler sagðist vera í endurhæfingu fyrir handan og hefði miðað nokkuð vel áleiðis. Hann sagðist enga ábyrgð bera á útrýmingarherferð gagnvart Gyðingum og kvaðst hafa verið ómenntaður maður sem hefði verið leiksoppur sér öflugri manna. Síðan sagðist hann hafa áhuga á að endurfæðast eða gera "Come Back" á jörðina og spurði miðilinn hvort hann teldi að það væri tímabært. Miðillinn dró mjög úr því.
Hljóp út í göng fyrir norðan og til baka. Það eru um 12 km en er drýgra en það sýnist vegna brekkna. Hálfdán og Huld fóru hringinn út í gegnum göngin á laugardaginn og síðan yfir Siglufjarðarskarðið til baka. Voru rúmar 3 klst að fara þessa 32 km. Góð æfing. Mæli með henni.
Um helgina var Gay Pride hátíðin haldin en af skiljanlegum ástæðum fór hún fram hjá manni nema í fréttum. Henni voru hins vegar gerð góð skil í útvarpinu og maður hlustaði á ýmislegt sem dregið var fram í þessum efnum. Eitt vakti furðu mína. Ég hlustaði á upphaf viðtals við einhvern forstöðumann S&M félagsins (Sadó og Masokista félagsins) í útvarpinu á fimmtudagskvöldið. Ég slökkti á útvarpinu í bílnum þegar nokkuð var liðið á það. Þá þótti mér nóg komið. Eitt er að fjalla um réttindamál samkynhneigs fólks en þegar farið er að draga fulltrúa einhverra öfgahópa fram í ríkisrekið útvarp, þá spyr maður hvar eru mörkin? Má maður til dæmis búast við því að heyra viðtöl við fulltrúa pedófila, neofíla, animalista, exhibisionista eða gægjara í útvarpinu á næstunni? Spyr sá sem ekki veit en þegar maður hefur sagt A þá er stutt í að B komi á eftir.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um að færa lýðræðið til fólksins, meðal annars með þjóðaratkvæðagreiðslum. Nú er rætt mikið um að gagnkynhneigt fólk eigi að geta ættleitt börn og gengið í hjónaband. Væri ekki tilvalið að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðlu um þessi mál? Ég hugsa að flestir hafi skoðanir á þessum málum. Það var meðal annars gert í Kaliforníu og farið eftir niðurstöðunum.
Að lokum um símamálið. Ég er ekki búinn að gleyma ritsmíð Agnesar Bragadóttur þar sem hún varpaði fram nokkrum allákveðnum fullyrðingum um að nú ætluðu stjórnvöld að stela símanum frá almenningi og færa hann útvöldum gæðingum á silfurfati. Hún kallaði eftir uppreisn almennings. Nú liggur niðurstaða fyrir. Mér finnst að Agnes ætti að tjá sig að leikslokum til að ljúka sínum þætti í þessari umræðu. Hún væri maður að meiri eins og svo vinsælt var að segja um tíma í tengslum við mál annars blaðamanns.
Horfði á fyrri hluta myndar um Hitler í sjónvarpinu kvöld. Það er áhugavert að rifja upp þennan hluta mannskynssögunnar. Margt kom fram sem ég þekkti ekki, enda ekki grúft mig svo nákvæmlega niður í þetta efni. Eitt svolítið spaugilegt kom upp í hugann í þessu sambandi. Vinnufélagi minn fékk inni í húsi á Siglufirði á Pæjumótinu um helgina sem kallast "Hús Andanna", því þar fer fyrst og fram starfsemi sálarrannsókna og fleira í þeim dúr. Félaginn leitaði sér að einhverju að lesa fyrsta kvöldið og rakst á blað um sálarrannsóknir. Í því var viðtal kanadísks miðils við Hitler frá árinu 1998. Hitler sagðist vera í endurhæfingu fyrir handan og hefði miðað nokkuð vel áleiðis. Hann sagðist enga ábyrgð bera á útrýmingarherferð gagnvart Gyðingum og kvaðst hafa verið ómenntaður maður sem hefði verið leiksoppur sér öflugri manna. Síðan sagðist hann hafa áhuga á að endurfæðast eða gera "Come Back" á jörðina og spurði miðilinn hvort hann teldi að það væri tímabært. Miðillinn dró mjög úr því.
Hljóp út í göng fyrir norðan og til baka. Það eru um 12 km en er drýgra en það sýnist vegna brekkna. Hálfdán og Huld fóru hringinn út í gegnum göngin á laugardaginn og síðan yfir Siglufjarðarskarðið til baka. Voru rúmar 3 klst að fara þessa 32 km. Góð æfing. Mæli með henni.
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Hlustaði í kvöld á formann Samfylkingarinnar og Einar Odd Kristjánsson, varaform. fjárlaganefndar ræða launamál með hliðsjón af nýframlagðri skattskrá og útreikningi á launum ýmissa manna í framhaldi af því. Þarna var mikill munur á. Ég er stuðningsmaður hvorugs þeirra en Einar talaði af þekkingu og raunsæi. Hann var greinilega ekki að velta fyrir sér hvað væri vinsælast heldur hvað væri rökréttast og raunsæast. Popúlisminn í málflutningi formanns Samfylkingarinnar var hins vegar án mikilla takmarkana. Það er voðalega auðvelt að fimbulfamba um málin og segja einhver orð sem menn halda að séu vinsæl en annað mál er að standa við þau. Það verður nefnilega að gera meiri kröfur til málflutnings formanna stjórnmálaflokkanna en annarra því það eru þeir sem eru kjörnir til forystu.
Formaður Samfylkingarinnar vildi meðal annars nota skattkerfið til jöfnunar. Það þýðir á íslensku að leggja á stighækkandi hátekjuskatt. Þetta hafa lönd sem stjórnað hefur verið af krötum reynt að gera hér í kringum okkur með þeim árangri að þetta hátekjufólk fólk sem stjórnvöld hafa reynt að ná aurunum af hefur flutt til annarra landa þar sem skattar eru lægri. Mér kemur í þessi sambandi í hug saga frá Svíþjóð. Astrid Lindgren rithöfundur þénaði mikla fjármuni vegna þess að hún skrifaði vinsælar barnabækur sem seldust vel. Stjórnvöld lögðu á hana allskonar skatta í jöfnunarskyni því hún hafði svo háar tekjur. Astrid greiddi viljug skatta til samfélagsins en þegar skattbyrði hennar var orðin hærri en 100% (þ.e. hún greiddi meir í skatta en sem nam heildarbróttótekjum hennar), þá þraut langlundargeð hennar. Hún skrifaði fjármálaráðherranum og krafðist þess að fá að eiga eitthvað eftir. Gunnar Strang sem var fjármálaráðherra í einhverja áratugi svaraði og sagði að Astrid þénaði svo mikið að hún hefði alveg efni á að greiða svona háa skatta (sem voru hærri en heildartekjur hennar). Þá varð Astrid reið fyrir alvöru og skrifaði frægt opið bréf til Gunnars sem hét: "Pomporiopossa í fjármálaráðuneytinu" og fjallaði það um hve skattaruglið væri orðið mikið í Svíþjóð og væri farið að virka í andhverfu sína.
Síðustu daga hefur verið gert mikið úr því að Reykvíkingar treysti Gísla Marteini best til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Þetta er sett fram í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum athugasemdalaust. Manni blöskrar stundum hve gusað er á grunnu vatni af fjölmiðlamönnum. Þegar könnunin er skoðuð nánar þá eru það einungis rúm 50% aðspurða sem svara. Maður veit sem sagt ekkert um afstöðu tæplega 50% Reykvíkinga. Í öðru lagi er ekki spurt um stjórnmálaafstöðu manna (hvað þeir muni kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum) og síðan þeir sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn spurðir um foringjaefni. Hvað veit maður nema að þeir sem muni ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn hafi gefið þeim kandidat sitt atkvæði sem þeir telji síður líkur á að vinni borgina. Ef Gallup væri alvöru skoðanakannanafyrirtæki þá hefðu þeir aldrei hleypt þessum niðurstöðum út frá sér. Niðurstöðurnar eru algerlega ómarktækar og segja ekki neitt til um stöðu einstakra forystumanna Sjálfstæðirflokksins í borgarstjórn. Túlkun þeirra segir meir um blaðamennina en stuðning við einstaka forystumenn.
Nú verður farið á Pæjumótið á Siglufirði á morgun. Þar bíður 3ja daga knattspyrnuhátíð. María og stöllur hennar keppti við KR í dag og gerðu jafntefli 1-1. Úrslit dagsins hjá A og B liðum Víkings tryggðu þeim sæti í úrslitakeppni í 5 flokki. Veðurspá er heldur þokkaleg. Fern foreldrapör fara norður af mínum 20 manna vinnustað. Það dettur engum að sitja heima sem hefur möguleika til að sækja svona mót, slík skemmtan sem þau eru.
Það eru að koma fleiri og fleiri myndir frá því vor inn á WS vefinn. Gaman af sjá svona mörg sjónarhorn af þessu eftirminnilega ævintýri.
Formaður Samfylkingarinnar vildi meðal annars nota skattkerfið til jöfnunar. Það þýðir á íslensku að leggja á stighækkandi hátekjuskatt. Þetta hafa lönd sem stjórnað hefur verið af krötum reynt að gera hér í kringum okkur með þeim árangri að þetta hátekjufólk fólk sem stjórnvöld hafa reynt að ná aurunum af hefur flutt til annarra landa þar sem skattar eru lægri. Mér kemur í þessi sambandi í hug saga frá Svíþjóð. Astrid Lindgren rithöfundur þénaði mikla fjármuni vegna þess að hún skrifaði vinsælar barnabækur sem seldust vel. Stjórnvöld lögðu á hana allskonar skatta í jöfnunarskyni því hún hafði svo háar tekjur. Astrid greiddi viljug skatta til samfélagsins en þegar skattbyrði hennar var orðin hærri en 100% (þ.e. hún greiddi meir í skatta en sem nam heildarbróttótekjum hennar), þá þraut langlundargeð hennar. Hún skrifaði fjármálaráðherranum og krafðist þess að fá að eiga eitthvað eftir. Gunnar Strang sem var fjármálaráðherra í einhverja áratugi svaraði og sagði að Astrid þénaði svo mikið að hún hefði alveg efni á að greiða svona háa skatta (sem voru hærri en heildartekjur hennar). Þá varð Astrid reið fyrir alvöru og skrifaði frægt opið bréf til Gunnars sem hét: "Pomporiopossa í fjármálaráðuneytinu" og fjallaði það um hve skattaruglið væri orðið mikið í Svíþjóð og væri farið að virka í andhverfu sína.
Í íslandi í dag á Stöð 2 sagði annar fréttamaðurinn í aðdraganda samræðana þeirra tveggja hér að framan hvort Ísland væri hætt að verða stéttlaust land. Egill endurtók þetta síðan síðar. Þetta er þvílíkt rugl. Ísland hefur alltaf verið stéttskipt þótt stéttskiptingin hafi ekki verið eins mikil og t.d. í Indlandi. Það er kannski ekki heldur hægt að tala um jafn mörg lög stéttskiptingar eins og í Bretlandi en sama er, stéttskipting hefur ætíð verið til staðar hérlendis. Hér áður fyrr á öldunum var yfcirstéttin mynduð af stórbændum og embættismönnum. Síðar voru það embættismenn, stjórnmálamenn og þeir sem stunduðu verslun og viðskipti af ýmsum toga. Gott var t.d. að hafa sambönd til að fá umboð. Það var tryggur aðgöngumiði að yfirstéttinni. Á tímabili var talað um fjölskyldurnar fjórtán. Nú má segja að yfirstéttin hafi breyst nokkuð og margir nýríkir athafnamenn skipa sér í þennan flokk. Embættismenn eru ekki lengur nein yfirstétt. Ég hef hins vegar þá skoðun að stéttskipting hafi minnkað verulega áliðnum árum. Samfélagið er orðið opnara. Klíkuskapur og pólitísk sambönd ráða ekki eins og fyrr hvort menn komust áfram í samfélaginu eða ekki. Aðgengi að námi er jafnt fyrir alla. Auðvitað er erfiðara að stunda nám ef menn þurfa að flytja búferlum heldur en ef skólinn er við hliðinna á manni en þannig hefur það alltaf verið. Ef gæði íbúðarhúsnæðis, bílaeign, tíðni utanlandsferða, sumarbústaðaeign, vinnutími og annað sem fellur undir almenn lífsgæði hjá almenningi eru skoðuð þá er það mín skoðun að stéttamunur hefur aldrei verið eins lítill hérlendis og hann er í dag. Hagur alls almennings hefur batnað svo gríðarlega á liðnum áratug með auknum kaupmætti og opnara samfélagi.
Eitt að lokum úr launaumræðunni. Nokkuð var talað um að einungis þrjár konur væru í hópi 100 launahæstu mannanna. Mér sýnist að auðvelt sé að bæta úr því á þann hátt að viðkomandi konur sem telji að þær eigi að vera í þessum hópi sæki einfaldlega um launahækkun. Nú hafa þær alla vega góða viðmiðun og engin launaleynd á ferðinni.
Síðustu daga hefur verið gert mikið úr því að Reykvíkingar treysti Gísla Marteini best til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu borgarstjórnarkosningum. Þetta er sett fram í hverjum fjölmiðlinum á fætur öðrum athugasemdalaust. Manni blöskrar stundum hve gusað er á grunnu vatni af fjölmiðlamönnum. Þegar könnunin er skoðuð nánar þá eru það einungis rúm 50% aðspurða sem svara. Maður veit sem sagt ekkert um afstöðu tæplega 50% Reykvíkinga. Í öðru lagi er ekki spurt um stjórnmálaafstöðu manna (hvað þeir muni kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum) og síðan þeir sem segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn spurðir um foringjaefni. Hvað veit maður nema að þeir sem muni ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn hafi gefið þeim kandidat sitt atkvæði sem þeir telji síður líkur á að vinni borgina. Ef Gallup væri alvöru skoðanakannanafyrirtæki þá hefðu þeir aldrei hleypt þessum niðurstöðum út frá sér. Niðurstöðurnar eru algerlega ómarktækar og segja ekki neitt til um stöðu einstakra forystumanna Sjálfstæðirflokksins í borgarstjórn. Túlkun þeirra segir meir um blaðamennina en stuðning við einstaka forystumenn.
Nú verður farið á Pæjumótið á Siglufirði á morgun. Þar bíður 3ja daga knattspyrnuhátíð. María og stöllur hennar keppti við KR í dag og gerðu jafntefli 1-1. Úrslit dagsins hjá A og B liðum Víkings tryggðu þeim sæti í úrslitakeppni í 5 flokki. Veðurspá er heldur þokkaleg. Fern foreldrapör fara norður af mínum 20 manna vinnustað. Það dettur engum að sitja heima sem hefur möguleika til að sækja svona mót, slík skemmtan sem þau eru.
Það eru að koma fleiri og fleiri myndir frá því vor inn á WS vefinn. Gaman af sjá svona mörg sjónarhorn af þessu eftirminnilega ævintýri.
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Var að sörfa á netinu í dag. Rakst þá á breska trail runners vefinn. Slóðin er www.tra-uk.org/. Það er umfangsmikil starfsemi í Bretlandi í tengslum við utanvegahlaup og strekur félagsskapur í tenglum við það. Ég rakst þar á frásögn Andrew Shaw, bretans sem vann Laugaveginn í fyrra og í ár, frá hlaupinu í fyrra. Það verður að segjast eins og er að sú frásögn er ekki allstaðar skemmtileg aflestrar fyrir ýmissa hluta sakir. Andrew er hins vegar jákvæður en leynir ekki þeim erfiðleikum sem henn lenti í vegna vatnsleysis og eins átti hann erfitt með að átta sig á leiðinni í nokkrum tilvikum. Ég hef verið að minnast á þetta að merkingar á Laugavegsleiðinni eiga að miðast við útlendinga sem er að fara þetta í fyrsta sinn en ekki gjörkunnuga íslendinga. Andrew vantaði í fyrra eina mínútu í að slá brautarmetið og er hægt að fullyrða að það hefði fallið ef allt hefði verið eins og á að vera, bæði drykkjarstöðvar og merkingar. Það er í sjálfu sér búið að tala nógu mikið um þetta annus horrible en engu að síður gott að rifja þetta upp til að hafa pressuna á öllum að það er ekkert nógu gott nema það besta. Það væri gaman að fara einhvern tímann til Bretlands og taka þátt í góðu trail running þar.
Fór í góðan túr út í Nauthólsvík í hlýju veðri. Lenti í úrhellisrigningu en vegna hlýjunnar gerði það ekkert nema betra. Ég sé ekki fram á að komast í Reykjavíkurmaraþonið vegna vinnunnar þannig að það er ekki nein pressa á mér önnur nú en að koma rennslinu í gott lag.
Nú er búið að leggja fram skattskrána og hin árvissa öfundarumræða er byrjuð. Ég held að ég hafi tekið rétt eftir að BSRB (eða formaður samtakanna) hafi sent frá sér fréttatilkynningu um að launamunur væri með því allra mesta sem gerðist. Ég held að hann hafi sagt í Evrópu, ég vona að hann hafi ekki sagt í heiminum. Það er sko á hreinu að launamunur er lítill hérlendis miðað við það sem gerist í nálægum löndum. Þeir sem halda öðru fram eru hreinlega að fara með rangt mál og það sem verst er að ég er viss um að þeir vita vel af því að þetta er rangt. Það er hins vegar mjög auðvelt þjá þeim sem bærast á öfundargenunum að slá fram svona fullyrðingum í trausti þess að enginn hreki þær. Ég hlustaði á varaformann Framsóknarflokksins og formenn Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins í kvöldfréttum bannfæra þessa þróun. Ætli formaður Frjálslyndra hafi t.d. verið á núverandi skoðun þegar hann var einn af hæstlaunuðu aflaskipstjórum landsins á sínum tíma? Það á kannski að fara að draga fram þingályktunartillögur (eða voru það frumvörp) Stefáns heitins Jónssonar frá áttunda áratugnum sem fólu það í sér að launamunur í landinu mætti ekki vera meir en tvöfaldur. Stefán heitinn sagði margt gott en þetta var nú með því verra sem frá honum kom.
Setjum sem svo að há laun væru bönnuð með lögum. Lítill hvati væri til átaka fyrir öflugt fólk. Jón Ásgeir í Baugi væri skrifstofustjóri í einhverju ráðuneytinu og pabbi hans ræki sjoppu. Björgólfur Tors væri fluttur úr landi og greiddi enga skatta til Íslands og gamli Björgólfur væri að basla við að reka litla gosdrykkjarverksmiðju á Akureyri. Pólitískir pótintátar sætu enn í valdastöðum í ríkisbönkunum og byðu sérvöldum kunningjahópi í laxveiðar. Þannig mætti áfram telja. Þjóðfélagið myndi malla áfram eins og það hefði gert því svigrúm til athafna væri takmarkað og hvatinn til átaka harla lítill. Launamunur væri miklu minni en hann er í dag og innan ásættanlegra marka að mati þeirra sem tjáðu sig um þessi máli í kvöldfréttunum nú áðan. Vildu menn virkilega fá þetta þjóðfélag aftur? Ég ætla ekki að svara fyrir aðra en ekki vildi ég það. Þó er ég ekki hálaunamaður en hef svona vel fyrir mig, ég á mjög lítið af hlutabréfum sem sannar aulaskap minn og ég sit ekki í stjórnum stórfyrirtækja sem sýnir að ég er ekki eins hæfur til þess eins og margir aðrir. Þrátt fyrir þetta finnst mér þjóðfélagið vera miklu betra nú og miklu fjölþættari möguleikar fyrir öflugt fólk en fyrir 15 til 25 árum síðan. Þetta er mín skoðun og mér er sama hvað hver segir um hana.
Fór í góðan túr út í Nauthólsvík í hlýju veðri. Lenti í úrhellisrigningu en vegna hlýjunnar gerði það ekkert nema betra. Ég sé ekki fram á að komast í Reykjavíkurmaraþonið vegna vinnunnar þannig að það er ekki nein pressa á mér önnur nú en að koma rennslinu í gott lag.
Nú er búið að leggja fram skattskrána og hin árvissa öfundarumræða er byrjuð. Ég held að ég hafi tekið rétt eftir að BSRB (eða formaður samtakanna) hafi sent frá sér fréttatilkynningu um að launamunur væri með því allra mesta sem gerðist. Ég held að hann hafi sagt í Evrópu, ég vona að hann hafi ekki sagt í heiminum. Það er sko á hreinu að launamunur er lítill hérlendis miðað við það sem gerist í nálægum löndum. Þeir sem halda öðru fram eru hreinlega að fara með rangt mál og það sem verst er að ég er viss um að þeir vita vel af því að þetta er rangt. Það er hins vegar mjög auðvelt þjá þeim sem bærast á öfundargenunum að slá fram svona fullyrðingum í trausti þess að enginn hreki þær. Ég hlustaði á varaformann Framsóknarflokksins og formenn Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins í kvöldfréttum bannfæra þessa þróun. Ætli formaður Frjálslyndra hafi t.d. verið á núverandi skoðun þegar hann var einn af hæstlaunuðu aflaskipstjórum landsins á sínum tíma? Það á kannski að fara að draga fram þingályktunartillögur (eða voru það frumvörp) Stefáns heitins Jónssonar frá áttunda áratugnum sem fólu það í sér að launamunur í landinu mætti ekki vera meir en tvöfaldur. Stefán heitinn sagði margt gott en þetta var nú með því verra sem frá honum kom.
Setjum sem svo að há laun væru bönnuð með lögum. Lítill hvati væri til átaka fyrir öflugt fólk. Jón Ásgeir í Baugi væri skrifstofustjóri í einhverju ráðuneytinu og pabbi hans ræki sjoppu. Björgólfur Tors væri fluttur úr landi og greiddi enga skatta til Íslands og gamli Björgólfur væri að basla við að reka litla gosdrykkjarverksmiðju á Akureyri. Pólitískir pótintátar sætu enn í valdastöðum í ríkisbönkunum og byðu sérvöldum kunningjahópi í laxveiðar. Þannig mætti áfram telja. Þjóðfélagið myndi malla áfram eins og það hefði gert því svigrúm til athafna væri takmarkað og hvatinn til átaka harla lítill. Launamunur væri miklu minni en hann er í dag og innan ásættanlegra marka að mati þeirra sem tjáðu sig um þessi máli í kvöldfréttunum nú áðan. Vildu menn virkilega fá þetta þjóðfélag aftur? Ég ætla ekki að svara fyrir aðra en ekki vildi ég það. Þó er ég ekki hálaunamaður en hef svona vel fyrir mig, ég á mjög lítið af hlutabréfum sem sannar aulaskap minn og ég sit ekki í stjórnum stórfyrirtækja sem sýnir að ég er ekki eins hæfur til þess eins og margir aðrir. Þrátt fyrir þetta finnst mér þjóðfélagið vera miklu betra nú og miklu fjölþættari möguleikar fyrir öflugt fólk en fyrir 15 til 25 árum síðan. Þetta er mín skoðun og mér er sama hvað hver segir um hana.
mánudagur, ágúst 01, 2005
Dvaldi yfir helgina austur á Vík á unglingalandsmóti UMFÍ. Keyrðum austur eftir hádegi á föstudag og komum í bæinn í gærkvöldi. Þetta voru fínir dagar, aðstaða hjá Vestur Skaftfellingum var góð og framkvæmd öll hin besta. Veðrið lék einnig við mótsgesti og eina rigningin sem kom var svo hugulsöm að falla á aðfaranótt sunnudagsins. Það er ekkert smá verkefni fyrir 500 manna samfélag að taka að sér svona verkefni en það er hægt að segja með sanni að framkvæmdin var þeim til mikils sóma. Hildur Vala kom og söng á föstudagskvöldið og heillaði alla upp úr skónum. María keppti í flokki 12 ára stelpna og stóð sig vel eins og hennar er von og vísa. Hún var fjórða í langstökki, önnur í hástökki og í sigursveit í 5 x 80 m boðhlaupi með stöllum sínum í ÍBR. Það sem mest var um vert var að henni fannst mjög gaman og fór að spyrja um það á heimleiðinni hvort við færum á mótið á Laugum í Suður Þing. á næsta ári. Vitaskuld förum við þangað ef nokkur kostur er. Það er mikið ævintýri fyrir krakka á þessum aldri að taka þátt í svona alvöru mótum þar sem þau eru í aðalhlutverki og umgjörðin öll til fyrirmyndar. Þetta er alvöru. Það hvetur þau til frekari dáða og meiri ástundunar. Ég held að unglingalandsmótið sé ein af betri hugmyndum sem UMFÍ hefur fengið og hrint í framkvæmt á seinni áratugum.
Ég sé í blöðunum að það er verið að taka aðeins í formann Samfylkingarinnar fyrir dylgjur vegna sölu Símans. Það er fínt. Það á ekki að láta fólk í slíkri stöðu komast upp með eitthvað bull og dylgjur. Málefnaleg umræða og efnisleg gagnrýni er nauðsynleg og forsenda fyrir því að lýðræðisþjóðfélag funkeri. en dylgjur, hálfkveðnar vísur og Gróusögur eiga heima í þriðju deildinni, en ekki í þeirri deild sem flokksformenn spila í.
Frekar finnst mér einkennilegt að leggja reikningslega afkomu símans á síðustu tíu árum sem einhvern grunn fyrir verðmati fyrirtækisins. Síminn var til mjög skamms tíma einokunarfyrirtæki sem setti gjaldskrána eftir eigin þörfum en ekki með hliðsjón af samkeppnisumhverfi. Í stjórn stofnunarinnar (Síminn var til skamms tíma stofnun en ekki fyrirtæki) sat fólk sem hafði litlar sem enga rekstrarlegar forsendur fyrir setu sinni þar heldur fékk stjórnarsetuna sem bitling fyrir vel unnin störf í þágu flokkanna. Gjaldskráin var sett með hliðsjón af útgjöldum símans og því hve stjórnin vildi hafa afkomuna góða. Verðmat Símans nú helgast algerlega af þeim framtíðarmöguleikum sem viðkomandi einstaklingar og fyrirtæki sjá í fyrirtækinu. Fortíðin skiptir þar engu máli.
Maður getur að lokum ekki varist því að spyrja sjálfan sig að því að ef sérfræðingar formanns Samfylkingarinnar teldu Símann a.m.k. 70 milljarða virði, af hverju þeir buðu ekki svona 69,5 milljarða í hann.
Ég sé að í sænsku blöðunum (Aftonbladet / Expressen) er mikil umræða um aukinn fjölda nauðgana í Svíþjóð á síðustu misserum. Það minnist ekki nokkur maður þar á að það þurfi að breyta kallamenningunni og kalla karla til ábyrgðar, fá þá til að tala saman um að láta af nauðgunum eða leggja ekki út í slíka hluti og svo framvegis, heldur er fjallað um þessi mál sem alvöru glæpi sem þurfi að bregðast við af fullum þunga. Þetta eru mál sem fá stærstu fyrirsagnir í blöðunum en ekki umfjöllun í einni setningu á innsíðu. Angi af þessari umræðu hér er að mér finnst að lögreglan sé oft að reyna að láta allt líta sem best út. Ég heyrði til dæmis viðtal við lögreglumann á Akureyri í gær. Hann var svo ljómandi ánægður með helgina. Að vísu voru allar fangageymslur fullar, allnokkuð af árekstrum og pústrum og nokkur fíkniefnamál höfðu komið upp en annars var allt í þessu ljómandi fína standi. Á íslensku hefði verið sagt að mikið hefði verið um slagsmál í miðbænum og eiturlyf verið til staðar eins og hver maður vildi. Hvað er verið að fela? Af hverju má ekki tala um hlutina eins og þeir eru? Það er ekkert sjálfsagður hlutur að það sé allt vaðandi í slagsmálum þótt fólk komi saman til að skemmta sér. Ég man til dæmis eftir því hvernig reynt var að berja niður alla umræðu um það sem úrskeiðis fór á fyrstu Halló Akureyri hátíðinni fyrir um 10 árum síðan. Þá var reynt að láta fókusinn í umræðunni snúast um að verslun og viðskipti hefðu aukist mikið í bænum og annað skipti ekki máli þótt hernaðarástand hafi verið í bænum alla helgina. Í fyrra varð allt vitlaust á tjaldstæðinu þar í bænum um verslunarmannahelgina en við því var brugðist á myndarlegan hátt af bænum, tjaldstæðið girt af og gæsla á því stórefld. Engu að síður sagði bæjarstjórinn að sú ákvörðun hefði verið mjög umdeild en hún sannaði sig örugglega. Það hefur mjög margt breyst til batnaðar á síðustu árum en til að geta tekist á við þau vandamál sem eru til staðar þarf að viðurkenna þau. Það má hins vegar ekki einblína á þau og gleyma því sem gott er og ánægjulegt. Sem betur fer er það yfirleitt meir áberandi, bæði um nýliðna helgi sem og aðrar.
Ég sé í blöðunum að það er verið að taka aðeins í formann Samfylkingarinnar fyrir dylgjur vegna sölu Símans. Það er fínt. Það á ekki að láta fólk í slíkri stöðu komast upp með eitthvað bull og dylgjur. Málefnaleg umræða og efnisleg gagnrýni er nauðsynleg og forsenda fyrir því að lýðræðisþjóðfélag funkeri. en dylgjur, hálfkveðnar vísur og Gróusögur eiga heima í þriðju deildinni, en ekki í þeirri deild sem flokksformenn spila í.
Frekar finnst mér einkennilegt að leggja reikningslega afkomu símans á síðustu tíu árum sem einhvern grunn fyrir verðmati fyrirtækisins. Síminn var til mjög skamms tíma einokunarfyrirtæki sem setti gjaldskrána eftir eigin þörfum en ekki með hliðsjón af samkeppnisumhverfi. Í stjórn stofnunarinnar (Síminn var til skamms tíma stofnun en ekki fyrirtæki) sat fólk sem hafði litlar sem enga rekstrarlegar forsendur fyrir setu sinni þar heldur fékk stjórnarsetuna sem bitling fyrir vel unnin störf í þágu flokkanna. Gjaldskráin var sett með hliðsjón af útgjöldum símans og því hve stjórnin vildi hafa afkomuna góða. Verðmat Símans nú helgast algerlega af þeim framtíðarmöguleikum sem viðkomandi einstaklingar og fyrirtæki sjá í fyrirtækinu. Fortíðin skiptir þar engu máli.
Maður getur að lokum ekki varist því að spyrja sjálfan sig að því að ef sérfræðingar formanns Samfylkingarinnar teldu Símann a.m.k. 70 milljarða virði, af hverju þeir buðu ekki svona 69,5 milljarða í hann.
Ég sé að í sænsku blöðunum (Aftonbladet / Expressen) er mikil umræða um aukinn fjölda nauðgana í Svíþjóð á síðustu misserum. Það minnist ekki nokkur maður þar á að það þurfi að breyta kallamenningunni og kalla karla til ábyrgðar, fá þá til að tala saman um að láta af nauðgunum eða leggja ekki út í slíka hluti og svo framvegis, heldur er fjallað um þessi mál sem alvöru glæpi sem þurfi að bregðast við af fullum þunga. Þetta eru mál sem fá stærstu fyrirsagnir í blöðunum en ekki umfjöllun í einni setningu á innsíðu. Angi af þessari umræðu hér er að mér finnst að lögreglan sé oft að reyna að láta allt líta sem best út. Ég heyrði til dæmis viðtal við lögreglumann á Akureyri í gær. Hann var svo ljómandi ánægður með helgina. Að vísu voru allar fangageymslur fullar, allnokkuð af árekstrum og pústrum og nokkur fíkniefnamál höfðu komið upp en annars var allt í þessu ljómandi fína standi. Á íslensku hefði verið sagt að mikið hefði verið um slagsmál í miðbænum og eiturlyf verið til staðar eins og hver maður vildi. Hvað er verið að fela? Af hverju má ekki tala um hlutina eins og þeir eru? Það er ekkert sjálfsagður hlutur að það sé allt vaðandi í slagsmálum þótt fólk komi saman til að skemmta sér. Ég man til dæmis eftir því hvernig reynt var að berja niður alla umræðu um það sem úrskeiðis fór á fyrstu Halló Akureyri hátíðinni fyrir um 10 árum síðan. Þá var reynt að láta fókusinn í umræðunni snúast um að verslun og viðskipti hefðu aukist mikið í bænum og annað skipti ekki máli þótt hernaðarástand hafi verið í bænum alla helgina. Í fyrra varð allt vitlaust á tjaldstæðinu þar í bænum um verslunarmannahelgina en við því var brugðist á myndarlegan hátt af bænum, tjaldstæðið girt af og gæsla á því stórefld. Engu að síður sagði bæjarstjórinn að sú ákvörðun hefði verið mjög umdeild en hún sannaði sig örugglega. Það hefur mjög margt breyst til batnaðar á síðustu árum en til að geta tekist á við þau vandamál sem eru til staðar þarf að viðurkenna þau. Það má hins vegar ekki einblína á þau og gleyma því sem gott er og ánægjulegt. Sem betur fer er það yfirleitt meir áberandi, bæði um nýliðna helgi sem og aðrar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)