fimmtudagur, júlí 19, 2012
sunnudagur, júní 24, 2012
sunnudagur, júní 17, 2012
miðvikudagur, júní 13, 2012
þriðjudagur, maí 22, 2012
mánudagur, apríl 09, 2012
laugardagur, mars 24, 2012
Nú á að fara að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin atriði úr tillögum hins sérkennilega skipaða stjórnlagaráðs. Þegar spurningar þær sem á að greiða atkvæði um voru kynntar þá fannst manni að þar færi amen eftir efninu miðað við það hvrnig þessi prósess hefur allur verið. Ég ætla ekki að rekja það frekar. Áhugasamir þekkja það. Ég hélt að allir vissu að við þjóðaratkvæðagreiðslu verður að ganga út frá tveimur principum. Í fyrsta lagi er ekki efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu nema tilefnið sé brýnt. Það má segja að ný stjórnarskrá sé brýnt tilefni. Í öðru lagi verða þær spurningar sem lagðar eru fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu að vera skýrar og hnitmiðaðar svo svörin gefi afdráttarlausa niðurstöðu. Þetta hélt ég að allir vissu. Alla vega finnst mér að alþingismenn eigi að hafa þetta á hreinu. Mér finnst að mikið vanti á að svo sé um þær hugmyndir að spurningums em kynntar hafa verið og á að samþykkja með hraði á næstu dögum frá alþingi. Skoðum það aðeins nánar. Hér kemur yfirlit um spurningarnar.
1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Hér er í fyrsta lagi lagt til að maður taki afstöðu til heildartillögunanr áður en hún er endanlega frágengin. Það sér náttúrulega hver maður að það gengur ekki. Það er ekki hægt að leggja ófrágenginn texta fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er eins og að skrifa undir óútfylltan víxil. Síðan geta verið atriði sem maður er smammála og önnur sem maður er ósammála. Niðurstaðan segir því ekkert um afstöðu fólks. Menn geta tekið afstöðu á móti tillögunum út frá fjölmörgum ástæðum. Hver á að greina þær forsendur ef niðurstaðan verður nei. Það er ekki hægt.
2. Einnig ertu beðin(n) um að svara nokkrum efnislegum spurningum um nýja stjórnarskrá. Viltu að í nýrri stjórnarskrá Íslands verði:
1. Náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?
Nú vandast málið. Um hvaða náttúruauðlindir er verið að tala. Grasið á jörðinni, vatnið í ám og vötnum, vindinn, námur, sjávarföll, fiskinn í sjó, vötnum og ám, fuglana í loftinu, dýr merkurinnar. Svar óskast. Svo kemur hin spuringin, Hvað þýðir að náttúruaðlind sé í þjóðareign? Er það þjóðnýting náttúruaðlinda? Er verið að innleiða sovéskan, kúbanskan eða ródesískan kommúnisma undir rós?Hér er spurningin alveg úti á túni og ekkert vit í henni. Gjörsamlega ótæk í þjóðaratkvæðagreiðslu.
2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er?
Hvað þýðir þetta? Hvað eru ákvæðin um þjóðkirkjuna mörg í stjórnarskrárdrögunum? Geta menn ekki verið sammála sumum og ósáttir við önnur? Þýðir já að ekki bmeigi breyta neinu frá því sem nú er. Hvað þýðir nei? Hvað er lesið út úr slíku svari?
3. Persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Í meira mæli!! Hvað þýðir það? Segir þetta eitthvað til um hverskonar persónukjör á að innleiða. Þó verður að segja að þessi spurning meikar hvað mestan sens. Af hverju er ekki hægt að spyrja: Viltu taka upp persónukjör til Alþingis?
4. Ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Af hverju er ekki spurt hvort landið eigi að vera eitt kjördæmi? Er verið að lauma inn ákvæði þess efnis undir rós?
5. Ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%.
Hvað ef mjög lítill eða enginn munur verður á milli valkostanna þriggja? Hvað gera bændur þá?
Mér finnst þetta ekki gæfulega af stað farið í þessum efnum. Undirbúning að þjóðaratkvæðagreiðslu verður að vanda svo hún verði ekki ein vitleysa. Þá er ver af stað farið en heima setið.