fimmtudagur, nóvember 30, 2006
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Það er dálítið sérstök leið til að koma sér í fjölmiðla sem Samtök herstöðvaandstæðinga notaði nú um helgina. Samtökin óskuðu eftir því við sýslumaðnninn í Reykjavík að hann setti lögbann á för utanríkisráðherra á NATO fund í Riga, borguðu 6.000 kall í gjald fyrir að sýslumaðurinn tæki á móti kröfunni, og fengu í staðinn viðtöl í flestum fjölmiðlu. Fjölmiðlar eru mjög svag gagnvart þeim sem eru að mótmæla en þarna þurfti að borga smápening til að búa til fréttina. Gaman að vita hvenær lögbannskrafan verður tekin til afgreiðslu.
Oft er ansi mikið lágflug á því sem kallað er fjölmiðlun hérlendis en lægra hefur þó varla verið komist þegar einhver sem skrifar texta í Fréttablaðið (það er ekki hægt að kalla þetta blaðamennsku) fékk nokkra kunningja sína úr miðbæjarlífinu til að gefa álit sitt um hvaða staður úti á landi væri ömurlegastur. Álitin voru eftir álitsgjöfunum. Ég get alveg eins rakið hvaða álit skandinavar hafa á Reykjavík og ásýnd borgarinnar. ég las einu sinni að í hópi skandinava kom það álit fram að Reykjavík væri ljótasta borg af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Þá mótmælti einn svíinn því harðlega og sagðist hafa séð eina ljótari, iðnaðarborg inni í miðju í Finnlandi. Hvaða gagn er að svona umræðu? Hún er náttúrulega ekkert annað en forheimskandi í hvaða stærðargráðu sem hún er tekin. Ef að Reykvíkingar telja sig hafa efni á því að vera með derring og rembing gagnvart þorpunum úti á landi þá mega þeir eins búast við því að fólk frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, að maður tali nú ekki um London, París og Róm, gangi hér um götur fjasandi um hvað allt sé smáskítlegt og ömurlegt. Menn verða nefnilega að hafa efni á því að vera með rembing. Skoðanir þess sjálfhverfa liðs sem lifir í 101 og telur sig hafa efni á því að dæma aðra eru nefnilega ekkert merkilegri en skoðanir annarra.
Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvað sérstaklega kratarnir eru svekktir yfir ummælum Jóns Sig frá því á laugardaginn. Jón kemur enfilega að hrinu borði og hefur stöðu til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði inn á við í flokknum og eins út á við. Hann mun móta sína sjálfstæðu stefnu og er greinilega þegar byrjaður á því svo eftir er tekið.
Það eru nokkrir milljarðar sem eru foknir út um gloggann á 365 fjölmiðlum. Þetta kemur ekki á óvart. Það vissi hvaða maður sem horfði á hlutina með opnum augum að sjónvarpsstöð sem hefur starfsemi sem hentar 5 milljónum getur ekki rekið sig á 300 þúsund manna markaði. ég er mest hissa á því hvað lokunin kom seint. Innra eftirlitið hefði greinilega mátt vera betra. Svo ætlar einn af þeim snillingum sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu að taka að sér ásamt fleirum að leiða þjóðarbúið inn í farsældina að eigin sögn. Godbevares.
Oft er ansi mikið lágflug á því sem kallað er fjölmiðlun hérlendis en lægra hefur þó varla verið komist þegar einhver sem skrifar texta í Fréttablaðið (það er ekki hægt að kalla þetta blaðamennsku) fékk nokkra kunningja sína úr miðbæjarlífinu til að gefa álit sitt um hvaða staður úti á landi væri ömurlegastur. Álitin voru eftir álitsgjöfunum. Ég get alveg eins rakið hvaða álit skandinavar hafa á Reykjavík og ásýnd borgarinnar. ég las einu sinni að í hópi skandinava kom það álit fram að Reykjavík væri ljótasta borg af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Þá mótmælti einn svíinn því harðlega og sagðist hafa séð eina ljótari, iðnaðarborg inni í miðju í Finnlandi. Hvaða gagn er að svona umræðu? Hún er náttúrulega ekkert annað en forheimskandi í hvaða stærðargráðu sem hún er tekin. Ef að Reykvíkingar telja sig hafa efni á því að vera með derring og rembing gagnvart þorpunum úti á landi þá mega þeir eins búast við því að fólk frá Kaupmannahöfn, Osló og Stokkhólmi, að maður tali nú ekki um London, París og Róm, gangi hér um götur fjasandi um hvað allt sé smáskítlegt og ömurlegt. Menn verða nefnilega að hafa efni á því að vera með rembing. Skoðanir þess sjálfhverfa liðs sem lifir í 101 og telur sig hafa efni á því að dæma aðra eru nefnilega ekkert merkilegri en skoðanir annarra.
Það er dálítið gaman að fylgjast með því hvað sérstaklega kratarnir eru svekktir yfir ummælum Jóns Sig frá því á laugardaginn. Jón kemur enfilega að hrinu borði og hefur stöðu til að láta skoðanir sínar í ljós, bæði inn á við í flokknum og eins út á við. Hann mun móta sína sjálfstæðu stefnu og er greinilega þegar byrjaður á því svo eftir er tekið.
Það eru nokkrir milljarðar sem eru foknir út um gloggann á 365 fjölmiðlum. Þetta kemur ekki á óvart. Það vissi hvaða maður sem horfði á hlutina með opnum augum að sjónvarpsstöð sem hefur starfsemi sem hentar 5 milljónum getur ekki rekið sig á 300 þúsund manna markaði. ég er mest hissa á því hvað lokunin kom seint. Innra eftirlitið hefði greinilega mátt vera betra. Svo ætlar einn af þeim snillingum sem eru ábyrgir fyrir þessu öllu að taka að sér ásamt fleirum að leiða þjóðarbúið inn í farsældina að eigin sögn. Godbevares.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Fór út í gær með Vinum Gullu í frábæru veðri og kláraði rúma 20 km. Logn, heiðríkja og smá frost. Fór út í bíðunni í eftirmiðdaginn og tók myndir. Vetrarveður gerist ekki betra en þetta. Um kvöldið keyrði ég svo upp í Bláfjöll til að mynda norðurljósin. Þau vöru björt framan en fóru svo dofnandi. Það er enn meir spennandi að mynda í myrkri en björtu því útkoman er ekki eins fyrirsjáanleg.
Skelfing finnst manni oft sögþekkingin vera takmörkuð, ekki síst þegar um er að ræða fólk sem manni finnst að eigi að vita betur.
Nýlega gaf maður út bók með skopteikningum af stjórnmálamönnum og fleirum. Vafalaust hin besta bók. Þá byrja einhverjir blaðamenn að tala um að loksins hafi íslendingar eignast sinn fyrsta skopmyndateiknara. Bíðum nú við. Hefur ekki Sigmund teiknað í Moggann í áraraðir, bækur verið gefnar út með myndum eftir hann o.s.frv. o.s.frv. Halldór Pétursson teiknaði hér áður skopmyndir og annað og fara ekki margir í fötin hans. Á árum áður var Spegillinn gefinn út og var styrkur hans meðal annars skopmyndir af stjórnmálamönnum. Því ættu þessir söguskýrendur aðeins að skoða lhutina betur áður en byrjað er að kyrja loksins, loksins. Mér finnast bestu teiknararnir vera þeir sem ná karakternum í örfáum dráttum.
Ég heyrði viðtal við starfandi friðargæsluliða í útvarpinu á dögunum. Hann var að tala um hve stríð hefði breyst mikið á síðustu 10 - 20 árum og þó mest eftir seinni heimstyrjöldina. Nú væri bæði farið að beita nauðgunum sem herðnaðaraðferð og almennir borgarar yrðu mun meir fyrir barðinu á stríði en áður. Stríðið í seinni heimstyrjöldinni hefði verið háð af herjum sem lágu í skurðum og börðust um ákveðna akra eða landssvæði en það væri nú orðið breytt. Þessi lýsing er fjarri öllu sanni, nema kannski því helst sem varðar skipulagðar nauðganir sem beitt var að glæpamönnum í Balkanstríðinu. Það þarf að leita aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar sem hófst fyrir tæpum 100 árum til að finna lýsingar á hernaðaraðferðinni sem áður var lýst. Ég hef síðan trú á því að almenningur í Evrópu hafi fundið nóg fyrir stríðsátökum í seinni heimstyrjöldinni. Hvað með íbúa Dresden? Hvað með íbúa Varsjár? Um 20 milljónir rússa féllu. Hvað með Hírósíma og Nagasaki ef við förum til Japan. Hvað með alla gyðingana sem voru drepnir og þannig mætt áfram telja. Það sem pirrrar mann er að þeir sem taka svona viðtöl af hálfu útvarpsins hafi ekki neitt skynbragð á það sem látið er fara út í ljósvakann heldur sé þetta látið vaða gagnrýnilaust.
Skelfing finnst manni oft sögþekkingin vera takmörkuð, ekki síst þegar um er að ræða fólk sem manni finnst að eigi að vita betur.
Nýlega gaf maður út bók með skopteikningum af stjórnmálamönnum og fleirum. Vafalaust hin besta bók. Þá byrja einhverjir blaðamenn að tala um að loksins hafi íslendingar eignast sinn fyrsta skopmyndateiknara. Bíðum nú við. Hefur ekki Sigmund teiknað í Moggann í áraraðir, bækur verið gefnar út með myndum eftir hann o.s.frv. o.s.frv. Halldór Pétursson teiknaði hér áður skopmyndir og annað og fara ekki margir í fötin hans. Á árum áður var Spegillinn gefinn út og var styrkur hans meðal annars skopmyndir af stjórnmálamönnum. Því ættu þessir söguskýrendur aðeins að skoða lhutina betur áður en byrjað er að kyrja loksins, loksins. Mér finnast bestu teiknararnir vera þeir sem ná karakternum í örfáum dráttum.
Ég heyrði viðtal við starfandi friðargæsluliða í útvarpinu á dögunum. Hann var að tala um hve stríð hefði breyst mikið á síðustu 10 - 20 árum og þó mest eftir seinni heimstyrjöldina. Nú væri bæði farið að beita nauðgunum sem herðnaðaraðferð og almennir borgarar yrðu mun meir fyrir barðinu á stríði en áður. Stríðið í seinni heimstyrjöldinni hefði verið háð af herjum sem lágu í skurðum og börðust um ákveðna akra eða landssvæði en það væri nú orðið breytt. Þessi lýsing er fjarri öllu sanni, nema kannski því helst sem varðar skipulagðar nauðganir sem beitt var að glæpamönnum í Balkanstríðinu. Það þarf að leita aftur til fyrri heimstyrjaldarinnar sem hófst fyrir tæpum 100 árum til að finna lýsingar á hernaðaraðferðinni sem áður var lýst. Ég hef síðan trú á því að almenningur í Evrópu hafi fundið nóg fyrir stríðsátökum í seinni heimstyrjöldinni. Hvað með íbúa Dresden? Hvað með íbúa Varsjár? Um 20 milljónir rússa féllu. Hvað með Hírósíma og Nagasaki ef við förum til Japan. Hvað með alla gyðingana sem voru drepnir og þannig mætt áfram telja. Það sem pirrrar mann er að þeir sem taka svona viðtöl af hálfu útvarpsins hafi ekki neitt skynbragð á það sem látið er fara út í ljósvakann heldur sé þetta látið vaða gagnrýnilaust.
laugardagur, nóvember 25, 2006
Fór út kl. 7.00 í morgun og tók langan túr í frostinu. Fór fyrst Poweratehringinn og síðan vestur á Eiðistorg og svo til baka. Hitti Jóa, Stebba og Halldór í Fossvogsdalnum og fór með þeim hringinn. Það var ellefu stiga frost við Víkingsheimilið en þetta er bara spurning um klæðnað. Fínn túr sem losaði 30 km.
Stebbi gaf skýrslu um maraþonið í Frankfurt þar sem hann hljóp undir 3 klst en rakst heldur betur á vegginn. Það var heitt í hlaupinu og eins sagðist hann hafa gert taktisk mistök um að drekka of lítið. Það var svo merkilegt að eftir að lækarnir voru búnir að hirða hann upp hálfrænulausan og gefa honum saltvökva í æð þá var hann orðinn stálsleginn eftir svona tvo tíma og leið eins og hann hefði ekki hlaupið neitt. Hann fór að ræða við læknana þegar hann var orðinn brattari og sagðist meðal annars hafa tekið vel af magnesíum fyrir hlaupið. Það dugar alls ekki til sögðu þeir, þú verður að taka það einnig á meðan á hlaupinu stendur. Þetta er umhugsunarvert, meðal annars fyrir Laugaveginn. Það er náttúrulega ekki nógu gott ef hlauparar eru að drepast úr sinadrætti og ómögulegheitum í hlaupum bara fyrir vanþekkingu á þörf fyrir salt- og steinefnainntöku. Það er alveg óþarfi. Mótshaldari Laugavegshlaupsins ætti t.d. að gefa út leiðbeingar um steinefna- og saltinntöku til að minnka líkur á áföllum. Menn eiga ekki endalaust að þurfa að finna upp hjólið. Það er löngu búið að því.
Það er með ólíkindum hvað hægt er að þjálfa skrokkinn upp í. Monica Shultz hljóp 23 100 mílna hlaup á árinu 2001, þar af níu helgar í röð. Dean Karnasez hljóp fyrir skömmu 50 maraþon í 50 ríkjum Bandaríkjanna á 50 dögum. Hann endaði í NY maraþon og hljóp það á réttum 3 klst. Af því hann var orðinn vel volgur ákvað hann að hlaupa heim til sín, frá NY til San Francisko. Hann reiknar með að vera kominn heim um miðjan janúar. Í 50 hlaupa seríunni kláraði hann 5 pör af skóm, 18 sokka, missti þrjár neglur og fékk tvær blöðrur.
Fór á miðstjórnarfund hjá Framsókn eftir að heim var komið. Nýr formaður stimplaði sig inn með eftirtektarverðum hætti hjá fundarmönnum. Hann fór yfir þau mistök sem gerður var í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins og dró hvergi undan. Það var eins og þungu fargi væri létt af fundarmönnum sem þökkuðu formanni sínum af einlægni. Loksins er hægt að fara að tala opinskátt um hlutina.
Sá í fréttum í blöðum í gær að alþjóðleg könnun setti íslenskt samfélag í fjórða sæti í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Hef ég misst af einhverju? Hér hefur maður horft á sjálfskipaða sérfræðinga í jafnréttismálum margsskonar tala með andköfum í fjölmiðlum um ójafnrétti kynjanna á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum þannig að það hefur ekki verið annað að skilja en hér væri allt í ólestri á þessu sviði. Svo er staðan bara í fremstu röð í heiminum.
Það eru tveir þættir bandarískir sem ég horfi á í sjónvarpinu. Hina læt ég eiga sig. Annar er Sopranos. Hann er dásamlegur. Persónurnar eru þannig að það er ekki hægt annað en að bíta sig fastan í þetta samfélag. Sopranos er svona eins og Matador og Dallas, alveg ómissandi. Hinn þátturinn er Biggest Loser. Þar er hópur offitusjúklinga að keppa um hver missir flest kíló. Það er svakalegt að horfa á í hvaða vítahring fólk getur lent. Venjulegt fólk er komið upp í um 180 kg og er þó ekki hávaxið. Síðan er það fast í ákveðnum vítahring sem er eins og alkólismi eða eitthvað annað verrra. Eftir að það hefur misst svo og svo marga tugi kílóa kemur síðan í ljós myndarlegasta fólk innan undan öllu saman. Það er á hreinu að mínu mati að svona þættir geta vafalaust byggt upp nægilega mikið sjálftraust hjá einhverjum til að fara að takast á við eigin vandamál. Fast food fæði hefur vaxið gríðarlega að umfangi hérlendis á undanförnum árum. Til lengri tíma litið þá mun það hafa mikil áhrif á samfélagið og almennt heilsufar.
Fór í gærkvöldi upp í Reiðhöll að horfa á Strongman og taka myndir. Það er gaman að sjá þessa jötna takast á við óraunverulegar þyngdir. Mótið er haldið til minningar um Jón Pál Sigmarsson sem aldrei kom til greina sem íþróttamaður ársins enda þótt hann hefði unnið titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum og síðan extra súper keppni þar sem hann tókst á við tröllið Katzmejer frá Bandaríkjunum og Geoff Kapes frá Bretlandi og rúllaði þeim upp. Kvöldið áður hefði ég horft á keppnina frá Finnlandi árið 1989 þar sem Jón Páll sigraði OD Wilson með hálfu stigi og vann keppnina í fjórða sinn. Jón Páll er legend í þessum kreðsum enda ógleymanlegur öllum sem sáu hann í kepnni. Sköllótti finninn sem keppti við OD og Jón Pál árið 1989 var uppi í höll í gærkvöldi og hafði ekki elst neitt. Þjálfari hans, sem einnig var uppi í höll í gærkvöldi, hafði hins vegar elst meir. Benedikt stóð sig vel og var í fjórða sæti eftir gærdaginn.
Stebbi gaf skýrslu um maraþonið í Frankfurt þar sem hann hljóp undir 3 klst en rakst heldur betur á vegginn. Það var heitt í hlaupinu og eins sagðist hann hafa gert taktisk mistök um að drekka of lítið. Það var svo merkilegt að eftir að lækarnir voru búnir að hirða hann upp hálfrænulausan og gefa honum saltvökva í æð þá var hann orðinn stálsleginn eftir svona tvo tíma og leið eins og hann hefði ekki hlaupið neitt. Hann fór að ræða við læknana þegar hann var orðinn brattari og sagðist meðal annars hafa tekið vel af magnesíum fyrir hlaupið. Það dugar alls ekki til sögðu þeir, þú verður að taka það einnig á meðan á hlaupinu stendur. Þetta er umhugsunarvert, meðal annars fyrir Laugaveginn. Það er náttúrulega ekki nógu gott ef hlauparar eru að drepast úr sinadrætti og ómögulegheitum í hlaupum bara fyrir vanþekkingu á þörf fyrir salt- og steinefnainntöku. Það er alveg óþarfi. Mótshaldari Laugavegshlaupsins ætti t.d. að gefa út leiðbeingar um steinefna- og saltinntöku til að minnka líkur á áföllum. Menn eiga ekki endalaust að þurfa að finna upp hjólið. Það er löngu búið að því.
Það er með ólíkindum hvað hægt er að þjálfa skrokkinn upp í. Monica Shultz hljóp 23 100 mílna hlaup á árinu 2001, þar af níu helgar í röð. Dean Karnasez hljóp fyrir skömmu 50 maraþon í 50 ríkjum Bandaríkjanna á 50 dögum. Hann endaði í NY maraþon og hljóp það á réttum 3 klst. Af því hann var orðinn vel volgur ákvað hann að hlaupa heim til sín, frá NY til San Francisko. Hann reiknar með að vera kominn heim um miðjan janúar. Í 50 hlaupa seríunni kláraði hann 5 pör af skóm, 18 sokka, missti þrjár neglur og fékk tvær blöðrur.
Fór á miðstjórnarfund hjá Framsókn eftir að heim var komið. Nýr formaður stimplaði sig inn með eftirtektarverðum hætti hjá fundarmönnum. Hann fór yfir þau mistök sem gerður var í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í aðdraganda Íraksstríðsins og dró hvergi undan. Það var eins og þungu fargi væri létt af fundarmönnum sem þökkuðu formanni sínum af einlægni. Loksins er hægt að fara að tala opinskátt um hlutina.
Sá í fréttum í blöðum í gær að alþjóðleg könnun setti íslenskt samfélag í fjórða sæti í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna. Hef ég misst af einhverju? Hér hefur maður horft á sjálfskipaða sérfræðinga í jafnréttismálum margsskonar tala með andköfum í fjölmiðlum um ójafnrétti kynjanna á öllum mögulegum og ómögulegum sviðum þannig að það hefur ekki verið annað að skilja en hér væri allt í ólestri á þessu sviði. Svo er staðan bara í fremstu röð í heiminum.
Það eru tveir þættir bandarískir sem ég horfi á í sjónvarpinu. Hina læt ég eiga sig. Annar er Sopranos. Hann er dásamlegur. Persónurnar eru þannig að það er ekki hægt annað en að bíta sig fastan í þetta samfélag. Sopranos er svona eins og Matador og Dallas, alveg ómissandi. Hinn þátturinn er Biggest Loser. Þar er hópur offitusjúklinga að keppa um hver missir flest kíló. Það er svakalegt að horfa á í hvaða vítahring fólk getur lent. Venjulegt fólk er komið upp í um 180 kg og er þó ekki hávaxið. Síðan er það fast í ákveðnum vítahring sem er eins og alkólismi eða eitthvað annað verrra. Eftir að það hefur misst svo og svo marga tugi kílóa kemur síðan í ljós myndarlegasta fólk innan undan öllu saman. Það er á hreinu að mínu mati að svona þættir geta vafalaust byggt upp nægilega mikið sjálftraust hjá einhverjum til að fara að takast á við eigin vandamál. Fast food fæði hefur vaxið gríðarlega að umfangi hérlendis á undanförnum árum. Til lengri tíma litið þá mun það hafa mikil áhrif á samfélagið og almennt heilsufar.
Fór í gærkvöldi upp í Reiðhöll að horfa á Strongman og taka myndir. Það er gaman að sjá þessa jötna takast á við óraunverulegar þyngdir. Mótið er haldið til minningar um Jón Pál Sigmarsson sem aldrei kom til greina sem íþróttamaður ársins enda þótt hann hefði unnið titilinn Sterkasti maður heims fjórum sinnum og síðan extra súper keppni þar sem hann tókst á við tröllið Katzmejer frá Bandaríkjunum og Geoff Kapes frá Bretlandi og rúllaði þeim upp. Kvöldið áður hefði ég horft á keppnina frá Finnlandi árið 1989 þar sem Jón Páll sigraði OD Wilson með hálfu stigi og vann keppnina í fjórða sinn. Jón Páll er legend í þessum kreðsum enda ógleymanlegur öllum sem sáu hann í kepnni. Sköllótti finninn sem keppti við OD og Jón Pál árið 1989 var uppi í höll í gærkvöldi og hafði ekki elst neitt. Þjálfari hans, sem einnig var uppi í höll í gærkvöldi, hafði hins vegar elst meir. Benedikt stóð sig vel og var í fjórða sæti eftir gærdaginn.
föstudagur, nóvember 24, 2006
Nú eru mannbroddarnir dregnir fram og skokkað svo glymur í götunum. Síðasta vika var léleg vegna anna og storms og kulda en þetta stefnir allt til betri vegar. Þrátt fyrir frekar litla hreyfingu undanfarnar vikur þá steinliggur viktin á svona 82 kg, enda er óþarfa kolvetnaát ekki til staðar. Þetta er ekkert mál að sleppa kexi, kökum, sælgæti og öðrum óþarfa. Döðlur og aðrir ávextir ganga vel sem millimálasnakk.
Heyrði ánægjulega frétt í gær. Umhverfisráðherra hefur breytt tveimur reglugerðum. Hin fyrri var þess eðlis að öllum sem höfðu í hyggju að halda litla flugeldasýningu s.s. íþróttafélögum til að kynna vörur sínar hefur verið gert skylt að sækja um leyfi til umhverfisnefndar sveitarfélagsins (líklega vegna mengunarhættu). Þessar sýningar taka yfir leitt fljótt af og valda náttúrulega sára sára lítilli mengun. Svo skjóta allri landsmenn eins og þeir eiga lífið að leysa svo varla sést milli húsa a gamlárskvöld og fyrir því þarf engin leyfi. Svona getur ruglið verið.
Í öðru lagi breytti umhverfisráðherra reglugerð sem skyldaði alla sem höfðu í hyggju að halda litla brennu (ættarmót, sumarbústaðafélög, sólstöðuhátíðir o.s.frv. o.s.frv) til að sækja um leyfi til lögreglu og umhverfisnefndar. Nú þarf einungis að sækja um leyfi fyrir brennu sem er líkleg til að standa lengur en tvær klst eða stórar brennur eins og eru á gamlárskvöld. Ég veit að menn hafa verið að nöldra yfir þessari brennureglugerð og talið hana óþarfa. Embættismennirnir hafa vísað í Evrópusambandið og skýlt sér á bak við það og sagt að þetta séu reglur sem hafi komið með EES samningnum. Nú er náttúrulega komið á daginn að það var bara kjaftæði heldur áttu þessar reglugerðir rætur sínar að rekja til ofstjórnunaráráttu embættismanna þegar ráðherra getur breytt þeim eins og ekkert sé. Ég mað eftir því að ég fór að efast um þessi mál árið 2001 þegar ég fór með rútu frá Skiphóli til Brussel. Það rauk nefnilega því sem næst á hverjum bæ og því meir sem nær dró Brussel. Ég hef trú á að það sé víða tiltektar þörf í svona málum.
Heyrði ánægjulega frétt í gær. Umhverfisráðherra hefur breytt tveimur reglugerðum. Hin fyrri var þess eðlis að öllum sem höfðu í hyggju að halda litla flugeldasýningu s.s. íþróttafélögum til að kynna vörur sínar hefur verið gert skylt að sækja um leyfi til umhverfisnefndar sveitarfélagsins (líklega vegna mengunarhættu). Þessar sýningar taka yfir leitt fljótt af og valda náttúrulega sára sára lítilli mengun. Svo skjóta allri landsmenn eins og þeir eiga lífið að leysa svo varla sést milli húsa a gamlárskvöld og fyrir því þarf engin leyfi. Svona getur ruglið verið.
Í öðru lagi breytti umhverfisráðherra reglugerð sem skyldaði alla sem höfðu í hyggju að halda litla brennu (ættarmót, sumarbústaðafélög, sólstöðuhátíðir o.s.frv. o.s.frv) til að sækja um leyfi til lögreglu og umhverfisnefndar. Nú þarf einungis að sækja um leyfi fyrir brennu sem er líkleg til að standa lengur en tvær klst eða stórar brennur eins og eru á gamlárskvöld. Ég veit að menn hafa verið að nöldra yfir þessari brennureglugerð og talið hana óþarfa. Embættismennirnir hafa vísað í Evrópusambandið og skýlt sér á bak við það og sagt að þetta séu reglur sem hafi komið með EES samningnum. Nú er náttúrulega komið á daginn að það var bara kjaftæði heldur áttu þessar reglugerðir rætur sínar að rekja til ofstjórnunaráráttu embættismanna þegar ráðherra getur breytt þeim eins og ekkert sé. Ég mað eftir því að ég fór að efast um þessi mál árið 2001 þegar ég fór með rútu frá Skiphóli til Brussel. Það rauk nefnilega því sem næst á hverjum bæ og því meir sem nær dró Brussel. Ég hef trú á að það sé víða tiltektar þörf í svona málum.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Maður skilur Hattarmenn frá Egilsstöðum vel að þeir skuli vera súrir yfir úrskurði HSÍ yfir að dæma þá í stóra fjársekt fyrir að hafa forðað sér til lands vegna yfirvofandi óveðurs. Leikmenn Hattar eru vinnandi menn sem stunda handbolta í frístundum. Þeir fá að öllum líkindum enga aðra umbun en ánægjuna fyrir að spila handbolta. Þeir fá ekki greitt fyrir að spila á uppsprengdum töxtum og mega því varla við að missa dag og dag úr vinnu. Höttur sendir lið í fyrsta sinn til þátttöku í íslandsmóti meistaraflokks í ár og þetta eru trakteringanrar þegar upp koma aðstæður sem þeir ráða ekki við. Skilingsleysi HSÍ er vægt sagt undarlegt í tilviki sem þessu og handboltanum ekki til framdráttar.
Slátrun fuglanna í Húsdýragarðinum hefur vakið furðu margra og verður ákvörðunin sífellt undarlegri sem fleiri vinklar koma í ljós. Fram hefur komið að hænurnar fjórar greindust með mótefni fyrir einhverjum stofni í janúar eða febrúar. Ég hef lesið að það séu yfir 80 stofnar fuglaflensu til í heiminum. Ég var á leið fram hjá garðinum fyrir skömmu og þá voru að lenda flokkar gæsa í honum sem komu utan úr bæ til að fá sér snarl og félagsskap. Nú á að svelta þær burt með því að hætta að gefa þeim þar til fuglar koma í garðinn aftur. Hvað ætli verði gert þegar fuglar verða teknir í garðinn aftur og byrjað að gefa þeim. Ætli gestagæsir verði skotnar þegar þær fara að lenda í garðinum? Umræðan um fuglaflensuna var á margan hátt svo yfirdrifin síðastliðinn vetur að það var með ólíkindum. Þegar fannst dauður svanur upp við Elliðavatn voru menn svefnlausir dögum saman vegna þess að það tók um viku að fá dánarorsökina greinda út í Svíþjóð. Svo kom í ljós að hann drapst úr elli eða einhverju álíka venjulegu. Umræðan var þannig að það lá við að maður héldi að velferð þjóðarinnar væri í veði ef ekki væri byggð upp fullkomin greiningarstöð hérlendis fyrir ca 100 milljónir svo ekki þyrfti að bíða eftir árans útlendingnum við greiningu fugla. Það hefur svo ekki verið minnst á fuglaflensu í fjölmiðlum mánuðum saman. Bara alls ekki.
Minna á í þessu sambandi að störf fjárlaganefndar standa nú sem hæst.
Hún er allrar athygli verð greinin sem Jónína Ben. skrifar í Moggann í morgun. Ég hef einstaka sinnum hlustað á Útvarp Sögu og það var ekki allt fallegt sem þar var látið vaða.
Slátrun fuglanna í Húsdýragarðinum hefur vakið furðu margra og verður ákvörðunin sífellt undarlegri sem fleiri vinklar koma í ljós. Fram hefur komið að hænurnar fjórar greindust með mótefni fyrir einhverjum stofni í janúar eða febrúar. Ég hef lesið að það séu yfir 80 stofnar fuglaflensu til í heiminum. Ég var á leið fram hjá garðinum fyrir skömmu og þá voru að lenda flokkar gæsa í honum sem komu utan úr bæ til að fá sér snarl og félagsskap. Nú á að svelta þær burt með því að hætta að gefa þeim þar til fuglar koma í garðinn aftur. Hvað ætli verði gert þegar fuglar verða teknir í garðinn aftur og byrjað að gefa þeim. Ætli gestagæsir verði skotnar þegar þær fara að lenda í garðinum? Umræðan um fuglaflensuna var á margan hátt svo yfirdrifin síðastliðinn vetur að það var með ólíkindum. Þegar fannst dauður svanur upp við Elliðavatn voru menn svefnlausir dögum saman vegna þess að það tók um viku að fá dánarorsökina greinda út í Svíþjóð. Svo kom í ljós að hann drapst úr elli eða einhverju álíka venjulegu. Umræðan var þannig að það lá við að maður héldi að velferð þjóðarinnar væri í veði ef ekki væri byggð upp fullkomin greiningarstöð hérlendis fyrir ca 100 milljónir svo ekki þyrfti að bíða eftir árans útlendingnum við greiningu fugla. Það hefur svo ekki verið minnst á fuglaflensu í fjölmiðlum mánuðum saman. Bara alls ekki.
Minna á í þessu sambandi að störf fjárlaganefndar standa nú sem hæst.
Hún er allrar athygli verð greinin sem Jónína Ben. skrifar í Moggann í morgun. Ég hef einstaka sinnum hlustað á Útvarp Sögu og það var ekki allt fallegt sem þar var látið vaða.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Sá í Blaðinu í morgun að Kolbrún Bergþórsdóttir er ekki par hrifin af Eddu hátíðinni svokölluðu. Alltaf gott að fá það á tilfinninguna að maður sé ekki einn á báti. Mér finnst Kolbrún oft mjög skemmtilega frökk og orðheppin. Hún er nösk á að greina það sem máli skiptir. Mér finnst allt í lagi að einhver hópur fólks hittist og skemmti sér saman en að troða því í beina útsendingu, það er svolítið annað mál.
Í Mogganum í morgun var skýrt frá því að á 15 ára tímabili hefðu rúmlega 500 íslendingar stytt sér aldur, þar af 80% karlar. Sjálfsvíg er alltaf skelfilegur atburður en það vekur mann til umhugsunar hví er þessi mikli munur á kynjunum. Hvar er nú talskona feministafélagsins, karlahópur þess sama félags, kynjafræðingar og jafnréttisfólks allskonar? Hvar er nú umræðan um þörfina á rannsóknum og greiningum? Maður bara spyr?
Það var athyglisverð grein eftir einn af forystumönnum Aftureldingar í Mosfellsbæ í Mogganum í gær. Hann er að fjalla um kvennaknattspyrnuna og ýmislegt sem þar mætti betur fara. Meðal annars kemur hann inn á þá stöðu þegar þjálfarar einstakra liða eru samtímis þjálfarar kvennalandsliðsins í kvennaknattspyrnu. Hvort sem það er viljandi eða ekki þá dragast efnilegir og góðir leikmenn til þeirra félagsliða sem landsliðsþjálfarar þjálfa til að eiga betri aðgang að landsliðinu. Það segir sig sjálft. Maðurinn úr Mosfellsbæ talar beinskeitt um ráðandi klíkuskap í íþróttinni. Ekki skal eg dæma um það en það er ljóst að þróunin er áhyggjuefni. Bestu stelpurnar þjappast í örfá lið. Hver hefur gaman af því að horfa á leiki þar sem skoruð eru 10 - 15 mörk gegn engu? Maður tók út fyrir að horfa síðan á þetta sýnt í sjónvarpinu. Það er aldrei gaman að horfa á niðurlægingu. Það á ekkert skylt við spennandi íþróttakeppni. Ég er ekki búinn að gleyma illskunni í þjálfara Vals í haust þegar hann fékk ekki að tæta smástelpur úr FH í sig í lokaleiknum. Þegar svona uppákomur verða þá er eitthvað öðruvísi en á að vera.
Í Mogganum í morgun var skýrt frá því að á 15 ára tímabili hefðu rúmlega 500 íslendingar stytt sér aldur, þar af 80% karlar. Sjálfsvíg er alltaf skelfilegur atburður en það vekur mann til umhugsunar hví er þessi mikli munur á kynjunum. Hvar er nú talskona feministafélagsins, karlahópur þess sama félags, kynjafræðingar og jafnréttisfólks allskonar? Hvar er nú umræðan um þörfina á rannsóknum og greiningum? Maður bara spyr?
Það var athyglisverð grein eftir einn af forystumönnum Aftureldingar í Mosfellsbæ í Mogganum í gær. Hann er að fjalla um kvennaknattspyrnuna og ýmislegt sem þar mætti betur fara. Meðal annars kemur hann inn á þá stöðu þegar þjálfarar einstakra liða eru samtímis þjálfarar kvennalandsliðsins í kvennaknattspyrnu. Hvort sem það er viljandi eða ekki þá dragast efnilegir og góðir leikmenn til þeirra félagsliða sem landsliðsþjálfarar þjálfa til að eiga betri aðgang að landsliðinu. Það segir sig sjálft. Maðurinn úr Mosfellsbæ talar beinskeitt um ráðandi klíkuskap í íþróttinni. Ekki skal eg dæma um það en það er ljóst að þróunin er áhyggjuefni. Bestu stelpurnar þjappast í örfá lið. Hver hefur gaman af því að horfa á leiki þar sem skoruð eru 10 - 15 mörk gegn engu? Maður tók út fyrir að horfa síðan á þetta sýnt í sjónvarpinu. Það er aldrei gaman að horfa á niðurlægingu. Það á ekkert skylt við spennandi íþróttakeppni. Ég er ekki búinn að gleyma illskunni í þjálfara Vals í haust þegar hann fékk ekki að tæta smástelpur úr FH í sig í lokaleiknum. Þegar svona uppákomur verða þá er eitthvað öðruvísi en á að vera.
mánudagur, nóvember 20, 2006
Eddan var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Það er sjónvarpsefni sem ég er ekki að kaupa. Kemur það margt til. Nú getur það vafalaust verið svo að obbinn af þjóðinni sitji límdur yfir þessu og á er að bara ágætt. Það er allt í lagi að ákveðinn hópur fólks hittist og einhverjir fái verðlaun fyrir vel unnin störf en að það þurfi að hafa beina útsendingu frá viðburðinum er dálítið annað mál. Í fyrsta lagi pirrar mig að hafa beina útsendingu frá kampavínsdrykkjunni í upphafi til að sýna hverjir fái inngöngu í herlegheitin. Það sést ekki nógu vel að mati einhverra hverjir eru mættir undir sjálfri verðlaunaveitinunni svo það þarf að svingla um í upphafi með myndavélina á lofti. Í öðru lagi eru brandarar kynnanna sem hafa verið skrifaðir heima og æfðir fyrir framan spegilinn á baðinu til að vera viss um að ruglast ekki alveg hörmulegir. Kynnar eiga ekki að reyna að stela senunni heldur að vinna vinnuna sína. Í þriðja lagi eru þakkarræðurnar oft heldur sentimental. Ómar flutti flottustu þakkarræðuna. Í fjórða lagi fannst mér heldur skrítið að annar aðalkynnirinn skyldi vera þátttakandi í keppninni um verðlaunin fyrir besta sjónvarpsmann ársins og kosning stóð yfir á meðan á útsendingu stóð. Í fimmta lagi passar ekki að ausa yfir stjórnmálamenn mærðarfullu lofi fyrir vel unnin störf á samkomun sem þessum. Sú rulla er kyrjuð árlega. Í sjötta lagi var innkoma Péturs, gerfi hans og hlutverk einhvern veginn út úr kú, eins og hann er oft skemmtilegur þegar hann er orginal.
Myndin um Victoríu Guern, írska fréttamanninn, sem var myrt árið 1996 vegna þess að hún saumaði of mikið að dópsölunum var fín. Reyndar missti ég af upphafinu en það sem ég sá stóð fyrir sínu.Þarlend stjórnvöld tóku málin engum vettlingatökum eftir morðið heldur breyttu þau stjórnarskránni innan viku og fengu þar með heimild til að gera eigur einstaklinga upptækar sem gátu ekki gert grein fyrir hvernig þær voru fjármagnaðar. Ástandið í Dublin gjörbreyttist á eftir. Þar var ekkert persónuverndarkjaftæði á ferðinni. Hér er talað um ákveðna einstaklinga sem hafa auðgast á dópsölu og annarri undirheimastarfsemi, allir vita af þessu en enginn gerir neitt í því. Eins vita allir að ástandið gerir ekki nema versnar og versnar. Þingmenn virðast ekki hafa neitt þarfara til málanna að leggja en að þræta um hve mikil peningar hafa farið í að berjast gegn þessari þjóðarmeinsemd en alvöruaðgerðir þorir enginn að minnast á.
Í sænsku blöðunum Aftonblaðinu og Expressen er fjallað um eineltismál í morgun. Í öðru blaðinu er rakinn lífsferill 14 ára gamallar steplu sem framdi sjálfmorð eftir áralangt einelti í skóla og í hinu blaðinu er birtur úrdráttur úr dagbók stelpu sem er pínd og kvalin upp á hvern dag í skólanum. Í báðum tilvikum neituðu skólayfirvöld að um einelti sé að ræða heldur var viðkomandi einstaklingur gerður að sökudólgnum. Ég þekki nákvæmlega svona dæmi sem er ekki mjög gamalt þar sem það var orðinn siður og venja hjá krökkunum í ákveðnum grunnskóla að taka vissa krakka fyrir. Ég ætla ekki að rekja það frekar en hlutirnir breyttust ekki fyrr en foreldrarnir tóku sig saman og kröfðust þess að utanaðkomandi sérfræðingar kæmu til starfa með skólanum til að komast fyrir meinið. Grundvallar atriði í þeirri vinnu var ekki síst að vinna með gerendunum því þeim líður oft ekki síður illa en þeim sem fyrir eineltinu verða. Eftir þessa aðgerð gjörbreyttist andrúmsloftið í skólanum. Það dæmi sem ég þekki til átti sameiginlegt með þessum sænsku dæmum sem ég las um var að bæði var fórnarlambið álitinn vandamálið og í öðru lagi tregðuðust skólayfirvöld við að viðurkenna vandamálið. „Það er ekki einelti í mínum skóla“
Myndin um Victoríu Guern, írska fréttamanninn, sem var myrt árið 1996 vegna þess að hún saumaði of mikið að dópsölunum var fín. Reyndar missti ég af upphafinu en það sem ég sá stóð fyrir sínu.Þarlend stjórnvöld tóku málin engum vettlingatökum eftir morðið heldur breyttu þau stjórnarskránni innan viku og fengu þar með heimild til að gera eigur einstaklinga upptækar sem gátu ekki gert grein fyrir hvernig þær voru fjármagnaðar. Ástandið í Dublin gjörbreyttist á eftir. Þar var ekkert persónuverndarkjaftæði á ferðinni. Hér er talað um ákveðna einstaklinga sem hafa auðgast á dópsölu og annarri undirheimastarfsemi, allir vita af þessu en enginn gerir neitt í því. Eins vita allir að ástandið gerir ekki nema versnar og versnar. Þingmenn virðast ekki hafa neitt þarfara til málanna að leggja en að þræta um hve mikil peningar hafa farið í að berjast gegn þessari þjóðarmeinsemd en alvöruaðgerðir þorir enginn að minnast á.
Í sænsku blöðunum Aftonblaðinu og Expressen er fjallað um eineltismál í morgun. Í öðru blaðinu er rakinn lífsferill 14 ára gamallar steplu sem framdi sjálfmorð eftir áralangt einelti í skóla og í hinu blaðinu er birtur úrdráttur úr dagbók stelpu sem er pínd og kvalin upp á hvern dag í skólanum. Í báðum tilvikum neituðu skólayfirvöld að um einelti sé að ræða heldur var viðkomandi einstaklingur gerður að sökudólgnum. Ég þekki nákvæmlega svona dæmi sem er ekki mjög gamalt þar sem það var orðinn siður og venja hjá krökkunum í ákveðnum grunnskóla að taka vissa krakka fyrir. Ég ætla ekki að rekja það frekar en hlutirnir breyttust ekki fyrr en foreldrarnir tóku sig saman og kröfðust þess að utanaðkomandi sérfræðingar kæmu til starfa með skólanum til að komast fyrir meinið. Grundvallar atriði í þeirri vinnu var ekki síst að vinna með gerendunum því þeim líður oft ekki síður illa en þeim sem fyrir eineltinu verða. Eftir þessa aðgerð gjörbreyttist andrúmsloftið í skólanum. Það dæmi sem ég þekki til átti sameiginlegt með þessum sænsku dæmum sem ég las um var að bæði var fórnarlambið álitinn vandamálið og í öðru lagi tregðuðust skólayfirvöld við að viðurkenna vandamálið. „Það er ekki einelti í mínum skóla“
laugardagur, nóvember 18, 2006
Fór á Mýrina í gærkvöldi. Hvernig var hún? Auðvitað er einfaldast að segja að hún væri frábær og stórkostleg en ég keypti hana ekki alveg á þeim nótum. Það næst ekki þessi raunveruleikastemming sem þarf að vera í bíómyndum þegar manni finnst eins og leikendur lesi setningarnar upp af blaði. Manni fannst það vera svoleiðis á stundum. Ingvar fittaði ekki alveg inn í hlutverk Erlendar eins og manni fannst hann vera eftir bókinni. Annars vegar á hann að vera þurrpumpulegur og hálfgerður tuddi en svo dettur hann niður í sentimental stemmingar þar á milli. Hann reynir að vera eins og fjandinn við dóttur sína fyrst þegar hún leitar til hans í vandræðum án þess að vera þó trúverðugur en undir það síðasta er hann orðinn mjúkur ljóðalesari. Djöflaeyjan og Englar alheimsins náðu þessari stemmingu sem ég vil hafa í bíómyndum, raunveruleikastemmingu. Þeir tveir sem ég keypti fullu verði voru drullusokkarnir tveir, Elliði og Holberg. Það er náttúrulega hneyksli að Theódór Júlíusson skuli ekki einu sinni vera tilnefndur í Edduna svokölluðu í hlutverk sem aukaleikari. Hann kaupir maður á staðnum. Hann er holdgerfingur svona týpisks drullusokks og minnir mann á Hannibal Lecter. Hann er raunverulegur en líklega er menningarelítan ekki sammála manni um þetta. Allt um þetta, það var vel þess virði að fara á bíó.
Prófkjörahrina hefur gengið yfir og sýnist sitt hverjum um niðurstöðuna. Að margra mati er þetta hámark lýðræðisins en aðrir eru efins. Fjárausturinn er gengdarlaus og aðferðirnar tvíbentar. Maður spyr sig hvort þetta sé gangverk lýðræðisins þegar flokksbundnir eiga að velja á listann. Þá er gengið um með tvo undirskriftalista þar sem annars vegar einstaklingar geta skráð sig í flokkinn og síðan er annar listi við hliðina þar sem hinir sömu geta skráð sig úr flokknum. Dagsetnigin á þeim lista er svona tveim vikum seinni en á hnum fyrri. Mér finnst danska fyrirkomulagið vera gott. Þar geta kjósendur annað hvort krossað við lista á kjördag eða einstakling á einhverjum listanum. Þei einstaklingar sem fá flesta krossa eru kjörnir þingmenn. Þannig eru kosningar um leið vinsældakosning innan flokka. Þegar ég hef fylgst með dönskum þingkosningum þá veit maður að lokum kjördags hvað hver flokkur hefur fengið marga þingmenn en maður veitt ekki fyrr en eftir tvo til þrjá daga hvaða einstaklingar hafa verið kosnir á þing. Þetta fyrirkomulag er þannig að einstaklingar þurfa ekki að berjast við hvern annan í dýru prófkjöri þar sem sá ríkasti vinnur yfirleitt og á hinn kantinn þá geta flokksapparötin ekki troðið einstaklingum upp á kjósendur sem ómögulegt er að losna við. Þetta er lýðræðið í praxis.
Fór út kl. 8.00 í morgun. Frostið var 13 stig en logn. Hitti Pétur R. og Jóa í Fossvognum. Pétur hljóp með okkur vestur á bóginn og heim en við Jói tókum 20 km. hring. Fínn túr.
María keppti á Silfurmóti ÍR í Laugardalnum í dag. Henni gekk vel, vann til verðlauna og setti persónuleg met. Enda þótt mér þyki ekki sjálfgefið að kvennalandsliðið og karlalandsliðið í fótbolta eigi að fá sömu greiðslur (kem kannski að því síðar) þá finnst mér að strákar og stelpur eigi að fá sömu aðstöðu. Svo merkilegt sem það er í þessari fínu frjálsíþróttahöll sem er ein hin besta á Norðurlöndum, þá eru ekki fyrir hendi hæðartölutöflur við bæði hástökkssvæðin. Náttúrulega var taflan hjá strákunum. Svolítið pirrandi og óþarfi að láta svona smáhluti vanta.
Prófkjörahrina hefur gengið yfir og sýnist sitt hverjum um niðurstöðuna. Að margra mati er þetta hámark lýðræðisins en aðrir eru efins. Fjárausturinn er gengdarlaus og aðferðirnar tvíbentar. Maður spyr sig hvort þetta sé gangverk lýðræðisins þegar flokksbundnir eiga að velja á listann. Þá er gengið um með tvo undirskriftalista þar sem annars vegar einstaklingar geta skráð sig í flokkinn og síðan er annar listi við hliðina þar sem hinir sömu geta skráð sig úr flokknum. Dagsetnigin á þeim lista er svona tveim vikum seinni en á hnum fyrri. Mér finnst danska fyrirkomulagið vera gott. Þar geta kjósendur annað hvort krossað við lista á kjördag eða einstakling á einhverjum listanum. Þei einstaklingar sem fá flesta krossa eru kjörnir þingmenn. Þannig eru kosningar um leið vinsældakosning innan flokka. Þegar ég hef fylgst með dönskum þingkosningum þá veit maður að lokum kjördags hvað hver flokkur hefur fengið marga þingmenn en maður veitt ekki fyrr en eftir tvo til þrjá daga hvaða einstaklingar hafa verið kosnir á þing. Þetta fyrirkomulag er þannig að einstaklingar þurfa ekki að berjast við hvern annan í dýru prófkjöri þar sem sá ríkasti vinnur yfirleitt og á hinn kantinn þá geta flokksapparötin ekki troðið einstaklingum upp á kjósendur sem ómögulegt er að losna við. Þetta er lýðræðið í praxis.
Fór út kl. 8.00 í morgun. Frostið var 13 stig en logn. Hitti Pétur R. og Jóa í Fossvognum. Pétur hljóp með okkur vestur á bóginn og heim en við Jói tókum 20 km. hring. Fínn túr.
María keppti á Silfurmóti ÍR í Laugardalnum í dag. Henni gekk vel, vann til verðlauna og setti persónuleg met. Enda þótt mér þyki ekki sjálfgefið að kvennalandsliðið og karlalandsliðið í fótbolta eigi að fá sömu greiðslur (kem kannski að því síðar) þá finnst mér að strákar og stelpur eigi að fá sömu aðstöðu. Svo merkilegt sem það er í þessari fínu frjálsíþróttahöll sem er ein hin besta á Norðurlöndum, þá eru ekki fyrir hendi hæðartölutöflur við bæði hástökkssvæðin. Náttúrulega var taflan hjá strákunum. Svolítið pirrandi og óþarfi að láta svona smáhluti vanta.
föstudagur, nóvember 17, 2006
Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga lauk í dag. Þetta er stærsti fundur sveitarstjórnarmanna á ári hverju og sækja hann á bilinu 350 - 400 manns. Í tengslum við hann kemur Árbók sveitarfélaga út. Þetta er fín samkoma sem er farin að renna nokkuð smurt en möguleikar til að gera hana góða bötnuðu mikið eftir að Nordica Hotel tók í notkun sína góðu ráðstefnuaðstöðu. Eftir fund í gær lauð Landsbakinn til samsætis í aðalbankanum sem var vel sótt. Það er alltaf gott þegar þessum verkum er lokið því undirbúningur þeirra tekur mikið effort á haustdögum. Það er kalt þessa dagana og lítið hlaupið. Maður verður að sjá hvort það sé nægur dugur í manni til að taka hring í fyrramálið. Þetta er náttúrulega bara spurning um klæðnað.
Ofnotkun á hugtökum eða orðasamböndum verður til þess að þau verða að merkingarlausri klisju. „Kortéri fyrir kosningar“ er eitt hugtak sem er orðin að klisju. „Hann er maður að meiri“ er önnur klisja. Þessu er yfirleitt flaggað þega einhver brýtur af sér í starfi eða hagar sér á þann veg að honum er ekki vært. Frekar en að vera rekinn þá tilkynnir viðkomandi afsögn sína. Þá byrjar japlið á „Hann er maður að meiri“. Mér finnst að menn séu menn að meiri ef þeir rækja vinnu sína á þann veg að þeir þurfi ekki að víkja.
Það var hálf svakalegt að lesa um Kára og Áslaugu í Mogganum í morgun og hvernig þeim varð við að standa undir byssukjöftunum í Karabíska hafinu. Þau mega vafalaust þakka fyrir að vera ekki hreinlega drepin. Það er aldrei að vita hvað svona lið tekur upp á. Þess vegna hefði það getað drepið þau og stolið bátnum.
Ofnotkun á hugtökum eða orðasamböndum verður til þess að þau verða að merkingarlausri klisju. „Kortéri fyrir kosningar“ er eitt hugtak sem er orðin að klisju. „Hann er maður að meiri“ er önnur klisja. Þessu er yfirleitt flaggað þega einhver brýtur af sér í starfi eða hagar sér á þann veg að honum er ekki vært. Frekar en að vera rekinn þá tilkynnir viðkomandi afsögn sína. Þá byrjar japlið á „Hann er maður að meiri“. Mér finnst að menn séu menn að meiri ef þeir rækja vinnu sína á þann veg að þeir þurfi ekki að víkja.
Það var hálf svakalegt að lesa um Kára og Áslaugu í Mogganum í morgun og hvernig þeim varð við að standa undir byssukjöftunum í Karabíska hafinu. Þau mega vafalaust þakka fyrir að vera ekki hreinlega drepin. Það er aldrei að vita hvað svona lið tekur upp á. Þess vegna hefði það getað drepið þau og stolið bátnum.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Gott hlaup í gærkvöldi, dálítið kalt en með góðum klæðnaði þá er þetta í lagi. Það var athyglisvert viðtal við Arnar Jensson rannsóknalögreglumann í Mogganum í morgun. Hann fer yfir hvernig fjölmiðlum er misbeitt að hans mati í þeim tilgangi að gera vitni í Baugsmálinu ótrúverðug þannig að málflutningur þeirra verði léttvægur fundinn við vitnaleiðslur. Þetta er dálitið óhuggulegt ef satt er. Maður getur ekki annað en rifjað upp umræðuna í kringum fjölmiðlafrumvarpið og hvernig þeim fjölmiðlum sem hagsmuna áttu að gæta var miskunnarlaust beitt af fullum þunga í þeirri baráttu. Drottningarviðtölin við Jóhannes í Bónus eru einnig orðin nokkuð mörg þar sem hann veður af fullum þunga í nafngreinda menn. Það er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvernig staða sé orðin á þessu skákborði.
Hvaða frétt er það enda þótt nokkrir erlendir menn sitji við borð og reyni að læra mál innfæddra? Þetta gera allir sem vilja koma undir sig fótunum af einhverju viti í nýju landi. Maður sat og streðaði við að læra rússnesku á sínum tíma þegar ég vann í Rússlandi. Það þótti ekki fréttnæmt heldur sjálfsagður hlutur. Það er ekki ósjaldan sem ekki er hægt annað en að hrista hausinn yfir hinum svokölluðu fréttum sem er troðið upp í andlitið á manni gegn þvingunargreiðslum.
Hvaða frétt er það enda þótt nokkrir erlendir menn sitji við borð og reyni að læra mál innfæddra? Þetta gera allir sem vilja koma undir sig fótunum af einhverju viti í nýju landi. Maður sat og streðaði við að læra rússnesku á sínum tíma þegar ég vann í Rússlandi. Það þótti ekki fréttnæmt heldur sjálfsagður hlutur. Það er ekki ósjaldan sem ekki er hægt annað en að hrista hausinn yfir hinum svokölluðu fréttum sem er troðið upp í andlitið á manni gegn þvingunargreiðslum.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Fundur í 100 km félaginu í gær hjá Pétri Reimars. Tveir nýir félagar voru teknir inn, þeir Hilmar og Guðmundur Magni. Þeir kláruðu Århus 100 k í september með sóma. Þeir eru félagar nr. 12 og 13. Þeir sögðu okkur frá hlaupinu, og sýndu myndir. Næsta hlaup verður þann 8. sept. n.k. ef einhver er áhugasamur. Það var margt spjallað, menn velta fyrir sér leiðum í 100 km hlaupi hérlendis og eru ýmsar hugmyndir uppi. Það er greinilega bara spurning um tíma hvenær verður lagt í það, annað hvort á næsta ári eða þar næsta. Það er ekki spurning um að það sé til mannskapur, menn þurfa fyrst og fremst að koma sér niður á leið sem verði fastur punktur í svona hlaupi. Spurning er um þrjár útfærslur, hringhlaup, fram og til baka eða hlaupið milli tveggja staða. Síðasta úrfærslan er sú flóknasta varðandi mönnun. Það verður einnig að hugsa um að framkvæmdin sé ekki of flókin því þá þarf fleira fólk til að vinna við hlaupið.
Sá einkennilega grein í Mogganum í morgun. Þar fullyrti greinarhöfundur að hið hefðbundna þjóðríki sé dautt. Þvílík firra. Ég ætla rétt að vona að sá tími komi aldrei að íbúar álfunnar eða annara álfa verði einhve grár þjóðernislaus massi sem streymi frá og til eftir því sem stórfínansinn þarf á honum að halda. Það er dálítið einkennilegt að í sambandi við umræðu um málefni erlendra innflytjenda til Íslands að þá er mestu öfgana að finna hjá þeim sem segjast vera að berjast gegn öfgum. Þar eru stóryrðin, persónuníðið og upphlaupin. Lægst komst þó umræðan þegar einn pistlahöfundurinn skrifaði opið bréf til eiginkonu formanns frjálslynda flokksins sem er pólsk.
Sá einkennilega grein í Mogganum í morgun. Þar fullyrti greinarhöfundur að hið hefðbundna þjóðríki sé dautt. Þvílík firra. Ég ætla rétt að vona að sá tími komi aldrei að íbúar álfunnar eða annara álfa verði einhve grár þjóðernislaus massi sem streymi frá og til eftir því sem stórfínansinn þarf á honum að halda. Það er dálítið einkennilegt að í sambandi við umræðu um málefni erlendra innflytjenda til Íslands að þá er mestu öfgana að finna hjá þeim sem segjast vera að berjast gegn öfgum. Þar eru stóryrðin, persónuníðið og upphlaupin. Lægst komst þó umræðan þegar einn pistlahöfundurinn skrifaði opið bréf til eiginkonu formanns frjálslynda flokksins sem er pólsk.
mánudagur, nóvember 13, 2006
Seinni dagurinn á námskeiðinu hja Cristopher Lund va rí gær. Það var fínt og maður lærði helling eins og við var að búast. Það var ekkert hlaupið í gær eins og við var að búast en veðrið lokkaði. Nú stefnir bara í vetur í vikunni svo það verður að fara að draga fram lambhúshettu og utanyfirbuxur.
Fundur í kvöld hjá 100 km félaginu. Nýjir félagar og enn meiri afrek. Þetta stefnir allt í rétta átt.
Það var mikil prófkjörahrina um helgina. Víða kosið og úrslitin eins og kjósendur vildu en spurning með aðra. Það er talað dálítið um það af stjórnmálskýrendum að það sé karlahalli í efstu sætum á landsbyggðinni. Nú geta ástæður fyrir því verið margháttaðar en ég held að það megi ekki gleyma því að landsbyggðarkjördæmin þrjú eru gríðarstór. Norðvestur kjördæmi nær frá Akranesi vestur um firði og alla leið í Fljótin. Síðan nær Norðaustur kjördæmi frá Siglufirði og alla leið að sýslumörkum S - Múl og A - Skaft (einhversstaðar fyrir austan Lónið) og síðan nær Suður kjördæmið frá Höfn í Hornafirði (Lóninu) og alla leið til Vatnsleysustrandar. Þeir vita sem til þekkja að þessi kjördæmi eru gríðarlega stór og ef þingmenn ætla að halda sæmilegu sambandi við kjósendur sína þá útheimtir það mikil og erfið ferðalög að sumri jafnt sem vetri. Ef þingmenn sinna því ekki þá er sagt; "Hann kemur aldrei" og hann fær ekki fylgi í næsta prófkjöri.
Ég held, en ef að sjálfu sér ekkert fyrir mér í því annað en common sence , að konur leggi síður í að sækjast eftir þingmennsku í landsbyggarkjördæmum vegna hins gríðarlega álags og ferðalaga sem starfinu fylgir ef vel á að vera. Það er erfitt að sinna þingmennsku í landsbyggðarkjördæmunum. Því er það mín skoðun að fyrirkomulagið sjálft sé vandamálið en ekki það að konur á landsbyggðinni sækist síður eftir því að takast á við ábyrgðarmikil störf en á höfuðborgarsvæðinu. Svokallaðir "stjórnmálaskýrendur" minnast aldrei á þessa hlið mála. Kannski er hún einfaldlega vitlaus?
Fundur í kvöld hjá 100 km félaginu. Nýjir félagar og enn meiri afrek. Þetta stefnir allt í rétta átt.
Það var mikil prófkjörahrina um helgina. Víða kosið og úrslitin eins og kjósendur vildu en spurning með aðra. Það er talað dálítið um það af stjórnmálskýrendum að það sé karlahalli í efstu sætum á landsbyggðinni. Nú geta ástæður fyrir því verið margháttaðar en ég held að það megi ekki gleyma því að landsbyggðarkjördæmin þrjú eru gríðarstór. Norðvestur kjördæmi nær frá Akranesi vestur um firði og alla leið í Fljótin. Síðan nær Norðaustur kjördæmi frá Siglufirði og alla leið að sýslumörkum S - Múl og A - Skaft (einhversstaðar fyrir austan Lónið) og síðan nær Suður kjördæmið frá Höfn í Hornafirði (Lóninu) og alla leið til Vatnsleysustrandar. Þeir vita sem til þekkja að þessi kjördæmi eru gríðarlega stór og ef þingmenn ætla að halda sæmilegu sambandi við kjósendur sína þá útheimtir það mikil og erfið ferðalög að sumri jafnt sem vetri. Ef þingmenn sinna því ekki þá er sagt; "Hann kemur aldrei" og hann fær ekki fylgi í næsta prófkjöri.
Ég held, en ef að sjálfu sér ekkert fyrir mér í því annað en common sence , að konur leggi síður í að sækjast eftir þingmennsku í landsbyggarkjördæmum vegna hins gríðarlega álags og ferðalaga sem starfinu fylgir ef vel á að vera. Það er erfitt að sinna þingmennsku í landsbyggðarkjördæmunum. Því er það mín skoðun að fyrirkomulagið sjálft sé vandamálið en ekki það að konur á landsbyggðinni sækist síður eftir því að takast á við ábyrgðarmikil störf en á höfuðborgarsvæðinu. Svokallaðir "stjórnmálaskýrendur" minnast aldrei á þessa hlið mála. Kannski er hún einfaldlega vitlaus?
laugardagur, nóvember 11, 2006
Fór í gærkvöldi út að borða á Broadway á Hotel Ísland með Sigrúnu og vinnufélögum hennar. Þetta var ágætt að mörgu leyti. Maturinn var fínn og vel úti látinn. Maður hefur fengið smá innsýn í hvernig stóreldhús virka í gegnum Hells Kitchen og sér þar að það er ekki sjálfgefið að allt smelli. Það gerði það í gær. Sýningin var svona og svona. Hljómsveitin var fín en maður heyrir vel hvað Tina Turner er góð söngkona þegar maður heyrir aðrar söngkonur vera að taka lögin hennar. Mér fannst eitthvað vanta til að þetta gengi upp. Það er í sjálfu sér ekki mikið mál að safna saman ákveðinni collection af lögum með einhverjum söngvara og keyra þau í gegn samhengislaust og kalla það show eitthvað en til að þetta verði eitthvað annað en bara coverdæmi þá þarf smá kjöt á beinin. Hver er Tina Turner? Hvaðan er hún? Hvenær byrjaði hún að syngja? Hvaða lög urðu fyrst vinsæl með henni og Ike? Með hvaða lögum sló hún í gegn eftir að hún braut sig frá Ike? Og svo framvegis og svo framvegis. Það er hægt að koma svona umgjörð til áhorfenda með skjávarpa, þarf ekki að vera langt eða fyrirferðarmikið en eitthvað í þessum dúr vantaði að því mér fannst.
Fór á ljósmyndanámskeiðið í morgun og því var ekkert hlaupið. Maður er ekki svo harður að dagurinn sé tekinn kl. 6.00 á svona dögum, ekki enn. Það er fróðlegt að fá uppfræðslu af alvöru mönnum og vona að dagurinn á morgun verði ekki síðri.
Skítt að fá stöðumælasekt á laugardegi í afkima á Hverfisgötunni en svona er lífið.
Fór á ljósmyndanámskeiðið í morgun og því var ekkert hlaupið. Maður er ekki svo harður að dagurinn sé tekinn kl. 6.00 á svona dögum, ekki enn. Það er fróðlegt að fá uppfræðslu af alvöru mönnum og vona að dagurinn á morgun verði ekki síðri.
Skítt að fá stöðumælasekt á laugardegi í afkima á Hverfisgötunni en svona er lífið.
föstudagur, nóvember 10, 2006
Gærkvöldið bauð upp á ýmislegt. Það var Poweratehlaup, Jón Kr. frá Bíldudal var með tónleika í FÍH salnum í Rauðagerðinu til styrktar Melódíum minninganna, safninu sem hann hefur komið upp á Bíldudal og síðan var kjördæmisþing framsóknarmanna í Rvk suður. Auðvitað tók maður þann kostinn þar sem skyldumæting var og mætti á kjördæmisþing. Það hafði gengið ýmislegt á í aðdraganda þess eins og gengur en niðurstaðan var skynsamleg. Samþykkt var að viðhafa uppstillingu eins og þeir í norður hafa samþykkt og síðan var samþykkt mótatkvæðalaust að leita samkomulags við þá norðanmenn um að sameina kjördæmasamböndin. Öðruvísi mér áður brá. Að mínu mati er þetta ruglingslega fyrirkomulag félagskerfis flokksins í Reykjavík að ganga frá starfinu þar. Reykjavík er eitt sveitarfélag, einn pólitískur vettvangur og þar eiga menn að ráða ráðum sínum varðandi það pólitíska starf sem varðar kjördæmið allt á sameinuðum fundi eins og allir aðrir flokkar gera. Um þetta hafa staðið harðar deilur á undanförnum misserum og margir hafa ekki mátt heyra á það minnst að ræða þessa hluti einu sinni, hvað þá að fara að gera eitthvað í þeim. Ég og fleiri lögðum fram tillögu á landsþingi fyrir tæpum tveimur árum um að opna fyrir heimild í lögum flokksins um að í Reykjavík megi starfa eitt kjördæmisráð. Um þessa sakleysislegu tillögu urðu mikil átök og við atkvæðagreiðslu greiddu ótrúlegustu menn atkvæði gegn henni. Við mörðum 2/3 hluta atkvæða með litlum mun. Sú niðurstaða hefur í för með sér að nú er heimild til að fara að ræða hlutina en allir hugsandi menn sjá að núverandi fyrirkomulag er flokknum stórskaðlegt og hefur kynt undir flokkadrætti og klofning í honum. Má hann þó varla við slíku. Maður fór sáttari af fundi en þegar á hann var komið.
Fer á ljósmyndanámskeið hjá Cristopher Lund á morgun þar sem mest verður farið í gegnum RAW tæknina. Það er gaman að takast á við nýja hluti og læra eitthvað nýtt í þessum efnum. Ég er að verða allvel tækjaður og sé vel hvað það munar miklu að hafa þokkalegar linsur miðað við það sem maður hefur notast við.
Fer á ljósmyndanámskeið hjá Cristopher Lund á morgun þar sem mest verður farið í gegnum RAW tæknina. Það er gaman að takast á við nýja hluti og læra eitthvað nýtt í þessum efnum. Ég er að verða allvel tækjaður og sé vel hvað það munar miklu að hafa þokkalegar linsur miðað við það sem maður hefur notast við.
fimmtudagur, nóvember 09, 2006
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Fékk Marathon&Beyond í dag. Þar er löng grein um Scott Jurek, þann mikla hlaupara. Hann er lílkega mesti ultahlaupari í heiminum í dag. Hann sigraði Western States sjö sinnum í röð og þrem vikum eftir sigur í WS í fyrra setti hann brautarmet í Badwater. Í ár sigraði hann Spartathlon. Scott er grænmetisæta. Hann segist ekki endilega hlaupa hraðar vegna þess en segist viss um að hann sé fljótari að jafna sig eftir erfið hlaup vegna grænmetisfæðisins.
Það voru margir sem tóku þátt í NY maraþoni um helgina. Það væri gaman að upplifa það einu sinni. Mig langar til að fara til Boston í vor þar sem ég náði aðgöngumiða á það í vor í London. Maður þarf endilega að taka þessi stóru borgarmaraþon meðan maður er að þessu. NY, Boston, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur svo nokkur dæmi séu nefnd. Snautlegt að vita ekki af Helsinkimaraþoninu í sumar og standa svo og horfa á það.
Horfði á seinni partinn af viðtali við Egil Helgason á Sirkus í kvöld. Egill var rökfastur og talaði af þekkingu um afleiðingar hins mikla straums erlends fólks til Íslands þegar til lengri tíma er litið. Hann sagði t.d. að íslendingar hefðu hreinlega ekki efni á því að leggja í þann kostnað sem felst í því að kenna öllum þeim fjölda erlends fólks íslenskt mál sem kominn er til landsins. Sú staðreynd hefði aftur á móti í för með sér mikil útgjöld þó síðar verði sem allir sem vildu vita vissu í hverju felst. Dæmin liggja fyrir á Norðurlöndum. Því eru menn komnir í úlfakreppu. Hann spurði einnig um af hverju má ekki tala um þessa stöðu. Þvi er reynt að berja umræðuna niður með upphrópunum og tilvísunum um að viðkomandi séu rasistar. Það eru verstu viðbrögðin af öllum að mínu mati.
Það voru margir sem tóku þátt í NY maraþoni um helgina. Það væri gaman að upplifa það einu sinni. Mig langar til að fara til Boston í vor þar sem ég náði aðgöngumiða á það í vor í London. Maður þarf endilega að taka þessi stóru borgarmaraþon meðan maður er að þessu. NY, Boston, Berlín, Hamborg, Frankfurt, Kaupmannahöfn og Stokkhólmur svo nokkur dæmi séu nefnd. Snautlegt að vita ekki af Helsinkimaraþoninu í sumar og standa svo og horfa á það.
Horfði á seinni partinn af viðtali við Egil Helgason á Sirkus í kvöld. Egill var rökfastur og talaði af þekkingu um afleiðingar hins mikla straums erlends fólks til Íslands þegar til lengri tíma er litið. Hann sagði t.d. að íslendingar hefðu hreinlega ekki efni á því að leggja í þann kostnað sem felst í því að kenna öllum þeim fjölda erlends fólks íslenskt mál sem kominn er til landsins. Sú staðreynd hefði aftur á móti í för með sér mikil útgjöld þó síðar verði sem allir sem vildu vita vissu í hverju felst. Dæmin liggja fyrir á Norðurlöndum. Því eru menn komnir í úlfakreppu. Hann spurði einnig um af hverju má ekki tala um þessa stöðu. Þvi er reynt að berja umræðuna niður með upphrópunum og tilvísunum um að viðkomandi séu rasistar. Það eru verstu viðbrögðin af öllum að mínu mati.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
mánudagur, nóvember 06, 2006
Var norður á Ísafirði yfir helgina. Fór um miðjan dag á laugardag en á sunnudaginn vorum við þrír með seinni dag námskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn. Þetta námskeið var ætlað fyrir Vestfirðinga en síðar verða haldin álíka víðs vegar um land. Námskeiðið var fínt. Það er alltaf gaman að hitta það fólk sem maður er að vinna fyrir en sér of sjaldan.
Við komumst ekki suður a sunnudaginn eins og áætlað var vegna veðurs og slógum okkur því til rólegheita.
Sá að mikil umræða spannst um málflutning Magnusar Þórs Hafsteinssonar en hann hefur að undanförnu fjallað um nauðsyn þess að hafa stjórn á og eftirlit med hinum mikla straum erlends fólks til landsins. Ég var fljótur að senda honum skeyti og þakka honum fyrir að halda þessum málflutning á lofti. Eg hef á undanförnum misserum rifjað upp hvernig þróun mála var á Norðurlöndunum vegna þess að þarlendir ráðamenn vildu ekki horfast i augu við staðreyndir fyrr en um seinan. Það byrjar nátturulega strax þvælan um að þeir sem vilji fjalla um mikinn straum erlends fólks til landsins sáu rasistar og öfgafullir þjóðernissinnar. Már er spurn, hvenær hefur verið tekin ákvörðun um að Ísland eigi að vera fjölmenningarsamfálag eins og ýmsir svokallaðir pólitíkusar fjasa um að sé hið eina rétta. Því ekki að láta það fara i allsherjaratkvæðagreiðslu. Það má greiða atkvæði um hundahald og hvar flugvöllurinn á að vera og því þá ekki að greiða atkvæði um hvernig þjóðfelagið eigi að þróast. Það er ekki einkamál einhverra spekinga á 101 hvernig framtíðin lítur út.
Það er grundvallaratriði að stjórnvöld taki meðvitaða ákvörð um hvernig þessi mál eigi að þróast og stýri þróuninni eins og skynsamlegast er en láti þessi mál ekki bara þróast einhvernvegin og einhvernvegin. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð að hafa skoðun í þessu efni. Það er til dæmis ósköp billegt að láta umræðuna einvörðungu snúast um að það þurfi meiri pening i að taka á móti útlendingum. Það er of seint i rassinn gripið þegar i buxurnar er komið. Þetta er ekki spurning um að vera eitthvað á móti útlendingum eins og ýmsir vilja vera láta, þetta er spurning að hafa lágmarksstjórnun á því hvernig samfélagið þróast og hvernig framtídin lítur ut.
Hitti hlaupara á námskeiðinu á Ísafirði. Þar er um 20 manna hopur sem æfir reglulega. Það er alltaf gaman að hitta kollegana og heyra af vaxandi áhuga almennings áa þessu sviði.
Við komumst ekki suður a sunnudaginn eins og áætlað var vegna veðurs og slógum okkur því til rólegheita.
Sá að mikil umræða spannst um málflutning Magnusar Þórs Hafsteinssonar en hann hefur að undanförnu fjallað um nauðsyn þess að hafa stjórn á og eftirlit med hinum mikla straum erlends fólks til landsins. Ég var fljótur að senda honum skeyti og þakka honum fyrir að halda þessum málflutning á lofti. Eg hef á undanförnum misserum rifjað upp hvernig þróun mála var á Norðurlöndunum vegna þess að þarlendir ráðamenn vildu ekki horfast i augu við staðreyndir fyrr en um seinan. Það byrjar nátturulega strax þvælan um að þeir sem vilji fjalla um mikinn straum erlends fólks til landsins sáu rasistar og öfgafullir þjóðernissinnar. Már er spurn, hvenær hefur verið tekin ákvörðun um að Ísland eigi að vera fjölmenningarsamfálag eins og ýmsir svokallaðir pólitíkusar fjasa um að sé hið eina rétta. Því ekki að láta það fara i allsherjaratkvæðagreiðslu. Það má greiða atkvæði um hundahald og hvar flugvöllurinn á að vera og því þá ekki að greiða atkvæði um hvernig þjóðfelagið eigi að þróast. Það er ekki einkamál einhverra spekinga á 101 hvernig framtíðin lítur út.
Það er grundvallaratriði að stjórnvöld taki meðvitaða ákvörð um hvernig þessi mál eigi að þróast og stýri þróuninni eins og skynsamlegast er en láti þessi mál ekki bara þróast einhvernvegin og einhvernvegin. Stjórnvöld verða að axla þá ábyrgð að hafa skoðun í þessu efni. Það er til dæmis ósköp billegt að láta umræðuna einvörðungu snúast um að það þurfi meiri pening i að taka á móti útlendingum. Það er of seint i rassinn gripið þegar i buxurnar er komið. Þetta er ekki spurning um að vera eitthvað á móti útlendingum eins og ýmsir vilja vera láta, þetta er spurning að hafa lágmarksstjórnun á því hvernig samfélagið þróast og hvernig framtídin lítur ut.
Hitti hlaupara á námskeiðinu á Ísafirði. Þar er um 20 manna hopur sem æfir reglulega. Það er alltaf gaman að hitta kollegana og heyra af vaxandi áhuga almennings áa þessu sviði.
laugardagur, nóvember 04, 2006
Maður á náttúrulega ekki að vera kvikindislegur en þar sem ég sit við tölvuna og er að hlusta á Útvarp Sögu þá dynja á mér auglýsingar um að tryggja Dögg Pálsdóttur fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem FÓR fram þann 27. október.
Mér fannst það gott sem Arnaldur Indriðason sagði í morgun í viðtali í Fréttablaðinu um að framboð á fjölmiðlum sé svo mikið að það hafi örugglega aldrei jafn margir sagt jafn lítið um jafn margt eins og gerist nú á tímum. Þetta er náttúruleag rétt. Blaðrið er yfirgengilegt. Vitaskuld verða frétta- og dagskrárgerðarmenn að fylla út sínar mínútur og fercentimetra en sama er. Nú er allt yfirfullt í fjölmiðlum af því að einhver kona vill skipta út köllunum á götuljósum fyrir konur í nafni jafnréttisbaráttunnar. Fyrr má nú vera andsk.. vitleysan. Eiga karlmenn að ganga af göflunum yfir því að jörðin er með kvenkyns nafn að maður tali nú ekki um sólina og stjörnurnar. Tunglið er meira að segja hvorukyns. Kvenkyns prestar heimta að guð verði kvenkenndur. Eiga karlar að heimta að það verði skrifað og sagt sólinn og jörðinn?? Ég sé ekki annað en það verði að mæta rugli með bulli. Ég fór að hlaupa úti í morgun og félagi minn vakti athygli á því að göngustígurinn er merktur með karli sem er meira að segja með hatt. Skyldi götuvitakonan ekki hafa rekið augun í þetta?
Fór niður í Kringlu í gærkvöldiu og tefldi eina skák við Hrafn. Þá var hann kominn í 125. Hann vann að sjálfsögðu á snaggaralegan hátt. Kom við í morgun og tók nokkrar myndir af honum. Þá var hann búinn að vera að í 27 klst og tefla um 190 skákir. Glæsilegt hjá honum.
Fór ca 25 km í morgun í góðu veðri. Ætla til Ísafjarðar í eftirmiðdaginn ef verður flugfært. Kannski verðum við að keyra.
Mér fannst það gott sem Arnaldur Indriðason sagði í morgun í viðtali í Fréttablaðinu um að framboð á fjölmiðlum sé svo mikið að það hafi örugglega aldrei jafn margir sagt jafn lítið um jafn margt eins og gerist nú á tímum. Þetta er náttúruleag rétt. Blaðrið er yfirgengilegt. Vitaskuld verða frétta- og dagskrárgerðarmenn að fylla út sínar mínútur og fercentimetra en sama er. Nú er allt yfirfullt í fjölmiðlum af því að einhver kona vill skipta út köllunum á götuljósum fyrir konur í nafni jafnréttisbaráttunnar. Fyrr má nú vera andsk.. vitleysan. Eiga karlmenn að ganga af göflunum yfir því að jörðin er með kvenkyns nafn að maður tali nú ekki um sólina og stjörnurnar. Tunglið er meira að segja hvorukyns. Kvenkyns prestar heimta að guð verði kvenkenndur. Eiga karlar að heimta að það verði skrifað og sagt sólinn og jörðinn?? Ég sé ekki annað en það verði að mæta rugli með bulli. Ég fór að hlaupa úti í morgun og félagi minn vakti athygli á því að göngustígurinn er merktur með karli sem er meira að segja með hatt. Skyldi götuvitakonan ekki hafa rekið augun í þetta?
Fór niður í Kringlu í gærkvöldiu og tefldi eina skák við Hrafn. Þá var hann kominn í 125. Hann vann að sjálfsögðu á snaggaralegan hátt. Kom við í morgun og tók nokkrar myndir af honum. Þá var hann búinn að vera að í 27 klst og tefla um 190 skákir. Glæsilegt hjá honum.
Fór ca 25 km í morgun í góðu veðri. Ætla til Ísafjarðar í eftirmiðdaginn ef verður flugfært. Kannski verðum við að keyra.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Ég ætla að taka þátt í maraþoni á helginni, þó ekki því hefðbundna. Hrafn Jökulsson, skákfrömuður, ætlar að freista þess að ná 250 skáka marki í Kringlunni um helgina eða réttara sagt frá föstudegi til laugardags. Hrafn er mikill eldhugi og er aðdáunarvert að fylgjast með því uppbyggingarstarf sem hann hefur staðið fyrir á austurströnd Grænlands að kenna þarlendum börnum töfra skáklistarinnar. Það er það minnsta sem maður getur gert að leggja sitt litla lóð fram á þessa vogarskál, enda þótt ég kunni varla meir en mannganginn. Við Hrafn sátum saman eitt kjörtímabil í ferðamálanefnd Reykavíkur í minnihluta. Það var á árunum 1990 - 1994. Það var stundum svolítið gaman. Ætli ég fari ekki niðureftir seint á föstudagskvöldið og sjái til hvort það verði ekki pláss fyrir stutta skák.
Það hefur verið svolítil umræða um list og listsköpun að undanförnu. Hún hófst þegar fréttir bárust af því að einhverjir nemendur í Listaháskóla Íslands hefðu ekki getað tjáð sig í ljótleika á annan hátt en að míga yfir skólasystur sína. Ég verð nú að segja að mér finnst það hvorki frumlegt eða bera vott um mikla listsköpun. Ef menn komast ekki upp úr piss og kúk móralnum þegar komið er á háskólastig er ekki von á miklu þaðan af. Ég heyrði viðtal við annan listamann í gær. Hans listsköpun felst í því að hann slær sig meðvitundarlausan á svefnlyfjum og liggur síðan berstrípaður í sýningarsalnum á meðan gestir ganga um og skoða sýninguna. Það er ekkinörgrannt við að manni detti í hug saga H.C. Andersens um Nýju fötin keisarans við þessa yfirferð. Af hverju segir enginn við keisarann að hann sé ekki í neinum fötum.
Manni sýnist sem svo að skilgreining á list sé allt og ekkert. Allt sem þú gerir sé list ef út í það er farið. Þetta er í traun og veru bara spurning um markaðssetningu. Í þessu sambandi beinir maður sjónum sínum að hinu mikla og sígilda verki Hringrás sem er stillt út í Gallerí Skott. Ég hef nokkrum sinnum séð það verk. Það hefur ætíð verið fjölmenni á staðnum og nærstaddir hafa hópast að listaverkinu og höfundi þess. Menn hafa meir að segja rétt höfundi verksins peninga. Hvað vilja menn meira? Ég tilheyri þeim ágæta hópi sem færir list um landið. Listina til fólksins. Þetta er bara eins og hjá Stalín í árdaga. Hreyfanleg list er náttúrulega toppurinn. Listamennirnir eru á ferli á morgnana, síðan gjarna síðdegis og svo náttúrulega á kvöldin. Svo alltaf um helgar. Þeir fara oft margir saman og skjóta upp kollinum við ólíklegustu tækifæri. Aðgangur er ókeypis. Listaverkin eru til sölu fyrir rétt verð.
Það hefur verið svolítil umræða um list og listsköpun að undanförnu. Hún hófst þegar fréttir bárust af því að einhverjir nemendur í Listaháskóla Íslands hefðu ekki getað tjáð sig í ljótleika á annan hátt en að míga yfir skólasystur sína. Ég verð nú að segja að mér finnst það hvorki frumlegt eða bera vott um mikla listsköpun. Ef menn komast ekki upp úr piss og kúk móralnum þegar komið er á háskólastig er ekki von á miklu þaðan af. Ég heyrði viðtal við annan listamann í gær. Hans listsköpun felst í því að hann slær sig meðvitundarlausan á svefnlyfjum og liggur síðan berstrípaður í sýningarsalnum á meðan gestir ganga um og skoða sýninguna. Það er ekkinörgrannt við að manni detti í hug saga H.C. Andersens um Nýju fötin keisarans við þessa yfirferð. Af hverju segir enginn við keisarann að hann sé ekki í neinum fötum.
Manni sýnist sem svo að skilgreining á list sé allt og ekkert. Allt sem þú gerir sé list ef út í það er farið. Þetta er í traun og veru bara spurning um markaðssetningu. Í þessu sambandi beinir maður sjónum sínum að hinu mikla og sígilda verki Hringrás sem er stillt út í Gallerí Skott. Ég hef nokkrum sinnum séð það verk. Það hefur ætíð verið fjölmenni á staðnum og nærstaddir hafa hópast að listaverkinu og höfundi þess. Menn hafa meir að segja rétt höfundi verksins peninga. Hvað vilja menn meira? Ég tilheyri þeim ágæta hópi sem færir list um landið. Listina til fólksins. Þetta er bara eins og hjá Stalín í árdaga. Hreyfanleg list er náttúrulega toppurinn. Listamennirnir eru á ferli á morgnana, síðan gjarna síðdegis og svo náttúrulega á kvöldin. Svo alltaf um helgar. Þeir fara oft margir saman og skjóta upp kollinum við ólíklegustu tækifæri. Aðgangur er ókeypis. Listaverkin eru til sölu fyrir rétt verð.
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Sá góða frásögn eftir einn fremsta ultrahlaupara Dana nýlega. Það hafði farið fram umræða á dönskum spjallvef um hve mikið menn þyrftu að æfa fyrir ultrahlaup (100 km og lengri). Ýmsir höfðu verið að leggja höfðuðáherslu á magnið og kílómetrafjöldann. Jan (sá danski) var ósammála þessu. Hann lagði áherslu áað það væri hugsun á bak við æfingarnar frekar en einblína á kílómetramælinn. Lykilatriðið að hans mati er að venja líkamann við að brenna fitu. Ná sér í orku úr líkamsfitunni. Að hans mati gerist það best á æfingum ef harðinn er ekki of mikill. Hann segist ganga alltaf af og til frá upphafi á æfingum. Það hefur í för með sér að túr sem áður tók klukkutíma að hlaupa breytist í meiri fitubrennslutúr og þá taki hann kannski 1,5 klst í staðinn. Hann segist sem dæmi æfa 11 klst í viku og er því skipt niður á fimm daga. Skiptingin milli hlaupa og göngu er 7 klst hlaup og 4 klst ganga. Hann telur ekki kílómetra en skráir tímann. Hann er ekki háður fyrirfram ákveðnum leiðum vegna þessa og heldur frekar lágu tempói. Einusinni +í mánuðu fer hann langan túr sem getur verið maraþon eða lengra. Yfirleitt tekur hann 4 - 6 klst og er þá camelpokinn með í för. Hlaupin taka 2/3 af tímanum en gangan 1/3. Hann hefur nóg að borða og drekka með sér á þessum dögum, einnig til að venja líkamann við það á löngum túrum. Hann notar þessa tækni einnig í löngum hlaupum. Í 100 km hlaupi gengur hann smáspöl svona 60 sinnum í hlaupinu og notar þennan tíma til að borða og drekka í rólegheitum. Það tekur ekki mikinn tíma en hefur þann kost að líkaminn nýtir mat og drykk betur. Meiðslahætta minnkar verulega með þessari aðferð og einnig er auðveldara að æfa ef það er erfitt að fara út. Þessi dani er einn fremsti ultrahlaupari Dana eins og áður segir og hefur oft hlaupið yfir 200 km í 24 tíma hlaupi svo dæmi sé tekið.
Í þessu sambandi var einnig sagt frá því að þeir Danir sem hlupu Sparthathlon sl. haust höfðu borðið saman bækur sínar um hlaupamagn ársins. Flestir voru þeir með um 3000 km á ári. Það er ekki svakalega mikið.
Í þessu sambandi var einnig sagt frá því að þeir Danir sem hlupu Sparthathlon sl. haust höfðu borðið saman bækur sínar um hlaupamagn ársins. Flestir voru þeir með um 3000 km á ári. Það er ekki svakalega mikið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)