mánudagur, mars 03, 2008

Fór út um kl. 7.00 á laugardagsmorguninn og hitti Neil og Jóa síðan við brúna. Tókum samtals um 30 km í fínu veðri. Fór síðan niður í World Class á sunnudagsmorguninn og tók 20 km á bretti.

Stefán Viðar keypti af mér Herbalife dunka fyrir skömmu. Hann æfir mikið og leggur hart að sér og ætlar að fara undir 2.40 í maraþoni í ár. Hann sá ástæðu til að fara að huga betur að mataræðinu og ákvað að prófa Herbalifið sem próteingjafa og til að eiga léttara með að ná sér eftir erfiðar æfingar. Hitti hann niður í Laugardal á sunnudaginn á öldungamótinu. Hann sagðist finna verulegan mun á sér eftir að hann fór að nota Herbalfið. Hann notar það bæði fyrir og eftir erfiðar æfingar. Mest sagðist hann finna mun á sér hvað hann ætti betra með að sofna og hvíldist betur. Áður hafði líkaminn ekki fengið það sem hann þurfti eftir mikið álag, var lengur að ná sér og þá var eitthvað óþol eða vöntun þess valdandi að hann átti erfiðara með að hvílast og sofna. Mér fannst þetta flott því það er það versta að vera selja fólki eitthvað sem kostar peninga en skilar engu. Ég át um tíma fyrir þremur árum rautt Eðalginseng. Ég hefði eins getað drukkið vatn, ég fann aldrei neinn mun á mér eftir að hafa borðað Eðalginsengið.

<3 Svanhvít átti ársafmæli þann 1 mars. Þau voru að spila á Organ um kvöldið. Ég fór þangað og tók dálítið af myndum af þeim. Þeim hefur fariuð mikið fram og eru orðin þétt band sem spilar skemmtileg lög. Hef í hyggju að setja saman bók um fyrsta ár sveitarinnar á Blurbinu.

Sá í blöðunum fyrir helgina að að hafði verið gerð skoðanakönnun um hver lægstu laun ættu að vera. Niðurstaða könnunarinnar var að lægstu laun ættu að vera einhversstaðar á þriðja hundrað þúsund krónur. Einhverjir töluðu um að það ætt að lögfesta lægstu laun á þessu bili. Ég skil nú ekki þennan nánasarhétt fyrst farið er af stað með að hækka lægstu laun hraustlega á annað borð!! Af hverju segja menn ekki 500 þúsund eða milljón? En er þetta svona einfalt? Í fyrsta lagi er samið um laun í opnum og frjálsum kjarasamningum. Launþegasamtökin og samtök atvinnurekenda semja ium ákveðin laun, launaþrep og hvað þetta heitir allt saman. Launin eru sem sagt niðurstaða í samningum hjá þeim sem fara með hagsmuni launafólks og ég hef ekki séð að það sé neinn Kópavogsfundarbragur þegar skrifað er undir kjarasamninga heldur eru samningsaðilar yfirlett heldur kátir. Í öðru lagi má spyrja hvað með þá sem voru kannski með um 200 þúsund á mánuði ef lægstu laun væru hækkuð upp í ca 230 þúsund. Ætli þeir yrðu kátir með framvindu mála. Laun eru nefnilega alltaf mjög afstæð. Ef þú ert ánægður með þín laun vegna ess að þú sérð að þú ert hærri en ákveðnir hópar þá verður þú óánægður með þín laun ef þessir sömu hópar eru orðnir jafnháir eða hærri en þú, enda þótt þín laun séu óbreytt.
Í þriðja lagi hlýtur maður að spyrja að því hvað myndi gerast ef laun myndu almennt hækka svona hraustlega, enda þótt ég sé ekki að segja að þatta séu há laun sem nefnd voru sem lágmarkslaun. Kostnaður viðkomandi fyrirtækja myndi vaxa verulega. Við því eru tvenn viðbrögð. Í fyrsta lagi að hækka verð útseldrar þjónustu og vöru. Það væru ákveðin takmörk á því hvað varan gæti hækkað mikið því á hætti hún að seljast. Í öðru lagi myndi hækkað vörverð þýða hærri verðbólgu og kjararýrnun, krónurnar yrðu minna virði og þar af leiðandi launin einnig. Fyrirtækin myndu einnig bregðast við þessari þróun með hagræðingu og sparnaði. Starfsfólki yrði fækkað eins og hægt væri hjá þeim fyrirtækjum þar sem launakostnaður yrði hár. Niðurstaðan yrði hærra atvinnuleysi og sérstaklega hjá láglaunafólki.

Það er alltaf pirrandi að sjá svona bullumræðu í blöðunum þar sem einungis er fjallað um einn flöt af sex á teningnum og rætt um mikla hækkun lægstu launa eins og það sé eingöngu spurning um viljaleysi að þeims é ekki útrýmt. Er ekki bara hægt að útrýma lægstu launum var einu sinni spurt í sjónvarpsviðtali. Það er alveg eins hægt að spyrja: "Er ekki hægt að skera vinstri endann af spottanum og hafa bara hægri endann á honum?"

Engin ummæli: