föstudagur, maí 23, 2008

Er kominn í hús á Galökken við Rönne. Klukkan er 21.00 að dönskum tíma. Hitti Eiolf og Ann en 48 tíma hlaupararnir eru búnir að vera að í níu klst. Þau voru kát og Eiolf er í fínu formi. Hann stefnir á að fara milli 300 og 400 km. Kemur í ljós hve langt það verður þegar upp er staðið. Menn fara varlega út því það er löng leið eftir, allir kannski nema Kurosis, gríski ofurhlauparinn. Hann fór 71 km á fyrstu sex tímunum sem er bara ágæt vegalengd í sex tíma hlaupi pr. se, hvað þá þegar 42 klst eru eftir. Það eru 35 hlauparar í 48 tíma hlaupinu, álíka margir í 24 tíma hlaupinu og síðan eru einh´ver hópur í sex tíma hlaupi. Þetta er orðið heilmikið arrangement hjá Kim og líklega eitt stærsta ultrahlaup á norðurlöndunum. Ann sagði mér að á næsta ári væru þeir Eiolf og Trond, norskur félagi hans, sem var með í Western States fyrir þremur árum, að planera að hlaupa frá Ítalíu norður til Nord Kalotten. Það er um tveggja mánaða verkefni, hvorki meir eða minna. Það er í þessu eins og öðru, það er sífellt leitað að nýjum verkefnum og nýjum áskorunum. veðrið er fínt, hæfilega hlýtt og í skógargöngunum sem hlaupið er í er algert logn. Fínar aðstæður.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel Gunnlaugur.
Bestu kveðjur, Elín Reed.

Nafnlaus sagði...

Ég sendi baráttukveður Gunnlaugur minn:-)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góðar kveðjur. Mjög ánægður.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stórbætingu. Þetta var flott hjá þér.

Ingibjorg sagði...

Run Forrest ... RUN!