sunnudagur, apríl 06, 2008

Fór ut kl. 7.00 í morgun. Sólin var komin upp en logn og ekki kalt til muna. Fór fyrst Poweratehringinn og síðan út á nes og fyrir golfvöllinn. Fór sjávargötuna til baka og hitti Svan við maraþonendann. Hann var brattur í góða veðrinu og ætlaði langt. Við töltum saman til baka, tókum Nauthólsslaufuna og fórum síðan hring í Elliðaárdalnum. Þá lágu 40 á mínu úri en Svanur var svona hálfnaður. Góður dagur og allt í fína. Fór út á nes eftir hádegi að taka fuglamyndir. Pirraðist dálítið um stund en kyngdi því. Kíkti síðan við á Kjarvalsstöðum á bakaleiðinni en þar voru Færeyingar með mennignarvöku. Fór einn hring í salnum og skoðaði myndirnar eftir MYkines aftur en þær eru alltaf jafn áhugaverðar. Hitti Kim Fókusfélaga með nýkeypta Canon 5D í hendinni sem hann var mjög sæll með. Hann segist vera að planera ljósmyndaferð til Skotlands á næsta ári eða þar næsta. Þá verður bæði farið í Workshop í ljósmyndun og myndatökuferð. Hljómar mjög spennandi.

Ég var viðbúinn að fara út í myndatökur ef það yrðu álíka norðurljós í kvöld eins og í gærkvöldi. Nú sá ég engin. Nennti reyndar ekki að keyra austur á Þingvöll úr í óvissuna. Heyrði í neil í morgun. Parísarmaraþon er í fyrramálið. Þar er saman kominn góður hópur hlaupara sem er búinn að búa sig vel undir hlaupið. Vonandi gengur þeim vel á morgun.

Maður hittir af og til fólk sem er að leita ráða um hvernig það eigi að byrja að hlaupa. Ég segi alltaf að það eigi að fara rólega af stað og vera vel birgt af þolimæði. Bráðlæti er helsti veikleiki þeirra sem eru að byrja að hlaupa. Fara hægt og hafa gaman af þessu. Lengja smátt og smátt. Halupa í 30 sekúndur og ganga í 30 sekúndur til að byrja með. Hlaupa milli tveggja ljósastaura og ganga á milli þeirra næstu tveggja og lengja hlaupin síðan smátt og smátt.
Það sem fólk heykist aftur á móti oftast á er að hugsa um mataræðið samhliða þessu. Oft er fólk of þungt. 10 - 20 eða 30 kíló er dálítið að burðast með ef maður þarf ekki á þeim að halda. Það er oft erfiðara að breyta mataræðinu en að byrja að hreyfa sig. Fyrsta skrefið er að líta á sykur sem fíkniefni. Venja sig af sykuráti eins og hægt er. Mér verður hálf óglatt að horfa á fólk sem er alltof feitt að spæna í sig vínarbrauð og geta varla hætt. Á fundinum í gær voru ávextir með morgunkaffinu. Þá heyrði maður í nokkrum lurkum tuða yfir því hvaða heilbrigðisfasismi þetta væri á meðan flestir voru mjög ánægðir. Til að léttast jafnhliða aukinni hreyfingu þarf fólk að draga verulega úr sykur- og kolvetnaáti. Ég vorkenni engum að skera það niður ef fólk er of feitt. Ég hef svo sem aldrei verið alltof feitur en mest var ég ca 10 kílóum þyngri en ég er í dag. Ég hafði bara ekkert með þessi 10 kg að gera og sakna þeirra ekki.
Maður er búinn að taka á ýmsu hvað varðar að venja sig af óhollumataræði og öðrum óþarfa. Það má nefna að hætta að reykja, drekka kaffi og drekka gos. Hætta að borða kökur, kex og sælgæti. Hætta að borða sósur og svoleiðis drasl og skera niður kartöflur, pasta og hrísgrjón að mestu. Borða ekki mikið unnar kjötvörur s.a. kjötfars eða pulsur. Ég sakna þessa ekki og hef líklega sjaldan eða aldrei verið brattari. Þegar maður skar niður kolvetnaátið þá runnu óþarfakílóin af manni og nú er þyngdin bara eins og hún á að vera. Þetta er allt spurning um hvað menn vilja. Ef það er á hreinu þá er eftirleikurinn auðveldur.

Engin ummæli: