sunnudagur, desember 26, 2010
Ég hef ekkert hlaupið í viku. Ég tek vanalega frí í hálfan mánuð eftir löng hlaup. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt til að hreinsa mögulegar bólgur og eftirstöðvar úr fótunum. Með því að hvíla sig vel eftir mikið álag þá minnka líkur á meiðslum og öðrum leiðinlegum eftirköstum. Ég finn það líka að það tekur tíma fyrir skrokkinn að jafna sig svo sem vökvajafnvægið. Maður drekkur gríðarlega í löngum hlaupum og það hefur í för með sér mikið álag á nýrun. Þau þurfa einnig tíma til að ná jafnvægi aftur.
Það var gaman að horfa á myndina um Ragnar Bjarnason í sjónvarpinu í gærkvöldi. Kallinn er náttúrulega allt að því einstakur. Orðinn 75 ára gamall en á fullu í bransanum. Það var flott kombakk hjá honum á sjötugsafmælinu en um nokkurn tíma þar áður hafði hann verið hálf gleymdur. Ef það er eitthvað sem Ragnar kann þá er það að skemmta fólki. Það reyna ýmsir fleiri en með misjöfnum árangri.
Tvær fréttir hafa komið fyrir á undanförnum dögum sem ættu að vekja umræðu en gera það vafalaust ekki. Sú fyrri er fréttin af stúlkunni frá Nepal sem stendur frammi fyrir því að vera send aftur heim til sín og renna þar í farveg heimalandsins, vera gift einhverjum eldri manni og gangast undir ríkjandi hefðir. Eftir að hafa kynnst öðru lífi og þeim möguleikum sem henni bjóðast þá reynir hún vitaskuld að öðlast vald yfir eigin tilveru. Hefðbundna leiðin er farin með því að fara í fjölmiðla og reyna að skapa almenningsálit. Út úr því kemur einhver niðurstaða en því miður standa fjölmargar aðrar ungar stúlkur í svipaðri stöðu. Það þarf svo sem ekki að fara langt til að leita að álíka dæmum. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku reyna ungar stúlkur sem fæddar eru inn í strangtrúaðar múslímafjölskyldur oft að brjótast undan hefðinni og stjórna sínu lífi sjálfar. Það endar stundum með ægilegum afleiðingum þegar þær eru hreinlega drepnar af einhverjum fjölskyldumeðlimi. Það varðar heiður ættarinnar svo miklu að halda ríkjandi hefðum að til þvílíkra örþrifaráða er gripið. Búrkurnar eru eitt dæmi um birtingarmynd kvennakúgunar hjá strangtrúuðum íslamistum. Um daginn var með og móti umræða í Fréttablaðinu um búrkur. Kona sem er múhameðstrúar en ég man ekki hvað heitir mælti á móti búrkunum en vitaskuld tókst að finna einhverja konu úr meðvitaða liðinu sem mælti með búrkunum og fann þeim flest til ágætis. Það er svo sem ekki að því að spyrja.
Hin fréttin sem vakti nokkra umhugsun var fréttin um staðgöngumóðurfædda barnið í Indlandi. Staðgöngufæðingar eru bannaðar hérlendis sem og í öðrum norrænum ríkjum. Sumt fólk lætur það ekki stöðva sig heldur steðjar til útlanda, semur þar við eitthvað fólk, líklega bláfátækt, um að fæða barn og ætlar síðan að koma til baka með barnið eins og ekkert hafi í skorist. Sem betur fer ganga málin ekki svona fyrir sig. Hjónin sitja enn í Indlandi með barnið þrátt fyrir að Alþingi hafi hlaupið til eins og eftir pöntun og veitt barninu ríkisborgararétt. Það er gert þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu á svig við hérlend lög og gildandi reglur. Reynt er að réttlæta gjörninginn með þvi að segja að það sé til staðar formlegur samningur um staðgöngumálið milli aðila. Só. Mér finnst að það þurfi vægast sagt að fara sér hægt í þessum efnum. Eiga reglur landsins að vera þannig að það eigi að vera heimilt að fara út í fátækustu lönd heimsins, veifa seðlabunkum framan í fólk sem á sér enga möguleika og kaupa allt það sem menn vilja fá. Hver er samningsstaða fátæka fólksins? Á að vera heimilt að kaupa lifandi börn? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa líffæri úr lifandi fólki? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa fólk? Það er víða til sölu. Þannig mætti áfram telja. Mér finnst Alþingi hafa sett niður með þessum fljótræðislega gjörningi. Það er merkilegt að feministafélagið þegir þunnu hljóði í þessu máli. Öðruvísi mér áður brá. Svo var náttúrulega farið að fjasa um að það eigi auðvitað að leyfa staðgöngumæðrun hérlendis. Engin umræða. Engin siðfræðileg greining. Bara að brussast áfram og fylgja þeim sem hæst galar.
Það var gaman að horfa á myndina um Ragnar Bjarnason í sjónvarpinu í gærkvöldi. Kallinn er náttúrulega allt að því einstakur. Orðinn 75 ára gamall en á fullu í bransanum. Það var flott kombakk hjá honum á sjötugsafmælinu en um nokkurn tíma þar áður hafði hann verið hálf gleymdur. Ef það er eitthvað sem Ragnar kann þá er það að skemmta fólki. Það reyna ýmsir fleiri en með misjöfnum árangri.
Tvær fréttir hafa komið fyrir á undanförnum dögum sem ættu að vekja umræðu en gera það vafalaust ekki. Sú fyrri er fréttin af stúlkunni frá Nepal sem stendur frammi fyrir því að vera send aftur heim til sín og renna þar í farveg heimalandsins, vera gift einhverjum eldri manni og gangast undir ríkjandi hefðir. Eftir að hafa kynnst öðru lífi og þeim möguleikum sem henni bjóðast þá reynir hún vitaskuld að öðlast vald yfir eigin tilveru. Hefðbundna leiðin er farin með því að fara í fjölmiðla og reyna að skapa almenningsálit. Út úr því kemur einhver niðurstaða en því miður standa fjölmargar aðrar ungar stúlkur í svipaðri stöðu. Það þarf svo sem ekki að fara langt til að leita að álíka dæmum. Í Noregi, Svíþjóð og Danmörku reyna ungar stúlkur sem fæddar eru inn í strangtrúaðar múslímafjölskyldur oft að brjótast undan hefðinni og stjórna sínu lífi sjálfar. Það endar stundum með ægilegum afleiðingum þegar þær eru hreinlega drepnar af einhverjum fjölskyldumeðlimi. Það varðar heiður ættarinnar svo miklu að halda ríkjandi hefðum að til þvílíkra örþrifaráða er gripið. Búrkurnar eru eitt dæmi um birtingarmynd kvennakúgunar hjá strangtrúuðum íslamistum. Um daginn var með og móti umræða í Fréttablaðinu um búrkur. Kona sem er múhameðstrúar en ég man ekki hvað heitir mælti á móti búrkunum en vitaskuld tókst að finna einhverja konu úr meðvitaða liðinu sem mælti með búrkunum og fann þeim flest til ágætis. Það er svo sem ekki að því að spyrja.
Hin fréttin sem vakti nokkra umhugsun var fréttin um staðgöngumóðurfædda barnið í Indlandi. Staðgöngufæðingar eru bannaðar hérlendis sem og í öðrum norrænum ríkjum. Sumt fólk lætur það ekki stöðva sig heldur steðjar til útlanda, semur þar við eitthvað fólk, líklega bláfátækt, um að fæða barn og ætlar síðan að koma til baka með barnið eins og ekkert hafi í skorist. Sem betur fer ganga málin ekki svona fyrir sig. Hjónin sitja enn í Indlandi með barnið þrátt fyrir að Alþingi hafi hlaupið til eins og eftir pöntun og veitt barninu ríkisborgararétt. Það er gert þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu á svig við hérlend lög og gildandi reglur. Reynt er að réttlæta gjörninginn með þvi að segja að það sé til staðar formlegur samningur um staðgöngumálið milli aðila. Só. Mér finnst að það þurfi vægast sagt að fara sér hægt í þessum efnum. Eiga reglur landsins að vera þannig að það eigi að vera heimilt að fara út í fátækustu lönd heimsins, veifa seðlabunkum framan í fólk sem á sér enga möguleika og kaupa allt það sem menn vilja fá. Hver er samningsstaða fátæka fólksins? Á að vera heimilt að kaupa lifandi börn? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa líffæri úr lifandi fólki? Þau eru víða til sölu. Á að vera hægt að kaupa fólk? Það er víða til sölu. Þannig mætti áfram telja. Mér finnst Alþingi hafa sett niður með þessum fljótræðislega gjörningi. Það er merkilegt að feministafélagið þegir þunnu hljóði í þessu máli. Öðruvísi mér áður brá. Svo var náttúrulega farið að fjasa um að það eigi auðvitað að leyfa staðgöngumæðrun hérlendis. Engin umræða. Engin siðfræðileg greining. Bara að brussast áfram og fylgja þeim sem hæst galar.
laugardagur, desember 25, 2010
þriðjudagur, desember 21, 2010
Ég var búinn að ganga með hugmyndina að takast á við 24 tíma hlaup á bretti í nokkra mánuði. Ég fylgdist með sænskum hlaupara sem hljóp svona hlaup fyrr á árinu og þar sem ég vissi að hann var ekkert betri en ég í utandyrahlaupum þá jók það vissuna að ég gæti lokið slíku hlaupi. Vissulega eru ýmsir aðrir óvissuþættir sem maður þarf að takast á við þegar hlaupið er innan dyra en við hlaup undir berum himni. Á hinn bóginn eru aðrir þættir sem hægt er að ganga að vísu. Þeir verstu við brettishlaup eru að hreyfingin er alltaf sú sama. Það eykur líkur á blöðrum og krömpum. Síðan getur hitinn verið vandamál. Ég hafði fundið það við að hlaupa lengi á brettinu niður í World Class í Laugum að ég svitnaði gríðarlega þar. En það er bara svona, annað hvort tekst maður á við verkefnin eða ekki.
Það varð minna úr löngum æfingum í nóvember en ég ætlaði svo ég frestaði hlaupinu um nokkrar vikur. Helgin fyrir jól var því sú eina sem kom til greina. Ég lét slag standa framan af vikunni og óskaði eftir aðstoð við hlaupið á www.hlaup.com. Við í ofurhlauparáðinu samþykktum reglur fyrir hlaup á bretti á fundi fimmtudagskvöldið 16. des svo það mátti ekki seinna vera. Fyrirmynd reglnanna er komin frá sænska ofurhlauparáðinu sem aftur hefur fengið þær frá alþjóðlegum stöðlum. Þær eru sem hér segir:
Reglur fyrir ofurhlaup á hlaupabretti:
1. Nota skal hefðbundna viðurkennda tegund hlaupabrettis sem er almennt í notkun á líkamsræktarstöðvum.
2. Bretti skal vera stillt í lárétta stöðu á meðan á hlaupinu stendur.
3. Það er ekki heimilt að halda sér í handföng eða styðja sig við hlaupabrettið á meðan á hlaupi stendur.
4. Ef hlaupari ætlar að stíga af hlaupabrettinu skal það ekki gert fyrr en brettið hefur stöðvast.
5. Formleg hlaup á hlaupabretti sem eiga að fá skráðan árangur skulu vera opin almenningi.
6. Hlaupari getur hvílst eftir þörfum á meðan á hlaupinu stendur. Klukkan er hins vegar ekki stöðvuð. Sem dæmi má nefna að ef 24 tíma hlaup hefst kl. 12:00 á laugardegi þá lýkur því kl. 12:00 á sunnudegi. Sama gildir með 100 km hlaup að klukkan er ekki stöðvuð frá því hlaupið hefst þar til tilsettri vegalengd er náð.
7. Þegar hlaupin eru vegalengdarhlaup á hlaupabretti (100 km, 100 mílur) þá skulu tveir tímaverðir / trúnaðarmenn vera nærstaddir allan tímann með nákvæma og samræmda tímatöku.
8. Halda skal sérstaka „loggbók“ yfir hvernig tíminn sem hlaupið stendur yfir er nýttur. Í henni skal meðal annars koma fram yfirlit um þann tíma sem brettið er stöðvað og hlaupari stígur af brettinu, vegalengd sem hlaupin er á hverjum klukkutíma eða sá tími sem tekur að hlaupa hvern klukkutíma eða mílu. Viðstaddir tímaverðir / trúnaðarmenn skulu árita bókina í hvert sinn sem þeir hverfa af vettvangi.
9. Staðfestingarskjal skal um árangur hlaupsins skal gefið út í tveimur eintökum að hlaupi loknu áritað af að minnsta kosti tveimur tímavörðum / trúnaðarmönnum.
Reglur þessar voru samþykktar á fundir ofurhlauparáðs FRÍ fimmtudaginn 16. desember 2010.
Ég óskaði því eftir aðstoð á vefnum hlaup.com. Það stóð ekki á viðbrögðum. Sjálfboðaliðar komu hver á fætur öðrum til að leggja þessu verkefni lið. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða daginn eða nóttina. Ég er afar þakklátur öllum þessum góðu félögum sem lögðu mér lið svo að þessi tilraun gæti átt sér stað. Vitaskuld er þetta tilraun því maður veit aldrei hvernig niðurstaðan verður fyrr en upp er staðið.
Ég Lagði upp kl. 12:00 í World Class í Kringlunni. Þar er betra að hlaupa heldur en niður í Laugum. Hitinn er ekki eins mikill og maður svitnar minna. Það skiptir miklu máli á langri leið. Ég hafði lagt út með að nærast fyrst og fremst á Herbalife (Formúlu 1 og 3) á þriggja tíma fresti. Svo var ég með nóg að drekka (Kók, malt, Tonic og djús), salttöflur, kex, kartöfluflögur og fleira sem til þarf.
Ég setti planið upp með að fara út á rúmum 10 km á klst. Það koma alltaf einhverjar frátafir og síðan er alltaf hægt að ganga út frá því að það hægist á manni þegar líður á. Til að ná 200 km markinu hafði ég þó um fjóra tíma upp á að hlaupa. Eitt sem tekur tíma er t.d. að það þarf að endurstilla brettið með vissu millibili. Andlegi þátturinn skiptir höfuð máli við svona hlaup. Ef maður myndi einbeita hugsuninni að því í byrjun hlaups að maður ætti eftir að hlaupa þarna á sama staðnum í næstu 24 stundir þá er það mjög yfirþyrmandi. Ef maður hugsar einungis um næstu 5 – 10 km þá er það allt önnur viðmiðun. Maður étur fílinn ekki í einum bita heldur mörgum.
Síðan rúllaði brettið og tíminn leið. Jói og Trausti voru nærstaddir í upphafi en síðan tók hvert hollið við af öðru. Ýmsir notuðu brettin vel eins og Gunnar Ármannsson sem lauk 50 km hlaupi glæsilega, Trausti Valdimarsson lauk maraþoni og Haukur félagi minn úr ljósmyndaklúbbnum hljóp hálfmaraþon sem var helmingi lengra en hann hafði gert á bretti áður. Eftir um 30 km þá fór ég að ganga smávegis af og til. Það slakar á fótunum og virkar sem nokkurskonar teygjur. Á brettunum niður í Kringlu er hægt að horfa á sjónvarp á brettinu sjálfu. Það er miklu betra en að horfa á skjá upp á vegg. Það væri ekki hægt yfir svona langan tíma. Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt þegar lagt er af stað. Fyrirfram virkar þetta dálítið ógnvekjandi en svo rúllar þetta bara. Ef mér fannst tíminn lengi að líða þá hugsaði maður um sveitungana vestan úr Rauðasandshreppi sem sátu í hátt í sólarhring í dimmasta skammdeginu árið 1947 í skítaveðri annars vegar á Flaugarnefinu í miðju Látrabjargi og hins vegar niðri í fjörunni undir bjarginu. Alger óvissa var um hvort þeir sem í fjörunni sátu myndu lifa nóttina af. Í samanburði við slíka þrekraun er ekki mikið mál að láta sér líða vel á bretti innan húss í smá tíma.
Ég skipti um skó undir kvöldið. Ég var ekki alveg sáttur við skóna sem ég byrjaði hlaupið í og fór því í stærri skó. Það má ekkert nudd vera til staðar því þá eru blöðrur komnar fyrr en varir. Einnig fór ég í teygjusokka. Um þrjú leitið um nóttina fór ég að finna fyrir smá krampa í kálfunum. Ég hægði þá aðeins á mér til að slaka á og minnka hættuna á vandræðum. Áætlunin var á plani svo ég var sáttur við hvernig hlaupið gekk. Ég fór yfir 100 mílur um kl. 5:30 undir morgun og þá var þetta orðið nokkuð öruggt ef ekkert kæmi upp á. Ég slakaði því aðeins meir á til að hafa öryggið í fyrirrúmi. Þarna fann ég að vökvaskorturinn var farinn að segja til sín. Það var sama hvað ég drakk og drakk, það virtist allt renna út í gegnum svitann. Maður má passa nýrun svo þau lendi ekki í of miklu álagi vegna vatnsleysis við hreinsunarstarfið. Maginn var síðan aðeins farinn að kveinka sér og einu sinni þegar ég ætlaði að borða banana þá kom allt sömu leið til baka. Það er bara hluti af þessu.
Lokatímarnir liðu fljótt. Þá fór ég einnig að fara fram úr norrænu metunum og síðast féll Kim og hans met. Það létti allt undir. Þorlákur taldi niður og það var vitaskuld ákveðinn léttir að geta slökkt á brettinu og vita að allt var í höfn. Alls hljóp ég 208.760 km. Það mun vera bæði norðurlandamet og 14. besti árangur í heiminum frá upphafi samkvæmt þessari vefsíðu:
http://www.recordholders.org/en/list/treadmill.html
Mér leið í sjálfu sér ágætlega að hlaupi loknu. Skrokkurinn stirðnar að vísu fljótt við að hætta að hreyfa sig eftir svona langan tíma en það jafnar sig fyrr en varir. Ég hef verið miklu stirðari eftir önnur hlaup. Fæturnir voru ósárir og blöðrur fáar. Zinkpastað dugði eins og best var á kosið til að koma í veg fyrir skafsár í klofinu. Herbalifið dugði sem næring eins og ég hef áður haft reynslu af. Þetta var skemmtilegt verkefni sem gekk vel upp með aðstoð góðra félaga.
Það varð minna úr löngum æfingum í nóvember en ég ætlaði svo ég frestaði hlaupinu um nokkrar vikur. Helgin fyrir jól var því sú eina sem kom til greina. Ég lét slag standa framan af vikunni og óskaði eftir aðstoð við hlaupið á www.hlaup.com. Við í ofurhlauparáðinu samþykktum reglur fyrir hlaup á bretti á fundi fimmtudagskvöldið 16. des svo það mátti ekki seinna vera. Fyrirmynd reglnanna er komin frá sænska ofurhlauparáðinu sem aftur hefur fengið þær frá alþjóðlegum stöðlum. Þær eru sem hér segir:
Reglur fyrir ofurhlaup á hlaupabretti:
1. Nota skal hefðbundna viðurkennda tegund hlaupabrettis sem er almennt í notkun á líkamsræktarstöðvum.
2. Bretti skal vera stillt í lárétta stöðu á meðan á hlaupinu stendur.
3. Það er ekki heimilt að halda sér í handföng eða styðja sig við hlaupabrettið á meðan á hlaupi stendur.
4. Ef hlaupari ætlar að stíga af hlaupabrettinu skal það ekki gert fyrr en brettið hefur stöðvast.
5. Formleg hlaup á hlaupabretti sem eiga að fá skráðan árangur skulu vera opin almenningi.
6. Hlaupari getur hvílst eftir þörfum á meðan á hlaupinu stendur. Klukkan er hins vegar ekki stöðvuð. Sem dæmi má nefna að ef 24 tíma hlaup hefst kl. 12:00 á laugardegi þá lýkur því kl. 12:00 á sunnudegi. Sama gildir með 100 km hlaup að klukkan er ekki stöðvuð frá því hlaupið hefst þar til tilsettri vegalengd er náð.
7. Þegar hlaupin eru vegalengdarhlaup á hlaupabretti (100 km, 100 mílur) þá skulu tveir tímaverðir / trúnaðarmenn vera nærstaddir allan tímann með nákvæma og samræmda tímatöku.
8. Halda skal sérstaka „loggbók“ yfir hvernig tíminn sem hlaupið stendur yfir er nýttur. Í henni skal meðal annars koma fram yfirlit um þann tíma sem brettið er stöðvað og hlaupari stígur af brettinu, vegalengd sem hlaupin er á hverjum klukkutíma eða sá tími sem tekur að hlaupa hvern klukkutíma eða mílu. Viðstaddir tímaverðir / trúnaðarmenn skulu árita bókina í hvert sinn sem þeir hverfa af vettvangi.
9. Staðfestingarskjal skal um árangur hlaupsins skal gefið út í tveimur eintökum að hlaupi loknu áritað af að minnsta kosti tveimur tímavörðum / trúnaðarmönnum.
Reglur þessar voru samþykktar á fundir ofurhlauparáðs FRÍ fimmtudaginn 16. desember 2010.
Ég óskaði því eftir aðstoð á vefnum hlaup.com. Það stóð ekki á viðbrögðum. Sjálfboðaliðar komu hver á fætur öðrum til að leggja þessu verkefni lið. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða daginn eða nóttina. Ég er afar þakklátur öllum þessum góðu félögum sem lögðu mér lið svo að þessi tilraun gæti átt sér stað. Vitaskuld er þetta tilraun því maður veit aldrei hvernig niðurstaðan verður fyrr en upp er staðið.
Ég Lagði upp kl. 12:00 í World Class í Kringlunni. Þar er betra að hlaupa heldur en niður í Laugum. Hitinn er ekki eins mikill og maður svitnar minna. Það skiptir miklu máli á langri leið. Ég hafði lagt út með að nærast fyrst og fremst á Herbalife (Formúlu 1 og 3) á þriggja tíma fresti. Svo var ég með nóg að drekka (Kók, malt, Tonic og djús), salttöflur, kex, kartöfluflögur og fleira sem til þarf.
Ég setti planið upp með að fara út á rúmum 10 km á klst. Það koma alltaf einhverjar frátafir og síðan er alltaf hægt að ganga út frá því að það hægist á manni þegar líður á. Til að ná 200 km markinu hafði ég þó um fjóra tíma upp á að hlaupa. Eitt sem tekur tíma er t.d. að það þarf að endurstilla brettið með vissu millibili. Andlegi þátturinn skiptir höfuð máli við svona hlaup. Ef maður myndi einbeita hugsuninni að því í byrjun hlaups að maður ætti eftir að hlaupa þarna á sama staðnum í næstu 24 stundir þá er það mjög yfirþyrmandi. Ef maður hugsar einungis um næstu 5 – 10 km þá er það allt önnur viðmiðun. Maður étur fílinn ekki í einum bita heldur mörgum.
Síðan rúllaði brettið og tíminn leið. Jói og Trausti voru nærstaddir í upphafi en síðan tók hvert hollið við af öðru. Ýmsir notuðu brettin vel eins og Gunnar Ármannsson sem lauk 50 km hlaupi glæsilega, Trausti Valdimarsson lauk maraþoni og Haukur félagi minn úr ljósmyndaklúbbnum hljóp hálfmaraþon sem var helmingi lengra en hann hafði gert á bretti áður. Eftir um 30 km þá fór ég að ganga smávegis af og til. Það slakar á fótunum og virkar sem nokkurskonar teygjur. Á brettunum niður í Kringlu er hægt að horfa á sjónvarp á brettinu sjálfu. Það er miklu betra en að horfa á skjá upp á vegg. Það væri ekki hægt yfir svona langan tíma. Það er merkilegt hvað tíminn líður hratt þegar lagt er af stað. Fyrirfram virkar þetta dálítið ógnvekjandi en svo rúllar þetta bara. Ef mér fannst tíminn lengi að líða þá hugsaði maður um sveitungana vestan úr Rauðasandshreppi sem sátu í hátt í sólarhring í dimmasta skammdeginu árið 1947 í skítaveðri annars vegar á Flaugarnefinu í miðju Látrabjargi og hins vegar niðri í fjörunni undir bjarginu. Alger óvissa var um hvort þeir sem í fjörunni sátu myndu lifa nóttina af. Í samanburði við slíka þrekraun er ekki mikið mál að láta sér líða vel á bretti innan húss í smá tíma.
Ég skipti um skó undir kvöldið. Ég var ekki alveg sáttur við skóna sem ég byrjaði hlaupið í og fór því í stærri skó. Það má ekkert nudd vera til staðar því þá eru blöðrur komnar fyrr en varir. Einnig fór ég í teygjusokka. Um þrjú leitið um nóttina fór ég að finna fyrir smá krampa í kálfunum. Ég hægði þá aðeins á mér til að slaka á og minnka hættuna á vandræðum. Áætlunin var á plani svo ég var sáttur við hvernig hlaupið gekk. Ég fór yfir 100 mílur um kl. 5:30 undir morgun og þá var þetta orðið nokkuð öruggt ef ekkert kæmi upp á. Ég slakaði því aðeins meir á til að hafa öryggið í fyrirrúmi. Þarna fann ég að vökvaskorturinn var farinn að segja til sín. Það var sama hvað ég drakk og drakk, það virtist allt renna út í gegnum svitann. Maður má passa nýrun svo þau lendi ekki í of miklu álagi vegna vatnsleysis við hreinsunarstarfið. Maginn var síðan aðeins farinn að kveinka sér og einu sinni þegar ég ætlaði að borða banana þá kom allt sömu leið til baka. Það er bara hluti af þessu.
Lokatímarnir liðu fljótt. Þá fór ég einnig að fara fram úr norrænu metunum og síðast féll Kim og hans met. Það létti allt undir. Þorlákur taldi niður og það var vitaskuld ákveðinn léttir að geta slökkt á brettinu og vita að allt var í höfn. Alls hljóp ég 208.760 km. Það mun vera bæði norðurlandamet og 14. besti árangur í heiminum frá upphafi samkvæmt þessari vefsíðu:
http://www.recordholders.org/en/list/treadmill.html
Mér leið í sjálfu sér ágætlega að hlaupi loknu. Skrokkurinn stirðnar að vísu fljótt við að hætta að hreyfa sig eftir svona langan tíma en það jafnar sig fyrr en varir. Ég hef verið miklu stirðari eftir önnur hlaup. Fæturnir voru ósárir og blöðrur fáar. Zinkpastað dugði eins og best var á kosið til að koma í veg fyrir skafsár í klofinu. Herbalifið dugði sem næring eins og ég hef áður haft reynslu af. Þetta var skemmtilegt verkefni sem gekk vel upp með aðstoð góðra félaga.
föstudagur, desember 17, 2010
24 tíma hlaupið hefst eftir tæpa 12 tíma. Það er alltaf smá stress í gangi þegar líður að upphafi svona hlaupa. Maður veit aldrei hvernig hlutir ganga fyrir sig fyrr en af stað er farið. Svona löng hlaup byggja mikið á skipulagi og fyrirfram ákveðnum plönum. Það verður að hugsa dæmið til enda. Það getur margt gerst á langri leið. Ég hef einna mestar áhyggjur af því að fá krampa í fæturnar. Maður svitnar svo svakalega að saltútfellingin verður mikil. Einnig getur maginn farið að kvarta út af öllum þeim vökva sem maður verður að setja í sig.
Upp á samanburðinn að gera þá er hægt að rifja það upp að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti er 247 km. Það er bandaríkjamaður sem á það. Kim Rasmussen hin danski stórhlaupari á Borgundarhólmi á norðurlandametið sem er 203 km tæpir. Hann setti það árið 2004. Lars Sætran, sem er eini norðmaðurinn sem hefur hlaupið 24 tíma á bretti, hljóp 193 km árið 2004. Hans Nyren setti sænskt met sl. vetur þegar hann hljóp 181 km. Það ég best veit hefur enginn finni hlaupið 24 tíma hlaup á bretti.
Það er öllum heimilt að kíkja við í World Class í Kringlunni á meðan á hlaupinu stendur. Það verður opið fyrir þá sem vilja kíkja inn og taka stöðuna.
Upp á samanburðinn að gera þá er hægt að rifja það upp að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti er 247 km. Það er bandaríkjamaður sem á það. Kim Rasmussen hin danski stórhlaupari á Borgundarhólmi á norðurlandametið sem er 203 km tæpir. Hann setti það árið 2004. Lars Sætran, sem er eini norðmaðurinn sem hefur hlaupið 24 tíma á bretti, hljóp 193 km árið 2004. Hans Nyren setti sænskt met sl. vetur þegar hann hljóp 181 km. Það ég best veit hefur enginn finni hlaupið 24 tíma hlaup á bretti.
Það er öllum heimilt að kíkja við í World Class í Kringlunni á meðan á hlaupinu stendur. Það verður opið fyrir þá sem vilja kíkja inn og taka stöðuna.
miðvikudagur, desember 15, 2010
Fartölvan mín hefur ekki verið tengd upp á síðkastið svo það hefur farið lítið fyrir skrifum á kvöldin. Það fer vonandi að verða ráðin bót þar á. Ég hef verið að hlaupa langt á brettinu að undanförnu á sunnudagsmorgnum. Ég er búinn að taka þrjár maraþon vegalengdir og tvö 30 km hlaup. Það er svo merkilegt hvað þetta venst. Ég minnist þess að þegar ég fór fyrst að hlaupa á bretti veturinn 2005 þegar ég var að undirbúa mig fyrir Western States að þá ætluðu 8 km á bretti mig lifandi að drepa. Þetta aætlaði aldrei að líða. Tveimur árum seinna komst ég upp í 18 km í World Class en þá horfði ég á landsleik í handbolta á meðan og þannig var hægt að lifa þetta af. Í fyrra tók ég nokkrar langar æfingar áður en ég fór í 100 km hlaupið og það gekk bara vel. Nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju í haust því á næstu helgi ætla ég að stökka í djúpu laugina og takast á við 24 tíma hlaup á bretti. Hlaupið fer fram í World Class í Kringlunni og hefst kl. 12:00 laugardaginn 18. desember. Því lýkur svo kl. 12:00 sunnudaginn 19. desember. Svona löng brettishlaup eru að mörgu leyti erfiðari en að hlaupa sama tíma utanhúss. Hreyfingin er alltaf hin sama og er einhæfari og maður svitnar meira. Á hinn bóginn eru allar aðstæður undir control svo maður þarf ekki að óttast vind, regn eða sterka sól. Þannig er þatta bæði og. Hlaup á bretti er fer fram með hliðsjón af ákveðnum reglum og það þurfa helst að vera tveir aðstoðarmenn viðstaddir allt hlaupið en ekkie ndilega þeir seömu. það er til að fylgjast með því að allt fari fram eftir settum reglum, fylgjast með hvernig hlaupinu vindur fram svo og að veita ýmsa aðstoð sem á þarf að halda. Hér með er því auglýst eftir áhugasömum sem gætu hugsað sér að leggja þessu verkefni lið.
miðvikudagur, desember 01, 2010
Fram til þessa hef ég kosið í öllum þeim opinberum kosningum sem ég hef haft möguleika á að gera. Sama hvort það eru kosningar til sveitarstjórnar, alþingis, forsetaembættisins eða kosningar um brennivín, flugvöll, hundahald og Icesafe. Mér hefur fundist það vera skylda hvers einstaklings sem býr í lýðræðissamfélagi að nýta kosningaréttinn. Það veit enginn hvað hann hefur fyrr en hann hefur misst það. Nú kaus ég hins vegar ekki. Ég gat bara ekki hugsað mér að taka þátt í þessu þjóðfundar/stjórnlagaþingssjónarspili öllu. Það eru takmörk fyrir því hve langt maður getur látið leiða sig.
Þetta byrjaði allt saman í látunum snemma árs 2009. Þá fóru einhverjir að hafa hátt um að nú þyrfti að byggja upp nýtt Ísland. Byggja upp nýtt siðferði, byggja upp nýja stjórnarskrá. Nokkur hópur fólks át þessa frasa síðan upp hver eftir öðrum og þetta var voða mikið „inn“ hjá sumum. Allur fjöldinn lét sér fátt um finnast.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn fyrir góðu ári síðan. Hann átti að leggja ákveðinn grunn að Nýja Íslandi. Megináherslan var þó lögð á aðferðafræðina. Hún var orðin aðalatriðið. Þetta hafði hvergi verið gert í heiminum áður. Hvað segir það? Jú, nefnilega að aðrir hafi ekki talið þessa aðferðafræði sérstaklega skynsamlega. Út úr þjóðfundinum hinum fyrri kom ekkert það ég veit eða man nema að nöfn umræðufunda breyttust víða í kjölfar hans og hétu þeir nú þjóðfundir enda þótt einungis fáir tugir mættu á staðinn. Engu að síður var haldinn annar þjóðfundur og nú sögðu ýmsir að hann hafði verið miklu betri en sá fyrri. Reyndar áttuðu einhverjir sig á því að þessi svokallaði þjóðfundur samanstóð af 100 tíu manna fundum.
Svo var farið að undirbúa stjórnlagaþingið sjálft. Sú nýbreytni var tekin upp að nú átti þjóðin að vinna verkið. Ekki einhverjir stjórnmálamenn á vegum fjórflokksins alræmda. Þjóðin var nú eitthvað annað.
Það kom forsvarsmönnum verkefnisins í opna skjöldu hve margir höfðu áhuga á 2ja til 4ra mánaða þægilegri innivinnu við að velta stjórnarskránni fyrir sér. Fyrst allt var opið og litlar hindranir á veginum þá var við því að búast að margir gæfu kost á sér. Annað hefði verið óeðlilegt. Sérstaklega þegar hamrað var á því sínkt og heilagt að nú ætti ÞJÓÐIN að taka málin í sínar hendur.
Þessi mikli áhugi olli ákveðnum vandræðagangi í upphafi en svo leystist það. Gefið var út gott blað með myndum, æviágripi og nokkrum línum um fyrir hvað viðkomandi stæðu. RUV tók viðtöl við alla frambjóðendur og þau voru aðgengileg en að vísu bara á vefnum. Ýmsir þeirra sem hefðu haft tíma og gaman af því að hlusta á þessi viðtöl nota ekki tölvur. Persónukjör er ekkert nýtt í sögunni. Óhlutbundin kosning hefur viðgengist víða um land um áratuga skeið og síðan eru forsetakosningar og prestkosningar ekkert nema persónukosningar svo dæmi séu nefnd. Það var engin fyrirstaða þótt fólk þyrfti að skrifa niður nokkur númer til að hafa hjá sér á kjörstað í stað þess að krossa við nafn. Kosningafyrirkomulagið var nýtt en það lærðist. Ekkert mál. Svo kom kjördagurinn. Þá fór í verra. Það mættu nefnilega mjög fáir á kjörstað. Svo fáir að um það eru fá ef nokkur dæmi í sögunni. Það lá svo við að fjölmiðlar grátbæðu fólk um að fara og kjósa að kvöldi kjördags þegar sýnt var hve kjörsóknin yrði léleg.
Allskonar eftiráskýringar komu fram að kjördegi loknum. Sumir sögðu að fjölmiðlar hefðu brugðist. Aðrir sögðu að háskólasamfélagið hefði brugðist. Sumir sögðu að fólkið hefði hræðst fyrirkomulagið og því hefðu kjósendur brugðist. Mjög fáir hafa minnst á það sem ég held að sé aðalástæðan fyrir lélegri kjörsókn. Allur þorri almennings hefur enga tilfinningu fyrir því að stjórnarskráin sé einhver orsakavaldur í efnahagshruninu. Fólk sér því engan tilgang í því að rjúka í endurskoðun hennar núna og eyða í það verk svo gríðarlegum fjármunum sem raun ber vitni. Nefndar eru 800 milljónir króna sem lágmark. Þessir peningar eru allir teknir að láni. Vegna þessa verkefnis verður að skera enn frekar niður í velferðarkerfinu á komandi árum því lán þarf að borga til baka og þau kosta peninga. Meirihluti þjóðarinnar mótmælti því öllu heila spilverkinu með því að láta ekki sjá sig á kjörstað.
Ýmislegt situr þó eftir sem er umhugsunarvert:
Margir frambjóðenda virtust ekki vita mikið um hvað málið snerist. Ýmsir þeirra boðuðu afar harðan kommúnisma sem skyldi bundinn í stjórnarskrá.
Framkvæmdastjóri verkefnisins var eiginkona eins frambjóðendans.
Talnasérfræðingar sem komu að vali á kosningaaðferðinni fóru í framboð og náðu báðir kjöri. Aldrei kom til tals að nota aðra aðferð en þá sem notuð var.
Framkvæmdastjóri verkefnisins hreytti ítrekað ónotum í þá frambjóðendur sem reyndu að vekja athygli á sér með auglýsingum.
Fyrsta frétt í hádeginu daginn eftir á Bylgjunni var að erlendir fjölmiðlar hefðu fjallað um kosninguna. Þar þótti sem sagt merkilegra að útlendingar litu til landsins en sú staðreynd að yfir 60% kjósenda sáu ekki ástæðu til að kjósa.
Það kostar töluverða yfirlegu að ná að skilja þá aðferðafræði sem notuð er við talninguna.
Framkvæmdastjóri verkefnisins sagði ítrekað að kjörsóknin skipti engu máli. Því hefði líklega verið nægjanlegt í hennar augum að einungis einn kjósandi hefði kosið sé það tekið bókstaflega sem sagt var. Hvaða málflutningur er þetta??
Bakland einstakra stjórnlagaþingsmanna er afar lítið sé það reiknað sem hlutfall af kosningabærum einstaklingum. Því er staða þingsins veik svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Venjulegu fólki sem lítið hafi haft sig í frammi á opinberum vettvangi var talin trú um að það ætti erindi inn í þennan prósess. Það væri þjóðin. Nú liggur fyrir hvað þarf til að ná kjöri í svona kosningafyrirkomulagi.
Það er fróðlegt að sjá hvernig „þverskurður þjóðarinnar“ lítur út.
Mjög skýrt kom í ljós hver verður niðurstaðan í kosningum undir formerkinu „Allt landið eitt kjördæmi“.
Það er vonandi að umræðan um persónukjör hafi ekki verið eyðilögð í þessum kosningum. Það væri verra.
Það setur alltaf að manni hálfgerðan ugg þegar íslendingar segjast vera frábærari en aðrar þjóðir á jarðarkringlunni.
Þetta byrjaði allt saman í látunum snemma árs 2009. Þá fóru einhverjir að hafa hátt um að nú þyrfti að byggja upp nýtt Ísland. Byggja upp nýtt siðferði, byggja upp nýja stjórnarskrá. Nokkur hópur fólks át þessa frasa síðan upp hver eftir öðrum og þetta var voða mikið „inn“ hjá sumum. Allur fjöldinn lét sér fátt um finnast.
Svokallaður þjóðfundur var haldinn fyrir góðu ári síðan. Hann átti að leggja ákveðinn grunn að Nýja Íslandi. Megináherslan var þó lögð á aðferðafræðina. Hún var orðin aðalatriðið. Þetta hafði hvergi verið gert í heiminum áður. Hvað segir það? Jú, nefnilega að aðrir hafi ekki talið þessa aðferðafræði sérstaklega skynsamlega. Út úr þjóðfundinum hinum fyrri kom ekkert það ég veit eða man nema að nöfn umræðufunda breyttust víða í kjölfar hans og hétu þeir nú þjóðfundir enda þótt einungis fáir tugir mættu á staðinn. Engu að síður var haldinn annar þjóðfundur og nú sögðu ýmsir að hann hafði verið miklu betri en sá fyrri. Reyndar áttuðu einhverjir sig á því að þessi svokallaði þjóðfundur samanstóð af 100 tíu manna fundum.
Svo var farið að undirbúa stjórnlagaþingið sjálft. Sú nýbreytni var tekin upp að nú átti þjóðin að vinna verkið. Ekki einhverjir stjórnmálamenn á vegum fjórflokksins alræmda. Þjóðin var nú eitthvað annað.
Það kom forsvarsmönnum verkefnisins í opna skjöldu hve margir höfðu áhuga á 2ja til 4ra mánaða þægilegri innivinnu við að velta stjórnarskránni fyrir sér. Fyrst allt var opið og litlar hindranir á veginum þá var við því að búast að margir gæfu kost á sér. Annað hefði verið óeðlilegt. Sérstaklega þegar hamrað var á því sínkt og heilagt að nú ætti ÞJÓÐIN að taka málin í sínar hendur.
Þessi mikli áhugi olli ákveðnum vandræðagangi í upphafi en svo leystist það. Gefið var út gott blað með myndum, æviágripi og nokkrum línum um fyrir hvað viðkomandi stæðu. RUV tók viðtöl við alla frambjóðendur og þau voru aðgengileg en að vísu bara á vefnum. Ýmsir þeirra sem hefðu haft tíma og gaman af því að hlusta á þessi viðtöl nota ekki tölvur. Persónukjör er ekkert nýtt í sögunni. Óhlutbundin kosning hefur viðgengist víða um land um áratuga skeið og síðan eru forsetakosningar og prestkosningar ekkert nema persónukosningar svo dæmi séu nefnd. Það var engin fyrirstaða þótt fólk þyrfti að skrifa niður nokkur númer til að hafa hjá sér á kjörstað í stað þess að krossa við nafn. Kosningafyrirkomulagið var nýtt en það lærðist. Ekkert mál. Svo kom kjördagurinn. Þá fór í verra. Það mættu nefnilega mjög fáir á kjörstað. Svo fáir að um það eru fá ef nokkur dæmi í sögunni. Það lá svo við að fjölmiðlar grátbæðu fólk um að fara og kjósa að kvöldi kjördags þegar sýnt var hve kjörsóknin yrði léleg.
Allskonar eftiráskýringar komu fram að kjördegi loknum. Sumir sögðu að fjölmiðlar hefðu brugðist. Aðrir sögðu að háskólasamfélagið hefði brugðist. Sumir sögðu að fólkið hefði hræðst fyrirkomulagið og því hefðu kjósendur brugðist. Mjög fáir hafa minnst á það sem ég held að sé aðalástæðan fyrir lélegri kjörsókn. Allur þorri almennings hefur enga tilfinningu fyrir því að stjórnarskráin sé einhver orsakavaldur í efnahagshruninu. Fólk sér því engan tilgang í því að rjúka í endurskoðun hennar núna og eyða í það verk svo gríðarlegum fjármunum sem raun ber vitni. Nefndar eru 800 milljónir króna sem lágmark. Þessir peningar eru allir teknir að láni. Vegna þessa verkefnis verður að skera enn frekar niður í velferðarkerfinu á komandi árum því lán þarf að borga til baka og þau kosta peninga. Meirihluti þjóðarinnar mótmælti því öllu heila spilverkinu með því að láta ekki sjá sig á kjörstað.
Ýmislegt situr þó eftir sem er umhugsunarvert:
Margir frambjóðenda virtust ekki vita mikið um hvað málið snerist. Ýmsir þeirra boðuðu afar harðan kommúnisma sem skyldi bundinn í stjórnarskrá.
Framkvæmdastjóri verkefnisins var eiginkona eins frambjóðendans.
Talnasérfræðingar sem komu að vali á kosningaaðferðinni fóru í framboð og náðu báðir kjöri. Aldrei kom til tals að nota aðra aðferð en þá sem notuð var.
Framkvæmdastjóri verkefnisins hreytti ítrekað ónotum í þá frambjóðendur sem reyndu að vekja athygli á sér með auglýsingum.
Fyrsta frétt í hádeginu daginn eftir á Bylgjunni var að erlendir fjölmiðlar hefðu fjallað um kosninguna. Þar þótti sem sagt merkilegra að útlendingar litu til landsins en sú staðreynd að yfir 60% kjósenda sáu ekki ástæðu til að kjósa.
Það kostar töluverða yfirlegu að ná að skilja þá aðferðafræði sem notuð er við talninguna.
Framkvæmdastjóri verkefnisins sagði ítrekað að kjörsóknin skipti engu máli. Því hefði líklega verið nægjanlegt í hennar augum að einungis einn kjósandi hefði kosið sé það tekið bókstaflega sem sagt var. Hvaða málflutningur er þetta??
Bakland einstakra stjórnlagaþingsmanna er afar lítið sé það reiknað sem hlutfall af kosningabærum einstaklingum. Því er staða þingsins veik svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Venjulegu fólki sem lítið hafi haft sig í frammi á opinberum vettvangi var talin trú um að það ætti erindi inn í þennan prósess. Það væri þjóðin. Nú liggur fyrir hvað þarf til að ná kjöri í svona kosningafyrirkomulagi.
Það er fróðlegt að sjá hvernig „þverskurður þjóðarinnar“ lítur út.
Mjög skýrt kom í ljós hver verður niðurstaðan í kosningum undir formerkinu „Allt landið eitt kjördæmi“.
Það er vonandi að umræðan um persónukjör hafi ekki verið eyðilögð í þessum kosningum. Það væri verra.
Það setur alltaf að manni hálfgerðan ugg þegar íslendingar segjast vera frábærari en aðrar þjóðir á jarðarkringlunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)