föstudagur, desember 17, 2010

24 tíma hlaupið hefst eftir tæpa 12 tíma. Það er alltaf smá stress í gangi þegar líður að upphafi svona hlaupa. Maður veit aldrei hvernig hlutir ganga fyrir sig fyrr en af stað er farið. Svona löng hlaup byggja mikið á skipulagi og fyrirfram ákveðnum plönum. Það verður að hugsa dæmið til enda. Það getur margt gerst á langri leið. Ég hef einna mestar áhyggjur af því að fá krampa í fæturnar. Maður svitnar svo svakalega að saltútfellingin verður mikil. Einnig getur maginn farið að kvarta út af öllum þeim vökva sem maður verður að setja í sig.

Upp á samanburðinn að gera þá er hægt að rifja það upp að heimsmetið í 24 tíma hlaupi á bretti er 247 km. Það er bandaríkjamaður sem á það. Kim Rasmussen hin danski stórhlaupari á Borgundarhólmi á norðurlandametið sem er 203 km tæpir. Hann setti það árið 2004. Lars Sætran, sem er eini norðmaðurinn sem hefur hlaupið 24 tíma á bretti, hljóp 193 km árið 2004. Hans Nyren setti sænskt met sl. vetur þegar hann hljóp 181 km. Það ég best veit hefur enginn finni hlaupið 24 tíma hlaup á bretti.

Það er öllum heimilt að kíkja við í World Class í Kringlunni á meðan á hlaupinu stendur. Það verður opið fyrir þá sem vilja kíkja inn og taka stöðuna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með metið. Það var gaman að kíkja á þig í gær.
Bibba

Unknown sagði...

Til hamingju með enn eitt glæsi-afrekið. Þú ert bara sá seigasti :-)

Nafnlaus sagði...

Sæll frændi, óska þér til hamingju með metið...

Rafn A. Sigurðsson.