sunnudagur, maí 25, 2008

Þá er þetta mikla hlaup búið. Mjög ánægður með niðurstöðuna sem var um 20 km lengra hlaup en í fyrra og mjög vel yfir 200 km. markið. Markmiðið var að ná yfir 200 km og þeim mun lengra þeim mun betra. Að sprengja 200 km línuna í 24 tíma hlaupi er draumur hvers og eins sem þreytir 24 tíma hlaup en það er langt í frá alltaf sem það text. Það voru 5 sem fóru yfir línuna í 24 tíma hlaupinu og tveir eða þrír í 48 tíma hlaupinu og þar skal fyrstan telja Grikkjann Korosis sem gerði sér lítið fyrir og setti heimsmet í aldursflokknum 50 - 59 ára. Hann er hreint magnaður. Hann hefur mun hærri sársaukaþröskuld en flest venjulegt fólk. Þetta var 3ja 48 tíma hlaupið hans síðan í mars en flestum þykir nóg að taka það einu sinni. Ég er ekki viss um hvort ég hafi áhuga á að takast á við þessa miklu þolraun eftir að hafa horft á hlauparana þrælast áfram á brautinni á seinni sólarhringnum. Það var sett fullt af landsmetum á helginni fyrir utan heimsmetið, danskt, norskt og sænskt í 48 tíma hlaupi og svo íslenskt í 24 tíma hlaupi!!! Brautin er mjög góð og öll skipulagning og framkvæmd hjá Kim og hans fólki til mikillar fyrirmyndar. Gef nánari skýrslu síðar en vil þakka öllum sem fylgdust með og sendu mér góðar óskir. Það hefur veruleg áhrif að maður veit af því að það eru nokkur augu sem horfa yfir öxlina á manni á meðan hlaupið stendur yfir.

21 comments:

stefan sagði...

Glæsilegt Gunnlaugur og til hamingju með metið :) Frábært.
k,kv,
Stefán Viðar

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn! Það var gaman að fylgjast með hlaupinu úr fjarlægð.
Bestu kveðjur
Halla Þorvaldsd

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með frábæran árangur og nýtt íslandsmet.
Kveðja, Elín og Sumarliði

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Gunnlaugur okkar, þú ert alveg magnaður!

Bryndís og Úlfar

Biggi sagði...

Mikilvægum "confidence booster" áfanga í uppbygginginunni fyrir Spartathlon lokið með glæsibrag.

Til hamingju með magnaðan árangur!

Kveðja,
Birgir Sævarsson

Nafnlaus sagði...

Gunnlaugur!
Þú ert maðurinn.
Nú liggur Spörtuþonið í haust.
Komaso!

Gísli ritari

Nafnlaus sagði...

Ég vissi það Gulli minn þú ert magnaður,er bara stolt af frænda.
Til hamingju kveðjur Gamla frænka

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stórkostlegan árangur og glæsilegt Íslandsmet.
Góðar kveðjur úr Grafarvoginum.
Erla

Steinn Jóhannsson sagði...

Til hamingju með glæsilegan árangur. Góð reynsla fyrir Spartathlon.

Nafnlaus sagði...

Þetta var ansi magnað , María sagði mér niðurstöðuna í morgun.
Bara að springa ekki á limminu!!!
Hamingjuóskir, Haukur.

Unknown sagði...

Til hamingju með glæsilegt afrek. Það er rosalega flott að fara yfir 200km.

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér, hef ekki áður fylgst með með fólki eftir svona hlaup en það var gott að heyra að áætlunin hefði tekist!

Bkv.
Lúðvík

Nafnlaus sagði...

Eins og sagt er fyrir norðan "þetta er glórulaust", en ég segi þetta er magnað hjá þér, til hamingju, kv Jón Kr.

Nafnlaus sagði...

Sko "strákinn". Til hamingju Gulli minn - þú hefur sko aldeilis sannað það að aldurinn er afstætt hugtak. Frábært hjá þér og þú ert öllum þessum skrefum nær Spörtuspelinum. Knús og kærar kveðjur frá Sólveigu A.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta!!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn og metið Gunnlaugur. Léttur útreikningur segir að þú hafir hlaupið rúma 9 km á klukkustund. Mér þætti gott að dröslast þá vegalengd á einum degi. Þú ert náttúrulega bara klikkaður!!! ;-)
kv. Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með frábæran árangur Gulli!

Sjáumst í sumar :)
Kv. frá DK

Nafnlaus sagði...

Jæja Gulli, þá ert þú kominn upp á enn einn hjallann. Þetta verður greinilega auðveldara með árunum. Hittumst fljótlega. Frábær árangur hjá þér, til hamingju.

Kveðja,
Siggi Ingvars

Nafnlaus sagði...

Glæsileg frammistaða, þú ert öllum hvatning til dáða.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir allar þessar góðu kveðjur. Þær eru manni mikil hvatning í öllu þessu stauti.
Mbk.
Gulli

Nafnlaus sagði...

Innilegar hamingjuóskir með þennan áfanga á hlaupabrautinni. Glæailegt.
Kveðjur,
Inga, Bragi og börn