fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Stóískur köttur

  Posted by Picasa
Ég hélt satt að segja að aflátsbréf frá kónginum eða páfanum tilheyrðu liðinni tíð. En svo er víst ekki. Þeir sem hafa skrensað á hinum þrönga vegi dyggðanna geta fengið uppreisn æru frá forsetanum. Enda þótt einstaklingurinn hafi tekið út refsingu fyrir unnið afbrot þá er enn blettur á sakavottorðinu. Uppreisn æru þýðir ekki að sá blettur verði formlega strokaður út. Hvað þýðir þetta þá? Til að bæta gráu ofan á svart þá hefur einhver blaðamaðurinn á Fréttablaðinu ekki kunnað íslenskt mál betur en svo að hann talar um Johnsen hafi fengið uppreist æru. Svo hefur hver eftir hinum. Mogginn talar um uppreist æru í morgun. Hvar eru prófarkalesararnir? Í íslensku máli er alltaf talað um að einhver fái uppreisn æru. Það hef ég alltaf heyrt og lesið alla vega. Æran er ekki reist upp heldur rís hún upp að nýju eftir að eitthvað hefur komið fram svo sem nýjar upplýsingar eða sannleikur málsins.

Það var félagsfundur í UMFR36 í gærkvöldi. Fundarefnið var 6 tímahlaupið þann 16. september n.k. Það var vel mætt af þeim sem áttu heimangengt. Það þarf að fara yfir ýmsa hluti sem þurfa að vera klárir áður en lagt er í hann. Mæling brautar, næring, númer, klukka, starfsmenn, tilkynningar og að síðustu verðlaun og annað sem þátttakendur fá. Menn skiptu með sér verkum og það kemur vel í ljós að margar hendur vinna verkin létt. Félagi Jói ætlar að athuga með húfur þar sem hver þátttakandi í hlaupinu verður sjálfkrafa félagi í því ágæta ungmennafélagi UMFR36. Þar sem þetta verður fyrsta hlaup þessarar tegundar hérlendis þá er rétt að hafa smá viðbúnað og gera daginn eftirminnilegann fyrir þá sem taka þátt í hlaupinu. Það verður hlaupið á hringnum í Nauthólsvíkinni þar sem Pétur hélt afmælishlaupið sitt. Fundarmenn höfðu heyrt að einrjum óaði við að hlaupa svona lengi á ekki lengri hring. Það er einmitt lóðið. Löng hlaup krefjast einbeitningar og öðruvísi hugsunar en skemmri hlaup. Tímahlaup eru þeim kostum búið að það ræður hver sínum hraða sjálfur og fer þá vegalengd sem honum hentar á tilteknum tíma. Svona hlaup eru því kjörinn vettvangur til að æfa sig fyrir þá sem hyggja á að takast á við enn lengri hlaup í framtíðinni. Það verður einhver reitingur sem tekur þátt í hlaupinu. Það dregur eitthvað úr þátttökuað margir góðir maraþonhlauparar ætla að taka þátt í Berlínarþoninu smeverður viku síðar. Ég hef ekki miklar áhyggjur af fjöldanum. Aðalatriðið er að brjóta ísinn og þá byggist þetta upp með tímanum eins og annað. Ég sé á norrænum vefsíðum að hlaup af þessum toga njóta sívaxandi vinsælda í nálægum löndum. Nýlega tóku 78 þátt í 6 tíma hlaupi á Eidsvall rétt utan við Osló og var það mikil aukning frá fyrra ári. Svona hlaup var haldið í fyrsta sinn á Borgundarhólmi í maí og í Eistlandi nú í ágúst. Þetta stefnir í ákveðna átt, hærra upp og lengra fram.

Félagi Jörundur bregst ekki frekar en fyrri daginn. Hann mætti með gjöf til húsráðenda, sjálft Draumalandið. Til að fyrirbyggja ófyrirsjáanlega atburði taldi hann öruggara að taka sjálfur plastið utan af bókinni í votta viðurvist. Þetta er vel þegin gjöf og verður lesin af áhuga. Ég hafi ekki komið því í verk að kaupa bókina en hafði hug á því þannig að þetta smellpassaði.

þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Logn í Grundarfjarðarhöfn

  Posted by Picasa
Horfði nýlega á stærstan hluta af þætti á Stöð 2 þar sem svokallað drottningarviðtal var tekið við Jóhannes í Bónus. Viðtalið var auglýst sérstaklega fyrirfram og svo var mikið haft við að það var í opinni dagskrá fyrir þá sem ekki hafa áskrift að Stöð 2. Jóhannes fór mikinn í viðtalinu og talaði eins og sá sem mátturinn tilheyrir. Eftir viðtalið sitja ákveðnar spurningar í huga manns. Þær eru eftirfarandi: Er Jóhannes að nota eignastöðu sína og aðstöðu í fjölmiðlum til að koma höggi á þá aðila sem honum líkar af einhverjum ástæðum ekki við og/eða eru fyrir honum og hans mönnum eða er til staðar hópur áhrifa manna (sem Jóhannes nafngreindi mjög ákveðið)sem hefur notað flest tiltæk meðöl til að knésetja þá feðga og fleiri af viðskiptafélögum þeirra vegna einhverra ástæðna sem ég ætla ekki að tiltaka hér. Ég veit ekki svörin en tilhugsunin um að annað atriðið (hvort þeirra sem er) geti veri rétt gerir það að verkum að það setur að manni ákveðinn ugg.

Það var kalt á Laugardalsvellinum í gærkvöldi þegar Víkingar og Keflavík spiluðu í undanúrslitum bikarsins. Góð stemming var á pöllunum og er gaman að sjá hve stuðningsmenn margra liða eru farnir að halda góðum dampi leikinn á enda. Víkingur tapaði illa og er þessi leikur dæmi um þegar allt fellur annars vegar. Keflvíkingar voru betri aðilinn en munurinn er ekki svona mikill á getu liðanna.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Kirkjufell við Grundarfjörð

  Posted by Picasa
Kom vestan frá Grundarfirði í gærkvöldi. Við fórum þangað þrjú á laugardagsmorgun með stelpurnar í 4. flokki Víkings sem hafa verið að keppa í 7 manna fótbolta í sumar. Á Grundarfirði fór fram úrslitakeppni bestu liða landsins í þessum aldurflokki. Víkingur, Grundarfjörður, Sindri, Tindastóll og KS/Leiftur spiluðu þarna til úrslita. Þetta var fín helgi, fyrri daginn var veður eins og best gat verið en aðeins fór að vinda á sunnudaginn. Aðstæður voru fínar hjá Grundfirðingum, góður völlur og allar leiðir stuttar. Í höfninni lá skemmtiferðaskip þegar við komum sem lét úr höfn skömmu síðar. Gott að slík skip komi annarsstaðar en í stærstu hafnir landsins.

Víkingsstelpurnar stóðu sig vel, utan vallar sem innan. Þær enduði í öðru sæti, unnu þrjá leiki örugglega en töpuðu gegn Sindra í jöfnum og spennandi leik. Sindri endaði því sem íslandsmeistari. Cardaclia hefur byggt upp vel agað og skipulagt lið á Hornafirði sem nær verðskulduðum árangri. Það er gaman að fara með þessum krökkum þegar allt gengur vel og þau eru til fyrirmyndar í alla staði.

Það er orðið breytt sem áður var þegar engu foreldri datt í hug að fara með í svona ferðir. Nú er það víðast hvar alger forsenda fyrir svona ferðum að foreldrar fari með þjálfaranum til aðstoðar. Þó er það ekki algilt. Hjá einu liðinu fyrir vestan var ungur strákur skilinn eftir einn með liðið seinni daginn en hann var ca tveimur árum eldri en stelpurnar sem hann var með. Strákurinn stóð sig vel en honum var bara fengið verkefni sem erfitt er að láta ungling standa undir. Síðan gerist það að það meiðist ein stelpan úr hópnum hans í leik og endaði með að hún var flutt á sjúkrahúsið á Akranesi. Það er ekki hægt að legga það á ungling að standa einn þegar slíkt kemur upp á. Því ætti það að vera meginregal í svona ferðum að foreldrar séu með þjálfara til halds og trausts, ekki síst þegar þjálfarinn er ungur að árum.

Hitti gamla vinkonu að vestan á Grundarfirði. Hún var nýflutt til bæjarins frá Bíldudal. Ástæðan fyrir flutningnum var að yngsti sonur hennar er að klára grunnskóla og sökum fámennis á Bíldudal treysti hún sér ekki til að hafa strákinn þar í skólanum ýmissa lhuta vegna. Þegar eru einungis um 20 börn eftir í skólanum eða eitt til þrjú í árgangi þá er staðan orðin erfið. Félagslegi þátturinn er ekki síður mikilvægur en sá námslegi.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Það hefuer verið gaman að kíkja á síðuna hjá Bibbu í dag og fylgjast með Berki skrefa hálfa leið í kringum Mont Blanc. Þetta er alvöru hlaup með fjöllum, dölum og löngum brekkum bæði upp og niður. Hann verður 14 - 15 klst að klára hlaupið sem er ágætur tími það ég best sé enda Berki ekki fisjað saman. Menn geta ímyndað sér að halda áfram eftir Laugaveginn úr Þórsmörk og fara alla leið yfir Fimmvörðuháls í Skóga þá fæst hugmynd um hvað hann er að gera. Svo er bara að snúa við og halda sem leið liggur upp í Landmannalaugar aftur!! Þá er það orðið ágætt. Þetta hlaup hjá Berki er svona könnunarhlaup. Á næsta ári ætlar hann að fara alla leið.

Þetta er magnað hvernig tæknin er orðin að hafa fengið bæði símtöl, SMS og myndir úr hlaupinu. Bráðum geta menn fylgst með svona hlaupum í beinni útsendingu í gegnum gerfihnött.

Ég hef farið nokkra daga út að hlaupa í hádeginu. Það er svo sem ekkert stór afrek en sama er. Ef maður notar tímann vel þá gagnast þetta ágætlega. mMeð því að taka ca 4 km á góðum hraða fær maður ágæta hraðaæfingu út úr þessu. Tekur ekki langa stund og tryggir að maður hreypur alltaf eitthvað hvern dag.

Frestaði fundi í UMFR36 í gær en hann verður haldinn á miðvikudag í næstu viku. Þá þarf að fara yfir ýmsa praktiska hluti fyrir 6 tíma hlaupið um miðjan sept. Slíkt hlaup er mjög gott sem undirbúningur fyrir t.d. 100 km hlaup því þá geta menn æft taktiskt upplegg sem er töluvert öðruvísi en í maraþoni. Flestir þeir sem hlupu maraþon í RM geta lokið 6 tíma hlaupi nokkuð auðveldlega. Ég geri þó ekki ráð fyrir að það komi mikill fjöldi, en sama er það koma vonandi nógu margir til að þatta verði góður dagur fyrir hlauparasamfélagið. það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Farið á kláf yfir Kringilsá

  Posted by Picasa
Fór út í hádeginu í gær, líklega í fyrsta sinn. Það var ekki langt, líklega svona 4 km en sama var, þetta var fínt. Tók svo annað hlaup í eftirmiðdaginn þegar heim var komið þannig að dagurinn gerði sig ágætlega.

Las pistilinn eftir Sigurð P um æfingaálag manna sem vilja ná árangri. Eitt er magnið, hitt eru gæðin. Þegar þetta tvennt er brætt saman þá verður árangurinn góður. Lykillinn í árangri norðmannsins sem Sigurður P vísar til eru tvær hraðaæfingar í viku, langt hlaup á helginni og síðan gott hlaup á góðum hraða einu sinni í viku. Þar til viðbótar er gott að bæta rólegum hlaupum við eftir smag og behag. Ég held að þessu formúla sé mjög góð enda þótt menn séu ekki að stefna á heimsárangur. Ég er alltaf að sjá það betur og betur hve hraðaæfingarnar skipta miklu máli í þessu samhengi. En eins og norðmaðurinn vinur Sigurðar P sagði; Þær er best að taka í hóp.

Ég er mjög ánægður með árangur af breyttu mataræði í byrjun júlí. Ég hef lést um a.m.k. fjögur kíló og langar ekkert í sælgæti eða sætar kökur. Ég hef minnkað verulega skammtana af kartöflum, hrísgrjónum og pasta og borða það yfirleitt ekki. Með þessu áframhaldi verð ég kominn í þá þyngd sem ég vil vera í um áramót í rólegheitum, svona undir 80 kg. Það getur vel verið að maður auki kolvetnaátið þegar æfingaálag eykst en það verður þá undir kontrol.

Það er margt sem menn gera. Nú var einn bandaríkjamaður að klára að hlaupa maraþon í öllum ríkjum Bandaríkjanna á jafnmörgum dögum og einu hlaupi betur. Það síðasta hljóp hann á 3.29. Dean Karnazes ætlar að leika þetta eftir í haust. Las nýlega frásögn norðmanns sem tók þátt í 100 hlaupi í Colorado. Það fór fram í verulegri hæð þannig að loftþynninginn tók toll. Norðmaðurinn þurfti að hætta fyrir hálft hlaup af þeim sökum. Í greininni kom fram að einungis fjórir norðmenn hafa náð því að fá beltissylgjuna góðu sem eru hefðbundin verðlaun fyrir lúkningu 100 M hlaup í Bandaríkjunum.

Gaman verður að fylgjast með Berki á morgun í þriggja landa hlaupinu kringum Mont Blanc. Þetta hlaup er nokkurs konar könnunarhlaup hjá honum því hann stefnir að því að hlaupa það allt (158 km) á næsta ári. Í svona erfiðum hlaupum skiptir mestu máli að tvinna saman skynsemi og úthald. Þar verður að vera hæfilegt jafnvægi á milli. Ég efa ekki að Berki gegnur vel og hann klárar sig af þess ef ekkert óvænt kemur upp á. Með góðum undirbúningi er hægt að minnka líkurnar af slíku verulega.

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Möðrudalur á fjöllum

  Posted by Picasa
Ég sá um daginn frétt á BBC world news sem fjallaði um Ísland. Í fréttinin var fjallað um varnir landsins. Í stuttu máli voru þær á þá leið að landið væri varnarlaust og væri eina landið innan NATO sem svoleiðis væri fyrir. Hér væru u.þ.b. 1000 vopnlauasr löggur og tveir strandgæslubátar. Þetta var ekki sérstaklega uppörvandi frétt.

Fór út að skokka í gærkvöldi í Elliðaárdalnum. Nú þarf maður að fara að æfa hringhlaup af nokkrum krafti fyrir 6 tíma hlaupið í september. Það var hlýtt og gott enda þótt það rigndi svolítið. Þar sem ég var að hlaupa niður frá brúnni sunnantil þá kom á eftir mér strolla af reiðhjólaköppum (nær 10) á verulegri ferð. Ég hefði ekki viljað mæta þeim á þeim hlutum stígsins þar sem er mjög blint. Þegar maður er búinn að hlaupa noklkra hríð þá horfir maður niður og einbeitir sér. Einhvernveginn finnst mér reiðhjólamenn á töluverðri ferð og hlauparar ekki eina saman á hinum þröngu og krókóttu stígum í Elliðaárdalnum. Allavega verða þá báðir aðilar að hafa vaðið fyrir neðan sig og gera ráð fyrir að það geti einhver komið á móti.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Kvöldganga


A slow walk in the sunset
Originally uploaded by Gunnlaugur.

Hitti í gær fólk sem var að vinna við Reykvíkurmaraþonið. Þá er gjarna farið yfir hlaupið og það sem sem vel gekk og það sem betur mátti fara. Það skemmtilega var hinn gríðarlegi fjöldi sem tók þátt í hlaupinu sem sýnir að með mikilli umfjöllun og góðum undirbúningi er hægt að gera Reykjavíkurmaraþonið að mjög stórri fjölskylduhátíð. Nokkiur atriði stóðu þó upp úr sem betur þurfa að fara. Markmiðið á náttúrulega að vera að framkvæmdin gangi smurt fyrir sig og allt sé í lagi. Maður sér framkvæmd hlaupa með 35 þúsund manns ganga fyrir sig eins og vel smurða vél og því þá ekki hér.

Þessi atriði stóðu meðal annars upp úr þar sem betur mátti fara að þeirra mati:

1. Bolir kláruðust. Það er ekki nógu gott því það borga allir sömu upphæð og því eiga allir að fá sömu þjónustu. Hægt er að komast hjá þessu með því að hafa bolina ótímasetta og hafa þannig nóg af þeim. Bolurinn sem maður fékk í í pokanum í London maraþoninu var ótímasettur en hins vegar voru bolirnir sem maður keypti með ártali.
2. Það er erfitt að hafa skráningu í hlaup fram á síðustu stundu. Það eykur hættu á ruglingi og getur sett af stað eitthvað kaosástand. Spurning hvort eigi ekki að loka fyrir skráningu kvöldið áður og kynna það vel. Menn geta skoðað veðurfréttirnar þá þannig að það eigi ekkert að koma á óart í þeim efnum. Með reglum byggist upp agi og formfesta sem allir vita af.
3. Latabæjarhlaupið var góð hugmynd en það var ekki pláss fyrir hinn mikla mannfjölda sem tók þátt í því ásamt öðrum hlaupurum í Lækjargötunni. Þegar hinir fyrstu voru búnir að hlaupa sína 1,5 km voru hinir síðustu ekki komnir af stað vegna þrengsla. Þarna þarf að skipuleggja hlutina betur. Einnig var misbrestur á að það fengju allir sömu vörur í pokunum sem börnin fengu í Latabæjarhlaupinu því Glitnir var að rugla í þeim hlutum fram á síðustu stundu. Lykilatriði er að það fái allir alltaf það sama því annars skapast óánægja og pirringur.
4. Aðkoma Glitnis var mjög góð og gerði það að verkum að hlaupið fékk miklu meiri athygli og þátttöku en ella. Aðkoma slíkra stuðningsaðila var hlaupinu tvímælalaust til góða. Á hinn bóginn mega menn vara sig á því að selja stuðningsaðilum sálu sína í slíkum samningum. Það er náttúrulega óþolandi að hafa markaðsstjóra Glitnis eins og óða manneskju á marklínunni í maraþoninu og gera starfsfólki erfitt fyrir um að vinna vinnuna sína vegna þess að öll athygli hjá markaðsstjóranum snerist um starfsfólk Glitnis og að beina athygli fjölmiðla að því þegar forstjóri Glitnis kom í mark. Vinna við hlaupið og framganga þess verður að hafa forgangi þannig að ekki sé hætta á ruglingi á ráslínu. Skaðinn af slíkri uppákomu getur verið mjög slæmur.


Gott viðtal við Ásgeir í Fréttablaðinu í morgun. Sérstaklega gaman að lesa hvað það var sem gaf honum spark í rassinn svo hann fór að aka sjálfum sér tak. Þetta minnti mig á frásögn Ólafs Arnar þingmanns sem var þegar hann gafst upp í göngu á Hvannadalshnjúk innan við fertugt sökum innanfitu og hreyfingarleysis. Á næstu árum átti hann hins vegar bæði eftir að ganga yfir Grænlandsjökul og á Suðurskautið því í kjölfar uppgjafarinnar í hlíðum Hvannadalshnjúks skipti hann um gír.

Sá einnig í Fréttablaðinu í morgun að það hafi verið allt vitlaust á sýningu Chiperdales strákanna á Broadway í gærkvöldi. Uppselt var á sýninguna og gríðarleg stemming. Ég sakna þess að talskona Feminstafélagsins hafi ekki tjáð sig um sýninguna og þá staðalímyndarstefnu sem svona sýningar hljóta að hafa í för með sér. Maður getur rétt ímyndað sér hvaða augum konurnar sem skemmtu sér svo vel á Broadway í gærkvöldi líta kallinn sinn þegar heim er komið. Kannski er talskonan bara ekki vöknuð enn eftir vel heppnaða skemmtun í gærkvöldi, eða hvað veit ég!!

mánudagur, ágúst 21, 2006

Af Möðrudalsöræfum

  Posted by Picasa
Rakst nýlega á þessa sögu. Læt hana duga í dag.

Fyrir um það bil fimm árum sendi einhver dæmisögu um skattalækkanir í lesendadálk Chicago Tribune. Dæmisagan hefur ferðast nokkuð víða og er svohljóðandi í sæmilega hroðvirknislegri endursögn:

Tíu menn hafa þann sið að borða reglulega saman á ónefndu veitingahúsi. Reikningurinn hljóðar alltaf upp á 100 þúsund krónur. Hins vegar er hann greiddur með svipuðum hætti og fólk borgar skattana sína. Á veitingahúsinu skiptist því reikningurinn ekki upp í tíuþúsund kall á hvern og einn, heldur með eftirfarandi hætti:

#1 borgar ekkert,
#2 borgar ekkert,
#3 borgar ekkert,
#4 borgar ekkert,
#5 borgar eitt þúsund krónur,
#6 borgar þrjú þúsund krónur,
#7 borgar sjö þúsund krónur,
#8 borgar tólf þúsund krónur,
#9 borgar átján þúsund krónur og loks;
#10 borgar restina, sem eru heilar 59 þúsund krónur.

Þeir fyrstu fjórir eru þeir tekjulægstu í hópnum og sá tíundi sá efnaðasti.

Eigandi veitingahússins tekur sig hins vegar til einn daginn og lækkar verðið á reikningnum, úr 100 þúsund í 80 þúsund, sem væri jafngildi skattalækkunar, svona yfir heilt þjóðfélag.

Þetta breytir ögn hvernig staðið er að greiðslu reikningsins:

#1 borgar áfram ekkert,
#2 borgar áfram ekkert,
#3 borgar áfram ekkert,
#4 borgar áfram ekkert,
#5 borgaði áður eitt þúsund krónur, en borgar nú ekkert (sparar 1 þúsund krónur)
#6 borgaði þrjú þúsund krónur, en borgar nú 2 þúsund (sparar 1 þúsund krónur)
#7 borgaði sjö þúsund krónur, en borgar nú 5 þúsund (sparar 2 þúsund krónur)
#8 borgaði tólf þúsund krónur, en borgar nú 9 þúsund (sparar 3 þúsund krónur)
#9 borgaði átján þúsund krónur, en borgar nú 14 þúsund (sparar 4 þúsund krónur) og loks;
#10 borgaði restina, sem var 59 þúsund krónur, en er nú 50 þúsund (sparar 9 þúsund krónur.)

Með öðrum orðum borga allir, sem á annað borð drógu upp veski, minna en áður. Hjá þeim sem ekkert borga er staðan óbreytt, nema nú eru þeir fimm en ekki fjórir, sem ekkert borga.

Þrátt fyrir það er menn mishressir með þetta allt saman. Sá sjötti kvartar yfir því að hafa einungis sparað sér þúsundkall á meðan sá tíundi er að spara sér heilar níu þúsund krónur. „Hvert er réttlætið í því að sá tíundi fái níu sinnum meiri sparnað úr þessu en ég“, spyr sá sjötti? Sá sjöundi, sem er í svipaðri sömu stöðu og sá sjötti, tekur heilshugar undir þetta. Sá áttundi og níundi flytja líka lærðar ræður um þessa ömurlegu ósanngirni. Þegar fyrstu fjórir benda loks á að þeir hafi nú barasta ekkert fengið út úr þessu og það sé augljóst að kerfið snuðar þá fátæku og púkkar upp á hina ríku, þá ráðast þeir, allir sem einn, á þann tíunda og sýndu honum hvar Davíð keypti ölið.

Næst þegar hópurinn hittist á veitingahúsinu, vantar tíunda manninn. Hinir níu fá sér nú samt sæti og borða eins og venjulega. Þegar reikningurinn berst uppgötva þeir, að þeir eru töluvert langt frá því að að hafa efni á að borga hann.

Í hnotskurn; þegar litið er á krónutölurnar, þá fá þeir mest til baka í skattalækkunum, sem borga mesta skatta hvort eð er. Séu hlutirnir slitnir út úr samhengi, líkt og þessir níu gerðu sig seka um, þá kann svo að fara að sá tíundi, sem borgar langmest, láti sig einfaldlega vanta við borðið næst. Það eru næg önnur borð – og aðrir veitingastaðir – sem myndu taka við honum hvenær sem er.

laugardagur, ágúst 19, 2006

Kom i dag fra Tallin og verd nott i Helsinki adur en heim verdur komid. Hef verid ad fylgjast med frettum af Reykjavikurmarathoni. Tad er frabaert ad sja hvad margir hafa tekid tatt i deginum. Eg tori varla ad segja fra tvi en i dag er Helsinki maraton. Tad byrjadi kl. 15.00 i dag en vid komum i beinn kl. 16.00. Mer bara datt ekki i hug ad ga ad tvi einu sinni adur en eg for hingad ut. Hefdi nad ad vera med ef eg hefdi tekid batinn yfir snemma i morgun. Tad eru um 10.000 sem hlaupa Helsinki marathon. For i bainn adan og sa hluta af hlaupinu. Tad hefdi verid gaman ad vera med en svona er tetta.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Sit her a hotel Sokos i Tallin Estonia og er ad skanna frettirnar ad heiman. Hef verid a fundi i Helsinki en skruppum yfir i dag til Tallin og verdum i einn solarhring. Merkilegt ad kollegarnir sem vinna hja sambondum sveitarfelaga a Nordurlondum og hafa gert tad lengi hofdu margir hverjir ekki komid til Helsinki fyrr. Teir sogdu skyringuna liklega vera ta ad menn hefdu gegnum tidina sott vestur a boginn (England / USA)en talid ad tad vaeri litid ad saekja austur a boginn. Nu eru baltnesku londin vaxandi markadur og teim er sinnt mikid af nalaegum londum.

Missi af Reykjavikurmaratoni a meorgun. Skraningar hafa slegid oll met og verdur gaman ad hugsa til ad ca 500 manns hlaupi marathon a morgun fyrir utan hin skemmri skeid. Tessi troun er vonandi komin til ad vera. For ut ad hlaupa i Helsinki i gaer. Fann gott vatn nalaegt midbaenum og hljop fjorum sinnum kringum tad.

Tad var fundur i 100 k felaginu a tridjudaginn. Nyjir felagar voru teknir inn og framtidaraform raedd. Ymsar hugmyndir eru uppi og mikill hugur. Siggi Gunnsteins er ordinn godur aftur og hyggur a eitt 100 k hlaup i USA ad ari. Hoskuldur er ad velta fyrir ser 100 M hlaupi i haust. Nyju medlimirnir hugsa a ny markmid a naesta ari. Flestir aetla ad hlaupa marathon a morgun. Margt ad gerast.

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Mæli með þessari bók

  Posted by Picasa
Fór að ráðum Ásgeirs í gær og keypti ávaxtapressu hjá Bræðrunum Ormsson og poka af ávöstum í Bónus. Gripurinn sló í gegn þegar heim var komið. Þetta er magnað apparat sem býður upp á marga möguleika.

Það er margt stórviðburða á helginni sem ég missi af. Reykjavíkurmaraþon, Menningardagur (og vonandi einnig nótt)og landsþing Framsóknarflokksins. Ég veit ekki hvort hefði orðið að láta í minni pokann, landsþingið eða maraþonið ef ég hefði verið á staðnum. Þessi dagstning fundarins er ekki sniðug að margra mati, fólk er enn til og frá vegna sumarfría.

Fékk í gær rökstuðning laganefndar Framsóknarflokksins fyrir því að hafna kæru nokkurra flokksfélaga vegna endurtekningar á kosningum á framhaldsaðalfundi í byrjun mars sl. Ég verð að segja að ég hef ekki oft séð rýrari röksemdafærslu þegar laganefndin reynir að færa rök fyrir því að það hafi verið heimilt að ógilda fyrri atkvæðagreiðslu vegna stjórnarkjörs frá 3. nóv og endurtaka hana. Að kalla það rök fyrir að hægt sé að ógilda formlega og afgreidda atkvæðagreiðslu og taka þar með kosningaréttinn af því fólki sem sótti kjördæmisþingið þann 3. nóv sl. með þeim rökum að það hafi ekki verið formlega tilkynnt að atkvæðagreiðslu væri lokið. Vitaskuld var það öllum ljóst sem á fundinum í nóvember voru að atkvæðagreiðslu var lokið enda var það tilkynnt úr ræðustól og í upphafi framhaldsaðalfundar stóð kjörkassinn á borði og beið þess að úr honum væri talið. Það er oft langt seilst þegar reynt er að skafa yfir s...... .

Margir hafa boðið sig fram til forystusveitar flokksins. Eins og í öllu félagsstarfi veltur ríður á miklu hverjir veljast til forystu. Forystan býður sig fram til að ákveða leiðarlýsingu, varða veginn og leiða hópinn. Forysta verður að hafa framtíðarsýn, hafa vision og vinna að því að sett verði ákveði og skýr markmið fyrir flokkstarfið í heild sinni þannig að öllum sé það ljóst í hverju sérstaða hans sé fólgin. Hvers eiga kósendur að kjósa þennan flokk umfram aðra? menn verða að hafa svar við þeirri spurningu, skýrt og glöggt svar. Annars fer tilgangsleysið að vera yfirþymandi. Það verður að segja að það hefur vantað mikið á að þessi sérstaða hafi verið fyrir hendi á liðnum árum, enda hefur uppskeran verið eftir því í liðnum kosninum. Það er alveg á hreinu að það skiptir ekki miklu máli að hafa langa sögu að baki þegar óljóst er hvert sé haldið inn í framtíðina. Það er oft í svona stöðu gott að rifja upp frásögnina úr Lísu í Undralandi þegar Lísa hittir köttinn á gatnamótunum. Lísa spyr köttinn hvaða leið hún eigi að velja. "Það fer alveg eftir því hvert þú ætlar" segir kötturinn. "Það hef ég ekki hugmynd um" segir Lísa. "Þá skiptir það engu máli hvaða leið þú velur" segir kötturinn. Menn verða að vita hvert þeir ætla þegar valið er á milli ílókra leiða. Ef það er ekki á hreinu þá fer þetta bara einhvern vegin. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa hluti hér og almennt um stöðuna í flokknum en ætli ég láti það ekki bíða allavega fram yfir helgi.

mánudagur, ágúst 14, 2006

Nýi sumarbústaðurinn

  Posted by Picasa
Hljóp ekkert á laugardaginn því kvefdrullan var að pirra mig. Í gær var allt betra og ég fór niður í Laugar og hitti þar vini Gulli galvaska eftir sumarfrí. Menn eru að koma héðan og þaðan úr gönguferðum og öðrum skemmtilegheitum og hafa frá ýmsu að segja. Stefán gaf skýrslu um Grænlandsferðina sme va rmikil upplifun. Þeir kláruðu keppnina með sóma en vitaskuld er sitthvað sem menn læra af reynslunni sem getur gert að verkum að menn vinni tíma. GPS mál eru mjög mikilvæg og nauðsynlegt að þar sé vanir menn á ferðinni. Mataræðið hjá þem var betur útfært nú en í fyrra en samt eru menn alltaf að læra. Stefán sagði að tö-luverðan tíma mætti spara á því að borða á ferðinni og sleppa því að setjast niður á drykkjarstöðvum. Þetta þekki ég úr löngum hlaupum, það kostar mikinn tíma að stoppa með reglulegu millibili á langri leið.
Kláraði um 20 km sem var ágætt miðað við allt.

Sá ágæta grein í Mogganum um eldsneytisflutninga í Hvaðfjarðargöngunum. Ég minnist þess að um daginn þegar ég var á leið norður og hlustaðði í útvarpinu á frásögn af óhappinu í ljósavatnssskarði þar sem bensínbíll valt og umferðin um veginn stöðvaðist klukkutímum saman þá fórum við einmitt fram úr eldsneytisbíl í göngunum þar sme hann puðaði upp brekkuna norðan til. Mér finnst að það ætti áhorfslaust að banna eldsneytisflutninga um göngin. Það liggur vegur fyrir Hvalfjörðinn og þessir bílar verða einfaldlega að taka þann krók. Áhættan á því að eitthvað gerist er allt of mikil til þess að verjandi sé að taka hana.

Hvað er róttæklingur? Var Hitler róttæklingur? Voru Rauðu Kmerarnir róttæklingar? Ég velti þessu fyrir sér þegar ég hlustaði á útvarpið og hlustaði á fréttamann taka viðtal við einhvern um terroristaplönin í London þar sem í undirbúningi var að sprengja 10 farþegavélar í loft upp á flugi. Í viðtalinu var ekki talað um skæruliða, terrorista, hermdarverkamenn eða fasista heldur alltaf talað um róttæklinga. Róttklingar hafa í mínum huga verið fólk sem er stórt í orði en ekki á borði. Baader Meinhof voru ekki róttæklingar heldur borgarskæruliðar. Hvaða mildandi yfirbragð er verið að gefa umfjöllun í fjölmiðlum um þetta fasistalið sem jafnvel venjulegir múslímar afneita hvað þá aðrir?

Fór austur að Apavatni í gær til í heimsókn til Ingu systur og Braga mannsins hennar en þau keyptu sér sumarbústað þar nýlega. Ljómandi fínt hús í rólegu umhverfi, fjarri fjölbýlinu sem er orðið svo yfirþyrmandi í mörgum sumarhúsabyggða. Enn sem komið er held ég að ég hafi ekki áhuga á að eiga sumarbústað. Hann kallar á verulega vinnu og bindur mann nokkuð niður á sama staðinn. Ég er ekki kominn á rólegheitastigið enn. Það kemur kannski.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Litlir hundar í Sænautaseli

  Posted by Picasa
Tók létt hlaupi í gær og fór út á Ægissíðu. Ég er hálf slappur því ég kvefaðist nýlega og athugaði ekki að gleypa í mig lauk nógu tímanlega. Maður á ekki að kvefast á sumrin. Vel heitt te blandað saman við 12 ára whiskey fyrir svefninn er hins vegar til bóta. Hitti Bibbu við göngubrúna og við tókum smá yfirferð um tilveruna. Fór með henni krók áleiðis upp í Elliðaárdal því maður slítur ekki góðu umræðuefni enda þótt komið sé að gatnamótum. Hún tók mig í smá kennslustund um sundnám. Ég kalla mig því sem næst ósyndan og verð að gera eitthvað í því. Hún sagði að það hefði þótt hraustlega sagt af Höskuld í fyrrahaust þegar hann kom á sundnámskeið og bað um að sér yrði kennt að synda því hann ætlaði í Ironman með vornu. Kennarinn trúði ekki sínum eigin eyrum þegar hann heyrði markmið nemandans. Kallinn kláraði hinsvegar verkefni með miklum sóma svo það er ljóst að það er ýmislegt hægt.

Flickr.com er magnaður vefur. Ég byrjaði að setja myndir inn á hann í vor til að hafa þægilegt aðgengi að myndunum og er síðan smám saman að læra á hann. Á þessum vef kemst maður í samband við ljósmyndara út um allan heim, fær umsagnir um sínar myndir og getur kommenterað aðra. Fengið hugmyndir og lært. Maður finnur æ betur og betur hvílíkur gríðarlegur munur er að eiga sæmileg tæki, þökk sé lágu gengi á dollar og góðum félögum sem hefur gert manni kleyt að láta gamla drauma í þessum efnum.

Á þessari finnsku síðu er frásögn af Hardroch 100 M hlaupi sem fór fram í USA fyrir skömmu. Þetta virðist vera alvöru áskorun í mögnuðu landslagi fyrir áhugasama.

/www.pasinjuoksusivut.net/page_1154585772284.html

fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Með Kverkfjöll í baksýn

  Posted by Picasa
Fór góðan túr í gærkvöldi í góðu veðri. Ég er þokkalega ánægður með stöðuna, ég hef lést um nokkur kíló eftir að ég herti mataræðið upp fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Það er allt í góðum gír og ég hef aldrei fallið!!

Maður heyrir miklar frásagnir í fjölmiðlum af meintu harðræði lögreglumanna fyrir austan. Í hádegisútvarpinu í gær var viðtal við einn svokallaðan mótmælenda sem sagði að hvergi í Evrópu tíðkuðust slík vinnubrögð og hrottaskapur meðal lögreglu eins og hún hefði orðið vitni að fyrir austan. Var nokkur þykkt skorið í þessari frétt. Næst næsta frétt í útvarpinu var um meðferð ísraelsku lögreglunnar á íslenskum ríkisborgara sem var að mótmæla við bandaríska sendiráðið í Jerúsalem að því mig minnir. Að eigin sögn var hann laminn í klessu, hent í steininn og látinn dúsa þar eins lengi og löggunni þótti hæfa. Lögreglan fyrir austan er greinilega eins og enskir lávarðar hvað kurteisi og umgengnishætti varðar miðað við kollega þeirra í Jerúsalem. Ég held að það sé kominn tími til að fjölmiðlamenn hætti að tyggja allt gagnrýnislaust upp úr þessu fólki um framferði lögreglunnar þar eystra. Nokkur umræða hefur spunnist um þegar lögreglumaður ýtti við myndatökumanni fyrr austan svo hann steig afturábak niður af gangstétt. Greinilegt var að þarna var um "set up" að ræða því annar myndatökumaður hafði fyrir tilviljun komið sér fyrir í nokkurri fjarlægð og myndaði allt saman. Lögreglumennirnir fyrir austan eru greinilega ekki öfundsverðir af þeirri stöðu sem þeir eru settir í.

Umræðan um skattamálin hefur heldur skánað eftir að hætt va rað fjasa um að lífeyrissjóðirnir ættu að fjárfesta í þeim fyrirtækjum sem greiða forsvarsmönnum sínum svokölluð ofurlaun. Í ljós kom nefnilega að lífeyrissjóðirnir hafa ekkert bolmagn til að fylgja slíku eftir enda eiga þeir að fjárfesta þar sem ávöxtunin er best til lengri tíma litið. Skattaumræðan eru af öðrum toga. Það er ekkert voðalega sniðugt að töluverður hópur fólks greiði ekki það tillegg til samfélagsins sem almennu launafólki er ætlað að greiða enda þótt það vinni við að sýsla um fjármuni. Þetta fólk greiðir fasteignaskatta en ekki útsvar. Útsvarið er tæp 70 % af tekjum stærri sveitarfélaga en fasteignaskatturinn 10 - 12%. Þeir sem greiða ekki útsvar eru því að mestu leyti svokallaðir "free riders" hvað varðar að taka þátt í að greiða til samfélagsins og fjármagna þannig þá samfélagsþjónustu sem við teljum að eigi að vera á höndum opinberra aðila. Má þar til nefna leikskólann, grunnskólann, æskulýðs- og íþróttamál og félagsmál svo dæmi séu tekin. Þessir aðilar nota á hinn bóginn leikskóla, grunnskóla og íþróttamannvirki á við hvern annann. Kannski sækja þeir ekki mikið í félagsþjónustu sveitarfélaga.

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Scott Jurek klárar 216 km í Badwater á rúmum sólarhring

  Posted by Picasa
Hér kemur skýrsla frá Gunnari Nilsson sem tókst á við Badwater um daginn.
Áhugaverð lesning.


Gunnar Nilsson er (trolig) den andre skandinaven som har prøvd å løpe seg gjennom Death Valley. I følge resultatlistene startet Bjarte Furnes i 1997, men fikk DNF. Heller ikke Gunnar klarte å beseire denne ørkenen i sitt første forsøk. Han tenkte seg om i noen minutter etter løpet og søker om ny deltagelse til neste år. Han verver hjelpere allerede nå.
Sol, vind, vatten och blåsor.

En vecka innan loppets start anlände jag till Sillicon Waley för att acklimatisera mig och varva ner några dagar. Jag skulle bo hos en barndomsvän vilken dessutom skulle ingå i mitt team. Redan här fick jag känna av värmen, det var runt 40 grader varmt. Här passade jag också på att proviantera en del. Hit skulle också ansluta en teammedlem från Tyskland. På torsdagen gav vi oss iväg mot Death Walley. Vi närmade oss Death Walley norrifrån. Här var det fortfarande hyfsad temperatur, men ett par mil från Lone Pine började temperaturen stiga. 35 – 40 – 45 – 48 grader. Vi vevade ner fönster i bilen och stack försiktigt ut en hand. Redan vid denna temperatur var det som att sticka in handen i luftströmmen från en hårtork.

I Lone Pine gick vi igenom utrustningen, köpte en del frukt mm. På fredagskvällen ringde också massören i teamet och meddelade att han blivit sjuk. Jag hade alltså bara 3 i teamet, vilket visade det sig gjorde det svårt med avlösning. På lördagen körde vi över till Furnace Creck, hotellet som ligger närmast starten. Om vi hade tyckt att det var varmt innan så var det inget mot vad som möte oss här. 53 grader och vind. Snacka om att stå i hårtorksvind. Här blev det ytterligare utrustningscheck och provpackning av bilen. Genomgång om hur jag ville att de skulle arbeta.


På söndagen var det incheckning till loppet och genomgång från organisationen. Sedan var vi och köpte en massa is att ha i kyllådorna. Is går det åt en hel del av till det här loppet. Bara det en betydande post i budgeten. Min start var klockan 6 på morgonen. Det trodde jag skulle innebära något svalare, men ack nej. Det ända som var fördel var att strålkastaren där uppe inte var riktigt tänd ännu. Det var 53 grader med rätt hyfsade ”fön”vindar. Så stod jag där på startlinjen till årets Badwater. Nu kunde jag inte göra mer än ge mig av när startskottet gick, och hoppas på att alla förberedelserna skulle räcka. Jag hade gjort upp preliminära tider hur fort jag trodde jag skulle avverka milen på olika ställen. Den första marathondistansen trodde jag att jag skulle kunna göra på drygt 5 timmar, jag brukar ligga på 4,5 – 5 timmar på en mara normalt. Men detta kom snart på skam. Motvinden var rätt besvärande, musklerna ville inte riktigt som jag ville. Och att dricka så mycket som man måste sackar också ner. Teamet väntade på mig efter varje mile, utom i början där jag hade startat med 2 liter, nog för drygt 30 minuters löpning, för att de skulle kunna fixa med en del i början. Fastän jag hade spätt ut sportdrycken något mer än normalt började det snart kännas sött och klistrigt att dricka det. Jag fick lägga in att när jag kom till följebilen skulle de alltid ge mig en mugg isvatten först av allt. Det var inte dumt det.

Vid varje möte med följebilen blev jag nedsprutad med vatten, och efter ett tag fick jag också med en liten flaska rent vatten så jag kunde spruta mer mig innan nästa möte med teamet. För det mesta räckte en 0,75 cl flaska dryck i ca 2 miles (3,2 km). Jag satte i mig ca 3 liter i timmen. Första tidkontrollen kom jag till efter ca 4 timmar, ca 1 timme senare än beräknat. Sedan dröjde det inte länge innan jag började få problem. Jag började känna av hotspots under främre trampdynan på vänster fot. Fötterna var helt inlindade i tejp. Detta hade fungerat under de övriga ökenloppen och trodde jag även skulle fungera här. Men eftersom jag hade fått börja gå tidigare och mer än jag väntat mig var det detta som fötterna tog stryk av. När man springer eller går, då använder man fötterna olika.

När jag hade ca 10 km till nästa tidkontroll hade ryktet om att jag hade fotproblem nått dit, så här kom ett fotteam mig tillmötes och dränerade blåsor och lade bandage. När jag kom till kontrollen tog jag 30 minuters vila. När jag satte igång igen började det skymma, och var snart mörkt. Smärtan i fötterna blev värre, och tillslut bestämde jag mig för att bli skjutsad tillbaka till tidkontrollen och läkare. Fötterna hade ju inte blivit bättre om man så säger. Kraftiga blåsor på båda främre trampdynorna.

Själv såg jag inte hur de såg ut, men teamet gjorde. Efteråt har de berättat att de trodde jag skulle bryta här, men jag bad att få komma ut på banan igen. Jag tog mig sedan ca 3 miles till. Jag stannade och lade mig mer lite, och när jag låg här kom jag fram till att det bästa nog vore att bryta. Om jag hade fortsatt är det tveksamt om jag klarat maxtiden, men det troligaste hade varit att jag fått bryta innan på grund av smärtan i fötterna. Bättre att bryta medan tid är och inte envisas och förstöra för sig för en längre tid.

Jag ska inte gå in på detaljer här, men jag har lärt mig en massa på det här loppet. Hur viktigt det är med deltagarna i teamet och att man fungerar ihop och kan lita på varandra. Hur man ska/bör lägga upp teamets jobb. Att man nog måste ha minst 4 i teamet.

Första tanken var naturligtvis att det här inte var för mig, men sedan är det så många som uppmuntrat mig och påtalat att det gick ju på samma viss i det första ökenloppet. Bröt på grund av fötterna. Så just nu är jag nog beredd att göra ett nytt försök nästa år. Fast det är ju inte säkert att jag blir antagen. Så om det är någon därute som skulle vilja ställa upp i mitt team så är ni hjärtligt välkomna att höra av er. Jag kan lova er en upplevelse utöver det vanliga. Nog om mig.

Vann gjorde Scott Jurek på 25.41. Hur man nu kan ta sig 217 km på så kort tid är för mig obegripligt.

Landsmótsstemming

  Posted by Picasa
Nú er að hefjast árleg umræða um launamuninn í landinu eftir að skattskráin hefur verið lögð fram. Þá byrjar þessi venjubundna yfirdrifna popúlistaumræða. Menn (sem vlja láta taka sig alvarlega) láta hafa eftir sér að Íslands sé að verða eitt stéttskiptasta land í Evrópu og stéttskiptingin sé með því mesta sem gerist í álfunni. Þetta er náttúrulega þvílíkt bull að það tekur ekki nokkru tali. Ég er ekki að halda því fram að hér á landi sé eitthvað Eldoradó þar sem endanleg hamingja hefur náðst fyrir alla þegna landsins, slíkt gerist vitaskuld aldrei. Á hinn bóginn eru allar forsendur fyrir íbúa landsins að hafa það gott hérlendis og þarf ekki að fara langt út í Evrópu til að finna lakari lífsskilyrði. Hvað ætli íbúar Austur Evrópuríkjanna segðu við þessum málflutningi að stéttamunur sé minni þar heldur en á Íslandi? Hvers vegna er mannsal svo stórt vandamál í þessum ríkjum sme raun ber vitni? Hvers vegna flæðir fólk úr þessum löndum vestur á bóginn og sættir sig við að vinna og búa þvílíkar skítaaðstæður að maður getur varla ímyndað sér þær? Það gerist einfaldlega vegna þess að það er enginn möguleiki heima fyrir. Ég horfði á mynd frá Kamtsjatka í gærkvöldi. Hvað ætli hirðingjarnir á skaganum eigi sameiginlegt með Abramovich Chelsea eiganda annað en að tala rússnesku? Alla vega ekki fjármálin?. Ég held að mönnum væri hollt að líta nokkra áratugi afturábak hérlendis og átta sig á hvernig staða þessara mála var hérlendis. Að Ísland hafi áður einkennst af jöfnuðu og stéttleysi er beinlínis rangt. Það var gríðarleg stéttskiptin hérlendis. Í kreppunni á þriðja áratug síðustu aldar fólst stéttamunurinn t.d. í því hvort menn hefðu fasta vinnu eða ekki. Embættismenn voru t.d. yfirstétt á þessum tímum. Verkamenn og fátækir bændur voru lágstétt. Síðar fólst stéttamunurinn í því hvort menn hefðu pólitísk sambönd eða ekki. Spillingin tröllreið t.d. samfélaginu á verðbólguárunum. Nú hafa allir vinnu sem vilja og geta unnið og samfélagið og stjórnkerfið er orðið opnara. Það er einnig athyglisvert að sjá að allir þeir sem athyglin beinist að vegna hárra launa er venjulegt fólk komið úr venjulegum fjölskyldum sem hefur ekki haft neitt forskot á aðra vegna ætternis eða annarra aðstæðna. Þetta er sem sagt ekki gullskeiðalið heldur hefur þetta fólk menntað sig vel, komið auga á tækifæri og nýtt sér þau. Hér erfist ekki þjóðfélagsstaða og meðfylgjandi aðgangur að auði en það gerist víða í evrópskum löndum. Það er stéttskipting. Það virðist oft vera svo að ýmsir stjórnmálamenn kunna sér ekki hóf í lýsingarorðunum þegar þeir þykjast hafa komið auga á eitthvað sem getur beint athyglinni að þeim og málflutningi þeirra. Í því sambandi má minna á söguna Úlfur Úlfur, það hætta nefnilega flestir að hlusta um síðir á slíkan málflutning. Í gömlu kommúnistaríkjunum átti ekki að ríkja nein stéttskipting, þar voru flestir jafnaumir. Að vísu voru sumir jafnari en aðrir en að er önnur saga.

Frábær mynd frá Kamtsjatkaskaganum í ríkissjónvarpinu í gærkvöldi. Hún rifjaði upp gamlar minningar frá þeim tíma sem ég bjó í Petropavlovsk í tæpt ár fyrir um 10 árum síðan. Svakalega væri gaman að ferðast um þetta land. Það er svo ógreiðfært að það er ekki gert á venjulegan hátt heldur eru helekopterar besta aðferðin. Ég man eftir að hafa heyrt talað um hveradalina sem sýnt var frá en þeir lágu það langt frá Petro að við komumst ekki þangað. Ég hef aldrei séð aðra eins litadýrð í steinum eins og í geologiska institutinu þar í landi. Hún var hreint ólýsanleg. Árið 1991 kom ég fyrst til skagans. Við íslendingarnir vorum þá með fyrstu útlendingunum sem fengu leyfi til að koma þangað. Á pössunum voru skráð einhevr rússnesk nöfn til öryggis. Við komum t.d. á geysistórt samyrkjubú þar sem ráðamenn þess sögðu okkur að við værum fyrstu erlendu landbúnaðarvísindamenn sem hefðpu komið þangað síðan fyrir byltingu!! Skaginn var svo lokaður undir Sovéttímanum vegna hernaðarmikilvægs. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sem var vel þekktur elfjallajarðfræðingur víða um heim neitaði ætíð að þiggja boð Sovétríkjanna um að koma þangað á jarðfræðiráðstefnur nema að hann fengji að koma til Kamtsjatka. Sovétmenn neituðu ætíð og Sigurður fór aldrei til Sovétríkjanna eða Kamtsjatka. Dapurlegt var innslagið um örlög prestssonarins frá Klitskov sem var undir eftirliti stjórnalda allt sitt líf og átti aldrei möguleika fyrir það eitt að vera prestssonur. Dæmigert fyrir glæpamennina sem stjórnuðu Sovétríkjunum.

Gaman að lesa fréttir í morgun um mikla aðsókna að Reykjavíkurmaraþoninu. Mér finnst aðkoma Glitnis vera flott. Það hafa einhverjir verið að hnýta í þetta en það er bara staðreynd að til að ná athygli þurfa menn peninga. Umræða um hlaup hefur einnig verið mjög mikil undanfarna mánuði. Það lítur út fyrir að þáttaka í heilu maraþoni verði meiri en nokkru sinni. Glæsilegt. Það hafa ýmsir verið að tala um það gegnum árin að það væri hægt að gera miklu meira úr RM en gert var til skamms tíma. Nú virðist það vera að koma á daginn að þetta var rétt mat. Einnig er gott að hafa sérstakt hlaup fyrir litlu krakkana. Þetta er t.d. gert í Boston maraþoninu. Það er hluti af því að ala upp hlaupara. Því miður get ég ekki verið með í RM í ár og sér þess stað í æfingum. Þegar ekkert sérstakt er bak við hólinn vantar eitthvað sem dregur.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Stokkið á landsmóti

  Posted by Picasa
Það hefur lítið verið skrifað og lítið hlaupið síðustu daga. Á miðvikudaginn ókum við norður að Laugum í Þingeyjarsýslu og tjölduðum þar um kvöldið. Framundan var unglingalandsmót UMFÍ. Í fyrra ákváðum við með stuttum fyrirvara að fara að Vík í Mýrdal og áttum þar góða helgi. Á leiðinni til baka heyrðist úr aftursætinu: "Förum við ekki að Laugum á næsta ári" og nú vorum við þar. Á fimmtudaginn var hið blíðasta veður og við renndum því út að Húsavík og svo austur Tjörnes. Ég hafði ekki ekið Tjörnesið nema í myrkri eftir að nýji vegurinn var lagður og var gaman að sjá þann gríðarlega mun sem hann hefur til bóta á samgöngur austur á við. Ég vann mikið í því ásamt öðrum sveitarstjórnarmönnum í N - Þing á sínum tíma að fá veginn fyrir Tjörnesið inn á vegaáætlun og gekk það eftir. Við stoppuðum í Ásbyrgi og gengum inn að tjörninni. Þar var vel yfir 20 stiga hiti og skartaði byrgið sínu fegursta. Svo ókum við sem leið lá fyrir Melrakkasléttu og yfir að Raufarhöfn. Það er komið bundið sllitlag út fyrir Silfurstjörnu og fann maður vel þennan gríðarlega mun sem verður þegar malarvegurinn tekur við. Þegar ég flutti norður fyrir 12 árum var varla hægt að segja að það væri neitt bundið slitlag fyrir austan Húsavík á þessari leið. Þetta potast aðeins. Það var gaman að koma til Raufarhafnar og heilsa upp á nokkra kunningja. Fólki hefur fækkan verulega frá því við bjuggum þarna eins og víðar í þessm litlu þorpum.

Landsmótið fór vel fram og var gríðarlegur fjöldi gesta á því. Fjöldi keppenda hefur vaxið verulega frá fyrra ári og er ljóst að þetta er að verða eitt af stærstu unglingamótum ársins sem stílað er upp á að mæta á. Öll umgjörð mótsins er mjög formleg og vel unnin og hafa krakkarnir gott af því að kynnast að keppa á alvöru mótum. Móthaldarar töldu vera um níu þúsund manns á staðnum og efa ég ekki að þeir hafi vitað nokkuð hvað þeir sungu í þeim efnum. Mótsgestir voru sjálfum sér til svo mikils sóma að það var varla að fjölmiðlamenn myndu eftir að segja frá samkomunni enda þótt hún væri ein af fjölmennustu samkomum helgarinnar. Það var varla að maður sæi fólk reykja sígarettu. Lögreglu sá ég aldri og maður sá aldrei vín á nokkrum manni, hvað þá annað. Aðstaða á svæðinu var öll hin besta hjá Þingeyingum enda hafa þeir lagt nótt við dag frá maíbyrjun að gera allt klárt. Veðrið var mjög gott á föstudegi, þokkalegt á laugardegi og svo rigndi smávegis eftir hádegi á sunnudegi. Í gær var aftur komin blíða og skruppum við þá upp að Mývatni og tókum hús á jarðböðum Mývetninga áður en haldið var á stað suður. Að ári verður haldið austur að Höfn í Hornafirði.

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Fallinn höfðingi


Fallinn höfðingi
Originally uploaded by Gunnlaugur.

Það er frekar merkilegt með mann að á veturna í kulda og leiðindum heldur maður uppi stífasta aga í æfingum en á sumrin þegar allt leikur í lindi hvað veðrið varðar er letin oft yfirþyrmandi. Ég fór þó út í kvöld í hinu blíðasta veðri og tók góða æfingu. Finn mun á mér hvað hraðaálagið undanfarnar vikur hefur gert mér gott. Ég var spurður að því um daginn hvað ætti að gera til að bæta tímann í 10 km og hálfu maraþoni. Nú er ég svo sem ekki sá hraðasti í þessum hlaupum en eitthvað get ég sagt. Nú veit ég ekki hvaða tíma spyrjandi á í þessum hlaupum eða hve vanur fyrirspyrjandi er að hlaupa en það gildir það sama með þessi hlaup eins og í öðrum að þeim mun meir sem lagt er inn þeim meir er hægt að taka út. Undirbúningur undir þessi hlaup er nokkuð mismunandi. Hraðaæfingar eru nauðsynlegar fyrir 10 km hlaup og þær koma vitaskuld að miklu gagni fyrir hálfmaraþon sömuleiðis. Pýramídaæfingar einu sinni í viku eru mjög gagnlegar (200 m á hraða - 90 sek skokk - 400 m á hraða - 90 sek skokk - 600 m á hraða - 90 sek skokk - 800 m á hraða - 90 sek skokk - 1000 m á hraða - 90 sek skokk - 800 m á hraða - 90 sek skokk - 600 m á hraða - 90 sek skokk - 400 m á hraða - 90 sek skokk - 200 m á hraða). Einnig er mjög gott að taka ca 1 km hraða æfingar x 3 með stuttri hvíld á milli. Fyrir hálfmaraþon eru álíka hraðaæfingar mjög gagnlegar en einnig þarf að hlaupa 15 - 20 km nokkrum sinnum til að venja sig við að hlaupa vegalengdina. Það eru til ýmis prógröm á netinu sem eru gerðar fyrir mismunandi hröð markmið og væri hægt að benda fyrirspyrjanda á þau ef áhugi er fyrir hendi. Ekki má gleyma kílóunum en eftir því sem þeim fækkar upp að vissu marki þá verður léttara að hlaupa og hraðinn eykst. Þannig haldast í hendur alúð við æfingar, ástand líkamans og árangur í hlaupum.

Fréttamenn láta ekki að sér hæða. Í síðustu viku var mikil umræða um óeiningu innan stjórnar Öryrkjabandalagsins. Nú veit ég ekkert um þau mál eða innri málefni sambandsins en í stjórninni sitja menn sem sögðust ætla að kæra formanninn. Hvaða frétt er það þegar einhver segist ætla að kæra einhvern? Ég sé ekkert fréttnæmt í því. Það lyktar af frétt ef kæra er lögð fram en fyrst og fremst er það frétt ef kemur í ljós að kæran sé á rökum reist og leiðir til áminningar eða annarar niðurstöðu. Fjölmiðlar kokgleyptu þetta og það var fimbulfambað fram og til baka um hina væntanlegu kæru. Í Fréttablaðinu stóð í fyrirsögn "Formaður Öryrkjabandalagsins kærður" en í fréttinni stóð að til stæði að kæra formanninn. Ósamræmi á milli fyrirsagnar og fréttar stakk í augun. Ég lenti einu sinni í þvi þegar ég var fyrir norðan að bændurnir á Hóli og Höfða við Raufarhöfn sögðust ætla að kæra mig og fleiri fyrir hvalþjófnað. Fréttamenn sumra fjölmiðla veltu sér upp úr þessu en kæran var aldrei lögð fram því það var ekkert til að kæra. Tilgangur þess að segjast ætla að kæra var eingöngu aðferð til mannorðsmeiðingar. Fjölmiðlamenn ættu að hugsa aðeins um þetta áður en hlaupið er upp til handa og fóta út af svona aðdróttunum og bíða eftir að handfastar aðgerðir liggja fyrir og helst að úrskurður hafi fallið.

Hjörtur Skagamaður var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að hafa að sögn hreytt í Guðmund Mete Keflvíking "Tyrkjadjöfull, drullaðu þér heim" en Guðmundur Mete var dæmdur í eins leiks bann fyrir að hafa að sögn hótað að beinbrjóta og drepa Hjört og kallað mömmu hans hóru. Þá veit maður hvað er alvarlegra af þessu tvennu. Hvað ætli hefði verið gert ef einhver leikmaður hefði verið kallaður Danadj....., Færeyingsdj....., Svíadj..... eða Íslendingsdj.....? Ætli hefði verið deplað auga. Keflvíkingar kærðu Hjört fyrir kynþáttafordóma vegna ummæla hans. Að mínu viti eru Tyrkir ekki kynþáttur frekar en Færeyingar eða Íslendingar.

Athyglisverð grein sem Kristófer Kristinsson leiðsögumaður skrifaði í Moggann í morgun. Hann leggur til að það fari fram umhverfismat á afleiðingum þess ef kæmu ein milljón ferðamenn til Íslands og vill í framhaldi af þessu setja hámark á þann fjölda ferðamanna sem fái að koma til landsins á ári hverju. Mér finnst þetta allrar athygli vert. Í Danmörku svo dæmi sé tekið fara ferðamenn fyrst og fremst í skemmtigarðana, Zoologisk have, á Strikið og á Löngulínu að skoða litlu hafmeyna. Á Íslandi skoða menn fyrst og fremst náttúruna. Á þessu er grundvallar munur. Ég veit um lönd sem liggja nálægt Nepal þar sem aðgangur að landinu er takmarkaður og ferðamenn þurfa að greiða aðgangseyri að landinu. Það er nauðsynlegt að ræða um hlutina og menn eiga að vera óhræddir við umræðuna.