miðvikudagur, desember 15, 2010
Fartölvan mín hefur ekki verið tengd upp á síðkastið svo það hefur farið lítið fyrir skrifum á kvöldin. Það fer vonandi að verða ráðin bót þar á. Ég hef verið að hlaupa langt á brettinu að undanförnu á sunnudagsmorgnum. Ég er búinn að taka þrjár maraþon vegalengdir og tvö 30 km hlaup. Það er svo merkilegt hvað þetta venst. Ég minnist þess að þegar ég fór fyrst að hlaupa á bretti veturinn 2005 þegar ég var að undirbúa mig fyrir Western States að þá ætluðu 8 km á bretti mig lifandi að drepa. Þetta aætlaði aldrei að líða. Tveimur árum seinna komst ég upp í 18 km í World Class en þá horfði ég á landsleik í handbolta á meðan og þannig var hægt að lifa þetta af. Í fyrra tók ég nokkrar langar æfingar áður en ég fór í 100 km hlaupið og það gekk bara vel. Nú hefur þráðurinn verið tekinn upp að nýju í haust því á næstu helgi ætla ég að stökka í djúpu laugina og takast á við 24 tíma hlaup á bretti. Hlaupið fer fram í World Class í Kringlunni og hefst kl. 12:00 laugardaginn 18. desember. Því lýkur svo kl. 12:00 sunnudaginn 19. desember. Svona löng brettishlaup eru að mörgu leyti erfiðari en að hlaupa sama tíma utanhúss. Hreyfingin er alltaf hin sama og er einhæfari og maður svitnar meira. Á hinn bóginn eru allar aðstæður undir control svo maður þarf ekki að óttast vind, regn eða sterka sól. Þannig er þatta bæði og. Hlaup á bretti er fer fram með hliðsjón af ákveðnum reglum og það þurfa helst að vera tveir aðstoðarmenn viðstaddir allt hlaupið en ekkie ndilega þeir seömu. það er til að fylgjast með því að allt fari fram eftir settum reglum, fylgjast með hvernig hlaupinu vindur fram svo og að veita ýmsa aðstoð sem á þarf að halda. Hér með er því auglýst eftir áhugasömum sem gætu hugsað sér að leggja þessu verkefni lið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli