laugardagur, mars 15, 2008

Tók 15 km í gær í góðu veðri eftir vinnu. Afmæli um kvöldið hjá Kolbeini Sæmundssyni kennara í MR. Hann er orðinn sjötugur en alltaf jafnbrattur. Hittumst heima hjá Hauk í Hafnarfirðinum þar sem jeppavinaklúbburinn fagnaði tímamótum í lífi Kolbeins. Komst því miður ekki í Strandgötuna þar sem FH og Víkingur skyldu jöfn. Annar leikurinn í vetur sem Víkingur leiðir yfir FH mestallan leikinn en missir hann niður í jafntefli í leikslok.

Horfðum á úrslitakeppni um kvöldið Gettu betur enda mörgum málið skylt í veislunni. MR vann eftir æsispennandi keppni í bráðabana. Leiðinlegt atvik kom fyrir í keppninni þegar hjálp úr sal bjargaði MA með að geta svarað rétt í spurningunni um Svein Elías eftir að MRingar höfðu klikkað á vegalengdinni. MA keppendur viðurkenndu það eftir að leik var lokið að þeir hefðu ekki vitað þetta. Merkilegt að það skulu ekki í gildi viðurlög við svona atburðum. Í fyrsta lagi er það fatal að lið skuli fá stig fyrir að svara rétt með hjálp úr sal. Í öðru lagi á það að vera á hreinu fyrirfram að það lið sem er svo óheppið að hafa í hópi sínum áhorfenda sem ekki getur þagað á að missa stig. Úrslit mega ekki ráðast á því að komast upp með að hafa rangt við, jafnvel þótt áhorfendur séu. Það hlýtur hver maður að sjá.

Fór út kl. 7.00 í morgun. Kalt en gott veður. Nú var enginn á brúnni þannig að ég hélt einn sem leið lá vestur í bæ og svo til baka kláraði 30 km. Léttur og bara fínn.

Alltaf sér maður betur og betur hvað Bubbi er að skjóta sig í löppina með að hrauna yfir einstaklinga sem voga sér að hafa aðra skoðun á honum en þóknanlegt er. Menn í hans stöðu verða að kunna að anda með nefinu. Skyldi Laxness hafa farið að þræta við ung skáld hér í denn og segja að þau væru bara léleg en hann væri bestur enda þótt þau væri ekki einhuga í að hylla hann gagnrýnislaust. Held varla.

María fékk á hreint í gær að hún var valin í hóp unglinga úr Reykjavík sem fer til San Francisko í júlí á borgarleikana. Það eru fimm krakkar á aldrinum 14 og 15 ára sem fara frá Reykjavík, fjórar stelpur og einn strákur. Stelpurnar eru miklu öflugari en strákarnir í frjálsum á þessum aldri. Þetta er gaman fyrir krakkana. Þessir leikar voru haldnir í Kóreu í hitteðfyrra, í Reykjavík í fyrra og í San Francisko í ár. Það var svolítill skuggi á því að vera valin í hópinn í fyrra ef það skyldi vera eina árið sem hún yrði valin þegar þessir leikar voru haldnir í Reykjavík. Nú er þessi óvissa búin og tilhlökkun hefst. Geri ráð fyrir að gamla settið splæsi á sig ferð til vesturstrandarinnar um leið. Verður vafalaust gaman.

Hef verið að hugsa um að það væri við hæfi að láta sig hafa það einhvern tíma að ganga Pacific Crest eða leiðina fra Mexíkó til Kanada með Kyrrahafsströndinni. Þetta er um 3ja mánaða gönguleið (a.m.k.) og ekki alltaf auðveld. Þarna er allt, skógar, fjöll, eyðimerkur og ég veit ekki hvað. Maður á að láta svona lagað eftir sér en hvenær kemur að því er ekki gott að segja. Alltaf að hafa eitthvað í sigtinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það var annað sem fór fyrir brjóstið á okkur hjónum í Gettu betur keppninni. Í fyrsta lagið er lagið um hann Ara litla frá sjötta áratugnum en ekki hinum sjöunda, eins og haldið var fram. Látum það þó liggja á milli hluta þar sem MA þekkti kauða.

En uppskriftin sem dómarinn sagði að væri mayonnaise var það ekki heldur Bernaissósa eins og reyndar MA hélt fram. Það átti að vera tarragon í henni og það er ekki í mayonnanesi. Tékkaði á þessu í hinum ýmsu matreiðslubókum. Var alveg hissa á að það var hvergi minnst á þetta í fjölmiðlum í dag, hélt að allt yrði vitlaust, vegna þess að ef MA hefði fengið rétt fyrir þetta - sem þau áttu að fá - hefðu þau unnið.

Bestu kveðjur,

Bryndís M.

Nafnlaus sagði...

Sæl Bryndis

Mér fannst þetta í fljóltu bagði vera skrítið með Ara. ég hét að hann væri eldri en sixtís en gáð iekki að því. Ég hélt aftur á móti að eggjarauðudæmið væri mæjones en ef það er Beranissósa þá er það náttúrulega svakalegur bömmer.
Skrtið að svörin séu ekki alveg á hreinu.