fimmtudagur, mars 31, 2011
Það var fín umfjöllunin í Kastljósi RUV í kvöld um stöðu gamla fólksins og samskipti þeirra við kerfið. Það er náttúrulega með ólíkindum að heyra svona sögur en þær eru því miður ekki einsdæmi. Maður fer að halda að gamla fólkið sem er orðið örvasa hafi verið afgangsstærð í samfélaginu hingað til. Glæpamenn og drullusokkar sem dæmdir eru til fangavistar eru vistaðir á hálfgerðum sumarhótelum á meðan gamla fólkið eða aðstandur þess verður að berjast mánuðum eða misserum saman fyrir eðlilegri þjónustu af hálfu hins opinbera. Það kom fram í Kastljósinu í kvöld að markmið kerfisins væri að aldrað fólk ætti að vera eins lengi heima hjá sér og hægt væri. Heimahjúkrun og önnur aðstoð ætti að gera þetta mögulegt. Danskir sveitarstjórnarmenn sem komu í hemsókn til sambandsins fyrir nokkrum árum sögðu aðra sögu. Þeir sögðu svo frá að Danir væru horfnir frá þessari stefnu vegna þess að aldraðir einangruðust svo heima hjá sér. Þar búa þeir oft einir og sjá ekki nokkurn mann nema aðstoðarfólkið. Þeir komast ekki út undir bert loft hjálparlaust og svo framvegis. Danir eru sem sagt búnir að breyta um kúrs í þessum málum fyrir löngu. Ég hef aðeins kynnst samskiptum aldraðra við kerfið að undanförnu í tengslum við aldraða ættingja. Tvær aldraðar systur í fjölskyldunni létust í vetur. Sú yngri dó í endaðan janúar. Hún var búinn að vera sjúklingur lengi og hafði ekki getað komist um nema í hjólastól árum saman. Hún var einnig farin að láta sig andlega undir það síðasta. Í endaðan september í fyrra fékk hún þann úrskurð að hún væri of hress til að geta komist inn á hjúkrunarheimili. Það var ekki gefist upp og í nóvember komst hún inn á stað þar sem hún átti heima á. Hún gat fylgt fötum fram að jólum en svo var það búið og hún lést í endaðan janúar. Systir hennar sem var komin hátt í nírætt lá milli heims og helju á sjúkrahúsi vikum saman síðastliðið sumar. Fyrir einhvert kraftaverk komst hún á fætur en var eðlilega enginn bógur. Seint í febrúar fékk hún þann úrskurð að hún væri ekki nægjanlega heilsutæp til að fá vist á hjúkrunarheimili en var send heim til sín úr hvíldarinnlögn. Fjölskyldan kom að henni látinni heima hjá sér fjórum dögum síðar. Svona er nú þetta. Aldrað fólk með alzheimer sjúkdóminn er síðan enn einn kapítulinn. Þar er fólk oft búið að tapa ráði og rænu enda þótt það sé líkamlega nokkuð vel á sig komið. Það getur verið gersamlega útilokað fyrir aðstandendur að annast slíka sjúklinga enda þótt ætlast sé til þess. Ég hef heyrt það sagt en hef það ekki staðfest að í átökum um svona mál þegar ættingjar voru að berjast fyrir því að aldraður ættingi fengi pláss á hjúkrunarheimili og neituðu að taka á móti viðkomandi að þá hafi sjúklingurinn verið skilinn eftir úti á stétt þegar komið var með hann og dyrnar ekki opnaðar. Sel það ekki dýrara en ég keypti.
laugardagur, mars 26, 2011
Foreldra mínir voru venjulegt bændafólk vestur á fjörðum. Þau puðuðu þar í 45 ár. Lengi framan af lifðu þau við heldur þrönga afkomu eins og gerðist og gekk hjá bændum þess tíma. Það var aldrei fátækt en það þurfti að halda vel utan um allt til að hlutirnir gengju upp. Það var ekki fyrr en vélvæðingin hélt innreið sína, sem ákveðnir meðvitaðir einstaklingar fordæma nú svo ákaflega, að það varð allt heldur léttara og það fór að vera einhver afgangur til að ráðstafa í annað en bráðustu nauðsynjar. Þegar þau hættu búskap þá seldu þau það sem þau gátu losað sig. Jörðinni héldu þau áfram enda var hún verðlítil á þeim árum. Þau hafa farið vel með það sem þau eiga og eiga vel fyrir sig sem betur fer. Skárra væri það nú. Það var ekki farið með aurana í neinar spekúlationir eða fjárfestingar á kúlutímunum heldur voru þeir geymdir á sparireikning. Ýmsir hafa sagt að það hafi verið rétt að þau og aðrir í álíka stöðu hefðu átt það skilið að tapa því sem þau áttu að mestu eða öllu leyti við bankahrunið. Sparifjáreigendur eru heldur slæmt fólk í augum ýmissa og tiltölulega réttlitlir þjóðsfélagsþegar. Þeir eru skattlagðir eins og mögulegt er. Skattlagningin er ekkert annað en eignaupptaka eins og hún er framkvæmd þegar ríkið hagnast á því að verðbólgan sé sem mest. Fjármagnstekjuskattur er eitt. Auðlegðarskattur er nýjasta uppfindingin. Nú hefur hugmynd þess efnis verið viðruð að ríkið geri þessa aura upptæka að mestu leyti sem foreldrar mínir og annað aldrað fólk í álíka stöðu hafa sparað saman gegnum áratugina. Það eru þakkirnar fyrir að hafa lagt sitt af mörkum til uppbyggingu samfélagsins alla starfsæfina. Ég held að það myndi heyrast væl frá einhverjum ef þeir þyrftu að vinna og búa við álíka aðstæður og þótti sjálfsagt á síðustu öld, bæði til sjávar og sveita. Á sama tíma eru til nógir peningar til að byggja monthús niður við höfn sem er gersamlega órekstrarhæft. Er það furða að manni blöskri.
Hið svokallaða stjórnlagaráð hittist víst í dag til skrafs og ráðagerða. Leitun er að álíka verkefni sem hefur verið klúðrað jafn svakalega eins og hinu svokallaða stjórnlagaþingi. Allur þessi prósess hefst með því að einhverjir fóru að æpa úti á Austurvelli að það þurfi að endurnýja stjórnarskrána eins og hún væri einhver sökudólgur. Framboðsfyrirkomulagið var í tómu rugli. Kynning frambjóðenda mistókst og fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Kosningaþáttakan var svo lítil að það er einsdæmi í lýðveldissögunni. Kosningin sjálf og talning atkvæða var þannig framkvæmd að Hæstiréttur dæmdi hana ónothæfa og ómerka. Landskjörstjórn sagði af sér í kjölfar þess. Ríkisstjórnin valdi að virða niðurstöðu Hæstaréttar að vettungi. Lögð var tillaga fyrir Alþingi að skipa þá sem voru efstir í kosningu sem dæmd var ómerk í svokallað stjórnlagaráð. Þeir sem eru efstir í ómarktækri kosningu hafa enga stöðu aðra en allur almúginn. Hlutirnir eru ekki flóknari. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin legðist á árarnar þá tókst henni ekki að fá meirihluta þingmanna til að fylkja sér bak við tillöguna. Stjórnlagaráðið hefur því enga stöðu til að búast við að það verði gert eitt eða neitt með það sem kemur frá því. Því má ekki gleyma að það er verið að höndla með sjálfa stjórnarskrána, grundvöll samfélagsins. Af því þessi frasi er svo vinsæll þá væru þeir menn að meiri að mínu mati sem myndu hafna því að taka þátt í þessari vitleysu.
Síðast minntist ég á einkennilegt fréttamat. Um daginn voru nokkrir svokallaðir útrásarvíkingar teknir í yfirheyrslu úti í London. Einn þeirra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti vinnubrögðum við yfirheyrsluna. Þetta var fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum þann daginn. Það er verið að taka menn í yfirheyrslur dag út og dag inn. Má maður búast við því að allra handa sakborningar fari að senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir gera lítið úr rannsóknaaðilum og ákæruvaldinu og fjölmiðlar éti þetta upp eins ég veit ekki hvað. Af hverju hafa sakborningar á þessum nótum aðra stöðu en aðrir sakborningar? Eru þeir trúverðugari en aðrir. Ég hef ekki séð dæmi þar um.
Ég sé fréttir af að fyrstu þrestir vorsins eru komnir til Hafnar í Hornafirði. Nú veit ég ekki hvort þeir hafi lagt fram sönnunargögn þess efnis að þeir væru nýkomnir yfir hafið en það hafa verið þrestir í garðinum hér í Rauðagerðinu í allan vetur. Ég skil nú ekki alveg svona fréttaflutning.
Það var fínt hlaup í morgun með Jóa, Stebba og Sigurjóni. Hlýtt, léttur úði og stígarnir að mestu auðir. Ég er að skrúfa mig upp hægt og sígandi. Það liggur ekkert á. Þessi vika fer vel yfir 100 km og það er ágætt.
Hið svokallaða stjórnlagaráð hittist víst í dag til skrafs og ráðagerða. Leitun er að álíka verkefni sem hefur verið klúðrað jafn svakalega eins og hinu svokallaða stjórnlagaþingi. Allur þessi prósess hefst með því að einhverjir fóru að æpa úti á Austurvelli að það þurfi að endurnýja stjórnarskrána eins og hún væri einhver sökudólgur. Framboðsfyrirkomulagið var í tómu rugli. Kynning frambjóðenda mistókst og fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Kosningaþáttakan var svo lítil að það er einsdæmi í lýðveldissögunni. Kosningin sjálf og talning atkvæða var þannig framkvæmd að Hæstiréttur dæmdi hana ónothæfa og ómerka. Landskjörstjórn sagði af sér í kjölfar þess. Ríkisstjórnin valdi að virða niðurstöðu Hæstaréttar að vettungi. Lögð var tillaga fyrir Alþingi að skipa þá sem voru efstir í kosningu sem dæmd var ómerk í svokallað stjórnlagaráð. Þeir sem eru efstir í ómarktækri kosningu hafa enga stöðu aðra en allur almúginn. Hlutirnir eru ekki flóknari. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin legðist á árarnar þá tókst henni ekki að fá meirihluta þingmanna til að fylkja sér bak við tillöguna. Stjórnlagaráðið hefur því enga stöðu til að búast við að það verði gert eitt eða neitt með það sem kemur frá því. Því má ekki gleyma að það er verið að höndla með sjálfa stjórnarskrána, grundvöll samfélagsins. Af því þessi frasi er svo vinsæll þá væru þeir menn að meiri að mínu mati sem myndu hafna því að taka þátt í þessari vitleysu.
Síðast minntist ég á einkennilegt fréttamat. Um daginn voru nokkrir svokallaðir útrásarvíkingar teknir í yfirheyrslu úti í London. Einn þeirra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsti vinnubrögðum við yfirheyrsluna. Þetta var fyrsta frétt í öllum fjölmiðlum þann daginn. Það er verið að taka menn í yfirheyrslur dag út og dag inn. Má maður búast við því að allra handa sakborningar fari að senda frá sér yfirlýsingar þar sem þeir gera lítið úr rannsóknaaðilum og ákæruvaldinu og fjölmiðlar éti þetta upp eins ég veit ekki hvað. Af hverju hafa sakborningar á þessum nótum aðra stöðu en aðrir sakborningar? Eru þeir trúverðugari en aðrir. Ég hef ekki séð dæmi þar um.
Ég sé fréttir af að fyrstu þrestir vorsins eru komnir til Hafnar í Hornafirði. Nú veit ég ekki hvort þeir hafi lagt fram sönnunargögn þess efnis að þeir væru nýkomnir yfir hafið en það hafa verið þrestir í garðinum hér í Rauðagerðinu í allan vetur. Ég skil nú ekki alveg svona fréttaflutning.
Það var fínt hlaup í morgun með Jóa, Stebba og Sigurjóni. Hlýtt, léttur úði og stígarnir að mestu auðir. Ég er að skrúfa mig upp hægt og sígandi. Það liggur ekkert á. Þessi vika fer vel yfir 100 km og það er ágætt.
föstudagur, mars 25, 2011
Stundum er fréttamatið hjá íslenskum fjölmiðlum óskiljanlegt. Á dögunum var það fyrsta frétt hvert sem litið var að einhver maður á Suðurnesjum vildi að Atli Gíslason segði af sér þingmennsku eftir að hann sagði sig úr þingflokki VG. Umræðan um að þingmaður eigi að segja af sér þingmennsku hefur komið upp allar götur frá því að þingmaður sagði sig fyrst úr þingflokki fyrir um 90 árum. Niðurstaðan hefur alltaf orðið sú sama að kjörnum þingmanni er þetta heimilt og það hefur aldrei komið til þess að þingmaður hafi sagt af sér þingmennsku eftir að hann hafi yfirgefið þann flokk sem hann var kjörinn fyrir á þig. Engu að síður láta fjölmiðlar með það eins og landafundafrétt að einhver formaður kjördæmisráðs sé eitthvað að tuða í þessu sambandi.
Það var fyrsta frétt hjá öllum íþróttafréttamönnum á dögunum að Eiður Smári var ekki valinn í landsliðið í fótbolta. Það hefði náttúrulega verið hrein móðgun við alla þá sem eru að standa sig vel á knattspyrnuvellinum ef maður sem ekki hefur spilað neitt af viti í a.m.k. tvö ár hefði verið valinn í landsliðið. Það hefði hins vegar verið alvörufrétt ef hann hefði verið valinn í liðið.
Mér finnst umræðan um að taka upp nýja krónu vera snargalin að flestu leyti. Í fyrsta lagi hefur það ekkert að segja þótt það verði skipt um kennitölu á krónunni. Það voru tekin af henni tvö núll árið 1980 en ekkert breytt um siði í efnahagsstjórninni. Aðgerðin hafði engin efnahagsleg áhrif nema að krónum í umferð fækkaði hundraðfalt. Það eina sem getur styrkt stöðu krónunnar er öflugari efnahagsstjórn. Síðan er hugmyndafræðin um að hafa skiptigengi mishjafnt á þann veg að maður skilur hvorki upp eða niður. Að fólk sé í fúlustu alvöru að leggja fram tillögur um gríðarlega eignaupptöku hjá því fólki sem á einhvern aur er eitthvað sem maður nær ekki upp í. Eru allir sparifjáreigendur af hinu illa í huga þess sem ber slíkar tillögur fram? Það er verið að tala um mörk í kringum 10 milljónir. Hvað með aldrað fólk sem hefur annað tveggja sparað saman eða á hinn kantinn selt eign og flutt í minna húsnæði? Ég veit það ekki en eðlilegt er að spurt sé. Mér finnst umræða um þessa hlið málsins vera undarlega lítil. Fólk sem vil láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðunni á alla vega ekki að flagga svona bölvaðri vitleysu. Stjórnvöld í Norður Kóreu framkvæmdu svona hluti þegar þau vildu tryggja það að það gæti ekkert venjulegt fólk sparað saman einhverja peninga. Svo var herinn settur á íbúana til að bæla niður ólguna sem hlaust af eignaupptökunni. Einu sinni var sagt: "Sovét Ísland, hvenær kemur þú?" Kannski slíkt taut sé farið að heyrast aftur.
Ég er alls ekki viss um að krónan sé sá bölvaldur sem af er látið af ýmsum. Hún er kannski ekki gjaldmiðill til brúks þegar litið er til lengri tíma en hún er ekki alvond. Það er alla vega víst að það munu ekki öll vandamál leysast við að taka upp evru. Portúgal, Írland og Grikkland eru öll með evru. Þar eru efnahagsmálin í steik. Á Spáni er 20% atvinnuleysi. Svíar prísa sig nú sælan við að hafa haldið sinni krónu. Það liggur einfaldlega í augum uppi að það var of stór biti í háls fyrir evruna að taka flest fyrrum austantjaldsríki inn í evrópska myntsvæðið. Þau voru alls ekki tilbúin til þess, hvorki stjórnarfarslega né efnahagslega. Myntin þolir einfaldlega ekki þann þunga sem lagður er á hana. Það er alla vega ljóst að ef við værum með evru þá væri atvinnuleysið mun meira en það er í dag. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Mér finnst fínt að fólk er farið að tjá sig opinskátt um áhrif skóla án aðgreiningar fyrir þá sem eru minnimáttar. Það er ótækt að láta fámennan hreintrúarhóp ráða ferðina í þessu tilliti eins og verið hefur til þessa. Heilbrigð skynsemi verður stundum að komast að í umræðunni.
Það var fyrsta frétt hjá öllum íþróttafréttamönnum á dögunum að Eiður Smári var ekki valinn í landsliðið í fótbolta. Það hefði náttúrulega verið hrein móðgun við alla þá sem eru að standa sig vel á knattspyrnuvellinum ef maður sem ekki hefur spilað neitt af viti í a.m.k. tvö ár hefði verið valinn í landsliðið. Það hefði hins vegar verið alvörufrétt ef hann hefði verið valinn í liðið.
Mér finnst umræðan um að taka upp nýja krónu vera snargalin að flestu leyti. Í fyrsta lagi hefur það ekkert að segja þótt það verði skipt um kennitölu á krónunni. Það voru tekin af henni tvö núll árið 1980 en ekkert breytt um siði í efnahagsstjórninni. Aðgerðin hafði engin efnahagsleg áhrif nema að krónum í umferð fækkaði hundraðfalt. Það eina sem getur styrkt stöðu krónunnar er öflugari efnahagsstjórn. Síðan er hugmyndafræðin um að hafa skiptigengi mishjafnt á þann veg að maður skilur hvorki upp eða niður. Að fólk sé í fúlustu alvöru að leggja fram tillögur um gríðarlega eignaupptöku hjá því fólki sem á einhvern aur er eitthvað sem maður nær ekki upp í. Eru allir sparifjáreigendur af hinu illa í huga þess sem ber slíkar tillögur fram? Það er verið að tala um mörk í kringum 10 milljónir. Hvað með aldrað fólk sem hefur annað tveggja sparað saman eða á hinn kantinn selt eign og flutt í minna húsnæði? Ég veit það ekki en eðlilegt er að spurt sé. Mér finnst umræða um þessa hlið málsins vera undarlega lítil. Fólk sem vil láta taka sig alvarlega í þjóðfélagsumræðunni á alla vega ekki að flagga svona bölvaðri vitleysu. Stjórnvöld í Norður Kóreu framkvæmdu svona hluti þegar þau vildu tryggja það að það gæti ekkert venjulegt fólk sparað saman einhverja peninga. Svo var herinn settur á íbúana til að bæla niður ólguna sem hlaust af eignaupptökunni. Einu sinni var sagt: "Sovét Ísland, hvenær kemur þú?" Kannski slíkt taut sé farið að heyrast aftur.
Ég er alls ekki viss um að krónan sé sá bölvaldur sem af er látið af ýmsum. Hún er kannski ekki gjaldmiðill til brúks þegar litið er til lengri tíma en hún er ekki alvond. Það er alla vega víst að það munu ekki öll vandamál leysast við að taka upp evru. Portúgal, Írland og Grikkland eru öll með evru. Þar eru efnahagsmálin í steik. Á Spáni er 20% atvinnuleysi. Svíar prísa sig nú sælan við að hafa haldið sinni krónu. Það liggur einfaldlega í augum uppi að það var of stór biti í háls fyrir evruna að taka flest fyrrum austantjaldsríki inn í evrópska myntsvæðið. Þau voru alls ekki tilbúin til þess, hvorki stjórnarfarslega né efnahagslega. Myntin þolir einfaldlega ekki þann þunga sem lagður er á hana. Það er alla vega ljóst að ef við værum með evru þá væri atvinnuleysið mun meira en það er í dag. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Mér finnst fínt að fólk er farið að tjá sig opinskátt um áhrif skóla án aðgreiningar fyrir þá sem eru minnimáttar. Það er ótækt að láta fámennan hreintrúarhóp ráða ferðina í þessu tilliti eins og verið hefur til þessa. Heilbrigð skynsemi verður stundum að komast að í umræðunni.
fimmtudagur, mars 17, 2011
Það er eiginlega erfitt að ræða um það sem stendur upp úr í því sem kemur frá stjórnvöldum þessa dagana. Kennitöluskiptin á krónunni er þó það sem stendur niður úr. Að einhverjum skuli detta í hug aðþað lagi nokkurn hlut að fixa gjaldmiðilinn eitthvað til. Það er eitt en annað var í sjálfu sér enn verra og fáheyrðara. Það var sá hluti tillögunnar að gengi á milli gamallar krónu og nýrrar skyldi vera misjafnt eftir því hvað hver einstaklingur átti mikla peninga. Tillagan fól ekkert í sér annað en svo grófa eignaupptöku að fá dæmi eru um slíkt. Á árunum fyrir upptöku verðtryggingar þá töpuðust innistæður í bönkum vegna verðbólgu en fólk hafði þá vissulega val um að taka peningana út úr bönkum og gera eitthvað annað við þá. Þessi tillaga gengur út á að peningar undir ca 20.000 Euro yrði skipt á genginu 1:1. Það sem umfram væri yrði skipt á genginu 1:4 - 1:10. Það þýðir á mæltu máli að fólk sem ætti yfir 20.000 Euro fengi niður í einn tíunda af því lausafé sem það ætti handbært. Mér finsnt undarlegt að það skuli ekki hafa farið nein umræða fram um þetta. Líklega af því þetta er svo vitlaust en sama er. Þingmönnum á ekki að leyfast að slá hinu og þessu fram án þess að standa ábyrgir orða sinna. Þessi aðferðafræði hefði kannske gengið í Norður Kóreu þar sem landið er lokað og íbúarnir komast ekkert en maður getur rétt ímyndað sér hvað yrði um það fólk sem hefði aðra möguleika ef stærstur hluti eigna þess yrði gerður upptækur með svona aðferðafræði.
Það var fínt viðtalið við konuna í Kastljósi RUV í fyrrakvöld. Hún gagnrýndi þar hugmyndafræðina í kringum skóla án aðgreiningar. Það er með þessa hugmyndafræði eins og svo margt annað að um hana hefur ríkt hreintrúarstefna. Umræða um aðrar hliðar málsins hefur ekki mátt heyrast. Vafalaust ehfur þessi hugmyndafræði ýmsa kosti en hún hefur einnig mikla vankanta. Ég skoða hug minn ekki um að ég vildi miklu heldur að mitt barn gengi í skóla meðal sinna jafningja ef það væri þroskaheft. Það myndi miklu heldur njóta sín meðal jafningja og það væri ekki verið að nudda framan í það upp á dag hvern að það væri öðruvísi en aðrir og stæði á ýmsan hátt höllum fæti gagnvart jafnöldrum sínum.
Við skruppum nokkrir vinnufélagar suður í Garð í dag. Við hittum bæjarstjórann og starfsfólk hans. Þau fóru yfir það helsta sem er að gerast í samfélaginu og síðan var okkur sýnt ýmislegt áhugavert á snöggum hringtúr um þorpið. Ég hef alloft komið í Garðinn áður en fyrst og fremst á íþróttavöllinn. Maður hafði náttúrulega ekki séð neitt af því sem bærinn hefur upp á að bjóða að öðru leyti en það er ýmislegt. Það er öruggt mál að ég á eftir að renna þangað í ýmsum erindagjörðum. Þar eru myndefni út um allt, bæði sumar og vetur. Margháttaðar menningarminjar eru þarna sem á að varðveita. Fuglalíf er fjölbreytt á síkjunum þegar fer að vora.
Það var fínt viðtalið við konuna í Kastljósi RUV í fyrrakvöld. Hún gagnrýndi þar hugmyndafræðina í kringum skóla án aðgreiningar. Það er með þessa hugmyndafræði eins og svo margt annað að um hana hefur ríkt hreintrúarstefna. Umræða um aðrar hliðar málsins hefur ekki mátt heyrast. Vafalaust ehfur þessi hugmyndafræði ýmsa kosti en hún hefur einnig mikla vankanta. Ég skoða hug minn ekki um að ég vildi miklu heldur að mitt barn gengi í skóla meðal sinna jafningja ef það væri þroskaheft. Það myndi miklu heldur njóta sín meðal jafningja og það væri ekki verið að nudda framan í það upp á dag hvern að það væri öðruvísi en aðrir og stæði á ýmsan hátt höllum fæti gagnvart jafnöldrum sínum.
Við skruppum nokkrir vinnufélagar suður í Garð í dag. Við hittum bæjarstjórann og starfsfólk hans. Þau fóru yfir það helsta sem er að gerast í samfélaginu og síðan var okkur sýnt ýmislegt áhugavert á snöggum hringtúr um þorpið. Ég hef alloft komið í Garðinn áður en fyrst og fremst á íþróttavöllinn. Maður hafði náttúrulega ekki séð neitt af því sem bærinn hefur upp á að bjóða að öðru leyti en það er ýmislegt. Það er öruggt mál að ég á eftir að renna þangað í ýmsum erindagjörðum. Þar eru myndefni út um allt, bæði sumar og vetur. Margháttaðar menningarminjar eru þarna sem á að varðveita. Fuglalíf er fjölbreytt á síkjunum þegar fer að vora.
fimmtudagur, mars 10, 2011
Ferðin til Oxford var fín í alla staði. Við fórum til Lundúna á föstudaginn að skanna útsölur en útskriftin sjálf var á laugardaginn. Mæting var upp úr klukkan 10 um morguninn og veitti ekki af því það var farin að myndast biðröð. Húsið var opnað um kl. 10:30 og hver útskriftarnemi mátti bjóða þremur gestum með sér. Athöfnin fór fram í gömlu leikhúsi sem er í stíl við allt annað sem byggir á gömlum merg. Sá sem stjórnaði athöfninni hélt í upphafi ræðu á ensku þar sem hann skýrði það sem framundan var en sagði að sjálf athöfnin færi fram á latínu. Latínan hefði verið notuð í þessu skyni í um 800 ár, það hefði gengið vel og því væri ekki breytt sem vel gengi þar á bæ. Nemendur voru kallaðir fram í ákveðinni goggunarröð. Fyrst fóru doktorar, svo meistarar og síðast þeir sem voru að ljúka B.Sc eð BA námi. Fulltrúi hverrar deildar lýsti því að hans nemendur hefðu staðist þær kröfur sem gerðar væru til ans, þá hneigðu nemendur og fulltrúar skólans sig fyrir hvor öðrum og svo gengu nemendur út. Eftir töluverða stund komu þeir svo inn aftur en þá höfðu þeir íklæðst útskriftarskikkjunum. Þær voru í 37 mismunandi afbrigðum allt eftir því hvaða nám hver nemandi stundaði. Þá voru menn leiddir aftur fyrir fulltrúa skólans, þá var aftur farið með latneska kveðju, nemendur fóru með eið skólans, menn hneigðu sig hvor fyrir öðrum og svo gengu nemendur út, útskrifaðir frá Oxford. Þetta tók hátt í tvo klukkutíma. Eftir það var farið í borðhald í matsal skólans og síðan voru myndatökur og annað sem til heyrði. Þetta var hin hátíðlegasta athöfn og gaman að fá tækifæri til að upplifa hana.
Það var ekki mikið hlaupið úti, heldur fyrst og fremst rólað létt í viðhaldsgírnum.
Það var ekki mikið hlaupið úti, heldur fyrst og fremst rólað létt í viðhaldsgírnum.
miðvikudagur, mars 02, 2011
Nú varð mér á í messunni, ég skriplaði á skötunni og klikkaði á meginatriðum. Ég fór nýlega með rangt mál. Ég klessti því upp á Kastljós RUV um að hafa tekið stóra VIP málið upp til umræðu. Nóg er nú samt þótt ekki sé verið að hafa kastljósið fyrir rangri sök. Án þess að ég hafi lagst í rannsóknir þá tel ég það víst að það hafi verið í Íslandi í dag sem ég sá þetta gagnmerka mál tekið til umfjöllunar. Rétt skal vera rétt og því er minnst á þetta hér.
Við ætlum að skreppa til London á morgun. Svo verður haldið áfram til Oxford. Sveinn mun útskrifast frá Oxford University á laugardaginn og við ætlum að vera viðstödd þann ánægjulega áfanga. Oxford er mjög fallegur staður og tekur allt yfirbragð miðborgarinnar mið af háskólasamfélaginu sem hefur verið þar til staðar í nær 700 ár.
Það er engin venjuleg serímonía að útskrifa námsmenn frá Oxford. Sveinn fékk sendan 12 bls. bækling þar sem farið er yfir framkvæmd athafnarinnar og siðareglur við útskriftina. Klæðaburður fer eftir því hvaða gráðu er verið að taka. Þar er um að ræða 37 flokka sem hver hefur sinn einkennisklæðnað. Það er farið með eið (Do fidem) og ég veit ekki hvað. Þetta verður bæði forvitnilegt og eftirminnilegt.
Það er ekki hægt að segja annað en að samskipti framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins þessa dagana valdi manni ákveðnum áhyggjum.
Annað árið í röð ræður röng ákvörðun dómara úrslitum í leik Man. Udt. og Chelsea. Í fyrra tapaði Man. Udt. titlinum á marki sem kolrangstæður leikmaður skoraði. Í ár tapar Man. Udt. á afar sérkennilegum vítaspyrnudómi fyrir utan ýmislegt annað. Það væri óskandi að þessir stóru leikir réðust alfarið á knattspyrnuvellinum en ekki með flautu dómarans.
Við ætlum að skreppa til London á morgun. Svo verður haldið áfram til Oxford. Sveinn mun útskrifast frá Oxford University á laugardaginn og við ætlum að vera viðstödd þann ánægjulega áfanga. Oxford er mjög fallegur staður og tekur allt yfirbragð miðborgarinnar mið af háskólasamfélaginu sem hefur verið þar til staðar í nær 700 ár.
Það er engin venjuleg serímonía að útskrifa námsmenn frá Oxford. Sveinn fékk sendan 12 bls. bækling þar sem farið er yfir framkvæmd athafnarinnar og siðareglur við útskriftina. Klæðaburður fer eftir því hvaða gráðu er verið að taka. Þar er um að ræða 37 flokka sem hver hefur sinn einkennisklæðnað. Það er farið með eið (Do fidem) og ég veit ekki hvað. Þetta verður bæði forvitnilegt og eftirminnilegt.
Það er ekki hægt að segja annað en að samskipti framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins þessa dagana valdi manni ákveðnum áhyggjum.
Annað árið í röð ræður röng ákvörðun dómara úrslitum í leik Man. Udt. og Chelsea. Í fyrra tapaði Man. Udt. titlinum á marki sem kolrangstæður leikmaður skoraði. Í ár tapar Man. Udt. á afar sérkennilegum vítaspyrnudómi fyrir utan ýmislegt annað. Það væri óskandi að þessir stóru leikir réðust alfarið á knattspyrnuvellinum en ekki með flautu dómarans.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)