Nú varð mér á í messunni, ég skriplaði á skötunni og klikkaði á meginatriðum. Ég fór nýlega með rangt mál. Ég klessti því upp á Kastljós RUV um að hafa tekið stóra VIP málið upp til umræðu. Nóg er nú samt þótt ekki sé verið að hafa kastljósið fyrir rangri sök. Án þess að ég hafi lagst í rannsóknir þá tel ég það víst að það hafi verið í Íslandi í dag sem ég sá þetta gagnmerka mál tekið til umfjöllunar. Rétt skal vera rétt og því er minnst á þetta hér.
Við ætlum að skreppa til London á morgun. Svo verður haldið áfram til Oxford. Sveinn mun útskrifast frá Oxford University á laugardaginn og við ætlum að vera viðstödd þann ánægjulega áfanga. Oxford er mjög fallegur staður og tekur allt yfirbragð miðborgarinnar mið af háskólasamfélaginu sem hefur verið þar til staðar í nær 700 ár.
Það er engin venjuleg serímonía að útskrifa námsmenn frá Oxford. Sveinn fékk sendan 12 bls. bækling þar sem farið er yfir framkvæmd athafnarinnar og siðareglur við útskriftina. Klæðaburður fer eftir því hvaða gráðu er verið að taka. Þar er um að ræða 37 flokka sem hver hefur sinn einkennisklæðnað. Það er farið með eið (Do fidem) og ég veit ekki hvað. Þetta verður bæði forvitnilegt og eftirminnilegt.
Það er ekki hægt að segja annað en að samskipti framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins þessa dagana valdi manni ákveðnum áhyggjum.
Annað árið í röð ræður röng ákvörðun dómara úrslitum í leik Man. Udt. og Chelsea. Í fyrra tapaði Man. Udt. titlinum á marki sem kolrangstæður leikmaður skoraði. Í ár tapar Man. Udt. á afar sérkennilegum vítaspyrnudómi fyrir utan ýmislegt annað. Það væri óskandi að þessir stóru leikir réðust alfarið á knattspyrnuvellinum en ekki með flautu dómarans.
miðvikudagur, mars 02, 2011
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli